Fréttir

U17 landslið kvenna

Norðurlandamót stúlkna - Breyting á hópnum - 30.6.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur gert breytingu á hópnum er leikur á Norðurlandamótinu í Finnlandi, dagana 4. - 9. júlí.  Amanda Mist Pálsdóttir úr Þór kemur inn í hópinn í stað Elmu Láru Auðunsdóttur sem dró sig út úr hópnum.

Lesa meira
 
Liðið fagnar með áhorfendum eftir sigur gegn Sviss.  Mynd af ifsport.is

Frábær fótbolti og fögnuður á Special Olympics í Aþenu - 29.6.2011

Íslensku strákarnir hafa tryggt sér sæti í úrslitaleik 7 manna fótboltans í B-riðli á Alþjóðaleikum Special Olympics sem nú fara fram í Aþenu í Grikklandi.  Ísland mætti Austurríkismönnum í dag og hafði betur 4-1.  Íslenska liðið hefur því unnið alla leiki sína á mótinu til þessa.

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

Kolbeinn í stjörnuliði úrslitakeppni EM U21 - 29.6.2011

Framherjinn Kolbeinn Sigþórsson er í stjörnuliði úrslitakeppni EM U21 karla en sérstakt tæknlið UEFA valdi leikmenn í þetta lið.  Flestir leikmenn koma frá Evrópumeisturum Spánverja en þeir eiga sjö fulltrúa af 23 leikmönnum í þessu stjörnuliði UEFA.

Lesa meira
 
UEFA

ÍBV og KR í eldlínunni í Evrópudeild UEFA - 29.6.2011

ÍBV og KR leika fyrri leiki sína í forkeppni Evrópudeildar UEFA á morgun, fimmtudaginn 30. júní.  ÍBV leikur fyrri leik sinn hér á landi og fer heimaleikur þeirra fram á Vodafonevellinum.  KR leikur hinsvegar fyrri leik sinn í Færeyjum og verður leikið í höfuðstaðnum, Þórshöfn.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Magnús og Þóroddur dæma í Evrópudeild UEFA - 29.6.2011

Íslenskir dómarar verða á ferðinni í Evrópudeild UEFA á næstunni.  Áður hefur verið getið um Þorvald Árnason sem dæmir í Litháen í þessari viku og nú er ljóst að fleiri íslenskir dómarar verða í eldlínunni í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Dregið í Valitor bikar 2. flokks karla og kvenna - 29.6.2011

Dregið hefur verið í Valitor bikarnum hjá 2. flokki karla og kvenna og 3. flokki kvenna SV.  Hægt er að sjá næstu leiki í þessari keppni hér á heimasíðunni. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland niður um sex sæti á styrkleikalista FIFA - 29.6.2011

Á nýjum styrkleikalista FIFA hjá körlum, sem birtur var í dag, fellur Ísland um sex sæti og situr nú í 122. sæti listans.  Spánverjar eru sem fyrr í efsta sætinu og Hollendingar sitja sem fastast í öðru sæti.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Svíþjóðar og Íslands á Melavellinum 29. júní 1951.  Lið Íslands er fjær á myndinni

60 ár frá því að Svíar voru lagði á Melavelli - 29.6.2011

Í dag eru liðin 60 ár frá því að Íslendingar lögðu Svía í landsleik í knattspyrnu en leikið var á Melavellinum.  Lokatölur urðu 4 – 3 Íslendingum í vil og skoraði Ríkharður Jónsson öll mörk Íslendinga.  Þessi dagur hefur jafnan verið minnst sem eins hins fræknasta í íslenskri íþróttasögu því sama dag höfðu Íslendingar betur gegn Dönum og Norðmönnum í landskeppni í frjálsum íþróttum sem fram fór í Osló.

Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

HM kvenna í beinni útsendingu á heimasíðu FIFA - 27.6.2011

Úrslitakeppni HM kvenna í Þýskalandi hófst með pompi og prakt í gær en í opnunarleik mótsins mættust heimastúlkur og Kanada.  Þjóðverjar höfðu sigur, 2 - 1, en leikið var á Olympíuleikvangnum í Berlín.  Aldrei hafa fleiri mætt á kvennaleik í Evrópu en um 74.000 manns fylltu leikvanginn.

Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í Litháen - 27.6.2011

Þorvaldur Árnason mun næskomandi fimmtudag, 30. júní, dæma leik FK Banga frá Litháen og Qarabaga frá Aserbaídsjan.  Leikurinn er í forkeppni Evrópudeildar UEFA.  Með Þorvaldi verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Áskell Þór Gíslason og fjórði dómari verður Gunnar Jarl Jónsson. Lesa meira
 
Afmaelisveisla-Pepsi

Gillz og Kiddi Tomm í „Heita sætið“ - 24.6.2011

Tveir eitilharðir stuðningsmenn Breiðabliks og Fylkis þeir Egill Gillz Einarson og Kiddi Tomm, verða í „Heita sætinu“ í 8. umferð Pepsideildar karla sem fram fer á sunnudag og mánudag.

Lesa meira
 
Haraldur Björnsson, Guðmundur Kristjánsson og Óskar Pétursson afhentu forsvarsfólki MFBM afrakstur sektarsjóðs U21 karla frá Danmörku

Sektarsjóður U21 karla afhentur - 24.6.2011

Í dag var sektarsjóður U21 karlalandsliðsins afthendur til söfnunarátaksins "Meðan fæturnir bera mig".  Í þeirri söfnun var verið safna fyrir krabbameinsjúk börn en þau Signý Gunnarsdóttir,
Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, Alma María Rögnvaldsdóttir og Guðmundur Guðnason hlupu þá í kringum landið.

Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

HM kvenna hefst á sunnudaginn - 23.6.2011

Úrslitakeppni HM kvenna hefst í Þýskalandi næstkomandi sunnudag, 26. júní og stendur til 17. júlí.  Þátttökuþjóðirnar eru 16 og er leikið í fjórum riðlum.  Þjóðverjar eru ríkjandi heimsmeistarar og fá nú tækifæri til þess að vinna titilinn þriðju keppnina í röð.

Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Mót okkar yngstu iðkenda - 23.6.2011

Þarna fá þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref á knattspyrnuvellinum, smjörþefinn af íþróttinni og skiptir því miklu máli að þessi fyrstu skref séu af jákvæðum toga.  Mótin marka oft hápunkt sumarsins hjá yngsta fólkinu okkar og foreldrum þeirra.  Lesa meira
 
Fyrirliðar Stjörnunnar og Vals, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir

Valitor bikarinn - Stjarnan tekur á móti bikarmeisturum Vals - 22.6.2011

Í dag var dregið í 8 liða úrslitum Valitor bikar karla og kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Hjá konunum mætast m.a. félögin sem léku til úrslita á síðasta ári, Stjarnan og Valur.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikarinn - Dregið í 8 liða úrslitum í dag - 22.6.2011

Í hádeginu í dag verður dregið í 8 liða úrslitum Valitor bikar karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Dregið verður bæði hjá konum og körlum þó svo að tveimur leikjum sé ólokið í 16 liða úrslitum hjá körlunum.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - 54 leikmenn boðaðir til æfinga um helgina - 20.6.2011

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 54 leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Eru þetta undirbúningsæfingar fyrir Norðurlandamót U17 karla sem haldið verður hér á landi og hefst 2. ágúst. Ísland mun senda tvö lið til leiks á mótið

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Norðurlandamót stúlkna - Hópurinn valinn - 20.6.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn er leikur á opna Norðurlandamóti stúlkna í Finnlandi.  Mótið fer fram dagana 4. - 9. júlí og mæta íslensku stelpurnar stöllum sínum frá Þýskalandi, Frakklandi og Noregi í riðlakeppninni.

Lesa meira
 
UEFA

Breiðablik mætir Rosenborg í Meistaradeild Evrópu - 20.6.2011

Íslandsmeistarar Breiðabliks munu mæta norsku meisturunum í Rosenborg í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA og fer fyrri leikurinn fram í Noregi 12./13. júlí en sá síðari á Kópavogsvelli 19./20. júlí.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í Meistaradeild og Evrópudeild UEFA - 20.6.2011

Í dag verður dregið í Meistaradeild UEFA sem og Evrópudeild UEFA en fjögur íslensk félög eru í þessum keppnum.  Íslandsmeistarar Breiðabliks eru í potinnum í Meistaradeidlinni en bikarmeistarar FH, ÍBV og KR eru í pottinum í Evrópudeildinni.  Hægt verður að fylgjast með drættinum í beinni útsendingu á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar karla - 16 liða úrslit hefjast á mánudag - 19.6.2011

Mánudaginn 20. júní hefjast 16 liða úrslit Valitor bikar karla með þremur leikjum.  Umferðin heldur áfram með þremur leikjum á þriðjudaginn og lýkur svo fimmtudaginn 23. júní með tveimur leikjum.

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

U21 karla - Hársbreidd frá sæti í undanúrslitum eftir sigur á Dönum - 19.6.2011

Strákarnir í U21 féllu út með sæmd úr úrslitakeppni EM sem fram fer í Danmörku um þessar mundir.  Leikið var gegn heimamönnum í Álaborg og fóru Íslendingar með sigur af hólmi, 3 - 1.  Eitt mark til viðbótar hefði dugað Íslendingum til að komast í undanúrslitin en þangað komust Sviss og Hvíta Rússland upp úr A riðli.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar kvenna - 16 liða úrslit hefjast á laugardag - 16.6.2011

Á laugardaginn hefjast 16 liða úrslit í Valitor bikar kvenna og fara fram fjórir leikir laugardaginn 18. júní og fjórir sunnudaginn 19. júní.  Félögin úr Pepsi-deildinni koma núna inn í keppnina ásamt þeim 6 félögum sem tryggðu sig áfram úr undankeppninni.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Fjórir leikir á þjóðhátíðardaginn - 16.6.2011

Knattspyrna verður liður í þjóðhátíðarhöldum víða um land, eins og oft áður, en nú ber svo við að fjórir leikir í Íslandsmótinu í knattspyrnu munu fara fram á þjóðhátíðardaginn 17. júní.  Er þarna um að ræða þrjá leiki í 2. deild karla og einn leik í 3. deild karla.

Lesa meira
 
Sigursteinn Gíslason

Meistaraleikur Steina Gísla - 15.6.2011

Einn sigursælasti leikmaður íslenskrar knattspyrnu, Sigursteinn Gíslason, stendur nú í sinni stærstu baráttu á ferlinum. Sigursteinn, eða Steini Gísla eins og fótboltaheimurinn þekkir hann, greindist á dögunum með krabbamein í nýrum og lungum og framundan er mikil barátta við erfiðan andstæðing.

Lesa meira
 
U21 karla Ísland-Skotland 2010 (Sportmyndir)

Sektarsjóður U21 til stuðnings góðu málefni - 15.6.2011

Leikmenn U21 landsliðs karla upplifa það reglulega á meðan á EM í Danmörku stendur að vera sektaðir vegna ýmissa mála. Leikmennirnir hafa nú ákveðið að í lok móts muni sektarsjóðurinn renna til verkefnisins „Á meðan fæturnir bera mig“.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Reglugerðabreytingar vegna lengd félagaskiptatímabils - 14.6.2011

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 8. júní sl. breytingar á reglugerðum KSÍ.  Breytingin er gerð vegna tilmæla FIFA á lengd félagaskiptatímabils árið 2012 en skv. reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga er núverandi félagaskiptatímabil,  frá 21. febrúar til 15. maí,  85 dagar árið 2012 vegna hlaupaárs en tímabilið má aðeins vera 84 dagar. 

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

Tveggja marka sigur hjá Sviss - 14.6.2011

Strákarnir í U21 lutu í lægra haldi gegn Sviss í dag í úrslitakeppni EM en leikið var í Álaborg.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Sviss og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik.  Lokaleikur Íslands er gegn gestgjöfum Dana á laugardaginn.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Sviss tilbúið - 14.6.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Sviss í úrslitakeppni EM í dag kl. 16:00.  Leikurinn er í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu og hefst umfjöllun um leikinn hálftíma fyrr, eða kl. 15:30.

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

U21 karla - Leikið gegn Sviss í dag - 14.6.2011

Strákarnir í U21 leika í dag sinn annan leik í úrslitakeppni EM sem fram fer í Danmörku.  Leikið verður í dag gegn Sviss í Álaborg og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu.  Íslendingar töpuðu gegn Hvít Rússum í sínum fyrsta leik á meðan Sviss bar sigurorð af heimamönnum í hörkuleik.

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

Hvít-Rússar unnu tveggja marka sigur - 11.6.2011

Hvít-Rússar unnu í dag tveggja marka sigur á Íslandi í opnunarleik EM U21 landsliða karla sem fram fer í Danmörku.  Íslenska liðið var betri aðilinn í leiknum lengst af, en vítaspyrna og brottvísun þegar stundarfjórðungur var eftir gjörbreytti leiknum.  Lesa meira
 
Frá útskrift KSÍ A þjálfara 4. júní 2011

Hvað kostar að taka þjálfaragráðu á Norðurlöndunum? - 10.6.2011

Nú á dögunum útskrifaði KSÍ 35 þjálfara með KSÍ A gráðu sem ber vott um þann mikla metnað sem þjálfarar hafa hér á landi.  Fræðsludeildin hefur gert samanburð kostnaði við að taka þessar þjálfaragráður og leitaði upplýsinga hjá hinum Norðurlandaþjóðunum.  Það kom í ljós að það er ódýrast að taka þessar gráður hér á Íslandi.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Upplýsingar um þjálfaranámskeið hjá KSÍ í haust - 10.6.2011

Hér að neðan má sjá upplýsingar um dagsetningar á þjálfaranámskeiðum síðar á þessu ári en fyrsta þjálfaranámskeiðið í haust hefst 7. október.  Einnig er að finna verð á þessi námskeið.

Lesa meira
 
Þórir Hákonarson

Frábærir fulltrúar okkar í Danmörku - 10.6.2011

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að úrslitakeppni EM U21 karla er við það að hefjast í Danmörku.  Þar er Ísland á meðal átta þátttökuþjóða og er þetta í fyrsta skiptið sem íslenska liðið kemst í þessa úrslitakeppni.  Eftirvæntingin er að vonum mikil hjá öllum þeim sem að liðinu koma og sú athygli og sá stuðningur sem að þjóðin sýnir þessu liði, gefur öllum byr undir báða vængi.

Lesa meira
 
IMG_0370

Afhending Tækniskóla KSÍ - Myndir frá félögum - 9.6.2011

Tækniskóli KSÍ hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur og hafa um 16.000 diskar verið afhentir til iðkenda 16 ára og yngri.  Landsliðsmenn og konur hafa mætt til félaganna og afhent diskana og einnig hafa landsliðsþjálfarar tekið þátt í því verkefni.

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

U21 karla - Straumurinn liggur til Danmerkur - 9.6.2011

Það hefur ekki farið framhjá neinum að U21 karlalandslið okkar er að taka þátt í úrslitakeppni EM í Danmörku.  Fyrsti leikur Íslands er gegn Hvít Rússum á laugardaginn og hefst kl. 18:00 að staðartíma eða kl. 16:00 að íslenskum tíma.  Leikið verður í Árósum.

Lesa meira
 
Frá útskrift KSÍ A þjálfara 4. júní 2011

KSÍ útskrifar 35 KSÍ A þjálfara - 8.6.2011

Síðastliðinn laugardag útskrifaði KSÍ 35 þjálfara með KSÍ A þjálfaragráðuna.  Geir Þorsteinsson formaður KSÍ afhendi þjálfurunum skírteinin sín við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum KSÍ fyrir landsleik Íslands og Danmerkur.   

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 kvenna - Undirbúningur fyrir Norðurlandamót - 8.6.2011

Þorlákur Árnason hefur valið leikmenn á undirbúningsæfingu fyrir Norðurlandamót U16 kvenna.  Mótið fer fram að þessu sinni í Finnlandi og leikur Ísland fyrsta leikinn 4. júlí gegn Þjóðverjum.  Æfingin 19. júní fer fram á Tungubökkum.

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Fjórða umferð Pepsi-deildar kvenna hefst í kvöld - 8.6.2011

Í kvöld hefst fjórða umferð Pepsi-deild kvenna og eru fjórir leikir á dagskránni.  Umferðinni lýkur svo með leik Vals og Þórs/KA á morgun, fimmtudag.  Tveir leikir umferðarinnar verða í beinni útsendingu á vefsíðunni SportTV.  Í kvöld verður sýndur leikur Stjörnunnar og KR en á morgun verður hægt að sjá Val - Þór/KA.  Báðir þessir leikir hefjast kl. 19:15.

Lesa meira
 
Heiðar Helguson, Indriði Sigurðsson og Kristján Örn Sigurðsson með viðurkenningar fyrir 50 landsleiki

Viðurkenningar fyrir 50 landsleiki - 8.6.2011

Þegar A landslið karla kom saman á dögunum fengu þrír leikmenn afthenta viðurkenningu fyrir þann áfanga að hafa spilað 50 landsleiki.  Þetta voru þeir Heiðar Helguson, Indriði Sigurðsson og Kristján Örn Sigurðsson.

Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Áfram Ísland klúbburinn á úrslitakeppni U21 karla í Danmörku - 7.6.2011

Áfram Ísland stuðningsmannaklúbbur landsliðsins í knattspyrnu verður með upphitun fyrir alla leiki Íslands í riðlakeppninni.  Boðið verður upp á íslenska stuðtónlist, andlitsmálningu, áfram Ísland varningur á boðstólum til að dressa sig upp fyrir leikinn og landsliðstreyjur.  Mætum öll í stemninguna og skemmtum okkur saman.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuskóli stúlkna á Laugarvatni 14. - 18. júní - 7.6.2011

Knattspyrnuskóli stúlkna á Laugarvatni árið 2011 fer fram dagana 14. - 18. júní næstkomandi.  Skólinn verður með hefðbundnu sniði en þátttakendur í ár eru fæddir árið 1997.  Ganga þarf frá greiðslu fyrir dvölina fyrir brottför.  Kostnaður er kr. 16.000 fyrir hvern þátttakanda.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Englandi í milliriðli EM í Póllandi, apríl 2011

U17 kvenna - Undirbúningshópur fyrir úrslitakeppni EM - 6.6.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 20 leikmenn í undirbúningshóp sem mun æfa í Kórnum næstkomandi föstudag.  Framundan er úrslitakeppni EM hjá U17 kvenna sem fer fram í Sviss, 28. - 31. júlí.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P7576

Danskur sigur í Laugardalnum - 4.6.2011

Íslendingar tóku á móti Dönum í kvöld í undankeppni EM og var leikið á Laugardalsvelli.  Danir höfðu sigur, 0 -2, eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Íslendingar eru með eitt stig eftir fimm leiki í riðlinum og leika næst gegn Norðmönnum, ytra, 2. september.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland - Danmörk kl. 18:45 - Miðasala á Laugardalsvelli opnar kl. 12:00 - 4.6.2011

Í kvöld kl 18:45 mætast Ísland og Danmörk í undankeppni EM í knattspyrnu og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli.  Hægt er að kaupa miða á midi.is en einnig opnar miðasala á Laugardalsvelli kl. 12:00. 

Lesa meira
 
Upprennandi knattspyrnukonur úr Aftureldingu með Tækniskóla KSÍ

Yfir 15.000 diskar af Tækniskóla KSÍ afhentir - 3.6.2011

Búið er að dreifa yfir 15.000 eintökum af DVD disknum Tækniskóli KSÍ en disknum er dreift á alla iðkendur í gegnum aðildarfélögin.  Búist er við að dreifingu ljúki í næstu viku en yfir 50 félög hafa þegar dreift disknum á sína iðkendur.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar kvenna - Valur sækir Breiðablik heim í 16 liða úrslitum - 3.6.2011

Í dag var dregið í 16 liða úrslitum Valitor bikars kvenna og eru margir forvitnilegir leikir á dagskránni.  Bikarmeistarar Vals sækja Blika heim í Kópavoginn en þessi félög hafa oftast hampað þessum titli.  Leikirnir fara fram dagana 18. og 19. júní.   Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Danmörk á morgun - Kemur fyrsti sigurinn gegn Dönum? - 3.6.2011

Á morgun, laugardaginn 4. júní, mætast Ísland og Danmörk í undankeppni EM í knattspyrnu og hefst leikurinn á Laugardalsvelli kl. 18:45.  Forsala aðgöngumiða er á heimasíðu midi.is og fer hver að vera síðastur til þess að tryggja sér miða í forsölu.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar kvenna - Dregið í 16 liða úrslitum í dag - 3.6.2011

Í hádeginu í dag verður dregið í 16 liða úrslitum Valitor bikar kvenna en dregið verður í höfuðstöðvum KSÍ.  Í pottinn koma nú félögin úr Pepsi-deild kvenna ásamt þeim félögum sem tryggðu sig áfram eftir tvær fyrstu umferðirnar.

Lesa meira
 
Merki danska knattspyrnusambandsins

Ísland - Danmörk á laugardaginn - Danski hópurinn - 1.6.2011

Danir koma með 23 leikmenn til Íslands fyrir leikinn gegn Íslandi í undankeppni EM.  Leikið verður á Laugardalsvelli, laugardaginn 4. júní kl. 18:45 og er miðasala í gangi á midi.is.  Alls leika sjö leikmenn hópsins í Hollandi eða jafnmargir og leika í heimalandinu.  Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Breiðablik - ÍBV í beinni á SportTV - 1.6.2011

Þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna lýkur í kvöld með tveimur leikjum.  Á Akureyri mætast Þór/KA og Fylkir á Þórsvelli kl. 18:30 en hálftíma áður verður flautað til leiks á Kópavogsvelli.  Þar mætast Breiðablik og ÍBV og verður sá leikur sýndur í beinni útsendingu á SportTV.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög