Fréttir

Merki Hauka

Knattspyrnudeild Hauka auglýsir eftir yfirþjálfara fyrir kvennastarfið - 31.8.2010

Haukar leita eftir einstaklingi sem er tilbúinn að hjálpa okkur byggja upp kvennastarfið – búa til samfellu milli allra flokka á faglegan hátt.  Menntun í íþróttafræðum og/eða knattspyrnuþjálfun er skilyrði. Lesa meira
 
Frá knattþrautum KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Sígur á seinni hlutann - 31.8.2010

Knattþrautir KSÍ hafa verið í fullum gangi í sumar, líkt og síðasta sumar og hafa viðtökurnar verið ákaflega góðar.  Nú er farið að síga á seinni hlutann og flest aðildarfélögin hafa verið heimsótt með góðum árangri og enn betri viðtökum.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland – Noregur - Miðar fyrir handhafa A-passa - 31.8.2010

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Noregur afhenta fimmtudaginn 2. september frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn tilkynntur fyrir Tékkaleikinn - 31.8.2010

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Tékkum, þriðjudaginn 7. september.  Leikurinn fer fram í Jablonec og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Þrír nýliðar eru í hópnum að þessu sinni.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Noregur á föstudaginn - Tryggið ykkur miða - 31.8.2010

Senn líður að stórleik Íslands og Noregs fer fram á Laugardalsvelli, föstudaginn 3. september kl. 19:00.  Miðasala er í fullum gangi og um að gera fyrir knattspyrnuáhugafólk að tryggja sér miða á þennan fyrsta leik Íslendinga í undankeppni EM 2012.  Afsláttur er veittur af miðaverði ef keypt er í forsölu á netinu en forsölu lýkur fimmtudaginn 2. september.

Lesa meira
 
Luca Banti

Ítalskur dómarakvartett á föstudag - 31.8.2010

Það verður ítalskur dómarakvartett á viðureign Íslands og Noregs á Laugardalsvelli á föstudag.  Dómarinn heitir Luca Banti.  Leikurinn hefst kl. 19:00 og er fyrstu leikur liðanna í undankeppni EM 2012.

Lesa meira
 
John Carew

Tveir meiddir hjá Norðmönnum - 31.8.2010

Tilkynnt hefur verið um tvær breytingar á norska landsliðshópnum sem tilkynntur var fyrir fyrstu leiki liðsins í undankeppni EM 2012.  Þeir Per Ciljan Skjeldbred og John Carew eru meiddir og verða ekki með Norðmönnum í leikjunum gegn Íslandi og Portúgal.

Lesa meira
 
Wokefield

KSÍ VI þjálfaranámskeið í Englandi í janúar 2011 - 30.8.2010

KSÍ heldur VI. stigs þjálfaranámskeið í Wokefield Park í Englandi dagana 9.-16. janúar 2011.  Umsækjendur verða að hafa lokið KSÍ V þjálfaranámskeiði eða verða að taka KSÍ V þjálfaranámskeið sem haldið verður í nóvember á þessu ári.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Mikil spenna framundan í 3. deild karla og 1. deild kvenna - 30.8.2010

Það er mikil spenna framundan í úrslitakeppni 3. deildar karla og 1. deildar kvenna.  Síðari leikir í 8-liða úrslitum 3. deildar fara fram á þriðjudag og síðari leikir í undanúrslitum 1. deildar kvenna fara fram á miðvikudag, og þar er sæti í Pepsi-deildinni í húfi.

Lesa meira
 
EURO 2012

Ingvar Kale valinn í landsliðshópinn - 30.8.2010

Ingvar Þór Kale, markvörður Breiðabliks, hefur verið kallaður inn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Norðmönnum og Dönum í undankeppni EM 2012 og er hann 22. maðurinn í hópnum.  Fyrir eru markverðirnir Gunnleifur Gunnleifsson og Árni Gautur Arason. 

Lesa meira
 
FIFA - My game is fair play

Háttvísidagar FIFA og UEFA 2010 - 27.8.2010

FIFA og UEFA standa nú fyrir sérstökum háttvísidögum í 14. sinn, en þeir voru fyrst haldnir árið 1997.  Minnt verður á háttvísidagana hér á Íslandi í tengslum við leik A-landsliðs karla gegn Norðmönnum 3. september, sem er fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2012. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Öruggur sigur í Eistlandi - 25.8.2010

Stelpurnar í íslenska landsliðinu léku í dag lokaleik sinn í undankeppninni fyrir HM 2011 sem fer fram í Þýskalandi.  Íslenska liðið vann öruggan sigur með fimm mörkum gegn engu eftir að hafa leitt með tveimur mörkum í leikhléi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Ísland mætir Eistlandi í dag - Fylgst með á Facebook síðu KSÍ - 25.8.2010

Íslensku stelpurnar mæta stöllum sínum frá Eistlandi í lokaleik sínum í undankeppni fyrir HM 2011.  Ljóst er að annað sætið verður hlutskipti íslenska liðsins í riðlinum en stelpurnar engu að síður ákveðnar að ljúka keppni á sigurbraut.  Fylgst verður með leiknum á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasölu á Danmörk – Ísland að ljúka - 25.8.2010

Þriðjudaginn 7. september leika Íslendingar við Dani í undankeppni EM 2010 á Parken í Kaupmannahöfn.  Hægt er að kaupa miða á þann leik hér á heimasíðunni en til að tryggja miða með kaupum á heimasíðu KSÍ, þarf að ganga frá pöntun í síðasta lagi föstudaginn 27. ágúst. 

Lesa meira
 
EURO 2012

Síðasta 16 liða úrslitakeppnin - 25.8.2010

Fyrir úrslitakeppni EM 2012 er fyrst keppt í riðlum, síðan umspili, og loks í 16 liða úrslitakeppni.  Gestgjafarnir tveir eiga öruggt sæti í úrslitakeppninni og þurfa ekki að leika í riðlakeppninni.  EM 2012 er síðasta keppnin með 16 liðum, því 2016 verður liðum í úrslitakeppninni fjölgað í 24. Lesa meira
 
Frá æfingu á Alagarve í febrúar 2010

Ísland mætir Eistlandi á morgun - Byrjunarliðið tilbúið - 24.8.2010

Íslensku stelpurnar mæta stöllum sínum frá Eistlandi í lokaleik sínum í undankeppni fyrir HM 2011 á morgun, miðvikudaginn 25. ágúst.  Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og hefur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarlið sitt og má sjá það hér að neðan.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Hópurinn fyrir leiki gegn Noregi og Danmörku - 23.8.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið landsliðshópinn sem mætir Noregi á Laugardalsvelli 3. september og Danmörku ytra 7. september.  Ólafur hefur valið 21 leikmann í hópinn fyrir þessa leiki sem eru upphafið af undankeppni fyrir EM 2012.

Lesa meira
 
Noregur_logo

Norski hópurinn er mætir Íslendingum á Laugardalsvelli 3. september - 23.8.2010

Egil Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, hefur valið hóp sinn fyrir leiki gegn Íslendingum 3. september og Portúgölum 7. september en leikirnir eru í undankeppni fyrir EM 2012.  Leikurinn við Íslendinga fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 19:00 og er hægt að kaupa miða hér á síðunni. Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Frábærar viðtökur hjá aðildarfélögum - 23.8.2010

Viðtökur hjá félögunum við knattþrautum KSÍ hafa verið frábærar líkt og í fyrra en Einar Lars er enn á ferðinni með knattþrautirnar.  Hér að neðan má sjá dagskrá næstu daga en fjölmörg félög hafa verið heimsótt og margir snjallir knattspyrnukrakkar hafa spreytt sig á þrautunum.

Lesa meira
 
Úr leik Álftaness og Berserkja í 3. deild karla 2007

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna og 3. deildar karla hefst á laugardag - 23.8.2010

Um helgina varð ljóst hvaða félög mætast í úrslitakeppni 1. deildar kvenna og 3. deildar karla.  Úrslitakeppnirnar hefjast næstkomandi laugardag og er, að venju, boðið upp á hörkuviðureignir.

Lesa meira
 
Harpa Þorsteinsdóttir

Harpa í 18 manna hópinn í stað Hólmfríðar - 22.8.2010

Harpa Þorsteinsdóttir fer með íslenska kvennalandsliðinu til Eistlands fyrir lokaleikinn í riðlinum í undankeppni HM 2011, sem fram fer á miðvikudag.  Hólmfríður Magnúsdóttir er í leikbanni í leiknum og því kemur Harpa í hennar stað. Lesa meira
 
Hólmfríður ásamt Guðrúnu Ingu Sívertsen og Ragnhildi Skúladóttur

Þrjár léku áfangaleiki fyrr á árinu - 21.8.2010

Þrír leikmenn íslenska kvennalandsliðsins náðu áfanga í landsleikjafjölda á árinu.  Sara Björk Gunnarsdóttir og Rakel Hönnudóttir léku sinn 25. A-landsleik og Hólmfríður Magnúsdóttir lék sinn 50. A-landsleik á árinu.  Þær voru allar heiðraðar að loknum leik Íslands og Frakklands.

Lesa meira
 
Knattþrautir 2010

Viðurkenningar fyrir knattþrautir afhentar í hálfleik á ísland-Frakkland - 21.8.2010

Tæplega fimmtíu ungum stúlkum sem sýndu góða ástundun og góðar framfarir í knattþrautum KSÍ í sumar voru veittar viðurkenningar í hálfleik á viðureign Íslands og Frakklands í undankeppni HM 2011.  Fyrir leikinn stóðu þær heiðursvörð þegar liðin gegnu inn á völlinn og á meðan þjóðsöngurinn var leikinn. 

Lesa meira
 
Eftir leik Íslands og Frakklands

Umkringdar aðdáendum eftir leikinn - 21.8.2010

Stelpurnar í kvennalandsliðinu gáfu sér góðan tíma til að spjalla við unga aðdáendur eftir leikinn við Frakka í laugardalnum í dag.  Eiginhandaráritanir voru vinsælar og var skrifað á allt sem mögulegt var að skrifa á. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi

Franskur sigur í Laugardalnum - 21.8.2010

Íslensku stelpurnar biðu lægri hlut gegn Frökkum á Laugardalsvelli í dag.  Lokatölur urðu 0 - 1 eftir að markalaust var í leikhléi.  Þar með eru möguleikar íslenska liðsins úr sögunni um sæti á HM í Þýskalandi en franska liðið hefur tryggt sér sæti í umspili um að komast þangað.

Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Byrjunarliðið gegn Frökkum tilkynnt - 20.8.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur tilkynnt hvernig byrjunarliðið verður gegn Frökkum í hinum mikilvæga leik á Laugardalsvellinum á laugardag kl. 16:00. Katrín Jónsdóttir fyrirliði verður með í leiknum.

Lesa meira
 
U17 kvenna á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 og U19 kvenna leika í Búlgaríu í september - 20.8.2010

Ólafur Þór Guðbjörnsson landsliðsþjálfari U19 kvenna og Þorlákur Árnason landsliðsþjálfari U17 kvenna hafa tilkynnt undirbúningshópa sína fyrir undankeppni EM 2011.  Bæði liðin leika í riðlakeppni í Búlgaríu í september. Lesa meira
 
Knattþrautir 2010

Viðurkenningar fyrir knattþrautir stúlkna afhentar í hálfleik - 20.8.2010

Eins og kynnt hefur verið hafa knattþrautir KSÍ staðið yfir í allt sumar hjá félögum víðs vegar um landið.  Á landsleik Íslands og Frakklands á laugardag verður tæplega fimmtíu stúlkum sem tóku þátt í knattþrautunum veitt viðurkenning fyrir frábæra ástundun og framfarið í knatttækni.

Lesa meira
 
Ólína G. Viðarsdóttir lék sinn 25. landsleik gegn Bandaríkjunum á Algarve Cup 2009

A-passar gilda inn á leikinn á laugardag - 19.8.2010

Handhafar A-passa frá KSÍ þurfa ekki að sækja miða á landsleik Íslands og Frakklands á laugardag, heldur dugar að sýna passann við innganginn á völlinn.  Frjálst sætaval er á leiknum, sem hefst kl. 16:00, en kl. 14:30 hefst fjölskylduhátíð með boltaþrautum, hoppukastala, pulsuveislu og fleiru. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Breiðablik mætir Juvisy Essonne að nýju í 32-liða úrslitum - 19.8.2010

Dregið hefur verið í 32-liða úrslit UEFA Meistaradeildar kvenna og voru tvö íslensk lið, Valur og Breiðablik á meðal liðanna þar.  Íslandsmeistarar Vals drógust gegn spænska liðinu Rayo Vallecano de Madrid, en mótherjar Breiðabliks eru kunnuglegir, FCF Juvisy Essonne. Lesa meira
 
Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Fjölskylduhátíð fyrir leikinn á laugardag - 19.8.2010

KSÍ stendur fyrir fjölskylduhátíð fyrir kvennalandsleik Íslands og Frakklands á Laugardalsvelli á laugardag.  Hátíðin hefst kl. 14:30 og því er um að gera að mæta snemma og gera sér glaðan dag, ná góðri upphitun fyrir leikinn, fá sér eins og eina pulsu, spreyta sig á boltaþrautum og hoppa og skoppa í þar til gerðum kastölum.  Leikurinn sjálfur hefst kl. 16:00.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Hæfileikamótun ungra dómara um helgina - 19.8.2010

Hæfileikamótun ungra KSÍ-dómara fer fram í Íþróttamiðstöð Íslands að Laugarvatni um helgina.  Fimm ungir og efnilegir dómarar munu taka þátt í verkefninu.  Kennarar verða þeir Gunnar Jarl Jónsson og Þorvaldur Árnason. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

UEFA Meistaradeild kvenna:  Dregið í 32-liða úrslit í dag - 19.8.2010

Dregið verður í 32-liða úrslit Meistaradeildar kvenna í höfuðstöðvum UEFA í dag kl. 12:00.  Í hattinum eru tvö íslensk lið, Valur og Breiðablik.  Valur komst beint í 32-liða úrslit, en Breiðablik komst í gegnum undanriðil sem haldinn var hér á landi eins og kunnugt er.

Lesa meira
 
Þóra Helgadóttir ræðir við Svölu sjúkraþjálfara

Fyrsta æfingin fyrir Frakkaleikinn - 19.8.2010

Eins og kunnugt er mætast Ísland og Frakkland í undankeppni HM 2011 kvenna á Laugardalsvelli á laugardag.  Stelpurnar okkar komu saman til æfinga á miðvikudag og var æft á Hofstaðavelli í Garðabæ.  Mikil eftirvænting er í hópnum og leikmenn hlakka til verkefnisins.

Lesa meira
 
UEFA Futsal 2010

Lokaumferðin í UEFA Futsal mótinu fór fram á þriðjudag - 18.8.2010

Keflvíkingar töpuðu lokaleik sínum í Evrópukeppninni í Futsal, 5-16 gegn hollenska liðinu Eindhoven.  Eindhoven varð að vinna með átján marka mun til að komast áfram og liðið sótti hressilega að marki Keflvíkinga allan tímann. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Mál Umf. Neista gegn Umf. Langnesinga tekið fyrir - 18.8.2010

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir mál Umf. Neista Djúpavogi gegn Umf. Langnesinga á Þórshöfn.  Kærandi taldi að kærði hefði teflt fram ölöglegum leikmanni í viðureign liðanna í Íslandsmóti 5. flokks karla.

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautirnar næstu vikur - 18.8.2010

Hér að neðan má sjá dagskrá Knattþrauta KSÍ næstu vikur.  Einar Lars, sem sér um þrautirnar, verður á ferðinni að venju.  Einhver félög eiga eftir að bóka tíma, en það skýrist nánar í þessari viku.  Á meðal áfangastaða að þessu sinni eru Þorlákshöfn, Kópavogur og Mosfellsbær.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala á Danmörk-Ísland 7. september á Parken - 18.8.2010

Fyrsti útileikur Íslands í undankeppni EM 2010 er gegn frændum vorum Dönum.  Leikið verður á hinum fræga Parken í Kaupmannahöfn og fer leikurinn fram þriðjudaginn 7. september.

Hægt er að kaupa miða hér á þennan leik. 

Lesa meira
 
Grótta

Grótta óskar eftir þjálfurum fyrir yngri flokka kvenna - 18.8.2010

Knattspyrnudeild Gróttu óskar eftir að ráða þjálfara fyrir 3. til 7. flokk kvenna. Kvenþjálfarar eru sérstaklega hvattir til þess að sækja um.  Íþróttafræði-  eða uppeldismenntun er kostur og æskilegt að viðkomandi hafi sótt námskeið KSÍ. Viðkomandi myndi hefja störf 1.september. Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Þýskt dómaratríó á leik Íslands og Frakklands - 17.8.2010

Ísland og Frakkland mætast á laugardalsvelli á laugardag kl. 16:00 í toppslag riðilsins í undankeppni HM 2011.  Þýskt dómaratríó verður á leiknum, Hvít-rússneskur eftirlitsmaður og tékkneskur dómaraeftirlitsmaður.  Fjórði dómarinn er hins vegar íslenskur.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Íslenskur dómarakvartett í Evrópudeildinni - 17.8.2010

Það verður íslenskur dómarakvartett að störfum í Evrópudeild UEFA á fimmtudag, á leik FC BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi og portúgalska liðsins CS Marítimo.  Dómari leiksins verður Kristinn Jakobsson.

Lesa meira
 
Knattþrautir 2010

Knattþrautirnar á ferð og flugi um landið - 17.8.2010

Einar Lars hefur verið á ferð og flugi um landið síðustu daga með knattþrautir KSÍ.  Þátttaka hefur verið afar góð og hafa krakkarnir skemmt sér konunglega.  Í þessum túr var farið á Sauðárkrók, Húsavík, Akureyri, Ólafsfjörð, Grenivík og Snæfellsnes.

Lesa meira
 
UEFA Futsal kynning í KSÍ 2010

UEFA með kynningarfund um Futsal - 16.8.2010

Eins og kynnt hefur verið réðust Keflvíkingar í það metnaðarfulla verkefni að halda undanriðil í Evrópukeppni Futsal (UEFA Futsal Cup).  Af þessu tilefni komu tveir fulltrúar UEFA sem sjá um útbreiðslu Futsal til landsins og héldu kynningarfund um Futsal. 

Lesa meira
 
UEFA Futsal 2010

Stórt tap í öðrum leik í Futsal - 16.8.2010

Keflvíkingar töpuðu stórt öðrum leik sínum í Evrópukeppninni í Futsal, sem fram fór á Ásvöllum í Hafnarfirði á sunnudag.  Lokatölur 5-17 fyrir KBU France.  Keflavík komst þó í 2-0, en þá tóku Frakkarnir öll völd á leiknum og röðuðu inn mörkum. Staðan 2-10 í hálfleik. 

Lesa meira
 
Íslensku stelpurnar fagna marki gegn Írum

Landsliðshópur kvenna gegn Frökkum næsta laugardag - 16.8.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari kvenna kynnti í hádeginu í dag 22 manna landsliðshóp fyrir leikinn við Frakka í undankeppni HM 2011, en Ísland og Frakkland mætast á Laugardalsvelli á laugardag kl. 16:00. Lesa meira
 
Valur - VISA-bikarmeistari kvenna 2010

Titill númer tólf hjá Val - 15.8.2010

Valur vann í dag sinn tólfta bikarmeistaratitil í meistaraflokki kvenna þegar úrslitaleikur VISA-bikarsins fór fram á Laugardalsvelli.  Ekkert félag hefur unnið bikarinn jafn oft í kvennaflokki.  Eina mark leiksins var sjálfsmark Stjörnunnar þegar um stundarfjórðungur var liðinn. Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Futsal Cup á Ásvöllum- Fyrsti Evrópusigurinn í höfn - 15.8.2010

Keppni í G riðli undankeppni Evrópukeppninnar í Futsal (Futsal Cup) hófst í gær á Ásvöllum með tveimur leikjum.  Keflvíkingar urðu fyrsta íslenska liðið til að vinna Evrópusigur í Futsal þegar þeir lögðu sænska liðið í Vimmerby, 10 - 6.  Keflvíkingar mæta í dag, sunnudag, franska liðinu KB France.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2010 - Úrslitaleikur FH og KR (Sportmyndir)

Fjögur mörk FH og bikartitill númer tvö - 14.8.2010

FH-ingar tryggðu sér í dag annan bikarmeistaratitilinn í sögu félagsins með fjögurra marka sigri á KR á Laugardalsvellinum að viðstöddum 5.438 áhorfendum.  Fyrstu tvö mörk leiksins komu úr vítaspyrnum, báðar í fyrri hálfleik.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Ísland í 16. sæti á styrkleikalista FIFA fyrir kvennalandslið - 13.8.2010

Íslenska kvennalandsliðið er í 16. sæti á styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í dag.  Listinn er gefinn út á þriggja mánaða fresti og hefur Ísland hækkað um tvö sæti frá því listinn var síðast gefinn út.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Ólík bikarsaga liðanna sem mætast - 13.8.2010

Það eru jafnan hörkuleikir þegar Stjarnan og Valur mætast í meistaraflokki kvenna og allt útlit er fyrir að svo verði einnig á sunnudag þegar þessi lið mætast í úrslitaleik VISA-bikars kvenna.  Saga liðanna í bikarkeppninni er ólík. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Verður aðsóknarmetið slegið? - 13.8.2010

FH og KR mætast í úrslitaleik VISA-bikarsins á laugardag, í leik þar sem aðsóknarmet að bikarúrslitaleik gæti verið slegið.  Metið var sett árið 1999 þegar ÍA og KR mættust á Laugardalsvellinum og 7.401 áhorfandi mætti á völlinn. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót drengja að Laugarvatni 20.-22. ágúst - 13.8.2010

Úrtökumót drengja 2010 fer fram að Laugarvatni dagana 20.-22. ágúst næstkomandi.  Á sjöunda tug drengja hafa verið boðaðir á úrtökumótið, allir fæddir 1995, og koma þeir frá félögum víðs vegar af landinu.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Úrslitaleikir VISA-bikarsins um helgina - 12.8.2010

Úrslitaleikir VISA-bikarsins fara fram á Laugardalsvelli um helgina.  Úrslitaleikur karla verður á laugardag kl. 18:00 og úrslitaleikur kvenna á sunnudag kl. 16:00.  Mikil spenna er fyrir báða leikina og von á góðri aðsókn.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Íslendingar erlendis geta séð úrslitaleik VISA-bikarsins á SportTV.is - 12.8.2010

SportTV.is hefur komist að samkomulagi við Sportfive um að senda útsendingu Stöðvar 2 Sport á úrslitaleik VISA-bikars karla út svo Íslendingar erlendis geti séð þennan frábæra leik sem er í uppsiglingu á þjóðarleikvangi Íslendinga. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Miðar fyrir handhafa A passa á FH-KR - 12.8.2010

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á úrslitaleik VISA-bikarsins milli FH og KR afhenta föstudaginn 12. ágúst frá kl. 09:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 14. ágúst og hefst kl. 18:00.

Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Evrópukeppnin í Futsal - Keflavík leikur riðil á Ásvöllum - 11.8.2010

Laugardaginn 14. ágúst hefja Keflvíkingar þátttöku sína í Evrópukeppninni í Futsal (Futsal Cup) og verður riðill Keflavíkur leikinn á Ásvöllum í Hafnarfirði.  Fyrsti leikur Keflavíkur er gegn Vimmerby frá Svíþjóð og hefst hann kl. 17:30 en á undan leika CF Eindhoven frá Frakklandi og KBU France frá Frakklandi og hefst þeirra leikur kl. 15:00.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

1-1 jafntefli gegn Liechtenstein - 11.8.2010

Ísland og Liechtenstein mættust í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum í kvöld.  Leikurinn var heldur bragðdaufur og niðurstaðan 1-1- jafntefli.  Þetta var síðasti leikur íslenska liðsins fyrir undankeppni EM 2012, sem hefst með heimaleik við Norðmenn 3. september.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Þýskalands - Gylfi Sigurðsson með knöttinn

Draumkenndur dagur í Krikanum - 11.8.2010

Það var engu líkara en vel á fjórða þúsund áhorfendur leiksins væri að dreyma þegar þeir litu á markatöfluna í Kaplakrika í dag að loknum leik U21 landsliða Íslands og Þýskalands.  Strákarnir okkar unnu þar ótrúlegan en verðskuldaðan 4-1 sigur á ríkjandi Evrópumeisturunum og slógu þá þar með út úr keppninni. 

Lesa meira
 
HK

HK óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir yngri flokka - 11.8.2010

Knattspyrnudeild HK óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir yngri flokka félagsins.  Óskað er eftir þjálfurum með góða menntun og reynslu.  Upplýsingar gefur Ragnar Gíslason, yfirþjálfari yngri flokka HK í síma 822-3737 og /eða á netfanginu ragnarg@hk.is. Lesa meira
 
Merki U21 karla

Byrjunarlið U21 karla gegn Þýskalandi - 11.8.2010

Byrjunarlið U21 landsliðs karla gegn Þýskalandi hefur verið tilkynnt, en liðin mætast í Kaplakrika í dag og hefst leikurinn kl. 16:15.  Eyjólfur Sverrisson stillir upp í 4-5-1 / 4-3-3 eins og hann hefur gert lengst af í keppninni.

Lesa meira
 
Eiður Smári í leik gegn Azerbaijan

Byrjunarlið Íslands gegn Liechtenstein í kvöld - 11.8.2010

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Liechtenstein, en liðin mætast í vináttuleik á Laugardalvellinum í kvöld og hefst hann kl. 19:30.  Uppstillingin er nokkuð hefðbundin, 4-5-1 / 4-3-3.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Lítt breyttur styrkleikalisti FIFA - 11.8.2010

Ísland situr áfram í 79. sæti á lítið breyttum styrkleikalista FIFA fyrir karlalandslið, sem gefinn var út í dag.  Mjög lítið er um breytinga rá listanum, enda afar fáir leikir sem fara fram í mánuðinum eftir úrslitakeppni HM.

Lesa meira
 
Marki Matthíasar Vilhjálmssonar fagnað í vináttulandsleik gegn Færeyjum í mars 2010

Íslendingar erlendis geta séð A-liðið á SportTV.is - 11.8.2010

SportTV.is hefur náð samkomulagi við Sport Five og Stöð 2 Sport um að streyma útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar frá landsleik Íslands og Liechtenstein, sem hefst klukkan 19:30 í kvöld, út fyrir landssteinana. Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Tvíhöfði - A og U21 landslið karla leika í dag - 11.8.2010

Það verður landsleikjatvíhöfði í dag, miðvikudag, þar sem A og U21 landslið karla eru bæði í eldlínunni.  U21 karla ríður á vaðið kl. 16:15 með leik sínum við Þjóðverja í undankeppni EM 2011 og fer sá leikur fram á Kaplakrikavelli.  Á Laugardalsvelli mætast síðan A landslið Íslands og Liechtenstein í vináttulandsleik sem hefst kl. 19:30. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Bráðfjörugur sex marka leikur - 10.8.2010

Breiðablik og FCF Juvisy Essonne gerðu 3-3 jafntefli í bráðfjörugum leik á Kópavogsvelli í lokaumferð riðilsins í undankeppni UEFA Meistaradeildar kvenna.  Franska liðið hafnaði með þessum úrslitum í efsta sæti riðilsins, en Breiðablik hafnar í 2. sæti.  Bæði lið komast áfram í 32-liða úrslit.  Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland-Liechtenstein á miðvikudag kl. 19:30 - 10.8.2010

Vegna auglýsingar sem birt er í Morgunblaðinu í dag um að landsleikurinn Ísland-Liechtenstein sé í kvöld er áréttað að leikurinn er auðvitað á miðvikudag kl. 19:30.  Auglýsingin átti að sjálfsögðu að birtast þann dag. Lesa meira
 
Merki U21 karla

Ókeypis aðgangur á U21 landsleikinn í Krikanum - 9.8.2010

Ókeypis aðgangur er á leik U21 landsliða Íslands og Þýskalands, sem fram fer á Kaplakrikavelli á miðvikudag kl. 16:00.  Þarna er komið gullið tækifæri til að sjá helstu framtíðarstjörnur þessara þjóða eigast við. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Yngri iðkendum boðið frítt á Ísland-Liechtenstein - 9.8.2010

KSÍ hefur ákveðið að bjóða yngri iðkendum aðildarfélaga sinna ókeypis aðgang að vináttulandsleik Íslands og  Liechtenstein sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 11. ágúst kl. 19.30. Lesa meira
 
Eyjólfur Sverrisson

Hjörtur út - Jósef inn - 9.8.2010

meiðsla Hjartar Loga Valgarðssonar hefur Eyjólfur Sverrison, þjálfari U21 landsliðs karla, ákveðið að kalla Jósef Kristin Jósefsson í hópinn sem leikur gegn Þjóðverjum á miðvikudag. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Hreinn og klár úrslitaleikur í Meistaradeildinni hjá Blikum - 9.8.2010

Lokaumferðin í riðli Breiðabliks í forkeppni UEFA Meistaradeildar kvenna fer fram á þriðjudag og hefjast báðir leikirnir kl. 16:00.  Breiðablik tekur á móti franska liðinu FCF Juvisy Essonne á Kópavogsvelli og er það hreinn úrslitaleikur um sigur í riðlinum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Miðasala hafin á úrslitaleik VISA-bikars kvenna - 9.8.2010

Opnað hefur verið fyrir sölu aðgöngumiða á úrslitaleik VISA-bikars kvenna, sem fram fer á Laugardalsvelli á sunnudag kl. 16:00, en þar mætast Stjarnan og Valur.  Salan fer fram á midi.is og er fólk hvatt til að tryggja sér miða. Lesa meira
 
Kristján Örn Sigurðsson

Miðar fyrir handhafa A passa á Ísland - Liechtenstein á miðvikudag - 9.8.2010

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Liechtenstein afhenta þriðjudaginn 10. maí frá kl. 09:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Lesa meira
 
U17 landslið karla

Norðurlandamót U17 karla - Strákarnir höfnuðu í 5. sæti - 9.8.2010

Strákarnir í U17 luku leik á Norðurlandamótinu sem fram fór í Finnlandi með því að leggja Skota í leik um 5. sætið.  Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1 - 1 og jafnaði Hjörtur Hermannsson úr vítaspyrnu þegar skammt var eftir af leiknum. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót stúlkna 13.-15. ágúst - 9.8.2010

Úrtökumót stúlkna 2010 fer fram að Laugarvatni dagana 13.-15. ágúst og eru stúlkur sem taka þátt í ár fæddar 1995.  Smellið hér að neðan til að skoða nánari upplýsingar, nafnalista, dagskrá og ýmislegt annað. Lesa meira
 
A landslið karla

Ólafur Páll í landsliðið í stað Steinþórs - 9.8.2010

Steinþór Freyr Þorsteinsson hefur dregið sig út úr landsliðshópnum fyrir vináttulandsleikinn við Liechtenstein á miðvikudag vegna meiðsla.  Í hans stað hefur Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari valið Ólaf Pál Snorrason.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Norðurlandamót U17 karla - Sigurmark Englands í uppbótartíma - 6.8.2010

Strákarnir í U17 tókust á við Englendinga í dag en þetta var lokaleikur liðsins í riðlakepni Norðurlandamótsins sem fram fer í Finnlandi.  Lokatölur urðu 2 - 1 Englendingum í vil og kom sigurmark þeirra á lokasekúndum í uppbótartíma leiksins.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Úrslitaleikur VISA bikars karla - Leikurinn hefst kl. 18:00 - 6.8.2010

Ákveðinn hefur verið nýr leiktími á úrslitaleik VISA bikars karla en þar mætast FH og KR á Laugardalsvelli, laugardaginn 14. ágúst.  Leikurinn hefst kl. 18:00 en ekki kl. 14:00 eins og áður var áætlað.

Lesa meira
 
Stuart Baxter

Bikarúrslitaráðstefna KÞÍ og KSÍ laugardaginn 14.ágúst - 6.8.2010

Í tengslum við úrslitaleiki í VISA bikarkeppni karla og kvenna mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir ráðstefnu.  Undanfarin ár hafa þessir viðburðir verið afar vel sóttir af þjálfurum.  Í ár verður ráðstefnan haldin sameiginleg á laugardaginn 14. ágúst í húsakynnum KSÍ í Laugardal.   Ráðstefnan er öllum opin.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Norðurlandamót U17 karla - Leikið við England í dag - 6.8.2010

Strákarnir í U17 leika í dag síðasta leik sinn í riðlakeppni Norðurlandamótsins sem fer fram í Finnlandi þessa dagana.  Mótherjarnir í dag er jafnaldrar þeirra frá Englandi en þeir ensku hafa unnið báða leiki sína til þessa og eru í efsta sæti riðilsins. Lesa meira
 
Logo_Tyskaland

Ísland - Þýskaland U21 karla - Þýski hópurinn tilkynntur - 5.8.2010

Þjóðverjar hafa tilkynnt hópinn er mætir Íslendingum í mikilvægum leik undakeppni EM 2011.  Leikið verður í Kaplakrika, miðvikudaginn 11. ágúst kl. 16:15 og hafa Þjóðverjar tilkynnt hóp sem telur 21 leikmann. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Norðurlandamót U17 karla - Sætur sigur á Finnum - 5.8.2010

Strákarnir í U17 unnu sætan sigur á Finnum á Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi þessa dagana.  Leiknum lauk með 2 -1 sigri Íslands en það voru heimamenn sem leiddu í leikhléi.  Íslensku strákarnir komu svo sterkir inn í seinni hálfleikinn og tryggðu sér sigur með tveimur mörkum frá Fjalari Erni Sigurðarsyni og Arnari Aðalgeirssyni. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Breiðablik hefur leik í Meistaradeild kvenna í dag - 5.8.2010

Blikastúlkur standa í stórræðum næstu daga því hér á landi fer fram riðill þeirra í forkeppni Meistaradeildar kvenna og fara fyrstu leikirnir fram í dag á Kópavogsvelli.  Blikar mæta Levadia Tallinn frá Eistlandi kl. 18:00 en á undan leika Juvisy Essone frá Frakklandi og Targu Mures frá Rúmeníu kl. 15:00.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Úrslitaleikur VISA bikars karla - Miðasala hafin á FH - KR - 4.8.2010

Það er sannkallaður risaslagur sem boðið er uppá þegar FH og KR mætast í úrslitaleik VISA bikars karla.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 14. ágúst og hefst kl. 18:00.  Það er jafnan mikið fjör á vellinum þegar þessi félög mætast.  Ekki er síður mikil stemning utan vallar enda eru bæði þessi félög ákaflega vel studd í sínum leikjum.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Norðurlandamót U17 karla - Leikið við Finna í dag - 4.8.2010

Strákarnir í U17 mæta gestgjöfum Finna á Norðurlandamótinu í dag og hefst leikurinn kl. 15:30.  Þetta er annar leikur strákanna á mótinu en þeir biðu lægri hlut gegn Dönum í gær, 3 - 0, eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Dagskrá næstu daga - 3.8.2010

Knattþrautir KSÍ eru komnar á fullt eftir stutt hlé í síðustu viku.  Einar Lars er nú á Norðurlandi og leyfir hressum knattspyrnukrökkum í 5. flokki að spreyta sig á þrautunum.  Hér að neðan má sjá dagskrá næstu daga.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn valinn fyrir leikinn gegn Þýskalandi - 3.8.2010

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hóp sinn er mætir Þjóðverjum í undankeppni fyrir EM 2011.  Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli, miðvikudaginn 11. ágúst kl. 16:15.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Hópurinn sem mætir Liechtenstein - Miðasala hafin - 3.8.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag þá 18 leikmenn sem mæta Liechtenstein í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 11. ágúst kl. 19:30.  Miðasala á leikinn opnaði í dag en sem fyrr fer salan fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Lesa meira
 
Kvenna_fagnar

Miðasala hafin á Ísland - Frakkland - 3.8.2010

Íslensku stelpurnar mæta þeim frönsku í undankeppni fyrir HM 2011 en leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum, laugardaginn 21. ágúst kl. 16:00. Þetta er síðasti heimaleikur Íslands í undankeppninni og sá mikilvægasti til þessa því góður sigur fleytir íslenska liðinu í efsta sæti riðilsins.  Miðasala á þennan leik var opnuð í dag

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Norðurlandamót U17 karla - Ísland mætir Dönum í dag - 3.8.2010

Strákarnir í U17 hefja leik í dag á Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi.  Fyrstu mótherjar Íslendinga verða Danir og hefst leikurinn kl. 15:30 að íslenskum tíma.  Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í leiknum í dag.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög