Fréttir

U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Hópurinn valinn fyrir undankeppni EM í Austurríki - 30.9.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp sinn er leikur í Austurríki í undankeppni EM.  Leikið verður dagana 7. - 12. október og er Ísland í riðli með heimastúlkum, Kasakstan og Skotlandi.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Úrtakshópur valinn fyrir fjórar æfingar í næstu viku - 30.9.2011

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið úrtakshóp fyrir æfingar í næstu vikur.  Æfingarnar verða alls fjórar í þessar i atrennu og eru 30 leikmenn boðaðir á þessar æfingar.

Lesa meira
 
F.A

U21 karla - Enski hópurinn er mætir Íslendingum - 29.9.2011

Englendingar hafa tilkynnt hópinn er mætir Íslendingum á Laugardalsvelli í EM U21 karla.  Leikurinn verður fimmtudaginn 6. október og hefst kl. 18:45.  Stuart Pearce, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt hópinn en England mætir fyrst Íslendingum áður en þeir halda til Noregs þar sem þeir mæta heimamönnum, 11. október.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistardeild kvenna - Ágætir möguleikar hjá Val - 29.9.2011

Eftir fyrri leikina í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna er ljóst að róðurinn hjá Þór/KA verður mjög erfiður en möguleikar Vals eru hinsvegar ágætir.  Þór/KA tók á móti hinu geysisterka Potsdam frá Þýskalandi og höfðu gestirnir sigur, 0 - 6. Valur lék gegn FC Glasgow ytra og lauk leiknum með jafntefli, 1 - 1.  Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Hópurinn gegn Englandi valinn - 29.9.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Englendingum í undankeppni EM.  Leikið verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 6. október, kl. 18:45.  Þetta er þriðji leikur Íslendinga í þessari undankeppni en liðið vann Belga í fyrsta leik sínum en töpuðu gegn Noregi.

Lesa meira
 
EURO 2012

A landslið karla - Hópurinn gegn Portúgal valinn - 29.9.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn mætir Portúgal í undankeppni EM en leikið verður í Porto, föstudaginn 7. október kl. 20:00.  Þetta er lokaleikur Íslands í riðlinum en Ísland hefur hlotið 4 stig til þessa í undankeppninni. 

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Þór/KA mætir Potsdam í dag kl. 16:15 - 28.9.2011

Þór/KA taka á móti þýska liðinu Turbine Potsdam í dag og hefst leikurinn kl. 16:15 á Akureyrarvelli.  Þetta er fyrri viðureign liðanna í 32. liða úrslitum Meistaradeildar kvenna en seinni leikurinn fer fram ytra eftir rétta viku.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Frá áfrýjunardómstól KSÍ - Úrskurði hrundið - 27.9.2011

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur hrundið úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þar sem Þór var sektað vegna framkomu stuðningsmanna félagsins í leik Þórs og KR í Valitor-bikarnum.  Þór hafði í fyrri úrskurði verið sektað um 35.000 krónur.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Miðasala hafin á Ísland - England - 27.9.2011

Það er sannkallaður stórleikur framundan hjá strákunum í U21 en þeir taka á móti Englendingum á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 6. október kl. 18:45.  Miðasala á leikinn er hafin og fer hún fram í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is.  Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna, 17 ára og eldri, en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Stjarnan fulltrúi Íslands í næstu keppni - 26.9.2011

Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið út þátttökulista fyrir næstu keppni í Meistaradeild kvenna.  Þar kemur í ljós að Ísland mun verða með eitt lið í þeirri keppni en nýkrýndir Íslandsmeistarar Stjörnunnar verða fulltrúar Íslands í keppninni.

Lesa meira
 
Fyrsta íslenska kvendómaratríóið er dæmir landsleik á Íslandi .  Dómari Guðrún Fema Ólafsdóttir, AD1 Marína Ósk Þórólfsdóttir, AD2 Birna H. Bergstað Þórmundsdóttir

Norræn dómaraskipti - Guðrún Fema og Rúna Kristín til Noregs - 26.9.2011

Guðrún Fema Ólafsdóttir og Rúna Kristín Stefánsdóttir munu halda til Noregs á næstu dögum og starfa þar við leik Stabæk og Klepp í efstu deild kvenna, 2. október næstkomandi.  Guðrún Fema mun dæma leikinn og Rúna Kristín verður annar aðstoðardómara leiksins.  Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales á Svíþjóðarmótinu

24 landsleikir í september og október - 26.9.2011

September og október eru annasamir mánuðir hjá landsliðum Íslands en 24 landsleikir eru á dagskrá þessa tvo mánuði.  A landslið karla og kvenna, U21 og U19 karla ásamt U19 kvenna léku landsleiki í september og voru þeir 11 talsins. 

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Viðurkenningar vegna seinni helmings Pepsi-deildar karla - 26.9.2011

Mánudaginn 3. október kl. 12:00 verða afhentar viðurkenningar vegna seinni helmings Pepsi-deildar karla, eða umferðir 12-22.  Viðurkenningarnar verða afhentar í húsakynnum Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7 - 11 í Reykjavík. 

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Úkraínu - 26.9.2011

Kristinn Jakobsson verður við störf á fimmtudaginn þegar hann dæmir leik Vorskla Poltava frá Úkraínu og Hannover frá Þýskalandi.  Leikurinn er í B riðli Evrópudeildar UEFA og verður leikinn í Úkraínu Lesa meira
 
Friðarmerki á degi án ofbeldis (Anton Brink Hansen, Fréttablaðið)

2. október – Dagur án ofbeldis - 26.9.2011

Þann 2. október næstkomandi er fagnað degi baráttu fyrir tilveru án ofbeldis.  Ofbeldi er grundvallarvandamál okkar tíma.  Til að sýna samhug á táknrænan hátt verður mannlegt friðarmerki myndað á Klambratúni í Reykjavík þann 2. október kl. 20:00. Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Pepsi-deild karla - KR Íslandsmeistari í 25. skipti - 25.9.2011

KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í dag með því að leggja Fylki af velli.  Á sama tíma töpuðu ÍBV gegn FH þannig að fyrir síðustu umferðina hafa KR fimm stiga forystu á FH sem er í öðru sætinu.  Baráttan um Evrópusæti er ennþá í algleymi ásamt því að mikil barátta er um fallið.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Kvennalandsliðið í 15. sæti á styrkleikalista FIFA - 23.9.2011

Íslenska kvennalandsliðið er í 15. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun.  Ísland fer upp um 2 sæti frá síðasta lista en Bandaríkin tróna sem fyrr á toppi listans en Þjóðverjar eru skammt undan.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Kasakstan í undankeppni EM.  Leikið á Selfossi

U19 kvenna - Ísland tryggði sér efsta sætið - 22.9.2011

Stelpurnar í U19 lögðu stöllur sínar frá Wales í dag en leikurnn var lokaleikur liðsins í undankeppni EM.  Leikið var á Fylkisvelli í frábæru veðri og urðu lokatölur 2 - 0 eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Ísland tryggði sér því efsta sætið í riðlinum með fullt hús stiga.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu í undankeppni EM U19 á Vodafonevellinum

U19 kvenna - Ísland mætir Wales í dag - 22.9.2011

Stelpurnar í U19 leika lokaleik sinn í undankeppni EM í dag þegar þegar þær mæta stöllum sínum frá Wales.  Leikið verður á Fylkisvelli og hefst leikurinn kl. 16:00.  Báðar þessar þjóðir hafa þegar tryggt sér sæti í milliriðlum, eru með 6 stig eftir tvo leiki, en berjast nú um toppsæti riðilsins. Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur valið byrjunarlið sitt fyrir leikinn. Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Markalaust jafntefli í Laugardalnum - 21.9.2011

Það voru þung spor hjá íslensku stelpunum þegar þær gengu af leikvelli eftir leik þeirra gegn Belgum í undankeppni EM í kvöld.  Markalaust jafntefli varð raunin en íslenska liðið fékk fjölmörg tækifæri til þess að brjóta ísinn í þessum leik.  Þetta var síðasti heimaleikur liðsins á þessu ári en framundan eru tveir leikir á útivelli, gegn Ungverjum 22. október og gegn Norður Írum 26. október.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Framhaldsskólamót í knattspyrnu - Skráningarfrestur til 22. september - 21.9.2011

Minnt er á að frestur til að tilkynna þátttöku í Framhaldsskólamótið í knattspyrnu rennur út á morgun, fimmtudaginn 22. september.  Þátttökugjald er 15.000 kr. á lið og ber að greiða um leið og þátttaka er tilkynnt..

Lesa meira
 
Stelpurnar eftir æfingu í Grindavík

Stelpurnar æfðu í Grindavík - 21.9.2011

Kvennalandsliðið æfði í gær í Grindavík og voru móttökurnar að hætti heimamanna, höfðinglegar.  Eftir æfingu voru stelpurnar allar leystar út með kraftmikilli gjöf, flösku af Lýsi, sem vafalaust á eftir að koma sér vel fyrir leikinn gegn Belgíu í kvöld.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland upp um 17 sæti - 21.9.2011

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem birtur var í morgun, er íslenska karlalandsliðið í 107. sæti og fer upp um 17 sæti frá síðasta lista.  Spánverjar endurheimta toppsætið af Hollendingum sem höfðu stutta viðkomu í efsta sætinu.

Lesa meira
 
Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir standa við myndina frá UEFA

Gjöf frá UEFA - Andlit Íslands - 21.9.2011

Á dögunum barst gjöf frá UEFA til handa knattspyrnuáhugafólks á Íslandi.  Er það stór mynd með andliti Íslands, ungur einstaklingur málaður í framan með fánalitum Íslands.  UEFA gaf öllum aðildarþjóðum gjöf í þessum anda í tilefni af opnun nýrrar byggingar hjá UEFA í Nyon.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Noregs í undankeppni EM, 17. september 2011

Ísland mætir Belgíu - Byrjunarliðið tilbúið - 20.9.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Belgum í undankeppni EM 2013.  Leikið verður á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 19:30.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi og er í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.  Miðasala á Laugardalsvelli opnar á leikdag kl. 16:00.

Lesa meira
 
A landslið kvenna í gokart

Stelpurnar á fullri ferð! - 20.9.2011

Undirbúningur stelpnanna okkar fyrir leikinn gegn Belgíu á morgun er með hefðbundum hætti.  Fast er haldið í þá hefð að brjóta þennan svokallaða hefðbundna undirbúning upp og í þetta skiptið skellti hópurinn sér í Go-kart.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Þýskir dómarar við stjörnvölinn á Ísland - Belgía - 20.9.2011

Það verða þýskir dómarar sem verða við stjórnvölinn á landsleik Íslands og Belgíu í undankeppni EM.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli kl. 19:30, miðvikudaginn 21. september.  Dómarinn heitir Christine Baitinger (Beck) og henni til aðstoðar verða þær Inka Müller og Christina Jaworek.  Varadómari er hinsvegar frá íslensk og heitir Guðrún Fema Ólafsdóttir.

Lesa meira
 
Icelandair

Hittir einhver markslána í hálfleik á miðvikudag? - 20.9.2011

Í hálfleik á viðureign Íslands og Noregs á miðvikudag munu fimm heppnir vallargestir spyrna knetti frá vítateigsboganum með það fyrir augum að hitta þverslána.  Vinningurinn ef það tekst er af glæsilegri tegundinni - ferð fyrir tvo til útlanda með Icelandair!

Lesa meira
 
HK

HK auglýsir eftir þjálfara fyrir 3. flokk karla - 20.9.2011

Knattspyrnudeild HK óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir 3. flokk karla starfsárið 2011-2012.  Óskað er eftir þjálfara með góða menntun og reynslu.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - 22 leikmenn valdir í undirbúningshóp fyrir EM - 19.9.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 22 leikmenn í undirbúningshóp en liðið leikur í undankeppni EM í byrjun október.  Æfingar verða um helgina og fara þær fram  Kónrum á laugardag og sunnudag.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Kasakstan í undankeppni EM.  Leikið á Selfossi

U19 kvenna - Ísland öruggt í milliriðla eftir sigur á Kasakstan - 19.9.2011

Stelpurnar í U19 tryggðu sig áfram í milliriðla EM eftir sigur á Kasakstan í dag en leikið var á Selfossi.  Lokatölur urðu 3 - 0 fyrir Ísland og komu öll mörkin í fyrri hálfleiknum.  Ísland mætir Wales á Fylkisvelli næstkomandi fimmtudag í lokaumferðinni og hefst leikurinn kl. 16:00

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Leikmenn fæddir 1995 á úrtaksæfingum U17 karla - 19.9.2011

Tæplega 30 leikmenn fæddir 1995 hafa verið boðaðir til úrtaksæfinga fyrir U17 landslið karla á komandi vikum.  Æfingarnar fara allar fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ undir stjórn þjálfara U17 landsliðs Íslands, Gunnars Guðmundssonar.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu í undankeppni EM U19 á Vodafonevellinum

U19 kvenna - Leikið við Kasakstan í dag á Selfossi kl. 16:00 - 19.9.2011

Undankeppni EM U19 kvenna heldur áfram í dag og eru tveir leikir á dagskrá.  Á Selfossi mætast Ísland og Kasakstan en í Sandgerði leika Slóvenía og Wales.  Báðir leikirnir hefjast kl. 16:00.  Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í dag

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Valur og Þór eini leikur dagsins í Pepsi-deild karla - 18.9.2011

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að fresta fimm af sex leikjum 20. umferðar Pepsi-deildar karla vegna veðurs.  Eini leikurinn sem fer fram á tilsettum tíma er leikur Vals og Þórs sem hefst á Vodafonevellinum kl. 17:00 í dag, sunnudaginn 18. september.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

ÍBV - KR og Grindavík - FH frestað fram á mánudag - 18.9.2011

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að fresta leik ÍBV og KR í Pepsi-deild karla um einn dag.  Leikurinn átti að fara fram í dag á Hásteinsvelli en fer fram á morgun, mánudaginn 19. september, kl. 17:00.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Noregs í undankeppni EM, 17. september 2011

Ísland – Belgía – A passar gilda við innganginn - 17.9.2011

Handhafar A-passa 2011 frá KSÍ þurfa ekki að sækja miða fyrir landsleik Íslands og Belgíu í undankeppni EM A kvenna. Dugar að sýna passann við innganginn þegar mætt er á völlinn en leikið verður á Laugardalsvellinum. Frjálst sætaval er á leiknum sem hefst kl. 19:30, miðvikudaginn 21. september.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frítt fyrir börn, öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland – Belgíu - 17.9.2011

KSÍ býður börnum 16 ára og yngri, öryrkjum og ellilífeyrisþegum, ókeypis aðgang að landsleik Íslands og Belgíu í undankeppni EM kvenna sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 21. september kl. 19:30.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Birna Kristjánsdóttir kölluð inn í hópinn - 17.9.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur kallað Birnu Kristjánsdóttur, markvörð úr Breiðabliki inn í hópinn fyrir leikinn gegn Belgíu á miðvikudaginn.  Birna mun æfa með hópnum á morgun en hinir markverðir hópsins, Þóra Helgadóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir, eiga við smávægileg meiðsli að stríða.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Noregs í undankeppni EM, 17. september 2011

Frábær sigur á Noregi - Óskabyrjun í undankeppni EM - 17.9.2011

Stórkostlegur fyrri hálfleikur íslenska kvennalandsliðsins skóp frækinn sigur Íslands á Noregi í dag.  Stelpurnar höfðu sigur, 3 – 1, eftir að hafa leitt með þremur mörkum í leikhléi.  Þetta er einn fræknasti sigur kvennalandsliðsins á heimavelli og óskabyrjun á undankeppni EM.  Íslenska liðið mætir Belgum í sömu undankeppni, miðvikudaginn 21. september kl. 19:30

Lesa meira
 
Icelandair

Kristín María hitti í slána - 17.9.2011

Í hálfleik á viðureign Íslands og Noregs í undankeppni EM kvenna 2013 spyrnti Kristín María Ingimarsdóttir knetti frá vítateigsboganum í þverslána.  Verðlaunin:  Ferð fyrir tvo til útlanda með Icelandair!  Þetta tækifæri fékk hún með því að kaupa miða á leikinn í gegnum midi.is.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu í undankeppni EM U19 á Vodafonevellinum

Góður sigur í fyrsta leik hjá U19 kvenna - 17.9.2011

U19 landslið kvenna hóf undankeppni EM með góðum 2-1 sigri á Slóvenum á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda.  Wales vann öruggan 3-0 sigur á Kasakstan á sama tíma, og fór sá leikur fram á Fjölnisvelli.  Næsta umferð er á mánudag.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson formaður KSÍ, Andri Þór Guðmundsson frá Ölgerðinni og Phillip Männer frá Sportfive

Pepsi-deildin til 2015 - 17.9.2011

Undirritaður hefur verið fjögurra ára samningur á milli Ölgerðarinnar og Sport Five (sem er rétthafi sjónvarpsréttar og nafnaréttar efstu deilda KSÍ í knattspyrnu) og verður hann í gildi út keppnistímabilið 2015. Efstu deildir karla og kvenna mun því vera Pepsi-deildir næstu fjögur árin að minnsta kosti. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Slóveníu - 16.9.2011

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landslðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Slóvenum á Vodafonevellinum á morgun, laugardag, kl. 12:00..  Leikurinn er í undankeppni EM en auk þessara liða leika Wales og Kasakstan í riðlinum en þau mætast á Fjölnisvelli á sama tíma.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Búlgaríu í undankeppni EM.  Leikið var á Laugardalsvelli 19. maí.

Byrjunarlið Íslands gegn Noregi - 16.9.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Norðmönnum í undankeppni EM kvenna.  Leikurinn fer fram á morgun, laugardag, og hefst kl. 16:00 á Laugardalsvelli. Miðasala er í gangi á midi.is en 1.000 krónur kostar fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. Miðasala hefst á Laugardalsvelli, á leikdag, kl. 12:00.

Lesa meira
 
Þjálfarar að störfum

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 7. - 9. október - 16.9.2011

Helgina 7. - 9. október mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í KSÍ B prófinu (UEFA B prófinu). Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ I þjálfaranámskeið í október - 16.9.2011

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, tvö helgina 14.-16. október og eitt helgina 21.-23. október. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði sem þýðir 70 laus pláss helgina 14.-16. október og 35 laus pláss helgina 21.-23. október. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Riðill í undankeppni EM U19 kvenna leikinn hér á landi - 15.9.2011

Um þessar mundir fer fram undankeppni EM U19 landsliðs kvenna.  Keppt er í 10 riðlum víðs vegar í Evrópu og eru liðin að keppast um sæti í milliriðlum með það fyrir augum að komast í úrslitakeppnina í Tyrklandi júlí 2012.  Einn riðillinn fer fram hér á landi.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þrír landsleikir á laugardaginn - 15.9.2011

Tvö íslensk kvennalandslið verða í eldlínunni næstkomandi laugardag en þrír landsleikir verða á dagskrá hér á landi þann dag.  Ísland mun hefja keppni í undankeppni EM U19 kvenna en riðill Íslands er leikinn hér á landi.  Ísland mætir Slóveníu á Vodafonevelli kl. 12:00 í fyrsta leik sínum og á sama tíma mætast, á Fjölnisvelli, Wales og Kasakstan. Síðar um daginn, kl. 16:00, leika svo Ísland og Noregur í undankeppni EM A kvenna á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

A kvenna - A-passar gilda inn á leik Íslands og Noregs - 15.9.2011

Handhafar A-passa 2011 frá KSÍ þurfa ekki að sækja miða fyrir landsleik Íslands og Noregs í undankeppni EM A kvenna.  Dugar að sýna passann við innganginn þegar mætt er á völlinn en leikið verður á Laugardalsvellinum.  Frjálst sætaval er á leiknum sem hefst kl. 16:00, laugardaginn 17. september.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - 35 leikmenn boðaðir á úrtaksæfingar - 14.9.2011

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar sem fram fara um komandi helgi.  Gunnar hefur valið 35 leikmenn og verður æft tvisvar sinnum um helgina á Tungubökkum. Lesa meira
 
Icelandair

"Hitta slána" leikurinn í hálfleik á laugardag - 14.9.2011

Í hálfleik á viðureign Íslands og Noregs í á laugardag munu fimm heppnir vallargestir spyrna knetti frá vítateigsboganum með það fyrir augum að hitta þverslána.  Hver og einn af þessum fimm fær aðeins eina tilraun, og vinningurinn ef það tekst er af glæsilegri tegundinni - ferð fyrir tvo til útlanda með Icelandair!

Lesa meira
 
Noregur_logo

Norski hópurinn sem mætir Íslandi á laugardaginn - 13.9.2011

Norðmenn hafa tilkynnt landsliðshópinn sem mætir Íslendingum á Laugardalsvelli, laugardaginn 17. september kl. 16:00, í undanekppni EM.  Norska landsliðið hefur að venju á öflugu liði að skipa og eru með tvo leikmenn innanborðs sem hafa leikið yfir landsleiki. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Ísland - Noregur - Finnskt dómaratríó - 13.9.2011

Það verður finnskt dómaratríó sem verður í eldlínunni á Laugardalsvellinum á laugardaginn þegar Ísland og Noregur mætast í undankeppni EM kvenna.  Leikurinn hefst kl. 16:00 og er gríðarlega mikilvægur fyrir báðar þjóðir.  Finnsku dómurunum til aðstoðar verður Guðrún Fema Ólafsdóttir sem gegnir hlutverki varadómara. 

Lesa meira
 
Jóhanna Margrét nýtti sér andlitsmálninguna í síðasta leik

Sýnum lit! - 12.9.2011

Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir viðureign kvennalandsliða Íslands og Noregs  á Laugardalsvelli á laugardag.  Leikurinn hefst kl. 16:00 og er um að gera að mæta tímanlega og láta mála íslenska fánann á kinnina og ennið, jafnvel að láta mála allt andlitið til að vera sem flottust!

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Gunnhildur Yrsa valin best í umferðum 10 - 18 í Pepsi-deild kvenna - 12.9.2011

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 10 - 18 í Pepsi-deild kvenna og fór athöfnin fram í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar.  Íslandsmeistarar Stjörnunnar voru áberandi en besti leikmaðurinn var valin Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir úr Stjörnunni.  Þá var þjálfari Stjörnunnar, Þorlákur Árnason, valinn besti þjálfarinn sem og að stuðningsmenn Garðbæinga fengu viðurkenningu.  Besti dómarinn var svo norðanmaðurinn Valdimar Pálsson.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Þórdís valin í hópinn - 12.9.2011

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur gert eina breytingu á hópnum sem leikur í undankeppni EM hér á landi dagana 17. - 22. september.  Þórdís María Aikman úr Val kemur inn í hópinn í stað Birnu Berg Haraldsdóttur sem gefur ekki kost á sér. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Yngri knattspyrnuiðkendum boðið á Ísland-Noregur - 9.9.2011

KSÍ hefur ákveðið bjóða yngri flokkum og forráðamönnum (3. flokkur og yngri)  allra aðildarfélaga miða á landsleik Íslands og Noregs í undankeppni EM kvenna sem fram fer á Laugardalsvelli laugardaginn 17. september og hefst kl. 16:00.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Miðasalan fyrir kvennalandsleikina hafin - 9.9.2011

Miðasalan fyrir tvo leiki kvennalandsliðsins í undankeppni EM 2013 er hafin á midi.is, en Ísland mætir Noregi 17. september og Belgíu fjórum dögum síðar.  Stelpurnar okkar eru fullar sjálfstrausts og ætla sér sigur í báðum leikjum.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Hópurinn valinn fyrir undankeppni EM - 9.9.2011

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur í undankeppni EM.  Riðll Íslands verður leikinn hér á landi en mótherjarnir verða Wales, Slóvenía og Kasakstan.  Fyrsti leikur Íslands verður gegn Slóveníu á Vodafonevellinum, laugardaginn 17. september kl. 12:00.

Lesa meira
 
Grótta

Grótta óskar eftir þjálfurum fyrir yngri flokka kvenna - 9.9.2011

Knattspyrnudeild Gróttu óskar eftir að ráða þjálfara fyrir yngri flokka kvenna. Kvenþjálfarar eru sérstaklega hvattir til þess að sækja um.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Viðurkenningar vegna seinni helmings Pepsi-deildar kvenna - 8.9.2011

Mánudaginn 12. september kl. 12:00 verða afhentar viðurkenningar vegna seinni helmings Pepsi-deildar kvenna, eða umferðir 10-18.  Viðurkenningarnar verða afhentar í húsakynnum Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11 í Reykjavík. 

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Búlgaríu í undankeppni EM.  Leikið var á Laugardalsvelli 19. maí.

A kvenna - Hópurinn valinn fyrir leiki gegn Noregi og Belgíu - 8.9.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn er mætir Noregi og Belgíu á Laugardalsvelli, 17. og 21. september.  Leikirnir eru í undankeppni EM 2013 en Ísland hefur leikið einn leik til þessa í riðlinu, lögðu Búlgari fyrr á þessu ári.

Lesa meira
 
Stjarnan

Þjálfara vantar fyrir 2.flokk og 3.flokk kvenna hjá Stjörnunni - 8.9.2011

Stjarnan leitar eftir þjálfara fyrir 2.fl.kvk og 3.fl.kvk fyrir næsta tímabil. Hugsanlegt er að ráðið verði í sitthvorn flokkinn en áhugi er fyrir því að sami aðili sé með báða flokka.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður í máli Augnabliks gegn KV - 8.9.2011

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir kæru Augnabliks gegn KV vegna leiks liðanna í úrslitakeppni í 3. deild karla sem fram fór kl. 14.00 þann 27. ágúst 2011.  Í úrskurðarorðum kemur fram að málinu sé vísað frá.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson formaður KSÍ afhendir Rúnari Kristinssyni viðurkenningu frá UEFA fyrir að leika yfir 100 landsleiki

Rúnar Kristinsson heiðraður af UEFA - 7.9.2011

Fyrir leik Íslands og Kýpurs var Rúnar Kristinsson heiðraður af Knattspyrnusambandi Evrópu og fékk afhentan minnispening og húfu (cap) af því tilefni.  UEFA var þarna að heiðra þá knattspyrnumenn í Evrópu sem hafa náð 100 landsleikjamarkinu.  Það var Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sem heiðraði Rúnar.

Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfurum - 7.9.2011

Knattspyrnudeild Fylkis leitar að þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins á komandi tímabil.  Áhugasömum er bent á að vera í sambandi við íþróttafulltrúa Fylkis Hörð Guðjónsson með því að senda tölvupóst á netfangið hordur@fylkir.com eða með því að hringja í síma 571-5604. Lesa meira
 
Fyrsta kvennalandsliðið

30 ár liðin frá fyrsta kvennalandsleiknum - 7.9.2011

Þann 20. september næstkomandi eru liðin 30 ár frá fyrsta kvennalandsleik Íslands. Þessi fyrsti landsleikur var viðureign A landsliðs kvenna við Skotland.  Um var að ræða vináttulandsleik sem leikinn var í Kilmarnock og lauk honum með 3-2 sigri heimamanna.

Lesa meira
 
EURO 2012

Mark Kolbeins tryggði sigur á Kýpur - 6.9.2011

Íslendingar unnu langþráðan sigur í kvöld í undankeppni EM þegar Kýpverjar voru lagðir af velli á Laugardalsvelli í kvöld.  Mark Kolbeins Sigþórssonar á 5. mínútu dugði til sigurs og eru Íslendingar með fjögur stig í fjórða sæti riðilsins.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Tveggja marka tap gegn Norðmönnum hjá U21 karla - 6.9.2011

U21 landslið karla tapaði 0-2 gegn Noregi í undankeppni EM 2013, en liðin mættust á Kópavogsvellinum í dag.  Eitt mark í hvorum hálfleik gerði út um leikinn og eru nú fjögur lið í riðlinum með 3 stig, en Englendingar og Norðmenn hafa reyndar aðeins leikið einn leik.

Lesa meira
 
Icelandair

Ágúst Valves Jóhannesson hitti slána - 6.9.2011

Í hálfleik á viðureign Íslands og Kýpurs í undankeppni EM 2012 reyndu fimm heppnir vallargestir að spyrna knetti frá vítateigsboganummeð það fyrir augum að hitta þverslána.  Ágústi Valves Jóhannessyni tókst verkið og fékk hann utanlandsferð fyrir tvo með Icelandair að launum. Lesa meira
 
Merki U21 karla

Byrjunarlið U21 gegn Norðmönnum - 6.9.2011

Byrjunarlið U21 landsliðs karla gegn Norðmönnum í undankeppni EM 2013 hefur verið tilkynnt.  LIðin mætast á Kópavogsvelli í dag og hefst leikurinn kl. 16:15, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 

Lesa meira
 
Helgi Valur og Alfreð með harðfiskinn góða

Góð sending frá Þingeyri - 6.9.2011

Sigmundur Þórðarson á Þingeyri sendi A landsliði karla góða gjöf og baráttukveðjur fyrir leikinn gegn Kýpur í undankeppni EM 2012.  Helgi Valur Daníelsson og Alfreð Finnbogason tóku við gjöfinni, sem var af veglegri gerðinni – alvöru vestfirskur harðfiskur.  Lesa meira
 
Bosko Jovanetic knattspyrnudómar

Serbneskir dómarar á Ísland-Kýpur - 6.9.2011

Það verða Serbar sem sjá um dómgæsluna á viðureign Íslands og Kýpurs í undankeppni EM 2012 á Laugardalsvellinum í kvöld.  Dómari leiksins er Bosko Jovanetic.  Eftirlitsmennirnir koma frá Lúxemborg og Wales.

Lesa meira
 
Birkir Már Sævarsson (Sportmyndir)

Ísland - Kýpur í kvöld - 6.9.2011

Ísland og Kýpur mætast kl. 18:45 í kvöld á Laugardalsvellinum.  Þetta er síðasti heimaleikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2012 og strákarnir eru staðráðnir í að innbyrða fyrsta sigurinn og lyfta sér þér með af botninum og upp fyrir Kýpur.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Eistlendingar lagðir öðru sinni - 5.9.2011

U19 landslið karla lagði Eistland öðru sinni íþegar liðin mættust að nýju í vináttulandsleik í Eistlandi í dag.  Úrslit leiksins voru 1-0 og var það Hólmbert Aron Friðjónsson sem skoraði eina mark leiksins.  Fyrri vináttuleik liðann lauk með 4-1 sigri Íslands.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 leikur gegn Noregi á þriðjudag - 5.9.2011

U21 landslið karla leikur annan leik sinn í undankeppni EM 2013 þegar það mætir Norðmönnum á Kópavogsvellinum kl. 16:15 á þriðjudag.  Íslenska liðið fór vel af stað í keppninni og vann 2-1 sigur á Belgum á Vodafone-vellinum í síðustu viku.

Lesa meira
 
EURO 2012

Haraldur og Björn Bergmann inn í hópinn - 5.9.2011

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur kallað á markvörðinn Harald Björnsson og sóknarmanninn Björn Bergmann Sigurðarson inn í landsliðhópinn fyrir leikinn gegn Kýpverjum á þriðjudag.  Liðin mætast á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 18:45.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Byrjunarlið U19 í seinni leiknum í Eistlandi - 5.9.2011

Kristinn Rúnar Jónsson, þjálfari U19 landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir seinni vináttuleikinn gegn Eistlendingum, en liðin mætast í dag og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Íslenska liðið vann góðan 4-1 sigur í fyrri leiknum.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Íslenskur sigur í Eistlandi - 3.9.2011

Íslensku strákarnir í U19 lögðu jafnaldra sína frá Eistlandi í vináttulandsleik sem leikinn var ytra í dag.  Lokatölur urðu 4 - 1 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið 1 - 0 fyrir okkar stráka í leikhléi.  Þjóðirnar mætast í öðrum vináttulandsleik á mánudaginn.

Lesa meira
 
EURO 2012

88 mínútur á klukkunni - 3.9.2011

Það voru komnar 88 mínútur á klukkuna þegar Norðmenn skoruðu eina mark leiksins við Íslendinga í undankeppni EM 2012, en liðin mættust á Ullevaal-leikvanginum í Osló á föstudagskvöld.  Markið kom úr vítaspyrnu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrslitaleikur 1. deildar kvenna og undanúrslit 3. deildar karla - 2.9.2011

Laugardaginn 3. september fer fram úrslitaleikur 1. deildar kvenna þegar FH og Selfoss mætast á Kaplakrikavelli og hefst leikurinn kl. 17:00.  Sama dag fara einnig fram fyrri leikir undanúrslita 3. deildar karla.  Þar mætast KV og Magni á KR velli kl. 12:00 og svo KFR og KB á Hvolsvelli kl. 17:00. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir á Hampden Park - 2.9.2011

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Skotlands og Litháen í undankeppni EM en leikið verður á Hampden Park, þriðjudaginn 6. september.  Aðstoðardómarar leiksins verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Sigurður Óli Þorleifsson og varadómari verður Magnús Þórisson.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Íslenskur sigur á Vodafonevellinum - 1.9.2011

Strákarnir í U21 byrjuðu undankeppni EM 2013 á besta mögulega máta þegar þeir lögðu Belga í kvöld á Vodafonevellinum.  Lokatölur urðu 2 -1 Íslendingum í vil eftir að staðan í leikhléi hafði verið 1 - 1.  Björn Bergmann Sigurðarson skoraði bæði mörk Íslendinga.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Ísland mætir Belgíu í dag kl. 17:00 - 1.9.2011

Í dag, fimmtudaginn 1. september, leika strákarnir í U21 sinn fyrsta leik í undankeppni EM U21 karla.  Andstæðingarnir eru Belgar og hefst leikurinn á Vodafonevelli kl. 17:00. 

Hægt er að kaupa miða á þennan leik á midi.is en einnig opnar miðasala á Vodafonevellinum kl. 16:00.  Miðaverð er 1.000 krónur fyrir 17 ára og eldri en frítt er inn yfir 16 ára og yngri.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög