Fréttir

Erna B. Sigurðardóttir í leik gegn Frökkum á EM í Finnlandi

Byrjunarliðið gegn Noregi á Algarve-mótinu - 28.2.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Noregi.  Liðin mætast í Algarve-bikarnum á mánudag kl. 15:00 að íslenskum tíma og er þetta lokaumferðin í B-riðli.  Leikir um sæti fara fram á miðvikudag.

Lesa meira
 
Jónas Guðni í leik gegn Færeyingum í Kórnum

Breytingar á hópnum fyrir vináttuleikinn við Kýpur - 28.2.2010

Ólafur Jóhannesson hefur þurft að gera breytingu á leikmannahóp sínum fyrir vináttulandsleikinn gegn Kýpur, sem fram fer ytra 3. mars.  Þrír leikmenn sem valdir voru í hópinn verða ekki með.  Jónas Guðni Sævarsson hefur verið kallaður inn í hópinn.

Lesa meira
 
100 ára afmælismerki Fram

Knattspyrnudeild Fram óskar eftir yngri flokka þjálfurum - 26.2.2010

Vegna forfalla og aukina umsvifa  óskar Knattspyrnufélagið FRAM eftir yngri flokka  þjálfurum.   Áhugasamir hafi samband við formann knattspyrnudeildar, Júlíus Guðmundsson , í  síma 89-5521 eða póstfangið jgsv@hive.is.

Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir

Ísland tapaði 1-5 fyrir Svíþjóð - 26.2.2010

A-landslið kvenna atti kappi við Svíþjóð í Algarve-mótinu í Portúgal í dag.  Ísland leiddi með einu marki í hálfleik, en sænska liðið sýndi mátt sinn í síðari hálfleik og skoraði 5 mörk..

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Beinar útsendingar frá Lengjubikarnum á SportTV - 26.2.2010

KSÍ hefur samið við SportTV um beinar útsendingar frá leikjum í Lengjubikarnum.  Um er að ræða tímabundnar tilraunaútsendingar frá 8 leikjum.  Með þessu er verulega aukin þjónustan við knattspyrnuáhugafólk um allt land.

Lesa meira
 
Ioannis Okkas

Kýpverski landsliðshópurinn gegn Íslandi - 26.2.2010

Í 22 manna leikmannahópi Kýpurs fyrir vináttulandsleikinn gegn Íslandi 3. mars næstkomandi eru aðeins tveir leikmenn sem leika með félagsliðum utan heimalandsins, og leika þeir báðir í Grikklandi.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Byrjunarliðið er mætir Svíþjóð á morgun - 25.2.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Svíum á morgun, föstudag,  á Algarve Cup.  Leikurinn sem er annar leikur íslenska liðsins á mótinu, hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Sigurður Ragnar gerir fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Bandaríkjunum.

Lesa meira
 
FH

Unglingadómaranámskeið hjá FH Í Hvaleyrarskóla - 25.2.2010

Unglingadómaranámskeið hjá FH verður haldið í Hvaleyrarskóla mánudaginn 1. mars kl. 17:30.  Um að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
A landslið karla

Kári kallaður í Kýpurhópinn - 24.2.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, gerði í dag eina breytingu á hópnum er mætir Kýpur í vináttulandsleik 3. mars næstkomandi en leikið verður á Kýpur.  Ólafur hefur valið Kára Árnason í hópinn og kemur hann í stað Hermanns Hreiðarssonar sem á við meiðsli að stríða. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Tveggja marka tap gegn Bandaríkjunum á Algarve - 24.2.2010

Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu hófu í dag leik á Algarve Cup og voru mótherjarnir Bandaríkin, sem eru í efsta sæti styrkleikalista FIFA.  Lokatölur urðu 2 - 0 Bandaríkjunum í vil eftir að staðan var markalaus í leikhléi.  Tvær vítaspyrnu fóru í súginn hjá íslenska liðinu í leiknum Lesa meira
 
KA

Leyfisgögn KA komin í hús - 24.2.2010

Leyfisstjórn getur nú staðfest að fjárhagsleg leyfisgögn KA hafi borist skrifstofu KSÍ.  Stimpillinn frá Pósthúsinu á Akureyri sýnir sendingardaginn 22. febrúar og því teljast KA-menn hafa skilað innan settra tímamarka. 

Lesa meira
 
Dómari leiks Íslands og Íralnds, Christine Beck frá Þýskalandi

Christine Beck dæmir Ísland - Bandaríkin - 24.2.2010

Það verður góðkunningi Íslendinga, þýski dómarinn Christine Beck, sem dæmir leik Íslands og Bandaríkjanna á Algarve Cup í dag.  Christine var við stjórnvölinn á eftirminnilegum leik Íslands og Írlands á köldu októberkvöldi árið 2008 en þá tryggði íslenska liðið sér sæti í úrslitakeppni EM í Finnlandi.

Lesa meira
 
ÍBV

Pósturinn kominn frá Vestmannaeyjum - 24.2.2010

Leyfisstjórn getur nú staðfest móttöku fjárhagslegra leyfisgagna frá ÍBV.  Stimpillinn frá Pósthúsinu í Vestmannaeyjum sýnir sendingardaginn 22. febrúar og því teljast Eyjamenn hafa skilað innan settra tímamarka. 

Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Vængir Júpíters í Garðinum - 24.2.2010

Dregið hefur verið í forkeppni VISA bikarsins hjá meistaraflokki karla og kvenna en fyrsta umferðin í bikarkeppni karla fer fram 8. maí.  Keppnin hjá konunum hefst 15. maí.  Eins og alltaf eru margar forvitnilegar viðureignir á dagskránni.

Lesa meira
 
Úr leik Fjölnis og KR í Landsbankadeild karla 2008.  Myndina tók Vilbogi Einarsson

Breytingar á niðurröðun í landsdeildum karla - 24.2.2010

Ákveðið hefur verið í samræmi við ályktun ársþings KSÍ  að úrslitaleikur karla í Bikarkeppni KSÍ verði 14. ágúst. Af þeim sökum hafa verið gerðar ýmsar breytingar á leikjum í meistaraflokki karla. Þær helstu eru:

Lesa meira
 
Frá æfingu á Alagarve í febrúar 2010

Byrjunarliðið sem mætir Bandaríkjunum - Textalýsing - 23.2.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Bandaríkjunum í fyrsta leik kvennalandsliðsins á Algarve Cup.  Fylgst verður með leiknum hér á síðunni með textalýsingu.

Lesa meira
 
ÍA, Fjarðabyggð og Þór

Gögnin komin frá ÍA, Fjarðabyggð og Þór - 23.2.2010

Leyfisstjórn getur nú staðfest móttöku fjárhagslegra leyfisgagna frá þremur félögum - ÍA, Fjarðabyggð og Þór.  Póststimpillinn hjá öllum þessum félögum sýnir sendingardaginn 22. febrúar og því teljast þau hafa skilað innan settra tímamarka. 

Lesa meira
 
U17 landslið karla á NM 2005

U17 karla - Æfingar um komandi helgi - 23.2.2010

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Gunnar velur 23 leikmenn að þessu sinni en æft verður í Kórnum og í Egilshöllinni.

Lesa meira
 
Nýliðarnir í hópnum á Algarve 2010.  Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Elínborg Ingvarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Mist Edvardsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir

Kvennalandsliðið komið til Algarve - 23.2.2010

Kvennalandsliðið er komið til Algarve þar sem það tekur þátt á Algarve Cup sem hefst á morgun.  Fyrsti leikur Íslands er gegn Bandaríkjunum og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Skilastaða leyfisgagna að morgni 23. febrúar - 23.2.2010

Þegar þetta er ritað, að morgni 23. febrúar, getur leyfisstjórn staðfest móttöku fjárhagslegra leyfisgagna frá 17 félögum af 24.  Gögn frá fimm félögum fóru í póst á mánudag og ættu því að berast í dag eða á miðvikudag.  Tvö félög skila síðar í vikunni og mega því búast við dagsektum.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Kristinn dæmir í Þýskalandi - 23.2.2010

Kristinn Jakobsson og félagar verða í eldlínunni á fimmtudaginn þegar þeir dæma stórleik Werder Bremen og Twente í 32 liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.  Þarna verður án efa hart barist en Twente vann fyrri leikinn á heimavelli með einu marki gegn engu.

Lesa meira
 
Grótta

Fjárhagsgögn frá nýliðunum í Gróttu hafa borist - 23.2.2010

Fjárhagsgögn frá Gróttu, sem er nýliði í leyfiskerfinu, bárust innan þess tímaramma sem settur er.  Grótta, sem leikur í fyrsta sinn í næst efstu deild hefur aldrei undirgengist leyfiskerfið áður og fær því árs aðlögun að þeim kröfum sem gerðar eru.

Lesa meira
 
KR

Pepsi-deildar hringnum lokað - 22.2.2010

Með skilum KR á fjárhagslegum fylgigögnum með umsókn um þátttökuleyfi rétt í þessu hefur hringnum verið lokað í Pepsi-deild.  Gögn frá 11 félögum hafa borist og gögn ÍBV eru í póstinum.

Lesa meira
 
HK

HK hefur skilað fjárhagsgögnum - 22.2.2010

Fjárhagsgögn HK, fylgigögn með umsókn um þátttökuleyfi í 1. deild karla 2010, hafa nú borist leyfisstjórn.  Þar með hafa gögn frá fimm félögum í þeirri deild borist og fjögur eru í póstinum.

Lesa meira
 
umf_selfoss_logo

Selfyssingar skila fjárhagsgögnum - 22.2.2010

Selfyssingar hafa nú skilað fjárhagslegum fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í Pepsi-deildinni 2010.  Þar með hafa gögn frá 9 Pepsi-deildarfélögum borist og gögn eins félags eru í póstinum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Tékkum á KR velli 12. ágúst 2009.  Tékkar sigruðu með tveimur mörkum gegn engu.

U21 karla - Hópurinn valinn fyrir Þýskaland - 22.2.2010

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hóp sinn fyrir leik gegn Þýskalandi í undankeppni fyrir EM 2011.  Þarna mætast liðið í öðru og þriðja sæti riðilsins en Ísland hefur 12 stig eftir fimm leiki en Þjóðverjar 7 stig eftir fjóra leiki.

Lesa meira
 
Fram, Fylkir og Leiknir

Reykjavíkurfélögin Fram, Fylkir og Leiknir hafa skilað - 22.2.2010

Reykjavíkurfélögin Fylkir og Leiknir hafa skilað fjárhagslegum fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2010.  Þar með hafa gögn frá 10 félögum borist leyfisstjórn og gögn frá fimm öðrum eru í póstinum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009

Hópurinn fyrir Kýpurleikinn tilkynntur - 22.2.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hóp sinn er mætir Kýpur í vináttulandsleik á Kýpur, miðvikudaginn 3. mars.  Ólafur velur 20 leikmenn fyrir þennan leik sem er fyrsti vináttulandsleikur liðsins af þremur í marsmánuði.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Víkingar búnir að skila fjárhagsgögnum - 22.2.2010

Víkingar hafa skilað fjárhagslegum fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í 1. deildinni 2010.  Fjárhagsgögnum fylgja fjölmargar staðfestingar, s.s. á því að engin vanskil séu við leikmenn, þjálfara og aðra starfsmenn.

Lesa meira
 
Fjarðabyggð, ÍBV, Þór og KA

Nóg að gera á pósthúsum landsins - 22.2.2010

Það er nóg að gera á pósthúsum landsins í dag.  Samkvæmt upplýsingum leyfisstjórnar setja ÍBV, Þór og KA fjárhagsleg leyfisgögn sín í póst í dag og ættu þau því að berast leyfisstjórn á þriðjudag eða miðvikudag.

Lesa meira
 
ÍR

Fjárhagsgögn ÍR komin í hús - 22.2.2010

ÍR-ingar hafa skilað fjárhagslegum fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í 1. deild karla 2010 og þar með eru tvö félög í þeirri deild með staðfest skil.  Skagamenn hafa reyndar upplýst leyfisstjórn um að þeir hafi póstsent sín leyfisgögn, eins og fyrr hefur verið greint frá. Lesa meira
 
Njarðvík

1. deildin komin á blað - 22.2.2010

Njarðvíkingar urðu rétt í þessu fyrsta félagið í 1. deild 2010 sem skilar fjárhagslegum fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í deildinni.  Skagamenn hafa reyndar upplýst leyfisstjórn um að þeir hafi póstsent sín leyfisgögn.

Lesa meira
 
ÍA

Gögn Skagamanna komin í póst - 22.2.2010

Samkvæmt upplýsingum frá ÍA hafa fjárhagsgögn félagsins, sem skila á vegna umsóknar um þátttökuleyfi í 1. deild 2010, verið sett í póst og ættu því að berast leyfisstjórn á þriðjudag.  Móttaka gagnanna verður svo staðfest með frétt hér á vefnum.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Lokaskiladagur fjárhagsgagna runninn upp - 22.2.2010

Nú er runninn upp lokaskiladagur fjárhgslegra leyfisgagna vegna umsókna um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla og 1. deild karla.  Sex félög hafa þegar skilað gögnum af 24 leyfisumsækjendum, allt félög í Pepsi-deild, þannig að 18 félög eiga enn eftir að skila.

Lesa meira
 
Stjarnan

Helmingur Pepsi-deildarfélaga hefur skilað - 19.2.2010

Stjörnumenn hafa nú skilað fjárhagslegum gögnum vegna umsóknar um þátttökuleyfi í Pepsi-deild 2010.  Þar með hefur helmingur félaga í þeirri deild skilað fjárhagsgögnum.  Áður höfðu Valur, Grindavík, Breiðablik, FH og Keflavík skilað.

Lesa meira
 
Merki FIFA

11+ Upphitunaræfingar - Hluti 3: Hlaupaæfingar - 19.2.2010

Þá er komið að þriðja og síðasta hluta í þessum 11+ upphitunaræfingum og hér má finna hlaupaæfingar.  Það er Rannsóknarmiðstöð FIFA sem gefur út þessar upphitunaræfingar og er vonandi að þær komi að góðum notum.

Lesa meira
 
FH og Keflavík

FH og Keflavík hafa skilað fjárhagsgögnum - 19.2.2010

FH og Keflavík hafa nú skilað fjárhagslegum gögnum vegna leyfisumsókna í Pepsi-deild 2010.  Þar með hafa fimm félög skilað fjárhagsgögnum og eru þau öll úr Pepsi-deild.  Áður höfðu Valur, Grindavík og Breiðablik skilað.

Lesa meira
 
IMG_4048

Myndband frá fyrsta súpufundinum - 19.2.2010

Góð mæting var á fyrsta súpufundinn sem KSÍ stóð fyrir í hádeginu í gær.  Þar flutti Guðjón Örn Helgason erindi um niðurstöður úr meistaraprófsritgerð sinni sem ber nafnið: „Atriði sem tengjast hollustu og tryggð knattspyrnumanna gagnvart félagi sínu“.  Hér má sjá myndbandsupptöku af erindi Guðjóns.

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik þriðja félagið til að skila fjárhagsgögnum - 19.2.2010

Breiðablik hefur skilað fjárhagslegum fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla 2010.  Þar með hafa þrjú félög skilað fjárhagsgögnum og eru þau öll úr Pepsi-deild.  Flest félögin munu skila eftir helgi.

Lesa meira
 
IMG_4049

Frábær mæting á fyrsta súpufund KSÍ - 18.2.2010

Frábær mæting var á fyrsta súpufund KSÍ sem haldinn var í hádeginu í dag í höfuðstöðvum KSÍ.  Á þessum fyrsta fundi kynnti Guðjón Örn Helgason meistaraprófsritgerð sína sem fjallar um hollustu og tryggð knattspyrnumanna gagnvart félagi sínu.  Um 90 manns mættu og hlýddu á erindi Guðjóns.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ B próf fer fram 6. mars - 18.2.2010

Laugardaginn 6. mars stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn - Keppni í A deild karla hefst um helgina - 18.2.2010

Á laugardaginn hefst keppni í A deild í Lengjubikar karla og eru þá fjórir leikir á dagskrá.  Á sunnudeginum fara svo fram fimm leikir.  Allir leikir helgarinnar fara fram í Egilshöllinni að undanskildum leik Fjarðabyggðar og Þórs sem fer fram í Fjarðabyggðarhöllinni.

Lesa meira
 
Merki Hauka

Unglingadómaranámskeið hjá Haukum á Ásvöllum - 18.2.2010

Unglingadómaranámskeið hjá Haukum verður haldið á Ásvöllum  fimmtudaginn 25. febrúar  kl. 18:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn opnar 19. febrúar - 17.2.2010

Félagaskiptaglugginn á að opna þann 20. febrúar en þar sem sá dagur er á laugardegi mun glugginn opna föstudaginn 19.febrúar að þessu sinni.  Er þessi ákvörðun tekin til hagræðingar fyrir félögin þannig að hægt sé að ganga frá félagaskiptum í gegnum félagaskiptakerfi FIFA, TMS, fyrir lokun skrifstofa á föstudag.   

Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Framhaldsskólamótið í innanhússknattspyrnu að hefjast - 16.2.2010

Framhaldsskólamótið í innanhússknattspyrnu hefst á morgun, miðvikudag, þegar riðlakeppni hefst í Austurbergi.  Þetta er í annað skiptið sem KSÍ stendur fyrir innanhúsmóti á meðal framhaldskólanna.  Þetta mót er viðbót við framhaldskólamótið utanhúss sem KSÍ hefur staðið fyrir á haustin til margra ára.

Lesa meira
 
Grindavík

Grindvíkingar búnir að skila fjárhagsgögnum - 16.2.2010

Grindvíkingar hafa skilað fjárhagslegum fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla 2010.  Þar með hafa tvö félög skilað fjárhagsgögnum og eru þau bæði úr Pepsi-deild - Valur og Grindavík.

Lesa meira
 
Valur_101

Valsmenn fyrstir til að skila fjárhagsgögnum 2010 - 16.2.2010

Valsmenn urðu á mánudag fyrstir félaga til að skila fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn vegna keppnistímabilisins 2010.  Valsmenn, sem leika í Pepsi-deild, skiluðu endurskoðuðum ársreikningi ásamt ýmsum fylgigögnum og staðfestingum.

Lesa meira
 
U17kv2002-0001

U17 og U19 kvenna - Æfingar og æfingaleikir um helgina - 16.2.2010

Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið hópa fyrir æfingar hjá U17 og U19 kvenna um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og í Kórnum.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Valsstúlkur Reykjavíkurmeistarar þriðja árið í röð - 16.2.2010

Valsstúlkur tryggðu sér um helgina Reykjavíkurmeistaratitilinn í kvennaflokki eftir að þær lögðu Fylki á laugardaginn.  Lokatölur urðu 4 – 0 Val í vil en fyrir leikinn voru þessi félög með fullt hús stiga. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fyrirlestrar frá ársþingi KSÍ - 15.2.2010

Á 64. ársþingi KSÍ sem haldið var síðastliðinn laugardag, voru á dagskrá fyrirlestrar sem vöktu töluverða athygli.  Þeirra á meðal voru fyrirlestrar sem Sveinbjörn Brandsson læknir hélt um heilsufarsskoðun knattspyrnumanna og Willum Þór Þórsson hélt erindi um þjálfun ungra knattspyrnumanna.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Landsliðshópurinn valinn sem fer til Algarve - 15.2.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 20 leikmenn sem taka þátt á Algarve Cup.  Mótið hefst 24. febrúar og leikur Ísland sinn fyrsta leik gegn Bandaríkjunum en einnig verður leikið við Noreg og Svíþjóð.  Fimm nýliðar eru í landsliðshópnum að þessu sinni.

Lesa meira
 
Frá afhjúpun af styttu til minningar um Albert Guðmundsson

Stytta til minningar um Albert Guðmundsson afhjúpuð - 13.2.2010

Í kvöld var afhjúpuð stytta til minningar um Albert Guðmundsson en styttan stendur fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ.  Það var Albert Guðmundsson, langafabarn Alberts, sem afhjúpaði styttuna.  Við þetta tilefni flutti Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, stutta tölu og sagði meðal annars:

Lesa meira
 
Ný stjórn KSÍ eftir ársþingið 2010

64. ársþingi KSÍ lokið - 13.2.2010

Ársþingi KSÍ, því 64. í röðinni, var slitið laust eftir kl. 16:00.  Ragnhildur Skúladóttir kemur ný inn í stjórn KSÍ og tekur þar sæti Ingibjargar Hinrikdsdóttur sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs.  Þá tekur Tómas Þóroddsson sæti landshlutafulltrúa Suðurlands í stað Einars Friðþjófssonar sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Afgreiðsla tillagna á 64. ársþingi KSÍ - 13.2.2010

Nokkrar tillögur lágu fyrir 64. ársþingi KSÍ en tillögurnar má sjá hér að neðan sem og hvernig þær voru afgreiddar.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Ræða formanns á 64. ársþingi KSÍ - 13.2.2010

Hér að neðan má sjá ræðu Geirs Þorsteinssonar, formanns KSÍ, sem hann hélt við setningu ársþings KSÍ sem fram fór laugardaginn 13. febrúar. Lesa meira
 
Frá 64. ársþingi KSÍ 13. febrúar 2010

Ávarp formanns KSÍ á 64. ársþingi KSÍ - 13.2.2010

Hér að neðan má sjá ávarp formanns KSÍ, Geirs Þorsteinssonar, á 64. ársþingi KSÍ en þingið var sett kl. 11:00 í morgun í höfuðstöðvum KSÍ.

Lesa meira
 
Frá 64. ársþingi KSÍ 13. febrúar 2010

ÍR og ÍA fengu jafnréttisverðlaun á ársþingi - 13.2.2010

Jafnréttisverðlaun voru nú veitt í annað skiptið á ársþingi KSÍ.  Að þessu sinni voru það ÍA og ÍR sem að fengu þessa viðurkenningu.

Lesa meira
 
Frá 64. ársþingi KSÍ 13. febrúar 2010

RUV fékk viðurkenningu fyrir EM kvenna - 13.2.2010

Á 64. ársþingi KSÍ fékk Ríkissjónvarpið viðurkenningu fyrir umfjöllun sína og efnistök um úrslitakeppni EM kvenna sem fram fór í Finnlandi á síðasta ári.  Það var Kristín Harpa Hálfdánardóttir sem veitti viðurkenningunni móttöku fyrir hönd RUV og tileinkaði hana minningu Hrafnkels Kristjánssonar.

Lesa meira
 
Frá 64. ársþingi KSÍ 13. febrúar 2010

Breiðablik fékk kvennabikarinn 2009 - 13.2.2010

Breiðablik hlaut kvennabikarinn fyrir árið 2009 og var hann afhentur á 64. ársþingi KSÍ.   Blikar hafa staðið einkar vel að málum varðandi kvennaknattspyrnu og eru vel að kvennabikarnum komnir.

Lesa meira
 
Frá 64. ársþingi KSÍ 13. febrúar 2010

KR og ÍA fengu Drago stytturnar - 13.2.2010

KR fékk afhenta Drago-styttuna svokölluðu í Pepsi-deild karla 2009 og ÍA fékk styttuna afhenta í 1. deild karla.  Drago stytturnar hljóta þau lið í efstu tveimur deildum karla, sem sýna prúðmannlegastan leik miðað við gul og rauð spjöld dómaranna.

Lesa meira
 
Frá 64. ársþingi KSÍ 13. febrúar 2010

64. ársþing KSÍ hafið - 13.2.2010

Ársþing KSÍ, það 64. í röðinni, var sett kl. 11:00 í dag í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.  Fylgst verður með framvindu þingsins hér á síðunni en framundan eru m.a. afgreiðsla tillagna.

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Riðlaskipting í 1. deild kvenna og 3. deild karla 2010 - 12.2.2010

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út riðlaskiptingu í 1. deild kvenna og 3. deild karla fyrir keppnistímabilið 2010.  Sex félög leika í ár í 3. deild karla sem ekki tóku þátt á síðasta tímabili.  Tvö félög leika í 1. deild kvenna sem ekki tóku þátt á síðasta tímabili. Lesa meira
 
Ergo

Skilafrestur fjárhagsgagna framlengdur - 12.2.2010

Leyfisstjórn hefur tekið þá ákvörðun að skiladagur fjárhagslegra leyfisgagna verði mánudagurinn 22. febrúar.  Áætlaður skiladagur samkvæmt leyfisferlinu er 20. febrúar, sem er laugardagur að þessu sinni, og því hefur verið ákveðið að framlengja skilafrestinn til mánudagsins 22. febrúar. Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik 60 ára í dag - 12.2.2010

Í dag, 12. ágúst, fagnar Breiðablik 60 ára afmæli sínu en félagið var stofnað á þessum degi árið 1950.  Blikar munu fagna þessum tímamótum á veglegan hátt og fagna afmælinu um helgina.  Afmælishátíðin nær svo hámarki með hátíðarkvöldverði í Smáranum á laugardagskvöldið.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Undanúrslit í Reykjavíkurmóti karla á sunnudaginn - 12.2.2010

Í gærkvöldi varð það ljóst hvaða fjögur félög leika í undanúrslitum Reykjavíkurmóts karla en undanúrslitin fara fram sunnudaginn 14. febrúar.  Laugardaginn 13. febrúar ráðast hinsvegar úrslitin í Reykjavíkurmóti kvenna en þá leika Fylkir og Valur lokaleik mótsins.  Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Frakklands í úrslitakeppni EM 2009

Leikstaðir í Serbíu og Króatíu tilbúnir - 11.2.2010

Nú er ljóst hvar íslenska kvennalandsliðið leikur útileiki sína gegn Serbíu og Króatíu en leikirnir, sem eru í undankeppni fyrir HM 2011, fara fram 27. og 31. mars.  Næsta verkefni kvennalandsliðsins er hinsvegar hið sterka Algarve Cup en það hefst 24. febrúar næstkomandi Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fyrsti súpufundur KSÍ fer fram í hádeginu fimmtudaginn 18. febrúar - 11.2.2010

KSÍ hefur ákveðið að fara af stað með fræðslufundi í hádeginu einu sinni í mánuði.  Fræðslufundirnir verða í formi 30 mínútna fyrirlesturs um ólík efni hverju sinni og svo svör við spurningum.  KSÍ mun jafnframt bjóða gestum upp á súpu og brauð á þessum fyrirlestrum Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir heimsótti hressa knattspyrnukrakka á Ísafirði og á Súðavík

Hólmfríður heimsótti knattspyrnukrakka á Ísafirði og Súðavík - 10.2.2010

Á dögunum heimsótti landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir knattspyrnukrakka á Ísafirði og í Súðavík.  Með Hólmfríði í för var Guðlaugur Gunnarsson grasrótarfulltrúi KSÍ.  Hólmfríður mætti á æfingar hjá krökkunum, stjórnaði upphitun og tók þátt í æfingum.  Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Yngri kvennalandsliðin leika í Færeyjum í sumar - 10.2.2010

Dagana 23. og 24. júlí munu U17 og U19 kvennalandslið Íslands leika vináttulandsleiki við jafnaldra sína í Færeyjum.  Hvort lið um leika 2 landsleiki en þessir leikir eru hluti af samstarfsverkefni knattspyrnusamband Íslands og Færeyja. Lesa meira
 
Frá setningu ársþings KSÍ 2008

Þingfulltrúar á 64. ársþingi KSÍ - 10.2.2010

Laugardaginn 13. febrúar næstkomandi fer fram 64. ársþing KSÍ í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.  Alls hafa 134 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 127 fulltrúa. 

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Dæma á Copa der Sol mótinu á Marbella - 10.2.2010

Dómararnir Kristinn Jakobsson og Þóroddur Hjaltalín og aðstoðardómararnir Áskell Þór Gíslason, Frosti Viðar Gunnarsson og  Gunnar Sverrir Gunnarsson eru staddir í boði norska knattspyrnusambandsins á Marbella á Spáni.

Lesa meira
 
Danmörk - Ísland 5-1 (2-0), VL - Árósar, Århus stadion 7. ágúst 1949

Ritgerðir á sviði knattspyrnu - 10.2.2010

Hér á fræðsluvefnum má finna ýmsan fróðleik sem tengist knattspyrnu á einn og annan hátt.   Nú hefur bæst við þennan fróðleik því að nú má finna tengil hér á síðunni þar sem finna má 33 lokaritgerðir er tengjast knattspyrnu á ýmsan hátt og er sífellt að bætast við safnið

Lesa meira
 
U19-2000-0006

U17 og U19 karla - Æfingar um komandi helgi - 10.2.2010

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og hafa landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, valið leikmenn fyrir þessar æfingar.  Tveir hópar eru boðaðir hjá U19 karla. Lesa meira
 
Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu 2010 2. flokkur kvenna. Mynd af trottur.is

Íslandsmótum yngri flokka innanhúss lokið - 8.2.2010

Um helgina fóru fram úrslitakeppnir í 3. - 5. flokki karla og kvenna í Íslandsmótinu innanhúss og sáust mörg glæsileg tilþrif en keppni í 2. flokki var þegar lokið.  Breiðablik vann þrjá Íslandsmeistaratitla á þessari innanhússvertíð.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Innbyrðis viðureignir - 8.2.2010

Settur hefur verið upp nýr notkunarmöguleiki hér á vefnum - Innbyrðis viðureignir.  Þar er, eins og heitið gefur til kynna, hægt að bera saman árangur tveggja liða í innbyrðis viðureignum í gegnum tíðina, fá lista yfir alla leiki og samantekt á árangrinum.

Lesa meira
 
UEFA

Ísland með Portúgal í riðli í undankeppni EM 2012 - 7.2.2010

Dregið var í riðla í undankeppni EM 2012 í dag og fór drátturinn fram í Varsjá í Póllandi. Úrslitakeppnin fer fram í Póllandi og Úkraínu. Ísland dróst í fimm liða H-riðil ásamt Kýpur, Noregi, Danmörku og Portúgal.

Lesa meira
 
Fram

Röng leyfisgögn hjá Fram í leyfisferlinu 2009 - 5.2.2010

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir erindi framkvæmdastjóra KSÍ, þar sem óskað var eftir því að nefndin tæki fyrir mál sem tengist leyfisgögnum Fram árið 2009.  Ljóst þótti að Fram hefði lagt fram röng leyfisgögn með umsókn um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2009.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ársreikningur KSÍ 2009 birtur - 5.2.2010

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ)  birtir nú ársreikning sinn fyrir árið 2009. Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2009 námu 703 milljónum króna samanborið við 870 milljónir króna á árinu 2008. Lækkun rekstrartekna skýrist fyrst og fremst af lækkun á erlendum tekjum.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

KSÍ og dómarar undirrita nýjan samning - 4.2.2010

KSÍ og félag deildardómara hafa undirritað nýjan samning sem er til þriggja ára og gildir því keppnistímabilin 2010, 2011 og 2012.  Samningurinn tekur m.a. mið af ákvæðum er fram koma í dómarasáttmála UEFA sem KSÍ er aðili að og samþykktu dómarar samninginn á fundi sínum þann 1. febrúar.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í undankeppni EM 2012 á sunnudaginn - 4.2.2010

Á sunnudaginn, 7. febrúar,  verður dregið í undankeppni fyrir EM 2012 en úrslitakeppnin fer fram að þessu sinni í Póllandi og Úkraínu.  Dregið verður í Varsjá og hefst drátturinn kl. 11:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Forsíða Bikardrauma, saga bikarkeppni KSÍ í 50 ár

Bikardraumar í skólum - 3.2.2010

KSÍ hefur gefið um 80 eintök af bókinni "Bikardraumar" í grunn- og framhaldskóla á Íslandi.  Bókin kom út í desember á síðasta ári í tilefni af því að árið 2009 var leikið í 50. skiptið í Bikarkeppni KSÍ. 

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn í Finnlandi

24 þjóðir á HM kvenna árið 2015 - 3.2.2010

Framkvæmdastjórn FIFA hefur ákveðið að fjölga þjóðum í úrslitakeppni HM kvenna árið 2015, úr 16 í 24 þjóðir.  Ekki hefur verið ákveðið hvar sú úrslitakeppni fer fram né hversu mörg sæti falla í hlut Evrópu.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland niður um 2 sæti í styrkleikalista FIFA - 3.2.2010

Ísland fellur niður um 2 sæti á styrkleikalista FIFA en nýr styrkleikalisti karlalandsliða var gefinn út í dag.  Ísland er í 94. sæti listans en Spánverjar verma efsta sætið á þessum lista.  Litlar hreyfingar eru á listanum á meðal Evrópuþjóða. Lesa meira
 
Úr leik Fjölnis og KR í Landsbankadeild karla 2008.  Myndina tók Vilbogi Einarsson

Drög að mótum sumarsins 2010 - 3.2.2010

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út drög að leikjum Pepsi-deildar karla og kvenna, 1. deildar karla og 2. deildar karla. Hægt er að sjá niðurröðun leikja hér á vef KSÍ.  Félög eru beðin um að skila athugasemdum við drögin í síðasta lagi 17. febrúar.

Lesa meira
 
Stjórn KSÍ árið 2009

Kosningar á ársþingi KSÍ 2010 - 2.2.2010

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests. 

Lesa meira
 
ÍR

Unglingadómaranámskeið hjá ÍR í ÍR heimilinu - 2.2.2010

Unglingadómaranámskeið hjá ÍR verður haldið í ÍR heimilinu  fimmtudaginn 11. febrúar kl. 19:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Breiðablik

Unglingadómaranámskeið hjá Breiðabliki í nýju stúkunni - 2.2.2010

Unglingadómaranámskeið hjá Breiðablik verður haldið í nýju stúkunni þriðjudaginn 9. febrúar   kl. 19:30.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Ísrael U17 kvenna

Stelpurnar á æfingum um komandi helgi - 2.2.2010

Um komandi helgi verða æfingar hjá A landsliði kvenna sem og U17 og U19 landsliðum kvenna.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöllinni og hafa landsliðsþjálfararnir, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Ólafur Þór Guðbjörnsson og Þorlákur Árnason, valið leikmenn til þessara æfinga.

Lesa meira
 
UEFA

Þjálfarar til Hollands - 2.2.2010

Í dag halda ellefu yngri flokka þjálfarar héðan til Hollands en þar munu þeir kynna sér barna- og unglingaþjálfun.  Ferðin er hluti af verkefni UEFA en ásamt þjálfurum frá Íslandi verða þjálfarar frá Austurríki og Svíþjóð með í ferðinni.

Lesa meira
 
Merki WADA

Breytingar á bannlista WADA - 1.2.2010

Lyfjaeftirlit ÍSÍ hefur birt yfirlit yfir helstu breytingar sem urðu á bannlista WADA fyrir árið 2010.  KSÍ hvetur aðildarfélög sín til að halda vöku sinni í lyfjaeftirlitsmálum og minnir á að það er á ábyrgð aðildarfélaga KSÍ að kynna þessi mál fyrir leikmönnum sínum

Lesa meira
 
KR

Æfingar fyrir fötluð börn og ungmenni hjá KR - 1.2.2010

Knattspyrnufélagið KR býður aftur upp á knattspyrnuæfingar fyrir fötluð börn og ungmenni. Markmiðið er að gefa fötluðum börnum og unglingum tækifæri að vera virkir þátttakendur hjá almennu knattspyrnufélagi. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tillögur á ársþingi KSÍ 2010 - 1.2.2010

Ársþing KSÍ, það 64. í röðinni, verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli 13. febrúar næstkomandi.  Hér að neðan má sjá þær tillögur er liggja fyrir þinginu sem og dagskrá þingsins sem sett verður kl. 11:00.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög