Fréttir

Knattspyrnusamband Íslands

Twitter, Facebook og aðrir samfélagsvefir - 30.4.2011

Það færist stöðugt í aukana að leikmenn, þjálfarar og aðrir fulltrúar knattspyrnunnar tjái sig um knattspyrnutengd málefni á samskiptavefjum eins og Twitter og Facebook, hér á landi sem erlendis. Rétt er þó að hafa í huga að það er ýmislegt sem ber að varast við notkun á þessum samskiptatækjum. Lesa meira
 
Fyrsta eintakið afhent

100 ára saga Íslandsmótsins komin út - 29.4.2011

Í dag kom út fyrra bindið af 100 ára sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu en um er að ræða glæsilega, 384 síðna, bók um upphaf knattspyrnunnar á Íslandi og sögu Íslandsmótsins.  Sagan er rituð af Sigmundi Ó. Steinarssyni. Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Fylkir-Grindavík í Kórinn - 29.4.2011

Vegna vallaraðstæðna á Fylkisvelli hefur leikvelli í viðureign Fylkis og Grindavíkur í Pepsi-deild karla verið breytt.  Leikurinn hefur verið færður í knattspyrnuhúsið Kórinn í Kópavogi.  Leikdagur og leiktími breytast ekki. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Reglugerðabreytingar samþykktar á stjórnarfundi 27. apríl - 29.4.2011

Á stjórnarfundi 27. apríl síðastliðinn voru samþykktar reglugerðabreytingar sem hafa verið tilkynntar aðildarfélögum bréflega.  Sérstaklega er vakin athygli á því að undirskrift forráðamanna þarf við félagaskipti leikmanna sem ekki hafa náð 18 ára aldri.

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Val og FH spáð sigri í Pepsi-deildunum - 28.4.2011

Í dag fór fram kynningarfundur Pepsi-deildanna 2011 en þar eru m.a. kynntar spár forráðamanna félaga í Pepsi-deildum karla og kvenna.  Val er spáð sigri í Pepsi-deild kvenna en í karladeildinni er því spáð að FH hampi titlinum.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit A deildar Lengjubikars kvenna í kvöld - 28.4.2011

Undanúrslit A deildar Lengjubikars kvenna fara fram í kvöld en úrslitaleikurinn sjálfur fer fram sunnudaginn 1. maí.  Í Boganum mætast Þór/KA og Stjarnan og hefst sá leikur kl. 17:15.  Á Hlíðarenda kl. 19:00 leika svo Valur og Breiðablik.

Lesa meira
 
Handbók leikja 2011

Handbók leikja 2011 komin út - 28.4.2011

Handbók leikja 2011 er komin út, en hún inniheldur ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir aðildarfélög KSÍ.  Í Handbók leikja eru ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja, yfirlit yfir reglur og kröfur sem gerðar eru varðandi hina ýmsu þætti, eyðublöð og fleira.  Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2010 - Úrslitaleikur FH og KR

Breytingar á knattspyrnulögunum 2011 - 27.4.2011

Alþjóðanefnd FIFA hefur gert nokkrar breytingar á knattspyrnulögunum sem taka gildi 1. júní. Að venju munu þessar breytingar taka gildi á Íslandi við upphaf Íslandsmótsins 1. maí.  Nákvæmur texti verður gefin út í nýrri útgáfu af knattspyrnulögunum um leið og endanlegur texti berst frá FIFA. Breytingarnar eru eftirfarandi:

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor-bikarinn 2011 - 27.4.2011

Valitor, KSÍ og Sportfive hafa náð samkomulagi um áframhaldandi samstarf um bikarkeppni KSÍ. Keppnin hefur borið nafnið VISA-bikarinn síðan árið 2003, en hefur nú fengið nýtt nafn og mun hér eftir kallast Valitor-bikarinn.  Keppnin hefst með 20 leikjum sunnudaginn 1. maí. Lesa meira
 
bolti_i_marki

Leikskýrsluform - Leiðbeiningar - 27.4.2011

Hér að neðan má finna leiðbeiningar varðandi nýtt leikskýrsluform en frá 1. maí 2011 skulu félögin notast við þetta nýja form.

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Heimaleikjum Fylkis og Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna víxlað - 27.4.2011

Mótanefnd KSÍ hefur samþykkt ósk Fylkis og Stjörnunnar um að heimaleikjum þeirra í Pepsi-deild kvenna verði víxlað.

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Kynningarfundur Pepsi-deildanna 2011 á fimmtudag - 26.4.2011

Kynningarfundur Pepsi-deilda karla og kvenna fer fram í Háskólabíói fimmtudaginn 28. apríl og hefst kl. 16:00.   Á fundinn mæta fulltrúar liðanna í deildunum tveimur (þjálfarar, fyrirliðar, og formenn).  Meðal efnis á fundinum er að sjálfsögðu hin sívinsæla spá um lokastöðu liða. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Afturelding vann B deild Lengjubikars karla - 26.4.2011

Afturelding vann Tindastól/Hvöt í úrslitaleik B deildar Lengjubikars karla en úrslitaleikurinn fór fram í Akraneshöllinni í gær.  Lokatölur urðu 4 - 2 fyrir Mosfellinga eftir að þeir höfðu leitt í leikhléi, 3 - 0.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Valsmenn höfðu sigur í A deild Lengjubikarsins - 26.4.2011

Valsmenn tryggðu sér sigur í A deild Lengjubikars karla í gær með því að leggja Fylkismenn úrslitaleik.  Jafnt var eftir venjulegan leiktíma, 1 - 1, en Valsmenn skoruðu tvö mörk í framlengingu og tryggðu sér titilinn.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Fylkir og Valur leika í úrslitum A deildar karla - 23.4.2011

Mánudaginn 25. apríl, annan í páskum, verða leiknir úrslitaleikirnir í A og B deildum Lengjubikars karla.  Í Kórnum kl. 19:00 leika Fylkir og Valur í úrslitum A deildar karla en fyrr sama dag, kl. 14:30, leika Tindastóll/Hvöt og Afturelding til úrslita í B deild karla.  Sá leikur fer fram í Akraneshöllinni.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Leikið í Lengjubikarnum um hátíðirnar - 21.4.2011

Þó svo að margir landsmenn taki því rólega í páskafrí næstu daga þá mun knattspyrnufólk vera önnum kafið á knattspyrnuvellinum og fagna þannig sumarkomu.  Leikið er í Lengjubikar karla og kvenna og ráðast úrslitin í nokkrum deildum á næstu dögum.

Lesa meira
 
Páskaungar

Páskakveðja frá KSÍ - Gleðilega páska - 20.4.2011

Knattspyrnusamband Íslands sendir landsmönnum öllum sínar óskir um gleðilega páskahátíð.  Skrifstofa KSÍ verður lokuð um páskahátíðina en opnar að nýju, kl. 08:00, þriðjudaginn 26. apríl.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Um 40 manns á Fræðslufundi KSÍ - 20.4.2011

Síðastliðinn laugardag var haldinn fræðslufundur KSÍ í höfuðstöðvum KSÍ og sóttu hann um 40 manns auk starfsfólks KSÍ.  Allir voru velkomnir á þennan fund en sérstaklega var horft til þeirra aðila sem nýlega höfðu hafið störf innan aðildarfélaga.  Hér að neðan má sjá glærur af fyrirlestrum sem haldnir voru á þessum fundi. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit A-deildar Lengjubikars karla - 19.4.2011

Á morgun, miðvikudaginn 20. apríl, verður fyrri undanúrslitaleikur A-deildar Lengjubikars karla en þá mætast Fylkir og KR á Fylkisvelli kl. 19:00.  Síðari undanúrslitaleikurinn fer svo fram á fimmtudaginn, skírdag, 21. apríl en þá leika Valur og FH í Kórnum.  Sá leikur hefst kl. 15:00.

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Óúttekin leikbönn í meistaraflokki 2011 - 19.4.2011

Á hverju vori fær skrifstofa KSÍ ótalmargar fyrirspurnir um óúttekin leikbönn frá síðustu leiktíð. Ævinlega er félögum bent á að þeim hafi verið tilkynnt um leikbönn með tölvupósti og það sé á þeirra ábyrgð að gæta þess að leikmenn sem eigi eftir að taka út leikbönn geri svo, sbr. reglugerð KSÍ um aga-og úrskurðarmál:

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ fundaði með aðildarfélögum á Akureyri og Egilsstöðum - 19.4.2011

KSÍ hefur fundað með aðildarfélögum sínum á Norðurlandi og Austurlandi síðustu daga en framundan eru einnig fundir á Suðurlandi og Suðurnesjum.  Verða þeir fundir haldnir eftir páskahátiðina.

Lesa meira
 
Leiknir F.

Ólöglegur leikmaður með Leikni Fáskrúðsfirði - 18.4.2011

Í samræmi við grein 10.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Norbert Dobrzycki lék ólöglegur með Leikni F. í leik Leiknis F. og Völsungs í Lengjubikar karla, þann 16. apríl síðastliðinn.  Leikmaðurinn er skráður í Póllandi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikmaður í banni? - Fær þitt félag örugglega ekki tölvupóst? - 18.4.2011

Samkvæmt reglugerð KSÍ um aga-og úrskurðarmál eru úrskurðir Aga-og úrskurðarnefndar sendir með tölvupósti til aðilarfélaga.  Áríðandi er að öll aðildarfélög KSÍ athugi að rétt tölvupóstföng séu skráð hjá sambandinu vegna úrskurða Aga-og úrskurðarnefndar. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Aðgönguskírteini fyrir dómara 2011 - 18.4.2011

Þeir dómarar sem dæmt hafa tilskilinn fjölda leikja og hafa sent skrifstofu KSÍ mynd af sér, geta sótt aðgönguskírteini sín á skrifstofu KSÍ.  Öruggara er þó að hringja á undan sér og fá staðfest að skírteinið sé tilbúið.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ fundar með aðildarfélögum - Fundi á Selfossi frestað - 18.4.2011

Fyrirhuguðum fundi KSÍ með aðildarfélögum á Suðurlandi hefur verið frestað um óákveðinn tíma.  Fundurinn átti að fara fram í dag, mánudaginn 18. apríl, á Hótel Selfossi.  Nýr fundartími verður auglýstur síðar. Lesa meira
 
FH

Meistarakeppni karla - FH vann þriðja árið í röð - 17.4.2011

Það voru bikarmeistararnir í FH sem tryggðu sér sigur í Meistarakeppni karla í gær þegar þeir lögðu Íslandsmeistarana í Breiðablik.  Leikið var í Kórnum og tryggði FH sé sigur með því að skora þrjú mörk án þess að Blikar næðu að svara fyrir sig.

Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Staðfest niðurröðun í landsdeildum og bikarkeppni 2011 - 15.4.2011

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í landsdeildum karla og kvenna sem og VISA bikar karla og kvenna.  Mikilvægt er að félögin sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til þess að forðast misskilning. 

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Englandi í milliriðli EM í Póllandi, apríl 2011

U17 kvenna - Sigur á Svíum og fullt hús - 14.4.2011

Stelpurnar í U17 létu það ekki hafa nein áhrif á sig þó svo að sæti í úrslitakeppni EM væri tryggt fyrir síðasta leik sinn í milliriðlinum.  Svíar voru lagðir í dag með fjórum mörkum gegn einu og luku því stelpurnar keppni í þessum riðli með fullt hús og markatöluna 8 - 1.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Englandi í milliriðli EM í Póllandi, apríl 2011

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Svíum - 14.4.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið byrjunarliðið er mætir Svíum í lokaleik liðsins í milliriðli EM.  Leikið er Póllandi en Ísland hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni sem fer fram í Sviss, 28. - 31. júlí.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Meistarakeppni karla - Breiðablik og FH mætast - 13.4.2011

Breiðablik og FH mætast í Meistarakeppni karla laugardaginn 16. apríl.  Leikið verður í Kórnum og hefst leikurinn kl. 18:15.  Þetta er árlegur leikur á milli Íslandsmeistara og bikarmeistara síðasta tímabils og eru Blikar handhafar Íslandsmeistaratitilsins en FH handhafar VISA bikarsins.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Gunnar vettvangsstjóri UEFA á Braga – Dynamo Kiev - 13.4.2011

Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, verður vettvangsstjóri UEFA (UEFA Venue Director) á leik portúgalska liðsins Braga og Dynamo Kiev frá Úkraínu, en liðin mætast í Portúgal á fimmtudag.  Þetta er síðari viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en fyrri leiknum, í Kænugarði lauk með 1 – 1 jafntefli.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið niður um eitt sæti - 13.4.2011

Íslenska karlalandsliðið fellur niður um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun.  Ísland er nú í 115. sæti en sem fyrr eru Spánverjar í efsta sætinu og Hollendingar sitja áfram í öðru sæti.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ fundar á Suðurnesjum - Fundi frestað - 12.4.2011

Fyrirhuguðum fundi KSÍ með aðildarfélögum á Suðurnesjum hefur verið frestað. Fundurinn átti að vera fimmtudaginn 14. apríl á Flughótelinu í Keflavík en hefur verið frestað um óákveðinn tíma og verður nánar auglýstur síðar.

Lesa meira
 
Varamannabekkurinn gegn Englandi

U17 kvenna - Úrslitakeppnin fer fram við höfuðstöðvar UEFA í Nyon - 12.4.2011

Ljóst er að stelpurnar í U17 munu leika gegn Spánverjum í undanúrslitum EM, 28. júlí næstkomandi.  Þær spænsku hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitunum, líkt og Íslendingar, þegar ein umferð er eftir af milliriðli þeirra.  Spánn er núverandi handhafi Evrópumeistaratitilsins.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ og Sigmundur Ó. Steinarsson, hödundur 100 ára sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu

100 ára sagan farin í prentun - 11.4.2011

Þegar Íslandsmótið í knattspyrnu hefst 1. maí næstkomandi er það í 100. skiptið sem mótið fer fram.  Knattspyrnusambandið fékk af þessu tilefni Sigmund Ó. Steinarsson til þess að rita sögu Íslandsmótsins í 100 ár.  Fyrra bindið er komið í prentun og verður fyrsta eintakið afhent, 29. apríl.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Englandi í milliriðli EM í Póllandi, apríl 2011

U17 kvenna - Stelpurnar komnar í úrslitakeppnina - 11.4.2011

Stelpurnar í U17 gerðu sér lítið fyrir í dag og tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í lok júlí.  Leikið var við Pólverja í dag og eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu íslensku stelpurnar tvö mörk í síðari hálfleiknum, líkt og gegn Englendingum, og tryggðu sér sigurinn.  Þrátt fyrir að ein umferð sé eftir í milliriðlinum þá hafa stelpurnar tryggt sér efsta sætið í riðlinum

Lesa meira
 
Ólafur Rafnsson

Setningarræða 70. Íþróttaþings ÍSÍ - 11.4.2011

Íþróttir og listir eru tvær hliðar á sama teningi – menningu þjóðarinnar.  Vilji menn taka samanburð þá skulu menn gera það af fullum heiðarleika og leggja öll spilin á borðið.  Heildarframlög til íþróttahreyfingarinnar nema u.þ.b. 330 milljónum króna á fjárlögum – að meðtöldum framlögum til sérsambanda og ferðakostnaðarsjóðs – en sá liður sem felur í sér listir og menningu í sama ráðuneyti nemur um 6-7 milljörðum króna Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Englandi í milliriðli EM í Póllandi, apríl 2011

U17 kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Póllandi - 11.4.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Pólverjum í dag í milliriðli EM.  Þessar þjóðir höfðu báðar sigur í fyrstu leikjum sínum.  Ísland lagði England, 2 - 0 á meðan heimastúlkur lögðu Svía, 3 - 1.  Það má því búast við hörkuleik í dag sem hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma og er textalýsing frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

U17 kvenna - Enskar engin fyrirstaða - 9.4.2011

Stelpurnar í U17 hófu keppni í milliriðli EM á besta mögulegan máta en þær mættu stöllum sínum frá Englandi í dag.  Lokatölur urðu 2 - 0 Íslandi í vil eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegur leikmaður með Grundarfirði - 8.4.2011

Í samræmi við grein 10.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Ásgeir Ragnarsson lék ólöglegur með Grundarfirði í leik Grundarfjarðar og Álftaness í Lengjubikar karla, þann 2. apríl síðastliðinn.  Leikmaðurinn var skráður í Snæfell.

Lesa meira
 
Höttur

Ólöglegir leikmenn með Hetti - 8.4.2011

Í samræmi við grein 10.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Geisli Hreinsson og Arnar Jóel Rúnarsson léku ólöglegir með Hetti í leik Leiknis F. og Hattar í Lengjubikar karla, þann 26. mars síðastliðinn.  Leikmennirnir voru skráðir í Spyrni.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

EM kvenna 2013 - Ísland tekur á móti Búlgaríu 19. maí - 8.4.2011

Fyrsti leikur íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni EM 2013 verður gegn Búlgaríu á Laugardalsvelli.  Leikurinn fer fram, fimmtudaginn 19. maí, kl. 19:30.  Aðrar þjóðir í riðlinum eru: Norður Írland, Ungverjaland, Noregur og Belgía. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Engin vanskil 1. apríl - 7.4.2011

Félög sem undirgangast leyfiskerfið þurfa nú að staðfesta engin vanskil vegna félagaskipta leikmanna eða vegna launagreiðslna á tímabilinu janúar-febrúar-mars 2011.  Leyfisstjórn staðfestir móttöku gagna frá öllum 24 leyfisumsækjendum og gerir engar athugasemdir við þau. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ fundar með aðildarfélögum á Austurlandi - 7.4.2011

Miðvikudaginn 13. apríl nk. boðar KSÍ til fundar með aðildarfélögum á Austurlandi á Fjarðarhóteli Reyðarfirði kl. 16.30.  Forsvarsmenn félaga á svæðinu hvattir til þess að mæta.  Aðildarfélög eru vinsamlegast beðin um að staðfesta hvort fulltrúar þeirra mæta á fundinn.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Knattspyrnunámskeið fyrir fatlaða og þroskahamlaða krakka og unglinga - 7.4.2011

Íþróttafélagið Öspin og Knattspyrnufélagið Víkingur hafa tekið höndum saman og verða með knattspyrnunámskeið í sumar fyrir fatlaða og þroskahamlaða.  Námskeiðin eru ætluð fyrir börn og unglinga

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Breyting á Evrópudeildinni - Bikarmeistarar hefja leik í 1. umferð forkeppni - 6.4.2011

UEFA hefur ákveðið að breyta listanum sem segir á hvaða stigi keppninar félög hefja leik í Evrópudeildinni fyrir keppnistímabilin 2012-2015.  Þessi breyting þýðir það fyrir íslensk lið að frá og með tímabilinu 2012-13 munu VISA-bikarmeistararnir hefja leik í 1. umferð forkeppninnar en ekki í 2. umferð eins og verið hefur.  
Lesa meira
 
Kápan af DVD disknum Tækniskóli KSÍ

Grasrótardagur UEFA 25. maí - 6.4.2011

Miðvikudaginn 25. maí er haldinn Grasrótardagur UEFA um alla Evrópu. Aðildarlönd UEFA eru þá hvött til þess að halda sérstaka grasrótarviðburði í vikunni kringum þennan dag.  Knattspyrnusamband Íslands mun nota þessa viku til að gefa út glæsilegan DVD disk sem gefinn verður öllum iðkendum undir 16 ára aldri að gjöf. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ fundar með aðildarfélögum á Norðurlandi - 6.4.2011

Mánudaginn 11. apríl nk. boðar KSÍ til fundar með aðildarfélögum á Norðurlandi á Hótel KEA á Akureyri kl. 17.00.  Forsvarsmenn félaga á svæðinu eru hvattir til þess að mæta.  Fyrirhugaðir eru svo fundir í öðrum landshlutum á næstunni.

Lesa meira
 
Heiðar Helguson skallar og skorar (Sportmyndir)

Ísland mætir Danmörku - Miðasala hafin - 6.4.2011

Ísland mætir Danmörku á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2012 laugardaginn 4. júní kl. 18:45.  Ísland var afar óheppið að tapa gegn Dönum á Parken í fyrri leik liðanna, en þá skoruðu þeir dönsku eina mark leiksins í uppbótartíma.  Miðasala á leikinn er hafin en hún fer fram, sem fyrr, í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

U16 og U17 karla - Úrtaksæfing á Austurlandi - 5.4.2011

Næstkomandi sunnudag verður úrtaksæfing í Fjarðabyggðahöllinni fyrir leikmenn á Austurlandi fædda 1995 og 1996.  Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla og Freyr Sverrisson landsliðsþjálfari U16 karla, hafa valið leikmenn fyrir þessa æfingu.

Lesa meira
 
Stelpurnar í U19 á Millenium vellinum í Cardiff

U19 kvenna - Þjóðverjar of sterkir - 5.4.2011

Stelpurnar í U19 töpuðu lokaleik sínum í milliriðli EM sem leikinn var í Wales.  Mótherjarnir í dag voru hið sterka lið Þjóðverja sem fóru með sigur af hólmi, 3 - 0.  Staðan í leikhléi var 2 - 0 og með sigrinum tryggðu Þjóðverjar sér efsta sæti milliriðilsins og sæti í úrslitakeppninni í sumar.

Lesa meira
 
Stelpurnar í U19 fyrir utan Millenium völlinn í Cardiff

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Þjóðverjum - 5.4.2011

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Þjóðverjum í lokaleik liðsins í milliriðli EM.  Ólafur teflir fram sama byrjunarliði og hóf sigurleikinn gegn Wales.  Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales í milliriðli U19 kvenna í Wales.

U19 kvenna - Góður sigur á Wales - 2.4.2011

Stelpurnar í U19 unnu í dag góðan sigur á Wales í milliriðli EM en leikið er einmitt í Wales.  Lokatölur urðu 2 - 0 Íslandi í vil og voru það Sóley Guðmundsdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir sem skoruðu mörkin, sitt í hvorum hálfleiknum.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Tyrklands í millirðli EM U19 kvenna í Wales, 31. mars 2011

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Wales - 1.4.2011

Stelpurnar í U19 leika sinn annan leik í milliriðlinum fyrir EM á morgun, laugardag.  Mótherjarnir eru heimastúlkur í Wales en Ísland beið lægri hlut gegn Tyrkjum í fyrsta leiknum, 1 - 3.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið og teflir hann m.a fram systrum á miðjunni.

Lesa meira
 
Laugardalsvöllur

Upphafi Íslandsmótsins frestað um eina viku - Aprílgabb! - 1.4.2011

Vegna bágborins ástands keppnisvalla víða um land hefur stjórn KSÍ samþykkt að fresta upphafi Íslandsmótsins 2011, sem er 100. Íslandsmótið frá upphafi, um eina viku, og munu fyrstu leikirnir fara fram 8. maí.  Af þessum sökum verður ekkert hlé gert á Íslandsmótinu vegna þátttöku U21 landsliðs karla í úrslitakeppni EM í Danmörku í sumar.

Lesa meira
 
Guðni Bergsson skorar á móti Ungverjum 1995

Vináttulandsleikur gegn Ungverjum 10. ágúst - 1.4.2011

Knattspyrnusambönd Íslands og Ungverjalands hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik 10. ágúst.  Leikið verður í Ungverjalandi en í samkomulaginu er kveðið á um að þjóðirnar leiki svo á Laugardalsvelli á næsta eða þarnæsta ári.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög