Fréttir

Pepsi-deildin

Mjög góð aðsókn á leiki Pepsi-deildar karla í sumar - 30.9.2010

Aðsókn á leiki Pepsi-deildar karla var með allra besta móti í sumar en 1.205 áhorfendur að meðaltali sáu leikina.  Aldrei hafa fleiri áhorfendur mætt á völlinn í það heila en 159.062 áhorfendur mættu á leikina 132 en þetta er þriðja tímabilið sem 12 félög skipa deildina.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Æfingar hjá strákunum um komandi helgi - 29.9.2010

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið leikmenn til undirbúningsæfinga sem fara fram um komandi helgi.  Kristinn velur 26 leikmenn til þessara æfinga en þessar æfingar eru liður í undirbúningi U19 fyrir undankeppni EM.

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Haldið áfram að æfa ykkur - 29.9.2010

Þó svo að ekki sé verið að ferðast lengur með knattþrautir KSÍ á milli félaga þá er um að gera fyrir iðkendur og þjálfara að halda áfram að æfa sig.  Hér að neðan má finna knattþrautirnar og uppsetningu þeirra sem hægt er að prenta út og hafa með sér úr á völl.

Lesa meira
 
Skotland_logo

U21 karla - Skotar tilkynna hópinn sinn - 29.9.2010

Billy Stark, landsliðsþjálfari U21 karla hjá Skotum, hefur tilkynnt 23 leikmenn sem munu mæta Íslendingum í tveimur umspilsleikjum fyrir úrslitakeppni EM.  Fyrir leikurinn verður hér á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 7. október en sá síðari í Edinborg 11. október.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Hópurinn fyrir Skotaleikina tilkynntur - 28.9.2010

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, tilkynnti í dag hóp sinn er mætir Skotum í tveimur umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppni EM.  Eyjólfur velur 23 leikmenn í hópinn en fyrri leikurinn fer fram á Laugardalsvelli 7. október og sá síðari í Edinborg 11. október.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 gegn Armeníu í undakeppni EM

U17 karla - Sigur á Armenum og efsta sætið í riðlinum staðreynd - 27.9.2010

Strákarnir í U17 tryggðu sér í dag sæti í milliriðlum EM þegar þeir lögðu Armena í Keflavík.  Lokatölur urðu 2 - 1 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið 1 - 1 í leikhléi.  Ragnar Bragi Sveinsson og Oliver Sigurjónsson skoruðu mörk Íslands í leiknum.  Þessi úrslit þýddu jafnframt að Ísland varð í efsta sæti riðilsins.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðarnir fara hratt á Ísland – Portúgal - 27.9.2010

Miðasala á leik Íslands og Portúgals í undankeppni EM gengur afar vel og fer miðunum fækkandi með hverjum deginum.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 12. október kl. 19:45.  Þeir sem ætla að tryggja sér miða ættu að hafa hraðar hendur því flest bendir til þess uppselt verði á leikinn á næstu dögum.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Leikið við Armena í Keflavík kl. 16:00 - 27.9.2010

Strákarnir í U17 leika lokaleik sinn í undankeppni EM í dag þegar þeir mæta Armenum í Keflavík.  Leikurinn hefst kl. 16:00 eins og leikur Tyrkja og Tékka sem fer fram í Grindavík.  Með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti í milliriðlum en allar fjórar þjóðirnar eiga möguleika fyrir lokaumferðina.

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik tryggði sér sigur í Pepsi-deild karla - 25.9.2010

Það var gríðarleg spenna í lokaumferðinni í Pepsi-deild karla en deildinni lauk í dag.  Þegar flautað hafði verið til leiksloka í öllum leikjum dagsins var ljóst að Breiðablik hafði tryggt sér titilinn.  Er þetta í fyrsta skiptið sem Blikar vinna Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki karla.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

U17 kvenna - Stelpurnar tryggðu sér toppsætið - 25.9.2010

Stelpurnar í U17 tryggðu sér í dag toppsætið í riðli sínum í undankeppni EM og þar með sæti í milliriðlum.  Þær lögðu Ítali örugglega í lokaleiknum 5 - 1 eftir að hafa leitt í leikhléi, 2 - 1.  Aldís Kara Luðvíksdóttir skoraði fjögur mörk og Telma Þrastardóttir eitt.

Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Íslandsmótin innanhúss 2011 - Þátttökufrestur til 3. október - 24.9.2010

Skráning er þegar hafin í Íslandsmótin innanhúss 2011 en frestur til að skila inn þátttökutilkynningum er til sunnudagsins 3. október.  Leikið er eftir sama mótafyrirkomulagi og undanfarin ár en nánari upplýsingar má sjá hér að neðan sem og þátttökutilkynningu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Ítölum - 24.9.2010

Stelpurnar í U17 leika við Ítali á laugardaginn og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Leikurinn ræður úrslitum um það hvor þjóðin hreppir efsta sætið í riðlinum og þar með öruggt sæti í milliriðlum.  Íslenska liðinu dugar jafntefli í leiknum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Tyrkjum á Víkingsvelli

U17 karla - Sigur á Tyrkjum í hörkuleik - 24.9.2010

Strákarnir í U17 unnu frábæran sigur á Tyrkjum í dag en leikið var á Víkingsvelli.  Lokatölur urðu 2 - 0 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Þetta var annar leikur Íslands í riðlinum og þýða þessi úrslit að riðillinn er galopinn fyrir síðustu umferðina en Tékkar og Armenar gerðu jafntefli í hinum leik riðilsins, 1 - 1.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Lokaumferð Pepsi-deildar karla í beinni á SportTV.is - 24.9.2010

SportTV.is hefur náð samkomulagi við Sport Five og Stöð 2 Sport um að streyma útsendingu Stöðvar 2 Sport frá lokaumferð Pepsi-deildar karla á laugardaginn út fyrir landsteinana. Íslendingar erlendis sem og aðrir staddir utan Íslands geta því horft á Íslandsmeistarabikarinn fara á loft í beinni útsendingu á SportTV. Lesa meira
 
UEFA-futsal

EM í Futsal - Ísland í riðli með Grikklandi, Lettlandi og Armeníu - 24.9.2010

Í dag var dregið í undankeppni EM landsliða í Futsal en Ísland tekur þar þátt í fyrsta skipti.  Ísland er í B riðli ásamt Grikklandi, Lettlandi og Armeníu.  Riðillinn verður leikinn hér á landi dagana 20. - 24. janúar 2011.

Lesa meira
 
HK

HK leitar að þjálfara fyrir yngri flokka - 24.9.2010

Knattspyrnudeild HK óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir 4. fl. kv. og 5. fl. ka.  Æskilegt er að viðkomandi hafi sótt námskeið KSÍ,  íþróttafræði-  og/eða uppeldismenntun er kostur.  Lesa meira
 
Tómas Berg Dagsson er spenntur fyrir Pepsi-deildunum

Lokaumferðir Pepsi-deildanna um helgina - 24.9.2010

Um helgina fara fram lokaumferðirnar í Pepsi-deild karla og kvenna.  Karlarnir leika á laugardaginn en Pepsi-deild kvenna klárast á sunnudaginn með fjórum leikjum en einn leikur fer fram í dag, föstudag.

Þrjú félög eiga möguleika á að hampa titlinum í karlaflokki en hjá konunum stendur baráttan um annað sætið sem og baráttu þriggja félaga um fallið.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Þriggja marka tap hjá báðum liðum - 24.9.2010

Valur og Breiðablik léku bæði fyrri leiki sína í Meistaradeild UEFA kvenna í gær og biðu bæði lægri hlut.  Blikar töpuðu heima gegn franska liðinu Juvisy Essonne og Valur tapaði ytra gegn spænska liðinu Rayo Vallecano.  Báðir leikirnir enduðu sem sömu markatölu, 3 - 0.

Lesa meira
 
UEFA-futsal

Dregið í undanriðlum EM í Futsal - Riðill haldinn á Íslandi - 24.9.2010

Í dag verður dregið í undankeppni EM í Futsal en Ísland verður í fyrsta skiptið á meðal þátttakenda.  Undanriðlarnir fara fram dagana 20. - 24. janúar 2011 og hefur Ísland verið valið sem gestgjafar eins riðils.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Annar leikur Íslands í dag - 24.9.2010

Strákarnir í U17 leika sinn annan leik í undankeppni EM í dag þegar þeir mæta Tyrkjum.  Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst kl. 16:00.  Hinn leikurinn í riðlinum er á milli Tékka og Armena og fer sá leikur fram á Akranesvelli kl. 13:30.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Þýskalands - Strákarnir fagna sigrinum

U21 karla - Miðasala hafin á Ísland - Skotland - 23.9.2010

Í dag hófst miðasala á leik Íslands og Skotlands en þetta er fyrri leikurinn í umspili um sæti í úrslitakeppni U21 karla.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 7. október og hefst kl. 19:00.  Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri.  Ekki er selt í númeruð sæti og því frjálst sætaval.

Lesa meira
 
Merki Special Olympics

Íslandsleikar Special Olympics í frjálsum og fótbolta - 23.9.2010

Íslandsleikar Special Olympics í frjálsum íþróttum og knattspyrnu verða haldnir laugardaginn 25. september n.k. í Kaplakrika í Hafnarfirði en leikarnir eru haldnir í samvinnu við frjálsíþróttadeild og knattspyrnudeild FH.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Breiðablik og Valur leika í dag - 23.9.2010

Bæði Breiðablik og Valur verða í eldlínunni í dag þegar þau leika fyrri leiki sína í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna.  Breiðablik tekur á móti franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00.  Valstúlkur mæta spænska liðinu Rayo Vallecano ytra og hefst leikurinn kl. 18:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Bryndís Sigurðardóttir

Bryndís við störf í Rússlandi - 23.9.2010

Bryndís Sigurðardóttir hefur verið tilnefnd af UEFA sem einn af aðstoðardómurum í undankeppni EM hjá U17 kvenna en riðillinn er leikinn í Rússlandi dagana 26. sept. - 1. október.  Þetta er fyrsta verkefni Bryndísar á erlendri grundu síðan hún varð FIFA - aðstoðardómari.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Mark úr vítaspyrnu nægði Norður Írum - 23.9.2010

Landslið Íslands, skipað leikmönnum undir 19 ára karla, beið lægri hlut gegn Norður Írum í gær þegar þjóðrinar mættust í vináttulandsleik á Fylkisvelli.  Lokatölur urðu 0 - 1 fyrir gestina eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Tékkum á Laugardalsvelli

U17 karla - Tékkar höfðu sigur á Laugardalsvelli - 23.9.2010

Strákarnir í U17 töpuðu fyrsta leik sínum í undankeppni EM en tekið var á móti Tékkum á Laugardalsvelli.  Lokatölur urðu 2 - 4 Tékkum í vil en síðari hálfleikur var í meira lagi fjörugur þar sem staðan í leikhléi var markalaus.

Lesa meira
 
Fanndís Friðriksdóttir og Alfreð Finnbogason úr Breiðabliki voru valin efnilegustu leikmenn ársins 2009.  Katrín Jónsdóttir úr Val og Atli Guðnason úr FH voru valin bestu leikmenn ársins 2009

Lokahóf knattspyrnumanna á Broadway 16. október - 22.9.2010

Ákveðið hefur verið að lokahóf knattspyrnumanna fari fram laugardaginn 16. október og fer fram á Broadway.  Þar verður keppnistímabilið 2010 gert upp og veitt verðlaun og viðurkenningar.  Dagskrá kvöldsins verður kynnt þegar nær dregur. Lesa meira
 
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir á fleygiferð

Jafnir möguleikar til æfinga - 22.9.2010

Í kjölfar þeirra fullyrðinga sem fram koma í umfjöllun RÚV um æfingatíma stúlkna og drengja í knattspyrnu yngri flokka,  þar sem því er ítrekað haldið fram að félög mismuni stúlkum sem æfa knattspyrnu,  kannaði KSÍ málið hjá 5. aldursflokki þeirra 15 félaga sem eiga lið í Pepsi-deildum karla og kvenna, en umfjöllun RÚV var byggð á þeim hópi félaga. Lesa meira
 
U17 kvenna í Búlgaríu - Mark gegn Litháen

U17 kvenna - 10 mörk gegn Búlgaríu - 22.9.2010

Stelpurnar í U17 unnu öruggan sigur á heimastúlkum í dag í öðrum leiknum í undankeppni EM sem fram fer í Búlgaríu.  Lokatölur urðu 10 – 0 eftir að staðan hafði verið 4 – 0 í leikhléi.  Í hinum leik riðilsins unnu Ítalir öruggan sigur á Litháen 7 – 0 og er því framundan úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins við Ítali á laugardaginn. 

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Kristinn dæmir í Evrópudeildinni í Póllandi - 22.9.2010

Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni fimmtudaginn 30. september þegar hann dæmir leik Lech Poznan frá Póllandi og Salzburg frá Austurríki í Evrópudeild UEFA.  Þá munu þeir Magnús Þórisson og Gylfi Már Sigurðsson verða við störf á Möltu dagana 25. - 30. september. Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Keppni í riðli Íslands hefst í dag - 22.9.2010

Strákarnir í U17 karla hefja í dag, miðvikudag, leik í undankeppni EM en riðillinn fer fram hér á landi.  Fyrsti leikur Íslands verður gegn Tékkum á Laugardalsvelli og hefst hann kl. 19:15.  Fyrr um daginn, eða kl. 14:00, mætast Tyrkland og Armenía á KR velli.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Búlgaríu - 22.9.2010

Stelpurnar í U17 mæta jafnöldrum sínum frá Búlgaíu í dag en þetta er annar leikur liðsins í undankeppni EM og er leikið er við heimastúlkur.  Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma og má búast við töluvert erfiðum leik í dag.

Lesa meira
 
Evert Larsson frá SGS

Árleg úttekt á leyfisstjórn KSÍ - 21.9.2010

Í vikunni fór fram gæðaúttekt á leyfiskerfi KSÍ.  Þessi úttekt SGS er árviss viðburður og síðustu tvö ár var engin athugasemd gerð við uppbyggingu leyfiskerfis KSÍ.  Alls þarf KSÍ að uppfylla 40 forsendur í gæðahandbók leyfiskerfisins, sem UEFA gefur út.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Jafnrétti í knattspyrnu - 21.9.2010

Knattspyrnusamband Íslands mótmælir harðlega ásökunum fréttastofu RÚV þess efnis að þriðjungur aðildarfélaga KSÍ mismuni börnum sem æfa knattspyrnu.  Knattspyrnuhreyfingin skapar stúlkum og drengjum jöfn tækifæri til þátttöku í knattspyrnu.

Lesa meira
 
Frá knattþrautum KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Hringnum lokað - 21.9.2010

Það má segja að Einar Lars Jónsson hafi lokað hringnum í síðustu viku en þá voru tvö síðustu aðildarfélögin heimsótt með knattþrautir KSÍ.  Þetta voru stelpur úr FH og Haukum sem spreyttu sig á knattþrautunum.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Keppni í riðli Íslands hefst á morgun - 21.9.2010

Strákarnir í U17 karla hefja á morgun, miðvikudag, leik í undankeppni EM en riðillinn fer fram hér á landi.  Fyrsti leikur Íslands verður gegn Tékkum á Laugardalsvelli og hefst hann kl. 19:15.  Fyrr um daginn, eða kl. 14:00, mætast Tyrkland og Armenía á KR velli.

Lesa meira
 
Hópurinn hjá U19 kvenna í Búlgaríu

Átta landsleikir á einni viku - 21.9.2010

Gærdagurinn var upphafið af mikilli landsleikjahrinu hjá yngri landsliðum Íslands en á einni viku, 20 - 27. september, verða spilaðir átta landsleikir hjá þremur yngri landsliðum Íslands.  Þetta eru U17 karla og kvenna og U19 karla sem verða í eldlínunni í vikunni.

Lesa meira
 
Fotbolti-fyrir-alla

Fótbolti fyrir alla - Æfingar fyrir börn með sérþarfir - 21.9.2010

Afturverður boðið uppá æfingar fyrir börn með sérþarfir í Garðabæ en þessar æfingar vöktu mikla lukku í vor.  Þessar fótboltaæfingar eru ætlaðar fyrir öll börn sem ekki geta nýtt sér hefðbundið barna- og unglingastarf hjá sínu félagi. Lesa meira
 
Akranesvöllur

Betri vellir - Námskeiðsröð í grasvallafræðum - 21.9.2010

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður upp á námskeiðsröð í grasvallarfræðum.  Námskeiðin eru í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ), Golfsamband Íslands (GSÍ), Samtök íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi (SÍGÍ) og Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur (ÍTR)

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Tap gegn Norður Írum - 21.9.2010

Strákarnir í U19 biðu lægri hlut gegn Norður Írum í vináttulandsleik sem fram fór í Sandgerði í gær.  Lokatölur urðu 2 - 5 eftir að staðan hafði verið jöfn í leikhléi, 2 - 2.  Þessi lið mætast aftur í vináttulandsleik á Fylkisvelli á morgun, miðvikudag, kl. 16:00.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Víkingur og Þór leika í Pepsi-deild karla að ári - 20.9.2010

Um helgina varð það ljóst að Víkingur Reykjavík og Þór Akureyri munu leika í Pepsi-deild karla að ári en lokaumferð 1. deildar fór fram síðastliðinn laugardag.  Víkingar höfðu reyndar áður tryggt sér sæti í efstu deild en fengu afhentan titilinn á heimavelli eftir sigur gegn HK. 

Lesa meira
 
UEFA

Knattspyrna kvenna á Íslandi kynnt fyrir þremur aðildarþjóðum UEFA - 20.9.2010

Í kvöld hefst ráðstefna á vegum UEFA þar sem knattspyrna kvenna á Íslandi er kynnt fyrir þremur aðildarþjóðum UEFA.  Er þetta í annað skiptið á einu ári sem UEFA sér ástæðu til þess að senda hingað þjóðir til að kynna sér uppbyggingu og framþróun í knattspyrnu kvenna hér á landi og þá starfsemi sem fram fer innan KSÍ og hjá aðildarfélögum

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Yfirlýsing frá Dómaranefnd KSÍ - Leiðrétting - 20.9.2010

Í framhaldi af vítaspyrnudómi í leik Stjörnunnar gegn FH þar sem Halldór Orri Björnsson tók forystuna fyrir heimamenn úr vítaspyrnu 1 - 0 spunnust miklar umræður um hvort hann hefði gerst sekur um svokallaða „gabbspyrnu“ í aðdraganda töku spyrnunnar.

Lesa meira
 
U17 kvenna á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 kvenna - Öruggur sigur gegn Litháen - 20.9.2010

Stelpurnar í U17 byrjuðu undankeppni EM af miklum krafti en leikið var gegn Litháen í dag.  Lokatölur urðu 14 - 0 eftir að staðan hafði verið 7 - 0 í leikhléi.  Riðillinn er leikinn í Búlgaríu og er næsti leikur við heimastúlkur á miðvikudaginn.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Leikið við Norður Íra í Sandgerði í dag - 20.9.2010

Strákarnir í U19 leika í dag vináttulandsleik gegn jafnöldrum sínum frá Norður Írlandi og fer leikurinn fram kl. 16:00.  Leikið verður á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði en þjóðirnar mætast aftur á Fylkisvelli næstkomandi miðvikudag.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnlandi á Norðurlandamóti U17 kvenna sem leikið er í Danmörku.

U17 kvenna - Leikið gegn Litháen í dag - 20.9.2010

Stelpurnar í U17 verða í eldlínunni í dag þegar þær mæta Litháen í undankeppni EM.  Þetta er fyrsti leikur liðsins og er riðillinn leikinn í Búlgaríu.  Í hinum leik riðilsins í dag leika Ítalía og Búlgaría.  Þorlákur Árnason hefur tilkynnt byrjunarlið sitt en leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Merki Hauka

Úrskurður í máli Hauka gegn Selfoss - 17.9.2010

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Hauka gegn Selfossi í 2. flokki karla sem fram fór 1. september síðastliðinn.  Í úrskurðarorðum kemur fram að úrslit leiksins skulu standa óhögguð.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Frá Dómaranefnd - Vegna umræðu um framkvæmd vítaspyrnu - 17.9.2010

Í tilefni af umræðu sem spannst í kjölfar framkvæmdar Halldórs Orra Björnssonar, leikmanns Stjörnunnar, á vítaspyrnu í leik liðsins gegn FH 16. september sl. vill Dómaranefnd KSÍ árétta eftirfarandi:

Lesa meira
 
Bleika slaufan

Bleika slaufan - Dómararnir klæðast bleikum dómaratreyjum - 17.9.2010

Í októbermánuði verður vakin athygli á brjóstakrabbameini hér á landi eins og gert hefur verið síðustu 10 ár. Í leik Vals og Grindavíkur sem fram fer á Vodafone vellinum á laugardaginn munu dómarar leiksins, sem allar eru konur, klæðast bleikum dómaratreyjum til þess að vekja athygli á málefninu. Lesa meira
 
Örvar Sær Gíslason

Örvar dæmir í Danmörku - 17.9.2010

Örvar Sær Gíslason mun á laugardaginn dæma leik Bronshoj og FC Fyn í dönsku 1. deildinni.  Þetta verkefni er liður í norrænum dómaraskiptum sem hafa verið við lýði á milli knattspyrnusambandi Norðurlanda síðustu ár.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Ísrael

U19 kvenna - Sigur á Úkraínu og efsta sætið í höfn - 16.9.2010

Stelpurnar í U19 kvenna rifu sig upp við fyrsta hanagal í morgun því leikið var við Úkraínu í undankeppni EM.  Þetta var síðasti leikurinn í riðlinum en báðar þessar þjóðir höfðu fyrir leikinn tryggt sér sæti í milliriðlum.  Stelpurnar okkar voru sterkari aðilinn frá byrjun og sigruðu með fjórum mörkum gegn engu.

Lesa meira
 
Klara Bjartmarz

Klara í eftirliti í Vejle - 16.9.2010

Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Dana og Svía í umspili um sæti á HM kvenna 2011.  Leikið er í Vejle og má búast við hörkuviðureign á milli þessara frændþjóða.  Svíar fóru með sigur af hólmi í fyrri leiknum, 2 - 1.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið á Sauðárkróki í Fjölbrautarskólanum - 16.9.2010

Unglingadómaranámskeið verður haldið  í Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki  fimmtudaginn 23. september   kl. 11:20.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Úkraínu - 16.9.2010

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Úkraínu í dag.  Leikurinn er lokaleikur liðanna í riðlinum og hafa þessar þjóðir þegar tryggt sér sæti í milliriðlum en berjast nú um sigur í riðlinum.  Leikurinn hefst kl 08:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Knattspyrnufélagið Norðurljósin - 15.9.2010

Knattspyrnufélagið Norðurljósin er stofnað með það markmið að gefa einstaklingum sem þurfa aðstoð (mikla eða litla) eða hvatningu, tækifæri til að æfa knattspyrnu allan ársins hring undir leiðsögn fagfólks Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Framhaldsskólamótið í knattspyrnu 2010 - 15.9.2010

Frestur til að tilkynna þátttöku í ofangreindu móti er til og með 20. september. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma. Tilkynna ber þátttöku í fax 568 9793 eða á netfangið gulli@ksi.is.

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik auglýsir eftir þjálfurum - 15.9.2010

Knattspyrnudeild Breiðabliks auglýsir eftir þjálfurum í 3. flokki karla og kvenna og 4. flokki karla og kvenna.  Um er að ræða fjölmenna flokka og því er mikil vinna í boði.  Viðkomandi verða að geta hafið störf í lok september og reynslu af þjálfun og þjálfaramenntun er æskileg.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland niður um 21 sæti - 15.9.2010

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem birtur var í morgun, fellur íslenska karlalandsliðið niður um 21 sæti.  Ísland er í 100 sæti listans en það eru Spánverjar sem eru í efsta sæti listans.  Næstu mótherjar Íslendinga í undankeppni EM, Portúgal, eru í 8. sæti listans.  Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Opið fyrir umsóknir í Ferðasjóð íþróttafélaga fyrir árið 2010 - 14.9.2010

Aðildarfélögum Knattspyrnusambandsins er bent á að opnað hefur verið fyrir umsóknir í Ferðasjóð Íþróttafélaga.  Til úthlutunar vegna ársins 2010 verða 57 milljónir króna.  Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um í sjóðinn vegna ferða á fyrirfram skilgreind styrkhæf íþróttamót á árinu 2010. 

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Hópurinn valinn fyrir undankeppni EM - 14.9.2010

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem leikur í undankeppni EM.  Riðill Íslands fer fram hér á landi og verður leikinn dagana 22. - 27. september.  Þjóðirnar sem eru með Íslandi í riðli eru: Tékkland, Tyrkland og Armenía.

Lesa meira
 
UEFA

Engum verið synjað um þátttökuleyfi á Íslandi - 14.9.2010

Ísland er eitt þeirra 9 landa innan UEFA sem aldrei hefur synjað félagi um þátttökuleyfi og jafnframt hafa allar leyfisumsóknir verið afgreiddar á borði leyfisráðs, þannig að aldrei hefur komið til þess að kalla þyrfti saman leyfisdóm. 

Lesa meira
 
Frá knattþrautum KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Síðustu félögin heimsótt - 14.9.2010

Haustið er handan við hornið með sínum föllnu og fölu laufum og það þýðir að knattþrautir KSÍ fara að renna sitt skeið á enda þetta sumarið.  Einar Lars Jónsson hefur heimsótt iðkendur í 5. flokki með knattþrautir KSÍ og hafa viðtökur verið með eindæmum góðar.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópur valinn fyrir vináttulandsleiki gegn Norður Írum - 14.9.2010

Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Norður Írum hjá U19 karla.  Leikirnir fara fram hér á landi, á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði og Fylkisvelli, dagana 20. og 22. september.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 22 leikmenn fyrir þessa leiki.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Ísland sendir lið í Evrópukeppni landsliða í Futsal - 14.9.2010

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að senda landslið til keppni undankeppni Evrópumótsins í Futsal.  Riðlar undankeppninnar verða leiknir dagana 20. – 24. janúar 2011 og hefur KSÍ sótt um að halda slíkan riðil.  Dregið verður í riðla í höfuðstöðvum UEFA 24. september næstkomandi.  Lesa meira
 
UEFA

Árleg úttekt á leyfiskerfinu 21. september - 14.9.2010

Þann 21. september kemur í heimsókn til KSÍ fulltrúi SGS, sem er alþjóðlegt matsfyrirtæki sem UEFA hefur ráðið til að gera árlega gæðaúttekt á leyfiskerfi í öllum aðildarlöndum sambandsins.  Skoðuð verður öll uppbygging leyfiskerfis KSÍ. Lesa meira
 
Áhorfendur á Fylkisvelli

Pepsi-deild karla - Góð aðsókn á leiki deildarinnar - 14.9.2010

Mikil spenna er í Pepsi-deild karla en fjögur félög eru í baráttunni um titilinn þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni.  Spennan er einnig mikil á hinum enda deildarinnar og hefur þessi jafna deild skilað sér í góðri aðsókn á leikina í sumar.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Öruggar um sæti í milliriðlum - 13.9.2010

Stelpurnar í U19 kvenna lögðu stöllur sínar frá Ísrael í dag í undankeppni EM en leikið er í Búlgaríu.  Lokatölur urðu 2 - 0 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleiknum.  Katrín Ásbjörnsdóttir og Sigrún Ella Einarsdóttir skoruðu mörk Íslands.  Ísland hefur þegar tryggt sér sæti í milliriðlum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Leikdagar fyrir umspilið klárir - 13.9.2010

Knattspyrnusamband Evrópu hefur samþykkt leikdaga fyrir leiki Íslands og Skotlands í umspili um sæti í úrslitakeppni EM U21 karla.  Fyrri leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 7. október en leiktími verður tilkynntur síðar. 

Lesa meira
 
UEFA

Fjallað um fjárhagslega háttvísi - 13.9.2010

Ómar Smárason, leyfisstjóri KSÍ, og Lúðvík Georgsson, formaður leyfisráðs, sóttu á dögunum árlega UEFA-ráðstefnu um leyfismál.  Á ráðstefnunni var kynnt ný leyfisreglugerð UEFA sem nær nú einnig til reglugerðar um fjárhagslega háttvísi (Financial Fair Play).

Lesa meira
 
Hjartaheill og KSÍ

Spilum með hjartanu - 13.9.2010

KSÍ og Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga, hafa ráðist í samstarf.  Dagana 21.-28. september nk. verður landssöfnun í formi merkjasölu þar sem Hjartaheill og KSÍ vonast eftir góðri þátttöku knattspyrnufélaga á landsvísu.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Tvö KSÍ I þjálfaranámskeið verða haldin í október - 13.9.2010

Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu vikum halda tvö 1. stigs þjálfaranámskeið. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 1.-3. október og hins vegar námskeið sem haldið verður helgina 8.-10. október.

Lesa meira
 
Tindastóll

3. deild karla - Sigurlaunin á Sauðárkrók - 13.9.2010

Skagfirðingar tryggðu sér um helgina sigurlaunin í 3. deild karla þegar Tindastóll lagði Dalvík/Reyni í úrslitaleik.  Sauðkrækingar höfðu betur með einu marki gegn engu en leikið var á Ólafsfirði.  Bæði félögin höfðu fyrir leikinn tryggt sér sæti í 2. deild að ári.

Lesa meira
 
Víkingur Ólafsvík

Víkingar Ólafsvík sigurvegarar 2. deildar - 13.9.2010

Víkingar frá Ólafsvík fengu um helgina afhent sigurlaunin í 2. deild karla og var það gert eftir leik þeirra gegn Víði Garði.  Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir Víkinga og þýddu þau úrslit að Víðismenn leika í 3. deild að ári.  Þegar ein umferð er enn eftir í 2. deild karla þá eru Víkingar ennþá taplausir í deildinni, hafa unnið sautján leiki og gert fjögur jafntefli.

Lesa meira
 
Friður í einn dag - Peace one day

Friður í einn dag – Peace One Day - 13.9.2010

Þann 21. september verður alþjóðlegur dagur friðar haldinn í 12. sinn.  Markmið verkefnisins er að hvetja stríðandi fylkingar um heim allan til að leggja niður vopn í einn dag.  Knattspyrnuhreyfingin um allan heim tekur þátt í þessu verkefni og tileinkar alla knattspyrnuleiki sem fram fara þennan dag baráttunni fyrir friði í heiminum

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Ísrael - 13.9.2010

Stelpurnar í U19 leika sinn annan leik í undankeppni EM í dag þegar þær mæta Ísrael.  Leikið er í Búlgaríu og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í leiknum og gerir hann eina breytingu frá síðasta leik.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Góður sigur á Búlgaríu í fyrsta leik - 11.9.2010

Stelpurnar í U19 byrjuðu undankeppni EM á góðu nótunum þegar þær lögðu Búlgaríu í dag.  Riðillinn er leikinn í Búlgaríu og voru heimastúlkur lagðar 2 - 0.  Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði bæði mörk Íslands í leiknum, eitt í hvorum hálfleik.

Lesa meira
 
U19 kvenna í Búlgaríu

U19 kvenna - Æft við góðar aðstæður í Búlgaríu - 10.9.2010

Stelpurnar í U19 eru komnar til Búlgaríu en þar leika þær í undankeppni EM.  Fyrsti leikurinn fer fram á morgun, laugardag, en þá mæta stelpurnar stöllum sínum frá Búlgaríu.  Einnig eru Ísrael og Úkraína í þessum riðli. Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Þýskalands - Strákarnir fagna sigrinum

U21 karla - Ísland mætir Skotlandi - 10.9.2010

Í dag var dregið í umspili fyrir úrslitakeppni EM U21 karla og fór drátturinn fram í Herning í Danmörku.  Íslenska liðið mætir Skotum og verður fyrri leikurinn leikinn hér heima.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Breyting á Búlgaríuhópnum - 10.9.2010

Þorlákur Árnason landsliðsþjálfari hefur tilkynnt breytingu á landslið Íslands sem leikur í undankeppni EM dagana 20. - 25. september.  Elín Helena Jóhannsdóttir úr Breiðabliki hefur verið valin í hópinn.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala hafin á Ísland - Portúgal í undankeppni EM 2012 - 10.9.2010

Í dag hófst miðasala á leik Íslands og Portúgals en þetta er síðasti leikur Íslands í undankeppni fyrir EM 2012 á þessu ári.  Leikurinn fer fram þriðjudaginn 12. október á Laugardalsvelli og hefst kl. 19:45.  Miðasala fer fram, sem fyrr, í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

TIndastóll og Dalvík/Reynir upp í 2. deild - 9.9.2010

Í gærkvöldi varð ljóst að norðanliðin Tindastóll og Dalvík/Reynir leika í 2. deild karla að ári.  Þau tryggðu sér sæti með því að sigra í viðureignum sínum í undanúrslitunum.  Tindastóll og Dalvík/Reynir leika til úrslita um 3. deildar titilinn og er sá leikur fyrirhugaður á laugardaginn. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Styrkleikaflokkarnir tilbúnir - 8.9.2010

UEFA tilkynnti í dag hvernig raðað er í styrkleikaflokka þegar dregið verður í umspilinu fyrir úrslitakeppni EM hjá U21 karla.  Dregið verður á morgun í Herning í Danmörku og hefst drátturinn kl. 10:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Hvaða félög fara upp í 2. deild? - 8.9.2010

Í kvöld ræðst það hvaða félög munu tryggja sér sæti í 2. deild að ári en þá fara fram seinni leikir undanúrslita úrslitakeppni 3. deildar.  Tindastóll tekur á móti Árborg á Sauðárkróki og á Dalvík mætast Dalvík/Reynir og KB.  Báðir leikirnir hefjast kl. 17:15.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Grátlegt tap á Parken - 8.9.2010

Íslendingar biðu lægri hlut gegn Dönum á Parken í gærkvöldi en heimamenn sigruðu 1 - 0.  Sigurmark leiksins kom þegar 90 mínútur voru liðnar af leiknum svo tæpara gat það ekki orðið.  Vonbrigði strákanna í leikslok voru gríðarleg enda átti íslenska liðið í fullu tré við Dani í leiknum, þá sérstaklega í síðari hálfleik.

Lesa meira
 
Merki U21 karla

U21 karla - Strákarnir tryggðu sér sæti í umspili - 7.9.2010

Strákarnir í U21 karla tryggðu sér sæti í umspili fyrir úrslitakeppni U21 karla en hún fer fram í Danmörku á næsta ári.  Dregið verður í umspilið næstkomandi föstudag.  Ísland var með fjórða bestan árangur í öðru sæti úr riðlunum tíu.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Fimm leikir í Pepsi-deild karla færðir fram um 30 mínútur - 7.9.2010

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að færa þá fimm leiki sem eru í Pepsi-deild karla nk. sunnudag fram um 30 mínútur. Er þetta gert vegna birtuskilyrða.  Eftirfarandi leikir verða því kl. 17:30.

Lesa meira
 
U17 kvenna á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 kvenna - Hópurinn valinn fyrir Búlgaríuferð - 7.9.2010

Þorlákur Árnason landsliðsþjálfari hefur tilkynnt 18 manna hóp fyrir forkeppni EM U17 kvenna 2011.  Riðill Íslands verður leikinn í september í Búlgaríu og verða mótherjarnir, auk heimastúlkna, Litháen og Ítalía.

Lesa meira
 
EURO 2012

Byrjunarlið Íslands gegn Dönum í undankeppni EM 2012 - 7.9.2010

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt gegn Dönum í undankeppni EM 2012 á Parken í kvöld.  Tvær breytingar eru gerðar á liðinu frá því í leiknum gegn Norðmönnum á Laugardalsvelli á föstudag.  Rúrik Gíslason og Birkri Már Sævarsson koma inn í byrjunarliðið.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - 32 leikmenn valdir til æfinga um komandi helgi - 7.9.2010

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 32 leikmenn sem munu æfa um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram á Tungubakkavelli en framundan er riðill í undankeppni EM sem fram fer hér á landi síðar í mánuðinum.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Þýskalands - Strákarnir fagna sigrinum

U21 karla - Byrjunarliðið er mætir Tékkum kl. 15:00 - 7.9.2010

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Tékkum í dag kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Leikurinn er síðasti leikur liðsins í undankeppni fyrir EM 2011.  Byrjunarliðið er þannig skipað:

Lesa meira
 
Gönguferð um bryggjuhverfið í Köben

Leikdagur er runninn upp í Köben - 7.9.2010

Leikdagur er runninn upp hjá A-landsliði karla, sem mætir Dönum á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld.  Leikurinn hefst kl. 18:15 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.  Byrjunarliðið verður opinberað kl. 15:15 í dag.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Tvær hörkuviðureignir í dag og í kvöld - 7.9.2010

Tvö karlalandslið Íslands, A landsliðið og U21 landsliðið, verða í eldlínunni í dag og í kvöld.  Strákarnir í U21 mæta Tékkum kl. 15:00 í lokaleik liðsins í undankeppni EM 2011.  A landsliðið leikur svo við Dani í undankeppni EM 2012 og hefst sá leikur kl. 18:15.  Báðir þessir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Lesa meira
 
ÍR

Laust starf knattspyrnuþjálfara hjá knattspyrnudeild ÍR - 6.9.2010

Knattspyrnudeild Íþróttafélags Reykjavíkur óskar eftir að ráða þjálfara fyrir 7. flokk kvenna. Knd ÍR starfrækir alla kvennaflokka sem í boði eru og er kvennafótboltinn í hraðri sókn. Tilvonandi þjálfari kemur til með að aðstoða við uppbyggingu kvennastarfsins og er hugsaður sem framtíðarþjálfari hjá félaginu.

Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir í Portúgal - 6.9.2010

Þóroddur Hjaltalín mun dæma leik Portúgals og Makedóníu í undankeppni EM hjá U21 karla en leikið verður í Portúgal  Þóroddi til aðstoðar verða þeir Ólafur Ingvar Guðfinnsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson.  Varadómari leiksins verður Erlendur Eiríksson.

Lesa meira
 
ÍBV

1. deild kvenna - ÍBV tryggði sér sigur - 6.9.2010

ÍBV tryggði sér sigur í 1. deild kvenna í gær þegar Eyjastúlkur lögðu Þrótt með þremur mörkum gegn einu en leikið var á Þorlákshafnarvelli.  ÍBV tryggði sér þar með sigurinn í deildinni en bæði félögin höfðu fyrir leikinn tryggt sér sæti í Pepsi-deild kvenna að ári.

Lesa meira
 
Valur

Valsstúlkur tryggðu sér sigur í Pepsi-deild kvenna - 6.9.2010

Valsstúlkur tryggðu sér um helgina sigurinn í Pepsi-deild kvenna þrátt fyrir að tvær umferðir séu ennþá eftir af mótinu.  Valur vann öruggan sigur á Aftureldingu á útivelli en á meðan töpuðu helstu keppinautarnir, Breiðablik og Þór/KA, sínum leikjum og geta ekki lengur náð Valsstúlkum að stigum.

Lesa meira
 
Aron Einar Gunnarsson

Landsliðið komið til Danmerkur - 5.9.2010

A-landslið karla er komið til Danmerkur fyrir leikinn við heimamenn í undankeppni EM 2012 á þriðjudag.  Æft var tvisvar á sunnudeginum við toppaðstæður á Tårnby Stadion, aðeins 10 mínútna akstur frá Hóteli íslenska liðsins.

Lesa meira
 
EURO 2012

Grétar Rafn og Brynjar Björn ekki með í Danmörku - 3.9.2010

Grétar Rafn Steinsson og Brynjar Björn Gunnarsson geta ekki verið með íslenska landsliðinu í viðureigninni við Dani á Parken í Kaupmannahöfn á þriðjudag.  Inn í hópinn koma þeir Birkir Már Sævarsson, sem leikur með Brann í Noregi, og Baldur Sigurðsson, leikmaður KR. Lesa meira
 
A landslið karla

Norskur sigur í Laugardalnum - 3.9.2010

Það voru Norðmenn sem höfðu betur í Laugardalnum í kvöld þegar Ísland og Noregur hófu leik í undankeppni fyrir EM 2012.  Lokatölur urðu 1 - 2 en Íslendingar leiddu í leikhléi 1 - 0.  Heiðar Helguson kom Íslendingum yfir á 38. mínútu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Ísland - Noregur - Byrjunarlið Íslands tilbúið - 3.9.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Norðmönnum í undankeppni fyrir EM 2012.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst núna kl. 19:00.  Hægt er að kaupa miða í miðasölu Laugardalsvallar sem og á netinu.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

ÍBV og Þróttur leika til úrslita í 1. deild kvenna - 3.9.2010

Sunnudaginn 5. september leika ÍBV og Þróttur til úrslita í 1. deild kvenna en þessi félög hafa þegar tryggt sér sæti í Pepsi-deild kvenna að ári.  Leikurinn fer fram á Þorlákshafnarvelli og hefst kl. 12:30.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Noregur í kvöld kl. 19:00 - 3.9.2010

Ísland mætir Noregi í undankeppni fyrir EM 2012 í kvöld á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 19:00.  Þetta er fyrsti leikur Íslands í þessari undankeppni en strákarnir leika svo gegn Dönum næstkomandi þriðjudag ytra. Miðasala hefst á Laugardalsvelli kl. 10:00 en hægt verður einnig að kaupa miða á netinu fram að leik.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Þjálfarastyrkir ÍSÍ - 3.9.2010

ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki fyrir tímabilið júlí – desember 2010.  Þjálfarar sem sækja sér menntun erlendis á fyrrgreindu tímabili geta sótt um styrk á þar til gerðum eyðublöðum inn á isi.is sem finna má undir „Efnisveita”.

Lesa meira
 
Icelandair

Í blíðu og stríðu með strákunum - 3.9.2010

Vert er að vekja athygli á heimasíðunni http://www.ibs.is/ en þar er hægt að senda strákunum í landsliðinu baráttukveðjur fyrir leikina gegn Noregi og Danmörku í boði Icelandair.  Þeir Benedikt Bóas Hinriksson og Elvar Geir Magnússon hafa einnig verið á ferðinni og tekið upp viðtöl og annað efni sem einnig er að finna á þessari síðu.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Tólfan verður I hólfi - Ísland mætir Noregi - 2.9.2010

Að venju verður Tólfan í I hólfi á leik Íslands og Noregs sem fer fram á Laugardalsvelli á kl. 19:00.  Allir þeir sem hafa áhuga á því að hvetja sitt lið með jákvæðum hætti eru í Tólfunni og velkomnir í hópinn.

Lesa meira
 
Börn úr Fossvogsskóla

Börn úr Fossvogsskóla flytja nýja útgáfu að þjóðsöngnum í hálfleik - 2.9.2010

Í hálfleik á viðureign Ísland og Noregs á föstudagskvöld mun hópur barna úr Fossvogsskóla flytja nýja útgáfu á þjóðsöng Íslendinga.  Um þessar mundir er unnið að því verkefni að gefa íslenska þjóðsönginn út sem kennsluefni fyrir grunnskóla og heimili landsins. 

Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Upphitun Áfram Íslands klúbbsins í Kaupmannahöfn - 2.9.2010

Áfram Ísland stuðningmannaklúbburinn er búinn að skipuleggja upphitun fyrir leikinn Danmörk - Ísland í undankeppni fyrir EM 2012.  Leikurinn verður þriðjudaginn 7. september á Parken og byrjar kl 20:15 að staðartíma.
Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Hópurinn valinn fyrir Búlgaríuferð - 2.9.2010

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn er fer til Búlgaríu til þess að leika í forkeppni fyrir EM 2011.  Auk heimastúlkna leikur Ísland þar gegn Ísrael og Úkraínu.  Leikirnir fara fram dagana 11. - 18. september.

Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfara fyrir 7. flokk kvenna - 2.9.2010

Knattspyrnudeild Fylkis leitar að þjálfara fyrir 7. flokk kvenna á  komandi tímabil.  Viðkomandi skal vera með viðeigandi menntun og reynslu af þjálfun.  Lesa meira
 
Icelandair

Getur þú hitt þverslána frá 35 metrum? - 2.9.2010

Í hálfleik á viðureign Íslands og Noregs á föstudag munu þrír heppnir vallargestir fá tækifæri til að spreyta sig í erfiðri þraut.  Reynt verður að hitta þverslá marks af 35 metra færi, og vinningurinn ef það tekst er af glæsilegri tegundinni - ferð fyrir tvo útlanda með Icelandair!

Lesa meira
 
Keflavík

Barna og unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur óskar eftir þjálfara fyrir yngri flokka - 1.9.2010

Barna og unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur óskar eftir þjálfara fyrir yngri flokka félagsins.  Óskað er eftir þjálfara með góða menntun og reynslu.  Umsóknir þurfa að berast fyrir 7. september.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Elfar Freyr og Guðmundur Reynir inn í hópinn - 1.9.2010

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur bætt við tveimur leikmönnum í hópinn fyrir leikinn gegn Tékkum sem fer fram þriðjudaginn 7. september.  Þeir Guðmundur Reynir Gunnarsson úr KR og Elfar Freyr Helgason úr Breiðabliki koma inn í hópinn. Lesa meira
 
Jóhann Berg og Rúrik með ungum aðdáanda

Æft á Keflavíkurvelli við góðar aðstæður - 1.9.2010

Það var létt yfir íslenska landsliðshópnum á æfingu í Keflavík á þriðjudag.  Liðið æfði á Keflavíkurvelli við afar góðar aðstæður og greinileg tilhlökkun í mannskapnum fyrir leikinn við Noreg á föstudag.  Strákarnir vonast eftir sem flestum á leikinn og treysta á öflugan og háværan stuðning.

Lesa meira
 
UEFA

UEFA bannar Vuvuzelas lúðra - 1.9.2010

UEFA hefur frá og með deginum í dag, bannað svokallaða „Vuvuzelas“ lúðra á öllum leikvöngum þar sem leikir á vegum UEFA fara fram.  Á þetta bæði við um landsleiki sem og leiki félagsliða í Evrópukeppnum.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög