Fréttir

Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár - Áramótakveðjur frá KSÍ - 30.12.2009

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum sínar bestu áramótakveðjur, óskar landsmönnum gleðilegs nýs knattspyrnuárs og þakkar fyrir allt gott á liðnu ári.  Skrifstofa KSÍ opnar aftur á nýju ári, mánudaginn 4. janúar.

Lesa meira
 
Frá æfingu kvennalandsliðsins í Colchester fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi

Sigurður Ragnar velur fyrsta æfingahópinn fyrir nýtt ár - 29.12.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið æfingahóp fyrir fyrstu æfingahelgina á nýju ári en æft verður 9. - 10. janúar.  Fjórar æfingahelgar eru fyrirhugaðar fyrir fyrsta verkefni kvennalandsliðsins sem er hið sterka Algarve Cup.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Ísrael U17 kvenna

Fyrstu æfingar á nýju ári hjá U17 og U19 kvenna - 29.12.2009

Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa tilkynnt úrtakshópa sína fyrir fyrstu landsliðsæfingarnar á nýjur ári.  Æfingarnar fara fram dagana 9. - 10 janúar og verður æft í Kórnum og Egilshöllinni.

Lesa meira
 
Elísabet Gunnarsdóttir

Elísabet Gunnarsdóttir með fyrirlestur 3. janúar - 29.12.2009

Sunnudaginn 3. janúar kl 16:00 verður Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari sænska efstudeildarliðsins Kristianstad DFF með opinn fyrirlestur um reynslu sína í Svíþjóð í fræðslusetri KSÍ í Laugardal

Lesa meira
 
Sportmyndir.net

Þátttökutilkynningar í knattspyrnumót 2010 - 29.12.2009

Í dag voru póstlagðar þátttökutilkynningar til aðildarfélaga KSÍ og munu þær því berast til félaganna á næstu dögum.  Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað fyrir 20. janúar næstkomandi Lesa meira
 
ÍBV

Þetta er jú bara fótbolti ... - 29.12.2009

Leyfisgögn ÍBV, önnur en fjárhagsleg, hafa nú borist leyfisstjórn og þar með hefur þriðjungur leyfisumsækjenda, eða 8 félög alls, skilað gögnum.  Póststimpillinn á sendingu ÍBV sýnir sendingardag 22. desember, þannig að sá dagur er reiknaður sem skiladagur.

Lesa meira
 
FH

Það er komin samstaða, Hafnarfjarðarmafía ... - 28.12.2009

FH-ingar eru sjöunda félagið sem skilar fylgigögnum með umsókn um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2010.  FH-ingar eru fimmta félagið í Pepsi-deildinni til að skila.  Gögn FH bárust 23. desember, á Þorláksmessu.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Siðareglur KSÍ sem taka gildi 1. janúar næstkomandi - 28.12.2009

Á stjórnarfundi KSÍ þann 18. desember síðastliðinn voru samþykktar siðareglur KSÍ og taka þær gildi þann 1. janúar næstkomandi.  Hér að neðan má sjá þessar siðareglur. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tillögur fyrir ársþing KSÍ þurfa að berast í síðasta lagi 13. janúar - 28.12.2009

64. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið í húsakynnum KSÍ laugardaginn 13. febrúar 2010. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi efnisatriði tengd þinghaldinu: Lesa meira
 
Reynir Sandgerði

Reynismenn undirgangast leyfiskerfið fyrir 2010 - 23.12.2009

Reynir Sandgerði hefur óskað eftir því að félagið undirgangist leyfiskerfi KSÍ fyrir keppnistímabilið 2010.  Þetta þýðir að Reynir, sem leikur í 2. deild 2010, mun senda inn leyfisgögn með sama hætti og félögin í Pepsi-deild og 1. deild. 

Lesa meira
 
Jólakveðja frá KSÍ

Gleðileg jól! - Hátíðarkveðjur frá KSÍ - 23.12.2009

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum kærar jólakveðjur með von um að allir eigi góða daga yfir hátíðirnar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Reglugerðarbreytingar samþykktar af stjórn KSÍ - 22.12.2009

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 18. desember nokkrar breytingar á reglugerðum KSÍ.   Samþykktar breytingar eru hér meðfylgjandi ásamt stuttum greinargerðum og eru aðildarfélög hvött til að kynna sér þær.

Lesa meira
 
Fylkir

Það er létt yfir lautarferð hjá Fylki - 22.12.2009

Fylkismenn hafa skilað fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla 2010.  Þar með hafa sex félög skilað gögnum, fjögur í Pepsi-deild og tvö í 1. deild.  Þar til í ár hafði það aldrei gerst að leyfisumsókn bærist fyrir jól.

 

Lesa meira
 
Sænski þjálfarinn Lars Lagerback

Þjálfaranámskeið KSÍ í janúar - 21.12.2009

Knattspyrnusamband Íslands mun halda tvö KSÍ III þjálfaranámskeið í janúar. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 8.-10. janúar og hins vegar námskeið sem haldið verður helgina 15.-17. janúar.

Námskeiðin fara bæði fram á höfuðborgarsvæðinu

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Siðareglur KSÍ - 20.12.2009

Á stjórnarfundi 18. desember 2009 voru samþykktar Siðareglur KSÍ og taka þær gildi 1. janúar 2010.  Siðareglurnar má sjá hér að neðan.

Lesa meira
 
Hermann Hreiðarsson

Hermann leikjahæsti Norðurlandabúinn í ensku úrvalsdeildinni - 17.12.2009

Landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson var í eldlínunni í gærkvöldi þegar hann lék með liði sínu Portsmouth gegn Chelsea í ensku úrvaldsdeildinni.  Leikurinn var 319. leikur Hermanns í þeirri deild og er hann því orðinn leikjahæsti Norðurlandabúinn í ensku úrvalsdeildinni.  Fór hann þar með upp fyrir hinn finnska Sami Hyypia.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Drög að niðurröðun Lengjubikarsins 2010 - 17.12.2009

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2010 en leikið er í þremur deildum í karla- og kvennaflokki.  Hægt er að nálgast niðurröðunina hér á vefnum og eru félög beðin um að skila inn athugasemdum við leikdaga í síðasta lagi sunnudaginn 3. janúar 2010.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland stendur í stað á síðasta styrkleikalista ársins - 16.12.2009

Nýr styrkleikalisti FIFA var birtur í dag og er þetta síðasti styrkleikalisti ársins.  Íslenska karlalandsliðið stendur í stað frá síðasta lista og er í 92. sæti.  Litlar hreyfingar eru á þessum síðasta lista ársins en Spánverjar eru áfram á toppsæti listans.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

U19 kvenna leikur í riðli með Spáni, Tékklandi og Rússlandi - 16.12.2009

Stelpurnar í U19 munu mæta Spáni, Rússlandi og Tékklandi í milliriðli fyrir EM 2009/2010 en dregið var í Sviss í morgun.  Riðillinn verður leikinn í Rússlandi. Milliriðlarnir sex verða leiknir dagana 27. mars - 1. apríl og kemst sigurvegari hvers riðils áfram í úrslitakeppnina sem fer fram í Makedóníu, 24. maí - 5. júní. 

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

U19 kvenna leika einnig í Búlgaríu í undankeppni EM - 15.12.2009

Í dag var einnig dregið í undankeppni fyrir EM 2010/2011 hjá U19 kvenna.  Stelpurnar í U19 munu leika í Búlgaríu, rétt eins og stöllur þeirra í U17.  Mótherjarnir verða, ásamt heimastúlkum, Úkraína og Ísrael og verður leikið dagana 11. - 16. september. Lesa meira
 
Merki EM U17 karla

U17 kvenna leikur í Búlgaríu í undankeppni EM - 15.12.2009

Í dag var dregið í riðla í undankeppni EM 2010/2011 hjá U17 kvenna en dregið er í höfuðstöðvum UEFA.  Ísland leikur í riðli með Búlgaríu, Ítalíu og Litháen og verður riðillinn leikinn í Búlgaríu dagana 16. - 21. september.

Lesa meira
 
Keflavík

Upp á Tindinn, Keflavík! - 15.12.2009

Keflavíkingar skiluðu í dag fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í Pepsi-deild akrla 2010.  Gögnin sem skilað er nú snúa að öllum þáttum leyfiskerfisins öðrum en fjárhagslegum.  Þar með hafa þrjú Pepsi-deildarfélög skilað.

Lesa meira
 
UEFA

Fjármagn frá UEFA til íslenskra félagsliða 2009 - 15.12.2009

Líkt og áður rann hluti af þeim tekjum sem UEFA hefur af Meistaradeildinni til félaga í aðildarlöndum sambandsins.  Greiðslur UEFA fara annars vegar til þeirra félaga er taka þátt í Meistarakeppni UEFA og Evrópudeildinni og hins vegar til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga í þeim deildum sem hafa innleitt leyfiskerfi .

Lesa meira
 
Gæðastimpill SGS

Gæðavottun SGS staðfest án athugasemda - 15.12.2009

Í lok september fór fram víðtækt gæðamat á skipulagi leyfiskerfis KSÍ og því starfi sem unnið er við rekstur þess.  Matið er framkvæmt árlega af fulltrúum SGS, sem er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki.  Annað árið í röð var gæðavottun staðfest án athugasemda. 

Lesa meira
 
Þátttakendur á KSÍ VI í Lilleshall í janúar 2009

Umsóknir á UEFA Pro þjálfaranámskeið í Englandi - 14.12.2009

Líkt og í fyrra býðst þjálfurum hér á landi að senda inn umsókn á UEFA Pro þjálfaranámskeið í Englandi. Pro þjálfaragráðan er viðurkennd í öllum löndum Evrópu, er æðsta stig þjálfaramenntunar sem UEFA samþykkir og veitir réttindi til að þjálfa öll lið í öllum deildum í Evrópu. Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Eiður Smári og Þóra knattspyrnufólk ársins 2009 - 14.12.2009

Leikmannaval KSÍ hefur valið Eið Smára Guðjohnsen og Þóru B. Helgadóttur knattspyrnufólk ársins 2009.  Þetta er í sjötta skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ.  Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum. 

Lesa meira
 
Merki FIFA

Íslenskir FIFA dómarar 2010 - 14.12.2009

FIFA hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2010.  Einnig hefur FIFA staðfest tilnefningu á fyrsta íslenska alþjóðlega Futsal dómaranum.  Íslenskir FIFA dómarar fyrir árið 2010 eru eftirfarandi:

Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Deildarbikarkeppni KSÍ 2010 - Riðlaskipting - 13.12.2009

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út riðlaskiptingu og fyrirkomulag Deildarbikarkeppni KSÍ árið 2010.  Leikið er í þremur deildum, jafnt í körlum og konum.  Riðlaskptinguna má sjá hér að neðan sem og mótfyrirkomulagið.

Lesa meira
 
Frá kynningu Bikardrauma - Skapti Hallgrímsson, Katrín Jónsdóttir, Kári Ársælsson, Gunnar Guðmannsson og Geir Þorsteinsson

Bikardraumar - Fyrsta eintakið afhent - 13.12.2009

Í gær var haldin kynning á bókinni Bikardraumar en það er saga bikarkeppni KSÍ en fimmtugasta keppnin fór fram á þessu ári. Það var Gunnar Guðmannsson sem veitti viðtöku fyrsta eintakinu úr hendi höfundar, Skapta Hallgrímssyni. Gunnar var fyrirliði KR sem vann fyrsta bikarmeistaratitilinn árið 1960.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Dregið í riðla hjá U17 og U19 kvenna í næstu viku - 11.12.2009

Næstkomandi þriðjudag verður dregið í undankeppni U17 og U19 kvenna fyrir EM 2010/2011 og verður dregið í höfuðstöðvum UEFA.  Á miðvikudaginn verður svo dregið í milliriðla fyrir keppnir 2009/2010 þessara aldurflokka en Ísland er í pottinum hjá U19 kvenna. Lesa meira
 
Forsíða Bikardrauma, saga bikarkeppni KSÍ í 50 ár

Bikardraumar – Kynning á bókinni um bikarkeppni KSÍ í 50 ár - 10.12.2009

Í ár var leikið í bikarkeppni karla í 50. skiptið og af því tilefni hefur Skapti Hallgrímsson ritað sögu bikarkeppninnar.  Í þessari veglegu 368 síðna bók er fjallað um bikarkeppni karla og kvenna frá upphafi.  Í tilefni af því að bókin er komin út verður efnt til kynningu á bókinni á morgun, föstudaginn 11. desember, í höfuðstöðvum KSÍ kl. 15:00.

Lesa meira
 
Plakat heimildarmyndarinnar Stelpurnar OKKAR

Stelpurnar okkar komin út á DVD - 10.12.2009

Heimildarmyndin Stelpurnar okkar er nýkomin út á DVD.  Stelpurnar okkar fjallar um baráttu íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta um að komast á Evrópumeistaramót, fyrst allra íslenskra landsliða. Í myndinni kynnumst við litríkum stelpum, draumum þeirra og metnaði. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 karla - Úrtaksæfingar um helgina - 9.12.2009

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið úrtakshóp til æfinga um komandi helgi.  Freyr velur að þessu sinni 36 leikmenn af suðvesturhorninu og verður æft tvisvar sinnum um helgina í Kórnum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

64. ársþing KSÍ - Laugardaginn 13. febrúar 2010 - 8.12.2009

64. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið í húsakynnum KSÍ laugardaginn 13. febrúar 2010. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi efnisatriði tengd þinghaldinu:

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ II þjálfaranámskeið í Vestmannaeyjum helgina 18. - 20. desember. - 8.12.2009

Helgina 18. - 20. desember mun Knattspyrnusamband Íslands halda KSÍ II þjálfaranámskeið í Vestmannaeyjum. Dagskrá námskeiðsins er hér að neðan.  Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir sem lokið hafa KSÍ I þjálfaranámskeiði Lesa meira
 
EM U19 landsliða karla

U19 karla til Wales í undankeppni EM 2010/2011 - 7.12.2009

Í dag var einnig dregið í undankeppni fyrir EM 2010/2011 hjá U19 karla en einnig var dregið í sömu keppni hjá U17 karla og er greint frá þeim drætti annars staðar hér á síðunni.  Strákarnir í U19 munu leika í riðli með Kazakstan, Tyrklandi og Wales og verður riðillinn leikinn í Wales, dagana 20. - 25. október.

Lesa meira
 
Merki EM U17 karla

U17 karla leikur hér á landi í undankeppni EM - 7.12.2009

Í dag var dregið í riðla fyrir undankeppni EM 2010/2011 hjá U17 karla en dregið var í höfuðstöðvum UEFA.  Ísland er í riðli með Tyrkjum, Tékkum og Armenum og verður riðillinn leikinn hér á landi dagana 22. - 27. september.

Lesa meira
 
Einar Már Guðmundsson

Sigur í tapleik - Heimildarmynd um fótboltalið SÁÁ - 7.12.2009

Út er komin á DVD heimildarmynd Einars Más Guðmundssonar, "Sigur í tapleik".  Myndin fjallar um fótboltalið SÁÁ og baráttu liðsmanna þeirra innan vallar og ekki síst utan vallar.  Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson sekkur sér í líf þessara persóna sem deila með áhorfendum sínum sætustu sigrum og verstu ósigrum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 kvenna - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 7.12.2009

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar í aldursflokki U16 kvenna.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og verður æft tvisvar sinnum um komandi helgi.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í undankeppni EM 2010/2011 hjá U17 og U19 karla - 7.12.2009

Í dag verður dregið í undankeppni EM 2011 hjá aldursflokkum U17 og U19 í karlaflokki og verður dregið í Nyon í Sviss.  Drátturinn hjá U17 hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma en kl. 16:30 hjá U19 karla.

Lesa meira
 
Merki FIFA

11+ Upphitunaræfingar - Hluti 1: Hlaupaæfingar - 4.12.2009

Upphitun fyrir æfingar og leiki er sjálfsagður hluti hjá öllum alvöru knattspyrnumönnum. Góð upphitun bætir ekki aðeins frammistöðu þína heldur minnkar einnig líkur á meiðslum. „The 11+“ veitir alhliða upphitun sem sniðin er að þörfum fótboltamanna og auðvelt er að færa þessar æfingar inn í daglegar æfingar.

Lesa meira
 
KR

KR-ingar bera höfuð hátt - 4.12.2009

KR-ingar hafa skilað fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir keppnistímabilið 2010 og eru þar með fjórða félagið til að gera það.  Áður höfðu ÍR og KA úr 1. deild og Valur úr Pepsi-deild skilað sínum gögnum.  Félögin eru tímanlega í því. Lesa meira
 
Merki FIFA

The 11+ alhliða upphitun til forvarna gegn meiðslum - 3.12.2009

Upphitun fyrir æfingar og leiki er sjálfsagður hluti hjá öllum alvöru knattspyrnumönnum. Góð upphitun bætir ekki aðeins frammistöðu þína heldur minnkar einnig líkur á meiðslum. „11+“ æfingar FIFA eru nýjar upphitunaræfingar frá Rannsóknarmiðstöð FIFA á sviði íþróttalæknisfræði.

Lesa meira
 
Fram-Fylkir_Futsal_des2006_2

FH - Fram frá 2003 í Bestu Leikirnir í kvöld - 3.12.2009

Eins og síðastliðin fimmtudagskvöld mun Stöð 2 Sport sýna frá leik undir heitinu "Bestu leikirnir".  Í kvöld verður leikur frá keppnistímabilinu 2003 á dagskrá en það er leikur FH og Fram.  Þátturinn er á dagskrá kl. 22:00 í kvöld. Lesa meira
 
Atli Guðnason, Guðmundur Benediktsson, Tómas Þóroddsson og Gunnar Örn Jónsson með viðurkenningar.  Mynd: Hafliði Breiðfjörð - www.fotbolti.net

Viðurkenningar veittar á kynningarfundi um Íslenska knattspyrnu 2009 - 3.12.2009

Í gær var haldinn kynningarfundur í höfuðstöðvum KSÍ í tilefni af því að Íslensk knattspyrna 2009 eru komin út.  Þetta er 29. bókin í þessari frábæru ritröð um knattspyrnu og veitti formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, fyrsta eintakinu viðtöku.

Lesa meira
 
Merki HM 2010 í Suður Afríku

Dregið í riðla í úrslitakeppni HM 2010 - 3.12.2009

Föstudaginn 4. desember, verður dregið í riðla í úrslitakeppni HM 2010 í Suður Afríku.  Ríkissjónvarpið sýnir beint frá drættinum og hefst útsendingin kl. 17:00.  Það ríkir jafnan mikil spenna fyrir þessa athöfn en Heimsmeistarakeppnin í Suður Afríku hefst svo með pompi og prakt, föstudaginn 11. júní.

Lesa meira
 
Íslensk knattspyrna 2009

Íslensk knattspyrna 2009 komin út - 2.12.2009

Íslensk knattspyrna 2009 eftir Víði Sigurðsson íþróttafréttamann er 29. bókin í samnefndum bókaflokki sem hóf göngu sína árið 1981.  Bókin er 240 blaðsíður, þar af 80 í lit, og í henni er fjallað um allt sem viðkemur fótboltanum á Íslandi á árinu 2009.  Bókaútgáfan Tindur gefur bókina út. Lesa meira
 
Ágúst Ingi Jónsson

Knattspyrnusagan skráð - 2.12.2009

Knattspyrnusamband Íslands  kemur að skráningu knattspyrnusögunnar á Íslandi með margvíslegum hætti og á næstu vikum munu koma út tvær bækur sem vert er að vekja athygli á  fyrir knattspyrnuáhugamenn og aðra þá sem áhuga hafa á knattspyrnusögunni.

Lesa meira
 
Merki FIFA

Alþjóðleg félagaskipti í gegnum félagaskiptakerfi FIFA - 1.12.2009

Nýtt félagaskiptakerfi FIFA (TMS) hefur verið tekið í notkun en þetta kerfi heldur utan um öll félagaskipti "professional" leikmanna á milli landa.  Félagaskipti milli landa verða ekki afgreidd í framtíðinni nema að TMS kerfið sé notað af viðkomandi félögum. Lesa meira
 
Í minningu um Hlyn Þór Sigurðsson

Kveðja - 1.12.2009

Í minningu um Hlyn Þór Sigurðsson Lesa meira
 
U19-2001-0003

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 1.12.2009

Landsliðsþjálfararnir Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson hafa valið úrtakshópa fyrir æfingar um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum um helgina og eru 70 leikmenn, viðsvegar að af landinu, boðaðir til æfinganna.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög