Fréttir

flugeldar_2007

Gleðilegt nýtt ár - Áramótakveðjur frá KSÍ - 30.12.2010

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum sínar bestu áramótakveðjur, óskar landsmönnum gleðilegs nýs knattspyrnuárs og þakkar fyrir allt gott á liðnu ári.  Á morgun, gamlársdag, verður skrifstofa KSÍ lokuð.  Skrifstofan opnar aftur á nýju ári, mánudaginn 3. janúar.

Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Þátttökutilkynningar í knattspyrnumót 2011 - 29.12.2010

Póstlagðar hafa verið þátttökutilkynningar til aðildarfélaga KSÍ og munu þær því berast til félaganna á næstu dögum.  Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað fyrir 20. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Knattspyrnufólk í kjöri á íþróttamanni ársins - 23.12.2010

Samtök íþróttafréttamanna hafa tilkynnt hvaða tíu einstaklingar urðu í efstu sætunum í kjörinu á íþróttamanni ársins 2010.  Knattspyrnufólk er á meðal þessara tíu en Gylfi Þór Sigurðsson og Hólmfríður Magnúsdóttir eru á lista þessa frækna íþróttafólks.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Mörkin úr úrslitaleik Fjölnis og Víkings Ólafsvíkur í Futsal - 22.12.2010

Nú á dögunum tryggðu Fjölnismenn sér Íslandsmeistaratitilinn í Futsal hjá meistaraflokki karla með sigri á Víking Ólafsvík.  Lokatölur urðu 3 - 2 fyrir Fjölnismenn í hörkuleik þar sem hart var barist.  Hér má sjá mörkin úr úrslitaleiknum.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Viðburðarríku knattspyrnuári að ljúka - 22.12.2010

Næsta sumar verður merkilegt í íslenskri knattspyrnusögu, ekki eingöngu vegna þess að U21 landslið karla mun leika í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn, heldur vegna þess að þá mun 100. Íslandsmótið fara fram. 

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Landsliðið í Futsal - Fyrsti æfingahópurinn valinn - 21.12.2010

Willum Þór Þórsson, landsliðsþjálfari í Futsal, hefur valið æfingahóp sem verður við æfingar 28. og 29. desember og fara æfingarnar fram á Ásvöllum.  Ísland mun taka þátt í forkeppni Evrópkeppni landsliða í Futsal í janúar á næsta ári en þetta er í fyrsta skiptið sem Ísland sendir landslið til leiks í Futsal.  Riðill Íslands verður leikinn á Ásvöllum dagana 21. - 24. janúar.

Lesa meira
 
Gleðileg jól!

Gleðileg jól! - Hátíðarkveðja frá KSÍ - 21.12.2010

KSÍ sendir öllum landsmönnum kærar jólakveðjur með von um að allir eigi góða daga yfir hátíðirnar.  Vonandi fá allir pakka, harða jafnt sem mjúka.  Smellið hér að neðan til að skoða upplýsingar um opnunartíma skrifstofunnar yfir hátíðina.

Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Fyrstu drög að leikdögum landsdeilda birt - 21.12.2010

Hér á heimasíðu KSÍ má nú finna fyrstu drög að leikdögum í landsdeildum karla og kvenna sem og VISA bikarnum.  Einungis er um grunndaga að ræða en ennþá eftir að vinna við hverja umferð fyrir sig t.d. með tilliti til óska félaga, ferðalaga og sjónvarpsútsendinga. Lesa meira
 
Merki FIFA

Íslenskir FIFA dómarar 2011 - 21.12.2010

FIFA hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2011.  Tveir aðstoðardómarar fara af listanum í þetta skiptið.  Íslenskir FIFA dómarar fyrir árið 2011 eru eftirfarandi:

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tillögur fyrir ársþing KSÍ þurfa að berast í síðasta lagi 12. janúar - 20.12.2010

65. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið í húsakynnum KSÍ laugardaginn 12. febrúar 2011.  Minnt er á að tillögur fyrir ársþingið þurfa að berast í síðasta lagi, miðvikudaginn 12. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Starfsmenn KSÍ færðu jólaaðstoð Mæðrastyrksnefndar bolta og bækur fyrir jólin 2010

Boltar og bækur í Jólaaðstoðina - 20.12.2010

Á dögunum færðu Knattspyrnusamband Íslands Jólaaðstoðinni bolta og bækur sem ætlaðar eru í góða jólapakka um þessi jól.  Jólaaðstoðin er samstarfsverkefni Mæðrastyrksnefndar, Rauða Krossins í Reykjavík, Hjálparstarfs kirkjunnar og Hjálpræðishersins. 

Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Samningur endurnýjaður við Sigurð Ragnar - 20.12.2010

Knattspyrnusamband Íslands framlengdi í dag samning við Sigurð Ragnar Eyjólfsson sem landsliðsþjálfara A landsliðs kvenna og gildir samningurinn til ársloka 2012.  Nýr samningur þess efnis var undirritaður í dag í höfuðstöðvum KSÍ.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fjölnismenn Íslandsmeistarar í Futsal - 19.12.2010

Það voru Fjölnismenn sem hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum í Futsal hjá meistaraflokki karla en úrslitaleikurinn fór fram í dag á Álftanesi.  Fjölnir lagði Víkinga frá Ólafsvík í æsispennandi úrslitaleik með þremur mörkum gegn  tveimur.  Staðan í leikhléi var jöfn, hvort lið hafði þá skorað eitt mark.

Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Fjölnir og Víkingur Ólafsvík mætast í úrslitum - 18.12.2010

Það verða Fjölnir og Víkingur Ólafsvík sem leika til úrslita í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu (Futsal).  Leikurinn fer fram á morgun, sunnudaginn 19. desember, og hefst kl. 13:30 á Álftanesi.

Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Undanúrslitin í Futsal karla á Álftanesi í dag - 18.12.2010

Í dag fara fram undanúrslit Íslandsmótsins í innanhússknattspyrnu (Futsal) hjá meistaraflokki karla og verður leikið í íþróttahúsinu á Álftanesi.  Fjölnir og ÍBV mætast kl. 14:30 og Víkingur Ólafsvík og Keflavík kl. 16:00.  Sigurvegarar leikjanna leika til úrslita á morgun, sunnudag, á Álftanesi og hefst úrslitaleikurinn kl. 13:30.

Lesa meira
 
Fylkir og FH

FH og Fylkir hafa skilað leyfisgögnum - 17.12.2010

Þegar þetta er ritað hefur helmingur félaga í Pepsi-deild skilað fylgigögnum með leyfisumsókn, öðrum en fjárhagslegum.  FH skilaði sínum gögnum miðvikudaginn 15. desember og Fylkir skilaði síðan gögnum sínum í dag, föstudag.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Drög að niðurröðun leika í Lengjubikarnum 2011 - 16.12.2010

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2011 sem hafa verið birt á vef KSÍ.  Riðlaskiptingu í karla- og kvennaflokki má sjá hér að neðan en félögin hafa frest til 3. janúar til þess að gera athugasemdir.

Lesa meira
 
Stjarnan

Stjarnan auglýsir eftir aðstoðarþjálfara fyrir 2. flokk karla og 3. deildarlið KFG - 16.12.2010

Knattspyrnudeild Stjörnunnar óskar eftir að ráða aðstoðarþjálfara fyrir 2.flokk karla og 3.deildarlið KFG. Hlutverk aðstoðarþjálfara verður að aðstoða aðalþjálfara beggja liða, sinna almennri þjálfun og samræma verkefni liðanna.

Lesa meira
 
UEFA Futsal 2010

Úrslitakeppni meistaraflokks karla í Futsal framundan - 15.12.2010

Úrslitakeppni meistaraflokks karla í innanhússknattspyrnu (Futsal) hefst nú á föstudaginn, 17. desember, og fara þá fjórir leikir fram.  Leikið verður svo til undanúrslita á laugardaginn og á sunnudaginn, 19. desember, verða Íslandsmeistarar krýndir. Undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram á Álftanesi en hér að neðan má sjá leikstaði 8 liða úrslita.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Endurskoðendum félaga boðið til fundar 11. janúar - 15.12.2010

KSÍ hefur boðið endurskoðendum og fulltrúum þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfið á fund um fjárhagshluta kerfisins.  Aðrir endurskoðendur, eða áhugasamir aðilar, eru jafnframt velkomnir.  Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum KSÍ þriðjudaginn 11. janúar.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið í 112. sæti á FIFA-listanum - 15.12.2010

A-landslið karla fellur um tvö sæti milli mánaða á styrkleikalista FIFA og endar því árið 2010 í 112. sæti.  Frá upphafi hefur Ísland lægst verið númer 117 á listanum, en hæst í 37. sæti.  Ef aðeins UEFA-þjóðir eru teknar með í reikninginn er íslenska liðið númer 45.

Lesa meira
 
KR

Þriðjungur Pepsi-deildar félaga hefur skilað leyfisgögnum - 14.12.2010

KR-ingar skiluðu fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir keppnistímabilið 2011, öðrum en fjárhagslegum, á mánudag.  Þar með hefur þriðjungur Pepsi-deildar félaga skilað gögnum, en áður höfðu Grindavík, Valur og Keflavík skilað.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Skrifstofan lokuð milli 11:30 og 13:15 á þriðjudag - 13.12.2010

KSÍ vekur athygli á því að skrifstofa sambandsins er lokuð milli kl. 11:30 og kl. 13:15 þriðjudaginn 14. desember.  Óskað er eftir því að aðildarfélög og aðrir viðeigandi aðilar komi skilaboðum áfram innan sinna raða, svo enginn fari nú fýluferð í Laugardalinn ...

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Dæma leik Liverpool og Utrecht í Evrópudeild UEFA - 13.12.2010

Það verður íslenskur dómarasextett sem dæmir viðureign enska liðsins Liverpool og Utrecht frá Hollandi í Evrópudeild UEFA á miðvikudag.  Leikurinn fer fram á Anfield Road í Bítlaborginni Liverpool.

Lesa meira
 
Keflavík

Keflvíkingar þriðja félagið til að skila leyfisgögnum - 13.12.2010

Keflavík hefur skilað leyfisgögnum sínum öðrum en fjárhagslegum, vegna umsóknar um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla 2011.  Þar með hafa þrjú félag skilað gögnum, allt Pepsi-deildarfélög.  Keflvíkingar voru einnig þriðja félagið í þeirri deild til að skila gögnum fyrir síðasta keppnistímabil.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

65. ársþing KSÍ - Laugardaginn 12. febrúar 2011 - 12.12.2010

65. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið í húsakynnum KSÍ laugardaginn 12. febrúar 2011. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi efnisatriði tengd þinghaldinu:

Lesa meira
 
Þjálfarar að störfum

KSÍ IV þjálfaranámskeið 28.- 30. janúar 2011 - 10.12.2010

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið helgina 28.-30. janúar.  Bóklegi hluti námskeiðsins fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og verklegi þátturinn í Kórnum í Kópavogi.  Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem setið hafa KSÍ III þjálfaranámskeið og skilað verkefni af því námskeiði.

Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Gylfi og Hólmfríður knattspyrnufólk ársins 2010 - 10.12.2010

Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Hólmfríði Magnúsdóttur knattspyrnufólk ársins 2010.  Þetta er í sjöunda skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ.  Það eru fjölmargir aðilar,  m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins.  Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum

Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir í heimsókn í Þorlákshöfn

Hólmfríður verður í Hveragerði í dag - 9.12.2010

Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir hefur síðustu daga heimsótt félög á Suðurlandi og hitt þar káta knattspyrnukrakka.  Hólmfríður verður í Hveragerði í dag og á morgun lýkur hún ferð sinni um Suðurlandið þegar hún heimsækir Eyrarbakka.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Vinnufundur með leyfisfulltrúum um leyfisferlið 2011 - 9.12.2010

Leyfisfulltrúar þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfið fyrir keppnistímabilið 2011 mættu til fundar í höfuðstöðvum KSÍ á miðvikudag.  Farið var yfir helstu breytingar á leyfisreglugerðinni milli ára og einnig voru ýmis hagnýt atriði tengd vinnu við undirbúning leyfisumsóknar rædd. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Þrándheimi 2009. Sigur vannst í leiknum, 2-0

U16 og U19 karla - Æfingar um helgina - 7.12.2010

Um helgina verða æfingar hjá U16 og U19 karlalandsliðum og fara æfingarnar fram í Egilshöllinni og Kórnum.  Þjálfararnir, Freyr Sverrisson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar. Lesa meira
 
Willum Þór Þórsson og Þorvaldur Örlygsson útskrifuðust af UEFA Pro námskeið frá enska knattspyrnusambandinu

KSÍ kynnir Pro licence umsóknarferlið - 7.12.2010

KSÍ hélt kynningarfund í gær um Pro licence þjálfaranámskeiðið sem fer fram í Englandi.  Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur og Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram voru viðstaddir fundinn og sögðu áhugasömum þjálfurum meðal annars frá sinni reynslu af því að taka þetta nám hjá enska knattspyrnusambandinu. 

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Riðlaskipting í Reykjavíkurmóti meistaraflokka 2011 - 6.12.2010

Drög að niðurröðun í Reykjavíkurmótinu 2011 hjá meistaraflokkum karla og kvenna hefur verið birt.  Í meistaraflokki karla er leikið í tveimur riðlum en í einum hjá meistaraflokki kvenna.  Áætlað er að keppni í karlaflokki hefjist 13. janúar en hjá konunum 22. janúar.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 5. júlí 2008. Myndina tók Þorsteinn Jónsson

U16 kvenna - Æfingar fara fram um komandi helgi - 6.12.2010

Um komandi helgi fara fram landsliðsæfingar hjá U16 kvenna og fara æfingarnar fram í Egilshöllinni og Kórnum.  Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari, hefur valið 35 leikmenn fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir

Hólmfríður heimsækir Suðurland - 6.12.2010

Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir mun í dag hefja heimsókn sína til félaga á Suðurlandi. För hennar hefst í Vík í Mýrdal og lýkur á föstudaginn með heimsókn til Eyrarbakka. Nánari dagskrá er hér fyrir neðan.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofan opnar kl. 09:30 á föstudaginn - 2.12.2010

Vegna starfsmannafundar opnar skrifstofa KSÍ kl. 09:30 á morgun, föstudaginn 3. desember, í stað 08:00.  Að venju verður skrifstofan svo opin til kl. 16:00.

Lesa meira
 
Merki FIFA

HM 2018 í Rússlandi og HM 2022 í Katar - 2.12.2010

Í dag var tilkynnt í höfuðstöðvum FIFA hvaða þjóðir halda úrslitakeppnir HM árin 2018 og 2022.  Það kom í hlut Rússlands að halda úrslitakeppnina 2018 en Katar halda keppnina 2022.  Næsta úrslitakeppni HM verður í Brasilíu 2014.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Fyrirkomulag undankeppni EM kvenna 2013 - 1.12.2010

Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið út hvernig fyrirkomulagi undankeppni EM kvenna 2013 verður háttað.  Úrslitakeppnin fer fram að þessu sinni í Svíþjóð.  Það eru 44 þjóðir sem taka þátt í keppninni að þessu sinni.

Lesa meira
 
Bókin Íslensk knattspyrna 2010 er komin út

Íslensk knattspyrna 2010 komin út - 1.12.2010

Bókin Íslensk knattspyrna 2010 eftir Víði Sigurðsson er komin út hjá Bókaútgáfunni Tindi. Þetta er þrítugasta árið í röð sem árbókin um íslenska fótboltann er gefin út en sú fyrsta leit dagsins ljós árið 1981. Bókin er 240 blaðsíður og þar af eru nú 96 síður í lit, fleiri en nokkru sinni fyrr.

Lesa meira
 
58 þjálfarar útskrifuðust með KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráður

Kynningarfundur á Pro Licence náminu 6. desember - 1.12.2010

Líkt og í fyrra býðst KSÍ A/UEFA A þjálfurum hér á landi að senda inn umsókn á UEFA Pro þjálfaranámskeið í Englandi.  Pro þjálfaragráðan er viðurkennd í öllum löndum Evrópu, er æðsta stig þjálfaramenntunar sem UEFA samþykkir og veitir réttindi til að þjálfa öll lið í öllum deildum í Evrópu. Lesa meira
 
Siggi_Raggi_vid_UEFA_A_utskrift

Norðurlandaráðstefna um þjálfaramenntun - 1.12.2010

Á  dögunum var haldin hér á landi Norðurlandaráðstefna um þjálfaramenntun. Ráðstefnuna sóttu fræðslustjórar allra Norðurlanda auk annarra starfsmanna knattspyrnusambandanna sem koma að einhverju leiti að þjálfaramenntun í sínu heimalandi.

Lesa meira
 
Njarðvík

Njarðvík undirgengst leyfiskerfið 2011 - 1.12.2010

Njarðvík hefur óskað eftir því við leyfisstjórn að félagið gangist undir leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2011 með öllu sem því fylgir.  Njarðvíkingar leika í 2. deild, en í þeirri deild er ekki keyrt leyfiskerfi og er þessi ósk merki um mikinn metnað félagsins.

Lesa meira
 
IMG_4050

Súpufundur KSÍ - Erindi Vöndu um börn með sérþarfir - 1.12.2010

Síðastliðinn mánudag hélt Vanda Sigurgeirsdóttir fróðlegt erindi um börn með sérþarfir í knattspyrnu.  Erindið var haldið á súpufundi KSÍ en þar er boðið upp á súpu og fróðleg erindi.  Hér að neðan má finna myndaband frá þessu erindi Vöndu og einnig glærur frá fundinum

Lesa meira
 
Akranesvöllur

Umhirða grasvalla - Myndband frá UEFA - 30.11.2010

Hér má sjá efni af nýjum mynddiski þar sem farið er yfir umhirðu og viðhald knattspyrnuvalla.  Í þessum hluta er fjallað um umhirðu grasvalla.

Lesa meira
 
Stjörnuvöllur

Umhirða knattspyrnuvalla - Myndbönd frá UEFA - 30.11.2010

UEFA hefur gefið út vandaðan mynddisk þar sem farið er yfir umhirðu og viðhald á knattspyrnuvöllum.  Diskurinn skiptist í tvennt þar sem annars vegar er fjallað um grasvelli og hinsvegar um gervigrasvelli.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 gegn Armeníu í undakeppni EM

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar verða um helgina - 30.11.2010

Landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöllinni.  Tveir hópar eru valdir hjá U17 karla og mæta þeir einnig á æfingu á föstudeginum.

Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Uppfærða afreksstuðla leikmanna má finna hér á síðunni - 30.11.2010

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga hefur skrifstofa KSÍ gefið út afreksstuðla leikmanna og hafa þeir verið uppfærðir á vef KSÍ.  Hægt er að áfrýja flokkun leikmanns til samninga- og félagaskiptanefndar. Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Dregið í undankeppni EM hjá U17 og U19 karla - 30.11.2010

Í dag var dregið í undankeppni EM 2012 hjá U17 og U19 karla. Einnig var dregið í milliriðla hjá U17 karla fyrir EM 2011 en þar var Ísland einnig með í hattinum. Í undankeppninni hjá U17 mun Ísland leika í Ísrael, hjá U19 karla á Kýpur og í milliriðli hjá U17 karla verður leikið í Ungverjalandi.

Lesa meira
 
Frá undirritun samstarfssamnings Sparisjóðs Keflavíkur og KSÍ. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Einar Hannesson sparisjóðsstjóri undirrituðu samninginn

Samstarfssamningur KSÍ og SpKef undirritaður - 26.11.2010

Knattspyrnusamband Íslands og Spkef Sparisjóðurinn í Keflavík undirrituðu á föstudag samkomulag um samstarf til næstu þriggja ára (2011-2013).  Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Einar Hannesson Sparisjóðsstjóri undirrituðu samninginn, en í honum felst stuðningur Sparisjóðsins við starfsemi KSÍ á öllum sviðum og nær samningurinn m.a. til allra landsliða Íslands af báðum kynjum.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Þórir eftirlitsmaður UEFA á White Hart Lane - 24.11.2010

Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Tottenham og Werder Bremen í kvöld.  Leikurinn fer fram á heimavelli Tottenham, White Hart Lane, og er í A riðli Meistaradeildar UEFA.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Yfirlýsing frá Félagi deildadómara á Íslandi - 23.11.2010

Yfirlýsing frá Félagi deildadómara á Íslandi varðandi beiðni frá skoska knattspyrnusambandinu um dómgæslu í Skotlandi næstu helgi. Ástæða þessarar beiðni er verkfall skoskra knattspyrnudómara.

Lesa meira
 
U17 kvenna sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 23.11.2010

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið úrtakshópa fyrir þessar æfingar.  Æfingarnar fara fram á Stjörnuvelli og í Egilshöll. 

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

U16 karla - Úrtaksæfingar á Norðurlandi um komandi helgi - 23.11.2010

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið hóp til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Að þessu sinni eru einungis valdir leikmenn úr félögum á Norðurlandi og fara æfingarnar fram í Boganum á Akureyri.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands 2. desember - 23.11.2010

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 2. desember n.k. klukkan 20:00.

Lesa meira
 
IMG_4047

Súpufundur KSÍ verður haldinn mánudaginn 29. nóvember - 23.11.2010

Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn mánudaginn 29. nóvember. Að þessu sinni mun Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Háskóla Íslands, halda erindi um börn með sérþarfir. Lesa meira
 
Frá fundi formanna- og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ

Hundraðasta Íslandsmótið framundan - 22.11.2010

Um helgina var haldinn fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ og fór fundurinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Fundinum lauk svo á því að dregið var í töfluröð í landsdeildum karla og kvenna.  Framundan er hundraðasta Íslandsmótið í knattspyrnu og er áætlað að það hefjist 1. maí 2011.  Lesa meira
 
Frá fundi formanna- og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ

1. og 2. deild karla - Leikjaniðurröðunin tilbúin - 20.11.2010

Í dag var dregið í töfluröð í 1. og 2. deild karla og er því ljóst hverjir mætast í hverri umferð.  Dregið var í töfluröð í höfuðstöðvum KSÍ í dag en þar fór fram fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild kvenna - Grindavík heimsækir Íslandsmeistarana í 1. umferð - 20.11.2010

Í dag var dregið í töfluröð í landsdeildum, þ.e. Pepsi-deild karla og kvenna og 1. og 2. deild karla.  Dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í lok formanna- og framkvæmdastjórafundar.  Í Pepsi-deild kvenna taka Íslandsmeistarar Vals á móti Grindavík.  Nýliðarnir í deildinni, ÍBV og Þróttur, hefja bæði leik á útivelli. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi deild karla - Íslandsmeistararnir taka á móti KR í 1. umferð - 20.11.2010

Í dag var dregið í töfluröð í landsdeildum, þ.e. Pepsi-deild karla og kvenna og 1. og 2. deild karla.  Dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í lok formanna- og framkvæmdastjórafundar.  Það er ljóst að í 1. umferðinni taka Íslandsmeistarar Breiðabliks á móti KR og nýliðarnir í deildinni, Víkingur og Þór etja kappi.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Konurnar niður um eitt sæti á styrkleikalista FIFA - 19.11.2010

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem út kom í dag, þá fellur íslenska kvennalandsliðið niður um eitt sæti.  Ísland er í 17. sæti listans en það eru Bandaríkin sem tróna á toppnum.  Engar breytingar eru á 8 efstu sætum listans.

Lesa meira
 
Grindavík og Valur

Grindavík og Valur hafa skilað leyfisgögnum - 19.11.2010

Félögin sem undirgangast leyfiskerfið virðast ætla að halda uppteknum hætti frá síðasta ári hvað varðar skil á leyfisgögnum, og skila snemma.  Leyfisferlið hófst síðasta mánudag og á fimmtudag bárust gögn frá fyrstu tveimur félögunum - Grindavík og Val.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Tvö mörk en tap í Tel Aviv - 18.11.2010

Það voru heimamenn í Ísrael sem höfðu betur gegn Íslendingum í vináttulandsleik sem fram fór í gær.  Lokatölur urðu 3 - 2 Ísraelsmönnum í vil og var grunnurinn af sigrinum lagður í fyrri í hálfleik því heimamenn gengu til leikhlés með þriggja marka forystu.

Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslands.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlarnir standa í stað - 17.11.2010

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem birtur var í dag, stendur íslenska karlalandsliðið í stað.  Ísland er í 110. sæti listans.  Sem fyrr eru Spánverjar í efsta sæti listans en engar breytingar eru á níu efstu sætum listans.

Lesa meira
 
Bloomfield Stadium í Tel Aviv

A landslið karla - Byrjunarliðið gegn Ísrael - 16.11.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Ísrael í vináttulandsleik.  Leikurinn fer fram á Bloomfield Stadium í Tel Aviv og hefst kl. 17:35 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Slakað á í Ísrael

A landslið karla - Æft á keppnisvellinum í gær - 16.11.2010

Vel fer um landsliðshópinn sem staddur er þessa dagana í Tel Aviv.  Þar leika þeir vináttulandsleik gegn Ísrael á morgun, miðvikudag.  Í gær var æft á keppnisvellinum, Bloomfield Stadium og er hann í góðu standi. 

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Þátttökutilkynning fyrir Deildarbikarinn 2011 - 16.11.2010

Aðildarfélög KSÍ hafa fengið senda þátttökutilkynningu fyrir Deildarbikar KSÍ fyrir árið 2011  Þátttökufrestur er til 23. nóvember næstkomandi. Öll félög sem sendu meistaraflokk til keppni á Íslandsmótinu 2010 og hyggja á keppni á Íslandsmótinu 2011 hafa heimild til að senda lið til keppni. 

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Mikið um að vera í fræðslumálum þjálfara um síðustu helgi - 16.11.2010

Mikið var um að vera í fræðslumálum fyrir þjálfara um síðustu helgi en á föstudaginn var í fyrsta sinn haldin ráðstefna um þjálfun barna og á laugardaginn hélt Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands upp á 40 afmæli með ráðstefnu um daginn og afmælisveislu um kvöldið.
Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Spennandi riðlar framundan hjá U17 og U19 kvenna - 16.11.2010

Í dag var dregið í riðla í undankeppni EM hjá U17 og U19 kvenna og var dregið í höfuðstöðvum UEFA í Nyon.  Ennfremur var í dag dregið í milliriðla fyrir keppnina 2010/2011 og var Ísland í skálunum góðu í öllum dráttunum.

Lesa meira
 
Bloomfield Stadium í Tel Aviv

A landslið karla - Gylfi Þór meiddur - 15.11.2010

Ljóst er að Gylfi Þór Sigurðsson getur ekki leikið gegn Ísrael en íslenska karlalandsliðið leikur vináttulandsleik í Tel Aviv á miðvikudaginn.  Hann meiddist í leik um helgina og verður ekki leikfær á miðvikudaginn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leyfisferlið fyrir 2011 hafið - 15.11.2010

Samkvæmt Leyfisreglugerð KSÍ er hér með tilkynnt að leyfisferlið fyrir 2011 er hafið.  MInnt er á að ný reglugerð hefur verið tekin til notkunar og verða breytingar milli ára kynntar á fundi formanna og framkvæmdastjóra á laugardag. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

Dregið í milliriðla hjá U17 og U19 kvenna - 15.11.2010

Dregið verður í milliriðla EM hjá U17 og U19 kvenna á morgun, þriðjudaginn 16. nóvember.  Við sama tækifæri verður dregið í undankeppni EM U17 og U19 kvenna sem fram fer 2011/2012.  Ísland er í efsta styrkleikaflokki hjá U17 og í öðrum styrkleikaflokki hjá U19 þegar dregið verður í milliriðla.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Tyrkjum á Víkingsvelli

U17 og U19 karla - Ríflega 90 leikmenn boðaðir til æfinga - 15.11.2010

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og fara þessar æfingar fram í Kórnum og Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið ríflega 90 leikmenn til þessara æfingar.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

A landslið karla - Jón Guðni og Matthías inn í hópinn - 14.11.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingar á landsliðshóp sínum en framundan er vináttulandsleikur gegn Ísrael ytra.  Ragnar Sigurðsson fór ekki með hópnum í morgun vegna veikinda og hefur Matthías Vilhjálmsson FH verið valinn í hans stað.  Þá var Jón Guðni Fjóluson Fram einnig bætt í hópinn. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Áfrýjunardómstóll KSÍ - Fyrri úrskurði hrundið - 12.11.2010

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur hrundið fyrri úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í máli nr. 5 2010.  Þar hafði Aftureldingu verið dæmdur sigur í leik liðsins gegn Keflavík í eldri flokki karla 30+ en leikurinn fór fram 19. september 2010 á Varmár velli.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

A landslið karla - Arnór Sveinn inn í hópinn - 11.11.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á hópnum er mætir Ísrael í vináttulandsleik þann 17. nóvember næstkomandi.  Arnór Sveinn Aðalsteinsson kemur inn í hópinn í stað Grétars Rafns Steinssonar sem er meiddur.

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Ian Bateman með námskeið í þjálfun barna á Akureyri - 11.11.2010

Laugardaginn 13. nóvember mun Ian Bateman, tækniþjálfari hjá enska knattspyrnusambandinu, halda námskeið í þjálfun barna. Námskeiðið verður haldið í Hamri, félagsheimili Þórs, og í Boganum. Dagskrá námskeiðsins má sjá hér að neðan.
Lesa meira
 
U17 kvenna á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar um helgina - 9.11.2010

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna en þessar æfingar fram í Egilshöllinni og Kórnum.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

A landslið karla - Steinþór og Stefán Logi inn í hópinn - 9.11.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert tvær breytingar á hópnum sem mætir Ísrael í vináttulandsleik ytra, 17. nóvember næstkomandi.  Þeir Steinþór Freyr Þorsteinsson og Stefán Logi Magnússon koma inn í hópinn.

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

U21 karla - Ísland leikur í Álaborg og Árósum - 9.11.2010

Í dag var dregið í riðla í úrslitakeppni EM hjá U21 karla en úrslitakeppnin fer fram í Danmörku, dagana 11. – 25. júní.  Ísland er í A riðli með Danmörku, Sviss og Hvíta Rússlandi..  Leikir Íslands fara fram í Álaborg og Árósum. Fyrsti leikur Íslendinga verður gegn Hvít Rússum, laugardaginn 11. júní.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

A landslið karla - Hópurinn valinn fyrir vináttulandsleik gegn Ísrael - 8.11.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Ísrael í vináttulandsleik miðvikudaginn 17. nóvember.  Leikið verður í Tel Aviv en þetta er í þriðja skiptið sem þessar þjóðir mætast hjá A landsliði karla

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Algarve Cup fer fram 2. - 9. mars - 8.11.2010

Hið geysisterka mót Algarve Cup fer fram dagana 2. - 9. mars en kvennalandslið Íslands er þar á meðal þátttakenda.  Ísland er í B riðli og eru þar með Svíum, Kínverjum og Dönum.  Fyrsti leikur íslenska verður gegn Svíum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

Dregið í riðla hjá U21 karla þriðjudaginn 9. nóvember - 8.11.2010

Dregið verður í riðla í Álaborg í Danmörku, þriðjudaginn 9. nóvember og verður hægt að fylgjast með drættinum á heimasíðu UEFA.  Athöfnin hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Þjóðunum er raðað niður eftir árangri í undankeppninni og er Ísland í efri styrkleikaflokki ásamt gestgjöfum Danmerkur, Tékklandi og Spáni.

Lesa meira
 
Viðar Halldórsson

Viðar Halldórsson um gervigras - 8.11.2010

KSÍ með mannvirkjanefndina í forystu hefur verið vakandi yfir þróun gervigrass á undanförnum árum og er það af hinu góða. Gervigras hefur bætt aðstæður til knattspyrnuiðkunar á Íslandi, gömlu malarvellirnir eru horfnir, en mannvirkjanefndin hefur einblítt allt of mikið á gervigrasið.

Lesa meira
 
Willum Þór Þórsson

Willum ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í Futsal - 5.11.2010

Í dag var gengið frá ráðningu Willums Þórs Þórssonar sem landsliðsþjálfara Íslands í Futsal.  Ísland sendir í fyrsta skiptið landslið til keppni í Futsal og leikur í undankeppni Evrópumóts landsliða.  Riðill Íslands verður leikinn á Ásvöllum, dagana 21. - 24. janúar.  Með Íslandi í riðli leika Grikkland, Armenía og Lettland.

Lesa meira
 
Frá fystu formlegu æfingu dómara 1. nóvember

Dómararnir komnir á fulla ferð - 5.11.2010

Íslenskir dómarar hafa hafið undirbúning sinn fyrir næsta keppnistímabil en formlegar æfingar hófust nú 1. nóvember.  Líkt og áður eru KSÍ og Háskólinn í Reykjavík í samstarfi varðandi þjálfun og undirbúning dómara og er mikil ánægja með þetta samstarf.

Lesa meira
 
Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu árið 2010 í karlaflokki, Keflavík

Íslandsmótið í innanhússknattspyrnu hefst um helgina - 5.11.2010

Um helgina hefst Íslandsmótið í innanhússknattspyrnu en það er meistaraflokkur karla sem ríður á vaðið.  Nokkur fjölgun er í þátttöku að þessu sinni og er leikið í fjórum riðlum á suðvesturhorninu og einum á Norðurlandi.  Úrslitakeppnin fer svo fram 17. - 19. desember og er það fyrr en áður sem er vegna þátttöku Íslands í Evrópukeppni landsliða í Futsal í janúar.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir á Írlandi - 3.11.2010

Kristinn Jakobsson dómari mun dæma vináttulandsleik á milli Írlands og Noregs, miðvikudaginn 17. nóvember næstkomandi.  Honum til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Frosti Viðar Gunnarsson.  Leikurinn fer fram á Aviva vellinum í Dublin.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Tyrkjum á Víkingsvelli

U17 og U19 karla - 90 leikmenn boðaðir á æfingar um helgina - 2.11.2010

Um komandi helgi verða æfingar hjá landsliðum U17 og U19 karla og fara þær fram í Egilshöllinni og Kórnum.  Þjálfararnir Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson hafa valið 90 leikmenn til þessara æfinga en tveir hópar eru valdir hjá U17.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Æfing í Fjarðabyggðahöllinni - 2.11.2010

Næstkomandi laugardag mun fara fram landsliðsæfing í Fjarðabyggðahöllinni hjá landsliði U17 kvenna.  Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið leikmenn af Austurlandi fyrir þessa æfingu og koma þeir frá sex félögum.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Dagskrá afmælisráðstefnu KÞÍ 13. nóvember - Afmælisveisla KÞÍ - 2.11.2010

Í tilefni af 40 ára afmæli Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands blæs félagið til afmælisráðstefnu í samvinnu við KSÍ.  Ráðstefnan fer fram í höfuðstöðvum KSÍ, laugardaginn 13. nóvember og hefst kl. 10:00. Um kvöldið verður svo blásið til afmælisveislu.

Lesa meira
 
pepsi-deildin-100509_113

Námskeið í grasvallafræðum - 2.11.2010

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands tók höndum saman við KSÍ, GSÍ, SÍGÍ og ÍTR og setti saman námskeiðsröð í grasvallarfræðum.  Markmiðið er að nemendur verði betur í stakk búnir til að sjá um viðhald grasvalla til að hámarka endingu þeirra og gæði.

Lesa meira
 
pepsi-deildin-100509_054

Ný leyfisreglugerð samþykkt í stjórn KSÍ - 1.11.2010

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum síðasta föstudag nýja leyfisreglugerð KSÍ.  Í kjölfar samþykktarinnar hefur reglugerðin verið lögð fyrir UEFA og þegar það liggur fyrir verður reglugerðin gefin út og kynnt ítarlega fyrir aðildarfélögum KSÍ. Lesa meira
 
Platini í heimsókn á Íslandi 2010

Platini kom víða við í stuttu stoppi - 1.11.2010

Michel Platini, forseti UEFA, kom víða við í stuttri heimsókn hingað til lands í síðasta mánuði.  Hann heimsótti höfuðstöðvar KSÍ, átti fund með Katrínu Jakobsdóttur ráðherra íþróttamála og heimsótti knattspyrnuhallir í Kópavogi. Lesa meira
 
Birkir Sigurðarson, Gunnar Jarl Jónsson og Gylfi Már Sigurðsson á Core ráðstefnu í Sviss

Íslenskir dómarar á CORE námskeiði í Sviss - 1.11.2010

Þrír íslenskir dómarar eru þessa dagana í Sviss þar sem þeir sækja námskeið fyrir unga og efnilega dómara.   Er hér um að ræða áætlun um þjálfun og menntun dómara á aldrinum 25. - 30 ára.  Þetta eru dómarinn Gunnar Jarl Jónsson og aðstoðardómararnir, Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 5.-7. nóvember - 1.11.2010

Helgina 5.-7. nóvember mun KSÍ standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði. Námskeiðið er upphafið að KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráðu. Seta á þessu námskeiði framlengir einnig gildistíma KSÍ B skírteinis (UEFA B skírteinis) um þrjú ár.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

Dregið í milliriðla 16. nóvember hjá U17 og U19 kvenna - 29.10.2010

Dregið verður í milliriðla EM hjá U17 og U19 kvenna þann 16. nóvember næstkomandi.  Við sama tækifæri verður dregið í undankeppni EM U17 og U19 kvenna sem fram fer 2011/2012.  Ísland er í efsta styrkleikaflokki hjá U17 kvenna og í öðrum styrkleikaflokki hjá U19 kvenna.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið á Reyðarfirði sunnudaginn 7. nóvember - 27.10.2010

Unglingadómaranámskeið verður haldið  í  Grunnskólanum á Reyðarfirði sunnudaginn  7. nóvember kl. 14:30.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna.   Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Formanna- og framkvæmdastjórafundur í höfuðstöðvum KSÍ  20. nóvember - 26.10.2010

KSÍ boðar til fundar formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga laugardaginn 20. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli og hefst kl. 12:00.  Kl. 14.00 verður dregið í töfluröð í Pepsi-deild, 1. og 2. deild karla og Pepsi-deild kvenna á sama stað.

Lesa meira
 
KFS

20 ára afmæli aðildarfélaga KFS - 26.10.2010

Síðastliðinn laugardag var haldið upp á 20 ára afmæli félaganna sem mynda KFS frá Vestmannaeyjum, en þessi félög eru Framherjar og Smástund.  Félögin sameinuðu krafta sína 7. september 1997 og léku fyrst undir merkjum KFS í 4. deild 1998.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Tap gegn Tyrkjum í síðasta leik - 26.10.2010

Strákarnir í U19 töpuðu lokaleik sínum í undankeppni EM en riðill þeirra var leikinn í Wales.  Síðasti leikurinn var gegn Tyrkjum sem að fóru með sigur af hólmi, 2 - 1.  Íslenska liðið hafnaði því í þriðja sæti og komast ekki áfram í milliriðla.

Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

KSÍ heldur ráðstefnu um þjálfun barna 12. nóvember - 25.10.2010

KSÍ mun halda ráðstefnu um þjálfun barna föstudaginn 12. nóvember næstkomandi.  Aðalfyrirlesari verður Ian Bateman tækniþjálfari frá enska knattspyrnusambandinu.  Ian mun verða með bóklegan fyrirlestur og verklegar æfingar.  Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og öllum opin.

Lesa meira
 
U17 kvenna á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 og U19 kvenna - Æfingar 30. og 31. október - 25.10.2010

Um komandi helgi fara fram æfingar hjá U17 og U19 kvennalandsliðum Íslands og verður æft í Kórnum og í Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið hópa sína og eru tæplega 60 leikmenn boðaðir á þessar æfingar.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið við Tyrki í dag - 25.10.2010

Strákarnir í U19 leika lokaleik sinn í undankeppni EM í dag þegar þeir mæta Tyrkjum.  Riðillinn er leikinn í Wales og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma.  Íslenska liðið þarf á sigri að halda til þess að tryggja sér sæti í milliriðlum keppninnar.

Lesa meira
 
Frá 70 ára afmæli Leiknis Fáskrúðsfirði

70 ára afmæli Leiknis Fáskrúðsfjarðar - 25.10.2010

Síðastliðinn laugardag, 23. október, var haldið upp á 70 ára afmæli Leiknis Fáskrúðsfjarðar og var mikið um dýrðir.  Hátíðin fór fram í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar og mættu um 200 manns þangað.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Naumt tap gegn Wales - 23.10.2010

Strákarnir í U19 biðu lægri hlut gegn Wales í undankeppni EM en leikið var í Wales.  Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir heimamenn eftir að Íslendingar höfðu leitt í leikhléi.  Lokaleikur Íslands verður á mánudaginn þegar mótherjarnir verða Tyrkir. Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið við Wales í dag - 22.10.2010

Strákarnir í U19 leika í dag, annan leik sinn í undankeppni EM en leikið er í Wales.  Mótherjarnir eru einmitt heimamenn og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma.  Strákarnir lögðu Kasaka í fyrsta leiknum, 4 - 0. 

Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

KSÍ I þjálfaranámskeið á Reyðarfirði í nóvember - 21.10.2010

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 1. stigs þjálfaranámskeið á Reyðarfirði helgina 5. - 7. nóvember 2010.  Bókleg kennsla fer fram í Grunnskóla Reyðarfjarðar og verkleg kennsla í Fjarðabyggðarhöllinni.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Vináttulandsleikur gegn Ísrael 17. nóvember - 21.10.2010

Knattspyrnusambönd Íslands og Ísraels hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik 17. nóvember næstkomandi.  Leikið verður í Tel Aviv en þetta er í þriðja skiptið sem þessar þjóðir mætast hjá A landsliði karla.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Öruggur sigur í fyrsta leik - 21.10.2010

Strákarnir í U19 byrjuðu undankeppni EM á því að bera sigurorð af jafnöldrum sínum frá Kasakstan.  Lokatölur urðu 4 - 0 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið 3 - 0 í leikhléi.  Í hinum leik riðilsins gerðu Wales og Tyrkland jafntefli, 3 - 3, þar sem heimamenn í Wales jöfnuðu á 5. mínútu í uppbótartíma.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið niður um 10 sæti - 20.10.2010

Á nýútgefnum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun, fellur karlalandsliðið um 10 sæti og er nú í 110. sæti listans.  Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti styrkleikalistans og í öðru sæti eru Hollendingar.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Strákarnir hefja leik í dag - 20.10.2010

Strákarnir í U19 hefja leik í dag í undankeppni EM en riðill þeirra er leikinn í Wales.  Leikið verður við Kasakstan kl. 16:00 í dag en í hinum leik riðilsins, sem fer fram á sama tíma, mætast Wales og Tyrkland. 

Byrjunarlið Íslands hefur verið tilkynnt.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ III þjálfaranámskeið 29. - 31. október - 19.10.2010

Helgina 29.-31. október heldur Knattspyrnusamband Íslands 3. stigs þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu.  Námskeiðið er opið öllum þeim sem eru með 2. stigs þjálfararéttindi. Námskeiðsgjaldið er 22.000 kr. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ II þjálfaranámskeið um komandi helgi - 19.10.2010

Knattspyrnusamband Íslands mun um næstu helgi, 22.-24. október, halda KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu. Þátttökurétt hafa allir sem hafa 1. stigs þjálfararéttindi.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - 64 leikmenn boðaðir til æfinga um helgina - 19.10.2010

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 64 leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Er þarna um tvö hópa að ræða og er annar hópurinn eingöngu skipaður leikmönnum sem fæddur er árið 1995.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands 40 ára - 18.10.2010

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands verðu 40 ára 13. nóvember næstkomandi. Að því tilefni stendur KÞÍ fyrir glæsilegri afmælisráðstefnu í höfuðstöðvum KSÍ og síðar um daginn verður afmælishátíð KÞÍ á sama stað.  Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir leik Lille og Levski Sofia í Evrópudeildinni - 18.10.2010

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Lille frá Frakklandi og Levski Sofia frá Búlgaríu í C riðli Evrópudeildar UEFA.  Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson og fjórði dómari verður Jóhannes Valgeirsson.  Aukaaðstoðardómarar verða þeir Magnús Þórisson og Þóroddur Hjaltalín. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Dóra María og Alfreð kosin best - 17.10.2010

Lokahóf knattspyrnufólks fyrir keppnistímabilið 2010 fór fram í gærkveldi á veitingastaðnum Broadway og tókst vel.  Að venju voru veittar viðurkenningar til þeirra sem höfðu staðið fram úr á nýliðnu tímabili.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Blikastúlkur úr leik í Meistaradeildinni - 15.10.2010

Blikastúlkur eru úr leik í Meistaradeild UEFA kvenna en þær léku seinni leik sinn við Juvisy Essonne í gær.  Fyrri leikurinn tapaðist heima 3 - 0 og því ljóst að róðurinn yrði erfiður í seinni leiknum.  Eftir að staðan hafði verið 1 - 0 fyrir Frakkana í leikhléi þá gengu heimastúlkur á lagið og fóru að lokum með 6 - 0 sigur af hólmi.

Lesa meira
 
Frá afhendingu knattþrautaverðlauna

Krakkarnir fengu afhentar knattþrautaviðurkenningar - 15.10.2010

Það voru svo sannarlega margir krakkar sem stóðu sig frábærlega í knattþrautunum í sumar og var frábært að fylgjast með.  Þau sem þóttu standa sig best hjá hverju félagi fékk sérstaka viðurkenningu og var boðið á landsleik á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Íslands- og bikarmeistarar 2010 - 14.10.2010

Nú er mótum sumarsins lokið en síðasti úrslitaleikurinn fór fram um síðustu helgi þegar KR og Breiðablik léku til úrslita í eldri flokki 40 ára og eldri.  Eins og alltaf þá hafa skipst á skin og skúrir á knattspyrnuvöllum landsins í sumar.  Hér á neðan má sjá lista af þeim liðum sem brostu hvað breiðast en hér má sjá Íslands- og Bikarmeistara sumarsins.

Lesa meira
 
bolti_i_marki

Kynning á Prozone - 14.10.2010

Á morgun, föstudag, verður hér á landi aðili frá Prozone fyrirtækinu og hyggst halda kynningu fyrir Knattspyrnusamband Íslands.  Fyrirtækið er með lausn fyrir félög og landslið þar sem hægt er að notast við upptökur með einni myndavél.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson og Michel Platini á fundi í Genf í apríl 2007

Michel Platini heimsækir Ísland - 14.10.2010

Forseti Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA), Michel Platini, mun heimsækja Ísland föstudaginn 22. október  og funda með forráðamönnum Knattspyrnusambands Íslands.  Með Platini í för verður kona hans Christéle Platini, Allan Hansen sem situr í Framkvæmdastjórn UEFA, Theodore Theodoridis og Kevin Lamour frá UEFA. 

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Valsstúlkur úr leik í Meistaradeild kvenna - 14.10.2010

Valsstúlkur hafa lokið keppni í Meistaradeild kvenna á þessu keppnistímabili en þær léku seinni leik sinn við spænska liðið Rayo Vallecano á Vodafonevellinum í gær.  Skildu leikar jafnir, 1 - 1, eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Spænska liðið er komið áfram í 16 liða úrslit keppninnar. Breiðablik leikur seinni leik sinn í dag gegn franska liðinu Juvisy Essonne og er leikið í París

Lesa meira
 
Frá vinstri: Kristinn Ólafsson, Haukur Már Ólafsson og Hrannar Leifsson

Nemar í vettvangsnámi hjá KSÍ - 14.10.2010

Nú í október eru þrír íþróttafræðinemar í vettvangsnámi hjá Knattspyrnusambandi Íslands og hefur Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri umsjón með þeim á meðan þeir eru hér. Nemendurnir heita Haukur Már Ólafsson, Hrannar Leifsson og Kristinn Ólafsson og stunda þeir nám í Háskóla Íslands á Laugarvatni. 

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

Ljóst hvaða þjóðir leika í úrslitakeppni EM U21 í Danmörku - 13.10.2010

Í gærkvöldi var það ljóst hvaða þjóðir munu leika í úrslitakeppni EM U21 karla í Danmörku á næsta ári.  Ísland er þar á meðal átta þjóða í úrslitakeppni og er það í fyrsta skiptið í þessum aldursflokki sem það gerist.  Aðrar þjóðir eru auk gestgjafanna í Danmörku: Spánn, England, Sviss, Hvíta Rússland og Úkraína.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn valinn sem leikur í Wales - 13.10.2010

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sinn er leikur í undankeppni EM nú í október.  Leikið varður í Wales, dagana 20. - 25. október en í riðlinum eru, auk heimamanna, Kasakstan og Tyrkland.

Lesa meira
 
EURO 2012

Portúgalar höfðu betur í Laugardalnum - 12.10.2010

Íslendingar biðu lægri hlut gegn Portúgölum á Laugardalsvelli í kvöld en leikið var í undankeppni EM.  Lokatölur urðu 1 - 3 fyrir gestina eftir að staðan hafði verið 1 - 2 í leikhléi.  Það var Heiðar Helguson sem að skoraði mark Íslendinga með skalla og jafnaði þá metin, 1 - 1.

Lesa meira
 
EURO 2012

Byrjunarliðið gegn Portúgal - 12.10.2010

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Portúgölum í undankeppni EM 2012 á Laugardalsvelli í kvöld.  Uppselt er á leikinn, sem hefst kl. 19:45 og er í beinni útsendingu á RÚV.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Síðari leikir Breiðabliks og Vals í Meistaradeild kvenna í vikunni - 12.10.2010

Síðari leikir Vals og Breiðabliks í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna fara fram í vikunni.  Á miðvikudag leikur Valur gegn Rayo Vallecano frá Spáni og fer leikurinn fram á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda.  Breiðablik leikur á fimmtudag gegn FCF Juvisy Essonne í Frakklandi.

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

Ísland er komið í úrslitakeppni EM U21 karla! - 11.10.2010

U21 landslið karla hefur náð þeim frábæra árangri að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumóts UEFA.  Árangurinn náðist með tveimur 2-1 sigrum gegn Skotum í umspili um sæti í lokakeppninni, sem fram fer í Danmörku í júní 2011.  Gylfi Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í seinni leiknum með glæsilegum spyrnum. 

Lesa meira
 
Afturelding

Úrskurður í máli Aftureldingar gegn Keflavík - 11.10.2010

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir mál Aftureldingar gegn Keflavík vegna leiks í eldri flokki karla (+30).  Afturelding taldi lið Keflavíkur hafa verið ólöglega skipað í leiknum.  Nefndin féllst á kröfur kæranda.  Lesa meira
 
EURO 2012

Mætum snemma til að forðast biðraðir - 11.10.2010

Eins og kynnt hefur verið er uppselt á leik Íslands og Portúgals í undankeppni EM 2012, en liðin mætast á Laugardalsvelli á þriðjudag og hefst leikurinn kl. 19:45.  Fólk er hvatt til að mæta tímanlega til að forðast biðraðir og troðning við innganga.   Völlurinn opnar kl. 18:45.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Skotland - Ísland í kvöld kl. 18:45 - 11.10.2010

Það er í kvöld sem seinni umspilsleikur á milli Skotlands og Íslands fer fram á Easter Road i Edinborg.  Í húfi er sæti í úrslitakeppni EM U21 sem fer fram í Danmörku í júní á næsta ári.  Íslensku strákarnir unnu fyrri leikinn á Laugardalsvelli 2 - 1 og má því segja að allt sé í járnum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lokahóf KSÍ 16. október á Broadway - 11.10.2010

Laugardaginn 16. október nk. verða viðurkenningar afhentar fyrir Pepsi-deildir karla og kvenna og VISA-bikar 2010 á Broadway.  Hófið hefst með opnu húsi kl. 20:30 á laugardagskvöldið og lýkur svo með dansleik þar sem hljómsveitin Buff leikur fyrir dansi.

Lesa meira
 
Frá æfingu hjá U21 karla í Skotlandi

U21 karla - Æft á Easter Road í kvöld - 10.10.2010

Strákarnir í U21 karlalandsliðinu eru nú staddir í Edinborg en á morgun leika þeir seinni leikinn í umspili um sæti í úrslitakeppni EM U21.  Leikurinn fer fram á morgun, mánudag, á Easter Road og hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma.  Fyrri leiknum lauk með 2 – 1 sigri Íslendinga.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Opinn fundur með dómurum og eftirlitsmönnum - 9.10.2010

Keith Hackett fyrrverandi dómari í efstu deild í Englandi og síðar yfirmaður dómaramála þar í landi mun halda fyrirlestur fyrir íslenska dómara föstudaginn 15. október. 
Fyrirlesturinn byrjar kl. 16:45 og lýkur kl. 18:45.
Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Óskar Pétursson inn í hópinn - 9.10.2010

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert eina breytingu á hóp sínum er hélt til Edinborgar í morgun.  Þar verður leikinn seinni umspilsleikurinn í við en í húfi er sæti í úrslitakeppni EM í Danmörku að næsta ári.

Lesa meira
 
EURO 2012

Sigrar hjá Portúgal og Noregi í undankeppni EM 2012 - 8.10.2010

Íslenska karlalandsliðið sat hjá í umferð í undankeppni EM 2012 sem leikin var á föstudagskvöld.  Norðmenn eru enn með fullt hús stiga eftir 2-1 sigur á Kýpverjum á Kýpur og Portúgalar unnu sinn fyrsta sigur í keppninni.

Lesa meira
 
Icelandair

Fimm manns reyna að hitta þverslána frá vítateigsboganum - 8.10.2010

Í hálfleik á viðureign Íslands og Portúgals á þriðjudag munu fimm heppnir vallargestir fá tækifæri til að spyrna knetti frá vítateigsboganum (efst á boganum) með það fyrir augum að hitta þverslána.  Vinningurinn er ferð fyrir tvo til Evrópu með Icelandair!

Lesa meira
 
Starfsfólk KSÍ skartaði bleikum litum á bleika daginn

Starfsfólk KSÍ skartaði bleikum litum - 8.10.2010

Eins og flestum ætti að vera kunnugt um er föstudagurinn 8. október sérstakur Bleikur dagur, þar sem fólk er hvatt til að klæðast bleiku og vekja þannig athygli á baráttunni gegn brjóstakrabbameini.  Starfsfólk KSÍ lét sitt ekki eftir liggja í þessu og skartaði fagurbleikum fatnaði við dagleg störf. Lesa meira
 
Bjössi Gunn liðsstjóri A landsliðs karla með bleiku vestin

Bleik vesti á æfingu karlalandsliðsins - 8.10.2010

A landslið karla kom saman í dag á fyrstu æfingunni fyrir leikinn við Portúgal á þriðjudag.  Í dag, föstudag, er sérstakur bleikur dagur í tengslum við átakið Bleika slaufan og að sjálfsögðu voru vestin á æfingu landsliðsins í bleikum lit! Lesa meira
 
Thomas Einwaller

Austurrískir dómarar á leik Íslands og Portúgals - 8.10.2010

Það verða Austurríkismenn sem sjá um dómgæsluna á viðureign Íslands og Portúgals í undankeppni EM 2012 á þriðjudag.  Dómarinn heitir Thomas Einwaller, er 33 ára gamall og hefur verið FIFA-dómari síðan 2005.

Lesa meira
 
U21 karla Ísland-Skotland 2010 (Sportmyndir)

U21 karla - Sanngjarn sigur á Skotum - 7.10.2010

Strákarnir í U21 unnu góðan sigur á Skotum á Laugardalsvelli í kvöld að viðstöddum 7.255 áhorfendum.  Þetta var fyrri leikurinn í umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppninni í Danmörku á næsta ári.  Seinni leikurinn verður í Edinborg, mánudaginn 11. október á Easter Road.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

Byrjunarlið Íslands gegn Skotum - 7.10.2010

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Skotum í kvöld á Laugardalsvelli kl. 19:00.  Þetta er fyrri umspilsleikur um sæti í úrslitakeppni EM U21 sem fer fram í Danmörku á næsta ári.  Seinni leikurinn fer svo fram í Edinborg, mánudaginn 11. október.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 leikurinn í beinni á sporttv.is - 7.10.2010

Fyrri leikur Íslands og Skotlands í umspili fyrir EM U21 karla sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld klukkan 19:00 verður í beinni á SportTv.is og livefromiceland.com fyrir Íslendinga erlendis. Það þarf því enginn að missa af þessum landsleik.

Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Framlög frá UEFA og KSÍ til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga KSÍ - 7.10.2010

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA 2009/2010 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.  Uppgjör vegna Meistaradeildarinnar sem lauk vorið 2010 hefur nú farið fram og fá íslensk félög um 40 milljónir króna í sinn hlut.  Lesa meira
 
Arna og Ragnheiður Elíasdóttir starfsmaður KSÍ eru miklir félagar

Arna Ýr aðstoðar á skrifstofu KSÍ - 7.10.2010

Arna Ýr Jónsdóttir er nemandi á starfsbraut í FB og hefur mikinn áhuga á fótbolta.  Starfsnámið er verklegt nám fyrir nemendur með sérþarfir sem lokið hafa grunnskólanámi og tengist hinum ýmsu námsgreinum brautarinnar.  Hluti af náminu er að taka þátt í starfi á vinnustöðum og er Arna að aðstoða á skrifstofu KSÍ. Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Þýskalands - Strákarnir fagna sigrinum

U21 karla - Ísland mætir Skotlandi í kvöld kl. 19:00 - 7.10.2010

Í kvöld fer fram fyrri umspilsleikur á milli Íslands og Skotlands en leikið er um sæti í úrslitakeppni EM U21 karla.  Leikurinn hefst kl. 19:00 á Laugardalsvelli en miðsala á vellinum hefst kl. 12:00.  Áhorfendur eru hvattir til þess að vera tímanlega í því til að forðast biðraðir rétt fyrir leik.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Mál Hattar/Einherja gegn Aftureldingu/Hvíta Riddarans - 6.10.2010

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í kæru Hattar/Einherja gegn Aftureldingu/Hvíta Riddarans vegna leiks í 2. flokki karla C riðli sem fram fór 12. september.  Úrskurðurinn hljómar upp á að úrslit leiksins skulu standa óhögguð. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Albaníu - 6.10.2010

Kristinn Jakobsson dómari verður við störf næskomandi föstudag þegar hann dæmir leik Albaníu og Bosníu Hersegóvínu en leikið verður í Tirana.  Leikurinn er liður í D riðli undankeppni EM. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U17 og U19 karla - Æfingar á næstunni - 5.10.2010

Þjálfararnir Gunnar Guðmundsson og Kristinn Jónsson, landsliðsþjálfarar U17 og U19 karla, hafa valið leikmenn til æfinga á næstu dögum.  Æfingarnar hjá U17 eru um komandi helgi en U19 hefur æfingar í dag.

Lesa meira
 
Bleika slaufan 2010

Bleika slaufan í 11. skiptið - 5.10.2010

Eins og glöggir lesendur heimasíðu KSÍ hafa tekið eftir, og jafnvel nokkrir fleiri, hefur forsíðan aðeins breytt um lit. Bleikur litur ræður þar nú ríkjum en ástæðan er sú að vekja athygli á bleiku slaufunni sem er nú í sölu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Tryggið ykkur miða á Ísland - Skotland - 5.10.2010

Miðasala á fyrri umspilsleik U21 karla, Ísland - Skotland, er nú í fullum gangi.  Það er um að gera fyrir knattspyrnuáhugamenn að tryggja sér miða í forsölu og forðast þannig biðraðir í miðasölu á leikdag.  Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri. Á leikdag opnar miðasala á Laugardalsvelli kl. 12:00

Lesa meira
 
UEFA

Úrslitakeppni EM kvenna 2013 fer fram í Svíþjóð - 5.10.2010

Á fundi framkvæmdastjórnar UEFA í gær var ákveðið að úrslitakeppni EM kvenna fari fram í Svíþjóð árið 2013.  Valið stóð á milli Svíþjóðar og Hollands.  Einnig var ákveðið að fjöldi þátttökuþjóða í úrslitakeppninni yrði áfram 12 þjóðir en umræður höfðu verið um að þeim skyldi fjölga í 16 þjóðir.  Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ II þjálfaranámskeið á næstu vikum - 5.10.2010

Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu vikum halda tvö KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 15.-17. október og hins vegar 22.-24. október.  Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa 1. stigs þjálfararéttindi.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

U21 karla - Hollenskir dómarar dæma Ísland - Skotland - 5.10.2010

Það verða dómarar frá Hollandi sem dæma fyrri leik Íslands og Skotlands í umspili um sæti í úrslitakeppni U21 karla.  Dómari leiksins heitir Hendrikus Bas Nijhuis og honum til aðstoðar verða þeir Angelo Boonman og Erwin Zeinstra.  Fjórði dómari verður svo Jeroen Sanders.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 karla - Arnór Smárason ekki með gegn Skotum - 5.10.2010

Arnór Smárason verður ekki með U21 karlalandsliðinu í umspilsleikjum liðsins gegn Skotum sem fara fram 7. og 11. október.  Hópurinn æfði saman í gær en síðustu tveir leikmennirnir koma til móts við hópinn í dag

Lesa meira
 
EURO 2012

Uppselt á Ísland-Portúgal - 4.10.2010

Uppselt er á leik Íslands og Portúgals í undankeppni EM 2012, en liðin mætast á Laugardalsvelli þriðjudaginn 12. október.  Ljóst er að Laugardalsvöllur verður því troðfullur af fólki og stemmningin verður vonandi frábær.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009

Íslenski hópurinn er mætir Portúgal - 4.10.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn er mætir Portúgölum í undankeppni EM.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 12. október og hefst kl. 19:45.  Ólafur velur 22 leikmenn í hópinn að þessu sinni.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Grunnskólamóti KRR lokið - 4.10.2010

Um nýliðna helgi lauk keppni í Grunnskólamóti KRR en þá fór fram keppni 10. bekkja karla og kvenna.  Helgina á undan hafði verið keppt á milli 7. bekkja grunnskóla Reykjavíkur.

Lesa meira
 
Lúðvík Georgsson

UM „PLASTIГ OG MEIÐSLAHÆTTU - 4.10.2010

Knattspyrnugras, eða „plastið“, eins fjölmiðlamenn hafa stundum uppnefnt það, hefur verið löglegt undirlag í öllum alþjóðlegum keppnum í 6-8 ár, ef það uppfyllir ákveðna staðla, og  í dag er það notað í leikjum í Evrópukeppni milli toppliða í Evrópu ef svo ber undir.

Lesa meira
 
Logo Portúgals

Portúgalski hópurinn er mætir Íslendingum - 1.10.2010

Paulo Bento, nýráðinn landsliðsþjálfari Portugals, tilkynnti í dag hóp sinn er mætir Danmörku 8. október og Íslandi hér á Laugardalsvelli, 12. október.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi en búist er við seljist upp bráðlega.

Lesa meira
 
Frá norrænum fundi um mótamál í september 2010

Norrænn fundur um mótamál - 1.10.2010

Síðastliðinn fimmtudag fór fram hér á landi fundur um norræn mótamál.  Er þessi fundur haldinn árlega en hann sitja starfsmenn mótamála hjá knattspyrnusamböndum Norðurlandanna.  Norðurlöndin skiptast á að halda fundinn og var komið að því að halda hann á Íslandi að þessu sinni.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Þýskalands - Alfreð Finnbogason við það að skora

U21 karla - Ísland einu sinni unnið Skota - 1.10.2010

Eins og kunnugt er leika Íslendingar og Skotar tvo leiki í umspili um hvort liðið kemst í úrslitakeppni EM 2011.  Fyrri leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 7. október og sá síðari í Edinborg, mánudaginn 11. október.  Miðasala er í fullum gangi á leikinn hér á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Þátttakendur á KSÍ VI í Lilleshall í janúar 2009

KSÍ VI þjálfaranámskeið í Englandi í janúar 2011 - 1.10.2010

KSÍ heldur VI. stigs þjálfaranámskeið í Wokefield Park, Englandi dagana 9.-16. janúar 2011.  Reiknað er með að fleiri þjálfarar sæki um námskeiðið en hægt er að taka inn.   Umsækjendur verða að hafa lokið KSÍ V þjálfaranámskeiði eða verða að taka KSÍ V þjálfaranámskeið sem haldið verður helgina 5.-7. nóvember á þessu ári.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland – Portúgal - Miðar fyrir handhafa A-passa - 1.10.2010

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Portúgal afhenta þriðjudaginn 5. október frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. 

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Mjög góð aðsókn á leiki Pepsi-deildar karla í sumar - 30.9.2010

Aðsókn á leiki Pepsi-deildar karla var með allra besta móti í sumar en 1.205 áhorfendur að meðaltali sáu leikina.  Aldrei hafa fleiri áhorfendur mætt á völlinn í það heila en 159.062 áhorfendur mættu á leikina 132 en þetta er þriðja tímabilið sem 12 félög skipa deildina.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Æfingar hjá strákunum um komandi helgi - 29.9.2010

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið leikmenn til undirbúningsæfinga sem fara fram um komandi helgi.  Kristinn velur 26 leikmenn til þessara æfinga en þessar æfingar eru liður í undirbúningi U19 fyrir undankeppni EM.

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Haldið áfram að æfa ykkur - 29.9.2010

Þó svo að ekki sé verið að ferðast lengur með knattþrautir KSÍ á milli félaga þá er um að gera fyrir iðkendur og þjálfara að halda áfram að æfa sig.  Hér að neðan má finna knattþrautirnar og uppsetningu þeirra sem hægt er að prenta út og hafa með sér úr á völl.

Lesa meira
 
Skotland_logo

U21 karla - Skotar tilkynna hópinn sinn - 29.9.2010

Billy Stark, landsliðsþjálfari U21 karla hjá Skotum, hefur tilkynnt 23 leikmenn sem munu mæta Íslendingum í tveimur umspilsleikjum fyrir úrslitakeppni EM.  Fyrir leikurinn verður hér á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 7. október en sá síðari í Edinborg 11. október.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Hópurinn fyrir Skotaleikina tilkynntur - 28.9.2010

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, tilkynnti í dag hóp sinn er mætir Skotum í tveimur umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppni EM.  Eyjólfur velur 23 leikmenn í hópinn en fyrri leikurinn fer fram á Laugardalsvelli 7. október og sá síðari í Edinborg 11. október.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 gegn Armeníu í undakeppni EM

U17 karla - Sigur á Armenum og efsta sætið í riðlinum staðreynd - 27.9.2010

Strákarnir í U17 tryggðu sér í dag sæti í milliriðlum EM þegar þeir lögðu Armena í Keflavík.  Lokatölur urðu 2 - 1 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið 1 - 1 í leikhléi.  Ragnar Bragi Sveinsson og Oliver Sigurjónsson skoruðu mörk Íslands í leiknum.  Þessi úrslit þýddu jafnframt að Ísland varð í efsta sæti riðilsins.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðarnir fara hratt á Ísland – Portúgal - 27.9.2010

Miðasala á leik Íslands og Portúgals í undankeppni EM gengur afar vel og fer miðunum fækkandi með hverjum deginum.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 12. október kl. 19:45.  Þeir sem ætla að tryggja sér miða ættu að hafa hraðar hendur því flest bendir til þess uppselt verði á leikinn á næstu dögum.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Leikið við Armena í Keflavík kl. 16:00 - 27.9.2010

Strákarnir í U17 leika lokaleik sinn í undankeppni EM í dag þegar þeir mæta Armenum í Keflavík.  Leikurinn hefst kl. 16:00 eins og leikur Tyrkja og Tékka sem fer fram í Grindavík.  Með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti í milliriðlum en allar fjórar þjóðirnar eiga möguleika fyrir lokaumferðina.

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik tryggði sér sigur í Pepsi-deild karla - 25.9.2010

Það var gríðarleg spenna í lokaumferðinni í Pepsi-deild karla en deildinni lauk í dag.  Þegar flautað hafði verið til leiksloka í öllum leikjum dagsins var ljóst að Breiðablik hafði tryggt sér titilinn.  Er þetta í fyrsta skiptið sem Blikar vinna Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki karla.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

U17 kvenna - Stelpurnar tryggðu sér toppsætið - 25.9.2010

Stelpurnar í U17 tryggðu sér í dag toppsætið í riðli sínum í undankeppni EM og þar með sæti í milliriðlum.  Þær lögðu Ítali örugglega í lokaleiknum 5 - 1 eftir að hafa leitt í leikhléi, 2 - 1.  Aldís Kara Luðvíksdóttir skoraði fjögur mörk og Telma Þrastardóttir eitt.

Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Íslandsmótin innanhúss 2011 - Þátttökufrestur til 3. október - 24.9.2010

Skráning er þegar hafin í Íslandsmótin innanhúss 2011 en frestur til að skila inn þátttökutilkynningum er til sunnudagsins 3. október.  Leikið er eftir sama mótafyrirkomulagi og undanfarin ár en nánari upplýsingar má sjá hér að neðan sem og þátttökutilkynningu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Ítölum - 24.9.2010

Stelpurnar í U17 leika við Ítali á laugardaginn og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Leikurinn ræður úrslitum um það hvor þjóðin hreppir efsta sætið í riðlinum og þar með öruggt sæti í milliriðlum.  Íslenska liðinu dugar jafntefli í leiknum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Tyrkjum á Víkingsvelli

U17 karla - Sigur á Tyrkjum í hörkuleik - 24.9.2010

Strákarnir í U17 unnu frábæran sigur á Tyrkjum í dag en leikið var á Víkingsvelli.  Lokatölur urðu 2 - 0 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Þetta var annar leikur Íslands í riðlinum og þýða þessi úrslit að riðillinn er galopinn fyrir síðustu umferðina en Tékkar og Armenar gerðu jafntefli í hinum leik riðilsins, 1 - 1.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Lokaumferð Pepsi-deildar karla í beinni á SportTV.is - 24.9.2010

SportTV.is hefur náð samkomulagi við Sport Five og Stöð 2 Sport um að streyma útsendingu Stöðvar 2 Sport frá lokaumferð Pepsi-deildar karla á laugardaginn út fyrir landsteinana. Íslendingar erlendis sem og aðrir staddir utan Íslands geta því horft á Íslandsmeistarabikarinn fara á loft í beinni útsendingu á SportTV. Lesa meira
 
UEFA-futsal

EM í Futsal - Ísland í riðli með Grikklandi, Lettlandi og Armeníu - 24.9.2010

Í dag var dregið í undankeppni EM landsliða í Futsal en Ísland tekur þar þátt í fyrsta skipti.  Ísland er í B riðli ásamt Grikklandi, Lettlandi og Armeníu.  Riðillinn verður leikinn hér á landi dagana 20. - 24. janúar 2011.

Lesa meira
 
HK

HK leitar að þjálfara fyrir yngri flokka - 24.9.2010

Knattspyrnudeild HK óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir 4. fl. kv. og 5. fl. ka.  Æskilegt er að viðkomandi hafi sótt námskeið KSÍ,  íþróttafræði-  og/eða uppeldismenntun er kostur.  Lesa meira
 
Tómas Berg Dagsson er spenntur fyrir Pepsi-deildunum

Lokaumferðir Pepsi-deildanna um helgina - 24.9.2010

Um helgina fara fram lokaumferðirnar í Pepsi-deild karla og kvenna.  Karlarnir leika á laugardaginn en Pepsi-deild kvenna klárast á sunnudaginn með fjórum leikjum en einn leikur fer fram í dag, föstudag.

Þrjú félög eiga möguleika á að hampa titlinum í karlaflokki en hjá konunum stendur baráttan um annað sætið sem og baráttu þriggja félaga um fallið.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Þriggja marka tap hjá báðum liðum - 24.9.2010

Valur og Breiðablik léku bæði fyrri leiki sína í Meistaradeild UEFA kvenna í gær og biðu bæði lægri hlut.  Blikar töpuðu heima gegn franska liðinu Juvisy Essonne og Valur tapaði ytra gegn spænska liðinu Rayo Vallecano.  Báðir leikirnir enduðu sem sömu markatölu, 3 - 0.

Lesa meira
 
UEFA-futsal

Dregið í undanriðlum EM í Futsal - Riðill haldinn á Íslandi - 24.9.2010

Í dag verður dregið í undankeppni EM í Futsal en Ísland verður í fyrsta skiptið á meðal þátttakenda.  Undanriðlarnir fara fram dagana 20. - 24. janúar 2011 og hefur Ísland verið valið sem gestgjafar eins riðils.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Annar leikur Íslands í dag - 24.9.2010

Strákarnir í U17 leika sinn annan leik í undankeppni EM í dag þegar þeir mæta Tyrkjum.  Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst kl. 16:00.  Hinn leikurinn í riðlinum er á milli Tékka og Armena og fer sá leikur fram á Akranesvelli kl. 13:30.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Þýskalands - Strákarnir fagna sigrinum

U21 karla - Miðasala hafin á Ísland - Skotland - 23.9.2010

Í dag hófst miðasala á leik Íslands og Skotlands en þetta er fyrri leikurinn í umspili um sæti í úrslitakeppni U21 karla.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 7. október og hefst kl. 19:00.  Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri.  Ekki er selt í númeruð sæti og því frjálst sætaval.

Lesa meira
 
Merki Special Olympics

Íslandsleikar Special Olympics í frjálsum og fótbolta - 23.9.2010

Íslandsleikar Special Olympics í frjálsum íþróttum og knattspyrnu verða haldnir laugardaginn 25. september n.k. í Kaplakrika í Hafnarfirði en leikarnir eru haldnir í samvinnu við frjálsíþróttadeild og knattspyrnudeild FH.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Breiðablik og Valur leika í dag - 23.9.2010

Bæði Breiðablik og Valur verða í eldlínunni í dag þegar þau leika fyrri leiki sína í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna.  Breiðablik tekur á móti franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00.  Valstúlkur mæta spænska liðinu Rayo Vallecano ytra og hefst leikurinn kl. 18:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Bryndís Sigurðardóttir

Bryndís við störf í Rússlandi - 23.9.2010

Bryndís Sigurðardóttir hefur verið tilnefnd af UEFA sem einn af aðstoðardómurum í undankeppni EM hjá U17 kvenna en riðillinn er leikinn í Rússlandi dagana 26. sept. - 1. október.  Þetta er fyrsta verkefni Bryndísar á erlendri grundu síðan hún varð FIFA - aðstoðardómari.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Mark úr vítaspyrnu nægði Norður Írum - 23.9.2010

Landslið Íslands, skipað leikmönnum undir 19 ára karla, beið lægri hlut gegn Norður Írum í gær þegar þjóðrinar mættust í vináttulandsleik á Fylkisvelli.  Lokatölur urðu 0 - 1 fyrir gestina eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Tékkum á Laugardalsvelli

U17 karla - Tékkar höfðu sigur á Laugardalsvelli - 23.9.2010

Strákarnir í U17 töpuðu fyrsta leik sínum í undankeppni EM en tekið var á móti Tékkum á Laugardalsvelli.  Lokatölur urðu 2 - 4 Tékkum í vil en síðari hálfleikur var í meira lagi fjörugur þar sem staðan í leikhléi var markalaus.

Lesa meira
 
Fanndís Friðriksdóttir og Alfreð Finnbogason úr Breiðabliki voru valin efnilegustu leikmenn ársins 2009. Katrín Jónsdóttir úr Val og Atli Guðnason úr FH voru valin bestu leikmenn ársins 2009

Lokahóf knattspyrnumanna á Broadway 16. október - 22.9.2010

Ákveðið hefur verið að lokahóf knattspyrnumanna fari fram laugardaginn 16. október og fer fram á Broadway.  Þar verður keppnistímabilið 2010 gert upp og veitt verðlaun og viðurkenningar.  Dagskrá kvöldsins verður kynnt þegar nær dregur. Lesa meira
 
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir á fleygiferð

Jafnir möguleikar til æfinga - 22.9.2010

Í kjölfar þeirra fullyrðinga sem fram koma í umfjöllun RÚV um æfingatíma stúlkna og drengja í knattspyrnu yngri flokka,  þar sem því er ítrekað haldið fram að félög mismuni stúlkum sem æfa knattspyrnu,  kannaði KSÍ málið hjá 5. aldursflokki þeirra 15 félaga sem eiga lið í Pepsi-deildum karla og kvenna, en umfjöllun RÚV var byggð á þeim hópi félaga. Lesa meira
 
U17 kvenna í Búlgaríu - Mark gegn Litháen

U17 kvenna - 10 mörk gegn Búlgaríu - 22.9.2010

Stelpurnar í U17 unnu öruggan sigur á heimastúlkum í dag í öðrum leiknum í undankeppni EM sem fram fer í Búlgaríu.  Lokatölur urðu 10 – 0 eftir að staðan hafði verið 4 – 0 í leikhléi.  Í hinum leik riðilsins unnu Ítalir öruggan sigur á Litháen 7 – 0 og er því framundan úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins við Ítali á laugardaginn. 

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Kristinn dæmir í Evrópudeildinni í Póllandi - 22.9.2010

Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni fimmtudaginn 30. september þegar hann dæmir leik Lech Poznan frá Póllandi og Salzburg frá Austurríki í Evrópudeild UEFA.  Þá munu þeir Magnús Þórisson og Gylfi Már Sigurðsson verða við störf á Möltu dagana 25. - 30. september. Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Keppni í riðli Íslands hefst í dag - 22.9.2010

Strákarnir í U17 karla hefja í dag, miðvikudag, leik í undankeppni EM en riðillinn fer fram hér á landi.  Fyrsti leikur Íslands verður gegn Tékkum á Laugardalsvelli og hefst hann kl. 19:15.  Fyrr um daginn, eða kl. 14:00, mætast Tyrkland og Armenía á KR velli.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Búlgaríu - 22.9.2010

Stelpurnar í U17 mæta jafnöldrum sínum frá Búlgaíu í dag en þetta er annar leikur liðsins í undankeppni EM og er leikið er við heimastúlkur.  Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma og má búast við töluvert erfiðum leik í dag.

Lesa meira
 
Evert Larsson frá SGS

Árleg úttekt á leyfisstjórn KSÍ - 21.9.2010

Í vikunni fór fram gæðaúttekt á leyfiskerfi KSÍ.  Þessi úttekt SGS er árviss viðburður og síðustu tvö ár var engin athugasemd gerð við uppbyggingu leyfiskerfis KSÍ.  Alls þarf KSÍ að uppfylla 40 forsendur í gæðahandbók leyfiskerfisins, sem UEFA gefur út.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Jafnrétti í knattspyrnu - 21.9.2010

Knattspyrnusamband Íslands mótmælir harðlega ásökunum fréttastofu RÚV þess efnis að þriðjungur aðildarfélaga KSÍ mismuni börnum sem æfa knattspyrnu.  Knattspyrnuhreyfingin skapar stúlkum og drengjum jöfn tækifæri til þátttöku í knattspyrnu.

Lesa meira
 
Frá knattþrautum KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Hringnum lokað - 21.9.2010

Það má segja að Einar Lars Jónsson hafi lokað hringnum í síðustu viku en þá voru tvö síðustu aðildarfélögin heimsótt með knattþrautir KSÍ.  Þetta voru stelpur úr FH og Haukum sem spreyttu sig á knattþrautunum.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Keppni í riðli Íslands hefst á morgun - 21.9.2010

Strákarnir í U17 karla hefja á morgun, miðvikudag, leik í undankeppni EM en riðillinn fer fram hér á landi.  Fyrsti leikur Íslands verður gegn Tékkum á Laugardalsvelli og hefst hann kl. 19:15.  Fyrr um daginn, eða kl. 14:00, mætast Tyrkland og Armenía á KR velli.

Lesa meira
 
Hópurinn hjá U19 kvenna í Búlgaríu

Átta landsleikir á einni viku - 21.9.2010

Gærdagurinn var upphafið af mikilli landsleikjahrinu hjá yngri landsliðum Íslands en á einni viku, 20 - 27. september, verða spilaðir átta landsleikir hjá þremur yngri landsliðum Íslands.  Þetta eru U17 karla og kvenna og U19 karla sem verða í eldlínunni í vikunni.

Lesa meira
 
Fotbolti-fyrir-alla

Fótbolti fyrir alla - Æfingar fyrir börn með sérþarfir - 21.9.2010

Afturverður boðið uppá æfingar fyrir börn með sérþarfir í Garðabæ en þessar æfingar vöktu mikla lukku í vor.  Þessar fótboltaæfingar eru ætlaðar fyrir öll börn sem ekki geta nýtt sér hefðbundið barna- og unglingastarf hjá sínu félagi. Lesa meira
 
Akranesvöllur

Betri vellir - Námskeiðsröð í grasvallafræðum - 21.9.2010

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður upp á námskeiðsröð í grasvallarfræðum.  Námskeiðin eru í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ), Golfsamband Íslands (GSÍ), Samtök íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi (SÍGÍ) og Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur (ÍTR)

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Tap gegn Norður Írum - 21.9.2010

Strákarnir í U19 biðu lægri hlut gegn Norður Írum í vináttulandsleik sem fram fór í Sandgerði í gær.  Lokatölur urðu 2 - 5 eftir að staðan hafði verið jöfn í leikhléi, 2 - 2.  Þessi lið mætast aftur í vináttulandsleik á Fylkisvelli á morgun, miðvikudag, kl. 16:00.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Víkingur og Þór leika í Pepsi-deild karla að ári - 20.9.2010

Um helgina varð það ljóst að Víkingur Reykjavík og Þór Akureyri munu leika í Pepsi-deild karla að ári en lokaumferð 1. deildar fór fram síðastliðinn laugardag.  Víkingar höfðu reyndar áður tryggt sér sæti í efstu deild en fengu afhentan titilinn á heimavelli eftir sigur gegn HK. 

Lesa meira
 
UEFA

Knattspyrna kvenna á Íslandi kynnt fyrir þremur aðildarþjóðum UEFA - 20.9.2010

Í kvöld hefst ráðstefna á vegum UEFA þar sem knattspyrna kvenna á Íslandi er kynnt fyrir þremur aðildarþjóðum UEFA.  Er þetta í annað skiptið á einu ári sem UEFA sér ástæðu til þess að senda hingað þjóðir til að kynna sér uppbyggingu og framþróun í knattspyrnu kvenna hér á landi og þá starfsemi sem fram fer innan KSÍ og hjá aðildarfélögum

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Yfirlýsing frá Dómaranefnd KSÍ - Leiðrétting - 20.9.2010

Í framhaldi af vítaspyrnudómi í leik Stjörnunnar gegn FH þar sem Halldór Orri Björnsson tók forystuna fyrir heimamenn úr vítaspyrnu 1 - 0 spunnust miklar umræður um hvort hann hefði gerst sekur um svokallaða „gabbspyrnu“ í aðdraganda töku spyrnunnar.

Lesa meira
 
U17 kvenna á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 kvenna - Öruggur sigur gegn Litháen - 20.9.2010

Stelpurnar í U17 byrjuðu undankeppni EM af miklum krafti en leikið var gegn Litháen í dag.  Lokatölur urðu 14 - 0 eftir að staðan hafði verið 7 - 0 í leikhléi.  Riðillinn er leikinn í Búlgaríu og er næsti leikur við heimastúlkur á miðvikudaginn.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Leikið við Norður Íra í Sandgerði í dag - 20.9.2010

Strákarnir í U19 leika í dag vináttulandsleik gegn jafnöldrum sínum frá Norður Írlandi og fer leikurinn fram kl. 16:00.  Leikið verður á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði en þjóðirnar mætast aftur á Fylkisvelli næstkomandi miðvikudag.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnlandi á Norðurlandamóti U17 kvenna sem leikið er í Danmörku.

U17 kvenna - Leikið gegn Litháen í dag - 20.9.2010

Stelpurnar í U17 verða í eldlínunni í dag þegar þær mæta Litháen í undankeppni EM.  Þetta er fyrsti leikur liðsins og er riðillinn leikinn í Búlgaríu.  Í hinum leik riðilsins í dag leika Ítalía og Búlgaría.  Þorlákur Árnason hefur tilkynnt byrjunarlið sitt en leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Merki Hauka

Úrskurður í máli Hauka gegn Selfoss - 17.9.2010

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Hauka gegn Selfossi í 2. flokki karla sem fram fór 1. september síðastliðinn.  Í úrskurðarorðum kemur fram að úrslit leiksins skulu standa óhögguð.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Frá Dómaranefnd - Vegna umræðu um framkvæmd vítaspyrnu - 17.9.2010

Í tilefni af umræðu sem spannst í kjölfar framkvæmdar Halldórs Orra Björnssonar, leikmanns Stjörnunnar, á vítaspyrnu í leik liðsins gegn FH 16. september sl. vill Dómaranefnd KSÍ árétta eftirfarandi:

Lesa meira
 
Bleika slaufan

Bleika slaufan - Dómararnir klæðast bleikum dómaratreyjum - 17.9.2010

Í októbermánuði verður vakin athygli á brjóstakrabbameini hér á landi eins og gert hefur verið síðustu 10 ár. Í leik Vals og Grindavíkur sem fram fer á Vodafone vellinum á laugardaginn munu dómarar leiksins, sem allar eru konur, klæðast bleikum dómaratreyjum til þess að vekja athygli á málefninu. Lesa meira
 
Örvar Sær Gíslason

Örvar dæmir í Danmörku - 17.9.2010

Örvar Sær Gíslason mun á laugardaginn dæma leik Bronshoj og FC Fyn í dönsku 1. deildinni.  Þetta verkefni er liður í norrænum dómaraskiptum sem hafa verið við lýði á milli knattspyrnusambandi Norðurlanda síðustu ár.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Ísrael

U19 kvenna - Sigur á Úkraínu og efsta sætið í höfn - 16.9.2010

Stelpurnar í U19 kvenna rifu sig upp við fyrsta hanagal í morgun því leikið var við Úkraínu í undankeppni EM.  Þetta var síðasti leikurinn í riðlinum en báðar þessar þjóðir höfðu fyrir leikinn tryggt sér sæti í milliriðlum.  Stelpurnar okkar voru sterkari aðilinn frá byrjun og sigruðu með fjórum mörkum gegn engu.

Lesa meira
 
Klara Bjartmarz

Klara í eftirliti í Vejle - 16.9.2010

Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Dana og Svía í umspili um sæti á HM kvenna 2011.  Leikið er í Vejle og má búast við hörkuviðureign á milli þessara frændþjóða.  Svíar fóru með sigur af hólmi í fyrri leiknum, 2 - 1.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið á Sauðárkróki í Fjölbrautarskólanum - 16.9.2010

Unglingadómaranámskeið verður haldið  í Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki  fimmtudaginn 23. september   kl. 11:20.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Úkraínu - 16.9.2010

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Úkraínu í dag.  Leikurinn er lokaleikur liðanna í riðlinum og hafa þessar þjóðir þegar tryggt sér sæti í milliriðlum en berjast nú um sigur í riðlinum.  Leikurinn hefst kl 08:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Knattspyrnufélagið Norðurljósin - 15.9.2010

Knattspyrnufélagið Norðurljósin er stofnað með það markmið að gefa einstaklingum sem þurfa aðstoð (mikla eða litla) eða hvatningu, tækifæri til að æfa knattspyrnu allan ársins hring undir leiðsögn fagfólks Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Framhaldsskólamótið í knattspyrnu 2010 - 15.9.2010

Frestur til að tilkynna þátttöku í ofangreindu móti er til og með 20. september. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma. Tilkynna ber þátttöku í fax 568 9793 eða á netfangið gulli@ksi.is.

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik auglýsir eftir þjálfurum - 15.9.2010

Knattspyrnudeild Breiðabliks auglýsir eftir þjálfurum í 3. flokki karla og kvenna og 4. flokki karla og kvenna.  Um er að ræða fjölmenna flokka og því er mikil vinna í boði.  Viðkomandi verða að geta hafið störf í lok september og reynslu af þjálfun og þjálfaramenntun er æskileg.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland niður um 21 sæti - 15.9.2010

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem birtur var í morgun, fellur íslenska karlalandsliðið niður um 21 sæti.  Ísland er í 100 sæti listans en það eru Spánverjar sem eru í efsta sæti listans.  Næstu mótherjar Íslendinga í undankeppni EM, Portúgal, eru í 8. sæti listans.  Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Opið fyrir umsóknir í Ferðasjóð íþróttafélaga fyrir árið 2010 - 14.9.2010

Aðildarfélögum Knattspyrnusambandsins er bent á að opnað hefur verið fyrir umsóknir í Ferðasjóð Íþróttafélaga.  Til úthlutunar vegna ársins 2010 verða 57 milljónir króna.  Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um í sjóðinn vegna ferða á fyrirfram skilgreind styrkhæf íþróttamót á árinu 2010. 

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Hópurinn valinn fyrir undankeppni EM - 14.9.2010

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem leikur í undankeppni EM.  Riðill Íslands fer fram hér á landi og verður leikinn dagana 22. - 27. september.  Þjóðirnar sem eru með Íslandi í riðli eru: Tékkland, Tyrkland og Armenía.

Lesa meira
 
UEFA

Engum verið synjað um þátttökuleyfi á Íslandi - 14.9.2010

Ísland er eitt þeirra 9 landa innan UEFA sem aldrei hefur synjað félagi um þátttökuleyfi og jafnframt hafa allar leyfisumsóknir verið afgreiddar á borði leyfisráðs, þannig að aldrei hefur komið til þess að kalla þyrfti saman leyfisdóm. 

Lesa meira
 
Frá knattþrautum KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Síðustu félögin heimsótt - 14.9.2010

Haustið er handan við hornið með sínum föllnu og fölu laufum og það þýðir að knattþrautir KSÍ fara að renna sitt skeið á enda þetta sumarið.  Einar Lars Jónsson hefur heimsótt iðkendur í 5. flokki með knattþrautir KSÍ og hafa viðtökur verið með eindæmum góðar.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópur valinn fyrir vináttulandsleiki gegn Norður Írum - 14.9.2010

Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Norður Írum hjá U19 karla.  Leikirnir fara fram hér á landi, á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði og Fylkisvelli, dagana 20. og 22. september.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 22 leikmenn fyrir þessa leiki.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Ísland sendir lið í Evrópukeppni landsliða í Futsal - 14.9.2010

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að senda landslið til keppni undankeppni Evrópumótsins í Futsal.  Riðlar undankeppninnar verða leiknir dagana 20. – 24. janúar 2011 og hefur KSÍ sótt um að halda slíkan riðil.  Dregið verður í riðla í höfuðstöðvum UEFA 24. september næstkomandi.  Lesa meira
 
UEFA

Árleg úttekt á leyfiskerfinu 21. september - 14.9.2010

Þann 21. september kemur í heimsókn til KSÍ fulltrúi SGS, sem er alþjóðlegt matsfyrirtæki sem UEFA hefur ráðið til að gera árlega gæðaúttekt á leyfiskerfi í öllum aðildarlöndum sambandsins.  Skoðuð verður öll uppbygging leyfiskerfis KSÍ. Lesa meira
 
Áhorfendur á Fylkisvelli

Pepsi-deild karla - Góð aðsókn á leiki deildarinnar - 14.9.2010

Mikil spenna er í Pepsi-deild karla en fjögur félög eru í baráttunni um titilinn þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni.  Spennan er einnig mikil á hinum enda deildarinnar og hefur þessi jafna deild skilað sér í góðri aðsókn á leikina í sumar.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Öruggar um sæti í milliriðlum - 13.9.2010

Stelpurnar í U19 kvenna lögðu stöllur sínar frá Ísrael í dag í undankeppni EM en leikið er í Búlgaríu.  Lokatölur urðu 2 - 0 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleiknum.  Katrín Ásbjörnsdóttir og Sigrún Ella Einarsdóttir skoruðu mörk Íslands.  Ísland hefur þegar tryggt sér sæti í milliriðlum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Leikdagar fyrir umspilið klárir - 13.9.2010

Knattspyrnusamband Evrópu hefur samþykkt leikdaga fyrir leiki Íslands og Skotlands í umspili um sæti í úrslitakeppni EM U21 karla.  Fyrri leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 7. október en leiktími verður tilkynntur síðar. 

Lesa meira
 
UEFA

Fjallað um fjárhagslega háttvísi - 13.9.2010

Ómar Smárason, leyfisstjóri KSÍ, og Lúðvík Georgsson, formaður leyfisráðs, sóttu á dögunum árlega UEFA-ráðstefnu um leyfismál.  Á ráðstefnunni var kynnt ný leyfisreglugerð UEFA sem nær nú einnig til reglugerðar um fjárhagslega háttvísi (Financial Fair Play).

Lesa meira
 
Hjartaheill og KSÍ

Spilum með hjartanu - 13.9.2010

KSÍ og Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga, hafa ráðist í samstarf.  Dagana 21.-28. september nk. verður landssöfnun í formi merkjasölu þar sem Hjartaheill og KSÍ vonast eftir góðri þátttöku knattspyrnufélaga á landsvísu.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Tvö KSÍ I þjálfaranámskeið verða haldin í október - 13.9.2010

Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu vikum halda tvö 1. stigs þjálfaranámskeið. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 1.-3. október og hins vegar námskeið sem haldið verður helgina 8.-10. október.

Lesa meira
 
Tindastóll

3. deild karla - Sigurlaunin á Sauðárkrók - 13.9.2010

Skagfirðingar tryggðu sér um helgina sigurlaunin í 3. deild karla þegar Tindastóll lagði Dalvík/Reyni í úrslitaleik.  Sauðkrækingar höfðu betur með einu marki gegn engu en leikið var á Ólafsfirði.  Bæði félögin höfðu fyrir leikinn tryggt sér sæti í 2. deild að ári.

Lesa meira
 
Víkingur Ólafsvík

Víkingar Ólafsvík sigurvegarar 2. deildar - 13.9.2010

Víkingar frá Ólafsvík fengu um helgina afhent sigurlaunin í 2. deild karla og var það gert eftir leik þeirra gegn Víði Garði.  Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir Víkinga og þýddu þau úrslit að Víðismenn leika í 3. deild að ári.  Þegar ein umferð er enn eftir í 2. deild karla þá eru Víkingar ennþá taplausir í deildinni, hafa unnið sautján leiki og gert fjögur jafntefli.

Lesa meira
 
Friður í einn dag - Peace one day

Friður í einn dag – Peace One Day - 13.9.2010

Þann 21. september verður alþjóðlegur dagur friðar haldinn í 12. sinn.  Markmið verkefnisins er að hvetja stríðandi fylkingar um heim allan til að leggja niður vopn í einn dag.  Knattspyrnuhreyfingin um allan heim tekur þátt í þessu verkefni og tileinkar alla knattspyrnuleiki sem fram fara þennan dag baráttunni fyrir friði í heiminum

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Ísrael - 13.9.2010

Stelpurnar í U19 leika sinn annan leik í undankeppni EM í dag þegar þær mæta Ísrael.  Leikið er í Búlgaríu og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í leiknum og gerir hann eina breytingu frá síðasta leik.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Góður sigur á Búlgaríu í fyrsta leik - 11.9.2010

Stelpurnar í U19 byrjuðu undankeppni EM á góðu nótunum þegar þær lögðu Búlgaríu í dag.  Riðillinn er leikinn í Búlgaríu og voru heimastúlkur lagðar 2 - 0.  Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði bæði mörk Íslands í leiknum, eitt í hvorum hálfleik.

Lesa meira
 
U19 kvenna í Búlgaríu

U19 kvenna - Æft við góðar aðstæður í Búlgaríu - 10.9.2010

Stelpurnar í U19 eru komnar til Búlgaríu en þar leika þær í undankeppni EM.  Fyrsti leikurinn fer fram á morgun, laugardag, en þá mæta stelpurnar stöllum sínum frá Búlgaríu.  Einnig eru Ísrael og Úkraína í þessum riðli. Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Þýskalands - Strákarnir fagna sigrinum

U21 karla - Ísland mætir Skotlandi - 10.9.2010

Í dag var dregið í umspili fyrir úrslitakeppni EM U21 karla og fór drátturinn fram í Herning í Danmörku.  Íslenska liðið mætir Skotum og verður fyrri leikurinn leikinn hér heima.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Breyting á Búlgaríuhópnum - 10.9.2010

Þorlákur Árnason landsliðsþjálfari hefur tilkynnt breytingu á landslið Íslands sem leikur í undankeppni EM dagana 20. - 25. september.  Elín Helena Jóhannsdóttir úr Breiðabliki hefur verið valin í hópinn.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala hafin á Ísland - Portúgal í undankeppni EM 2012 - 10.9.2010

Í dag hófst miðasala á leik Íslands og Portúgals en þetta er síðasti leikur Íslands í undankeppni fyrir EM 2012 á þessu ári.  Leikurinn fer fram þriðjudaginn 12. október á Laugardalsvelli og hefst kl. 19:45.  Miðasala fer fram, sem fyrr, í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

TIndastóll og Dalvík/Reynir upp í 2. deild - 9.9.2010

Í gærkvöldi varð ljóst að norðanliðin Tindastóll og Dalvík/Reynir leika í 2. deild karla að ári.  Þau tryggðu sér sæti með því að sigra í viðureignum sínum í undanúrslitunum.  Tindastóll og Dalvík/Reynir leika til úrslita um 3. deildar titilinn og er sá leikur fyrirhugaður á laugardaginn. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Styrkleikaflokkarnir tilbúnir - 8.9.2010

UEFA tilkynnti í dag hvernig raðað er í styrkleikaflokka þegar dregið verður í umspilinu fyrir úrslitakeppni EM hjá U21 karla.  Dregið verður á morgun í Herning í Danmörku og hefst drátturinn kl. 10:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Hvaða félög fara upp í 2. deild? - 8.9.2010

Í kvöld ræðst það hvaða félög munu tryggja sér sæti í 2. deild að ári en þá fara fram seinni leikir undanúrslita úrslitakeppni 3. deildar.  Tindastóll tekur á móti Árborg á Sauðárkróki og á Dalvík mætast Dalvík/Reynir og KB.  Báðir leikirnir hefjast kl. 17:15.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Grátlegt tap á Parken - 8.9.2010

Íslendingar biðu lægri hlut gegn Dönum á Parken í gærkvöldi en heimamenn sigruðu 1 - 0.  Sigurmark leiksins kom þegar 90 mínútur voru liðnar af leiknum svo tæpara gat það ekki orðið.  Vonbrigði strákanna í leikslok voru gríðarleg enda átti íslenska liðið í fullu tré við Dani í leiknum, þá sérstaklega í síðari hálfleik.

Lesa meira
 
Merki U21 karla

U21 karla - Strákarnir tryggðu sér sæti í umspili - 7.9.2010

Strákarnir í U21 karla tryggðu sér sæti í umspili fyrir úrslitakeppni U21 karla en hún fer fram í Danmörku á næsta ári.  Dregið verður í umspilið næstkomandi föstudag.  Ísland var með fjórða bestan árangur í öðru sæti úr riðlunum tíu.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Fimm leikir í Pepsi-deild karla færðir fram um 30 mínútur - 7.9.2010

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að færa þá fimm leiki sem eru í Pepsi-deild karla nk. sunnudag fram um 30 mínútur. Er þetta gert vegna birtuskilyrða.  Eftirfarandi leikir verða því kl. 17:30.

Lesa meira
 
U17 kvenna á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 kvenna - Hópurinn valinn fyrir Búlgaríuferð - 7.9.2010

Þorlákur Árnason landsliðsþjálfari hefur tilkynnt 18 manna hóp fyrir forkeppni EM U17 kvenna 2011.  Riðill Íslands verður leikinn í september í Búlgaríu og verða mótherjarnir, auk heimastúlkna, Litháen og Ítalía.

Lesa meira
 
EURO 2012

Byrjunarlið Íslands gegn Dönum í undankeppni EM 2012 - 7.9.2010

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt gegn Dönum í undankeppni EM 2012 á Parken í kvöld.  Tvær breytingar eru gerðar á liðinu frá því í leiknum gegn Norðmönnum á Laugardalsvelli á föstudag.  Rúrik Gíslason og Birkri Már Sævarsson koma inn í byrjunarliðið.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - 32 leikmenn valdir til æfinga um komandi helgi - 7.9.2010

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 32 leikmenn sem munu æfa um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram á Tungubakkavelli en framundan er riðill í undankeppni EM sem fram fer hér á landi síðar í mánuðinum.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Þýskalands - Strákarnir fagna sigrinum

U21 karla - Byrjunarliðið er mætir Tékkum kl. 15:00 - 7.9.2010

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Tékkum í dag kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Leikurinn er síðasti leikur liðsins í undankeppni fyrir EM 2011.  Byrjunarliðið er þannig skipað:

Lesa meira
 
Gönguferð um bryggjuhverfið í Köben

Leikdagur er runninn upp í Köben - 7.9.2010

Leikdagur er runninn upp hjá A-landsliði karla, sem mætir Dönum á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld.  Leikurinn hefst kl. 18:15 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.  Byrjunarliðið verður opinberað kl. 15:15 í dag.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Tvær hörkuviðureignir í dag og í kvöld - 7.9.2010

Tvö karlalandslið Íslands, A landsliðið og U21 landsliðið, verða í eldlínunni í dag og í kvöld.  Strákarnir í U21 mæta Tékkum kl. 15:00 í lokaleik liðsins í undankeppni EM 2011.  A landsliðið leikur svo við Dani í undankeppni EM 2012 og hefst sá leikur kl. 18:15.  Báðir þessir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Lesa meira
 
ÍR

Laust starf knattspyrnuþjálfara hjá knattspyrnudeild ÍR - 6.9.2010

Knattspyrnudeild Íþróttafélags Reykjavíkur óskar eftir að ráða þjálfara fyrir 7. flokk kvenna. Knd ÍR starfrækir alla kvennaflokka sem í boði eru og er kvennafótboltinn í hraðri sókn. Tilvonandi þjálfari kemur til með að aðstoða við uppbyggingu kvennastarfsins og er hugsaður sem framtíðarþjálfari hjá félaginu.

Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir í Portúgal - 6.9.2010

Þóroddur Hjaltalín mun dæma leik Portúgals og Makedóníu í undankeppni EM hjá U21 karla en leikið verður í Portúgal  Þóroddi til aðstoðar verða þeir Ólafur Ingvar Guðfinnsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson.  Varadómari leiksins verður Erlendur Eiríksson.

Lesa meira
 
ÍBV

1. deild kvenna - ÍBV tryggði sér sigur - 6.9.2010

ÍBV tryggði sér sigur í 1. deild kvenna í gær þegar Eyjastúlkur lögðu Þrótt með þremur mörkum gegn einu en leikið var á Þorlákshafnarvelli.  ÍBV tryggði sér þar með sigurinn í deildinni en bæði félögin höfðu fyrir leikinn tryggt sér sæti í Pepsi-deild kvenna að ári.

Lesa meira
 
Valur

Valsstúlkur tryggðu sér sigur í Pepsi-deild kvenna - 6.9.2010

Valsstúlkur tryggðu sér um helgina sigurinn í Pepsi-deild kvenna þrátt fyrir að tvær umferðir séu ennþá eftir af mótinu.  Valur vann öruggan sigur á Aftureldingu á útivelli en á meðan töpuðu helstu keppinautarnir, Breiðablik og Þór/KA, sínum leikjum og geta ekki lengur náð Valsstúlkum að stigum.

Lesa meira
 
Aron Einar Gunnarsson

Landsliðið komið til Danmerkur - 5.9.2010

A-landslið karla er komið til Danmerkur fyrir leikinn við heimamenn í undankeppni EM 2012 á þriðjudag.  Æft var tvisvar á sunnudeginum við toppaðstæður á Tårnby Stadion, aðeins 10 mínútna akstur frá Hóteli íslenska liðsins.

Lesa meira
 
EURO 2012

Grétar Rafn og Brynjar Björn ekki með í Danmörku - 3.9.2010

Grétar Rafn Steinsson og Brynjar Björn Gunnarsson geta ekki verið með íslenska landsliðinu í viðureigninni við Dani á Parken í Kaupmannahöfn á þriðjudag.  Inn í hópinn koma þeir Birkir Már Sævarsson, sem leikur með Brann í Noregi, og Baldur Sigurðsson, leikmaður KR. Lesa meira
 
A landslið karla

Norskur sigur í Laugardalnum - 3.9.2010

Það voru Norðmenn sem höfðu betur í Laugardalnum í kvöld þegar Ísland og Noregur hófu leik í undankeppni fyrir EM 2012.  Lokatölur urðu 1 - 2 en Íslendingar leiddu í leikhléi 1 - 0.  Heiðar Helguson kom Íslendingum yfir á 38. mínútu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Ísland - Noregur - Byrjunarlið Íslands tilbúið - 3.9.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Norðmönnum í undankeppni fyrir EM 2012.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst núna kl. 19:00.  Hægt er að kaupa miða í miðasölu Laugardalsvallar sem og á netinu.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

ÍBV og Þróttur leika til úrslita í 1. deild kvenna - 3.9.2010

Sunnudaginn 5. september leika ÍBV og Þróttur til úrslita í 1. deild kvenna en þessi félög hafa þegar tryggt sér sæti í Pepsi-deild kvenna að ári.  Leikurinn fer fram á Þorlákshafnarvelli og hefst kl. 12:30.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Noregur í kvöld kl. 19:00 - 3.9.2010

Ísland mætir Noregi í undankeppni fyrir EM 2012 í kvöld á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 19:00.  Þetta er fyrsti leikur Íslands í þessari undankeppni en strákarnir leika svo gegn Dönum næstkomandi þriðjudag ytra. Miðasala hefst á Laugardalsvelli kl. 10:00 en hægt verður einnig að kaupa miða á netinu fram að leik.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Þjálfarastyrkir ÍSÍ - 3.9.2010

ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki fyrir tímabilið júlí – desember 2010.  Þjálfarar sem sækja sér menntun erlendis á fyrrgreindu tímabili geta sótt um styrk á þar til gerðum eyðublöðum inn á isi.is sem finna má undir „Efnisveita”.

Lesa meira
 
Icelandair

Í blíðu og stríðu með strákunum - 3.9.2010

Vert er að vekja athygli á heimasíðunni http://www.ibs.is/ en þar er hægt að senda strákunum í landsliðinu baráttukveðjur fyrir leikina gegn Noregi og Danmörku í boði Icelandair.  Þeir Benedikt Bóas Hinriksson og Elvar Geir Magnússon hafa einnig verið á ferðinni og tekið upp viðtöl og annað efni sem einnig er að finna á þessari síðu.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Tólfan verður I hólfi - Ísland mætir Noregi - 2.9.2010

Að venju verður Tólfan í I hólfi á leik Íslands og Noregs sem fer fram á Laugardalsvelli á kl. 19:00.  Allir þeir sem hafa áhuga á því að hvetja sitt lið með jákvæðum hætti eru í Tólfunni og velkomnir í hópinn.

Lesa meira
 
Börn úr Fossvogsskóla

Börn úr Fossvogsskóla flytja nýja útgáfu að þjóðsöngnum í hálfleik - 2.9.2010

Í hálfleik á viðureign Ísland og Noregs á föstudagskvöld mun hópur barna úr Fossvogsskóla flytja nýja útgáfu á þjóðsöng Íslendinga.  Um þessar mundir er unnið að því verkefni að gefa íslenska þjóðsönginn út sem kennsluefni fyrir grunnskóla og heimili landsins. 

Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Upphitun Áfram Íslands klúbbsins í Kaupmannahöfn - 2.9.2010

Áfram Ísland stuðningmannaklúbburinn er búinn að skipuleggja upphitun fyrir leikinn Danmörk - Ísland í undankeppni fyrir EM 2012.  Leikurinn verður þriðjudaginn 7. september á Parken og byrjar kl 20:15 að staðartíma.
Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Hópurinn valinn fyrir Búlgaríuferð - 2.9.2010

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn er fer til Búlgaríu til þess að leika í forkeppni fyrir EM 2011.  Auk heimastúlkna leikur Ísland þar gegn Ísrael og Úkraínu.  Leikirnir fara fram dagana 11. - 18. september.

Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfara fyrir 7. flokk kvenna - 2.9.2010

Knattspyrnudeild Fylkis leitar að þjálfara fyrir 7. flokk kvenna á  komandi tímabil.  Viðkomandi skal vera með viðeigandi menntun og reynslu af þjálfun.  Lesa meira
 
Icelandair

Getur þú hitt þverslána frá 35 metrum? - 2.9.2010

Í hálfleik á viðureign Íslands og Noregs á föstudag munu þrír heppnir vallargestir fá tækifæri til að spreyta sig í erfiðri þraut.  Reynt verður að hitta þverslá marks af 35 metra færi, og vinningurinn ef það tekst er af glæsilegri tegundinni - ferð fyrir tvo útlanda með Icelandair!

Lesa meira
 
Keflavík

Barna og unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur óskar eftir þjálfara fyrir yngri flokka - 1.9.2010

Barna og unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur óskar eftir þjálfara fyrir yngri flokka félagsins.  Óskað er eftir þjálfara með góða menntun og reynslu.  Umsóknir þurfa að berast fyrir 7. september.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Elfar Freyr og Guðmundur Reynir inn í hópinn - 1.9.2010

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur bætt við tveimur leikmönnum í hópinn fyrir leikinn gegn Tékkum sem fer fram þriðjudaginn 7. september.  Þeir Guðmundur Reynir Gunnarsson úr KR og Elfar Freyr Helgason úr Breiðabliki koma inn í hópinn. Lesa meira
 
Jóhann Berg og Rúrik með ungum aðdáanda

Æft á Keflavíkurvelli við góðar aðstæður - 1.9.2010

Það var létt yfir íslenska landsliðshópnum á æfingu í Keflavík á þriðjudag.  Liðið æfði á Keflavíkurvelli við afar góðar aðstæður og greinileg tilhlökkun í mannskapnum fyrir leikinn við Noreg á föstudag.  Strákarnir vonast eftir sem flestum á leikinn og treysta á öflugan og háværan stuðning.

Lesa meira
 
UEFA

UEFA bannar Vuvuzelas lúðra - 1.9.2010

UEFA hefur frá og með deginum í dag, bannað svokallaða „Vuvuzelas“ lúðra á öllum leikvöngum þar sem leikir á vegum UEFA fara fram.  Á þetta bæði við um landsleiki sem og leiki félagsliða í Evrópukeppnum.

Lesa meira
 
Merki Hauka

Knattspyrnudeild Hauka auglýsir eftir yfirþjálfara fyrir kvennastarfið - 31.8.2010

Haukar leita eftir einstaklingi sem er tilbúinn að hjálpa okkur byggja upp kvennastarfið – búa til samfellu milli allra flokka á faglegan hátt.  Menntun í íþróttafræðum og/eða knattspyrnuþjálfun er skilyrði. Lesa meira
 
Frá knattþrautum KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Sígur á seinni hlutann - 31.8.2010

Knattþrautir KSÍ hafa verið í fullum gangi í sumar, líkt og síðasta sumar og hafa viðtökurnar verið ákaflega góðar.  Nú er farið að síga á seinni hlutann og flest aðildarfélögin hafa verið heimsótt með góðum árangri og enn betri viðtökum.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland – Noregur - Miðar fyrir handhafa A-passa - 31.8.2010

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Noregur afhenta fimmtudaginn 2. september frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn tilkynntur fyrir Tékkaleikinn - 31.8.2010

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Tékkum, þriðjudaginn 7. september.  Leikurinn fer fram í Jablonec og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Þrír nýliðar eru í hópnum að þessu sinni.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Noregur á föstudaginn - Tryggið ykkur miða - 31.8.2010

Senn líður að stórleik Íslands og Noregs fer fram á Laugardalsvelli, föstudaginn 3. september kl. 19:00.  Miðasala er í fullum gangi og um að gera fyrir knattspyrnuáhugafólk að tryggja sér miða á þennan fyrsta leik Íslendinga í undankeppni EM 2012.  Afsláttur er veittur af miðaverði ef keypt er í forsölu á netinu en forsölu lýkur fimmtudaginn 2. september.

Lesa meira
 
Luca Banti

Ítalskur dómarakvartett á föstudag - 31.8.2010

Það verður ítalskur dómarakvartett á viðureign Íslands og Noregs á Laugardalsvelli á föstudag.  Dómarinn heitir Luca Banti.  Leikurinn hefst kl. 19:00 og er fyrstu leikur liðanna í undankeppni EM 2012.

Lesa meira
 
John Carew

Tveir meiddir hjá Norðmönnum - 31.8.2010

Tilkynnt hefur verið um tvær breytingar á norska landsliðshópnum sem tilkynntur var fyrir fyrstu leiki liðsins í undankeppni EM 2012.  Þeir Per Ciljan Skjeldbred og John Carew eru meiddir og verða ekki með Norðmönnum í leikjunum gegn Íslandi og Portúgal.

Lesa meira
 
Wokefield

KSÍ VI þjálfaranámskeið í Englandi í janúar 2011 - 30.8.2010

KSÍ heldur VI. stigs þjálfaranámskeið í Wokefield Park í Englandi dagana 9.-16. janúar 2011.  Umsækjendur verða að hafa lokið KSÍ V þjálfaranámskeiði eða verða að taka KSÍ V þjálfaranámskeið sem haldið verður í nóvember á þessu ári.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Mikil spenna framundan í 3. deild karla og 1. deild kvenna - 30.8.2010

Það er mikil spenna framundan í úrslitakeppni 3. deildar karla og 1. deildar kvenna.  Síðari leikir í 8-liða úrslitum 3. deildar fara fram á þriðjudag og síðari leikir í undanúrslitum 1. deildar kvenna fara fram á miðvikudag, og þar er sæti í Pepsi-deildinni í húfi.

Lesa meira
 
EURO 2012

Ingvar Kale valinn í landsliðshópinn - 30.8.2010

Ingvar Þór Kale, markvörður Breiðabliks, hefur verið kallaður inn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Norðmönnum og Dönum í undankeppni EM 2012 og er hann 22. maðurinn í hópnum.  Fyrir eru markverðirnir Gunnleifur Gunnleifsson og Árni Gautur Arason. 

Lesa meira
 
FIFA - My game is fair play

Háttvísidagar FIFA og UEFA 2010 - 27.8.2010

FIFA og UEFA standa nú fyrir sérstökum háttvísidögum í 14. sinn, en þeir voru fyrst haldnir árið 1997.  Minnt verður á háttvísidagana hér á Íslandi í tengslum við leik A-landsliðs karla gegn Norðmönnum 3. september, sem er fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2012. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Öruggur sigur í Eistlandi - 25.8.2010

Stelpurnar í íslenska landsliðinu léku í dag lokaleik sinn í undankeppninni fyrir HM 2011 sem fer fram í Þýskalandi.  Íslenska liðið vann öruggan sigur með fimm mörkum gegn engu eftir að hafa leitt með tveimur mörkum í leikhléi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Ísland mætir Eistlandi í dag - Fylgst með á Facebook síðu KSÍ - 25.8.2010

Íslensku stelpurnar mæta stöllum sínum frá Eistlandi í lokaleik sínum í undankeppni fyrir HM 2011.  Ljóst er að annað sætið verður hlutskipti íslenska liðsins í riðlinum en stelpurnar engu að síður ákveðnar að ljúka keppni á sigurbraut.  Fylgst verður með leiknum á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasölu á Danmörk – Ísland að ljúka - 25.8.2010

Þriðjudaginn 7. september leika Íslendingar við Dani í undankeppni EM 2010 á Parken í Kaupmannahöfn.  Hægt er að kaupa miða á þann leik hér á heimasíðunni en til að tryggja miða með kaupum á heimasíðu KSÍ, þarf að ganga frá pöntun í síðasta lagi föstudaginn 27. ágúst. 

Lesa meira
 
EURO 2012

Síðasta 16 liða úrslitakeppnin - 25.8.2010

Fyrir úrslitakeppni EM 2012 er fyrst keppt í riðlum, síðan umspili, og loks í 16 liða úrslitakeppni.  Gestgjafarnir tveir eiga öruggt sæti í úrslitakeppninni og þurfa ekki að leika í riðlakeppninni.  EM 2012 er síðasta keppnin með 16 liðum, því 2016 verður liðum í úrslitakeppninni fjölgað í 24. Lesa meira
 
Frá æfingu á Alagarve í febrúar 2010

Ísland mætir Eistlandi á morgun - Byrjunarliðið tilbúið - 24.8.2010

Íslensku stelpurnar mæta stöllum sínum frá Eistlandi í lokaleik sínum í undankeppni fyrir HM 2011 á morgun, miðvikudaginn 25. ágúst.  Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og hefur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarlið sitt og má sjá það hér að neðan.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Hópurinn fyrir leiki gegn Noregi og Danmörku - 23.8.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið landsliðshópinn sem mætir Noregi á Laugardalsvelli 3. september og Danmörku ytra 7. september.  Ólafur hefur valið 21 leikmann í hópinn fyrir þessa leiki sem eru upphafið af undankeppni fyrir EM 2012.

Lesa meira
 
Noregur_logo

Norski hópurinn er mætir Íslendingum á Laugardalsvelli 3. september - 23.8.2010

Egil Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, hefur valið hóp sinn fyrir leiki gegn Íslendingum 3. september og Portúgölum 7. september en leikirnir eru í undankeppni fyrir EM 2012.  Leikurinn við Íslendinga fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 19:00 og er hægt að kaupa miða hér á síðunni. Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Frábærar viðtökur hjá aðildarfélögum - 23.8.2010

Viðtökur hjá félögunum við knattþrautum KSÍ hafa verið frábærar líkt og í fyrra en Einar Lars er enn á ferðinni með knattþrautirnar.  Hér að neðan má sjá dagskrá næstu daga en fjölmörg félög hafa verið heimsótt og margir snjallir knattspyrnukrakkar hafa spreytt sig á þrautunum.

Lesa meira
 
Úr leik Álftaness og Berserkja í 3. deild karla 2007

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna og 3. deildar karla hefst á laugardag - 23.8.2010

Um helgina varð ljóst hvaða félög mætast í úrslitakeppni 1. deildar kvenna og 3. deildar karla.  Úrslitakeppnirnar hefjast næstkomandi laugardag og er, að venju, boðið upp á hörkuviðureignir.

Lesa meira
 
Harpa Þorsteinsdóttir

Harpa í 18 manna hópinn í stað Hólmfríðar - 22.8.2010

Harpa Þorsteinsdóttir fer með íslenska kvennalandsliðinu til Eistlands fyrir lokaleikinn í riðlinum í undankeppni HM 2011, sem fram fer á miðvikudag.  Hólmfríður Magnúsdóttir er í leikbanni í leiknum og því kemur Harpa í hennar stað. Lesa meira
 
Hólmfríður ásamt Guðrúnu Ingu Sívertsen og Ragnhildi Skúladóttur

Þrjár léku áfangaleiki fyrr á árinu - 21.8.2010

Þrír leikmenn íslenska kvennalandsliðsins náðu áfanga í landsleikjafjölda á árinu.  Sara Björk Gunnarsdóttir og Rakel Hönnudóttir léku sinn 25. A-landsleik og Hólmfríður Magnúsdóttir lék sinn 50. A-landsleik á árinu.  Þær voru allar heiðraðar að loknum leik Íslands og Frakklands.

Lesa meira
 
Knattþrautir 2010

Viðurkenningar fyrir knattþrautir afhentar í hálfleik á ísland-Frakkland - 21.8.2010

Tæplega fimmtíu ungum stúlkum sem sýndu góða ástundun og góðar framfarir í knattþrautum KSÍ í sumar voru veittar viðurkenningar í hálfleik á viðureign Íslands og Frakklands í undankeppni HM 2011.  Fyrir leikinn stóðu þær heiðursvörð þegar liðin gegnu inn á völlinn og á meðan þjóðsöngurinn var leikinn. 

Lesa meira
 
Eftir leik Íslands og Frakklands

Umkringdar aðdáendum eftir leikinn - 21.8.2010

Stelpurnar í kvennalandsliðinu gáfu sér góðan tíma til að spjalla við unga aðdáendur eftir leikinn við Frakka í laugardalnum í dag.  Eiginhandaráritanir voru vinsælar og var skrifað á allt sem mögulegt var að skrifa á. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi

Franskur sigur í Laugardalnum - 21.8.2010

Íslensku stelpurnar biðu lægri hlut gegn Frökkum á Laugardalsvelli í dag.  Lokatölur urðu 0 - 1 eftir að markalaust var í leikhléi.  Þar með eru möguleikar íslenska liðsins úr sögunni um sæti á HM í Þýskalandi en franska liðið hefur tryggt sér sæti í umspili um að komast þangað.

Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Byrjunarliðið gegn Frökkum tilkynnt - 20.8.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur tilkynnt hvernig byrjunarliðið verður gegn Frökkum í hinum mikilvæga leik á Laugardalsvellinum á laugardag kl. 16:00. Katrín Jónsdóttir fyrirliði verður með í leiknum.

Lesa meira
 
U17 kvenna á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 og U19 kvenna leika í Búlgaríu í september - 20.8.2010

Ólafur Þór Guðbjörnsson landsliðsþjálfari U19 kvenna og Þorlákur Árnason landsliðsþjálfari U17 kvenna hafa tilkynnt undirbúningshópa sína fyrir undankeppni EM 2011.  Bæði liðin leika í riðlakeppni í Búlgaríu í september. Lesa meira
 
Knattþrautir 2010

Viðurkenningar fyrir knattþrautir stúlkna afhentar í hálfleik - 20.8.2010

Eins og kynnt hefur verið hafa knattþrautir KSÍ staðið yfir í allt sumar hjá félögum víðs vegar um landið.  Á landsleik Íslands og Frakklands á laugardag verður tæplega fimmtíu stúlkum sem tóku þátt í knattþrautunum veitt viðurkenning fyrir frábæra ástundun og framfarið í knatttækni.

Lesa meira
 
Ólína G. Viðarsdóttir lék sinn 25. landsleik gegn Bandaríkjunum á Algarve Cup 2009

A-passar gilda inn á leikinn á laugardag - 19.8.2010

Handhafar A-passa frá KSÍ þurfa ekki að sækja miða á landsleik Íslands og Frakklands á laugardag, heldur dugar að sýna passann við innganginn á völlinn.  Frjálst sætaval er á leiknum, sem hefst kl. 16:00, en kl. 14:30 hefst fjölskylduhátíð með boltaþrautum, hoppukastala, pulsuveislu og fleiru. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Breiðablik mætir Juvisy Essonne að nýju í 32-liða úrslitum - 19.8.2010

Dregið hefur verið í 32-liða úrslit UEFA Meistaradeildar kvenna og voru tvö íslensk lið, Valur og Breiðablik á meðal liðanna þar.  Íslandsmeistarar Vals drógust gegn spænska liðinu Rayo Vallecano de Madrid, en mótherjar Breiðabliks eru kunnuglegir, FCF Juvisy Essonne. Lesa meira
 
Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Fjölskylduhátíð fyrir leikinn á laugardag - 19.8.2010

KSÍ stendur fyrir fjölskylduhátíð fyrir kvennalandsleik Íslands og Frakklands á Laugardalsvelli á laugardag.  Hátíðin hefst kl. 14:30 og því er um að gera að mæta snemma og gera sér glaðan dag, ná góðri upphitun fyrir leikinn, fá sér eins og eina pulsu, spreyta sig á boltaþrautum og hoppa og skoppa í þar til gerðum kastölum.  Leikurinn sjálfur hefst kl. 16:00.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Hæfileikamótun ungra dómara um helgina - 19.8.2010

Hæfileikamótun ungra KSÍ-dómara fer fram í Íþróttamiðstöð Íslands að Laugarvatni um helgina.  Fimm ungir og efnilegir dómarar munu taka þátt í verkefninu.  Kennarar verða þeir Gunnar Jarl Jónsson og Þorvaldur Árnason. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

UEFA Meistaradeild kvenna:  Dregið í 32-liða úrslit í dag - 19.8.2010

Dregið verður í 32-liða úrslit Meistaradeildar kvenna í höfuðstöðvum UEFA í dag kl. 12:00.  Í hattinum eru tvö íslensk lið, Valur og Breiðablik.  Valur komst beint í 32-liða úrslit, en Breiðablik komst í gegnum undanriðil sem haldinn var hér á landi eins og kunnugt er.

Lesa meira
 
Þóra Helgadóttir ræðir við Svölu sjúkraþjálfara

Fyrsta æfingin fyrir Frakkaleikinn - 19.8.2010

Eins og kunnugt er mætast Ísland og Frakkland í undankeppni HM 2011 kvenna á Laugardalsvelli á laugardag.  Stelpurnar okkar komu saman til æfinga á miðvikudag og var æft á Hofstaðavelli í Garðabæ.  Mikil eftirvænting er í hópnum og leikmenn hlakka til verkefnisins.

Lesa meira
 
UEFA Futsal 2010

Lokaumferðin í UEFA Futsal mótinu fór fram á þriðjudag - 18.8.2010

Keflvíkingar töpuðu lokaleik sínum í Evrópukeppninni í Futsal, 5-16 gegn hollenska liðinu Eindhoven.  Eindhoven varð að vinna með átján marka mun til að komast áfram og liðið sótti hressilega að marki Keflvíkinga allan tímann. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Mál Umf. Neista gegn Umf. Langnesinga tekið fyrir - 18.8.2010

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir mál Umf. Neista Djúpavogi gegn Umf. Langnesinga á Þórshöfn.  Kærandi taldi að kærði hefði teflt fram ölöglegum leikmanni í viðureign liðanna í Íslandsmóti 5. flokks karla.

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautirnar næstu vikur - 18.8.2010

Hér að neðan má sjá dagskrá Knattþrauta KSÍ næstu vikur.  Einar Lars, sem sér um þrautirnar, verður á ferðinni að venju.  Einhver félög eiga eftir að bóka tíma, en það skýrist nánar í þessari viku.  Á meðal áfangastaða að þessu sinni eru Þorlákshöfn, Kópavogur og Mosfellsbær.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala á Danmörk-Ísland 7. september á Parken - 18.8.2010

Fyrsti útileikur Íslands í undankeppni EM 2010 er gegn frændum vorum Dönum.  Leikið verður á hinum fræga Parken í Kaupmannahöfn og fer leikurinn fram þriðjudaginn 7. september.

Hægt er að kaupa miða hér á þennan leik. 

Lesa meira
 
Grótta

Grótta óskar eftir þjálfurum fyrir yngri flokka kvenna - 18.8.2010

Knattspyrnudeild Gróttu óskar eftir að ráða þjálfara fyrir 3. til 7. flokk kvenna. Kvenþjálfarar eru sérstaklega hvattir til þess að sækja um.  Íþróttafræði-  eða uppeldismenntun er kostur og æskilegt að viðkomandi hafi sótt námskeið KSÍ. Viðkomandi myndi hefja störf 1.september. Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Þýskt dómaratríó á leik Íslands og Frakklands - 17.8.2010

Ísland og Frakkland mætast á laugardalsvelli á laugardag kl. 16:00 í toppslag riðilsins í undankeppni HM 2011.  Þýskt dómaratríó verður á leiknum, Hvít-rússneskur eftirlitsmaður og tékkneskur dómaraeftirlitsmaður.  Fjórði dómarinn er hins vegar íslenskur.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Íslenskur dómarakvartett í Evrópudeildinni - 17.8.2010

Það verður íslenskur dómarakvartett að störfum í Evrópudeild UEFA á fimmtudag, á leik FC BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi og portúgalska liðsins CS Marítimo.  Dómari leiksins verður Kristinn Jakobsson.

Lesa meira
 
Knattþrautir 2010

Knattþrautirnar á ferð og flugi um landið - 17.8.2010

Einar Lars hefur verið á ferð og flugi um landið síðustu daga með knattþrautir KSÍ.  Þátttaka hefur verið afar góð og hafa krakkarnir skemmt sér konunglega.  Í þessum túr var farið á Sauðárkrók, Húsavík, Akureyri, Ólafsfjörð, Grenivík og Snæfellsnes.

Lesa meira
 
UEFA Futsal kynning í KSÍ 2010

UEFA með kynningarfund um Futsal - 16.8.2010

Eins og kynnt hefur verið réðust Keflvíkingar í það metnaðarfulla verkefni að halda undanriðil í Evrópukeppni Futsal (UEFA Futsal Cup).  Af þessu tilefni komu tveir fulltrúar UEFA sem sjá um útbreiðslu Futsal til landsins og héldu kynningarfund um Futsal. 

Lesa meira
 
UEFA Futsal 2010

Stórt tap í öðrum leik í Futsal - 16.8.2010

Keflvíkingar töpuðu stórt öðrum leik sínum í Evrópukeppninni í Futsal, sem fram fór á Ásvöllum í Hafnarfirði á sunnudag.  Lokatölur 5-17 fyrir KBU France.  Keflavík komst þó í 2-0, en þá tóku Frakkarnir öll völd á leiknum og röðuðu inn mörkum. Staðan 2-10 í hálfleik. 

Lesa meira
 
Íslensku stelpurnar fagna marki gegn Írum

Landsliðshópur kvenna gegn Frökkum næsta laugardag - 16.8.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari kvenna kynnti í hádeginu í dag 22 manna landsliðshóp fyrir leikinn við Frakka í undankeppni HM 2011, en Ísland og Frakkland mætast á Laugardalsvelli á laugardag kl. 16:00. Lesa meira
 
Valur - VISA-bikarmeistari kvenna 2010

Titill númer tólf hjá Val - 15.8.2010

Valur vann í dag sinn tólfta bikarmeistaratitil í meistaraflokki kvenna þegar úrslitaleikur VISA-bikarsins fór fram á Laugardalsvelli.  Ekkert félag hefur unnið bikarinn jafn oft í kvennaflokki.  Eina mark leiksins var sjálfsmark Stjörnunnar þegar um stundarfjórðungur var liðinn. Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Futsal Cup á Ásvöllum- Fyrsti Evrópusigurinn í höfn - 15.8.2010

Keppni í G riðli undankeppni Evrópukeppninnar í Futsal (Futsal Cup) hófst í gær á Ásvöllum með tveimur leikjum.  Keflvíkingar urðu fyrsta íslenska liðið til að vinna Evrópusigur í Futsal þegar þeir lögðu sænska liðið í Vimmerby, 10 - 6.  Keflvíkingar mæta í dag, sunnudag, franska liðinu KB France.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2010 - Úrslitaleikur FH og KR (Sportmyndir)

Fjögur mörk FH og bikartitill númer tvö - 14.8.2010

FH-ingar tryggðu sér í dag annan bikarmeistaratitilinn í sögu félagsins með fjögurra marka sigri á KR á Laugardalsvellinum að viðstöddum 5.438 áhorfendum.  Fyrstu tvö mörk leiksins komu úr vítaspyrnum, báðar í fyrri hálfleik.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Ísland í 16. sæti á styrkleikalista FIFA fyrir kvennalandslið - 13.8.2010

Íslenska kvennalandsliðið er í 16. sæti á styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í dag.  Listinn er gefinn út á þriggja mánaða fresti og hefur Ísland hækkað um tvö sæti frá því listinn var síðast gefinn út.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Ólík bikarsaga liðanna sem mætast - 13.8.2010

Það eru jafnan hörkuleikir þegar Stjarnan og Valur mætast í meistaraflokki kvenna og allt útlit er fyrir að svo verði einnig á sunnudag þegar þessi lið mætast í úrslitaleik VISA-bikars kvenna.  Saga liðanna í bikarkeppninni er ólík. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Verður aðsóknarmetið slegið? - 13.8.2010

FH og KR mætast í úrslitaleik VISA-bikarsins á laugardag, í leik þar sem aðsóknarmet að bikarúrslitaleik gæti verið slegið.  Metið var sett árið 1999 þegar ÍA og KR mættust á Laugardalsvellinum og 7.401 áhorfandi mætti á völlinn. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót drengja að Laugarvatni 20.-22. ágúst - 13.8.2010

Úrtökumót drengja 2010 fer fram að Laugarvatni dagana 20.-22. ágúst næstkomandi.  Á sjöunda tug drengja hafa verið boðaðir á úrtökumótið, allir fæddir 1995, og koma þeir frá félögum víðs vegar af landinu.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Úrslitaleikir VISA-bikarsins um helgina - 12.8.2010

Úrslitaleikir VISA-bikarsins fara fram á Laugardalsvelli um helgina.  Úrslitaleikur karla verður á laugardag kl. 18:00 og úrslitaleikur kvenna á sunnudag kl. 16:00.  Mikil spenna er fyrir báða leikina og von á góðri aðsókn.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Íslendingar erlendis geta séð úrslitaleik VISA-bikarsins á SportTV.is - 12.8.2010

SportTV.is hefur komist að samkomulagi við Sportfive um að senda útsendingu Stöðvar 2 Sport á úrslitaleik VISA-bikars karla út svo Íslendingar erlendis geti séð þennan frábæra leik sem er í uppsiglingu á þjóðarleikvangi Íslendinga. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Miðar fyrir handhafa A passa á FH-KR - 12.8.2010

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á úrslitaleik VISA-bikarsins milli FH og KR afhenta föstudaginn 12. ágúst frá kl. 09:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 14. ágúst og hefst kl. 18:00.

Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Evrópukeppnin í Futsal - Keflavík leikur riðil á Ásvöllum - 11.8.2010

Laugardaginn 14. ágúst hefja Keflvíkingar þátttöku sína í Evrópukeppninni í Futsal (Futsal Cup) og verður riðill Keflavíkur leikinn á Ásvöllum í Hafnarfirði.  Fyrsti leikur Keflavíkur er gegn Vimmerby frá Svíþjóð og hefst hann kl. 17:30 en á undan leika CF Eindhoven frá Frakklandi og KBU France frá Frakklandi og hefst þeirra leikur kl. 15:00.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

1-1 jafntefli gegn Liechtenstein - 11.8.2010

Ísland og Liechtenstein mættust í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum í kvöld.  Leikurinn var heldur bragðdaufur og niðurstaðan 1-1- jafntefli.  Þetta var síðasti leikur íslenska liðsins fyrir undankeppni EM 2012, sem hefst með heimaleik við Norðmenn 3. september.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Þýskalands - Gylfi Sigurðsson með knöttinn

Draumkenndur dagur í Krikanum - 11.8.2010

Það var engu líkara en vel á fjórða þúsund áhorfendur leiksins væri að dreyma þegar þeir litu á markatöfluna í Kaplakrika í dag að loknum leik U21 landsliða Íslands og Þýskalands.  Strákarnir okkar unnu þar ótrúlegan en verðskuldaðan 4-1 sigur á ríkjandi Evrópumeisturunum og slógu þá þar með út úr keppninni. 

Lesa meira
 
HK

HK óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir yngri flokka - 11.8.2010

Knattspyrnudeild HK óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir yngri flokka félagsins.  Óskað er eftir þjálfurum með góða menntun og reynslu.  Upplýsingar gefur Ragnar Gíslason, yfirþjálfari yngri flokka HK í síma 822-3737 og /eða á netfanginu ragnarg@hk.is. Lesa meira
 
Merki U21 karla

Byrjunarlið U21 karla gegn Þýskalandi - 11.8.2010

Byrjunarlið U21 landsliðs karla gegn Þýskalandi hefur verið tilkynnt, en liðin mætast í Kaplakrika í dag og hefst leikurinn kl. 16:15.  Eyjólfur Sverrisson stillir upp í 4-5-1 / 4-3-3 eins og hann hefur gert lengst af í keppninni.

Lesa meira
 
Eiður Smári í leik gegn Azerbaijan

Byrjunarlið Íslands gegn Liechtenstein í kvöld - 11.8.2010

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Liechtenstein, en liðin mætast í vináttuleik á Laugardalvellinum í kvöld og hefst hann kl. 19:30.  Uppstillingin er nokkuð hefðbundin, 4-5-1 / 4-3-3.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Lítt breyttur styrkleikalisti FIFA - 11.8.2010

Ísland situr áfram í 79. sæti á lítið breyttum styrkleikalista FIFA fyrir karlalandslið, sem gefinn var út í dag.  Mjög lítið er um breytinga rá listanum, enda afar fáir leikir sem fara fram í mánuðinum eftir úrslitakeppni HM.

Lesa meira
 
Marki Matthíasar Vilhjálmssonar fagnað í vináttulandsleik gegn Færeyjum í mars 2010

Íslendingar erlendis geta séð A-liðið á SportTV.is - 11.8.2010

SportTV.is hefur náð samkomulagi við Sport Five og Stöð 2 Sport um að streyma útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar frá landsleik Íslands og Liechtenstein, sem hefst klukkan 19:30 í kvöld, út fyrir landssteinana. Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Tvíhöfði - A og U21 landslið karla leika í dag - 11.8.2010

Það verður landsleikjatvíhöfði í dag, miðvikudag, þar sem A og U21 landslið karla eru bæði í eldlínunni.  U21 karla ríður á vaðið kl. 16:15 með leik sínum við Þjóðverja í undankeppni EM 2011 og fer sá leikur fram á Kaplakrikavelli.  Á Laugardalsvelli mætast síðan A landslið Íslands og Liechtenstein í vináttulandsleik sem hefst kl. 19:30. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Bráðfjörugur sex marka leikur - 10.8.2010

Breiðablik og FCF Juvisy Essonne gerðu 3-3 jafntefli í bráðfjörugum leik á Kópavogsvelli í lokaumferð riðilsins í undankeppni UEFA Meistaradeildar kvenna.  Franska liðið hafnaði með þessum úrslitum í efsta sæti riðilsins, en Breiðablik hafnar í 2. sæti.  Bæði lið komast áfram í 32-liða úrslit.  Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland-Liechtenstein á miðvikudag kl. 19:30 - 10.8.2010

Vegna auglýsingar sem birt er í Morgunblaðinu í dag um að landsleikurinn Ísland-Liechtenstein sé í kvöld er áréttað að leikurinn er auðvitað á miðvikudag kl. 19:30.  Auglýsingin átti að sjálfsögðu að birtast þann dag. Lesa meira
 
Merki U21 karla

Ókeypis aðgangur á U21 landsleikinn í Krikanum - 9.8.2010

Ókeypis aðgangur er á leik U21 landsliða Íslands og Þýskalands, sem fram fer á Kaplakrikavelli á miðvikudag kl. 16:00.  Þarna er komið gullið tækifæri til að sjá helstu framtíðarstjörnur þessara þjóða eigast við. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Yngri iðkendum boðið frítt á Ísland-Liechtenstein - 9.8.2010

KSÍ hefur ákveðið að bjóða yngri iðkendum aðildarfélaga sinna ókeypis aðgang að vináttulandsleik Íslands og  Liechtenstein sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 11. ágúst kl. 19.30. Lesa meira
 
Eyjólfur Sverrisson

Hjörtur út - Jósef inn - 9.8.2010

meiðsla Hjartar Loga Valgarðssonar hefur Eyjólfur Sverrison, þjálfari U21 landsliðs karla, ákveðið að kalla Jósef Kristin Jósefsson í hópinn sem leikur gegn Þjóðverjum á miðvikudag. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Hreinn og klár úrslitaleikur í Meistaradeildinni hjá Blikum - 9.8.2010

Lokaumferðin í riðli Breiðabliks í forkeppni UEFA Meistaradeildar kvenna fer fram á þriðjudag og hefjast báðir leikirnir kl. 16:00.  Breiðablik tekur á móti franska liðinu FCF Juvisy Essonne á Kópavogsvelli og er það hreinn úrslitaleikur um sigur í riðlinum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Miðasala hafin á úrslitaleik VISA-bikars kvenna - 9.8.2010

Opnað hefur verið fyrir sölu aðgöngumiða á úrslitaleik VISA-bikars kvenna, sem fram fer á Laugardalsvelli á sunnudag kl. 16:00, en þar mætast Stjarnan og Valur.  Salan fer fram á midi.is og er fólk hvatt til að tryggja sér miða. Lesa meira
 
Kristján Örn Sigurðsson

Miðar fyrir handhafa A passa á Ísland - Liechtenstein á miðvikudag - 9.8.2010

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Liechtenstein afhenta þriðjudaginn 10. maí frá kl. 09:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Lesa meira
 
U17 landslið karla

Norðurlandamót U17 karla - Strákarnir höfnuðu í 5. sæti - 9.8.2010

Strákarnir í U17 luku leik á Norðurlandamótinu sem fram fór í Finnlandi með því að leggja Skota í leik um 5. sætið.  Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1 - 1 og jafnaði Hjörtur Hermannsson úr vítaspyrnu þegar skammt var eftir af leiknum. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót stúlkna 13.-15. ágúst - 9.8.2010

Úrtökumót stúlkna 2010 fer fram að Laugarvatni dagana 13.-15. ágúst og eru stúlkur sem taka þátt í ár fæddar 1995.  Smellið hér að neðan til að skoða nánari upplýsingar, nafnalista, dagskrá og ýmislegt annað. Lesa meira
 
A landslið karla

Ólafur Páll í landsliðið í stað Steinþórs - 9.8.2010

Steinþór Freyr Þorsteinsson hefur dregið sig út úr landsliðshópnum fyrir vináttulandsleikinn við Liechtenstein á miðvikudag vegna meiðsla.  Í hans stað hefur Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari valið Ólaf Pál Snorrason.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Norðurlandamót U17 karla - Sigurmark Englands í uppbótartíma - 6.8.2010

Strákarnir í U17 tókust á við Englendinga í dag en þetta var lokaleikur liðsins í riðlakepni Norðurlandamótsins sem fram fer í Finnlandi.  Lokatölur urðu 2 - 1 Englendingum í vil og kom sigurmark þeirra á lokasekúndum í uppbótartíma leiksins.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Úrslitaleikur VISA bikars karla - Leikurinn hefst kl. 18:00 - 6.8.2010

Ákveðinn hefur verið nýr leiktími á úrslitaleik VISA bikars karla en þar mætast FH og KR á Laugardalsvelli, laugardaginn 14. ágúst.  Leikurinn hefst kl. 18:00 en ekki kl. 14:00 eins og áður var áætlað.

Lesa meira
 
Stuart Baxter

Bikarúrslitaráðstefna KÞÍ og KSÍ laugardaginn 14.ágúst - 6.8.2010

Í tengslum við úrslitaleiki í VISA bikarkeppni karla og kvenna mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir ráðstefnu.  Undanfarin ár hafa þessir viðburðir verið afar vel sóttir af þjálfurum.  Í ár verður ráðstefnan haldin sameiginleg á laugardaginn 14. ágúst í húsakynnum KSÍ í Laugardal.   Ráðstefnan er öllum opin.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Norðurlandamót U17 karla - Leikið við England í dag - 6.8.2010

Strákarnir í U17 leika í dag síðasta leik sinn í riðlakeppni Norðurlandamótsins sem fer fram í Finnlandi þessa dagana.  Mótherjarnir í dag er jafnaldrar þeirra frá Englandi en þeir ensku hafa unnið báða leiki sína til þessa og eru í efsta sæti riðilsins. Lesa meira
 
Logo_Tyskaland

Ísland - Þýskaland U21 karla - Þýski hópurinn tilkynntur - 5.8.2010

Þjóðverjar hafa tilkynnt hópinn er mætir Íslendingum í mikilvægum leik undakeppni EM 2011.  Leikið verður í Kaplakrika, miðvikudaginn 11. ágúst kl. 16:15 og hafa Þjóðverjar tilkynnt hóp sem telur 21 leikmann. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Norðurlandamót U17 karla - Sætur sigur á Finnum - 5.8.2010

Strákarnir í U17 unnu sætan sigur á Finnum á Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi þessa dagana.  Leiknum lauk með 2 -1 sigri Íslands en það voru heimamenn sem leiddu í leikhléi.  Íslensku strákarnir komu svo sterkir inn í seinni hálfleikinn og tryggðu sér sigur með tveimur mörkum frá Fjalari Erni Sigurðarsyni og Arnari Aðalgeirssyni. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Breiðablik hefur leik í Meistaradeild kvenna í dag - 5.8.2010

Blikastúlkur standa í stórræðum næstu daga því hér á landi fer fram riðill þeirra í forkeppni Meistaradeildar kvenna og fara fyrstu leikirnir fram í dag á Kópavogsvelli.  Blikar mæta Levadia Tallinn frá Eistlandi kl. 18:00 en á undan leika Juvisy Essone frá Frakklandi og Targu Mures frá Rúmeníu kl. 15:00.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Úrslitaleikur VISA bikars karla - Miðasala hafin á FH - KR - 4.8.2010

Það er sannkallaður risaslagur sem boðið er uppá þegar FH og KR mætast í úrslitaleik VISA bikars karla.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 14. ágúst og hefst kl. 18:00.  Það er jafnan mikið fjör á vellinum þegar þessi félög mætast.  Ekki er síður mikil stemning utan vallar enda eru bæði þessi félög ákaflega vel studd í sínum leikjum.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Norðurlandamót U17 karla - Leikið við Finna í dag - 4.8.2010

Strákarnir í U17 mæta gestgjöfum Finna á Norðurlandamótinu í dag og hefst leikurinn kl. 15:30.  Þetta er annar leikur strákanna á mótinu en þeir biðu lægri hlut gegn Dönum í gær, 3 - 0, eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Dagskrá næstu daga - 3.8.2010

Knattþrautir KSÍ eru komnar á fullt eftir stutt hlé í síðustu viku.  Einar Lars er nú á Norðurlandi og leyfir hressum knattspyrnukrökkum í 5. flokki að spreyta sig á þrautunum.  Hér að neðan má sjá dagskrá næstu daga.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn valinn fyrir leikinn gegn Þýskalandi - 3.8.2010

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hóp sinn er mætir Þjóðverjum í undankeppni fyrir EM 2011.  Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli, miðvikudaginn 11. ágúst kl. 16:15.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Hópurinn sem mætir Liechtenstein - Miðasala hafin - 3.8.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag þá 18 leikmenn sem mæta Liechtenstein í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 11. ágúst kl. 19:30.  Miðasala á leikinn opnaði í dag en sem fyrr fer salan fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Lesa meira
 
Kvenna_fagnar

Miðasala hafin á Ísland - Frakkland - 3.8.2010

Íslensku stelpurnar mæta þeim frönsku í undankeppni fyrir HM 2011 en leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum, laugardaginn 21. ágúst kl. 16:00. Þetta er síðasti heimaleikur Íslands í undankeppninni og sá mikilvægasti til þessa því góður sigur fleytir íslenska liðinu í efsta sæti riðilsins.  Miðasala á þennan leik var opnuð í dag

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Norðurlandamót U17 karla - Ísland mætir Dönum í dag - 3.8.2010

Strákarnir í U17 hefja leik í dag á Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi.  Fyrstu mótherjar Íslendinga verða Danir og hefst leikurinn kl. 15:30 að íslenskum tíma.  Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í leiknum í dag.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

FH og KR mætast í úrslitum VISA bikars karla - 30.7.2010

Í gærkvöldi varð ljóst að það verða KR sem mæta FH í úrslitum VISA bikars karla en úrslitaleikurinn sjálfur fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 14. ágúst.  KR lagði fram af velli í undanúrslitunum en FH bar sigurorð af Víkingi Ólafsvík.

Lesa meira
 
liechtenstein_logo

Liechtenstein tilkynnir hópinn fyrir leikinn gegn Íslandi - 29.7.2010

Hans-Peter Zaugg, landsliðsþjálfari Liechtenstein, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn er mætir Íslendingum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, 11. ágúst næstkomandi.  Þetta er síðasti undirbúningsleikur íslenska liðsins áður en undankeppni EM 2012 en þar hefja Íslendingar leik gegn Noregi.

Lesa meira
 
KR - Þróttur R. í VISA-bikarnum 2010 (Sportmyndir)

Félagaskiptaglugginn lokar laugardaginn 31. júlí - 28.7.2010

Laugardaginn 31. júlí lokar félagaskiptaglugginn og frá og með 1. ágúst eru öll félagaskipti, innanlands og til landsins, óheimil.  Fullfrágengin félagaskipti innanlands þurfa að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti, laugardaginn 31. júlí.  Forráðamönnum félaga er sérstaklega bent á að vera tímanlega ef reyna á að fá félagaskipti erlendis frá.

Lesa meira
 
Norski dómarinn Harvard

Norskur dómari dæmir leik HK og Gróttu í kvöld - 28.7.2010

Fjölmargir leikir eru á dagskránni í kvöld og þ.á.m. er heil umferð í 1. deild karla.  Á leik HK og Gróttu á Kópavogsvelli verður norskur dómari við stjórnvölinn en hann heitir Håvard Hakestad.  Er þetta hluti af samstarfi knattspyrnusambanda Norðurlandanna um dómaraskipti.

Lesa meira
 
Noregur_logo

Norðmenn tilkynna hóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Frökkum - 27.7.2010

Egil Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, hefur tilkynnt leikmannahópinn er mætir Frökkum í vináttulandsleik, miðvikudaginn 11. ágúst í Noregi.  Norðmenn eru sem kunnugt er, fyrstu mótherjar okkar Íslendinga í undankeppni fyrir EM 2012.  Íslendingar mæta Liechtenstein í vináttulandsleik á Laugardalsvelli sama dag.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - Undanúrslitin framundan - 27.7.2010

Tveir stórleikir eru framundan í undanúrslitum VISA bikars karla.  Á Kaplakrikavelli, á morgun miðvikudaginn 28. júlí, mætast FH og Víkingur Ólafsvík.  Hinn leikurinn fer fram á KR velli, fimmtudaginn 29. júlí, en þá taka KR á móti Fram.  Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Kristinn dæmir í Meistaradeild UEFA í dag - 27.7.2010

Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni í dag en þá dæmari hann leik PFC Lovech frá Búlgaríu og MSK Zilina frá Slóvakíu í Meistaradeild UEFA og verður leikið í Lovech í Búlgaríu.  Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson.  Varadómari er Erlendur Eiríksson.

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Haldið á Norðurland í næstu viku - 27.7.2010

Þessa vikuna eru knattþrautir KSÍ ekki á ferðinni en Einar Lars tekur upp þráðinn að nýju strax eftir helgi og heimsækir nokkur félög á Norðurlandi í næstu viku en dagskrá vikunnar er hér að neðan.

Lesa meira
 
Gylfi Orrason

CORE - Þjálfun og menntun dómara framtíðarinnar - 26.7.2010

UEFA hefur nú hrundið af stað metnaðarfullri áætlun um þjálfun og menntun knattspyrnudómara framtíðarinnar (25 – 30 ára). Í þeim tilgangi hefur verið komið á fót “menntasetri” knattspyrnudómara í höfuðstöðvum samtakanna í Nyon í Sviss.

Lesa meira
 
U17 kvenna á Norðurlandamótinu í Danmörku

Tvöfaldur 7:0 sigur hjá unglingalandsliðum kvenna - 26.7.2010

Bæði U17 og U19 landslið kvenna unnu sína leiki gegn Færeyjum 7:0 í dag í Fuglafirði í Færeyjum. Um vináttuleiki er að ræða sem eru undirbúningur undir leiki liðanna í Evrópukeppni sem fram fer í Búlgaríu í september. Lesa meira
 
U17 kvenna sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku

Góðir sigrar hjá U17 og U19 kvenna á færeyskum stöllum sínum - 26.7.2010

Íslensku unglingalandsliðin í knattspyrnu kvenna unnu í dag góða sigra á stöllum sínum í Færeyjum. U17 sigraði 8:0 og U19 vann 6:0 í vináttuleikjum í Klaksvík. Lesa meira
 
Frá heimsókn Þóru Helgadóttur og Katrínar Ómarsdóttur á Akureyri

Frábærar viðtökur á ferðalagi Katrínar og Þóru - 24.7.2010

Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir og Þóra B. Helgadóttir voru á ferðinni í vikunni en þá heimsóttu þær knattspyrnustelpur á Austur- og Norðausturlandi.  Þær héldu fyrirlestra, stjórnuðu æfingum og ræddu við stelpurnar um boltann og annað sem bar á góma.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tveggja marka tap hjá U18 karla - 24.7.2010

Strákarnir í U18 biðu lægri hlut gegn jafnöldrum sínum frá Noregi í dag en leikurinn var síðasti leikur liðanna í Svíþjóðarmótinu.  Lokatölur urðu 2 - 0 Norðmönnum í vil eftir að þeir höfðu leitt með einu marki í leikhléi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnlandi á Norðurlandamóti U17 kvenna sem leikið er í Danmörku.

Vináttulandsleikir gegn Færeyjum hjá U17 og U19 kvenna í dag - 24.7.2010

Stúlkurnar í unglingalandsliðum Íslands leika í dag vináttuleiki gegn Færeyjum í Klaksvík í Færeyjum.  Eru þetta landslið U17 og U19 kvenna en leikið verður við stöllur þeirrar frá Færeyjum í dag og á morgun. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tap hjá U18 karla gegn Svíum á Svíþjóðarmótinu - 23.7.2010

Strákarnir í U18 báðu lægri hlut gegn Svíum i gær en leikurinn var liður í Svíþjóðarmótinu sem fram fer þessa dagana.  Lokatölur urðu 4 - 1 fyrir heimamenn eftir að staðan hafði verið 2 - 0 í leikhléi.  Á laugardaginn leika strákarnir lokaleik sinn í mótinu þegar þeir mæta Norðmönnum. Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Naum töp íslensku liðanna í Evrópudeildinni - 23.7.2010

Tvö íslensk félög, KR og Breiðablik, voru í eldlínunni í gærkvöldi í Evrópudeild UEFA þegar þau léku seinni leiki sína í annarri umferð undankeppninnar.  Breiðablik tók á móti skoska félaginu, Motherwell en í Úkraínu léku KR gegn Karpaty.  Bæði íslensku félögin þurftu að þola naum töp í þessum leikjum. Lesa meira
 
Egilshöll

Bæklingur KSÍ um byggingu knattspyrnuleikvanga á Íslandi - 22.7.2010

KSÍ hefur gefið út bækling sem hefur að geyma leiðbeinandi upplýsingar um byggingu knattspyrnuleikvanga á Íslandi.  Bæklingurinn hefur þegar verið sendur til aðildarfélaga KSÍ en þeir sem hafa áhuga á að nálgast hann geta séð hann hér að neðan eða haft samband við skrifstofu KSÍ.

Lesa meira
 
Heimir Guðjónsson. Mynd: Hafliði Breiðfjörð - fotbolti.net

Endurmenntun þjálfara - Viðtal við Heimi Guðjónsson - 22.7.2010

Hér má sjá viðtal við Heimi Guðjónsson en viðtalið er hluti af endurmenntun fræðsludeildar KSÍ.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Svíþjóðarmót U18 karla - Byrjunarliðið gegn Svíum tilbúið - 22.7.2010

Strákarnir í U18 karla mæta Svíum í dag í öðrum leik sínum á Svíþjóðarmótinu sem fram fer þessa dagana.  Íslendingar lögðu Wales í fyrsta leiknum, 2 -1 en Svíar gerðu markalaust jafntefli gegn Norðmönnum.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í dag sem hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Blikar mæta Motherwell í kvöld - KR leikur í Úkraínu - 22.7.2010

Tvö íslensk félög verða í eldlínunni í kvöld í Evrópudeild UEFA.  KR mætir Karpaty frá Úkraínu ytra og hefst sá leikur kl. 16:15.  Breiðablik leikur sinn fyrsta heimaleik í Evrópukeppni karla í kvöld þegar þeir taka á móti skoska félaginu Motherwell.  Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst kl. 19:15. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Gæðavottorð KSÍ og UEFA fyrir knattspyrnuskóla - 21.7.2010

Hér á síðunni er hægt að sjá hvaða knattspyrnuskólar aðildarfélaga KSÍ hafa fengið gæðavottorð KSÍ og UEFA.  Það er útbreiðslunefnd sem að sér um úthlutun og eftirlit þessara gæðavottorða.  Einnig er að finna hvaða félög þurfa að gera til þess að knattspyrnuskólar þeirra fái slíkt gæðavottorð.

Lesa meira
 
Danmörk - Ísland 5-1 (2-0), VL - Árósar, Århus stadion 7. ágúst 1949

Tryggðu þér miða á Danmörk - Ísland 7. september - 21.7.2010

Fyrsti útileikur Íslands í undankeppni fyrir EM 2012 verður gegn Dönum, þriðjudaginn 7. september, á Parken.  Það er jafnan einstök stemning sem fylgir landsleikjum á Parken og margir Íslendingar sem hafa áhuga á að sjá okkar stráka eiga við Dani.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH tekur á móti Bate í kvöld - 21.7.2010

FH leikur seinni leik sinn í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar þeir taka á móti Bate Borisov frá Hvíta Rússlandi.  Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli og hefst kl. 19:15.

Lesa meira
 
Njarðvík

Mál Keflavíkur gegn Njarðvík í eldri flokki tekið fyrir - 20.7.2010

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir kæru Keflavíkur gegn Njarðvík vegna leiks félaganna í eldri flokki karla sem fram fór 10. júní síðastliðinn.  Í úrskurðarorðum kemur fram að Keflavík er dæmur 0 - 3 sigur í leiknum og Njarðvík dæmt í 5.000 króna sekt.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U18 karla - Walesverjar lagðir á Svíþjóðarmótinu - 20.7.2010

Strákarnir í U18 hófu í dag leik á Svíþjóðarmótinu og var leikið gegn Walesverjum.  Íslensku strákarnir fóru með sigur af hólmi, 2 - 1.  Staðan í leikhléi var 1 - 1 en það voru Walesverjar sem komust yfir á 35. mínútu. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Rússum í undankeppni EM 2009 í september 2009

U17 karla - Hópurinn valinn fyrir Norðurlandamótið í Finnlandi - 20.7.2010

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn er leikur á Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi dagana 1. - 9. ágúst.  Liðið er í riðli með Dönum, Finnum og Englendingum en einnig verður leikið um sæti á mótinu.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U18 karla - Leikið við Wales á Svíþjóðarmótinu í dag - 20.7.2010

Strákarnir í U18 landsliðinu hefja í dag leik á Svíþjóðarmótinu þegar þeir mæta Wales og hefst leikurinn kl. 14:30 að íslenskum tíma.  Leikið er á Laholm vellinum í Halland en auk þessara þjóða leika einnig Svíþjóð og Noregur og hefst þeirra leikur kl. 17:00.

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Einar Lars heimsækir Reykjavíkurfélög í vikunni - 19.7.2010

Knattþrautirnar rúlla á fullri ferð við frábærar viðtökur en Einar Lars heimsækir nokkur Reykjavíkurfélög í vikunni.  Einar heimsótti Vestfirði og Vesturland í síðustu viku.  Þar var hann í frábæru veðri og fékk jafnvel enn betri móttökur.

Lesa meira
 
Breiðablik

Miðar á Breiðablik - Motherwell fyrir handhafa A-passa - 19.7.2010

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Breiðablik - Motherwell afhenta þriðjudaginn 20. júlí frá kl. 13:00 - 15:00. Miðarnir verða afhentir í afgreiðslu Smárans gegn framvísun skírteinis. 

Lesa meira
 
Þjálfarar að störfum

KSÍ VI þjálfaranámskeið í Englandi í janúar 2011 - 19.7.2010

KSÍ heldur VI. stigs þjálfaranámskeið í Wokefield Park, Englandi dagana 9.-16. janúar 2011.  Reiknað er með að fleiri þjálfarar sæki um námskeiðið en hægt er að taka inn. Umsækjendur verða að hafa lokið KSÍ V þjálfaranámskeiði eða verða að taka KSÍ V þjálfaranámskeið sem haldið verður í nóvember á þessu ári.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Katrín og Þóra heimsækja stelpur á norðaustur- og austurlandi - 19.7.2010

Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir og Þóra B. Helgadóttir munu heimsækja nokkur bæjarfélög á norðaustur- og austurlandi dagana 20.-23. júlí og stýra þar æfingum fyrir ungar knattspyrnustelpur.

Lesa meira
 
U17 kvenna á Norðurlandamótinu í Danmörku

Vináttulandsleikir við Færeyjar hjá U17 og U19 kvenna - 19.7.2010

Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfarar U17 og U19 kvenna, hafa valið hópa sína fyrir vináttulandsleiki gegn Færeyjum sem fara fram 24. og 25. júlí næstkomandi.  Leikið verður ytra og fara leikirnir fram í Klaksvík og Fuglafirði.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Naumt tap Blika í Skotlandi - 15.7.2010

KR og Breiðablik léku í Evrópudeild UEFA í kvöld og voru þetta fyrri leikir liðanna í annarri umferð undakeppninnar.  KR tók á móti Karpaty frá Úkraínu á heimavelli og mátti þola 0 - 3 tap eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Blikar sóttu Motherwell frá Skotlandi heim og Skotarnir skoruðu eina mark leiksins í seinni hálfleik og tryggðu sér nauman sigur. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH tapaði gegn Bate í fyrri leiknum - 15.7.2010

FH lék fyrri leik sinn í annarri umferð Meistaradeildar Evrópu í gær gegn Bate Borisov frá Hvíta Rússlandi.  Eftir að staðan hafði verið markalaust í leikhléi gengu heimamennirnir á lagið og lögðu FH með fimm mörkum gegn einu.  Atli Viðar Björnsson skoraði mark FH á 89. mínútu Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

KR tekur á móti Karpaty - Blikar leika í Skotlandi - 15.7.2010

Íslensk félög verða í eldlínunni í kvöld en bæði KR og Breiðablik leika fyrri leiki sína í annarri umferð undakeppni Evrópudeildar UEFA.  KR mætir Karpaty frá Úkraínu á KR vellinum og hefst leikurinn kl. 19:15.  Breiðablik leikur sinn fyrsta Evrópuleik í karlaflokki í kvöld þegar þeir leika gegn skoska liðinu Motherwell á Fir Park.  Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Gæðavottorð knattspyrnuskóla - 14.7.2010

Hér má sjá hvaða knattspyrnuskólar aðildarfélaga okkar hafa fengið gæðavottorð KSÍ og UEFA en útbreiðslunefnd KSÍ sér um úthlutun og eftirliti með þessum gæðavottorðum.

Lesa meira
 
Bagg er bögg

Bagg er bögg – Átaksverkefni gegn munntóbaksnotkun - 14.7.2010

KSÍ, Jafningjafræðslan og Lýðheilsustöð hafa snúið bökum saman í baráttunni gegn notkun munntóbaks undir slagorðinu „Bagg er bögg“.  Átakinu er ætlað að sporna við aukinni munntóbaksnotkun hjá ungu fólki, þar sem áhersla er lögð á unga knattspyrnuiðkendur. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - FH leikur í Hvíta Rússlandi í dag - 14.7.2010

Íslandsmeistarar FH hefja leik í Meistaradeild UEFA í dag þegar þeir mæta Bate Borisov frá Hvíta Rússlandi á Gorodskoi vellinum í Borisov.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma en síðari leikurinn verður á Kaplakrika 21. júlí.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland upp um 11 sæti á FIFA listanum - 14.7.2010

Íslenska karlalandsliðið fer upp um 11 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í dag.  Ísland er nú í 79. sæti listans.  Nýkrýndir heimsmeistarar Spánverja eru í efsta sætinu og mótherjar þeirra í úrslitaleik HM, Hollendingar, eru í öðru sæti.

Lesa meira
 
Þeir svartklæddu eru stundum grænklæddir ...

Fótbolti í garðinum - 13.7.2010

Boðið verður upp á ókeypis fótboltaæfingar fyrir fullorðna í almenningsgörðum Reykjavíkur í júlí og ágúst. Hægt er að velja um að koma og einfaldlega bara spila eða taka þátt í æfingum undir handleiðslu þjálfara. Stefnt er að því að hafa æfingarnar 3-4 sinnum í viku. Lesa meira
 
Dregið í undanúrslitum VISA bikars karla og kvenna 13. júlí 2010

VISA bikarinn - Viðtal við Ólaf Þór Guðbjörnsson - 13.7.2010

Eftir að dregið hafði verið í undanúrslitum VISA bikarsins í dag fór hinn ljóðmælti, Dagur Sveinn Dagbjartsson, á stúfana og fékk viðbrögð við drættinum.  Hér má sjá viðtal við Ólaf Þór Guðbjörnsson, þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar.

Lesa meira
 
Dregið í undanúrslitum VISA bikars karla og kvenna 13. júlí 2010

VISA bikar - Viðtal við Jón Óla Daníelsson - 13.7.2010

Eftir að dregið hafði verið í undanúrslitum VISA bikarsins í dag fór hinn ljóðmælti, Dagur Sveinn Dagbjartsson, á stúfana og fékk viðbrögð við drættinum.  Hér má sjá viðtal við Jón Óla Daníelsson, þjálfara kvennaliðs ÍBV. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar - Viðtöl eftir undanúrslitadráttinn - 13.7.2010

Eftir að dregið hafði verið í undanúrslitum VISA bikarsins í dag fór hinn ljóðmælti, Dagur Sveinn Dagbjartsson, á stúfana og fékk viðbrögð við drættinum.  Hér má sjá viðtal við Brynjar Gauta Guðjónsson fyrirliða Víkings Ólafsvíkur.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Mateja Zver besti leikmaður fyrri umferðar - 13.7.2010

RÚV kynnti í dag hverjir hefðu skarað fram úr í fyrri helmingi Pepsi-deildar kvenna.  Besti þjálfari umferða 1-9 var Freyr Alexandersson hjá Val, besti leikmaðurinn Mateja Zver hjá Þór/KA og Valsmærin Dagný Brynjarsdóttir var valin efnilegasti leikmaðurinn.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn opnar fimmtudaginn 15. júlí - 13.7.2010

Fimmtudaginn 15. júlí opnar félagaskiptaglugginn að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka.  Glugginn er opinn til 31. júlí og eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð hérlendis.  Þá eru félög hvött til þess að vera tímanlega í því ef á að fá félagaskipti erlendis frá. Lesa meira
 
Dregið í undanúrslitum VISA bikars karla og kvenna 13. júlí 2010

VISA bikarinn - Ólafsvíkingar heimsækja Íslandsmeistarana - 13.7.2010

Í dag var dregið í undanúrslitum VISA bikars karla og kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Hjá konunum fá Íslands- og bikarmeistarar Vals Þór/KA í heimsókn og ÍBV tekur á móti Stjörnunni.  Hjá körlunum verður Reykjavíkurslagur í Vesturbænum þegar KR tekur á móti Fram og Íslandsmeistarar FH taka á móti 2. deildarliði Víkings Ólafsvíkur.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala hafin á Ísland - Noregur í undankeppni EM 2012 - 13.7.2010

Í dag hófst miðasala á leik Íslands og Noregs en þetta er fyrsti leikur Íslands í undankeppni fyrir EM 2012.  Leikurinn fer fram föstudaginn 3. september á Laugardalsvelli og hefst kl. 19:00.  Miðasala fer fram, sem fyrr, í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U18 karla - Hópurinn valinn fyrir Svíþjóðarmótið - 13.7.2010

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U18 karla, hefur valið hóp til að leika á Svíþjóðarmótinu sem leikið verður dagana 20. - 24. júlí.  Mótherjar Íslands í þessu móti eru, auk heimamanna, Noregur og Wales.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar - Dregið í undanúrslitum karla og kvenna í hádeginu - 13.7.2010

Í hádeginu í dag verður dregið í undanúrslitum karla og kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Dregið verður bæði hjá körlum og konum og verða félögin sett í skálina góðu kl. 12:00.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - Hverjir komast í undanúrslitin? - 12.7.2010

Í kvöld kemur í ljós hvaða félög leika í undanúrslitum VISA bikars karla en þrír leikir fara þá fram í kvöld 8 liða úrslitum.  KR tekur á móti Þrótti, Fram og Valur mætast á Laugardalsvellinum og í Ólafsvík taka heimamenn á móti Stjörnunni.  Leikirnir á KR vellinum og Laugardalsvellinum hefjast kl. 19:15. en leikurinn í Ólafsvík hefst kl. 20:00

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Vestfirðir og Vesturland í vikunni - 12.7.2010

Knattþrautir KSÍ fara viðreist um landið og í síðustu viku var Einar Lars á Austurlandi og heimsótti iðkendur í 5. flokki.  Einar ferðaðist um 1400 kílómetra á fjórum dögum í þessum heimsóknum og var vel tekið.

Lesa meira
 
U17 kvenna sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku

Tap fyrir Noregi og 4. sætið staðreynd - 11.7.2010

Íslensku stelpurnar í U17 ára landsliðinu töpuðu í dag naumlega fyrir Noregi 2:1 í Norðurlandamótinu í knattspyrnu og enduðu því í 4. sæti mótsins. Noregur varð með sigrinum Norðurlandsmeistari þar sem tvö gestalið kepptu um sigurinn en þar bar Bandaríkin sigurorð af Þjóðverjum 2:0.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2010 - Úrslitaleikur FH og KR

Fundir með fjölmiðlafulltrúum og öryggisstjórum félaga 2010 - 10.7.2010

Leyfisstjóri hefur fundað með 11 af 12 félögum í Pepsi-deild karla á fyrstu tveimur mánuðum keppnistímabilsins. Þessir fundir eru haldnir með það fyrir augum að tryggja að félögin uppfylli skilyrði um hæfni starfsmanna sem bera ábyrgð á þjónustu við fjölmiðla og málum tengdum öryggi og gæslu.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

NM U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Noregi - 10.7.2010

Þorlákur Árnason, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands, sem mætir Noregi í leik um þriðja sætið á  Opna Norðurlandamótinu í dag.  Mótið fer fram í Danmörku og hefst leikurinn kl. 12:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - Góð aðsókn á fyrri hluta mótsins - 9.7.2010

Nú er keppni í Pepsi-deild karla liðlega hálfnuð, því 11. umferð var leikin í gær að undanskildum leik Fylkis og KR sem var frestað vegna þátttöku liðanna í Evrópudeild UEFA.  Aðsóknin á leikina hefur verið með besta móti en á leikina 65 hafa 77.794 áhorfendur mætt á leikina til þess sem gerir 1.200 áhorfendur að meðaltali á hvern leik.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar kvenna - 8 liða úrslitin fara fram í kvöld - 9.7.2010

Átta liða úrslit VISA bikars kvenna fara fram í dag og í kvöld en fyrsti leikurinn hefst kl. 16:00 í Vestmannaeyjum þegar að 1. deildarlið ÍBV tekur á móti Haukum.  Aðrir leikir hefjast kl. 19:15 en þá tekur Stjarnan á móti Grindavík, FH tekur á móti Þór/KA og Fylkir fær Íslands- og bikarmeistara Vals í heimsókn.

Lesa meira
 
U17 kvenna á Norðurlandamótinu í Danmörku

Verðskuldaður sigur íslensku stelpnanna á Svíum - 8.7.2010

Íslenska unglingalandsliðið, U17 vann í kvöld verðskuldaðan 3:2 sigur á Svíum í síðasta leik liðanna í riðlinum á Opna Norðurlandamótinu sem haldið er í Danmörku. Ísland spilar því um þriðja sætið á mótinu gegn Noregi á laugardag og geta með sigri orðið Norðurlandameistarar þar sem USA og Þýskaland leika úrslitaleikinn, en þær þjóðir eru báðar gestaþjóðir á mótinu.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

KR áfram í 2. umferð Evrópudeildarinnar - Fylkir úr leik - 8.7.2010

KR tryggði sér þátttökurétt í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA þegar liðið gerði jafntefli á útivelli gegn Glentoran frá Norður Írlandi.  Lokatölur urðu 2 - 2 en KR vann heimaleikinn örugglega, 3 - 0.  Fylkismenn eru hinsvegar fallnir úr leik eftir 1 - 3 tap fyrir Torpedo frá Hvíta Rússlandi

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnlandi á Norðurlandamóti U17 kvenna sem leikið er í Danmörku.

NM U17 kvenna - Sigur á Svíum og leikið um 3. sæti - 8.7.2010

Stelpurnar í U17 lögðu Svía að velli í dag í lokaleik liðsins í riðlakeppni Norðurlandamótsins sem fram fer í Danmörku.  Lokatölur urðu 3 -2 og leiddu íslensku stelpurnar í leikhléi, 2 - 0.  Þær Guðmunda Brynja Ólafsdóttir og Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoruðu fyrir íslenska liðið í fyrri hálfleik og í þeim síðari bætti Hildur Antonsdóttir marki við Lesa meira
 
U17 kvenna sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku

NM U17 kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Svíum - 8.7.2010

Þorlákur Árnason, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands, sem mætir Svíum í Opna Norðurlandamótinu í dag.  Mótið fer fram í Danmörku og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Fylkir leikur á Laugardalsvelli - KR í Belfast - 8.7.2010

Fylkir og KR verða í eldlínunni í kvöld í Evrópudeild UEFA en þá fara fram seinni leikir liðanna í fyrstu umferð undankeppninnar.  Fylkismenn mæta Torpedo Zhodino frá Hvíta Rússlandi á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 19:00.  Í Belfast mætast svo Glentoran og KR og hefst leikurinn kl. 18:30 að íslenskum tíma Lesa meira
 
UEFA

Willum og Þorvaldur með UEFA Pro gráðu - 7.7.2010

Í lok júní útskrifuðust tveir íslenskir þjálfarar með UEFA Pro þjálfaragráðu frá enska knattspyrnusambandinu. Það voru þeir Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, og Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram. Við sama tilefni var nýtt UEFA Pro námskeið sett af stað þar sem Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, er meðal þátttakenda.
Lesa meira
 
Íslenska liðið fyrir leikinn gegn Þjóðverjum á NM U17 kvenna 2010

Naumt tap gegn Þjóðverjum á NM U17 kvenna - 6.7.2010

U17 ára lið Íslands í knattspyrnu kvenna tapaði í dag naumlega fyrir Þjóðverjum 1:0 á Norðurlandamótinu í knattspyrnu sem haldið er í Danmörku. Íslensku stelpurnar geta þrátt fyrir það verið stoltar af frammistöðu sinni í leiknum en þær sýndu aga, baráttu og sterka liðsheild.

Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Dregið í riðla í Futsal-bikar UEFA - 6.7.2010

Dregið hefur verið í riðla í Futsal-bikar UEFA og eru Keflvíkingar, ríkjandi Íslandsmeistarar í Futsal, gestgjafar í G-riðli forkeppninnar.  Riðillinn er fjögurra liða og fer fram á tímabilinu 14. til 22. ágúst.  Liðin í riðlinum koma úr fjórum styrkleikaflokkum.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Seinni leikir Fylkis og KR í Evrópudeildinni á fimmtudag - 6.7.2010

Seinni leikir Fylkis og KR í forkeppni Evrópudeildar UEFA fara fram á fimmtudag.  Fylkir leikur gegn Torpedo Zhodino á Laugardalsvelli og hefst sá leikur kl. 19:00.  KR-ingar mæta Glentoran á The Oval í Belfast og hefst sá leikur kl. 18:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Heil umferð í Pepsi-deild kvenna - 6.7.2010

Í kvöld, þriðjudagskvöld, fer fram heil umferð í Pepsi-deild kvenna og er stórleikur umferðarinnar klárlega viðureign Vals og Breiðabliks á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda.  Annar lykilleikur í toppbaráttu deildarinnar er leikur Þórs/KA gegn Aftureldingu á Akureyri. Lesa meira
 
U17 kvenna sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku

Byrjunarlið Íslands U17 kvenna gegn Þjóðverjum - 6.7.2010

Þorlákur Árnason, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands, sem mætir Þjóðverjum í Opna Norðurlandamótinu í dag.  Mótið fer fram í Danmörku og hefst leikurinn kl. 17:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Viðtal við Þorlák Árnason þjálfara U17 kvenna - 6.7.2010

U17 landslið kvenna leikur um þessar mundir í Norðurlandamótinu, sem fram fer í Danmörku að þessu sinni.  Stelpurnar unnu góðan 1-0 sigur á Finnum í fyrsta leik og Íris Eysteinsdóttir tók viðtal við þjálfarann, Þorlák Árnason, að leik loknum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnlandi á Norðurlandamóti U17 kvenna sem leikið er í Danmörku.

NM U17 kvenna - Karakterssigur á Finnum - 5.7.2010

Stelpurnar í U17 unnu sigur í sínum fyrsta leik á Norðurlandamótinu sem hófst í dag í Svíþjóð.  Lokatölur urðu 1-0 íslensku stelpunum í vil og leiddu þær eftir fyrri hálfleikinn.  Á morgun verður leikið við Þýskaland.  Það var Íris Björk Eysteinsdóttir sem sendi okkur eftirfarandi umsögn um leikinn.

Lesa meira
 
U17 kvenna sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku

NM U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Finnum tilbúið - 5.7.2010

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Finnum í fyrsta leik liðsins á Norðurlandamótinu sem fram fer í Danmörku.  Leikurinn í dag hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautirnar á Austfjörðum - 5.7.2010

Í þessari viku mun Einar Lars Jónsson fara um Austfirði og heimsækja þar aðildarfélög með knattþrautir KSÍ í farteskinu.  Einar hefur ferðalagið í dag þegar hann heimsækir Hött á Egilsstöðum en dagskrá næstu daga má sjá hér að neðan.

Lesa meira
 
U17 kvenna sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 kvenna leikur gegn Finnum í dag - 5.7.2010

Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað stúlkum 16 ára og yngri kom til Danmerkur í gær þar sem það tekur þátt í Norðurlandamóti en mótið er eitt það sterkasta í heiminum í þessum aldursflokki. Um 25 gráðu hiti var á fyrstu æfingu liðsins sem æfði í gær.
Lesa meira
 
Evrópudeildin

Sigur og tap í Evrópu - 2.7.2010

Tvö íslensk félagslið voru í eldlínunni í Evrópudeild UEFA í gær en þá fóru fram fyrri leikir í fyrstu umferð undakeppninni.  KR vann góðan 3 - 0 sigur á Glentoran frá Norður Írlandi á heimavelli en leikið var á KR velli.  Fylkir beið hinsvegar lægri hlut með sömu markatölu fyrir Torpedo frá Hvíta Rússlandi en leikið var ytra.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

1. deild karla - Leikur Fjarðabyggðar og Fjölnis flautaður af - 1.7.2010

Leikur Fjarðabyggðar og Fjölnis í 1. deild karla sem hófst í kvöld kl. 18:30 var flautaður af vegna erfiðra vallaraðstæðna en mikið rigndi á Eskifirði.  Leikurinn fer fram á morgun, föstudaginn 2. júlí og hefst kl. 16:00. Lesa meira
 
Úr 100 ára sögu Íslandsmótsins

100 ára saga Íslandsmótsins - Facebook síða - 1.7.2010

Opnuð hefur verið á Facebook síða sem kallar eftir ýmsum upplýsingum og myndum úr Sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu.  Glötum ekki sögunni - ef þið vitið um gamlar knattspyrnumyndir í albúmum eða ýmsa gamla knattspyrnumuni, látið vita. Lesa meira
 
Facebook

KSÍ er komið á Facebook! - 1.7.2010

KSÍ hefur sett á laggirnar opinbera Facebook-síðu sína, sem verður með svolítið öðruvísi sniði en vefur sambandsins, ksi.is.  Á Facebook-síðunni (KSÍ - Knattspyrnusamband Íslands) er póstað ýmsu áhugaverðu efni tengdu íslenskri knattspyrnu.

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Reykjavík, Ó Reykjavík! - 1.7.2010

Þessa dagana er Einar Lars með knattþrautir KSÍ í höfuðborginni.  Í gær var Einar hjá Valsstúlkum og í dag heimsækir hann 5. flokks stelpurnar í Fylki og hjá KR.  Í næstu viku gerir Einar Lars viðreist um Austfirði. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - FH mætir KA í 8 liða úrslitum í kvöld - 1.7.2010

Í kvöld, fimmtudaginn 1. júlí, fer fram einn leikur í 8 liða úrslitum VISA bikars karla en þá taka FH á móti KA á Kaplakrikavelli.  Þessi leikur var færður fram vegna þátttöku FH í Meistaradeild UEFA.  Leikurinn í kvöld hefst kl. 18:00 en aðrir leikir 8 liða úrslita fara fram mánudaginn 12. júlí. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - Breyting á leik Hauka og Fylkis - 30.6.2010

Vegna þátttöku Fylkis í Evrópudeild UEFA hefur neðangreindur leikur verið færður aftur um einn dag.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Fylkir og KR í eldlínunni í Evrópudeildinni - 30.6.2010

Fylkir og KR verða bæði í eldlínunni á morgun, fimmtudaginn 1. júlí, þegar þau leika í fyrstu umferð Evrópudeildar UEFA.  Fylkir leikur á útivelli gegn Torpedo Zhodino frá Hvíta Rússlandi og hefst leikurinn kl. 15:30 að íslenskum tíma.  KR leika hinsvegar á heimavelli sínum gegn Glentoran frá Norður Írlandi og hefst sá leikur kl. 19:15.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Leikdagar í 8 liða úrslitum VISA bikars karla - 29.6.2010

Búið er að ákveða leikdaga í 8 liða úrslitum VISA bikars karla en leikur FH og KA hefur verið færður framar vegna þátttöku FH í Meistaradeild Evrópu.  Sá leikur fer fram fimmtudaginn 1. júlí kl. 18:00 en aðrir leikir umferðarinnar eru mánudaginn 12. júlí kl. 19:15.

Lesa meira
 
Áfram Afríka

Áfram Afríka - Boð til aðildarfélaga - 29.6.2010

Nú stendur yfir ljósmyndasýning Páls Stefánssonar, Áfram Afríka,  á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll.  Ljósmyndasýningin er opin almenningi og íþróttafélögum á virkum dögum í sumar, frá klukkan 8 – 16. Lesa meira
 
Guðrún Inga Sívertsen

HM barnanna - 29.6.2010

Eins og alþjóð veit stendur nú yfir úrslitakeppni HM í knattspyrnu í Suður-Afríku.  Landsmenn eru límdir við skjáinn.  Börnin fara ekki varhluta af þessu HM-æði frekar en aðrir.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Þjálfaranámskeið á haustmánuðum 2010 - 29.6.2010

Búið er að ákveða dagsetningar fyrir þjálfaranámskeið KSÍ sem haldin verða nú á haustmánuðum.  Einnig má sjá drög af dagskrá fyrir fyrstu mánuði 2011.  Athygli er vakin á því að endurmenntunanámskeið og önnur námskeið verða auglýst sérstaklega. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Steinþór Freyr Þorsteinsson bestur á fyrsta þriðjungi - 28.6.2010

Stöð 2 sport kynnti á sunnudagskvöld hverjir hlytu viðurkenningar fyrir fyrsta þriðjunginn í Pepsi-deild karla.  Besti leikmaður fyrsta þriðjungs var Steinþór Freyr Þorsteinsson, besti þjálfarinn Heimir Hallgrímsson og bestu stuðningsmennirnir stuðningsmannafélag Selfyssinga. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar kvenna - Viðtal við Katrínu Jónsdóttur - 28.6.2010

Í dag var dregið í 8 liða úrslitum VISA bikars kvenna en þar hafa Valsstúlkur titil að verja.  Þær eiga erfiðan leik fyrir höndum þar sem þær halda upp í Árbæ og leika þar við Fylki.  Það var Dagur Sveinn Dagbjartsson sem ræddi við fyrirliða bikarmeistaranna, Katrínu Jónsdóttur, eftir að dregið hafði verið í dag.

Lesa meira
 
UEFA

Dómarar og eftirlitsmenn á ferð og flugi í júlí - 28.6.2010

Það eru ekki bara íslensk félagslið sem verða í eldlínunni í Meistaradeild og Evrópudeild UEFA í júlímánuði heldur verða einnig íslenskir dómarar og dómaraeftirlitsmenn við störf á þessum vettvangi.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar kvenna - Haukar fara til Eyja - 28.6.2010

Í dag var dregið í 8 liða úrslitum VISA bikars kvenna og var dregið í höfuðstöðvum KSÍ.  Eitt lið úr 1. deild er ennþá í keppninni, ÍBV og drógust þær heima gegn Haukum.  Núverandi handhafar titilsins, Valur, fara í Árbæinn.

Hér má sjá viðtal við Nönnu Rut Jónsdóttur, markvörð ÍBV, sem tekið var eftir að dregið hafði verið.

Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Áttu mynd? - Myndir úr leikjum félaga óskast - 28.6.2010

Vefstjórn ksi.is leitar hér með eftir aðstoð aðildarfélaga KSÍ og annarra aðila.  Okkur vantar myndir úr leikjum og af æfingum félagsliða til notkunar með fréttum og öðru efni á heimasíðu okkar. 

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ fara víða - Dagskrá næstu daga - 28.6.2010

Sem kunnugt er ferðast Einar Lars Jónsson til aðildarfélaga með knattþrautir KSÍ í sumar.  Knattþrautunum hefur verið vel tekið og áhugi krakkanna mikill.  Hér að neðan má sjá hvar Einar verður á ferðinni á næstu dögum.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar kvenna - Dregið í 8 liða úrslitum í hádeginu - 28.6.2010

Í dag verður dregið í 8 liða úrslitum VISA bikars kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Leikið var í 16 liða úrslitum um helgina og er því ljóst hvaða félög skálin góða mun innihalda í hádeginu.  Það eru sjö félög úr Pepsi-deildinni og eitt félag í 1. deild kvenna sem eru í drættinum að þessu sinni.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - Reykjavíkurslagir í 8 liða úrslitum - 25.6.2010

Í dag var dregið í 8 liða úrslitum VISA bikars karla og fór drátturinn fram í höfðuðstöðvum KSÍ.  Reykjavíkurfélögin fjögur sem voru í skálinni góðu drógust saman og Stjörnumenn halda áfram ferðalagi sínu um landið, heimsækja Ólafsvíkinga.  Loks heimsæktja KA menn Íslandsmeistara FH í Kaplakrika.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar kvenna - Leikið í 16 liða úrslitum um helgina - 25.6.2010

Leikið verður í 16 liða úrslitum VISA bikars kvenna um helgina og hefjast þau með tveimur leikjum í kvöld.  Það verður svo á mánudaginn sem dregið verður í 8 liða úrslit VISA bikars kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ kl. 12:00.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - Dregið í 8 liða úrslitum í hádeginu - 25.6.2010

Í hádeginu í dag verður dregið í 8 líða úrslitum VISA bikars karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Eftir leikir gærkvöldsins er ljóst hvaða átta félög verða í skálinni og ríkir mikil eftirvænting eftir því að sjá hvaða viðureignir verða á dagskránni. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - 16 liða úrslit klárast í kvöld - 24.6.2010

Fimm félög hafa tryggt sér þátttökurétt í 8 liða úrslitum VISA bikars karla en leikir 16 liða úrslita klárast í kvöld.  Þá eru þrír hörkuleikir á dagskrá og eftir þá verður ljóst hvaða félög skálin góða mun innihalda þegar dregið verður í 8 liða úrslitum á föstudaginn.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Breiðablik leikur heima í Meistaradeild kvenna - 23.6.2010

Í dag var dregið í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna og þar var Breiðablik í hattinum en Íslandsmeistarar Vals fara beint í 32 liða úrslitum.  Riðill Breiðabliks verður leikinn hér á landi dagana 5. - 10. ágúst.  Mótherjar Breiðabliks eru FCF Juvisy Essonne frá Frakklandi, FCM Târgu Mureş frá Rúmeníu og FC Levadia Tallinn frá Eistlandi.  Lesa meira
 
Fylkir

Knattspyrnuskóli Fylkis og AC Milan - 23.6.2010

Fylkir stendur fyrir knattspyrnuskóla á félagssvæði sínu dagana 12. – 16. júlí sem er ætlað fyrir iðkendur í 3. flokki og þá sem eru á yngsta ári í 2. flokki.  Það eru þjálfarar Fylkis sem sjá um námsskeiðið ásamt yfirþjálfara unglingaliðs AC Milan og þrekþjálfara sama félags. Lesa meira
 
Knattþrautir hjá Ægi

Knattþrautir KSÍ - Bolti í Breiðholtinu - 23.6.2010

Einar Lars verður með knattþrautir KSÍ í Breiðholtinu í dag þar sem hann heimsækir Breiðholtsfélögin Leikni og ÍR.  Vestmannaeyjar voru heimsóttar í gær en hvarvetna hefur vel verið tekið á móti Einari og krakkarnir sýnt þrautunum mikinn áhuga.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - 16 liða úrslit hefjast í kvöld - 23.6.2010

Í kvöld hefjast 16 liða úrslitin í VISA bikar karla og eru fimm viðureignir á dagskrá í kvöld, miðvikudagskvöld, en þrír leikir fara fram á morgun.  Það má búast við hörkuviðureignum í þessari umferð því það eru margir spennandi leikir á dagskránni.

Lesa meira
 
Katrín Jónsdóttir heiðruð fyrir 100. landsleik sinn

Króatar lagðir í Laugardalnum - Frakkar framundan - 22.6.2010

Ísland vann góðan sigur á Króatíu á Laugardalsvelli í kvöld 3 - 0 eftir að staðan hafði verið 2 -0 í hálfleik.  Íslenska liðið er nú jafnt Frökkum að stigum en Frakkar eiga leik til góða.  Næsti leikur liðsins er einmitt gegn Frökkum hér á Laugardalsvelli, laugardaginn 21. ágúst.  Fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir lék sinn 100. landsleik og hélt upp á áfangann með því að skora þriðja og síðasta mark leiksins.

Lesa meira
 
Suður-Afríka

Fjallað um heilbrigðismál tengd HM í Suður Afríku - 22.6.2010

Heilbrigðismál tengd úrslitakeppni HM í Suður-Afríku voru viðfangsefni fjórða súpufundar KSÍ á árinu, sem fram fór í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli.  Fyrirliesari var Dr. Sanders frá Suður-Afríku.  Erindi Dr. Sanders fór fram á ensku.

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik auglýsir eftir þjálfurum fyrir 8. flokk - 21.6.2010

Vegna fjölda iðkenda þá getur Breiðablik bætt við sig þjálfurum í 8. flokki í sumar. Æfingarnar eru í Smáranum á mánudögum og miðvikudögum klukkan 16:30 - 17:30. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Byrjunarlið Íslands gegn Króatíu - 100 leikir hjá fyrirliðanum - 21.6.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Króatíu í undankeppni HM.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 22. júní og hefst kl. 20:00.  Katrín Jónsdóttir fyrirliði er sem fyrr í byrjunarliðinu og leikur sinn hundraðasta landsleik. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - 33 leikmenn á úrtaksæfingum um helgina - 21.6.2010

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt úrtakshóp sem verður við æfingar um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ og hefur Gunnar valið 33 leikmenn til þessara æfinga. Lesa meira
 
Katrín Jónsdóttir

Hundraðasti landsleikur Katrínar Jónsdóttur - 21.6.2010

Katrín Jónsdóttir  landsliðsfyrirliði, leikur sinn 100. landsleik gegn Króatíu þegar þjóðirnar mætast í undankeppni HM á Laugardalsvelli á morgun.  Katrín er leikjahæst allra landsliðskvenna frá upphafi og er annar íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu sem rýfur 100 leikja múrinn en Rúnar Kristinsson lék 104 landsleiki.

Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Svissneskir dómarar á leik Íslands og Króatíu - 21.6.2010

Það verða dómarar frá Sviss sem verða við stjórnvölinn á leik Íslands og Króatíu í undankeppni fyrir HM 2011 sem fram fer á Laugardalsvelli.  Leikurinn fer fram á morgun, þriðjudaginn 22. júní og hefst kl. 20:00.  Dómarinn heitir Esther Staubli og henni til aðstoðar verða löndur hennar, þær Eveline Bolli og Belinda Brem.

Lesa meira
 
Strákarnir í Keflavík

Knattþrautir KSÍ - Dagskrá næstu daga - 21.6.2010

Knattþrautir KSÍ þeytast nú á milli félaga en það eru knattspyrnuiðkendur í 5. flokki sem spreyta sig á þrautunum.  Einar Lars Jónsson heimsótti iðkendur sem æfa hjá Fram í Grafarholti í dag og Fjölnismenn en á morgun er ferðinni heitið til Vestmannaeyja.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hópurinn hjá U16 kvenna - Norðurlandamótið í júlí - 21.6.2010

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið hóp sinn er tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku 5. - 10. júlí næstkomandi.  Hópinn skipa 18 leikmenn og koma þeir frá 12 félögum.  Ísland er í riðli með Finnlandi, Þýskalandi og Svíþjóð Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Fylkir til Hvíta Rússlands - KR til Norður Írlands og Blikar til Skotlands - 21.6.2010

Í dag var dregið í fyrstu og aðra umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA og voru þrjú íslensk lið í hattinum.  Fylkir leikur gegn Zhodino frá Hvíta Rússlandi og fer fyrri leikurinn fram ytra.  KR leikur gegn Glentoran frá Norður Írlandi og verður fyrri leikurinn á KR velli.  Leikirnir fara fram 1. og 8. júlí. 

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH mætir Bate Borisov í Meistaradeildinni - 21.6.2010

Í dag var dregið í fyrstu og aðra umferð í undankeppni Meistaradeildar UEFA og voru Íslandsmeistarar FH þar í hattinum.  FH dróst á móti Bate Borisov frá Hvíta Rússlandi og fer fyrri leikurinn fram ytra.  Fyrri leikurinn fer fram 13. eða 14 júlí og sá síðari viku síðar.

Lesa meira
 
Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Ísland - Króatía á þriðjudag kl. 20:00 - 19.6.2010

Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu halda áfram sókn sinni að sæti í úrslitakeppni HM 2011, sem fram fer í Þýskalandi.  Á þriðjudag kl. 20:00 er mikilvægur heimaleikur á leiðinni að þeim áfanga - leikur gegn Króatíu á Laugardalsvellinum sem hefst kl. 20:00.

Lesa meira
 
Katrín Jónsdóttir

Skref fyrir skref - 19.6.2010

A-landslið kvenna tók í dag skref í átt að úrslitaleik riðilsins í undankeppni HM 2011 með átakalitlum 2-0 sigri á Norður-Írum á Laugardalsvellinum, að viðstöddum 1187 áhorfendum.  Úrslitaleikurinn sem um ræðir er heimaleikur gegn Frökkum í ágúst.  Næsti leikur og þar með næsta skref er heimaleikur gegn Króötum á þriðjudag.

Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir

Byrjunarliðið gegn Norður-Írum á laugardag - 18.6.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þálfari A-landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Norður-Írlandi, en liðin mætast á Laugardalsvelli kl. 16:00 á laugardag.  Leikurinn er sá fyrri í gríðarlega mikilvægri tveggja leikja hrinu og stelpurnar okkar ætla sér sigur.  Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Handhafar A skírteina fyrir leik Íslands og Norður Írlands - 16.6.2010

Rétt er að taka það fram að handhafar A skírteina þurfa ekki að sækja miða á skrifstofu KSÍ fyrir leik Íslands og Norður Írlands, heldur er nóg að sýna skírteinið við inngang Laugardalsvallar.  Það sama mun verða upp á teningnum fyrir leik Íslands og Króatíu sem fer fram þriðjudaginn 22. júní. Lesa meira
 
Gríski dómarinn Thalia Mitsi

Grískir dómarar á leik Íslands og Norður Írlands - 16.6.2010

Það verður dómaraþrenna frá Grikklandi sem verður við stjórnvölinn á landsleik Íslands og Norður Írlands sem fram fer á laugardaginn.  Hér er um að ræða mikilvægan leik í undankeppni fyrir HM 2011 og fer hann fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 19. júní kl. 16:00.

Lesa meira
 
Knattþrautir á Selfossi

Knattþrautir KSÍ - Mikill áhugi hjá krökkunum - 16.6.2010

Knattþrautir KSÍ eru nú í fullum gangi og fer Einar Lars Jónsson víða þessa dagana og er rétt að byrja.  Knattþrautirnar eru fyrir iðkendur í 5. flokki og hefur Einari verið einstaklega vel tekið á sínum ferðum.  Mikill áhugi er hjá krökkunum og þjálfararnir búnir að undirbúa þau vel fyrir heimsóknina.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Súpufundur KSÍ 22. júní - Heilbrigðismál tengd HM í Suður Afríku - 15.6.2010

KSÍ heldur 4. súpufund þriðjudaginn 22. júní næstkomandi klukkan 12.15 í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll.  Að þessu sinni mun Dr. David Sanders, sérfræðingur í lýðheilsumálum fjalla um heilbrigðismál tengd HM í Suður-Afríku.

Lesa meira
 
Íslensku stelpurnar fagna marki gegn Írum

Ísland mætir Norður Írlandi - Miðasala hafin - 14.6.2010

Í dag hófst miðasala á leik Íslands og Norður Írlands í undankeppni fyrir HM 2011kvenna.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 19. júní og hefst kl. 16:00.  Miðaverði er stillt í hóf, 1.000 krónur kostar fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
logo_N-Ireland

Hópur Norður Íra - Tveir leikmenn frá Grindavík - 14.6.2010

Norður Írar hafa tilkynnt leikmannahóp sinn er mætir Íslendingum á Laugardalsvelli.  Leikurinn er í undankeppni fyrir HM 2011 og fer fram laugardaginn 19. júní kl. 16:00.  Í 18 manna hópi Norður Íra eru tveir leikmenn sem leika með Grindavík sem og tveir aðrir sem leikið hafa með íslenskum félagsliðum

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofa KSÍ verður lokuð frá kl. 14:00 í dag - 11.6.2010

Frá kl. 14:00 í dag, föstudaginn 11. júní, verður skrifstofa KSÍ lokuð.  Hún opnar svo aftur, eins og venja er, kl. 08:00 á mánudaginn.  Hægt er að ná í einstaka starfsmenn í gsm númer þeirra og mótavaktarsíminn er 510 2925 ef nauðsyn er. Lesa meira
 
Merki HM 2010 í Suður Afríku

HM hefst í dag - Nýlegir mótherjar Íslands mætast í opnunarleik - 11.6.2010

EIns og flestum er kunnugt þá hefst heimsmeistarakeppnin í Suður Afríku í dag.  Opnunarleikurinn verður á milli gestgjafanna í Suður Afríku og Mexíkó.  Báðar þessar þjóðir hafa verið mótherjar Íslands á síðustu mánuðum.

Lesa meira
 
Navi-Pillay

Dæmum rangstöðu á kynþáttahatur - 11.6.2010

Heimsmeistarakeppnin í fótbolta er einstakt tækifæri til að laða fram hæfileika hvers og eins án tillits til félagslegrar stöðu eða uppruna viðkomandi.  Knattspyrna hefur gert mörgum íþróttamönnum kleyft að brjóta niður múra útilokunar. Árangur þeirra hefur orðið öðrum hvatning. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Stjórnun á boðvangi - 10.6.2010

Á síðustu dögum hefur nokkur umræða verið um brottvísanir forráðamanna og þjálfara en skýr fyrirmæli eru í knattspyrnulögum hvernig dómarar eiga að bregðast við vegna óábyrgrar hegðunar. 

Lesa meira
 
Áfram Afríka

Áfram Afríka - Ljósmyndasýning Páls Stefánsonar í KSÍ - 10.6.2010

Föstudaginn 11. júní hefst ljósmyndasýning Páls Stefánssonar, Áfram Afríka,  á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll. Myndir á sýningunni er að finna í samnefndri ljósmyndabók og verður útgáfa hennar kynnt við opnunina.

Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Leikið í Evrópukeppni í Futsal hér á landi - 10.6.2010

Frá UEFA bárust þar fréttir í dag að leikið verður í undankeppni Evrópukeppninnar í Futsal hér á landi en einn riðill verður í umsjón Keflvíkinga.  Keflvíkingar sóttu um að leika riðil sinn hér á landi og samþykkti UEFA það í dag.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Hópurinn valinn fyrir leikina gegn Norður Írlandi og Króatíu - 10.6.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag á blaðamannafundi þá 22 leikmenn sem hann velur fyrir leikina gegn Norður Írlandi og Króatíu.  Leikirnir verða báðir á Laugardalsvelli, Norður Írar verða mótherjarnir laugardaginn 19. júní og Króatar þriðjudaginn 22. júní.

Lesa meira
 
UEFA

Mögulegir mótherjar íslensku liðanna - 10.6.2010

Mánudaginn 21. júní verður dregið í forkeppni Meistaradeildar UEFA og Evrópudeildar UEFA og verða fjögur íslensk félög þar í hattinum: FH í Meistaradeildinni en Fylkir, KR og Breiðablik í Evrópudeildinni. 

Lesa meira
 
Grótta

Gróttu vantar þjálfara fyrir 5. - 7. flokk kvenna - 8.6.2010

Knattspyrnudeild Gróttu óskar eftir að ráða þjálfara fyrir 5.-7.flokk kvenna sem myndi einnig gegna starfi yfirleiðbeinanda á knattspyrnuskóla félagsins nú í sumar. Eru kvenþjálfarar sérstaklega hvattir til þess að sækja um.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuskóli drengja 2010 - Laugarvatn 14. - 18. júní - 7.6.2010

Knattspyrnuskóli karla 2010 fer fram að Laugarvatni 14. - 18. júní næstkomandi.  Freyr Sverrisson, þjálfari U16 karla hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 1996.

Lesa meira
 
Fyrirliðar Breiðabliks og Vals, Hlín Gunnlaugsdóttir og Katrín Jónsdóttir

Liðin sem léku til úrslita í fyrra mætast í 16 liða úrslitum VISA bikars kvenna - 7.6.2010

Í dag var dregið í 16 liða úrslitum VISA bikars karla og kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Margir spennandi leikir eru á dagskránni, hjá konunum mætast t.d. félögin sem léku til úrslita í fyrra og stórleikur verður í Keflavík hjá körlunum þegar heimamenn taka á móti Íslandsmeisturum FH.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Opin æfing hjá Blikum - 7.6.2010

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands verður í samstarfi við félögin í Pepsí-deildunum í sumar um að opna aðgang að meistaraflokksæfingum. Breiðablik ríður á vaðið en fimmtudaginn 10. júni er öllum knattspyrnuþjálfurum landsins boðið að koma og fylgjast með æfingu meistaraflokks karla.

Lesa meira
 
Rúnar Kristinsson í sínum síðasta landsleik gegn Ítölum á Laugardalsvelli 2004

Endurmenntun þjálfara - Viðtal við Rúnar Kristinsson - 5.6.2010

Hér má sjá viðtal við Rúnar Kristinsson Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

ÍA - Þór í 1. deild karla í beinni útsendingu - 5.6.2010

Sunnudaginn 7. júní verður leikur ÍA og Þórs úr 1. deild karla sýndur beint hér á síðunni.  Leikurinn hefst kl. 18:00 en útsending hefst um 10 mínútum áður.  Þessi útsending er í samvinnu við SportTV og framundan eru fleiri útsendingar í því samstarfi.

Lesa meira
 
Frá knattþrautum KSÍ í Sandgerði

Knattþrautir KSÍ - Hefjast á mánudag - Dagskrá fyrstu tvær vikurnar - 4.6.2010

Knattspyrnusamband Ìslands mun vera með knattþrautir fyrir 5. flokk karla og kvenna ì sumar líkt og síðasta sumar.  Það er Einar Lars Jónsson sem mun heimsækja félögin og aðstoða við framkvæmd þrautanna.  Fyrstu heimsóknirnar verða mánudaginn 7. júní í Sandgerði og í Garðinn.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar - Dregið í 16 liða úrslitum karla og kvenna á mánudag - Í beinni á ksi.is - 4.6.2010

Í gærkvöldi lauk keppni í 32 liða úrslitum VISA bikars karla og er því ljóst hvaða félög verða í hattinum þegar dregið verður í 16 liða úrslitum, mánudaginn 7. júní kl. 12:00, í höfuðstöðvum KSÍ.  Á sama tíma verður dregið í 16 liða úrslitum VISA bikars kvenna. Sýnt verður beint frá drættunum hér á síðunni.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar kvenna - 2. umferð hefst í kvöld - 4.6.2010

Keppni í 2. umferð VISA bikar kvenna hefst í dag með tveimur leikjum og klárast á morgun, laugardag, með fjórum leikjum.  Dregið verður svo í 16 liða úrslitum kvenna á mánudaginn og á sama tíma verður dregið í 16 liða úrslitum karla.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - 32 liða úrslit hefjast í kvöld - 2.6.2010

Í kvöld, miðvikudaginn 2. júní og annað kvöld verður dregið í 32 liða úrslitum VISA bikars karla og eru margar spennandi viðureignir á dagskránni.  Í þessari umferð koma Pepsi-deildar félögin tólf til leiks.  Þá hefst keppni í 2. umferð VISA bikars kvenna á föstudaginn með stórleik Þróttar og ÍBV á Valbjarnarvelli og lýkur umferðinni svo á laugardag.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Hádegisfundur ÍSÍ - Alvarleiki, umfang og eðli kynferðisofbeldis - 1.6.2010

Næsti hádegisfundur ÍSÍ verður haldinn þriðjudaginn 8. júní nk. í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal frá kl. 12.00-14.00.  Hann verður helmingi lengri en vant er, eða tvær klst. í stað einnar.  Fundarefnið að þessu sinni er alvarleiki, umfang og eðli kynferðisofbeldis.  

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Ari Edwald forstjóri 365 undirrita samninginn (mynd: Pjetur)

Stöð 2 Sport og KSÍ undirrita viðamikinn samstarfssamning - 1.6.2010

Stöð 2 og KSÍ hafa gert með sér samkomulag um samstarf sem m.a. er ætlað að stórauka stuðning og umfjöllun um fóboltaiðkun æskunnar. Í samningnum felst m.a. að Stöð 2 Sport skuldbindur sig til a.m.k. 35 beinna útsendinga frá leikjum í Pepsi-deild karla, 5 leikja í Visa-bikarkeppni karla, útsendinga frá útileikjum A – landsliðs karla og vináttulandsleikjum þess á Íslandi.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Breytingar á knattspyrnulögunum - Taka gildi 1. júní á Íslandi - 31.5.2010

Á fundum Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda(IFAB) sem haldnir voru í mars og maí voru samþykktar breytingar á knattspyrnulögunum. Breytingarnar gilda fyrir alla knattspyrnuleiki er fram fara á Íslandi og taka gildi á morgun, 1. júní.

Lesa meira
 
Grindavíkurvöllur

Úthlutað úr Mannvirkjasjóði KSÍ 2010 - 31.5.2010

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 27. maí síðastliðinn að úthluta 31 milljón úr Mannvirkjasjóði KSÍ en þetta er í þriðja skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum.  Alls var úthlutað til 12 verkefna en umsóknir hafa aldrei verið fleiri eða 19 talsins.

Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Sigurður Ragnar sá Íslendingaslag í Svíþjóð - 31.5.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, brá sér til Svíþjóðar og fylgdist með sannkölluðum Íslendingaslag í "Damallsvenskan" en svo kallast efsta deild kvenna í Svíþjóð.  Þetta var leikur Kristianstads og Örebro og lauk leiknum sem sigri heimaliðsins, 3 - 1.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Kvennalandsliðið í 18. sæti styrkleikalista FIFA - 31.5.2010

Íslenska kvennalandsliðið er í 18. sæti á styrkleikalista FIFA og er í sama sæti frá því að síðasti listi var gefinn út.  Litlar breytingar eru á listanum en íslenska liðið bætir töluvert af stigum og er sú Evrópuþjóð á topp 20 sem bætir flestum stigum við sig.

Lesa meira
 
Heiðar Helguson

Öruggur 4-0 sigur Íslands á Andorra - 29.5.2010

A landslið karla vann í dag, laugardag, 4-0 sigur á liði Andorra á Laugardalsvellinum að viðstöddum rúmlega 2.500 áhorfendum.  Sigurinn var nokkuð öruggur eins og tölurnar gefa til kynna, en leikmenn íslenska liðsins þurftu að sýna mikla þolinmæði gegn varnarmúr gestanna. Lesa meira
 
Morgunverður á leikdegi

Byrjunarliðið gegn Andorra í dag - 29.5.2010

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari tilkynnti leikmönnum sínum byrjunarliðið í vináttulandsleiknum gegn Andorra í dag á fundi að loknum morgunverði.  Ólafur stillir upp í nokkuð hefðbundið 4-3-3 leikkerfi.

Lesa meira
 
Haraldur Freyr Guðmundsson

Lokaæfing fyrir leikinn við Andorra - 28.5.2010

Lokaæfing íslenska landsliðsins fyrir leikinn við Andorra fór fram á æfingasvæði Fram seinnipartinn í dag, föstudag.  Lið Andorra æfði á Laugardalsvellinum á sama tíma. 

Lesa meira
 
Æfing á Laugardalsvellil

"Þurfum alltaf að hafa fyrir hlutunum" - 28.5.2010

"Það er nú ekki oft sem við getum sagt að við eigum að vinna einhverjar þjóðir og auðvitað er það aldrei þannig. Við þurfum alltaf að hafa fyrir hlutunum og menn þurfa að fara í öll verkefni af fullri alvöru." - Óli Jóh.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuskóli stúlkna að Laugarvatni 7. – 11. júní 2010 - 28.5.2010

Knattspyrnuskóli stúlkna fer fram í næstu viku að Laugarvatni.  Leikmenn í skólanum í ár fæddir 1996.  Ganga þarf frá greiðslu fyrir dvölina fyrir brottför. Ferðir til og frá Laugarvatni eru innifaldar í gjaldinu, sem og fullt fæði og gisting.

Lesa meira
 
Stund milli stríða

Stund milli stríða - 28.5.2010

Landsliðsmenn gera sér ýmislegt til dundurs milli æfinga.  Stundum þurfa menn að drepa tímann, stundum þurfa menn á meðferð sjúkraþjálfara og stundum þurfa menn að hvíla sig.  Og jú, ekki má gleyma öllum þessum matartímum, íþróttamenn verða auðvitað að nærast til að halda kröftum.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Bændum á gossvæðinu boðið á landsleikinn - 28.5.2010

Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að bjóða bændum á gossvæðinu á vináttulandsleik Íslands og Andorra sem fer fram á Laugardalsvelli á morgun laugardaginn 29. maí kl. 16:00.

Lesa meira
 
Aron Einar Gunnarsson

Aron meiddist á æfingu og verður ekki með á laugardag - 28.5.2010

Aron Einar Gunnarsson meiddist á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli á fimmtudag og getur ekki tekið þátt í vináttulandsleiknum gegn Andorra á Laugardalsvelli á laugardag.  Aron lenti í samstuði við annan leikmann og meiddist á fæti. Lesa meira
 
Birkir Bjarnason

Nýliðarnir vinsælir hjá fjölmiðlum - 27.5.2010

A-landslið karla æfði á Laugardalsvellinum síðdegis í dag, fimmtudag, og var æfingin opin fjölmiðlum til að taka viðtöl og myndir.  Nýliðarnir Birkir Bjarnason og Gylfi Sigurðsson voru vinsælir í viðtöl.  Aðstæður á Laugardalsvelli voru eins og best verður á kosið.

Lesa meira
 
Haraldur Freyr Guðmundsson (Mynd fengin að láni frá keflavik.is)

Haraldur inn í hópinn fyrir Kristján Örn - 27.5.2010

Kristján Örn Sigurðsson hefur dregið sig út úr landsliðshópnum fyrir vináttulandsleikinn gegn Andorra á Laugardalsvelli á laugardag.  Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur valið Harald Frey Guðmundsson úr Keflavík í hópinn í stað Kristjáns.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Andorra

Andorra lék fyrsta landsleikinn 1996 - 27.5.2010

Knattspyrnulandslið Andorra lék sinn fyrsta opinbera leik árið 1996.  Liðið tók fyrst þátt í undankeppni stórmóts fyrir EM 2000 og var þá með Íslandi í riðli.  Andorra hefur aðeins unnið þrjá leiki á þessum tíma, gegn Hvíta-Rússlandi, Albaníu og Makedóníu.

Lesa meira
 
Ólafur Ingi Skúlason á heimavelli í Árbænum

Æft við góðar aðstæður á Fylkisvellinum í morgun - 27.5.2010

A landslið karla æfði á Fylkisvelli í Árbænum í morgun við fínar aðstæður.  Eins og fyrr hefur komið fram eru 10 leikmenn á U21 aldri í hópnum og því er mikill munur á meðalaldri yngra og eldra liðsins þegar skipt er í lið. 

Lesa meira
 
Árni Gautur Arason

Þrír sigrar og markatalan 8-0 - 27.5.2010

Ísland og Andorra mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á laugardag.  Þessar þjóðir hafa mæst þrisvar sinnum áður í A-landsliðum karla og hefur Ísland unnið alla leikina.  Samanlögð markatala í leikjunum þremur er 8-0 Íslandi í vil.

Lesa meira
 
Ólafur Ingi Skúlason

Fjórir leikmenn í lyfjapróf á æfingu í gær - 27.5.2010

A-landslið karla æfði á KR-vellinum í gær.  Góð stemmning er í hópnum og allir leikmenn klárir í slaginn gegn Andorra á laugardag.  Lyfjaeftirlitið mætti á æfinguna eins og oft tíðkast og voru fjórir leikmenn kallaðir í lyfjapróf.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Áfrýjunardómstóll KSÍ styttir leikbann - 27.5.2010

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir mál Hauks Þorsteinssonar gegn aga- og úrskurðarnefnd KSÍ, en Haukur áfrýjaði þeim úrskurði nefndarinnar frá 4. maí að honum skyldi óheimil þátttaka í öllum mótum frá 4. maí til og með 3. október.  Áfrýjunardómstóllinn stytti leikbannið og taldi hæfilegt að bannið stæði til 13. júlí.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Miðar fyrir handhafa A passa á Ísland - Andorra - 26.5.2010

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Andorra afhenta fimmtudaginn 27. maí frá kl. 12:00 - 16:00 og föstudaginn 28. maí frá 09:00 - 12:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frítt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland - Andorra - 26.5.2010

KSÍ hefur ákveðið að bjóða  öryrkjum og ellilífeyrisþegum ókeypis aðgang að vináttulandsleik Íslands og Andorra sem fram fer á Laugardalsvelli 29. maí næstkomandi kl. 16:00.  KSÍ vill hvetja fólk til að nýta tækifærið, koma á Laugardalsvöll og upplifa stemmninguna. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Hækkað um fjögur sæti síðan í janúar - 26.5.2010

Íslenska karlalandsliðið situr í 90. sæti nýútgefins styrkleikalista FIFA.  Þetta er hækkun um eitt sæti frá síðasta mánuði og hefur liðið því hækkað um fjögur sæti síðan í janúar á þessu ári.  Næstu mótherjar Íslands, Andorra, eru áfram í 201. sæti. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Meðalsókn 1.405 manns eftir fjórar umferðir í Pepsi-deild karla - 26.5.2010

Aðsókn að leikjum í fyrstu fjórum umferðum Pepsi-deildar karla hefur verið mjög góð og hafa að meðaltali 1.405 áhorfendur sótt leikina 24, alls 33.711 manns.  Meðalaðsókn að leikjum í 4. umferð var nákvæmlega sú sama og í 1. umferð, eða 1.422 að meðaltali. 

Lesa meira
 
Úr leik Andorra og Úkraínu

Númer 201 á FIFA-listanum - 25.5.2010

Karlalandslið Andorra náði sínum besta árangri á styrkleikalista FIFA árið 2005, þegar liðið settist í 125. sæti listans.  Síðan þá hefur leiðin legið niður á við og frá síðasta ári hefur Andorra verið rétt neðan við sæti 200 á listanum og er nú í sæti 201.

Lesa meira
 
Koldo Alvarez

Gullni leikmaðurinn sem varð þjálfari - 25.5.2010

Koldo (Jesus Luis Alvarez de Eulate) er þjálfari karlalandsliðs Andorra, en hann tók við stórn liðsins fljótlega eftir að hann hætti sme leikmaður liðsins á síðasta ári.  Koldo lék alls 79 sinnum fyrir landslið Andorra og var valinn "Gullni leikmaður" Andorra á 50 ára afmæli UEFA.

Lesa meira
 
Ildefons Lima Sola

26 manna landsliðshópur Andorra tilkynntur - 21.5.2010

Landsliðshópur Andorra hefur verið tilkynntur fyrir tvo vináttulandsleiki um mánaðamótin maí/júní.  Alls hafa 26 leikmenn verið valdir í hópinn fyrir leikina tvo - gegn Íslandi á Laugardalsvelli 29. maí og gegn Albaníu í Tirana 2. júní.

Lesa meira
 
Valur

Þjálfara vantar fyrir 4. flokk kvenna hjá Val - 21.5.2010

Knattspyrnufélagið Valur auglýsir eftir þjálfara fyrir 4. flokk kvenna a.m.k. út þetta tímabil. Flokkurinn sendir tvö lið í Íslandsmót í ár. Annar þjálfari er starfandi við flokkinn en vegna fjölda kjósum við að hafa þjálfarana tvo.

Lesa meira
 
Þjálfarar Hauka og Fjölnis sem mætast í 32 liða úrslitum. Andri Marteinsson til hægri og Ásmundur Arnarson

Bikarmeistararnir taka á móti Íslandsmeisturunum í 32 liða úrslitum - 21.5.2010

Í dag var dregið í 32. liða úrslitum VISA bikars karla en dregið var í höfuðstöðvum KSÍ hádeginu.  Félögin í Pepsi-deildinni koma nú inn í keppnina og bætast við félögin 20 sem komust í gegnum fyrstu tvær umferðirnar. Það eru svo sannarlega athygliverðir leikir á dagskránni en meðal annars taka bikarmeistarar Breiðabliks á móti Íslandsmeisturum FH.

Lesa meira
 
Frá knattspyrnuleik í Afríku

Fótbolti er alls staðar - 21.5.2010

Páll Stefánsson ljósmyndari hefur unnið að ljósmyndabók sinni Áfram Afríka í tæp þrjú ár.  ,,Fótbolti er allstaðar'' segir hann, „Mig langaði til að leggja mitt að mörkum til að sýna fleiri hluti í álfunni en það sem er alltaf í fréttum á Vesturlöndum.“

Lesa meira
 
Berfættir Blikar

Með tuðru á tánum berfætt í boltanum - Myndband - 20.5.2010

Dagana 13. - 19. maí var Grasrótarvika UEFA á dagskránni og voru ýmsir viðburðir á dagskránni hjá öllum aðildarþjóðum UEFA.  Verkefnið "Berfætt í boltanum" heldur áfram og hér má sjá myndband frá æfingum hjá KR og Breiðablik. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í 32 liða úrslitum VISA bikars karla - Sýnt í beinni útsendingu - 20.5.2010

Föstudaginn 21. maí, verður dregið í 32. liða úrslitum VISA bikars karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Eftir fyrstu tvær umferðirnar standa eftir 20 félög og við þau bætast nú Pepsi-deildar liðin tólf. Sýnt verður frá drættinum í beinni útsendingu hér á síðunni og hefst útsending kl. 12:00

Lesa meira
 
EM U19 landsliða karla

Þóroddur og Frosti dæma í Hollandi - 19.5.2010

Þeir Þóroddur Hjaltalín og Frosti Viðar Gunnarsson eru við dómarastörf þessa dagana í Hollandi en þar fer fram keppni í 6. riðli undakeppni EM hjá U19 karla.  Þóroddur mun dæma tvö leiki keppninnar og Frosti verður aðstoðardómari á þremur leikjum.

Lesa meira
 
Ólafur Jóhannesson

Upptaka frá blaðamannfundi - Landsliðshópurinn tilkynntur - 19.5.2010

Í dag fór fram blaðamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ þar sem landsliðshópurinn sem mætir Andorra var tilkynntur sem og undirritaður var samstarfssamningur Borgun og KSÍ.  Sýnt var beint frá blaðamannafundinum hér á síðunni í samstarfi við SportTV og hér að ofan má sjá upptöku frá fundinum.

Lesa meira
 
Frá undirritun samstarfssamnings Borgun og KSÍ. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Haukur Oddsson forstjóri Borgunar undirrituðu samninginn

Nýr samstarfssamningur KSÍ og Borgunar undirritaður - 19.5.2010

Knattspyrnusamband Íslands og Borgun undirrituðu í dag samkomulag um áframhaldandi samstarf til næstu fjögurra ára (2010-2013).  Í samningnum felst stuðningur Borgunar við starfsemi KSÍ á öllum sviðum og nær samningurinn m.a. til allra landsliða Íslands af báðum kynjum.

Lesa meira
 
Ólafur Jóhannesson og Pétur Pétursson ráða ráðum sínum í leik gegn Skotum á Laugardalsvelli 2008

Viðtal við Óla Jó - Förum vel yfir sóknarleikinn - 19.5.2010

Á blaðamannafundi í dag í höfuðstöðvum KSÍ var tilkynntur landsliðshópur Íslands gegn Andorra.  Af því tilefni hitti heimasíðan Ólaf Jóhannesson, landsliðsþjálfara og ræddi við hann um hópinn og leikinn framundan.

Lesa meira
 
Heiðar Helguson

Tveir nýliðar í hópnum gegn Andorra - 19.5.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið landsliðshóp sinn er mætir Andorra í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 29. maí næstkomandi.  Tveir nýliðar eru í landsliðshópnum og í tuttugu manna landsliðshóp eru tíu leikmenn sem ennþá eru gjaldgengir U21 landsliðið.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009

Blaðamannafundur í beinni - Landsliðshópurinn tilkynntur - 18.5.2010

Miðvikudaginn 19. maí mun Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari tilkynna landsliðshóp sinn er mætir Andorra í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 29. maí kl. 16:00.  Haldinn verður blaðamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ kl. 13:00 þar sem hópurinn verður tilkynntur.  Sýnt verður beint frá fundinum hér á síðunni

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Fólk flykkist á Pepsi-deildina - 18.5.2010

Aðsókn á leiki Pepsi-deildar karla hefur verið með besta móti það sem af er mótinu en 1.515 áhorfendur hafa mætt að meðaltali á leikina tólf sem leiknir hafa verið.  Alls mættu 9.645 áhorfendur á leiki annarrar umferðar sem lauk í gærkvöldi.  Lesa meira
 
Berfættir Blikar

Berfættir Blikar á æfingu - 18.5.2010

Nú stendur yfir grasrótarvika UEFA og taka aðildarfélög þátt í henni með ýmsum hætti.  Hluti af vikunni er verkefni sem kallast má "Berfætt í boltanum".  Strákarnir í þriðja flokki Breiðabliks leystu skóþveng sinn og léku knattspyrnu á æfingu í gær berfættir. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala hafin á Ísland - Andorra - 18.5.2010

Í dag hófst miðasala á vináttulandsleik Íslands og Andorra sem fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 29. maí kl. 16:00.  Sem fyrr fer miðasala fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.  Miðaverði er stillt í hóf en miðar kosta í forsölu 2.000 og 1.000 krónur.  Börn 16 ára og yngri fá miða með 50% afslætti. Lesa meira
 
Frá Íslandsleikum Special Olympics í knattspyrnu 2010 sem haldnir voru á KR velli

Fjör og frábærir taktar á Íslandsleikum Special Olympics - 17.5.2010

Íslandsleikar Special Olympics fóru fram sunnudaginn 16. maí.  Íslandsleikar Special Olympics eru samstarfsverkefni Íþróttasambands fatlaðra og Knattspyrnusambands Íslands.  Íslandsleikarnir voru haldnir á KR svæðínu en KR var umsjónaraðili leikanna 2010 í samstarfi við ÍF og KSÍ.

Lesa meira
 
Leikskrá Grindavíkur 2010

Leikskrá knattspyrnudeildar Grindavíkur komin út - 17.5.2010

Leikskrá knattspyrnudeildar Grindavíkur er komin út, glæsilegri en nokkru sinni fyrr, eða alls 48 blaðsíður. Leikskránni hefur verið dreift í öll hús í Grindavík og verður jafnframt dreift á öllum heimaleikjum Grindavíkurliðanna í Pepsideild karla og kvenna.
Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Margir skiptu um félög í lok félagaskiptagluggans - 17.5.2010

Síðastliðinn laugardag var síðasti dagur félagaskipta og þurftu félagaskipti að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti þann dag.  Eins og alltaf var mikið um að vera og voru afgreidd 190 félagskipti síðustu tvo daga félagskiptagluggans Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Visa bikar karla - 2. umferð hefst í kvöld - 17.5.2010

Í kvöld hefst keppni í annarri umferð VISA bikars karla en þá mætast í Boganum á Akureyri, norðanliðin KA og Draupnir.  Þetta er eini leikur kvöldins en á morgun og miðvikudaginn fara hinir leikirnir fram.  Þá hófst keppni í VISA bikar kvenna um helgina.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Heimaleikjum ÍBV og Vals víxlað - 15.5.2010

Vegna öskufalls í Vestamannaeyjum hefur mótanefnd KSÍ ákveðið að víxla heimaleikjum ÍBV og Vals í Pepsi-deild karla.  Leikur þessara félaga átti að fara fram í dag, laugardag, í Vestmannaeyjum en verður þess í stað á Vodafonevellinum, mánudaginn 17. maí kl. 19:15.

Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

HK - Þróttur í beinni útsendingu hér á síðunni - 14.5.2010

Í kvöld, föstudagskvöld,  halda áfram tilraunútsendingar SportTV frá 1. deild karla en hægt er að horfa á leikinn hér á síðunni.  Á dagskránni í kvöld verður leikur HK og Þróttar og hefst leikurinn kl. 20:00 en útsending hefst um 10 mínútum fyrr.

Lesa meira
 
Grasrótarverkefni UEFA

Grasrótarvika hér á landi 13. - 19. maí - 12.5.2010

Þann 19. maí næstkomandi stendur UEFA (Knattspyrnusamband Evrópu) fyrir sérstökum Grasrótardegi (UEFA Grassroots Day).  Hér á landi verður haldin Grasrótarvika sem hefst á morgun, 13. maí og lýkur á sjálfan Grasrótardaginn 19. maí. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Fyrsta umferðin í Pepsi-deild kvenna á fimmtudag - 12.5.2010

Pepsi-deild kvenna hefur göngu sína á fimmtudag, uppstigningardag og er þá heil umferð á dagskránni.  Fjórir leikirnir hefjast kl. 14:00 en síðasti leikur umferðarinnar fer fram kl. 16:00 í Grindavík þar sem heimastúlkur taka á móti Þór/KA.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Góð aðsókn í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla - 12.5.2010

Aðsóknin á fyrstu umferðina í Pepsi-deild karla var mjög góð, sú næst besta undanfarin tíu keppnistímabil.  Alls mættu 8.529 áhorfendur á leiki fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla eða 1.422 að meðaltali.

Lesa meira
 
Fótboltablaðið 2010

Fótboltablaðið 2010 er komið út - 11.5.2010

Fótboltablaðið 2010 er glæsilegt 74 síðna blað sem fjallar um Pepsi-deild karla og kvenna sem og 1. deild karla. Mikið af flottu myndefni.  Blaðinu er dreift frítt á leikvöllum liða í Pepsi-deildinni sem og 1.deildinni.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Ávallt leikið til sigurs - 11.5.2010

Spennan í upphafi móts er mikil sem og væntingar leikmanna og stuðningsmanna. Þetta verður árið okkar - hugsa margir og segja - meðan aðrir segja fátt en stefna á sigur á hverjum leik. Hvert nýtt mót býður upp á ný tækifæri og alltaf gerist eitthvað óvænt. Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Beinar útsendingar frá 1. deild karla - 10.5.2010

Nú í kvöld hefjast tilraunaútsendingar SportTV frá 1. deild karla í knattspyrnu en sýndur verður í beinni útsendingu leikur Víkings og Fjarðabyggðar.  Hægt verður að horfa á þessar útsendingar hér á heimasíðu KSÍ.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn í fagráð úrvalsdómara - 10.5.2010

Kristinn Jakobsson hefur verið kosinn í einskonar fagráð úrvalsdómara, þ.e. UEFA dómarar sem eru í Elite og Premier hópum.  Það eru dómararnir sjálfir sem kjósa í þetta ráð. 

Lesa meira
 
Sending til Senegal á vegum ABC hjálparstarfs

Sending til Senegal - 10.5.2010

Á dögunum fór varðskipið Ægir með sendingu héðan frá Íslandi til Senegal með varning fyrir börn og unglinga þar í landi.  Það var ABC hjálparstarf sem stóð að sendingunni og leitaði til fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga og voru undirtektir mjög góðar.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - Fyrsti leikurinn í kvöld - 10.5.2010

Boltinn byrjaði að rúlla um helgina en þá var leikið í fyrstu umferð VISA bikarkeppninnar sem og keppni hófst í 1. deild karla.  Í kvöld er svo komið að Pepsi-deild karla en þá mæta Íslandsmeistarar FH á Vodafonevöllinn og leika gegn heimamönnum í Val.  Leikurinn hefst kl. 19:15.

Lesa meira
 
Frá súpufundi um skaðsemi munntóbaks

Þriðji súpufundur KSÍ - Munntóbaksnotkun - 10.5.2010

Á dögunum var haldinn þriðji súpufundur KSÍ en þar hélt Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð, erindi um munntóbaksnotkun.  Hér  má sjá myndband af erindi Viðars.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Staðfest niðurröðun í mótum sumarsins 2010 - 10.5.2010

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í yngri aldursflokkum og í eldri flokki karla. Þar með hafa nánast allir leikir sumarsins verið staðfestir. Eftir er að gefa út niðurröðun leikja í Polla- og Hnátumóti KSÍ (6. flokkur) og setja inn nokkrar úrslitakeppnir í 7 manna bolta.

Lesa meira
 
Valur

Valur sigraði í Meistarakeppni kvenna - 8.5.2010

Breiðablik tryggði sér sigur í Meistarakeppni kvenna þegar þær lögðu Breiðablik í úrslitaleik.  Leikið var í Kórnum og lauk leiknum með 4 - 0 sigri Vals eftir að að hafa leitt með einu marki þegar flautað var til leikhlés. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Boltinn byrjaður að rúlla - Fjölmargir leikir um helgina - 7.5.2010

Keppni í VISA bikarnum hófst í gær þegar að Víkingur Ólafsvík lagði Létti að velli.  Áfram verður leikið í fyrstu umferð keppninnar í kvöld og lýkur svo umferðinni um helgina.  Þá er leikið til úrslita í B deild karla og C deild kvenna í Lengjubikarnum.  Þá hefst 1. deild karla á sunnudaginn og verður leikin heil umferð.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Kynningarfundur Pepsi-deildanna - Viðtal við Ólaf Þórðarson - 7.5.2010

Kynningarfundur Pepsi-deildanna var haldinn í gær í Háskólabíói þar sem m.a. birt var spá forráðamanna í Pepsi-deildunum um gengi liðanna í sumar.  Hér má sjá viðtal við Ólaf Þórðarson, þjálfara karlaliðs Fylkis, sem tekið var á fundinum.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Kynningarfundur Pepsi-deildanna - Viðtal við Bjarna Jóhannsson - 7.5.2010

Kynningarfundur Pepsi-deildanna var haldinn í gær í Háskólabíói þar sem m.a. birt var spá forráðamanna í Pepsi-deildunum um gengi liðanna í sumar.  Hér má sjá viðtal við Bjarna Jóhannsson, þjálfara karlaliðs Stjörnunnar, sem tekið var á fundinum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Meistarakeppni kvenna - Valur mætir Breiðabliki í Kórnum - 6.5.2010

Valur og Breiðablik mætast á morgun, föstudaginn 7. maí, í Meistarakeppni kvenna og fer leikurinn fram kl. 20:00 í Kórnum.  Í þessum leik mætast Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta árs en Valur vann tvöfalt í fyrra og mætir því liðinu sem hafnaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar, Breiðabliki. Lesa meira
 
Frá súpufundi um skaðsemi munntóbaks

Súpufundur KSÍ - Fjallað um munntóbaksnotkun - 6.5.2010

Í hádeginu í dag var haldinn þriðji súpufundur KSÍ en þar hélt Viðar Jensson,  verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð, erindi þar sem hann fjallaði vítt og breitt um munntóbaksnotkun.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Val og KR spáð sigri í Pepsi-deildunum - 6.5.2010

Á kynningarfundi Pepsi-deildanna sem haldinn var í Háskólabíói í dag voru kynntar spár forráðamanna liðanna í deildunum.  Spárnar hljóðuðu upp á  að Íslandsmeistarar Vals verji titil sinn í Pepsi-deild kvenna en KR er spáð titlinum í Pepsi-deild karla.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Kynningarfundur Pepsi-deildanna í dag - 6.5.2010

Kynningarfundur Pepsi-deilda karla og kvenna fer fram í Háskólabíói í dag, fimmtudag og hefst kl. 16:00.  Á fundinn mæta fulltrúar liðanna í deildunum tveimur (þjálfarar, fyrirliðar, og aðrir).  Meðal efnis á fundinum er að sjálfsögðu hin sívinsæla spá um lokastöðu liða.

Lesa meira
 
Grasrótarverkefni UEFA

Grasrótardagur UEFA - Berfætt í boltaleik - 6.5.2010

Þann 19. maí næstkomandi stendur UEFA (Knattspyrnusamband Evrópu) fyrir sérstökum Grasrótardegi (UEFA Grassroots Day).  Dagurinn 19. maí er ekki valinn af tilviljun, heldur er þessi dagur sérstaklega valinn til að tengja verkefnið úrslitaleik Meistaradeildar UEFA

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar laugardaginn 15. maí - 5.5.2010

Laugardaginn 15. maí næstkomandi er síðasti dagur félagaskipta en félagaskipti verða ekki heimil fyrir meistaraflokksleikmenn aftur fyrr en 15. júlí nema fyrir þá leikmenn sem koma til baka af tímabundnum félagaskiptum. 

Lesa meira
 
Álftanes

Leikmaður úrskurðaður í 5 mánaða bann - 5.5.2010

Á fundi Aga-og úrskurðarnefndar KSÍ, 4. maí 2010, var Haukur Þorsteinsson, Álftanesi, úrskurðaður í tímabundið leikbann til 5 mánaða vegna atvika í leik Álftanes og KFK í mfl. karla 24. apríl 2010.

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Leikmaður í banni - Fær þitt félag ekki örugglega tölvupóst? - 5.5.2010

Samkvæmt reglugerð KSÍ um aga-og úrskurðarmál eru úrskurðir Aga-og úrskurðarnefndar sendir með tölvupósti til aðilarfélaga.  Áríðandi er að öll aðildarfélög KSÍ athugi að rétt tölvupóstföng séu skráð hjá sambandinu vegna úrskurða Aga-og úrskurðarnefndar. 

Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Óúttekin leikbönn í meistaraflokki 2010 - 5.5.2010

Á hverju vori fær skrifstofa KSÍ ótalmargar fyrirspurnir um óúttekin leikbönn frá síðustu leiktíð. Ævinlega er félögum bent á að þeim hafi verið tilkynnt um leikbönn með tölvupósti og það sé á þeirra ábyrgð að gæta þess að leikmenn sem eigi eftir að taka út leikbönn geri svo eða sbr. starfsreglur Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ:

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - Þrjár innáskiptingar í VISA bikarnum - 5.5.2010

Keppni í VISA bikar karla hefst á fimmtudaginn þegar að Léttir og Víkingur Ólafsvík mætast á ÍR vellinum.  Fyrstu umferðinni lýkur svo um helgina en önnur umferðin hefst 17. maí.  Vert er að vekja athygli félaga á því að það eru leyfðar þrjár innáskiptingar í VISA bikarnum, aðeins í 3. deild karla og 1. deild kvenna eru leyfðar 5 innáskiptingar.

Lesa meira
 
FH

FH tryggði sér sigur í Meistarakeppni KSÍ - 5.5.2010

FH vann sigur í Meistarakeppni KSÍ með því að leggja Breiðablik í úrslitaleik.  Lokatölur leiksins urðu 1 - 0 Hafnfirðingum í vil eftir að staðan var markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja Kórsins í leikhléi. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Heimaleikjum víxlað hjá Breiðablik og Keflavík - 4.5.2010

Vegna vallaraðstæðna í Reykjanesbæ hefur heimaleikjum Breiðabliks og Keflavíkur í Pepsi-deild karla verið víxlað. Eftirfarandi leikir breytast því:

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Meistarar mætast í Kórnum í kvöld - 4.5.2010

Í kvöld kl. 19:00 verður leikið í Meistarakeppni karla í Kórnum en þá mætast FH og Breiðablik.  Þetta er lokahnykkurinn á undirbúningi liðanna fyrir Pepsi-deildina sem hefst eftir rétta viku.  Íslandsmeistarar FH eru núverandi handhafar titilsins en Blikar hafa ekki áður unnið þennan titil.

Lesa meira
 
Úr leik Álftaness og Berserkja í 3. deild karla 2007

Niðurröðun staðfest í 1. deild kvenna og 3. deild karla fyrir 2010 - 4.5.2010

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun í 1. deild kvenna og 3. deild karla og hefur niðurröðunin verið birt hér á heimasíðu KSÍ.  Mikilvægt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikarinn hefst á fimmtudaginn - Ertu skráður í rétt félag? - 3.5.2010

Næstkomandi fimmtudag hefst keppni í VISA bikar karla þegar að Léttir og Víkingur Ólafsvík mætast.  Tveir leikir eru svo á föstudag og fyrsta umferðin klárast svo um helgina.  Nokkur ný félög eru skráð til leiks í bikarkeppninni og er vert að minna á að leikmenn þurfa að vera skráðir í viðkomandi félag.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar kvenna - Valur vann í fjórða skiptið - 3.5.2010

Það voru Valsstúlkur sem tryggðu sér sigur í A deild Lengjubikars kvenna þegar þær lögðu Fylki að velli í úrslitaleik.   Lokatölur urðu 2 - 0 Val í vil og er þetta í fjórða skiptið sem Valur hampar þessum titli.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Kynningarfundur Pepsi-deildanna 2010 á fimmtudag - 3.5.2010

Kynningarfundur Pepsi-deilda karla og kvenna fer fram í Háskólabíói á fimmtudag og hefst kl. 16:00.  Á fundinn mæta fulltrúar liðanna í deildunum tveimur (þjálfarar, fyrirliðar, og aðrir).  Meðal efnis á fundinum er að sjálfsögðu hin sívinsæla spá um lokastöðu liða.

Lesa meira
 
Handbók leikja 2010

Handbók leikja 2010 komin út - 3.5.2010

Handbók leikja 2010 er komin út, en hún inniheldur ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir aðildarfélög KSÍ.  Í Handbók leikja eru ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja, yfirlit yfir reglur og kröfur sem gerðar eru varðandi hina ýmsu þætti.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - KR meistari í A deild - 2.5.2010

Það var KR sem tryggði sér sigur í Lengjubikarnum, A deild karla, þegar þeir lögðu Breiðablik í úrslitaleik.  Lokatölur urðu 2 - 1 Vesturbæingum í vil en þeir leiddu með tveimur mörkum þegar gengið var til leikhlés.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn - Leikið til úrslita í A deild karla og kvenna um helgina - 30.4.2010

Nú um helgina fara fram úrslitaleikir í A deild Lengjubikars karla og kvenna og fara þeir báðir fram í Kórnum.  Á laugardaginn kl. 16:00 leika Breiðablik og KR til úrslita í A deild karla en sunnudagurinn mun bjóða upp á viðureign Fylkis og Vals í A deild kvenna kl. 14:00.  Báðir úrslitaleikirnir fara fram í Kórnum.

Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Samningsskylda hjá félögum í Pepsi-deild karla frá 1. maí - 28.4.2010

Vert er að minna á ákvæði um samningsskyldu leikmanna í Pepsi-deild karla eins og fram kemur í grein 23.4 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.  Ákvæði þetta verður virkt þann 1. maí ár hvert og verða þá allir leikmenn sem taka þátt í opinberum knattspyrnuleikjum í meistaraflokki með félagi sem á sæti í Pepsi-deild karla að vera á samningi. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland niður um eitt sæti á styrkleikalista karla hjá FIFA - 28.4.2010

Karlalandslið Íslands fellur niður um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA  sem gefinn var út í morgun.  Ísland er nú í 91. sæti en það eru Brasilíumenn sem steypa Spánverjum úr efsta sæti listans.  Mótherjar Íslands í riðlakeppni EM 2012, Portúgal, eru svo í þriðja sæti listans.

Lesa meira
 
IMG_4046

Súpufundur KSÍ fer fram í hádeginu fimmtudaginn 6. maí - 28.4.2010

Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn fimmtudaginn 6. maí. Að þessu sinni mun Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð, mæta á svæðið og flytja erindi um munntóbaksnotkun innan knattspyrnuhreyfingarinnar.

Lesa meira
 
bolti_i_marki

Lengjubikarinn – Dregur til tíðinda - 28.4.2010

Nú fer heldur betur að draga til tíðinda í Lengjubikarnum hjá körlum og konum en framundan eru úrslitaleikir deildanna enda styttist óðfluga í að Íslandsmótið hefjist.  Úrslitaleikur í A deild karla fer fram á laugardaginn en í A deildinni hjá konunum verður leikið til úrslita á sunnudaginn.

Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

Úrtaksæfingar á Austurlandi fyrir U16 og U17 karla - 27.4.2010

Næstkomandi sunnudag verða úrtaksæfingar í Fjarðabyggðahöllinni á Reyðarfirði hjá U16 og U17 karla.  Landsliðsþjálfararnir Freyr Sverrisson og Gunnar Guðmundsson hafa valið 27 leikmenn frá átta félögum á Austurlandi fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegur leikmaður með Einherja - 26.4.2010

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Ivo Bencun lék ólöglegur með Einherja gegn Huginn/Spyrni í C deild Lengjubikars karla.  Í samræmi við ofangreinda reglugerð eru úrslit leiksins skráð 0-3.

Lesa meira
 
Fram-Throttur-2008

Mótanefnd staðfestir niðurröðun í landsdeildum og bikarkeppni - 26.4.2010

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í landsdeildum karla og kvenna sem og VISA bikar karla og kvenna.  Vinsamlegast takið öll eldri drög úr umferð. Ef breytingar verða gerðar á einstökum leikjum verður það tilkynnt með tölvupósti.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Ráðstefna um störf íþróttaþjálfara - 26.4.2010

Föstudaginn 30.apríl næstkomandi standa Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttafræðasetur HÍ fyrir ráðstefnu með yfirskriftinni "Starf íþróttaþjálfara". Ráðstefnan verður haldin í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og hefst kl.13:00. Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Úrtaksæfingar hjá U16 karla í Boganum um komandi helgi - 26.4.2010

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið 17 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Boganum á Akureyri og eru eingöngu valdir leikmenn frá félagsliðum á Norðurlandi.

Lesa meira
 
Frá landsdómararáðstefnu í apríl 2010

Landsdómarar með ráðstefnu um helgina - 26.4.2010

Um nýliðna helgi fór fram landsdómararáðstefna en þar undirbúa dómarar sig fyrir komandi Íslandsmót.  52 landsdómarar voru á ráðstefnunni og var fjölbreytt dagskrá að venju.  Verklegar æfingar fóru fram í Egilshöllinni en ráðstefnan að öðru leyti fór fram í höfuðstöðvum KSÍ.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit A deildar karla á sunnudaginn - 23.4.2010

Undanúrslit A deildar Lengjubikars karla fara fram á sunnudaginn en Fram, KR, Valur og Breiðablik leika til undanúrslita í þetta skiptið.  Leikirnir fara fram á sunnudaginn, 25. apríl og leika Fram og Breiðablik í Kórnum kl. 17:00 en kl. 19:00 mætast Valur og KR í Egilshöllinni. 

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Átta liða úrslit A deildar Lengjubikars karla í dag - 22.4.2010

Í dag, fimmtudag, fara fram 8 liða úrslit í A deild Lengjubikars karla og eru fjórir hörkuleikir á dagskránni.  Sigurvegarar dagsins mætast svo í undanúrslitum og verða þau leikin næstkomandi sunnudag og/eða mánudag.

Lesa meira
 
Steen Gleie

Fyrirlestur um afreksþjálfum efnilegra leikmanna í Danmörku - 21.4.2010

Knattspyrnuþjálfararfélag Íslands og Knattspyrnusamband Íslands halda fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 29. apríl kl. 17:00-18:30.  Fyrirlesari er Steen Gleie en hann hefur umsjón með uppsetningu afreksþjálfunar efnilegra leikmanna í Danmörku

Lesa meira
 
UEFA KISS Workshop - Belfast 2010

Fjallað um viðburðastjórnun í Belfast - 21.4.2010

Ómar Smárason og Gunnar Gylfason, starfsmenn KSÍ, sóttu í síðustu viku UEFA námskeið sem haldið var í Belfast á Norður-Írlandi.  Umfjöllunarefni námskeiðsins var viðburðastjórnun með áherslu á öryggismál og tengsl við stuðningsmenn. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands - KSÍ

Endurmenntun þjálfara - Viðtal við Willum Þór Þórsson - 20.4.2010

Meðfylgjandi er viðtal við Willum Þór Þórsson

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Vináttulandsleikur við Andorra á Laugardalsvelli 29. maí - 20.4.2010

Knattspyrnusambönd Íslands og Andorra hafa komist að samkomulagi um að þjóðirnar leiki vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 29. maí næstkomandi.  Þetta er í fjórða skiptið sem karlalandslið þjóðanna en Íslendingar hafa sigrað Andorra í leikjunum þremur.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Viðureignir 8 liða úrslita A-deildar Lengjubikars karla - 19.4.2010

Í gær lauk riðlakeppni A deildar Lengjubikars karla og er ljóst hvaða félög mætast í 8 liða úrslitum sem fara fram á fimmtudaginn, sumardaginn fyrsta.  Boðið verður uppá fjóra hörkuleiki þann dag.

Lesa meira
 
Stjarnan

Fótboltaæfingar fyrir börn með sérþarfir - 19.4.2010

Nú eru að fara af stað fótboltaæfingar fyrir börn með sérþarfir í Ásgarði í Garðabæ, n.k. laugardag 24. apríl frá kl. 11:00 til 12:00. Þetta verkefni er sett af stað með styrk frá Velferðarsjóði barna og Íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar og er undir merkjum Stjörnunnar í Garðabæ.

Lesa meira
 
Valgeir Valgeirsson kastar upp peningi, Reynir Leósson og Guðmundur Steinarsson fylgjast spenntir með

Aðgönguskírteini fyrir dómara 2010 - 16.4.2010

Þeir dómarar sem dæmt hafa tilskilinn fjölda leikja og hafa sent skrifstofu KSÍ mynd af sér, geta sótt aðgönguskírteini sín á skrifstofu KSÍ.  Þeir sem ekki hafa sent inn mynd eru hvattir til þess að gera það hið fyrsta á ksi@ksi.is.

Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Að vera eða vera ekki rangstæður! - 15.4.2010

Það er fátt sem knattspyrnuáhugamenn karpa meira um sín á milli heldur en rangstöðuregluna, þ.e. hvenær leikmaður er rangstæður og hvenær ekki.  Þó svo að grein 11 í knattspyrnulögunum, sem fjallar um rangstöðu, láti ekki mikið yfir sér þá reynist hún oft þeim mun erfiðari í framkvæmd.

Lesa meira
 
Akureyrarvöllur

Fundað með félögum á Norð-Austurlandi 21. apríl - 14.4.2010

Miðvikudaginn 21. apríl boðar KSÍ til fundar með aðildarfélögum sínum á Norð-Austurlandi og verður fundurinn á Hótel KEA á Akureyri kl. 17:00.  Fundurinn átti upphaflega að vera 19. apríl en hefur nú verið færður aftur um tvo daga.

Lesa meira
 
Álftanes

Ólöglegur leikmaður Álftaness - 13.4.2010

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni kvenna hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Halla Jónasdóttir  lék ólögleg með Álftanesi gegn HK/Víking í Lengjubikar kvenna, 28. mars síðastliðinn.  Halla er skráð í Stjörnuna.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegur leikmaður með Dalvík/Reyni - 13.4.2010

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Eiríkur Páll Aðalsteinsson var í leikbanni þegar hann lék með Dalvík/Reyni gegn KS/Leiftri.  Í samræmi við ofangreinda reglugerð eru úrslit leiksins skráð 0-3.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegur leikmaður hjá Hugin/Spyrni - 13.4.2010

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Karl Kristján Benediktsson lék ólöglegur þegar hann lék með Hugin/Spyrni gegn Samherjum í Lengjubikar karla, 11. apríl síðastliðinn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir mál vegna leyfisferlisins 2010 - 13.4.2010

Á fundum leyfisráðs 16. og 23. mars voru teknar fyrir umsóknir félaga um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla og 1. deild karla.  Við leyfisveitingu samþykkti leyfisráðið að vísa fjórum málum til aga- og úrskurðarnefndar til afgreiðslu.  Nefndin hefur nú tekið málin fyrir og úrskurðað samkvæmt 8. grein leyfisreglugerðarinnar.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson formaður KSÍ ræðir við unga knattspyrnumenn

Fundað með félögum á Austurlandi - 13.4.2010

Í gær fór fram á Fjarðarhóteli á Reyðarfirði, fundur KSÍ með aðildarfélögum á Austurlandi.  Þetta var fyrsti fundurinn sem haldinn er á félögunum á þessu ári en næst verður fundað með félögum á Norð-Austurlandi og fer sá fundur fram mánudaginn 19. apríl á Akureyri. Lesa meira
 
Álftanes

Ólöglegur leikmaður hjá Álftanesi - 9.4.2010

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni kvenna hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Halla Jónasdóttir  lék ólögleg með Álftanesi gegn Selfossi í Lengjubikar kvenna, 1. apríl síðastliðinn.  Halla er skráð í Stjörnuna.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands - KSÍ

Annar súpufundur KSÍ - Rætt var um spilafíkn - 9.4.2010

Annar súpufundur KSÍ fór fram í gær en þar mætti Ásgrímur Jörundsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ og hélt erindi um spilafíkn.  Ríflega 30 manns hlýddu á fróðlegan fyrirlestur Ásgríms og hér má sjá fyrirlesturinn á myndbandi.

Lesa meira
 
Víkingur Ólafsvík

Víkingur Ólafsvík leitar eftir þjálfara fyrir stúlknaflokka - 9.4.2010

Víkingur Ólafsvík óskar að ráða þjálfara til starfa.  Starfið felst í þjálfun allrra stúlknaflokka félagsins.  Leitað er áhugasömum starfskrafti sem hefur mikla reynslu og er tilbúinn að koma frekari uppbyggingu knattspyrnunnar á Snæfellsnesi. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tímabundin störf hjá KSÍ í boði - 9.4.2010

Knattspyrnusamband Íslands auglýsir eftir tveimur starfsmönnum í tímabundin störf en um er að ræða átaksverkefni sem einungis er ætlað þeim sem eiga bótarétt.  Um er að ræða annarsvegar starf við skráningu leikskýrslna og upplýsinga og hinsvegar um að hafa yfirumsjón með sérstöku átaksverkefni í knattþrautum. 

Lesa meira
 
Frá undirritun samstarfssamnings Íslenskra Getrauna og KSÍ í april 2010

Samstarfssamningur KSÍ og Íslenskra Getrauna endurnýjaður - 8.4.2010

Í dag var endurnýjaður samstarfssamningur á milli Knattspyrnusambands Íslands og Íslenskra getrauna.  Íslenskar getraunir hafa verið einn traustasti samstarfsaðli knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi til fjölda ára og því mikið ánægjuefni að þetta samstarf haldi áfram. Nýr samstarfssamningur gildir til loka árs 2013.

Lesa meira
 
Stefán Runólfsson og Geir Þorsteinsson formaður KSÍ

Stefán Runólfsson gaf KSÍ bókagjöf - 8.4.2010

Stefán Runólfsson afhenti Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ í dag áritað eintak af æviminningum sínum.  Stefán um árabil formaður ÍBV og gegndi meðal annars formennsku hjá félaginu þegar Eyjamenn urðu bikarmeistarar árið 1968, fyrstir allra liða utan Reykjavíkur.

Lesa meira
 
Leiknir Reykjavík

Ólöglegur leikmaður hjá Leikni Reykjavík - 7.4.2010

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Halldór Kristinn Halldórsson var í leikbanni þegar hann lék með Leikni R. gegn FH í Lengjubikar karla, 1. apríl síðastliðinn.

Lesa meira
 
Fellavöllur í Fellabæ var vígður 11. janúar 2008

Fundað með aðildarfélögum á Austurlandi 12. apríl - 7.4.2010

Mánudaginn 12. apríl  nk. boðar KSÍ til fundar með aðildarfélögum á Austurlandi á Fjarðarhóteli Reyðarfirði kl. 16.00.  Á fundinn mæta fyrir hönd KSÍ Árni Ólason landshlutafulltrúi, Geir Þorsteinsson formaður, Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri og Birkir Sveinsson mótastjóri.

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Fundur með aðildarfélögum á Norð-Austurlandi - 7.4.2010

Mánudaginn 19. apríl  nk. boðar KSÍ til fundar með aðildarfélögum á Norð-Austurlandi á Hótel KEA á Akureyri kl. 17.00.  Á fundinn mæta fyrir hönd KSÍ Björn Friðþjófsson landshlutafulltrúi, Geir Þorsteinsson formaður, Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri og Birkir Sveinsson mótastjóri.

 

Lesa meira
 
Vignir Þormóðsson

Knattspyrna fyrir alla - 6.4.2010

Grasrótar-knattspyrna hefur alla  tíð leikið stórt hlutverk í knattspyrnuflórunni og er mikilvægur hluti þeirrar staðreyndar að þessi íþrótt sem er okkur svo kær sé svona vinsæl um allan heim.  En hvað er grasrótarknattspyrna?

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegir leikmenn hjá KFK - 6.4.2010

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Halldór Þór Halldórsson og Hafþór Jóhannsson léku ólöglegir með KFK í leik gegn Létti sem fram fór í C deild Lengjubikars karla, 27. mars síðastliðinn. 

Lesa meira
 
FIFA_domari

Héraðsdómaranámskeið í Hamri mánudaginn 12. apríl - 6.4.2010

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Hamri, Akureyri,  mánudaginn 12. apríl kl. 20:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið hjá ÍA á Jaðarsbökkum - 6.4.2010

Unglingadómaranámskeið hjá ÍA verður haldið á Jaðarsbökkum miðvikudaginn 7. apríl kl. 17:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

U19 stelpurnar töpuðu fyrir Tékklandi - 1.4.2010

Lokaumferð milliriðils U19 kvenna fór fram í dag.  Stelpurnar okkar í U19 töpuðu 1-2 fyrir Tékklandi og hafna því í neðsta sæti riðilsins.  Hið sorglega er að ef Ísland hefði unnið leikinn hefði liðið tryggt sér sæti í úrslitakeppni EM annað árið í röð.

Lesa meira
 
EURO 2012

Aprílgabbið 2010:  Dregið aftur í töfluröð í undankeppni EM 2012 - 1.4.2010

Í gær barst sú tilkynning frá UEFA að mistök hafi átt sér stað þegar dregið var í töfluröð fyrir riðla í undankeppni EM 2012.  Dregið var í töfluröð 25. mars og átti Ísland að leika fyrsta leikinn í undankeppninni 3. september, gegn Norðmönnum á Laugardalsvellinum. Lesa meira
 
Páskaungar

Páskakveðja frá KSÍ - Gleðilega páska - 31.3.2010

Knattspyrnusamband Íslands sendir landsmönnum öllum sínar óskir um gleðilega páskahátíð.  Skrifstofa KSÍ verður lokuð um páskahátíðina en opnar að nýju, kl. 08:00, þriðjudaginn 6. apríl. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Tékkum - 31.3.2010

Stelpurnar í U19 kvenna leika lokaleik sinn í milliriðli fyrir EM en leikið er í Rússlandi.  Mótherjarnir eru Tékkar og hefst leikurinn kl. 11:00 að íslenskum tíma.  Á sama tíma leika Spánn og Rússland.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Þriggja marka sigur á Króötum - 31.3.2010

Íslenska kvennalandsliðið bar í dag sigurorð af Króötum í undankeppni fyrir HM 2011.  Leikið var í Króatíu og urðu lokatölur 3 - 0 fyrir Íslendinga eftir að staðan hafði verið 2 - 0 í leikhléi.  Þær Katrín Jónsdóttir, Rakel Logadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörk Íslendinga.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ánægjukönnun á meðal leyfisumsækjenda 2010 - 31.3.2010

Að loknu leyfisferlinu á ári hverju fer fram svokallað árlegt endurmat, að kröfu UEFA, þar sem farið er yfir alla þætti kerfisins og skoðað hvað vel hefur gengið og hvað mætti betur fara.  Svör bárust frá 19 félögum af þeim 24 sem undirgengust leyfiskerfið að þessu sinni.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA - 31.3.2010

Íslenska karlalandsliðið fór upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun.  Ísland er í 90. sæti listans en Spánverjar eru sem fyrr á toppnum og Brasilía kemur skammt á eftir.  Mótherjar Íslendinga í undankeppni EM 2012, Portúgal, er í fjórða sæti listans.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Byrjunarliðið er mætir Króatíu kl. 13:30 - 30.3.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Króatíu í undankeppni HM en leikið er í Króatíu.  Leikurinn hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma og gerir Sigurður Ragnar eina breytingu frá byrjunarliðinu sem bar sigur af Serbíu síðastliðinn laugardag.  Rakel Hönnudóttir kemur inn í liðið í stað Dóru Maríu Lárusdóttur.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Opna Norðurlandamótið í Finnlandi í ágúst - 30.3.2010

Leikjaniðurröðun er tilbúin fyrir Opna Norðurlandamót U17 karla en leikið verður í Finnlandi dagana 3. - 8. ágúst.  Íslendingar leika í A riðli með Finnum Dönum og Englendingum.  Í hinum riðlinum leika Svíar, Skotar, Norðmenn og Færeyingar.

Lesa meira
 
Vígalegt dómaratrío. Frá vinstri: Ólafur Böðvar Helgason, Kristinn Jakobsson og Hlynur Áskelsson

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ 12. apríl - 30.3.2010

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 12. apríl kl. 19:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.

Lesa meira
 
IMG_4047

Súpufundur KSÍ fer fram í hádeginu fimmtudaginn 8. apríl - 30.3.2010

Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn fimmtudaginn 8. apríl. Óhætt er að segja að súpufundir KSÍ hafi farið vel af stað en yfir 90 manns mættu á fyrsta fundinn. Líkt og á fyrsta fundinum verður fyrirkomulagið 30 mínútna fyrirlestur og svör við spurningum. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 23. - 25. apríl - 29.3.2010

Helgina 23.-25. apríl mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 stig í KSÍ B prófinu (UEFA B prófinu). Námskeiðið er upphafið af KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráðu.

Lesa meira
 
UEFA

Grasrótarstarf KSÍ fær fjórðu stjörnuna - 29.3.2010

Framkvæmdastjórn UEFA tilkynnti á dögunum að Grasrótarstarf KSÍ hefði fengið úthlutað fjörðu stjörnunni en stjarnan er gefin m.a. fyrir átaksverkefni í knattspyrnu fyrir fatlaða.  KSÍ var samþykkt inn í Grasrótarsáttmála UEFA árið 2008 og var þá 30. þjóðin til að ná inn í þann sáttmála. Lesa meira
 
U19 kvenna á æfingu í Rússlandi

U19 kvenna - Naumt tap gegn Rússum - 29.3.2010

Stelpurnar í U19 töpuðu naumlega gegn Rússum í dag en þetta var annar leikur liðsins í milliriðli fyrir EM.  Rússar komust yfir á 37. mínútu og var það eina mark leiksins.  Fyrr í dag unnu Spánverjar Tékka með fimm mörkum gegn engu.

Lesa meira
 
Gísli Gíslason

Um fótbolta - 29.3.2010

Sem betur fer býr íslensk íþróttahreyfing að ósérhlífnu fólki sem leggur metnað sinn og orku í uppeldi íþróttafólks.  Satt að segja er það ekki heiglum hent að reka íþróttafélög, en engan þekki ég sem vex verkefnið í augum eða hefur áhyggjur af því sem leysa þarf.  Þess vegna verður til íslenskt afreksfólk í ótrúlegum mæli.  Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands, U19 kvenna, gegn Spánverjum í milliriðli EM. Leikið í Rússlandi í mars 2010

U19 kvenna - Leikið við Rússa í dag - 29.3.2010

Stelpurnar í U19 mæta í dag Rússum í milliriðli fyrir EM en riðillinn er leikinn í Rússlandi.  Þetta er annar leikur íslenska liðsins en sigur vannst á Spánverjum í fyrsta leik 3 - 2.  Rússar höfðu líka sigur í sínum fyrsta leik, lögðu Tékka 6 - 0.

Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir

Sætur sigur á Serbíu - 28.3.2010

Íslenska kvennalandsliðið vann ákaflega sætan sigur á Serbíu í undankeppni HM 2011 en leikið var í Banatski Dvor.  Lokatölur urðu 2 - 0 Íslandi í vil eftir að markalaust hafði verið í hálfleik.  Það var Hólmfríður Magnúsdóttir sem skoraði bæði mörk Íslands.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Baráttusigur í fyrsta leik - 27.3.2010

Stelpurnar í U19 unnu í dag baráttusigur á stöllum sínum frá Spáni en leikurinn var fyrsti leikur liðsins í milliriðli fyrir EM.  Íslensku stelpurnar höfðu sigur, 3-2 eftir að hafa verið undir í hálfleik, 1-2.  Næsti leikur Íslands er á mánudaginn þegar leikið verður við heimastúlkur í Rússlandi. 

 

Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Serbum tilbúið - 26.3.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Serbum á morgun en leikið verður í Banatski Dvor.  Leikurinn er í undankeppni fyrir HM 2011 og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
U19 kvenna á æfingu í Rússlandi

U19 kvenna mætir Spánverjum í milliriðli EM - 26.3.2010

Stelpurnar í U19 landsliðinu hefja leik í fyrramálið, laugardaginn 28. mars, í milliriðli fyrir EM.  Leikið er í Rússlandi en fyrstu mótherjar íslenska liðsins verða Spánverjar en hinn leikurinn í riðlinum verður á milli Rússa og Tékka.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ 63 ára í dag - 26.3.2010

Í dag, föstudaginn 26. mars, er Knattspyrnusamband Íslands 63 ára.  Fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu KSÍ 26. mars 1947 og var Agnar Klemens Jónsson fyrsti formaður KSÍ.

Lesa meira
 
myndasafn-2010-front

Nýr myndavefur KSÍ - 25.3.2010

Myndavefur KSÍ hefur farið í gegnum miklar breytingar að undanförnu og hefur nýr myndavefur nú verið settur í loftið.  Nýi myndavefurinn veitir knattspyrnuháhugafólki auðveldan aðgang að myndasafni KSÍ, sem telur tugþúsundir mynda frá ýmsum skeiðum íslenskrar knattspyrnusögu. Lesa meira
 
EURO 2012

Leikdagar Íslands í undakeppni EM 2012 tilbúnir - 25.3.2010

Í dag var dregið um leikdaga í riðli Íslands í undankeppni EM 2012 en dregið var á fundi framkvæmdastjórnar UEFA sem fram fer í Tel Aviv.  Íslendingar byrja leik í keppninni með því að taka á móti Norðmönnum á heimavelli, 3. september næstkomandi.

Lesa meira
 
Gylfi_Orrason_Breidablik_HK

Unglingadómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ - 8. apríl - 25.3.2010

Unglingadómaranámskeið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 8. apríl   kl. 18:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið á Þórshöfn - 25.3.2010

Unglingadómaranámskeið á verður haldið á Þórshöfn laugardaginn 27. mars  kl. 13:30.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
A landslið karla

Markalaust jafntefli gegn Mexíkó í Charlotte - 25.3.2010

Ísland og Mexíkó gerðu markalaust jafntefli í vináttulandsleik sem fór fram í nótt en leikið var á Bank of America vellinum í Charlotte.  Hið unga íslenska lið gaf Mexíkóum ekkert eftir og gáfu fá færi á sér.  Stemningin á vellinum var eins og best verður á kosið, 63.227 manns mættu á völlinn og voru vel með á nótunum.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið í vináttulandsleik gegn Færeyjum í Kórnum 2010

Byrjunarlið Íslands gegn Mexíkó - 24.3.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Mexíkó í vináttulandsleik í kvöld en leikið verður í Charlotte.  Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 23:50.  Ólafur stillir upp sama byrjunarliði og lék gegn Færeyingum síðastliðinn sunnudag.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið um leikdaga á fimmtudag - 24.3.2010

Á morgun, fimmtudaginn 25. mars, hefst fundur framkvæmdastjórnar UEFA í Tel Aviv og þar verður dregið um leikdaga í riðli Íslands í undankeppni EM 2010. Ekki tókst að semja um leikdaga á fundi þjóðanna fyrr í þessum mánuði og verður því dregið um hvenær leikið verður.

Lesa meira
 
ÍA, HK og Víkingur R.

Þrjú félög í 1. deild uppfylla einnig allar lykilkröfur í Pepsi-deild - 23.3.2010

Þrjú félög í 1. deild karla uppfylla ekki eingöngu allar lykilkröfur leyfisreglugerðarinnar fyrir félög í 1. deild, heldur uppfylla þau einnig allar lykilkröfur fyrir félög í Pepsi-deildinni.  Þessi félög eru HK, ÍA og Víkingur R.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Mist inn í hópinn fyrir leikina gegn Serbíu og Króatíu - 23.3.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt breytingu á A landsliði kvenna sem mætir Serbum og Króötum nú í mars.  Erna B. Sigurðardóttir er meidd og í hennar stað hefur Mist Edvardsdóttir, KR, verið valin.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Átta þátttökuleyfi veitt á fundi leyfisráðs - 23.3.2010

Leyfisráð tók í dag fyrir leyfisumsóknir 8 félaga, þriggja félaga úr 1. deild karla og fimm félaga úr Pepsi-deild karla.  Félögin átta fengu öll þátttökuleyfi, en þremur félögum er þó veitt þátttökuleyfi með ákveðnum fyrirvörum um mannvirkjamál.

Lesa meira
 
Marki Matthíasar Vilhjálmssonar fagnað í vináttulandsleik gegn Færeyjum í mars 2010

Mörkin úr Ísland - Færeyjar - 23.3.2010

Hér má sjá mörkin tvö sem Íslendingar gerðu í vináttulandsleik gegn Færeyingum síðastliðinn sunnudag en leikið var í Kórnum.  Íslenski hópurinn er nú staddur í Bandaríkjunum en þar leikur liðið vináttulandsleik gegn Mexíkó á morgun, miðvikudag.

Lesa meira
 
Bank of America völlurinn í Charlotte

Mexíkó - Ísland í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport - 23.3.2010

Íslenska landsliðið er nú komið til Charlotte í Norður Karólínuríki Bandaríkjanna en á morgun, miðvikudag, verður leikinn vináttulandsleikur gegn Mexíkó á Bank of America vellinum.  Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 23:50 annað kvöld.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - 27 leikmenn boðaðir á úrtaksæfingar um helgina - 23.3.2010

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 27 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi og koma leikmennirnir frá 14 félögum.  Æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og í Kórnum.

Lesa meira
 
U17kv2002-0007

U17 kvenna - Úrtakshópur við æfingar um helgina - 23.3.2010

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið úrtakshóp til æfinga um komandi helgi.  Þorlákur boðar 26 leikmenn á þessar æfingar og koma þeir frá 16 félögum.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og í Egilshöll.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Seinni fundur leyfisráðs í dag - 23.3.2010

Seinni fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2010 fer fram í dag, þriðjudag.  Á fundi ráðsins fyrir viku síðan var 6félögum var gefinn vikufrestur til að ganga frá útistandandi atriðum og afgreiðslu tveggja félaga var frestað um viku á meðan mannvirkjamál voru skoðuð.

Lesa meira
 
Sauðárkróksvöllur

Umsóknir í Mannvirkjasjóð KSÍ 2010 - 22.3.2010

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. apríl en sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið í vináttulandsleik gegn Færeyjum í Kórnum 2010

Tveggja marka sigur í Kórnum - 21.3.2010

Íslendingar lögðu Færeyingar í vináttulandsleik í dag og urðu lokatölur 2 - 0.  Bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik þeir Matthías Vilhjálmsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslendinga og í leiðinni sín fyrstu landsliðsmörk.

Lesa meira
 
A landslið karla

Þrír nýliðar í byrjunarliðinu er mætir Færeyingum - 20.3.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Færeyjum í vináttulandsleik.  Leikurinn fer fram í Kórnum á morgun, sunnudag og hefst kl. 12:00.  Þrír nýliðar eru í byrjunarliðinu að þessu sinni.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Mót sumarsins 2010 - Athugasemdafrestur til 23. mars - 19.3.2010

Næstkomandi þriðjudag, 23. mars, rennur út sá frestur er félög hafa til að koma á framfæri athugasemdum við niðurröðun móta sumarsins 2010.  Mjög mikilvægt er að allar óskir/athugasemdir komi í einu lagi frá hverju félagi.

Lesa meira
 
Stjarnan

Unglingadómaranámskeið hjá Stjörnunni í Stjörnuheimilinu - 18.3.2010

Unglingadómaranámskeið hjá Stjörnunni verður haldið í Stjörnuheimilinu mánudaginn 22. mars   kl. 17:30.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

A passar 2009 gilda við innganginn í Kórnum - 18.3.2010

Handhafar A passa 2009 frá KSÍ geta sýnt passann við innganginn í Kórnum á vináttulandsleik Íslands og Færeyja á sunnudaginn.  Ekki þarf að sækja miða á skrifstofu KSÍ fyrir þennan leik.  Athugið að A passar frá 2009 gilda á þennan leik, ekki er farið að gefa út passa fyrir árið 2010.

Lesa meira
 
Claus Bo Larsen

Claus Bo Larsen dæmir Ísland - Færeyjar - 18.3.2010

Dómari í vináttulandsleik Íslands og Færeyja verður Claus Bo Larsen frá Danmörku.  Þessi reyndi dómari dæmdi m.a. leik Liverpool og Chelsea í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar UEFA árið 2009 og einnig leik Manchester United og Liverpool í undanúrslitum sömu keppni.

Lesa meira
 
A landslið karla

Tvær breytingar á hópnum er mætir Færeyjum og Mexíkó - 17.3.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert tvær breytingar á hópnum er mætir Færeyjum og Mexíkó í vináttulandsleikjum á næstu dögum.  Þeir Kristinn Jónsson og Heimir Einarsson geta ekki verið með vegna meiðsla.  Í staðinn hafa verið valdir þeir Guðmundur Reynir Gunnarsson og Gunnar Örn Jónsson, báðir úr KR.

Lesa meira
 
Jóhannes Ólafsson

Árangur okkar stráka í U21 landsliðinu - 17.3.2010

Í leik þeirra gegn Þjóðverjum í mars síðastliðnum, létu strákarnir það ekkert á sig fá þótt þeir lentu tvisvar undir gegn ríkjandi Evrópumeisturum í þessum aldursflokki.  Þeir jöfnuðu jafnharðan og uppskáru verðskuldað stig í leikslok.  Mikil samheldni og vilji einkennir þennan hóp sem sýndi sig hvernig þeir gáfust aldrei upp í þessum leik.

Lesa meira
 
Frá vináttulandsleik Íslands og Færeyja í Kórnum í mars 2008. Ísland fór með sigur af hólmi, 3-0.

Ísland - Færeyjar í Kórnum á sunnudaginn kl. 12:00 - 17.3.2010

Ísland og Færeyjar mætast í vináttulandsleik í Kórnum á sunnudaginn og hefst leikurinn kl. 12:00.  Miðasala hefst í Kórnum kl. 11:00 á leikdag en ekki verður forsala miða á þennan leik.  Miðaverð er kr. 1.000 fyrir fullorðna, 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
Frá Vorráðstefnu SÍGÍ í mars 2010

Vorráðstefna SÍGÍ fór vel fram um helgina - 17.3.2010

Um helgina fór fram Vorráðstefna SÍGÍ en það er skammstöfun fyrir "Samtök íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi".  Á ráðstefnuna mættu tæplega hundrað manns og stóð hún yfir í 2 daga og voru mörg áhugaverð erindi á dagskrá.

Lesa meira
 
Frá undirritun samnings um

KSÍ aðili að námskeiðaröð í grasvallafræðum - 17.3.2010

Knattspyrnusamband Íslands kemur að námskeiðaröð sem nefnist "Betri vellir" en samningar þess efnis voru undirritaðir um helgina.  Með þessari námskeiðaröð er markmiðið að gera menn betur búna til þess að sjá um viðhald gras- og gerviefnavalla.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Sextán félögum veitt þátttökuleyfi - 16.3.2010

Fyrsti fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2010 fór fram í dag, þriðjudag, og voru teknar fyrir umsóknir 24 félaga um þátttökuleyfi - 12 i Pepsi-deild og 12 í 1. deild.  Gefin voru út þátttökuleyfi til handa 16 félögum.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Breytingar í B og C deild - 16.3.2010

Þar sem Huginn hefur dregið sig úr keppni í Lengjubikar karla hefur Mótanefnd KSÍ gert breytingar á keppninni.  Dalvík/Reynir færist úr C-deild Lengjubikarsins í B-deild og sameiginlegt Hugins/Spyrnis tekur sæti Dalvík/Reynir í C-deild.

Lesa meira
 
Frá æfingu kvennalandsliðsins í Colchester fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi

Sigurður Ragnar í viðtali - Þurfum að vinna báða þessa leiki - 16.3.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hóp sinn fyrir leiki gegn Serbíu og Króatíu.  Heimasíðan hitti Sigurð Ragnar í dag og ræddi við hann um leikina framundan og markmið liðsins.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Ólafur Þór í viðtali - Jafn og breiður hópur - 16.3.2010

Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag tilkynnti Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hópinn er leikur í milliriðli EM í Rússlandi.  Leikið verður dagana 27. mars - 1. apríl og heimasíðan hitti Ólaf Þór í dag og spurði hann út í verkefnið.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal í undankeppni EM U19 kvenna í september

U19 kvenna - Hópurinn valinn fyrir milliriðilinn í Rússlandi - 16.3.2010

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn er leikur í milliriðli EM en riðillinn verður leikinn í Sochi, Rússlandi.  Leikmennirnir 18 koma frá ellefu félögum en fyrsti leikurinn verður gegn Spánverjum, laugardaginn 27. mars. 

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Hópurinn valinn er mætir Serbíu og Króatíu - 16.3.2010

Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag tilkynnti Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, landsliðshóp sinn er leikur gegn Serbíu og Króatíu.  Leikirnir fara fram ytra 27. og 31. mars og eru í undankeppni fyrir HM 2011.

Lesa meira
 
Grótta

Unglingadómaranámskeið hjá Gróttu - 15.3.2010

Unglingadómaranámskeið hjá Gróttu verður haldið í Vallarhúsinu við gervigrasið fimmtudaginn 18. mars   kl. 19:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Dregið í riðla á Opna Norðurlandamótinu hjá U17 kvenna - 15.3.2010

Dregið hefur verið í riðla á Opna Norðurlandamótinu hjá U17 kvenna sem leikið verður í Danmörku, dagana 5. - 10. júlí.  Mótið er eitt það sterkasta í þessum aldursflokki en Ísland er í riðli með Þýskalandi, Svíþjóð og Finnlandi. 

Lesa meira
 
UEFA

Dregið um leikdaga á þingi UEFA 24. - 26. mars - 15.3.2010

Á þingi UEFA sem haldið verður í Tel Aviv dagana 24. - 26. mars verður dregið um leikdaga í riðli Íslands fyrir EM 2010.  Ekki náðist samkomulag á meðal þjóðanna þegar þær hittust í Kaupmannahöfn á dögunum og verður því dregið um leikdaga. Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Kvennalandsliðið áfram í 18. sæti styrkleikalista FIFA - 15.3.2010

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út fyrir helgi, er íslenska kvennalandsliðið í 18. sæti og stendur í stað á listanum.  Það eru Bandaríkin sem halda í toppsætið en liðið sigraði á Algarve Cup fyrr í þessum mánuði, lögðu þar Þjóðverja í úrslitaleik en Þýskaland er einmitt í öðru sæti listans.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leyfisráð fundar á þriðjudag - 12.3.2010

Leyfisstjórn hefur nú lokið yfirferð fjárhagslegra leyfisgagna félaga og gert tillögur um úrbætur þar sem við á.  Leyfisráð kemur saman til fundar á þriðjudag og verða þá teknar fyrir leyfisumsóknir félaga og þátttökuleyfi gefin út til þeirra félaga sem uppfylla allar lykilkröfur.

Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Knattspyrnumót sumarsins 2010 - 12.3.2010

Mót sumarsins hafa verið birt hér á heimasíðu KSÍ.  Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi þriðjudaginn 23. mars.  Mjög mikilvægt er að allar óskir/athugasemdir komi í einu lagi frá hverju félagi en ekki frá einstökum þjálfurum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Reglugerðarbreytingar samþykktar á fyrsta fundi nýrrar stjórnar - 12.3.2010

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 11. mars nokkrar breytingar á reglugerðum KSÍ en tillögur um breytingar voru samþykktar á ársþingi KSÍ í febrúar.  Samþykktar breytingar má sjá í bréfi hér að neðan ásamt stuttum greinargerðum og eru aðildarfélög hvött til að kynna sér þær.

Lesa meira
 
Frá 64. ársþingi KSÍ 13. febrúar 2010

Þinggerð 64. ársþings KSÍ - 12.3.2010

Hér að neðan má sjá þinggerð 64. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var í höfuðstöðvum KSÍ 13. febrúar síðastliðinn.

Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006. Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Bikarúrslitaleikur kvenna fer fram 15. ágúst - 12.3.2010

Á fundi stjórnar KSÍ sem haldinn var í gær var ákveðið að bikarúrslitaleikur kvenna fari fram sömu helgi og bikarúrslitaleikur karla.  Úrslitaleikur í bikarkeppni kvenna mun því fara fram sunnudaginn 15. ágúst á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Ný stjórn KSÍ eftir ársþingið 2010

Fyrsti fundur hjá nýrri stjórn KSÍ - 12.3.2010

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar, sem haldinn var í gær, var m.a. skipað í embætti innan stjórnar sem og skipað í fastanefndir KSÍ.  Ragnhildur Skúladóttir kemur ný inn í stjórn Knattspyrnusambandsins.

Lesa meira
 
Icelandair Hotels web

Samstarfssamningur KSÍ og Icelandair Hotels - 12.3.2010

Í dag var endurnýjaður samstafssamningur á milli Knattspyrnusambands Íslands og Icelandair Hotels.  Samningurinn felur í sér að öll landslið Íslands í knattspyrnu gista á hótelum Icelandair Hotels.

Lesa meira
 
Mottur í mars!

Mottur út um allt! - 11.3.2010

Eins og flestum ætti að vera kunnugt um er nú í gangi árvekniátaka Krabbameinsfélags Íslands, Karlmenn og krabbamein.  Karlkyns starfsmenn Knattspyrnusambandsins láta sitt ekki eftir liggja og veita þessu þarfa málefni lið af bestu getu.

Lesa meira
 
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

Færeyski hópurinn er mætir í Kórinn 21. mars - 10.3.2010

Brian Kerr, landsliðsþjálfari Færeyja, hefur valið landsliðshóp sinn er mætir Íslendingum í vináttulandsleik.  Leikurinn fer fram í Kórnum, sunnudaginn 21. mars og hefst kl. 12:00.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 5. júlí 2008. Myndina tók Þorsteinn Jónsson

Æfingar hjá U16 og U17 kvenna um helgina - 9.3.2010

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U16 og U17 kvenna, hefur valið hópa fyrir úrtaksæfingar um komandi helgi.  Þorlákur boðar rúmlega 50 leikmenn til þessara æfinga en æft verður í Egilshöllinni og Kórnum.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið um leikdaga í næstu viku - 8.3.2010

Fulltrúar þjóða sem leika í H riðli, undankeppni EM 2012, hittust í dag í Kaupmannahöfn. Fundarefnið var leikdagar riðilsins en ekki náðist samkomulag á milli þjóðanna verður því dregið um leikdaga. UEFA sjá um dráttinn í næstu viku.

Lesa meira
 
Merki FIFA

Frá fundi Alþjóðanefndar FIFA um helgina - 8.3.2010

Fundu Alþjóðanefndar FIFA (IFAB), fór fram síðastliðinn laugardag og var hann haldinn í Zürich.  Ýmis mál lágu fyrir fundinum og hér að neðan má sjá hvernig nokkur þeirra voru afgreidd.

Lesa meira
 
KR

KR fagnaði Reykjavíkurmeistaratitlinum - 8.3.2010

KR tryggði sér Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð þegar liðið lagði sveitunga sína Víkinga í úrslitaleik í gærkvöldi.  Var boðið upp á hörkuleik í Egilshöllinni og urðu lokatölur 3 - 2 fyrir Vesturbæinga. Lesa meira
 
Fjalar Þorgeirsson

Landsliðshópurinn er mætir Færeyjum og Mexíkó - 5.3.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn er mætir Færeyjum og Mexíkó í vináttulandsleikjum í mars.  Leikurinn við Færeyjar fer fram í Kórnum, sunnudaginn 21. mars en leikið verður við Mexíkó í Charlotte í Bandaríkjunum, miðvikudaginn 24. mars.

Lesa meira
 
Fjölnir

Fjölnir hefur skilað fjárhagsgögnum - 5.3.2010

Fjölnismenn hafa nú skilað fjárhagslegum leyfisgögnum sínum og á þá aðeins eitt félag eftir að skila, Þróttur.  Lokaskiladagur var 22. febrúar og reiknast dagsektir frá þeim degi samkvæmt leyfisreglugerðinni.

Lesa meira
 
Merki SÍGÍ

Vorráðstefna SÍGÍ 2010 - 5.3.2010

Þann 12. og 13. mars næstkomandi verður „Vorráðstefna SÍGÍ 2010“.  Á ráðstefnunni verða skemmtilegir og fræðandi fyrirlesarar, jafnt innlendir sem erlendir. Ráðstefnan hefst á föstudaginn 12. mars kl. 13:00 með aðalfundi SÍGÍ.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Faxaflóamót 2010 í 5. flokki karla og kvenna - 5.3.2010

Leikir í Faxaflóamóti - vor 2010 í  5 . flokki karla og kvenna hafa nú verið staðfestir á heimasíðu KSÍ.  Athugið að breytingar geta hafa átt sér stað frá því drög voru kynnt. Mikilvægt er því að aðildarfélög sjái til þess að eldri leikjadrög verði tekin úr umferð.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts karla - Víkingur gegn KR - 5.3.2010

Á sunnudaginn kl. 20:00 mætast Víkingur og KR í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla og fer leikurinn fram í Egilshöllinni.  Búast má við hörkuviðureign og eru knattspyrnuáhugamenn hvattir til þess að fjölmenna á leikinn.  Aðgangur er ókeypis.

Lesa meira
 
FIFA - My game is fair play

Stelpurnar okkar fá prúðmennskuviðurkenningu - 3.3.2010

Íslenska kvennalandsliðið lauk keppni á Algarve-mótinu í dag þegar liðið lagði heimamenn í Portúgal með þremur mörkum gegn engu í leik um 9. sætið á mótinu.  Stelpurnar okkar hlutu síðan sérstaka viðurkenningu fyrir prúðmennsku.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Trinidad & Tobago

Þrjú sláarskot Íslands á Kýpur - 3.3.2010

Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í vináttulandsleik Íslendinga og Kýpverja, sem fram fór í larnaca á Kýpur í dag, miðvikudag.  Íslenska liðið lék vel í  leiknum og gaf fá færi á sér.  Þrjú sláarskot í seinni hálfleik sýndu að lítið vantaði upp á íslenskan sigur.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Öruggur þriggja marka sigur í leðjunni - 3.3.2010

Ísland og Portúgal mætast í A-landsliðum kvenna á Estadio Algarve í dag kl. 13:00, í leik um 9.-10. sætið á Algarve-mótinu.  Pórtúgalar eru vitanlega á heimavelli í þessum leik.  Smellið hér að neðan til að fylgjast með textalýsingu frá leiknum.

Lesa meira
 
Fylkir

Unglingadómaranámskeið hjá Fylki - 3.3.2010

Unglingadómaranámskeið hjá Fylki verður haldið í Fylkisheimilinu fimmtudaginn 11. mars kl. 17:00.  Um að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur og próf viku seinna.  Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál. 

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Unglingadómaranámskeið hjá Víkingi R. - 3.3.2010

Unglingadómaranámskeið hjá Víkingi R. verður haldið í Víkinni mánudaginn 7. mars kl. 19:00.  Um er að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna.  Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Heiðar Helguson

Byrjunarlið Íslands gegn Kýpur í dag - 3.3.2010

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn við Kýpverja, sem fram fer á Antonis Papadopoulos-leikvanginum í Larnaca á Kýpur.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland í 91. sæti á FIFA-listanum - 3.3.2010

Ísland er í 91. sæti á styrkleikalista FIFA og Coca-Cola fyrir karlalandslið og hefur hækkað um þrjú sæti á listanum frá því í síðasta mánuði.  Mótherjar Íslands í vináttulandsleiknum í dag, Kýpverjar, eru í 66. sæti og hækka sig um tvö sæti frá fyrri mánuði.

Lesa meira
 
Mottu-mars - Yfirvaraskegg er málið

Árveknisátak gegn krabbameini: Mottu-mars - 3.3.2010

KSÍ hvetur landsmenn alla til að taka þátt í árveknisátaki Krabbameinsfélagsins - "Karlmenn og krabbamein:  Mottu-mars".  Nokkrir leikmenn úr Pepsi-deild karla munu etja kappi við leikmenn úr öðrum hópíþróttum og taka þannig þátt í að vekja athygli á verkefninu.

Lesa meira
 
Þóra B. Helgadóttir

Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal - 2.3.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Portúgal á miðvikudag.  Liðin mætast í leik um 9.-10. sætið á Algarve-mótinu og fer hann fram kl. 13:00 á aðalleikvangi svæðisins, Estadio Algarve, sama leikvangi og úrslitaleikur mótsins fer fram.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Magnað jafntefli í Magdeburg - 2.3.2010

Strákarnir í U21 liðinu gerðu frábært jafntefli við Þjóðverja í Magdeburg í kvöld.  Leikurinn var í undankeppni EM og urðu lokatölur 2 - 2 eftir að staðan hafði verið 1 - 1 í leikhléi.  Þeir Kolbeinn Sigþórsson og Bjarni Þór Viðarsson sem skoruðu mörk íslenska liðsins.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Á 8. tug leikmanna á úrtaksæfingum - 2.3.2010

Á áttunda tug leikmanna frá félögum víðs vegar af landinu verða á úrtaksæfingum vegna U19 og U17 landsliðs karla um komandi helgi.  Æft verður í Kórnum, í Egilshöll og á Framvelli.  Um einn hóp er að ræða hjá U17, en æfingahópur U19 er tvískiptur.  Smellið hér að neðan til að skoða æfingahópana og nánari upplýsingar.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Byrjunarliðið klárt í Magdeburg - Textalýsing - 2.3.2010

Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Þjóðverjum í undankeppni EM.  Leikurinn hefst kl. 16:45 að íslenskum tíma og fer fram á MDCC vellinum í Magdeburg.  Fylgst verður með leiknum hér á síðunni með textalýsingu.

Lesa meira
 
2010-kypur-island-aefing2

Æft við góðar aðstæður í Limassol - 2.3.2010

A-landslið karla æfir við góðar aðstæður í Limassol á Kýpur fyrir vináttulandsleikinn gegn heimamönnum á miðvikdag.  Veður er gott, hlýtt en smá gola, aðstæður allar hinar bestu og góð stemmning í hópnum.  Leikurinn hefst kl. 16:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.  Ólafur Jóhannesson, þjálfari íslenska liðsins, mun tilkynna byrjunarliðið á leikdag.

Lesa meira
 
Nýliðarnir í hópnum á Algarve 2010. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Elínborg Ingvarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Mist Edvardsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir

Stelpurnar mæta heimamönnum á Algarve - 2.3.2010

A landslið kvenna leikur um 9.-10. sætið á Algarve-mótinu á miðvikudag og mætir þar heimamönnum, Portúgölum.  Leikurinn fer fram á aðalleikvanginum, Estadio Algarve, og hefst kl. 13:00.  Þýskaland og Bandaríkin leika til úrslita.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Tékkum á KR velli 12. ágúst 2009. Tékkar sigruðu með tveimur mörkum gegn engu.

Mikið undir í Magdeburg - 1.3.2010

Strákarnir í U21 karlalandsliðið Íslands eru klárir í slaginn fyrir leikinn á morgun á móti Þjóðverjum.  Æft var á keppnsvellinum í kvöld og fer vel um mannskapinn.  Tvær æfingar voru teknar í dag en leikurinn hefst kl. 16:45 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Alid2003-0616

Veigar Páll ekki með gegn Kýpur - 1.3.2010

Enn fækkar í leikmannahópnum hjá A-landsliði karla, sem mætir Kýpverjum í vináttulandsleik ytra á miðvikudag.  Veigar Páll Gunnarsson á við veikindi að stríða og getur því ekki ferðast.  Leikmannahópur íslenska liðsins telur nú 17 leikmenn.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Norskur 3-2 sigur á Algarve - 1.3.2010

Ísland og Noregur mættust í Algarve-bikarnum í dag, mánudag og var þetta lokaumferðin í B-riðli.  Norðmenn reyndust sterkari í leiknum og knúðu fram 3-2 sigur gegn stelpurnum okkar, sem höfnuðu í neðsta sæti B-riðils.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Strákarnir í U21 æfa á keppnisvellinum í kvöld - 1.3.2010

Strákarnir í U21 landsliðinu eru staddir í Magdeburg þar sem þeir leika við Þjóðverja á morgun í undankeppni EM.  Leikið verður á MDCC Stadium í Magdeburg og hefst leikurinn kl. 16:45 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Landsdómarahópurinn 2010 - 1.3.2010

Dómaranefnd KSÍ hefur gefið út hverjir munu skipa landsdómarahópinn 2010.  Hópurinn skiptist í A-B-C flokka, og jafnframt skiptiast A og B flokkar í dómara annars vegar og aðstoðardómara hins vegar.
Lesa meira
 
100 ára afmælismerki Fram

Unglingadómaranámskeið hjá Fram - 1.3.2010

Unglingadómaranámskeið verður haldið í  Fram heimilinu þriðjudaginn 2. mars kl. 17:30.  Um er að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Erna B. Sigurðardóttir í leik gegn Frökkum á EM í Finnlandi

Byrjunarliðið gegn Noregi á Algarve-mótinu - 28.2.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Noregi.  Liðin mætast í Algarve-bikarnum á mánudag kl. 15:00 að íslenskum tíma og er þetta lokaumferðin í B-riðli.  Leikir um sæti fara fram á miðvikudag.

Lesa meira
 
Jónas Guðni í leik gegn Færeyingum í Kórnum

Breytingar á hópnum fyrir vináttuleikinn við Kýpur - 28.2.2010

Ólafur Jóhannesson hefur þurft að gera breytingu á leikmannahóp sínum fyrir vináttulandsleikinn gegn Kýpur, sem fram fer ytra 3. mars.  Þrír leikmenn sem valdir voru í hópinn verða ekki með.  Jónas Guðni Sævarsson hefur verið kallaður inn í hópinn.

Lesa meira
 
100 ára afmælismerki Fram

Knattspyrnudeild Fram óskar eftir yngri flokka þjálfurum - 26.2.2010

Vegna forfalla og aukina umsvifa  óskar Knattspyrnufélagið FRAM eftir yngri flokka  þjálfurum.   Áhugasamir hafi samband við formann knattspyrnudeildar, Júlíus Guðmundsson , í  síma 89-5521 eða póstfangið jgsv@hive.is.

Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir

Ísland tapaði 1-5 fyrir Svíþjóð - 26.2.2010

A-landslið kvenna atti kappi við Svíþjóð í Algarve-mótinu í Portúgal í dag.  Ísland leiddi með einu marki í hálfleik, en sænska liðið sýndi mátt sinn í síðari hálfleik og skoraði 5 mörk..

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Beinar útsendingar frá Lengjubikarnum á SportTV - 26.2.2010

KSÍ hefur samið við SportTV um beinar útsendingar frá leikjum í Lengjubikarnum.  Um er að ræða tímabundnar tilraunaútsendingar frá 8 leikjum.  Með þessu er verulega aukin þjónustan við knattspyrnuáhugafólk um allt land.

Lesa meira
 
Ioannis Okkas

Kýpverski landsliðshópurinn gegn Íslandi - 26.2.2010

Í 22 manna leikmannahópi Kýpurs fyrir vináttulandsleikinn gegn Íslandi 3. mars næstkomandi eru aðeins tveir leikmenn sem leika með félagsliðum utan heimalandsins, og leika þeir báðir í Grikklandi.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Byrjunarliðið er mætir Svíþjóð á morgun - 25.2.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Svíum á morgun, föstudag,  á Algarve Cup.  Leikurinn sem er annar leikur íslenska liðsins á mótinu, hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Sigurður Ragnar gerir fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Bandaríkjunum.

Lesa meira
 
FH

Unglingadómaranámskeið hjá FH Í Hvaleyrarskóla - 25.2.2010

Unglingadómaranámskeið hjá FH verður haldið í Hvaleyrarskóla mánudaginn 1. mars kl. 17:30.  Um að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
A landslið karla

Kári kallaður í Kýpurhópinn - 24.2.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, gerði í dag eina breytingu á hópnum er mætir Kýpur í vináttulandsleik 3. mars næstkomandi en leikið verður á Kýpur.  Ólafur hefur valið Kára Árnason í hópinn og kemur hann í stað Hermanns Hreiðarssonar sem á við meiðsli að stríða. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Tveggja marka tap gegn Bandaríkjunum á Algarve - 24.2.2010

Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu hófu í dag leik á Algarve Cup og voru mótherjarnir Bandaríkin, sem eru í efsta sæti styrkleikalista FIFA.  Lokatölur urðu 2 - 0 Bandaríkjunum í vil eftir að staðan var markalaus í leikhléi.  Tvær vítaspyrnu fóru í súginn hjá íslenska liðinu í leiknum Lesa meira
 
KA

Leyfisgögn KA komin í hús - 24.2.2010

Leyfisstjórn getur nú staðfest að fjárhagsleg leyfisgögn KA hafi borist skrifstofu KSÍ.  Stimpillinn frá Pósthúsinu á Akureyri sýnir sendingardaginn 22. febrúar og því teljast KA-menn hafa skilað innan settra tímamarka. 

Lesa meira
 
Dómari leiks Íslands og Íralnds, Christine Beck frá Þýskalandi

Christine Beck dæmir Ísland - Bandaríkin - 24.2.2010

Það verður góðkunningi Íslendinga, þýski dómarinn Christine Beck, sem dæmir leik Íslands og Bandaríkjanna á Algarve Cup í dag.  Christine var við stjórnvölinn á eftirminnilegum leik Íslands og Írlands á köldu októberkvöldi árið 2008 en þá tryggði íslenska liðið sér sæti í úrslitakeppni EM í Finnlandi.

Lesa meira
 
ÍBV

Pósturinn kominn frá Vestmannaeyjum - 24.2.2010

Leyfisstjórn getur nú staðfest móttöku fjárhagslegra leyfisgagna frá ÍBV.  Stimpillinn frá Pósthúsinu í Vestmannaeyjum sýnir sendingardaginn 22. febrúar og því teljast Eyjamenn hafa skilað innan settra tímamarka. 

Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Vængir Júpíters í Garðinum - 24.2.2010

Dregið hefur verið í forkeppni VISA bikarsins hjá meistaraflokki karla og kvenna en fyrsta umferðin í bikarkeppni karla fer fram 8. maí.  Keppnin hjá konunum hefst 15. maí.  Eins og alltaf eru margar forvitnilegar viðureignir á dagskránni.

Lesa meira
 
Úr leik Fjölnis og KR í Landsbankadeild karla 2008. Myndina tók Vilbogi Einarsson

Breytingar á niðurröðun í landsdeildum karla - 24.2.2010

Ákveðið hefur verið í samræmi við ályktun ársþings KSÍ  að úrslitaleikur karla í Bikarkeppni KSÍ verði 14. ágúst. Af þeim sökum hafa verið gerðar ýmsar breytingar á leikjum í meistaraflokki karla. Þær helstu eru:

Lesa meira
 
Frá æfingu á Alagarve í febrúar 2010

Byrjunarliðið sem mætir Bandaríkjunum - Textalýsing - 23.2.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Bandaríkjunum í fyrsta leik kvennalandsliðsins á Algarve Cup.  Fylgst verður með leiknum hér á síðunni með textalýsingu.

Lesa meira
 
ÍA, Fjarðabyggð og Þór

Gögnin komin frá ÍA, Fjarðabyggð og Þór - 23.2.2010

Leyfisstjórn getur nú staðfest móttöku fjárhagslegra leyfisgagna frá þremur félögum - ÍA, Fjarðabyggð og Þór.  Póststimpillinn hjá öllum þessum félögum sýnir sendingardaginn 22. febrúar og því teljast þau hafa skilað innan settra tímamarka. 

Lesa meira
 
U17 landslið karla á NM 2005

U17 karla - Æfingar um komandi helgi - 23.2.2010

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Gunnar velur 23 leikmenn að þessu sinni en æft verður í Kórnum og í Egilshöllinni.

Lesa meira
 
Nýliðarnir í hópnum á Algarve 2010. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Elínborg Ingvarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Mist Edvardsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir

Kvennalandsliðið komið til Algarve - 23.2.2010

Kvennalandsliðið er komið til Algarve þar sem það tekur þátt á Algarve Cup sem hefst á morgun.  Fyrsti leikur Íslands er gegn Bandaríkjunum og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Skilastaða leyfisgagna að morgni 23. febrúar - 23.2.2010

Þegar þetta er ritað, að morgni 23. febrúar, getur leyfisstjórn staðfest móttöku fjárhagslegra leyfisgagna frá 17 félögum af 24.  Gögn frá fimm félögum fóru í póst á mánudag og ættu því að berast í dag eða á miðvikudag.  Tvö félög skila síðar í vikunni og mega því búast við dagsektum.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Kristinn dæmir í Þýskalandi - 23.2.2010

Kristinn Jakobsson og félagar verða í eldlínunni á fimmtudaginn þegar þeir dæma stórleik Werder Bremen og Twente í 32 liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.  Þarna verður án efa hart barist en Twente vann fyrri leikinn á heimavelli með einu marki gegn engu.

Lesa meira
 
Grótta

Fjárhagsgögn frá nýliðunum í Gróttu hafa borist - 23.2.2010

Fjárhagsgögn frá Gróttu, sem er nýliði í leyfiskerfinu, bárust innan þess tímaramma sem settur er.  Grótta, sem leikur í fyrsta sinn í næst efstu deild hefur aldrei undirgengist leyfiskerfið áður og fær því árs aðlögun að þeim kröfum sem gerðar eru.

Lesa meira
 
KR

Pepsi-deildar hringnum lokað - 22.2.2010

Með skilum KR á fjárhagslegum fylgigögnum með umsókn um þátttökuleyfi rétt í þessu hefur hringnum verið lokað í Pepsi-deild.  Gögn frá 11 félögum hafa borist og gögn ÍBV eru í póstinum.

Lesa meira
 
HK

HK hefur skilað fjárhagsgögnum - 22.2.2010

Fjárhagsgögn HK, fylgigögn með umsókn um þátttökuleyfi í 1. deild karla 2010, hafa nú borist leyfisstjórn.  Þar með hafa gögn frá fimm félögum í þeirri deild borist og fjögur eru í póstinum.

Lesa meira
 
umf_selfoss_logo

Selfyssingar skila fjárhagsgögnum - 22.2.2010

Selfyssingar hafa nú skilað fjárhagslegum fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í Pepsi-deildinni 2010.  Þar með hafa gögn frá 9 Pepsi-deildarfélögum borist og gögn eins félags eru í póstinum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Tékkum á KR velli 12. ágúst 2009. Tékkar sigruðu með tveimur mörkum gegn engu.

U21 karla - Hópurinn valinn fyrir Þýskaland - 22.2.2010

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hóp sinn fyrir leik gegn Þýskalandi í undankeppni fyrir EM 2011.  Þarna mætast liðið í öðru og þriðja sæti riðilsins en Ísland hefur 12 stig eftir fimm leiki en Þjóðverjar 7 stig eftir fjóra leiki.

Lesa meira
 
Fram, Fylkir og Leiknir

Reykjavíkurfélögin Fram, Fylkir og Leiknir hafa skilað - 22.2.2010

Reykjavíkurfélögin Fylkir og Leiknir hafa skilað fjárhagslegum fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2010.  Þar með hafa gögn frá 10 félögum borist leyfisstjórn og gögn frá fimm öðrum eru í póstinum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009

Hópurinn fyrir Kýpurleikinn tilkynntur - 22.2.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hóp sinn er mætir Kýpur í vináttulandsleik á Kýpur, miðvikudaginn 3. mars.  Ólafur velur 20 leikmenn fyrir þennan leik sem er fyrsti vináttulandsleikur liðsins af þremur í marsmánuði.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Víkingar búnir að skila fjárhagsgögnum - 22.2.2010

Víkingar hafa skilað fjárhagslegum fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í 1. deildinni 2010.  Fjárhagsgögnum fylgja fjölmargar staðfestingar, s.s. á því að engin vanskil séu við leikmenn, þjálfara og aðra starfsmenn.

Lesa meira
 
Fjarðabyggð, ÍBV, Þór og KA

Nóg að gera á pósthúsum landsins - 22.2.2010

Það er nóg að gera á pósthúsum landsins í dag.  Samkvæmt upplýsingum leyfisstjórnar setja ÍBV, Þór og KA fjárhagsleg leyfisgögn sín í póst í dag og ættu þau því að berast leyfisstjórn á þriðjudag eða miðvikudag.

Lesa meira
 
ÍR

Fjárhagsgögn ÍR komin í hús - 22.2.2010

ÍR-ingar hafa skilað fjárhagslegum fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í 1. deild karla 2010 og þar með eru tvö félög í þeirri deild með staðfest skil.  Skagamenn hafa reyndar upplýst leyfisstjórn um að þeir hafi póstsent sín leyfisgögn, eins og fyrr hefur verið greint frá. Lesa meira
 
Njarðvík

1. deildin komin á blað - 22.2.2010

Njarðvíkingar urðu rétt í þessu fyrsta félagið í 1. deild 2010 sem skilar fjárhagslegum fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í deildinni.  Skagamenn hafa reyndar upplýst leyfisstjórn um að þeir hafi póstsent sín leyfisgögn.

Lesa meira
 
ÍA

Gögn Skagamanna komin í póst - 22.2.2010

Samkvæmt upplýsingum frá ÍA hafa fjárhagsgögn félagsins, sem skila á vegna umsóknar um þátttökuleyfi í 1. deild 2010, verið sett í póst og ættu því að berast leyfisstjórn á þriðjudag.  Móttaka gagnanna verður svo staðfest með frétt hér á vefnum.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Lokaskiladagur fjárhagsgagna runninn upp - 22.2.2010

Nú er runninn upp lokaskiladagur fjárhgslegra leyfisgagna vegna umsókna um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla og 1. deild karla.  Sex félög hafa þegar skilað gögnum af 24 leyfisumsækjendum, allt félög í Pepsi-deild, þannig að 18 félög eiga enn eftir að skila.

Lesa meira
 
Stjarnan

Helmingur Pepsi-deildarfélaga hefur skilað - 19.2.2010

Stjörnumenn hafa nú skilað fjárhagslegum gögnum vegna umsóknar um þátttökuleyfi í Pepsi-deild 2010.  Þar með hefur helmingur félaga í þeirri deild skilað fjárhagsgögnum.  Áður höfðu Valur, Grindavík, Breiðablik, FH og Keflavík skilað.

Lesa meira
 
Merki FIFA

11+ Upphitunaræfingar - Hluti 3: Hlaupaæfingar - 19.2.2010

Þá er komið að þriðja og síðasta hluta í þessum 11+ upphitunaræfingum og hér má finna hlaupaæfingar.  Það er Rannsóknarmiðstöð FIFA sem gefur út þessar upphitunaræfingar og er vonandi að þær komi að góðum notum.

Lesa meira
 
FH og Keflavík

FH og Keflavík hafa skilað fjárhagsgögnum - 19.2.2010

FH og Keflavík hafa nú skilað fjárhagslegum gögnum vegna leyfisumsókna í Pepsi-deild 2010.  Þar með hafa fimm félög skilað fjárhagsgögnum og eru þau öll úr Pepsi-deild.  Áður höfðu Valur, Grindavík og Breiðablik skilað.

Lesa meira
 
IMG_4048

Myndband frá fyrsta súpufundinum - 19.2.2010

Góð mæting var á fyrsta súpufundinn sem KSÍ stóð fyrir í hádeginu í gær.  Þar flutti Guðjón Örn Helgason erindi um niðurstöður úr meistaraprófsritgerð sinni sem ber nafnið: „Atriði sem tengjast hollustu og tryggð knattspyrnumanna gagnvart félagi sínu“.  Hér má sjá myndbandsupptöku af erindi Guðjóns.

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik þriðja félagið til að skila fjárhagsgögnum - 19.2.2010

Breiðablik hefur skilað fjárhagslegum fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla 2010.  Þar með hafa þrjú félög skilað fjárhagsgögnum og eru þau öll úr Pepsi-deild.  Flest félögin munu skila eftir helgi.

Lesa meira
 
IMG_4049

Frábær mæting á fyrsta súpufund KSÍ - 18.2.2010

Frábær mæting var á fyrsta súpufund KSÍ sem haldinn var í hádeginu í dag í höfuðstöðvum KSÍ.  Á þessum fyrsta fundi kynnti Guðjón Örn Helgason meistaraprófsritgerð sína sem fjallar um hollustu og tryggð knattspyrnumanna gagnvart félagi sínu.  Um 90 manns mættu og hlýddu á erindi Guðjóns.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ B próf fer fram 6. mars - 18.2.2010

Laugardaginn 6. mars stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn - Keppni í A deild karla hefst um helgina - 18.2.2010

Á laugardaginn hefst keppni í A deild í Lengjubikar karla og eru þá fjórir leikir á dagskrá.  Á sunnudeginum fara svo fram fimm leikir.  Allir leikir helgarinnar fara fram í Egilshöllinni að undanskildum leik Fjarðabyggðar og Þórs sem fer fram í Fjarðabyggðarhöllinni.

Lesa meira
 
Merki Hauka

Unglingadómaranámskeið hjá Haukum á Ásvöllum - 18.2.2010

Unglingadómaranámskeið hjá Haukum verður haldið á Ásvöllum  fimmtudaginn 25. febrúar  kl. 18:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn opnar 19. febrúar - 17.2.2010

Félagaskiptaglugginn á að opna þann 20. febrúar en þar sem sá dagur er á laugardegi mun glugginn opna föstudaginn 19.febrúar að þessu sinni.  Er þessi ákvörðun tekin til hagræðingar fyrir félögin þannig að hægt sé að ganga frá félagaskiptum í gegnum félagaskiptakerfi FIFA, TMS, fyrir lokun skrifstofa á föstudag.   

Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Framhaldsskólamótið í innanhússknattspyrnu að hefjast - 16.2.2010

Framhaldsskólamótið í innanhússknattspyrnu hefst á morgun, miðvikudag, þegar riðlakeppni hefst í Austurbergi.  Þetta er í annað skiptið sem KSÍ stendur fyrir innanhúsmóti á meðal framhaldskólanna.  Þetta mót er viðbót við framhaldskólamótið utanhúss sem KSÍ hefur staðið fyrir á haustin til margra ára.

Lesa meira
 
Grindavík

Grindvíkingar búnir að skila fjárhagsgögnum - 16.2.2010

Grindvíkingar hafa skilað fjárhagslegum fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla 2010.  Þar með hafa tvö félög skilað fjárhagsgögnum og eru þau bæði úr Pepsi-deild - Valur og Grindavík.

Lesa meira
 
Valur_101

Valsmenn fyrstir til að skila fjárhagsgögnum 2010 - 16.2.2010

Valsmenn urðu á mánudag fyrstir félaga til að skila fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn vegna keppnistímabilisins 2010.  Valsmenn, sem leika í Pepsi-deild, skiluðu endurskoðuðum ársreikningi ásamt ýmsum fylgigögnum og staðfestingum.

Lesa meira
 
U17kv2002-0001

U17 og U19 kvenna - Æfingar og æfingaleikir um helgina - 16.2.2010

Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið hópa fyrir æfingar hjá U17 og U19 kvenna um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og í Kórnum.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Valsstúlkur Reykjavíkurmeistarar þriðja árið í röð - 16.2.2010

Valsstúlkur tryggðu sér um helgina Reykjavíkurmeistaratitilinn í kvennaflokki eftir að þær lögðu Fylki á laugardaginn.  Lokatölur urðu 4 – 0 Val í vil en fyrir leikinn voru þessi félög með fullt hús stiga. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fyrirlestrar frá ársþingi KSÍ - 15.2.2010

Á 64. ársþingi KSÍ sem haldið var síðastliðinn laugardag, voru á dagskrá fyrirlestrar sem vöktu töluverða athygli.  Þeirra á meðal voru fyrirlestrar sem Sveinbjörn Brandsson læknir hélt um heilsufarsskoðun knattspyrnumanna og Willum Þór Þórsson hélt erindi um þjálfun ungra knattspyrnumanna.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Landsliðshópurinn valinn sem fer til Algarve - 15.2.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 20 leikmenn sem taka þátt á Algarve Cup.  Mótið hefst 24. febrúar og leikur Ísland sinn fyrsta leik gegn Bandaríkjunum en einnig verður leikið við Noreg og Svíþjóð.  Fimm nýliðar eru í landsliðshópnum að þessu sinni.

Lesa meira
 
Frá afhjúpun af styttu til minningar um Albert Guðmundsson

Stytta til minningar um Albert Guðmundsson afhjúpuð - 13.2.2010

Í kvöld var afhjúpuð stytta til minningar um Albert Guðmundsson en styttan stendur fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ.  Það var Albert Guðmundsson, langafabarn Alberts, sem afhjúpaði styttuna.  Við þetta tilefni flutti Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, stutta tölu og sagði meðal annars:

Lesa meira
 
Ný stjórn KSÍ eftir ársþingið 2010

64. ársþingi KSÍ lokið - 13.2.2010

Ársþingi KSÍ, því 64. í röðinni, var slitið laust eftir kl. 16:00.  Ragnhildur Skúladóttir kemur ný inn í stjórn KSÍ og tekur þar sæti Ingibjargar Hinrikdsdóttur sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs.  Þá tekur Tómas Þóroddsson sæti landshlutafulltrúa Suðurlands í stað Einars Friðþjófssonar sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Afgreiðsla tillagna á 64. ársþingi KSÍ - 13.2.2010

Nokkrar tillögur lágu fyrir 64. ársþingi KSÍ en tillögurnar má sjá hér að neðan sem og hvernig þær voru afgreiddar.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Ræða formanns á 64. ársþingi KSÍ - 13.2.2010

Hér að neðan má sjá ræðu Geirs Þorsteinssonar, formanns KSÍ, sem hann hélt við setningu ársþings KSÍ sem fram fór laugardaginn 13. febrúar. Lesa meira
 
Frá 64. ársþingi KSÍ 13. febrúar 2010

Ávarp formanns KSÍ á 64. ársþingi KSÍ - 13.2.2010

Hér að neðan má sjá ávarp formanns KSÍ, Geirs Þorsteinssonar, á 64. ársþingi KSÍ en þingið var sett kl. 11:00 í morgun í höfuðstöðvum KSÍ.

Lesa meira
 
Frá 64. ársþingi KSÍ 13. febrúar 2010

ÍR og ÍA fengu jafnréttisverðlaun á ársþingi - 13.2.2010

Jafnréttisverðlaun voru nú veitt í annað skiptið á ársþingi KSÍ.  Að þessu sinni voru það ÍA og ÍR sem að fengu þessa viðurkenningu.

Lesa meira
 
Frá 64. ársþingi KSÍ 13. febrúar 2010

RUV fékk viðurkenningu fyrir EM kvenna - 13.2.2010

Á 64. ársþingi KSÍ fékk Ríkissjónvarpið viðurkenningu fyrir umfjöllun sína og efnistök um úrslitakeppni EM kvenna sem fram fór í Finnlandi á síðasta ári.  Það var Kristín Harpa Hálfdánardóttir sem veitti viðurkenningunni móttöku fyrir hönd RUV og tileinkaði hana minningu Hrafnkels Kristjánssonar.

Lesa meira
 
Frá 64. ársþingi KSÍ 13. febrúar 2010

Breiðablik fékk kvennabikarinn 2009 - 13.2.2010

Breiðablik hlaut kvennabikarinn fyrir árið 2009 og var hann afhentur á 64. ársþingi KSÍ.   Blikar hafa staðið einkar vel að málum varðandi kvennaknattspyrnu og eru vel að kvennabikarnum komnir.

Lesa meira
 
Frá 64. ársþingi KSÍ 13. febrúar 2010

KR og ÍA fengu Drago stytturnar - 13.2.2010

KR fékk afhenta Drago-styttuna svokölluðu í Pepsi-deild karla 2009 og ÍA fékk styttuna afhenta í 1. deild karla.  Drago stytturnar hljóta þau lið í efstu tveimur deildum karla, sem sýna prúðmannlegastan leik miðað við gul og rauð spjöld dómaranna.

Lesa meira
 
Frá 64. ársþingi KSÍ 13. febrúar 2010

64. ársþing KSÍ hafið - 13.2.2010

Ársþing KSÍ, það 64. í röðinni, var sett kl. 11:00 í dag í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.  Fylgst verður með framvindu þingsins hér á síðunni en framundan eru m.a. afgreiðsla tillagna.

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Riðlaskipting í 1. deild kvenna og 3. deild karla 2010 - 12.2.2010

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út riðlaskiptingu í 1. deild kvenna og 3. deild karla fyrir keppnistímabilið 2010.  Sex félög leika í ár í 3. deild karla sem ekki tóku þátt á síðasta tímabili.  Tvö félög leika í 1. deild kvenna sem ekki tóku þátt á síðasta tímabili. Lesa meira
 
Ergo

Skilafrestur fjárhagsgagna framlengdur - 12.2.2010

Leyfisstjórn hefur tekið þá ákvörðun að skiladagur fjárhagslegra leyfisgagna verði mánudagurinn 22. febrúar.  Áætlaður skiladagur samkvæmt leyfisferlinu er 20. febrúar, sem er laugardagur að þessu sinni, og því hefur verið ákveðið að framlengja skilafrestinn til mánudagsins 22. febrúar. Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik 60 ára í dag - 12.2.2010

Í dag, 12. ágúst, fagnar Breiðablik 60 ára afmæli sínu en félagið var stofnað á þessum degi árið 1950.  Blikar munu fagna þessum tímamótum á veglegan hátt og fagna afmælinu um helgina.  Afmælishátíðin nær svo hámarki með hátíðarkvöldverði í Smáranum á laugardagskvöldið.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Undanúrslit í Reykjavíkurmóti karla á sunnudaginn - 12.2.2010

Í gærkvöldi varð það ljóst hvaða fjögur félög leika í undanúrslitum Reykjavíkurmóts karla en undanúrslitin fara fram sunnudaginn 14. febrúar.  Laugardaginn 13. febrúar ráðast hinsvegar úrslitin í Reykjavíkurmóti kvenna en þá leika Fylkir og Valur lokaleik mótsins.  Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Frakklands í úrslitakeppni EM 2009

Leikstaðir í Serbíu og Króatíu tilbúnir - 11.2.2010

Nú er ljóst hvar íslenska kvennalandsliðið leikur útileiki sína gegn Serbíu og Króatíu en leikirnir, sem eru í undankeppni fyrir HM 2011, fara fram 27. og 31. mars.  Næsta verkefni kvennalandsliðsins er hinsvegar hið sterka Algarve Cup en það hefst 24. febrúar næstkomandi Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fyrsti súpufundur KSÍ fer fram í hádeginu fimmtudaginn 18. febrúar - 11.2.2010

KSÍ hefur ákveðið að fara af stað með fræðslufundi í hádeginu einu sinni í mánuði.  Fræðslufundirnir verða í formi 30 mínútna fyrirlesturs um ólík efni hverju sinni og svo svör við spurningum.  KSÍ mun jafnframt bjóða gestum upp á súpu og brauð á þessum fyrirlestrum Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir heimsótti hressa knattspyrnukrakka á Ísafirði og á Súðavík

Hólmfríður heimsótti knattspyrnukrakka á Ísafirði og Súðavík - 10.2.2010

Á dögunum heimsótti landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir knattspyrnukrakka á Ísafirði og í Súðavík.  Með Hólmfríði í för var Guðlaugur Gunnarsson grasrótarfulltrúi KSÍ.  Hólmfríður mætti á æfingar hjá krökkunum, stjórnaði upphitun og tók þátt í æfingum.  Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Yngri kvennalandsliðin leika í Færeyjum í sumar - 10.2.2010

Dagana 23. og 24. júlí munu U17 og U19 kvennalandslið Íslands leika vináttulandsleiki við jafnaldra sína í Færeyjum.  Hvort lið um leika 2 landsleiki en þessir leikir eru hluti af samstarfsverkefni knattspyrnusamband Íslands og Færeyja. Lesa meira
 
Frá setningu ársþings KSÍ 2008

Þingfulltrúar á 64. ársþingi KSÍ - 10.2.2010

Laugardaginn 13. febrúar næstkomandi fer fram 64. ársþing KSÍ í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.  Alls hafa 134 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 127 fulltrúa. 

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Dæma á Copa der Sol mótinu á Marbella - 10.2.2010

Dómararnir Kristinn Jakobsson og Þóroddur Hjaltalín og aðstoðardómararnir Áskell Þór Gíslason, Frosti Viðar Gunnarsson og  Gunnar Sverrir Gunnarsson eru staddir í boði norska knattspyrnusambandsins á Marbella á Spáni.

Lesa meira
 
Danmörk - Ísland 5-1 (2-0), VL - Árósar, Århus stadion 7. ágúst 1949

Ritgerðir á sviði knattspyrnu - 10.2.2010

Hér á fræðsluvefnum má finna ýmsan fróðleik sem tengist knattspyrnu á einn og annan hátt.   Nú hefur bæst við þennan fróðleik því að nú má finna tengil hér á síðunni þar sem finna má 33 lokaritgerðir er tengjast knattspyrnu á ýmsan hátt og er sífellt að bætast við safnið

Lesa meira
 
U19-2000-0006

U17 og U19 karla - Æfingar um komandi helgi - 10.2.2010

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og hafa landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, valið leikmenn fyrir þessar æfingar.  Tveir hópar eru boðaðir hjá U19 karla. Lesa meira
 
Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu 2010 2. flokkur kvenna. Mynd af trottur.is

Íslandsmótum yngri flokka innanhúss lokið - 8.2.2010

Um helgina fóru fram úrslitakeppnir í 3. - 5. flokki karla og kvenna í Íslandsmótinu innanhúss og sáust mörg glæsileg tilþrif en keppni í 2. flokki var þegar lokið.  Breiðablik vann þrjá Íslandsmeistaratitla á þessari innanhússvertíð.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Innbyrðis viðureignir - 8.2.2010

Settur hefur verið upp nýr notkunarmöguleiki hér á vefnum - Innbyrðis viðureignir.  Þar er, eins og heitið gefur til kynna, hægt að bera saman árangur tveggja liða í innbyrðis viðureignum í gegnum tíðina, fá lista yfir alla leiki og samantekt á árangrinum.

Lesa meira
 
UEFA

Ísland með Portúgal í riðli í undankeppni EM 2012 - 7.2.2010

Dregið var í riðla í undankeppni EM 2012 í dag og fór drátturinn fram í Varsjá í Póllandi. Úrslitakeppnin fer fram í Póllandi og Úkraínu. Ísland dróst í fimm liða H-riðil ásamt Kýpur, Noregi, Danmörku og Portúgal.

Lesa meira
 
Fram

Röng leyfisgögn hjá Fram í leyfisferlinu 2009 - 5.2.2010

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir erindi framkvæmdastjóra KSÍ, þar sem óskað var eftir því að nefndin tæki fyrir mál sem tengist leyfisgögnum Fram árið 2009.  Ljóst þótti að Fram hefði lagt fram röng leyfisgögn með umsókn um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2009.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ársreikningur KSÍ 2009 birtur - 5.2.2010

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ)  birtir nú ársreikning sinn fyrir árið 2009. Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2009 námu 703 milljónum króna samanborið við 870 milljónir króna á árinu 2008. Lækkun rekstrartekna skýrist fyrst og fremst af lækkun á erlendum tekjum.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

KSÍ og dómarar undirrita nýjan samning - 4.2.2010

KSÍ og félag deildardómara hafa undirritað nýjan samning sem er til þriggja ára og gildir því keppnistímabilin 2010, 2011 og 2012.  Samningurinn tekur m.a. mið af ákvæðum er fram koma í dómarasáttmála UEFA sem KSÍ er aðili að og samþykktu dómarar samninginn á fundi sínum þann 1. febrúar.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í undankeppni EM 2012 á sunnudaginn - 4.2.2010

Á sunnudaginn, 7. febrúar,  verður dregið í undankeppni fyrir EM 2012 en úrslitakeppnin fer fram að þessu sinni í Póllandi og Úkraínu.  Dregið verður í Varsjá og hefst drátturinn kl. 11:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Forsíða Bikardrauma, saga bikarkeppni KSÍ í 50 ár

Bikardraumar í skólum - 3.2.2010

KSÍ hefur gefið um 80 eintök af bókinni "Bikardraumar" í grunn- og framhaldskóla á Íslandi.  Bókin kom út í desember á síðasta ári í tilefni af því að árið 2009 var leikið í 50. skiptið í Bikarkeppni KSÍ. 

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn í Finnlandi

24 þjóðir á HM kvenna árið 2015 - 3.2.2010

Framkvæmdastjórn FIFA hefur ákveðið að fjölga þjóðum í úrslitakeppni HM kvenna árið 2015, úr 16 í 24 þjóðir.  Ekki hefur verið ákveðið hvar sú úrslitakeppni fer fram né hversu mörg sæti falla í hlut Evrópu.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland niður um 2 sæti í styrkleikalista FIFA - 3.2.2010

Ísland fellur niður um 2 sæti á styrkleikalista FIFA en nýr styrkleikalisti karlalandsliða var gefinn út í dag.  Ísland er í 94. sæti listans en Spánverjar verma efsta sætið á þessum lista.  Litlar hreyfingar eru á listanum á meðal Evrópuþjóða. Lesa meira
 
Úr leik Fjölnis og KR í Landsbankadeild karla 2008. Myndina tók Vilbogi Einarsson

Drög að mótum sumarsins 2010 - 3.2.2010

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út drög að leikjum Pepsi-deildar karla og kvenna, 1. deildar karla og 2. deildar karla. Hægt er að sjá niðurröðun leikja hér á vef KSÍ.  Félög eru beðin um að skila athugasemdum við drögin í síðasta lagi 17. febrúar.

Lesa meira
 
Stjórn KSÍ árið 2009

Kosningar á ársþingi KSÍ 2010 - 2.2.2010

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests. 

Lesa meira
 
ÍR

Unglingadómaranámskeið hjá ÍR í ÍR heimilinu - 2.2.2010

Unglingadómaranámskeið hjá ÍR verður haldið í ÍR heimilinu  fimmtudaginn 11. febrúar kl. 19:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Breiðablik

Unglingadómaranámskeið hjá Breiðabliki í nýju stúkunni - 2.2.2010

Unglingadómaranámskeið hjá Breiðablik verður haldið í nýju stúkunni þriðjudaginn 9. febrúar   kl. 19:30.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Ísrael U17 kvenna

Stelpurnar á æfingum um komandi helgi - 2.2.2010

Um komandi helgi verða æfingar hjá A landsliði kvenna sem og U17 og U19 landsliðum kvenna.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöllinni og hafa landsliðsþjálfararnir, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Ólafur Þór Guðbjörnsson og Þorlákur Árnason, valið leikmenn til þessara æfinga.

Lesa meira
 
UEFA

Þjálfarar til Hollands - 2.2.2010

Í dag halda ellefu yngri flokka þjálfarar héðan til Hollands en þar munu þeir kynna sér barna- og unglingaþjálfun.  Ferðin er hluti af verkefni UEFA en ásamt þjálfurum frá Íslandi verða þjálfarar frá Austurríki og Svíþjóð með í ferðinni.

Lesa meira
 
Merki WADA

Breytingar á bannlista WADA - 1.2.2010

Lyfjaeftirlit ÍSÍ hefur birt yfirlit yfir helstu breytingar sem urðu á bannlista WADA fyrir árið 2010.  KSÍ hvetur aðildarfélög sín til að halda vöku sinni í lyfjaeftirlitsmálum og minnir á að það er á ábyrgð aðildarfélaga KSÍ að kynna þessi mál fyrir leikmönnum sínum

Lesa meira
 
KR

Æfingar fyrir fötluð börn og ungmenni hjá KR - 1.2.2010

Knattspyrnufélagið KR býður aftur upp á knattspyrnuæfingar fyrir fötluð börn og ungmenni. Markmiðið er að gefa fötluðum börnum og unglingum tækifæri að vera virkir þátttakendur hjá almennu knattspyrnufélagi. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tillögur á ársþingi KSÍ 2010 - 1.2.2010

Ársþing KSÍ, það 64. í röðinni, verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli 13. febrúar næstkomandi.  Hér að neðan má sjá þær tillögur er liggja fyrir þinginu sem og dagskrá þingsins sem sett verður kl. 11:00.

Lesa meira
 
UEFA

Ráðstefna evrópskra dómara á Möltu - 29.1.2010

Mánudaginn 1. febrúar hittast fremstu dómarar Evrópu á Möltu en þar verður haldin í átjánda skiptið ráðstefna fyrir Elite/Premier dómara UEFA.  Á sama stað verður um leið haldin nýliðaráðstefna nýrra alþjóðlegra dómara en sú ráðstefna er haldin í nítjánda skiptið.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Styrkur úr Afrekssjóði ÍSÍ - 29.1.2010

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti í gær tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Styrktarsjóðs ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna um úthlutun fyrir árið 2010.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Dæma á æfingamóti á Marbella - 29.1.2010

Ákveðið hefur verið að þiggja boð norska knattspyrnusambandsins um að senda 2 íslenska dómara og 3 aðstoðardómara á alþjóðlegt æfingamót í Marbella á Spáni. Mótið stendur dagana 7. til 12. febrúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009

Leikið við Mexíkó í Charlotte 24. mars - 28.1.2010

Knattspyrnusambönd Íslands og Mexíkó hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik, miðvikudaginn 24. mars næstkomandi.  Leikið verður í Charlotte í Norður Karólínu í Bandaríkjunum.

Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Aukinn fjárhagslegur stuðningur við aðildarfélög - 28.1.2010

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 21. janúar, aukinn fjárhagslegan stuðning við aðildarfélög sambandsins. Öll gjöld í jöfnunarsjóð meistaraflokka falla niður á þessu ári.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Fyrirlestur hjá Íþrótta- og Ólympíusambandinu á fimmtudag - 27.1.2010

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands býður upp á fræðilegan fyrirlestur á hádegisfundi fimmtudaginn 28. janúar næstkomandi frá kl. 12.00 - 13.00 í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - 28 leikmenn boðaðir á æfingar um helgina - 27.1.2010

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Fyrsta æfingin fer þó fram á föstudaginn en þá eru leikmenn boðaðir í þolpróf. Lesa meira
 
Vidir

Unglingadómaranámskeið hjá Víði í Víðishúsinu í Garðinum - 27.1.2010

Unglingadómaranámskeið hjá Víði verður haldið í Víðishúsinu  fimmtudaginn 4. febrúar   kl. 18:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
UEFA

Íslensk kvennaknattspyrna kynnt á UEFA ráðstefnu - 27.1.2010

Í gærkvöldi hófst hér á landi ráðstefna á vegum UEFA þar sem íslensk kvennaknattspyrna er kynnt fyrir hópum frá Austurríki, Færeyjum og Portúgal.  Ráðstefnan er hluti af verkefni UEFA þar sem kallast "UEFA Study Group Scheme" Lesa meira
 
U16-1989-0041

U16 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 27.1.2010

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið 36 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi og verður æft tvisvar um helgina, í Egilshöllinni og Kórnum.  Lesa meira
 
Úr vináttulandsleik Íslands og Wales á Laugardalsvelli 28. maí 2008. Myndina tók Vilbogi M. Einarsson

Vináttulandsleikur gegn Liechtenstein 11. ágúst - 26.1.2010

Knattspyrnusambönd Íslands og Liechtenstein hafa náð samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna mætist í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 11. ágúst.  Þetta er í sjötta skiptið sem þjóðirnar mætast í landsleik Lesa meira
 
Haítí

Söfnunarsími til hjálpar Haítí - 901 5015 - 25.1.2010

Opnaður hefur verið söfnunarsími til hjálpar bágstöddum á Haítí, en eins og öllum er kunnugt um hafa miklar hörmungar gengið þar yfir.  KSÍ vekur hér með athygli á þessum söfnunarsíma, sem er 901-5015, en það eru Húmanistar sem standa að þessu verkefni.

Lesa meira
 
Enski dómarinn Mike Riley

Kristinn og Sigurður Óli í Englandi - 19.1.2010

Þeir Kristinn Jakobsson og Sigurður Óli Þorleifsson eru staddir í Englandi þar sem þeim hefur verið boðið  að taka þátt í æfingum og fræðsluráðstefnu úrvalsdeildardómara í Englandi.  Ennfremur munu þeir fylgjast með dómurum í leik í ensku úrvalsdeildinni sem og undirbúningi leiksins.

Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006. Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Æfingar hjá A landsliði, U17 og U19 kvenna um helgina - 19.1.2010

Um komandi helgi fara fram æfinga hjá A landsliði kvenna, U17 og U19 kvenna og fara æfingarnr fram í Egilshöll og Kórnum sem og að allir leikmenn þreyta hlaupapróf.  Tæplega 60 leikmenn eru boðaðir á þessar æfingar.

Lesa meira
 
Frá setningu ársþings KSÍ 2008

Kosningar í stjórn á 64. ársþingi KSÍ - 19.1.2010

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Tilkynning um framboð til embættis formanns eða stjórnar KSÍ skal berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

EM í Futsal hefst á þriðjudag - 18.1.2010

Á morgun, þriðjudaginn 19. janúar, hefst Evrópukeppni landsliða í Futsal en keppnin fer fram í Ungverjalandi að þessu sinni.  Tólf þjóðir keppa í úrslitum og hafa Spánverjar titil að verja.  Hægt er að sjá leiki keppninnar á íþróttastöðinni Eurosport 2 en margir landsmenn hafa aðgang að þeirri sjónvarpsstöð.

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Þátttökutilkynningar skulu berast í síðasta lagi 19. janúar - 18.1.2010

Þátttökufrestur í knattspyrnumót 2010 er að renna út en þátttökutilkynningum skal skila í síðasta lagi 19. janúar.  Nauðsynlegt er að aðildarfélög skili inn frumriti af þátttökutilkynningum.  Ef einhver félög hafa ekki fengið sendar til sín þátttökutilkynningar er hægt að nálgast eintak á skrifstofu KSÍ. Lesa meira
 
Þróttur - Leiknir - Víkingur

Ó Reykjavík, ó Reykjavík, þú yndislega borg ... - 15.1.2010

Leyfisgögn hafa nú borist frá Reykjavíkurfélögunum Leikni Víkingi og Þrótti, og þar með hafa allir leyfisumsækjendur í efstu tveimur deildum karla skilað sínum gögnum.  Leyfisstjórn mun í framhaldinu fara yfir gögnin, gera athugasemdir þar sem við á og vinna með viðkomandi félögum að úrbótum.

Lesa meira
 
ÍA

Skagamenn, Skagamenn skoruðu mörkin ... - 15.1.2010

ÍA hefur skilað leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum, vegna umsóknar um þátttöku í 1. deildinni fyrir keppnistímabilið 2010.  Með þessum skilum Skagamanna eiga aðeins þrjú félög eftir að skila - Reykjavíkurfélögin Leiknir, Víkingur og Þróttur.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2010 - 15.1.2010

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2010. Verulegar breytingar hafa verið gerðar frá þeim drögum sem gefin voru út 17. desember. Nauðsynlegt er að félög sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til að forðast misskilning. Niðurröðun má sjá á vef KSÍ.  Lesa meira
 
HK

Rauðir og hvítir baráttumenn úr Kópavogi! - 15.1.2010

HK hefur nú skilað fylgigögnum sínum með umsókn um þátttökuleyfi í 1. deild karla 2010.  Þar með eiga aðeins fjögur félög í 1. deild eftir að skila gögnum - ÍA, Leiknir R., Víkingur R. og Þróttur R.

Lesa meira
 
Grótta

Jörðin snýst um sólina við Gróttu - 15.1.2010

"Þar er vitinn sem vakir allar nætur, varlega aldan snerti okkar fætur."  Svona söng Bubbi Morthens í lagi sínu "Við Gróttu".  Það er aðeins eitt félag af þeim 25 sem undirgangast leyfiskerfið í ár að gera það í fyrsta sinn.  Nýliðar Gróttu hafa skilað gögnum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Óskað eftir tilnefningum vegna jafnréttisviðurkenningar KSÍ - 15.1.2010

Framkvæmdanefnd um jafnréttisáætlun óskar eftir tilnefningum fyrir jafnréttisviðurkenningu KSÍ árið 2009.   Ítrekað er að þessi verðlaun tengjast ekki eingöngu jafnrétti kynjanna heldur jafnrétti í víðasta skilningi. 

Lesa meira
 
Stjarnan - Fjarðabyggð - Þór - Selfoss

Það rignir leyfisumsóknum - 14.1.2010

Það er óhætt að segja að leyfisumsóknunum rigni inn til leyfisstjórnar.  Fjögur félög til viðbótar hafa nú skilað gögnum - Fjarðabyggð, Selfoss, Stjarnan og Þór.  Þar með hafa öll tólf Pepsi-deildarfélögin skilað gögnum og helmingur félaga í 1. deild. 

Lesa meira
 
Íþróttahöllin Kórinn í Kópavogi

Sunnlenska bikarinn hefur göngu sína - 14.1.2010

Föstudaginn 15. janúar hefst æfingamót í knattspyrnu sem hlotið hefur nafnið "Sunnlenska bikarinn".  Átta félög leika í þessu móti og fara allir leikir mótsins fram í Kórnum í Kópavogi.  Í fyrsta leik mótsins mætast Höttur og Tindastóll.

Lesa meira
 
Fjölnir

Unglingadómaranámskeið hjá Fjölni í Dalhúsum - 14.1.2010

Unglingadómaranámskeið hjá Fjölni verður haldið í Dalhúsum  miðvikudaginn 20. janúar   kl. 18:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Boltinn byrjar að rúlla í Reykjavíkurmótinu í kvöld - 14.1.2010

Reykjavíkurmót KRR hefur göngu sína í kvöld og eru tveir leikir á dagskránni.  Kl. 19:15 eigast við Valur og Víkingur og strax á eftir, eða kl. 21:00, leika KR og ÍR.  Leikir kvöldsins, eins og allir aðrir leikir mótsins fara fram í Egilshöllinni.

Lesa meira
 
Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu árið 2010 í karlaflokki, Keflavík

Mörk úr úrslitaleikjunum í Futsal - 14.1.2010

Síðastliðinn sunnudag fóru fram úrslitaleikir meistaraflokka karla og kvenna í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu.  Keflvíkingar hömpuðu titlinum í karlaflokki en hjá konunum voru það Eyjastúlkur sem að tryggðu sér titilinn.

Lesa meira
 
Fjölnir

Gefum allt í leikinn, gul og hreykin, gefumst aldrei upp! - 14.1.2010

Fjölnismenn hafa nú skilað leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum, fyrir keppnistímabilið 2010.  Þar með hafa fjögur félög í 1. deild, þriðjungur leyfisumsækjenda í þeirri deild, skilað leyfisumsóknum sínum.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmótið hefst á morgun með tveimur leikjum - 13.1.2010

Á morgun, fimmtudaginn 14. janúar, hefst Reykjavíkurmót KRR en þá fara fram tveir leikir í A riðli karla.  Allir leikir mótsins, í karla- og kvennaflokki, fara fram í Egilshöllinni.  Leikirnir á morgun eru annarsvegar viðureign Vals og Víkings sem hefst kl. 19:15 og hinsvegar leikur KR og ÍR sem hefst kl. 21:00 Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson sprettir úr spori á meðan kollegar hans fylgjast með

Dómararnir á fullu á æfingum - 13.1.2010

Dómararnir okkar sem dæma í landsdeildunum hafa verið á fullu á æfingum frá því í nóvember á síðasta ári og er hvergi slakað á.  Fréttastofa Stöðvar 2 kíkti á æfingar hjá dómurunum, bæði síðasta vor og svo nú fyrr í vetur. 

Lesa meira
 
100 ára afmælismerki Fram

Framarar sækja styrk í hvítt og blátt - 13.1.2010

"Sækjum styrk í hvítt og blátt, stefnum öll í sömu átt, hvikum hvergi þar til marki er náð".  Þetta er úr texta Framherjalagsins, lagi stuðningsmanna Fram.  Framarar hafa nú skilað leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum, fyrir keppnistímabilið 2010. 

Lesa meira
 
Merki Hauka

Komnir til að sigra, komnir til vera ... - 13.1.2010

"Komnir til að sigra, komnir til að vera ..." sungu Páll Rósinkranz og Haukakórinn um árið.  Haukar hafa skilað leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum, fyrir keppnistímabilið 2010.  Þar með hefur helmingur leyfisumsækjenda í efstu tveimur deildum karla skilað.  Lesa meira
 
Frá afhendingu grasrótarverðlauna KSÍ og UEFA 2009

Frá afhendingu grasrótarverðlauna - 13.1.2010

Í gær fengu Breiðablik, Fjarðabyggð/Leiknir og KR afhent grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA og um leið vakin athygli á mikilvægi grasrótarstarfs félaganna.  Heimasíðan hitti fulltrúa félaganna á vettvangi en það var hinn lagvissi Dagur Sveinn Dagbjartsson sem tók viðtölin.

Lesa meira
 
Breiðablik og Njarðvík leika í grænum búningum

Grænn litur er vænn litur ... - 13.1.2010

Breiðablik og Njarðvík, sem bæði leika í grænum búningum, hafa skilað leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum, fyrir keppnistímabilið 2010.  Þar með hafa alls 11 félög af 24 skilað.  Lokaskiladagur þessara gagna er föstudaginn 15. janúar.

Lesa meira
 
Frá undirritun samstarfssamnings á milli Vífilfells og KSÍ

Nýr samstarfssamningur KSÍ og Vífilfells - 13.1.2010

Knattspyrnusamband Íslands og Vífilfell (Coca Cola) undirrituðu í gær samkomulag um áframhaldandi samstarf til næstu fjögurra ára.  Í samningnum felst stuðningur Vífilfells við starfsemi KSÍ á öllum sviðum og nær samningurinn m.a. til allra landsliða Íslands af báðum kynjum.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Úrtaksæfing hjá U17 kvenna í Fjarðabyggðahöllinni - 12.1.2010

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur boðað 21 leikmann á úrtaksæfingu, miðvikudaginn 20. janúar og fer hún fram í Fjarðabyggðahöllinni.  Leikmennirnir koma frá fjórum félögum og verður fundur með leikmönnum á eftir æfingunni.

Lesa meira
 
Frá afhendingu grasrótarverðlauna KSÍ og UEFA

Þrjú félög fengu grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA fyrir árið 2009 - 12.1.2010

Í dag voru afhent grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA og var athöfnin haldin í höfuðstöðvum KSÍ.  Þrjú félög fengu viðurkenningar að þessu sinni en veittar eru viðurkenningar í nokkrum grasrótarflokkum.  Breiðablik, Fjarðabyggð/Leiknir og KR fengu grasrótarviðurkenningar að þessu sinni.

Lesa meira
 
Borði Heimsgöngunnar borinn á undan liðnum

Stofnskrá Heimsgöngu í þágu friðar og tilveru án ofbeldis - 12.1.2010

KSÍ tók virkan þátt í verkefninu "Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis" á árinu sem leið.  Markmið Heimsgöngunnar er að skapa vitundarvakningu sem hafnar öllu ofbeldi hvernig sem það birtist.

Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

Síldarvinnslumótið hefst á föstudaginn - 12.1.2010

Föstudaginn 15. janúar hefst Síldarvinnslumótið en þetta mót er æfingamót fyrir félög á Austurlandi.  Flestir leikirnir fara fram í Fjarðabyggðahöllinni en einnig verður leikið á Fellavelli.  Hér að neðan má sjá leikjaniðurröðun mótsins. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales í undankeppni EM í september 2009

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla um helgina - 12.1.2010

Þeir Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfarar U17 og U19 karla,  hafa valið úrtakshópa fyrir æfingar um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og í Egilshöllinni.

Lesa meira
 
UEFA

Leyfiskerfi í aðildarlöndum UEFA - 12.1.2010

Leyfiskerfi í aðildarlöndum UEFA eru öll byggð upp á sama hátt og fylgja sömu reglum í grunninn.  Í sumum löndum hefur verið starfrækt leyfiskerfi til fjölda ára, en flest lönd í Evrópu tóku upp leyfiskerfi þegar UEFA setti sitt leyfiskerfi á fót árið 2003.

Lesa meira
 
UEFA

Grasrótardagur UEFA verður 19. maí - 12.1.2010

Framkvæmdastjórn UEFA hefur ákveðið að sérstakur grasrótardagur UEFA verði haldinn þann 19. maí næstkomandi.  UEFA mun þá vekja athygli á grasrótarstarfi í aðildarlöndum sínum í samstarfi við aðildarþjóðirnar og nota til þess "Meistaradeildarvikuna" en leikið verður til úrslita í Meistardeild kvenna 20. maí og Meistaradeild karla 22. maí.

Lesa meira
 
Frá KSÍ III í janúar 2010. Lengst til vinstri í efri röð má sjá Lars Lagerback

KSÍ III þjálfaranámskeið um næstu helgi - 12.1.2010

Helgina 15.-17. janúar heldur Knattspyrnusamband Íslands 3. stigs þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu. KSÍ hélt slíkt námskeið einnig um síðustu helgi þar sem Lars Lagerback, fyrrverandi A-landsliðsþjálfari Svíþjóðar, heimsótti landann og tók út námskeiðið.

Lesa meira
 
Frá afhendingu grasrótarviðurkenninga KSÍ 2008.

Grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA afhent í dag - 12.1.2010

Í dag kl. 14:30 verða afhentar grasrótarviðurkenningar KSÍ og UEFA fyrir knattspyrnuárið 2009.

Grasrótarstarf getur verið af margvíslegum toga og eru það aðildarfélög KSÍ sem bera þungann af þessu starfi með margvíslegum hætti í hreyfingunni. 

Lesa meira
 
Frá úrslitaleikjum í Futsal 2010

Fyrstu Íslandsmeistarar á nýju ári - ÍBV og Keflavík - 10.1.2010

Í dag voru krýndir fyrstu Íslandsmeistararnir á nýju knattspyrnuári en þá lauk keppni meistaraflokka í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu.  Það voru Vestmannaeyingar sem fögnuðu sigri í kvennaflokki en Keflvíkingar hömpuðu titlinum í karlaflokki.

Lesa meira
 
Frá undanúrslitum í Futsal kvenna 2010

Suðurnesjaslagur í úrslitum Futsal karla - 9.1.2010

Í dag var leikið til undanúrslita í Íslandsmótinu i innanhússknattspyrnu hjá körlum og konum og var Laugardalshöll vettvangurinn.  Það er ljóst að á morgun mætast í úrslitum í kvennaflokki, ÍBV og Þróttur Reykjavík en hjá körlunum er boðið upp á Suðurnesjaslag því þar mætast Keflavík og Víðir.

Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Fjör og frábær tilþrif í Futsal - 8.1.2010

Í kvöld hófst úrslitakeppni meistaraflokka í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu og var leikið í fjórðungsúrslitum karla.  Það voru hörkuleikir og skemmtileg tilþrif sem boðið var upp á kvöld.  Leikið var í Laugardalshöllinni og Álftanesi en undanúrslit karla og kvenna fara fram á morgun, laugardaginn 9. janúar.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Horft fram veginn - 8.1.2010

Viðburðarríku ári er nú lokið og framundan eru spennandi verkefni hvort heldur sem er á innlendum eða erlendum vettvangi.  Landslið Íslands verða í eldlínunni og góðir möguleikar á góðum árangri á mörgum vígstöðvum Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Soccerademótið hefst í kvöld - 8.1.2010

Í kvöld hefst hið árlega Soccerademót í knattspyrnu en þar eigast við félögin á Norðurlandi.  Leikið er í tveimur riðlum og fara leikirnir fram í knattspyrnuhúsinu Boganum.  Fyrsti leikurinn er í kvöld hefst kl. 19:45

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009

Leikið við Kýpur 3. mars - 8.1.2010

Náðst hefur samkomulag á milli Knattspyrnusambands Íslands og Knattspyrnusambands Kýpurs um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik á Kýpur, miðvikudaginn 3. mars næstkomandi.

Lesa meira
 
HK

Unglingadómaranámskeið haldið hjá HK í Fagralundi - 7.1.2010

Unglingadómaranámskeið hjá HK verður haldið í Fagralundi  mánudaginn 11. janúar   kl. 19:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Merki FIFA

11+ Upphitunaræfingar - Hluti 2: Styrktaræfingar - 7.1.2010

Nú er komið að styrktaræfingum í 11+ upphitunaræfingunum sem FIFA hefur gefið út.  Æfingarnar eru alhliða upphitunaræfingar ætlaðar til forvarna gegn meiðslum.  Hér að neðan má sjá myndband með þessum æfingum sem og textalýsingu með hverri æfingu fyrir sig.

Lesa meira
 
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

Færeyingar mæta í Kórinn 21. mars - 6.1.2010

Knattspyrnusamband Íslands og Knattspyrnusamband Færeyja hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Kórnum, sunnudaginn 21. mars.  Þetta er þriðja árið í röð sem að þjóðirnar leika vináttulandsleik í Kórnum í marsmánuði. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Dregur til tíðinda um helgina - Úrslitakeppni meistaraflokka í innanhúsknattspyrnu - 6.1.2010

Úrslitakeppni meistaraflokka karla og kvenna í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu fara fram helgina 8. – 10. janúar og verður leikið á Álftanesi og í Laugardalshöll.  Úrslitaleikir karla og kvenna fara fram á sunnudaginn og fara fram í Laugardalshöll. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ I þjálfaranámsskeið á Akureyri - 6.1.2010

Helgina 15.-17. janúar mun Knattspyrnusamband Íslands halda KSÍ I þjálfaranámskeið á Akureyri. Kennarar á námskeiðinu eru Freyr Sverrisson og Jóhannes Valgeirsson. Námskeiðið fer fram í félagsheimili Þórs en verklegi hluti námskeiðsins fer fram í Boganum.

Lesa meira
 
Þóra B. Helgadóttir

Eiður annar og Þóra þriðja í kjöri á íþróttamanni ársins - 6.1.2010

Knattspyrnfólk var áberandi þegar tilkynnt var um kjör á íþróttamanni ársins 2009 í gærkvöldi.  Eiður Smári Guðjohnsen varð í öðru sæti í kjörinu og Þóra B. Helgadóttir í því þriðja en þau tvö voru einmitt útnefnd knattspyrnufólk ársins af KSÍ fyrir árið 2009. 

Lesa meira
 
Grindavík

Með Þorbjörn í baksýn við verðum bjartsýn ... - 5.1.2010

Grindvíkingar hafa nú skilað leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum, og þar með hafa 7 félög af 12 í Pepsi-deild karla skilað gögnum fyrir keppnistímabilið 2010.  Tvö félög í 1. deild hafa þegar skilað.  Skiladagur þessara gagna er 15. janúar.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Skiladagur leyfisgagna er eftir 10 daga - 5.1.2010

Skilafrestur leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra, er til 15. janúar.  Nú þegar hafa 8 félög skilað leyfisgögnum, eða þriðjungur leyfisumsækjenda.  Raunar hefur það aldrei áður gerst að svo mörg félög hafi skilað svo snemma.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Umsóknarfrestur í Ferðasjóð íþróttafélaga er til miðnættis 11. janúar - 4.1.2010

Umsóknarfrestur í Ferðasjóð íþróttafélaga, vegna keppnisferða á mót á nýliðnu ári, þ.e. 2009, rennur út á miðnætti 11. janúar næstkomandi. Aðildarfélög eru hvött til þess að kynna sér sjóðinn gaumgæfilega.

Lesa meira
 
Hrafnkell Kristjánsson

Kveðja frá KSÍ - 4.1.2010

Á jóladag bárust þær fregnir að Hrafnkell Kristjánsson, íþróttafréttamaður, hafi látist eftir erfiða legu á sjúkrahúsi í kjölfar umferðaslyss stuttu fyrir jólahátíð. Hrafnkell hóf ungur að leika knattspyrnu með félagi sínu FH og lék fyrir hönd félagsins í yngri flokkum og meistaraflokki.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög