Fréttir

Páskaungar

Páskakveðja frá KSÍ - Gleðilega páska - 31.3.2010

Knattspyrnusamband Íslands sendir landsmönnum öllum sínar óskir um gleðilega páskahátíð.  Skrifstofa KSÍ verður lokuð um páskahátíðina en opnar að nýju, kl. 08:00, þriðjudaginn 6. apríl. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Tékkum - 31.3.2010

Stelpurnar í U19 kvenna leika lokaleik sinn í milliriðli fyrir EM en leikið er í Rússlandi.  Mótherjarnir eru Tékkar og hefst leikurinn kl. 11:00 að íslenskum tíma.  Á sama tíma leika Spánn og Rússland.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Þriggja marka sigur á Króötum - 31.3.2010

Íslenska kvennalandsliðið bar í dag sigurorð af Króötum í undankeppni fyrir HM 2011.  Leikið var í Króatíu og urðu lokatölur 3 - 0 fyrir Íslendinga eftir að staðan hafði verið 2 - 0 í leikhléi.  Þær Katrín Jónsdóttir, Rakel Logadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörk Íslendinga.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ánægjukönnun á meðal leyfisumsækjenda 2010 - 31.3.2010

Að loknu leyfisferlinu á ári hverju fer fram svokallað árlegt endurmat, að kröfu UEFA, þar sem farið er yfir alla þætti kerfisins og skoðað hvað vel hefur gengið og hvað mætti betur fara.  Svör bárust frá 19 félögum af þeim 24 sem undirgengust leyfiskerfið að þessu sinni.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA - 31.3.2010

Íslenska karlalandsliðið fór upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun.  Ísland er í 90. sæti listans en Spánverjar eru sem fyrr á toppnum og Brasilía kemur skammt á eftir.  Mótherjar Íslendinga í undankeppni EM 2012, Portúgal, er í fjórða sæti listans.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Byrjunarliðið er mætir Króatíu kl. 13:30 - 30.3.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Króatíu í undankeppni HM en leikið er í Króatíu.  Leikurinn hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma og gerir Sigurður Ragnar eina breytingu frá byrjunarliðinu sem bar sigur af Serbíu síðastliðinn laugardag.  Rakel Hönnudóttir kemur inn í liðið í stað Dóru Maríu Lárusdóttur.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Opna Norðurlandamótið í Finnlandi í ágúst - 30.3.2010

Leikjaniðurröðun er tilbúin fyrir Opna Norðurlandamót U17 karla en leikið verður í Finnlandi dagana 3. - 8. ágúst.  Íslendingar leika í A riðli með Finnum Dönum og Englendingum.  Í hinum riðlinum leika Svíar, Skotar, Norðmenn og Færeyingar.

Lesa meira
 
Vígalegt dómaratrío.  Frá vinstri: Ólafur Böðvar Helgason, Kristinn Jakobsson og Hlynur Áskelsson

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ 12. apríl - 30.3.2010

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 12. apríl kl. 19:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.

Lesa meira
 
IMG_4047

Súpufundur KSÍ fer fram í hádeginu fimmtudaginn 8. apríl - 30.3.2010

Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn fimmtudaginn 8. apríl. Óhætt er að segja að súpufundir KSÍ hafi farið vel af stað en yfir 90 manns mættu á fyrsta fundinn. Líkt og á fyrsta fundinum verður fyrirkomulagið 30 mínútna fyrirlestur og svör við spurningum. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 23. - 25. apríl - 29.3.2010

Helgina 23.-25. apríl mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 stig í KSÍ B prófinu (UEFA B prófinu). Námskeiðið er upphafið af KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráðu.

Lesa meira
 
UEFA

Grasrótarstarf KSÍ fær fjórðu stjörnuna - 29.3.2010

Framkvæmdastjórn UEFA tilkynnti á dögunum að Grasrótarstarf KSÍ hefði fengið úthlutað fjörðu stjörnunni en stjarnan er gefin m.a. fyrir átaksverkefni í knattspyrnu fyrir fatlaða.  KSÍ var samþykkt inn í Grasrótarsáttmála UEFA árið 2008 og var þá 30. þjóðin til að ná inn í þann sáttmála. Lesa meira
 
U19 kvenna á æfingu í Rússlandi

U19 kvenna - Naumt tap gegn Rússum - 29.3.2010

Stelpurnar í U19 töpuðu naumlega gegn Rússum í dag en þetta var annar leikur liðsins í milliriðli fyrir EM.  Rússar komust yfir á 37. mínútu og var það eina mark leiksins.  Fyrr í dag unnu Spánverjar Tékka með fimm mörkum gegn engu.

Lesa meira
 
Gísli Gíslason

Um fótbolta - 29.3.2010

Sem betur fer býr íslensk íþróttahreyfing að ósérhlífnu fólki sem leggur metnað sinn og orku í uppeldi íþróttafólks.  Satt að segja er það ekki heiglum hent að reka íþróttafélög, en engan þekki ég sem vex verkefnið í augum eða hefur áhyggjur af því sem leysa þarf.  Þess vegna verður til íslenskt afreksfólk í ótrúlegum mæli.  Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands, U19 kvenna, gegn Spánverjum í milliriðli EM.  Leikið í Rússlandi í mars 2010

U19 kvenna - Leikið við Rússa í dag - 29.3.2010

Stelpurnar í U19 mæta í dag Rússum í milliriðli fyrir EM en riðillinn er leikinn í Rússlandi.  Þetta er annar leikur íslenska liðsins en sigur vannst á Spánverjum í fyrsta leik 3 - 2.  Rússar höfðu líka sigur í sínum fyrsta leik, lögðu Tékka 6 - 0.

Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir

Sætur sigur á Serbíu - 28.3.2010

Íslenska kvennalandsliðið vann ákaflega sætan sigur á Serbíu í undankeppni HM 2011 en leikið var í Banatski Dvor.  Lokatölur urðu 2 - 0 Íslandi í vil eftir að markalaust hafði verið í hálfleik.  Það var Hólmfríður Magnúsdóttir sem skoraði bæði mörk Íslands.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Baráttusigur í fyrsta leik - 27.3.2010

Stelpurnar í U19 unnu í dag baráttusigur á stöllum sínum frá Spáni en leikurinn var fyrsti leikur liðsins í milliriðli fyrir EM.  Íslensku stelpurnar höfðu sigur, 3-2 eftir að hafa verið undir í hálfleik, 1-2.  Næsti leikur Íslands er á mánudaginn þegar leikið verður við heimastúlkur í Rússlandi. 

 

Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Serbum tilbúið - 26.3.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Serbum á morgun en leikið verður í Banatski Dvor.  Leikurinn er í undankeppni fyrir HM 2011 og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
U19 kvenna á æfingu í Rússlandi

U19 kvenna mætir Spánverjum í milliriðli EM - 26.3.2010

Stelpurnar í U19 landsliðinu hefja leik í fyrramálið, laugardaginn 28. mars, í milliriðli fyrir EM.  Leikið er í Rússlandi en fyrstu mótherjar íslenska liðsins verða Spánverjar en hinn leikurinn í riðlinum verður á milli Rússa og Tékka.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ 63 ára í dag - 26.3.2010

Í dag, föstudaginn 26. mars, er Knattspyrnusamband Íslands 63 ára.  Fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu KSÍ 26. mars 1947 og var Agnar Klemens Jónsson fyrsti formaður KSÍ.

Lesa meira
 
myndasafn-2010-front

Nýr myndavefur KSÍ - 25.3.2010

Myndavefur KSÍ hefur farið í gegnum miklar breytingar að undanförnu og hefur nýr myndavefur nú verið settur í loftið.  Nýi myndavefurinn veitir knattspyrnuháhugafólki auðveldan aðgang að myndasafni KSÍ, sem telur tugþúsundir mynda frá ýmsum skeiðum íslenskrar knattspyrnusögu. Lesa meira
 
EURO 2012

Leikdagar Íslands í undakeppni EM 2012 tilbúnir - 25.3.2010

Í dag var dregið um leikdaga í riðli Íslands í undankeppni EM 2012 en dregið var á fundi framkvæmdastjórnar UEFA sem fram fer í Tel Aviv.  Íslendingar byrja leik í keppninni með því að taka á móti Norðmönnum á heimavelli, 3. september næstkomandi.

Lesa meira
 
Gylfi_Orrason_Breidablik_HK

Unglingadómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ - 8. apríl - 25.3.2010

Unglingadómaranámskeið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 8. apríl   kl. 18:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið á Þórshöfn - 25.3.2010

Unglingadómaranámskeið á verður haldið á Þórshöfn laugardaginn 27. mars  kl. 13:30.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
A landslið karla

Markalaust jafntefli gegn Mexíkó í Charlotte - 25.3.2010

Ísland og Mexíkó gerðu markalaust jafntefli í vináttulandsleik sem fór fram í nótt en leikið var á Bank of America vellinum í Charlotte.  Hið unga íslenska lið gaf Mexíkóum ekkert eftir og gáfu fá færi á sér.  Stemningin á vellinum var eins og best verður á kosið, 63.227 manns mættu á völlinn og voru vel með á nótunum.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið í vináttulandsleik gegn Færeyjum í Kórnum 2010

Byrjunarlið Íslands gegn Mexíkó - 24.3.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Mexíkó í vináttulandsleik í kvöld en leikið verður í Charlotte.  Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 23:50.  Ólafur stillir upp sama byrjunarliði og lék gegn Færeyingum síðastliðinn sunnudag.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið um leikdaga á fimmtudag - 24.3.2010

Á morgun, fimmtudaginn 25. mars, hefst fundur framkvæmdastjórnar UEFA í Tel Aviv og þar verður dregið um leikdaga í riðli Íslands í undankeppni EM 2010. Ekki tókst að semja um leikdaga á fundi þjóðanna fyrr í þessum mánuði og verður því dregið um hvenær leikið verður.

Lesa meira
 
ÍA, HK og Víkingur R.

Þrjú félög í 1. deild uppfylla einnig allar lykilkröfur í Pepsi-deild - 23.3.2010

Þrjú félög í 1. deild karla uppfylla ekki eingöngu allar lykilkröfur leyfisreglugerðarinnar fyrir félög í 1. deild, heldur uppfylla þau einnig allar lykilkröfur fyrir félög í Pepsi-deildinni.  Þessi félög eru HK, ÍA og Víkingur R.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Mist inn í hópinn fyrir leikina gegn Serbíu og Króatíu - 23.3.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt breytingu á A landsliði kvenna sem mætir Serbum og Króötum nú í mars.  Erna B. Sigurðardóttir er meidd og í hennar stað hefur Mist Edvardsdóttir, KR, verið valin.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Átta þátttökuleyfi veitt á fundi leyfisráðs - 23.3.2010

Leyfisráð tók í dag fyrir leyfisumsóknir 8 félaga, þriggja félaga úr 1. deild karla og fimm félaga úr Pepsi-deild karla.  Félögin átta fengu öll þátttökuleyfi, en þremur félögum er þó veitt þátttökuleyfi með ákveðnum fyrirvörum um mannvirkjamál.

Lesa meira
 
Marki Matthíasar Vilhjálmssonar fagnað í vináttulandsleik gegn Færeyjum í mars 2010

Mörkin úr Ísland - Færeyjar - 23.3.2010

Hér má sjá mörkin tvö sem Íslendingar gerðu í vináttulandsleik gegn Færeyingum síðastliðinn sunnudag en leikið var í Kórnum.  Íslenski hópurinn er nú staddur í Bandaríkjunum en þar leikur liðið vináttulandsleik gegn Mexíkó á morgun, miðvikudag.

Lesa meira
 
Bank of America völlurinn í Charlotte

Mexíkó - Ísland í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport - 23.3.2010

Íslenska landsliðið er nú komið til Charlotte í Norður Karólínuríki Bandaríkjanna en á morgun, miðvikudag, verður leikinn vináttulandsleikur gegn Mexíkó á Bank of America vellinum.  Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 23:50 annað kvöld.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - 27 leikmenn boðaðir á úrtaksæfingar um helgina - 23.3.2010

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 27 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi og koma leikmennirnir frá 14 félögum.  Æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og í Kórnum.

Lesa meira
 
U17kv2002-0007

U17 kvenna - Úrtakshópur við æfingar um helgina - 23.3.2010

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið úrtakshóp til æfinga um komandi helgi.  Þorlákur boðar 26 leikmenn á þessar æfingar og koma þeir frá 16 félögum.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og í Egilshöll.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Seinni fundur leyfisráðs í dag - 23.3.2010

Seinni fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2010 fer fram í dag, þriðjudag.  Á fundi ráðsins fyrir viku síðan var 6félögum var gefinn vikufrestur til að ganga frá útistandandi atriðum og afgreiðslu tveggja félaga var frestað um viku á meðan mannvirkjamál voru skoðuð.

Lesa meira
 
Sauðárkróksvöllur

Umsóknir í Mannvirkjasjóð KSÍ 2010 - 22.3.2010

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. apríl en sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið í vináttulandsleik gegn Færeyjum í Kórnum 2010

Tveggja marka sigur í Kórnum - 21.3.2010

Íslendingar lögðu Færeyingar í vináttulandsleik í dag og urðu lokatölur 2 - 0.  Bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik þeir Matthías Vilhjálmsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslendinga og í leiðinni sín fyrstu landsliðsmörk.

Lesa meira
 
A landslið karla

Þrír nýliðar í byrjunarliðinu er mætir Færeyingum - 20.3.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Færeyjum í vináttulandsleik.  Leikurinn fer fram í Kórnum á morgun, sunnudag og hefst kl. 12:00.  Þrír nýliðar eru í byrjunarliðinu að þessu sinni.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Mót sumarsins 2010 - Athugasemdafrestur til 23. mars - 19.3.2010

Næstkomandi þriðjudag, 23. mars, rennur út sá frestur er félög hafa til að koma á framfæri athugasemdum við niðurröðun móta sumarsins 2010.  Mjög mikilvægt er að allar óskir/athugasemdir komi í einu lagi frá hverju félagi.

Lesa meira
 
Stjarnan

Unglingadómaranámskeið hjá Stjörnunni í Stjörnuheimilinu - 18.3.2010

Unglingadómaranámskeið hjá Stjörnunni verður haldið í Stjörnuheimilinu mánudaginn 22. mars   kl. 17:30.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

A passar 2009 gilda við innganginn í Kórnum - 18.3.2010

Handhafar A passa 2009 frá KSÍ geta sýnt passann við innganginn í Kórnum á vináttulandsleik Íslands og Færeyja á sunnudaginn.  Ekki þarf að sækja miða á skrifstofu KSÍ fyrir þennan leik.  Athugið að A passar frá 2009 gilda á þennan leik, ekki er farið að gefa út passa fyrir árið 2010.

Lesa meira
 
Claus Bo Larsen

Claus Bo Larsen dæmir Ísland - Færeyjar - 18.3.2010

Dómari í vináttulandsleik Íslands og Færeyja verður Claus Bo Larsen frá Danmörku.  Þessi reyndi dómari dæmdi m.a. leik Liverpool og Chelsea í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar UEFA árið 2009 og einnig leik Manchester United og Liverpool í undanúrslitum sömu keppni.

Lesa meira
 
A landslið karla

Tvær breytingar á hópnum er mætir Færeyjum og Mexíkó - 17.3.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert tvær breytingar á hópnum er mætir Færeyjum og Mexíkó í vináttulandsleikjum á næstu dögum.  Þeir Kristinn Jónsson og Heimir Einarsson geta ekki verið með vegna meiðsla.  Í staðinn hafa verið valdir þeir Guðmundur Reynir Gunnarsson og Gunnar Örn Jónsson, báðir úr KR.

Lesa meira
 
Jóhannes Ólafsson

Árangur okkar stráka í U21 landsliðinu - 17.3.2010

Í leik þeirra gegn Þjóðverjum í mars síðastliðnum, létu strákarnir það ekkert á sig fá þótt þeir lentu tvisvar undir gegn ríkjandi Evrópumeisturum í þessum aldursflokki.  Þeir jöfnuðu jafnharðan og uppskáru verðskuldað stig í leikslok.  Mikil samheldni og vilji einkennir þennan hóp sem sýndi sig hvernig þeir gáfust aldrei upp í þessum leik.

Lesa meira
 
Frá vináttulandsleik Íslands og Færeyja í Kórnum í mars 2008.  Ísland fór með sigur af hólmi, 3-0.

Ísland - Færeyjar í Kórnum á sunnudaginn kl. 12:00 - 17.3.2010

Ísland og Færeyjar mætast í vináttulandsleik í Kórnum á sunnudaginn og hefst leikurinn kl. 12:00.  Miðasala hefst í Kórnum kl. 11:00 á leikdag en ekki verður forsala miða á þennan leik.  Miðaverð er kr. 1.000 fyrir fullorðna, 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
Frá Vorráðstefnu SÍGÍ í mars 2010

Vorráðstefna SÍGÍ fór vel fram um helgina - 17.3.2010

Um helgina fór fram Vorráðstefna SÍGÍ en það er skammstöfun fyrir "Samtök íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi".  Á ráðstefnuna mættu tæplega hundrað manns og stóð hún yfir í 2 daga og voru mörg áhugaverð erindi á dagskrá.

Lesa meira
 
Frá undirritun samnings um

KSÍ aðili að námskeiðaröð í grasvallafræðum - 17.3.2010

Knattspyrnusamband Íslands kemur að námskeiðaröð sem nefnist "Betri vellir" en samningar þess efnis voru undirritaðir um helgina.  Með þessari námskeiðaröð er markmiðið að gera menn betur búna til þess að sjá um viðhald gras- og gerviefnavalla.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Sextán félögum veitt þátttökuleyfi - 16.3.2010

Fyrsti fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2010 fór fram í dag, þriðjudag, og voru teknar fyrir umsóknir 24 félaga um þátttökuleyfi - 12 i Pepsi-deild og 12 í 1. deild.  Gefin voru út þátttökuleyfi til handa 16 félögum.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Breytingar í B og C deild - 16.3.2010

Þar sem Huginn hefur dregið sig úr keppni í Lengjubikar karla hefur Mótanefnd KSÍ gert breytingar á keppninni.  Dalvík/Reynir færist úr C-deild Lengjubikarsins í B-deild og sameiginlegt Hugins/Spyrnis tekur sæti Dalvík/Reynir í C-deild.

Lesa meira
 
Frá æfingu kvennalandsliðsins í Colchester fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi

Sigurður Ragnar í viðtali - Þurfum að vinna báða þessa leiki - 16.3.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hóp sinn fyrir leiki gegn Serbíu og Króatíu.  Heimasíðan hitti Sigurð Ragnar í dag og ræddi við hann um leikina framundan og markmið liðsins.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Ólafur Þór í viðtali - Jafn og breiður hópur - 16.3.2010

Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag tilkynnti Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hópinn er leikur í milliriðli EM í Rússlandi.  Leikið verður dagana 27. mars - 1. apríl og heimasíðan hitti Ólaf Þór í dag og spurði hann út í verkefnið.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal í undankeppni EM U19 kvenna í september

U19 kvenna - Hópurinn valinn fyrir milliriðilinn í Rússlandi - 16.3.2010

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn er leikur í milliriðli EM en riðillinn verður leikinn í Sochi, Rússlandi.  Leikmennirnir 18 koma frá ellefu félögum en fyrsti leikurinn verður gegn Spánverjum, laugardaginn 27. mars. 

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Hópurinn valinn er mætir Serbíu og Króatíu - 16.3.2010

Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag tilkynnti Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, landsliðshóp sinn er leikur gegn Serbíu og Króatíu.  Leikirnir fara fram ytra 27. og 31. mars og eru í undankeppni fyrir HM 2011.

Lesa meira
 
Grótta

Unglingadómaranámskeið hjá Gróttu - 15.3.2010

Unglingadómaranámskeið hjá Gróttu verður haldið í Vallarhúsinu við gervigrasið fimmtudaginn 18. mars   kl. 19:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Dregið í riðla á Opna Norðurlandamótinu hjá U17 kvenna - 15.3.2010

Dregið hefur verið í riðla á Opna Norðurlandamótinu hjá U17 kvenna sem leikið verður í Danmörku, dagana 5. - 10. júlí.  Mótið er eitt það sterkasta í þessum aldursflokki en Ísland er í riðli með Þýskalandi, Svíþjóð og Finnlandi. 

Lesa meira
 
UEFA

Dregið um leikdaga á þingi UEFA 24. - 26. mars - 15.3.2010

Á þingi UEFA sem haldið verður í Tel Aviv dagana 24. - 26. mars verður dregið um leikdaga í riðli Íslands fyrir EM 2010.  Ekki náðist samkomulag á meðal þjóðanna þegar þær hittust í Kaupmannahöfn á dögunum og verður því dregið um leikdaga. Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Kvennalandsliðið áfram í 18. sæti styrkleikalista FIFA - 15.3.2010

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út fyrir helgi, er íslenska kvennalandsliðið í 18. sæti og stendur í stað á listanum.  Það eru Bandaríkin sem halda í toppsætið en liðið sigraði á Algarve Cup fyrr í þessum mánuði, lögðu þar Þjóðverja í úrslitaleik en Þýskaland er einmitt í öðru sæti listans.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leyfisráð fundar á þriðjudag - 12.3.2010

Leyfisstjórn hefur nú lokið yfirferð fjárhagslegra leyfisgagna félaga og gert tillögur um úrbætur þar sem við á.  Leyfisráð kemur saman til fundar á þriðjudag og verða þá teknar fyrir leyfisumsóknir félaga og þátttökuleyfi gefin út til þeirra félaga sem uppfylla allar lykilkröfur.

Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Knattspyrnumót sumarsins 2010 - 12.3.2010

Mót sumarsins hafa verið birt hér á heimasíðu KSÍ.  Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi þriðjudaginn 23. mars.  Mjög mikilvægt er að allar óskir/athugasemdir komi í einu lagi frá hverju félagi en ekki frá einstökum þjálfurum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Reglugerðarbreytingar samþykktar á fyrsta fundi nýrrar stjórnar - 12.3.2010

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 11. mars nokkrar breytingar á reglugerðum KSÍ en tillögur um breytingar voru samþykktar á ársþingi KSÍ í febrúar.  Samþykktar breytingar má sjá í bréfi hér að neðan ásamt stuttum greinargerðum og eru aðildarfélög hvött til að kynna sér þær.

Lesa meira
 
Frá 64. ársþingi KSÍ 13. febrúar 2010

Þinggerð 64. ársþings KSÍ - 12.3.2010

Hér að neðan má sjá þinggerð 64. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var í höfuðstöðvum KSÍ 13. febrúar síðastliðinn.

Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006.  Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Bikarúrslitaleikur kvenna fer fram 15. ágúst - 12.3.2010

Á fundi stjórnar KSÍ sem haldinn var í gær var ákveðið að bikarúrslitaleikur kvenna fari fram sömu helgi og bikarúrslitaleikur karla.  Úrslitaleikur í bikarkeppni kvenna mun því fara fram sunnudaginn 15. ágúst á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Ný stjórn KSÍ eftir ársþingið 2010

Fyrsti fundur hjá nýrri stjórn KSÍ - 12.3.2010

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar, sem haldinn var í gær, var m.a. skipað í embætti innan stjórnar sem og skipað í fastanefndir KSÍ.  Ragnhildur Skúladóttir kemur ný inn í stjórn Knattspyrnusambandsins.

Lesa meira
 
Icelandair Hotels web

Samstarfssamningur KSÍ og Icelandair Hotels - 12.3.2010

Í dag var endurnýjaður samstafssamningur á milli Knattspyrnusambands Íslands og Icelandair Hotels.  Samningurinn felur í sér að öll landslið Íslands í knattspyrnu gista á hótelum Icelandair Hotels.

Lesa meira
 
Mottur í mars!

Mottur út um allt! - 11.3.2010

Eins og flestum ætti að vera kunnugt um er nú í gangi árvekniátaka Krabbameinsfélags Íslands, Karlmenn og krabbamein.  Karlkyns starfsmenn Knattspyrnusambandsins láta sitt ekki eftir liggja og veita þessu þarfa málefni lið af bestu getu.

Lesa meira
 
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

Færeyski hópurinn er mætir í Kórinn 21. mars - 10.3.2010

Brian Kerr, landsliðsþjálfari Færeyja, hefur valið landsliðshóp sinn er mætir Íslendingum í vináttulandsleik.  Leikurinn fer fram í Kórnum, sunnudaginn 21. mars og hefst kl. 12:00.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 5. júlí 2008.  Myndina tók Þorsteinn Jónsson

Æfingar hjá U16 og U17 kvenna um helgina - 9.3.2010

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U16 og U17 kvenna, hefur valið hópa fyrir úrtaksæfingar um komandi helgi.  Þorlákur boðar rúmlega 50 leikmenn til þessara æfinga en æft verður í Egilshöllinni og Kórnum.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið um leikdaga í næstu viku - 8.3.2010

Fulltrúar þjóða sem leika í H riðli, undankeppni EM 2012, hittust í dag í Kaupmannahöfn. Fundarefnið var leikdagar riðilsins en ekki náðist samkomulag á milli þjóðanna verður því dregið um leikdaga. UEFA sjá um dráttinn í næstu viku.

Lesa meira
 
Merki FIFA

Frá fundi Alþjóðanefndar FIFA um helgina - 8.3.2010

Fundu Alþjóðanefndar FIFA (IFAB), fór fram síðastliðinn laugardag og var hann haldinn í Zürich.  Ýmis mál lágu fyrir fundinum og hér að neðan má sjá hvernig nokkur þeirra voru afgreidd.

Lesa meira
 
KR

KR fagnaði Reykjavíkurmeistaratitlinum - 8.3.2010

KR tryggði sér Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð þegar liðið lagði sveitunga sína Víkinga í úrslitaleik í gærkvöldi.  Var boðið upp á hörkuleik í Egilshöllinni og urðu lokatölur 3 - 2 fyrir Vesturbæinga. Lesa meira
 
Fjalar Þorgeirsson

Landsliðshópurinn er mætir Færeyjum og Mexíkó - 5.3.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn er mætir Færeyjum og Mexíkó í vináttulandsleikjum í mars.  Leikurinn við Færeyjar fer fram í Kórnum, sunnudaginn 21. mars en leikið verður við Mexíkó í Charlotte í Bandaríkjunum, miðvikudaginn 24. mars.

Lesa meira
 
Fjölnir

Fjölnir hefur skilað fjárhagsgögnum - 5.3.2010

Fjölnismenn hafa nú skilað fjárhagslegum leyfisgögnum sínum og á þá aðeins eitt félag eftir að skila, Þróttur.  Lokaskiladagur var 22. febrúar og reiknast dagsektir frá þeim degi samkvæmt leyfisreglugerðinni.

Lesa meira
 
Merki SÍGÍ

Vorráðstefna SÍGÍ 2010 - 5.3.2010

Þann 12. og 13. mars næstkomandi verður „Vorráðstefna SÍGÍ 2010“.  Á ráðstefnunni verða skemmtilegir og fræðandi fyrirlesarar, jafnt innlendir sem erlendir. Ráðstefnan hefst á föstudaginn 12. mars kl. 13:00 með aðalfundi SÍGÍ.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Faxaflóamót 2010 í 5. flokki karla og kvenna - 5.3.2010

Leikir í Faxaflóamóti - vor 2010 í  5 . flokki karla og kvenna hafa nú verið staðfestir á heimasíðu KSÍ.  Athugið að breytingar geta hafa átt sér stað frá því drög voru kynnt. Mikilvægt er því að aðildarfélög sjái til þess að eldri leikjadrög verði tekin úr umferð.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts karla - Víkingur gegn KR - 5.3.2010

Á sunnudaginn kl. 20:00 mætast Víkingur og KR í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla og fer leikurinn fram í Egilshöllinni.  Búast má við hörkuviðureign og eru knattspyrnuáhugamenn hvattir til þess að fjölmenna á leikinn.  Aðgangur er ókeypis.

Lesa meira
 
FIFA - My game is fair play

Stelpurnar okkar fá prúðmennskuviðurkenningu - 3.3.2010

Íslenska kvennalandsliðið lauk keppni á Algarve-mótinu í dag þegar liðið lagði heimamenn í Portúgal með þremur mörkum gegn engu í leik um 9. sætið á mótinu.  Stelpurnar okkar hlutu síðan sérstaka viðurkenningu fyrir prúðmennsku.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Trinidad & Tobago

Þrjú sláarskot Íslands á Kýpur - 3.3.2010

Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í vináttulandsleik Íslendinga og Kýpverja, sem fram fór í larnaca á Kýpur í dag, miðvikudag.  Íslenska liðið lék vel í  leiknum og gaf fá færi á sér.  Þrjú sláarskot í seinni hálfleik sýndu að lítið vantaði upp á íslenskan sigur.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Öruggur þriggja marka sigur í leðjunni - 3.3.2010

Ísland og Portúgal mætast í A-landsliðum kvenna á Estadio Algarve í dag kl. 13:00, í leik um 9.-10. sætið á Algarve-mótinu.  Pórtúgalar eru vitanlega á heimavelli í þessum leik.  Smellið hér að neðan til að fylgjast með textalýsingu frá leiknum.

Lesa meira
 
Fylkir

Unglingadómaranámskeið hjá Fylki - 3.3.2010

Unglingadómaranámskeið hjá Fylki verður haldið í Fylkisheimilinu fimmtudaginn 11. mars kl. 17:00.  Um að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur og próf viku seinna.  Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál. 

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Unglingadómaranámskeið hjá Víkingi R. - 3.3.2010

Unglingadómaranámskeið hjá Víkingi R. verður haldið í Víkinni mánudaginn 7. mars kl. 19:00.  Um er að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna.  Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Heiðar Helguson

Byrjunarlið Íslands gegn Kýpur í dag - 3.3.2010

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn við Kýpverja, sem fram fer á Antonis Papadopoulos-leikvanginum í Larnaca á Kýpur.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland í 91. sæti á FIFA-listanum - 3.3.2010

Ísland er í 91. sæti á styrkleikalista FIFA og Coca-Cola fyrir karlalandslið og hefur hækkað um þrjú sæti á listanum frá því í síðasta mánuði.  Mótherjar Íslands í vináttulandsleiknum í dag, Kýpverjar, eru í 66. sæti og hækka sig um tvö sæti frá fyrri mánuði.

Lesa meira
 
Mottu-mars - Yfirvaraskegg er málið

Árveknisátak gegn krabbameini: Mottu-mars - 3.3.2010

KSÍ hvetur landsmenn alla til að taka þátt í árveknisátaki Krabbameinsfélagsins - "Karlmenn og krabbamein:  Mottu-mars".  Nokkrir leikmenn úr Pepsi-deild karla munu etja kappi við leikmenn úr öðrum hópíþróttum og taka þannig þátt í að vekja athygli á verkefninu.

Lesa meira
 
Þóra B. Helgadóttir

Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal - 2.3.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Portúgal á miðvikudag.  Liðin mætast í leik um 9.-10. sætið á Algarve-mótinu og fer hann fram kl. 13:00 á aðalleikvangi svæðisins, Estadio Algarve, sama leikvangi og úrslitaleikur mótsins fer fram.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Magnað jafntefli í Magdeburg - 2.3.2010

Strákarnir í U21 liðinu gerðu frábært jafntefli við Þjóðverja í Magdeburg í kvöld.  Leikurinn var í undankeppni EM og urðu lokatölur 2 - 2 eftir að staðan hafði verið 1 - 1 í leikhléi.  Þeir Kolbeinn Sigþórsson og Bjarni Þór Viðarsson sem skoruðu mörk íslenska liðsins.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Á 8. tug leikmanna á úrtaksæfingum - 2.3.2010

Á áttunda tug leikmanna frá félögum víðs vegar af landinu verða á úrtaksæfingum vegna U19 og U17 landsliðs karla um komandi helgi.  Æft verður í Kórnum, í Egilshöll og á Framvelli.  Um einn hóp er að ræða hjá U17, en æfingahópur U19 er tvískiptur.  Smellið hér að neðan til að skoða æfingahópana og nánari upplýsingar.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Byrjunarliðið klárt í Magdeburg - Textalýsing - 2.3.2010

Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Þjóðverjum í undankeppni EM.  Leikurinn hefst kl. 16:45 að íslenskum tíma og fer fram á MDCC vellinum í Magdeburg.  Fylgst verður með leiknum hér á síðunni með textalýsingu.

Lesa meira
 
2010-kypur-island-aefing2

Æft við góðar aðstæður í Limassol - 2.3.2010

A-landslið karla æfir við góðar aðstæður í Limassol á Kýpur fyrir vináttulandsleikinn gegn heimamönnum á miðvikdag.  Veður er gott, hlýtt en smá gola, aðstæður allar hinar bestu og góð stemmning í hópnum.  Leikurinn hefst kl. 16:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.  Ólafur Jóhannesson, þjálfari íslenska liðsins, mun tilkynna byrjunarliðið á leikdag.

Lesa meira
 
Nýliðarnir í hópnum á Algarve 2010.  Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Elínborg Ingvarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Mist Edvardsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir

Stelpurnar mæta heimamönnum á Algarve - 2.3.2010

A landslið kvenna leikur um 9.-10. sætið á Algarve-mótinu á miðvikudag og mætir þar heimamönnum, Portúgölum.  Leikurinn fer fram á aðalleikvanginum, Estadio Algarve, og hefst kl. 13:00.  Þýskaland og Bandaríkin leika til úrslita.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Tékkum á KR velli 12. ágúst 2009.  Tékkar sigruðu með tveimur mörkum gegn engu.

Mikið undir í Magdeburg - 1.3.2010

Strákarnir í U21 karlalandsliðið Íslands eru klárir í slaginn fyrir leikinn á morgun á móti Þjóðverjum.  Æft var á keppnsvellinum í kvöld og fer vel um mannskapinn.  Tvær æfingar voru teknar í dag en leikurinn hefst kl. 16:45 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Alid2003-0616

Veigar Páll ekki með gegn Kýpur - 1.3.2010

Enn fækkar í leikmannahópnum hjá A-landsliði karla, sem mætir Kýpverjum í vináttulandsleik ytra á miðvikudag.  Veigar Páll Gunnarsson á við veikindi að stríða og getur því ekki ferðast.  Leikmannahópur íslenska liðsins telur nú 17 leikmenn.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Norskur 3-2 sigur á Algarve - 1.3.2010

Ísland og Noregur mættust í Algarve-bikarnum í dag, mánudag og var þetta lokaumferðin í B-riðli.  Norðmenn reyndust sterkari í leiknum og knúðu fram 3-2 sigur gegn stelpurnum okkar, sem höfnuðu í neðsta sæti B-riðils.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Strákarnir í U21 æfa á keppnisvellinum í kvöld - 1.3.2010

Strákarnir í U21 landsliðinu eru staddir í Magdeburg þar sem þeir leika við Þjóðverja á morgun í undankeppni EM.  Leikið verður á MDCC Stadium í Magdeburg og hefst leikurinn kl. 16:45 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Landsdómarahópurinn 2010 - 1.3.2010

Dómaranefnd KSÍ hefur gefið út hverjir munu skipa landsdómarahópinn 2010.  Hópurinn skiptist í A-B-C flokka, og jafnframt skiptiast A og B flokkar í dómara annars vegar og aðstoðardómara hins vegar.
Lesa meira
 
100 ára afmælismerki Fram

Unglingadómaranámskeið hjá Fram - 1.3.2010

Unglingadómaranámskeið verður haldið í  Fram heimilinu þriðjudaginn 2. mars kl. 17:30.  Um er að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög