Fréttir

Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Opin mót 2010 - 30.11.2009

Félögum sem halda opin mót 2010 er boðið að senda upplýsingar um viðkomandi mót til KSÍ líkt og áður á póstfangið thorvaldur@ksi.is.  Upplýsingarnar verða að finna undir "Opin mót" hér á síðunni. Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Kristinn dæmir í Evrópudeildinni á fimmtudag - 30.11.2009

Kristinn Jakobsson og félagar verða á fullri ferð á fimmtudaginn þegar þeir verða að störfum á leik Toulouse frá Frakklandi og Partizan Belgrad frá Serbíu en leikurinn er í J riðli í Evrópudeild UEFA.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

Landslið U19 kvenna fær háttvísiverðlaun UEFA - 30.11.2009

U19 ára landslið Íslands hlýtur háttvísiverðlaun UEFA vegna úrslitakeppni EMU19 kvenna sem fram fór í Minsk í júlí síðastliðnum.  Íslenska liðið hafnaði í efsta sæti háttvísilistans á undan Hvíta-Rússlandi og Frakklandi sem voru í 2. og 3. sæti. 

Lesa meira
 
Marki Hólfríðar gegn Frökkum fagnað

Stelpurnar fá háttvísiverðlaun fyrir EM í Finnlandi - 30.11.2009

Þessa dagana fer fram í Nyon í Sviss ráðstefna fyrir landsliðsþjálfara A landsliða kvenna í Evrópu og fræðslustjóra aðildarlanda UEFA.  Við hátíðarkvöldverð annað kvöld mun svo Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, taka við háttvísisverðlaunum UEFA fyrir hönd kvennalandsliðsins

Lesa meira
 
Grundaskóli

Þjálfarar landsliða í heimsóknum - 27.11.2009

Þjálfarar og leikmenn landsliða Íslands hafa gert mikið af því í gegnum tíðina að heimsækja aðildarafélög KSÍ, mæta á æfingar hjá yngri flokkum, heimsækja skóla og þess háttar.  Þjálfarar A-landsliðs kvenna og U19 landsliðs kvenna hafa verið í heimsóknum nýlega.

Lesa meira
 
Opunarhátíðin

Mót í Austurríki fyrir U13 lið kvenna sumarið 2010 - 27.11.2009

Íslenskum knattspyrnufélögum stendur til boða að senda lið á alþjóðlegt mót sem haldið verður í Austurríki í júlí á næsta ári og er ætlað stúlkum U13 ára.  Árið 2008 fór lið Aftureldingar á þetta mót sem þá var haldið á Spáni og náði þar góðum árangri.

Lesa meira
 
Þjálfarar að störfum

Vilt þú fara á UEFA Pro námskeið? - 25.11.2009

Líkt og í fyrra býðst þjálfurum hér á landi að senda inn umsókn á UEFA Pro þjálfaranámskeið í Englandi. Pro þjálfaragráðan er viðurkennd í öllum löndum Evrópu og er æðsta stig þjálfaramenntunar sem UEFA samþykkir.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Flestir iðkendur í knattspyrnu sem fyrr - 25.11.2009

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tekur árlega saman tölfræði yfir iðkendur hjá sérsamböndunum og eru sem fyrr langflestir iðkendur hjá KSÍ. Tölur Skráðum iðkendum í knattspyrnu fjölgar um rúm 3% milli ára og voru iðkendur árið 2008 um 19.200 talsins.

Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Fylkir - Þróttur frá 2003 í Bestu leikirnir á Stöð 2 Sport - 25.11.2009

Þáttaröðin "Bestu leikirnir" heldur áfram á Stöð 2 Sport en þættirnir eru á dagskrá á fimmtudagskvöldum kl. 22:00.  Þar er sýnt úr eftirminnilegum leikjum úr Íslandsmótinu í knattspyrnu frá undanförnum árum.  Að þessu sinni verður sýnt úr leik Fylkis og Þróttar frá árinu 2003. Lesa meira
 
ÍBV

28 þátttakendur í Vestmannaeyjum - 24.11.2009

Um síðustu helgi hélt Knattspyrnusamband Íslands KSÍ I þjálfaranámskeið og unglingadómaranámskeið í Vestmannaeyjum. Að sögn Jóns Ólafs Daníelssonar, yfirmanns yngri flokka hjá ÍBV, tókst námskeiðið mjög vel í alla staði en þátttakendur voru 28 alls.

Lesa meira
 
Ísland - Þýskaland í EM U17 kvenna 4. september 2009.  Leiknum lauk með markalausu jafntefli

Úrtakshópar hjá U17 og U19 kvenna - Æfingar um helgina - 23.11.2009

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og hafa landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, tilkynnt hópa fyrir þessar æfingar.  Vert er að vekja athygli á því að á sunnudeginum verður sérstök markvarðaæfing sem verður sameiginleg.

Lesa meira
 
Formannafundur 2009

Glærukynningar frá fundi formanna og framkvæmdastjóra - 23.11.2009

Á laugardag var haldinn fundur með formönnum og framkvæmdastjórum aðildarfélaga KSÍ.  Fundurinn, sem fram fór í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal, var vel sóttur og farið var yfir ýmis málefni.  Smellið hér að neðan til að skoða glærukynningar frá fundinum.

Lesa meira
 
Dregið í töfluröð - Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ

Íslandsmeistarar FH fara á Hlíðarenda í 1. umferð Pepsi deildar karla - 21.11.2009

Í dag fór fram formanna- og framkvæmdastjórafundur aðildarfélaga KSÍ og fór fundurinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Í lok fundarins var svo dregið í töfluröð í landsdeildum, þ.e. Pepsi-deild karla og kvenna og 1. og 2. karla.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland niður um fimm sæti á styrkleikalista FIFA - 20.11.2009

Ísland fellur niður um fimm sæti á nýjum styrkleikalista karlalandsliða sem FIFA gaf út í morgun.  Ísland er í 92. sæti en var í 87. sæti þegar listinn var gefinn út síðast.  Spánverjar endurheimta efsta sæti listans af Brasilíumönnum.

Lesa meira
 
KA

KA-menn vilja sigur í þessum leik - 19.11.2009

"Við viljum sigur í þessum leik" söng Karl Örvarsson í KA-laginu um árið og það er greinilegt að KA-menn eru a.m.k. að gera góða hluti þegar kemur að skilum á leyfisgögnum.  KA varð í dag annað félagið í 1. deild til að skila fylgigögnum með leyfisumsókn fyrir keppnistímabilið 2010.

Lesa meira
 
Eiður Smári í leik gegn Azerbaijan

Atvinnumennirnir Okkar komnir á DVD - 19.11.2009

Þættirnir vinsælu Atvinnumennirnir Okkar koma út á DVD í dag. Í þáttunum er skyggnst inn í líf fremstu knattspyrnu- og handknattleiksmanna þjóðarinnar á einstakan hátt, en þar er Hermanni Hreiðarssyni m.a. fylgt eftir í leik gegn AC Milan og Eiði Smára í stærsta leik ársins á Spáni, Barcelona - Real Madrid

Lesa meira
 
tryggvi-gudmundsson-Alid2005-1920

ÍBV og Keflavík í Bestu leikirnir á Stöð 2 Sport - 19.11.2009

Þáttaröðin "Bestu leikirnir" heldur áfram í kvöld á Stöð 2 Sport en þar eru sýndir eftirminnilegir leikir frá Íslandsmótinu í knattspyrnu í gegnum árin.  Leikur kvöldsins er frá 1997 en þar mætast Eyjamenn og Keflvíkingar.

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik óskar eftir þjálfara fyrir 2. flokk kvenna - 19.11.2009

Breiðablik óskar eftir þjálfara fyrir 2.fl kvenna.  Áhugasamir hafi samband við formann meistaraflokksráðs, Jóhannes Sveinbjörnsson, í síma 8561677 eða póstfangið joibliki@gmail.com. Lesa meira
 
Valur

Valsmenn eru léttir í lund þegar kemur að leyfiskerfinu - 19.11.2009

Valsmenn urðu í dag fyrstir félaga í Pepsi-deild karla til að skila fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir keppnistímabilið 2010.  Valsmenn voru einnig fyrstir Pepsi-deildarfélaga til að skila fyrir síðasta keppnistímabil og eru því í fararbroddi annað árið í röð.

Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Uppfærðir afreksstuðlar leikmanna hér á síðunni - 19.11.2009

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga hefur skrifstofa KSÍ gefið út afreksstuðla leikmanna og hafa þeir verið uppfærðir á vef KSÍ. Hægt er að áfrýja flokkun leikmanns til samninga- og félagaskiptanefndar.

Lesa meira
 
Merki HM U17 karla í Nígeríu

Sviss heimsmeistari U17 karla - 18.11.2009

Síðastliðinn sunnudag lauk Heimsmeistarakeppni U17 karla en úrslitakeppnin fór fram að þessu sinni í Nígeríu.  Það var Sviss sem kom mörgum á óvart og tryggði sér Heimsmeistaratitilinn eftir sigur á heimamönnum í úrslitaleik, 1 - 0.

Lesa meira
 
U17 landslið karla á NM 2005

Tæplega 100 leikmenn boðaðir á æfingar hjá U17 og U19 karla - 17.11.2009

Tæplega 100 leikmenn eru boðaðir á úrtaksæfingar hjá landsliðum U17 og U19 karla um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og í Egilshöllinni.  Landsliðsþjálfararnir Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson hafa valið úrtakshópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Frá Landsdómararáðstefnu í nóvember 2009

Landsdómararáðstefna var haldin um helgina - 17.11.2009

Þriðja Landsdómararáðstefna ársins 2009 var haldin síðastliðinn laugardag og fór hún fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Aðalfyrirlesarinn á ráðstefnunni var Thor Aage Egeland sálfræðingur norska Knattspyrnusambandsins

Lesa meira
 
Úr leik í Deildarbikarnum

Þátttökutilkynning í Deildarbikarkeppni KSÍ 2010 - 17.11.2009

Sendar hafa verið út til aðildarfélaga KSÍ, þátttökutilkynningar í Deildarbikarkeppni KSÍ fyrir árið 2010.  Félög skulu tilkynna þátttöku á þar til gerðu eyðublaði í síðasta lagi þriðjudaginn 24. nóvember. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leyfisferlið fyrir 2010 hafið - 16.11.2009

Samkvæmt leyfisreglugerð KSÍ er leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2010 nú formlega hafið.  Félög sem leika í Pepsi-deild karla og 1. deild karla hefja nú vinnu við leyfisumsóknir sínar.  Reyndar hefur eitt félag, ÍR, þegar skilað leyfisgögnum sínum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands í vináttulandsleik gegn Lúxemborg í nóvember 2009

Jafntefli í vináttulandsleik við Lúxemborg - 14.11.2009

Íslendingar gerðu jafntefli í kvöld við Lúxemborg en leikið var á Josy Barthel vellinum í Lúxemborg.  Lokatölur urðu 1 -1 eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Það var Garðar Jóhannsson sem skoraði mark Íslendinga í leiknum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009

Byrjunarliðið tilbúið er mætir Lúxemborg - 14.11.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Lúxemborg í vináttulandsleik í kvöld kl. 18:00.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 17:50. Lesa meira
 
Frá æfingu á keppnisvellinum Josy Barthel í Lúxemborg

Strákarnir klárir fyrir Lúxemborg - 13.11.2009

Karlalandsliðið leikur á morgun vináttulandsleik við Lúxemborg og er leikið ytra á Josy Barthel vellinum.  Leikurinn hefst kl. 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsending hefst kl. 17:50.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Öruggur sigur í San Marínó hjá U21 karla - 13.11.2009

Strákarnir í U21landsliðinu unnu í kvöld öruggan sigur á jafnöldrum sínum frá San Marínó.  Lokatölur urðu 0 - 6 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 0 - 4.  Íslenska liðið hefur nú hlotið 12 stig eftir 5 leiki og eru með jafnmörg stig og Tékkar sem hafa leikið einum leik minna.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Ísland í rigningunni á Laugardalsvelli

U21 karla leikur við San Marínó - Byrjunarliðið tilbúið - 13.11.2009

Strákarnir í U21 leika í kvöld kl. 19:30 við San Marínó og er leikið ytra.  Leikurinn er í undankeppni fyrir EM 2011 en Ísland er sem stendur í öðru sæti riðilsins.  Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt  í leiknum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Kvennalandsliðið fær viðurkenningu Jafnréttisráðs - 13.11.2009

Í gær var veitti Jafnréttisráð kvennalandsliði Íslands viðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir árið 2009.  Það var Katrín Jónsdóttir, fyrirliði, sem tók við viðurkenningunni úr hendi Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra fyrir hönd kvennalandsliðsins. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Dagskrá formanna- og framkvæmdastjórafundar 21. nóvember - 12.11.2009

KSÍ boðar til fundar formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga laugardaginn 21. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli kl. 12.00 - 14.30.  Kl. 14.00 verður dregið í töfluröð í Pepsi-deild, 1. og 2. deild karla og Pepsi-deild kvenna á sama stað. Lesa meira
 
Byrjunarlið Ísland í rigningunni á Laugardalsvelli

U21 karla leikur gegn San Marínó á föstudag - 12.11.2009

Strákarnir í U21 leika gegn San Marínó á morgun, föstudaginn 13. nóvember, en leikurinn er liður í undankeppni EM.  Þetta er síðasti leikur Íslands á þessu ári í þessari keppni en liðið er í öðru sæti riðilsins sem stendur með níu stig eftir fjóra leiki.  Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Keppni í meistaraflokki í innanhúsboltanum hefst um helgina - 12.11.2009

Föstudaginn 13. nóvember verður flautað til leiks í fyrsta leik í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu og eru það Hvöt og ÍBV sem hefja leikinn.  Leikið er sem fyrr eftir alþjóðareglum FIFA um innanhúsknattspyrnu, Futsal. Lesa meira
 
Ólafur Þórðarson

Stöð 2 Sport heldur áfram með Bestu leikina - 12.11.2009

Eins og áður hefur komið fram hefur Stöð 2 Sport hafið sýningar á þáttaröðinni "Bestu leikirnir" en þar eru um að ræða úrval af leikjum sem Stöð 2 Sport hefur sýnt í gegnum árin frá Íslandsmótinu í knattspyrnu.  Í þættinum í kvöld verður sýnt frá leik Breiðabliks og ÍA frá árinu 2001.  Þátturinn hefst kl. 22:00.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands í vináttulandsleik gegn Íran í nóvember 2009

Fjórir nýliðar léku gegn Íran - 12.11.2009

Fjórir nýliðar léku í vináttulandsleik gegn Íran síðastliðinn þriðjudag í Teheran en leiknum lauk með 1 - 0 sigri heimamanna.  Þrír þeirra voru í byrjunarliðinu og sá fjórði kom inn í leikhléi.  Þetta var fyrsti landsleikur á milli þessara þjóða. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Eins marks tap í Teheran - 10.11.2009

Íslenska karlalandsliðið beið lægri hlut gegn Íran í dag í vináttulandsleik sem leikinn var í Teheran.  Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir heimamenn eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Framundan er svo vináttulandsleikur gegn Lúxemborg næstkomandi laugardag.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Þýsklandi í undankeppni EM september 2009

Æfingar og æfingaleikur hjá U17 og U19 kvenna - 10.11.2009

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og hafa landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, valið hópa fyrir þessar æfingar.  Hóparnir munu einnig etja kappi í æfingaleik á sunnudaginn.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009

Byrjunarliðið gegn Íran - Leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport - 10.11.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Íran í vináttulandsleik í dag kl. 14:30.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 14:20.  Leikið er á Azadi leikvangnum í Teheran.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ I þjálfaranámskeið og unglingadómaranámskeið í Vestmannaeyjum - 9.11.2009

Helgina 20. - 22. nóvember mun Knattspyrnusamband Íslands halda 1. stigs þjálfaranámskeið í Vestmannaeyjum. Auk þess mun KSÍ halda unglingadómaranámskeið á sunnudeginum. Bæði þessi námskeið eru opin öllum sem áhuga hafa.

Lesa meira
 
Azadi völlurinn í Teheran

Æft á Azadi vellinum í dag - 9.11.2009

Íslenski landsliðshópurinn er um þessar mundir í Teheran þar sem leikinn verður vináttulandsleikur gegn Íran.  Leikurinn fer fram á morgun, þriðjudag, og hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.  Útsendingin þar hefst kl 14:20.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009

Breytingar á landsliðshópnum - Landsliðið hélt til Íran í morgun - 7.11.2009

Landsliðshópurinn hélt í morgun áleiðis til Teheran en leikinn verður vináttulandsleikur við Íran næstkomandi þriðjudag.  Þaðan verður svo haldið til Lúxemborg sem verða mótherjarnir í vináttulandsleik laugardaginn 14. nóvember. 

Lesa meira
 
ÍR

ÍR-ingar hafa skilað leyfisgögnum fyrir 2010 - 6.11.2009

Þótt leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2010 hefjist ekki fyrr en 15. nóvember næstkomandi gerðist það í dag, föstudaginn 5. nóvember, að ÍR-ingar skiluðu leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum, vegna umsóknar um þátttökuleyfi í 1. deild sumarið 2010.

Lesa meira
 
ÍR

ÍR auglýsir eftir þjálfara hjá meistaraflokki kvenna - 6.11.2009

Knattspyrnudeild ÍR leitar eftir þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna. Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í uppbyggingu í meistaraflokki. Áhugasamir hafi samband við Úlfhildi í gsm: 695-8805/uoi@verkis.is eða Bjarna í gsm: 617-7759.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands 20. nóvember - 6.11.2009

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, föstudaginn 20. nóvember næstkomandi klukkan 20:00.

Lesa meira
 
UEFA

Sótti UEFA-námskeið í viðburðastjórnun - 5.11.2009

Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, sótti í vikunni UEFA-námskeið sem haldið var í Istanbul í Tyrklandi.  Námskeiðið var beint framhald af UEFA-námskeiði sem haldið var á Íslandi í maí 2009 og fjallaði um viðburðastjórnun (Event Management).

Lesa meira
 
undirbuningur-domara-2009

Undirbúningur hafinn hjá dómurum - 5.11.2009

Í gær hófst undirbúningur dómara fyrir næsta keppnistímabil.  Æft er á tveimur stöðum á landinu þ.e.a.s. á Akureyri og í Reykjavík.  Í gær var fyrsta æfing vetrarins þar sem dómararnir voru mældir í bak og fyrir.

Lesa meira
 
Þór

Markvarðanámskeið á Akureyri - 5.11.2009

Helgina 20. – 22. nóvember nk. ætlar Gunnleifur Gunnleifsson landsliðsmarkvörður í knattspyrnu að halda markvarðanámskeið á vegum Þórs í Boganum á Akureyri.  Kostnaður við námskeiðið er 6500 krónur á hvern þátttakenda og fer skráning fram í tölvupósti hjá Hlyn Birgissyni yfirþjálfara Þórs Akureyri. Lesa meira
 
Atli Eðvaldsson var þjálfari KR árið 1999

Stöð 2 Sport hefur sýningar á Bestu leikirnir - 5.11.2009

Í kvöld kl. 22:00, fimmtudaginn 5. nóvember, mun Stöð 2 Sport í samvinnu við KSÍ hefja sýningar á "Bestu leikirnir"  Um er að ræða úrval af leikjum sem Stöð 2 Sport hefur sýnt í gegnum árin frá Íslandsmótinu í knattspyrnu.

Lesa meira
 
John Peacock, fyrrum yfirmaður knattspyrnuakademíu Derby County, mun kenna á KSÍ VI í Lilleshall

UEFA A endurmenntun þriðjudaginn 10. nóvember - 5.11.2009

Þriðjudaginn 10. nóvember mun KSÍ bjóða upp á UEFA A endurmenntun. Hingað til lands koma þeir John Peacock og Dick Bate en báðir starfa þeir hjá enska knattspyrnusambandinu. Námskeiðið hefst kl. 17:00 og verður haldið í Kórnum, knattspyrnuhúsinu í Kópavogi. Námskeiðið kostar 2.000 krónur.

Lesa meira
 
Grindavík

Grindavík auglýsir eftir framkvæmdastjóra - 4.11.2009

Knattspyrnudeild UMFG auglýsir eftir framkvæmdastjóra í fullt starf frá og með 1. janúar 2010. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu (ásamt andlitsmynd og meðmælum) skal senda á umfg@centrum.is síðasta lagi 15. nóvember næstkomandi.
Lesa meira
 
KA

Unglingadómaranámskeið í KA heimilinu 11. nóvember - 3.11.2009

Unglingadómaranámskeið hjá KA verður haldið í KA heimilinu  11. nóvember  kl. 17:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales í undankeppni EM í september 2009

68 leikmenn boðaðir á úrtaksæfingar um helgina - 2.11.2009

Úrtaksæfingar verða hjá U17 og U19 karla um helgina en alls hafa 68 leikmenn verið boðaðir til æfinga af landsliðsþjálfurunum, Gunnari Guðmundssyni og Kristni Jónssyni.  Æfingarnar verða í Kórnum og í Egilshöll.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Þjálfari í bandarísku kvennadeildinni með fyrirlestur - 2.11.2009

Pauliina Miettinen, þjálfari meistaraliðs bandarísku atvinnumannadeildar kvenna, heldur fyrirlestur í Smáranum föstudaginn 6. nóvember.  Hún mun stjórna opinni æfingu í Fífunni föstudaginn 6. nóvember klukkan 18.00-19.00. Strax í kjölfarið heldur hún fyrirlestur um þjálfun í kvennaknattspyrnu.

Lesa meira
 
Merki FIFA

Breytingar á reglugerðum FIFA um félagaskipti - 2.11.2009

FIFA hefur gert ýmsar breytingar á reglugerð um félagskipti leikmanna (FIFA Regulations on the Status and Transfer of Players) og tóku þær gildi 1. október síðastliðinn. Félögin beðin um að kynna sér þessar breytingar gaumgæfilega. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög