Fréttir

Snjallir erlendir leikmenn

Breytingar á knattspyrnulögunum - Taka gildi 1. júní á Íslandi - 31.5.2010

Á fundum Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda(IFAB) sem haldnir voru í mars og maí voru samþykktar breytingar á knattspyrnulögunum. Breytingarnar gilda fyrir alla knattspyrnuleiki er fram fara á Íslandi og taka gildi á morgun, 1. júní.

Lesa meira
 
Grindavíkurvöllur

Úthlutað úr Mannvirkjasjóði KSÍ 2010 - 31.5.2010

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 27. maí síðastliðinn að úthluta 31 milljón úr Mannvirkjasjóði KSÍ en þetta er í þriðja skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum.  Alls var úthlutað til 12 verkefna en umsóknir hafa aldrei verið fleiri eða 19 talsins.

Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Sigurður Ragnar sá Íslendingaslag í Svíþjóð - 31.5.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, brá sér til Svíþjóðar og fylgdist með sannkölluðum Íslendingaslag í "Damallsvenskan" en svo kallast efsta deild kvenna í Svíþjóð.  Þetta var leikur Kristianstads og Örebro og lauk leiknum sem sigri heimaliðsins, 3 - 1.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Kvennalandsliðið í 18. sæti styrkleikalista FIFA - 31.5.2010

Íslenska kvennalandsliðið er í 18. sæti á styrkleikalista FIFA og er í sama sæti frá því að síðasti listi var gefinn út.  Litlar breytingar eru á listanum en íslenska liðið bætir töluvert af stigum og er sú Evrópuþjóð á topp 20 sem bætir flestum stigum við sig.

Lesa meira
 
Heiðar Helguson

Öruggur 4-0 sigur Íslands á Andorra - 29.5.2010

A landslið karla vann í dag, laugardag, 4-0 sigur á liði Andorra á Laugardalsvellinum að viðstöddum rúmlega 2.500 áhorfendum.  Sigurinn var nokkuð öruggur eins og tölurnar gefa til kynna, en leikmenn íslenska liðsins þurftu að sýna mikla þolinmæði gegn varnarmúr gestanna. Lesa meira
 
Morgunverður á leikdegi

Byrjunarliðið gegn Andorra í dag - 29.5.2010

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari tilkynnti leikmönnum sínum byrjunarliðið í vináttulandsleiknum gegn Andorra í dag á fundi að loknum morgunverði.  Ólafur stillir upp í nokkuð hefðbundið 4-3-3 leikkerfi.

Lesa meira
 
Haraldur Freyr Guðmundsson

Lokaæfing fyrir leikinn við Andorra - 28.5.2010

Lokaæfing íslenska landsliðsins fyrir leikinn við Andorra fór fram á æfingasvæði Fram seinnipartinn í dag, föstudag.  Lið Andorra æfði á Laugardalsvellinum á sama tíma. 

Lesa meira
 
Æfing á Laugardalsvellil

"Þurfum alltaf að hafa fyrir hlutunum" - 28.5.2010

"Það er nú ekki oft sem við getum sagt að við eigum að vinna einhverjar þjóðir og auðvitað er það aldrei þannig. Við þurfum alltaf að hafa fyrir hlutunum og menn þurfa að fara í öll verkefni af fullri alvöru." - Óli Jóh.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuskóli stúlkna að Laugarvatni 7. – 11. júní 2010 - 28.5.2010

Knattspyrnuskóli stúlkna fer fram í næstu viku að Laugarvatni.  Leikmenn í skólanum í ár fæddir 1996.  Ganga þarf frá greiðslu fyrir dvölina fyrir brottför. Ferðir til og frá Laugarvatni eru innifaldar í gjaldinu, sem og fullt fæði og gisting.

Lesa meira
 
Stund milli stríða

Stund milli stríða - 28.5.2010

Landsliðsmenn gera sér ýmislegt til dundurs milli æfinga.  Stundum þurfa menn að drepa tímann, stundum þurfa menn á meðferð sjúkraþjálfara og stundum þurfa menn að hvíla sig.  Og jú, ekki má gleyma öllum þessum matartímum, íþróttamenn verða auðvitað að nærast til að halda kröftum.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Bændum á gossvæðinu boðið á landsleikinn - 28.5.2010

Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að bjóða bændum á gossvæðinu á vináttulandsleik Íslands og Andorra sem fer fram á Laugardalsvelli á morgun laugardaginn 29. maí kl. 16:00.

Lesa meira
 
Aron Einar Gunnarsson

Aron meiddist á æfingu og verður ekki með á laugardag - 28.5.2010

Aron Einar Gunnarsson meiddist á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli á fimmtudag og getur ekki tekið þátt í vináttulandsleiknum gegn Andorra á Laugardalsvelli á laugardag.  Aron lenti í samstuði við annan leikmann og meiddist á fæti. Lesa meira
 
Birkir Bjarnason

Nýliðarnir vinsælir hjá fjölmiðlum - 27.5.2010

A-landslið karla æfði á Laugardalsvellinum síðdegis í dag, fimmtudag, og var æfingin opin fjölmiðlum til að taka viðtöl og myndir.  Nýliðarnir Birkir Bjarnason og Gylfi Sigurðsson voru vinsælir í viðtöl.  Aðstæður á Laugardalsvelli voru eins og best verður á kosið.

Lesa meira
 
Haraldur Freyr Guðmundsson (Mynd fengin að láni frá  keflavik.is)

Haraldur inn í hópinn fyrir Kristján Örn - 27.5.2010

Kristján Örn Sigurðsson hefur dregið sig út úr landsliðshópnum fyrir vináttulandsleikinn gegn Andorra á Laugardalsvelli á laugardag.  Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur valið Harald Frey Guðmundsson úr Keflavík í hópinn í stað Kristjáns.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Andorra

Andorra lék fyrsta landsleikinn 1996 - 27.5.2010

Knattspyrnulandslið Andorra lék sinn fyrsta opinbera leik árið 1996.  Liðið tók fyrst þátt í undankeppni stórmóts fyrir EM 2000 og var þá með Íslandi í riðli.  Andorra hefur aðeins unnið þrjá leiki á þessum tíma, gegn Hvíta-Rússlandi, Albaníu og Makedóníu.

Lesa meira
 
Ólafur Ingi Skúlason á heimavelli í Árbænum

Æft við góðar aðstæður á Fylkisvellinum í morgun - 27.5.2010

A landslið karla æfði á Fylkisvelli í Árbænum í morgun við fínar aðstæður.  Eins og fyrr hefur komið fram eru 10 leikmenn á U21 aldri í hópnum og því er mikill munur á meðalaldri yngra og eldra liðsins þegar skipt er í lið. 

Lesa meira
 
Árni Gautur Arason

Þrír sigrar og markatalan 8-0 - 27.5.2010

Ísland og Andorra mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á laugardag.  Þessar þjóðir hafa mæst þrisvar sinnum áður í A-landsliðum karla og hefur Ísland unnið alla leikina.  Samanlögð markatala í leikjunum þremur er 8-0 Íslandi í vil.

Lesa meira
 
Ólafur Ingi Skúlason

Fjórir leikmenn í lyfjapróf á æfingu í gær - 27.5.2010

A-landslið karla æfði á KR-vellinum í gær.  Góð stemmning er í hópnum og allir leikmenn klárir í slaginn gegn Andorra á laugardag.  Lyfjaeftirlitið mætti á æfinguna eins og oft tíðkast og voru fjórir leikmenn kallaðir í lyfjapróf.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Áfrýjunardómstóll KSÍ styttir leikbann - 27.5.2010

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir mál Hauks Þorsteinssonar gegn aga- og úrskurðarnefnd KSÍ, en Haukur áfrýjaði þeim úrskurði nefndarinnar frá 4. maí að honum skyldi óheimil þátttaka í öllum mótum frá 4. maí til og með 3. október.  Áfrýjunardómstóllinn stytti leikbannið og taldi hæfilegt að bannið stæði til 13. júlí.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Miðar fyrir handhafa A passa á Ísland - Andorra - 26.5.2010

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Andorra afhenta fimmtudaginn 27. maí frá kl. 12:00 - 16:00 og föstudaginn 28. maí frá 09:00 - 12:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frítt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland - Andorra - 26.5.2010

KSÍ hefur ákveðið að bjóða  öryrkjum og ellilífeyrisþegum ókeypis aðgang að vináttulandsleik Íslands og Andorra sem fram fer á Laugardalsvelli 29. maí næstkomandi kl. 16:00.  KSÍ vill hvetja fólk til að nýta tækifærið, koma á Laugardalsvöll og upplifa stemmninguna. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Hækkað um fjögur sæti síðan í janúar - 26.5.2010

Íslenska karlalandsliðið situr í 90. sæti nýútgefins styrkleikalista FIFA.  Þetta er hækkun um eitt sæti frá síðasta mánuði og hefur liðið því hækkað um fjögur sæti síðan í janúar á þessu ári.  Næstu mótherjar Íslands, Andorra, eru áfram í 201. sæti. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Meðalsókn 1.405 manns eftir fjórar umferðir í Pepsi-deild karla - 26.5.2010

Aðsókn að leikjum í fyrstu fjórum umferðum Pepsi-deildar karla hefur verið mjög góð og hafa að meðaltali 1.405 áhorfendur sótt leikina 24, alls 33.711 manns.  Meðalaðsókn að leikjum í 4. umferð var nákvæmlega sú sama og í 1. umferð, eða 1.422 að meðaltali. 

Lesa meira
 
Úr leik Andorra og Úkraínu

Númer 201 á FIFA-listanum - 25.5.2010

Karlalandslið Andorra náði sínum besta árangri á styrkleikalista FIFA árið 2005, þegar liðið settist í 125. sæti listans.  Síðan þá hefur leiðin legið niður á við og frá síðasta ári hefur Andorra verið rétt neðan við sæti 200 á listanum og er nú í sæti 201.

Lesa meira
 
Koldo Alvarez

Gullni leikmaðurinn sem varð þjálfari - 25.5.2010

Koldo (Jesus Luis Alvarez de Eulate) er þjálfari karlalandsliðs Andorra, en hann tók við stórn liðsins fljótlega eftir að hann hætti sme leikmaður liðsins á síðasta ári.  Koldo lék alls 79 sinnum fyrir landslið Andorra og var valinn "Gullni leikmaður" Andorra á 50 ára afmæli UEFA.

Lesa meira
 
Ildefons Lima Sola

26 manna landsliðshópur Andorra tilkynntur - 21.5.2010

Landsliðshópur Andorra hefur verið tilkynntur fyrir tvo vináttulandsleiki um mánaðamótin maí/júní.  Alls hafa 26 leikmenn verið valdir í hópinn fyrir leikina tvo - gegn Íslandi á Laugardalsvelli 29. maí og gegn Albaníu í Tirana 2. júní.

Lesa meira
 
Valur

Þjálfara vantar fyrir 4. flokk kvenna hjá Val - 21.5.2010

Knattspyrnufélagið Valur auglýsir eftir þjálfara fyrir 4. flokk kvenna a.m.k. út þetta tímabil. Flokkurinn sendir tvö lið í Íslandsmót í ár. Annar þjálfari er starfandi við flokkinn en vegna fjölda kjósum við að hafa þjálfarana tvo.

Lesa meira
 
Þjálfarar Hauka og Fjölnis sem mætast í 32 liða úrslitum.  Andri Marteinsson til hægri og Ásmundur Arnarson

Bikarmeistararnir taka á móti Íslandsmeisturunum í 32 liða úrslitum - 21.5.2010

Í dag var dregið í 32. liða úrslitum VISA bikars karla en dregið var í höfuðstöðvum KSÍ hádeginu.  Félögin í Pepsi-deildinni koma nú inn í keppnina og bætast við félögin 20 sem komust í gegnum fyrstu tvær umferðirnar. Það eru svo sannarlega athygliverðir leikir á dagskránni en meðal annars taka bikarmeistarar Breiðabliks á móti Íslandsmeisturum FH.

Lesa meira
 
Frá knattspyrnuleik í Afríku

Fótbolti er alls staðar - 21.5.2010

Páll Stefánsson ljósmyndari hefur unnið að ljósmyndabók sinni Áfram Afríka í tæp þrjú ár.  ,,Fótbolti er allstaðar'' segir hann, „Mig langaði til að leggja mitt að mörkum til að sýna fleiri hluti í álfunni en það sem er alltaf í fréttum á Vesturlöndum.“

Lesa meira
 
Berfættir Blikar

Með tuðru á tánum berfætt í boltanum - Myndband - 20.5.2010

Dagana 13. - 19. maí var Grasrótarvika UEFA á dagskránni og voru ýmsir viðburðir á dagskránni hjá öllum aðildarþjóðum UEFA.  Verkefnið "Berfætt í boltanum" heldur áfram og hér má sjá myndband frá æfingum hjá KR og Breiðablik. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í 32 liða úrslitum VISA bikars karla - Sýnt í beinni útsendingu - 20.5.2010

Föstudaginn 21. maí, verður dregið í 32. liða úrslitum VISA bikars karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Eftir fyrstu tvær umferðirnar standa eftir 20 félög og við þau bætast nú Pepsi-deildar liðin tólf. Sýnt verður frá drættinum í beinni útsendingu hér á síðunni og hefst útsending kl. 12:00

Lesa meira
 
EM U19 landsliða karla

Þóroddur og Frosti dæma í Hollandi - 19.5.2010

Þeir Þóroddur Hjaltalín og Frosti Viðar Gunnarsson eru við dómarastörf þessa dagana í Hollandi en þar fer fram keppni í 6. riðli undakeppni EM hjá U19 karla.  Þóroddur mun dæma tvö leiki keppninnar og Frosti verður aðstoðardómari á þremur leikjum.

Lesa meira
 
Ólafur Jóhannesson

Upptaka frá blaðamannfundi - Landsliðshópurinn tilkynntur - 19.5.2010

Í dag fór fram blaðamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ þar sem landsliðshópurinn sem mætir Andorra var tilkynntur sem og undirritaður var samstarfssamningur Borgun og KSÍ.  Sýnt var beint frá blaðamannafundinum hér á síðunni í samstarfi við SportTV og hér að ofan má sjá upptöku frá fundinum.

Lesa meira
 
Frá undirritun samstarfssamnings Borgun og KSÍ. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Haukur Oddsson forstjóri Borgunar undirrituðu samninginn

Nýr samstarfssamningur KSÍ og Borgunar undirritaður - 19.5.2010

Knattspyrnusamband Íslands og Borgun undirrituðu í dag samkomulag um áframhaldandi samstarf til næstu fjögurra ára (2010-2013).  Í samningnum felst stuðningur Borgunar við starfsemi KSÍ á öllum sviðum og nær samningurinn m.a. til allra landsliða Íslands af báðum kynjum.

Lesa meira
 
Ólafur Jóhannesson og Pétur Pétursson ráða ráðum sínum í leik gegn Skotum á Laugardalsvelli 2008

Viðtal við Óla Jó - Förum vel yfir sóknarleikinn - 19.5.2010

Á blaðamannafundi í dag í höfuðstöðvum KSÍ var tilkynntur landsliðshópur Íslands gegn Andorra.  Af því tilefni hitti heimasíðan Ólaf Jóhannesson, landsliðsþjálfara og ræddi við hann um hópinn og leikinn framundan.

Lesa meira
 
Heiðar Helguson

Tveir nýliðar í hópnum gegn Andorra - 19.5.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið landsliðshóp sinn er mætir Andorra í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 29. maí næstkomandi.  Tveir nýliðar eru í landsliðshópnum og í tuttugu manna landsliðshóp eru tíu leikmenn sem ennþá eru gjaldgengir U21 landsliðið.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009

Blaðamannafundur í beinni - Landsliðshópurinn tilkynntur - 18.5.2010

Miðvikudaginn 19. maí mun Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari tilkynna landsliðshóp sinn er mætir Andorra í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 29. maí kl. 16:00.  Haldinn verður blaðamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ kl. 13:00 þar sem hópurinn verður tilkynntur.  Sýnt verður beint frá fundinum hér á síðunni

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Fólk flykkist á Pepsi-deildina - 18.5.2010

Aðsókn á leiki Pepsi-deildar karla hefur verið með besta móti það sem af er mótinu en 1.515 áhorfendur hafa mætt að meðaltali á leikina tólf sem leiknir hafa verið.  Alls mættu 9.645 áhorfendur á leiki annarrar umferðar sem lauk í gærkvöldi.  Lesa meira
 
Berfættir Blikar

Berfættir Blikar á æfingu - 18.5.2010

Nú stendur yfir grasrótarvika UEFA og taka aðildarfélög þátt í henni með ýmsum hætti.  Hluti af vikunni er verkefni sem kallast má "Berfætt í boltanum".  Strákarnir í þriðja flokki Breiðabliks leystu skóþveng sinn og léku knattspyrnu á æfingu í gær berfættir. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala hafin á Ísland - Andorra - 18.5.2010

Í dag hófst miðasala á vináttulandsleik Íslands og Andorra sem fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 29. maí kl. 16:00.  Sem fyrr fer miðasala fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.  Miðaverði er stillt í hóf en miðar kosta í forsölu 2.000 og 1.000 krónur.  Börn 16 ára og yngri fá miða með 50% afslætti. Lesa meira
 
Frá Íslandsleikum Special Olympics í knattspyrnu 2010 sem haldnir voru á KR velli

Fjör og frábærir taktar á Íslandsleikum Special Olympics - 17.5.2010

Íslandsleikar Special Olympics fóru fram sunnudaginn 16. maí.  Íslandsleikar Special Olympics eru samstarfsverkefni Íþróttasambands fatlaðra og Knattspyrnusambands Íslands.  Íslandsleikarnir voru haldnir á KR svæðínu en KR var umsjónaraðili leikanna 2010 í samstarfi við ÍF og KSÍ.

Lesa meira
 
Leikskrá Grindavíkur 2010

Leikskrá knattspyrnudeildar Grindavíkur komin út - 17.5.2010

Leikskrá knattspyrnudeildar Grindavíkur er komin út, glæsilegri en nokkru sinni fyrr, eða alls 48 blaðsíður. Leikskránni hefur verið dreift í öll hús í Grindavík og verður jafnframt dreift á öllum heimaleikjum Grindavíkurliðanna í Pepsideild karla og kvenna.
Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Margir skiptu um félög í lok félagaskiptagluggans - 17.5.2010

Síðastliðinn laugardag var síðasti dagur félagaskipta og þurftu félagaskipti að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti þann dag.  Eins og alltaf var mikið um að vera og voru afgreidd 190 félagskipti síðustu tvo daga félagskiptagluggans Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Visa bikar karla - 2. umferð hefst í kvöld - 17.5.2010

Í kvöld hefst keppni í annarri umferð VISA bikars karla en þá mætast í Boganum á Akureyri, norðanliðin KA og Draupnir.  Þetta er eini leikur kvöldins en á morgun og miðvikudaginn fara hinir leikirnir fram.  Þá hófst keppni í VISA bikar kvenna um helgina.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Heimaleikjum ÍBV og Vals víxlað - 15.5.2010

Vegna öskufalls í Vestamannaeyjum hefur mótanefnd KSÍ ákveðið að víxla heimaleikjum ÍBV og Vals í Pepsi-deild karla.  Leikur þessara félaga átti að fara fram í dag, laugardag, í Vestmannaeyjum en verður þess í stað á Vodafonevellinum, mánudaginn 17. maí kl. 19:15.

Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

HK - Þróttur í beinni útsendingu hér á síðunni - 14.5.2010

Í kvöld, föstudagskvöld,  halda áfram tilraunútsendingar SportTV frá 1. deild karla en hægt er að horfa á leikinn hér á síðunni.  Á dagskránni í kvöld verður leikur HK og Þróttar og hefst leikurinn kl. 20:00 en útsending hefst um 10 mínútum fyrr.

Lesa meira
 
Grasrótarverkefni UEFA

Grasrótarvika hér á landi 13. - 19. maí - 12.5.2010

Þann 19. maí næstkomandi stendur UEFA (Knattspyrnusamband Evrópu) fyrir sérstökum Grasrótardegi (UEFA Grassroots Day).  Hér á landi verður haldin Grasrótarvika sem hefst á morgun, 13. maí og lýkur á sjálfan Grasrótardaginn 19. maí. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Fyrsta umferðin í Pepsi-deild kvenna á fimmtudag - 12.5.2010

Pepsi-deild kvenna hefur göngu sína á fimmtudag, uppstigningardag og er þá heil umferð á dagskránni.  Fjórir leikirnir hefjast kl. 14:00 en síðasti leikur umferðarinnar fer fram kl. 16:00 í Grindavík þar sem heimastúlkur taka á móti Þór/KA.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Góð aðsókn í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla - 12.5.2010

Aðsóknin á fyrstu umferðina í Pepsi-deild karla var mjög góð, sú næst besta undanfarin tíu keppnistímabil.  Alls mættu 8.529 áhorfendur á leiki fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla eða 1.422 að meðaltali.

Lesa meira
 
Fótboltablaðið 2010

Fótboltablaðið 2010 er komið út - 11.5.2010

Fótboltablaðið 2010 er glæsilegt 74 síðna blað sem fjallar um Pepsi-deild karla og kvenna sem og 1. deild karla. Mikið af flottu myndefni.  Blaðinu er dreift frítt á leikvöllum liða í Pepsi-deildinni sem og 1.deildinni.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Ávallt leikið til sigurs - 11.5.2010

Spennan í upphafi móts er mikil sem og væntingar leikmanna og stuðningsmanna. Þetta verður árið okkar - hugsa margir og segja - meðan aðrir segja fátt en stefna á sigur á hverjum leik. Hvert nýtt mót býður upp á ný tækifæri og alltaf gerist eitthvað óvænt. Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Beinar útsendingar frá 1. deild karla - 10.5.2010

Nú í kvöld hefjast tilraunaútsendingar SportTV frá 1. deild karla í knattspyrnu en sýndur verður í beinni útsendingu leikur Víkings og Fjarðabyggðar.  Hægt verður að horfa á þessar útsendingar hér á heimasíðu KSÍ.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn í fagráð úrvalsdómara - 10.5.2010

Kristinn Jakobsson hefur verið kosinn í einskonar fagráð úrvalsdómara, þ.e. UEFA dómarar sem eru í Elite og Premier hópum.  Það eru dómararnir sjálfir sem kjósa í þetta ráð. 

Lesa meira
 
Sending til Senegal á vegum ABC hjálparstarfs

Sending til Senegal - 10.5.2010

Á dögunum fór varðskipið Ægir með sendingu héðan frá Íslandi til Senegal með varning fyrir börn og unglinga þar í landi.  Það var ABC hjálparstarf sem stóð að sendingunni og leitaði til fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga og voru undirtektir mjög góðar.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - Fyrsti leikurinn í kvöld - 10.5.2010

Boltinn byrjaði að rúlla um helgina en þá var leikið í fyrstu umferð VISA bikarkeppninnar sem og keppni hófst í 1. deild karla.  Í kvöld er svo komið að Pepsi-deild karla en þá mæta Íslandsmeistarar FH á Vodafonevöllinn og leika gegn heimamönnum í Val.  Leikurinn hefst kl. 19:15.

Lesa meira
 
Frá súpufundi um skaðsemi munntóbaks

Þriðji súpufundur KSÍ - Munntóbaksnotkun - 10.5.2010

Á dögunum var haldinn þriðji súpufundur KSÍ en þar hélt Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð, erindi um munntóbaksnotkun.  Hér  má sjá myndband af erindi Viðars.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Staðfest niðurröðun í mótum sumarsins 2010 - 10.5.2010

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í yngri aldursflokkum og í eldri flokki karla. Þar með hafa nánast allir leikir sumarsins verið staðfestir. Eftir er að gefa út niðurröðun leikja í Polla- og Hnátumóti KSÍ (6. flokkur) og setja inn nokkrar úrslitakeppnir í 7 manna bolta.

Lesa meira
 
Valur

Valur sigraði í Meistarakeppni kvenna - 8.5.2010

Breiðablik tryggði sér sigur í Meistarakeppni kvenna þegar þær lögðu Breiðablik í úrslitaleik.  Leikið var í Kórnum og lauk leiknum með 4 - 0 sigri Vals eftir að að hafa leitt með einu marki þegar flautað var til leikhlés. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Boltinn byrjaður að rúlla - Fjölmargir leikir um helgina - 7.5.2010

Keppni í VISA bikarnum hófst í gær þegar að Víkingur Ólafsvík lagði Létti að velli.  Áfram verður leikið í fyrstu umferð keppninnar í kvöld og lýkur svo umferðinni um helgina.  Þá er leikið til úrslita í B deild karla og C deild kvenna í Lengjubikarnum.  Þá hefst 1. deild karla á sunnudaginn og verður leikin heil umferð.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Kynningarfundur Pepsi-deildanna - Viðtal við Ólaf Þórðarson - 7.5.2010

Kynningarfundur Pepsi-deildanna var haldinn í gær í Háskólabíói þar sem m.a. birt var spá forráðamanna í Pepsi-deildunum um gengi liðanna í sumar.  Hér má sjá viðtal við Ólaf Þórðarson, þjálfara karlaliðs Fylkis, sem tekið var á fundinum.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Kynningarfundur Pepsi-deildanna - Viðtal við Bjarna Jóhannsson - 7.5.2010

Kynningarfundur Pepsi-deildanna var haldinn í gær í Háskólabíói þar sem m.a. birt var spá forráðamanna í Pepsi-deildunum um gengi liðanna í sumar.  Hér má sjá viðtal við Bjarna Jóhannsson, þjálfara karlaliðs Stjörnunnar, sem tekið var á fundinum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Meistarakeppni kvenna - Valur mætir Breiðabliki í Kórnum - 6.5.2010

Valur og Breiðablik mætast á morgun, föstudaginn 7. maí, í Meistarakeppni kvenna og fer leikurinn fram kl. 20:00 í Kórnum.  Í þessum leik mætast Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta árs en Valur vann tvöfalt í fyrra og mætir því liðinu sem hafnaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar, Breiðabliki. Lesa meira
 
Frá súpufundi um skaðsemi munntóbaks

Súpufundur KSÍ - Fjallað um munntóbaksnotkun - 6.5.2010

Í hádeginu í dag var haldinn þriðji súpufundur KSÍ en þar hélt Viðar Jensson,  verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð, erindi þar sem hann fjallaði vítt og breitt um munntóbaksnotkun.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Val og KR spáð sigri í Pepsi-deildunum - 6.5.2010

Á kynningarfundi Pepsi-deildanna sem haldinn var í Háskólabíói í dag voru kynntar spár forráðamanna liðanna í deildunum.  Spárnar hljóðuðu upp á  að Íslandsmeistarar Vals verji titil sinn í Pepsi-deild kvenna en KR er spáð titlinum í Pepsi-deild karla.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Kynningarfundur Pepsi-deildanna í dag - 6.5.2010

Kynningarfundur Pepsi-deilda karla og kvenna fer fram í Háskólabíói í dag, fimmtudag og hefst kl. 16:00.  Á fundinn mæta fulltrúar liðanna í deildunum tveimur (þjálfarar, fyrirliðar, og aðrir).  Meðal efnis á fundinum er að sjálfsögðu hin sívinsæla spá um lokastöðu liða.

Lesa meira
 
Grasrótarverkefni UEFA

Grasrótardagur UEFA - Berfætt í boltaleik - 6.5.2010

Þann 19. maí næstkomandi stendur UEFA (Knattspyrnusamband Evrópu) fyrir sérstökum Grasrótardegi (UEFA Grassroots Day).  Dagurinn 19. maí er ekki valinn af tilviljun, heldur er þessi dagur sérstaklega valinn til að tengja verkefnið úrslitaleik Meistaradeildar UEFA

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar laugardaginn 15. maí - 5.5.2010

Laugardaginn 15. maí næstkomandi er síðasti dagur félagaskipta en félagaskipti verða ekki heimil fyrir meistaraflokksleikmenn aftur fyrr en 15. júlí nema fyrir þá leikmenn sem koma til baka af tímabundnum félagaskiptum. 

Lesa meira
 
Álftanes

Leikmaður úrskurðaður í 5 mánaða bann - 5.5.2010

Á fundi Aga-og úrskurðarnefndar KSÍ, 4. maí 2010, var Haukur Þorsteinsson, Álftanesi, úrskurðaður í tímabundið leikbann til 5 mánaða vegna atvika í leik Álftanes og KFK í mfl. karla 24. apríl 2010.

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Leikmaður í banni - Fær þitt félag ekki örugglega tölvupóst? - 5.5.2010

Samkvæmt reglugerð KSÍ um aga-og úrskurðarmál eru úrskurðir Aga-og úrskurðarnefndar sendir með tölvupósti til aðilarfélaga.  Áríðandi er að öll aðildarfélög KSÍ athugi að rétt tölvupóstföng séu skráð hjá sambandinu vegna úrskurða Aga-og úrskurðarnefndar. 

Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Óúttekin leikbönn í meistaraflokki 2010 - 5.5.2010

Á hverju vori fær skrifstofa KSÍ ótalmargar fyrirspurnir um óúttekin leikbönn frá síðustu leiktíð. Ævinlega er félögum bent á að þeim hafi verið tilkynnt um leikbönn með tölvupósti og það sé á þeirra ábyrgð að gæta þess að leikmenn sem eigi eftir að taka út leikbönn geri svo eða sbr. starfsreglur Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ:

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - Þrjár innáskiptingar í VISA bikarnum - 5.5.2010

Keppni í VISA bikar karla hefst á fimmtudaginn þegar að Léttir og Víkingur Ólafsvík mætast á ÍR vellinum.  Fyrstu umferðinni lýkur svo um helgina en önnur umferðin hefst 17. maí.  Vert er að vekja athygli félaga á því að það eru leyfðar þrjár innáskiptingar í VISA bikarnum, aðeins í 3. deild karla og 1. deild kvenna eru leyfðar 5 innáskiptingar.

Lesa meira
 
FH

FH tryggði sér sigur í Meistarakeppni KSÍ - 5.5.2010

FH vann sigur í Meistarakeppni KSÍ með því að leggja Breiðablik í úrslitaleik.  Lokatölur leiksins urðu 1 - 0 Hafnfirðingum í vil eftir að staðan var markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja Kórsins í leikhléi. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Heimaleikjum víxlað hjá Breiðablik og Keflavík - 4.5.2010

Vegna vallaraðstæðna í Reykjanesbæ hefur heimaleikjum Breiðabliks og Keflavíkur í Pepsi-deild karla verið víxlað. Eftirfarandi leikir breytast því:

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Meistarar mætast í Kórnum í kvöld - 4.5.2010

Í kvöld kl. 19:00 verður leikið í Meistarakeppni karla í Kórnum en þá mætast FH og Breiðablik.  Þetta er lokahnykkurinn á undirbúningi liðanna fyrir Pepsi-deildina sem hefst eftir rétta viku.  Íslandsmeistarar FH eru núverandi handhafar titilsins en Blikar hafa ekki áður unnið þennan titil.

Lesa meira
 
Úr leik Álftaness og Berserkja í 3. deild karla 2007

Niðurröðun staðfest í 1. deild kvenna og 3. deild karla fyrir 2010 - 4.5.2010

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun í 1. deild kvenna og 3. deild karla og hefur niðurröðunin verið birt hér á heimasíðu KSÍ.  Mikilvægt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikarinn hefst á fimmtudaginn - Ertu skráður í rétt félag? - 3.5.2010

Næstkomandi fimmtudag hefst keppni í VISA bikar karla þegar að Léttir og Víkingur Ólafsvík mætast.  Tveir leikir eru svo á föstudag og fyrsta umferðin klárast svo um helgina.  Nokkur ný félög eru skráð til leiks í bikarkeppninni og er vert að minna á að leikmenn þurfa að vera skráðir í viðkomandi félag.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar kvenna - Valur vann í fjórða skiptið - 3.5.2010

Það voru Valsstúlkur sem tryggðu sér sigur í A deild Lengjubikars kvenna þegar þær lögðu Fylki að velli í úrslitaleik.   Lokatölur urðu 2 - 0 Val í vil og er þetta í fjórða skiptið sem Valur hampar þessum titli.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Kynningarfundur Pepsi-deildanna 2010 á fimmtudag - 3.5.2010

Kynningarfundur Pepsi-deilda karla og kvenna fer fram í Háskólabíói á fimmtudag og hefst kl. 16:00.  Á fundinn mæta fulltrúar liðanna í deildunum tveimur (þjálfarar, fyrirliðar, og aðrir).  Meðal efnis á fundinum er að sjálfsögðu hin sívinsæla spá um lokastöðu liða.

Lesa meira
 
Handbók leikja 2010

Handbók leikja 2010 komin út - 3.5.2010

Handbók leikja 2010 er komin út, en hún inniheldur ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir aðildarfélög KSÍ.  Í Handbók leikja eru ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja, yfirlit yfir reglur og kröfur sem gerðar eru varðandi hina ýmsu þætti.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - KR meistari í A deild - 2.5.2010

Það var KR sem tryggði sér sigur í Lengjubikarnum, A deild karla, þegar þeir lögðu Breiðablik í úrslitaleik.  Lokatölur urðu 2 - 1 Vesturbæingum í vil en þeir leiddu með tveimur mörkum þegar gengið var til leikhlés.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög