Fréttir

UEFA

Ráðstefna evrópskra dómara á Möltu - 29.1.2010

Mánudaginn 1. febrúar hittast fremstu dómarar Evrópu á Möltu en þar verður haldin í átjánda skiptið ráðstefna fyrir Elite/Premier dómara UEFA.  Á sama stað verður um leið haldin nýliðaráðstefna nýrra alþjóðlegra dómara en sú ráðstefna er haldin í nítjánda skiptið.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Styrkur úr Afrekssjóði ÍSÍ - 29.1.2010

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti í gær tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Styrktarsjóðs ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna um úthlutun fyrir árið 2010.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Dæma á æfingamóti á Marbella - 29.1.2010

Ákveðið hefur verið að þiggja boð norska knattspyrnusambandsins um að senda 2 íslenska dómara og 3 aðstoðardómara á alþjóðlegt æfingamót í Marbella á Spáni. Mótið stendur dagana 7. til 12. febrúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009

Leikið við Mexíkó í Charlotte 24. mars - 28.1.2010

Knattspyrnusambönd Íslands og Mexíkó hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik, miðvikudaginn 24. mars næstkomandi.  Leikið verður í Charlotte í Norður Karólínu í Bandaríkjunum.

Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Aukinn fjárhagslegur stuðningur við aðildarfélög - 28.1.2010

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 21. janúar, aukinn fjárhagslegan stuðning við aðildarfélög sambandsins. Öll gjöld í jöfnunarsjóð meistaraflokka falla niður á þessu ári.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Fyrirlestur hjá Íþrótta- og Ólympíusambandinu á fimmtudag - 27.1.2010

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands býður upp á fræðilegan fyrirlestur á hádegisfundi fimmtudaginn 28. janúar næstkomandi frá kl. 12.00 - 13.00 í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - 28 leikmenn boðaðir á æfingar um helgina - 27.1.2010

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Fyrsta æfingin fer þó fram á föstudaginn en þá eru leikmenn boðaðir í þolpróf. Lesa meira
 
Vidir

Unglingadómaranámskeið hjá Víði í Víðishúsinu í Garðinum - 27.1.2010

Unglingadómaranámskeið hjá Víði verður haldið í Víðishúsinu  fimmtudaginn 4. febrúar   kl. 18:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
UEFA

Íslensk kvennaknattspyrna kynnt á UEFA ráðstefnu - 27.1.2010

Í gærkvöldi hófst hér á landi ráðstefna á vegum UEFA þar sem íslensk kvennaknattspyrna er kynnt fyrir hópum frá Austurríki, Færeyjum og Portúgal.  Ráðstefnan er hluti af verkefni UEFA þar sem kallast "UEFA Study Group Scheme" Lesa meira
 
U16-1989-0041

U16 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 27.1.2010

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið 36 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi og verður æft tvisvar um helgina, í Egilshöllinni og Kórnum.  Lesa meira
 
Úr vináttulandsleik Íslands og Wales á Laugardalsvelli 28. maí 2008.  Myndina tók Vilbogi M. Einarsson

Vináttulandsleikur gegn Liechtenstein 11. ágúst - 26.1.2010

Knattspyrnusambönd Íslands og Liechtenstein hafa náð samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna mætist í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 11. ágúst.  Þetta er í sjötta skiptið sem þjóðirnar mætast í landsleik Lesa meira
 
Haítí

Söfnunarsími til hjálpar Haítí - 901 5015 - 25.1.2010

Opnaður hefur verið söfnunarsími til hjálpar bágstöddum á Haítí, en eins og öllum er kunnugt um hafa miklar hörmungar gengið þar yfir.  KSÍ vekur hér með athygli á þessum söfnunarsíma, sem er 901-5015, en það eru Húmanistar sem standa að þessu verkefni.

Lesa meira
 
Enski dómarinn Mike Riley

Kristinn og Sigurður Óli í Englandi - 19.1.2010

Þeir Kristinn Jakobsson og Sigurður Óli Þorleifsson eru staddir í Englandi þar sem þeim hefur verið boðið  að taka þátt í æfingum og fræðsluráðstefnu úrvalsdeildardómara í Englandi.  Ennfremur munu þeir fylgjast með dómurum í leik í ensku úrvalsdeildinni sem og undirbúningi leiksins.

Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006.  Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Æfingar hjá A landsliði, U17 og U19 kvenna um helgina - 19.1.2010

Um komandi helgi fara fram æfinga hjá A landsliði kvenna, U17 og U19 kvenna og fara æfingarnr fram í Egilshöll og Kórnum sem og að allir leikmenn þreyta hlaupapróf.  Tæplega 60 leikmenn eru boðaðir á þessar æfingar.

Lesa meira
 
Frá setningu ársþings KSÍ 2008

Kosningar í stjórn á 64. ársþingi KSÍ - 19.1.2010

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Tilkynning um framboð til embættis formanns eða stjórnar KSÍ skal berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

EM í Futsal hefst á þriðjudag - 18.1.2010

Á morgun, þriðjudaginn 19. janúar, hefst Evrópukeppni landsliða í Futsal en keppnin fer fram í Ungverjalandi að þessu sinni.  Tólf þjóðir keppa í úrslitum og hafa Spánverjar titil að verja.  Hægt er að sjá leiki keppninnar á íþróttastöðinni Eurosport 2 en margir landsmenn hafa aðgang að þeirri sjónvarpsstöð.

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Þátttökutilkynningar skulu berast í síðasta lagi 19. janúar - 18.1.2010

Þátttökufrestur í knattspyrnumót 2010 er að renna út en þátttökutilkynningum skal skila í síðasta lagi 19. janúar.  Nauðsynlegt er að aðildarfélög skili inn frumriti af þátttökutilkynningum.  Ef einhver félög hafa ekki fengið sendar til sín þátttökutilkynningar er hægt að nálgast eintak á skrifstofu KSÍ. Lesa meira
 
Þróttur - Leiknir - Víkingur

Ó Reykjavík, ó Reykjavík, þú yndislega borg ... - 15.1.2010

Leyfisgögn hafa nú borist frá Reykjavíkurfélögunum Leikni Víkingi og Þrótti, og þar með hafa allir leyfisumsækjendur í efstu tveimur deildum karla skilað sínum gögnum.  Leyfisstjórn mun í framhaldinu fara yfir gögnin, gera athugasemdir þar sem við á og vinna með viðkomandi félögum að úrbótum.

Lesa meira
 
ÍA

Skagamenn, Skagamenn skoruðu mörkin ... - 15.1.2010

ÍA hefur skilað leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum, vegna umsóknar um þátttöku í 1. deildinni fyrir keppnistímabilið 2010.  Með þessum skilum Skagamanna eiga aðeins þrjú félög eftir að skila - Reykjavíkurfélögin Leiknir, Víkingur og Þróttur.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2010 - 15.1.2010

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2010. Verulegar breytingar hafa verið gerðar frá þeim drögum sem gefin voru út 17. desember. Nauðsynlegt er að félög sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til að forðast misskilning. Niðurröðun má sjá á vef KSÍ.  Lesa meira
 
HK

Rauðir og hvítir baráttumenn úr Kópavogi! - 15.1.2010

HK hefur nú skilað fylgigögnum sínum með umsókn um þátttökuleyfi í 1. deild karla 2010.  Þar með eiga aðeins fjögur félög í 1. deild eftir að skila gögnum - ÍA, Leiknir R., Víkingur R. og Þróttur R.

Lesa meira
 
Grótta

Jörðin snýst um sólina við Gróttu - 15.1.2010

"Þar er vitinn sem vakir allar nætur, varlega aldan snerti okkar fætur."  Svona söng Bubbi Morthens í lagi sínu "Við Gróttu".  Það er aðeins eitt félag af þeim 25 sem undirgangast leyfiskerfið í ár að gera það í fyrsta sinn.  Nýliðar Gróttu hafa skilað gögnum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Óskað eftir tilnefningum vegna jafnréttisviðurkenningar KSÍ - 15.1.2010

Framkvæmdanefnd um jafnréttisáætlun óskar eftir tilnefningum fyrir jafnréttisviðurkenningu KSÍ árið 2009.   Ítrekað er að þessi verðlaun tengjast ekki eingöngu jafnrétti kynjanna heldur jafnrétti í víðasta skilningi. 

Lesa meira
 
Stjarnan - Fjarðabyggð - Þór - Selfoss

Það rignir leyfisumsóknum - 14.1.2010

Það er óhætt að segja að leyfisumsóknunum rigni inn til leyfisstjórnar.  Fjögur félög til viðbótar hafa nú skilað gögnum - Fjarðabyggð, Selfoss, Stjarnan og Þór.  Þar með hafa öll tólf Pepsi-deildarfélögin skilað gögnum og helmingur félaga í 1. deild. 

Lesa meira
 
Íþróttahöllin Kórinn í Kópavogi

Sunnlenska bikarinn hefur göngu sína - 14.1.2010

Föstudaginn 15. janúar hefst æfingamót í knattspyrnu sem hlotið hefur nafnið "Sunnlenska bikarinn".  Átta félög leika í þessu móti og fara allir leikir mótsins fram í Kórnum í Kópavogi.  Í fyrsta leik mótsins mætast Höttur og Tindastóll.

Lesa meira
 
Fjölnir

Unglingadómaranámskeið hjá Fjölni í Dalhúsum - 14.1.2010

Unglingadómaranámskeið hjá Fjölni verður haldið í Dalhúsum  miðvikudaginn 20. janúar   kl. 18:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Boltinn byrjar að rúlla í Reykjavíkurmótinu í kvöld - 14.1.2010

Reykjavíkurmót KRR hefur göngu sína í kvöld og eru tveir leikir á dagskránni.  Kl. 19:15 eigast við Valur og Víkingur og strax á eftir, eða kl. 21:00, leika KR og ÍR.  Leikir kvöldsins, eins og allir aðrir leikir mótsins fara fram í Egilshöllinni.

Lesa meira
 
Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu árið 2010 í karlaflokki, Keflavík

Mörk úr úrslitaleikjunum í Futsal - 14.1.2010

Síðastliðinn sunnudag fóru fram úrslitaleikir meistaraflokka karla og kvenna í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu.  Keflvíkingar hömpuðu titlinum í karlaflokki en hjá konunum voru það Eyjastúlkur sem að tryggðu sér titilinn.

Lesa meira
 
Fjölnir

Gefum allt í leikinn, gul og hreykin, gefumst aldrei upp! - 14.1.2010

Fjölnismenn hafa nú skilað leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum, fyrir keppnistímabilið 2010.  Þar með hafa fjögur félög í 1. deild, þriðjungur leyfisumsækjenda í þeirri deild, skilað leyfisumsóknum sínum.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmótið hefst á morgun með tveimur leikjum - 13.1.2010

Á morgun, fimmtudaginn 14. janúar, hefst Reykjavíkurmót KRR en þá fara fram tveir leikir í A riðli karla.  Allir leikir mótsins, í karla- og kvennaflokki, fara fram í Egilshöllinni.  Leikirnir á morgun eru annarsvegar viðureign Vals og Víkings sem hefst kl. 19:15 og hinsvegar leikur KR og ÍR sem hefst kl. 21:00 Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson sprettir úr spori á meðan kollegar hans fylgjast með

Dómararnir á fullu á æfingum - 13.1.2010

Dómararnir okkar sem dæma í landsdeildunum hafa verið á fullu á æfingum frá því í nóvember á síðasta ári og er hvergi slakað á.  Fréttastofa Stöðvar 2 kíkti á æfingar hjá dómurunum, bæði síðasta vor og svo nú fyrr í vetur. 

Lesa meira
 
100 ára afmælismerki Fram

Framarar sækja styrk í hvítt og blátt - 13.1.2010

"Sækjum styrk í hvítt og blátt, stefnum öll í sömu átt, hvikum hvergi þar til marki er náð".  Þetta er úr texta Framherjalagsins, lagi stuðningsmanna Fram.  Framarar hafa nú skilað leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum, fyrir keppnistímabilið 2010. 

Lesa meira
 
Merki Hauka

Komnir til að sigra, komnir til vera ... - 13.1.2010

"Komnir til að sigra, komnir til að vera ..." sungu Páll Rósinkranz og Haukakórinn um árið.  Haukar hafa skilað leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum, fyrir keppnistímabilið 2010.  Þar með hefur helmingur leyfisumsækjenda í efstu tveimur deildum karla skilað.  Lesa meira
 
Frá afhendingu grasrótarverðlauna KSÍ og UEFA 2009

Frá afhendingu grasrótarverðlauna - 13.1.2010

Í gær fengu Breiðablik, Fjarðabyggð/Leiknir og KR afhent grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA og um leið vakin athygli á mikilvægi grasrótarstarfs félaganna.  Heimasíðan hitti fulltrúa félaganna á vettvangi en það var hinn lagvissi Dagur Sveinn Dagbjartsson sem tók viðtölin.

Lesa meira
 
Breiðablik og Njarðvík leika í grænum búningum

Grænn litur er vænn litur ... - 13.1.2010

Breiðablik og Njarðvík, sem bæði leika í grænum búningum, hafa skilað leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum, fyrir keppnistímabilið 2010.  Þar með hafa alls 11 félög af 24 skilað.  Lokaskiladagur þessara gagna er föstudaginn 15. janúar.

Lesa meira
 
Frá undirritun samstarfssamnings á milli Vífilfells og KSÍ

Nýr samstarfssamningur KSÍ og Vífilfells - 13.1.2010

Knattspyrnusamband Íslands og Vífilfell (Coca Cola) undirrituðu í gær samkomulag um áframhaldandi samstarf til næstu fjögurra ára.  Í samningnum felst stuðningur Vífilfells við starfsemi KSÍ á öllum sviðum og nær samningurinn m.a. til allra landsliða Íslands af báðum kynjum.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Úrtaksæfing hjá U17 kvenna í Fjarðabyggðahöllinni - 12.1.2010

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur boðað 21 leikmann á úrtaksæfingu, miðvikudaginn 20. janúar og fer hún fram í Fjarðabyggðahöllinni.  Leikmennirnir koma frá fjórum félögum og verður fundur með leikmönnum á eftir æfingunni.

Lesa meira
 
Frá afhendingu grasrótarverðlauna KSÍ og UEFA

Þrjú félög fengu grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA fyrir árið 2009 - 12.1.2010

Í dag voru afhent grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA og var athöfnin haldin í höfuðstöðvum KSÍ.  Þrjú félög fengu viðurkenningar að þessu sinni en veittar eru viðurkenningar í nokkrum grasrótarflokkum.  Breiðablik, Fjarðabyggð/Leiknir og KR fengu grasrótarviðurkenningar að þessu sinni.

Lesa meira
 
Borði Heimsgöngunnar borinn á undan liðnum

Stofnskrá Heimsgöngu í þágu friðar og tilveru án ofbeldis - 12.1.2010

KSÍ tók virkan þátt í verkefninu "Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis" á árinu sem leið.  Markmið Heimsgöngunnar er að skapa vitundarvakningu sem hafnar öllu ofbeldi hvernig sem það birtist.

Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

Síldarvinnslumótið hefst á föstudaginn - 12.1.2010

Föstudaginn 15. janúar hefst Síldarvinnslumótið en þetta mót er æfingamót fyrir félög á Austurlandi.  Flestir leikirnir fara fram í Fjarðabyggðahöllinni en einnig verður leikið á Fellavelli.  Hér að neðan má sjá leikjaniðurröðun mótsins. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales í undankeppni EM í september 2009

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla um helgina - 12.1.2010

Þeir Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfarar U17 og U19 karla,  hafa valið úrtakshópa fyrir æfingar um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og í Egilshöllinni.

Lesa meira
 
UEFA

Leyfiskerfi í aðildarlöndum UEFA - 12.1.2010

Leyfiskerfi í aðildarlöndum UEFA eru öll byggð upp á sama hátt og fylgja sömu reglum í grunninn.  Í sumum löndum hefur verið starfrækt leyfiskerfi til fjölda ára, en flest lönd í Evrópu tóku upp leyfiskerfi þegar UEFA setti sitt leyfiskerfi á fót árið 2003.

Lesa meira
 
UEFA

Grasrótardagur UEFA verður 19. maí - 12.1.2010

Framkvæmdastjórn UEFA hefur ákveðið að sérstakur grasrótardagur UEFA verði haldinn þann 19. maí næstkomandi.  UEFA mun þá vekja athygli á grasrótarstarfi í aðildarlöndum sínum í samstarfi við aðildarþjóðirnar og nota til þess "Meistaradeildarvikuna" en leikið verður til úrslita í Meistardeild kvenna 20. maí og Meistaradeild karla 22. maí.

Lesa meira
 
Frá KSÍ III í janúar 2010.  Lengst til vinstri í efri röð má sjá Lars Lagerback

KSÍ III þjálfaranámskeið um næstu helgi - 12.1.2010

Helgina 15.-17. janúar heldur Knattspyrnusamband Íslands 3. stigs þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu. KSÍ hélt slíkt námskeið einnig um síðustu helgi þar sem Lars Lagerback, fyrrverandi A-landsliðsþjálfari Svíþjóðar, heimsótti landann og tók út námskeiðið.

Lesa meira
 
Frá afhendingu grasrótarviðurkenninga KSÍ 2008.

Grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA afhent í dag - 12.1.2010

Í dag kl. 14:30 verða afhentar grasrótarviðurkenningar KSÍ og UEFA fyrir knattspyrnuárið 2009.

Grasrótarstarf getur verið af margvíslegum toga og eru það aðildarfélög KSÍ sem bera þungann af þessu starfi með margvíslegum hætti í hreyfingunni. 

Lesa meira
 
Frá úrslitaleikjum í Futsal 2010

Fyrstu Íslandsmeistarar á nýju ári - ÍBV og Keflavík - 10.1.2010

Í dag voru krýndir fyrstu Íslandsmeistararnir á nýju knattspyrnuári en þá lauk keppni meistaraflokka í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu.  Það voru Vestmannaeyingar sem fögnuðu sigri í kvennaflokki en Keflvíkingar hömpuðu titlinum í karlaflokki.

Lesa meira
 
Frá undanúrslitum í Futsal kvenna 2010

Suðurnesjaslagur í úrslitum Futsal karla - 9.1.2010

Í dag var leikið til undanúrslita í Íslandsmótinu i innanhússknattspyrnu hjá körlum og konum og var Laugardalshöll vettvangurinn.  Það er ljóst að á morgun mætast í úrslitum í kvennaflokki, ÍBV og Þróttur Reykjavík en hjá körlunum er boðið upp á Suðurnesjaslag því þar mætast Keflavík og Víðir.

Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Fjör og frábær tilþrif í Futsal - 8.1.2010

Í kvöld hófst úrslitakeppni meistaraflokka í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu og var leikið í fjórðungsúrslitum karla.  Það voru hörkuleikir og skemmtileg tilþrif sem boðið var upp á kvöld.  Leikið var í Laugardalshöllinni og Álftanesi en undanúrslit karla og kvenna fara fram á morgun, laugardaginn 9. janúar.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Horft fram veginn - 8.1.2010

Viðburðarríku ári er nú lokið og framundan eru spennandi verkefni hvort heldur sem er á innlendum eða erlendum vettvangi.  Landslið Íslands verða í eldlínunni og góðir möguleikar á góðum árangri á mörgum vígstöðvum Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Soccerademótið hefst í kvöld - 8.1.2010

Í kvöld hefst hið árlega Soccerademót í knattspyrnu en þar eigast við félögin á Norðurlandi.  Leikið er í tveimur riðlum og fara leikirnir fram í knattspyrnuhúsinu Boganum.  Fyrsti leikurinn er í kvöld hefst kl. 19:45

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009

Leikið við Kýpur 3. mars - 8.1.2010

Náðst hefur samkomulag á milli Knattspyrnusambands Íslands og Knattspyrnusambands Kýpurs um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik á Kýpur, miðvikudaginn 3. mars næstkomandi.

Lesa meira
 
HK

Unglingadómaranámskeið haldið hjá HK í Fagralundi - 7.1.2010

Unglingadómaranámskeið hjá HK verður haldið í Fagralundi  mánudaginn 11. janúar   kl. 19:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Merki FIFA

11+ Upphitunaræfingar - Hluti 2: Styrktaræfingar - 7.1.2010

Nú er komið að styrktaræfingum í 11+ upphitunaræfingunum sem FIFA hefur gefið út.  Æfingarnar eru alhliða upphitunaræfingar ætlaðar til forvarna gegn meiðslum.  Hér að neðan má sjá myndband með þessum æfingum sem og textalýsingu með hverri æfingu fyrir sig.

Lesa meira
 
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

Færeyingar mæta í Kórinn 21. mars - 6.1.2010

Knattspyrnusamband Íslands og Knattspyrnusamband Færeyja hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Kórnum, sunnudaginn 21. mars.  Þetta er þriðja árið í röð sem að þjóðirnar leika vináttulandsleik í Kórnum í marsmánuði. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Dregur til tíðinda um helgina - Úrslitakeppni meistaraflokka í innanhúsknattspyrnu - 6.1.2010

Úrslitakeppni meistaraflokka karla og kvenna í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu fara fram helgina 8. – 10. janúar og verður leikið á Álftanesi og í Laugardalshöll.  Úrslitaleikir karla og kvenna fara fram á sunnudaginn og fara fram í Laugardalshöll. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ I þjálfaranámsskeið á Akureyri - 6.1.2010

Helgina 15.-17. janúar mun Knattspyrnusamband Íslands halda KSÍ I þjálfaranámskeið á Akureyri. Kennarar á námskeiðinu eru Freyr Sverrisson og Jóhannes Valgeirsson. Námskeiðið fer fram í félagsheimili Þórs en verklegi hluti námskeiðsins fer fram í Boganum.

Lesa meira
 
Þóra B. Helgadóttir

Eiður annar og Þóra þriðja í kjöri á íþróttamanni ársins - 6.1.2010

Knattspyrnfólk var áberandi þegar tilkynnt var um kjör á íþróttamanni ársins 2009 í gærkvöldi.  Eiður Smári Guðjohnsen varð í öðru sæti í kjörinu og Þóra B. Helgadóttir í því þriðja en þau tvö voru einmitt útnefnd knattspyrnufólk ársins af KSÍ fyrir árið 2009. 

Lesa meira
 
Grindavík

Með Þorbjörn í baksýn við verðum bjartsýn ... - 5.1.2010

Grindvíkingar hafa nú skilað leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum, og þar með hafa 7 félög af 12 í Pepsi-deild karla skilað gögnum fyrir keppnistímabilið 2010.  Tvö félög í 1. deild hafa þegar skilað.  Skiladagur þessara gagna er 15. janúar.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Skiladagur leyfisgagna er eftir 10 daga - 5.1.2010

Skilafrestur leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra, er til 15. janúar.  Nú þegar hafa 8 félög skilað leyfisgögnum, eða þriðjungur leyfisumsækjenda.  Raunar hefur það aldrei áður gerst að svo mörg félög hafi skilað svo snemma.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Umsóknarfrestur í Ferðasjóð íþróttafélaga er til miðnættis 11. janúar - 4.1.2010

Umsóknarfrestur í Ferðasjóð íþróttafélaga, vegna keppnisferða á mót á nýliðnu ári, þ.e. 2009, rennur út á miðnætti 11. janúar næstkomandi. Aðildarfélög eru hvött til þess að kynna sér sjóðinn gaumgæfilega.

Lesa meira
 
Hrafnkell Kristjánsson

Kveðja frá KSÍ - 4.1.2010

Á jóladag bárust þær fregnir að Hrafnkell Kristjánsson, íþróttafréttamaður, hafi látist eftir erfiða legu á sjúkrahúsi í kjölfar umferðaslyss stuttu fyrir jólahátíð. Hrafnkell hóf ungur að leika knattspyrnu með félagi sínu FH og lék fyrir hönd félagsins í yngri flokkum og meistaraflokki.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög