Fréttir

flugeldar_2007

Gleðilegt nýtt ár - Áramótakveðjur frá KSÍ - 30.12.2010

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum sínar bestu áramótakveðjur, óskar landsmönnum gleðilegs nýs knattspyrnuárs og þakkar fyrir allt gott á liðnu ári.  Á morgun, gamlársdag, verður skrifstofa KSÍ lokuð.  Skrifstofan opnar aftur á nýju ári, mánudaginn 3. janúar.

Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Þátttökutilkynningar í knattspyrnumót 2011 - 29.12.2010

Póstlagðar hafa verið þátttökutilkynningar til aðildarfélaga KSÍ og munu þær því berast til félaganna á næstu dögum.  Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað fyrir 20. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Knattspyrnufólk í kjöri á íþróttamanni ársins - 23.12.2010

Samtök íþróttafréttamanna hafa tilkynnt hvaða tíu einstaklingar urðu í efstu sætunum í kjörinu á íþróttamanni ársins 2010.  Knattspyrnufólk er á meðal þessara tíu en Gylfi Þór Sigurðsson og Hólmfríður Magnúsdóttir eru á lista þessa frækna íþróttafólks.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Mörkin úr úrslitaleik Fjölnis og Víkings Ólafsvíkur í Futsal - 22.12.2010

Nú á dögunum tryggðu Fjölnismenn sér Íslandsmeistaratitilinn í Futsal hjá meistaraflokki karla með sigri á Víking Ólafsvík.  Lokatölur urðu 3 - 2 fyrir Fjölnismenn í hörkuleik þar sem hart var barist.  Hér má sjá mörkin úr úrslitaleiknum.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Viðburðarríku knattspyrnuári að ljúka - 22.12.2010

Næsta sumar verður merkilegt í íslenskri knattspyrnusögu, ekki eingöngu vegna þess að U21 landslið karla mun leika í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn, heldur vegna þess að þá mun 100. Íslandsmótið fara fram. 

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Landsliðið í Futsal - Fyrsti æfingahópurinn valinn - 21.12.2010

Willum Þór Þórsson, landsliðsþjálfari í Futsal, hefur valið æfingahóp sem verður við æfingar 28. og 29. desember og fara æfingarnar fram á Ásvöllum.  Ísland mun taka þátt í forkeppni Evrópkeppni landsliða í Futsal í janúar á næsta ári en þetta er í fyrsta skiptið sem Ísland sendir landslið til leiks í Futsal.  Riðill Íslands verður leikinn á Ásvöllum dagana 21. - 24. janúar.

Lesa meira
 
Gleðileg jól!

Gleðileg jól! - Hátíðarkveðja frá KSÍ - 21.12.2010

KSÍ sendir öllum landsmönnum kærar jólakveðjur með von um að allir eigi góða daga yfir hátíðirnar.  Vonandi fá allir pakka, harða jafnt sem mjúka.  Smellið hér að neðan til að skoða upplýsingar um opnunartíma skrifstofunnar yfir hátíðina.

Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Fyrstu drög að leikdögum landsdeilda birt - 21.12.2010

Hér á heimasíðu KSÍ má nú finna fyrstu drög að leikdögum í landsdeildum karla og kvenna sem og VISA bikarnum.  Einungis er um grunndaga að ræða en ennþá eftir að vinna við hverja umferð fyrir sig t.d. með tilliti til óska félaga, ferðalaga og sjónvarpsútsendinga. Lesa meira
 
Merki FIFA

Íslenskir FIFA dómarar 2011 - 21.12.2010

FIFA hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2011.  Tveir aðstoðardómarar fara af listanum í þetta skiptið.  Íslenskir FIFA dómarar fyrir árið 2011 eru eftirfarandi:

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tillögur fyrir ársþing KSÍ þurfa að berast í síðasta lagi 12. janúar - 20.12.2010

65. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið í húsakynnum KSÍ laugardaginn 12. febrúar 2011.  Minnt er á að tillögur fyrir ársþingið þurfa að berast í síðasta lagi, miðvikudaginn 12. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Starfsmenn KSÍ færðu jólaaðstoð Mæðrastyrksnefndar bolta og bækur fyrir jólin 2010

Boltar og bækur í Jólaaðstoðina - 20.12.2010

Á dögunum færðu Knattspyrnusamband Íslands Jólaaðstoðinni bolta og bækur sem ætlaðar eru í góða jólapakka um þessi jól.  Jólaaðstoðin er samstarfsverkefni Mæðrastyrksnefndar, Rauða Krossins í Reykjavík, Hjálparstarfs kirkjunnar og Hjálpræðishersins. 

Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Samningur endurnýjaður við Sigurð Ragnar - 20.12.2010

Knattspyrnusamband Íslands framlengdi í dag samning við Sigurð Ragnar Eyjólfsson sem landsliðsþjálfara A landsliðs kvenna og gildir samningurinn til ársloka 2012.  Nýr samningur þess efnis var undirritaður í dag í höfuðstöðvum KSÍ.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fjölnismenn Íslandsmeistarar í Futsal - 19.12.2010

Það voru Fjölnismenn sem hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum í Futsal hjá meistaraflokki karla en úrslitaleikurinn fór fram í dag á Álftanesi.  Fjölnir lagði Víkinga frá Ólafsvík í æsispennandi úrslitaleik með þremur mörkum gegn  tveimur.  Staðan í leikhléi var jöfn, hvort lið hafði þá skorað eitt mark.

Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Fjölnir og Víkingur Ólafsvík mætast í úrslitum - 18.12.2010

Það verða Fjölnir og Víkingur Ólafsvík sem leika til úrslita í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu (Futsal).  Leikurinn fer fram á morgun, sunnudaginn 19. desember, og hefst kl. 13:30 á Álftanesi.

Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Undanúrslitin í Futsal karla á Álftanesi í dag - 18.12.2010

Í dag fara fram undanúrslit Íslandsmótsins í innanhússknattspyrnu (Futsal) hjá meistaraflokki karla og verður leikið í íþróttahúsinu á Álftanesi.  Fjölnir og ÍBV mætast kl. 14:30 og Víkingur Ólafsvík og Keflavík kl. 16:00.  Sigurvegarar leikjanna leika til úrslita á morgun, sunnudag, á Álftanesi og hefst úrslitaleikurinn kl. 13:30.

Lesa meira
 
Fylkir og FH

FH og Fylkir hafa skilað leyfisgögnum - 17.12.2010

Þegar þetta er ritað hefur helmingur félaga í Pepsi-deild skilað fylgigögnum með leyfisumsókn, öðrum en fjárhagslegum.  FH skilaði sínum gögnum miðvikudaginn 15. desember og Fylkir skilaði síðan gögnum sínum í dag, föstudag.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Drög að niðurröðun leika í Lengjubikarnum 2011 - 16.12.2010

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2011 sem hafa verið birt á vef KSÍ.  Riðlaskiptingu í karla- og kvennaflokki má sjá hér að neðan en félögin hafa frest til 3. janúar til þess að gera athugasemdir.

Lesa meira
 
Stjarnan

Stjarnan auglýsir eftir aðstoðarþjálfara fyrir 2. flokk karla og 3. deildarlið KFG - 16.12.2010

Knattspyrnudeild Stjörnunnar óskar eftir að ráða aðstoðarþjálfara fyrir 2.flokk karla og 3.deildarlið KFG. Hlutverk aðstoðarþjálfara verður að aðstoða aðalþjálfara beggja liða, sinna almennri þjálfun og samræma verkefni liðanna.

Lesa meira
 
UEFA Futsal 2010

Úrslitakeppni meistaraflokks karla í Futsal framundan - 15.12.2010

Úrslitakeppni meistaraflokks karla í innanhússknattspyrnu (Futsal) hefst nú á föstudaginn, 17. desember, og fara þá fjórir leikir fram.  Leikið verður svo til undanúrslita á laugardaginn og á sunnudaginn, 19. desember, verða Íslandsmeistarar krýndir. Undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram á Álftanesi en hér að neðan má sjá leikstaði 8 liða úrslita.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Endurskoðendum félaga boðið til fundar 11. janúar - 15.12.2010

KSÍ hefur boðið endurskoðendum og fulltrúum þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfið á fund um fjárhagshluta kerfisins.  Aðrir endurskoðendur, eða áhugasamir aðilar, eru jafnframt velkomnir.  Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum KSÍ þriðjudaginn 11. janúar.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið í 112. sæti á FIFA-listanum - 15.12.2010

A-landslið karla fellur um tvö sæti milli mánaða á styrkleikalista FIFA og endar því árið 2010 í 112. sæti.  Frá upphafi hefur Ísland lægst verið númer 117 á listanum, en hæst í 37. sæti.  Ef aðeins UEFA-þjóðir eru teknar með í reikninginn er íslenska liðið númer 45.

Lesa meira
 
KR

Þriðjungur Pepsi-deildar félaga hefur skilað leyfisgögnum - 14.12.2010

KR-ingar skiluðu fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir keppnistímabilið 2011, öðrum en fjárhagslegum, á mánudag.  Þar með hefur þriðjungur Pepsi-deildar félaga skilað gögnum, en áður höfðu Grindavík, Valur og Keflavík skilað.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Skrifstofan lokuð milli 11:30 og 13:15 á þriðjudag - 13.12.2010

KSÍ vekur athygli á því að skrifstofa sambandsins er lokuð milli kl. 11:30 og kl. 13:15 þriðjudaginn 14. desember.  Óskað er eftir því að aðildarfélög og aðrir viðeigandi aðilar komi skilaboðum áfram innan sinna raða, svo enginn fari nú fýluferð í Laugardalinn ...

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Dæma leik Liverpool og Utrecht í Evrópudeild UEFA - 13.12.2010

Það verður íslenskur dómarasextett sem dæmir viðureign enska liðsins Liverpool og Utrecht frá Hollandi í Evrópudeild UEFA á miðvikudag.  Leikurinn fer fram á Anfield Road í Bítlaborginni Liverpool.

Lesa meira
 
Keflavík

Keflvíkingar þriðja félagið til að skila leyfisgögnum - 13.12.2010

Keflavík hefur skilað leyfisgögnum sínum öðrum en fjárhagslegum, vegna umsóknar um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla 2011.  Þar með hafa þrjú félag skilað gögnum, allt Pepsi-deildarfélög.  Keflvíkingar voru einnig þriðja félagið í þeirri deild til að skila gögnum fyrir síðasta keppnistímabil.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

65. ársþing KSÍ - Laugardaginn 12. febrúar 2011 - 12.12.2010

65. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið í húsakynnum KSÍ laugardaginn 12. febrúar 2011. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi efnisatriði tengd þinghaldinu:

Lesa meira
 
Þjálfarar að störfum

KSÍ IV þjálfaranámskeið 28.- 30. janúar 2011 - 10.12.2010

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið helgina 28.-30. janúar.  Bóklegi hluti námskeiðsins fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og verklegi þátturinn í Kórnum í Kópavogi.  Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem setið hafa KSÍ III þjálfaranámskeið og skilað verkefni af því námskeiði.

Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Gylfi og Hólmfríður knattspyrnufólk ársins 2010 - 10.12.2010

Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Hólmfríði Magnúsdóttur knattspyrnufólk ársins 2010.  Þetta er í sjöunda skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ.  Það eru fjölmargir aðilar,  m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins.  Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum

Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir í heimsókn í Þorlákshöfn

Hólmfríður verður í Hveragerði í dag - 9.12.2010

Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir hefur síðustu daga heimsótt félög á Suðurlandi og hitt þar káta knattspyrnukrakka.  Hólmfríður verður í Hveragerði í dag og á morgun lýkur hún ferð sinni um Suðurlandið þegar hún heimsækir Eyrarbakka.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Vinnufundur með leyfisfulltrúum um leyfisferlið 2011 - 9.12.2010

Leyfisfulltrúar þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfið fyrir keppnistímabilið 2011 mættu til fundar í höfuðstöðvum KSÍ á miðvikudag.  Farið var yfir helstu breytingar á leyfisreglugerðinni milli ára og einnig voru ýmis hagnýt atriði tengd vinnu við undirbúning leyfisumsóknar rædd. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Þrándheimi 2009.  Sigur vannst í leiknum, 2-0

U16 og U19 karla - Æfingar um helgina - 7.12.2010

Um helgina verða æfingar hjá U16 og U19 karlalandsliðum og fara æfingarnar fram í Egilshöllinni og Kórnum.  Þjálfararnir, Freyr Sverrisson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar. Lesa meira
 
Willum Þór Þórsson og Þorvaldur Örlygsson útskrifuðust af UEFA Pro námskeið frá enska knattspyrnusambandinu

KSÍ kynnir Pro licence umsóknarferlið - 7.12.2010

KSÍ hélt kynningarfund í gær um Pro licence þjálfaranámskeiðið sem fer fram í Englandi.  Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur og Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram voru viðstaddir fundinn og sögðu áhugasömum þjálfurum meðal annars frá sinni reynslu af því að taka þetta nám hjá enska knattspyrnusambandinu. 

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Riðlaskipting í Reykjavíkurmóti meistaraflokka 2011 - 6.12.2010

Drög að niðurröðun í Reykjavíkurmótinu 2011 hjá meistaraflokkum karla og kvenna hefur verið birt.  Í meistaraflokki karla er leikið í tveimur riðlum en í einum hjá meistaraflokki kvenna.  Áætlað er að keppni í karlaflokki hefjist 13. janúar en hjá konunum 22. janúar.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 5. júlí 2008.  Myndina tók Þorsteinn Jónsson

U16 kvenna - Æfingar fara fram um komandi helgi - 6.12.2010

Um komandi helgi fara fram landsliðsæfingar hjá U16 kvenna og fara æfingarnar fram í Egilshöllinni og Kórnum.  Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari, hefur valið 35 leikmenn fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir

Hólmfríður heimsækir Suðurland - 6.12.2010

Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir mun í dag hefja heimsókn sína til félaga á Suðurlandi. För hennar hefst í Vík í Mýrdal og lýkur á föstudaginn með heimsókn til Eyrarbakka. Nánari dagskrá er hér fyrir neðan.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofan opnar kl. 09:30 á föstudaginn - 2.12.2010

Vegna starfsmannafundar opnar skrifstofa KSÍ kl. 09:30 á morgun, föstudaginn 3. desember, í stað 08:00.  Að venju verður skrifstofan svo opin til kl. 16:00.

Lesa meira
 
Merki FIFA

HM 2018 í Rússlandi og HM 2022 í Katar - 2.12.2010

Í dag var tilkynnt í höfuðstöðvum FIFA hvaða þjóðir halda úrslitakeppnir HM árin 2018 og 2022.  Það kom í hlut Rússlands að halda úrslitakeppnina 2018 en Katar halda keppnina 2022.  Næsta úrslitakeppni HM verður í Brasilíu 2014.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Fyrirkomulag undankeppni EM kvenna 2013 - 1.12.2010

Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið út hvernig fyrirkomulagi undankeppni EM kvenna 2013 verður háttað.  Úrslitakeppnin fer fram að þessu sinni í Svíþjóð.  Það eru 44 þjóðir sem taka þátt í keppninni að þessu sinni.

Lesa meira
 
Bókin Íslensk knattspyrna 2010 er komin út

Íslensk knattspyrna 2010 komin út - 1.12.2010

Bókin Íslensk knattspyrna 2010 eftir Víði Sigurðsson er komin út hjá Bókaútgáfunni Tindi. Þetta er þrítugasta árið í röð sem árbókin um íslenska fótboltann er gefin út en sú fyrsta leit dagsins ljós árið 1981. Bókin er 240 blaðsíður og þar af eru nú 96 síður í lit, fleiri en nokkru sinni fyrr.

Lesa meira
 
58 þjálfarar útskrifuðust með KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráður

Kynningarfundur á Pro Licence náminu 6. desember - 1.12.2010

Líkt og í fyrra býðst KSÍ A/UEFA A þjálfurum hér á landi að senda inn umsókn á UEFA Pro þjálfaranámskeið í Englandi.  Pro þjálfaragráðan er viðurkennd í öllum löndum Evrópu, er æðsta stig þjálfaramenntunar sem UEFA samþykkir og veitir réttindi til að þjálfa öll lið í öllum deildum í Evrópu. Lesa meira
 
Siggi_Raggi_vid_UEFA_A_utskrift

Norðurlandaráðstefna um þjálfaramenntun - 1.12.2010

Á  dögunum var haldin hér á landi Norðurlandaráðstefna um þjálfaramenntun. Ráðstefnuna sóttu fræðslustjórar allra Norðurlanda auk annarra starfsmanna knattspyrnusambandanna sem koma að einhverju leiti að þjálfaramenntun í sínu heimalandi.

Lesa meira
 
Njarðvík

Njarðvík undirgengst leyfiskerfið 2011 - 1.12.2010

Njarðvík hefur óskað eftir því við leyfisstjórn að félagið gangist undir leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2011 með öllu sem því fylgir.  Njarðvíkingar leika í 2. deild, en í þeirri deild er ekki keyrt leyfiskerfi og er þessi ósk merki um mikinn metnað félagsins.

Lesa meira
 
IMG_4050

Súpufundur KSÍ - Erindi Vöndu um börn með sérþarfir - 1.12.2010

Síðastliðinn mánudag hélt Vanda Sigurgeirsdóttir fróðlegt erindi um börn með sérþarfir í knattspyrnu.  Erindið var haldið á súpufundi KSÍ en þar er boðið upp á súpu og fróðleg erindi.  Hér að neðan má finna myndaband frá þessu erindi Vöndu og einnig glærur frá fundinum

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög