Fréttir

Merki Hauka

Ólöglegur leikmaður með Haukum - 28.2.2011

Í samræmi við grein 10.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppn i karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Aron Freyr Eiríksson lék ólöglegur í leik Hauka og BÍ/Bolungarvíkur í Lengjubikar karla, þann 19. febrúar síðastliðinn. Lesa meira
 
Berglind skorar með skalla gegn Búlgaríu

U17 og U19 kvenna - Æfingar fara fram um helgina - 28.2.2011

Um komandi helgi verða æfingar hjá U17 og U19 kvenna og fara þær fram í Egilshöllinni og Kórnum.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar og má sjá hópana hér að neðan.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi

Rakel Logadóttir inn í hópinn - 25.2.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á landsliðshóp sínum sem tekur þátt á Algarve Cup nú í byrjun mars.  Rakel Logadóttir kemur inn í hópinn í stað Guðnýjar Bjarkar Óðinsdóttur sem á við meiðsli að stríða.  Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Fræðslufundur KSÍ haldinn 16. apríl - 25.2.2011

KSÍ stendur fyrir fræðslufundi laugardaginn 16. apríl kl. 11.00 þar sem farið verður yfir ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir stjórnendur aðildarfélaga KSÍ.  Fræðslufundurinn er opinn öllum þeim er áhuga hafa á að kynna sér betur ýmis málefni er snúa m.a. að daglegum rekstri knattspyrnufélaga og samskiptum við KSÍ.

Lesa meira
 
Fram-Throttur-2008

XML-þjónustan á vef KSÍ - 25.2.2011

Hægt er að kalla fram ýmislegt gagnlegt og áhugavert úr XML-vefþjónustu af ksi.is fyrir aðrar vefsíður.  Þannig er hægt að nálgast mótaupplýsingar til að setja upp á öðrum vefsíðum, sem verða þá beintengdar við gagnagrunn KSÍ.

Lesa meira
 
Heiðar Helguson skallar og skorar (Sportmyndir)

KSÍ gerir samning við Prozone - 24.2.2011

Knattspyrnusamband Íslands hefur gert samning við Prozone um leikgreiningu á landsleikjum Íslands næstu 2 árin.  Samningurinn felur í sér að Prozone leikgreinir 60 leiki á ári , næstu tvö árin,  sem KSÍ óskar eftir að séu leikgreindir.

Lesa meira
 
FH

Unglingadómaranámskeið verður haldið í Kaplakrika 2. mars  - 23.2.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við FH í Kaplakrika miðvikudaginn 2. mars og hefst kl. 19:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.  Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið.  Námskeiðið er ókeypis.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Gunnar vettvangsstjóri UEFA á Braga - Lech - 23.2.2011

Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, verður vettvangsstjóri UEFA (UEFA Venue Director) á leik portúgalska liðsins Braga og Lech Poznan frá Póllandi, en liðin mætast í Portúgal á fimmtudag.  Þetta er síðari viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Lesa meira
 
Dómarar leiða lið Þýskalands og Englands til vallar fyrir úrslitaleik EM U19 kvenna á Íslandi

Dómaranámskeið fyrir konur í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 10. mars - 22.2.2011

Dómaranámskeið fyrir konur verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ 10. mars kl. 19:00.  Það er yfirlýst stefna hjá KSÍ að fjölga konum í dómarastétt og er þetta námskeið ætlað konum sem hafa áhuga á því gerast Héraðsdómarar og dæma í efri deildum.

Lesa meira
 
Valgeir Valgeirsson kastar upp peningi, Reynir Leósson og Guðmundur Steinarsson fylgjast spenntir með

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 7. mars - 22.2.2011

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ 7. mars kl. 19:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir unglingadómara sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.  Námskeiðið er ókeypis.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skiladagur fjárhagsgagna liðinn - 22.2.2011

Lokaskiladagur fjárhagslegra leyfisgagna var mánudaginn 21. febrúar.  Allir leyfisumsækjendur héldu sig innan tímamarka.  Reyndar voru gögn fimm félaga póstlögð á mánudag, en sýni póststimpillinn 21. febrúar eru tímamörk uppfyllt.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Pétursborg í Evrópudeild UEFA - 22.2.2011

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Zenit frá Rússlandi og Young Boys frá Sviss en þetta er leikur í 32. liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.  Með Kristni á þessum leik verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson aðstoðardómarar.  Fjórði dómari verður Erlendur Eiríksson og aukaaðstoðardómarar verða þeir Magnús Þórisson og Þóroddur Hjaltalín.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þinggerð 65. ársþings KSÍ - 21.2.2011

Hér að neðan má sjá þinggerð 65. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var á Hilton Nordica Hótel 12. febrúar síðastliðinn.

Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Íslandsmótin 2011 - Niðurröðun yngri flokka í fullum gangi - 21.2.2011

Þessa dagana er unnið að leikjaniðurröðun fyrir Íslandsmót yngri flokka árið 2011.  Stefnt er að því að drög að leikjaniðurröðun verði tilbúin mánudaginn 7. mars.  Mótanefnd hefur ákveðið að engir leikir verði á tímabilinu 18. júlí til og með 3. ágúst í 4. flokki og yngri aldursflokkum.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Valsstúlkur Reykjavíkurmeistarar fjórða árið í röð - 21.2.2011

Valsstúlkur tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í gærkvöldi, fjórða árið í röð, þegar þær unnu öruggan sigur á HK/Víking í lokaleik mótsins.  Valur hafði sigur í öllum fimm leikjum sínum og fékk ekki á sig mark í leið sinni að titlinum.

Lesa meira
 
Ísland - Þýskaland í EM U17 kvenna 4. september 2009.  Leiknum lauk með markalausu jafntefli

U17 og U19 kvenna - Æfingar um komandi helgi - 21.2.2011

Um komandi helgi verða æfingar hjá U17 og U19 kvenna og fara þær fram í Kórnum og Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar. Lesa meira
 
Nemar úr MA í vettvangskynningu hjá KSÍ.

Nemar úr MA í vettvangsferð hjá KSÍ - 18.2.2011

Nokkrir nemar úr MA eyddu lunganum af föstudeginum í vettvangsferð á skrifstofu Knattspyrnusambands Íslands.  Þeir fengu kynningu frá fræðslustjóra KSÍ og skoðuðu starfsemina frá öllum hliðum.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2010 - Úrslitaleikur FH og KR (Sportmyndir)

Félög beðin um að hafa í huga bráðabirgðaákvæði varðandi félagaskipti - 17.2.2011

Nú þegar keppni í Lengjubikarnum er að hefjast er rétt að minna félögin á bráðabirgðaákvæði í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.  Þetta er grein 3.6 og er bráðabirgðaákvæði fyrir keppnistímabilið 2011. 

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

KÞÍ fundar með þjálfurum 2. flokks karla og 5. flokks kvenna - 17.2.2011

Þann 24. febrúar næstkomandi mun KÞÍ halda fundi með þjálfurum 2. flokks karla og 5. flokks kvenna.  Fundirnir fara fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst fundur þjálfara 5. flokks kvenna kl. 18:30 en fundur þjálfara 2. flokks karla hefst kl. 20:00.  Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn 2011 - Keppni í A deild karla hefst í kvöld - 17.2.2011

Í kvöld, fimmtudaginn 17. febrúar, hefst keppni í A deild Lengjubikars karla með tveimur leikjum sem verða báðir leiknir í Egilshöll.  Fram og HK leika kl. 19:00 og kl. 21:00 leika Fjölnir og Víkingur Reykjavík.

Lesa meira
 
Frá æfingu á Alagarve í febrúar 2010

A landslið kvenna - Hópurinn sem leikur á Algarve - 16.2.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 20 leikmenn til að leika á hinu sterka Algarve Cup sem fer fram dagana 2. - 9. mars næstkomandi.  Mótherjar Íslendinga í riðlakeppninni eru að þessu sinni: Svíþjóð, Kína og Danmörk.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 gegn Armeníu í undakeppni EM

U17 karla - Æfingar fara fram um helgina - 15.2.2011

Um komandi helgi verða æfingar hjá U17 karla og verða tveir hópar við æfingar þessa helgi.  Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið leikmenn fyrir þessar æfingar en þær verða í Fífunni, Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 
FH

FH þriðja Pepsi-deildarfélagið til að skila fjárhagsgögnum - 15.2.2011

FH varð þriðja Pepsi-deildarfélagið til að skila endurskoðuðum ársreikningi fyrir síðasta ár, ásamt fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn sinni vegna keppnistímabilsins 2011.  Suðurnesjaliðin Keflavík og Grindavík höfðu áður skilað.  Lokaskiladagur er  21. febrúar.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur 7. stigs þjálfaranámskeið - Hefst 21. febrúar - 14.2.2011

Mánudaginn 21. febrúar kl. 16:15 fer af stað KSÍ VII þjálfaranámskeið en það er lokastigið í UEFA A (KSÍ A) þjálfaragráðunni.  Farið verður yfir námskeiðið á fundi í höfuðstöðvum KSÍ.  Þeir þjálfarar sem starfa úti á landi þurfa ekki að gera sér ferð til Reykjavíkur út af þessum fundi heldur verður námskeiðið útskýrt fyrir þeim á símafundi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ályktun um Íþróttaslysasjóð samþykkt á ársþingi - 14.2.2011

Á 65. ársþingi KSÍ sem fram fór um helgina var samþykkt ályktun um Íþróttaslysasjóð og þessi ályktun send ríkisstjórn Íslands sem og ráðherra velferðarmála.  Í þessari ályktun mótmælir ársþing KSÍ harðlega lækkun framlags velferðarráðuneytis í sjóðinn.

Lesa meira
 
Íslandsmeistarar í 5. fl. kvenna 2011 í Futsal

Sigurvegarar Íslandsmóta í Futsal hjá yngri flokkum - 14.2.2011

Um síðastliðna helgi fóru fram síðustu úrslitakeppnir yngri flokka Íslandsmótsins í Futsal. Valur og Breiðablik tryggðu sér 2 Íslandsmeistaratitla og Fjölnir, Fylkir, Snæfellsnes og Víðir 1 hvort.

Lesa meira
 
HK

Unglingadómaranámskeið í Fagralundi mánudaginn 21. febrúar kl. 19:00 - 13.2.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við HK í Fagralundi mánudaginn 21. febrúar og hefst kl. 19 :00 og stendur í 2,5 klukkustund. Námskeiðinu lýkur með skriflegu prófi viku síðar.  Námskeiðið er ókeypis

Lesa meira
 
Stjórn KSÍ eftir ársþing 2011

65. ársþingi KSÍ lokið - 12.2.2011

65. ársþingi KSÍ er lokið en það fór fram að þessu sinni á Hilton Nordica Hótel.  Þinginu lauk um kl. 15:00 og má sjá fréttir af þinginu hér.  Geir Þorsteinsson var endurkjörinn formaður KSÍ en hann var einn í kjöri.  Kosið var um fjögur sæti í stjórn KSÍ og voru fimm í framboði.

Lesa meira
 
Frá 65. ársþingi KSÍ

FH, ÍA og KS fengu Grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA - 12.2.2011

Grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA voru veitt á 65. ársþingi KSÍ og voru þrjú félög sem fengu þau afhent.  Veitt eru verðlaun í þremur flokkum og eru þessir flokkar ákveðnir af UEFA.

Lesa meira
 
Frá 65. ársþingi KSÍ

Stjarnan og Valur fengu háttvisisverðlaun í Pepsi-deild kvenna - 12.2.2011

Háttvísisverðlaun í Pepsi-deild kvenna voru veitt á ársþingi KSÍ og vor það 2 félög sem deildu kvennabikarnum með sér að þessu sinni.  Þetta voru Stjarnan og Valur sem þóttu sýna prúðmannlegustu framkomuna í Pepsi-deild kvenna.

Lesa meira
 
Frá 65. ársþingi KSÍ

Breiðablik og Víkingur Reykjavík hlutu Dragostytturnar - 12.2.2011

Breiðablik og Víkingur Reykjavík fengu Dragostytturnar á 65. ársþingi KSÍ sem haldið er á Hilton Nordica Hótel.  Þá fengu Afturelding og Markaregn viðurkenningu fyrir prúðmannlegan leik í 2. og 3. deild karla. Lesa meira
 
Frá 65. ársþingi KSÍ

Ýr Sigurðardóttir og Fylkir hlutu Jafnréttisverðlaun - 12.2.2011

Ýr Sigurðardóttir og knattspyrnudeild Fylkis fengu afhent Jafnréttisverðlaun á 65. ársþingi KSÍ sem fram fer á Hilton Nordica Hótel. 

Lesa meira
 
Frá 65. ársþingi KSÍ

Kjartan Þorbjörnsson hlaut viðurkenningu - 12.2.2011

Kjartan Þorbjörnsson (Golli) ljósmyndari hjá Morgunblaðinu hlaut viðurkenningu á ársþingi KSÍ en Kjartan hefur starfað sem ljósmyndari í tæp 20 ár.  Á þessum tíma hefur hann myndað knattspyrnu og knattspyrnuleiki hérlendis jafnt sem erlendis af mikilli fagmennsku og einskærum áhuga á íþróttinni. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Afgreiðsla tillagna á 65. ársþingi KSÍ - 12.2.2011

Nokkrar tillögur lágu fyrir 65. ársþingi KSÍ en tillögurnar má sjá hér að neðan sem og hvernig þær voru afgreiddar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

65. ársþing KSÍ hafið - 12.2.2011

Ársþing KSÍ, það 65. í röðinni, var sett kl. 11:00 í dag á Hilton Nordica Hótel.  Fylgst verður með framvindu þingsins hér á síðunni en framundan eru m.a. afgreiðsla tillagna.

Lesa meira
 
Frá 65. ársþingi KSÍ

Ávarp formanns á 65. ársþingi KSÍ - 12.2.2011

Hér að neðan má sjá ávarp formanns KSÍ, Geirs Þorsteinssonar, á 65. ársþingi KSÍ en þingið var sett kl. 11:00 í morgun á Hilton Nordica Hótel.

Lesa meira
 
Grindavík

Grindvíkingar búnir að skila fjárhagsgögnum - 11.2.2011

Grindvíkingar hafa skilað skilað fjárhagslegum leyfisgögnum sínum og fylgja þar með fast á hæla Keflvíkinga, sem voru fyrstir Pepsi-deildarfélaga til að skila.  Fjárhagsleg gögn eru ársreikningur með áritun endurskoðanda ásamt öðrum viðeigandi gögnum og staðfestingum. 

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Riðlaskipting í 1. deild kvenna og 3. deild karla - Drög að leikjaniðurröðun tilbúin - 11.2.2011

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út riðlaskiptingu í 1. deild kvenna og 3. deild karla fyrir keppnistímabilið 2011. Drög að leikjaniðurröðun í þessum deildum hefur einnig verið birt hér á heimasíðu KSÍ  Fjögur félög leika í ár í 3. deild karla sem ekki tóku þátt á síðasta tímabili. 

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Undanúrslit Reykjavíkurmóts karla í kvöld - 11.2.2011

Í kvöld, föstudagskvöld, verður leikið í undanúrslitum Reykjavíkurmóts karla og verða báðir leikirnir í Egilshöllinni.  KR og Fram mætast kl. 18:45 og eftir þeim leik, eða kl. 20:45 leika Valur og Fylkir.  Sigurvegarar leikjanna í kvöld leika svo til úrslita, sunnudaginn 6. mars. Lesa meira
 
Merki FIFA

Ný iðkendakönnun FIFA í vinnslu - 11.2.2011

FIFA hefur hafið söfnun upplýsinga um iðkendur í knattspyrnu á heimsvísu og mun gefa út skýrslu 2012.  Þessi stóra talning iðkenda (FIFA Big Count) hefur farið tvisvar sinnum fram áður og samkvæmt skýrslunni 2006 voru knattspyrnuiðkendur á heimsvísu 265 milljónir.  Lesa meira
 
Frá setningu ársþings KSÍ 2008

65. ársþing KSÍ - Þingið sett kl. 11:00 - 10.2.2011

Ársþing KSÍ, það 65. í röðinni, verður haldið á Hilton Nordica Hótel laugardaginn 12. febrúar.  Þingið verður sett kl. 11:00 en afhending þinggagna hefst kl. 10:00.  Gert er ráð fyrir að þinginu ljúki um kl. 16:00 sama dag.

Lesa meira
 
UEFA

Skýrsla UEFA um stöðu félaga í Evrópu - 10.2.2011

UEFA hefur gefið út umfangsmikla skýrslu um stöðu félaga í efstu deildum í Evrópu.  Skýrslan, sem nú er gefin út í þriðja sinn, er byggð á upplýsingum úr leyfisgögnum félaga (fjárhagsár 2009), en þó er fjallað um ýmis mál sem tengjast leyfiskerfinu ekki beint.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í tvær fyrstu umferðir VISA bikars karla og kvenna - 9.2.2011

Dregið hefur verið í tvær fyrstu umferðirnar í undankeppni VISA bikars karla og kvenna.  Áætlað er að keppni hefjist hjá körlunum 1. maí en hjá konunum 18. maí.  Leikina má sjá hér að neðan en að venju er mikið af forvitnilegum leikjum í gangi og búast má við miklu fjöri að vanda.

Lesa meira
 
Frá 64. ársþingi KSÍ 13. febrúar 2010

Þingfulltrúar á 65. ársþingi KSÍ - 9.2.2011

Laugardaginn 12. febrúar næstkomandi fer fram 65. ársþing KSÍ á Hótel Hilton Nordica.  Alls hafa 135 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 120 fulltrúa. 

Lesa meira
 
U17 kvenna sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku

Æfingar hjá öllum okkar kvennalandsliðum um komandi helgi - 8.2.2011

Um komandi helgi verða öll kvennalandsliðin við æfingar og hafa landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason, Ólafur Þór Guðbjörnsson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, valið leikmenn á þessar æfingar.  Tveir hópar verða á ferðinni hjá U17 kvenna en hópana má sjá hér að neðan.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur 7. stigs þjálfaranámskeið - 7.2.2011

Mánudaginn 21. febrúar fer af stað KSÍ VII þjálfaranámskeið en það er lokastigið í KSÍ A þjálfaragráðunni.  Farið verður yfir námskeiðið á fundi í höfuðstöðvum KSÍ.  Þjálfarar þurfa að skrá sig í síðasta lagi fimmtudaginn 17. febrúar.  Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem skráðir eru með 6. stigs þjálfararéttindi eða E stig-sérnámskeið.

Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Úrslitakeppnir yngri flokka í Futsal um helgina - 4.2.2011

Um helgina fara fram úrslitakeppni yngri flokka í Futsal en leikið er um Íslandsmeistaratitilinn 2011.  Leikið verður til úrslita í 2. 3. og 5. flokki karla og kvenna en úrslitakeppnir 4. flokks karla og kvenna fara fram sunnudaginn 13. febrúar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ársreikningur KSÍ 2010 birtur - 4.2.2011

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ)  birtir nú ársreikning sinn fyrir árið 2010. Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2010 námu 723 milljónum króna samanborið við 703 milljónir króna á árinu 2009.  Hækkun rekstrartekna skýrist fyrst og fremst af hækkun sjónvarpstekna og auknu framlagi frá FIFA.  Rekstrarkostnaður KSÍ var undir áætlaðri upphæð eða um 656 milljónir króna.

Lesa meira
 
Keflavík

Keflvíkingar fyrstir Pepsi-deildarfélaga til að skila fjárhagsgögnum - 4.2.2011

Keflavík hefur skilað fjárhagslegum leyfisgögnum sínum, fyrst félaga í Pepsi-deild.  Félag í efstu deild hefur aldrei áður skilað fjárhagsgögnum svo snemma, enda er skiladagur þeirra gagna að öllu jöfnu 20. febrúar, samkvæmt leyfisreglugerð. 

Lesa meira
 
Merki U21 karla

U21 karla - Ísland í riðli með Englandi - 3.2.2011

Í dag var dregið í riðla í undankeppni EM 2013 hjá U21 karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA.  Ísland er í riðli 8 ásamt Englandi, Belgíu, Noregi og Aserbaídsjan.  Keppnin hefst núna í haust en leikdagar verða tilbúnir fljótlega.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 karla - Dregið í undankeppni EM 2013 í dag - 3.2.2011

Í dag verður dregið í undankeppni EM 2013 hjá U21 karla en dregið verður í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.  Úrslitakeppnin fer fram að þessu sinni í Ísrael 2013.  Þjóðirnar verða 52 í hattinum og verða þær dregnar í 10 riðla.  Tveir riðlanna verða skipaðir 6 liðum og átta riðlar verða með 5 lið.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn í góðum hópi á Kýpur - 3.2.2011

Kristinn Jakobsson er þessa dagana á Kýpur þar sem hann situr ráðstefnu bestu dómara UEFA, "UEFA Elite".  Ganga dómarnir í gegnum ýmis próf á meðan ráðstefnunni stendur en þarna er UEFA að undirbúa dómara sína fyrir næstu verkefni í Meistaradeild UEFA og Evrópudeild UEFA. Lesa meira
 
ÍR

Unglingadómaranámskeið í ÍR heimilinu mánudaginn 7. febrúar kl. 18:30 - 2.2.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍR í ÍR heimilinu mánudaginn 7. febrúar.  Hefst námskeiðið kl. 18:30 og stendur í 2,5 klst. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales í undankeppni EM í september 2009

U17 og U19 karla - Landsliðsæfingar um komandi helgi - 1.2.2011

Landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið leikmenn til æfinga um komandi helgi hjá U17 og U19 karla.  Tveir hópar verða á ferðinni hjá U17 karla en æfingarnar verða í Kórnum og í Egilshöllinni.

Lesa meira
 
Frá setningu ársþings KSÍ 2008

Tillögur á ársþingi KSÍ 2011 - 1.2.2011

Ársþing KSÍ, það 65. í röðinni, verður haldið á Hilton Nordica Hótel 12. febrúar næstkomandi.  Hér að neðan má sjá þær tillögur er liggja fyrir þinginu sem og dagskrá þingsins sem sett verður kl. 11:00.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Kosningar í stjórn á ársþingi KSÍ 2011 - 1.2.2011

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.  Hér fyrir neðan er gerð grein fyrir þeim framboðum sem tilkynnt voru til skrifstofu KSÍ hálfum mánuði fyrir þing 

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög