Fréttir

VISA-bikarinn

FH og KR mætast í úrslitum VISA bikars karla - 30.7.2010

Í gærkvöldi varð ljóst að það verða KR sem mæta FH í úrslitum VISA bikars karla en úrslitaleikurinn sjálfur fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 14. ágúst.  KR lagði fram af velli í undanúrslitunum en FH bar sigurorð af Víkingi Ólafsvík.

Lesa meira
 
liechtenstein_logo

Liechtenstein tilkynnir hópinn fyrir leikinn gegn Íslandi - 29.7.2010

Hans-Peter Zaugg, landsliðsþjálfari Liechtenstein, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn er mætir Íslendingum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, 11. ágúst næstkomandi.  Þetta er síðasti undirbúningsleikur íslenska liðsins áður en undankeppni EM 2012 en þar hefja Íslendingar leik gegn Noregi.

Lesa meira
 
KR - Þróttur R. í VISA-bikarnum 2010 (Sportmyndir)

Félagaskiptaglugginn lokar laugardaginn 31. júlí - 28.7.2010

Laugardaginn 31. júlí lokar félagaskiptaglugginn og frá og með 1. ágúst eru öll félagaskipti, innanlands og til landsins, óheimil.  Fullfrágengin félagaskipti innanlands þurfa að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti, laugardaginn 31. júlí.  Forráðamönnum félaga er sérstaklega bent á að vera tímanlega ef reyna á að fá félagaskipti erlendis frá.

Lesa meira
 
Norski dómarinn Harvard

Norskur dómari dæmir leik HK og Gróttu í kvöld - 28.7.2010

Fjölmargir leikir eru á dagskránni í kvöld og þ.á.m. er heil umferð í 1. deild karla.  Á leik HK og Gróttu á Kópavogsvelli verður norskur dómari við stjórnvölinn en hann heitir Håvard Hakestad.  Er þetta hluti af samstarfi knattspyrnusambanda Norðurlandanna um dómaraskipti.

Lesa meira
 
Noregur_logo

Norðmenn tilkynna hóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Frökkum - 27.7.2010

Egil Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, hefur tilkynnt leikmannahópinn er mætir Frökkum í vináttulandsleik, miðvikudaginn 11. ágúst í Noregi.  Norðmenn eru sem kunnugt er, fyrstu mótherjar okkar Íslendinga í undankeppni fyrir EM 2012.  Íslendingar mæta Liechtenstein í vináttulandsleik á Laugardalsvelli sama dag.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - Undanúrslitin framundan - 27.7.2010

Tveir stórleikir eru framundan í undanúrslitum VISA bikars karla.  Á Kaplakrikavelli, á morgun miðvikudaginn 28. júlí, mætast FH og Víkingur Ólafsvík.  Hinn leikurinn fer fram á KR velli, fimmtudaginn 29. júlí, en þá taka KR á móti Fram.  Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Kristinn dæmir í Meistaradeild UEFA í dag - 27.7.2010

Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni í dag en þá dæmari hann leik PFC Lovech frá Búlgaríu og MSK Zilina frá Slóvakíu í Meistaradeild UEFA og verður leikið í Lovech í Búlgaríu.  Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson.  Varadómari er Erlendur Eiríksson.

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Haldið á Norðurland í næstu viku - 27.7.2010

Þessa vikuna eru knattþrautir KSÍ ekki á ferðinni en Einar Lars tekur upp þráðinn að nýju strax eftir helgi og heimsækir nokkur félög á Norðurlandi í næstu viku en dagskrá vikunnar er hér að neðan.

Lesa meira
 
Gylfi Orrason

CORE - Þjálfun og menntun dómara framtíðarinnar - 26.7.2010

UEFA hefur nú hrundið af stað metnaðarfullri áætlun um þjálfun og menntun knattspyrnudómara framtíðarinnar (25 – 30 ára). Í þeim tilgangi hefur verið komið á fót “menntasetri” knattspyrnudómara í höfuðstöðvum samtakanna í Nyon í Sviss.

Lesa meira
 
U17 kvenna á Norðurlandamótinu í Danmörku

Tvöfaldur 7:0 sigur hjá unglingalandsliðum kvenna - 26.7.2010

Bæði U17 og U19 landslið kvenna unnu sína leiki gegn Færeyjum 7:0 í dag í Fuglafirði í Færeyjum. Um vináttuleiki er að ræða sem eru undirbúningur undir leiki liðanna í Evrópukeppni sem fram fer í Búlgaríu í september. Lesa meira
 
U17 kvenna sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku

Góðir sigrar hjá U17 og U19 kvenna á færeyskum stöllum sínum - 26.7.2010

Íslensku unglingalandsliðin í knattspyrnu kvenna unnu í dag góða sigra á stöllum sínum í Færeyjum. U17 sigraði 8:0 og U19 vann 6:0 í vináttuleikjum í Klaksvík. Lesa meira
 
Frá heimsókn Þóru Helgadóttur og Katrínar Ómarsdóttur á Akureyri

Frábærar viðtökur á ferðalagi Katrínar og Þóru - 24.7.2010

Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir og Þóra B. Helgadóttir voru á ferðinni í vikunni en þá heimsóttu þær knattspyrnustelpur á Austur- og Norðausturlandi.  Þær héldu fyrirlestra, stjórnuðu æfingum og ræddu við stelpurnar um boltann og annað sem bar á góma.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tveggja marka tap hjá U18 karla - 24.7.2010

Strákarnir í U18 biðu lægri hlut gegn jafnöldrum sínum frá Noregi í dag en leikurinn var síðasti leikur liðanna í Svíþjóðarmótinu.  Lokatölur urðu 2 - 0 Norðmönnum í vil eftir að þeir höfðu leitt með einu marki í leikhléi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnlandi á Norðurlandamóti U17 kvenna sem leikið er í Danmörku.

Vináttulandsleikir gegn Færeyjum hjá U17 og U19 kvenna í dag - 24.7.2010

Stúlkurnar í unglingalandsliðum Íslands leika í dag vináttuleiki gegn Færeyjum í Klaksvík í Færeyjum.  Eru þetta landslið U17 og U19 kvenna en leikið verður við stöllur þeirrar frá Færeyjum í dag og á morgun. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tap hjá U18 karla gegn Svíum á Svíþjóðarmótinu - 23.7.2010

Strákarnir í U18 báðu lægri hlut gegn Svíum i gær en leikurinn var liður í Svíþjóðarmótinu sem fram fer þessa dagana.  Lokatölur urðu 4 - 1 fyrir heimamenn eftir að staðan hafði verið 2 - 0 í leikhléi.  Á laugardaginn leika strákarnir lokaleik sinn í mótinu þegar þeir mæta Norðmönnum. Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Naum töp íslensku liðanna í Evrópudeildinni - 23.7.2010

Tvö íslensk félög, KR og Breiðablik, voru í eldlínunni í gærkvöldi í Evrópudeild UEFA þegar þau léku seinni leiki sína í annarri umferð undankeppninnar.  Breiðablik tók á móti skoska félaginu, Motherwell en í Úkraínu léku KR gegn Karpaty.  Bæði íslensku félögin þurftu að þola naum töp í þessum leikjum. Lesa meira
 
Egilshöll

Bæklingur KSÍ um byggingu knattspyrnuleikvanga á Íslandi - 22.7.2010

KSÍ hefur gefið út bækling sem hefur að geyma leiðbeinandi upplýsingar um byggingu knattspyrnuleikvanga á Íslandi.  Bæklingurinn hefur þegar verið sendur til aðildarfélaga KSÍ en þeir sem hafa áhuga á að nálgast hann geta séð hann hér að neðan eða haft samband við skrifstofu KSÍ.

Lesa meira
 
Heimir Guðjónsson.  Mynd: Hafliði Breiðfjörð - fotbolti.net

Endurmenntun þjálfara - Viðtal við Heimi Guðjónsson - 22.7.2010

Hér má sjá viðtal við Heimi Guðjónsson en viðtalið er hluti af endurmenntun fræðsludeildar KSÍ.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Svíþjóðarmót U18 karla - Byrjunarliðið gegn Svíum tilbúið - 22.7.2010

Strákarnir í U18 karla mæta Svíum í dag í öðrum leik sínum á Svíþjóðarmótinu sem fram fer þessa dagana.  Íslendingar lögðu Wales í fyrsta leiknum, 2 -1 en Svíar gerðu markalaust jafntefli gegn Norðmönnum.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í dag sem hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Blikar mæta Motherwell í kvöld - KR leikur í Úkraínu - 22.7.2010

Tvö íslensk félög verða í eldlínunni í kvöld í Evrópudeild UEFA.  KR mætir Karpaty frá Úkraínu ytra og hefst sá leikur kl. 16:15.  Breiðablik leikur sinn fyrsta heimaleik í Evrópukeppni karla í kvöld þegar þeir taka á móti skoska félaginu Motherwell.  Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst kl. 19:15. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Gæðavottorð KSÍ og UEFA fyrir knattspyrnuskóla - 21.7.2010

Hér á síðunni er hægt að sjá hvaða knattspyrnuskólar aðildarfélaga KSÍ hafa fengið gæðavottorð KSÍ og UEFA.  Það er útbreiðslunefnd sem að sér um úthlutun og eftirlit þessara gæðavottorða.  Einnig er að finna hvaða félög þurfa að gera til þess að knattspyrnuskólar þeirra fái slíkt gæðavottorð.

Lesa meira
 
Danmörk - Ísland 5-1 (2-0), VL - Árósar, Århus stadion 7. ágúst 1949

Tryggðu þér miða á Danmörk - Ísland 7. september - 21.7.2010

Fyrsti útileikur Íslands í undankeppni fyrir EM 2012 verður gegn Dönum, þriðjudaginn 7. september, á Parken.  Það er jafnan einstök stemning sem fylgir landsleikjum á Parken og margir Íslendingar sem hafa áhuga á að sjá okkar stráka eiga við Dani.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH tekur á móti Bate í kvöld - 21.7.2010

FH leikur seinni leik sinn í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar þeir taka á móti Bate Borisov frá Hvíta Rússlandi.  Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli og hefst kl. 19:15.

Lesa meira
 
Njarðvík

Mál Keflavíkur gegn Njarðvík í eldri flokki tekið fyrir - 20.7.2010

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir kæru Keflavíkur gegn Njarðvík vegna leiks félaganna í eldri flokki karla sem fram fór 10. júní síðastliðinn.  Í úrskurðarorðum kemur fram að Keflavík er dæmur 0 - 3 sigur í leiknum og Njarðvík dæmt í 5.000 króna sekt.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U18 karla - Walesverjar lagðir á Svíþjóðarmótinu - 20.7.2010

Strákarnir í U18 hófu í dag leik á Svíþjóðarmótinu og var leikið gegn Walesverjum.  Íslensku strákarnir fóru með sigur af hólmi, 2 - 1.  Staðan í leikhléi var 1 - 1 en það voru Walesverjar sem komust yfir á 35. mínútu. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Rússum í undankeppni EM 2009 í september 2009

U17 karla - Hópurinn valinn fyrir Norðurlandamótið í Finnlandi - 20.7.2010

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn er leikur á Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi dagana 1. - 9. ágúst.  Liðið er í riðli með Dönum, Finnum og Englendingum en einnig verður leikið um sæti á mótinu.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U18 karla - Leikið við Wales á Svíþjóðarmótinu í dag - 20.7.2010

Strákarnir í U18 landsliðinu hefja í dag leik á Svíþjóðarmótinu þegar þeir mæta Wales og hefst leikurinn kl. 14:30 að íslenskum tíma.  Leikið er á Laholm vellinum í Halland en auk þessara þjóða leika einnig Svíþjóð og Noregur og hefst þeirra leikur kl. 17:00.

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Einar Lars heimsækir Reykjavíkurfélög í vikunni - 19.7.2010

Knattþrautirnar rúlla á fullri ferð við frábærar viðtökur en Einar Lars heimsækir nokkur Reykjavíkurfélög í vikunni.  Einar heimsótti Vestfirði og Vesturland í síðustu viku.  Þar var hann í frábæru veðri og fékk jafnvel enn betri móttökur.

Lesa meira
 
Breiðablik

Miðar á Breiðablik - Motherwell fyrir handhafa A-passa - 19.7.2010

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Breiðablik - Motherwell afhenta þriðjudaginn 20. júlí frá kl. 13:00 - 15:00. Miðarnir verða afhentir í afgreiðslu Smárans gegn framvísun skírteinis. 

Lesa meira
 
Þjálfarar að störfum

KSÍ VI þjálfaranámskeið í Englandi í janúar 2011 - 19.7.2010

KSÍ heldur VI. stigs þjálfaranámskeið í Wokefield Park, Englandi dagana 9.-16. janúar 2011.  Reiknað er með að fleiri þjálfarar sæki um námskeiðið en hægt er að taka inn. Umsækjendur verða að hafa lokið KSÍ V þjálfaranámskeiði eða verða að taka KSÍ V þjálfaranámskeið sem haldið verður í nóvember á þessu ári.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Katrín og Þóra heimsækja stelpur á norðaustur- og austurlandi - 19.7.2010

Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir og Þóra B. Helgadóttir munu heimsækja nokkur bæjarfélög á norðaustur- og austurlandi dagana 20.-23. júlí og stýra þar æfingum fyrir ungar knattspyrnustelpur.

Lesa meira
 
U17 kvenna á Norðurlandamótinu í Danmörku

Vináttulandsleikir við Færeyjar hjá U17 og U19 kvenna - 19.7.2010

Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfarar U17 og U19 kvenna, hafa valið hópa sína fyrir vináttulandsleiki gegn Færeyjum sem fara fram 24. og 25. júlí næstkomandi.  Leikið verður ytra og fara leikirnir fram í Klaksvík og Fuglafirði.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Naumt tap Blika í Skotlandi - 15.7.2010

KR og Breiðablik léku í Evrópudeild UEFA í kvöld og voru þetta fyrri leikir liðanna í annarri umferð undakeppninnar.  KR tók á móti Karpaty frá Úkraínu á heimavelli og mátti þola 0 - 3 tap eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Blikar sóttu Motherwell frá Skotlandi heim og Skotarnir skoruðu eina mark leiksins í seinni hálfleik og tryggðu sér nauman sigur. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH tapaði gegn Bate í fyrri leiknum - 15.7.2010

FH lék fyrri leik sinn í annarri umferð Meistaradeildar Evrópu í gær gegn Bate Borisov frá Hvíta Rússlandi.  Eftir að staðan hafði verið markalaust í leikhléi gengu heimamennirnir á lagið og lögðu FH með fimm mörkum gegn einu.  Atli Viðar Björnsson skoraði mark FH á 89. mínútu Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

KR tekur á móti Karpaty - Blikar leika í Skotlandi - 15.7.2010

Íslensk félög verða í eldlínunni í kvöld en bæði KR og Breiðablik leika fyrri leiki sína í annarri umferð undakeppni Evrópudeildar UEFA.  KR mætir Karpaty frá Úkraínu á KR vellinum og hefst leikurinn kl. 19:15.  Breiðablik leikur sinn fyrsta Evrópuleik í karlaflokki í kvöld þegar þeir leika gegn skoska liðinu Motherwell á Fir Park.  Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Gæðavottorð knattspyrnuskóla - 14.7.2010

Hér má sjá hvaða knattspyrnuskólar aðildarfélaga okkar hafa fengið gæðavottorð KSÍ og UEFA en útbreiðslunefnd KSÍ sér um úthlutun og eftirliti með þessum gæðavottorðum.

Lesa meira
 
Bagg er bögg

Bagg er bögg – Átaksverkefni gegn munntóbaksnotkun - 14.7.2010

KSÍ, Jafningjafræðslan og Lýðheilsustöð hafa snúið bökum saman í baráttunni gegn notkun munntóbaks undir slagorðinu „Bagg er bögg“.  Átakinu er ætlað að sporna við aukinni munntóbaksnotkun hjá ungu fólki, þar sem áhersla er lögð á unga knattspyrnuiðkendur. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - FH leikur í Hvíta Rússlandi í dag - 14.7.2010

Íslandsmeistarar FH hefja leik í Meistaradeild UEFA í dag þegar þeir mæta Bate Borisov frá Hvíta Rússlandi á Gorodskoi vellinum í Borisov.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma en síðari leikurinn verður á Kaplakrika 21. júlí.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland upp um 11 sæti á FIFA listanum - 14.7.2010

Íslenska karlalandsliðið fer upp um 11 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í dag.  Ísland er nú í 79. sæti listans.  Nýkrýndir heimsmeistarar Spánverja eru í efsta sætinu og mótherjar þeirra í úrslitaleik HM, Hollendingar, eru í öðru sæti.

Lesa meira
 
Þeir svartklæddu eru stundum grænklæddir ...

Fótbolti í garðinum - 13.7.2010

Boðið verður upp á ókeypis fótboltaæfingar fyrir fullorðna í almenningsgörðum Reykjavíkur í júlí og ágúst. Hægt er að velja um að koma og einfaldlega bara spila eða taka þátt í æfingum undir handleiðslu þjálfara. Stefnt er að því að hafa æfingarnar 3-4 sinnum í viku. Lesa meira
 
Dregið í undanúrslitum VISA bikars karla og kvenna 13. júlí 2010

VISA bikarinn - Viðtal við Ólaf Þór Guðbjörnsson - 13.7.2010

Eftir að dregið hafði verið í undanúrslitum VISA bikarsins í dag fór hinn ljóðmælti, Dagur Sveinn Dagbjartsson, á stúfana og fékk viðbrögð við drættinum.  Hér má sjá viðtal við Ólaf Þór Guðbjörnsson, þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar.

Lesa meira
 
Dregið í undanúrslitum VISA bikars karla og kvenna 13. júlí 2010

VISA bikar - Viðtal við Jón Óla Daníelsson - 13.7.2010

Eftir að dregið hafði verið í undanúrslitum VISA bikarsins í dag fór hinn ljóðmælti, Dagur Sveinn Dagbjartsson, á stúfana og fékk viðbrögð við drættinum.  Hér má sjá viðtal við Jón Óla Daníelsson, þjálfara kvennaliðs ÍBV. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar - Viðtöl eftir undanúrslitadráttinn - 13.7.2010

Eftir að dregið hafði verið í undanúrslitum VISA bikarsins í dag fór hinn ljóðmælti, Dagur Sveinn Dagbjartsson, á stúfana og fékk viðbrögð við drættinum.  Hér má sjá viðtal við Brynjar Gauta Guðjónsson fyrirliða Víkings Ólafsvíkur.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Mateja Zver besti leikmaður fyrri umferðar - 13.7.2010

RÚV kynnti í dag hverjir hefðu skarað fram úr í fyrri helmingi Pepsi-deildar kvenna.  Besti þjálfari umferða 1-9 var Freyr Alexandersson hjá Val, besti leikmaðurinn Mateja Zver hjá Þór/KA og Valsmærin Dagný Brynjarsdóttir var valin efnilegasti leikmaðurinn.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn opnar fimmtudaginn 15. júlí - 13.7.2010

Fimmtudaginn 15. júlí opnar félagaskiptaglugginn að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka.  Glugginn er opinn til 31. júlí og eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð hérlendis.  Þá eru félög hvött til þess að vera tímanlega í því ef á að fá félagaskipti erlendis frá. Lesa meira
 
Dregið í undanúrslitum VISA bikars karla og kvenna 13. júlí 2010

VISA bikarinn - Ólafsvíkingar heimsækja Íslandsmeistarana - 13.7.2010

Í dag var dregið í undanúrslitum VISA bikars karla og kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Hjá konunum fá Íslands- og bikarmeistarar Vals Þór/KA í heimsókn og ÍBV tekur á móti Stjörnunni.  Hjá körlunum verður Reykjavíkurslagur í Vesturbænum þegar KR tekur á móti Fram og Íslandsmeistarar FH taka á móti 2. deildarliði Víkings Ólafsvíkur.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala hafin á Ísland - Noregur í undankeppni EM 2012 - 13.7.2010

Í dag hófst miðasala á leik Íslands og Noregs en þetta er fyrsti leikur Íslands í undankeppni fyrir EM 2012.  Leikurinn fer fram föstudaginn 3. september á Laugardalsvelli og hefst kl. 19:00.  Miðasala fer fram, sem fyrr, í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U18 karla - Hópurinn valinn fyrir Svíþjóðarmótið - 13.7.2010

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U18 karla, hefur valið hóp til að leika á Svíþjóðarmótinu sem leikið verður dagana 20. - 24. júlí.  Mótherjar Íslands í þessu móti eru, auk heimamanna, Noregur og Wales.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar - Dregið í undanúrslitum karla og kvenna í hádeginu - 13.7.2010

Í hádeginu í dag verður dregið í undanúrslitum karla og kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Dregið verður bæði hjá körlum og konum og verða félögin sett í skálina góðu kl. 12:00.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - Hverjir komast í undanúrslitin? - 12.7.2010

Í kvöld kemur í ljós hvaða félög leika í undanúrslitum VISA bikars karla en þrír leikir fara þá fram í kvöld 8 liða úrslitum.  KR tekur á móti Þrótti, Fram og Valur mætast á Laugardalsvellinum og í Ólafsvík taka heimamenn á móti Stjörnunni.  Leikirnir á KR vellinum og Laugardalsvellinum hefjast kl. 19:15. en leikurinn í Ólafsvík hefst kl. 20:00

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Vestfirðir og Vesturland í vikunni - 12.7.2010

Knattþrautir KSÍ fara viðreist um landið og í síðustu viku var Einar Lars á Austurlandi og heimsótti iðkendur í 5. flokki.  Einar ferðaðist um 1400 kílómetra á fjórum dögum í þessum heimsóknum og var vel tekið.

Lesa meira
 
U17 kvenna sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku

Tap fyrir Noregi og 4. sætið staðreynd - 11.7.2010

Íslensku stelpurnar í U17 ára landsliðinu töpuðu í dag naumlega fyrir Noregi 2:1 í Norðurlandamótinu í knattspyrnu og enduðu því í 4. sæti mótsins. Noregur varð með sigrinum Norðurlandsmeistari þar sem tvö gestalið kepptu um sigurinn en þar bar Bandaríkin sigurorð af Þjóðverjum 2:0.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2010 - Úrslitaleikur FH og KR

Fundir með fjölmiðlafulltrúum og öryggisstjórum félaga 2010 - 10.7.2010

Leyfisstjóri hefur fundað með 11 af 12 félögum í Pepsi-deild karla á fyrstu tveimur mánuðum keppnistímabilsins. Þessir fundir eru haldnir með það fyrir augum að tryggja að félögin uppfylli skilyrði um hæfni starfsmanna sem bera ábyrgð á þjónustu við fjölmiðla og málum tengdum öryggi og gæslu.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

NM U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Noregi - 10.7.2010

Þorlákur Árnason, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands, sem mætir Noregi í leik um þriðja sætið á  Opna Norðurlandamótinu í dag.  Mótið fer fram í Danmörku og hefst leikurinn kl. 12:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - Góð aðsókn á fyrri hluta mótsins - 9.7.2010

Nú er keppni í Pepsi-deild karla liðlega hálfnuð, því 11. umferð var leikin í gær að undanskildum leik Fylkis og KR sem var frestað vegna þátttöku liðanna í Evrópudeild UEFA.  Aðsóknin á leikina hefur verið með besta móti en á leikina 65 hafa 77.794 áhorfendur mætt á leikina til þess sem gerir 1.200 áhorfendur að meðaltali á hvern leik.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar kvenna - 8 liða úrslitin fara fram í kvöld - 9.7.2010

Átta liða úrslit VISA bikars kvenna fara fram í dag og í kvöld en fyrsti leikurinn hefst kl. 16:00 í Vestmannaeyjum þegar að 1. deildarlið ÍBV tekur á móti Haukum.  Aðrir leikir hefjast kl. 19:15 en þá tekur Stjarnan á móti Grindavík, FH tekur á móti Þór/KA og Fylkir fær Íslands- og bikarmeistara Vals í heimsókn.

Lesa meira
 
U17 kvenna á Norðurlandamótinu í Danmörku

Verðskuldaður sigur íslensku stelpnanna á Svíum - 8.7.2010

Íslenska unglingalandsliðið, U17 vann í kvöld verðskuldaðan 3:2 sigur á Svíum í síðasta leik liðanna í riðlinum á Opna Norðurlandamótinu sem haldið er í Danmörku. Ísland spilar því um þriðja sætið á mótinu gegn Noregi á laugardag og geta með sigri orðið Norðurlandameistarar þar sem USA og Þýskaland leika úrslitaleikinn, en þær þjóðir eru báðar gestaþjóðir á mótinu.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

KR áfram í 2. umferð Evrópudeildarinnar - Fylkir úr leik - 8.7.2010

KR tryggði sér þátttökurétt í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA þegar liðið gerði jafntefli á útivelli gegn Glentoran frá Norður Írlandi.  Lokatölur urðu 2 - 2 en KR vann heimaleikinn örugglega, 3 - 0.  Fylkismenn eru hinsvegar fallnir úr leik eftir 1 - 3 tap fyrir Torpedo frá Hvíta Rússlandi

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnlandi á Norðurlandamóti U17 kvenna sem leikið er í Danmörku.

NM U17 kvenna - Sigur á Svíum og leikið um 3. sæti - 8.7.2010

Stelpurnar í U17 lögðu Svía að velli í dag í lokaleik liðsins í riðlakeppni Norðurlandamótsins sem fram fer í Danmörku.  Lokatölur urðu 3 -2 og leiddu íslensku stelpurnar í leikhléi, 2 - 0.  Þær Guðmunda Brynja Ólafsdóttir og Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoruðu fyrir íslenska liðið í fyrri hálfleik og í þeim síðari bætti Hildur Antonsdóttir marki við Lesa meira
 
U17 kvenna sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku

NM U17 kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Svíum - 8.7.2010

Þorlákur Árnason, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands, sem mætir Svíum í Opna Norðurlandamótinu í dag.  Mótið fer fram í Danmörku og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Fylkir leikur á Laugardalsvelli - KR í Belfast - 8.7.2010

Fylkir og KR verða í eldlínunni í kvöld í Evrópudeild UEFA en þá fara fram seinni leikir liðanna í fyrstu umferð undankeppninnar.  Fylkismenn mæta Torpedo Zhodino frá Hvíta Rússlandi á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 19:00.  Í Belfast mætast svo Glentoran og KR og hefst leikurinn kl. 18:30 að íslenskum tíma Lesa meira
 
UEFA

Willum og Þorvaldur með UEFA Pro gráðu - 7.7.2010

Í lok júní útskrifuðust tveir íslenskir þjálfarar með UEFA Pro þjálfaragráðu frá enska knattspyrnusambandinu. Það voru þeir Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, og Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram. Við sama tilefni var nýtt UEFA Pro námskeið sett af stað þar sem Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, er meðal þátttakenda.
Lesa meira
 
Íslenska liðið fyrir leikinn gegn Þjóðverjum á NM U17 kvenna 2010

Naumt tap gegn Þjóðverjum á NM U17 kvenna - 6.7.2010

U17 ára lið Íslands í knattspyrnu kvenna tapaði í dag naumlega fyrir Þjóðverjum 1:0 á Norðurlandamótinu í knattspyrnu sem haldið er í Danmörku. Íslensku stelpurnar geta þrátt fyrir það verið stoltar af frammistöðu sinni í leiknum en þær sýndu aga, baráttu og sterka liðsheild.

Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Dregið í riðla í Futsal-bikar UEFA - 6.7.2010

Dregið hefur verið í riðla í Futsal-bikar UEFA og eru Keflvíkingar, ríkjandi Íslandsmeistarar í Futsal, gestgjafar í G-riðli forkeppninnar.  Riðillinn er fjögurra liða og fer fram á tímabilinu 14. til 22. ágúst.  Liðin í riðlinum koma úr fjórum styrkleikaflokkum.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Seinni leikir Fylkis og KR í Evrópudeildinni á fimmtudag - 6.7.2010

Seinni leikir Fylkis og KR í forkeppni Evrópudeildar UEFA fara fram á fimmtudag.  Fylkir leikur gegn Torpedo Zhodino á Laugardalsvelli og hefst sá leikur kl. 19:00.  KR-ingar mæta Glentoran á The Oval í Belfast og hefst sá leikur kl. 18:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Heil umferð í Pepsi-deild kvenna - 6.7.2010

Í kvöld, þriðjudagskvöld, fer fram heil umferð í Pepsi-deild kvenna og er stórleikur umferðarinnar klárlega viðureign Vals og Breiðabliks á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda.  Annar lykilleikur í toppbaráttu deildarinnar er leikur Þórs/KA gegn Aftureldingu á Akureyri. Lesa meira
 
U17 kvenna sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku

Byrjunarlið Íslands U17 kvenna gegn Þjóðverjum - 6.7.2010

Þorlákur Árnason, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands, sem mætir Þjóðverjum í Opna Norðurlandamótinu í dag.  Mótið fer fram í Danmörku og hefst leikurinn kl. 17:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Viðtal við Þorlák Árnason þjálfara U17 kvenna - 6.7.2010

U17 landslið kvenna leikur um þessar mundir í Norðurlandamótinu, sem fram fer í Danmörku að þessu sinni.  Stelpurnar unnu góðan 1-0 sigur á Finnum í fyrsta leik og Íris Eysteinsdóttir tók viðtal við þjálfarann, Þorlák Árnason, að leik loknum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnlandi á Norðurlandamóti U17 kvenna sem leikið er í Danmörku.

NM U17 kvenna - Karakterssigur á Finnum - 5.7.2010

Stelpurnar í U17 unnu sigur í sínum fyrsta leik á Norðurlandamótinu sem hófst í dag í Svíþjóð.  Lokatölur urðu 1-0 íslensku stelpunum í vil og leiddu þær eftir fyrri hálfleikinn.  Á morgun verður leikið við Þýskaland.  Það var Íris Björk Eysteinsdóttir sem sendi okkur eftirfarandi umsögn um leikinn.

Lesa meira
 
U17 kvenna sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku

NM U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Finnum tilbúið - 5.7.2010

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Finnum í fyrsta leik liðsins á Norðurlandamótinu sem fram fer í Danmörku.  Leikurinn í dag hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautirnar á Austfjörðum - 5.7.2010

Í þessari viku mun Einar Lars Jónsson fara um Austfirði og heimsækja þar aðildarfélög með knattþrautir KSÍ í farteskinu.  Einar hefur ferðalagið í dag þegar hann heimsækir Hött á Egilsstöðum en dagskrá næstu daga má sjá hér að neðan.

Lesa meira
 
U17 kvenna sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 kvenna leikur gegn Finnum í dag - 5.7.2010

Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað stúlkum 16 ára og yngri kom til Danmerkur í gær þar sem það tekur þátt í Norðurlandamóti en mótið er eitt það sterkasta í heiminum í þessum aldursflokki. Um 25 gráðu hiti var á fyrstu æfingu liðsins sem æfði í gær.
Lesa meira
 
Evrópudeildin

Sigur og tap í Evrópu - 2.7.2010

Tvö íslensk félagslið voru í eldlínunni í Evrópudeild UEFA í gær en þá fóru fram fyrri leikir í fyrstu umferð undakeppninni.  KR vann góðan 3 - 0 sigur á Glentoran frá Norður Írlandi á heimavelli en leikið var á KR velli.  Fylkir beið hinsvegar lægri hlut með sömu markatölu fyrir Torpedo frá Hvíta Rússlandi en leikið var ytra.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

1. deild karla - Leikur Fjarðabyggðar og Fjölnis flautaður af - 1.7.2010

Leikur Fjarðabyggðar og Fjölnis í 1. deild karla sem hófst í kvöld kl. 18:30 var flautaður af vegna erfiðra vallaraðstæðna en mikið rigndi á Eskifirði.  Leikurinn fer fram á morgun, föstudaginn 2. júlí og hefst kl. 16:00. Lesa meira
 
Úr 100 ára sögu Íslandsmótsins

100 ára saga Íslandsmótsins - Facebook síða - 1.7.2010

Opnuð hefur verið á Facebook síða sem kallar eftir ýmsum upplýsingum og myndum úr Sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu.  Glötum ekki sögunni - ef þið vitið um gamlar knattspyrnumyndir í albúmum eða ýmsa gamla knattspyrnumuni, látið vita. Lesa meira
 
Facebook

KSÍ er komið á Facebook! - 1.7.2010

KSÍ hefur sett á laggirnar opinbera Facebook-síðu sína, sem verður með svolítið öðruvísi sniði en vefur sambandsins, ksi.is.  Á Facebook-síðunni (KSÍ - Knattspyrnusamband Íslands) er póstað ýmsu áhugaverðu efni tengdu íslenskri knattspyrnu.

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Reykjavík, Ó Reykjavík! - 1.7.2010

Þessa dagana er Einar Lars með knattþrautir KSÍ í höfuðborginni.  Í gær var Einar hjá Valsstúlkum og í dag heimsækir hann 5. flokks stelpurnar í Fylki og hjá KR.  Í næstu viku gerir Einar Lars viðreist um Austfirði. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - FH mætir KA í 8 liða úrslitum í kvöld - 1.7.2010

Í kvöld, fimmtudaginn 1. júlí, fer fram einn leikur í 8 liða úrslitum VISA bikars karla en þá taka FH á móti KA á Kaplakrikavelli.  Þessi leikur var færður fram vegna þátttöku FH í Meistaradeild UEFA.  Leikurinn í kvöld hefst kl. 18:00 en aðrir leikir 8 liða úrslita fara fram mánudaginn 12. júlí. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög