Fréttir

Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár - Áramótakveðjur frá KSÍ - 31.12.2011

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum sínar bestu áramótakveðjur, óskar landsmönnum gleðilegs nýs knattspyrnuárs og þakkar fyrir allt gott á liðnu ári.  Skrifstofan opnar aftur á nýju ári, mánudaginn 2. janúar.

Lesa meira
 
Lars-Lagerback

Æfingabúðir A landsliðs karla í janúar - 27.12.2011

Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, hefur boðað 28 leikmenn til æfinga 12. - 14. janúar næstkomandi og fara allar æfingarnar fram í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi. Eingöngu er um að ræða leikmenn sem leika með liðum á Íslandi og í Skandinavíu.

Lesa meira
 
KA

KA-menn búnir að skila - 23.12.2011

Leyfisgögn KA hafa nú borist leyfisstjórn og þar með hafa alls sjö félög skilað fylgigögnum með leyfisumsóknum sínum, öðrum en fjárhagslegum. Fyrstu þrjú félögin til að skila komu úr Pepsi-deildinni, en nú hafa fjögur 1. deildarlið skilað sínum gögnum.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Kvennalandsliðið í 15. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA - 23.12.2011

Íslenska kvennalandsliðið situr í 15. sæti styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun og stendur liðið í stað. Bandaríkin tróna á toppi listans og Þjóðverjar koma í humátt á eftir.

Lesa meira
 
jolakort-ksi-2011

Gleðileg jól! - Hátíðarkveðja frá KSÍ - 23.12.2011

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum óskir um gleðileg jól og farsældar á nýju ári. Vonum að allir hafi það sem allra best um hátíðirnar og njóti samveru með fjölskyldum og vinum.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Fundað með 40 leikmönnum - 21.12.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur boðað 40 leikmenn til fundar á milli jóla og nýárs. Framundan er spennandi ár hjá íslenska kvennalandsliðinu en fyrsta verkefnið er hið geysisterka Algarve mót sem hefst í lok febrúar.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið í sama sæti á nýjum styrkleikalista FIFA - 21.12.2011

Íslenska karlalandsliðið stendur í stað á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Ísland er í 104 sæti listans en sem fyrr eru Spánverjar í efsta sæti listans sem tekur litlum breytingum frá fyrri lista.
Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Nýliðarnir fyrstir að skila í 1. deild - 21.12.2011

Þrjú félög hafa skilað inn leyfisgögnum í 1. deild karla, vegna umsóknar um þátttökuleyfi í deildinni sumarið 2012. Tvö þeirra, Tindastóll og Höttur, hafa aldrei áður undirgengist leyfiskerfið. Þriðja félagið er svo Fjölnir og öll skiluðu þessi félög í síðustu viku.

Lesa meira
 
Nagai-vollurinn-i-Osaka

Vináttulandsleikur gegn Japan 24. febrúar - 20.12.2011

Knattspyrnusambönd Íslands og Japans hafa komist að samkomulagi um karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Japan, 24. febrúar næstkomandi. Leikið verður á Nagai vellinum í Osaka en á þessum velli var m.a. leikið á HM í Japan/Suður Kóreu árið 2002.  Þetta er annar vináttulandsleikurinn sem skipulagður er í febrúar, því Ísland mætir Svartfjallalandi ytra þann 29. febrúar næstkomandi

Lesa meira
 
Merki FIFA

Íslenskir FIFA dómarar 2012 - 19.12.2011

FIFA hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2012. Einn dómari og einn aðstoðardómari fara af listanum í þetta skiptið. Hinsvegar bætast á hann einn dómari og tveir aðstoðardómarar. Íslenskir FIFA dómarar fyrir árið 2012 eru eftirfarandi:
Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales á Svíþjóðarmótinu

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 14.12.2011

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og verða æfingar í Kórnum, Fífunni og Reykjaneshöllinni. Landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lengjubikarinn 2012 - Athugasemdafrestur til 28. desember - 14.12.2011

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2012 sem hafa verið birt á vef KSÍ. Riðlaskiptingu í karla- og kvennaflokki má sjá hér að neðan en félögin hafa frest til 28. desember til þess að gera athugasemdir.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

Algarve 2012 - Fyrsti leikur gegn Þýskalandi - 13.12.2011

Íslenska kvennalandsliðið tekur að venju þátt í hinu geysisterka Algarve Cup á næsta ári og hefst mótið 29. febrúar. Ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur því fyrsti leikur er gegn Þjóðverjum.

Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfara fyrir 2. flokk kvenna - 13.12.2011

Knattspyrnudeild Fylkis auglýsir eftir þjálfara fyrir 2. flokk kvenna sem yrði líka aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax eftir áramót. Áhugasamir vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið olipu@hive.isþar sem fram þarf að koma reynsla af þjálfun og menntun eða hringið í síma 894-0979 (Ólafur). Lesa meira
 
Leyfisreglugerð KSÍ - Útgáfa 2.1

Fundað með fulltrúum leyfisumsækjenda 2012 - 12.12.2011

Í síðustu viku var haldinn fundur með leyfisfulltrúum félaga sem seækja um þátttökuleyfi í efstu tveimur deildum karla sumarið 2012. Um er að ræða árlegan fund, þar sem farið er yfir ýmis mál tengd leyfiskerfinu og vinnuferli þess. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Madrid - 12.12.2011

Kristinn Jakobsson dæmir á fimmtudaginn leik Atletico Madrid frá Spáni og Rennes frá Frakklandi. Kristni til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson. Fjórði dómari verður Erlendur Eiríksson og aukaaðstoðardómarar þeir Magnús Þórisson og Þóroddur Hjaltalín.

Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Heiðar og Margrét Lára valin knattspyrnufólk ársins - 9.12.2011

Leikmannaval KSÍ hefur valið Heiðar Helguson og Margréti Láru Viðarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2011. Þetta er í áttunda skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins.

Lesa meira
 
Frá 64. ársþingi KSÍ 13. febrúar 2010

66. ársþing KSÍ - Laugardaginn 11. febrúar 2012 - 9.12.2011

66. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica, laugardaginn 11. febrúar 2012. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi efnisatriði tengd þinghaldinu:

Lesa meira
 
Allur hópurinn hjá U17 kvenna í Sviss

Úrtaksæfingar hjá U16, U17 og U19 kvenna um helgina - 6.12.2011

Um komandi helgi verða þrír úrtakshópar yngri landsliða kvenna við æfingar og fara þær fram í Kórnum og Egilshöllinni. Æfingar verða hjá U16, U17 og U19 kvenna þessa helgi og hafa þjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
100-ara-saga-seinna-bindi

Síðara bindi af 100 ára sögu Íslandsmótsins komið út - 2.12.2011

Í dag kom út síðara bindi af 100 ára sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu en það er Sigmundur Ó. Steinarsson sem sem er höfundur þessa verks. Fyrra bindið kom út í apríl á þessu ári og vakti mikla athygli. Það voru þeir Gunnar Guðmannsson og Sigursteinn Gíslason sem fengu afhent fyrstu eintökin en þeir hafa orðið 9 sinnum Íslandsmeistarar karla, oftast núlifandi Íslendinga.

Lesa meira
 
Frá útskrift KSÍ A þjálfara 4. júní 2011

Góð staða á menntun þjálfara - 2.12.2011

Staðan á menntun þjálfara í Pepsi-deildum karla og kvenna hefur líklega aldrei verið betri.  Í dag uppfylla 20 þjálfari af 22 þá kröfu sem Knattspyrnusamband Íslands gerir um menntun þjálfara í viðkomandi deildum. En krafa KSÍ er sú að þjálfarar í Pepsi-deildum karla og kvenna skulu hafa UEFA Pro þjálfaragráðu eða KSÍ A þjálfaragráðu.

Lesa meira
 
12_ISLAND

Íslensk knattspyrna 2011 komin út - 1.12.2011

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2011 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 31. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út.  Bókin er stærri en nokkru sinni fyrr, 256 blaðsíður og þar af 112 síður í lit, Lesa meira
 
Valur

Valur óskar eftir þjálfara fyrir 7. flokk karla - 1.12.2011

Knattspyrnufélagið Valur óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir 7. flokk karla starfsárið 2011-2012.  Óskað er eftir áhugasömum þjálfara með góða menntun og reynslu.

Lesa meira
 
KÞÍ

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands 1. desember - 30.11.2011

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 1. desember n.k. klukkan 20:00.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 29.11.2011

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og verða æfingarnar í Kórnum og Egilshöllinni.  Þjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar en tveir hópar verða á ferðinni hjá U17.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM október 2011

Milliriðill U17 karla leikinn í Skotlandi - 29.11.2011

Í dag var dregið í milliriðla í EM 2012 hjá U17 karla en Íslendingar voru þar í pottinum eftir að hafa haft sigur í sínum riðli í forkeppninni.  Ísland dróst í riðil með Danmörku, Skotlandi og Litháen og verður leikið í Skotlandi dagana 24. - 29. mars.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í forkeppni EM hjá U17 og U19 karla - 29.11.2011

Í dag var dregið í forkeppni EM 2012/2013 hjá U17 og U19 karla.  Hjá U17 er Ísland í riðli með Portúgal, Noregi og Möltu og fer riðillinn fram á Möltu. Leikið verður í Króatíu hjá U19 og er Ísland þar í riðli með heimamönnum, Georgíu og Aserbaídsjan.

Lesa meira
 
Valur

Valsmenn hafa skilað gögnum með leyfisumsókn - 28.11.2011

Valsmenn hafa nú skilað fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla 2011 og hafa þar með þrjú Pepsi-deildarfélög skilað gögnum. Ekkert 1. deildarfélag hefur enn skilað, en lokaskiladagur er ekki fyrr en 15. janúar, þannig að enn er nægur tími til stefnu.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fjölmiðlar á fræðslufundi - 28.11.2011

Í síðustu viku bauð KSÍ fulltrúum fjölmiðla til fræðslufundar um aga- og úrskurðarmál annars vegar og hins vegar um dómaramál.  Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Bæði viðfangsefnin eru þess eðlis að reglulega er fjallað um málefni þeim tengd í fjölmiðlum.

Lesa meira
 
A landslið karla

A karla - Vináttulandsleikur gegn Svartfellingum 29. febrúar - 28.11.2011

Knattspyrnusambönd Íslands og Svartfjallalands hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik miðvikudaginn 29. febrúar 2012.  Leikið verður í Podgorica í Svartfjallalandi.  Þetta er í fyrsta sinn sem þessar þjóðir mætast á knattspyrnuvellinum.

Lesa meira
 
Merki Hauka

Unglingadómaranámskeið á Ásvöllum þriðjudaginn 29. nóvember - 25.11.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Hauka að Ásvöllum þriðjudaginn 29. nóvember og hefst kl. 19:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.  Námskeiðið er ókeypis.  Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofa KSÍ lokuð föstudaginn 25. nóvember - 24.11.2011

Skrifstofa KSÍ verður lokuð föstudaginn 25. nóvember vegna uppfærslu á tölvukerfi KSÍ.  Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 28. nóvember kl. 08:00.  Hægt er að finna farsímanúmer starfsmanna hér á síðunni ef mál þarfnast tafarlausrar úrlausnar. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Keppnisleyfi, vallarleyfi og þátttökuleyfi - 24.11.2011

Skrifstofu KSÍ berast reglulega spurningar um hin ýmsu leyfi sem gefin eru út.  Leyfin eru sem sagt þrenns konar:  Keppnisleyfi, vallarleyfi og þátttökuleyfi.  Og um hvað snúast þessi leyfi þá, er þetta allt um sama hlutinn, er þetta allt í leyfiskerfinu?

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik auglýsir eftir þjálfurum í 5. flokk kvenna og 7. flokk karla - 24.11.2011

Knattspyrnudeild Breiðablik er fjölmennasta knattspyrnudeild landsins með yfir 1300 iðkendur. Deildin leggur mikla áherslu á að ráða til sína hæfa og metnaðarfulla þjálfara sem eru tilbúnir að starfa eftir stefnu félagsins og við topp aðstæður.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland upp um fjögur sæti - 23.11.2011

Á nýjum styrkleikalista, sem birtur var í morgun, er íslenska karlalandsliðið í 104. sæti listans og fer upp um fjögur sæti frá síðasta lista.  Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans en á eftir koma Hollendingar og Þjóðverjar og er lítill munur á milli þeirra.

Lesa meira
 
Lars-Lagerback

Lars Lagerbäck sáttur við niðurröðunina - 22.11.2011

Þjóðirnar sem leika saman í E-riðli undankeppni HM 2014, riðlinum sem Ísland leikur í, funduðu í dag um niðurröðun leikja í riðlinum.  Fulltrúar þjóðanna komust ekki að niðurstöðu um röð leikjanna og því var dregið í töfluröð eins og venjan er þegar svo gerist.  Þjálfari Íslands er sáttur við niðurstöðuna og er afar spenntur fyrir verkefninu.

Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

A karla - Norðmenn fyrsti andstæðingurinn í undankeppni HM - 22.11.2011

Í dag voru ákveðnir leikdagar í riðli Íslands í undankeppni HM 2014.  Ísland leikur í E riðli ásamt Noregi, Slóveníu, Sviss, Albaníu og Kýpur.  Fyrsti leikur Íslands í keppninni verður á Laugardalsvelli 7. september en þá koma Norðmenn í heimsókn.

Lesa meira
 
Hópur U17 kvenna í úrslitakeppni EM í Sviss

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar um helgina - 22.11.2011

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og verða þær í Kórnum og Egilshöllinni.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 karla - Úrtaksæfingar í Boganum framundan - 22.11.2011

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar í Boganum á Akureyri fyrir U16 karla.  Freyr Sverrisson, þjálfari U16 karla, hefur valið leikmenn fyrir þessar æfingar en leikmennirnir koma úr félagsliðum af Norðurlandi.

Lesa meira
 
Grindavík

Grindvíkingar búnir að skila leyfisgögnum - 21.11.2011

Grindavíkingar skiluðu til leyfisstjórnar á laugardag leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum.  Þar með hafa suðurnesjaliðin tvö í Pepsi-deildinni skilað, fyrst allra liða í ár, en Keflvíkingar skiluðu 15. nóvember.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2010 - Úrslitaleikur FH og KR

Uppfærðir afreksstuðlar leikmanna - 21.11.2011

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga hefur skrifstofa KSÍ gefið út afreksstuðla leikmanna og hafa þeir verið uppfærðir á vef KSÍ.  Hægt er að áfrýja flokkun leikmanns til samninga- og félagaskiptanefndar.

Lesa meira
 
formannafundur-2011-ponta

Fundað með forsvarsmönnum aðildarfélaga KSÍ - 19.11.2011

Árlegur haustfundur með formönnum og framkvæmdastjórum aðildarfélaga KSÍ fór fram í höfuðstöðvum sambandsins í dag.  Farið var yfir ýmis mál á fundinum, þ.á.m. keppnistímabilið sem leið, næsta keppnistímabil, leikdaga, fjármál aðildarfélaga og fleira. 

Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfara - 17.11.2011

Knattspyrnudeild Fylkis auglýsir eftir aðstoðarþjálfara í 2. flokk karla sem getur hafið störf strax.  Áhugasamir vinsamlegast sendið tölvupóst á íþróttafulltrúa félagsins á netfangið hordur@fylkir.com þar sem fram þarf að koma reynsla af þjálfun og menntun eða hringið í síma 571-5604.   Nánari upplýsingar veitir íþróttafulltrúi.

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

KSÍ II þjálfaranámskeið á Akureyri - 16.11.2011

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 2. stigs þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 25.-27. nóvember 2011.  Bókleg kennsla fer fram í Hamri, félagsheimili Þórs, og verkleg kennsla í Boganum.  Þátttökugjald er kr. 15.000.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM október 2011

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 15.11.2011

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og verða tveir hópar í gangi hjá U17.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöllinni og hafa þjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Þjálfarar að störfum

KSÍ III þjálfaranámskeið 25. - 27. nóvember - 15.11.2011

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 3. stigs þjálfaranámskeið helgina 25.-27. nóvember. Námskeiðið er opið öllum sem lokið hafa við fyrstu tvö stigin, þ.e. KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið.

Lesa meira
 
IMG_4771

Þjálfaraskóli KSÍ á fullt skrið - 15.11.2011

Þjálfaraskóli KSÍ er kominn á fullt skrið en í síðustu viku kláruðu fyrstu þjálfararnir skólann. Það voru markahrókarnir Garðar Gunnlaugsson og Garðar Jóhannsson sem fengu heimsóknir og leiðsagnir frá leiðbeinendum á vegum Knattspyrnusambands Íslands. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir leik Danmerkur og Finnlands í kvöld - 15.11.2011

Kristinn Jakobsson mun í kvöld, þriðjudaginn 15. nóvember, dæma vináttulandsleik Dana og Finna en leikið verður í Esbjerg.  Kristni til halds og traust í leiknum verða aðstoðardómararnir, Sigurður Óli Þorleifsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson. Lesa meira
 
Keflavík

Keflvíkingar fyrstir til að skila leyfisgögnum fyrir 2012 - 15.11.2011

Eins og kynnt var í frétt hér á síðunni í fyrri frétt hófst leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2012 einmitt í dag, 15. nóvember.  Keflvíkingar biðu ekki boðanna og skiluðu sínum leyfisgögnum, öðrum en fjárhagslegum, og eru þar með fyrstir til að skila í leyfisferlinu í ár.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Kasakstan í undankeppni EM. Leikið á Selfossi

Dregið í milliriðla hjá U17 og U19 kvenna - 15.11.2011

Í dag var dregið í milliriðla EM hjá U17 og U19 kvenna en Ísland var í pottinum hjá báðum aldursflokkum.  Hjá U19 er Ísland í riðli með Frakklandi, Rúmeníu og Hollandi. Hjá U17 er Ísland í riðli með Sviss, Englandi og Belgíu.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leyfisferlið fyrir 2012 hafið - 15.11.2011

Samkvæmt leyfisreglugerð KSÍ hafa þeim félögum sem hyggjast sækja um þátttökuleyfi í Pepsi-deild og 1. deild karla 2012 verið nauðsynlegar upplýsingar, áður en vinna við leyfisumsókn hefst.  Leyfisferlið telst því formlega hafið!

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki í undankeppni EM, október 2011

Dregið í undankeppni hjá U17 og U19 kvenna fyrir 2012/2013 - 15.11.2011

Í dag var dregið í undankeppni hjá U17 kvenna en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.   Íslenska U17 liðið er í riðli með Tékklandi, Eistlandi og Slóveníu. Stelpurnar í U19 eru í riðli með Danmörku, Moldavíu og Slóvakíu.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í milliriðla hjá U17 og U19 kvenna - 14.11.2011

Dregið verður í milliriðla hjá U17 og U19 kvenna í höfuðstöðvum UEFA, þriðjudaginn 15. nóvember.  Ísland er í pottinum hjá báðum aldursflokkum en milliriðlarnir verða leiknir í apríl á næsta ári.  Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu af drættinum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
HK

HK auglýsir eftir þjálfara fyrir 8. flokk - 11.11.2011

Knattspyrnudeild HK óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir 8. flokk starfsárið 2011-2012.  Óskað er eftir þjálfara með góða menntun og reynslu.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Fimm marka tap gegn Englendingum - 10.11.2011

U21 landslið karla tapaði með fimm marka mun fyrir jafnöldrum sínum frá Englandi, en leikið var á Weston Homes vellinum í Colchester í kvöld.  Sigurinn var fyllilega verðskuldaður, en heldur stór, enda komu 3 síðustu mörk heimamanna á síðustu 5 mínútum leiksins.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Leikið við Englendinga í kvöld - 10.11.2011

Strákarnir í U21 eru nú í Colchester í Englandi en liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM í kvöld, fimmtudaginn 10. nóvember, kl. 19:30.  Leikið verður á  Weston Homes Community vellinum og er uppselt á leikinn en völlurinn tekur 10.000 manns.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Deildarbikarkeppni KSÍ 2012 - 9.11.2011

Meðfylgjandi er þátttökutilkynning fyrir Deildarbikarkeppni KSÍ í knattspyrnu.  Tilkynna ber þátttöku í síðasta lagi sunnudaginn 20. nóvember.  Leikið verður með sama fyrirkomulagi og 2011.  A-deild karla hefst um miðjan febrúar en keppni í öðrum deildum í byrjun mars.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 karla - Leikið við Englendinga á morgun - 9.11.2011

Strákarnir í U21 eru nú í Colchester í Englandi en liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM á morgun, fimmtudaginn 10. nóvember.  Leikið verður á  Weston Homes Community vellinum og er uppselt á leikinn en völlurinn tekur 10.000 manns.

Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

KSÍ II þjálfaranámskeið á Reyðarfirði - 9.11.2011

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ II þjálfaranámskeið á Reyðarfirði helgina 18.-20. nóvember.  Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig tímanlega.   Námskeiðsgjald er kr. 15.000.

Lesa meira
 
Allur hópurinn hjá U17 kvenna í Sviss

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 8.11.2011

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og verða æfingarnar í Kórnum og Egilshöllinni.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar og má sjá hópana hér að neðan.

Lesa meira
 
John Peacock, fyrrum yfirmaður knattspyrnuakademíu Derby County, mun kenna á KSÍ VI í Lilleshall

Vel heppnað endurmenntunarnámskeið - 7.11.2011

Um síðastliðna helgi stóð KSÍ fyrir endurmenntunarnámskeiði fyrir þjálfara sem hafa svokallaða UEFA A þjálfaragráðu.  Hingað til lands komu þeir Dick Bate og John Peacock en báðir starfa þeir hjá enska knattspyrnusambandinu. Lesa meira
 
isi_merki

8. nóvember - Opinber baráttudagur gegn einelti - 7.11.2011

Þann 8. nóvember næstkomandi verður opinber baráttudagur gegn einelti.  Þrjú ráðuneyti ásamt mörgum félagasamtökum koma að deginum.  Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands er eitt af þeim og í tilefni dagsins er boðið til fræðsluerindis. Fundarstaður er á 3. hæð í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í fundarsal E.

Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir í Makedóníu - 7.11.2011

Þóroddur Hjaltalín mun dæma leik Makedóníu og Færeyja í undankeppni EM U21 karla en leikið verður föstudaginn 11. nóvember í Skopje.  Með Þóroddi verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Áskell Þór Gíslason og fjórði dómari verður Gunnar Jarl Jónsson.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Formanna- og framkvæmdastjórafundur 19. nóvember - Dagskrá - 4.11.2011

KSÍ boðar til fundar formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga laugardaginn 19. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli kl. 12:00 - 14.30.  Kl. 14.00 verður dregið í töfluröð í Pepsi-deild, 1. og 2. deild karla og Pepsi-deild kvenna á sama stað.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Hópurinn valinn fyrir leikinn gegn Englandi - 4.11.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn er mætir Englandi í undankeppni EM næstkomandi fimmtudag.  Leikið verður í Colchester og hefur Eyjólfur valið 19 leikmenn í hópinn og þar af eru fjórir leikmenn sem hafa ekki leikið með U21 liðinu áður.

Lesa meira
 
Leyfisreglugerð KSÍ - Útgáfa 2.1

Ný leyfisreglugerð samþykkt - 2.11.2011

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 27. október síðastliðinn nýja reglugerð fyrir leyfiskerfi KSÍ og tekur hún gildi frá og með leyfisferlinu sem hefst formlega þann 15. nóvember næstkomandi, þ.e. í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2012.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur þrjú KSÍ III þjálfaranámskeið í nóvember - 2.11.2011

Knattspyrnusamband Íslands stefnir á að halda þrjú 3. stigs þjálfaranámskeið í nóvember, tvö helgina 18 .- 20. nóvember og eitt helgina 25. - 27. nóvember.  Annað námskeiðið helgina 18. - 20. nóvember er eingöngu opið konum sem lokið hafa við fyrstu tvö stigin, þ.e. KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið.
Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Úrtaksæfingar hjá strákunum um helgina - 1.11.2011

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í knattspyrnuhúsinu í Kórnum og hefur Kristinn valið 21 leikmann á þessar æfingar.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM október 2011

U17 karla - 62 leikmenn boðaðir á æfingar um helgina - 1.11.2011

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 62 leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og í Egilshöllinni og eru valdir tveir hópar, leikmenn fæddir 1995 annars vegar og 1996 hinsvegar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á reglugerðum KSÍ - Samþykktar af stjórn KSÍ 27. október - 31.10.2011

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 27. október sl. breytingar á reglugerðum KSÍ.  Samþykkt var ný leyfisreglugerð KSÍ sem tekur þegar gildi og gildir því fyrir næsta ferli leyfiskerfis.  Í samræmi við nýja leyfisreglugerð voru gerðar breytingar á reglugerðum um knattspyrnumót og aga- og úrskurðarmál.  Þá voru einnig samþykktar breytingar á reglugerð um knattspyrnudómara og eftirlitsmenn.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ I þjálfaranámskeið á Akureyri 11. - 13. nóvember - 31.10.2011

Helgina 11. - 13. nóvember er fyrirhugað að halda KSÍ I þjálfaranámskeið á Akureyri.  Unnið er að dagskrá námskeiðsins og verður hún auglýst um leið og kostur gefst.
Lesa meira
 
bolti_i_marki

Verkefnið "Fótbolti fyrir alla" aftur af stað - 31.10.2011

Verkefnið "Fótbolti fyrir alla" fer aftur stað sunnudaginn 13. nóvember.  Æfingar hefjast klukkan 11:30 og verða í stóra salnum í Ásgarði í Garðabæ.  Æfingarnar eru ætlaðar öllum börnum sem geta ekki nýtt sér hefðbundið barna- og unglingastarf vegna fötlunar eða þroskafrávika og er markmiðið að allir njóti boltans með sínu lagi.

Lesa meira
 
John Peacock, fyrrum yfirmaður knattspyrnuakademíu Derby County, mun kenna á KSÍ VI í Lilleshall

Þjálfun eftir leikstöðum - Dick Bate og John Peacock - 31.10.2011

Helgina 4.-6. nóvember heldur KSÍ endurmenntunarnámskeið fyrir KSÍ A/UEFA A gráðu þjálfa. Námskeiðið ber yfirskriftina "Þjálfun eftir leikstöðum" og er kennsla alfarið í höndum þeirra Dick Bate og John Peacock. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Rúmeníu - 31.10.2011

Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni næstkomandi fimmtudag, 3. nóvember, þegar hann dæmir leik Vaslui frá Rúmeníu og Sporting frá Portúgal.  Leikurinn er í D riðli Evrópudeildar UEFA og fer fram í Rúmeníu.  Þá eru þeir Þorvaldur Árnason og Birkir Sigurðarson að störfum í Lúxemborg þessa dagana

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Írunn og Lára í liði mótsins - 28.10.2011

Þær Írunn Þorbjörg Aradóttir og Lára Kristín Pedersen voru valdar í lið mótsins eftir úrslitakeppni EM U17 kvenna en úrslitakeppnin fór fram í Sviss í sumar.  Það er tækninefnd UEFA sem sér um að velja lið mótsins og birtir niðurstöðurnar í skýrslu sem kom út á dögunum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

Sannfærandi sigur í Belfast - 26.10.2011

Kvennalandsliðið lék sinn síðasta leik á árinu þegar liðið mætti Norður Írum í kvöld.  Leikið var í Belfast og var leikurinn í undankeppni EM.  Lokatölur urðu  0 -2 eftir að Íslendingar höfðu skorað bæði mörkin í fyrri hálfleiknum.

Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Framlög frá UEFA og KSÍ til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga KSÍ 2011 - 26.10.2011

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA 2010/2011 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.  Stjórn KSÍ hefur samþykkt að leggja til um 45 milljónir króna til viðbótar sem skiptist á milli aðildarfélaga í öðrum deildum og utan deilda

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna um helgina - 26.10.2011

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og fara þær fram í Kórnum og í Egilshöll.  Þjálfararnir Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson hafa valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Jafntefli gegn Noregi og liðið ekki áfram - 26.10.2011

Strákarnir í U19 gerðu jafntefli í dag í lokaleik sínum í undankeppni EM en leikið var á Kýpur.  Lokatölur urðu 2 - 2 eftir að staðan hafði verið 1 - 1 í leikhléi.  Sigur hefði nægt liðinu til þess að tryggja sér sæti í milliriðlum en liðið hlaut tvo stig í leikjunum þremur.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið við Noreg í dag - 26.10.2011

Strákarnir í U19 leika í dag síðasta leik sinn í undankeppni EM en riðill Íslands er leikinn á Kýpur. Ísland mætir Noregi í dag og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma. Ísland verður að vinna þennan leik til þess að eiga möguleika á sæti í milliriðlum en önnur úrslit þýða að Ísland situr eftir.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Norður Írum - 25.10.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Norður Írum á morgun, miðvikudag, í undankeppni EM.  Leikið verður á Oval vellinum í Belfast og hefst leikurinn kl. 18:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Guðrún Fema Ólafsdóttir

Guðrún Fema dæmir í Noregi - 24.10.2011

Guðrún Fema Ólafsdóttir verður með flautuna á morgun, þriðjudaginn 25. október, þegar hún dæmir leik Noregs og Svíþjóðar en þarna leika U23 kvennalið þjóðanna.  Þá munu þeir Þorvaldur Árnason og Birkir Sigurðarson vera að störfum í Lúxemborg en þar verður leikinn riðill í undankeppni EM U17 karla.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

Jafntefli við heimamenn hjá U19 karla - 24.10.2011

U19 landslið karla gerði á sunnudag 1-1 jafntefli við Kýpur í undankeppni EM 2012, en riðillinn er leikinn þar í landi.  Staðan er ekki ósvipuð og hjá U17 karla fyrir skömmu, þar sem Ísland er í neðsta sætinu fyrir lokaumferðina, en kemst áfram í milliriðla með sigri á Noregi í lokaleiknum.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið gegn Kýpur í dag - 23.10.2011

Strákarnir í U19 leika í dag annan leik sinn í undankeppni EM en leikið er við heimamenn í Kýpur.  Leikurinn hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla. hefur tilkynnt byrjunarliðið

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A kvenna - Þrjú dýrmæt stig flutt frá Ungverjalandi - 22.10.2011

Íslenska kvennalandsliðið vann góðan útisigur á Ungverjum í dag en leikurinn var í undankeppni EM.  Lokatölur urðu 0 - 1 og var það Dóra María Lárusdóttir sem að skorað mark Íslands á 68. mínútu.  Mikil barátta einkenndi leikinn og ekki litu mörg færi dagsins ljós.  Það er skammt stórra högga á milli því liðið heldur á morgun til Belfast en leikið verður við Norður Íra í undankeppni EM á miðvikudaginn.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Ungverjum - 21.10.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Ungverjum í undankeppni EM.  Leikið er í Pápa í Ungverjalandi og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Þetta er fjórði leikur Íslands í undankeppninni og hefur liðið 7 stig eftir sigur leiki gegn Búlgaríu og Noregi ásamt jafntefli gegn Belgíu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A kvenna - Leikið við Ungverja á morgun - 21.10.2011

Á morgun leika Ísland og Ungverjaland í undankeppni EM og fer leikurinn fram ytra.  Leikurinn hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma en íslenska liðið hefur 7 stig eftir þrjá leiki í riðlinum.  Ungverjar hafa tapað báðum viðureignum sínum til þessa en þetta er fyrsti heimaleikur þeirra í keppninni.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Tap gegn Lettum í fyrsta leik - 21.10.2011

Lettar lögðu Íslendinga í fyrsta leiknum í undankeppni EM en riðillinn er leikinn á Kýpur.  Lokatölur urðu 2 - 0 Lettum í vil og komu mörkin í sitt hvorum hálfleiknum.  Næsti leikur íslenska liðsins er á sunnudaginn þegar leikið verður gegn heimamönnum í Kýpur. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales á Svíþjóðarmótinu

U19 karla - Leikið við Letta í dag - 21.10.2011

Strákarnir í U19 eru nú staddir á Kýpur en þar leika þeir í undankeppni EM.  Fyrsti leikur Íslands er í dag þegar þeir mæta Lettum og hefst sá leikur kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Gunnhildur Yrsa og Hannes valin bestu leikmennirnir - 20.10.2011

Í dag voru afhentar viðurkenningar fyrir keppnistímabilið 2011 og fór athöfnin fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Þau Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir úr Stjörnunni og Hannes Þór Halldórsson úr KR voru valin bestu leikmenn Pepsi-deildanna en það eru leikmenn sjálfir er velja. Efnilegustu leikmennirnir voru valin þau Hildur Antonsdóttir úr Val og Þórarinn Ingi Valdimarsson úr ÍBV.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2011 - 19.10.2011

Afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2011 fer fram í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 20. október næstkomandi kl. 17:00.  Afhent verða öll þau verðlaun sem að öllu jöfnu eru afhent á lokahófi leikmanna, en slíkt lokahóf fer ekki fram í ár.  Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland niður um 2 sæti - 19.10.2011

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í morgun, er karlalandslið Íslands í 108. sæti og fellur niður um tvö sæti frá síðasta lista.  Spánverjar eru í efsta sæti listans og hafa þar nokkuð gott forskot.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 karla - Úrtaksæfingar um helgina - 18.10.2011

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið 36 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Egilshöll og Kórnum og koma leikmennirnir frá 20 félögum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM október 2011

U17 karla - Strákarnir áfram eftir sigur á Ísrael - 17.10.2011

Strákarnir í U17 unnu gríðarlega sætan sigur á jafnöldrum sínum frá Ísrael í dag en leikurinn var í lokaumferð undankeppni EM.  Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Ísland og skoraði Stefán Þór Pálsson sigurmarkið þegar þrjár mínútur lifðu eftir af venjulegum leiktíma.  Strákarnir tryggðu sér því sigur í riðlinum og komast áfram í milliriðla. Lesa meira
 
HK

HK auglýsir eftir þjálfara fyrir 2. flokk karla - 17.10.2011

Knattspyrnudeild HK óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir 2. flokk karla starfsárið 2011-2012.  Óskað er eftir þjálfara með góða menntun og reynslu.

Lesa meira
 
2011-U17-karla-gegn-Sviss

U17 karla - Leikið við Ísrael kl. 10:00 - 17.10.2011

Strákarnir í U17 leika í dag lokaleik sinn í undankeppni EM en leikið er í Ísrael.  Heimamenn eru mótherjarnir í leik dagsins og hefst hann kl. 10:00 að íslenskum tíma.  Sigur fleytir íslenska liðinu áfram í milliriðla en riðillinn er galopinn, öll liðin hafa þrjú stig að loknum tveimur leikjum.  Gunnar Guðmundsson hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.

Lesa meira
 
2011-U17-karla-gegn-Sviss

U17 karla - Góður sigur á Grikkjum - 14.10.2011

Strákarnir í U17 unnu góðan sigur á Grikkjum í dag í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Ísrael.  Lokatölur urðu 1 - 0 eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Páll Olgeir Þorsteinsson skoraði mark Íslendinga á 48. mínútu og tryggði dýrmæta sigur.

Lesa meira
 
Lars-Lagerback

Lars Lagerbäck ráðinn þjálfari A landsliðs karla - 14.10.2011

Svíinn Lars Lagerbäck var í dag kynntur til sögunnar sem nýr landsliðsþjálfari A landsliðs karla.  Einnig var Heimir Hallgrímsson kynntur sem aðstoðarmaður hans.  Samningur þeirra er til ársloka 2013 en Lars tekur til starfa 1. janúar 2012.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - Nánari umfjöllun um leikinn gegn Skotum - 14.10.2011

Stelpurnar í U17 tryggðu sér sæti í milliriðlum með því jafntefli gegn Skotum í gær og tryggðu sér þar með efsta sæti riðilsins.  Tómars Þóroddsson var á staðnum og sendi okkur umfjöllun um leikinn.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Leikið gegn Grikkjum í dag - 14.10.2011

Strákarnir í U17 leika gegn Grikkjum í dag í undankeppni EM en leikið er í Ísrael.  Þetta er annar leikur liðsins í riðlinum en strákarnir töpuðu gegn Sviss í fyrsta leiknum.  Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn sem hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6747

Aðsókn 2011 – Flestir mættu á leiki KR í Pepsi-deild karla - 13.10.2011

Aðsókn á leiki í Pepsi-deild karla var góð í sumar en alls mættu 148.163 áhorfendur á leikina 132.  Þetta gerir 1.122 áhorfendur að meðaltali á hvern leik.  Flestir áhorfendur mættu á heimaleiki KR en 2.148 áhorfendur mættu að staðaldri á KR völlinn.  FH var með næstbestu aðsóknina, 1.686 áhorfendur að meðaltali á heimaleiki.  

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Noregs í undankeppni EM, 17. september 2011

A kvenna - Hópurinn valinn fyrir leiki gegn Ungverjalandi og Norður Írlandi - 13.10.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið hópinn er mætir Ungverjum og Norður Írlandi í undankeppni EM.  Leikirnir fara báðir fram ytra.  Leikið verður gegn Ungverjum í Pápa, laugardaginn 22. október og gegn Norður Írum í Belfast, miðvikudaginn 26. október.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Kasakstan í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - Stelpurnar áfram í milliriðla - 12.10.2011

Stelpurnar í U17 gerðu í dag jafntefli gegn Skotum í undankeppni EM.  Leikið var í Austurríki og lyktaði leiknum með því að hvor þjóð gerði tvö mörk.  Íslensku stelpurnar leiddu í leikhléi, 1 - 0.  Þessi úrslit þýða að Ísland varð í efsta sæti riðilsins, með 7 stig, og tryggðu sér með því sæti í milliriðlum keppninnar.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Tap í fyrsta leik - 12.10.2011

Strákarnir í U17 töpuðu sínum fyrsta leik í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Ísrael.  Mótherjarnir í Sviss reyndust sterkari í dag og höfðu sigur, 5 - 1, eftir að staðan hafði verið 3 - 1 í leikhléi.  Emil Ásmundsson skoraði mark Íslendinga á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Sektir vegna leikja 2011 - 12.10.2011

Mótanefnd KSÍ hefur tekið saman sektir vegna leikja á keppnistímabilinu 2011 samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.  Aðildarfélögum hefur verið sent bréf þess efnis og eru þau beðin um að kynna sér innihald bréfsins vandlega. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Kasakstan í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Skotum - 12.10.2011

Stelpurnar í U17 leika lokaleik sinn í dag í undankeppni EM en leikið er í Austurríki.  Mótherjarnir eru Skotar og berjast þessar þjóðir um efsta sætið í riðlinum sem gefur sæti í milliriðlum.  Jafntefli dugi Íslandi sem hefur sex stig en Skotland er með fjögur stig.  Þorlákur Árnason hefur tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Byrjunarliðið tilbúið fyrir leikinn gegn Sviss - 11.10.2011

Strákarnir í U17 hefja leik í undankeppni EM á morgun, miðvikudaginn 12. október, þegar þeir mæta Sviss.  Riðillinn er leikinn í Ísrael en leikurinn hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma.  Riðillinn er sterkur en ásamt þessum þjóðum skipa Ísrael og Grikkland riðilinn.

Lesa meira
 
Gæðastimpill SGS

Ein minniháttar athugasemd - 11.10.2011

Í ágúst síðastliðnum framkvæmdi fulltrúi SGS gæðaúttekt á leyfiskerfi KSÍ.  SGS er alþjóðlegt matsfyrirtæki sem UEFA hefur ráðið til að gera gæðaúttekt á leyfiskerfi í öllum aðildarlöndum sambandsins (UEFA Licensing Audit). 

Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

KSÍ II þjálfaranámskeið á Reyðarfirði - 11.10.2011

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ II þjálfaranámskeið á Reyðarfirði helgina 18.-20. nóvember. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig tímanlega.  Dagskrá námskeiðsins er í vinnslu og verður auglýst síðar. Námskeiðsgjald er kr. 15.000,

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ II þjálfaranámskeið í október - 11.10.2011

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, eitt helgina 21.-23. október og tvö helgina 28.-30. október.  Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði sem þýðir 35 laus pláss helgina 21.-23. október og 70 laus pláss helgina 28.-30. október. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales á Svíþjóðarmótinu

U19 karla - Hópurinn valinn sem leikur á Kýpur - 10.10.2011

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hópinn er leikur í undankeppni EM.  Leikið verður á Kýpur, dagana 21. - 26. október.  Mótherjar ásamt heimamönnum eru Lettar og Norðmenn.  Fyrsti leikur Íslands verður gegn Lettum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Kasakstan í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - Umfjöllun um sigurleikinn gegn Kasakstan - 10.10.2011

Stelpurnar í U17 lögðu lið Kasakstan í öðrum leik sínum í undankeppni EM en leikið er í Austurríki.  Lokatölur urðu 3 - 0 en Skotar verða mótherjarnir í síðasta leik liðsins á miðvikudag. Tómas Þóroddsson er með hópnum úti ásamt fleirum og hefur hann sent okkur meðfylgjandi umfjöllun um leikinn gegn Kasakstan

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Sigur gegn Kasakstan í öðrum leiknum - 9.10.2011

Stelpurnar í U17 lögðu stöllur sínar frá Kasakstan í dag en leikurinn var liður í undankeppni EM.  Riðill Íslands er leikinn í Austurríki en íslensku stelpurnar skoruðu tvö mörk án þess að Kasakstan hafi komist á blað.  Þetta er annar sigur íslensku stelpnann í riðlinum en þær lögðu heimastúlkur í fyrsta leik 2 - 1.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Kasakstan - 9.10.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Kasakstan í dag.  Þetta er annar leikur liðsins í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Sviss.  Í fyrsta leiknum höfðu okkar stelpur sigur á heimastúlkum, 2 - 1.  Leikurinn í dag hefst kl. 09:00 að íslenskum tíma Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - Nánari umfjöllun um sigurinn á Austurríki - 8.10.2011

p>Íslensku stelpurnar unnu fyrsta leik sinn í undankeppni EM í gær en riðill Íslands er leikinn í Austurríki.  Íslensku stelpurnar lögðu heimastúlkur með tveimur mörkum gegn einu.  Tómas Þóroddsson er á staðnum og tók saman nánari umfjöllun um leikinn.

Lesa meira
 
EURO 2012

Átta marka leikur í Portúgal - 7.10.2011

Íslendingar töpuðu lokaleik sínum í undankeppni EM en leikið var gegn Portúgal í Porto.  Lokatölur urðu 5 - 3 fyrir heimamenn sem leiddu 3 - 0 í leikhléi.  Íslendingar léku sérstaklega vel í síðari hálfleik og gerðu þá þrjú mörk, tvö frá Hallgrími Jónassyni og eitt frá Gylfa Þór Sigurðssyni.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Sigur í fyrsta leik - 7.10.2011

Stelpurnar í U17 unnu Austurríki í fyrsta leik sínum í undankeppni EM.  Riðillinn er leikinn í Austurríki og því dýrmætur sigur á heimastúlkum í höfn.  Í hinum leik riðilsins voru það Skotar sem lögðu Kasakstan með þremur mörkum gegn engu.  Ísland mætir Kasakstan á sunnudaginn í öðrum leik liðsins í undankeppninni.

Lesa meira
 
Futsal - Magnýs Sverrir skorar beint úr aukaspyrnu

Þátttökutilkynningar í Íslandsmótið innanhúss 2012 - 7.10.2011

Þátttökutilkynningar fyrir Íslandsmótið í innanhússknattspyrnu - Futsal hafa verið sendar út til félaganna.  Þátttökufrestur er til 14. október en félög eru beðin um að vera tímanlega í að tillkynna þátttöku til að flýta fyrir vinnu við niðurröðun.

Lesa meira
 
EURO 2012

A landslið karla - Portúgal tekur á móti Íslandi í kvöld - 7.10.2011

Íslendingar leika í kvöld lokaleik sinn í undankeppni EM 2012 þegar leikið verður við Portúgal.  Leikurinn fer fram á Estadio do Dragao vellinum í Porto og hefst kl. 20:00.  Ísland er með fjögur stig í riðlinum í fjórða sætinu en Portúgalir eru í harðri baráttu á toppnum, hafa 13 stig líkt og Danir og Norðmenn.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið er mætir Austurríki - 6.10.2011

Stelpurnar í U17 leika sinn fyrsta leik í undankeppni EM á morgun, föstudaginn 7. október.  Riðillinn er leikinn í Austurríki og eru heimastúlkur einmitt fyrstu mótherjar liðsins.  Hin liðin í riðlinum eru Kasakstan og Skotland.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Valsstúlkur úr leik - 6.10.2011

Valsstúlkur eru úr leik í Meistaradeild kvenna en þær töpuðu á Vodafonevellinum í dag, 0 - 3.  Fyrri leiknum í Glasgow lauk með jafntefli, 1 - 1 en þessar viðureignir voru í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Englendingar höfðu betur í Laugardalnum - 6.10.2011

Englendingar fóru með þrjú stig og þrjú mörk úr Laugardalnum í kvöld þegar þeir mættu Íslendingum í undankeppni EM.  Lokatölurnar urðu 0 - 3 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 0 - 2.  England hefur því 6 stig í riðlinum eftir tvo leiki en íslenska liðið er með 3 stig eftir þrjá leiki.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Guðmundur Þórarinsson kemur inn í hópinn - 6.10.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert eina breytingu á hópnum er mætir Englendingum í dag á Laugardalsvelli kl. 18:45.  Eyjólfur hefur valið Guðmund Þórarinsson í hópinn en hann kemur í stað Björns Jónssonar sem er veikur. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Ísland tekur á móti Englandi í kvöld - 6.10.2011

Strákarnir í U21 karla mæta Englendingum í kvöld í undankeppni EM U21 karla og verður leikið á Laugardalsvelli.  Leikurinn hefst kl. 18:45 en miðasala á Laugardalsvelli hefst kl. 16:00.  Miðasala er einnig í gangi á www.midi.is.  Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna, 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Valur tekur á móti Glasgow á Vodafonevellinum - 5.10.2011

Íslensku liðin í Meistaradeild kvenna eru í eldlínunni en Þór/KA mætir þýska liðinu Potsdam í kvöld ytra.  Valur tekur á móti FC Glasgow á morgun, fimmtudaginn 6. október.  Leikurinn fer fram á Vodafonevellinum og hefst kl. 16:00.  Þetta eru síðari leikir liðanna í 32. liða úrslitum Meistaradeildar kvenna.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Brynjar Gauti í hópinn - 5.10.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert eina breytingu á hópnum sem mætir Englandi í undankeppni EM.  Brynjar Gauti Guðjónsson kemur inn í hópinn í stað Egils Jónssonar en Egill á við meiðsli að stríða..

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Þjálfarastyrkir ÍSÍ 2011 - 5.10.2011

ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki fyrir árið 2011.  Styrkirnir eru ætlaðir fyrir þá sem hafa sótt eða munu sækja námskeið eða aðra menntun erlendis á árinu 2011.  Umsóknir verða að berast á sérstöku eyðublaði sem finna má á isi.is og sendist á ÍSÍ, Engjavegi 6, 104 Reykjavík, merkt "þjálfarastyrkir". 

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Frítt fyrir börn, öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland – England - 4.10.2011

KSÍ býður börnum 16 ára og yngri, öryrkjum og ellilífeyrisþegum, ókeypis aðgang að landsleik Íslands og Englands í undankeppni EM U21 karla sem fram fer á Laugardalsvelli fimmtudaginn 6. október kl. 18:45.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

U21 karla - Ísland mætir Englandi - A passar gilda við innganginn - 4.10.2011

Handhafar A-passa 2011 frá KSÍ þurfa ekki að sækja miða fyrir landsleik Íslands og Englands  í undankeppni EM U21 karla. Dugar að sýna passann við innganginn þegar mætt er á völlinn en leikið verður á Laugardalsvellinum. Frjálst sætaval er á leiknum sem hefst kl. 18:45, fimmtudaginn 6. október.

Lesa meira
 
EURO 2012

A landslið karla - Breytingar á hópnum fyrir leikinn gegn Portúgal - 3.10.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingar á hóp sínum er mætir Portúgal í undankeppni EM næstkomandi föstudag.  Inn í hópinn koma þeir Arnór Smárason, Baldur Sigurðsson og Guðmundur Kristjánsson.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Tékkum á Laugardalsvelli

U17 karla - Hópurinn valinn sem leikur í Ísrael - 3.10.2011

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn er leikur í undankeppni EM nú í október en leikið verður í Ísrael.  Mótherjarnir eru, auk heimamanna, Sviss og Grikkland.  Fyrsti leikur Íslands er gegn Sviss, miðvikudaginn 12. október.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Eva Lind kemur inn í hópinn - 3.10.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur gert eina breytingu á hópnum er tekur þátt í undankeppni EM.  Þorlákur hefur valið Evu Lind Elíasdóttur, Selfossi, í hópinn og kemur hún í stað Elínar Mettu Jensen úr Val.

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Pepsi-deild karla - Kjartan Henry valinn bestur í umferðum 12 - 22 - 3.10.2011

Í dag voru afhentar viðurkenningar fyrir seinni helming Pepsi-deildar karla eða umferðir 12 - 22.  Kjartan Henry Finnbogason úr KR var valinn leikmaður umferðanna og þjálfari Fram, Þorvaldur Örlygsson, fékk viðurkenningu sem þjálfari umferðanna.  Þá var Erlendur Eiríksson valinn besti dómarinn og stuðningsmenn KR heiðraðir sem stuðningsmenn umferðanna.

Lesa meira
 
A landslið karla

A landslið karla - Kjartan Henry valinn í hópinn - 2.10.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hóp sínum er mætir Portúgal í undankeppni EM.  Ólafur hefur valið Kjartan Henry Finnbogason í hópinn og kemur hann í stað Alfreðs Finnbogasonar sem á við meiðsli að stríða.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Hópurinn valinn fyrir undankeppni EM í Austurríki - 30.9.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp sinn er leikur í Austurríki í undankeppni EM.  Leikið verður dagana 7. - 12. október og er Ísland í riðli með heimastúlkum, Kasakstan og Skotlandi.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Úrtakshópur valinn fyrir fjórar æfingar í næstu viku - 30.9.2011

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið úrtakshóp fyrir æfingar í næstu vikur.  Æfingarnar verða alls fjórar í þessar i atrennu og eru 30 leikmenn boðaðir á þessar æfingar.

Lesa meira
 
F.A

U21 karla - Enski hópurinn er mætir Íslendingum - 29.9.2011

Englendingar hafa tilkynnt hópinn er mætir Íslendingum á Laugardalsvelli í EM U21 karla.  Leikurinn verður fimmtudaginn 6. október og hefst kl. 18:45.  Stuart Pearce, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt hópinn en England mætir fyrst Íslendingum áður en þeir halda til Noregs þar sem þeir mæta heimamönnum, 11. október.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistardeild kvenna - Ágætir möguleikar hjá Val - 29.9.2011

Eftir fyrri leikina í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna er ljóst að róðurinn hjá Þór/KA verður mjög erfiður en möguleikar Vals eru hinsvegar ágætir.  Þór/KA tók á móti hinu geysisterka Potsdam frá Þýskalandi og höfðu gestirnir sigur, 0 - 6. Valur lék gegn FC Glasgow ytra og lauk leiknum með jafntefli, 1 - 1.  Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Hópurinn gegn Englandi valinn - 29.9.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Englendingum í undankeppni EM.  Leikið verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 6. október, kl. 18:45.  Þetta er þriðji leikur Íslendinga í þessari undankeppni en liðið vann Belga í fyrsta leik sínum en töpuðu gegn Noregi.

Lesa meira
 
EURO 2012

A landslið karla - Hópurinn gegn Portúgal valinn - 29.9.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn mætir Portúgal í undankeppni EM en leikið verður í Porto, föstudaginn 7. október kl. 20:00.  Þetta er lokaleikur Íslands í riðlinum en Ísland hefur hlotið 4 stig til þessa í undankeppninni. 

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Þór/KA mætir Potsdam í dag kl. 16:15 - 28.9.2011

Þór/KA taka á móti þýska liðinu Turbine Potsdam í dag og hefst leikurinn kl. 16:15 á Akureyrarvelli.  Þetta er fyrri viðureign liðanna í 32. liða úrslitum Meistaradeildar kvenna en seinni leikurinn fer fram ytra eftir rétta viku.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Frá áfrýjunardómstól KSÍ - Úrskurði hrundið - 27.9.2011

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur hrundið úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þar sem Þór var sektað vegna framkomu stuðningsmanna félagsins í leik Þórs og KR í Valitor-bikarnum.  Þór hafði í fyrri úrskurði verið sektað um 35.000 krónur.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Miðasala hafin á Ísland - England - 27.9.2011

Það er sannkallaður stórleikur framundan hjá strákunum í U21 en þeir taka á móti Englendingum á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 6. október kl. 18:45.  Miðasala á leikinn er hafin og fer hún fram í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is.  Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna, 17 ára og eldri, en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Stjarnan fulltrúi Íslands í næstu keppni - 26.9.2011

Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið út þátttökulista fyrir næstu keppni í Meistaradeild kvenna.  Þar kemur í ljós að Ísland mun verða með eitt lið í þeirri keppni en nýkrýndir Íslandsmeistarar Stjörnunnar verða fulltrúar Íslands í keppninni.

Lesa meira
 
Fyrsta íslenska kvendómaratríóið er dæmir landsleik á Íslandi . Dómari Guðrún Fema Ólafsdóttir, AD1 Marína Ósk Þórólfsdóttir, AD2 Birna H. Bergstað Þórmundsdóttir

Norræn dómaraskipti - Guðrún Fema og Rúna Kristín til Noregs - 26.9.2011

Guðrún Fema Ólafsdóttir og Rúna Kristín Stefánsdóttir munu halda til Noregs á næstu dögum og starfa þar við leik Stabæk og Klepp í efstu deild kvenna, 2. október næstkomandi.  Guðrún Fema mun dæma leikinn og Rúna Kristín verður annar aðstoðardómara leiksins.  Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales á Svíþjóðarmótinu

24 landsleikir í september og október - 26.9.2011

September og október eru annasamir mánuðir hjá landsliðum Íslands en 24 landsleikir eru á dagskrá þessa tvo mánuði.  A landslið karla og kvenna, U21 og U19 karla ásamt U19 kvenna léku landsleiki í september og voru þeir 11 talsins. 

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Viðurkenningar vegna seinni helmings Pepsi-deildar karla - 26.9.2011

Mánudaginn 3. október kl. 12:00 verða afhentar viðurkenningar vegna seinni helmings Pepsi-deildar karla, eða umferðir 12-22.  Viðurkenningarnar verða afhentar í húsakynnum Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7 - 11 í Reykjavík. 

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Úkraínu - 26.9.2011

Kristinn Jakobsson verður við störf á fimmtudaginn þegar hann dæmir leik Vorskla Poltava frá Úkraínu og Hannover frá Þýskalandi.  Leikurinn er í B riðli Evrópudeildar UEFA og verður leikinn í Úkraínu Lesa meira
 
Friðarmerki á degi án ofbeldis (Anton Brink Hansen, Fréttablaðið)

2. október – Dagur án ofbeldis - 26.9.2011

Þann 2. október næstkomandi er fagnað degi baráttu fyrir tilveru án ofbeldis.  Ofbeldi er grundvallarvandamál okkar tíma.  Til að sýna samhug á táknrænan hátt verður mannlegt friðarmerki myndað á Klambratúni í Reykjavík þann 2. október kl. 20:00. Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Pepsi-deild karla - KR Íslandsmeistari í 25. skipti - 25.9.2011

KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í dag með því að leggja Fylki af velli.  Á sama tíma töpuðu ÍBV gegn FH þannig að fyrir síðustu umferðina hafa KR fimm stiga forystu á FH sem er í öðru sætinu.  Baráttan um Evrópusæti er ennþá í algleymi ásamt því að mikil barátta er um fallið.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Kvennalandsliðið í 15. sæti á styrkleikalista FIFA - 23.9.2011

Íslenska kvennalandsliðið er í 15. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun.  Ísland fer upp um 2 sæti frá síðasta lista en Bandaríkin tróna sem fyrr á toppi listans en Þjóðverjar eru skammt undan.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Kasakstan í undankeppni EM. Leikið á Selfossi

U19 kvenna - Ísland tryggði sér efsta sætið - 22.9.2011

Stelpurnar í U19 lögðu stöllur sínar frá Wales í dag en leikurnn var lokaleikur liðsins í undankeppni EM.  Leikið var á Fylkisvelli í frábæru veðri og urðu lokatölur 2 - 0 eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Ísland tryggði sér því efsta sætið í riðlinum með fullt hús stiga.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu í undankeppni EM U19 á Vodafonevellinum

U19 kvenna - Ísland mætir Wales í dag - 22.9.2011

Stelpurnar í U19 leika lokaleik sinn í undankeppni EM í dag þegar þegar þær mæta stöllum sínum frá Wales.  Leikið verður á Fylkisvelli og hefst leikurinn kl. 16:00.  Báðar þessar þjóðir hafa þegar tryggt sér sæti í milliriðlum, eru með 6 stig eftir tvo leiki, en berjast nú um toppsæti riðilsins. Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur valið byrjunarlið sitt fyrir leikinn. Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Markalaust jafntefli í Laugardalnum - 21.9.2011

Það voru þung spor hjá íslensku stelpunum þegar þær gengu af leikvelli eftir leik þeirra gegn Belgum í undankeppni EM í kvöld.  Markalaust jafntefli varð raunin en íslenska liðið fékk fjölmörg tækifæri til þess að brjóta ísinn í þessum leik.  Þetta var síðasti heimaleikur liðsins á þessu ári en framundan eru tveir leikir á útivelli, gegn Ungverjum 22. október og gegn Norður Írum 26. október.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Framhaldsskólamót í knattspyrnu - Skráningarfrestur til 22. september - 21.9.2011

Minnt er á að frestur til að tilkynna þátttöku í Framhaldsskólamótið í knattspyrnu rennur út á morgun, fimmtudaginn 22. september.  Þátttökugjald er 15.000 kr. á lið og ber að greiða um leið og þátttaka er tilkynnt..

Lesa meira
 
Stelpurnar eftir æfingu í Grindavík

Stelpurnar æfðu í Grindavík - 21.9.2011

Kvennalandsliðið æfði í gær í Grindavík og voru móttökurnar að hætti heimamanna, höfðinglegar.  Eftir æfingu voru stelpurnar allar leystar út með kraftmikilli gjöf, flösku af Lýsi, sem vafalaust á eftir að koma sér vel fyrir leikinn gegn Belgíu í kvöld.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland upp um 17 sæti - 21.9.2011

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem birtur var í morgun, er íslenska karlalandsliðið í 107. sæti og fer upp um 17 sæti frá síðasta lista.  Spánverjar endurheimta toppsætið af Hollendingum sem höfðu stutta viðkomu í efsta sætinu.

Lesa meira
 
Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir standa við myndina frá UEFA

Gjöf frá UEFA - Andlit Íslands - 21.9.2011

Á dögunum barst gjöf frá UEFA til handa knattspyrnuáhugafólks á Íslandi.  Er það stór mynd með andliti Íslands, ungur einstaklingur málaður í framan með fánalitum Íslands.  UEFA gaf öllum aðildarþjóðum gjöf í þessum anda í tilefni af opnun nýrrar byggingar hjá UEFA í Nyon.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Noregs í undankeppni EM, 17. september 2011

Ísland mætir Belgíu - Byrjunarliðið tilbúið - 20.9.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Belgum í undankeppni EM 2013.  Leikið verður á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 19:30.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi og er í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.  Miðasala á Laugardalsvelli opnar á leikdag kl. 16:00.

Lesa meira
 
A landslið kvenna í gokart

Stelpurnar á fullri ferð! - 20.9.2011

Undirbúningur stelpnanna okkar fyrir leikinn gegn Belgíu á morgun er með hefðbundum hætti.  Fast er haldið í þá hefð að brjóta þennan svokallaða hefðbundna undirbúning upp og í þetta skiptið skellti hópurinn sér í Go-kart.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Þýskir dómarar við stjörnvölinn á Ísland - Belgía - 20.9.2011

Það verða þýskir dómarar sem verða við stjórnvölinn á landsleik Íslands og Belgíu í undankeppni EM.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli kl. 19:30, miðvikudaginn 21. september.  Dómarinn heitir Christine Baitinger (Beck) og henni til aðstoðar verða þær Inka Müller og Christina Jaworek.  Varadómari er hinsvegar frá íslensk og heitir Guðrún Fema Ólafsdóttir.

Lesa meira
 
Icelandair

Hittir einhver markslána í hálfleik á miðvikudag? - 20.9.2011

Í hálfleik á viðureign Íslands og Noregs á miðvikudag munu fimm heppnir vallargestir spyrna knetti frá vítateigsboganum með það fyrir augum að hitta þverslána.  Vinningurinn ef það tekst er af glæsilegri tegundinni - ferð fyrir tvo til útlanda með Icelandair!

Lesa meira
 
HK

HK auglýsir eftir þjálfara fyrir 3. flokk karla - 20.9.2011

Knattspyrnudeild HK óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir 3. flokk karla starfsárið 2011-2012.  Óskað er eftir þjálfara með góða menntun og reynslu.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - 22 leikmenn valdir í undirbúningshóp fyrir EM - 19.9.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 22 leikmenn í undirbúningshóp en liðið leikur í undankeppni EM í byrjun október.  Æfingar verða um helgina og fara þær fram  Kónrum á laugardag og sunnudag.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Kasakstan í undankeppni EM. Leikið á Selfossi

U19 kvenna - Ísland öruggt í milliriðla eftir sigur á Kasakstan - 19.9.2011

Stelpurnar í U19 tryggðu sig áfram í milliriðla EM eftir sigur á Kasakstan í dag en leikið var á Selfossi.  Lokatölur urðu 3 - 0 fyrir Ísland og komu öll mörkin í fyrri hálfleiknum.  Ísland mætir Wales á Fylkisvelli næstkomandi fimmtudag í lokaumferðinni og hefst leikurinn kl. 16:00

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Leikmenn fæddir 1995 á úrtaksæfingum U17 karla - 19.9.2011

Tæplega 30 leikmenn fæddir 1995 hafa verið boðaðir til úrtaksæfinga fyrir U17 landslið karla á komandi vikum.  Æfingarnar fara allar fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ undir stjórn þjálfara U17 landsliðs Íslands, Gunnars Guðmundssonar.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu í undankeppni EM U19 á Vodafonevellinum

U19 kvenna - Leikið við Kasakstan í dag á Selfossi kl. 16:00 - 19.9.2011

Undankeppni EM U19 kvenna heldur áfram í dag og eru tveir leikir á dagskrá.  Á Selfossi mætast Ísland og Kasakstan en í Sandgerði leika Slóvenía og Wales.  Báðir leikirnir hefjast kl. 16:00.  Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í dag

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Valur og Þór eini leikur dagsins í Pepsi-deild karla - 18.9.2011

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að fresta fimm af sex leikjum 20. umferðar Pepsi-deildar karla vegna veðurs.  Eini leikurinn sem fer fram á tilsettum tíma er leikur Vals og Þórs sem hefst á Vodafonevellinum kl. 17:00 í dag, sunnudaginn 18. september.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

ÍBV - KR og Grindavík - FH frestað fram á mánudag - 18.9.2011

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að fresta leik ÍBV og KR í Pepsi-deild karla um einn dag.  Leikurinn átti að fara fram í dag á Hásteinsvelli en fer fram á morgun, mánudaginn 19. september, kl. 17:00.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Noregs í undankeppni EM, 17. september 2011

Ísland – Belgía – A passar gilda við innganginn - 17.9.2011

Handhafar A-passa 2011 frá KSÍ þurfa ekki að sækja miða fyrir landsleik Íslands og Belgíu í undankeppni EM A kvenna. Dugar að sýna passann við innganginn þegar mætt er á völlinn en leikið verður á Laugardalsvellinum. Frjálst sætaval er á leiknum sem hefst kl. 19:30, miðvikudaginn 21. september.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frítt fyrir börn, öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland – Belgíu - 17.9.2011

KSÍ býður börnum 16 ára og yngri, öryrkjum og ellilífeyrisþegum, ókeypis aðgang að landsleik Íslands og Belgíu í undankeppni EM kvenna sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 21. september kl. 19:30.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Birna Kristjánsdóttir kölluð inn í hópinn - 17.9.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur kallað Birnu Kristjánsdóttur, markvörð úr Breiðabliki inn í hópinn fyrir leikinn gegn Belgíu á miðvikudaginn.  Birna mun æfa með hópnum á morgun en hinir markverðir hópsins, Þóra Helgadóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir, eiga við smávægileg meiðsli að stríða.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Noregs í undankeppni EM, 17. september 2011

Frábær sigur á Noregi - Óskabyrjun í undankeppni EM - 17.9.2011

Stórkostlegur fyrri hálfleikur íslenska kvennalandsliðsins skóp frækinn sigur Íslands á Noregi í dag.  Stelpurnar höfðu sigur, 3 – 1, eftir að hafa leitt með þremur mörkum í leikhléi.  Þetta er einn fræknasti sigur kvennalandsliðsins á heimavelli og óskabyrjun á undankeppni EM.  Íslenska liðið mætir Belgum í sömu undankeppni, miðvikudaginn 21. september kl. 19:30

Lesa meira
 
Icelandair

Kristín María hitti í slána - 17.9.2011

Í hálfleik á viðureign Íslands og Noregs í undankeppni EM kvenna 2013 spyrnti Kristín María Ingimarsdóttir knetti frá vítateigsboganum í þverslána.  Verðlaunin:  Ferð fyrir tvo til útlanda með Icelandair!  Þetta tækifæri fékk hún með því að kaupa miða á leikinn í gegnum midi.is.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu í undankeppni EM U19 á Vodafonevellinum

Góður sigur í fyrsta leik hjá U19 kvenna - 17.9.2011

U19 landslið kvenna hóf undankeppni EM með góðum 2-1 sigri á Slóvenum á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda.  Wales vann öruggan 3-0 sigur á Kasakstan á sama tíma, og fór sá leikur fram á Fjölnisvelli.  Næsta umferð er á mánudag.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson formaður KSÍ, Andri Þór Guðmundsson frá Ölgerðinni og Phillip Männer frá Sportfive

Pepsi-deildin til 2015 - 17.9.2011

Undirritaður hefur verið fjögurra ára samningur á milli Ölgerðarinnar og Sport Five (sem er rétthafi sjónvarpsréttar og nafnaréttar efstu deilda KSÍ í knattspyrnu) og verður hann í gildi út keppnistímabilið 2015. Efstu deildir karla og kvenna mun því vera Pepsi-deildir næstu fjögur árin að minnsta kosti. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Slóveníu - 16.9.2011

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landslðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Slóvenum á Vodafonevellinum á morgun, laugardag, kl. 12:00..  Leikurinn er í undankeppni EM en auk þessara liða leika Wales og Kasakstan í riðlinum en þau mætast á Fjölnisvelli á sama tíma.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Búlgaríu í undankeppni EM. Leikið var á Laugardalsvelli 19. maí.

Byrjunarlið Íslands gegn Noregi - 16.9.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Norðmönnum í undankeppni EM kvenna.  Leikurinn fer fram á morgun, laugardag, og hefst kl. 16:00 á Laugardalsvelli. Miðasala er í gangi á midi.is en 1.000 krónur kostar fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. Miðasala hefst á Laugardalsvelli, á leikdag, kl. 12:00.

Lesa meira
 
Þjálfarar að störfum

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 7. - 9. október - 16.9.2011

Helgina 7. - 9. október mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í KSÍ B prófinu (UEFA B prófinu). Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ I þjálfaranámskeið í október - 16.9.2011

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, tvö helgina 14.-16. október og eitt helgina 21.-23. október. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði sem þýðir 70 laus pláss helgina 14.-16. október og 35 laus pláss helgina 21.-23. október. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Riðill í undankeppni EM U19 kvenna leikinn hér á landi - 15.9.2011

Um þessar mundir fer fram undankeppni EM U19 landsliðs kvenna.  Keppt er í 10 riðlum víðs vegar í Evrópu og eru liðin að keppast um sæti í milliriðlum með það fyrir augum að komast í úrslitakeppnina í Tyrklandi júlí 2012.  Einn riðillinn fer fram hér á landi.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þrír landsleikir á laugardaginn - 15.9.2011

Tvö íslensk kvennalandslið verða í eldlínunni næstkomandi laugardag en þrír landsleikir verða á dagskrá hér á landi þann dag.  Ísland mun hefja keppni í undankeppni EM U19 kvenna en riðill Íslands er leikinn hér á landi.  Ísland mætir Slóveníu á Vodafonevelli kl. 12:00 í fyrsta leik sínum og á sama tíma mætast, á Fjölnisvelli, Wales og Kasakstan. Síðar um daginn, kl. 16:00, leika svo Ísland og Noregur í undankeppni EM A kvenna á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

A kvenna - A-passar gilda inn á leik Íslands og Noregs - 15.9.2011

Handhafar A-passa 2011 frá KSÍ þurfa ekki að sækja miða fyrir landsleik Íslands og Noregs í undankeppni EM A kvenna.  Dugar að sýna passann við innganginn þegar mætt er á völlinn en leikið verður á Laugardalsvellinum.  Frjálst sætaval er á leiknum sem hefst kl. 16:00, laugardaginn 17. september.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - 35 leikmenn boðaðir á úrtaksæfingar - 14.9.2011

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar sem fram fara um komandi helgi.  Gunnar hefur valið 35 leikmenn og verður æft tvisvar sinnum um helgina á Tungubökkum. Lesa meira
 
Icelandair

"Hitta slána" leikurinn í hálfleik á laugardag - 14.9.2011

Í hálfleik á viðureign Íslands og Noregs í á laugardag munu fimm heppnir vallargestir spyrna knetti frá vítateigsboganum með það fyrir augum að hitta þverslána.  Hver og einn af þessum fimm fær aðeins eina tilraun, og vinningurinn ef það tekst er af glæsilegri tegundinni - ferð fyrir tvo til útlanda með Icelandair!

Lesa meira
 
Noregur_logo

Norski hópurinn sem mætir Íslandi á laugardaginn - 13.9.2011

Norðmenn hafa tilkynnt landsliðshópinn sem mætir Íslendingum á Laugardalsvelli, laugardaginn 17. september kl. 16:00, í undanekppni EM.  Norska landsliðið hefur að venju á öflugu liði að skipa og eru með tvo leikmenn innanborðs sem hafa leikið yfir landsleiki. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Ísland - Noregur - Finnskt dómaratríó - 13.9.2011

Það verður finnskt dómaratríó sem verður í eldlínunni á Laugardalsvellinum á laugardaginn þegar Ísland og Noregur mætast í undankeppni EM kvenna.  Leikurinn hefst kl. 16:00 og er gríðarlega mikilvægur fyrir báðar þjóðir.  Finnsku dómurunum til aðstoðar verður Guðrún Fema Ólafsdóttir sem gegnir hlutverki varadómara. 

Lesa meira
 
Jóhanna Margrét nýtti sér andlitsmálninguna í síðasta leik

Sýnum lit! - 12.9.2011

Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir viðureign kvennalandsliða Íslands og Noregs  á Laugardalsvelli á laugardag.  Leikurinn hefst kl. 16:00 og er um að gera að mæta tímanlega og láta mála íslenska fánann á kinnina og ennið, jafnvel að láta mála allt andlitið til að vera sem flottust!

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Gunnhildur Yrsa valin best í umferðum 10 - 18 í Pepsi-deild kvenna - 12.9.2011

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 10 - 18 í Pepsi-deild kvenna og fór athöfnin fram í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar.  Íslandsmeistarar Stjörnunnar voru áberandi en besti leikmaðurinn var valin Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir úr Stjörnunni.  Þá var þjálfari Stjörnunnar, Þorlákur Árnason, valinn besti þjálfarinn sem og að stuðningsmenn Garðbæinga fengu viðurkenningu.  Besti dómarinn var svo norðanmaðurinn Valdimar Pálsson.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Þórdís valin í hópinn - 12.9.2011

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur gert eina breytingu á hópnum sem leikur í undankeppni EM hér á landi dagana 17. - 22. september.  Þórdís María Aikman úr Val kemur inn í hópinn í stað Birnu Berg Haraldsdóttur sem gefur ekki kost á sér. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Yngri knattspyrnuiðkendum boðið á Ísland-Noregur - 9.9.2011

KSÍ hefur ákveðið bjóða yngri flokkum og forráðamönnum (3. flokkur og yngri)  allra aðildarfélaga miða á landsleik Íslands og Noregs í undankeppni EM kvenna sem fram fer á Laugardalsvelli laugardaginn 17. september og hefst kl. 16:00.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Miðasalan fyrir kvennalandsleikina hafin - 9.9.2011

Miðasalan fyrir tvo leiki kvennalandsliðsins í undankeppni EM 2013 er hafin á midi.is, en Ísland mætir Noregi 17. september og Belgíu fjórum dögum síðar.  Stelpurnar okkar eru fullar sjálfstrausts og ætla sér sigur í báðum leikjum.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Hópurinn valinn fyrir undankeppni EM - 9.9.2011

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur í undankeppni EM.  Riðll Íslands verður leikinn hér á landi en mótherjarnir verða Wales, Slóvenía og Kasakstan.  Fyrsti leikur Íslands verður gegn Slóveníu á Vodafonevellinum, laugardaginn 17. september kl. 12:00.

Lesa meira
 
Grótta

Grótta óskar eftir þjálfurum fyrir yngri flokka kvenna - 9.9.2011

Knattspyrnudeild Gróttu óskar eftir að ráða þjálfara fyrir yngri flokka kvenna. Kvenþjálfarar eru sérstaklega hvattir til þess að sækja um.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Viðurkenningar vegna seinni helmings Pepsi-deildar kvenna - 8.9.2011

Mánudaginn 12. september kl. 12:00 verða afhentar viðurkenningar vegna seinni helmings Pepsi-deildar kvenna, eða umferðir 10-18.  Viðurkenningarnar verða afhentar í húsakynnum Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11 í Reykjavík. 

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Búlgaríu í undankeppni EM. Leikið var á Laugardalsvelli 19. maí.

A kvenna - Hópurinn valinn fyrir leiki gegn Noregi og Belgíu - 8.9.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn er mætir Noregi og Belgíu á Laugardalsvelli, 17. og 21. september.  Leikirnir eru í undankeppni EM 2013 en Ísland hefur leikið einn leik til þessa í riðlinu, lögðu Búlgari fyrr á þessu ári.

Lesa meira
 
Stjarnan

Þjálfara vantar fyrir 2.flokk og 3.flokk kvenna hjá Stjörnunni - 8.9.2011

Stjarnan leitar eftir þjálfara fyrir 2.fl.kvk og 3.fl.kvk fyrir næsta tímabil. Hugsanlegt er að ráðið verði í sitthvorn flokkinn en áhugi er fyrir því að sami aðili sé með báða flokka.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður í máli Augnabliks gegn KV - 8.9.2011

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir kæru Augnabliks gegn KV vegna leiks liðanna í úrslitakeppni í 3. deild karla sem fram fór kl. 14.00 þann 27. ágúst 2011.  Í úrskurðarorðum kemur fram að málinu sé vísað frá.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson formaður KSÍ afhendir Rúnari Kristinssyni viðurkenningu frá UEFA fyrir að leika yfir 100 landsleiki

Rúnar Kristinsson heiðraður af UEFA - 7.9.2011

Fyrir leik Íslands og Kýpurs var Rúnar Kristinsson heiðraður af Knattspyrnusambandi Evrópu og fékk afhentan minnispening og húfu (cap) af því tilefni.  UEFA var þarna að heiðra þá knattspyrnumenn í Evrópu sem hafa náð 100 landsleikjamarkinu.  Það var Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sem heiðraði Rúnar.

Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfurum - 7.9.2011

Knattspyrnudeild Fylkis leitar að þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins á komandi tímabil.  Áhugasömum er bent á að vera í sambandi við íþróttafulltrúa Fylkis Hörð Guðjónsson með því að senda tölvupóst á netfangið hordur@fylkir.com eða með því að hringja í síma 571-5604. Lesa meira
 
Fyrsta kvennalandsliðið

30 ár liðin frá fyrsta kvennalandsleiknum - 7.9.2011

Þann 20. september næstkomandi eru liðin 30 ár frá fyrsta kvennalandsleik Íslands. Þessi fyrsti landsleikur var viðureign A landsliðs kvenna við Skotland.  Um var að ræða vináttulandsleik sem leikinn var í Kilmarnock og lauk honum með 3-2 sigri heimamanna.

Lesa meira
 
EURO 2012

Mark Kolbeins tryggði sigur á Kýpur - 6.9.2011

Íslendingar unnu langþráðan sigur í kvöld í undankeppni EM þegar Kýpverjar voru lagðir af velli á Laugardalsvelli í kvöld.  Mark Kolbeins Sigþórssonar á 5. mínútu dugði til sigurs og eru Íslendingar með fjögur stig í fjórða sæti riðilsins.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Tveggja marka tap gegn Norðmönnum hjá U21 karla - 6.9.2011

U21 landslið karla tapaði 0-2 gegn Noregi í undankeppni EM 2013, en liðin mættust á Kópavogsvellinum í dag.  Eitt mark í hvorum hálfleik gerði út um leikinn og eru nú fjögur lið í riðlinum með 3 stig, en Englendingar og Norðmenn hafa reyndar aðeins leikið einn leik.

Lesa meira
 
Icelandair

Ágúst Valves Jóhannesson hitti slána - 6.9.2011

Í hálfleik á viðureign Íslands og Kýpurs í undankeppni EM 2012 reyndu fimm heppnir vallargestir að spyrna knetti frá vítateigsboganummeð það fyrir augum að hitta þverslána.  Ágústi Valves Jóhannessyni tókst verkið og fékk hann utanlandsferð fyrir tvo með Icelandair að launum. Lesa meira
 
Merki U21 karla

Byrjunarlið U21 gegn Norðmönnum - 6.9.2011

Byrjunarlið U21 landsliðs karla gegn Norðmönnum í undankeppni EM 2013 hefur verið tilkynnt.  LIðin mætast á Kópavogsvelli í dag og hefst leikurinn kl. 16:15, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 

Lesa meira
 
Helgi Valur og Alfreð með harðfiskinn góða

Góð sending frá Þingeyri - 6.9.2011

Sigmundur Þórðarson á Þingeyri sendi A landsliði karla góða gjöf og baráttukveðjur fyrir leikinn gegn Kýpur í undankeppni EM 2012.  Helgi Valur Daníelsson og Alfreð Finnbogason tóku við gjöfinni, sem var af veglegri gerðinni – alvöru vestfirskur harðfiskur.  Lesa meira
 
Bosko Jovanetic knattspyrnudómar

Serbneskir dómarar á Ísland-Kýpur - 6.9.2011

Það verða Serbar sem sjá um dómgæsluna á viðureign Íslands og Kýpurs í undankeppni EM 2012 á Laugardalsvellinum í kvöld.  Dómari leiksins er Bosko Jovanetic.  Eftirlitsmennirnir koma frá Lúxemborg og Wales.

Lesa meira
 
Birkir Már Sævarsson (Sportmyndir)

Ísland - Kýpur í kvöld - 6.9.2011

Ísland og Kýpur mætast kl. 18:45 í kvöld á Laugardalsvellinum.  Þetta er síðasti heimaleikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2012 og strákarnir eru staðráðnir í að innbyrða fyrsta sigurinn og lyfta sér þér með af botninum og upp fyrir Kýpur.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Eistlendingar lagðir öðru sinni - 5.9.2011

U19 landslið karla lagði Eistland öðru sinni íþegar liðin mættust að nýju í vináttulandsleik í Eistlandi í dag.  Úrslit leiksins voru 1-0 og var það Hólmbert Aron Friðjónsson sem skoraði eina mark leiksins.  Fyrri vináttuleik liðann lauk með 4-1 sigri Íslands.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 leikur gegn Noregi á þriðjudag - 5.9.2011

U21 landslið karla leikur annan leik sinn í undankeppni EM 2013 þegar það mætir Norðmönnum á Kópavogsvellinum kl. 16:15 á þriðjudag.  Íslenska liðið fór vel af stað í keppninni og vann 2-1 sigur á Belgum á Vodafone-vellinum í síðustu viku.

Lesa meira
 
EURO 2012

Haraldur og Björn Bergmann inn í hópinn - 5.9.2011

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur kallað á markvörðinn Harald Björnsson og sóknarmanninn Björn Bergmann Sigurðarson inn í landsliðhópinn fyrir leikinn gegn Kýpverjum á þriðjudag.  Liðin mætast á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 18:45.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Byrjunarlið U19 í seinni leiknum í Eistlandi - 5.9.2011

Kristinn Rúnar Jónsson, þjálfari U19 landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir seinni vináttuleikinn gegn Eistlendingum, en liðin mætast í dag og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Íslenska liðið vann góðan 4-1 sigur í fyrri leiknum.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Íslenskur sigur í Eistlandi - 3.9.2011

Íslensku strákarnir í U19 lögðu jafnaldra sína frá Eistlandi í vináttulandsleik sem leikinn var ytra í dag.  Lokatölur urðu 4 - 1 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið 1 - 0 fyrir okkar stráka í leikhléi.  Þjóðirnar mætast í öðrum vináttulandsleik á mánudaginn.

Lesa meira
 
EURO 2012

88 mínútur á klukkunni - 3.9.2011

Það voru komnar 88 mínútur á klukkuna þegar Norðmenn skoruðu eina mark leiksins við Íslendinga í undankeppni EM 2012, en liðin mættust á Ullevaal-leikvanginum í Osló á föstudagskvöld.  Markið kom úr vítaspyrnu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrslitaleikur 1. deildar kvenna og undanúrslit 3. deildar karla - 2.9.2011

Laugardaginn 3. september fer fram úrslitaleikur 1. deildar kvenna þegar FH og Selfoss mætast á Kaplakrikavelli og hefst leikurinn kl. 17:00.  Sama dag fara einnig fram fyrri leikir undanúrslita 3. deildar karla.  Þar mætast KV og Magni á KR velli kl. 12:00 og svo KFR og KB á Hvolsvelli kl. 17:00. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir á Hampden Park - 2.9.2011

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Skotlands og Litháen í undankeppni EM en leikið verður á Hampden Park, þriðjudaginn 6. september.  Aðstoðardómarar leiksins verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Sigurður Óli Þorleifsson og varadómari verður Magnús Þórisson.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Íslenskur sigur á Vodafonevellinum - 1.9.2011

Strákarnir í U21 byrjuðu undankeppni EM 2013 á besta mögulega máta þegar þeir lögðu Belga í kvöld á Vodafonevellinum.  Lokatölur urðu 2 -1 Íslendingum í vil eftir að staðan í leikhléi hafði verið 1 - 1.  Björn Bergmann Sigurðarson skoraði bæði mörk Íslendinga.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Ísland mætir Belgíu í dag kl. 17:00 - 1.9.2011

Í dag, fimmtudaginn 1. september, leika strákarnir í U21 sinn fyrsta leik í undankeppni EM U21 karla.  Andstæðingarnir eru Belgar og hefst leikurinn á Vodafonevelli kl. 17:00. 

Hægt er að kaupa miða á þennan leik á midi.is en einnig opnar miðasala á Vodafonevellinum kl. 16:00.  Miðaverð er 1.000 krónur fyrir 17 ára og eldri en frítt er inn yfir 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
Rúnar Kristinsson í sínum síðasta landsleik gegn Ítölum á Laugardalsvelli 2004

UEFA heiðrar Rúnar fyrir að leika yfir 100-A landsleiki - 31.8.2011

Fyrir landsleik Íslands og Kýpurs 6. september mun Geir Þorsteinsson formaður KSÍ, fyrir hönd UEFA, afhenda Rúnari Kristinssyni sérstaka viðurkenningu fyrir að vera einn af þeim 109 leikmönnum innan aðildarlanda UEFA sem hefur leikið yfir 100 A-landsleiki fyrir þjóð sína.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Aðgöngumiðar á Ísland – Kýpur fyrir handhafa A-passa - 31.8.2011

Handhafar A-passa frá KSÍ 2011 fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Kýpur afhenta mánudaginn 5. september frá kl. 10:00 - 16:00.  Miðarnir eru afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 
Vodafonevöllurinn

U21 karla - A-passar gilda inn á leik Íslands og Belgíu - 31.8.2011

Handhafar A-passa 2011 frá KSÍ þurfa ekki að sækja miða fyrir landsleik Íslands og Belgíu í undankeppni EM U21 karla.  Dugar að sýna passann við innganginn þegar mætt er á völlinn en leikið verður á Vodafonevellinum.  Frjálst sætaval er á leiknum sem hefst kl. 17:00, fimmtudaginn 1. september.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frítt fyrir yngri iðkendur, öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland – Kýpur - 31.8.2011

KSÍ hefur ákveðið að bjóða yngri iðkendum aðildarfélaga sinna, ókeypis aðgang að landsleik Íslands og Kýpur í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvelli þriðjudaginn 6. september kl. 18:45  

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

FH og Selfoss leika í Pepsi-deild kvenna að ári - 31.8.2011

FH og Selfoss munu leika í Pepsi-deild kvenna að ári en þetta var ljóst eftir seinni undanúrslitaleiki í 1. deild kvenna.  Bæði félögin unnu örugga sigra í leikjum sínum í gærkvöldi.  FH lagði Hauka 6 - 0 og Selfoss hafði betur gegn Keflavík, 6 - 1.

Lesa meira
 
Stjarnan

Stjarnan Íslandsmeistari - 31.8.2011

Stjarnan tryggði sér í gærkvöldi sigur í Pepsi-deild kvenna eftir sigur á Aftureldingu á heimavelli.  Lokatölur urður 3 - 0 Stjörnuna í vil og hefur Stjarnan þá sjö stiga forystu á Valsstúlkur þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu. Stjörnustúlkum og Garðbæingum er óskað innilega til hamingju með þennan Íslandsmeistaratitil. 

Lesa meira
 
Icelandair

Geturðu hitt slána frá vítateigsboganum? - 30.8.2011

Í hálfleik á viðureign Íslands og Kýpurs í undankeppni EM 2012, munu fimm heppnir vallargestir fá tækifæri til að spyrna knetti frá vítateigsboganum (efst á boganum) með það fyrir augum að hitta þverslána.  Vinningurinn ef það tekst er ferð fyrir tvo til Evrópu með Icelandair!

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Breyting á hópnum fyrir ferðina til Eistlands - 30.8.2011

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur gert eina breytingu á hópnum sem fer til Eistlands og leikur þar 2 vináttulandsleiki.  Kristinn hefur valið Bjarna Gunnarsson úr Fjölni einn í hópinn og kemur hann í stað Kristjáns Gauta Emilssonar sem er meiddur. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna og 3. deildar karla heldur áfram í kvöld - 30.8.2011

Í kvöld verður leikið í úrslitakeppni 1. deildar kvenna og 3. deildar karla en eftir leiki kvöldsins skýrist hvaða félög leika í Pepsi- deild kvenna að ári. Þrír leikir fara svo fram í úrslitakeppni 3. deildar karla í kvöld og er þar um að ræða síðari leiki í 8 liða úrslitum. Fjórði leikurinn fer fram á morgun.

Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í Þýskalandi - 30.8.2011

Þorvaldur Árnason mun á fimmtudaginn dæma leik Þýskalands og San Marínó en leikurinn er í undakeppni EM U21 karla.  Leikið verður í Padenborn í Þýskalandi en Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Áskell Þór Gíslason.  Varadómari verður Þóroddur Hjaltalín Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Ísland tekur á móti Belgíu á fimmtudaginn - 30.8.2011

Fyrsti leikur Íslands í undankeppni EM 2013 fer fram fimmtudaginn 1. september.  Leikið verður við Belga á Vodafonevellinum og hefst leikurinn kl. 17:00.  Ísland hefur leik í þessari keppni með þremur leikjum á heimavelli.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Tryggir Stjarnan sér sigur í Pepsi-deild kvenna í kvöld? - 30.8.2011

Í kvöld fer fram heil umferð í Pepsi-deild kvenna, sú 16. í röðinni.  Mesta spennan verður í Garðabænum en þar geta Stjörnustúlkur tryggt félaginu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki.  Stjarnan mætir Aftureldingu og með sigri er titillinn þeirra.  Afturelding hefur leikið mjög vel í seinni umferð Pepsi-deildarinnar en eru þó ekki alveg lausar úr fallhættu.

Lesa meira
 
A landslið karla

A landslið karla - Breytingar á hópnum fyrir leiki gegn Noregi og Kýpur - Uppfært - 29.8.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert fjórar breytingar á landsliðshópnum er mætir Noregi og Kýpur í undankeppni EM 2012.  Inn í hópinn koma þeir Steinþór Freyr Þorsteinsson, Matthías Vilhjálmsson, Hallgrímur Jónasson og Guðmundur Kristjánsson

Lesa meira
 
FIFA Fair Play Days 2011 - Háttvísidagar FIFA 2011

Háttvísidagar FIFA 2011 - 29.8.2011

FIFA stendur nú fyrir sérstökum háttvísidögum í 15. sinn, en þeir voru fyrst haldnir árið 1997.  Að þessu sinni urðu dagarnir 2. til 6. september fyrir valinu, en á því tímabili eru m.a. landsleikjadagar hjá A- og U21 landsliðum karla.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P7424

A landslið karla - Hópurinn valinn fyrir leiki gegn Noregi og Kýpur - 25.8.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, hefur tilkynnt hópinn er mætir Noregi og Kýpur í undankeppni EM 2012.  Leikið verður við Noreg á Ullevaal vellinum í Osló, föstudaginn 2. september en leikurinn við Kýpur verður á Laugardalsvellinum, þriðjudaginn 6. september.

Lesa meira
 
League Managers Association

Þjálfaranámskeið í fjarnámi í samvinnu við LMA í Englandi og Sportspath.com - 25.8.2011

KSÍ hefur komist að samkomulagi við LMA (League Managers Association) í Englandi og Sportspath.com um að bjóða þjálfurum á Íslandi upp á þjálfaranámskeið í fjarnámi.  Námskeiðið inniheldur m.a. 6 klukkutíma af vídeóviðtölum við Alex Ferguson, Fabio Capello, David Moyes, Arsene Wenger, Roy Hodgson og Howard Wilkinson. 

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales á Svíþjóðarmótinu

U19 karla - Hópur valinn fyrir vináttulandsleiki við Eistland - 25.8.2011

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp fyrir tvo vináttulandsleiki við Eistland.  Leikið verður ytra og fara leikirnir fram laugardaginn 3. september og mánudaginn 5. september.  Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM en riðill Íslands verður leikinn á Kýpur.  Auk heimamanna eru Noregur og Lettland í riðlinum.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna - Undanúrslit hefjast á laugardag - 24.8.2011

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna hefst næstkomandi laugardag en fjögur félög eru í baráttunni um tvö sæti í Pepsi-deild kvenna að ári.  Leikið er heima og að heiman en úrslitaleikurinn sjálfur fer fram 3. september.

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Úrslitakeppni 3. deildar karla - Leikir í 8 liða úrslitum - 24.8.2011

Framundan er úrslitakeppni 3. deildar karla og hefst hún næstkomandi laugardag, 27. ágúst.  Átta félög berjast um tvö sæti í 2. deild að ári og er leikið heima og heiman í 8 liða úrslitum þar sem samanlagður árangur ræður því hvaða félög komast í undanúrslit.

Lesa meira
 
Noregur_logo

U21 karla - Norski hópurinn er mætir Íslendingum - 24.8.2011

Norðmenn hafa tilkynnt hóp sinn hjá U21 karla sem mætir Íslendingum á Kópavogsvelli, þriðjudaginn 6. september næstkomandi.  Landsliðsþjálfarinn Per Joar Hansen hefur valið 18 leikmenn til fararinnar.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn valinn fyrir leiki gegn Belgíu og Noregi - 24.8.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið 23 leikmenn í landsliðshóp til þess að taka þátt í leikjum gegn Belgíu og Noregi.  Leikirnir eru fyrstu leikir Íslands í undankeppni fyrir EM 2013.  Leikið verður við Belga á Vodafonevellinum fimmtudaginn 1. september en leikið verður við Norðmenn á Kópavogsvelli, þriðjudaginn 6. september.

Lesa meira
 
NOR

Noregur - Ísland 2. september - Norski hópurinn - 24.8.2011

Norðmenn hafa tilkynnt hóp sinn fyrir landsleiki gegn Íslandi og Danmörku sem fara fram 2. og 6. september.  Landsliðsþjálfarinn Egil Olsen velur 20 leikmenn en þar er John Arne Riise reynslumesti leikmaðurinn, hefur leikið 97 landsleiki.  Íslenski hópurinn verður tilkynntur á morgun, fimmtudag, á blaðamannafundi en framundan eru leikir gegn Noregi og Kýpur.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland í 124. sæti - 24.8.2011

Á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var nú í morgun er karlalandslið Íslands í 124. sæti og falla um þrjú sæti frá síðasta lista.  Holland er nú í efsta sæti listans og veltir Spánverjum úr því sæti.  Holland er því sjöunda þjóðin sem vermt hefur efsta sæti listans en hinar þjóðirnar eru auk Spánar: Argentína, Brasilía, Frakkland, Ítalía og  Þýskaland.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Valur mætir Glasgow - Þór/KA leikur gegn Potsdam - 23.8.2011

Í dag var dregið í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA.  Tvö íslensk félög voru í pottinum.  Valur mætir Glasgow FC frá Skotlandi og Þór/KA leikur gegn Potsdam frá Þýskalandi.  Fyrri leikirnir fara fram 28./29. september og þeir síðari 5./6. október.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Dregið í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna - 23.8.2011

Í dag verður dregið í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna og Valur og Þór/KA í pottinum.  Liðinum 32 er skipt í tvo styrkleikaflokka og er Valur í þeim efri en Þór/KA í neðri styrkleikaflokknum.  Dregið verður í höfuðstöðvum UEFA kl. 12:00 að íslenskum tíma og má fylgjast með drættinum á heimasíðu UEFA. Lesa meira
 
Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu 2011

Íslandsleikarnir fara fram 18. september - 22.8.2011

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu og frjálsum íþróttum fara fram sunnudaginn 18. september 2011. Knattspyrnumótið fer fram í samstarfi Special Olympics, ÍF, KSÍ og knattspyrnufélagsins Víkings.

Lesa meira
 
Valitor-bikar kvenna 2011

Þrettándi bikartitill Valsstúlkna - 20.8.2011

Það eru aðeins fimm félög sem hafa hampað sigri í bikarkeppni kvenna í gegnum tíðina og bæði þessi lið eru þar á meðal, KR með fjóra bikartitla og Valur nú með 13, fleiri en nokkuð annað lið.  Næst kemur Breiðablik með 9 bikarmeistaratitla.

Lesa meira
 
Valitor-bikar kvenna 2011

Valur Valitor-bikarmeistari kvenna 2011 - 20.8.2011

Valur fagnaði í dag sigri í úrslitaleik Valitor-bikars kvenna með því að leggja KR með tveimur mörkum gegn engu á Laugardalsvellinum að viðstöddum rúmlega eitt þúsund áhorfendum.  Eitt mark í hvorum hálfleik tryggði Valssigur.

Lesa meira
 
Valitor-bikar kvenna 2011

KSÍ-passar gilda við innganginn á völlinn - 19.8.2011

KSÍ-passar munu gilda við innganginn á Laugardalsvöll á úrslitaleik KR og Vals í Valitor-bikar kvenna á laugardag.  Handhafar þurfa því ekki að sækja miða sérstaklega fyrir leikinn, heldur sýna hann í hliðinu. Lesa meira
 
Valitor-bikar kvenna 2011

Að mörgu að hyggja í lokaundirbúningnum - 19.8.2011

Það er að mörgu að hyggja í lokaundirbúningi úrslitaleiks Valitor-bikars kvenna, sem fram fer á laugardag kl. 16:00.  Starfsfólk Laugardalsvallar er í óða önn að undirbúa leikvanginn, sjálft grasið og umgjörðina.  Hefðbundinn kynningarfundur liðanna með fjölmiðlum var haldinn á fimmtudag.

Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Úrslitakeppnir í Polla- og Hnátumótum 2011 - 18.8.2011

Svæðisbundin úrslitakeppni í Polla- og Hnátumóti KSÍ fer fram helgina 20.-21. ágúst.  Leikið er annars vegar SV-lands og hins vegar NL / AL og hefur leikjaniðurröðun verið staðfest.  Pollarnir leika á Selfossvelli, ÍR-velli og Þórsvelli, og hnáturnar leika að Hlíðarenda, á Víkingsvelli og Norðfjarðarvelli.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Öllum leikjum í Íslandsmóti 5. flokks karla ætti að vera lokið - 18.8.2011

Samkvæmt tilkynningu frá mótanefnd KSÍ ætti nú öllum leikjum í Íslandsmóti 5. flokks karla að vera lokið.  Fram kemur að ef félag skilar ekki inn útfylltri leikskýrslu fyrir svæðakeppnina fyrir öll lið viðkomandi félags áður en úrslitakeppni hefst getur það ekki fengið þátttökurétt í úrslitakeppni 5. flokks.  
Lesa meira
 
Sportmyndir_30P7576

Miðasala hafin á Ísland-Kýpur - 18.8.2011

Ísland og Kýpur mætast í síðasta heimaleik íslenska liðsins í undankeppni EM 2012 þriðjudaginn 6. september.  Miðasala á leikinn er nú hafin á midi.is.  Skellum okkur öll á Laugardalsvöllinn og styðjum dyggilega við bakið á okkar strákum!  Áfram Ísland!

Lesa meira
 
EURO 2012

Ætlar þú að sjá síðustu útileiki Íslands í EM 2012? - 17.8.2011

Miðasala á tvo síðustu útileiki A landsliðs karla í undankeppni EM 2012 er nú í fullum gangi.  Ísland mætir Noregi í Osló 2. september og Portúgal í Porto 7. október.  Smellið á hlekkinn hér að neðan til að sjá nánari upplýsingar.

Lesa meira
 
EURO 2012

Miðasala á Portúgal-Ísland í undankeppni EM 2012 - 17.8.2011

Miðasala á viðureign Portúgals og Íslands í undankeppni EM 2012 er hafin.  Hægt er að panta miða á leikinn hjá KSÍ og skal senda pantanir á ragnheidur@ksi.is eigi síðar en mánudaginn 22. ágúst nk. til að tryggja miða.

Lesa meira
 
Þór

Þór sektað vegna framkomu stuðningsmanna - 17.8.2011

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 16. ágúst 2011 var samþykkt að sekta Þór vegna framkomu stuðningsmanna félagsins í leik Þórs og KR í Valitor-bikar KSÍ 13. ágúst  2011.  Um er að ræða annað atvik keppnistímabilsins vegna framkomu stuðningsmanna Þórs.

Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Tap Fjölnis í lokaleiknum í Futsal Cup - 16.8.2011

Fjölnismenn töpuðu í dag lokaleik sínum í undanriðli fyrir Evrópukeppni félagsliða í Futsal, Futsal Cup, en riðillinn er leikinn í Varna í Búlgaríu.  Leikið var gegn norska liðinu Vegakameratene og lokatölur leiksins 4-1 fyrir þá norsku.  Lesa meira
 
Valitor-bikarinn

Úrslitaleikur Valitor-bikars kvenna á laugardag kl. 16:00 - 16.8.2011

Úrslitaleikur Valitor-bikars kvenna fer fram á Laugardalsvelli á laugardag kl. 16:00.  Liðin sem mætast í úrslitaleiknum í ár hafa átt ólíku gengi að fagna á þessu sumri.  Valur er í harðri baráttu við Stjörnuna um Íslandsmeistaratitilinn, en KR berst við falldrauginn.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Gunnar vettvangsstjóri UEFA á OB - Villareal - 16.8.2011

Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, verður vettvangsstjóri UEFA (UEFA Venue Director) á leik danska liðsins OB og Villareal frá Spáni.  Leikurinn fer fram á leikvangi OB í Óðinsvéum á miðvikudag og er liður í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar UEFA.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Íslenskur dómarakvartett í París - 16.8.2011

Það verður íslenskur dómarakvartett á viðureign franska liðsins Paris Saint-Germain og FC Differdange 03 frá Lúxemborg í undankeppni Evrópudeildar þann 25. ágúst næstkomandi.  Kristinn Jakobsson verður dómari leiksins. Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl og Andri dæmdu leik í Svíþjóð - 16.8.2011

Norræn dómaraskipti eru í fullum gangi í vikunni.  Á mánudag starfaði Gunnar Jarl Jónsson sem dómari og Andri Vigfússon sem aðstoðardómari á leik Qviding og Angelholm í næstefstu deild í Svíþjóð.  Þeir Marko Grönholm dómari og Mika Lamppu aðstoðardómari munu svo starfa á leik Selfoss og Þróttar í 1. deild karla í kvöld.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Miðasala hafin á úrslitaleik Valitor-bikars kvenna - 15.8.2011

Miðasala er hafin á úrslitaleik Valitor bikar kvenna, sem fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 20. ágúst og hefst kl. 16:00.  Það eru KR og Valur sem mætast og er miðasala hafin í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Fjölnismenn ekki áfram í milliriðla - 14.8.2011

Fjölnismenn hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni Evrópukeppni félagsliða í Futsal, Futsal Cup, en riðillinn er leikinn í Varna í Búlgaríu.  Fjölnismenn eiga því ekki möguleika á því að komast í milliriðil en lokaleikurinn er gegn norska liðinu Vegakameratene á þriðjudaginn.

Lesa meira
 
Valitor-bikar karla 2011

Tólfti bikarmeistaratitill KR - 13.8.2011

Sigur KR í úrslitaleik Valitor-bikars karla í ár er tólfti bikarmeistaratitill KR-inga og auka þeir því enn forystu sína á önnur lið í bikarsigrum, en næst KR-ingum koma Valur og ÍA með 9 bikarmeistaratitla.

Lesa meira
 
Valitor-bikarinn-2011-0042

KR-ingar Valitor-bikarmeistarar karla 2011! - 13.8.2011

Það var aldeilis boðið upp á hörkuleik þegar Þór og KR mættust í úrslitaleik Valitor-bikars karla á Laugardalsvellinum í dag.  Þórsarar voru mun sterkari aðilinn lengst af og sóttu grimmt, án þess þó að ná að skora.  Það gerðu KR-ingar hins vegar tvisvar og fögnuðu sigri í leikslok.

Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Fjölnismenn leika í Futsal í Búlgaríu - 12.8.2011

Fjölnismenn eru komnir til Varna í Búlgaríu þar sem þeir leika í Futsal Cup, Evrópukeppni félagsliða í Futsal.  Fjölnismenn eru Íslandsmeistarar í Futsal og taka því þátt fyrir Íslands hönd í keppninni.  Í riðli Fjölnis eru, auk heimamanna í Varna, Vegakameratene frá Noregi og BGA frá Danmörku.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót KSÍ fyrir drengi fædda 1996 - 12.8.2011

Úrtökumót KSÍ fyrir pilta fædda 1996 fer fram að Laugarvatni 19.-21. ágúst næstkomandi.  Alls hafa á sjöunda tug leikmanna fengið boð um að mætaog koma þeir frá um 30 félögum víðs vegar af landinu. 

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Úrskurður í máli Markaregns gegn KFG - 12.8.2011

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir kæru Markaregns gegn KFG vegna leiks í 3. deild karla.  Kærandi krafðist þess að úrslit leiksins yrðu dæmd ógild, en til var að leikurinn yrði háður að nýju.  Nefndin úrskurðaði að úrslitin skyldu standa óhögguð.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ-passar gilda við innganginn - 12.8.2011

KSÍ-passar munu gilda við innganginn á úrslitaleik Þórs og KR í Valitor-bikar karla á laugardag.  Handhafar þurfa því ekki að sækja miða sérstaklega fyrir leikinn, heldur sýna hann í hliðinu.  Leikurinn hefst kl. 16:00 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega. Lesa meira
 
Gæðastimpill SGS

Árleg úttekt á leyfiskerfinu 15. ágúst - 11.8.2011

Í byrjun næstu viku kemur í heimsókn til KSÍ fulltrúi SGS, sem er alþjóðlegt matsfyrirtæki sem UEFA hefur ráðið til að gera árlega gæðaúttekt á leyfiskerfi í öllum aðildarlöndum sambandsins.  Fulltrúi SGS mun skoða vel alla uppbyggingu leyfiskerfis KSÍ. 

Lesa meira
 
Valitor-bikarinn-2011-012

Laugardalsvöllur skartar sínu fegursta - 11.8.2011

Það má með sanni segja að Laugardalsvöllurinn skarti sínu fegursta þessa dagana og verður í algjöru toppstandi fyrir úrslitaleik Valitor-bikars-karla, sem fram fer á laugardag kl. 16:00.  Grasið sleikir sólina á milli þess sem það svalar þorsta sínum.

Lesa meira
 
Valgeir Valgeirsson

Valgeir dæmir úrslitaleik Valitor-bikars karla - 11.8.2011

Tilkynnt hefur verið hverjir dæma úrslitaleik Þórs og KR í Valitor-bikar karla á laugardag og fellur það í hlut Valgeirs Valgeirssonar að vera með flautuna í leiknum.  Aðstoðardómarar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Frosti Viðar Gunnarsson.

Lesa meira
 
Heimir Hallgrímsson með UEFA-Pro skjalið

Heimir Hallgrímsson útskrifast með UEFA Pro þjálfaragráðu - 11.8.2011

Fyrr í sumar bættist enn í hóp íslenskra þjálfara sem hlotið hafa UEFA Pro þjálfaragráðu þegar Eyjapeyjinn Heimir Hallgrímsson lauk námi sínu.  Heimir er áttundi Íslendingurinn sem útskrifast með UEFA Pro þjálfaragráðu.
Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Úrslitaleikur Valitor-bikars karla á laugardag kl. 16:00 - 11.8.2011

Úrslitaleikur Valitor-bikars karla fer fram á Laugardalsvelli á laugardag kl. 16:00, þar sem Þór og KR mætast.  Bikarsaga liðanna er ansi ólík. KR-ingar eru að leika til úrslita í 17. sinn, en Þórsarar eru í fyrsta sinn í úrslitum bikarkeppninnar. 

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P7772

Ungverskur sigur í Búdapest - 10.8.2011

A landslið karla tapaði með fjórum mörkum gegn engu í vináttuleik í Búdapest í kvöld.  Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn og liðin skiptust á að sækja, en heimamenn náðu að setja tvö mörk.  Ungverjarnir voru sterkari í síðari hálfleik og bættu við tveimur mörkum.

Lesa meira
 
UEFA

Breyting á þjálfarasáttmála UEFA - 10.8.2011

Sú breyting hefur verið gerð á þjálfarasáttmála UEFA að öll leyfi renna út um áramót í stað þess að miðað sé við þann dag sem prófið var tekið. Þjálfari sem tekur skriflega UEFA B prófið 20. febrúar 2011 er þannig með leyfi til 31. desember 2014. Lesa meira
 
Sportmyndir_30P7586

Byrjunarliðið gegn Ungverjum opinberað - 10.8.2011

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A landsliðs karla, hefur opinberað byrjunarlið sitt gegn Ungverjum, en Ísland leikur vináttuleik gegn ungverska liðinu í dag og hefst leikurinn, sem er í beinni á Stöð 2 sport, kl. 17:45.

Lesa meira
 
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson

Dæmdu leik í finnsku deildinni - 9.8.2011

Þeir Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og Ásgeir Þór Ásgeirsson voru í dómarateyminu á leik FC Espoo og KPV í næst efstu deild í Finnlandi þann 7. ágúst.  Þetta verkefni var hluti í samstarfi knattspyrnusambandanna á Norðurlöndunum í norrænum dómaraskiptum.  

Lesa meira
 
EURO 2012

Miðasala á Noregur-Ísland í undankeppni EM 2012 - 8.8.2011

Miðasala á viðureign Noregs og Íslands í undankeppni EM 2012 er hafin, en liðin mætast í Osló 2. september næstkomandi.  Hægt er að panta miða á leikinn hjá KSÍ, fyrir 19. ágúst nk. til að tryggja miða.

Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Úrslitakeppni Polla- og Hnátumótsins 2011 - 8.8.2011

Búið er að birta leikjaniðurröðun í úrslitakeppnum Polla- og Hnátumóta KSÍ árið 2011. Sjá má leikina hér á síðunni með því að smella á tengilinn hér að neðan.  Úrslitakeppnirnar fara fram 20. - 21. ágúst. Lesa meira
 
Víkingur Ólafsvík

Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfestir fyrri úrskurð - 8.8.2011

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir áfrýjun Víkings Ólafsvík gegn Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ þar sem þjálfari Víkings Ól. var dæmdur í þriggja leikja bann.  Áfrýjandi krafðist þess að leikbannið yrði stytt.

Lesa meira
 
Wokefield

6. stigs þjálfaranámskeið 2012 - Umsóknarfrestur til 17. október - 8.8.2011

KSÍ heldur 6. stigs þjálfaranámskeið í Wokefield Park, Englandi dagana 30. janúar til 6. febrúar 2012.  Umsækjendur verða að hafa lokið KSÍ V þjálfaranámskeiði eða verða að taka KSÍ V þjálfaranámskeið sem haldið verður í október á þessu ári.

Lesa meira
 
A landslið karla

Breytingar á landsliðshópnum gegn Ungverjum - 8.8.2011

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á hópnum hjá A-landsliði karla fyrir vináttulandsleikinn gegn Ungverjum á miðvikudag.  Fimm leikmenn hafa helst úr lestinni og í staðinn hefur Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari kallað á fjóra.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

NM U17 karla - Ísland Norðurlandameistari - 7.8.2011

Ísland tryggði sér í dag Norðurlandameistaratitilinn hjá U17 karla þegar þeir lögðu Dani í úrslitaleik á Þórsvelli í dag.  Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Ísland og skoraði Ævar Ingi Jóhannesson markið á 22. mínútu.  Ísland 2 lék einnig í dag við Norðmenn í leik um 3. sætið en þar höfðu Norðmenn betur, 2 - 1.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

NM U17 karla - Íslensku liðin leika um gull og brons - 7.8.2011

Í dag verður leikið um sæti á Norðurlandamóti U17 karla og leika bæði íslensku liðin um verðlaunasæti á mótinu.  Ísland og Danmörk leika til úrslita á mótinu en þjóðirnar mætast á Þórsvelli kl. 13:00.  Allir aðrir leikir um sæti hefjast kl. 11:00 og þeirra á meðal er leikur Íslands og Noregs sem hefst kl. 11:00, einnig á Þórsvelli. Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar karla - Miðasala hafin á úrslitaleikinn - 5.8.2011

Úrslitaleikur Valitor bikar karla fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 13. ágúst og hefst kl. 16:00.  Það eru Þór og KR sem mætast og er miðasala hafin í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

NM U17 karla - Riðlakeppninni lýkur í dag - 5.8.2011

Í dag fara fram lokaleikirnir í riðlakeppni Norðurlandamóts U17 karla og verður leikið í dag á Dalvík og á Húsavík.  Mikil spenna er fyrir lokaumferðina og margir möguleikar í spilinu en leikið verður um sæti á sunnudaginn og fara þeir leikir fram á Akureyri og Grenivík.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Knattspyrnusamband Íslands kynnir Þjálfaraskóla KSÍ - 4.8.2011

Knattspyrnusamband Íslands kynnir Þjálfaraskóla KSÍ.  Aðildarfélög KSÍ og starfandi knattspyrnuþjálfarar hjá þeim geta haft samband við fræðsludeild KSÍ og fengið leiðbeinanda frá KSÍ í heimsókn á 3-4 æfingar.  Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - KR leikur í Georgíu í dag - 4.8.2011

KR leikur í dag síðari leik sinn í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA og eru andstæðingarnir Dinamo Tbilisi frá Georgíu.  Róðurinn verður þungur hjá KR en Georgíumenn unnu fyrri leikinn á KR velli, 4 - 1.

Lesa meira
 
KR

KR sektað vegna framkomu stuðningsmanna - 3.8.2011

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ 2. ágúst 2011 var samþykkt að sekta KR um 25.000.- vegna framkomu stuðningsmanna félagsins í leik BÍ/Bolungarvíkur og KR í Valitor-bikar KSÍ 31. júlí 2011.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót stúlkna 2011 12. - 14. ágúst - 3.8.2011

Úrtökumót KSÍ 2011 fyrir stúlkur fæddar árið 1996 fer fram dagana 12. - 14. ágúst.  Úrtökumótið verður á Laugarvatni og eru félög leikmanna eru beðin um að kynna sér upplýsingar sem finna má hér að neðan.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

NM U17 karla - Aftur sigur og jafntefli í dag - 3.8.2011

Á öðrum leikdegi á Norðurlandamóti U17 karla voru sigur og jafntefli aftur upp á teningnum á íslensku liðunum.  Ísland 1 lagði Færeyjar með þremur mörkum gegn engu og Ísland 2 gerði jafntefli við Finna, 1 - 1.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P7424

A karla - Landsliðshópurinn gegn Ungverjum - 3.8.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn er mætir Ungverjum í vináttulandsleik, miðvikudaginn 10. ágúst.  Leikið verður á Ferenc Puskas vellinum í Búdapest og hefst leikurinn kl. 17:45 að íslenskum tíma.  Tveir nýliðar eru í hópnum að þessu sinni og eru þeir báðir markverðir.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leikjum í Pepsi-deild karla breytt - 3.8.2011

Vegna úrslitaleiksins í Valitor-bikar karla 13. ágúst  og vegna þátttöku KR í Evrópudeild UEFA hefur nokkrum leikjum í Pepsi-deild karla verið breytt.  Næst síðasta umferðin, 21. umferð, hefur verið færð í heild sinni aftur um einn dag.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

NM U17 karla - Leikið á Sauðárkróki og Ólafsfirði í dag - 3.8.2011

Í dag fara fram fjórir leikir á Norðurlandamóti U17 karla og verða leikir dagsins á Sauðárkróki og Ólafsfirði.  Eins og áður hefur komið fram er Ísland með tvö lið að þessu sinni á mótinu.  Ísland 1 mætir Færeyjum á Sauðárkróki kl. 14:00 en Ísland 2 leikur gegn Finnum á Ólafsfirði kl. 16:00.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

NM U17 karla - Sigur og jafntefli í dag - 2.8.2011

Í dag hófst Norðurlandamót U17 karla en mótið fer fram að þessu sinni hér á landi og er leikið á Norðurlandi.  Tvo íslensk lið eru með á mótinu að þessu sinni og léku þau bæði í dag.  Ísland 2 lagði Svía að velli, 3 - 1, en Ísland 1 gerði jafntefli við Norðmenn, 2 - 2.

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Pepsi-deild karla - 13. umferð hefst á morgun - 2.8.2011

Á morgun, miðvikudaginn 3. ágúst, hefst keppni í Pepsi-deild karla að nýju en þá eru 5 leikir á dagskránni í Pepsi-deild karla.  Sjötta leik umferðarinnar hefur verið frestað en það er leikur Keflavíkur og KR.  Þá er vert að vekja athygli á breyttum leiktíma á leik Fylkis og ÍBV en hann hefst kl. 19:15 í stað 18:00. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 gegn Armeníu í undakeppni EM

NM U17 karla - Byrjunarlið Íslands hafa verið tilkynnt - 2.8.2011

Norðurlandamót karla U17 hefur göngu sína í dag og að þessu sinni er Ísland með tvö lið í mótinu.  Ísland 1 mætir Noregi kl. 16:00 á Þórsvelli en núna kl. 14:00 leikur Ísland 2 gegn Svíum.  Gunnar Guðmundsson stjórnar liði 1 en Freyr Sverrisson stjórnar liði 2.  Þeir hafa tilkynnt byrjunarlið sín.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar karla - Þór og KR mætast í úrslitaleiknum - 2.8.2011

Nú er ljóst að það verða Þór og KR sem leika til úrslita í Valitor bikar karla.  Þór lagði ÍBV í undanúrslitum og KR hafði betur gegn BÍ/Bolungarvík nú um helgina en leikið var á Ísafirði.  Úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 13. ágúst..

Lesa meira
 
U17 landslið karla

NM U17 karla - Knattspyrnuveisla á Norðurlandi - 2.8.2011

Í dag hefst Norðurlandamót U17 karla og verður það leikið víðsvegar um Norðurland.  Ísland er að þessu sinni með tvö lið í mótinu en aðrar þjóðir eru: Færeyjar, Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Finnland og England.  Leikirnir í dag fara allir fram á Akureyri, á Akureyrarvelli og Þórsvelli. 

Lesa meira
 
Allur hópurinn hjá U17 kvenna í Sviss

EM U17 kvenna - Bronsið til Þjóðverja - 31.7.2011

Það var þýska liðið sem tryggði sér þriðja sætið í úrslitakeppni EM U17 kvenna en leikið var um sæti í Nyon í dag.  Þjóðverjar lögðu íslensku stelpurnar með átta mörkum gegn tveimur og gerðu þær þýsku út um leikinn í fyrri hálfleiknum en þær leiddu í leikhléi, 5 - 0.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar karla - BÍ/Bolungarvík tekur á móti KR í dag - 31.7.2011

Seinni undanúrslitaleikur Valitor bikars karla fer fram í dag þegar BÍ/Bolungarvík taka á móti KR á Torfnesvelli á Ísafirði.  Leikurinn hefst kl. 16:00 og er mikið í húfi, sæti í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli 13. ágúst, þar sem Þórsarar bíða reiðubúnir.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spáni í undanúrslitum EM U17 kvenna í Nyon

EM U17 kvenna - Leikið gegn Þjóðverjum kl. 12:00 - 31.7.2011

Þorlákur Árnasons, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Þjóðverjum í leik um 3. sætið í úrslitakeppni U17 kvenna sem fram fer í Nyon.  Leikið verður gegn Þjóðverjum og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma. Hægt að fylgjst með textalýsingu á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

HM 2014 - Ísland í riðli með Noregi - 30.7.2011

Í dag var dregið í riðla í undankeppni fyrir HM 2014.  Drátturinn fór fram í Ríó en úrslitakeppnin 2014 fer einmitt fram í Brasilíu.  Ísland  í E riðli og leikur í riðli með Noregi, Slóveníu, Sviss, Albaníu og Kýpur.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður í máli Snæfellsness gegn Skallagrími - 28.7.2011

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir mál Snæfellsness gegn Skallagrími vegna leik félaganna í 5. flokki kvenna sem fram fór 13. júlí síðastliðinn.  Kærunni er vísað frá.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spáni í undanúrslitum EM U17 kvenna í Nyon

EM U17 kvenna - Spánverjar of sterkir - 28.7.2011

Stelpurnar í U17 biðu lægri hlut gegn Spánverjum í undanúrslitum EM U17 kvenna en leikið var í Nyon í Sviss.  Lokatölur urðu 4 - 0 fyrir Evrópumeistara Spánverja sem leiddu í leikhléi 3 - 0.  Ísland mun því leika um 3. sætið á sunnudag en Spánverjar leika til úrslita á mótinu.

Lesa meira
 
Merki FIFA

HM 2014 - Dregið í riðla á laugardaginn - 28.7.2011

Laugardaginn 30. júlí verður dregið í riðla í undankeppni fyrir HM 2014 en úrslitakeppnin fer fram í Brasilíu.  Dregið verður í Ríó og hefst drátturinn kl. 18:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með honum á heimasíðu FIFA.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

EM U17 kvenna - Ísland mætir Spánverjum kl. 12:00 - 28.7.2011

Það er komið að langþráðum degi því í dag kl. 12:00 mætast Ísland og Spánn í undanúrslitum úrslitakeppni EM U17 kvenna sem fram fer í Nyon í Sviss.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á íþróttastöðinni Eurosport.  Siðari undanúrslitaleikurinn er á milli Frakka og Þjóðverja og hefst hann kl. 16:00 að íslenskum tíma.

Þorlákur Árnason hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

KR tekur á móti Dinamo TIblisi frá Georgíu - 28.7.2011

KR tekur á móti Dinamo Tiblisi frá Georgíu í kvöld á KR vellinum og hefst leikurinn kl. 19:15.  Þetta er fyrri leikur liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA en síðari leikurinn verður í Tiblisi eftir rétta viku.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar karla - Þór leikur til úrslita - 27.7.2011

Þór Akureyri tryggði sér sæti í úrslitaleik Valitor bikars karla með sigri á ÍBV í kvöld.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir heimamenn en leikið var á Þórsvelli á Akureyri.  Þetta er fyrsta sinn sem Þór kemst í úrslitaleikinn og munu þeir mæta þar annað hvort BÍ/Bolungarvík eða KR.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið upp um eitt sæti - 27.7.2011

Á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun er íslenska karlalandsliðið í 121. sæti og fer upp um eitt sæti.  Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti en Holland fylgir þeim fast á eftir í öðru sætinu.

Lesa meira
 
Hópur U17 kvenna í úrslitakeppni EM í Sviss

U17 kvenna - Góðar aðstæður í Sviss - 27.7.2011

Vel fer um hópinn og fylgdarlið hjá U17 kvenna í Nyon í Sviss en framundan er úrslitakeppni EM.  Leikið verður gegn Spáni í undanúrslitum á morgun, fimmtudaginn 28. júlí, kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Leikurinn, eins og allir leikir keppninnar, verða sýndir á íþróttastöðinni Eurosport.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar karla - Þór tekur á móti ÍBV í kvöld - 27.7.2011

Framundan eru undanúrslitin í Valitor bikar karla og er fyrri undanúrslitaleikurinn í kvöld.  Þór tekur þá á móti ÍBV á Þórsvelli og hefst leikurinn kl. 19:15.  Síðari undanúrslitaleikurinn fer svo fram næstkomandi sunnudag en þá mætast BÍ/Bolungarvík og KR á Torfnesvelli á Ísafirði.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Guðmundur Reynir valinn bestur í fyrstu 11 umferðunum - 25.7.2011

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri hluta Pepsi-deildar karla og fór athöfnin fram í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar.  Guðmundur Reynir Gunnarsson þótti hafa staðið sig best allra leikmanna og Rúnar Kristinsson var valinn þjálfari umferðanna. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn á Emirates Cup og í Króatíu - 25.7.2011

Kristinn Jakobsson verður á ferð og flugi næstu daga en enska knattspyrnusambandið hefur boðið honum að dæma á æfingamótinu Emirates Cup sem fram fer á heimavelli Arsenal.  Kristinn mun svo fara til Zagreb í Króatíu en þar mun hann dæma leik Dinamo Zagreb og HJK Helsinki í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar sunnudaginn 31. júlí - 25.7.2011

Sunnudaginn 31. júlí lokar félagaskiptaglugginn og frá og með 1. ágúst eru öll félagaskipti, innanlands og til landsins, óheimil.  Fullfrágengin félagaskipti þurfa að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti, sunnudaginn 31. júlí.  

Lesa meira
 
UEFA

Geir Þorsteinsson í nefnd um mót landsliða hjá UEFA - 25.7.2011

Framkvæmdastjórn UEFA hefur skipað í nefndir fyrir árin 2011 - 2013 á vegum sambandsins.  Nokkrir einstaklingar frá KSÍ eru þar á meðal og ber þar helst að nefna að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur verið skipaður annar varaformaður í nefnd UEFA um mót landsliða sem m.a. sér um skipulagningu á EM landsliða.  Geir var áður í dómaranefnd UEFA.

Lesa meira
 
Undirbúningshópur U17 kvenna fyrir úrslitakeppni EM

U17 kvenna - Hópurinn heldur utan í kvöld - 25.7.2011

Stelpurnar í U17 halda til Sviss í kvöld en framundan er úrslitakeppni EM sem fram fer í Nyon.  Aðeins fjórar þjóðir komast í þessa úrslitakeppni og leikur Ísland gegn núverandi handhöfum titilsins, Spánverjum, fimmtudaginn 28. júlí.  Í hinum undanúrslitaleiknum eigast við Þýskaland og Frakkland.  Úrslitaleikurinn og leikurinn um þriðja sætið fara svo fram, sunnudaginn 31. júlí.

Lesa meira
 
Norski fáninn

Einnar mínútu þögn fyrir leiki 12. umferðar Pepsi-deildar karla - 24.7.2011

Fimm leikir fara fram í Pepsi-deild karla í dag og 12. umferðinni lýkur á morgun, mánudag, með einum leik.  Ákveðið hefur verið að fyrir alla þessa leiki verður mínútu þögn í virðingarskyni við fórnarlömb hinna hörmulegu voðaverka í Osló.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar kvenna - Valur og KR mætast í úrslitaleiknum - 23.7.2011

Það verða Reykjavíkurfélögin Valur og KR sem mætast í úrslitaleik Valitor bikar kvenna 20. ágúst næstkomandi.  Þetta varð ljóst eftir undanúrslitaleikina sem báðir voru æsispennandi og skemmtilegir áhorfs.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales á Svíþjóðarmótinu

U19 karla - Sigur á Svíþjóðarmótinu þrátt fyrir tap gegn Noregi - 23.7.2011

Strákarnir í U19 léku í dag gegn Norðmönnum í lokaleik sínum á Svíþjóðarmótinu.  Norðmenn höfðu 2 - 1 sigur í leiknum en Íslendingar fóru engu að síður með sigur af hólmi á þessu móti, með sex stig líkt og Svíar en markatala íslenska liðsins var hagstæðari.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA - Kvennalandsliðið í 17. sæti - 22.7.2011

Á nýjum styrkleikalista FIFA er íslenska kvennalandsliðið í 17. sæti og fellur niður um eitt sæti frá því að síðasti listi var gefinn út.  Bandaríkin eru í efsta sæti listans en nýkrýndir heimsmeistarar Japana eru í fjórða sæti. Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar kvenna - Hvaða félög komast í úrslitaleikinn? - 22.7.2011

Undanúrslit Valitor bikar kvenna fara fram í kvöld og er ríkir mikil eftirvænting yfir því að sjá hvaða félög komast í úrslitaleikinn eftirsótta.  Á Fylkisvelli mætast Fylkir og KR og á Varmárvelli leika Afturelding og Valur.  Báðir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales á Svíþjóðarmótinu

U19 karla - Sætur sigur á Svíum - 21.7.2011

Strákarnir í U19 lögðu Svía í öðrum leik sínum á Svíþjóðarmótinu sem fram fór í dag.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Ísland eftir að hafa leitt í leikhléi með einu marki.  Það var Árni Vilhjálmsson sem skoraði bæði mörk Íslands í leiknum, það síðara úr vítaspyrnu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales á Svíþjóðarmótinu

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Svíum - 21.7.2011

Strákarnir í U19 leika sinn annan leik í dag á Svíþjóðarmótinu og eru mótherjarnir í dag gestgjafarnir sjálfir.  Leikurinn hefst k. 17:00 að íslenskum tíma og hefur Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarliðið en hann teflir fram sama byrjunarliði og lagði Wales að velli í fyrsta leiknum. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Góður sigur Blika á Noregsmeisturunum - 21.7.2011

Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu góðan sigur á Noregsmeisturunum í Rosenborg á Kópavogsvelli í gærkvöldi en leikurinn var í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Breiðablik eftir að staðan hafði verið 1 - 0 í leikhléi.   

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

KR og FH leika seinni leiki sína í kvöld - 21.7.2011

Í kvöld leika KR og FH seinni leiki sína í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA og fara báðir leikirnir fram ytra.  KR mætir MSK Zilina frá Slóvakíu kl. 17:30 að íslenskum tíma. FH sækir svo CD Nacional frá Portúgal heim og hefst sá leikur kl. 18:45 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Hóparnir valdir fyrir Norðurlandamótið - 20.7.2011

Dagana 2. - 7. ágúst fer fram Norðurlandamót U17 karla og fer það fram hér á landi að þessu sinni.  Mótið fer fram víðsvegar um Norðurland og að þessu sinni verður Ísland með 2 lið á mótinu.  Ísland 1 er í riðli með Englandi, Færeyjum og Noregi en Ísland 2 í riðli með Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Breiðablik tekur á móti Rosenborg í kvöld - 20.7.2011

Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti norsku meisturunum í Rosenborg í kvöld og er þetta seinni viðureign félaganna í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA.  Norsku meistararnir standa vel að vígi eftir fyrri leikinn sem þeir unnu, á sínum heimavelli, 5 - 0.

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Viðurkenningar vegna fyrri helmings Pepsi-deildar karla - 19.7.2011

Mánudaginn 25. júlí kl. 12:00 verða afhentar viðurkenningar vegna fyrri helmings Pepsi-deildar karla, eða umferðir 1-11.  Viðurkenningarnar verða afhentar í húsakynnum Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7 - 11 í Reykjavík. 

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales á Svíþjóðarmótinu

U19 karla - Stórsigur í fyrsta leik á Svíþjóðarmótinu - 19.7.2011

Strákarnir í U19 byrjuðu Svíþjóðarmótið með glans en þeir lögðu Walesverja örugglega í dag.  Lokatölur urður 5 - 1 fyrir Íslands eftir að staðan í leikhléi var 2 - 1.  Næsti leikur Íslands á mótinu er á fimmtudaginn þegar leikið verður við heimamenn í Svíþjóð.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Englandi í milliriðli EM í Póllandi, apríl 2011

U17 kvenna - Breytingar á hópnum - 19.7.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur gert tvær breytingar á hópnum er leikur í úrslitakeppni U17 kvenna í Sviss síðar í þessum mánuði.  Inn í hópinn koma þær Berglind Rós Ágústsdóttir úr Val og Ágústa Kristinsdóttir úr KA en þær koma í stað Elínar Mettu Jensen og Ingunnar Haraldsdóttur. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KFR auglýsir eftir þjálfara fyrir yngri flokka - 19.7.2011

Knattspyrnufélag Rangæinga (KFR) auglýsir eftir þjálfara fyrir yngri flokka félagsins  í 50% starf frá og með 1.sept.  Umsóknarfrestur er til 1.ágúst. áhugasamir sendi inn umsóknir ásamt menntun og reynslu á benb@internet.is  Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Leikið gegn Wales í dag á Svíþjóðarmótinu - 19.7.2011

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Wales í dag en um er að ræða fyrsta leik liðsins á Svíþjóðarmótinu.  Leikurinn hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma.  Einnig leika heimamenn og Noregur á þessu móti og mætast þessar þjóðir síðar í dag.

Lesa meira
 
KÞÍ

Þjálfaraferð til Barcelona - 18.7.2011

KÞÍ getur fengið fimm sæti í þjálfaraferð norska þjálfarafélagsins til Barcelona frá 1.-5. desember.  Fylgst verður með þjálfun hjá Espanol og Barcelona.  Farið verður á leik FC Barcelona gegn Levante.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Ashley Bares valin best í fyrstu 9 umferðunum - 15.7.2011

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri helming Pepsi-deildar kvenna en athöfnin fór fram í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar.  Ashley Bares úr Stjörnunni var valin besti leikmaður fyrstu níu umferðanna og þjálfari ÍBV, Jón Ólafur Daníelsson, var valinn þjálfari umferðanna. 

Lesa meira
 
UEFA

Drætti lokið í 3. umferð Meistaradeildar og Evrópudeildar UEFA - 15.7.2011

Í dag var dregið í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar og Evrópudeildar UEFA og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.  Þrjú íslensk félög eru enn í þessum keppnum en enn er ólokið seinni viðureignum í 2. umferð í keppnunum.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í 3. umferð Meistaradeildar og Evrópudeildar UEFA í dag - 15.7.2011

Í dag verður dregið í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA og verður hægt að fylgjast með drættinum á heimasíðu UEFA, www.uefa.com.  Þrjú íslensk félög eru eftir í þessum keppnum en öll eiga þau eftir að leika síðari viðureignir sínar í annarri umferð.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

FH og KR leika á heimavelli í kvöld - 14.7.2011

Knattspyrnuáhugafólk fær svo sannarlega mikið fyrir sinn snúð í kvöld en þá fara fram tveir leikir hér á landi í Evrópudeild UEFA.  FH og KR leika í kvöld, fimmtudagskvöld, fyrri leiki sína í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA.  FH tekur á móti portúgalska liðinu CD Nacional kl. 19:15.  Á sama tíma taka mætast KR og MSK Zilina frá Slóvakíu. Lesa meira
 
Þór

Þór sektað vegna öryggisgæslu - 13.7.2011

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ 12. júlí 2011 var samþykkt að sekta Þór um 10.000.- vegna öryggisgæslu eftir leik Þórs og Vals í Pepsi-deild karla sem fram fór 6. júlí. 

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Breiðablik mætir Rosenborg í Meistaradeild UEFA í kvöld - 13.7.2011

Íslandsmeistarar Breiðabliks leika í kvöld fyrri leik sinn í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA.  Mótherjarnir eru norsku meistararnir í Rosenborg og hefst leikurinn kl. 18:45 á Lerkendal vellinum í Þrándheimi.  Síðari leikurinn verður á Kópavogsvelli eftir viku, miðvikudaginn 20. júlí.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Staðfestir leikdagar í Valitor bikar karla og kvenna - 12.7.2011

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest leikdaga og leiktíma á undanúrslitaleikjunum í Valitor bikar karla og kvenna.  Konurnar leika föstudaginn 22. júlí en karlarnir leika miðvikudaginn og fimmtudaginn 27. og 28. júlí.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Viðurkenningar vegna fyrri helmings Pepsi-deildar kvenna - 12.7.2011

Föstudaginn 15. júlí kl. 12:00 verða afhentar viðurkenningar vegna fyrri helmings Pepsi-deildar kvenna, eða umferðir 1-9. Viðurkenningarnar verða afhentar í húsakynnum Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11 í Reykjavík.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn valinn fyrir Svíþjóðarmót - 12.7.2011

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sinn er leikur á Svíþjóðarmótinu dagana 18. - 24. júlí.  Leikmenn í þessum hópi eru fæddir 1994 og síðar en leikið er gegn Wales, Svíþjóð og Noregi.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn opnar föstudaginn 15. júlí - 12.7.2011

Föstudaginn 15. júlí opnar félagaskiptaglugginn að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka.  Glugginn er opinn til 31. júlí og eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð hérlendis, hvort sem um er að ræða leikmenn meistaraflokka eða leikmenn yngri flokka

Lesa meira
 
Undirbúningshópur U17 kvenna fyrir úrslitakeppni EM

Úrslitakeppni EM U17 kvenna - 11.7.2011

Á þessari síðu er að finna upplýsingar um úrslitakeppni EM U17 landsliða kvenna, sem fram fer í Nyon í Sviss, 28. júlí – 30. júlí.  Smellið að vild.

Lesa meira
 
Undirbúningshópur U17 kvenna fyrir úrslitakeppni EM

U17 kvenna - Hópurinn valinn fyrir úrslitakeppni EM - 11.7.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U17 kvenna í Sviss.  Þessi úrslitakeppni fjögurra þjóða stendur frá 28. - 31. júlí og leikur Ísland gegn Spáni í undanúrslitum, fimmtudaginn 28. júlí, en Spánverjar eru núverandi handhafar þessa titils.  Í hinum undanúrslitaleiknum leika Þjóðverjar og Frakkar.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á NM U17 kvenna í Finnlandi

Norðurlandamót stúlkna - Magnaður seinni hálfleikur - 9.7.2011

Íslensku stelpurnar luku keppni á Norðurlandamóti stúlkna með stæl í dag þegar þær lögðu Svía með fimm mörkum gegn þremur.  Staðan í leikhléi var 3 - 1 fyrir Svía í leikhléi og þær leiddu 3 - 0 eftir 30 mínútna leik.  Elín Metta Jensen gerði fjögur mörk í leiknum í dag.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Draupnir dregur sig úr keppni í 3. deild karla - 8.7.2011

Draupnir frá Akureyri hefur dregið lið sitt úr keppni í 3. deild karla en Draupnir lék þar í D riðli.  Af þessum sökum falla leikir liðsins því niður. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á NM stúlkna í Finnlandi 2011

Norðurlandamót stúlkna - Leikið við Svía um 5. sætið - 8.7.2011

Íslensku stelpurnar munu leika gegn stöllum sínum frá Svíþjóð á Norðurlandamóti stúlkna sem fram fer í Finnlandi um þessar mundir.  Það verða Holland og Frakkland sem leika til úrslita á mótinu.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

KR áfram í Evrópudeild UEFA - 7.7.2011

KR tryggði sér sæti í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld með því að leggja ÍF frá Færeyjum á KR vellinum.  Leiknum í kvöld lauk með 5 - 1 sigri KR og 8 - 2 samanlagt.  ÍBV lék gegn St. Patrick´s í Dublin í kvöld.  Eyjamenn héldu í víking með eins marks forystu eftir 1 - 0 sigur í fyrri leiknum.  Það dugði ekki í kvöld því Írarnir fóru með 2 - 0 sigur af hólmi Lesa meira
 
Frá súpufundi um skaðsemi munntóbaks

Fyrirmyndarleikmaðurinn - Herferð gegn munntóbaksnotkun - 7.7.2011

Í dag var blaðamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ þar sem kynnt var til sögunnar herferð gegn munntóbaksnotkun.  Nefnist hún "Fyrirmyndarleikmaðurinn" og þar taka sig saman aðilar til að sporna gegn munntóbaksnotkun ungs fólks.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á NM stúlkna í Finnlandi 2011

Norðurlandamót stúlkna - Jafnt gegn Norðmönnum - 7.7.2011

Ísland lék lokaleik sinn í riðlinum á Norðurlandamóti stúlkna sem fram fer í Finnlandi.  Leikið var gegn Norðmönnum og lyktaði leiknum með jafntefli, 1 - 1 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik.  Hildur Antonsdóttir jafnaði metin fyrir Ísland á 35. mínútu.

Lesa meira
 
Enski dómarinn James Adcock

Dómarasamstarf við enska knattspyrnusambandið - 7.7.2011

Enski dómarinn James Adcock mun á næstu dögum starfa á þremur leikjum í íslensku deildar keppninni.  Hann mun dæma leik Selfoss og ÍR í kvöld og sömuleiðis dæmir hann leik ÍA og Leiknis sem fer fram 12. júlí

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Frökkum á Norðurlandamóti stúlkna í Finnlandi

Norðurlandamót stúlkna - Byrjunarliðið gegn Noregi - 7.7.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands er mætir Noregi á Norðurlandamóti stúlkna sem fram fer í Finnlandi.  Þetta er síðasti leikur Íslands í riðlinum og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Komast KR og ÍBV áfram? - 6.7.2011

Fimmtudaginn 7. júlí leika KR og ÍBV seinni leiki sína í forkeppni Evrópudeildar UEFA.  KR tekur á móti færeyska liðinu ÍF á KR vellinum og hefst leikurinn kl. 19:15.  ÍBV heldur til Írlands þar sem þeir mæta St. Patrick´s á Richmond Park í Dublin á Írlandi.  Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Fjölnir til Búlgaríu í Futsal Cup - 6.7.2011

Í dag var dregið í undankeppni Futsal Cup en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.  Íslandsmeistarar Fjölnis eru fulltrúar Íslands og drógust þeir í riðil með BGA Futsal frá Danmörku, Vegakameratene frá Noregi og MFC Varna frá Búlgaríu sem jafnan eru gestgjafar riðilsins.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður í máli Hattar gegn KF - 6.7.2011

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir mál Hattar gegn KF vegna leik félaganna í 4. flokki karla sem fram fór 19. júní síðastliðinn.  Í úrskurðarorðum kemur fram að leikurinn skuli dæmdur tapaður KF með markatölunni 0 - 3. Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Dregið í Evrópukeppni félagsliða í Futsal í dag - 6.7.2011

Í dag verður dregið í Evrópukeppni félagsliða í Futsal (Futsal Cup) og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.  Dregið verður kl. 12:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með drættinum á heimasíðu UEFA Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þjálfari BÍ/Bolungarvíkur áminntur vegna ummæla - 6.7.2011

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ 5. júlí 2011 var samþykkt að áminna Guðjón Þórðarson þjálfara BÍ/Bolungarvíkur vegna ummæla hans í fjölmiðlum eftir leik Þróttar R. og BÍ/Bolungarvíkur sem fram fór 26. júní og sekta jafnframt Knattspyrnudeild BÍ/Bolungarvíkur um kr. 25.000 vegna ummælanna.  

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Frökkum á Norðurlandamóti stúlkna í Finnlandi

Norðurlandamót stúlkna - Franskur sigur þrátt fyrir frábæra byrjun - 5.7.2011

Íslensku stelpurnar léku sinn annan leik á Norðurlandamótinu í Finnlandi í dag.  Mótherjarnir voru Frakkar sem höfðu 3 - 2 sigur í mjög kaflaskiptum leik.  Íslenska liðið réð lögum og lofum í fyrri hálfleiknum og leiddi í leikhléi 2 - 0.  Síðasti leikur liðsins í riðlakeppninni er á fimmtudaginn þegar Norðmenn verða andstæðingarnir.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Norðurlandamót stúlkna - Byrjunarliðið gegn Frökkum - 5.7.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Frökkum í dag á Norðurlandamót stúlkna sem fram fer í Finnlandi.  Þetta er annar leikur liðsins en liðið gerði jafntefli í gær við Þjóðverja.  Leikurinn í dag hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Fram

Áfrýjunardómstóll KSÍ - Fyrri úrskurður staðfestur - 4.7.2011

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir áfrýjun Fram gegn Aga og úrskurðarnefnd KSÍ þar sem leikmaður 2. flokks Fram var dæmdur í bann til 10 vikna.  Fram fór fram á að sá úrskurður yrði endurskoðaður.  Það er hinsvegar skoðun áfrýjunardómstólsins að refsing áfrýjanda hafi verið hæfilega ákveðin í úrskurði Aga og úrskurðarnefndar og ber að staðfesta hana.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Þýskalandi á Norðurlandamót stúlkna í Finnlandi

Norðurlandamót stúlkna - Jafntefli gegn Þjóðverjum - 4.7.2011

Stelpurnar í stúlknalandsliðinu gerðu jafntefli gegn Þjóðverjum í fyrsta leik liðsins á Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi.  Lokatölur urðu 1 - 1 eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Elín Metta Jensen gerði mark Íslands úr vítaspyrnu í síðari hálfleik en Þjóðverjar jöfnuðu strax mínútu síðar.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikarinn - Vesturbæingar fara á Torfnesvöll - 4.7.2011

Í dag var dregið í undanúrslitum Valitor bikars karla og kvenna og ríkti mikil eftirvænting í höfuðstöðvum KSÍ.  Hjá konunum leika Fylkir og KR í Árbænum og Afturelding fær Íslands- og bikarmeistarana úr Val í heimsókn.  Hjá körlunum þá mætast BÍ/Bolungarvík og KR á Torfnesvelli á Ísafirði og Þór tekur á móti ÍBV.

Lesa meira
 
2011-Special-Olympics

Silfur hjá íslenska liðinu á Special Olympics - 4.7.2011

Ísland vann til silfurverðlauna í 7 manna fótbolta á Alþjóðaleikum Special Olympics í Aþenu í Grikklandi.  Ísland og Svartfjallaland mættust í úrslitaleik B-riðils þar sem Svartfellingar fóru með 2-1 sigur af hólmi.  Lárus Örn Sigurbjörnsson skoraði mark Íslands í leiknum með glæsilegu skoti og minnkaði muninn í 2-1 og þar við sat.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Norðurlandamót stúlkna - Leikið gegn Þjóðverjum í dag - 4.7.2011

Norðurlandamót stúlkna hefst í dag í Finnlandi og mætir íslenska liðið því þýska í fyrsta leik sínum.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður leikið á Äänekoski vellinum í Jyväskylä.  Þorlákur Árnason hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikarinn - Dregið í undanúrslitum hjá konum og körlum í hádeginu - 4.7.2011

Í hádeginu í dag verður dregið í undanúrslitum Valitor bikars karla og kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Leikið var í 8 liða úrslitum um helgina og var um að ræða hörkuleiki sem voru æsispennandi.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Leikið í 8 liða úrslitum Valitor bikarsins um helgina - 1.7.2011

Um helgina verður leikið í 8 liða úrslitum Valitor bikar karla og kvenna og eru fyrstu leikirnir í kvöld, föstudagskvöld, þegar þrír leikir fara fram hjá konunum.  Síðasti leikur 8 liða úrslita hjá konunum verður svo á laugardaginn.  Sama dag hefjast 8 liða úrslitin hjá körlunum og þeim lýkur með þremur leikjum á sunnudaginn.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Norðurlandamót stúlkna - Breyting á hópnum - 30.6.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur gert breytingu á hópnum er leikur á Norðurlandamótinu í Finnlandi, dagana 4. - 9. júlí.  Amanda Mist Pálsdóttir úr Þór kemur inn í hópinn í stað Elmu Láru Auðunsdóttur sem dró sig út úr hópnum.

Lesa meira
 
Liðið fagnar með áhorfendum eftir sigur gegn Sviss. Mynd af ifsport.is

Frábær fótbolti og fögnuður á Special Olympics í Aþenu - 29.6.2011

Íslensku strákarnir hafa tryggt sér sæti í úrslitaleik 7 manna fótboltans í B-riðli á Alþjóðaleikum Special Olympics sem nú fara fram í Aþenu í Grikklandi.  Ísland mætti Austurríkismönnum í dag og hafði betur 4-1.  Íslenska liðið hefur því unnið alla leiki sína á mótinu til þessa.

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

Kolbeinn í stjörnuliði úrslitakeppni EM U21 - 29.6.2011

Framherjinn Kolbeinn Sigþórsson er í stjörnuliði úrslitakeppni EM U21 karla en sérstakt tæknlið UEFA valdi leikmenn í þetta lið.  Flestir leikmenn koma frá Evrópumeisturum Spánverja en þeir eiga sjö fulltrúa af 23 leikmönnum í þessu stjörnuliði UEFA.

Lesa meira
 
UEFA

ÍBV og KR í eldlínunni í Evrópudeild UEFA - 29.6.2011

ÍBV og KR leika fyrri leiki sína í forkeppni Evrópudeildar UEFA á morgun, fimmtudaginn 30. júní.  ÍBV leikur fyrri leik sinn hér á landi og fer heimaleikur þeirra fram á Vodafonevellinum.  KR leikur hinsvegar fyrri leik sinn í Færeyjum og verður leikið í höfuðstaðnum, Þórshöfn.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Magnús og Þóroddur dæma í Evrópudeild UEFA - 29.6.2011

Íslenskir dómarar verða á ferðinni í Evrópudeild UEFA á næstunni.  Áður hefur verið getið um Þorvald Árnason sem dæmir í Litháen í þessari viku og nú er ljóst að fleiri íslenskir dómarar verða í eldlínunni í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Dregið í Valitor bikar 2. flokks karla og kvenna - 29.6.2011

Dregið hefur verið í Valitor bikarnum hjá 2. flokki karla og kvenna og 3. flokki kvenna SV.  Hægt er að sjá næstu leiki í þessari keppni hér á heimasíðunni. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland niður um sex sæti á styrkleikalista FIFA - 29.6.2011

Á nýjum styrkleikalista FIFA hjá körlum, sem birtur var í dag, fellur Ísland um sex sæti og situr nú í 122. sæti listans.  Spánverjar eru sem fyrr í efsta sætinu og Hollendingar sitja sem fastast í öðru sæti.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Svíþjóðar og Íslands á Melavellinum 29. júní 1951. Lið Íslands er fjær á myndinni

60 ár frá því að Svíar voru lagði á Melavelli - 29.6.2011

Í dag eru liðin 60 ár frá því að Íslendingar lögðu Svía í landsleik í knattspyrnu en leikið var á Melavellinum.  Lokatölur urðu 4 – 3 Íslendingum í vil og skoraði Ríkharður Jónsson öll mörk Íslendinga.  Þessi dagur hefur jafnan verið minnst sem eins hins fræknasta í íslenskri íþróttasögu því sama dag höfðu Íslendingar betur gegn Dönum og Norðmönnum í landskeppni í frjálsum íþróttum sem fram fór í Osló.

Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

HM kvenna í beinni útsendingu á heimasíðu FIFA - 27.6.2011

Úrslitakeppni HM kvenna í Þýskalandi hófst með pompi og prakt í gær en í opnunarleik mótsins mættust heimastúlkur og Kanada.  Þjóðverjar höfðu sigur, 2 - 1, en leikið var á Olympíuleikvangnum í Berlín.  Aldrei hafa fleiri mætt á kvennaleik í Evrópu en um 74.000 manns fylltu leikvanginn.

Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í Litháen - 27.6.2011

Þorvaldur Árnason mun næskomandi fimmtudag, 30. júní, dæma leik FK Banga frá Litháen og Qarabaga frá Aserbaídsjan.  Leikurinn er í forkeppni Evrópudeildar UEFA.  Með Þorvaldi verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Áskell Þór Gíslason og fjórði dómari verður Gunnar Jarl Jónsson. Lesa meira
 
Afmaelisveisla-Pepsi

Gillz og Kiddi Tomm í „Heita sætið“ - 24.6.2011

Tveir eitilharðir stuðningsmenn Breiðabliks og Fylkis þeir Egill Gillz Einarson og Kiddi Tomm, verða í „Heita sætinu“ í 8. umferð Pepsideildar karla sem fram fer á sunnudag og mánudag.

Lesa meira
 
Haraldur Björnsson, Guðmundur Kristjánsson og Óskar Pétursson afhentu forsvarsfólki MFBM afrakstur sektarsjóðs U21 karla frá Danmörku

Sektarsjóður U21 karla afhentur - 24.6.2011

Í dag var sektarsjóður U21 karlalandsliðsins afthendur til söfnunarátaksins "Meðan fæturnir bera mig".  Í þeirri söfnun var verið safna fyrir krabbameinsjúk börn en þau Signý Gunnarsdóttir,
Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, Alma María Rögnvaldsdóttir og Guðmundur Guðnason hlupu þá í kringum landið.

Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

HM kvenna hefst á sunnudaginn - 23.6.2011

Úrslitakeppni HM kvenna hefst í Þýskalandi næstkomandi sunnudag, 26. júní og stendur til 17. júlí.  Þátttökuþjóðirnar eru 16 og er leikið í fjórum riðlum.  Þjóðverjar eru ríkjandi heimsmeistarar og fá nú tækifæri til þess að vinna titilinn þriðju keppnina í röð.

Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Mót okkar yngstu iðkenda - 23.6.2011

Þarna fá þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref á knattspyrnuvellinum, smjörþefinn af íþróttinni og skiptir því miklu máli að þessi fyrstu skref séu af jákvæðum toga.  Mótin marka oft hápunkt sumarsins hjá yngsta fólkinu okkar og foreldrum þeirra.  Lesa meira
 
Fyrirliðar Stjörnunnar og Vals, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir

Valitor bikarinn - Stjarnan tekur á móti bikarmeisturum Vals - 22.6.2011

Í dag var dregið í 8 liða úrslitum Valitor bikar karla og kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Hjá konunum mætast m.a. félögin sem léku til úrslita á síðasta ári, Stjarnan og Valur.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikarinn - Dregið í 8 liða úrslitum í dag - 22.6.2011

Í hádeginu í dag verður dregið í 8 liða úrslitum Valitor bikar karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Dregið verður bæði hjá konum og körlum þó svo að tveimur leikjum sé ólokið í 16 liða úrslitum hjá körlunum.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - 54 leikmenn boðaðir til æfinga um helgina - 20.6.2011

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 54 leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Eru þetta undirbúningsæfingar fyrir Norðurlandamót U17 karla sem haldið verður hér á landi og hefst 2. ágúst. Ísland mun senda tvö lið til leiks á mótið

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Norðurlandamót stúlkna - Hópurinn valinn - 20.6.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn er leikur á opna Norðurlandamóti stúlkna í Finnlandi.  Mótið fer fram dagana 4. - 9. júlí og mæta íslensku stelpurnar stöllum sínum frá Þýskalandi, Frakklandi og Noregi í riðlakeppninni.

Lesa meira
 
UEFA

Breiðablik mætir Rosenborg í Meistaradeild Evrópu - 20.6.2011

Íslandsmeistarar Breiðabliks munu mæta norsku meisturunum í Rosenborg í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA og fer fyrri leikurinn fram í Noregi 12./13. júlí en sá síðari á Kópavogsvelli 19./20. júlí.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í Meistaradeild og Evrópudeild UEFA - 20.6.2011

Í dag verður dregið í Meistaradeild UEFA sem og Evrópudeild UEFA en fjögur íslensk félög eru í þessum keppnum.  Íslandsmeistarar Breiðabliks eru í potinnum í Meistaradeidlinni en bikarmeistarar FH, ÍBV og KR eru í pottinum í Evrópudeildinni.  Hægt verður að fylgjast með drættinum í beinni útsendingu á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar karla - 16 liða úrslit hefjast á mánudag - 19.6.2011

Mánudaginn 20. júní hefjast 16 liða úrslit Valitor bikar karla með þremur leikjum.  Umferðin heldur áfram með þremur leikjum á þriðjudaginn og lýkur svo fimmtudaginn 23. júní með tveimur leikjum.

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

U21 karla - Hársbreidd frá sæti í undanúrslitum eftir sigur á Dönum - 19.6.2011

Strákarnir í U21 féllu út með sæmd úr úrslitakeppni EM sem fram fer í Danmörku um þessar mundir.  Leikið var gegn heimamönnum í Álaborg og fóru Íslendingar með sigur af hólmi, 3 - 1.  Eitt mark til viðbótar hefði dugað Íslendingum til að komast í undanúrslitin en þangað komust Sviss og Hvíta Rússland upp úr A riðli.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar kvenna - 16 liða úrslit hefjast á laugardag - 16.6.2011

Á laugardaginn hefjast 16 liða úrslit í Valitor bikar kvenna og fara fram fjórir leikir laugardaginn 18. júní og fjórir sunnudaginn 19. júní.  Félögin úr Pepsi-deildinni koma núna inn í keppnina ásamt þeim 6 félögum sem tryggðu sig áfram úr undankeppninni.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Fjórir leikir á þjóðhátíðardaginn - 16.6.2011

Knattspyrna verður liður í þjóðhátíðarhöldum víða um land, eins og oft áður, en nú ber svo við að fjórir leikir í Íslandsmótinu í knattspyrnu munu fara fram á þjóðhátíðardaginn 17. júní.  Er þarna um að ræða þrjá leiki í 2. deild karla og einn leik í 3. deild karla.

Lesa meira
 
Sigursteinn Gíslason

Meistaraleikur Steina Gísla - 15.6.2011

Einn sigursælasti leikmaður íslenskrar knattspyrnu, Sigursteinn Gíslason, stendur nú í sinni stærstu baráttu á ferlinum. Sigursteinn, eða Steini Gísla eins og fótboltaheimurinn þekkir hann, greindist á dögunum með krabbamein í nýrum og lungum og framundan er mikil barátta við erfiðan andstæðing.

Lesa meira
 
U21 karla Ísland-Skotland 2010 (Sportmyndir)

Sektarsjóður U21 til stuðnings góðu málefni - 15.6.2011

Leikmenn U21 landsliðs karla upplifa það reglulega á meðan á EM í Danmörku stendur að vera sektaðir vegna ýmissa mála. Leikmennirnir hafa nú ákveðið að í lok móts muni sektarsjóðurinn renna til verkefnisins „Á meðan fæturnir bera mig“.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Reglugerðabreytingar vegna lengd félagaskiptatímabils - 14.6.2011

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 8. júní sl. breytingar á reglugerðum KSÍ.  Breytingin er gerð vegna tilmæla FIFA á lengd félagaskiptatímabils árið 2012 en skv. reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga er núverandi félagaskiptatímabil,  frá 21. febrúar til 15. maí,  85 dagar árið 2012 vegna hlaupaárs en tímabilið má aðeins vera 84 dagar. 

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

Tveggja marka sigur hjá Sviss - 14.6.2011

Strákarnir í U21 lutu í lægra haldi gegn Sviss í dag í úrslitakeppni EM en leikið var í Álaborg.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Sviss og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik.  Lokaleikur Íslands er gegn gestgjöfum Dana á laugardaginn.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Sviss tilbúið - 14.6.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Sviss í úrslitakeppni EM í dag kl. 16:00.  Leikurinn er í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu og hefst umfjöllun um leikinn hálftíma fyrr, eða kl. 15:30.

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

U21 karla - Leikið gegn Sviss í dag - 14.6.2011

Strákarnir í U21 leika í dag sinn annan leik í úrslitakeppni EM sem fram fer í Danmörku.  Leikið verður í dag gegn Sviss í Álaborg og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu.  Íslendingar töpuðu gegn Hvít Rússum í sínum fyrsta leik á meðan Sviss bar sigurorð af heimamönnum í hörkuleik.

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

Hvít-Rússar unnu tveggja marka sigur - 11.6.2011

Hvít-Rússar unnu í dag tveggja marka sigur á Íslandi í opnunarleik EM U21 landsliða karla sem fram fer í Danmörku.  Íslenska liðið var betri aðilinn í leiknum lengst af, en vítaspyrna og brottvísun þegar stundarfjórðungur var eftir gjörbreytti leiknum.  Lesa meira
 
Frá útskrift KSÍ A þjálfara 4. júní 2011

Hvað kostar að taka þjálfaragráðu á Norðurlöndunum? - 10.6.2011

Nú á dögunum útskrifaði KSÍ 35 þjálfara með KSÍ A gráðu sem ber vott um þann mikla metnað sem þjálfarar hafa hér á landi.  Fræðsludeildin hefur gert samanburð kostnaði við að taka þessar þjálfaragráður og leitaði upplýsinga hjá hinum Norðurlandaþjóðunum.  Það kom í ljós að það er ódýrast að taka þessar gráður hér á Íslandi.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Upplýsingar um þjálfaranámskeið hjá KSÍ í haust - 10.6.2011

Hér að neðan má sjá upplýsingar um dagsetningar á þjálfaranámskeiðum síðar á þessu ári en fyrsta þjálfaranámskeiðið í haust hefst 7. október.  Einnig er að finna verð á þessi námskeið.

Lesa meira
 
Þórir Hákonarson

Frábærir fulltrúar okkar í Danmörku - 10.6.2011

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að úrslitakeppni EM U21 karla er við það að hefjast í Danmörku.  Þar er Ísland á meðal átta þátttökuþjóða og er þetta í fyrsta skiptið sem íslenska liðið kemst í þessa úrslitakeppni.  Eftirvæntingin er að vonum mikil hjá öllum þeim sem að liðinu koma og sú athygli og sá stuðningur sem að þjóðin sýnir þessu liði, gefur öllum byr undir báða vængi.

Lesa meira
 
IMG_0370

Afhending Tækniskóla KSÍ - Myndir frá félögum - 9.6.2011

Tækniskóli KSÍ hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur og hafa um 16.000 diskar verið afhentir til iðkenda 16 ára og yngri.  Landsliðsmenn og konur hafa mætt til félaganna og afhent diskana og einnig hafa landsliðsþjálfarar tekið þátt í því verkefni.

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

U21 karla - Straumurinn liggur til Danmerkur - 9.6.2011

Það hefur ekki farið framhjá neinum að U21 karlalandslið okkar er að taka þátt í úrslitakeppni EM í Danmörku.  Fyrsti leikur Íslands er gegn Hvít Rússum á laugardaginn og hefst kl. 18:00 að staðartíma eða kl. 16:00 að íslenskum tíma.  Leikið verður í Árósum.

Lesa meira
 
Frá útskrift KSÍ A þjálfara 4. júní 2011

KSÍ útskrifar 35 KSÍ A þjálfara - 8.6.2011

Síðastliðinn laugardag útskrifaði KSÍ 35 þjálfara með KSÍ A þjálfaragráðuna.  Geir Þorsteinsson formaður KSÍ afhendi þjálfurunum skírteinin sín við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum KSÍ fyrir landsleik Íslands og Danmerkur.   

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 kvenna - Undirbúningur fyrir Norðurlandamót - 8.6.2011

Þorlákur Árnason hefur valið leikmenn á undirbúningsæfingu fyrir Norðurlandamót U16 kvenna.  Mótið fer fram að þessu sinni í Finnlandi og leikur Ísland fyrsta leikinn 4. júlí gegn Þjóðverjum.  Æfingin 19. júní fer fram á Tungubökkum.

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Fjórða umferð Pepsi-deildar kvenna hefst í kvöld - 8.6.2011

Í kvöld hefst fjórða umferð Pepsi-deild kvenna og eru fjórir leikir á dagskránni.  Umferðinni lýkur svo með leik Vals og Þórs/KA á morgun, fimmtudag.  Tveir leikir umferðarinnar verða í beinni útsendingu á vefsíðunni SportTV.  Í kvöld verður sýndur leikur Stjörnunnar og KR en á morgun verður hægt að sjá Val - Þór/KA.  Báðir þessir leikir hefjast kl. 19:15.

Lesa meira
 
Heiðar Helguson, Indriði Sigurðsson og Kristján Örn Sigurðsson með viðurkenningar fyrir 50 landsleiki

Viðurkenningar fyrir 50 landsleiki - 8.6.2011

Þegar A landslið karla kom saman á dögunum fengu þrír leikmenn afthenta viðurkenningu fyrir þann áfanga að hafa spilað 50 landsleiki.  Þetta voru þeir Heiðar Helguson, Indriði Sigurðsson og Kristján Örn Sigurðsson.

Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Áfram Ísland klúbburinn á úrslitakeppni U21 karla í Danmörku - 7.6.2011

Áfram Ísland stuðningsmannaklúbbur landsliðsins í knattspyrnu verður með upphitun fyrir alla leiki Íslands í riðlakeppninni.  Boðið verður upp á íslenska stuðtónlist, andlitsmálningu, áfram Ísland varningur á boðstólum til að dressa sig upp fyrir leikinn og landsliðstreyjur.  Mætum öll í stemninguna og skemmtum okkur saman.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuskóli stúlkna á Laugarvatni 14. - 18. júní - 7.6.2011

Knattspyrnuskóli stúlkna á Laugarvatni árið 2011 fer fram dagana 14. - 18. júní næstkomandi.  Skólinn verður með hefðbundnu sniði en þátttakendur í ár eru fæddir árið 1997.  Ganga þarf frá greiðslu fyrir dvölina fyrir brottför.  Kostnaður er kr. 16.000 fyrir hvern þátttakanda.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Englandi í milliriðli EM í Póllandi, apríl 2011

U17 kvenna - Undirbúningshópur fyrir úrslitakeppni EM - 6.6.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 20 leikmenn í undirbúningshóp sem mun æfa í Kórnum næstkomandi föstudag.  Framundan er úrslitakeppni EM hjá U17 kvenna sem fer fram í Sviss, 28. - 31. júlí.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P7576

Danskur sigur í Laugardalnum - 4.6.2011

Íslendingar tóku á móti Dönum í kvöld í undankeppni EM og var leikið á Laugardalsvelli.  Danir höfðu sigur, 0 -2, eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Íslendingar eru með eitt stig eftir fimm leiki í riðlinum og leika næst gegn Norðmönnum, ytra, 2. september.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland - Danmörk kl. 18:45 - Miðasala á Laugardalsvelli opnar kl. 12:00 - 4.6.2011

Í kvöld kl 18:45 mætast Ísland og Danmörk í undankeppni EM í knattspyrnu og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli.  Hægt er að kaupa miða á midi.is en einnig opnar miðasala á Laugardalsvelli kl. 12:00. 

Lesa meira
 
Upprennandi knattspyrnukonur úr Aftureldingu með Tækniskóla KSÍ

Yfir 15.000 diskar af Tækniskóla KSÍ afhentir - 3.6.2011

Búið er að dreifa yfir 15.000 eintökum af DVD disknum Tækniskóli KSÍ en disknum er dreift á alla iðkendur í gegnum aðildarfélögin.  Búist er við að dreifingu ljúki í næstu viku en yfir 50 félög hafa þegar dreift disknum á sína iðkendur.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar kvenna - Valur sækir Breiðablik heim í 16 liða úrslitum - 3.6.2011

Í dag var dregið í 16 liða úrslitum Valitor bikars kvenna og eru margir forvitnilegir leikir á dagskránni.  Bikarmeistarar Vals sækja Blika heim í Kópavoginn en þessi félög hafa oftast hampað þessum titli.  Leikirnir fara fram dagana 18. og 19. júní.   Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Danmörk á morgun - Kemur fyrsti sigurinn gegn Dönum? - 3.6.2011

Á morgun, laugardaginn 4. júní, mætast Ísland og Danmörk í undankeppni EM í knattspyrnu og hefst leikurinn á Laugardalsvelli kl. 18:45.  Forsala aðgöngumiða er á heimasíðu midi.is og fer hver að vera síðastur til þess að tryggja sér miða í forsölu.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar kvenna - Dregið í 16 liða úrslitum í dag - 3.6.2011

Í hádeginu í dag verður dregið í 16 liða úrslitum Valitor bikar kvenna en dregið verður í höfuðstöðvum KSÍ.  Í pottinn koma nú félögin úr Pepsi-deild kvenna ásamt þeim félögum sem tryggðu sig áfram eftir tvær fyrstu umferðirnar.

Lesa meira
 
Merki danska knattspyrnusambandsins

Ísland - Danmörk á laugardaginn - Danski hópurinn - 1.6.2011

Danir koma með 23 leikmenn til Íslands fyrir leikinn gegn Íslandi í undankeppni EM.  Leikið verður á Laugardalsvelli, laugardaginn 4. júní kl. 18:45 og er miðasala í gangi á midi.is.  Alls leika sjö leikmenn hópsins í Hollandi eða jafnmargir og leika í heimalandinu.  Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Breiðablik - ÍBV í beinni á SportTV - 1.6.2011

Þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna lýkur í kvöld með tveimur leikjum.  Á Akureyri mætast Þór/KA og Fylkir á Þórsvelli kl. 18:30 en hálftíma áður verður flautað til leiks á Kópavogsvelli.  Þar mætast Breiðablik og ÍBV og verður sá leikur sýndur í beinni útsendingu á SportTV.

Lesa meira
 
Tyrkneski dómarinn Firat Aydinus

Ísland - Danmörk á laugardaginn - Tyrkneskir dómarar við stjórnvölinn - 31.5.2011

Það verður dómarakvartett frá Tyrklandi sem verður við stjórnvölinn á landsleik Íslands og Danmerkur næstkomandi laugardag.  Leikurinn er í undankeppni EM og hefst á Laugardalsvelli kl. 18:45.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

U21 karla - Hópurinn valinn fyrir úrslitakeppni EM - 31.5.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt þá 23 leikmenn sem leika munu í úrslitakeppni EM í Danmörku.  Mótið stendur yfir frá 11. júní til 25. júní en íslenski hópurinn heldur utan 8. júní og mætir Hvít Rússum í fyrsta leiknum 11. júní.  Sá leikur verður leikinn í Árósum en seinni tveir leikir Íslands í riðlinum, gegn Sviss og Danmörku, fara fram í Álaborg.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Staðfestir leikdagar á Polla- og Hnátumótum KSÍ - 31.5.2011

Leikdagar í Polla- og Hnátumótum KSÍ hafa nú allir verið staðfestir og má finna þá hér á heimasíðu KSÍ.  Úrslitakeppnir fara fram  20. – 21. ágúst.  Forráðamenn eru beðnir um að athuga að breytingar hafa orðið í einhverjum tilfellum á dagsetningum og tímasetningum.  Mikilvægt er því að öll eldri drög séu því tekin úr umferð. Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Pepsi-deild kvenna - Spennandi umferð framundan - 31.5.2011

Keppni í Pepsi-deild kvenna hefur farið skemmtilega af stað og hafa athygliverð og óvænt úrslit litið dagsins ljós í fyrstu tveimur umferðunum.  Í kvöld, þriðjudaginn 31. maí, eru þrír leikir á dagskránni en umferðinni lýkur svo annað kvöld með tveimur leikjum.

Lesa meira
 
KSI_2011_Futsal-00-012

A landslið karla - Haraldur Freyr kemur inn í hópinn - 31.5.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið Harald Frey Guðmundsson í hópinn fyrir leikinn gegn Dönum sem fer fram næstkomandi laugardag á Laugardalsvelli.  Haraldur tekur sæti Ragnars Sigurðssonar sem dró sig út úr hópnum.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar kvenna - Önnur umferð hefst í kvöld - 31.5.2011

Önnur umferð Valitor bikars kvenna hefst í kvöld með tveimur leikjum.  Álftanes og ÍA mætast á Bessastaðavelli og Keflavík og Fjölnir leika á Nettóvellinum í Keflavík.  Báðir leikirnir hefjast kl. 20:00.  Umferðinni lýkur svo á morgun, miðvikudag, með fjórum leikjum.  Dregið verður í 16 liða úrslitum Valitor bikars kvenna föstudaginn 3. júní í höfuðstöðvum KSÍ.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Opin æfing hjá A-landsliði karla í dag - 31.5.2011

KSÍ vill vekja athygli á því að A-landslið karla verður með opna æfingu á Víkingsvelli í Reykjavík þriðjudaginn 31. maí kl. 16:00.  Stuðningsmenn og knattspyrnuáhugafólk er boðið hjartanlega velkomið.  Hægt er að fylgjast með æfingunni úr stúkunni og eftir æfingu gefst kostur á eiginhandaráritunum leikmanna og léttu spjalli.

Lesa meira
 
Birkir Sigurðarson, Gunnar Jarl Jónsson og Gylfi Már Sigurðsson á Core ráðstefnu í Sviss

Dómarar á CORE námskeiði í Sviss - 30.5.2011

Nú í vikunni halda þrír íslenskir dómarar til Sviss á svokallað "CORE" námskeið sem haldið er á vegum UEFA.  Um er að ræða verkefni fyrir unga og efnilega dómara en CORE stendur fyrir "Center of Refereeing Excellence" en þetta verkefni snýr að þjálfun og menntun dómara framtíðarinnar.

Lesa meira
 
Mark! (Sportmyndir)

Ísland - Danmörk á laugardaginn - Íslenski hópurinn kemur saman í dag - 30.5.2011

Íslenski landsliðshópurinn kemur saman í dag á fyrstu æfingu liðsins fyrir leikinn gegn Dönum í undankeppni EM á laugardaginn.  Á morgun, þriðjudaginn 31. maí, verður svo opin æfing á Víkingsvelli þar sem allir eru velkomnir til þess að fylgjast með.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Aðgöngumiðar á Ísland – Danmörk fyrir handhafa A-passa - 30.5.2011

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Danmörk afhenta miðvikudaginn 1. júní frá kl. 10:00 - 16:00.  Miðarnir eru afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Athugið að takmarkað magn af miðum er í boði.  Leikurinn gegn Dönum fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 4. júní, og hefst kl. 18:45.

Lesa meira
 
Fyrirliðar FH og KR sem mætast í 16 liða úrslitum. Matthías Vilhjálmsson og Bjarni Guðjónsson

KR og FH mætast í 16 liða úrslitum Valitor bikarsins - 27.5.2011

Það var mikil spenna í höfuðstöðvum KSÍ í dag þegar dregið var í 16 liða úrslitum Valitor bikars karla.  Það verða líka hörkuleikir á dagskránni og má fyrst nefna að félögin sem mættust í úrslitaleiknum í fyrra, KR og FH mætast í Vesturbænum.

Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í Lúxemborg - 27.5.2011

Þorvaldur Árnason mun dæma vináttulandsleik á milli Lúxemborgar og Ungverjalands, föstudaginn 3. júní næstkomandi.  Aðstoðardómarar Þorvalds í leiknum verða þeir Áskell Þór Gíslason og Frosti Viðar Gunnarsson.

Lesa meira
 
Ungir iðkendur á Dalvík með Tækniskóla KSÍ

Aron Einar með Tækniskóla KSÍ á Dalvík - 27.5.2011

Landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson afhenti ungum iðkendum á Davík diskinn Tækniskóla KSÍ á dögunum við mikinn fögnuð.  Heimamenn efndu til fjölskylduhátíðar í íþróttahúsinu þar sem margir góðir gestir mættu á svæðið með bæjarstjórann, Svanfríði Jónasdóttur, í fararbroddi.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar karla - Dregið í 16 liða úrslitum - 27.5.2011

Í dag kl. 12:10 verður dregið í 16 liða úrslitum Valitors bikars karla en drátturinn fer fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Eftir að 32 liða úrslitum lauk í gærkvöldi þá bíða 16 félög í pottinum og verður spennandi að sjá hvaða félög mætast.

Lesa meira
 
ekron-IMG_8925

Fylgdust með starfi fjölmiðla á landsleik - 26.5.2011

EKRON er sértæk einstaklingsmiðuð atvinnutengd starfsþjálfun og endurhæfing fyrir einstaklinga með skerta vinnufærni sökum afleiðinga af áfengis- og vímuefnasýki. Nokkrir af þeim einstaklingum sem eru í þessu verkefni komu á landsleik Íslands og Búlgaríu á dögunum og kynntu sér starf fjölmiðlafólks á landsleik. Lesa meira
 
Eyjolfur-og-Holmar-a-Kroknum

Sparkað og skallað í Skagafirði - 26.5.2011

Athending disksins Tækniskóli KSÍ stendur nú sem hæst og hefur disknum verið gríðarlega vel tekið.  Á Sauðárkróki var efnt til Fjölskyldudags knattspyrnudeildar Tindastóls og þangað mættu á heimaslóðir Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari U21 og Hólmar Örn Eyjólfsson leikmaður með hinu frækna U21 liði.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar karla - 32 liða úrslitum lýkur í kvöld - 26.5.2011

Í kvöld, fimmtudaginn 26. maí, fara fram fimm leikir í 32. liða úrslitum Valitors bikars karla og lýkur þar með umferðinni.  Dregið verður í 16 liða úrslitum föstudaginn 27. maí og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu.

Lesa meira
 
Gervigrasvöllurinn á Ísafirði, Torfnesvöllur

Úthlutað úr Mannvirkjasjóði KSÍ 2011 - 25.5.2011

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 19. maí síðastliðinn að úthluta rúmlega 30 milljónum úr Mannvirkjasjóði KSÍ og er þetta í fjórða skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum.  Alls var úthlutað til 9 verkefna en umsóknir voru 11 talsins.

Lesa meira
 
Egilshöll

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna - 25.5.2011

Þessa dagana fer fram grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna og fer keppnin fram í Reykjavík.  Keppt er í ýmsum íþróttagreinum og er knattspyrna þeirra á meðal.  Knattspyrnan er leikin í Egilshöll og þar leika úrvalslið frá höfuðborgunum: Reykjavík, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, Osló og Helsinki.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar í 1. deild kvenna - Draupnir hættir í meistaraflokki kvenna - 25.5.2011

Draupnir hefur hætt þátttöku í meistaraflokki kvenna.  Af þeim sökum hefur mótanefnd KSÍ gert breytingar á niðurröðun leikja í báðum riðlum 1. deildar kvenna.  Breytingarnar eru þær að ÍR hefur verið flutt úr A-riðli og tekur sæti Draupnis í B-riðli.

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Pepsi-deild karla - Breytingar á leikjum - 25.5.2011

Vegna verkefna landsliða Íslands, Úganda og Finnlands U21 hefur eftirfarandi leikjum í Pepsi-deild karla verið breytt:

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuskóli drengja  á Laugarvatni 6. - 10. júní - 24.5.2011

Knattspyrnuskóli drengja 2011 fer fram á Laugarvatni 6. - 10. júní næstkomandi.  Freyr Sverrisson, þjálfari U16 karla hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 1997.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar karla - 32 liða úrslit hefjast í kvöld - 24.5.2011

Keppni í 32 liða úrslitum Valitors bikars karla hefst í kvöld á Grýluvelli í Hveragerði.  Þar mætast heimamenn í Hamar og KFS frá Vestmannaeyjum og hefst leikurinn kl. 18:00.  Á morgun, miðvikudag, eru svo ellefu leikir á dagskránni og lýkur umferðinni á fimmtudaginn með fjórum leikjum.  Föstudaginn 27. maí verður svo dregið í 16 liða úrslitum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Ísland - Danmörk 4. júní - Hópurinn tilkynntur - 24.5.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hópinn er mætir Dönum í undankeppni EM.  Leikið verður á Laugardalsvelli, laugardaginn 4. júní, og hefst leikurinn kl. 18:45.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi og fer hún fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 
Ólafur Jóhannesson afhenti iðkendum hjá Víði diskana

Afhending Tækniskóla KSÍ í fullum gangi - 24.5.2011

Þessa dagana eru knattspyrnuiðkendur víðsvegar um land að fá í hendur hinn glæsilega DVD disk, Tækniskóla KSÍ.  Disknum er dreift til ungra iðkenda í gegnum aðildarfélög sín og eru það jafnan góðir gestir sem mæta á svæðið og afhenda diskana.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Sóknin til Svíþjóðar er hafin - 19.5.2011

Stelpurnar okkar í A-landsliði kvenna hófu sókn sína að sæti í úrslitakeppni EM 2012 í Svíþjóð með öruggum 6-0 sigri á Búlgaríu á Laugardalsvellinum í kvöld.  íslenska liðið hafði tögl og haldir í leiknum eins og tölurnar gefa til kynna.

Lesa meira
 
Lið Þróttar og KR en þessi lið léku fyrsta leikinn í Íslandsmóti leikmanna 50 ára og eldri

Keppni hafin í eldri flokki karla 50+ - 19.5.2011

Í ár er í fyrsta skiptið leikið í Íslandsmóti eldri flokki karla, 50 ára og eldri og fór fyrsti leikurinn fram síðastliðinn þriðjudag.  Þar mættust Þróttur og KR í Laugardalnum og höfðu þeir röndóttu úr Vesturbænum betur.

Lesa meira
 
FH

FH sektað vegna framkomu forráðamanns - 18.5.2011

Á fundi aga-og úrskurðarnefndar KSÍ þann 17. maí 2011 var knattspyrnudeild FH sektuð um kr. 15.000.- vegna framkomu forráðamanns FH.  Sektin er í samræmi við grein 13.9.4 í reglugerð KSÍ um aga-og úrskurðarmál. 

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu - Leikurinn hefst kl. 19:30 - 18.5.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Búlgörum í undankeppni EM.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli kl. 19:30.  Miðasala er í gangi á midi.is sem og selt verður frá kl. 18:30 á Laugardalsvelli.  Miðaverði er stillt í hóf, 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er fyrir börn 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið stendur í stað - 18.5.2011

Á nýjum styrkleikalista FIFA sem út kom í dag, er íslenska karlalandsliðið í 116. sæti listans og stendur í stað frá síðasta lista.  Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans sem tekur litlum breytingum frá birtingu síðasta styrkleikalista.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Ísland - Búlgaría á morgun kl. 19:30 - 18.5.2011

Stelpurnar okkar leika sinn fyrsta leik í undankeppni EM kvenna á morgun, fimmtudaginn 19. maí, á Laugardalsvelli.  Mótherjarnir eru Búlgarir og hefst leikurinn kl. 19:30.  Miðasala er í gangi hjá midi.is og kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
UEFA

Ísland í 4. sæti á Háttvísilista UEFA - 17.5.2011

Ísland hafnaði í fjórða sæti  á Háttvísilista UEFA en listinn tekur á öllum leikjum á vegum UEFA, bæði landsleikjum og leikjum félagsliða.  Noregur varð í efsta sæti listans en England og Svíþjóð komu þar á eftir. 

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Rúmenskir dómarar á leik Íslands og Búlgaríu - 17.5.2011

Dómarar leiksins Íslands - Búlgaríu í undankeppni EM kvenna, sem fram fer á fimmtudaginn, koma frá Rúmeníu.  Dómarinn heitir Floarea Cristina Babadac-Ionescu.  Henni til aðstoðar verða þær Petruta Claudia Iugulescu og Carmen Gabriela Morariu.  Lesa meira
 
Margrét Lára Viðarsdóttir skorar úr vítaspyrnu í leik gegn Eistlandi

A-passar gilda inn á leik Íslands og Búlgaríu - 17.5.2011

Handhafar A-passa frá KSÍ þurfa ekki að sækja miða fyrir landsleik Íslands og Búlgaríu í undankeppni EM kvenna.  Dugar að sýna passann við innganginn þegar mætt er á völlinn.  Frjálst sætaval er á leiknum sem hefst kl. 19:30, fimmtudaginn 19. maí.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6901

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 26. maí - 17.5.2011

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ   26. maí kl. 19:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir unglingadómara sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.  Hér er gott tækifæri fyrir félögin að finna líkleg dómaraefni og senda þau á námskeiðið. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið verður haldið í KSÍ þriðjudaginn 31. maí - 17.5.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ  þriðjudaginn 31. maí og hefst kl. 19:30.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.  Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk

Lesa meira
 
Frá afhendingu Tækniskóla KSÍ

Tækniskóli KSÍ - Fyrstu diskarnir afhentir - 16.5.2011

Tækniskóli KSÍ er DVD diskur sem KSÍ gefur út í 20.000 eintökum og er færður öllum börnum og unglingum að gjöf sem æfa knattspyrnu og eru 16 ára og yngri.  Markmiðið með disknum er að efla knatttækni hjá börnum og unglingum, hvetja þau til aukaæfinga, jákvæðrar hreyfingar og vekja athygli á heilbrigðum fyrirmyndum í A-landsliði karla og kvenna og í U-21 árs landsliði karla. 

Lesa meira
 
Kápa af fyrra bindi 100 ára sögu Íslandsmótsins i knattspyrnu

100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu komin í bókabúðir - 13.5.2011

100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu - fyrra bindi - glæsileg 384 síðna bók, er komin í bókaverslanir Penninn-Eymundsson á Stór-Reykjavíkursvæðinu og Bókabúð Máls og Menningar, Laugarvegi.  Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala hafin á Ísland - Búlgaría í undankeppni EM - 13.5.2011

Miðasala á leik Íslands og Búlgaríu í undankeppni EM er nú hafin en miðasala fer fram sem fyrr í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 19. maí og hefst kl. 19:30.  Miðaverð á leikinn er 1.000 krónur en frítt er inn fyrir börn, 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
Fjölmiðlmenn á fræðslufundi

Fjölmiðlar á fræðslufundi um knattspyrnulögin - 13.5.2011

KSÍ bauð fulltrúum fjölmiðla á fræðslufund um knattspyrnulögin í vikunni þar sem farið var yfir ýmis atriði, leikbrot, rangstöðu, hendi eða ekki hendi, og fleiri þætti sem mikið er rætt um í fjölmiðlum sem annars staðar eftir fótboltaleiki.

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Pepsi-deild kvenna í beinni á SportTV - 13.5.2011

SportTV mun sýna beint frá leikjum Pepsi-deildar kvenna í sumar og verður fyrsta útsendingin frá leik Stjörnunnar og Fylkis laugardaginn 14. maí klukkan 16:00.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Staðfest niðurröðun í mótum sumarsins 2011 - 13.5.2011

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í yngri aldursflokkum og í eldri flokki karla. Þar með hafa nánast allir leikir sumarsins verið staðfestir. Staðfest niðurröðun leikja í Polla- og Hnátumótum KSÍ (6. flokkur) verður birt á næstu dögum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Hópur 40 leikmanna tilkynntur - 13.5.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt hóp 40 leikmanna sem tilkynntur hefur verið til UEFA fyrir úrslitakeppni EM U21 karla sem fram fer í Danmörku í sumar.  Úr þessum hópi verða svo valdir 23 leikmenn sem munu leika í Danmörku en fyrsti leikur Íslands verður gegn Hvít Rússum, 11. júní í Árósum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður í máli KH gegn Létti - 12.5.2011

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli KH gegn Létti vegna leiks þessara félaga í 1. umferð Valitors bikars karla sem leikinn var 4. maí síðastliðinn.  Í úrskurðarorðum kemur fram að KH sé dæmdur sigur í leiknum, 0 - 3.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Englandi í milliriðli EM í Póllandi, apríl 2011

U17 kvenna - Undirbúningshópur fyrir úrslitakeppni EM valinn - 12.5.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 28 leikmenn í undirbúningshóp fyrir úrslitakeppni EM.  Þar er Ísland ein fjögurra þjóða en úrslitakeppnin fer fram í Nyon í Sviss, 28. - 31. júlí.  Ísland mætir Spánverjum í undanúrslitum en í hinum undanúrslitaleiknum leika Frakkar og Þjóðverjar.

Lesa meira
 
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan biðlar til ökumanna - 11.5.2011

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til þeirra ökumanna sem sækja íþróttaviðburði um að leggja bílum sínum löglega.  Töluvert hefur borið á því að ökutækjum er ólöglega lagt við íþróttavelli og mega þeir ökumenn eiga vona á því að vera sektaðir af lögreglu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

A kvenna - Hópurinn gegn Búlgaríu tilkynntur - 11.5.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag landsliðshópinn er mætir Búlgaríu í undankeppni EM 2013.  Þetta er fyrsti leikurinn í þessari undankeppni og fer hann fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 19. maí kl. 19:30.  Sigurður Ragnar velur 22 leikmenn og þar af eru þrír nýliðar.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Selfoss sigraði í C deild Lengjubikars kvenna - 11.5.2011

Selfyssingar tryggðu sér í gærkvöldi sigur í C deild Lengjubikars kvenna en þær lögðu Keflvíkinga í úrslitaleik.  Leikið var í Reykjaneshöllinni og lauk með sigri Selfoss, 1 - 0 og kom sigurmark leiksins úr vítaspyrnu í síðari hálfleik.

Lesa meira
 
100 ára afmælismerki Vals

Valur 100 ára í dag - 11.5.2011

Í dag, 11. maí 2011, eru liðin 100 ár frá stofnun Knattspyrnufélagsins Vals.  Félagið heldur upp á þessi merku tímamót með fjölbreyttum hætti í dag að Hlíðarenda.  Nánari upplýsingar um dagskrá afmælisdagsins má finna á heimasíðu Vals. Lesa meira
 
Breiðablik

Fundir með fjölmiðlafulltrúa og öryggisstjóra Breiðabliks - 10.5.2011

Leyfisstjóri fundaði með fulltrúum Breiðabliks í byrjun mánaðarins. Þessi fundur er liður í því að aðstoða félögin sem undirgangast leyfiskerfið og tryggja að þau uppfylli skilyrði um hæfni starfsmanna sem bera ábyrgð á þjónustu við fjölmiðla og málum tengdum öryggi og gæslu.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Margir áhugaverðir leikir í Valitor-bikarnum - 10.5.2011

Það verða margir áhugaverðir leikir í 32-liða úrslitum Valitor-bikarsins, þar á meðal tveir innbyrðis leikir Pepsi-deildarliða.  Bikarmeistarar FH hefja titilvörnina gegn Fylki.  Dregið var í 32-liða úrslitin í dag að viðstöddum fjölda manns. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Úrslitaleikur C deildar Lengjubikars kvenna í kvöld - 10.5.2011

Úrslitaleikur C deildar Lengjubikars kvenna fer fram í kvöld en þar mætast Keflavík og Selfoss.  Leikið verður í Reykjaneshöllinni og hefst leikurinn kl. 19:00.  Keflavík tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með því að leggja Völsung að velli en Selfoss bar sigurorð af ÍA í hinum undanúrslitaleiknum. Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Dregið í 32 liða úrslitum Valitors bikars karla í hádeginu - 10.5.2011

Í hádeginu í dag verður dregið í 32 liða úrslitum Valitors bikars karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Annarri umferð lauk í gærkvöldi og standa nú eftir 20 lið eftir hana og bætast Pepsi-deildar liðin 12 við í pottinn

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar sunnudaginn 15. maí - 9.5.2011

Sunnudaginn 15. maí næstkomandi er síðasti dagur félagaskipta en félagaskipti verða ekki heimil fyrir meistaraflokks- eða samningsbundna leikmenn aftur fyrr en 15. júlí nema fyrir þá leikmenn sem koma til baka af tímabundnum félagaskiptum.  Sérstaklega er athygli félaga vakin á því að ef þau eru að fá leikmenn erlendis frá þá þurfa þau að vera tímanlega á ferðinni

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Valssigur fimmta árið í röð í Meistarakeppni kvenna - 8.5.2011

Valsstúlkur tryggðu sér sigur í Meistarakeppni KSÍ þegar þær lögðu Þór/KA en leikið var í Kórnum.  Lokatölur urðu 3 - 1 Val í vil eftir að staðan hafði verið 2 - 0 í leikhléi.  Þetta er fimmta árið í röð sem að Valsstúlkur fara með sigur í þessari keppni og í sjöunda skiptið á síðustu átta árum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrslitaleikur Meistarakeppni kvenna á laugardag - 5.5.2011

Úrslitaleikur Meistarakeppni kvenna fer fram laugardaginn 7. maí og verður leikinn í Kórnum.  Í ár mætast Valur og Þór/KA og hefst leikurinn kl. 14:00.  Þessi árlegi leikur er á milli Íslandsmeistara og bikarmeistara en Valsstúlkur eru handhafar beggja titlanna og leika því við Þór/KA sem hafnaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Geir eftirlitsmaður á úrslitaleik Meistaradeildar UEFA - 5.5.2011

UEFA hefur tilkynnt að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ,  verður eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Meistaradeildar UEFA.   Leikurinn  fer fram á Wembley 28. maí  þar sem risarnir Barcelona og Manchester United mætast  og er ljóst að uppselt verður á leikinn en Wembley leikvangurinn rúmar um 90 þúsund manns.

Lesa meira
 
Peppi Pepsi-karl

Peppi Pepsi-dós kominn til landsins - 5.5.2011

Ölgerðin hefur látið hanna lukkutröll Pepsi-deildarinnar sem ber nafnið Peppi Pepsi-dós. Peppi mun að öllu jöfnu mæta á þá leiki sem eru í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Fyrsti leikurinn sem Peppi mætir á er viðureign FH og Breiðabliks á sunnudag.

Lesa meira
 
bolti_i_marki

Mótshaldarar í Polla- og Hnátumótum KSÍ 2011 - 5.5.2011

Meðfylgjandi er yfirlit yfir riðlaskiptingu og mótshaldara í Polla- og Hnátumótum KSÍ. Riðlakeppni skal leikin á tímabilinu 6. júní til 15. júlí.  Mælt er með því þar sem því verður við komið að leikið sé á virkum dögum.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Gunnar vettvangsstjóri UEFA á Braga – Benfica - 5.5.2011

Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, verður vettvangsstjóri UEFA (UEFA Venue Director) á leik portúgölsku liðanna Braga og Benfica, en liðin mætast í undanúrslitum Evrópudeildar UEFA í kvöld, fimmtudagskvöld. 

Lesa meira
 
Fan survey

Könnun um fjárhagslega háttvísi - 5.5.2011

Tækniháskólinn í Chemnitz í Þýskalandi hefur leitað til knattspyrnusambanda í Evrópu vegna könnunar sem skólinn er að vinna vegna verkefnis UEFA um Fjárhagslega háttvísi (Financial Fair Play).  Leitað er álits knattspynuáhugafólks og stuðningsmanna um gjörvalla Evrópu.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Stjarnan tryggði sér sigur í A deild Lengjubikars kvenna - 4.5.2011

Stjörnustúlkur fögnuðu sigri í gærkvöldi í A deild Lengjubikar kvenna en leikið var þá til úrslita.  Lögðu þær Valsstúlkur á Hlíðarenda með tveimur mörkum gegn einu eftir að Valur hafði leitt í leikhléi.  Þetta er í fyrsta sinn sem Stjarnan vinnur þennan titil.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuskóli drengja og stúlkna 2011 - 3.5.2011

Eins og undanfarin ár starfrækir Knattspyrnusamband Íslands í sumar knattspyrnuskóla fyrir stúlkur og drengi. Í ár eru þetta iðkendur fæddir 1997.  Knattspyrnuskóli drengja verður dagana 6. – 10. júní og Knattspyrnuskóli stúlkna verður 14. – 18. júní.

Lesa meira
 
Valgeir Valgeirsson kastar upp peningi, Reynir Leósson og Guðmundur Steinarsson fylgjast spenntir með

Héraðsdómaranámskeið í Hamri á Akureyri 12. maí - 3.5.2011

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Hamri á Akureyri 12. maí kl. 19:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir unglingadómara sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.  Ekkert próf en viðvera gefur réttindi til héraðsdómara. 

Lesa meira
 
Bryndís Sigurðardóttir við dómgæslu í Rússlandi

Dómaranámskeið fyrir konur í Hamri á Akureyri þriðjudaginn 10. maí - 3.5.2011

Dómaranámskeið fyrir konur verður haldið í Hamri á Akureyri 10. maí kl. 19:00. Þetta námskeið er ætlað konum sem hafa áhuga á því gerast Héraðsdómarar og dæma í efri deildum.  Um er að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur.  Ekkert próf en viðvera gefur réttindi til héraðsdómara.

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor-bikarinn í fullum gangi - 3.5.2011

Í kvöld og annað kvöld fara fram síðustu leikir fyrstu umferðar Valitors bikars karla.  Fyrsta umferðin hófst um nýliðna helgi en nokkra leiki þurfti að færa til vegna vallaraðstæðna.  Í kvöld fara fram tveir leikir og aðrir tveir annað kvöld og lýkur þar með fyrstu umferðinni.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Úrslitaleikur A deildar Lengjubikars kvenna í kvöld - 3.5.2011

Úrslitaleikur A deildar Lengjubikars kvenna fer fram í kvöld en þar mætast Stjarnan og Valur.  Leikurinn fer fram á Stjörnuvelli og hefst kl. 20:00.  Valsstúlkur eru núverandi handhafar titilsins en Stjörnustúlkur hafa ekki unnið þennan titil áður.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Námskeið með Dick Bate haldið 5. maí - 3.5.2011

Fimmtudaginn 5. maí verður Dick Bate, sem starfar sem Elite Coaching Manager hjá Enska knattspyrnusambandinu, hér á landi og mun halda stutt námskeið að því tilefni. Námskeiðið ber yfirskriftina Wide attacker development og verður bæði bóklegt og verklegt.  Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Fyrstu umferð Pepsi-deildar karla lýkur í kvöld - 3.5.2011

Tveir leikir í Pepsi-deild karla fara fram í kvöld og lýkur þar með fyrstu umferðinni.  Á Kópavogsvelli leika Breiðablik og KR en á Víkingsvelli mætast nýliðarnir í deildinni, Víkingur og Þór.  Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Niðurröðun 1. deildar kvenna og 3. deildar karla staðfest - 2.5.2011

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í 1. deild kvenna og 3. deild karla.  Verulegar breytingar hafa verið gerðar á leikjadagskránni frá áður útgefnum drögum.  Mikilvægt er að félög sjái til þess að öll eldri drög séu tekin úr umferð til að forðast misskilning.

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Nýliðaslag Víkings og Þórs frestað - 1.5.2011

Nýliðaslag Víkings R. og Þórs í Pepsi-deild karla, sem fara átti fram á Víkingsvelli á mánudag, heur verið frestað til þriðjudags.  Áður hafði opnunarleiknum, Breiðablik-KR, verið frestað.  Aðrir leikir fara fram samkvæmt áætlun. Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Breiðablik-KR frestað fram á þriðjudag - 1.5.2011

Leik Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla, sem fara átti fram í dag, sunnudag, hefur verið frestað til þriðjudags vegna vallarskilyrða á Kópavogsvelli. Upphaf 100. Íslandsmótið frestast því til mánudags, en aðrir leikir deildarinnar eru á dagskrá þá. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Twitter, Facebook og aðrir samfélagsvefir - 30.4.2011

Það færist stöðugt í aukana að leikmenn, þjálfarar og aðrir fulltrúar knattspyrnunnar tjái sig um knattspyrnutengd málefni á samskiptavefjum eins og Twitter og Facebook, hér á landi sem erlendis. Rétt er þó að hafa í huga að það er ýmislegt sem ber að varast við notkun á þessum samskiptatækjum. Lesa meira
 
Fyrsta eintakið afhent

100 ára saga Íslandsmótsins komin út - 29.4.2011

Í dag kom út fyrra bindið af 100 ára sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu en um er að ræða glæsilega, 384 síðna, bók um upphaf knattspyrnunnar á Íslandi og sögu Íslandsmótsins.  Sagan er rituð af Sigmundi Ó. Steinarssyni. Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Fylkir-Grindavík í Kórinn - 29.4.2011

Vegna vallaraðstæðna á Fylkisvelli hefur leikvelli í viðureign Fylkis og Grindavíkur í Pepsi-deild karla verið breytt.  Leikurinn hefur verið færður í knattspyrnuhúsið Kórinn í Kópavogi.  Leikdagur og leiktími breytast ekki. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Reglugerðabreytingar samþykktar á stjórnarfundi 27. apríl - 29.4.2011

Á stjórnarfundi 27. apríl síðastliðinn voru samþykktar reglugerðabreytingar sem hafa verið tilkynntar aðildarfélögum bréflega.  Sérstaklega er vakin athygli á því að undirskrift forráðamanna þarf við félagaskipti leikmanna sem ekki hafa náð 18 ára aldri.

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Val og FH spáð sigri í Pepsi-deildunum - 28.4.2011

Í dag fór fram kynningarfundur Pepsi-deildanna 2011 en þar eru m.a. kynntar spár forráðamanna félaga í Pepsi-deildum karla og kvenna.  Val er spáð sigri í Pepsi-deild kvenna en í karladeildinni er því spáð að FH hampi titlinum.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit A deildar Lengjubikars kvenna í kvöld - 28.4.2011

Undanúrslit A deildar Lengjubikars kvenna fara fram í kvöld en úrslitaleikurinn sjálfur fer fram sunnudaginn 1. maí.  Í Boganum mætast Þór/KA og Stjarnan og hefst sá leikur kl. 17:15.  Á Hlíðarenda kl. 19:00 leika svo Valur og Breiðablik.

Lesa meira
 
Handbók leikja 2011

Handbók leikja 2011 komin út - 28.4.2011

Handbók leikja 2011 er komin út, en hún inniheldur ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir aðildarfélög KSÍ.  Í Handbók leikja eru ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja, yfirlit yfir reglur og kröfur sem gerðar eru varðandi hina ýmsu þætti, eyðublöð og fleira.  Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2010 - Úrslitaleikur FH og KR

Breytingar á knattspyrnulögunum 2011 - 27.4.2011

Alþjóðanefnd FIFA hefur gert nokkrar breytingar á knattspyrnulögunum sem taka gildi 1. júní. Að venju munu þessar breytingar taka gildi á Íslandi við upphaf Íslandsmótsins 1. maí.  Nákvæmur texti verður gefin út í nýrri útgáfu af knattspyrnulögunum um leið og endanlegur texti berst frá FIFA. Breytingarnar eru eftirfarandi:

Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor-bikarinn 2011 - 27.4.2011

Valitor, KSÍ og Sportfive hafa náð samkomulagi um áframhaldandi samstarf um bikarkeppni KSÍ. Keppnin hefur borið nafnið VISA-bikarinn síðan árið 2003, en hefur nú fengið nýtt nafn og mun hér eftir kallast Valitor-bikarinn.  Keppnin hefst með 20 leikjum sunnudaginn 1. maí. Lesa meira
 
bolti_i_marki

Leikskýrsluform - Leiðbeiningar - 27.4.2011

Hér að neðan má finna leiðbeiningar varðandi nýtt leikskýrsluform en frá 1. maí 2011 skulu félögin notast við þetta nýja form.

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Heimaleikjum Fylkis og Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna víxlað - 27.4.2011

Mótanefnd KSÍ hefur samþykkt ósk Fylkis og Stjörnunnar um að heimaleikjum þeirra í Pepsi-deild kvenna verði víxlað.

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Kynningarfundur Pepsi-deildanna 2011 á fimmtudag - 26.4.2011

Kynningarfundur Pepsi-deilda karla og kvenna fer fram í Háskólabíói fimmtudaginn 28. apríl og hefst kl. 16:00.   Á fundinn mæta fulltrúar liðanna í deildunum tveimur (þjálfarar, fyrirliðar, og formenn).  Meðal efnis á fundinum er að sjálfsögðu hin sívinsæla spá um lokastöðu liða. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Afturelding vann B deild Lengjubikars karla - 26.4.2011

Afturelding vann Tindastól/Hvöt í úrslitaleik B deildar Lengjubikars karla en úrslitaleikurinn fór fram í Akraneshöllinni í gær.  Lokatölur urðu 4 - 2 fyrir Mosfellinga eftir að þeir höfðu leitt í leikhléi, 3 - 0.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Valsmenn höfðu sigur í A deild Lengjubikarsins - 26.4.2011

Valsmenn tryggðu sér sigur í A deild Lengjubikars karla í gær með því að leggja Fylkismenn úrslitaleik.  Jafnt var eftir venjulegan leiktíma, 1 - 1, en Valsmenn skoruðu tvö mörk í framlengingu og tryggðu sér titilinn.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Fylkir og Valur leika í úrslitum A deildar karla - 23.4.2011

Mánudaginn 25. apríl, annan í páskum, verða leiknir úrslitaleikirnir í A og B deildum Lengjubikars karla.  Í Kórnum kl. 19:00 leika Fylkir og Valur í úrslitum A deildar karla en fyrr sama dag, kl. 14:30, leika Tindastóll/Hvöt og Afturelding til úrslita í B deild karla.  Sá leikur fer fram í Akraneshöllinni.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Leikið í Lengjubikarnum um hátíðirnar - 21.4.2011

Þó svo að margir landsmenn taki því rólega í páskafrí næstu daga þá mun knattspyrnufólk vera önnum kafið á knattspyrnuvellinum og fagna þannig sumarkomu.  Leikið er í Lengjubikar karla og kvenna og ráðast úrslitin í nokkrum deildum á næstu dögum.

Lesa meira
 
Páskaungar

Páskakveðja frá KSÍ - Gleðilega páska - 20.4.2011

Knattspyrnusamband Íslands sendir landsmönnum öllum sínar óskir um gleðilega páskahátíð.  Skrifstofa KSÍ verður lokuð um páskahátíðina en opnar að nýju, kl. 08:00, þriðjudaginn 26. apríl.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Um 40 manns á Fræðslufundi KSÍ - 20.4.2011

Síðastliðinn laugardag var haldinn fræðslufundur KSÍ í höfuðstöðvum KSÍ og sóttu hann um 40 manns auk starfsfólks KSÍ.  Allir voru velkomnir á þennan fund en sérstaklega var horft til þeirra aðila sem nýlega höfðu hafið störf innan aðildarfélaga.  Hér að neðan má sjá glærur af fyrirlestrum sem haldnir voru á þessum fundi. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit A-deildar Lengjubikars karla - 19.4.2011

Á morgun, miðvikudaginn 20. apríl, verður fyrri undanúrslitaleikur A-deildar Lengjubikars karla en þá mætast Fylkir og KR á Fylkisvelli kl. 19:00.  Síðari undanúrslitaleikurinn fer svo fram á fimmtudaginn, skírdag, 21. apríl en þá leika Valur og FH í Kórnum.  Sá leikur hefst kl. 15:00.

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Óúttekin leikbönn í meistaraflokki 2011 - 19.4.2011

Á hverju vori fær skrifstofa KSÍ ótalmargar fyrirspurnir um óúttekin leikbönn frá síðustu leiktíð. Ævinlega er félögum bent á að þeim hafi verið tilkynnt um leikbönn með tölvupósti og það sé á þeirra ábyrgð að gæta þess að leikmenn sem eigi eftir að taka út leikbönn geri svo, sbr. reglugerð KSÍ um aga-og úrskurðarmál:

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ fundaði með aðildarfélögum á Akureyri og Egilsstöðum - 19.4.2011

KSÍ hefur fundað með aðildarfélögum sínum á Norðurlandi og Austurlandi síðustu daga en framundan eru einnig fundir á Suðurlandi og Suðurnesjum.  Verða þeir fundir haldnir eftir páskahátiðina.

Lesa meira
 
Leiknir F.

Ólöglegur leikmaður með Leikni Fáskrúðsfirði - 18.4.2011

Í samræmi við grein 10.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Norbert Dobrzycki lék ólöglegur með Leikni F. í leik Leiknis F. og Völsungs í Lengjubikar karla, þann 16. apríl síðastliðinn.  Leikmaðurinn er skráður í Póllandi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikmaður í banni? - Fær þitt félag örugglega ekki tölvupóst? - 18.4.2011

Samkvæmt reglugerð KSÍ um aga-og úrskurðarmál eru úrskurðir Aga-og úrskurðarnefndar sendir með tölvupósti til aðilarfélaga.  Áríðandi er að öll aðildarfélög KSÍ athugi að rétt tölvupóstföng séu skráð hjá sambandinu vegna úrskurða Aga-og úrskurðarnefndar. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Aðgönguskírteini fyrir dómara 2011 - 18.4.2011

Þeir dómarar sem dæmt hafa tilskilinn fjölda leikja og hafa sent skrifstofu KSÍ mynd af sér, geta sótt aðgönguskírteini sín á skrifstofu KSÍ.  Öruggara er þó að hringja á undan sér og fá staðfest að skírteinið sé tilbúið.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ fundar með aðildarfélögum - Fundi á Selfossi frestað - 18.4.2011

Fyrirhuguðum fundi KSÍ með aðildarfélögum á Suðurlandi hefur verið frestað um óákveðinn tíma.  Fundurinn átti að fara fram í dag, mánudaginn 18. apríl, á Hótel Selfossi.  Nýr fundartími verður auglýstur síðar. Lesa meira
 
FH

Meistarakeppni karla - FH vann þriðja árið í röð - 17.4.2011

Það voru bikarmeistararnir í FH sem tryggðu sér sigur í Meistarakeppni karla í gær þegar þeir lögðu Íslandsmeistarana í Breiðablik.  Leikið var í Kórnum og tryggði FH sé sigur með því að skora þrjú mörk án þess að Blikar næðu að svara fyrir sig.

Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Staðfest niðurröðun í landsdeildum og bikarkeppni 2011 - 15.4.2011

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í landsdeildum karla og kvenna sem og VISA bikar karla og kvenna.  Mikilvægt er að félögin sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til þess að forðast misskilning. 

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Englandi í milliriðli EM í Póllandi, apríl 2011

U17 kvenna - Sigur á Svíum og fullt hús - 14.4.2011

Stelpurnar í U17 létu það ekki hafa nein áhrif á sig þó svo að sæti í úrslitakeppni EM væri tryggt fyrir síðasta leik sinn í milliriðlinum.  Svíar voru lagðir í dag með fjórum mörkum gegn einu og luku því stelpurnar keppni í þessum riðli með fullt hús og markatöluna 8 - 1.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Englandi í milliriðli EM í Póllandi, apríl 2011

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Svíum - 14.4.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið byrjunarliðið er mætir Svíum í lokaleik liðsins í milliriðli EM.  Leikið er Póllandi en Ísland hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni sem fer fram í Sviss, 28. - 31. júlí.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Meistarakeppni karla - Breiðablik og FH mætast - 13.4.2011

Breiðablik og FH mætast í Meistarakeppni karla laugardaginn 16. apríl.  Leikið verður í Kórnum og hefst leikurinn kl. 18:15.  Þetta er árlegur leikur á milli Íslandsmeistara og bikarmeistara síðasta tímabils og eru Blikar handhafar Íslandsmeistaratitilsins en FH handhafar VISA bikarsins.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Gunnar vettvangsstjóri UEFA á Braga – Dynamo Kiev - 13.4.2011

Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, verður vettvangsstjóri UEFA (UEFA Venue Director) á leik portúgalska liðsins Braga og Dynamo Kiev frá Úkraínu, en liðin mætast í Portúgal á fimmtudag.  Þetta er síðari viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en fyrri leiknum, í Kænugarði lauk með 1 – 1 jafntefli.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið niður um eitt sæti - 13.4.2011

Íslenska karlalandsliðið fellur niður um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun.  Ísland er nú í 115. sæti en sem fyrr eru Spánverjar í efsta sætinu og Hollendingar sitja áfram í öðru sæti.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ fundar á Suðurnesjum - Fundi frestað - 12.4.2011

Fyrirhuguðum fundi KSÍ með aðildarfélögum á Suðurnesjum hefur verið frestað. Fundurinn átti að vera fimmtudaginn 14. apríl á Flughótelinu í Keflavík en hefur verið frestað um óákveðinn tíma og verður nánar auglýstur síðar.

Lesa meira
 
Varamannabekkurinn gegn Englandi

U17 kvenna - Úrslitakeppnin fer fram við höfuðstöðvar UEFA í Nyon - 12.4.2011

Ljóst er að stelpurnar í U17 munu leika gegn Spánverjum í undanúrslitum EM, 28. júlí næstkomandi.  Þær spænsku hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitunum, líkt og Íslendingar, þegar ein umferð er eftir af milliriðli þeirra.  Spánn er núverandi handhafi Evrópumeistaratitilsins.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ og Sigmundur Ó. Steinarsson, hödundur 100 ára sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu

100 ára sagan farin í prentun - 11.4.2011

Þegar Íslandsmótið í knattspyrnu hefst 1. maí næstkomandi er það í 100. skiptið sem mótið fer fram.  Knattspyrnusambandið fékk af þessu tilefni Sigmund Ó. Steinarsson til þess að rita sögu Íslandsmótsins í 100 ár.  Fyrra bindið er komið í prentun og verður fyrsta eintakið afhent, 29. apríl.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Englandi í milliriðli EM í Póllandi, apríl 2011

U17 kvenna - Stelpurnar komnar í úrslitakeppnina - 11.4.2011

Stelpurnar í U17 gerðu sér lítið fyrir í dag og tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í lok júlí.  Leikið var við Pólverja í dag og eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu íslensku stelpurnar tvö mörk í síðari hálfleiknum, líkt og gegn Englendingum, og tryggðu sér sigurinn.  Þrátt fyrir að ein umferð sé eftir í milliriðlinum þá hafa stelpurnar tryggt sér efsta sætið í riðlinum

Lesa meira
 
Ólafur Rafnsson

Setningarræða 70. Íþróttaþings ÍSÍ - 11.4.2011

Íþróttir og listir eru tvær hliðar á sama teningi – menningu þjóðarinnar.  Vilji menn taka samanburð þá skulu menn gera það af fullum heiðarleika og leggja öll spilin á borðið.  Heildarframlög til íþróttahreyfingarinnar nema u.þ.b. 330 milljónum króna á fjárlögum – að meðtöldum framlögum til sérsambanda og ferðakostnaðarsjóðs – en sá liður sem felur í sér listir og menningu í sama ráðuneyti nemur um 6-7 milljörðum króna Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Englandi í milliriðli EM í Póllandi, apríl 2011

U17 kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Póllandi - 11.4.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Pólverjum í dag í milliriðli EM.  Þessar þjóðir höfðu báðar sigur í fyrstu leikjum sínum.  Ísland lagði England, 2 - 0 á meðan heimastúlkur lögðu Svía, 3 - 1.  Það má því búast við hörkuleik í dag sem hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma og er textalýsing frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

U17 kvenna - Enskar engin fyrirstaða - 9.4.2011

Stelpurnar í U17 hófu keppni í milliriðli EM á besta mögulegan máta en þær mættu stöllum sínum frá Englandi í dag.  Lokatölur urðu 2 - 0 Íslandi í vil eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegur leikmaður með Grundarfirði - 8.4.2011

Í samræmi við grein 10.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Ásgeir Ragnarsson lék ólöglegur með Grundarfirði í leik Grundarfjarðar og Álftaness í Lengjubikar karla, þann 2. apríl síðastliðinn.  Leikmaðurinn var skráður í Snæfell.

Lesa meira
 
Höttur

Ólöglegir leikmenn með Hetti - 8.4.2011

Í samræmi við grein 10.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Geisli Hreinsson og Arnar Jóel Rúnarsson léku ólöglegir með Hetti í leik Leiknis F. og Hattar í Lengjubikar karla, þann 26. mars síðastliðinn.  Leikmennirnir voru skráðir í Spyrni.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

EM kvenna 2013 - Ísland tekur á móti Búlgaríu 19. maí - 8.4.2011

Fyrsti leikur íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni EM 2013 verður gegn Búlgaríu á Laugardalsvelli.  Leikurinn fer fram, fimmtudaginn 19. maí, kl. 19:30.  Aðrar þjóðir í riðlinum eru: Norður Írland, Ungverjaland, Noregur og Belgía. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Engin vanskil 1. apríl - 7.4.2011

Félög sem undirgangast leyfiskerfið þurfa nú að staðfesta engin vanskil vegna félagaskipta leikmanna eða vegna launagreiðslna á tímabilinu janúar-febrúar-mars 2011.  Leyfisstjórn staðfestir móttöku gagna frá öllum 24 leyfisumsækjendum og gerir engar athugasemdir við þau. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ fundar með aðildarfélögum á Austurlandi - 7.4.2011

Miðvikudaginn 13. apríl nk. boðar KSÍ til fundar með aðildarfélögum á Austurlandi á Fjarðarhóteli Reyðarfirði kl. 16.30.  Forsvarsmenn félaga á svæðinu hvattir til þess að mæta.  Aðildarfélög eru vinsamlegast beðin um að staðfesta hvort fulltrúar þeirra mæta á fundinn.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Knattspyrnunámskeið fyrir fatlaða og þroskahamlaða krakka og unglinga - 7.4.2011

Íþróttafélagið Öspin og Knattspyrnufélagið Víkingur hafa tekið höndum saman og verða með knattspyrnunámskeið í sumar fyrir fatlaða og þroskahamlaða.  Námskeiðin eru ætluð fyrir börn og unglinga

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Breyting á Evrópudeildinni - Bikarmeistarar hefja leik í 1. umferð forkeppni - 6.4.2011

UEFA hefur ákveðið að breyta listanum sem segir á hvaða stigi keppninar félög hefja leik í Evrópudeildinni fyrir keppnistímabilin 2012-2015.  Þessi breyting þýðir það fyrir íslensk lið að frá og með tímabilinu 2012-13 munu VISA-bikarmeistararnir hefja leik í 1. umferð forkeppninnar en ekki í 2. umferð eins og verið hefur.  
Lesa meira
 
Kápan af DVD disknum Tækniskóli KSÍ

Grasrótardagur UEFA 25. maí - 6.4.2011

Miðvikudaginn 25. maí er haldinn Grasrótardagur UEFA um alla Evrópu. Aðildarlönd UEFA eru þá hvött til þess að halda sérstaka grasrótarviðburði í vikunni kringum þennan dag.  Knattspyrnusamband Íslands mun nota þessa viku til að gefa út glæsilegan DVD disk sem gefinn verður öllum iðkendum undir 16 ára aldri að gjöf. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ fundar með aðildarfélögum á Norðurlandi - 6.4.2011

Mánudaginn 11. apríl nk. boðar KSÍ til fundar með aðildarfélögum á Norðurlandi á Hótel KEA á Akureyri kl. 17.00.  Forsvarsmenn félaga á svæðinu eru hvattir til þess að mæta.  Fyrirhugaðir eru svo fundir í öðrum landshlutum á næstunni.

Lesa meira
 
Heiðar Helguson skallar og skorar (Sportmyndir)

Ísland mætir Danmörku - Miðasala hafin - 6.4.2011

Ísland mætir Danmörku á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2012 laugardaginn 4. júní kl. 18:45.  Ísland var afar óheppið að tapa gegn Dönum á Parken í fyrri leik liðanna, en þá skoruðu þeir dönsku eina mark leiksins í uppbótartíma.  Miðasala á leikinn er hafin en hún fer fram, sem fyrr, í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

U16 og U17 karla - Úrtaksæfing á Austurlandi - 5.4.2011

Næstkomandi sunnudag verður úrtaksæfing í Fjarðabyggðahöllinni fyrir leikmenn á Austurlandi fædda 1995 og 1996.  Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla og Freyr Sverrisson landsliðsþjálfari U16 karla, hafa valið leikmenn fyrir þessa æfingu.

Lesa meira
 
Stelpurnar í U19 á Millenium vellinum í Cardiff

U19 kvenna - Þjóðverjar of sterkir - 5.4.2011

Stelpurnar í U19 töpuðu lokaleik sínum í milliriðli EM sem leikinn var í Wales.  Mótherjarnir í dag voru hið sterka lið Þjóðverja sem fóru með sigur af hólmi, 3 - 0.  Staðan í leikhléi var 2 - 0 og með sigrinum tryggðu Þjóðverjar sér efsta sæti milliriðilsins og sæti í úrslitakeppninni í sumar.

Lesa meira
 
Stelpurnar í U19 fyrir utan Millenium völlinn í Cardiff

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Þjóðverjum - 5.4.2011

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Þjóðverjum í lokaleik liðsins í milliriðli EM.  Ólafur teflir fram sama byrjunarliði og hóf sigurleikinn gegn Wales.  Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales í milliriðli U19 kvenna í Wales.

U19 kvenna - Góður sigur á Wales - 2.4.2011

Stelpurnar í U19 unnu í dag góðan sigur á Wales í milliriðli EM en leikið er einmitt í Wales.  Lokatölur urðu 2 - 0 Íslandi í vil og voru það Sóley Guðmundsdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir sem skoruðu mörkin, sitt í hvorum hálfleiknum.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Tyrklands í millirðli EM U19 kvenna í Wales, 31. mars 2011

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Wales - 1.4.2011

Stelpurnar í U19 leika sinn annan leik í milliriðlinum fyrir EM á morgun, laugardag.  Mótherjarnir eru heimastúlkur í Wales en Ísland beið lægri hlut gegn Tyrkjum í fyrsta leiknum, 1 - 3.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið og teflir hann m.a fram systrum á miðjunni.

Lesa meira
 
Laugardalsvöllur

Upphafi Íslandsmótsins frestað um eina viku - Aprílgabb! - 1.4.2011

Vegna bágborins ástands keppnisvalla víða um land hefur stjórn KSÍ samþykkt að fresta upphafi Íslandsmótsins 2011, sem er 100. Íslandsmótið frá upphafi, um eina viku, og munu fyrstu leikirnir fara fram 8. maí.  Af þessum sökum verður ekkert hlé gert á Íslandsmótinu vegna þátttöku U21 landsliðs karla í úrslitakeppni EM í Danmörku í sumar.

Lesa meira
 
Guðni Bergsson skorar á móti Ungverjum 1995

Vináttulandsleikur gegn Ungverjum 10. ágúst - 1.4.2011

Knattspyrnusambönd Íslands og Ungverjalands hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik 10. ágúst.  Leikið verður í Ungverjalandi en í samkomulaginu er kveðið á um að þjóðirnar leiki svo á Laugardalsvelli á næsta eða þarnæsta ári.

Lesa meira
 
2011-Ur-leik-Islands-og-Tyrklands

U19 kvenna - Tap gegn Tyrkjum í fyrsta leik - 31.3.2011

Stelpurnar í U19 töpuðu fyrsta leik sínum í milliriðli fyrir EM en leikið er í Wales.  Tyrkir reyndust sterkari aðilinn í dag og fór með sigur af hólmi, 3 - 1.  Það var Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem kom Íslendingum yfir á 13. mínútu með laglegu skallamarki. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breiðablik og FH mætast í Meistarakeppni karla 16. apríl - 31.3.2011

Staðfest hefur verið að leikur Breiðabliks og FH í Meistarakeppni karla fer fram laugardaginn 16. apríl.  Leikið verður í Kórnum og hefst leikurinn kl. 18:15.  Þetta er árlegur leikur á milli Íslandsmeistara og bikarmeistara síðasta tímabils og eru Blikar handhafar Íslandsmeistaratitilsins en FH handhafar VISA bikarsins.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Leikið við Tyrki í dag - 31.3.2011

Stelpurnar í U19 leika í dag fyrsta leik sinn í milliriðli EM en leikið er í Wales.  Mótherjarnir í dag eru Tyrkir en hinar þjóðirnar í riðlinum eru heimastúlkur og Þjóðverjar.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag og er það þannig skipað: Lesa meira
 
Þróttur R.

Unglingadómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ í samvinnu við Þrótt þriðjudaginn 12. apríl - 30.3.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Þrótt í Höfuðstoðvum KSÍ þriðjudaginn 12. apríl og hefst kl. 17:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
Merki Hauka

Unglingadómaranámskeið á Ásvöllum mánudaginn 11. apríl - 30.3.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Hauka á Ásvöllum mánudaginn 11. apríl og hefst kl. 17:30.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Tap gegn Rússum í lokaleiknum - 30.3.2011

Strákarnir í U17 töpuðu lokaleik sínum í milliriðli EM en leikið var í Ungverjalandi.  Rússar voru mótherjarnir og lauk leiknum 2 - 0 Rússum í vil og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik.  Það voru Rúmenar sem að urðu efstir í riðlinum og tryggðu sér þar með sæti í úrslitakeppninni í sumar.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 landslið kvenna sem leikur í milliriðlum EM í Póllandi - 29.3.2011

U17 landslið kvenna leikur í milliriðlum EM og fer riðill Íslands fram í Póllandi.  Í riðlinum, ásamt okkar stúlkum og heimamönnum, eru England og Svíþjóð.  Þorlákur Árnason, þjálfari íslenska liðsins, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir mótið.

Lesa meira
 
U17 karla - Byrjunarliðið gegn Ungverjalandi í milliriðlum EM

Byrjunarlið U17 karla gegn Rússum - 29.3.2011

Lokaumferð EM-milliriðils U17 karla fer fram í dag og hefjast báðir leikirnir í riðli Íslands kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Drengirnir okkar leika gegn Rússum og hefur Gunnar Guðmundsson, þjálfari liðsins, tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Draumaleikur á Deepdale - 28.3.2011

Strákarnir okkar í U21 landsliði karla unnu í kvöld góðan 2-1 sigur á Englendingum í vináttulandsleik sem fram fór á Deepdale-leikvanginum.  Íslenska liðið lék vel í leiknum og er þessi sigur auðvitað gott veganesti fyrir liðið, sem leikur í úrslitakeppni EM í Danmörku í sumar.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Byrjunarliðið tilbúið - 28.3.2011

Eyjólfur Sverrisson. landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Englendingum í vináttulandsleik í kvöld.  Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma og er síðari hálfleikur í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ánægjukönnun á meðal leyfisumsækjenda 2011 - 28.3.2011

Að loknu leyfisferlinu á ári hverju fer fram svokallað árlegt endurmat, að kröfu UEFA, þar sem farið er yfir alla þætti kerfisins og skoðað hvað vel hefur gengið og hvað mætti betur fara.  Svör bárust frá 18 félögum af þeim 25 sem undirgengust leyfiskerfið að þessu sinni.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Fjórir leikmenn bætast við hópinn - 27.3.2011

Fjórir leikmenn bætast við hópinn hjá U21 karla fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi sem fram fer í Preston á morgun, mánudag.  Við hópinn bætast þeir Alfreð Finnbogason, Arnór Smárason, Birkir Bjarnason og Guðmundur Kristjánsson en þeir voru með A landsliðshópnum á Kýpur.  Þá mun markvörðurinn Haraldur Björnsson einnig koma í hópinn að nýju.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Tveggja marka tap gegn Ungverjum - 26.3.2011

U17 landslið karla tapaði 0-2 fyrir Ungverjum í milliriðli EM í dag, en riðillinn er einmitt leikinn í Ungverjalandi.  Þetta tap þýðir því miður að drengirnir okkar eiga ekki möguleika á að komast áfram í úrslitakeppnina.  Aðeins efsta liðið fer áfram í keppninni.

Lesa meira
 
EURO 2012

Fyrsta stigið komið í hús - 26.3.2011

A landslið karla náði fyrsta stigi sínu í höfn í undankeppni EM 2012 með markalausu jafntefli við Kýpur í Nicosia í dag, laugardag.  Heimamenn voru mun meira með boltann í leiknum, en náðu ekki að skapa sér afgerandi færi, ef undan er skilin vítaspyrna sem Stefán Logi Magnússon varði meistaralega.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ 64 ára - 26.3.2011

Í dag, laugardaginn 26. mars, er Knattspyrnusamband Íslands 64 ára. Fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu KSÍ 26. mars 1947 og var Agnar Klemens Jónsson fyrsti formaður KSÍ.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 gegn Armeníu í undakeppni EM

U17 karla - Leikið gegn Ungverjum - 25.3.2011

Strákarnir í U17 leika á morgun, laugardaginn 27. mars, annan leik sinn í milliriðli EM en hann er leikinn í Ungverjalandi.  Leikið verður við heimamenn og hefst leikurinn kl. 14:00 og er hægt að fylgjast með textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA.  Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
A landslið karla

Markverðir á ferð og flugi - 25.3.2011

Tveir af þremur markvörðum í A landsliðshópnum eiga við meiðsli að stríða og eru ekki leikfærir fyrir leikinn gegn Kýpur á morgun.  Þess vegna hefur Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, kallað í Harald Björnsson markvörð U21 karla.  Í stað Haraldar hefur Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21, kallað Óskar Pétursson  í U21 hópinn  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikmenn úrskurðaðir í leikbann - 25.3.2011

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 25. mars voru fjórir leikmenn úrskurðaðir í leikbann eftir leiki í Lengjubikarnum.  Er hér um að ræða leikmenn sem fá viðbótar leikbann en ekki er sérstaklega tilkynnt um leikmenn sem fara í sjálfkrafa leikbann.

Lesa meira
 
Færeyski dómarinn Petur Reinert

Færeyskir dómarar dæma í Lengjubikarnum um helgina - 25.3.2011

Færeyskir dómarar verða hér á landi um helgina og eru að leggja lokahönd á undirbúning sinn fyrir færeysku deildina sem hefst 9. apríl.  Þeir munu einnig koma við sögu í tveimur leikjum í Lengjubikar karla um helgina.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Portúgal (Sportmyndir)

Byrjunarlið Íslands gegn Kýpur - 25.3.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Kýpur í undankeppni EM á morgun, laugardaginn 26. mars.  Leikurinn hefst kl. 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Viðurlög vegna leyfiskerfis 2011 - 25.3.2011

Samkvæmt afgreiðslu leyfisráðs á umsóknum félaga um þátttökuleyfi 2011 uppfylltu þrjú félög ekki kröfu um menntun unglingaþjálfara.  Á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ var fjallað um málið og var ákveðið að beita viðurlögum í samræmi við lið 8.1. í leyfisreglugerð KSÍ.

Lesa meira
 
Hjörtur Logi Valgarðsson

U21 karla - Hjörtur Logi inn í hópinn - 25.3.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur bætt Hirti Loga Valgarðssyni inn í hópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á mánudaginn.  Hinsvegar munu þeir Jósef Kristinn Jósefsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson og Guðmundur Reynir Gunnarsson ekki vera með gegn Englendingum vegna meiðsla.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Breyting á hópnum sem fer til Wales - 25.3.2011

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur gert eina breytingu á hópnum sem leikur í milliriðli EM í Wales.  Anna María Baldursdóttir úr Stjörnunni kemur inn í hópinn í stað Írunnar Aradóttur.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Sigur hjá heimamönnum í fimm marka leik - 24.3.2011

Strákarnir í U21 biðu lægri hlut gegn Úkraínu í vináttulandsleik sem fram fór í kvöld í Kænugarði.  Lokatölur urðu 3 - 2 fyrir heimamenn eftir að þeir höfðu leitt í leikhléi, 1 - 0.  Aron Jóhannsson og Björn Bergmann Sigurðarson skoruðu mörk Íslands í leiknum.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Jafntefli gegn Rúmenum í fyrsta leik - 24.3.2011

Strákarnir í U17 gerðu jafntefli í fyrsta leik sínum í milliriðli fyrir EM en riðillinn er leikinn í Ungverjalandi.  Mótherjarnir í fyrsta leiknum voru Rúmenar og lauk leiknum með markalausu jafntefli.  Næsti leikur Íslands verður gegn Ungverjum á laugardaginn.

Lesa meira
 
Frá æfingu á Kýpur

Tvær æfingar á Kýpur í dag - 24.3.2011

Íslenska karlalandsliðið mun æfa tvisvar í dag en liðið undirbýr sig nú fyrir leikinn gegn Kýpur í undankeppni EM.  Liðið æfði í gær og í dag verða tvær æfingar.  Vel fer um hópinn og aðstæður hinar ágætustu þó svo að vel hafi rignt á æfingunni í gær.

Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Berjast Ísland berjast ! - 24.3.2011

Ágætur maður sagði einu sinni við mig að það er bara hægt að berjast þegar maður er í vörn.  En hvað ætlarðu svo að gera við boltann loksins þegar þú ert búinn að ná honum?  Lesa meira
 
Oliver skorar úr vítaspyrnu, 2 - 0

U17 karla - Leikið gegn Rúmenum í dag - 24.3.2011

Strákarnir í U17 hefja í dag leik í milliriðli fyrir EM en leikið er í Ungverjalandi.  Ísland leikur sinn fyrsta leik gegn Rúmenum og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag.

Lesa meira
 
Þjálfararnir Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson

U21 karla - Ísland mætir Úkraínu - Byrjunarliðið tilbúið - 24.3.2011

Strákarnir í U21 mæta í kvöld Úkraínu í vináttulandsleik kl. 17:30 og fer leikurinn fram á Valeriy Lobanovskyy vellinum í Kænugarði.  Þetta er fyrri vináttulandsleikur liðsins af tveimur á næstu dögum því Englendingar verða svo mótherjarnir, mánudaginn 28. mars og fer sá leikur fram á Deepdale vellinum í Preston.

Lesa meira
 
Ellert B. Schram fær viðurkenningu úr hendi Michel Platini, forseta UEFA

Ellert B. Schram heiðraður á þingi UEFA - 22.3.2011

Á 35. ársþingi UEFA sem haldið var í París í dag, var Michel Platini endurkjörinn forseti UEFA til fjögurra ára.  Ellert B. Schram, fyrrum formaður KSÍ, var á þinginu heiðraður af UEFA fyrir áralöng farsæl störf hans í þágu knattspyrnunnar.

Lesa meira
 
A landslið karla

Helgi Valur kominn í hópinn - 22.3.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á hópnum er mætir Kýpur í undankeppni EM á laugardaginn.  Ólafur hefur valið Helga Val Daníelsson inn í hópinn í stað Ragnars Sigurðssonar sem á við veikindi að stríða. Lesa meira
 
Frá 2. súpufundi hjá KSÍ. Rætt var um spilafíkn

Súpufundur KSÍ verður haldinn í hádeginu miðvikudaginn 30. mars - 22.3.2011

Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn miðvikudaginn 30. mars. Að þessu sinni mun Ragnheiður Alfreðsdóttir frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins flytja erindi um karlmenn og krabbamein í tilefni af Mottumars.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þrjú landslið héldu utan í morgun - 22.3.2011

Þrjú íslensk landslið héldu utan í morgun en þau verða öll í eldlínunni næstu daga.  A landslið karla leikur á Kýpur í undankeppni EM, laugardaginn 26. mars.  Þá leikur U21 karla tvo vináttulandsleiki, gegn Úkraínu 24. mars og gegn Englandi 28. mars.  Loks hélt U17 karla áleiðis til Ungverjalands þar sem það leikur í milliriðli EM. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breyting á reglugerð um búnað knattspyrnuliða - 21.3.2011

Á stjórnarfundi KSÍ, 18. mars síðastliðinn, var samþykkt breyting á reglugerð um búnað knattspyrnuliða.  Með breytingunni er félögum heimilt að setja eina auglýsingu til viðbótar á barmi búnings auk þess sem heimilt er að merki framleiðanda íþróttafatnaðarins má birtast á barmi.

Lesa meira
 
Hópurinn hjá U19 kvenna í Búlgaríu

U19 kvenna - Hópurinn sem leikur í Wales - 21.3.2011

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn sem leikur í milliriðli fyrir EM dagana 31. mars - 5. apríl.  Riðillinn verður leikinn í Wales og eru andstæðingarnir, auk heimastúlkna, Tyrkland og Þýskaland.

Lesa meira
 
U17 kvenna í Búlgaríu - Mark gegn Litháen

U17 kvenna - Æfingar fara fram um komandi helgi - 21.3.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 19 leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og í Egilshöllinni en liðið undirbýr sig nú fyrir keppni í milliriðlum EM sem fer fram í Póllandi, dagana 9. - 14. apríl. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

Tvær breytingar á hópnum hjá U21 karla - 21.3.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur gert tvær breytingar á hópnum er leikur tvo vináttulandsleiki gegn Úkraínu og Englandi, 24. og 28. mars.  Eyjólfur hefur valið þá Eið Aron Sigurbjörnsson og Jóhann Laxdal í hópinn og koma þeir í stað Hjörts Loga Valgarðssonar og Skúla Jóns Friðgeirssonar sem eru meiddir.

Lesa meira
 
A landslið karla

Arnór Sveinn valinn í hópinn sem fer til Kýpur - 20.3.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið Arnór Svein Aðalsteinsson í hópinn sem mætir Kýpur í undankeppni EM 26. mars næstkomandi.  Arnór kemur í stað Grétars Rafns Steinssonar sem á við meiðsli að stríða.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Öll félögin komin með þátttökuleyfi - 18.3.2011

Leyfisráð fundaði á fimmtudag og fór yfir leyfisgögn fjögurra félaga, sem gefinn hafði verið frestur til að ljúka útistandandi málum frá öðrum fundi ráðsins, síðastliðinn mánudag.  Félögunum fjórum var öllum veitt þátttökuleyfi.  Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Kvennalandsliðið í 16. sæti styrkleikalista FIFA - 18.3.2011

Íslenska kvennalandsliðið er í 16. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun.  Ísland fer upp um eitt sæti og deilir 16. sætinu með Suður Kóreu.  Það eru Bandaríkin sem eru sem fyrr í efsta sæti styrkleikalistans.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Tékkum á Laugardalsvelli

U17 karla - Æfingar hjá hópnum fæddum 1995 - 16.3.2011

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt úrtakshóp sem mun æfa um komandi helgi.  Þessar æfingar eru fyrir hóp sem fæddur er árið 1995.  Æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og Kórnum.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Vináttulandsleikir gegn Eistlandi í september - 16.3.2011

Knattspyrnusambönd Íslands og Eistlands hafa gert með sér samkomulag um að U19 karlalandslið þjóðanna mætist í tveimur vináttulandsleikjum.  Leikirnir munu fara fram í Eistlandi, dagana 3. og 5. september.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Unglingadómaranámskeið hjá Víkingi 22. mars - 16.3.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Víking í Víkinni þriðjudaginn 22. mars og hefst kl. 19:30.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.  Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið.

Lesa meira
 
Fellavöllur í Fellabæ var vígður 11. janúar 2008

Umsóknir í Mannvirkjasjóð KSÍ 2011 - 16.3.2011

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. apríl en sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Tyrkjum á Víkingsvelli

U17 karla - Hópurinn valinn fyrir milliriðil EM í Ungverjalandi - 15.3.2011

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn er tekur þátt í milliriðli EM en riðillinn verður leikinn í Ungverjalandi.  Mótherjar Íslendinga í riðlinum eru: Rúmenía, Ungverjaland og Rússland. 

Lesa meira
 
Afturelding

Unglingadómaranámskeið hjá Aftureldingu mánudaginn 21. mars - 15.3.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Aftureldingu í Vallarhúsinu mánudaginn 21. mars og hefst kl. 20:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.  Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 1.- 3. apríl - 15.3.2011

Helgina 1.- 3. apríl mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ.  Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í KSÍ B prófinu (UEFA B prófinu). 

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Hópurinn er mætir Úkraínu 24. mars - 15.3.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn er mætir Úkraínu í vináttulandsleik ytra þann 24. mars næstkomandi.  Leikurinn er fyrri leikurinn af tveimur vináttulandsleikjum hjá U21 karla á næstu dögum. Lesa meira
 
Ólafur Jóhannesson

Mikil tilhlökkun fyrir leikinn gegn Kýpur - Viðtal við Óla Jó - 15.3.2011

"Mikil tilhlökkun fyrir leikinn gegn Kýpur" sagði Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, í viðtali sem tekið var við hann í dag.  Viðtalið var tekið í tilefni af blaðamannafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ þar sem hópurinn fyrir Kýpurleikinn var tilkynntur.

Lesa meira
 
A landslið karla

Landsliðshópurinn sem mætir Kýpur 26. mars - 15.3.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag á blaðamannafundi landsliðshópinn er mætir Kýpur í undankeppni EM.  Leikurinn fer fram ytra og fer fram laugardaginn 26. mars næstkomandi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Landsliðshópar A karla og U21 karla tilkynntir í dag - 15.3.2011

Í dag kl. 13:15 fer fram blaðamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ þar sem Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnir hópinn sem leikur gegn Kýpur í undankeppni EM.  Leikurinn fer fram ytra, laugardaginn 26. mars.  Einnig verður tilkynntur hópurinn hjá U21 karla sem leikur vináttulandsleiki gegn Úkraínu og Englandi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

7 félögum veitt þátttökuleyfi - 14.3.2011

Leyfisráð fundaði í hádeginu í dag, mánudag, fór yfir leyfisgögn og tók ákvörðun um að veita 7 félögum þátttökuleyfi.  Áður hafði 13 félögum verið veitt leyfi á fundi ráðsins 8. mars síðastliðinn.  Fundi var frestað vegna ákvarðanatöku um fjögur félög.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

Ísland í riðli með Noregi í undankeppni EM 2013 - 14.3.2011

Ísland er í riðli með Noregi í undankeppni fyrir EM 2013 en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í dag.  Ísland var í öðrum styrkleikaflokki og dróst í riðil með Noregi úr efsta styrkleikaflokknum.  Önnur lið í riðlinum eru: Belgía, Ungverjaland, Norður Írland og Búlgaría. Búið er að samþykkja leikdaga í riðlinum.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í undankeppni Evrópumóts kvenna í dag - 14.3.2011

Í dag verður dregið í undankeppni Evrópumóts kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon.  Ísland er að sjálfsögðu í pottinum og er í 2. styrkleikaflokki.  Úrslitakeppnin fer fram í Svíþjóð 2013 og verða 38 þjóðir í pottinum sem keppa um 11 sæti í úrslitakeppninni.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið á Akureyri mánudaginn 21. mars - 14.3.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við KA í KA heimilinui mánudaginn 21. mars og hefst kl. 20:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.  Námskeiðið er ókeypis.

Lesa meira
 
ÍBV

Unglingadómaranámskeið í Vestmannaeyjum föstudaginn 18. mars - 14.3.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum og ÍBV föstudaginn 18. mars og hefst kl. 12:15 í Framhaldsskólanum.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
umf_selfoss_logo

Unglingadómaranámskeið á Selfossi þriðjudaginn 15. mars - 14.3.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Selfoss í Íþróttamiðstöðinni Iðu á Selfossi þriðjudaginn 15. mars og hefst kl. 17:30.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.  Námskeiðið er ókeypis

Lesa meira
 
KR - Þróttur R. í VISA-bikarnum 2010 (Sportmyndir)

Knattspyrnumót sumarsins 2011 - Athugasemdafrestur til 22. mars - 11.3.2011

Mót sumarsins hafa verið birt hér á heimasíðu KSÍ.  Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi þriðjudaginn 22. mars.  Mjög mikilvægt er að allar óskir/athugasemdir komi í einu lagi frá hverju félagi en ekki frá einstökum þjálfurum. 

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Gunnar vettvangsstjóri UEFA á Braga - Liverpool - 11.3.2011

Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, var vettvangsstjóri UEFA (UEFA Venue Director) á leik portúgalska liðsins Braga og Liverpool frá Englandi, en liðin mættust í Portúgal á fimmtudag.  Þetta var fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Lesa meira
 
Þórir Hákonarson

Tugþúsundir treysta á stuðning - 10.3.2011

Innanríkisráðherra hefur gefið það út að hann vilji láta kanna möguleika á því að menning og listir fái hlut af þeim tekjum sem Íslensk Getspá hefur af Lottó.  Með þessu virðast núverandi stjórnvöld leitast eftir því að skerða hlut æskulýðs- og íþróttastarfs í landinu. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland niður um eitt sæti á styrkleikalista FIFA hjá körlunum - 9.3.2011

Karlalandslið Íslands féll um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag.  Ísland er því í 115. sæti listans.  Heimsmeistarar Spánar eru sem fyrr í efsta sæti listans og Hollendingar í öðru sæti. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

Tap í hörkuúrslitaleik á Algarve - 9.3.2011

Stelpurnar í íslenska landsliðinu báðu í dag lægri hlut gegn stöllum sínum frá Bandaríkjunum þegar leikið var til úrslita á Algarvemótinu.  Lokatölur urðu 4 - 2 fyrir efsta liði styrkleikalista FIFA en staðan var jöfn í leikhléi, 2 - 2.

Lesa meira
 
Njarðvík

Njarðvík uppfyllir kröfur leyfiskerfisins 2011 - 9.3.2011

Leyfiskerfi KSÍ nær ekki til félaga í 2. deild karla, en engu að síður óskuðu Njarðvíkingar eftir því að undirgangast kerfið.  Skemmst er frá því að segja að Njarðvík uppfyllir allar kröfur reglugerðarinnar sem gerðar eru til félaga í 1. deild karla. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þrettán þátttökuleyfi gefin út á fyrsta fundi leyfisráðs - 9.3.2011

Fyrsti fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2011 fór fram á þriðjudag.  Ráðið fór yfir leyfisgögn allra félaga og tók ákvörðun um að veita 13 umsækjendum af 24 þátttökuleyfi. Ákveðið var að gefa öðrum félögum frest til hádegis mánudaginn 14. mars til að klára útistandandi atriði, en þá kemur leyfisráð saman að nýju.

Lesa meira
 
Stjarnan

Unglingadómaranámskeið í Stjörnuheimilinu fimmtudaginn 24. mars - 9.3.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Stjörnuna í Stjörnuheimilinu fimmtudaginn 24. mars og hefst kl. 19:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.  Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið.

Lesa meira
 
Fram

Unglingadómaranámskeið í Framheimilinu fimmtudaginn 17. mars kl. 17:00 - 9.3.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fram í Framheimilinu fimmtudaginn 17. mars og hefst kl. 17:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk.

Lesa meira
 
Laugardalsvöllur

Sumarstarfsfólk óskast á Laugardalsvöll - 9.3.2011

Laugardalsvöllur leitar eftir sumarstarfsfólki fyrir sumarið 2011. Starfið er krefjandi og fjölbreytt og snýr að vallarsvæði Laugardalsvallar, almennri umhirðu þess og viðhaldi.  Æskilegt er að umsækjendur séu á aldrinum 18 -30 ára og vera tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu yfir sumarmánuðina og fram á haust.  

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

Byrjunarlið Íslands í úrslitaleiknum á Algarve - 8.3.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Bandaríkjunum kl. 17:00 á morgun.  Um er að ræða sjálfan úrslitaleikinn á Algarve Cup og er þetta í fyrsta skiptið sem Ísland kemst svo langt á þessu geysisterka móti.   Ein breyting er á byrjunarliðinu frá því í síðasta leik,

Lesa meira
 
Úr leik U17 karla gegn Tyrkjum á Víkingsvelli

U17 og U19 karla með æfingar - 8.3.2011

Landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið hópa hjá U17 og U19 karla til æfinga um komandi helgi.  Æfingarnar verða í Kórnum og Egilshöllinni en tveir hópar verða á ferðinni hjá U17 karla. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

Ísland leikur til úrslita á Algarve Cup - 7.3.2011

Íslenska kvennalandsliðið gerði sér lítið fyrir í dag og lagði það danska í síðasta leik liðsins á Algarve Cup.  Ísland tryggði sér þar með sigur í B riðli og í leiðinni sæti í úrslitaleik mótsins gegn Bandaríkjunum.  Þetta er besti árangur sem Ísland hefur náð til þessa á þessu móti.

Lesa meira
 
ÍR

ÍR óskar eftir aðstoðarþjálfara fyrir 5. flokk karla - 7.3.2011

Knattspyrnudeild Íþróttafélags Reykjavíkur óskar eftir að ráða aðstoðarþjálfara fyrir 5. flokk karla.  Hlutverk aðstoðarþjálfara verður að aðstoða þjálfara 5. flokks karla og fylgja flokknum í öll þau verkefni sem flokkurinn tekur þátt í.  Umsækjandi verður að hafa KSÍ III eða hafa þónokkura starfsreynslu í þjálfun yngri flokka.  Allar umsóknir skulu sendast á irknattspyrna@hotmail.com

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Valsmenn Reykjavíkurmeistarar - 7.3.2011

Valsmenn tryggðu sér í gærkvöldi Reykjavíkurmeistaratitilinn í knattspyrnu þegar þeir lögðu granna sína úr KR í úrslitaleik sem fram fór í Egilshöllinni.  Eftir markalausan fyrri hálfleik þá tryggðu Valsmenn sér sigur á mótinu með marki eftir um klukkutíma leik og var þar að verki Guðjón Pétur Lýðsson.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

Byrjunarliðið gegn Dönum á Algarve - 6.3.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Dönum á Algarve á morgun, mánudaginn 7. mars, kl. 15:00.  Sigurður gerir tvær breytingar frá því í sigurleiknum gegn Kína á föstudaginn.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

Frábær íslenskur sigur gegn Kínverjum á Algarve - 4.3.2011

Íslensku stelpurnar lögðu þær kínversku í dag í öðrum leik liðsins á Algarve Cup og urðu lokatölur þær sömu og gegn Svíum. 2 -1.  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði bæði mörk Íslands í leiknum.  Síðasti leikur Íslands er gegn Dönum á mánudaginn og dugar Íslendingum jafntefli til þess að komast í úrslitaleikinn gegn Bandaríkjunum. Lesa meira
 
Valentin Ivanov

Landsdómararáðstefna fer fram um helgina - 4.3.2011

Um helgina fer fram árleg landsdómararáðstefna sem er hluti af undirbúningi dómara fyrir komandi keppnistímabil.  Að þessu sinni fer ráðstefnan fram í Reykjavík og Úthlíð í Biskupstungum.  Sérstakur gestafyrirlesari á ráðstefnunni að þessu sinni er Rússinn Valentin Ivanov, fyrrum dómari  og núverandi dómaraleiðbeinandi hjá UEFA. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

Byrjunarlið Íslands gegn Kína á Algarve - 3.3.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kínverjum á Algarve.  Þetta er annar leikur liðsins í keppninni en sigur vannst á Svíum í fyrsta leiknum, 2 - 1.  Sigurður gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik.

Lesa meira
 
Nýliðarnir í hópnum á Algarve 2010. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Elínborg Ingvarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Mist Edvardsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir

Berglind Björg fer til Algarve - 3.3.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið Berglindi Björg Þorvaldsdóttur úr ÍBV inn í hópinn sem tekur nú þátt á Algarve Cup.  Berglind fyllir skarðið sem Kristín Ýr Bjarnadóttir skilur eftir sig en hún á við meiðsli að stríða. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leyfisráð fundar á þriðjudag - 3.3.2011

Það líður að lokum leyfisferlisins fyrir keppnistímabilið 2011.  Leyfisumsækjendur hafa fengið lokaathugasemdir við gögn og vinna nú af kappi að úrbótum þar sem við á.  Leyfisráð kemur saman til ákvarðanatöku þriðjudaginn 8. mars kl. 17:00.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

Óskabyrjun Íslendinga á Algarve - 2.3.2011

Íslendingar fengu sannkallaða óskabyrjun á Algarve Cup þetta árið en stelpurnar unnu frábæran sigur á Svíum í fyrsta leik sínum á mótinu.  Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir Íslendinga eftir að jafnt hafði verið í leikhléi, 1 - 1.  Það voru Margrét Lára Viðarsdóttir og fyrirliðinn, Katrín Jónsdóttir, sem skoruðu mörk Íslands í leiknum. Danir unnu Kínverja í hinum leik riðilsins í dag, 1 - 0. Þetta er fyrsti sigur A landsliðs kvenna á Svíum en þetta var 10. viðureign þjóðanna.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts karla - KR og Valur mætast - 2.3.2011

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts karla fer fram sunnudaginn 6. mars og hefst kl. 19:15 í Egilshöllinni.  Þar mætast félög sem oft hafa att kappi í gegnum árin, KR og Valur en Vesturbæingar hafa titil að verja.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Japanskur dómari á leik Íslands og Svíþjóðar í dag - 2.3.2011

Að venju koma dómarar á Algarve Cup víða að en dómari í leik Íslands og Svíþjóðar í dag kemur frá Japan líkt og annar aðstoðardómaranna.  Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Dómarar leiksins eru eftirfarandi:

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi

Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve - 1.3.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í fyrsta leik Íslands á Algarve Cup.  Leikurinn hefst kl. 15:00 á morgun, miðvikudaginn 2. mars, en á sama tíma mætast hinar þjóðirnar í riðlinum, Kína og Danmörk. Lesa meira
 
Stelpurnar á fyrstu æfingunni á Algarve 2011

Stelpurnar komnar til Algarve - 1.3.2011

Kvennalandsliðið kom í nótt til Algarve en þar tekur það þátt í hinu geysisterka Algarve Cup.  Fyrsti leikur liðsins er á morgun, miðvikudag, gegn Svíum og hefst leikurinn kl. 15:00.  Aðstæðurnar á Algarve eru frábærar, hótelið glæsilegt í alla staði og æfingavellirnir í mjög góðu standi.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið á Akranesi mánudaginn 14. mars - 1.3.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍA í Íþróttamiðstöðinni á Akranesi mánudaginn 14. mars og hefst kl. 19:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.  Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið. Lesa meira
 
Merki Hauka

Ólöglegur leikmaður með Haukum - 28.2.2011

Í samræmi við grein 10.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppn i karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Aron Freyr Eiríksson lék ólöglegur í leik Hauka og BÍ/Bolungarvíkur í Lengjubikar karla, þann 19. febrúar síðastliðinn. Lesa meira
 
Berglind skorar með skalla gegn Búlgaríu

U17 og U19 kvenna - Æfingar fara fram um helgina - 28.2.2011

Um komandi helgi verða æfingar hjá U17 og U19 kvenna og fara þær fram í Egilshöllinni og Kórnum.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar og má sjá hópana hér að neðan.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi

Rakel Logadóttir inn í hópinn - 25.2.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á landsliðshóp sínum sem tekur þátt á Algarve Cup nú í byrjun mars.  Rakel Logadóttir kemur inn í hópinn í stað Guðnýjar Bjarkar Óðinsdóttur sem á við meiðsli að stríða.  Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Fræðslufundur KSÍ haldinn 16. apríl - 25.2.2011

KSÍ stendur fyrir fræðslufundi laugardaginn 16. apríl kl. 11.00 þar sem farið verður yfir ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir stjórnendur aðildarfélaga KSÍ.  Fræðslufundurinn er opinn öllum þeim er áhuga hafa á að kynna sér betur ýmis málefni er snúa m.a. að daglegum rekstri knattspyrnufélaga og samskiptum við KSÍ.

Lesa meira
 
Fram-Throttur-2008

XML-þjónustan á vef KSÍ - 25.2.2011

Hægt er að kalla fram ýmislegt gagnlegt og áhugavert úr XML-vefþjónustu af ksi.is fyrir aðrar vefsíður.  Þannig er hægt að nálgast mótaupplýsingar til að setja upp á öðrum vefsíðum, sem verða þá beintengdar við gagnagrunn KSÍ.

Lesa meira
 
Heiðar Helguson skallar og skorar (Sportmyndir)

KSÍ gerir samning við Prozone - 24.2.2011

Knattspyrnusamband Íslands hefur gert samning við Prozone um leikgreiningu á landsleikjum Íslands næstu 2 árin.  Samningurinn felur í sér að Prozone leikgreinir 60 leiki á ári , næstu tvö árin,  sem KSÍ óskar eftir að séu leikgreindir.

Lesa meira
 
FH

Unglingadómaranámskeið verður haldið í Kaplakrika 2. mars  - 23.2.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við FH í Kaplakrika miðvikudaginn 2. mars og hefst kl. 19:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.  Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið.  Námskeiðið er ókeypis.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Gunnar vettvangsstjóri UEFA á Braga - Lech - 23.2.2011

Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, verður vettvangsstjóri UEFA (UEFA Venue Director) á leik portúgalska liðsins Braga og Lech Poznan frá Póllandi, en liðin mætast í Portúgal á fimmtudag.  Þetta er síðari viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Lesa meira
 
Dómarar leiða lið Þýskalands og Englands til vallar fyrir úrslitaleik EM U19 kvenna á Íslandi

Dómaranámskeið fyrir konur í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 10. mars - 22.2.2011

Dómaranámskeið fyrir konur verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ 10. mars kl. 19:00.  Það er yfirlýst stefna hjá KSÍ að fjölga konum í dómarastétt og er þetta námskeið ætlað konum sem hafa áhuga á því gerast Héraðsdómarar og dæma í efri deildum.

Lesa meira
 
Valgeir Valgeirsson kastar upp peningi, Reynir Leósson og Guðmundur Steinarsson fylgjast spenntir með

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 7. mars - 22.2.2011

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ 7. mars kl. 19:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir unglingadómara sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.  Námskeiðið er ókeypis.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skiladagur fjárhagsgagna liðinn - 22.2.2011

Lokaskiladagur fjárhagslegra leyfisgagna var mánudaginn 21. febrúar.  Allir leyfisumsækjendur héldu sig innan tímamarka.  Reyndar voru gögn fimm félaga póstlögð á mánudag, en sýni póststimpillinn 21. febrúar eru tímamörk uppfyllt.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Pétursborg í Evrópudeild UEFA - 22.2.2011

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Zenit frá Rússlandi og Young Boys frá Sviss en þetta er leikur í 32. liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.  Með Kristni á þessum leik verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson aðstoðardómarar.  Fjórði dómari verður Erlendur Eiríksson og aukaaðstoðardómarar verða þeir Magnús Þórisson og Þóroddur Hjaltalín.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þinggerð 65. ársþings KSÍ - 21.2.2011

Hér að neðan má sjá þinggerð 65. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var á Hilton Nordica Hótel 12. febrúar síðastliðinn.

Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Íslandsmótin 2011 - Niðurröðun yngri flokka í fullum gangi - 21.2.2011

Þessa dagana er unnið að leikjaniðurröðun fyrir Íslandsmót yngri flokka árið 2011.  Stefnt er að því að drög að leikjaniðurröðun verði tilbúin mánudaginn 7. mars.  Mótanefnd hefur ákveðið að engir leikir verði á tímabilinu 18. júlí til og með 3. ágúst í 4. flokki og yngri aldursflokkum.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Valsstúlkur Reykjavíkurmeistarar fjórða árið í röð - 21.2.2011

Valsstúlkur tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í gærkvöldi, fjórða árið í röð, þegar þær unnu öruggan sigur á HK/Víking í lokaleik mótsins.  Valur hafði sigur í öllum fimm leikjum sínum og fékk ekki á sig mark í leið sinni að titlinum.

Lesa meira
 
Ísland - Þýskaland í EM U17 kvenna 4. september 2009. Leiknum lauk með markalausu jafntefli

U17 og U19 kvenna - Æfingar um komandi helgi - 21.2.2011

Um komandi helgi verða æfingar hjá U17 og U19 kvenna og fara þær fram í Kórnum og Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar. Lesa meira
 
Nemar úr MA í vettvangskynningu hjá KSÍ.

Nemar úr MA í vettvangsferð hjá KSÍ - 18.2.2011

Nokkrir nemar úr MA eyddu lunganum af föstudeginum í vettvangsferð á skrifstofu Knattspyrnusambands Íslands.  Þeir fengu kynningu frá fræðslustjóra KSÍ og skoðuðu starfsemina frá öllum hliðum.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2010 - Úrslitaleikur FH og KR (Sportmyndir)

Félög beðin um að hafa í huga bráðabirgðaákvæði varðandi félagaskipti - 17.2.2011

Nú þegar keppni í Lengjubikarnum er að hefjast er rétt að minna félögin á bráðabirgðaákvæði í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.  Þetta er grein 3.6 og er bráðabirgðaákvæði fyrir keppnistímabilið 2011. 

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

KÞÍ fundar með þjálfurum 2. flokks karla og 5. flokks kvenna - 17.2.2011

Þann 24. febrúar næstkomandi mun KÞÍ halda fundi með þjálfurum 2. flokks karla og 5. flokks kvenna.  Fundirnir fara fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst fundur þjálfara 5. flokks kvenna kl. 18:30 en fundur þjálfara 2. flokks karla hefst kl. 20:00.  Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn 2011 - Keppni í A deild karla hefst í kvöld - 17.2.2011

Í kvöld, fimmtudaginn 17. febrúar, hefst keppni í A deild Lengjubikars karla með tveimur leikjum sem verða báðir leiknir í Egilshöll.  Fram og HK leika kl. 19:00 og kl. 21:00 leika Fjölnir og Víkingur Reykjavík.

Lesa meira
 
Frá æfingu á Alagarve í febrúar 2010

A landslið kvenna - Hópurinn sem leikur á Algarve - 16.2.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 20 leikmenn til að leika á hinu sterka Algarve Cup sem fer fram dagana 2. - 9. mars næstkomandi.  Mótherjar Íslendinga í riðlakeppninni eru að þessu sinni: Svíþjóð, Kína og Danmörk.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 gegn Armeníu í undakeppni EM

U17 karla - Æfingar fara fram um helgina - 15.2.2011

Um komandi helgi verða æfingar hjá U17 karla og verða tveir hópar við æfingar þessa helgi.  Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið leikmenn fyrir þessar æfingar en þær verða í Fífunni, Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 
FH

FH þriðja Pepsi-deildarfélagið til að skila fjárhagsgögnum - 15.2.2011

FH varð þriðja Pepsi-deildarfélagið til að skila endurskoðuðum ársreikningi fyrir síðasta ár, ásamt fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn sinni vegna keppnistímabilsins 2011.  Suðurnesjaliðin Keflavík og Grindavík höfðu áður skilað.  Lokaskiladagur er  21. febrúar.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur 7. stigs þjálfaranámskeið - Hefst 21. febrúar - 14.2.2011

Mánudaginn 21. febrúar kl. 16:15 fer af stað KSÍ VII þjálfaranámskeið en það er lokastigið í UEFA A (KSÍ A) þjálfaragráðunni.  Farið verður yfir námskeiðið á fundi í höfuðstöðvum KSÍ.  Þeir þjálfarar sem starfa úti á landi þurfa ekki að gera sér ferð til Reykjavíkur út af þessum fundi heldur verður námskeiðið útskýrt fyrir þeim á símafundi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ályktun um Íþróttaslysasjóð samþykkt á ársþingi - 14.2.2011

Á 65. ársþingi KSÍ sem fram fór um helgina var samþykkt ályktun um Íþróttaslysasjóð og þessi ályktun send ríkisstjórn Íslands sem og ráðherra velferðarmála.  Í þessari ályktun mótmælir ársþing KSÍ harðlega lækkun framlags velferðarráðuneytis í sjóðinn.

Lesa meira
 
Íslandsmeistarar í 5. fl. kvenna 2011 í Futsal

Sigurvegarar Íslandsmóta í Futsal hjá yngri flokkum - 14.2.2011

Um síðastliðna helgi fóru fram síðustu úrslitakeppnir yngri flokka Íslandsmótsins í Futsal. Valur og Breiðablik tryggðu sér 2 Íslandsmeistaratitla og Fjölnir, Fylkir, Snæfellsnes og Víðir 1 hvort.

Lesa meira
 
HK

Unglingadómaranámskeið í Fagralundi mánudaginn 21. febrúar kl. 19:00 - 13.2.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við HK í Fagralundi mánudaginn 21. febrúar og hefst kl. 19 :00 og stendur í 2,5 klukkustund. Námskeiðinu lýkur með skriflegu prófi viku síðar.  Námskeiðið er ókeypis

Lesa meira
 
Stjórn KSÍ eftir ársþing 2011

65. ársþingi KSÍ lokið - 12.2.2011

65. ársþingi KSÍ er lokið en það fór fram að þessu sinni á Hilton Nordica Hótel.  Þinginu lauk um kl. 15:00 og má sjá fréttir af þinginu hér.  Geir Þorsteinsson var endurkjörinn formaður KSÍ en hann var einn í kjöri.  Kosið var um fjögur sæti í stjórn KSÍ og voru fimm í framboði.

Lesa meira
 
Frá 65. ársþingi KSÍ

FH, ÍA og KS fengu Grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA - 12.2.2011

Grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA voru veitt á 65. ársþingi KSÍ og voru þrjú félög sem fengu þau afhent.  Veitt eru verðlaun í þremur flokkum og eru þessir flokkar ákveðnir af UEFA.

Lesa meira
 
Frá 65. ársþingi KSÍ

Stjarnan og Valur fengu háttvisisverðlaun í Pepsi-deild kvenna - 12.2.2011

Háttvísisverðlaun í Pepsi-deild kvenna voru veitt á ársþingi KSÍ og vor það 2 félög sem deildu kvennabikarnum með sér að þessu sinni.  Þetta voru Stjarnan og Valur sem þóttu sýna prúðmannlegustu framkomuna í Pepsi-deild kvenna.

Lesa meira
 
Frá 65. ársþingi KSÍ

Breiðablik og Víkingur Reykjavík hlutu Dragostytturnar - 12.2.2011

Breiðablik og Víkingur Reykjavík fengu Dragostytturnar á 65. ársþingi KSÍ sem haldið er á Hilton Nordica Hótel.  Þá fengu Afturelding og Markaregn viðurkenningu fyrir prúðmannlegan leik í 2. og 3. deild karla. Lesa meira
 
Frá 65. ársþingi KSÍ

Ýr Sigurðardóttir og Fylkir hlutu Jafnréttisverðlaun - 12.2.2011

Ýr Sigurðardóttir og knattspyrnudeild Fylkis fengu afhent Jafnréttisverðlaun á 65. ársþingi KSÍ sem fram fer á Hilton Nordica Hótel. 

Lesa meira
 
Frá 65. ársþingi KSÍ

Kjartan Þorbjörnsson hlaut viðurkenningu - 12.2.2011

Kjartan Þorbjörnsson (Golli) ljósmyndari hjá Morgunblaðinu hlaut viðurkenningu á ársþingi KSÍ en Kjartan hefur starfað sem ljósmyndari í tæp 20 ár.  Á þessum tíma hefur hann myndað knattspyrnu og knattspyrnuleiki hérlendis jafnt sem erlendis af mikilli fagmennsku og einskærum áhuga á íþróttinni. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Afgreiðsla tillagna á 65. ársþingi KSÍ - 12.2.2011

Nokkrar tillögur lágu fyrir 65. ársþingi KSÍ en tillögurnar má sjá hér að neðan sem og hvernig þær voru afgreiddar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

65. ársþing KSÍ hafið - 12.2.2011

Ársþing KSÍ, það 65. í röðinni, var sett kl. 11:00 í dag á Hilton Nordica Hótel.  Fylgst verður með framvindu þingsins hér á síðunni en framundan eru m.a. afgreiðsla tillagna.

Lesa meira
 
Frá 65. ársþingi KSÍ

Ávarp formanns á 65. ársþingi KSÍ - 12.2.2011

Hér að neðan má sjá ávarp formanns KSÍ, Geirs Þorsteinssonar, á 65. ársþingi KSÍ en þingið var sett kl. 11:00 í morgun á Hilton Nordica Hótel.

Lesa meira
 
Grindavík

Grindvíkingar búnir að skila fjárhagsgögnum - 11.2.2011

Grindvíkingar hafa skilað skilað fjárhagslegum leyfisgögnum sínum og fylgja þar með fast á hæla Keflvíkinga, sem voru fyrstir Pepsi-deildarfélaga til að skila.  Fjárhagsleg gögn eru ársreikningur með áritun endurskoðanda ásamt öðrum viðeigandi gögnum og staðfestingum. 

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Riðlaskipting í 1. deild kvenna og 3. deild karla - Drög að leikjaniðurröðun tilbúin - 11.2.2011

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út riðlaskiptingu í 1. deild kvenna og 3. deild karla fyrir keppnistímabilið 2011. Drög að leikjaniðurröðun í þessum deildum hefur einnig verið birt hér á heimasíðu KSÍ  Fjögur félög leika í ár í 3. deild karla sem ekki tóku þátt á síðasta tímabili. 

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Undanúrslit Reykjavíkurmóts karla í kvöld - 11.2.2011

Í kvöld, föstudagskvöld, verður leikið í undanúrslitum Reykjavíkurmóts karla og verða báðir leikirnir í Egilshöllinni.  KR og Fram mætast kl. 18:45 og eftir þeim leik, eða kl. 20:45 leika Valur og Fylkir.  Sigurvegarar leikjanna í kvöld leika svo til úrslita, sunnudaginn 6. mars. Lesa meira
 
Merki FIFA

Ný iðkendakönnun FIFA í vinnslu - 11.2.2011

FIFA hefur hafið söfnun upplýsinga um iðkendur í knattspyrnu á heimsvísu og mun gefa út skýrslu 2012.  Þessi stóra talning iðkenda (FIFA Big Count) hefur farið tvisvar sinnum fram áður og samkvæmt skýrslunni 2006 voru knattspyrnuiðkendur á heimsvísu 265 milljónir.  Lesa meira
 
Frá setningu ársþings KSÍ 2008

65. ársþing KSÍ - Þingið sett kl. 11:00 - 10.2.2011

Ársþing KSÍ, það 65. í röðinni, verður haldið á Hilton Nordica Hótel laugardaginn 12. febrúar.  Þingið verður sett kl. 11:00 en afhending þinggagna hefst kl. 10:00.  Gert er ráð fyrir að þinginu ljúki um kl. 16:00 sama dag.

Lesa meira
 
UEFA

Skýrsla UEFA um stöðu félaga í Evrópu - 10.2.2011

UEFA hefur gefið út umfangsmikla skýrslu um stöðu félaga í efstu deildum í Evrópu.  Skýrslan, sem nú er gefin út í þriðja sinn, er byggð á upplýsingum úr leyfisgögnum félaga (fjárhagsár 2009), en þó er fjallað um ýmis mál sem tengjast leyfiskerfinu ekki beint.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í tvær fyrstu umferðir VISA bikars karla og kvenna - 9.2.2011

Dregið hefur verið í tvær fyrstu umferðirnar í undankeppni VISA bikars karla og kvenna.  Áætlað er að keppni hefjist hjá körlunum 1. maí en hjá konunum 18. maí.  Leikina má sjá hér að neðan en að venju er mikið af forvitnilegum leikjum í gangi og búast má við miklu fjöri að vanda.

Lesa meira
 
Frá 64. ársþingi KSÍ 13. febrúar 2010

Þingfulltrúar á 65. ársþingi KSÍ - 9.2.2011

Laugardaginn 12. febrúar næstkomandi fer fram 65. ársþing KSÍ á Hótel Hilton Nordica.  Alls hafa 135 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 120 fulltrúa. 

Lesa meira
 
U17 kvenna sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku

Æfingar hjá öllum okkar kvennalandsliðum um komandi helgi - 8.2.2011

Um komandi helgi verða öll kvennalandsliðin við æfingar og hafa landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason, Ólafur Þór Guðbjörnsson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, valið leikmenn á þessar æfingar.  Tveir hópar verða á ferðinni hjá U17 kvenna en hópana má sjá hér að neðan.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur 7. stigs þjálfaranámskeið - 7.2.2011

Mánudaginn 21. febrúar fer af stað KSÍ VII þjálfaranámskeið en það er lokastigið í KSÍ A þjálfaragráðunni.  Farið verður yfir námskeiðið á fundi í höfuðstöðvum KSÍ.  Þjálfarar þurfa að skrá sig í síðasta lagi fimmtudaginn 17. febrúar.  Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem skráðir eru með 6. stigs þjálfararéttindi eða E stig-sérnámskeið.

Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Úrslitakeppnir yngri flokka í Futsal um helgina - 4.2.2011

Um helgina fara fram úrslitakeppni yngri flokka í Futsal en leikið er um Íslandsmeistaratitilinn 2011.  Leikið verður til úrslita í 2. 3. og 5. flokki karla og kvenna en úrslitakeppnir 4. flokks karla og kvenna fara fram sunnudaginn 13. febrúar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ársreikningur KSÍ 2010 birtur - 4.2.2011

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ)  birtir nú ársreikning sinn fyrir árið 2010. Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2010 námu 723 milljónum króna samanborið við 703 milljónir króna á árinu 2009.  Hækkun rekstrartekna skýrist fyrst og fremst af hækkun sjónvarpstekna og auknu framlagi frá FIFA.  Rekstrarkostnaður KSÍ var undir áætlaðri upphæð eða um 656 milljónir króna.

Lesa meira
 
Keflavík

Keflvíkingar fyrstir Pepsi-deildarfélaga til að skila fjárhagsgögnum - 4.2.2011

Keflavík hefur skilað fjárhagslegum leyfisgögnum sínum, fyrst félaga í Pepsi-deild.  Félag í efstu deild hefur aldrei áður skilað fjárhagsgögnum svo snemma, enda er skiladagur þeirra gagna að öllu jöfnu 20. febrúar, samkvæmt leyfisreglugerð. 

Lesa meira
 
Merki U21 karla

U21 karla - Ísland í riðli með Englandi - 3.2.2011

Í dag var dregið í riðla í undankeppni EM 2013 hjá U21 karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA.  Ísland er í riðli 8 ásamt Englandi, Belgíu, Noregi og Aserbaídsjan.  Keppnin hefst núna í haust en leikdagar verða tilbúnir fljótlega.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 karla - Dregið í undankeppni EM 2013 í dag - 3.2.2011

Í dag verður dregið í undankeppni EM 2013 hjá U21 karla en dregið verður í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.  Úrslitakeppnin fer fram að þessu sinni í Ísrael 2013.  Þjóðirnar verða 52 í hattinum og verða þær dregnar í 10 riðla.  Tveir riðlanna verða skipaðir 6 liðum og átta riðlar verða með 5 lið.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn í góðum hópi á Kýpur - 3.2.2011

Kristinn Jakobsson er þessa dagana á Kýpur þar sem hann situr ráðstefnu bestu dómara UEFA, "UEFA Elite".  Ganga dómarnir í gegnum ýmis próf á meðan ráðstefnunni stendur en þarna er UEFA að undirbúa dómara sína fyrir næstu verkefni í Meistaradeild UEFA og Evrópudeild UEFA. Lesa meira
 
ÍR

Unglingadómaranámskeið í ÍR heimilinu mánudaginn 7. febrúar kl. 18:30 - 2.2.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍR í ÍR heimilinu mánudaginn 7. febrúar.  Hefst námskeiðið kl. 18:30 og stendur í 2,5 klst. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales í undankeppni EM í september 2009

U17 og U19 karla - Landsliðsæfingar um komandi helgi - 1.2.2011

Landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið leikmenn til æfinga um komandi helgi hjá U17 og U19 karla.  Tveir hópar verða á ferðinni hjá U17 karla en æfingarnar verða í Kórnum og í Egilshöllinni.

Lesa meira
 
Frá setningu ársþings KSÍ 2008

Tillögur á ársþingi KSÍ 2011 - 1.2.2011

Ársþing KSÍ, það 65. í röðinni, verður haldið á Hilton Nordica Hótel 12. febrúar næstkomandi.  Hér að neðan má sjá þær tillögur er liggja fyrir þinginu sem og dagskrá þingsins sem sett verður kl. 11:00.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Kosningar í stjórn á ársþingi KSÍ 2011 - 1.2.2011

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.  Hér fyrir neðan er gerð grein fyrir þeim framboðum sem tilkynnt voru til skrifstofu KSÍ hálfum mánuði fyrir þing 

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Nokkur sæti laus til Englands með norska Knattspyrnuþjálfarafélaginu - 31.1.2011

Vegna forfalla þá eru ennþá nokkur sæti laus í ferð á vegum norska Knattspyrnuþjálfarafélagsins til Englands.  Þeir sem áhuga hafa á að fara er bent á að hafa samband beint við Teddy Moen sem allra fyrst.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Súpufundur KSÍ verður haldinn í hádeginu fimmtudaginn 3. febrúar - 28.1.2011

Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn fimmtudaginn 3. febrúar. Að þessu sinni mun Valgeir Skagfjörð frá Regnbogabörnum halda erindi um einelti og knattspyrnu.  Aðgangur er ókeypis og opinn öllum áhugasömum en þó þarf að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is og taka fram nafn, kennitölu og netfang Lesa meira
 
UEFA

Umfjöllun UEFA.com um U21 karla - Viðtal við formann KSÍ - 27.1.2011

Á hinni umfangsmiklu heimasíðu UEFA má nú finna viðtal við formann KSÍ, Geir Þorsteinsson, en þar ræðir hann um árangur U21 karla og þróun ungra leikmanna.  Árangur U21 karlalandsliðsins hefur vakið athygli víða og ljóst að margir bíða spenntir eftir því að úrslitakeppnin hefjist í Danmörku 11. júní næstkomandi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla – Vináttulandsleikur gegn Englandi 28. mars - 27.1.2011

Knattspyrnusambönd Íslands og Englands hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna, skipuð leikmönnum 21 árs og yngri, leiki vináttulandsleik mánudaginn 28. mars næstkomandi.  Leikurinn mun fara fram í Englandi á heimavelli Preston North End

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

Miðasala hafin á úrslitakeppni EM U21 karla í Danmörku - 27.1.2011

Miðasala á leiki úrslitakeppni EM U21 karla er hafin en þar er Ísland á meðal átta þátttökuþjóða.  Mótið fer fram dagana 11. – 25. júní og leikur Ísland í A riðli.  Leikir A riðils fara fram í Árósum og Álaborg. Hægt er að panta miða á leiki Íslands hjá KSÍ og skal senda pantanir á ragnheidur@ksi.is fyrir 1. mars nk. til að tryggja miða.

Lesa meira
 
Fylkir

Unglingadómaranámskeið KSÍ og Fylkis þriðjudaginn 1. febrúar kl. 16:30 - 26.1.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fylki í Fylkisheimilinu þriðjudaginn 1. febrúar
og hefst námskeiðið kl. 16:30 og stendur í 2,5 klst.  Námskeiðið er ókeypis.  Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið
Lesa meira
 
Íþróttahöllin Kórinn í Kópavogi

Öll kvennalandsliðin æfa um helgina - 25.1.2011

Á sjöunda tug leikmanna frá félögum víðs vegar af landinu hafa verið boðaðir á landsliðsæfingar um næstu helgi í Kórnum í Kópavogi og Egilshöll í Reykjavík.  Öll þrjú kvennalandsliðin eru á æfingum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fjárhagslegur stuðningur við aðildarfélög - 25.1.2011

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 20. janúar að taka yfir ferða- og uppihaldskostnað dómara fyrir árið 2011 í öllum deildum beggja kynja og í leikjum VISA-bikarsins.  Við þetta lækkar kostnaður félaganna um 30 milljónir króna.

Lesa meira
 
Futsal - Þorsteinn Már reynir markskot

Ísland hafnaði í 2. sæti í Futsal-riðlinum - 24.1.2011

Ísland hafnaði í 2. sæti riðilsins í forkeppni EM 2012 í Futsal, sem leikinn var að Ásvöllum.  Sigur gegn Grikkjum í dag, mánudag, þýddi að íslenska liðið lauk keppni með 6 stig.  Lettar unnu sigur í riðlinum með fullt hús, en Grikkir og Armenar fengu eitt stig hvort lið.

Lesa meira
 
Hart barist í leik Armena og Letta

Lettar luku keppni með fullt hús stiga - 24.1.2011

Lettar luku keppni í riðlinum í forkeppni EM í Futsal sem fram fer að Ásvöllum með fullt hús stiga, eftir 2-1 sigur á Armenum, sem létu lettneska liðið svo sannarlega hafa fyrir sigrinum og börðust af miklum krafti allan leikinn.  Lettland leikur í undankeppninni í febrúar.

Lesa meira
 
Futsal Ísland - Lettland

EM í Futsal - Leikið við Grikki í kvöld - 24.1.2011

Íslendingar mæta í kvöld Grikkjum í lokaleik liðsins í forkeppni EM 2012 en leikið er á Ásvöllum.  Leikurinn hefst kl. 19:00 en á undan, kl. 16:30, leika Armenar og Lettar.  Íslendingar tryggja sér annað sæti riðilsins með sigri á Grikkjum.

Lesa meira
 
Futsal - Guðmundur Steinarsson skorar úr vítaspyrnu

Lokaumferðin í forkeppni EM í Futsal í dag - 24.1.2011

Lokaumferð riðilsins í forkeppni EM í Futsal sem fram fer að Ásvöllum í Hafnarfirði verður leikin í dag.  Fyrri leikur dagsins er viðureign Letta og Armena og hefst sá leikur kl. 17:30.  Ísland mætir Grikklandi kl. 19:00 og verður sá leikur í beinni vefútsendingu á Haukar TV.

Lesa meira
 
Futsal - Magnýs Sverrir skorar beint úr aukaspyrnu

Stórsigur Íslands á Armeníu - 22.1.2011

Futsal-landslið Íslands vann í dag, laugardag, 6-1 stórsigur á Armenum í forkeppni EM, í riðli sem fram fer að Ásvöllum í Hafnarfirði.  Það var gott skipulag og öflugur sóknarleikur sem skóp þennan glæsilega sigur og tryggði Íslandi sín fyrstu stig í keppni Futsal-landsliða.

Lesa meira
 
Futsal - Úr leik Letta og Grikkja

Léttleikandi Lettar í góðri stöðu - 22.1.2011

Lettar eru í góðri stöðu í forkeppni EM í Futsal eftir sannfærandi 4-0 sigur á Grikkjum að Ásvöllum í Hafnarfirði.  Lettneska liðið er afar léttleikandi og gríðarlega samstillt, og Grikkirnir virtust engin svör eiga við krafti og dugnaði Lettanna, virkuðu hreinlega andlausir.

Lesa meira
 
Landslið Íslands í Futsal janúar 2011

EM í Futsal - Ísland mætir Armenum kl. 17:00 - 22.1.2011

Ísland leikur sinn annan leik í dag í forkeppni EM 2012 í Futsal þegar þeir taka á móti Armenum á Ásvöllum kl. 17:00. Þetta er um leið annar landsleikur Íslands í þessari íþrótt en strákarnir biðu lægri hlut gegn Lettum í gærkvöldi, 4 - 5, í bráðskemmtilegum og æsispennandi leik.

Lesa meira
 
Futsal Ísland - Lettland

Naumt tap Futsal-landsliðsins gegn Lettum - 21.1.2011

Ísland mætti Lettlandi á Ásvöllum í Hafnarfirði í forkeppni EM 2012 í Futsal og það er ekki hægt að segja annað en að íslenska liðið hafi staðið sig með prýði, þrátt fyrir naumt 4-5 tap.  Leikurinn var hnífjafn allan tímann og hörkuspennandi, hraður og skemmtilegur og mikið um baráttu og flotta takta.

Lesa meira
 
Futsal_01-gri-arm

Forkeppni EM í Futsal byrjuð - 21.1.2011

Eins og kynnt hefur verið fer þessa dagana fram riðill í forkeppni EM í Futsal að Ásvöllum.  Fyrri leik dagsins lauk nú fyrir stundu, en þar mættust Grikkir og Armenar, og lauk hörkuspennandi leik með 2-2 jafntefli.  Seinni leikurinn er viðureign Íslands og Lettlands, í beinni á Haukar TV kl. 19:00.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ-B próf fer fram 8. febrúar næstkomandi - 21.1.2011

Þriðjudaginn 8. febrúar stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt. Prófað er úr öllu námsefni KSÍ I, II, III og IV og úr nýjustu útgáfu af knattspyrnulögunum.

Lesa meira
 
Hópurinn sem tók þátt í fyrstu landsliðsæfingunni í Futsal

Futsal - Fyrsti landsleikur Íslands í kvöld - 21.1.2011

Í kvöld, föstudaginn 21. janúar, fer fram fyrsti landsleikur Íslands í Futsal og verða Lettar mótherjarnir.  Leikurinn er liður í forkeppni EM 2012 en riðill Íslands, B riðill, fer fram á Ásvöllum.  Riðillinn hefst með leik Grikkja og Armena kl. 16:30 en kl. 19:00 mætast Íslendingar og Lettar.  Leikur íslenska liðsins verður í beinni útsendingu á vefsjónvarpi Hauka - Haukar TV.

Lesa meira
 
UEFA-futsal

Andri fyrstur til að dæma alþjóðlegan Futsalleik - 20.1.2011

Það eru ekki bara íslenskt Futsallandslið sem er að fara ótroðnar slóðir þessa dagana því íslenskir Futsaldómarar eru líka að láta að sér kveða.  Andri Vigfússon dæmdi í kvöld sinn fyrsta alþjóðlega Futsalleik þegar hann var annar dómara á leik Ísraels og Noregs í forkeppni EM.  Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2010 - Úrslitaleikur FH og KR

Unglingadómaranámskeið KSÍ og Fjölnis - 20.1.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fjölni í Dalhúsum miðvikudaginn 27. janúar.  Aðaláherslan á námskeiðinu verða knattspyrnulögin en auk þess kynningarefni, fræðsluefni, skýringar og skýringarmyndir.  Námskeiðinu lýkur með skriflegu prófi viku síðar.   Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið KSÍ verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 27. janúar - 19.1.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Val í höfuðstöðvum KSÍ, fimmtudaginn 
27. janúar.  Námskeiðið hefst kl. 19:00 og stendur í 2,5 klukkustund.  Aðaláherslan á námskeiðinu verða knattspyrnulögin ásamt ýmsu kynningarefni, fræðsluefni, skýringum og skýringarmyndum. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Gögn frá þremur félögum komin með pósti - 19.1.2011

Leyfisgögn frá þremur félögum í 1. deild bárust KSÍ með póstinum á þriðjudag.  Póststimpillinn á öllum sendingunum sýndi að sendingardagur var 17. janúar, og því teljast þessi félög hafa skilað innan tímamarka.  Félögin þrjú eru BÍ/Bolungarvík, ÍA og Víkingur Ólafsvík.

Lesa meira
 
Fram - Valur í VISA-bikarnum 2010 (Sportmyndir)

Þátttökutilkynningar í knattspyrnumót 2011 – Síðasti skiladagur í dag - 19.1.2011

Í dag, 19. janúar, er síðasti dagur til þess að skila inn þátttökutilkynningum í knattspyrnumót 2011.  Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað fyrir 20. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Tyrkjum á Víkingsvelli

U16 og U17 karla - Æfingar fara fram um helgina - 18.1.2011

Um komandi helgi fara fram æfingar hjá U16 og U17 karla og verða æfingarnar í Egilshöllinni og Kórnum.  Landsliðsþjálfararnir Freyr Sverrisson og Gunnar Guðmundsson hafa valið hópa fyrir þessar æfingar en tveir hópar eru valdir fyrir æfingarnar hjá U17 karla.

Lesa meira
 
futsal-blmfundur-18jan2011-005

EM í Futsal - Hópurinn sem tekur þátt á EM - 18.1.2011

WIllum Þór Þórsson, landsliðsþjálfari í Futsal, tilkynnti í dag hópinn sem tekur þátt í forkeppni EM dagana 21. - 24. janúar.  Keppnin verður haldin á Ásvöllum en þetta er í fyrsta skipti sem Ísland sendir landslið til þátttöku í þessari íþrótt.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Sex 1. deildarfélög hafa skilað í dag - 17.1.2011

Sex félög í 1. deild hafa í dag, mánudag, skilað leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum, vegna umsóknar um þátttökuleyfi keppnistímabilið 2011.  Þrjú félög til viðbótar hafa sett gögn sín í póst og ef póststimpillinn sýnir 17. janúar teljast þau félög hafa skilað innan tímamarka.

Lesa meira
 
Rúnar Arnarson

Þeir flinku spila Futsal - 17.1.2011

Íslenskt landslið tekur nú í fyrsta sinn þátt í forkeppni stórmóts í Futsal, þegar karlalandsliðið í Futsal mætir þremur þjóðum í EM-riðli sem leikinn verður að Ásvöllum dagana 21. – 24. janúar.  Leikirnir í Futsal eru hraðir og skemmtilegir, nóg af færum og glæsilegum tilþrifum.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Öll Pepsi-deildarfélögin hafa skilað - 17.1.2011

Öll félög í Pepsi-deild karla hafa nú skilað inn fylgigögnum með umsókn um þátttökuleyfi í deildinni 2011.  Stjarnan og Víkingur R. skiluðu gögnum sínum í dag, mánudag, og gögn Þórs bárust með pósti, en þau voru stimpluð á póstinum 13. janúar og telst það því skiladagur gagnanna.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Fram, ÍBV, ÍR og Selfoss skiluðu leyfisgögnum - 14.1.2011

Selfyssingar, Eyjamenn og ÍR-ingar hafa skilað leyfisgögnum sínum, vegna umsóknar um þátttökuleyfi keppnistímabilið 2011.  Þar með hafa þrjú 1. deildarfélög skilað og átta Pepsi-deildarfélög.  Lokaskiladagur er mánudagurinn 17. janúar.

Lesa meira
 
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir á fleygiferð

Opin mót 2011 - 14.1.2011

Félögum sem halda opin mót 2011 er boðið að senda upplýsingar um viðkomandi mót til KSÍ líkt og áður. Upplýsingarnar verður að finna í lista undir "Opin mót" í valmyndinni hér vinstra megin á síðunni.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla – Vináttulandsleikur gegn Úkraínu 24. mars - 13.1.2011

Knattspyrnusambönd Íslands og Úkraínu hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna, skipuð leikmönnum 21 árs og yngri, leiki vináttulandsleik 24. mars næstkomandi.  Leikurinn mun fara fram í Kænugarði en leikurinn er liður í undirbúningi liðanna fyrir úrslitakeppni EM sem fer fram í Danmörku 11. – 25. júní.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmótið 2011 hefst í kvöld - 13.1.2011

Reykjavíkurmót KRR 2011 hefur göngu sína í kvöld en þá hefst keppni í A riðli karla.  Víkingur og Fjölnir mætast kl. 19:10 og á eftir þeim leik, eða kl. 21:00, leika Fylkir og ÍR.  Ásamt þessum félögum er KR einnig í A riðli. Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Landslið Íslands í Futsal -Æfingar um helgina - 13.1.2011

Willum Þór Þórsson, landsliðsþjálfari í Futsal, hefur valið hóp til æfinga nú um helgina en æft verður á Ásvöllum.  Alls eru 21 leikmaður í þessum hóp en þetta er liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM sem fer fram á Ásvöllum 21. - 24. janúar.

Lesa meira
 
Lúðvík Georgsson

Graspistill frá Afríku - 12.1.2011

Undirritaður sat um daginn á hótelherbergi, þúsundir kílómetra frá okkar ástsæla Fróni, vegna vinnu fyrir Jarðhitaskólann, þegar hann rak augun í frétt á vefnum um nýjan pistil á vefsíðu KSÍ, og fletti spenntur upp á honum. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland í 113. sæti á styrkleikalista karla - 12.1.2011

Íslenska karlalandsliðið fellur niður um eitt sæti á styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun.  Íslands er í 113. sæti ásamt Wales en Spánverjar eru sem fyrr í toppsæti listans.  Litlar breytingar eru á efstu sætum listans.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Kosningar í stjórn á 65. ársþingi KSÍ - 12.1.2011

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing, 29. janúar nk. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.

Lesa meira
 
Leyfiskerfi - Fundur með endurskoðendum í janúar 2011

Vel sóttur fundur um fjárhagskafla leyfisreglugerðar - 12.1.2011

Á þriðjudag var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ sérstakur fundur um fjárhagskafla leyfisreglugerðar KSÍ.  Fundurinn var vel sóttur og endurskoðendur 16 af þeim félögum sem undirgangast leyfiskerfið mættu á fundinn, auk annarra fulltrúa félaganna. 

Lesa meira
 
Merki WADA

Breytingar á bannlista WADA 2011 - 11.1.2011

Breytingar hafa verið gerðar á bannlista WADA (Alþjóðalyfjaeftirlitsins) og má sjá hér á heimasíðunni hverjar þær eru helstar fyrir árið 2011.  KSÍ hvetur aðildarfélög sín til að halda vöku sinni í lyfjaeftirlitsmálum og minnir á að það er á ábyrgð aðildarfélaga KSÍ að kynna þessi mál fyrir leikmönnum sínum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skilafrestur leyfisgagna er til mánudagsins 17. janúar - 11.1.2011

Skilafrestur leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra, er til mánudagsins 17. janúar og var fresturinn framlengdur um tvo daga þar sem eiginlegur skiladagur samkvæmt leyfisferlinu kemur upp á laugardegi.  Nú þegar hafa 8 félög skilað leyfisgögnum.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2011 - 11.1.2011

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2011.  Verulegar breytingar hafa verið gerðar frá áður útgefnum drögum.  Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til að forðast misskilning. 

Lesa meira
 
Breiðablik

Unglingadómaranámskeið hjá Breiðablik í Smáranum - 11.1.2011

Unglingadómaranámskeið verður haldið  þriðjudaginn  18 janúar  kl.  19:0 í  Smáranum Kópavogi .  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnlandi á Norðurlandamóti U17 kvenna sem leikið er í Danmörku.

U17 og U19 kvenna - Æfingar fara fram um helgina - 11.1.2011

Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið hópa fyrir æfingar um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöllinni en hóparnir mætast í æfingaleik á sunnudaginn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tilnefningar óskast vegna jafnréttisviðurkenningar KSÍ - 10.1.2011

Framkvæmdanefnd um jafnréttisáætlun óskar eftir tilnefningum fyrir jafnréttisviðurkenningu KSÍ árið 2010.   Ítrekað er að þessi verðlaun tengjast ekki eingöngu jafnrétti kynjanna heldur jafnrétti í víðasta skilningi.  Tilnefningar skulu berast í tölvupósti fyrir 1. febrúar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

65. ársþing KSÍ - Þingið fer fram á Hilton Reykjavík Nordica - 10.1.2011

65. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica laugardaginn 12. febrúar 2011. Sambandsaðilar eru beðnir um að athuga að breyting hefur orðið á staðsetningu þingsins.  Tillögur og málefni skulu berast minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 12. janúar.

Lesa meira
 
2011-verdlaunaafhending-kvenna-Futsal

Þróttur Íslandsmeistari kvenna í Futsal - 10.1.2011

Um helgina lauk keppni í meistaraflokki kvenna á Íslandsmótinu í Futsal en leikið var á Álftanesi.  Var þar um hörkukeppni að ræða og fór svo að lokum að þrjú félög voru jöfn að stigum.  Það voru hinsvegar stúlkurnar í Þrótti Reykjavík sem að hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum á markatölu.

Lesa meira
 
Hópurinn sem tók þátt í fyrstu landsliðsæfingunni í Futsal

Futsal landsliðið - Bláir unnu Hvíta í hörkuleik - 10.1.2011

Á laugardaginn fór fram æfingaleikur hjá Futsallandsliði Íslands og var leikið á Ásvöllum.  Landsliðshópnum var skipt upp í tvö lið sem öttu kappi og úr varð hörkuleikur.  Fór svo að "Bláir" höfðu betur, skoruðu sjö mörk gegn sex "Hvítra".

Lesa meira
 
Hópurinn sem tók þátt í fyrstu landsliðsæfingunni í Futsal

Æfingaleikur hjá landsliði Íslands í Futsal - 7.1.2011

Íslenska landsliðið í Futsal undirbýr sig nú af kappi fyrir undankeppni EM sem fram fer hér á landi dagana 21. - 24. janúar.  Á morgun, laugardaginn 8. janúar, fer fram æfingaleikur hjá liðinu þar sem hópnum er skipt upp í tvö lið sem mætast á Ásvöllum kl. 17:15.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Þjálfaraferð til Englands 10. - 13. febrúar - 7.1.2011

KÞÍ hefur tekist að fá nokkur sæti í þjálfaraferð norska þjálfarafélagsins þar sem heimsótt verða ensku úrvalsdeildarliðin Liverpool og Everton.  Farið verður helgina 10. - 13. febrúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skiladögum í leyfisferlinu ýtt aftar - 7.1.2011

Skiladögum leyfisgagna fyrir keppnistímabilið 2011 hefur verið ýtt eilítið aftar, þar sem þeir lenda báðir á helgi.  Eflaust kemur þetta einhverjum leyfisumsækjendum vel, sem fá þarna smá aukafrest til að ganga frá viðeigandi gögnum áður en þeim er skilað til leyfisstjórnar.

Lesa meira
 
KA

KA-menn skila leyfisgögnum - 7.1.2011

KA-menn hafa nú skilað fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í 1. deild karla 2011, öðrum en fjárhagslegum.  KA er það með fyrsta 1.deildarfélagið til að skila gögnum, en sjö félög í Pepsi-deild hafa skilað.

Lesa meira
 
Grindavík

Unglingadómaranámskeið í Grindavík fimmtudaginn 13. janúar kl. 17:30 - 6.1.2011

Unglingadómaranámskeið verður haldið  fimmtudaginn  13  janúar  kl.  17:0 í  Gula húsinu við fótboltavöllinn í Grindavík .  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

 

Lesa meira
 
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir á fleygiferð

Umsóknir í ferðasjóð íþróttafélaga - Umsóknarfrestur til 10. janúar - 6.1.2011

Aðildarfélög KSÍ eru minnt á að frestur til að sækja um í ferðasjóð íþróttafélaga vegna keppnisferða sem farnar voru á árinu 2010 rennur út  10. janúar nk.  Ekki verður tekið við umsóknum eftir þann dag.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Þýskalands - Gylfi Sigurðsson með knöttinn

Gylfi annar í kjöri á íþróttamanni ársins 2010 - 6.1.2011

Í gær var lýst yfir kjóri á Íþróttamanni ársins fyrir árið 2010 en nafnbótina hlaut handknattleiksmaðurinn Alexander Peterson.  Annar varð Gylfi Þór Sigurðsson en litlaði munaði á tveimur efstu mönnum.  Knattspyrnukonan Hólmfríður Magnúsdóttir var einnig á meðal þeirra 10 efstu sem sérstaklega voru heiðraðir í gær en hún varð í níunda sæti.

Lesa meira
 
U17 kvenna á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 kvenna - Æfing á Akureyri 12. janúar - 5.1.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 18 leikmenn á úrtaksæfingu sem fer fram miðvikudaginn 12. janúar næstkomandi.  Leikmennirnir koma frá 6 félögum af Norðurlandi en æfingin verður í Boganum á Akureyri.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 gegn Armeníu í undakeppni EM

U17 og U19 karla - Fyrstu æfingar á nýju ári framundan - 4.1.2011

Fyrstu landsliðsæfingar hjá U17 og U19 karla eru framundan og hafa þjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, valið leikmenn fyrir þessar æfingar.  Tveir hópar eru í gangi hjá U17 karla.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöllinni.

Lesa meira
 
John Peacock, fyrrum yfirmaður knattspyrnuakademíu Derby County, mun kenna á KSÍ VI í Lilleshall

KSÍ VI þjálfaranámskeið - Drög að dagskrá - 3.1.2011

Lokadagskrá þjálfaranámskeiðsins KSÍ VI er tilbúin og má sjá hér að neðan ásamt lista yfir þátttakendur.  Óhætt er að segja að námskeiðið mjög metnaðarfullt með mörgum frábærum innlendum og erlendum fyrirlesurum.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn 2011 - Athugasemdafrestur rennur út í dag - 3.1.2011

Í dag, mánudaginn 3. janúar, rennur út frestur til að skila athugasemdum vegna niðurröðunar í Lengjubikarnum 2011.  Leikið er í þremur deildum, A, B og C bæði hjá konum og körlum.  Félög eru beðin um að fara yfir niðurröðun sína og skila inn athugasemdum, ef einhverjar eru.

Lesa meira
 
Breiðablik

Leyfisgögn Breiðabliks komu milli jóla og nýárs - 3.1.2011

Breiðablik skilaði fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla 2011 milli þann 30. desember.  Um er að ræða gögn sem snúa að öllum öðrum þáttum en fjárhagslegum.  Þar með hafa 7 félög í Pepsi-deild skilað leyfisgögnum.. Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Futsal - Fyrsta landsliðsæfing á nýju ári - 1.1.2011

Fyrsta landsliðsæfing nýs árs fer fram á Ásvöllum, sunnudaginn 2. janúar, en þá verður æfingahópur íslenska Futsallandsliðsins á ferðinni.  Willum Þór Þórsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hóp fyrir þessa æfingu.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög