Fréttir

Tyrkneski dómarinn Firat Aydinus

Ísland - Danmörk á laugardaginn - Tyrkneskir dómarar við stjórnvölinn - 31.5.2011

Það verður dómarakvartett frá Tyrklandi sem verður við stjórnvölinn á landsleik Íslands og Danmerkur næstkomandi laugardag.  Leikurinn er í undankeppni EM og hefst á Laugardalsvelli kl. 18:45.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

U21 karla - Hópurinn valinn fyrir úrslitakeppni EM - 31.5.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt þá 23 leikmenn sem leika munu í úrslitakeppni EM í Danmörku.  Mótið stendur yfir frá 11. júní til 25. júní en íslenski hópurinn heldur utan 8. júní og mætir Hvít Rússum í fyrsta leiknum 11. júní.  Sá leikur verður leikinn í Árósum en seinni tveir leikir Íslands í riðlinum, gegn Sviss og Danmörku, fara fram í Álaborg.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Staðfestir leikdagar á Polla- og Hnátumótum KSÍ - 31.5.2011

Leikdagar í Polla- og Hnátumótum KSÍ hafa nú allir verið staðfestir og má finna þá hér á heimasíðu KSÍ.  Úrslitakeppnir fara fram  20. – 21. ágúst.  Forráðamenn eru beðnir um að athuga að breytingar hafa orðið í einhverjum tilfellum á dagsetningum og tímasetningum.  Mikilvægt er því að öll eldri drög séu því tekin úr umferð. Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Pepsi-deild kvenna - Spennandi umferð framundan - 31.5.2011

Keppni í Pepsi-deild kvenna hefur farið skemmtilega af stað og hafa athygliverð og óvænt úrslit litið dagsins ljós í fyrstu tveimur umferðunum.  Í kvöld, þriðjudaginn 31. maí, eru þrír leikir á dagskránni en umferðinni lýkur svo annað kvöld með tveimur leikjum.

Lesa meira
 
KSI_2011_Futsal-00-012

A landslið karla - Haraldur Freyr kemur inn í hópinn - 31.5.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið Harald Frey Guðmundsson í hópinn fyrir leikinn gegn Dönum sem fer fram næstkomandi laugardag á Laugardalsvelli.  Haraldur tekur sæti Ragnars Sigurðssonar sem dró sig út úr hópnum.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar kvenna - Önnur umferð hefst í kvöld - 31.5.2011

Önnur umferð Valitor bikars kvenna hefst í kvöld með tveimur leikjum.  Álftanes og ÍA mætast á Bessastaðavelli og Keflavík og Fjölnir leika á Nettóvellinum í Keflavík.  Báðir leikirnir hefjast kl. 20:00.  Umferðinni lýkur svo á morgun, miðvikudag, með fjórum leikjum.  Dregið verður í 16 liða úrslitum Valitor bikars kvenna föstudaginn 3. júní í höfuðstöðvum KSÍ.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Opin æfing hjá A-landsliði karla í dag - 31.5.2011

KSÍ vill vekja athygli á því að A-landslið karla verður með opna æfingu á Víkingsvelli í Reykjavík þriðjudaginn 31. maí kl. 16:00.  Stuðningsmenn og knattspyrnuáhugafólk er boðið hjartanlega velkomið.  Hægt er að fylgjast með æfingunni úr stúkunni og eftir æfingu gefst kostur á eiginhandaráritunum leikmanna og léttu spjalli.

Lesa meira
 
Birkir Sigurðarson, Gunnar Jarl Jónsson og Gylfi Már Sigurðsson á Core ráðstefnu í Sviss

Dómarar á CORE námskeiði í Sviss - 30.5.2011

Nú í vikunni halda þrír íslenskir dómarar til Sviss á svokallað "CORE" námskeið sem haldið er á vegum UEFA.  Um er að ræða verkefni fyrir unga og efnilega dómara en CORE stendur fyrir "Center of Refereeing Excellence" en þetta verkefni snýr að þjálfun og menntun dómara framtíðarinnar.

Lesa meira
 
Mark!  (Sportmyndir)

Ísland - Danmörk á laugardaginn - Íslenski hópurinn kemur saman í dag - 30.5.2011

Íslenski landsliðshópurinn kemur saman í dag á fyrstu æfingu liðsins fyrir leikinn gegn Dönum í undankeppni EM á laugardaginn.  Á morgun, þriðjudaginn 31. maí, verður svo opin æfing á Víkingsvelli þar sem allir eru velkomnir til þess að fylgjast með.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Aðgöngumiðar á Ísland – Danmörk fyrir handhafa A-passa - 30.5.2011

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Danmörk afhenta miðvikudaginn 1. júní frá kl. 10:00 - 16:00.  Miðarnir eru afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Athugið að takmarkað magn af miðum er í boði.  Leikurinn gegn Dönum fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 4. júní, og hefst kl. 18:45.

Lesa meira
 
Fyrirliðar FH og KR sem mætast í 16 liða úrslitum.  Matthías Vilhjálmsson og Bjarni Guðjónsson

KR og FH mætast í 16 liða úrslitum Valitor bikarsins - 27.5.2011

Það var mikil spenna í höfuðstöðvum KSÍ í dag þegar dregið var í 16 liða úrslitum Valitor bikars karla.  Það verða líka hörkuleikir á dagskránni og má fyrst nefna að félögin sem mættust í úrslitaleiknum í fyrra, KR og FH mætast í Vesturbænum.

Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í Lúxemborg - 27.5.2011

Þorvaldur Árnason mun dæma vináttulandsleik á milli Lúxemborgar og Ungverjalands, föstudaginn 3. júní næstkomandi.  Aðstoðardómarar Þorvalds í leiknum verða þeir Áskell Þór Gíslason og Frosti Viðar Gunnarsson.

Lesa meira
 
Ungir iðkendur á Dalvík með Tækniskóla KSÍ

Aron Einar með Tækniskóla KSÍ á Dalvík - 27.5.2011

Landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson afhenti ungum iðkendum á Davík diskinn Tækniskóla KSÍ á dögunum við mikinn fögnuð.  Heimamenn efndu til fjölskylduhátíðar í íþróttahúsinu þar sem margir góðir gestir mættu á svæðið með bæjarstjórann, Svanfríði Jónasdóttur, í fararbroddi.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar karla - Dregið í 16 liða úrslitum - 27.5.2011

Í dag kl. 12:10 verður dregið í 16 liða úrslitum Valitors bikars karla en drátturinn fer fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Eftir að 32 liða úrslitum lauk í gærkvöldi þá bíða 16 félög í pottinum og verður spennandi að sjá hvaða félög mætast.

Lesa meira
 
ekron-IMG_8925

Fylgdust með starfi fjölmiðla á landsleik - 26.5.2011

EKRON er sértæk einstaklingsmiðuð atvinnutengd starfsþjálfun og endurhæfing fyrir einstaklinga með skerta vinnufærni sökum afleiðinga af áfengis- og vímuefnasýki. Nokkrir af þeim einstaklingum sem eru í þessu verkefni komu á landsleik Íslands og Búlgaríu á dögunum og kynntu sér starf fjölmiðlafólks á landsleik. Lesa meira
 
Eyjolfur-og-Holmar-a-Kroknum

Sparkað og skallað í Skagafirði - 26.5.2011

Athending disksins Tækniskóli KSÍ stendur nú sem hæst og hefur disknum verið gríðarlega vel tekið.  Á Sauðárkróki var efnt til Fjölskyldudags knattspyrnudeildar Tindastóls og þangað mættu á heimaslóðir Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari U21 og Hólmar Örn Eyjólfsson leikmaður með hinu frækna U21 liði.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar karla - 32 liða úrslitum lýkur í kvöld - 26.5.2011

Í kvöld, fimmtudaginn 26. maí, fara fram fimm leikir í 32. liða úrslitum Valitors bikars karla og lýkur þar með umferðinni.  Dregið verður í 16 liða úrslitum föstudaginn 27. maí og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu.

Lesa meira
 
Gervigrasvöllurinn á Ísafirði, Torfnesvöllur

Úthlutað úr Mannvirkjasjóði KSÍ 2011 - 25.5.2011

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 19. maí síðastliðinn að úthluta rúmlega 30 milljónum úr Mannvirkjasjóði KSÍ og er þetta í fjórða skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum.  Alls var úthlutað til 9 verkefna en umsóknir voru 11 talsins.

Lesa meira
 
Egilshöll

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna - 25.5.2011

Þessa dagana fer fram grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna og fer keppnin fram í Reykjavík.  Keppt er í ýmsum íþróttagreinum og er knattspyrna þeirra á meðal.  Knattspyrnan er leikin í Egilshöll og þar leika úrvalslið frá höfuðborgunum: Reykjavík, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, Osló og Helsinki.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar í 1. deild kvenna - Draupnir hættir í meistaraflokki kvenna - 25.5.2011

Draupnir hefur hætt þátttöku í meistaraflokki kvenna.  Af þeim sökum hefur mótanefnd KSÍ gert breytingar á niðurröðun leikja í báðum riðlum 1. deildar kvenna.  Breytingarnar eru þær að ÍR hefur verið flutt úr A-riðli og tekur sæti Draupnis í B-riðli.

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Pepsi-deild karla - Breytingar á leikjum - 25.5.2011

Vegna verkefna landsliða Íslands, Úganda og Finnlands U21 hefur eftirfarandi leikjum í Pepsi-deild karla verið breytt:

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuskóli drengja  á Laugarvatni 6. - 10. júní - 24.5.2011

Knattspyrnuskóli drengja 2011 fer fram á Laugarvatni 6. - 10. júní næstkomandi.  Freyr Sverrisson, þjálfari U16 karla hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 1997.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar karla - 32 liða úrslit hefjast í kvöld - 24.5.2011

Keppni í 32 liða úrslitum Valitors bikars karla hefst í kvöld á Grýluvelli í Hveragerði.  Þar mætast heimamenn í Hamar og KFS frá Vestmannaeyjum og hefst leikurinn kl. 18:00.  Á morgun, miðvikudag, eru svo ellefu leikir á dagskránni og lýkur umferðinni á fimmtudaginn með fjórum leikjum.  Föstudaginn 27. maí verður svo dregið í 16 liða úrslitum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Ísland - Danmörk 4. júní - Hópurinn tilkynntur - 24.5.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hópinn er mætir Dönum í undankeppni EM.  Leikið verður á Laugardalsvelli, laugardaginn 4. júní, og hefst leikurinn kl. 18:45.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi og fer hún fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 
Ólafur Jóhannesson afhenti iðkendum hjá Víði diskana

Afhending Tækniskóla KSÍ í fullum gangi - 24.5.2011

Þessa dagana eru knattspyrnuiðkendur víðsvegar um land að fá í hendur hinn glæsilega DVD disk, Tækniskóla KSÍ.  Disknum er dreift til ungra iðkenda í gegnum aðildarfélög sín og eru það jafnan góðir gestir sem mæta á svæðið og afhenda diskana.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Sóknin til Svíþjóðar er hafin - 19.5.2011

Stelpurnar okkar í A-landsliði kvenna hófu sókn sína að sæti í úrslitakeppni EM 2012 í Svíþjóð með öruggum 6-0 sigri á Búlgaríu á Laugardalsvellinum í kvöld.  íslenska liðið hafði tögl og haldir í leiknum eins og tölurnar gefa til kynna.

Lesa meira
 
Lið Þróttar og KR en þessi lið léku fyrsta leikinn í Íslandsmóti leikmanna 50 ára og eldri

Keppni hafin í eldri flokki karla 50+ - 19.5.2011

Í ár er í fyrsta skiptið leikið í Íslandsmóti eldri flokki karla, 50 ára og eldri og fór fyrsti leikurinn fram síðastliðinn þriðjudag.  Þar mættust Þróttur og KR í Laugardalnum og höfðu þeir röndóttu úr Vesturbænum betur.

Lesa meira
 
FH

FH sektað vegna framkomu forráðamanns - 18.5.2011

Á fundi aga-og úrskurðarnefndar KSÍ þann 17. maí 2011 var knattspyrnudeild FH sektuð um kr. 15.000.- vegna framkomu forráðamanns FH.  Sektin er í samræmi við grein 13.9.4 í reglugerð KSÍ um aga-og úrskurðarmál. 

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu - Leikurinn hefst kl. 19:30 - 18.5.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Búlgörum í undankeppni EM.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli kl. 19:30.  Miðasala er í gangi á midi.is sem og selt verður frá kl. 18:30 á Laugardalsvelli.  Miðaverði er stillt í hóf, 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er fyrir börn 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið stendur í stað - 18.5.2011

Á nýjum styrkleikalista FIFA sem út kom í dag, er íslenska karlalandsliðið í 116. sæti listans og stendur í stað frá síðasta lista.  Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans sem tekur litlum breytingum frá birtingu síðasta styrkleikalista.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Ísland - Búlgaría á morgun kl. 19:30 - 18.5.2011

Stelpurnar okkar leika sinn fyrsta leik í undankeppni EM kvenna á morgun, fimmtudaginn 19. maí, á Laugardalsvelli.  Mótherjarnir eru Búlgarir og hefst leikurinn kl. 19:30.  Miðasala er í gangi hjá midi.is og kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
UEFA

Ísland í 4. sæti á Háttvísilista UEFA - 17.5.2011

Ísland hafnaði í fjórða sæti  á Háttvísilista UEFA en listinn tekur á öllum leikjum á vegum UEFA, bæði landsleikjum og leikjum félagsliða.  Noregur varð í efsta sæti listans en England og Svíþjóð komu þar á eftir. 

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Rúmenskir dómarar á leik Íslands og Búlgaríu - 17.5.2011

Dómarar leiksins Íslands - Búlgaríu í undankeppni EM kvenna, sem fram fer á fimmtudaginn, koma frá Rúmeníu.  Dómarinn heitir Floarea Cristina Babadac-Ionescu.  Henni til aðstoðar verða þær Petruta Claudia Iugulescu og Carmen Gabriela Morariu.  Lesa meira
 
Margrét Lára Viðarsdóttir skorar úr vítaspyrnu í leik gegn Eistlandi

A-passar gilda inn á leik Íslands og Búlgaríu - 17.5.2011

Handhafar A-passa frá KSÍ þurfa ekki að sækja miða fyrir landsleik Íslands og Búlgaríu í undankeppni EM kvenna.  Dugar að sýna passann við innganginn þegar mætt er á völlinn.  Frjálst sætaval er á leiknum sem hefst kl. 19:30, fimmtudaginn 19. maí.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6901

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 26. maí - 17.5.2011

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ   26. maí kl. 19:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir unglingadómara sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.  Hér er gott tækifæri fyrir félögin að finna líkleg dómaraefni og senda þau á námskeiðið. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið verður haldið í KSÍ þriðjudaginn 31. maí - 17.5.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ  þriðjudaginn 31. maí og hefst kl. 19:30.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.  Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk

Lesa meira
 
Frá afhendingu Tækniskóla KSÍ

Tækniskóli KSÍ - Fyrstu diskarnir afhentir - 16.5.2011

Tækniskóli KSÍ er DVD diskur sem KSÍ gefur út í 20.000 eintökum og er færður öllum börnum og unglingum að gjöf sem æfa knattspyrnu og eru 16 ára og yngri.  Markmiðið með disknum er að efla knatttækni hjá börnum og unglingum, hvetja þau til aukaæfinga, jákvæðrar hreyfingar og vekja athygli á heilbrigðum fyrirmyndum í A-landsliði karla og kvenna og í U-21 árs landsliði karla. 

Lesa meira
 
Kápa af fyrra bindi 100 ára sögu Íslandsmótsins i knattspyrnu

100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu komin í bókabúðir - 13.5.2011

100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu - fyrra bindi - glæsileg 384 síðna bók, er komin í bókaverslanir Penninn-Eymundsson á Stór-Reykjavíkursvæðinu og Bókabúð Máls og Menningar, Laugarvegi.  Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala hafin á Ísland - Búlgaría í undankeppni EM - 13.5.2011

Miðasala á leik Íslands og Búlgaríu í undankeppni EM er nú hafin en miðasala fer fram sem fyrr í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 19. maí og hefst kl. 19:30.  Miðaverð á leikinn er 1.000 krónur en frítt er inn fyrir börn, 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
Fjölmiðlmenn á fræðslufundi

Fjölmiðlar á fræðslufundi um knattspyrnulögin - 13.5.2011

KSÍ bauð fulltrúum fjölmiðla á fræðslufund um knattspyrnulögin í vikunni þar sem farið var yfir ýmis atriði, leikbrot, rangstöðu, hendi eða ekki hendi, og fleiri þætti sem mikið er rætt um í fjölmiðlum sem annars staðar eftir fótboltaleiki.

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Pepsi-deild kvenna í beinni á SportTV - 13.5.2011

SportTV mun sýna beint frá leikjum Pepsi-deildar kvenna í sumar og verður fyrsta útsendingin frá leik Stjörnunnar og Fylkis laugardaginn 14. maí klukkan 16:00.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Staðfest niðurröðun í mótum sumarsins 2011 - 13.5.2011

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í yngri aldursflokkum og í eldri flokki karla. Þar með hafa nánast allir leikir sumarsins verið staðfestir. Staðfest niðurröðun leikja í Polla- og Hnátumótum KSÍ (6. flokkur) verður birt á næstu dögum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Hópur 40 leikmanna tilkynntur - 13.5.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt hóp 40 leikmanna sem tilkynntur hefur verið til UEFA fyrir úrslitakeppni EM U21 karla sem fram fer í Danmörku í sumar.  Úr þessum hópi verða svo valdir 23 leikmenn sem munu leika í Danmörku en fyrsti leikur Íslands verður gegn Hvít Rússum, 11. júní í Árósum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður í máli KH gegn Létti - 12.5.2011

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli KH gegn Létti vegna leiks þessara félaga í 1. umferð Valitors bikars karla sem leikinn var 4. maí síðastliðinn.  Í úrskurðarorðum kemur fram að KH sé dæmdur sigur í leiknum, 0 - 3.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Englandi í milliriðli EM í Póllandi, apríl 2011

U17 kvenna - Undirbúningshópur fyrir úrslitakeppni EM valinn - 12.5.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 28 leikmenn í undirbúningshóp fyrir úrslitakeppni EM.  Þar er Ísland ein fjögurra þjóða en úrslitakeppnin fer fram í Nyon í Sviss, 28. - 31. júlí.  Ísland mætir Spánverjum í undanúrslitum en í hinum undanúrslitaleiknum leika Frakkar og Þjóðverjar.

Lesa meira
 
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan biðlar til ökumanna - 11.5.2011

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til þeirra ökumanna sem sækja íþróttaviðburði um að leggja bílum sínum löglega.  Töluvert hefur borið á því að ökutækjum er ólöglega lagt við íþróttavelli og mega þeir ökumenn eiga vona á því að vera sektaðir af lögreglu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

A kvenna - Hópurinn gegn Búlgaríu tilkynntur - 11.5.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag landsliðshópinn er mætir Búlgaríu í undankeppni EM 2013.  Þetta er fyrsti leikurinn í þessari undankeppni og fer hann fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 19. maí kl. 19:30.  Sigurður Ragnar velur 22 leikmenn og þar af eru þrír nýliðar.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Selfoss sigraði í C deild Lengjubikars kvenna - 11.5.2011

Selfyssingar tryggðu sér í gærkvöldi sigur í C deild Lengjubikars kvenna en þær lögðu Keflvíkinga í úrslitaleik.  Leikið var í Reykjaneshöllinni og lauk með sigri Selfoss, 1 - 0 og kom sigurmark leiksins úr vítaspyrnu í síðari hálfleik.

Lesa meira
 
100 ára afmælismerki Vals

Valur 100 ára í dag - 11.5.2011

Í dag, 11. maí 2011, eru liðin 100 ár frá stofnun Knattspyrnufélagsins Vals.  Félagið heldur upp á þessi merku tímamót með fjölbreyttum hætti í dag að Hlíðarenda.  Nánari upplýsingar um dagskrá afmælisdagsins má finna á heimasíðu Vals. Lesa meira
 
Breiðablik

Fundir með fjölmiðlafulltrúa og öryggisstjóra Breiðabliks - 10.5.2011

Leyfisstjóri fundaði með fulltrúum Breiðabliks í byrjun mánaðarins. Þessi fundur er liður í því að aðstoða félögin sem undirgangast leyfiskerfið og tryggja að þau uppfylli skilyrði um hæfni starfsmanna sem bera ábyrgð á þjónustu við fjölmiðla og málum tengdum öryggi og gæslu.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Margir áhugaverðir leikir í Valitor-bikarnum - 10.5.2011

Það verða margir áhugaverðir leikir í 32-liða úrslitum Valitor-bikarsins, þar á meðal tveir innbyrðis leikir Pepsi-deildarliða.  Bikarmeistarar FH hefja titilvörnina gegn Fylki.  Dregið var í 32-liða úrslitin í dag að viðstöddum fjölda manns. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Úrslitaleikur C deildar Lengjubikars kvenna í kvöld - 10.5.2011

Úrslitaleikur C deildar Lengjubikars kvenna fer fram í kvöld en þar mætast Keflavík og Selfoss.  Leikið verður í Reykjaneshöllinni og hefst leikurinn kl. 19:00.  Keflavík tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með því að leggja Völsung að velli en Selfoss bar sigurorð af ÍA í hinum undanúrslitaleiknum. Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Dregið í 32 liða úrslitum Valitors bikars karla í hádeginu - 10.5.2011

Í hádeginu í dag verður dregið í 32 liða úrslitum Valitors bikars karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Annarri umferð lauk í gærkvöldi og standa nú eftir 20 lið eftir hana og bætast Pepsi-deildar liðin 12 við í pottinn

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar sunnudaginn 15. maí - 9.5.2011

Sunnudaginn 15. maí næstkomandi er síðasti dagur félagaskipta en félagaskipti verða ekki heimil fyrir meistaraflokks- eða samningsbundna leikmenn aftur fyrr en 15. júlí nema fyrir þá leikmenn sem koma til baka af tímabundnum félagaskiptum.  Sérstaklega er athygli félaga vakin á því að ef þau eru að fá leikmenn erlendis frá þá þurfa þau að vera tímanlega á ferðinni

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Valssigur fimmta árið í röð í Meistarakeppni kvenna - 8.5.2011

Valsstúlkur tryggðu sér sigur í Meistarakeppni KSÍ þegar þær lögðu Þór/KA en leikið var í Kórnum.  Lokatölur urðu 3 - 1 Val í vil eftir að staðan hafði verið 2 - 0 í leikhléi.  Þetta er fimmta árið í röð sem að Valsstúlkur fara með sigur í þessari keppni og í sjöunda skiptið á síðustu átta árum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrslitaleikur Meistarakeppni kvenna á laugardag - 5.5.2011

Úrslitaleikur Meistarakeppni kvenna fer fram laugardaginn 7. maí og verður leikinn í Kórnum.  Í ár mætast Valur og Þór/KA og hefst leikurinn kl. 14:00.  Þessi árlegi leikur er á milli Íslandsmeistara og bikarmeistara en Valsstúlkur eru handhafar beggja titlanna og leika því við Þór/KA sem hafnaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Geir eftirlitsmaður á úrslitaleik Meistaradeildar UEFA - 5.5.2011

UEFA hefur tilkynnt að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ,  verður eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Meistaradeildar UEFA.   Leikurinn  fer fram á Wembley 28. maí  þar sem risarnir Barcelona og Manchester United mætast  og er ljóst að uppselt verður á leikinn en Wembley leikvangurinn rúmar um 90 þúsund manns.

Lesa meira
 
Peppi Pepsi-karl

Peppi Pepsi-dós kominn til landsins - 5.5.2011

Ölgerðin hefur látið hanna lukkutröll Pepsi-deildarinnar sem ber nafnið Peppi Pepsi-dós. Peppi mun að öllu jöfnu mæta á þá leiki sem eru í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Fyrsti leikurinn sem Peppi mætir á er viðureign FH og Breiðabliks á sunnudag.

Lesa meira
 
bolti_i_marki

Mótshaldarar í Polla- og Hnátumótum KSÍ 2011 - 5.5.2011

Meðfylgjandi er yfirlit yfir riðlaskiptingu og mótshaldara í Polla- og Hnátumótum KSÍ. Riðlakeppni skal leikin á tímabilinu 6. júní til 15. júlí.  Mælt er með því þar sem því verður við komið að leikið sé á virkum dögum.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Gunnar vettvangsstjóri UEFA á Braga – Benfica - 5.5.2011

Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, verður vettvangsstjóri UEFA (UEFA Venue Director) á leik portúgölsku liðanna Braga og Benfica, en liðin mætast í undanúrslitum Evrópudeildar UEFA í kvöld, fimmtudagskvöld. 

Lesa meira
 
Fan survey

Könnun um fjárhagslega háttvísi - 5.5.2011

Tækniháskólinn í Chemnitz í Þýskalandi hefur leitað til knattspyrnusambanda í Evrópu vegna könnunar sem skólinn er að vinna vegna verkefnis UEFA um Fjárhagslega háttvísi (Financial Fair Play).  Leitað er álits knattspynuáhugafólks og stuðningsmanna um gjörvalla Evrópu.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Stjarnan tryggði sér sigur í A deild Lengjubikars kvenna - 4.5.2011

Stjörnustúlkur fögnuðu sigri í gærkvöldi í A deild Lengjubikar kvenna en leikið var þá til úrslita.  Lögðu þær Valsstúlkur á Hlíðarenda með tveimur mörkum gegn einu eftir að Valur hafði leitt í leikhléi.  Þetta er í fyrsta sinn sem Stjarnan vinnur þennan titil.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuskóli drengja og stúlkna 2011 - 3.5.2011

Eins og undanfarin ár starfrækir Knattspyrnusamband Íslands í sumar knattspyrnuskóla fyrir stúlkur og drengi. Í ár eru þetta iðkendur fæddir 1997.  Knattspyrnuskóli drengja verður dagana 6. – 10. júní og Knattspyrnuskóli stúlkna verður 14. – 18. júní.

Lesa meira
 
Valgeir Valgeirsson kastar upp peningi, Reynir Leósson og Guðmundur Steinarsson fylgjast spenntir með

Héraðsdómaranámskeið í Hamri á Akureyri 12. maí - 3.5.2011

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Hamri á Akureyri 12. maí kl. 19:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir unglingadómara sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.  Ekkert próf en viðvera gefur réttindi til héraðsdómara. 

Lesa meira
 
Bryndís Sigurðardóttir við dómgæslu í Rússlandi

Dómaranámskeið fyrir konur í Hamri á Akureyri þriðjudaginn 10. maí - 3.5.2011

Dómaranámskeið fyrir konur verður haldið í Hamri á Akureyri 10. maí kl. 19:00. Þetta námskeið er ætlað konum sem hafa áhuga á því gerast Héraðsdómarar og dæma í efri deildum.  Um er að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur.  Ekkert próf en viðvera gefur réttindi til héraðsdómara.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor-bikarinn í fullum gangi - 3.5.2011

Í kvöld og annað kvöld fara fram síðustu leikir fyrstu umferðar Valitors bikars karla.  Fyrsta umferðin hófst um nýliðna helgi en nokkra leiki þurfti að færa til vegna vallaraðstæðna.  Í kvöld fara fram tveir leikir og aðrir tveir annað kvöld og lýkur þar með fyrstu umferðinni.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Úrslitaleikur A deildar Lengjubikars kvenna í kvöld - 3.5.2011

Úrslitaleikur A deildar Lengjubikars kvenna fer fram í kvöld en þar mætast Stjarnan og Valur.  Leikurinn fer fram á Stjörnuvelli og hefst kl. 20:00.  Valsstúlkur eru núverandi handhafar titilsins en Stjörnustúlkur hafa ekki unnið þennan titil áður.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Námskeið með Dick Bate haldið 5. maí - 3.5.2011

Fimmtudaginn 5. maí verður Dick Bate, sem starfar sem Elite Coaching Manager hjá Enska knattspyrnusambandinu, hér á landi og mun halda stutt námskeið að því tilefni. Námskeiðið ber yfirskriftina Wide attacker development og verður bæði bóklegt og verklegt.  Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Fyrstu umferð Pepsi-deildar karla lýkur í kvöld - 3.5.2011

Tveir leikir í Pepsi-deild karla fara fram í kvöld og lýkur þar með fyrstu umferðinni.  Á Kópavogsvelli leika Breiðablik og KR en á Víkingsvelli mætast nýliðarnir í deildinni, Víkingur og Þór.  Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Niðurröðun 1. deildar kvenna og 3. deildar karla staðfest - 2.5.2011

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í 1. deild kvenna og 3. deild karla.  Verulegar breytingar hafa verið gerðar á leikjadagskránni frá áður útgefnum drögum.  Mikilvægt er að félög sjái til þess að öll eldri drög séu tekin úr umferð til að forðast misskilning.

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Nýliðaslag Víkings og Þórs frestað - 1.5.2011

Nýliðaslag Víkings R. og Þórs í Pepsi-deild karla, sem fara átti fram á Víkingsvelli á mánudag, heur verið frestað til þriðjudags.  Áður hafði opnunarleiknum, Breiðablik-KR, verið frestað.  Aðrir leikir fara fram samkvæmt áætlun. Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Breiðablik-KR frestað fram á þriðjudag - 1.5.2011

Leik Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla, sem fara átti fram í dag, sunnudag, hefur verið frestað til þriðjudags vegna vallarskilyrða á Kópavogsvelli. Upphaf 100. Íslandsmótið frestast því til mánudags, en aðrir leikir deildarinnar eru á dagskrá þá. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög