Fréttir

Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - Breyting á leik Hauka og Fylkis - 30.6.2010

Vegna þátttöku Fylkis í Evrópudeild UEFA hefur neðangreindur leikur verið færður aftur um einn dag.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Fylkir og KR í eldlínunni í Evrópudeildinni - 30.6.2010

Fylkir og KR verða bæði í eldlínunni á morgun, fimmtudaginn 1. júlí, þegar þau leika í fyrstu umferð Evrópudeildar UEFA.  Fylkir leikur á útivelli gegn Torpedo Zhodino frá Hvíta Rússlandi og hefst leikurinn kl. 15:30 að íslenskum tíma.  KR leika hinsvegar á heimavelli sínum gegn Glentoran frá Norður Írlandi og hefst sá leikur kl. 19:15.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Leikdagar í 8 liða úrslitum VISA bikars karla - 29.6.2010

Búið er að ákveða leikdaga í 8 liða úrslitum VISA bikars karla en leikur FH og KA hefur verið færður framar vegna þátttöku FH í Meistaradeild Evrópu.  Sá leikur fer fram fimmtudaginn 1. júlí kl. 18:00 en aðrir leikir umferðarinnar eru mánudaginn 12. júlí kl. 19:15.

Lesa meira
 
Áfram Afríka

Áfram Afríka - Boð til aðildarfélaga - 29.6.2010

Nú stendur yfir ljósmyndasýning Páls Stefánssonar, Áfram Afríka,  á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll.  Ljósmyndasýningin er opin almenningi og íþróttafélögum á virkum dögum í sumar, frá klukkan 8 – 16. Lesa meira
 
Guðrún Inga Sívertsen

HM barnanna - 29.6.2010

Eins og alþjóð veit stendur nú yfir úrslitakeppni HM í knattspyrnu í Suður-Afríku.  Landsmenn eru límdir við skjáinn.  Börnin fara ekki varhluta af þessu HM-æði frekar en aðrir.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Þjálfaranámskeið á haustmánuðum 2010 - 29.6.2010

Búið er að ákveða dagsetningar fyrir þjálfaranámskeið KSÍ sem haldin verða nú á haustmánuðum.  Einnig má sjá drög af dagskrá fyrir fyrstu mánuði 2011.  Athygli er vakin á því að endurmenntunanámskeið og önnur námskeið verða auglýst sérstaklega. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Steinþór Freyr Þorsteinsson bestur á fyrsta þriðjungi - 28.6.2010

Stöð 2 sport kynnti á sunnudagskvöld hverjir hlytu viðurkenningar fyrir fyrsta þriðjunginn í Pepsi-deild karla.  Besti leikmaður fyrsta þriðjungs var Steinþór Freyr Þorsteinsson, besti þjálfarinn Heimir Hallgrímsson og bestu stuðningsmennirnir stuðningsmannafélag Selfyssinga. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar kvenna - Viðtal við Katrínu Jónsdóttur - 28.6.2010

Í dag var dregið í 8 liða úrslitum VISA bikars kvenna en þar hafa Valsstúlkur titil að verja.  Þær eiga erfiðan leik fyrir höndum þar sem þær halda upp í Árbæ og leika þar við Fylki.  Það var Dagur Sveinn Dagbjartsson sem ræddi við fyrirliða bikarmeistaranna, Katrínu Jónsdóttur, eftir að dregið hafði verið í dag.

Lesa meira
 
UEFA

Dómarar og eftirlitsmenn á ferð og flugi í júlí - 28.6.2010

Það eru ekki bara íslensk félagslið sem verða í eldlínunni í Meistaradeild og Evrópudeild UEFA í júlímánuði heldur verða einnig íslenskir dómarar og dómaraeftirlitsmenn við störf á þessum vettvangi.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar kvenna - Haukar fara til Eyja - 28.6.2010

Í dag var dregið í 8 liða úrslitum VISA bikars kvenna og var dregið í höfuðstöðvum KSÍ.  Eitt lið úr 1. deild er ennþá í keppninni, ÍBV og drógust þær heima gegn Haukum.  Núverandi handhafar titilsins, Valur, fara í Árbæinn.

Hér má sjá viðtal við Nönnu Rut Jónsdóttur, markvörð ÍBV, sem tekið var eftir að dregið hafði verið.

Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Áttu mynd? - Myndir úr leikjum félaga óskast - 28.6.2010

Vefstjórn ksi.is leitar hér með eftir aðstoð aðildarfélaga KSÍ og annarra aðila.  Okkur vantar myndir úr leikjum og af æfingum félagsliða til notkunar með fréttum og öðru efni á heimasíðu okkar. 

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ fara víða - Dagskrá næstu daga - 28.6.2010

Sem kunnugt er ferðast Einar Lars Jónsson til aðildarfélaga með knattþrautir KSÍ í sumar.  Knattþrautunum hefur verið vel tekið og áhugi krakkanna mikill.  Hér að neðan má sjá hvar Einar verður á ferðinni á næstu dögum.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar kvenna - Dregið í 8 liða úrslitum í hádeginu - 28.6.2010

Í dag verður dregið í 8 liða úrslitum VISA bikars kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Leikið var í 16 liða úrslitum um helgina og er því ljóst hvaða félög skálin góða mun innihalda í hádeginu.  Það eru sjö félög úr Pepsi-deildinni og eitt félag í 1. deild kvenna sem eru í drættinum að þessu sinni.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - Reykjavíkurslagir í 8 liða úrslitum - 25.6.2010

Í dag var dregið í 8 liða úrslitum VISA bikars karla og fór drátturinn fram í höfðuðstöðvum KSÍ.  Reykjavíkurfélögin fjögur sem voru í skálinni góðu drógust saman og Stjörnumenn halda áfram ferðalagi sínu um landið, heimsækja Ólafsvíkinga.  Loks heimsæktja KA menn Íslandsmeistara FH í Kaplakrika.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar kvenna - Leikið í 16 liða úrslitum um helgina - 25.6.2010

Leikið verður í 16 liða úrslitum VISA bikars kvenna um helgina og hefjast þau með tveimur leikjum í kvöld.  Það verður svo á mánudaginn sem dregið verður í 8 liða úrslit VISA bikars kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ kl. 12:00.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - Dregið í 8 liða úrslitum í hádeginu - 25.6.2010

Í hádeginu í dag verður dregið í 8 líða úrslitum VISA bikars karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Eftir leikir gærkvöldsins er ljóst hvaða átta félög verða í skálinni og ríkir mikil eftirvænting eftir því að sjá hvaða viðureignir verða á dagskránni. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - 16 liða úrslit klárast í kvöld - 24.6.2010

Fimm félög hafa tryggt sér þátttökurétt í 8 liða úrslitum VISA bikars karla en leikir 16 liða úrslita klárast í kvöld.  Þá eru þrír hörkuleikir á dagskrá og eftir þá verður ljóst hvaða félög skálin góða mun innihalda þegar dregið verður í 8 liða úrslitum á föstudaginn.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Breiðablik leikur heima í Meistaradeild kvenna - 23.6.2010

Í dag var dregið í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna og þar var Breiðablik í hattinum en Íslandsmeistarar Vals fara beint í 32 liða úrslitum.  Riðill Breiðabliks verður leikinn hér á landi dagana 5. - 10. ágúst.  Mótherjar Breiðabliks eru FCF Juvisy Essonne frá Frakklandi, FCM Târgu Mureş frá Rúmeníu og FC Levadia Tallinn frá Eistlandi.  Lesa meira
 
Fylkir

Knattspyrnuskóli Fylkis og AC Milan - 23.6.2010

Fylkir stendur fyrir knattspyrnuskóla á félagssvæði sínu dagana 12. – 16. júlí sem er ætlað fyrir iðkendur í 3. flokki og þá sem eru á yngsta ári í 2. flokki.  Það eru þjálfarar Fylkis sem sjá um námsskeiðið ásamt yfirþjálfara unglingaliðs AC Milan og þrekþjálfara sama félags. Lesa meira
 
Knattþrautir hjá Ægi

Knattþrautir KSÍ - Bolti í Breiðholtinu - 23.6.2010

Einar Lars verður með knattþrautir KSÍ í Breiðholtinu í dag þar sem hann heimsækir Breiðholtsfélögin Leikni og ÍR.  Vestmannaeyjar voru heimsóttar í gær en hvarvetna hefur vel verið tekið á móti Einari og krakkarnir sýnt þrautunum mikinn áhuga.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - 16 liða úrslit hefjast í kvöld - 23.6.2010

Í kvöld hefjast 16 liða úrslitin í VISA bikar karla og eru fimm viðureignir á dagskrá í kvöld, miðvikudagskvöld, en þrír leikir fara fram á morgun.  Það má búast við hörkuviðureignum í þessari umferð því það eru margir spennandi leikir á dagskránni.

Lesa meira
 
Katrín Jónsdóttir heiðruð fyrir 100. landsleik sinn

Króatar lagðir í Laugardalnum - Frakkar framundan - 22.6.2010

Ísland vann góðan sigur á Króatíu á Laugardalsvelli í kvöld 3 - 0 eftir að staðan hafði verið 2 -0 í hálfleik.  Íslenska liðið er nú jafnt Frökkum að stigum en Frakkar eiga leik til góða.  Næsti leikur liðsins er einmitt gegn Frökkum hér á Laugardalsvelli, laugardaginn 21. ágúst.  Fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir lék sinn 100. landsleik og hélt upp á áfangann með því að skora þriðja og síðasta mark leiksins.

Lesa meira
 
Suður-Afríka

Fjallað um heilbrigðismál tengd HM í Suður Afríku - 22.6.2010

Heilbrigðismál tengd úrslitakeppni HM í Suður-Afríku voru viðfangsefni fjórða súpufundar KSÍ á árinu, sem fram fór í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli.  Fyrirliesari var Dr. Sanders frá Suður-Afríku.  Erindi Dr. Sanders fór fram á ensku.

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik auglýsir eftir þjálfurum fyrir 8. flokk - 21.6.2010

Vegna fjölda iðkenda þá getur Breiðablik bætt við sig þjálfurum í 8. flokki í sumar. Æfingarnar eru í Smáranum á mánudögum og miðvikudögum klukkan 16:30 - 17:30. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Byrjunarlið Íslands gegn Króatíu - 100 leikir hjá fyrirliðanum - 21.6.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Króatíu í undankeppni HM.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 22. júní og hefst kl. 20:00.  Katrín Jónsdóttir fyrirliði er sem fyrr í byrjunarliðinu og leikur sinn hundraðasta landsleik. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - 33 leikmenn á úrtaksæfingum um helgina - 21.6.2010

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt úrtakshóp sem verður við æfingar um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ og hefur Gunnar valið 33 leikmenn til þessara æfinga. Lesa meira
 
Katrín Jónsdóttir

Hundraðasti landsleikur Katrínar Jónsdóttur - 21.6.2010

Katrín Jónsdóttir  landsliðsfyrirliði, leikur sinn 100. landsleik gegn Króatíu þegar þjóðirnar mætast í undankeppni HM á Laugardalsvelli á morgun.  Katrín er leikjahæst allra landsliðskvenna frá upphafi og er annar íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu sem rýfur 100 leikja múrinn en Rúnar Kristinsson lék 104 landsleiki.

Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Svissneskir dómarar á leik Íslands og Króatíu - 21.6.2010

Það verða dómarar frá Sviss sem verða við stjórnvölinn á leik Íslands og Króatíu í undankeppni fyrir HM 2011 sem fram fer á Laugardalsvelli.  Leikurinn fer fram á morgun, þriðjudaginn 22. júní og hefst kl. 20:00.  Dómarinn heitir Esther Staubli og henni til aðstoðar verða löndur hennar, þær Eveline Bolli og Belinda Brem.

Lesa meira
 
Strákarnir í Keflavík

Knattþrautir KSÍ - Dagskrá næstu daga - 21.6.2010

Knattþrautir KSÍ þeytast nú á milli félaga en það eru knattspyrnuiðkendur í 5. flokki sem spreyta sig á þrautunum.  Einar Lars Jónsson heimsótti iðkendur sem æfa hjá Fram í Grafarholti í dag og Fjölnismenn en á morgun er ferðinni heitið til Vestmannaeyja.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hópurinn hjá U16 kvenna - Norðurlandamótið í júlí - 21.6.2010

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið hóp sinn er tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku 5. - 10. júlí næstkomandi.  Hópinn skipa 18 leikmenn og koma þeir frá 12 félögum.  Ísland er í riðli með Finnlandi, Þýskalandi og Svíþjóð Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Fylkir til Hvíta Rússlands - KR til Norður Írlands og Blikar til Skotlands - 21.6.2010

Í dag var dregið í fyrstu og aðra umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA og voru þrjú íslensk lið í hattinum.  Fylkir leikur gegn Zhodino frá Hvíta Rússlandi og fer fyrri leikurinn fram ytra.  KR leikur gegn Glentoran frá Norður Írlandi og verður fyrri leikurinn á KR velli.  Leikirnir fara fram 1. og 8. júlí. 

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH mætir Bate Borisov í Meistaradeildinni - 21.6.2010

Í dag var dregið í fyrstu og aðra umferð í undankeppni Meistaradeildar UEFA og voru Íslandsmeistarar FH þar í hattinum.  FH dróst á móti Bate Borisov frá Hvíta Rússlandi og fer fyrri leikurinn fram ytra.  Fyrri leikurinn fer fram 13. eða 14 júlí og sá síðari viku síðar.

Lesa meira
 
Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Ísland - Króatía á þriðjudag kl. 20:00 - 19.6.2010

Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu halda áfram sókn sinni að sæti í úrslitakeppni HM 2011, sem fram fer í Þýskalandi.  Á þriðjudag kl. 20:00 er mikilvægur heimaleikur á leiðinni að þeim áfanga - leikur gegn Króatíu á Laugardalsvellinum sem hefst kl. 20:00.

Lesa meira
 
Katrín Jónsdóttir

Skref fyrir skref - 19.6.2010

A-landslið kvenna tók í dag skref í átt að úrslitaleik riðilsins í undankeppni HM 2011 með átakalitlum 2-0 sigri á Norður-Írum á Laugardalsvellinum, að viðstöddum 1187 áhorfendum.  Úrslitaleikurinn sem um ræðir er heimaleikur gegn Frökkum í ágúst.  Næsti leikur og þar með næsta skref er heimaleikur gegn Króötum á þriðjudag.

Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir

Byrjunarliðið gegn Norður-Írum á laugardag - 18.6.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þálfari A-landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Norður-Írlandi, en liðin mætast á Laugardalsvelli kl. 16:00 á laugardag.  Leikurinn er sá fyrri í gríðarlega mikilvægri tveggja leikja hrinu og stelpurnar okkar ætla sér sigur.  Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Handhafar A skírteina fyrir leik Íslands og Norður Írlands - 16.6.2010

Rétt er að taka það fram að handhafar A skírteina þurfa ekki að sækja miða á skrifstofu KSÍ fyrir leik Íslands og Norður Írlands, heldur er nóg að sýna skírteinið við inngang Laugardalsvallar.  Það sama mun verða upp á teningnum fyrir leik Íslands og Króatíu sem fer fram þriðjudaginn 22. júní. Lesa meira
 
Gríski dómarinn Thalia Mitsi

Grískir dómarar á leik Íslands og Norður Írlands - 16.6.2010

Það verður dómaraþrenna frá Grikklandi sem verður við stjórnvölinn á landsleik Íslands og Norður Írlands sem fram fer á laugardaginn.  Hér er um að ræða mikilvægan leik í undankeppni fyrir HM 2011 og fer hann fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 19. júní kl. 16:00.

Lesa meira
 
Knattþrautir á Selfossi

Knattþrautir KSÍ - Mikill áhugi hjá krökkunum - 16.6.2010

Knattþrautir KSÍ eru nú í fullum gangi og fer Einar Lars Jónsson víða þessa dagana og er rétt að byrja.  Knattþrautirnar eru fyrir iðkendur í 5. flokki og hefur Einari verið einstaklega vel tekið á sínum ferðum.  Mikill áhugi er hjá krökkunum og þjálfararnir búnir að undirbúa þau vel fyrir heimsóknina.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Súpufundur KSÍ 22. júní - Heilbrigðismál tengd HM í Suður Afríku - 15.6.2010

KSÍ heldur 4. súpufund þriðjudaginn 22. júní næstkomandi klukkan 12.15 í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll.  Að þessu sinni mun Dr. David Sanders, sérfræðingur í lýðheilsumálum fjalla um heilbrigðismál tengd HM í Suður-Afríku.

Lesa meira
 
Íslensku stelpurnar fagna marki gegn Írum

Ísland mætir Norður Írlandi - Miðasala hafin - 14.6.2010

Í dag hófst miðasala á leik Íslands og Norður Írlands í undankeppni fyrir HM 2011kvenna.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 19. júní og hefst kl. 16:00.  Miðaverði er stillt í hóf, 1.000 krónur kostar fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
logo_N-Ireland

Hópur Norður Íra - Tveir leikmenn frá Grindavík - 14.6.2010

Norður Írar hafa tilkynnt leikmannahóp sinn er mætir Íslendingum á Laugardalsvelli.  Leikurinn er í undankeppni fyrir HM 2011 og fer fram laugardaginn 19. júní kl. 16:00.  Í 18 manna hópi Norður Íra eru tveir leikmenn sem leika með Grindavík sem og tveir aðrir sem leikið hafa með íslenskum félagsliðum

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofa KSÍ verður lokuð frá kl. 14:00 í dag - 11.6.2010

Frá kl. 14:00 í dag, föstudaginn 11. júní, verður skrifstofa KSÍ lokuð.  Hún opnar svo aftur, eins og venja er, kl. 08:00 á mánudaginn.  Hægt er að ná í einstaka starfsmenn í gsm númer þeirra og mótavaktarsíminn er 510 2925 ef nauðsyn er. Lesa meira
 
Merki HM 2010 í Suður Afríku

HM hefst í dag - Nýlegir mótherjar Íslands mætast í opnunarleik - 11.6.2010

EIns og flestum er kunnugt þá hefst heimsmeistarakeppnin í Suður Afríku í dag.  Opnunarleikurinn verður á milli gestgjafanna í Suður Afríku og Mexíkó.  Báðar þessar þjóðir hafa verið mótherjar Íslands á síðustu mánuðum.

Lesa meira
 
Navi-Pillay

Dæmum rangstöðu á kynþáttahatur - 11.6.2010

Heimsmeistarakeppnin í fótbolta er einstakt tækifæri til að laða fram hæfileika hvers og eins án tillits til félagslegrar stöðu eða uppruna viðkomandi.  Knattspyrna hefur gert mörgum íþróttamönnum kleyft að brjóta niður múra útilokunar. Árangur þeirra hefur orðið öðrum hvatning. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Stjórnun á boðvangi - 10.6.2010

Á síðustu dögum hefur nokkur umræða verið um brottvísanir forráðamanna og þjálfara en skýr fyrirmæli eru í knattspyrnulögum hvernig dómarar eiga að bregðast við vegna óábyrgrar hegðunar. 

Lesa meira
 
Áfram Afríka

Áfram Afríka - Ljósmyndasýning Páls Stefánsonar í KSÍ - 10.6.2010

Föstudaginn 11. júní hefst ljósmyndasýning Páls Stefánssonar, Áfram Afríka,  á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll. Myndir á sýningunni er að finna í samnefndri ljósmyndabók og verður útgáfa hennar kynnt við opnunina.

Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Leikið í Evrópukeppni í Futsal hér á landi - 10.6.2010

Frá UEFA bárust þar fréttir í dag að leikið verður í undankeppni Evrópukeppninnar í Futsal hér á landi en einn riðill verður í umsjón Keflvíkinga.  Keflvíkingar sóttu um að leika riðil sinn hér á landi og samþykkti UEFA það í dag.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Hópurinn valinn fyrir leikina gegn Norður Írlandi og Króatíu - 10.6.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag á blaðamannafundi þá 22 leikmenn sem hann velur fyrir leikina gegn Norður Írlandi og Króatíu.  Leikirnir verða báðir á Laugardalsvelli, Norður Írar verða mótherjarnir laugardaginn 19. júní og Króatar þriðjudaginn 22. júní.

Lesa meira
 
UEFA

Mögulegir mótherjar íslensku liðanna - 10.6.2010

Mánudaginn 21. júní verður dregið í forkeppni Meistaradeildar UEFA og Evrópudeildar UEFA og verða fjögur íslensk félög þar í hattinum: FH í Meistaradeildinni en Fylkir, KR og Breiðablik í Evrópudeildinni. 

Lesa meira
 
Grótta

Gróttu vantar þjálfara fyrir 5. - 7. flokk kvenna - 8.6.2010

Knattspyrnudeild Gróttu óskar eftir að ráða þjálfara fyrir 5.-7.flokk kvenna sem myndi einnig gegna starfi yfirleiðbeinanda á knattspyrnuskóla félagsins nú í sumar. Eru kvenþjálfarar sérstaklega hvattir til þess að sækja um.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuskóli drengja 2010 - Laugarvatn 14. - 18. júní - 7.6.2010

Knattspyrnuskóli karla 2010 fer fram að Laugarvatni 14. - 18. júní næstkomandi.  Freyr Sverrisson, þjálfari U16 karla hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 1996.

Lesa meira
 
Fyrirliðar Breiðabliks og Vals, Hlín Gunnlaugsdóttir og Katrín Jónsdóttir

Liðin sem léku til úrslita í fyrra mætast í 16 liða úrslitum VISA bikars kvenna - 7.6.2010

Í dag var dregið í 16 liða úrslitum VISA bikars karla og kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Margir spennandi leikir eru á dagskránni, hjá konunum mætast t.d. félögin sem léku til úrslita í fyrra og stórleikur verður í Keflavík hjá körlunum þegar heimamenn taka á móti Íslandsmeisturum FH.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Opin æfing hjá Blikum - 7.6.2010

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands verður í samstarfi við félögin í Pepsí-deildunum í sumar um að opna aðgang að meistaraflokksæfingum. Breiðablik ríður á vaðið en fimmtudaginn 10. júni er öllum knattspyrnuþjálfurum landsins boðið að koma og fylgjast með æfingu meistaraflokks karla.

Lesa meira
 
Rúnar Kristinsson í sínum síðasta landsleik gegn Ítölum á Laugardalsvelli 2004

Endurmenntun þjálfara - Viðtal við Rúnar Kristinsson - 5.6.2010

Hér má sjá viðtal við Rúnar Kristinsson Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

ÍA - Þór í 1. deild karla í beinni útsendingu - 5.6.2010

Sunnudaginn 7. júní verður leikur ÍA og Þórs úr 1. deild karla sýndur beint hér á síðunni.  Leikurinn hefst kl. 18:00 en útsending hefst um 10 mínútum áður.  Þessi útsending er í samvinnu við SportTV og framundan eru fleiri útsendingar í því samstarfi.

Lesa meira
 
Frá knattþrautum KSÍ í Sandgerði

Knattþrautir KSÍ - Hefjast á mánudag - Dagskrá fyrstu tvær vikurnar - 4.6.2010

Knattspyrnusamband Ìslands mun vera með knattþrautir fyrir 5. flokk karla og kvenna ì sumar líkt og síðasta sumar.  Það er Einar Lars Jónsson sem mun heimsækja félögin og aðstoða við framkvæmd þrautanna.  Fyrstu heimsóknirnar verða mánudaginn 7. júní í Sandgerði og í Garðinn.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar - Dregið í 16 liða úrslitum karla og kvenna á mánudag - Í beinni á ksi.is - 4.6.2010

Í gærkvöldi lauk keppni í 32 liða úrslitum VISA bikars karla og er því ljóst hvaða félög verða í hattinum þegar dregið verður í 16 liða úrslitum, mánudaginn 7. júní kl. 12:00, í höfuðstöðvum KSÍ.  Á sama tíma verður dregið í 16 liða úrslitum VISA bikars kvenna. Sýnt verður beint frá drættunum hér á síðunni.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar kvenna - 2. umferð hefst í kvöld - 4.6.2010

Keppni í 2. umferð VISA bikar kvenna hefst í dag með tveimur leikjum og klárast á morgun, laugardag, með fjórum leikjum.  Dregið verður svo í 16 liða úrslitum kvenna á mánudaginn og á sama tíma verður dregið í 16 liða úrslitum karla.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - 32 liða úrslit hefjast í kvöld - 2.6.2010

Í kvöld, miðvikudaginn 2. júní og annað kvöld verður dregið í 32 liða úrslitum VISA bikars karla og eru margar spennandi viðureignir á dagskránni.  Í þessari umferð koma Pepsi-deildar félögin tólf til leiks.  Þá hefst keppni í 2. umferð VISA bikars kvenna á föstudaginn með stórleik Þróttar og ÍBV á Valbjarnarvelli og lýkur umferðinni svo á laugardag.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Hádegisfundur ÍSÍ - Alvarleiki, umfang og eðli kynferðisofbeldis - 1.6.2010

Næsti hádegisfundur ÍSÍ verður haldinn þriðjudaginn 8. júní nk. í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal frá kl. 12.00-14.00.  Hann verður helmingi lengri en vant er, eða tvær klst. í stað einnar.  Fundarefnið að þessu sinni er alvarleiki, umfang og eðli kynferðisofbeldis.  

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Ari Edwald forstjóri 365 undirrita samninginn (mynd:  Pjetur)

Stöð 2 Sport og KSÍ undirrita viðamikinn samstarfssamning - 1.6.2010

Stöð 2 og KSÍ hafa gert með sér samkomulag um samstarf sem m.a. er ætlað að stórauka stuðning og umfjöllun um fóboltaiðkun æskunnar. Í samningnum felst m.a. að Stöð 2 Sport skuldbindur sig til a.m.k. 35 beinna útsendinga frá leikjum í Pepsi-deild karla, 5 leikja í Visa-bikarkeppni karla, útsendinga frá útileikjum A – landsliðs karla og vináttulandsleikjum þess á Íslandi.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög