Fréttir

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Nokkur sæti laus til Englands með norska Knattspyrnuþjálfarafélaginu - 31.1.2011

Vegna forfalla þá eru ennþá nokkur sæti laus í ferð á vegum norska Knattspyrnuþjálfarafélagsins til Englands.  Þeir sem áhuga hafa á að fara er bent á að hafa samband beint við Teddy Moen sem allra fyrst.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Súpufundur KSÍ verður haldinn í hádeginu fimmtudaginn 3. febrúar - 28.1.2011

Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn fimmtudaginn 3. febrúar. Að þessu sinni mun Valgeir Skagfjörð frá Regnbogabörnum halda erindi um einelti og knattspyrnu.  Aðgangur er ókeypis og opinn öllum áhugasömum en þó þarf að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is og taka fram nafn, kennitölu og netfang Lesa meira
 
UEFA

Umfjöllun UEFA.com um U21 karla - Viðtal við formann KSÍ - 27.1.2011

Á hinni umfangsmiklu heimasíðu UEFA má nú finna viðtal við formann KSÍ, Geir Þorsteinsson, en þar ræðir hann um árangur U21 karla og þróun ungra leikmanna.  Árangur U21 karlalandsliðsins hefur vakið athygli víða og ljóst að margir bíða spenntir eftir því að úrslitakeppnin hefjist í Danmörku 11. júní næstkomandi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla – Vináttulandsleikur gegn Englandi 28. mars - 27.1.2011

Knattspyrnusambönd Íslands og Englands hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna, skipuð leikmönnum 21 árs og yngri, leiki vináttulandsleik mánudaginn 28. mars næstkomandi.  Leikurinn mun fara fram í Englandi á heimavelli Preston North End

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

Miðasala hafin á úrslitakeppni EM U21 karla í Danmörku - 27.1.2011

Miðasala á leiki úrslitakeppni EM U21 karla er hafin en þar er Ísland á meðal átta þátttökuþjóða.  Mótið fer fram dagana 11. – 25. júní og leikur Ísland í A riðli.  Leikir A riðils fara fram í Árósum og Álaborg. Hægt er að panta miða á leiki Íslands hjá KSÍ og skal senda pantanir á ragnheidur@ksi.is fyrir 1. mars nk. til að tryggja miða.

Lesa meira
 
Fylkir

Unglingadómaranámskeið KSÍ og Fylkis þriðjudaginn 1. febrúar kl. 16:30 - 26.1.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fylki í Fylkisheimilinu þriðjudaginn 1. febrúar
og hefst námskeiðið kl. 16:30 og stendur í 2,5 klst.  Námskeiðið er ókeypis.  Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið
Lesa meira
 
Íþróttahöllin Kórinn í Kópavogi

Öll kvennalandsliðin æfa um helgina - 25.1.2011

Á sjöunda tug leikmanna frá félögum víðs vegar af landinu hafa verið boðaðir á landsliðsæfingar um næstu helgi í Kórnum í Kópavogi og Egilshöll í Reykjavík.  Öll þrjú kvennalandsliðin eru á æfingum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fjárhagslegur stuðningur við aðildarfélög - 25.1.2011

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 20. janúar að taka yfir ferða- og uppihaldskostnað dómara fyrir árið 2011 í öllum deildum beggja kynja og í leikjum VISA-bikarsins.  Við þetta lækkar kostnaður félaganna um 30 milljónir króna.

Lesa meira
 
Futsal - Þorsteinn Már reynir markskot

Ísland hafnaði í 2. sæti í Futsal-riðlinum - 24.1.2011

Ísland hafnaði í 2. sæti riðilsins í forkeppni EM 2012 í Futsal, sem leikinn var að Ásvöllum.  Sigur gegn Grikkjum í dag, mánudag, þýddi að íslenska liðið lauk keppni með 6 stig.  Lettar unnu sigur í riðlinum með fullt hús, en Grikkir og Armenar fengu eitt stig hvort lið.

Lesa meira
 
Hart barist í leik Armena og Letta

Lettar luku keppni með fullt hús stiga - 24.1.2011

Lettar luku keppni í riðlinum í forkeppni EM í Futsal sem fram fer að Ásvöllum með fullt hús stiga, eftir 2-1 sigur á Armenum, sem létu lettneska liðið svo sannarlega hafa fyrir sigrinum og börðust af miklum krafti allan leikinn.  Lettland leikur í undankeppninni í febrúar.

Lesa meira
 
Futsal  Ísland - Lettland

EM í Futsal - Leikið við Grikki í kvöld - 24.1.2011

Íslendingar mæta í kvöld Grikkjum í lokaleik liðsins í forkeppni EM 2012 en leikið er á Ásvöllum.  Leikurinn hefst kl. 19:00 en á undan, kl. 16:30, leika Armenar og Lettar.  Íslendingar tryggja sér annað sæti riðilsins með sigri á Grikkjum.

Lesa meira
 
Futsal - Guðmundur Steinarsson skorar úr vítaspyrnu

Lokaumferðin í forkeppni EM í Futsal í dag - 24.1.2011

Lokaumferð riðilsins í forkeppni EM í Futsal sem fram fer að Ásvöllum í Hafnarfirði verður leikin í dag.  Fyrri leikur dagsins er viðureign Letta og Armena og hefst sá leikur kl. 17:30.  Ísland mætir Grikklandi kl. 19:00 og verður sá leikur í beinni vefútsendingu á Haukar TV.

Lesa meira
 
Futsal - Magnýs Sverrir skorar beint úr aukaspyrnu

Stórsigur Íslands á Armeníu - 22.1.2011

Futsal-landslið Íslands vann í dag, laugardag, 6-1 stórsigur á Armenum í forkeppni EM, í riðli sem fram fer að Ásvöllum í Hafnarfirði.  Það var gott skipulag og öflugur sóknarleikur sem skóp þennan glæsilega sigur og tryggði Íslandi sín fyrstu stig í keppni Futsal-landsliða.

Lesa meira
 
Futsal - Úr leik Letta og Grikkja

Léttleikandi Lettar í góðri stöðu - 22.1.2011

Lettar eru í góðri stöðu í forkeppni EM í Futsal eftir sannfærandi 4-0 sigur á Grikkjum að Ásvöllum í Hafnarfirði.  Lettneska liðið er afar léttleikandi og gríðarlega samstillt, og Grikkirnir virtust engin svör eiga við krafti og dugnaði Lettanna, virkuðu hreinlega andlausir.

Lesa meira
 
Landslið Íslands í Futsal janúar 2011

EM í Futsal - Ísland mætir Armenum kl. 17:00 - 22.1.2011

Ísland leikur sinn annan leik í dag í forkeppni EM 2012 í Futsal þegar þeir taka á móti Armenum á Ásvöllum kl. 17:00. Þetta er um leið annar landsleikur Íslands í þessari íþrótt en strákarnir biðu lægri hlut gegn Lettum í gærkvöldi, 4 - 5, í bráðskemmtilegum og æsispennandi leik.

Lesa meira
 
Futsal  Ísland - Lettland

Naumt tap Futsal-landsliðsins gegn Lettum - 21.1.2011

Ísland mætti Lettlandi á Ásvöllum í Hafnarfirði í forkeppni EM 2012 í Futsal og það er ekki hægt að segja annað en að íslenska liðið hafi staðið sig með prýði, þrátt fyrir naumt 4-5 tap.  Leikurinn var hnífjafn allan tímann og hörkuspennandi, hraður og skemmtilegur og mikið um baráttu og flotta takta.

Lesa meira
 
Futsal_01-gri-arm

Forkeppni EM í Futsal byrjuð - 21.1.2011

Eins og kynnt hefur verið fer þessa dagana fram riðill í forkeppni EM í Futsal að Ásvöllum.  Fyrri leik dagsins lauk nú fyrir stundu, en þar mættust Grikkir og Armenar, og lauk hörkuspennandi leik með 2-2 jafntefli.  Seinni leikurinn er viðureign Íslands og Lettlands, í beinni á Haukar TV kl. 19:00.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ-B próf fer fram 8. febrúar næstkomandi - 21.1.2011

Þriðjudaginn 8. febrúar stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt. Prófað er úr öllu námsefni KSÍ I, II, III og IV og úr nýjustu útgáfu af knattspyrnulögunum.

Lesa meira
 
Hópurinn sem tók þátt í fyrstu landsliðsæfingunni í Futsal

Futsal - Fyrsti landsleikur Íslands í kvöld - 21.1.2011

Í kvöld, föstudaginn 21. janúar, fer fram fyrsti landsleikur Íslands í Futsal og verða Lettar mótherjarnir.  Leikurinn er liður í forkeppni EM 2012 en riðill Íslands, B riðill, fer fram á Ásvöllum.  Riðillinn hefst með leik Grikkja og Armena kl. 16:30 en kl. 19:00 mætast Íslendingar og Lettar.  Leikur íslenska liðsins verður í beinni útsendingu á vefsjónvarpi Hauka - Haukar TV.

Lesa meira
 
UEFA-futsal

Andri fyrstur til að dæma alþjóðlegan Futsalleik - 20.1.2011

Það eru ekki bara íslenskt Futsallandslið sem er að fara ótroðnar slóðir þessa dagana því íslenskir Futsaldómarar eru líka að láta að sér kveða.  Andri Vigfússon dæmdi í kvöld sinn fyrsta alþjóðlega Futsalleik þegar hann var annar dómara á leik Ísraels og Noregs í forkeppni EM.  Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2010 - Úrslitaleikur FH og KR

Unglingadómaranámskeið KSÍ og Fjölnis - 20.1.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fjölni í Dalhúsum miðvikudaginn 27. janúar.  Aðaláherslan á námskeiðinu verða knattspyrnulögin en auk þess kynningarefni, fræðsluefni, skýringar og skýringarmyndir.  Námskeiðinu lýkur með skriflegu prófi viku síðar.   Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið KSÍ verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 27. janúar - 19.1.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Val í höfuðstöðvum KSÍ, fimmtudaginn 
27. janúar.  Námskeiðið hefst kl. 19:00 og stendur í 2,5 klukkustund.  Aðaláherslan á námskeiðinu verða knattspyrnulögin ásamt ýmsu kynningarefni, fræðsluefni, skýringum og skýringarmyndum. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Gögn frá þremur félögum komin með pósti - 19.1.2011

Leyfisgögn frá þremur félögum í 1. deild bárust KSÍ með póstinum á þriðjudag.  Póststimpillinn á öllum sendingunum sýndi að sendingardagur var 17. janúar, og því teljast þessi félög hafa skilað innan tímamarka.  Félögin þrjú eru BÍ/Bolungarvík, ÍA og Víkingur Ólafsvík.

Lesa meira
 
Fram - Valur í VISA-bikarnum 2010 (Sportmyndir)

Þátttökutilkynningar í knattspyrnumót 2011 – Síðasti skiladagur í dag - 19.1.2011

Í dag, 19. janúar, er síðasti dagur til þess að skila inn þátttökutilkynningum í knattspyrnumót 2011.  Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað fyrir 20. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Tyrkjum á Víkingsvelli

U16 og U17 karla - Æfingar fara fram um helgina - 18.1.2011

Um komandi helgi fara fram æfingar hjá U16 og U17 karla og verða æfingarnar í Egilshöllinni og Kórnum.  Landsliðsþjálfararnir Freyr Sverrisson og Gunnar Guðmundsson hafa valið hópa fyrir þessar æfingar en tveir hópar eru valdir fyrir æfingarnar hjá U17 karla.

Lesa meira
 
futsal-blmfundur-18jan2011-005

EM í Futsal - Hópurinn sem tekur þátt á EM - 18.1.2011

WIllum Þór Þórsson, landsliðsþjálfari í Futsal, tilkynnti í dag hópinn sem tekur þátt í forkeppni EM dagana 21. - 24. janúar.  Keppnin verður haldin á Ásvöllum en þetta er í fyrsta skipti sem Ísland sendir landslið til þátttöku í þessari íþrótt.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Sex 1. deildarfélög hafa skilað í dag - 17.1.2011

Sex félög í 1. deild hafa í dag, mánudag, skilað leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum, vegna umsóknar um þátttökuleyfi keppnistímabilið 2011.  Þrjú félög til viðbótar hafa sett gögn sín í póst og ef póststimpillinn sýnir 17. janúar teljast þau félög hafa skilað innan tímamarka.

Lesa meira
 
Rúnar Arnarson

Þeir flinku spila Futsal - 17.1.2011

Íslenskt landslið tekur nú í fyrsta sinn þátt í forkeppni stórmóts í Futsal, þegar karlalandsliðið í Futsal mætir þremur þjóðum í EM-riðli sem leikinn verður að Ásvöllum dagana 21. – 24. janúar.  Leikirnir í Futsal eru hraðir og skemmtilegir, nóg af færum og glæsilegum tilþrifum.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Öll Pepsi-deildarfélögin hafa skilað - 17.1.2011

Öll félög í Pepsi-deild karla hafa nú skilað inn fylgigögnum með umsókn um þátttökuleyfi í deildinni 2011.  Stjarnan og Víkingur R. skiluðu gögnum sínum í dag, mánudag, og gögn Þórs bárust með pósti, en þau voru stimpluð á póstinum 13. janúar og telst það því skiladagur gagnanna.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Fram, ÍBV, ÍR og Selfoss skiluðu leyfisgögnum - 14.1.2011

Selfyssingar, Eyjamenn og ÍR-ingar hafa skilað leyfisgögnum sínum, vegna umsóknar um þátttökuleyfi keppnistímabilið 2011.  Þar með hafa þrjú 1. deildarfélög skilað og átta Pepsi-deildarfélög.  Lokaskiladagur er mánudagurinn 17. janúar.

Lesa meira
 
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir á fleygiferð

Opin mót 2011 - 14.1.2011

Félögum sem halda opin mót 2011 er boðið að senda upplýsingar um viðkomandi mót til KSÍ líkt og áður. Upplýsingarnar verður að finna í lista undir "Opin mót" í valmyndinni hér vinstra megin á síðunni.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla – Vináttulandsleikur gegn Úkraínu 24. mars - 13.1.2011

Knattspyrnusambönd Íslands og Úkraínu hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna, skipuð leikmönnum 21 árs og yngri, leiki vináttulandsleik 24. mars næstkomandi.  Leikurinn mun fara fram í Kænugarði en leikurinn er liður í undirbúningi liðanna fyrir úrslitakeppni EM sem fer fram í Danmörku 11. – 25. júní.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmótið 2011 hefst í kvöld - 13.1.2011

Reykjavíkurmót KRR 2011 hefur göngu sína í kvöld en þá hefst keppni í A riðli karla.  Víkingur og Fjölnir mætast kl. 19:10 og á eftir þeim leik, eða kl. 21:00, leika Fylkir og ÍR.  Ásamt þessum félögum er KR einnig í A riðli. Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Landslið Íslands í Futsal -Æfingar um helgina - 13.1.2011

Willum Þór Þórsson, landsliðsþjálfari í Futsal, hefur valið hóp til æfinga nú um helgina en æft verður á Ásvöllum.  Alls eru 21 leikmaður í þessum hóp en þetta er liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM sem fer fram á Ásvöllum 21. - 24. janúar.

Lesa meira
 
Lúðvík Georgsson

Graspistill frá Afríku - 12.1.2011

Undirritaður sat um daginn á hótelherbergi, þúsundir kílómetra frá okkar ástsæla Fróni, vegna vinnu fyrir Jarðhitaskólann, þegar hann rak augun í frétt á vefnum um nýjan pistil á vefsíðu KSÍ, og fletti spenntur upp á honum. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland í 113. sæti á styrkleikalista karla - 12.1.2011

Íslenska karlalandsliðið fellur niður um eitt sæti á styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun.  Íslands er í 113. sæti ásamt Wales en Spánverjar eru sem fyrr í toppsæti listans.  Litlar breytingar eru á efstu sætum listans.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Kosningar í stjórn á 65. ársþingi KSÍ - 12.1.2011

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing, 29. janúar nk. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.

Lesa meira
 
Leyfiskerfi - Fundur með endurskoðendum í janúar 2011

Vel sóttur fundur um fjárhagskafla leyfisreglugerðar - 12.1.2011

Á þriðjudag var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ sérstakur fundur um fjárhagskafla leyfisreglugerðar KSÍ.  Fundurinn var vel sóttur og endurskoðendur 16 af þeim félögum sem undirgangast leyfiskerfið mættu á fundinn, auk annarra fulltrúa félaganna. 

Lesa meira
 
Merki WADA

Breytingar á bannlista WADA 2011 - 11.1.2011

Breytingar hafa verið gerðar á bannlista WADA (Alþjóðalyfjaeftirlitsins) og má sjá hér á heimasíðunni hverjar þær eru helstar fyrir árið 2011.  KSÍ hvetur aðildarfélög sín til að halda vöku sinni í lyfjaeftirlitsmálum og minnir á að það er á ábyrgð aðildarfélaga KSÍ að kynna þessi mál fyrir leikmönnum sínum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skilafrestur leyfisgagna er til mánudagsins 17. janúar - 11.1.2011

Skilafrestur leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra, er til mánudagsins 17. janúar og var fresturinn framlengdur um tvo daga þar sem eiginlegur skiladagur samkvæmt leyfisferlinu kemur upp á laugardegi.  Nú þegar hafa 8 félög skilað leyfisgögnum.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2011 - 11.1.2011

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2011.  Verulegar breytingar hafa verið gerðar frá áður útgefnum drögum.  Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til að forðast misskilning. 

Lesa meira
 
Breiðablik

Unglingadómaranámskeið hjá Breiðablik í Smáranum - 11.1.2011

Unglingadómaranámskeið verður haldið  þriðjudaginn  18 janúar  kl.  19:0 í  Smáranum Kópavogi .  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnlandi á Norðurlandamóti U17 kvenna sem leikið er í Danmörku.

U17 og U19 kvenna - Æfingar fara fram um helgina - 11.1.2011

Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið hópa fyrir æfingar um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöllinni en hóparnir mætast í æfingaleik á sunnudaginn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tilnefningar óskast vegna jafnréttisviðurkenningar KSÍ - 10.1.2011

Framkvæmdanefnd um jafnréttisáætlun óskar eftir tilnefningum fyrir jafnréttisviðurkenningu KSÍ árið 2010.   Ítrekað er að þessi verðlaun tengjast ekki eingöngu jafnrétti kynjanna heldur jafnrétti í víðasta skilningi.  Tilnefningar skulu berast í tölvupósti fyrir 1. febrúar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

65. ársþing KSÍ - Þingið fer fram á Hilton Reykjavík Nordica - 10.1.2011

65. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica laugardaginn 12. febrúar 2011. Sambandsaðilar eru beðnir um að athuga að breyting hefur orðið á staðsetningu þingsins.  Tillögur og málefni skulu berast minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 12. janúar.

Lesa meira
 
2011-verdlaunaafhending-kvenna-Futsal

Þróttur Íslandsmeistari kvenna í Futsal - 10.1.2011

Um helgina lauk keppni í meistaraflokki kvenna á Íslandsmótinu í Futsal en leikið var á Álftanesi.  Var þar um hörkukeppni að ræða og fór svo að lokum að þrjú félög voru jöfn að stigum.  Það voru hinsvegar stúlkurnar í Þrótti Reykjavík sem að hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum á markatölu.

Lesa meira
 
Hópurinn sem tók þátt í fyrstu landsliðsæfingunni í Futsal

Futsal landsliðið - Bláir unnu Hvíta í hörkuleik - 10.1.2011

Á laugardaginn fór fram æfingaleikur hjá Futsallandsliði Íslands og var leikið á Ásvöllum.  Landsliðshópnum var skipt upp í tvö lið sem öttu kappi og úr varð hörkuleikur.  Fór svo að "Bláir" höfðu betur, skoruðu sjö mörk gegn sex "Hvítra".

Lesa meira
 
Hópurinn sem tók þátt í fyrstu landsliðsæfingunni í Futsal

Æfingaleikur hjá landsliði Íslands í Futsal - 7.1.2011

Íslenska landsliðið í Futsal undirbýr sig nú af kappi fyrir undankeppni EM sem fram fer hér á landi dagana 21. - 24. janúar.  Á morgun, laugardaginn 8. janúar, fer fram æfingaleikur hjá liðinu þar sem hópnum er skipt upp í tvö lið sem mætast á Ásvöllum kl. 17:15.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Þjálfaraferð til Englands 10. - 13. febrúar - 7.1.2011

KÞÍ hefur tekist að fá nokkur sæti í þjálfaraferð norska þjálfarafélagsins þar sem heimsótt verða ensku úrvalsdeildarliðin Liverpool og Everton.  Farið verður helgina 10. - 13. febrúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skiladögum í leyfisferlinu ýtt aftar - 7.1.2011

Skiladögum leyfisgagna fyrir keppnistímabilið 2011 hefur verið ýtt eilítið aftar, þar sem þeir lenda báðir á helgi.  Eflaust kemur þetta einhverjum leyfisumsækjendum vel, sem fá þarna smá aukafrest til að ganga frá viðeigandi gögnum áður en þeim er skilað til leyfisstjórnar.

Lesa meira
 
KA

KA-menn skila leyfisgögnum - 7.1.2011

KA-menn hafa nú skilað fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í 1. deild karla 2011, öðrum en fjárhagslegum.  KA er það með fyrsta 1.deildarfélagið til að skila gögnum, en sjö félög í Pepsi-deild hafa skilað.

Lesa meira
 
Grindavík

Unglingadómaranámskeið í Grindavík fimmtudaginn 13. janúar kl. 17:30 - 6.1.2011

Unglingadómaranámskeið verður haldið  fimmtudaginn  13  janúar  kl.  17:0 í  Gula húsinu við fótboltavöllinn í Grindavík .  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

 

Lesa meira
 
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir á fleygiferð

Umsóknir í ferðasjóð íþróttafélaga - Umsóknarfrestur til 10. janúar - 6.1.2011

Aðildarfélög KSÍ eru minnt á að frestur til að sækja um í ferðasjóð íþróttafélaga vegna keppnisferða sem farnar voru á árinu 2010 rennur út  10. janúar nk.  Ekki verður tekið við umsóknum eftir þann dag.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Þýskalands - Gylfi Sigurðsson með knöttinn

Gylfi annar í kjöri á íþróttamanni ársins 2010 - 6.1.2011

Í gær var lýst yfir kjóri á Íþróttamanni ársins fyrir árið 2010 en nafnbótina hlaut handknattleiksmaðurinn Alexander Peterson.  Annar varð Gylfi Þór Sigurðsson en litlaði munaði á tveimur efstu mönnum.  Knattspyrnukonan Hólmfríður Magnúsdóttir var einnig á meðal þeirra 10 efstu sem sérstaklega voru heiðraðir í gær en hún varð í níunda sæti.

Lesa meira
 
U17 kvenna á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 kvenna - Æfing á Akureyri 12. janúar - 5.1.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 18 leikmenn á úrtaksæfingu sem fer fram miðvikudaginn 12. janúar næstkomandi.  Leikmennirnir koma frá 6 félögum af Norðurlandi en æfingin verður í Boganum á Akureyri.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 gegn Armeníu í undakeppni EM

U17 og U19 karla - Fyrstu æfingar á nýju ári framundan - 4.1.2011

Fyrstu landsliðsæfingar hjá U17 og U19 karla eru framundan og hafa þjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, valið leikmenn fyrir þessar æfingar.  Tveir hópar eru í gangi hjá U17 karla.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöllinni.

Lesa meira
 
John Peacock, fyrrum yfirmaður knattspyrnuakademíu Derby County, mun kenna á KSÍ VI í Lilleshall

KSÍ VI þjálfaranámskeið - Drög að dagskrá - 3.1.2011

Lokadagskrá þjálfaranámskeiðsins KSÍ VI er tilbúin og má sjá hér að neðan ásamt lista yfir þátttakendur.  Óhætt er að segja að námskeiðið mjög metnaðarfullt með mörgum frábærum innlendum og erlendum fyrirlesurum.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn 2011 - Athugasemdafrestur rennur út í dag - 3.1.2011

Í dag, mánudaginn 3. janúar, rennur út frestur til að skila athugasemdum vegna niðurröðunar í Lengjubikarnum 2011.  Leikið er í þremur deildum, A, B og C bæði hjá konum og körlum.  Félög eru beðin um að fara yfir niðurröðun sína og skila inn athugasemdum, ef einhverjar eru.

Lesa meira
 
Breiðablik

Leyfisgögn Breiðabliks komu milli jóla og nýárs - 3.1.2011

Breiðablik skilaði fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla 2011 milli þann 30. desember.  Um er að ræða gögn sem snúa að öllum öðrum þáttum en fjárhagslegum.  Þar með hafa 7 félög í Pepsi-deild skilað leyfisgögnum.. Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Futsal - Fyrsta landsliðsæfing á nýju ári - 1.1.2011

Fyrsta landsliðsæfing nýs árs fer fram á Ásvöllum, sunnudaginn 2. janúar, en þá verður æfingahópur íslenska Futsallandsliðsins á ferðinni.  Willum Þór Þórsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hóp fyrir þessa æfingu.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög