Fréttir

Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

Dregið í milliriðla 16. nóvember hjá U17 og U19 kvenna - 29.10.2010

Dregið verður í milliriðla EM hjá U17 og U19 kvenna þann 16. nóvember næstkomandi.  Við sama tækifæri verður dregið í undankeppni EM U17 og U19 kvenna sem fram fer 2011/2012.  Ísland er í efsta styrkleikaflokki hjá U17 kvenna og í öðrum styrkleikaflokki hjá U19 kvenna.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið á Reyðarfirði sunnudaginn 7. nóvember - 27.10.2010

Unglingadómaranámskeið verður haldið  í  Grunnskólanum á Reyðarfirði sunnudaginn  7. nóvember kl. 14:30.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna.   Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Formanna- og framkvæmdastjórafundur í höfuðstöðvum KSÍ  20. nóvember - 26.10.2010

KSÍ boðar til fundar formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga laugardaginn 20. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli og hefst kl. 12:00.  Kl. 14.00 verður dregið í töfluröð í Pepsi-deild, 1. og 2. deild karla og Pepsi-deild kvenna á sama stað.

Lesa meira
 
KFS

20 ára afmæli aðildarfélaga KFS - 26.10.2010

Síðastliðinn laugardag var haldið upp á 20 ára afmæli félaganna sem mynda KFS frá Vestmannaeyjum, en þessi félög eru Framherjar og Smástund.  Félögin sameinuðu krafta sína 7. september 1997 og léku fyrst undir merkjum KFS í 4. deild 1998.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Tap gegn Tyrkjum í síðasta leik - 26.10.2010

Strákarnir í U19 töpuðu lokaleik sínum í undankeppni EM en riðill þeirra var leikinn í Wales.  Síðasti leikurinn var gegn Tyrkjum sem að fóru með sigur af hólmi, 2 - 1.  Íslenska liðið hafnaði því í þriðja sæti og komast ekki áfram í milliriðla.

Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

KSÍ heldur ráðstefnu um þjálfun barna 12. nóvember - 25.10.2010

KSÍ mun halda ráðstefnu um þjálfun barna föstudaginn 12. nóvember næstkomandi.  Aðalfyrirlesari verður Ian Bateman tækniþjálfari frá enska knattspyrnusambandinu.  Ian mun verða með bóklegan fyrirlestur og verklegar æfingar.  Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og öllum opin.

Lesa meira
 
U17 kvenna á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 og U19 kvenna - Æfingar 30. og 31. október - 25.10.2010

Um komandi helgi fara fram æfingar hjá U17 og U19 kvennalandsliðum Íslands og verður æft í Kórnum og í Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið hópa sína og eru tæplega 60 leikmenn boðaðir á þessar æfingar.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið við Tyrki í dag - 25.10.2010

Strákarnir í U19 leika lokaleik sinn í undankeppni EM í dag þegar þeir mæta Tyrkjum.  Riðillinn er leikinn í Wales og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma.  Íslenska liðið þarf á sigri að halda til þess að tryggja sér sæti í milliriðlum keppninnar.

Lesa meira
 
Frá 70 ára afmæli Leiknis Fáskrúðsfirði

70 ára afmæli Leiknis Fáskrúðsfjarðar - 25.10.2010

Síðastliðinn laugardag, 23. október, var haldið upp á 70 ára afmæli Leiknis Fáskrúðsfjarðar og var mikið um dýrðir.  Hátíðin fór fram í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar og mættu um 200 manns þangað.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Naumt tap gegn Wales - 23.10.2010

Strákarnir í U19 biðu lægri hlut gegn Wales í undankeppni EM en leikið var í Wales.  Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir heimamenn eftir að Íslendingar höfðu leitt í leikhléi.  Lokaleikur Íslands verður á mánudaginn þegar mótherjarnir verða Tyrkir. Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið við Wales í dag - 22.10.2010

Strákarnir í U19 leika í dag, annan leik sinn í undankeppni EM en leikið er í Wales.  Mótherjarnir eru einmitt heimamenn og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma.  Strákarnir lögðu Kasaka í fyrsta leiknum, 4 - 0. 

Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

KSÍ I þjálfaranámskeið á Reyðarfirði í nóvember - 21.10.2010

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 1. stigs þjálfaranámskeið á Reyðarfirði helgina 5. - 7. nóvember 2010.  Bókleg kennsla fer fram í Grunnskóla Reyðarfjarðar og verkleg kennsla í Fjarðabyggðarhöllinni.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Vináttulandsleikur gegn Ísrael 17. nóvember - 21.10.2010

Knattspyrnusambönd Íslands og Ísraels hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik 17. nóvember næstkomandi.  Leikið verður í Tel Aviv en þetta er í þriðja skiptið sem þessar þjóðir mætast hjá A landsliði karla.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Öruggur sigur í fyrsta leik - 21.10.2010

Strákarnir í U19 byrjuðu undankeppni EM á því að bera sigurorð af jafnöldrum sínum frá Kasakstan.  Lokatölur urðu 4 - 0 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið 3 - 0 í leikhléi.  Í hinum leik riðilsins gerðu Wales og Tyrkland jafntefli, 3 - 3, þar sem heimamenn í Wales jöfnuðu á 5. mínútu í uppbótartíma.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið niður um 10 sæti - 20.10.2010

Á nýútgefnum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun, fellur karlalandsliðið um 10 sæti og er nú í 110. sæti listans.  Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti styrkleikalistans og í öðru sæti eru Hollendingar.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Strákarnir hefja leik í dag - 20.10.2010

Strákarnir í U19 hefja leik í dag í undankeppni EM en riðill þeirra er leikinn í Wales.  Leikið verður við Kasakstan kl. 16:00 í dag en í hinum leik riðilsins, sem fer fram á sama tíma, mætast Wales og Tyrkland. 

Byrjunarlið Íslands hefur verið tilkynnt.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ III þjálfaranámskeið 29. - 31. október - 19.10.2010

Helgina 29.-31. október heldur Knattspyrnusamband Íslands 3. stigs þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu.  Námskeiðið er opið öllum þeim sem eru með 2. stigs þjálfararéttindi. Námskeiðsgjaldið er 22.000 kr. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ II þjálfaranámskeið um komandi helgi - 19.10.2010

Knattspyrnusamband Íslands mun um næstu helgi, 22.-24. október, halda KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu. Þátttökurétt hafa allir sem hafa 1. stigs þjálfararéttindi.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - 64 leikmenn boðaðir til æfinga um helgina - 19.10.2010

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 64 leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Er þarna um tvö hópa að ræða og er annar hópurinn eingöngu skipaður leikmönnum sem fæddur er árið 1995.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands 40 ára - 18.10.2010

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands verðu 40 ára 13. nóvember næstkomandi. Að því tilefni stendur KÞÍ fyrir glæsilegri afmælisráðstefnu í höfuðstöðvum KSÍ og síðar um daginn verður afmælishátíð KÞÍ á sama stað.  Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir leik Lille og Levski Sofia í Evrópudeildinni - 18.10.2010

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Lille frá Frakklandi og Levski Sofia frá Búlgaríu í C riðli Evrópudeildar UEFA.  Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson og fjórði dómari verður Jóhannes Valgeirsson.  Aukaaðstoðardómarar verða þeir Magnús Þórisson og Þóroddur Hjaltalín. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Dóra María og Alfreð kosin best - 17.10.2010

Lokahóf knattspyrnufólks fyrir keppnistímabilið 2010 fór fram í gærkveldi á veitingastaðnum Broadway og tókst vel.  Að venju voru veittar viðurkenningar til þeirra sem höfðu staðið fram úr á nýliðnu tímabili.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Blikastúlkur úr leik í Meistaradeildinni - 15.10.2010

Blikastúlkur eru úr leik í Meistaradeild UEFA kvenna en þær léku seinni leik sinn við Juvisy Essonne í gær.  Fyrri leikurinn tapaðist heima 3 - 0 og því ljóst að róðurinn yrði erfiður í seinni leiknum.  Eftir að staðan hafði verið 1 - 0 fyrir Frakkana í leikhléi þá gengu heimastúlkur á lagið og fóru að lokum með 6 - 0 sigur af hólmi.

Lesa meira
 
Frá afhendingu knattþrautaverðlauna

Krakkarnir fengu afhentar knattþrautaviðurkenningar - 15.10.2010

Það voru svo sannarlega margir krakkar sem stóðu sig frábærlega í knattþrautunum í sumar og var frábært að fylgjast með.  Þau sem þóttu standa sig best hjá hverju félagi fékk sérstaka viðurkenningu og var boðið á landsleik á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Íslands- og bikarmeistarar 2010 - 14.10.2010

Nú er mótum sumarsins lokið en síðasti úrslitaleikurinn fór fram um síðustu helgi þegar KR og Breiðablik léku til úrslita í eldri flokki 40 ára og eldri.  Eins og alltaf þá hafa skipst á skin og skúrir á knattspyrnuvöllum landsins í sumar.  Hér á neðan má sjá lista af þeim liðum sem brostu hvað breiðast en hér má sjá Íslands- og Bikarmeistara sumarsins.

Lesa meira
 
bolti_i_marki

Kynning á Prozone - 14.10.2010

Á morgun, föstudag, verður hér á landi aðili frá Prozone fyrirtækinu og hyggst halda kynningu fyrir Knattspyrnusamband Íslands.  Fyrirtækið er með lausn fyrir félög og landslið þar sem hægt er að notast við upptökur með einni myndavél.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson og Michel Platini á fundi í Genf í apríl 2007

Michel Platini heimsækir Ísland - 14.10.2010

Forseti Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA), Michel Platini, mun heimsækja Ísland föstudaginn 22. október  og funda með forráðamönnum Knattspyrnusambands Íslands.  Með Platini í för verður kona hans Christéle Platini, Allan Hansen sem situr í Framkvæmdastjórn UEFA, Theodore Theodoridis og Kevin Lamour frá UEFA. 

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Valsstúlkur úr leik í Meistaradeild kvenna - 14.10.2010

Valsstúlkur hafa lokið keppni í Meistaradeild kvenna á þessu keppnistímabili en þær léku seinni leik sinn við spænska liðið Rayo Vallecano á Vodafonevellinum í gær.  Skildu leikar jafnir, 1 - 1, eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Spænska liðið er komið áfram í 16 liða úrslit keppninnar. Breiðablik leikur seinni leik sinn í dag gegn franska liðinu Juvisy Essonne og er leikið í París

Lesa meira
 
Frá vinstri: Kristinn Ólafsson, Haukur Már Ólafsson og Hrannar Leifsson

Nemar í vettvangsnámi hjá KSÍ - 14.10.2010

Nú í október eru þrír íþróttafræðinemar í vettvangsnámi hjá Knattspyrnusambandi Íslands og hefur Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri umsjón með þeim á meðan þeir eru hér. Nemendurnir heita Haukur Már Ólafsson, Hrannar Leifsson og Kristinn Ólafsson og stunda þeir nám í Háskóla Íslands á Laugarvatni. 

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

Ljóst hvaða þjóðir leika í úrslitakeppni EM U21 í Danmörku - 13.10.2010

Í gærkvöldi var það ljóst hvaða þjóðir munu leika í úrslitakeppni EM U21 karla í Danmörku á næsta ári.  Ísland er þar á meðal átta þjóða í úrslitakeppni og er það í fyrsta skiptið í þessum aldursflokki sem það gerist.  Aðrar þjóðir eru auk gestgjafanna í Danmörku: Spánn, England, Sviss, Hvíta Rússland og Úkraína.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn valinn sem leikur í Wales - 13.10.2010

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sinn er leikur í undankeppni EM nú í október.  Leikið varður í Wales, dagana 20. - 25. október en í riðlinum eru, auk heimamanna, Kasakstan og Tyrkland.

Lesa meira
 
EURO 2012

Portúgalar höfðu betur í Laugardalnum - 12.10.2010

Íslendingar biðu lægri hlut gegn Portúgölum á Laugardalsvelli í kvöld en leikið var í undankeppni EM.  Lokatölur urðu 1 - 3 fyrir gestina eftir að staðan hafði verið 1 - 2 í leikhléi.  Það var Heiðar Helguson sem að skoraði mark Íslendinga með skalla og jafnaði þá metin, 1 - 1.

Lesa meira
 
EURO 2012

Byrjunarliðið gegn Portúgal - 12.10.2010

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Portúgölum í undankeppni EM 2012 á Laugardalsvelli í kvöld.  Uppselt er á leikinn, sem hefst kl. 19:45 og er í beinni útsendingu á RÚV.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Síðari leikir Breiðabliks og Vals í Meistaradeild kvenna í vikunni - 12.10.2010

Síðari leikir Vals og Breiðabliks í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna fara fram í vikunni.  Á miðvikudag leikur Valur gegn Rayo Vallecano frá Spáni og fer leikurinn fram á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda.  Breiðablik leikur á fimmtudag gegn FCF Juvisy Essonne í Frakklandi.

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

Ísland er komið í úrslitakeppni EM U21 karla! - 11.10.2010

U21 landslið karla hefur náð þeim frábæra árangri að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumóts UEFA.  Árangurinn náðist með tveimur 2-1 sigrum gegn Skotum í umspili um sæti í lokakeppninni, sem fram fer í Danmörku í júní 2011.  Gylfi Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í seinni leiknum með glæsilegum spyrnum. 

Lesa meira
 
Afturelding

Úrskurður í máli Aftureldingar gegn Keflavík - 11.10.2010

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir mál Aftureldingar gegn Keflavík vegna leiks í eldri flokki karla (+30).  Afturelding taldi lið Keflavíkur hafa verið ólöglega skipað í leiknum.  Nefndin féllst á kröfur kæranda.  Lesa meira
 
EURO 2012

Mætum snemma til að forðast biðraðir - 11.10.2010

Eins og kynnt hefur verið er uppselt á leik Íslands og Portúgals í undankeppni EM 2012, en liðin mætast á Laugardalsvelli á þriðjudag og hefst leikurinn kl. 19:45.  Fólk er hvatt til að mæta tímanlega til að forðast biðraðir og troðning við innganga.   Völlurinn opnar kl. 18:45.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Skotland - Ísland í kvöld kl. 18:45 - 11.10.2010

Það er í kvöld sem seinni umspilsleikur á milli Skotlands og Íslands fer fram á Easter Road i Edinborg.  Í húfi er sæti í úrslitakeppni EM U21 sem fer fram í Danmörku í júní á næsta ári.  Íslensku strákarnir unnu fyrri leikinn á Laugardalsvelli 2 - 1 og má því segja að allt sé í járnum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lokahóf KSÍ 16. október á Broadway - 11.10.2010

Laugardaginn 16. október nk. verða viðurkenningar afhentar fyrir Pepsi-deildir karla og kvenna og VISA-bikar 2010 á Broadway.  Hófið hefst með opnu húsi kl. 20:30 á laugardagskvöldið og lýkur svo með dansleik þar sem hljómsveitin Buff leikur fyrir dansi.

Lesa meira
 
Frá æfingu hjá U21 karla í Skotlandi

U21 karla - Æft á Easter Road í kvöld - 10.10.2010

Strákarnir í U21 karlalandsliðinu eru nú staddir í Edinborg en á morgun leika þeir seinni leikinn í umspili um sæti í úrslitakeppni EM U21.  Leikurinn fer fram á morgun, mánudag, á Easter Road og hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma.  Fyrri leiknum lauk með 2 – 1 sigri Íslendinga.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Opinn fundur með dómurum og eftirlitsmönnum - 9.10.2010

Keith Hackett fyrrverandi dómari í efstu deild í Englandi og síðar yfirmaður dómaramála þar í landi mun halda fyrirlestur fyrir íslenska dómara föstudaginn 15. október. 
Fyrirlesturinn byrjar kl. 16:45 og lýkur kl. 18:45.
Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Óskar Pétursson inn í hópinn - 9.10.2010

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert eina breytingu á hóp sínum er hélt til Edinborgar í morgun.  Þar verður leikinn seinni umspilsleikurinn í við en í húfi er sæti í úrslitakeppni EM í Danmörku að næsta ári.

Lesa meira
 
EURO 2012

Sigrar hjá Portúgal og Noregi í undankeppni EM 2012 - 8.10.2010

Íslenska karlalandsliðið sat hjá í umferð í undankeppni EM 2012 sem leikin var á föstudagskvöld.  Norðmenn eru enn með fullt hús stiga eftir 2-1 sigur á Kýpverjum á Kýpur og Portúgalar unnu sinn fyrsta sigur í keppninni.

Lesa meira
 
Icelandair

Fimm manns reyna að hitta þverslána frá vítateigsboganum - 8.10.2010

Í hálfleik á viðureign Íslands og Portúgals á þriðjudag munu fimm heppnir vallargestir fá tækifæri til að spyrna knetti frá vítateigsboganum (efst á boganum) með það fyrir augum að hitta þverslána.  Vinningurinn er ferð fyrir tvo til Evrópu með Icelandair!

Lesa meira
 
Starfsfólk KSÍ skartaði bleikum litum á bleika daginn

Starfsfólk KSÍ skartaði bleikum litum - 8.10.2010

Eins og flestum ætti að vera kunnugt um er föstudagurinn 8. október sérstakur Bleikur dagur, þar sem fólk er hvatt til að klæðast bleiku og vekja þannig athygli á baráttunni gegn brjóstakrabbameini.  Starfsfólk KSÍ lét sitt ekki eftir liggja í þessu og skartaði fagurbleikum fatnaði við dagleg störf. Lesa meira
 
Bjössi Gunn liðsstjóri A landsliðs karla með bleiku vestin

Bleik vesti á æfingu karlalandsliðsins - 8.10.2010

A landslið karla kom saman í dag á fyrstu æfingunni fyrir leikinn við Portúgal á þriðjudag.  Í dag, föstudag, er sérstakur bleikur dagur í tengslum við átakið Bleika slaufan og að sjálfsögðu voru vestin á æfingu landsliðsins í bleikum lit! Lesa meira
 
Thomas Einwaller

Austurrískir dómarar á leik Íslands og Portúgals - 8.10.2010

Það verða Austurríkismenn sem sjá um dómgæsluna á viðureign Íslands og Portúgals í undankeppni EM 2012 á þriðjudag.  Dómarinn heitir Thomas Einwaller, er 33 ára gamall og hefur verið FIFA-dómari síðan 2005.

Lesa meira
 
U21 karla Ísland-Skotland 2010 (Sportmyndir)

U21 karla - Sanngjarn sigur á Skotum - 7.10.2010

Strákarnir í U21 unnu góðan sigur á Skotum á Laugardalsvelli í kvöld að viðstöddum 7.255 áhorfendum.  Þetta var fyrri leikurinn í umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppninni í Danmörku á næsta ári.  Seinni leikurinn verður í Edinborg, mánudaginn 11. október á Easter Road.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

Byrjunarlið Íslands gegn Skotum - 7.10.2010

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Skotum í kvöld á Laugardalsvelli kl. 19:00.  Þetta er fyrri umspilsleikur um sæti í úrslitakeppni EM U21 sem fer fram í Danmörku á næsta ári.  Seinni leikurinn fer svo fram í Edinborg, mánudaginn 11. október.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 leikurinn í beinni á sporttv.is - 7.10.2010

Fyrri leikur Íslands og Skotlands í umspili fyrir EM U21 karla sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld klukkan 19:00 verður í beinni á SportTv.is og livefromiceland.com fyrir Íslendinga erlendis. Það þarf því enginn að missa af þessum landsleik.

Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Framlög frá UEFA og KSÍ til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga KSÍ - 7.10.2010

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA 2009/2010 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.  Uppgjör vegna Meistaradeildarinnar sem lauk vorið 2010 hefur nú farið fram og fá íslensk félög um 40 milljónir króna í sinn hlut.  Lesa meira
 
Arna og Ragnheiður Elíasdóttir starfsmaður KSÍ eru miklir félagar

Arna Ýr aðstoðar á skrifstofu KSÍ - 7.10.2010

Arna Ýr Jónsdóttir er nemandi á starfsbraut í FB og hefur mikinn áhuga á fótbolta.  Starfsnámið er verklegt nám fyrir nemendur með sérþarfir sem lokið hafa grunnskólanámi og tengist hinum ýmsu námsgreinum brautarinnar.  Hluti af náminu er að taka þátt í starfi á vinnustöðum og er Arna að aðstoða á skrifstofu KSÍ. Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Þýskalands - Strákarnir fagna sigrinum

U21 karla - Ísland mætir Skotlandi í kvöld kl. 19:00 - 7.10.2010

Í kvöld fer fram fyrri umspilsleikur á milli Íslands og Skotlands en leikið er um sæti í úrslitakeppni EM U21 karla.  Leikurinn hefst kl. 19:00 á Laugardalsvelli en miðsala á vellinum hefst kl. 12:00.  Áhorfendur eru hvattir til þess að vera tímanlega í því til að forðast biðraðir rétt fyrir leik.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Mál Hattar/Einherja gegn Aftureldingu/Hvíta Riddarans - 6.10.2010

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í kæru Hattar/Einherja gegn Aftureldingu/Hvíta Riddarans vegna leiks í 2. flokki karla C riðli sem fram fór 12. september.  Úrskurðurinn hljómar upp á að úrslit leiksins skulu standa óhögguð. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Albaníu - 6.10.2010

Kristinn Jakobsson dómari verður við störf næskomandi föstudag þegar hann dæmir leik Albaníu og Bosníu Hersegóvínu en leikið verður í Tirana.  Leikurinn er liður í D riðli undankeppni EM. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U17 og U19 karla - Æfingar á næstunni - 5.10.2010

Þjálfararnir Gunnar Guðmundsson og Kristinn Jónsson, landsliðsþjálfarar U17 og U19 karla, hafa valið leikmenn til æfinga á næstu dögum.  Æfingarnar hjá U17 eru um komandi helgi en U19 hefur æfingar í dag.

Lesa meira
 
Bleika slaufan 2010

Bleika slaufan í 11. skiptið - 5.10.2010

Eins og glöggir lesendur heimasíðu KSÍ hafa tekið eftir, og jafnvel nokkrir fleiri, hefur forsíðan aðeins breytt um lit. Bleikur litur ræður þar nú ríkjum en ástæðan er sú að vekja athygli á bleiku slaufunni sem er nú í sölu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Tryggið ykkur miða á Ísland - Skotland - 5.10.2010

Miðasala á fyrri umspilsleik U21 karla, Ísland - Skotland, er nú í fullum gangi.  Það er um að gera fyrir knattspyrnuáhugamenn að tryggja sér miða í forsölu og forðast þannig biðraðir í miðasölu á leikdag.  Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri. Á leikdag opnar miðasala á Laugardalsvelli kl. 12:00

Lesa meira
 
UEFA

Úrslitakeppni EM kvenna 2013 fer fram í Svíþjóð - 5.10.2010

Á fundi framkvæmdastjórnar UEFA í gær var ákveðið að úrslitakeppni EM kvenna fari fram í Svíþjóð árið 2013.  Valið stóð á milli Svíþjóðar og Hollands.  Einnig var ákveðið að fjöldi þátttökuþjóða í úrslitakeppninni yrði áfram 12 þjóðir en umræður höfðu verið um að þeim skyldi fjölga í 16 þjóðir.  Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ II þjálfaranámskeið á næstu vikum - 5.10.2010

Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu vikum halda tvö KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 15.-17. október og hins vegar 22.-24. október.  Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa 1. stigs þjálfararéttindi.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

U21 karla - Hollenskir dómarar dæma Ísland - Skotland - 5.10.2010

Það verða dómarar frá Hollandi sem dæma fyrri leik Íslands og Skotlands í umspili um sæti í úrslitakeppni U21 karla.  Dómari leiksins heitir Hendrikus Bas Nijhuis og honum til aðstoðar verða þeir Angelo Boonman og Erwin Zeinstra.  Fjórði dómari verður svo Jeroen Sanders.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 karla - Arnór Smárason ekki með gegn Skotum - 5.10.2010

Arnór Smárason verður ekki með U21 karlalandsliðinu í umspilsleikjum liðsins gegn Skotum sem fara fram 7. og 11. október.  Hópurinn æfði saman í gær en síðustu tveir leikmennirnir koma til móts við hópinn í dag

Lesa meira
 
EURO 2012

Uppselt á Ísland-Portúgal - 4.10.2010

Uppselt er á leik Íslands og Portúgals í undankeppni EM 2012, en liðin mætast á Laugardalsvelli þriðjudaginn 12. október.  Ljóst er að Laugardalsvöllur verður því troðfullur af fólki og stemmningin verður vonandi frábær.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009

Íslenski hópurinn er mætir Portúgal - 4.10.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn er mætir Portúgölum í undankeppni EM.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 12. október og hefst kl. 19:45.  Ólafur velur 22 leikmenn í hópinn að þessu sinni.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Grunnskólamóti KRR lokið - 4.10.2010

Um nýliðna helgi lauk keppni í Grunnskólamóti KRR en þá fór fram keppni 10. bekkja karla og kvenna.  Helgina á undan hafði verið keppt á milli 7. bekkja grunnskóla Reykjavíkur.

Lesa meira
 
Lúðvík Georgsson

UM „PLASTIГ OG MEIÐSLAHÆTTU - 4.10.2010

Knattspyrnugras, eða „plastið“, eins fjölmiðlamenn hafa stundum uppnefnt það, hefur verið löglegt undirlag í öllum alþjóðlegum keppnum í 6-8 ár, ef það uppfyllir ákveðna staðla, og  í dag er það notað í leikjum í Evrópukeppni milli toppliða í Evrópu ef svo ber undir.

Lesa meira
 
Logo Portúgals

Portúgalski hópurinn er mætir Íslendingum - 1.10.2010

Paulo Bento, nýráðinn landsliðsþjálfari Portugals, tilkynnti í dag hóp sinn er mætir Danmörku 8. október og Íslandi hér á Laugardalsvelli, 12. október.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi en búist er við seljist upp bráðlega.

Lesa meira
 
Frá norrænum fundi um mótamál í september 2010

Norrænn fundur um mótamál - 1.10.2010

Síðastliðinn fimmtudag fór fram hér á landi fundur um norræn mótamál.  Er þessi fundur haldinn árlega en hann sitja starfsmenn mótamála hjá knattspyrnusamböndum Norðurlandanna.  Norðurlöndin skiptast á að halda fundinn og var komið að því að halda hann á Íslandi að þessu sinni.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Þýskalands - Alfreð Finnbogason við það að skora

U21 karla - Ísland einu sinni unnið Skota - 1.10.2010

Eins og kunnugt er leika Íslendingar og Skotar tvo leiki í umspili um hvort liðið kemst í úrslitakeppni EM 2011.  Fyrri leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 7. október og sá síðari í Edinborg, mánudaginn 11. október.  Miðasala er í fullum gangi á leikinn hér á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Þátttakendur á KSÍ VI í Lilleshall í janúar 2009

KSÍ VI þjálfaranámskeið í Englandi í janúar 2011 - 1.10.2010

KSÍ heldur VI. stigs þjálfaranámskeið í Wokefield Park, Englandi dagana 9.-16. janúar 2011.  Reiknað er með að fleiri þjálfarar sæki um námskeiðið en hægt er að taka inn.   Umsækjendur verða að hafa lokið KSÍ V þjálfaranámskeiði eða verða að taka KSÍ V þjálfaranámskeið sem haldið verður helgina 5.-7. nóvember á þessu ári.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland – Portúgal - Miðar fyrir handhafa A-passa - 1.10.2010

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Portúgal afhenta þriðjudaginn 5. október frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. 

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög