Fréttir

KÞÍ

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands 1. desember - 30.11.2011

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 1. desember n.k. klukkan 20:00.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 29.11.2011

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og verða æfingarnar í Kórnum og Egilshöllinni.  Þjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar en tveir hópar verða á ferðinni hjá U17.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM október 2011

Milliriðill U17 karla leikinn í Skotlandi - 29.11.2011

Í dag var dregið í milliriðla í EM 2012 hjá U17 karla en Íslendingar voru þar í pottinum eftir að hafa haft sigur í sínum riðli í forkeppninni.  Ísland dróst í riðil með Danmörku, Skotlandi og Litháen og verður leikið í Skotlandi dagana 24. - 29. mars.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í forkeppni EM hjá U17 og U19 karla - 29.11.2011

Í dag var dregið í forkeppni EM 2012/2013 hjá U17 og U19 karla.  Hjá U17 er Ísland í riðli með Portúgal, Noregi og Möltu og fer riðillinn fram á Möltu. Leikið verður í Króatíu hjá U19 og er Ísland þar í riðli með heimamönnum, Georgíu og Aserbaídsjan.

Lesa meira
 
Valur

Valsmenn hafa skilað gögnum með leyfisumsókn - 28.11.2011

Valsmenn hafa nú skilað fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla 2011 og hafa þar með þrjú Pepsi-deildarfélög skilað gögnum. Ekkert 1. deildarfélag hefur enn skilað, en lokaskiladagur er ekki fyrr en 15. janúar, þannig að enn er nægur tími til stefnu.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fjölmiðlar á fræðslufundi - 28.11.2011

Í síðustu viku bauð KSÍ fulltrúum fjölmiðla til fræðslufundar um aga- og úrskurðarmál annars vegar og hins vegar um dómaramál.  Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Bæði viðfangsefnin eru þess eðlis að reglulega er fjallað um málefni þeim tengd í fjölmiðlum.

Lesa meira
 
A landslið karla

A karla - Vináttulandsleikur gegn Svartfellingum 29. febrúar - 28.11.2011

Knattspyrnusambönd Íslands og Svartfjallalands hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik miðvikudaginn 29. febrúar 2012.  Leikið verður í Podgorica í Svartfjallalandi.  Þetta er í fyrsta sinn sem þessar þjóðir mætast á knattspyrnuvellinum.

Lesa meira
 
Merki Hauka

Unglingadómaranámskeið á Ásvöllum þriðjudaginn 29. nóvember - 25.11.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Hauka að Ásvöllum þriðjudaginn 29. nóvember og hefst kl. 19:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.  Námskeiðið er ókeypis.  Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofa KSÍ lokuð föstudaginn 25. nóvember - 24.11.2011

Skrifstofa KSÍ verður lokuð föstudaginn 25. nóvember vegna uppfærslu á tölvukerfi KSÍ.  Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 28. nóvember kl. 08:00.  Hægt er að finna farsímanúmer starfsmanna hér á síðunni ef mál þarfnast tafarlausrar úrlausnar. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Keppnisleyfi, vallarleyfi og þátttökuleyfi - 24.11.2011

Skrifstofu KSÍ berast reglulega spurningar um hin ýmsu leyfi sem gefin eru út.  Leyfin eru sem sagt þrenns konar:  Keppnisleyfi, vallarleyfi og þátttökuleyfi.  Og um hvað snúast þessi leyfi þá, er þetta allt um sama hlutinn, er þetta allt í leyfiskerfinu?

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik auglýsir eftir þjálfurum í 5. flokk kvenna og 7. flokk karla - 24.11.2011

Knattspyrnudeild Breiðablik er fjölmennasta knattspyrnudeild landsins með yfir 1300 iðkendur. Deildin leggur mikla áherslu á að ráða til sína hæfa og metnaðarfulla þjálfara sem eru tilbúnir að starfa eftir stefnu félagsins og við topp aðstæður.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland upp um fjögur sæti - 23.11.2011

Á nýjum styrkleikalista, sem birtur var í morgun, er íslenska karlalandsliðið í 104. sæti listans og fer upp um fjögur sæti frá síðasta lista.  Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans en á eftir koma Hollendingar og Þjóðverjar og er lítill munur á milli þeirra.

Lesa meira
 
Lars-Lagerback

Lars Lagerbäck sáttur við niðurröðunina - 22.11.2011

Þjóðirnar sem leika saman í E-riðli undankeppni HM 2014, riðlinum sem Ísland leikur í, funduðu í dag um niðurröðun leikja í riðlinum.  Fulltrúar þjóðanna komust ekki að niðurstöðu um röð leikjanna og því var dregið í töfluröð eins og venjan er þegar svo gerist.  Þjálfari Íslands er sáttur við niðurstöðuna og er afar spenntur fyrir verkefninu.

Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

A karla - Norðmenn fyrsti andstæðingurinn í undankeppni HM - 22.11.2011

Í dag voru ákveðnir leikdagar í riðli Íslands í undankeppni HM 2014.  Ísland leikur í E riðli ásamt Noregi, Slóveníu, Sviss, Albaníu og Kýpur.  Fyrsti leikur Íslands í keppninni verður á Laugardalsvelli 7. september en þá koma Norðmenn í heimsókn.

Lesa meira
 
Hópur U17 kvenna í úrslitakeppni EM í Sviss

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar um helgina - 22.11.2011

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og verða þær í Kórnum og Egilshöllinni.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 karla - Úrtaksæfingar í Boganum framundan - 22.11.2011

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar í Boganum á Akureyri fyrir U16 karla.  Freyr Sverrisson, þjálfari U16 karla, hefur valið leikmenn fyrir þessar æfingar en leikmennirnir koma úr félagsliðum af Norðurlandi.

Lesa meira
 
Grindavík

Grindvíkingar búnir að skila leyfisgögnum - 21.11.2011

Grindavíkingar skiluðu til leyfisstjórnar á laugardag leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum.  Þar með hafa suðurnesjaliðin tvö í Pepsi-deildinni skilað, fyrst allra liða í ár, en Keflvíkingar skiluðu 15. nóvember.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2010 - Úrslitaleikur FH og KR

Uppfærðir afreksstuðlar leikmanna - 21.11.2011

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga hefur skrifstofa KSÍ gefið út afreksstuðla leikmanna og hafa þeir verið uppfærðir á vef KSÍ.  Hægt er að áfrýja flokkun leikmanns til samninga- og félagaskiptanefndar.

Lesa meira
 
formannafundur-2011-ponta

Fundað með forsvarsmönnum aðildarfélaga KSÍ - 19.11.2011

Árlegur haustfundur með formönnum og framkvæmdastjórum aðildarfélaga KSÍ fór fram í höfuðstöðvum sambandsins í dag.  Farið var yfir ýmis mál á fundinum, þ.á.m. keppnistímabilið sem leið, næsta keppnistímabil, leikdaga, fjármál aðildarfélaga og fleira. 

Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfara - 17.11.2011

Knattspyrnudeild Fylkis auglýsir eftir aðstoðarþjálfara í 2. flokk karla sem getur hafið störf strax.  Áhugasamir vinsamlegast sendið tölvupóst á íþróttafulltrúa félagsins á netfangið hordur@fylkir.com þar sem fram þarf að koma reynsla af þjálfun og menntun eða hringið í síma 571-5604.   Nánari upplýsingar veitir íþróttafulltrúi.

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

KSÍ II þjálfaranámskeið á Akureyri - 16.11.2011

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 2. stigs þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 25.-27. nóvember 2011.  Bókleg kennsla fer fram í Hamri, félagsheimili Þórs, og verkleg kennsla í Boganum.  Þátttökugjald er kr. 15.000.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM október 2011

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 15.11.2011

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og verða tveir hópar í gangi hjá U17.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöllinni og hafa þjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Þjálfarar að störfum

KSÍ III þjálfaranámskeið 25. - 27. nóvember - 15.11.2011

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 3. stigs þjálfaranámskeið helgina 25.-27. nóvember. Námskeiðið er opið öllum sem lokið hafa við fyrstu tvö stigin, þ.e. KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið.

Lesa meira
 
IMG_4771

Þjálfaraskóli KSÍ á fullt skrið - 15.11.2011

Þjálfaraskóli KSÍ er kominn á fullt skrið en í síðustu viku kláruðu fyrstu þjálfararnir skólann. Það voru markahrókarnir Garðar Gunnlaugsson og Garðar Jóhannsson sem fengu heimsóknir og leiðsagnir frá leiðbeinendum á vegum Knattspyrnusambands Íslands. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir leik Danmerkur og Finnlands í kvöld - 15.11.2011

Kristinn Jakobsson mun í kvöld, þriðjudaginn 15. nóvember, dæma vináttulandsleik Dana og Finna en leikið verður í Esbjerg.  Kristni til halds og traust í leiknum verða aðstoðardómararnir, Sigurður Óli Þorleifsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson. Lesa meira
 
Keflavík

Keflvíkingar fyrstir til að skila leyfisgögnum fyrir 2012 - 15.11.2011

Eins og kynnt var í frétt hér á síðunni í fyrri frétt hófst leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2012 einmitt í dag, 15. nóvember.  Keflvíkingar biðu ekki boðanna og skiluðu sínum leyfisgögnum, öðrum en fjárhagslegum, og eru þar með fyrstir til að skila í leyfisferlinu í ár.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Kasakstan í undankeppni EM.  Leikið á Selfossi

Dregið í milliriðla hjá U17 og U19 kvenna - 15.11.2011

Í dag var dregið í milliriðla EM hjá U17 og U19 kvenna en Ísland var í pottinum hjá báðum aldursflokkum.  Hjá U19 er Ísland í riðli með Frakklandi, Rúmeníu og Hollandi. Hjá U17 er Ísland í riðli með Sviss, Englandi og Belgíu.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leyfisferlið fyrir 2012 hafið - 15.11.2011

Samkvæmt leyfisreglugerð KSÍ hafa þeim félögum sem hyggjast sækja um þátttökuleyfi í Pepsi-deild og 1. deild karla 2012 verið nauðsynlegar upplýsingar, áður en vinna við leyfisumsókn hefst.  Leyfisferlið telst því formlega hafið!

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki í undankeppni EM, október 2011

Dregið í undankeppni hjá U17 og U19 kvenna fyrir 2012/2013 - 15.11.2011

Í dag var dregið í undankeppni hjá U17 kvenna en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.   Íslenska U17 liðið er í riðli með Tékklandi, Eistlandi og Slóveníu. Stelpurnar í U19 eru í riðli með Danmörku, Moldavíu og Slóvakíu.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í milliriðla hjá U17 og U19 kvenna - 14.11.2011

Dregið verður í milliriðla hjá U17 og U19 kvenna í höfuðstöðvum UEFA, þriðjudaginn 15. nóvember.  Ísland er í pottinum hjá báðum aldursflokkum en milliriðlarnir verða leiknir í apríl á næsta ári.  Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu af drættinum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
HK

HK auglýsir eftir þjálfara fyrir 8. flokk - 11.11.2011

Knattspyrnudeild HK óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir 8. flokk starfsárið 2011-2012.  Óskað er eftir þjálfara með góða menntun og reynslu.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Fimm marka tap gegn Englendingum - 10.11.2011

U21 landslið karla tapaði með fimm marka mun fyrir jafnöldrum sínum frá Englandi, en leikið var á Weston Homes vellinum í Colchester í kvöld.  Sigurinn var fyllilega verðskuldaður, en heldur stór, enda komu 3 síðustu mörk heimamanna á síðustu 5 mínútum leiksins.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Leikið við Englendinga í kvöld - 10.11.2011

Strákarnir í U21 eru nú í Colchester í Englandi en liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM í kvöld, fimmtudaginn 10. nóvember, kl. 19:30.  Leikið verður á  Weston Homes Community vellinum og er uppselt á leikinn en völlurinn tekur 10.000 manns.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Deildarbikarkeppni KSÍ 2012 - 9.11.2011

Meðfylgjandi er þátttökutilkynning fyrir Deildarbikarkeppni KSÍ í knattspyrnu.  Tilkynna ber þátttöku í síðasta lagi sunnudaginn 20. nóvember.  Leikið verður með sama fyrirkomulagi og 2011.  A-deild karla hefst um miðjan febrúar en keppni í öðrum deildum í byrjun mars.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 karla - Leikið við Englendinga á morgun - 9.11.2011

Strákarnir í U21 eru nú í Colchester í Englandi en liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM á morgun, fimmtudaginn 10. nóvember.  Leikið verður á  Weston Homes Community vellinum og er uppselt á leikinn en völlurinn tekur 10.000 manns.

Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

KSÍ II þjálfaranámskeið á Reyðarfirði - 9.11.2011

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ II þjálfaranámskeið á Reyðarfirði helgina 18.-20. nóvember.  Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig tímanlega.   Námskeiðsgjald er kr. 15.000.

Lesa meira
 
Allur hópurinn hjá U17 kvenna í Sviss

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 8.11.2011

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og verða æfingarnar í Kórnum og Egilshöllinni.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar og má sjá hópana hér að neðan.

Lesa meira
 
John Peacock, fyrrum yfirmaður knattspyrnuakademíu Derby County, mun kenna á KSÍ VI í Lilleshall

Vel heppnað endurmenntunarnámskeið - 7.11.2011

Um síðastliðna helgi stóð KSÍ fyrir endurmenntunarnámskeiði fyrir þjálfara sem hafa svokallaða UEFA A þjálfaragráðu.  Hingað til lands komu þeir Dick Bate og John Peacock en báðir starfa þeir hjá enska knattspyrnusambandinu. Lesa meira
 
isi_merki

8. nóvember - Opinber baráttudagur gegn einelti - 7.11.2011

Þann 8. nóvember næstkomandi verður opinber baráttudagur gegn einelti.  Þrjú ráðuneyti ásamt mörgum félagasamtökum koma að deginum.  Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands er eitt af þeim og í tilefni dagsins er boðið til fræðsluerindis. Fundarstaður er á 3. hæð í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í fundarsal E.

Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir í Makedóníu - 7.11.2011

Þóroddur Hjaltalín mun dæma leik Makedóníu og Færeyja í undankeppni EM U21 karla en leikið verður föstudaginn 11. nóvember í Skopje.  Með Þóroddi verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Áskell Þór Gíslason og fjórði dómari verður Gunnar Jarl Jónsson.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Formanna- og framkvæmdastjórafundur 19. nóvember - Dagskrá - 4.11.2011

KSÍ boðar til fundar formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga laugardaginn 19. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli kl. 12:00 - 14.30.  Kl. 14.00 verður dregið í töfluröð í Pepsi-deild, 1. og 2. deild karla og Pepsi-deild kvenna á sama stað.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Hópurinn valinn fyrir leikinn gegn Englandi - 4.11.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn er mætir Englandi í undankeppni EM næstkomandi fimmtudag.  Leikið verður í Colchester og hefur Eyjólfur valið 19 leikmenn í hópinn og þar af eru fjórir leikmenn sem hafa ekki leikið með U21 liðinu áður.

Lesa meira
 
Leyfisreglugerð KSÍ - Útgáfa 2.1

Ný leyfisreglugerð samþykkt - 2.11.2011

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 27. október síðastliðinn nýja reglugerð fyrir leyfiskerfi KSÍ og tekur hún gildi frá og með leyfisferlinu sem hefst formlega þann 15. nóvember næstkomandi, þ.e. í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2012.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur þrjú KSÍ III þjálfaranámskeið í nóvember - 2.11.2011

Knattspyrnusamband Íslands stefnir á að halda þrjú 3. stigs þjálfaranámskeið í nóvember, tvö helgina 18 .- 20. nóvember og eitt helgina 25. - 27. nóvember.  Annað námskeiðið helgina 18. - 20. nóvember er eingöngu opið konum sem lokið hafa við fyrstu tvö stigin, þ.e. KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið.
Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Úrtaksæfingar hjá strákunum um helgina - 1.11.2011

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í knattspyrnuhúsinu í Kórnum og hefur Kristinn valið 21 leikmann á þessar æfingar.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM október 2011

U17 karla - 62 leikmenn boðaðir á æfingar um helgina - 1.11.2011

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 62 leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og í Egilshöllinni og eru valdir tveir hópar, leikmenn fæddir 1995 annars vegar og 1996 hinsvegar.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög