Fréttir

Allur hópurinn hjá U17 kvenna í Sviss

EM U17 kvenna - Bronsið til Þjóðverja - 31.7.2011

Það var þýska liðið sem tryggði sér þriðja sætið í úrslitakeppni EM U17 kvenna en leikið var um sæti í Nyon í dag.  Þjóðverjar lögðu íslensku stelpurnar með átta mörkum gegn tveimur og gerðu þær þýsku út um leikinn í fyrri hálfleiknum en þær leiddu í leikhléi, 5 - 0.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar karla - BÍ/Bolungarvík tekur á móti KR í dag - 31.7.2011

Seinni undanúrslitaleikur Valitor bikars karla fer fram í dag þegar BÍ/Bolungarvík taka á móti KR á Torfnesvelli á Ísafirði.  Leikurinn hefst kl. 16:00 og er mikið í húfi, sæti í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli 13. ágúst, þar sem Þórsarar bíða reiðubúnir.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spáni í undanúrslitum EM U17 kvenna í Nyon

EM U17 kvenna - Leikið gegn Þjóðverjum kl. 12:00 - 31.7.2011

Þorlákur Árnasons, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Þjóðverjum í leik um 3. sætið í úrslitakeppni U17 kvenna sem fram fer í Nyon.  Leikið verður gegn Þjóðverjum og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma. Hægt að fylgjst með textalýsingu á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

HM 2014 - Ísland í riðli með Noregi - 30.7.2011

Í dag var dregið í riðla í undankeppni fyrir HM 2014.  Drátturinn fór fram í Ríó en úrslitakeppnin 2014 fer einmitt fram í Brasilíu.  Ísland  í E riðli og leikur í riðli með Noregi, Slóveníu, Sviss, Albaníu og Kýpur.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður í máli Snæfellsness gegn Skallagrími - 28.7.2011

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir mál Snæfellsness gegn Skallagrími vegna leik félaganna í 5. flokki kvenna sem fram fór 13. júlí síðastliðinn.  Kærunni er vísað frá.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spáni í undanúrslitum EM U17 kvenna í Nyon

EM U17 kvenna - Spánverjar of sterkir - 28.7.2011

Stelpurnar í U17 biðu lægri hlut gegn Spánverjum í undanúrslitum EM U17 kvenna en leikið var í Nyon í Sviss.  Lokatölur urðu 4 - 0 fyrir Evrópumeistara Spánverja sem leiddu í leikhléi 3 - 0.  Ísland mun því leika um 3. sætið á sunnudag en Spánverjar leika til úrslita á mótinu.

Lesa meira
 
Merki FIFA

HM 2014 - Dregið í riðla á laugardaginn - 28.7.2011

Laugardaginn 30. júlí verður dregið í riðla í undankeppni fyrir HM 2014 en úrslitakeppnin fer fram í Brasilíu.  Dregið verður í Ríó og hefst drátturinn kl. 18:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með honum á heimasíðu FIFA.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

EM U17 kvenna - Ísland mætir Spánverjum kl. 12:00 - 28.7.2011

Það er komið að langþráðum degi því í dag kl. 12:00 mætast Ísland og Spánn í undanúrslitum úrslitakeppni EM U17 kvenna sem fram fer í Nyon í Sviss.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á íþróttastöðinni Eurosport.  Siðari undanúrslitaleikurinn er á milli Frakka og Þjóðverja og hefst hann kl. 16:00 að íslenskum tíma.

Þorlákur Árnason hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

KR tekur á móti Dinamo TIblisi frá Georgíu - 28.7.2011

KR tekur á móti Dinamo Tiblisi frá Georgíu í kvöld á KR vellinum og hefst leikurinn kl. 19:15.  Þetta er fyrri leikur liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA en síðari leikurinn verður í Tiblisi eftir rétta viku.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar karla - Þór leikur til úrslita - 27.7.2011

Þór Akureyri tryggði sér sæti í úrslitaleik Valitor bikars karla með sigri á ÍBV í kvöld.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir heimamenn en leikið var á Þórsvelli á Akureyri.  Þetta er fyrsta sinn sem Þór kemst í úrslitaleikinn og munu þeir mæta þar annað hvort BÍ/Bolungarvík eða KR.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið upp um eitt sæti - 27.7.2011

Á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun er íslenska karlalandsliðið í 121. sæti og fer upp um eitt sæti.  Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti en Holland fylgir þeim fast á eftir í öðru sætinu.

Lesa meira
 
Hópur U17 kvenna í úrslitakeppni EM í Sviss

U17 kvenna - Góðar aðstæður í Sviss - 27.7.2011

Vel fer um hópinn og fylgdarlið hjá U17 kvenna í Nyon í Sviss en framundan er úrslitakeppni EM.  Leikið verður gegn Spáni í undanúrslitum á morgun, fimmtudaginn 28. júlí, kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Leikurinn, eins og allir leikir keppninnar, verða sýndir á íþróttastöðinni Eurosport.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar karla - Þór tekur á móti ÍBV í kvöld - 27.7.2011

Framundan eru undanúrslitin í Valitor bikar karla og er fyrri undanúrslitaleikurinn í kvöld.  Þór tekur þá á móti ÍBV á Þórsvelli og hefst leikurinn kl. 19:15.  Síðari undanúrslitaleikurinn fer svo fram næstkomandi sunnudag en þá mætast BÍ/Bolungarvík og KR á Torfnesvelli á Ísafirði.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Guðmundur Reynir valinn bestur í fyrstu 11 umferðunum - 25.7.2011

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri hluta Pepsi-deildar karla og fór athöfnin fram í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar.  Guðmundur Reynir Gunnarsson þótti hafa staðið sig best allra leikmanna og Rúnar Kristinsson var valinn þjálfari umferðanna. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn á Emirates Cup og í Króatíu - 25.7.2011

Kristinn Jakobsson verður á ferð og flugi næstu daga en enska knattspyrnusambandið hefur boðið honum að dæma á æfingamótinu Emirates Cup sem fram fer á heimavelli Arsenal.  Kristinn mun svo fara til Zagreb í Króatíu en þar mun hann dæma leik Dinamo Zagreb og HJK Helsinki í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar sunnudaginn 31. júlí - 25.7.2011

Sunnudaginn 31. júlí lokar félagaskiptaglugginn og frá og með 1. ágúst eru öll félagaskipti, innanlands og til landsins, óheimil.  Fullfrágengin félagaskipti þurfa að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti, sunnudaginn 31. júlí.  

Lesa meira
 
UEFA

Geir Þorsteinsson í nefnd um mót landsliða hjá UEFA - 25.7.2011

Framkvæmdastjórn UEFA hefur skipað í nefndir fyrir árin 2011 - 2013 á vegum sambandsins.  Nokkrir einstaklingar frá KSÍ eru þar á meðal og ber þar helst að nefna að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur verið skipaður annar varaformaður í nefnd UEFA um mót landsliða sem m.a. sér um skipulagningu á EM landsliða.  Geir var áður í dómaranefnd UEFA.

Lesa meira
 
Undirbúningshópur U17 kvenna fyrir úrslitakeppni EM

U17 kvenna - Hópurinn heldur utan í kvöld - 25.7.2011

Stelpurnar í U17 halda til Sviss í kvöld en framundan er úrslitakeppni EM sem fram fer í Nyon.  Aðeins fjórar þjóðir komast í þessa úrslitakeppni og leikur Ísland gegn núverandi handhöfum titilsins, Spánverjum, fimmtudaginn 28. júlí.  Í hinum undanúrslitaleiknum eigast við Þýskaland og Frakkland.  Úrslitaleikurinn og leikurinn um þriðja sætið fara svo fram, sunnudaginn 31. júlí.

Lesa meira
 
Norski fáninn

Einnar mínútu þögn fyrir leiki 12. umferðar Pepsi-deildar karla - 24.7.2011

Fimm leikir fara fram í Pepsi-deild karla í dag og 12. umferðinni lýkur á morgun, mánudag, með einum leik.  Ákveðið hefur verið að fyrir alla þessa leiki verður mínútu þögn í virðingarskyni við fórnarlömb hinna hörmulegu voðaverka í Osló.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar kvenna - Valur og KR mætast í úrslitaleiknum - 23.7.2011

Það verða Reykjavíkurfélögin Valur og KR sem mætast í úrslitaleik Valitor bikar kvenna 20. ágúst næstkomandi.  Þetta varð ljóst eftir undanúrslitaleikina sem báðir voru æsispennandi og skemmtilegir áhorfs.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales á Svíþjóðarmótinu

U19 karla - Sigur á Svíþjóðarmótinu þrátt fyrir tap gegn Noregi - 23.7.2011

Strákarnir í U19 léku í dag gegn Norðmönnum í lokaleik sínum á Svíþjóðarmótinu.  Norðmenn höfðu 2 - 1 sigur í leiknum en Íslendingar fóru engu að síður með sigur af hólmi á þessu móti, með sex stig líkt og Svíar en markatala íslenska liðsins var hagstæðari.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA - Kvennalandsliðið í 17. sæti - 22.7.2011

Á nýjum styrkleikalista FIFA er íslenska kvennalandsliðið í 17. sæti og fellur niður um eitt sæti frá því að síðasti listi var gefinn út.  Bandaríkin eru í efsta sæti listans en nýkrýndir heimsmeistarar Japana eru í fjórða sæti. Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar kvenna - Hvaða félög komast í úrslitaleikinn? - 22.7.2011

Undanúrslit Valitor bikar kvenna fara fram í kvöld og er ríkir mikil eftirvænting yfir því að sjá hvaða félög komast í úrslitaleikinn eftirsótta.  Á Fylkisvelli mætast Fylkir og KR og á Varmárvelli leika Afturelding og Valur.  Báðir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales á Svíþjóðarmótinu

U19 karla - Sætur sigur á Svíum - 21.7.2011

Strákarnir í U19 lögðu Svía í öðrum leik sínum á Svíþjóðarmótinu sem fram fór í dag.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Ísland eftir að hafa leitt í leikhléi með einu marki.  Það var Árni Vilhjálmsson sem skoraði bæði mörk Íslands í leiknum, það síðara úr vítaspyrnu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales á Svíþjóðarmótinu

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Svíum - 21.7.2011

Strákarnir í U19 leika sinn annan leik í dag á Svíþjóðarmótinu og eru mótherjarnir í dag gestgjafarnir sjálfir.  Leikurinn hefst k. 17:00 að íslenskum tíma og hefur Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarliðið en hann teflir fram sama byrjunarliði og lagði Wales að velli í fyrsta leiknum. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Góður sigur Blika á Noregsmeisturunum - 21.7.2011

Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu góðan sigur á Noregsmeisturunum í Rosenborg á Kópavogsvelli í gærkvöldi en leikurinn var í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Breiðablik eftir að staðan hafði verið 1 - 0 í leikhléi.   

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

KR og FH leika seinni leiki sína í kvöld - 21.7.2011

Í kvöld leika KR og FH seinni leiki sína í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA og fara báðir leikirnir fram ytra.  KR mætir MSK Zilina frá Slóvakíu kl. 17:30 að íslenskum tíma. FH sækir svo CD Nacional frá Portúgal heim og hefst sá leikur kl. 18:45 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Hóparnir valdir fyrir Norðurlandamótið - 20.7.2011

Dagana 2. - 7. ágúst fer fram Norðurlandamót U17 karla og fer það fram hér á landi að þessu sinni.  Mótið fer fram víðsvegar um Norðurland og að þessu sinni verður Ísland með 2 lið á mótinu.  Ísland 1 er í riðli með Englandi, Færeyjum og Noregi en Ísland 2 í riðli með Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Breiðablik tekur á móti Rosenborg í kvöld - 20.7.2011

Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti norsku meisturunum í Rosenborg í kvöld og er þetta seinni viðureign félaganna í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA.  Norsku meistararnir standa vel að vígi eftir fyrri leikinn sem þeir unnu, á sínum heimavelli, 5 - 0.

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Viðurkenningar vegna fyrri helmings Pepsi-deildar karla - 19.7.2011

Mánudaginn 25. júlí kl. 12:00 verða afhentar viðurkenningar vegna fyrri helmings Pepsi-deildar karla, eða umferðir 1-11.  Viðurkenningarnar verða afhentar í húsakynnum Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7 - 11 í Reykjavík. 

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales á Svíþjóðarmótinu

U19 karla - Stórsigur í fyrsta leik á Svíþjóðarmótinu - 19.7.2011

Strákarnir í U19 byrjuðu Svíþjóðarmótið með glans en þeir lögðu Walesverja örugglega í dag.  Lokatölur urður 5 - 1 fyrir Íslands eftir að staðan í leikhléi var 2 - 1.  Næsti leikur Íslands á mótinu er á fimmtudaginn þegar leikið verður við heimamenn í Svíþjóð.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Englandi í milliriðli EM í Póllandi, apríl 2011

U17 kvenna - Breytingar á hópnum - 19.7.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur gert tvær breytingar á hópnum er leikur í úrslitakeppni U17 kvenna í Sviss síðar í þessum mánuði.  Inn í hópinn koma þær Berglind Rós Ágústsdóttir úr Val og Ágústa Kristinsdóttir úr KA en þær koma í stað Elínar Mettu Jensen og Ingunnar Haraldsdóttur. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KFR auglýsir eftir þjálfara fyrir yngri flokka - 19.7.2011

Knattspyrnufélag Rangæinga (KFR) auglýsir eftir þjálfara fyrir yngri flokka félagsins  í 50% starf frá og með 1.sept.  Umsóknarfrestur er til 1.ágúst. áhugasamir sendi inn umsóknir ásamt menntun og reynslu á benb@internet.is  Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Leikið gegn Wales í dag á Svíþjóðarmótinu - 19.7.2011

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Wales í dag en um er að ræða fyrsta leik liðsins á Svíþjóðarmótinu.  Leikurinn hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma.  Einnig leika heimamenn og Noregur á þessu móti og mætast þessar þjóðir síðar í dag.

Lesa meira
 
KÞÍ

Þjálfaraferð til Barcelona - 18.7.2011

KÞÍ getur fengið fimm sæti í þjálfaraferð norska þjálfarafélagsins til Barcelona frá 1.-5. desember.  Fylgst verður með þjálfun hjá Espanol og Barcelona.  Farið verður á leik FC Barcelona gegn Levante.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Ashley Bares valin best í fyrstu 9 umferðunum - 15.7.2011

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri helming Pepsi-deildar kvenna en athöfnin fór fram í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar.  Ashley Bares úr Stjörnunni var valin besti leikmaður fyrstu níu umferðanna og þjálfari ÍBV, Jón Ólafur Daníelsson, var valinn þjálfari umferðanna. 

Lesa meira
 
UEFA

Drætti lokið í 3. umferð Meistaradeildar og Evrópudeildar UEFA - 15.7.2011

Í dag var dregið í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar og Evrópudeildar UEFA og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.  Þrjú íslensk félög eru enn í þessum keppnum en enn er ólokið seinni viðureignum í 2. umferð í keppnunum.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í 3. umferð Meistaradeildar og Evrópudeildar UEFA í dag - 15.7.2011

Í dag verður dregið í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA og verður hægt að fylgjast með drættinum á heimasíðu UEFA, www.uefa.com.  Þrjú íslensk félög eru eftir í þessum keppnum en öll eiga þau eftir að leika síðari viðureignir sínar í annarri umferð.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

FH og KR leika á heimavelli í kvöld - 14.7.2011

Knattspyrnuáhugafólk fær svo sannarlega mikið fyrir sinn snúð í kvöld en þá fara fram tveir leikir hér á landi í Evrópudeild UEFA.  FH og KR leika í kvöld, fimmtudagskvöld, fyrri leiki sína í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA.  FH tekur á móti portúgalska liðinu CD Nacional kl. 19:15.  Á sama tíma taka mætast KR og MSK Zilina frá Slóvakíu. Lesa meira
 
Þór

Þór sektað vegna öryggisgæslu - 13.7.2011

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ 12. júlí 2011 var samþykkt að sekta Þór um 10.000.- vegna öryggisgæslu eftir leik Þórs og Vals í Pepsi-deild karla sem fram fór 6. júlí. 

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Breiðablik mætir Rosenborg í Meistaradeild UEFA í kvöld - 13.7.2011

Íslandsmeistarar Breiðabliks leika í kvöld fyrri leik sinn í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA.  Mótherjarnir eru norsku meistararnir í Rosenborg og hefst leikurinn kl. 18:45 á Lerkendal vellinum í Þrándheimi.  Síðari leikurinn verður á Kópavogsvelli eftir viku, miðvikudaginn 20. júlí.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Staðfestir leikdagar í Valitor bikar karla og kvenna - 12.7.2011

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest leikdaga og leiktíma á undanúrslitaleikjunum í Valitor bikar karla og kvenna.  Konurnar leika föstudaginn 22. júlí en karlarnir leika miðvikudaginn og fimmtudaginn 27. og 28. júlí.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Viðurkenningar vegna fyrri helmings Pepsi-deildar kvenna - 12.7.2011

Föstudaginn 15. júlí kl. 12:00 verða afhentar viðurkenningar vegna fyrri helmings Pepsi-deildar kvenna, eða umferðir 1-9. Viðurkenningarnar verða afhentar í húsakynnum Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11 í Reykjavík.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn valinn fyrir Svíþjóðarmót - 12.7.2011

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sinn er leikur á Svíþjóðarmótinu dagana 18. - 24. júlí.  Leikmenn í þessum hópi eru fæddir 1994 og síðar en leikið er gegn Wales, Svíþjóð og Noregi.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn opnar föstudaginn 15. júlí - 12.7.2011

Föstudaginn 15. júlí opnar félagaskiptaglugginn að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka.  Glugginn er opinn til 31. júlí og eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð hérlendis, hvort sem um er að ræða leikmenn meistaraflokka eða leikmenn yngri flokka

Lesa meira
 
Undirbúningshópur U17 kvenna fyrir úrslitakeppni EM

Úrslitakeppni EM U17 kvenna - 11.7.2011

Á þessari síðu er að finna upplýsingar um úrslitakeppni EM U17 landsliða kvenna, sem fram fer í Nyon í Sviss, 28. júlí – 30. júlí.  Smellið að vild.

Lesa meira
 
Undirbúningshópur U17 kvenna fyrir úrslitakeppni EM

U17 kvenna - Hópurinn valinn fyrir úrslitakeppni EM - 11.7.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U17 kvenna í Sviss.  Þessi úrslitakeppni fjögurra þjóða stendur frá 28. - 31. júlí og leikur Ísland gegn Spáni í undanúrslitum, fimmtudaginn 28. júlí, en Spánverjar eru núverandi handhafar þessa titils.  Í hinum undanúrslitaleiknum leika Þjóðverjar og Frakkar.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á NM U17 kvenna í Finnlandi

Norðurlandamót stúlkna - Magnaður seinni hálfleikur - 9.7.2011

Íslensku stelpurnar luku keppni á Norðurlandamóti stúlkna með stæl í dag þegar þær lögðu Svía með fimm mörkum gegn þremur.  Staðan í leikhléi var 3 - 1 fyrir Svía í leikhléi og þær leiddu 3 - 0 eftir 30 mínútna leik.  Elín Metta Jensen gerði fjögur mörk í leiknum í dag.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Draupnir dregur sig úr keppni í 3. deild karla - 8.7.2011

Draupnir frá Akureyri hefur dregið lið sitt úr keppni í 3. deild karla en Draupnir lék þar í D riðli.  Af þessum sökum falla leikir liðsins því niður. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á NM stúlkna í Finnlandi 2011

Norðurlandamót stúlkna - Leikið við Svía um 5. sætið - 8.7.2011

Íslensku stelpurnar munu leika gegn stöllum sínum frá Svíþjóð á Norðurlandamóti stúlkna sem fram fer í Finnlandi um þessar mundir.  Það verða Holland og Frakkland sem leika til úrslita á mótinu.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

KR áfram í Evrópudeild UEFA - 7.7.2011

KR tryggði sér sæti í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld með því að leggja ÍF frá Færeyjum á KR vellinum.  Leiknum í kvöld lauk með 5 - 1 sigri KR og 8 - 2 samanlagt.  ÍBV lék gegn St. Patrick´s í Dublin í kvöld.  Eyjamenn héldu í víking með eins marks forystu eftir 1 - 0 sigur í fyrri leiknum.  Það dugði ekki í kvöld því Írarnir fóru með 2 - 0 sigur af hólmi Lesa meira
 
Frá súpufundi um skaðsemi munntóbaks

Fyrirmyndarleikmaðurinn - Herferð gegn munntóbaksnotkun - 7.7.2011

Í dag var blaðamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ þar sem kynnt var til sögunnar herferð gegn munntóbaksnotkun.  Nefnist hún "Fyrirmyndarleikmaðurinn" og þar taka sig saman aðilar til að sporna gegn munntóbaksnotkun ungs fólks.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á NM stúlkna í Finnlandi 2011

Norðurlandamót stúlkna - Jafnt gegn Norðmönnum - 7.7.2011

Ísland lék lokaleik sinn í riðlinum á Norðurlandamóti stúlkna sem fram fer í Finnlandi.  Leikið var gegn Norðmönnum og lyktaði leiknum með jafntefli, 1 - 1 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik.  Hildur Antonsdóttir jafnaði metin fyrir Ísland á 35. mínútu.

Lesa meira
 
Enski dómarinn James Adcock

Dómarasamstarf við enska knattspyrnusambandið - 7.7.2011

Enski dómarinn James Adcock mun á næstu dögum starfa á þremur leikjum í íslensku deildar keppninni.  Hann mun dæma leik Selfoss og ÍR í kvöld og sömuleiðis dæmir hann leik ÍA og Leiknis sem fer fram 12. júlí

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Frökkum á Norðurlandamóti stúlkna í Finnlandi

Norðurlandamót stúlkna - Byrjunarliðið gegn Noregi - 7.7.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands er mætir Noregi á Norðurlandamóti stúlkna sem fram fer í Finnlandi.  Þetta er síðasti leikur Íslands í riðlinum og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Komast KR og ÍBV áfram? - 6.7.2011

Fimmtudaginn 7. júlí leika KR og ÍBV seinni leiki sína í forkeppni Evrópudeildar UEFA.  KR tekur á móti færeyska liðinu ÍF á KR vellinum og hefst leikurinn kl. 19:15.  ÍBV heldur til Írlands þar sem þeir mæta St. Patrick´s á Richmond Park í Dublin á Írlandi.  Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Fjölnir til Búlgaríu í Futsal Cup - 6.7.2011

Í dag var dregið í undankeppni Futsal Cup en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.  Íslandsmeistarar Fjölnis eru fulltrúar Íslands og drógust þeir í riðil með BGA Futsal frá Danmörku, Vegakameratene frá Noregi og MFC Varna frá Búlgaríu sem jafnan eru gestgjafar riðilsins.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður í máli Hattar gegn KF - 6.7.2011

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir mál Hattar gegn KF vegna leik félaganna í 4. flokki karla sem fram fór 19. júní síðastliðinn.  Í úrskurðarorðum kemur fram að leikurinn skuli dæmdur tapaður KF með markatölunni 0 - 3. Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Dregið í Evrópukeppni félagsliða í Futsal í dag - 6.7.2011

Í dag verður dregið í Evrópukeppni félagsliða í Futsal (Futsal Cup) og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.  Dregið verður kl. 12:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með drættinum á heimasíðu UEFA Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þjálfari BÍ/Bolungarvíkur áminntur vegna ummæla - 6.7.2011

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ 5. júlí 2011 var samþykkt að áminna Guðjón Þórðarson þjálfara BÍ/Bolungarvíkur vegna ummæla hans í fjölmiðlum eftir leik Þróttar R. og BÍ/Bolungarvíkur sem fram fór 26. júní og sekta jafnframt Knattspyrnudeild BÍ/Bolungarvíkur um kr. 25.000 vegna ummælanna.  

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Frökkum á Norðurlandamóti stúlkna í Finnlandi

Norðurlandamót stúlkna - Franskur sigur þrátt fyrir frábæra byrjun - 5.7.2011

Íslensku stelpurnar léku sinn annan leik á Norðurlandamótinu í Finnlandi í dag.  Mótherjarnir voru Frakkar sem höfðu 3 - 2 sigur í mjög kaflaskiptum leik.  Íslenska liðið réð lögum og lofum í fyrri hálfleiknum og leiddi í leikhléi 2 - 0.  Síðasti leikur liðsins í riðlakeppninni er á fimmtudaginn þegar Norðmenn verða andstæðingarnir.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Norðurlandamót stúlkna - Byrjunarliðið gegn Frökkum - 5.7.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Frökkum í dag á Norðurlandamót stúlkna sem fram fer í Finnlandi.  Þetta er annar leikur liðsins en liðið gerði jafntefli í gær við Þjóðverja.  Leikurinn í dag hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Fram

Áfrýjunardómstóll KSÍ - Fyrri úrskurður staðfestur - 4.7.2011

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir áfrýjun Fram gegn Aga og úrskurðarnefnd KSÍ þar sem leikmaður 2. flokks Fram var dæmdur í bann til 10 vikna.  Fram fór fram á að sá úrskurður yrði endurskoðaður.  Það er hinsvegar skoðun áfrýjunardómstólsins að refsing áfrýjanda hafi verið hæfilega ákveðin í úrskurði Aga og úrskurðarnefndar og ber að staðfesta hana.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Þýskalandi á Norðurlandamót stúlkna í Finnlandi

Norðurlandamót stúlkna - Jafntefli gegn Þjóðverjum - 4.7.2011

Stelpurnar í stúlknalandsliðinu gerðu jafntefli gegn Þjóðverjum í fyrsta leik liðsins á Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi.  Lokatölur urðu 1 - 1 eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Elín Metta Jensen gerði mark Íslands úr vítaspyrnu í síðari hálfleik en Þjóðverjar jöfnuðu strax mínútu síðar.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikarinn - Vesturbæingar fara á Torfnesvöll - 4.7.2011

Í dag var dregið í undanúrslitum Valitor bikars karla og kvenna og ríkti mikil eftirvænting í höfuðstöðvum KSÍ.  Hjá konunum leika Fylkir og KR í Árbænum og Afturelding fær Íslands- og bikarmeistarana úr Val í heimsókn.  Hjá körlunum þá mætast BÍ/Bolungarvík og KR á Torfnesvelli á Ísafirði og Þór tekur á móti ÍBV.

Lesa meira
 
2011-Special-Olympics

Silfur hjá íslenska liðinu á Special Olympics - 4.7.2011

Ísland vann til silfurverðlauna í 7 manna fótbolta á Alþjóðaleikum Special Olympics í Aþenu í Grikklandi.  Ísland og Svartfjallaland mættust í úrslitaleik B-riðils þar sem Svartfellingar fóru með 2-1 sigur af hólmi.  Lárus Örn Sigurbjörnsson skoraði mark Íslands í leiknum með glæsilegu skoti og minnkaði muninn í 2-1 og þar við sat.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Norðurlandamót stúlkna - Leikið gegn Þjóðverjum í dag - 4.7.2011

Norðurlandamót stúlkna hefst í dag í Finnlandi og mætir íslenska liðið því þýska í fyrsta leik sínum.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður leikið á Äänekoski vellinum í Jyväskylä.  Þorlákur Árnason hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikarinn - Dregið í undanúrslitum hjá konum og körlum í hádeginu - 4.7.2011

Í hádeginu í dag verður dregið í undanúrslitum Valitor bikars karla og kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Leikið var í 8 liða úrslitum um helgina og var um að ræða hörkuleiki sem voru æsispennandi.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Leikið í 8 liða úrslitum Valitor bikarsins um helgina - 1.7.2011

Um helgina verður leikið í 8 liða úrslitum Valitor bikar karla og kvenna og eru fyrstu leikirnir í kvöld, föstudagskvöld, þegar þrír leikir fara fram hjá konunum.  Síðasti leikur 8 liða úrslita hjá konunum verður svo á laugardaginn.  Sama dag hefjast 8 liða úrslitin hjá körlunum og þeim lýkur með þremur leikjum á sunnudaginn.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög