Fréttir

Lengjubikarinn

Lengjubikarinn - Leikið til úrslita í A deild karla og kvenna um helgina - 30.4.2010

Nú um helgina fara fram úrslitaleikir í A deild Lengjubikars karla og kvenna og fara þeir báðir fram í Kórnum.  Á laugardaginn kl. 16:00 leika Breiðablik og KR til úrslita í A deild karla en sunnudagurinn mun bjóða upp á viðureign Fylkis og Vals í A deild kvenna kl. 14:00.  Báðir úrslitaleikirnir fara fram í Kórnum.

Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Samningsskylda hjá félögum í Pepsi-deild karla frá 1. maí - 28.4.2010

Vert er að minna á ákvæði um samningsskyldu leikmanna í Pepsi-deild karla eins og fram kemur í grein 23.4 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.  Ákvæði þetta verður virkt þann 1. maí ár hvert og verða þá allir leikmenn sem taka þátt í opinberum knattspyrnuleikjum í meistaraflokki með félagi sem á sæti í Pepsi-deild karla að vera á samningi. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland niður um eitt sæti á styrkleikalista karla hjá FIFA - 28.4.2010

Karlalandslið Íslands fellur niður um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA  sem gefinn var út í morgun.  Ísland er nú í 91. sæti en það eru Brasilíumenn sem steypa Spánverjum úr efsta sæti listans.  Mótherjar Íslands í riðlakeppni EM 2012, Portúgal, eru svo í þriðja sæti listans.

Lesa meira
 
IMG_4046

Súpufundur KSÍ fer fram í hádeginu fimmtudaginn 6. maí - 28.4.2010

Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn fimmtudaginn 6. maí. Að þessu sinni mun Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð, mæta á svæðið og flytja erindi um munntóbaksnotkun innan knattspyrnuhreyfingarinnar.

Lesa meira
 
bolti_i_marki

Lengjubikarinn – Dregur til tíðinda - 28.4.2010

Nú fer heldur betur að draga til tíðinda í Lengjubikarnum hjá körlum og konum en framundan eru úrslitaleikir deildanna enda styttist óðfluga í að Íslandsmótið hefjist.  Úrslitaleikur í A deild karla fer fram á laugardaginn en í A deildinni hjá konunum verður leikið til úrslita á sunnudaginn.

Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

Úrtaksæfingar á Austurlandi fyrir U16 og U17 karla - 27.4.2010

Næstkomandi sunnudag verða úrtaksæfingar í Fjarðabyggðahöllinni á Reyðarfirði hjá U16 og U17 karla.  Landsliðsþjálfararnir Freyr Sverrisson og Gunnar Guðmundsson hafa valið 27 leikmenn frá átta félögum á Austurlandi fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegur leikmaður með Einherja - 26.4.2010

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Ivo Bencun lék ólöglegur með Einherja gegn Huginn/Spyrni í C deild Lengjubikars karla.  Í samræmi við ofangreinda reglugerð eru úrslit leiksins skráð 0-3.

Lesa meira
 
Fram-Throttur-2008

Mótanefnd staðfestir niðurröðun í landsdeildum og bikarkeppni - 26.4.2010

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í landsdeildum karla og kvenna sem og VISA bikar karla og kvenna.  Vinsamlegast takið öll eldri drög úr umferð. Ef breytingar verða gerðar á einstökum leikjum verður það tilkynnt með tölvupósti.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Ráðstefna um störf íþróttaþjálfara - 26.4.2010

Föstudaginn 30.apríl næstkomandi standa Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttafræðasetur HÍ fyrir ráðstefnu með yfirskriftinni "Starf íþróttaþjálfara". Ráðstefnan verður haldin í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og hefst kl.13:00. Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Úrtaksæfingar hjá U16 karla í Boganum um komandi helgi - 26.4.2010

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið 17 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Boganum á Akureyri og eru eingöngu valdir leikmenn frá félagsliðum á Norðurlandi.

Lesa meira
 
Frá landsdómararáðstefnu í apríl 2010

Landsdómarar með ráðstefnu um helgina - 26.4.2010

Um nýliðna helgi fór fram landsdómararáðstefna en þar undirbúa dómarar sig fyrir komandi Íslandsmót.  52 landsdómarar voru á ráðstefnunni og var fjölbreytt dagskrá að venju.  Verklegar æfingar fóru fram í Egilshöllinni en ráðstefnan að öðru leyti fór fram í höfuðstöðvum KSÍ.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit A deildar karla á sunnudaginn - 23.4.2010

Undanúrslit A deildar Lengjubikars karla fara fram á sunnudaginn en Fram, KR, Valur og Breiðablik leika til undanúrslita í þetta skiptið.  Leikirnir fara fram á sunnudaginn, 25. apríl og leika Fram og Breiðablik í Kórnum kl. 17:00 en kl. 19:00 mætast Valur og KR í Egilshöllinni. 

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Átta liða úrslit A deildar Lengjubikars karla í dag - 22.4.2010

Í dag, fimmtudag, fara fram 8 liða úrslit í A deild Lengjubikars karla og eru fjórir hörkuleikir á dagskránni.  Sigurvegarar dagsins mætast svo í undanúrslitum og verða þau leikin næstkomandi sunnudag og/eða mánudag.

Lesa meira
 
Steen Gleie

Fyrirlestur um afreksþjálfum efnilegra leikmanna í Danmörku - 21.4.2010

Knattspyrnuþjálfararfélag Íslands og Knattspyrnusamband Íslands halda fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 29. apríl kl. 17:00-18:30.  Fyrirlesari er Steen Gleie en hann hefur umsjón með uppsetningu afreksþjálfunar efnilegra leikmanna í Danmörku

Lesa meira
 
UEFA KISS Workshop - Belfast 2010

Fjallað um viðburðastjórnun í Belfast - 21.4.2010

Ómar Smárason og Gunnar Gylfason, starfsmenn KSÍ, sóttu í síðustu viku UEFA námskeið sem haldið var í Belfast á Norður-Írlandi.  Umfjöllunarefni námskeiðsins var viðburðastjórnun með áherslu á öryggismál og tengsl við stuðningsmenn. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands - KSÍ

Endurmenntun þjálfara - Viðtal við Willum Þór Þórsson - 20.4.2010

Meðfylgjandi er viðtal við Willum Þór Þórsson

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Vináttulandsleikur við Andorra á Laugardalsvelli 29. maí - 20.4.2010

Knattspyrnusambönd Íslands og Andorra hafa komist að samkomulagi um að þjóðirnar leiki vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 29. maí næstkomandi.  Þetta er í fjórða skiptið sem karlalandslið þjóðanna en Íslendingar hafa sigrað Andorra í leikjunum þremur.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Viðureignir 8 liða úrslita A-deildar Lengjubikars karla - 19.4.2010

Í gær lauk riðlakeppni A deildar Lengjubikars karla og er ljóst hvaða félög mætast í 8 liða úrslitum sem fara fram á fimmtudaginn, sumardaginn fyrsta.  Boðið verður uppá fjóra hörkuleiki þann dag.

Lesa meira
 
Stjarnan

Fótboltaæfingar fyrir börn með sérþarfir - 19.4.2010

Nú eru að fara af stað fótboltaæfingar fyrir börn með sérþarfir í Ásgarði í Garðabæ, n.k. laugardag 24. apríl frá kl. 11:00 til 12:00. Þetta verkefni er sett af stað með styrk frá Velferðarsjóði barna og Íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar og er undir merkjum Stjörnunnar í Garðabæ.

Lesa meira
 
Valgeir Valgeirsson kastar upp peningi, Reynir Leósson og Guðmundur Steinarsson fylgjast spenntir með

Aðgönguskírteini fyrir dómara 2010 - 16.4.2010

Þeir dómarar sem dæmt hafa tilskilinn fjölda leikja og hafa sent skrifstofu KSÍ mynd af sér, geta sótt aðgönguskírteini sín á skrifstofu KSÍ.  Þeir sem ekki hafa sent inn mynd eru hvattir til þess að gera það hið fyrsta á ksi@ksi.is.

Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Að vera eða vera ekki rangstæður! - 15.4.2010

Það er fátt sem knattspyrnuáhugamenn karpa meira um sín á milli heldur en rangstöðuregluna, þ.e. hvenær leikmaður er rangstæður og hvenær ekki.  Þó svo að grein 11 í knattspyrnulögunum, sem fjallar um rangstöðu, láti ekki mikið yfir sér þá reynist hún oft þeim mun erfiðari í framkvæmd.

Lesa meira
 
Akureyrarvöllur

Fundað með félögum á Norð-Austurlandi 21. apríl - 14.4.2010

Miðvikudaginn 21. apríl boðar KSÍ til fundar með aðildarfélögum sínum á Norð-Austurlandi og verður fundurinn á Hótel KEA á Akureyri kl. 17:00.  Fundurinn átti upphaflega að vera 19. apríl en hefur nú verið færður aftur um tvo daga.

Lesa meira
 
Álftanes

Ólöglegur leikmaður Álftaness - 13.4.2010

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni kvenna hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Halla Jónasdóttir  lék ólögleg með Álftanesi gegn HK/Víking í Lengjubikar kvenna, 28. mars síðastliðinn.  Halla er skráð í Stjörnuna.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegur leikmaður með Dalvík/Reyni - 13.4.2010

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Eiríkur Páll Aðalsteinsson var í leikbanni þegar hann lék með Dalvík/Reyni gegn KS/Leiftri.  Í samræmi við ofangreinda reglugerð eru úrslit leiksins skráð 0-3.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegur leikmaður hjá Hugin/Spyrni - 13.4.2010

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Karl Kristján Benediktsson lék ólöglegur þegar hann lék með Hugin/Spyrni gegn Samherjum í Lengjubikar karla, 11. apríl síðastliðinn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir mál vegna leyfisferlisins 2010 - 13.4.2010

Á fundum leyfisráðs 16. og 23. mars voru teknar fyrir umsóknir félaga um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla og 1. deild karla.  Við leyfisveitingu samþykkti leyfisráðið að vísa fjórum málum til aga- og úrskurðarnefndar til afgreiðslu.  Nefndin hefur nú tekið málin fyrir og úrskurðað samkvæmt 8. grein leyfisreglugerðarinnar.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson formaður KSÍ ræðir við unga knattspyrnumenn

Fundað með félögum á Austurlandi - 13.4.2010

Í gær fór fram á Fjarðarhóteli á Reyðarfirði, fundur KSÍ með aðildarfélögum á Austurlandi.  Þetta var fyrsti fundurinn sem haldinn er á félögunum á þessu ári en næst verður fundað með félögum á Norð-Austurlandi og fer sá fundur fram mánudaginn 19. apríl á Akureyri. Lesa meira
 
Álftanes

Ólöglegur leikmaður hjá Álftanesi - 9.4.2010

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni kvenna hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Halla Jónasdóttir  lék ólögleg með Álftanesi gegn Selfossi í Lengjubikar kvenna, 1. apríl síðastliðinn.  Halla er skráð í Stjörnuna.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands - KSÍ

Annar súpufundur KSÍ - Rætt var um spilafíkn - 9.4.2010

Annar súpufundur KSÍ fór fram í gær en þar mætti Ásgrímur Jörundsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ og hélt erindi um spilafíkn.  Ríflega 30 manns hlýddu á fróðlegan fyrirlestur Ásgríms og hér má sjá fyrirlesturinn á myndbandi.

Lesa meira
 
Víkingur Ólafsvík

Víkingur Ólafsvík leitar eftir þjálfara fyrir stúlknaflokka - 9.4.2010

Víkingur Ólafsvík óskar að ráða þjálfara til starfa.  Starfið felst í þjálfun allrra stúlknaflokka félagsins.  Leitað er áhugasömum starfskrafti sem hefur mikla reynslu og er tilbúinn að koma frekari uppbyggingu knattspyrnunnar á Snæfellsnesi. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tímabundin störf hjá KSÍ í boði - 9.4.2010

Knattspyrnusamband Íslands auglýsir eftir tveimur starfsmönnum í tímabundin störf en um er að ræða átaksverkefni sem einungis er ætlað þeim sem eiga bótarétt.  Um er að ræða annarsvegar starf við skráningu leikskýrslna og upplýsinga og hinsvegar um að hafa yfirumsjón með sérstöku átaksverkefni í knattþrautum. 

Lesa meira
 
Frá undirritun samstarfssamnings Íslenskra Getrauna og KSÍ í april 2010

Samstarfssamningur KSÍ og Íslenskra Getrauna endurnýjaður - 8.4.2010

Í dag var endurnýjaður samstarfssamningur á milli Knattspyrnusambands Íslands og Íslenskra getrauna.  Íslenskar getraunir hafa verið einn traustasti samstarfsaðli knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi til fjölda ára og því mikið ánægjuefni að þetta samstarf haldi áfram. Nýr samstarfssamningur gildir til loka árs 2013.

Lesa meira
 
Stefán Runólfsson og Geir Þorsteinsson formaður KSÍ

Stefán Runólfsson gaf KSÍ bókagjöf - 8.4.2010

Stefán Runólfsson afhenti Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ í dag áritað eintak af æviminningum sínum.  Stefán um árabil formaður ÍBV og gegndi meðal annars formennsku hjá félaginu þegar Eyjamenn urðu bikarmeistarar árið 1968, fyrstir allra liða utan Reykjavíkur.

Lesa meira
 
Leiknir Reykjavík

Ólöglegur leikmaður hjá Leikni Reykjavík - 7.4.2010

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Halldór Kristinn Halldórsson var í leikbanni þegar hann lék með Leikni R. gegn FH í Lengjubikar karla, 1. apríl síðastliðinn.

Lesa meira
 
Fellavöllur í Fellabæ var vígður 11. janúar 2008

Fundað með aðildarfélögum á Austurlandi 12. apríl - 7.4.2010

Mánudaginn 12. apríl  nk. boðar KSÍ til fundar með aðildarfélögum á Austurlandi á Fjarðarhóteli Reyðarfirði kl. 16.00.  Á fundinn mæta fyrir hönd KSÍ Árni Ólason landshlutafulltrúi, Geir Þorsteinsson formaður, Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri og Birkir Sveinsson mótastjóri.

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Fundur með aðildarfélögum á Norð-Austurlandi - 7.4.2010

Mánudaginn 19. apríl  nk. boðar KSÍ til fundar með aðildarfélögum á Norð-Austurlandi á Hótel KEA á Akureyri kl. 17.00.  Á fundinn mæta fyrir hönd KSÍ Björn Friðþjófsson landshlutafulltrúi, Geir Þorsteinsson formaður, Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri og Birkir Sveinsson mótastjóri.

 

Lesa meira
 
Vignir Þormóðsson

Knattspyrna fyrir alla - 6.4.2010

Grasrótar-knattspyrna hefur alla  tíð leikið stórt hlutverk í knattspyrnuflórunni og er mikilvægur hluti þeirrar staðreyndar að þessi íþrótt sem er okkur svo kær sé svona vinsæl um allan heim.  En hvað er grasrótarknattspyrna?

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegir leikmenn hjá KFK - 6.4.2010

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Halldór Þór Halldórsson og Hafþór Jóhannsson léku ólöglegir með KFK í leik gegn Létti sem fram fór í C deild Lengjubikars karla, 27. mars síðastliðinn. 

Lesa meira
 
FIFA_domari

Héraðsdómaranámskeið í Hamri mánudaginn 12. apríl - 6.4.2010

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Hamri, Akureyri,  mánudaginn 12. apríl kl. 20:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið hjá ÍA á Jaðarsbökkum - 6.4.2010

Unglingadómaranámskeið hjá ÍA verður haldið á Jaðarsbökkum miðvikudaginn 7. apríl kl. 17:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

U19 stelpurnar töpuðu fyrir Tékklandi - 1.4.2010

Lokaumferð milliriðils U19 kvenna fór fram í dag.  Stelpurnar okkar í U19 töpuðu 1-2 fyrir Tékklandi og hafna því í neðsta sæti riðilsins.  Hið sorglega er að ef Ísland hefði unnið leikinn hefði liðið tryggt sér sæti í úrslitakeppni EM annað árið í röð.

Lesa meira
 
EURO 2012

Aprílgabbið 2010:  Dregið aftur í töfluröð í undankeppni EM 2012 - 1.4.2010

Í gær barst sú tilkynning frá UEFA að mistök hafi átt sér stað þegar dregið var í töfluröð fyrir riðla í undankeppni EM 2012.  Dregið var í töfluröð 25. mars og átti Ísland að leika fyrsta leikinn í undankeppninni 3. september, gegn Norðmönnum á Laugardalsvellinum. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög