Fréttir

Rúnar Kristinsson í sínum síðasta landsleik gegn Ítölum á Laugardalsvelli 2004

UEFA heiðrar Rúnar fyrir að leika yfir 100-A landsleiki - 31.8.2011

Fyrir landsleik Íslands og Kýpurs 6. september mun Geir Þorsteinsson formaður KSÍ, fyrir hönd UEFA, afhenda Rúnari Kristinssyni sérstaka viðurkenningu fyrir að vera einn af þeim 109 leikmönnum innan aðildarlanda UEFA sem hefur leikið yfir 100 A-landsleiki fyrir þjóð sína.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Aðgöngumiðar á Ísland – Kýpur fyrir handhafa A-passa - 31.8.2011

Handhafar A-passa frá KSÍ 2011 fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Kýpur afhenta mánudaginn 5. september frá kl. 10:00 - 16:00.  Miðarnir eru afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 
Vodafonevöllurinn

U21 karla - A-passar gilda inn á leik Íslands og Belgíu - 31.8.2011

Handhafar A-passa 2011 frá KSÍ þurfa ekki að sækja miða fyrir landsleik Íslands og Belgíu í undankeppni EM U21 karla.  Dugar að sýna passann við innganginn þegar mætt er á völlinn en leikið verður á Vodafonevellinum.  Frjálst sætaval er á leiknum sem hefst kl. 17:00, fimmtudaginn 1. september.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frítt fyrir yngri iðkendur, öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland – Kýpur - 31.8.2011

KSÍ hefur ákveðið að bjóða yngri iðkendum aðildarfélaga sinna, ókeypis aðgang að landsleik Íslands og Kýpur í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvelli þriðjudaginn 6. september kl. 18:45  

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

FH og Selfoss leika í Pepsi-deild kvenna að ári - 31.8.2011

FH og Selfoss munu leika í Pepsi-deild kvenna að ári en þetta var ljóst eftir seinni undanúrslitaleiki í 1. deild kvenna.  Bæði félögin unnu örugga sigra í leikjum sínum í gærkvöldi.  FH lagði Hauka 6 - 0 og Selfoss hafði betur gegn Keflavík, 6 - 1.

Lesa meira
 
Stjarnan

Stjarnan Íslandsmeistari - 31.8.2011

Stjarnan tryggði sér í gærkvöldi sigur í Pepsi-deild kvenna eftir sigur á Aftureldingu á heimavelli.  Lokatölur urður 3 - 0 Stjörnuna í vil og hefur Stjarnan þá sjö stiga forystu á Valsstúlkur þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu. Stjörnustúlkum og Garðbæingum er óskað innilega til hamingju með þennan Íslandsmeistaratitil. 

Lesa meira
 
Icelandair

Geturðu hitt slána frá vítateigsboganum? - 30.8.2011

Í hálfleik á viðureign Íslands og Kýpurs í undankeppni EM 2012, munu fimm heppnir vallargestir fá tækifæri til að spyrna knetti frá vítateigsboganum (efst á boganum) með það fyrir augum að hitta þverslána.  Vinningurinn ef það tekst er ferð fyrir tvo til Evrópu með Icelandair!

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Breyting á hópnum fyrir ferðina til Eistlands - 30.8.2011

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur gert eina breytingu á hópnum sem fer til Eistlands og leikur þar 2 vináttulandsleiki.  Kristinn hefur valið Bjarna Gunnarsson úr Fjölni einn í hópinn og kemur hann í stað Kristjáns Gauta Emilssonar sem er meiddur. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna og 3. deildar karla heldur áfram í kvöld - 30.8.2011

Í kvöld verður leikið í úrslitakeppni 1. deildar kvenna og 3. deildar karla en eftir leiki kvöldsins skýrist hvaða félög leika í Pepsi- deild kvenna að ári. Þrír leikir fara svo fram í úrslitakeppni 3. deildar karla í kvöld og er þar um að ræða síðari leiki í 8 liða úrslitum. Fjórði leikurinn fer fram á morgun.

Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í Þýskalandi - 30.8.2011

Þorvaldur Árnason mun á fimmtudaginn dæma leik Þýskalands og San Marínó en leikurinn er í undakeppni EM U21 karla.  Leikið verður í Padenborn í Þýskalandi en Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Áskell Þór Gíslason.  Varadómari verður Þóroddur Hjaltalín Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Ísland tekur á móti Belgíu á fimmtudaginn - 30.8.2011

Fyrsti leikur Íslands í undankeppni EM 2013 fer fram fimmtudaginn 1. september.  Leikið verður við Belga á Vodafonevellinum og hefst leikurinn kl. 17:00.  Ísland hefur leik í þessari keppni með þremur leikjum á heimavelli.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Tryggir Stjarnan sér sigur í Pepsi-deild kvenna í kvöld? - 30.8.2011

Í kvöld fer fram heil umferð í Pepsi-deild kvenna, sú 16. í röðinni.  Mesta spennan verður í Garðabænum en þar geta Stjörnustúlkur tryggt félaginu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki.  Stjarnan mætir Aftureldingu og með sigri er titillinn þeirra.  Afturelding hefur leikið mjög vel í seinni umferð Pepsi-deildarinnar en eru þó ekki alveg lausar úr fallhættu.

Lesa meira
 
A landslið karla

A landslið karla - Breytingar á hópnum fyrir leiki gegn Noregi og Kýpur - Uppfært - 29.8.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert fjórar breytingar á landsliðshópnum er mætir Noregi og Kýpur í undankeppni EM 2012.  Inn í hópinn koma þeir Steinþór Freyr Þorsteinsson, Matthías Vilhjálmsson, Hallgrímur Jónasson og Guðmundur Kristjánsson

Lesa meira
 
FIFA Fair Play Days 2011 - Háttvísidagar FIFA 2011

Háttvísidagar FIFA 2011 - 29.8.2011

FIFA stendur nú fyrir sérstökum háttvísidögum í 15. sinn, en þeir voru fyrst haldnir árið 1997.  Að þessu sinni urðu dagarnir 2. til 6. september fyrir valinu, en á því tímabili eru m.a. landsleikjadagar hjá A- og U21 landsliðum karla.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P7424

A landslið karla - Hópurinn valinn fyrir leiki gegn Noregi og Kýpur - 25.8.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, hefur tilkynnt hópinn er mætir Noregi og Kýpur í undankeppni EM 2012.  Leikið verður við Noreg á Ullevaal vellinum í Osló, föstudaginn 2. september en leikurinn við Kýpur verður á Laugardalsvellinum, þriðjudaginn 6. september.

Lesa meira
 
League Managers Association

Þjálfaranámskeið í fjarnámi í samvinnu við LMA í Englandi og Sportspath.com - 25.8.2011

KSÍ hefur komist að samkomulagi við LMA (League Managers Association) í Englandi og Sportspath.com um að bjóða þjálfurum á Íslandi upp á þjálfaranámskeið í fjarnámi.  Námskeiðið inniheldur m.a. 6 klukkutíma af vídeóviðtölum við Alex Ferguson, Fabio Capello, David Moyes, Arsene Wenger, Roy Hodgson og Howard Wilkinson. 

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales á Svíþjóðarmótinu

U19 karla - Hópur valinn fyrir vináttulandsleiki við Eistland - 25.8.2011

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp fyrir tvo vináttulandsleiki við Eistland.  Leikið verður ytra og fara leikirnir fram laugardaginn 3. september og mánudaginn 5. september.  Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM en riðill Íslands verður leikinn á Kýpur.  Auk heimamanna eru Noregur og Lettland í riðlinum.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna - Undanúrslit hefjast á laugardag - 24.8.2011

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna hefst næstkomandi laugardag en fjögur félög eru í baráttunni um tvö sæti í Pepsi-deild kvenna að ári.  Leikið er heima og að heiman en úrslitaleikurinn sjálfur fer fram 3. september.

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Úrslitakeppni 3. deildar karla - Leikir í 8 liða úrslitum - 24.8.2011

Framundan er úrslitakeppni 3. deildar karla og hefst hún næstkomandi laugardag, 27. ágúst.  Átta félög berjast um tvö sæti í 2. deild að ári og er leikið heima og heiman í 8 liða úrslitum þar sem samanlagður árangur ræður því hvaða félög komast í undanúrslit.

Lesa meira
 
Noregur_logo

U21 karla - Norski hópurinn er mætir Íslendingum - 24.8.2011

Norðmenn hafa tilkynnt hóp sinn hjá U21 karla sem mætir Íslendingum á Kópavogsvelli, þriðjudaginn 6. september næstkomandi.  Landsliðsþjálfarinn Per Joar Hansen hefur valið 18 leikmenn til fararinnar.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn valinn fyrir leiki gegn Belgíu og Noregi - 24.8.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið 23 leikmenn í landsliðshóp til þess að taka þátt í leikjum gegn Belgíu og Noregi.  Leikirnir eru fyrstu leikir Íslands í undankeppni fyrir EM 2013.  Leikið verður við Belga á Vodafonevellinum fimmtudaginn 1. september en leikið verður við Norðmenn á Kópavogsvelli, þriðjudaginn 6. september.

Lesa meira
 
NOR

Noregur - Ísland 2. september - Norski hópurinn - 24.8.2011

Norðmenn hafa tilkynnt hóp sinn fyrir landsleiki gegn Íslandi og Danmörku sem fara fram 2. og 6. september.  Landsliðsþjálfarinn Egil Olsen velur 20 leikmenn en þar er John Arne Riise reynslumesti leikmaðurinn, hefur leikið 97 landsleiki.  Íslenski hópurinn verður tilkynntur á morgun, fimmtudag, á blaðamannafundi en framundan eru leikir gegn Noregi og Kýpur.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland í 124. sæti - 24.8.2011

Á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var nú í morgun er karlalandslið Íslands í 124. sæti og falla um þrjú sæti frá síðasta lista.  Holland er nú í efsta sæti listans og veltir Spánverjum úr því sæti.  Holland er því sjöunda þjóðin sem vermt hefur efsta sæti listans en hinar þjóðirnar eru auk Spánar: Argentína, Brasilía, Frakkland, Ítalía og  Þýskaland.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Valur mætir Glasgow - Þór/KA leikur gegn Potsdam - 23.8.2011

Í dag var dregið í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA.  Tvö íslensk félög voru í pottinum.  Valur mætir Glasgow FC frá Skotlandi og Þór/KA leikur gegn Potsdam frá Þýskalandi.  Fyrri leikirnir fara fram 28./29. september og þeir síðari 5./6. október.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Dregið í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna - 23.8.2011

Í dag verður dregið í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna og Valur og Þór/KA í pottinum.  Liðinum 32 er skipt í tvo styrkleikaflokka og er Valur í þeim efri en Þór/KA í neðri styrkleikaflokknum.  Dregið verður í höfuðstöðvum UEFA kl. 12:00 að íslenskum tíma og má fylgjast með drættinum á heimasíðu UEFA. Lesa meira
 
Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu 2011

Íslandsleikarnir fara fram 18. september - 22.8.2011

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu og frjálsum íþróttum fara fram sunnudaginn 18. september 2011. Knattspyrnumótið fer fram í samstarfi Special Olympics, ÍF, KSÍ og knattspyrnufélagsins Víkings.

Lesa meira
 
Valitor-bikar kvenna 2011

Þrettándi bikartitill Valsstúlkna - 20.8.2011

Það eru aðeins fimm félög sem hafa hampað sigri í bikarkeppni kvenna í gegnum tíðina og bæði þessi lið eru þar á meðal, KR með fjóra bikartitla og Valur nú með 13, fleiri en nokkuð annað lið.  Næst kemur Breiðablik með 9 bikarmeistaratitla.

Lesa meira
 
Valitor-bikar kvenna 2011

Valur Valitor-bikarmeistari kvenna 2011 - 20.8.2011

Valur fagnaði í dag sigri í úrslitaleik Valitor-bikars kvenna með því að leggja KR með tveimur mörkum gegn engu á Laugardalsvellinum að viðstöddum rúmlega eitt þúsund áhorfendum.  Eitt mark í hvorum hálfleik tryggði Valssigur.

Lesa meira
 
Valitor-bikar kvenna 2011

KSÍ-passar gilda við innganginn á völlinn - 19.8.2011

KSÍ-passar munu gilda við innganginn á Laugardalsvöll á úrslitaleik KR og Vals í Valitor-bikar kvenna á laugardag.  Handhafar þurfa því ekki að sækja miða sérstaklega fyrir leikinn, heldur sýna hann í hliðinu. Lesa meira
 
Valitor-bikar kvenna 2011

Að mörgu að hyggja í lokaundirbúningnum - 19.8.2011

Það er að mörgu að hyggja í lokaundirbúningi úrslitaleiks Valitor-bikars kvenna, sem fram fer á laugardag kl. 16:00.  Starfsfólk Laugardalsvallar er í óða önn að undirbúa leikvanginn, sjálft grasið og umgjörðina.  Hefðbundinn kynningarfundur liðanna með fjölmiðlum var haldinn á fimmtudag.

Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Úrslitakeppnir í Polla- og Hnátumótum 2011 - 18.8.2011

Svæðisbundin úrslitakeppni í Polla- og Hnátumóti KSÍ fer fram helgina 20.-21. ágúst.  Leikið er annars vegar SV-lands og hins vegar NL / AL og hefur leikjaniðurröðun verið staðfest.  Pollarnir leika á Selfossvelli, ÍR-velli og Þórsvelli, og hnáturnar leika að Hlíðarenda, á Víkingsvelli og Norðfjarðarvelli.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Öllum leikjum í Íslandsmóti 5. flokks karla ætti að vera lokið - 18.8.2011

Samkvæmt tilkynningu frá mótanefnd KSÍ ætti nú öllum leikjum í Íslandsmóti 5. flokks karla að vera lokið.  Fram kemur að ef félag skilar ekki inn útfylltri leikskýrslu fyrir svæðakeppnina fyrir öll lið viðkomandi félags áður en úrslitakeppni hefst getur það ekki fengið þátttökurétt í úrslitakeppni 5. flokks.  
Lesa meira
 
Sportmyndir_30P7576

Miðasala hafin á Ísland-Kýpur - 18.8.2011

Ísland og Kýpur mætast í síðasta heimaleik íslenska liðsins í undankeppni EM 2012 þriðjudaginn 6. september.  Miðasala á leikinn er nú hafin á midi.is.  Skellum okkur öll á Laugardalsvöllinn og styðjum dyggilega við bakið á okkar strákum!  Áfram Ísland!

Lesa meira
 
EURO 2012

Ætlar þú að sjá síðustu útileiki Íslands í EM 2012? - 17.8.2011

Miðasala á tvo síðustu útileiki A landsliðs karla í undankeppni EM 2012 er nú í fullum gangi.  Ísland mætir Noregi í Osló 2. september og Portúgal í Porto 7. október.  Smellið á hlekkinn hér að neðan til að sjá nánari upplýsingar.

Lesa meira
 
EURO 2012

Miðasala á Portúgal-Ísland í undankeppni EM 2012 - 17.8.2011

Miðasala á viðureign Portúgals og Íslands í undankeppni EM 2012 er hafin.  Hægt er að panta miða á leikinn hjá KSÍ og skal senda pantanir á ragnheidur@ksi.is eigi síðar en mánudaginn 22. ágúst nk. til að tryggja miða.

Lesa meira
 
Þór

Þór sektað vegna framkomu stuðningsmanna - 17.8.2011

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 16. ágúst 2011 var samþykkt að sekta Þór vegna framkomu stuðningsmanna félagsins í leik Þórs og KR í Valitor-bikar KSÍ 13. ágúst  2011.  Um er að ræða annað atvik keppnistímabilsins vegna framkomu stuðningsmanna Þórs.

Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Tap Fjölnis í lokaleiknum í Futsal Cup - 16.8.2011

Fjölnismenn töpuðu í dag lokaleik sínum í undanriðli fyrir Evrópukeppni félagsliða í Futsal, Futsal Cup, en riðillinn er leikinn í Varna í Búlgaríu.  Leikið var gegn norska liðinu Vegakameratene og lokatölur leiksins 4-1 fyrir þá norsku.  Lesa meira
 
Valitor-bikarinn

Úrslitaleikur Valitor-bikars kvenna á laugardag kl. 16:00 - 16.8.2011

Úrslitaleikur Valitor-bikars kvenna fer fram á Laugardalsvelli á laugardag kl. 16:00.  Liðin sem mætast í úrslitaleiknum í ár hafa átt ólíku gengi að fagna á þessu sumri.  Valur er í harðri baráttu við Stjörnuna um Íslandsmeistaratitilinn, en KR berst við falldrauginn.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Gunnar vettvangsstjóri UEFA á OB - Villareal - 16.8.2011

Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, verður vettvangsstjóri UEFA (UEFA Venue Director) á leik danska liðsins OB og Villareal frá Spáni.  Leikurinn fer fram á leikvangi OB í Óðinsvéum á miðvikudag og er liður í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar UEFA.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Íslenskur dómarakvartett í París - 16.8.2011

Það verður íslenskur dómarakvartett á viðureign franska liðsins Paris Saint-Germain og FC Differdange 03 frá Lúxemborg í undankeppni Evrópudeildar þann 25. ágúst næstkomandi.  Kristinn Jakobsson verður dómari leiksins. Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl og Andri dæmdu leik í Svíþjóð - 16.8.2011

Norræn dómaraskipti eru í fullum gangi í vikunni.  Á mánudag starfaði Gunnar Jarl Jónsson sem dómari og Andri Vigfússon sem aðstoðardómari á leik Qviding og Angelholm í næstefstu deild í Svíþjóð.  Þeir Marko Grönholm dómari og Mika Lamppu aðstoðardómari munu svo starfa á leik Selfoss og Þróttar í 1. deild karla í kvöld.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Miðasala hafin á úrslitaleik Valitor-bikars kvenna - 15.8.2011

Miðasala er hafin á úrslitaleik Valitor bikar kvenna, sem fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 20. ágúst og hefst kl. 16:00.  Það eru KR og Valur sem mætast og er miðasala hafin í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Fjölnismenn ekki áfram í milliriðla - 14.8.2011

Fjölnismenn hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni Evrópukeppni félagsliða í Futsal, Futsal Cup, en riðillinn er leikinn í Varna í Búlgaríu.  Fjölnismenn eiga því ekki möguleika á því að komast í milliriðil en lokaleikurinn er gegn norska liðinu Vegakameratene á þriðjudaginn.

Lesa meira
 
Valitor-bikar karla 2011

Tólfti bikarmeistaratitill KR - 13.8.2011

Sigur KR í úrslitaleik Valitor-bikars karla í ár er tólfti bikarmeistaratitill KR-inga og auka þeir því enn forystu sína á önnur lið í bikarsigrum, en næst KR-ingum koma Valur og ÍA með 9 bikarmeistaratitla.

Lesa meira
 
Valitor-bikarinn-2011-0042

KR-ingar Valitor-bikarmeistarar karla 2011! - 13.8.2011

Það var aldeilis boðið upp á hörkuleik þegar Þór og KR mættust í úrslitaleik Valitor-bikars karla á Laugardalsvellinum í dag.  Þórsarar voru mun sterkari aðilinn lengst af og sóttu grimmt, án þess þó að ná að skora.  Það gerðu KR-ingar hins vegar tvisvar og fögnuðu sigri í leikslok.

Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Fjölnismenn leika í Futsal í Búlgaríu - 12.8.2011

Fjölnismenn eru komnir til Varna í Búlgaríu þar sem þeir leika í Futsal Cup, Evrópukeppni félagsliða í Futsal.  Fjölnismenn eru Íslandsmeistarar í Futsal og taka því þátt fyrir Íslands hönd í keppninni.  Í riðli Fjölnis eru, auk heimamanna í Varna, Vegakameratene frá Noregi og BGA frá Danmörku.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót KSÍ fyrir drengi fædda 1996 - 12.8.2011

Úrtökumót KSÍ fyrir pilta fædda 1996 fer fram að Laugarvatni 19.-21. ágúst næstkomandi.  Alls hafa á sjöunda tug leikmanna fengið boð um að mætaog koma þeir frá um 30 félögum víðs vegar af landinu. 

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Úrskurður í máli Markaregns gegn KFG - 12.8.2011

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir kæru Markaregns gegn KFG vegna leiks í 3. deild karla.  Kærandi krafðist þess að úrslit leiksins yrðu dæmd ógild, en til var að leikurinn yrði háður að nýju.  Nefndin úrskurðaði að úrslitin skyldu standa óhögguð.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ-passar gilda við innganginn - 12.8.2011

KSÍ-passar munu gilda við innganginn á úrslitaleik Þórs og KR í Valitor-bikar karla á laugardag.  Handhafar þurfa því ekki að sækja miða sérstaklega fyrir leikinn, heldur sýna hann í hliðinu.  Leikurinn hefst kl. 16:00 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega. Lesa meira
 
Gæðastimpill SGS

Árleg úttekt á leyfiskerfinu 15. ágúst - 11.8.2011

Í byrjun næstu viku kemur í heimsókn til KSÍ fulltrúi SGS, sem er alþjóðlegt matsfyrirtæki sem UEFA hefur ráðið til að gera árlega gæðaúttekt á leyfiskerfi í öllum aðildarlöndum sambandsins.  Fulltrúi SGS mun skoða vel alla uppbyggingu leyfiskerfis KSÍ. 

Lesa meira
 
Valitor-bikarinn-2011-012

Laugardalsvöllur skartar sínu fegursta - 11.8.2011

Það má með sanni segja að Laugardalsvöllurinn skarti sínu fegursta þessa dagana og verður í algjöru toppstandi fyrir úrslitaleik Valitor-bikars-karla, sem fram fer á laugardag kl. 16:00.  Grasið sleikir sólina á milli þess sem það svalar þorsta sínum.

Lesa meira
 
Valgeir Valgeirsson

Valgeir dæmir úrslitaleik Valitor-bikars karla - 11.8.2011

Tilkynnt hefur verið hverjir dæma úrslitaleik Þórs og KR í Valitor-bikar karla á laugardag og fellur það í hlut Valgeirs Valgeirssonar að vera með flautuna í leiknum.  Aðstoðardómarar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Frosti Viðar Gunnarsson.

Lesa meira
 
Heimir Hallgrímsson með UEFA-Pro skjalið

Heimir Hallgrímsson útskrifast með UEFA Pro þjálfaragráðu - 11.8.2011

Fyrr í sumar bættist enn í hóp íslenskra þjálfara sem hlotið hafa UEFA Pro þjálfaragráðu þegar Eyjapeyjinn Heimir Hallgrímsson lauk námi sínu.  Heimir er áttundi Íslendingurinn sem útskrifast með UEFA Pro þjálfaragráðu.
Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Úrslitaleikur Valitor-bikars karla á laugardag kl. 16:00 - 11.8.2011

Úrslitaleikur Valitor-bikars karla fer fram á Laugardalsvelli á laugardag kl. 16:00, þar sem Þór og KR mætast.  Bikarsaga liðanna er ansi ólík. KR-ingar eru að leika til úrslita í 17. sinn, en Þórsarar eru í fyrsta sinn í úrslitum bikarkeppninnar. 

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P7772

Ungverskur sigur í Búdapest - 10.8.2011

A landslið karla tapaði með fjórum mörkum gegn engu í vináttuleik í Búdapest í kvöld.  Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn og liðin skiptust á að sækja, en heimamenn náðu að setja tvö mörk.  Ungverjarnir voru sterkari í síðari hálfleik og bættu við tveimur mörkum.

Lesa meira
 
UEFA

Breyting á þjálfarasáttmála UEFA - 10.8.2011

Sú breyting hefur verið gerð á þjálfarasáttmála UEFA að öll leyfi renna út um áramót í stað þess að miðað sé við þann dag sem prófið var tekið. Þjálfari sem tekur skriflega UEFA B prófið 20. febrúar 2011 er þannig með leyfi til 31. desember 2014. Lesa meira
 
Sportmyndir_30P7586

Byrjunarliðið gegn Ungverjum opinberað - 10.8.2011

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A landsliðs karla, hefur opinberað byrjunarlið sitt gegn Ungverjum, en Ísland leikur vináttuleik gegn ungverska liðinu í dag og hefst leikurinn, sem er í beinni á Stöð 2 sport, kl. 17:45.

Lesa meira
 
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson

Dæmdu leik í finnsku deildinni - 9.8.2011

Þeir Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og Ásgeir Þór Ásgeirsson voru í dómarateyminu á leik FC Espoo og KPV í næst efstu deild í Finnlandi þann 7. ágúst.  Þetta verkefni var hluti í samstarfi knattspyrnusambandanna á Norðurlöndunum í norrænum dómaraskiptum.  

Lesa meira
 
EURO 2012

Miðasala á Noregur-Ísland í undankeppni EM 2012 - 8.8.2011

Miðasala á viðureign Noregs og Íslands í undankeppni EM 2012 er hafin, en liðin mætast í Osló 2. september næstkomandi.  Hægt er að panta miða á leikinn hjá KSÍ, fyrir 19. ágúst nk. til að tryggja miða.

Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Úrslitakeppni Polla- og Hnátumótsins 2011 - 8.8.2011

Búið er að birta leikjaniðurröðun í úrslitakeppnum Polla- og Hnátumóta KSÍ árið 2011. Sjá má leikina hér á síðunni með því að smella á tengilinn hér að neðan.  Úrslitakeppnirnar fara fram 20. - 21. ágúst. Lesa meira
 
Víkingur Ólafsvík

Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfestir fyrri úrskurð - 8.8.2011

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir áfrýjun Víkings Ólafsvík gegn Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ þar sem þjálfari Víkings Ól. var dæmdur í þriggja leikja bann.  Áfrýjandi krafðist þess að leikbannið yrði stytt.

Lesa meira
 
Wokefield

6. stigs þjálfaranámskeið 2012 - Umsóknarfrestur til 17. október - 8.8.2011

KSÍ heldur 6. stigs þjálfaranámskeið í Wokefield Park, Englandi dagana 30. janúar til 6. febrúar 2012.  Umsækjendur verða að hafa lokið KSÍ V þjálfaranámskeiði eða verða að taka KSÍ V þjálfaranámskeið sem haldið verður í október á þessu ári.

Lesa meira
 
A landslið karla

Breytingar á landsliðshópnum gegn Ungverjum - 8.8.2011

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á hópnum hjá A-landsliði karla fyrir vináttulandsleikinn gegn Ungverjum á miðvikudag.  Fimm leikmenn hafa helst úr lestinni og í staðinn hefur Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari kallað á fjóra.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

NM U17 karla - Ísland Norðurlandameistari - 7.8.2011

Ísland tryggði sér í dag Norðurlandameistaratitilinn hjá U17 karla þegar þeir lögðu Dani í úrslitaleik á Þórsvelli í dag.  Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Ísland og skoraði Ævar Ingi Jóhannesson markið á 22. mínútu.  Ísland 2 lék einnig í dag við Norðmenn í leik um 3. sætið en þar höfðu Norðmenn betur, 2 - 1.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

NM U17 karla - Íslensku liðin leika um gull og brons - 7.8.2011

Í dag verður leikið um sæti á Norðurlandamóti U17 karla og leika bæði íslensku liðin um verðlaunasæti á mótinu.  Ísland og Danmörk leika til úrslita á mótinu en þjóðirnar mætast á Þórsvelli kl. 13:00.  Allir aðrir leikir um sæti hefjast kl. 11:00 og þeirra á meðal er leikur Íslands og Noregs sem hefst kl. 11:00, einnig á Þórsvelli. Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar karla - Miðasala hafin á úrslitaleikinn - 5.8.2011

Úrslitaleikur Valitor bikar karla fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 13. ágúst og hefst kl. 16:00.  Það eru Þór og KR sem mætast og er miðasala hafin í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

NM U17 karla - Riðlakeppninni lýkur í dag - 5.8.2011

Í dag fara fram lokaleikirnir í riðlakeppni Norðurlandamóts U17 karla og verður leikið í dag á Dalvík og á Húsavík.  Mikil spenna er fyrir lokaumferðina og margir möguleikar í spilinu en leikið verður um sæti á sunnudaginn og fara þeir leikir fram á Akureyri og Grenivík.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Knattspyrnusamband Íslands kynnir Þjálfaraskóla KSÍ - 4.8.2011

Knattspyrnusamband Íslands kynnir Þjálfaraskóla KSÍ.  Aðildarfélög KSÍ og starfandi knattspyrnuþjálfarar hjá þeim geta haft samband við fræðsludeild KSÍ og fengið leiðbeinanda frá KSÍ í heimsókn á 3-4 æfingar.  Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - KR leikur í Georgíu í dag - 4.8.2011

KR leikur í dag síðari leik sinn í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA og eru andstæðingarnir Dinamo Tbilisi frá Georgíu.  Róðurinn verður þungur hjá KR en Georgíumenn unnu fyrri leikinn á KR velli, 4 - 1.

Lesa meira
 
KR

KR sektað vegna framkomu stuðningsmanna - 3.8.2011

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ 2. ágúst 2011 var samþykkt að sekta KR um 25.000.- vegna framkomu stuðningsmanna félagsins í leik BÍ/Bolungarvíkur og KR í Valitor-bikar KSÍ 31. júlí 2011.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót stúlkna 2011 12. - 14. ágúst - 3.8.2011

Úrtökumót KSÍ 2011 fyrir stúlkur fæddar árið 1996 fer fram dagana 12. - 14. ágúst.  Úrtökumótið verður á Laugarvatni og eru félög leikmanna eru beðin um að kynna sér upplýsingar sem finna má hér að neðan.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

NM U17 karla - Aftur sigur og jafntefli í dag - 3.8.2011

Á öðrum leikdegi á Norðurlandamóti U17 karla voru sigur og jafntefli aftur upp á teningnum á íslensku liðunum.  Ísland 1 lagði Færeyjar með þremur mörkum gegn engu og Ísland 2 gerði jafntefli við Finna, 1 - 1.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P7424

A karla - Landsliðshópurinn gegn Ungverjum - 3.8.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn er mætir Ungverjum í vináttulandsleik, miðvikudaginn 10. ágúst.  Leikið verður á Ferenc Puskas vellinum í Búdapest og hefst leikurinn kl. 17:45 að íslenskum tíma.  Tveir nýliðar eru í hópnum að þessu sinni og eru þeir báðir markverðir.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leikjum í Pepsi-deild karla breytt - 3.8.2011

Vegna úrslitaleiksins í Valitor-bikar karla 13. ágúst  og vegna þátttöku KR í Evrópudeild UEFA hefur nokkrum leikjum í Pepsi-deild karla verið breytt.  Næst síðasta umferðin, 21. umferð, hefur verið færð í heild sinni aftur um einn dag.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

NM U17 karla - Leikið á Sauðárkróki og Ólafsfirði í dag - 3.8.2011

Í dag fara fram fjórir leikir á Norðurlandamóti U17 karla og verða leikir dagsins á Sauðárkróki og Ólafsfirði.  Eins og áður hefur komið fram er Ísland með tvö lið að þessu sinni á mótinu.  Ísland 1 mætir Færeyjum á Sauðárkróki kl. 14:00 en Ísland 2 leikur gegn Finnum á Ólafsfirði kl. 16:00.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

NM U17 karla - Sigur og jafntefli í dag - 2.8.2011

Í dag hófst Norðurlandamót U17 karla en mótið fer fram að þessu sinni hér á landi og er leikið á Norðurlandi.  Tvo íslensk lið eru með á mótinu að þessu sinni og léku þau bæði í dag.  Ísland 2 lagði Svía að velli, 3 - 1, en Ísland 1 gerði jafntefli við Norðmenn, 2 - 2.

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Pepsi-deild karla - 13. umferð hefst á morgun - 2.8.2011

Á morgun, miðvikudaginn 3. ágúst, hefst keppni í Pepsi-deild karla að nýju en þá eru 5 leikir á dagskránni í Pepsi-deild karla.  Sjötta leik umferðarinnar hefur verið frestað en það er leikur Keflavíkur og KR.  Þá er vert að vekja athygli á breyttum leiktíma á leik Fylkis og ÍBV en hann hefst kl. 19:15 í stað 18:00. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 gegn Armeníu í undakeppni EM

NM U17 karla - Byrjunarlið Íslands hafa verið tilkynnt - 2.8.2011

Norðurlandamót karla U17 hefur göngu sína í dag og að þessu sinni er Ísland með tvö lið í mótinu.  Ísland 1 mætir Noregi kl. 16:00 á Þórsvelli en núna kl. 14:00 leikur Ísland 2 gegn Svíum.  Gunnar Guðmundsson stjórnar liði 1 en Freyr Sverrisson stjórnar liði 2.  Þeir hafa tilkynnt byrjunarlið sín.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar karla - Þór og KR mætast í úrslitaleiknum - 2.8.2011

Nú er ljóst að það verða Þór og KR sem leika til úrslita í Valitor bikar karla.  Þór lagði ÍBV í undanúrslitum og KR hafði betur gegn BÍ/Bolungarvík nú um helgina en leikið var á Ísafirði.  Úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 13. ágúst..

Lesa meira
 
U17 landslið karla

NM U17 karla - Knattspyrnuveisla á Norðurlandi - 2.8.2011

Í dag hefst Norðurlandamót U17 karla og verður það leikið víðsvegar um Norðurland.  Ísland er að þessu sinni með tvö lið í mótinu en aðrar þjóðir eru: Færeyjar, Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Finnland og England.  Leikirnir í dag fara allir fram á Akureyri, á Akureyrarvelli og Þórsvelli. 

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög