Fréttir

Knattspyrnusamband Íslands

Fjármagn frá UEFA og KSÍ til íslenskra félagsliða - 30.10.2009

Uppgjör vegna Meistaradeildarinnar sem lauk vorið 2009 hefur nú farið fram og fá íslensk félög um 37 milljónir króna í sinn hlut til barna- og unglingastarfs.  Stjórn KSÍ hefur samþykkt að leggja til um 33 milljónir króna til viðbótar framlagi UEFA til barna – og unglingastarfs aðildarfélaga.

Lesa meira
 
ahorfendur-10

Stelpurnar tryggja sig á EM - Myndband - 30.10.2009

Þó svo að heldur svalt hafi verið á Laugardalsvellinum síðastliðið fimmtudagskvöld þá var engum kalt í leikslok á leik Íslendinga og Íra í umspili um sæti á EM í Finnlandi.  Hér má finna myndbrot úr leiknum og geta áhorfendur endurlifað stemninguna og yljað sér við minningarnar.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Strákarnir í U21 leika gegn San Marínó - Hópurinn valinn - 30.10.2009

Landslið U21 karla leikur gegn San Marínó í undankeppni EM 2011 og verður leikið ytra, föstudaginn 13. nóvember.  Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn fyrir þennan leik en þetta er síðasti leikur liðsins á árinu. Lesa meira
 
Íslensku stelpurnar fagna marki gegn Írum

Ár síðan að Írar voru lagðir í Laugardalnum - 30.10.2009

Í dag, 30. október, er rétt ár síðan að íslenska kvennalandsliðið tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM í Finnlandi.  Mótherjarnir fyrir ári síðan voru Írar og er óhætt að segja vallaraðstæður hafi verið erfiðar báðum liðum. Hér má finna myndbrot úr leiknum og geta áhorfendur endurlifað stemninguna og yljað sér við minningarnar

Lesa meira
 
Frá gæðavottun Knattspyrnuskóla HK

Knattspyrnuskólar Gróttu, HK og Víkings fá gæðavottorð UEFA og KSÍ - 30.10.2009

Síðastliðið vor ákvað útbreiðslunefnd KSÍ að bjóða knattspyrnuskólum félaga upp á úttekt á starfsemi skólanna en það er hluti af grasrótarsáttmála UEFA, sem KSÍ er aðili af. Félög gátu sótt um slíka úttekt sem síðar var framkvæmd með heimsókn starfsmanna útbreiðslunefndar í knattspyrnuskólann.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009

Landsliðshóparnir fyrir leiki gegn Íran og Lúxemborg - 29.10.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópa fyrir tvo vináttulandsleiki sem fara fram 10. og 14. nóvember næstkomandi.  Leikið verður við Íran í Teheran þriðjudaginn 10. nóvember og við Lúxemborg í Lúxemborg, laugardaginn 14. nóvember. Lesa meira
 
Auglýsing vegna góðgerðarleiks HR og HÍ

Góðgerðarleikur í Kórnum á laugardag - 29.10.2009

Vert er að vekja athygli á góðgerðarleik í knattspyrnu sem fer fram í Kórnum á laugardaginn kl. 17:00.  Þar mætast úrvalslið Háskólans í Reykjavík og úrvalslið Háskóla Íslands en bæði þessi lið eru skipuð þekktum knattspyrnuköppum.  Aðgangseyrir er 1.000 krónur en allur ágóði af leiknum rennur til Krafts.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Eins marks sigur í baráttuleik í Belfast - 28.10.2009

Stelpurnar í íslenska liðinu unnu dýrmætan sigur á stöllum sínum frá Norður Írlandi en leikurinn var liður í undankeppni HM 2011.  Lokatölur á The Oval í Belfast urðu 0 - 1 eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Það var Katrín Ómarsdóttir sem skoraði sigurmarkið á 79. mínútu leiksins.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

Stelpurnar í U17 og U19 við æfingar um helgina - 28.10.2009

Framundan eru æfingar hjá U17 og U19 kvenna en úrtaksæfingar eru nú um helgina.  Þjálfararnir Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson hafa valið úrtakshópa fyrir þessar æfingar sem fara fram í Kórnum og í Reykjaneshöllinni. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Staðfesting á þátttöku í landsdeildum 2010 - 28.10.2009

Félögin í landsdeildum fyrir keppnistímabilið 2010, þ.e. Pepsi-deild karla og kvenna og 1. og 2. deild karla, hafa fengið sent til sín þátttökutilkynningu sem þau þurfa að senda til baka fyrir 1. nóvember þar sem þau staðfesta þátttöku. 

Lesa meira
 
Margrét Lára Viðarsdóttir skorar úr vítaspyrnu í leik gegn Eistlandi

Byrjunarliðið er mætir Norður Írum í Belfast - Bein textalýsing - 27.10.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Norður Írum í undankeppni fyrir HM 2011.  Leikurinn hefst kl. 19:30 að íslenskum tíma og fer fram á The Oval í Belfast.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Flensborg og Versló sigruðu í framhaldsskólamótinu - 26.10.2009

Flensborg og Versló reyndust sigursælir skólar í Framhaldsskólamóti KSÍ 2009, sem fram fór á Ásvöllum í Hafnarfirði um helgina. Flensborg sigraði í úrslitariðlinum í kvennaflokki og Versló lagði FÁ í úrslitaleik með þremur mörkum gegn tveimur.

Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Tveggja marka tap í Frakklandi - 25.10.2009

Stelpurnar okkar í A-landsliði kvenna biðu á laugardag lægri hlut gegn Frökkum í undankeppni HM 2011.  Frakkar unnu tveggja marka sigur í leiknum, sem fram fór á Stede Gerland-leikvanginum í Lyon. 

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Frakklands í úrslitakeppni EM 2009

Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum - 23.10.2009

SIgurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Frökkum í undankeppni fyrir HM 2011 en leikið er í Lyon.  Leikurinn hefst kl. 14:30 og verður í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breyting á reglugerð vegna hlutgengis leikmanna - 23.10.2009

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 22. október sl. nýtt ákvæði í reglugerð KSÍ um  félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.  Umrætt ákvæði var áður til bráðabirgða í reglugerðinni en er nú samþykkt sem fullgilt ákvæði. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Soffíu Gunnarsdóttur bætt í hópinn - 23.10.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari hefur bætt Soffíu Gunnarsdóttur, úr Stjörnunni, inn í hópinn sem mætir Frakklandi og Norður Írlandi.  Soffía hélt til móts við hópinn í dag og verður tilbúinn í slaginn á morgun þegar Ísland mætir Frökkum í Lyon.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrslitakeppni Framhaldsskólamótsins á laugardaginn - 23.10.2009

Úrslitakeppni Framhaldskólamótsins í knattspyrnu fer fram nú á laugardaginn.  Leikjaniðurröðun liggur fyrir á má nálgast hana hér á heimasíðunni.  Úrslitakeppnin fer fram á Ásvöllum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fundur formanna og framkvæmdastjóra 21. nóvember - 23.10.2009

KSÍ boðar til fundar formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga sambandsins, laugardaginn 21. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli.  Formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga eru hér með boðaðir til fundarins. 

Lesa meira
 
Heimavöllur Lyon, Stade de Gerland

Stelpurnar æfa á keppnisvellinum í dag - 23.10.2009

Íslenska kvennalandsliðið æfir í dag á Stade de Gerland, heimavelli Lyon, en þar mætir liðið Frökkum á morgun í undankeppni fyrir HM 2011.  Leikurinn hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu. Lesa meira
 
Merki enska knattspyrnusambandsins

Fræðst um knattspyrnu kvenna í Englandi - 22.10.2009

Á dögunum fór 11 manna hópur frá Íslandi til Englands í þeim tilgangi að að kynna sér knattspyrnu kvenna þar í landi.  Þessi ferð er hluti af stóru fræðsluverkefni UEFA sem KSÍ er aðili að og snýst um að knattspyrnusamböndin geti fræðst um starfsemi og uppbyggingu knattpyrnunnar hjá hvoru öðru.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ IV þjálfaranámskeið 6.-8. nóvember - 21.10.2009

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið helgina 6.-8. nóvember.  Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem setið hafa KSÍ III þjálfaranámskeið og skilað verkefni af því námskeiði.  Bóklegi hluti námskeiðsins fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og verklegi þátturinn í Kórnum í Kópavogi.  Lesa meira
 
Fram-Fylkir_Futsal_des2006_1

Unnið að niðurröðun í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu - 20.10.2009

Þessa dagana er unnið að niðurröðun í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu hjá meistaraflokkum en skráningarfrestur rann út í síðustu viku.  Vakin er athygli á því að þátttökufrestur í Íslandsmót yngri flokka innanhúss rennur út miðvikudaginn 21. október en einungis er hægt að skrá eitt lið til þátttöku í hverjum flokki. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum á EM í Finnlandi

Geysisterkur riðill Íslands á Algarve Cup - 20.10.2009

Íslenska kvennalandsliðið tekur sem fyrr þátt á Algarve Cup á næsta ári en mótið fer fram dagana 24. febrúar til 3. mars að þessu sinni.  Þarna mæta til leiks mörg af sterkustu landsliðum í kvennaknattspyrnunni en búið er að skipta í riðla. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales í undankeppni EM í september 2009

Um 70 leikmenn á úrtaksæfingum hjá U17 og U19 karla um helgina - 20.10.2009

Úrtaksæfingar verða um komandi helgi hjá U17 og U19 karlalandsliðum Íslands.  Þjálfararnir Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson hafa valið um 70 leikmenn til þessara æfinga sem fara fram í Egilshöll og Kórnum.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Kristinn dæmir í Ísrael - 20.10.2009

Kristinn Jakobsson dæmir á fimmtudaginn leik Hapoel Tel Aviv og Rapid Vín í Evrópudeild UEFA en leikið verður í Tel Aviv.  Eins og áður hefur komið fram hefur UEFA verið með verkefni þar sem fimm dómarar starfa við leiki í Evrópudeildinni ásamt varadómara. 

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Frakklands í úrslitakeppni EM 2009

Hópurinn sem mætir Frökkum og Norður Írum - 19.10.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn er mætir Frökkum og Norður Írum í undankeppni HM 2011 og fara báðir leikirnir fram ytra.  Leikið verður við Frakka laugardaginn 24. október í Lyon en leikurinn við Norður Íra fer fram í Belfast, miðvikudaginn 28. október.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ II þjálfaranámskeið á næstu vikum - Hefst næstu helgi - 19.10.2009

Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu vikum halda tvö KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 23.-25. október og hins vegar 30. október-1. nóvember. Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa KSÍ I þjálfararéttindi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Vinnufundur um nýja leyfisreglugerð - 17.10.2009

Eins og greint hefur verið frá hafa UEFA og stjórn KSÍ samþykkt nýja leyfisreglugerð.  Á laugardag var haldinn fundur með þeim félögum sem undirgangast leyfiskerfið og farið yfir breytingar milli ára og ýmis önnur mál sem tengjast leyfiskerfinu og leyfisferlinu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Mikilvægir leikir framundan hjá kvennalandsliðinu - 16.10.2009

Framundan eru tveir mikilvægir landsleikir hjá kvennalandsliðinu síðar í mánuðinum og fara þeir báðir fram ytra.  Laugardaginn 24. október verður leikið gegn Frökkum og miðvikudaginn 28. október eru Norður Írar mótherjarnir. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Íslandsmót yngri flokka innanhúss 2010 - Þátttökufrestur til 21. október - 16.10.2009

Aðildarfélög KSÍ hafa fengið send þátttökutilkynningu fyrir Íslandsmótið í innanhús knattspyrnu yngri flokka.  Þátttökufrestur er til 21. október og eru félögin hvött til þess að virða þennan frest svo að niðurröðun taki sem stystan tíma. Lesa meira
 
UEFA

Fjárhagsleg háttvísi - 16.10.2009

Ómar Smárason leyfisstjóri KSÍ og Lúðvík Georgsson formaður leyfisráðs sátu í vikunni ráðstefnu UEFA um sérstakt verkefni sem verið er að setja í gang og fjallar um fjárhagslega háttvísi hjá knattspyrnufélögum - Financial Fair Play.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland upp um níu sæti á styrkleikalista karla - 16.10.2009

Íslenska karlalandsliðið fer upp um níu sæti á nýjum styrkleikalista FIFA er birtur var í dag.  Ísland er nú í 87. sæti listans en Brasilíumenn tróna á toppnum en Spánverjar koma þar skammt á eftir.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Sigurvegarar knattspyrnusumarsins 2009 - 15.10.2009

Í gærkvöldi fór fram úrslitaleikur Íslandsmóts eldri flokks karla 30+ í knattspyrnu og var það síðasti leikur Íslandsmótanna í knattspyrnu árið 2009.  Hér að neðan má sjá lista yfir sigurvegara mótanna 2009.

Lesa meira
 
Úr stúkunni á Melavellinum á fyrsta landsleik Íslands gegn Dönum árið 1946.  Fremst fyrir miðri mynd er þáverandi forseti Íslands, Sveinn Björnsson

Hundraðasti sigur A landsliðs karla - 14.10.2009

Þegar Suður Afríkumenn voru lagðir á Laugardalsvelli í gærkvöldi var það hundraðasti sigur A landsliðs karla.  Landsleikirnir eru orðnir 376 talsins og hafa sigrarnir verið 100, jafnteflin 68 og tapleikirnir 208 talsins.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal í undankeppni EM U19 kvenna í september

Úrtaksæfingar hjá stelpunum í U17 og U19 framundan - 14.10.2009

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og hafa þjálfararnir Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson valið hópa til þessara æfinga.  Æft verður í Kórnum og Reykjaneshöllinni.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Grunnskólamót KRR sjöunda bekkjar liggur fyrir - 14.10.2009

Búið er að staðfesta leikjaniðurröðun í Grunnskólamóti KRR fyrir sjöunda bekk og fá finna leikjaniðurröðunina hér á síðunni.  

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Baráttusigur á Norður Írum hjá U21 karla - 13.10.2009

Strákarnir í U21 lögðu Norður Íra að velli í dag í undankeppni EM en leikið var í Grindavík.  Lokatölur urðu 2 - 1 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið markalaust í leikhléi.  U21 liðið því nú náð sér í níu stig eftir fjóra leiki og eru í öðru sæti riðilsins á eftir Tékkum Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009

Sigur á Suður Afríku í Laugardalnum - 13.10.2009

Íslendingar lögðu Suður Afríku að velli í vináttulandsleik í kvöld en leikið var á Laugardalsvelli.  Lokatölur urðu 1 - 0 og kom sigurmarkið í síðari hálfleik og var Veigar Páll Gunnarsson þar á ferðinni með gott mark eftir lúmskt skot.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Byrjunarliðið gegn Suður Afríku tilbúið - 13.10.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem að mætir Suður Afríku kl. 18:10 í kvöld á Laugardalsvelli.  Ólafur hefur einnig gert eina breytingu á hópnum, Björgólfur Takefusa kemur inn í hópinn í stað Eiðs Smára Guðjohnsen sem á við meiðsli að stríða.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Ísland í rigningunni á Laugardalsvelli

Ísland - Norður Írland hjá U21 karla í dag kl. 15:00 - Byrjunarliðið tilbúið - 13.10.2009

Ísland tekur á móti Norður Írlandi í dag í undankeppni fyrir EM og fer leikurinn fram á Grindavíkurvelli kl. 15:00.  Þetta er fjórði leikur Íslands í undankeppninni og hefur liðið 6 stig úr leikjunum þremur til þessa. Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Sigur gegn Búlgaríu hjá U19 karla - 12.10.2009

Strákarnir í U19 léku í dag síðasta leik sinn í undankeppni fyrir EM en riðill þeirra var leikinn í Bosníu.  Íslenska liðið lék gegn Búlgaríu og unnu góðan sigur með þremur mörkum gegn tveimur eftir að hafa verið undir í hálfleik, 1 – 2. 

Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfara fyrir 2. flokk karla - 12.10.2009

Knattspyrnudeild Fylkis leitar að þjálfara fyrir 2. flokk karla á komandi tímabil.  Krafa er gerð um að viðkomandi þjálfari hafi lokið KSÍ B og hafi reynslu af þjálfun eldri flokka í knattspyrnu.  Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla mætir Búlgörum í dag - Byrjunarliðið tilkynnt - 12.10.2009

Strákarnir í U19 karla mæta Búlgörum í dag en leikurinn er lokaleikur liðsins í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Bosníu.  Með sigri getur íslenska liðið tryggt sér sæti í milliriðlum en verður þá að treysta á að Norður Írar vinni ekki sigur á heimamönnum. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið hjá Aftureldingu í sumarbústaðnum að Varmá - 12.10.2009

Unglingadómaranámskeið hjá Aftureldingu verður haldið í sumarbústaðnum að Varmá  15. október  kl. 20:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál. Lesa meira
 
KSÍ er aðili að dómarasáttmála UEFA

Íslenskir dómarar í eldlínunni á miðvikudaginn - 12.10.2009

Íslenskir dómarar verða á faraldsfæti í vikunni og eru þeir að störfum við tvö verkefni á erlendri grundu á miðvikudaginn.  Kristinn Jakobsson dæmir leik Búlgaríu og Georgíu í undankeppni HM 2010 og Jóhannes Valgeirsson dæmir leik Hvíta Rússlands og Albaníu í undankeppni U21 karla.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Ísland - Suður Afríka þriðjudaginn 13. október kl. 18:10 - 12.10.2009

Ísland tekur á móti Suður Afríku á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 13. október og hefst leikurinn kl. 18:10.  Miðasala á þennan vináttulandsleik er í fullum gangi í miðasölukerfi hjá midi.is og á leikdag opnar miðasala á Laugardalsvelli kl. 12:00. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðar fyrir handhafa A passa á Ísland - Suður Afríka - 12.10.2009

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Suður Afríka afhenta mánudaginn 12. október frá kl. 12:00 - 16:00 og þriðjudaginn 13. október frá 09:00 - 12:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. 

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Gylfi Þór inn í hópinn fyrir Norður Íra leikinn - 12.10.2009

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur bætt Gylfa Þór Sigurðssyni inn í hópinn er mætir Norður Írum í undankeppni EM.  Leikurinn fer fram á Grindavíkurvelli, þriðjudaginn 13. október og hefst kl. 15:00.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Vináttulandsleikur gegn Íran 10. nóvember - 11.10.2009

Knattspyrnusambönd Írans og Íslands hafa náð samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik þann 10. nóvember næstkomandi.  Leikið verður á Azadi vellinum í höfuðborg Írans, Teheran.  Þetta er í fyrsta skipti sem að landsleikur í knattspyrnu fer fram á milli þessara þjóða.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Ísland í rigningunni á Laugardalsvelli

Öruggur sigur Íslands á San Marínó - 9.10.2009

Íslendingar unnu öruggan sigur á liði San Marínó í undankeppni EM U21 karlalandsliða í kvöld en leikið var á Laugardalsvelli.  Lokatölur urðu 8 - 0 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 4 – 0 Íslandi í vil.

Lesa meira
 
Bleika slaufan

Bleika slaufan í tíunda sinn - 9.10.2009

KSÍ hefur ákveðið að leggja baráttunni gegn brjóstakrabbameini lið með því að vekja athygli á söfnunar- og árvekniátaki Krabbameinsfélags Íslands - Bleiku slaufunni.  Lit á forsíðu vefs KSÍ hefur verið breytt eilítið, eins og sjá má, og bleika litnum leyft að njóta sín. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla mætir Norður Írum í dag - Byrjunarliðið tilbúið - 9.10.2009

Strákarnir í U19 mæta jafnöldrum sínum frá Norður Írlandi í dag en leikurinn er liður í undankeppni EM.  Þetta er annar leikur liðsins í keppninni sem fer fram í Bosníu.  Kristinn R. Jónsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn og gerir fjórar breytingar frá fyrsta leiknum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Ísland í rigningunni á Laugardalsvelli

Strákarnir í U21 mæta San Marínó í kvöld - Byrjunarliðið tilbúið - 9.10.2009

Strákarnir í U21 mæta San Marínó í kvöld en leikurinn er liður í undankeppni EM.  Leikið verður á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 19:00.  Þetta er þriðji leikur strákanna í riðlinum en þeir hafa þrjú stig eftir tvö leiki.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Breytt um leikvöll hjá U21 karla á morgun - 8.10.2009

Vegna óhagstæðrar veðurspár hefur verið ákveðið að færa leik Íslands og San Marínó í undankeppni EM.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli kl. 19:00 á morgun en ekki á Akranesvelli kl. 15:00 eins áætlað var í fyrstu.

Lesa meira
 
A landslið karla

Aron Einar dregur sig út úr U21 hópnum - 7.10.2009

Landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson hefur þurft að draga sig út úr hópnum hjá U21 karla en leikið verður við San Marínó, föstudaginn 9. október.  Aron Einar á við meiðsli að stríða en hann mun verða í hópnum þegar A landsliðið mætir Suður Afríku í vináttulandsleik Lesa meira
 
Forsida_Jens-Bangsbo

Ný þjálffræðibók í knattspyrnu - 7.10.2009

Loksins er komin til landsins vönduð þjálffræðibók í knattspyrnu á íslensku. Höfundur bókarinnar er Dr. Jens Bangsbo og fjallar hún um loftháða og loftfirrta þjálfun í knattspyrnu – með sérstaka áherslu á þjálfun ungra leikmanna.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla mætir Bosníu - Byrjunarliðið tilbúið - 7.10.2009

Strákarnir í U19 verða í eldlínunni í dag en þá mæta þeir Bosníu í undankeppni EM en leikið er í Bosníu.  Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma og hefur Kristinn R. Jónsson tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Valur - Torres á Vodafonevelli kl. 15:30 - 7.10.2009

Valsstúlkur taka á móti ítalska liðinu Torres í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í dag.  Leikurinn fer fram á Vodafonevellinum og hefst kl. 15:30.  Torres liðið vann sigur í fyrri leiknum á Ítalíu með fjórum mörkum gegn einu. Lesa meira
 
U17 landslið karla

36 leikmenn valdir til úrtaksæfinga hjá U17 karla - 6.10.2009

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið úrtakshóp sem æfir um komandi helgi.  Æft verður í Kórnum og Egilshöll og hefur Gunnar valið 36 leikmenn til þessara æfinga. Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Spjall um innanhússknattspyrnu meistaraflokka - 6.10.2009

KSÍ býður félögum til kaffispjalls um keppnistímabilið í knattspyrnu innanhúss sem framundan er en frestur til að tilkynna þátttöku er til 10. október í keppni meistaraflokka.  Geta áhugasamir komið þarna og kynnt sér málin nánar um væntanlegt mótafyrirkomulag. Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Hægt að sækja um í Ferðasjóð íþróttafélaga - 6.10.2009

Búið er að opna umsóknarvef Ferðasjóðs íþróttafélaga vegna keppnisferða á mót á yfirstandandi ári, þ.e. 2009. Hægt er að skrá inn allar ferðir sem þegar hafa verið farnar og halda umsókninni opinni til áframhaldandi skráningar út árið.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frítt fyrir yngri iðkendur, öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland – Suður Afríka - 6.10.2009

KSÍ hefur ákveðið að bjóða yngri iðkendum aðildarfélaga sinna, ókeypis aðgang að vináttulandsleik Íslands og Suður Afríku sem fram fer á Laugardalsvelli 13. október  kl. 18:10.  Jafnframt er öryrkjum og ellilífeyrisþegum boðinn ókeypis aðgangur að leiknum.  Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Miðasala hafin á Ísland - Suður Afríka - 6.10.2009

Miðasala er hafin á vináttulandsleik Íslands og Suður Afríku sem fram fer á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 13. október kl. 18:10.  Miðaverði er stillt í hóf og er miðaverð í forsölu frá 1.000 krónum upp í 2.500 krónur.  Það er því um að gera að næla sér í miða í tíma.

Lesa meira
 
Fanndís Friðriksdóttir og Alfreð Finnbogason úr Breiðabliki voru valin efnilegustu leikmenn ársins 2009.  Katrín Jónsdóttir úr Val og Atli Guðnason úr FH voru valin bestu leikmenn ársins 2009

Katrín og Atli valin bestu leikmennirnir - 5.10.2009

Í kvöld fór fram samkoma knattspyrnumanna við hátíðlega athöfn í Háskólabíói.  Veittar voru viðurkenningar fyrir knattspyrnuárið 2009 og voru þau Katrín Jónsdóttir úr Val og Atli Guðnason úr FH valin leikmenn ársins. Kristinn Jakobsson var valinn besti dómari Pepsi-deildar karla.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Tvö KSÍ II þjálfaranámskeið í október - 5.10.2009

Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu vikum halda tvö KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 23. - 25. október og hins vegar 30. október - 1. nóvember. Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa KSÍ I þjálfararéttindi. Lesa meira
 
Merki enska knattspyrnusambandsins

Uppbygging kvennaknattspyrnu á Englandi - 5.10.2009

Í dag fóru 11 fulltrúar frá Íslandi að kynna sér uppbyggingu kvennaknattspyrnu á Englandi.  Þessi ferð er hluti af stóru fræðsluverkefni UEFA sem KSÍ er aðili að og snýst um knattspyrnusamböndin geti fræðst um starfsemi og uppbyggingu knattpyrnunnar hjá hvoru öðru.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Samkoma knattspyrnumanna í kvöld - 5.10.2009

Verðlaun og viðurkenningar fyrir keppnistímabilið 2009 verða afhentar á samkomu knattspyrnumanna sem haldin verður í Háskólabíói í kvöld, mánudaginn 5. október.  Formleg dagskrá hefst kl. 18:00, en húsið opnar kl. 17:30. Lesa meira
 
Valur VISA bikarmeistari kvenna 2009

Valssigur í VISA bikar kvenna - 4.10.2009

Valur tryggði sér í dag VISA bikarmeistaratitil kvenna þegar þær lögðu Breiðablik að velli í spennandi framlengdum úrslitaleik.  Lokatölur urðu 5 – 1 en jafnt var eftir venjulegan leiktíma, 1 -1.  Þetta er í 11. skiptið sem Valur vinnur þennan titil í kvennaflokki.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Rússum í undankeppni EM 2009 í september 2009

Jafntefli gegn Bosníu í lokaleik hjá U17 karla - 4.10.2009

Strákarnir í U17 gerðu jafntefli í gær við Bosníu í lokaleik liðsins í undankeppni EM en leikið var í Wales.  Lokatölur urðu 1 -1 en Bosníumenn höfðu eins marks forystu í leikhléi.  Íslenska liðið lék manni færra allan síðari hálfleikinn eftir að þeir misstu mann af velli vegna tveggja áminninga undir lok fyrri hálfleiks. Lesa meira
 
Blikar lyfta VISA bikarnum fyrir árið 2009

Blikar bikarmeistarar í fyrsta skiptið - 3.10.2009

Breiðablik tryggði sér í dag sigur í VISA bikar karla með því að leggja Fram að velli í æsispennandi bikarúrslitaleik.  Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn, 1-1 og eftir framlengingu var einnig jafnt, 2-2.  Þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni og þar höfðu Kópavogsbúar betur.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Valur - Breiðablik - Úrslitaleikur VISA bikars kvenna - 3.10.2009

Það verður hart barist á Laugardalsvellinum þegar tvö sigursælustu kvennalið landsins, Valur og Breiðablik, mætast í úrslitaleik VISA bikars kvenna.  Flautað verður til leiks kl. 14:00 en miðasala á Laugardalsvellinum opnar kl. 12:00. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Lúðrasveitin Svanur marserar og leikur tónlist fyrir VISA-bikarúrslitaleikina - 3.10.2009

Lúðrasveitin Svanur mun marsera á hlaupabraut Laugardalsvallar og leika létta og skemmtilega tónlist fyrir úrslitaleiki VISA-bikarsins um helgina.  Svanur mun hefja leik um það bil hálftíma fyrir sjálfan knattspyrnuleikinn. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

VISA-bikarinn 2009 er 50. bikarkeppnin - 3.10.2009

í tilefni af því að VISA-bikarinn 2009 er 50. bikarkeppni KSÍ frá upphafi munu 49 krakkar koma sér fyrir úti á velli fyrir úrslitaleik VISA-bikars karla og verða þau í búningum þeirra 10 félagsliða sem hampað hafa sigri í bikarkeppni KSÍ í karlaflokki síðan 1960. 

Lesa meira
 
Erna Björk Sigurðardóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir með verðlaunagrip VISA bikars kvenna

Finn að liðið er sært frá því í fyrra - Viðtal við Frey Alexanderson - 2.10.2009

Kvennalið Vals stendur í ströngu þessa dagana. Fyrr í vikunni spilaði liðið Evrópuleik og nú á sunnudaginn mætir Valur Breiðabliki í úrslitaleik VISA-bikars kvenna. Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, er þó hvergi banginn fyrir úrslitaleikinn. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Jóhannes og Valgeir dæma bikarúrslitaleikina - 2.10.2009

Það verða þeir Jóhannes Valgeirsson og Valgeir Valgeirsson sem dæma úrslitaleiki VISA bikarkeppninnar að þessu sinni.  Jóhannes dæmir leik Fram og Breiðabliks í úrslitum VISA bikars karla en Valgeir dæmir leik Vals og Breiðablik í úrslitum VISA bikars kvenna. Lesa meira
 
Þjálfarar Breiðabliks og Vals, Gary Wake og Freyr Alexanderson, á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn í VISA bikar kvenna 2009

Mjög ánægður með hugarfar leikmanna - Viðtal við Gary Wake - 2.10.2009

Gary Wake, þjálfari Breiðabliks, segist vera mjög ánægður með hugarfarið í leikmönnum sínum í aðdraganda úrslitaleiksins í VISA-bikar kvenna þar sem Valur og Breiðablik mætast. Lesa meira
 
Fram

Settum pressu á okkur sjálfa - Viðtal við Auðun Helgason - 2.10.2009

Auðun Helgason, fyrirliði Fram, er fullur tilhlökkunar fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Breiðabliki á laugardaginn. Hann segir jafnframt að hið margumtalaða spennustig megi ekki vera of mikið. Lesa meira
 
Breiðablik

Óhemju gaman að taka þátt í þessu - Viðtal við Ólaf Kristjánsson - 2.10.2009

Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var nokkuð brattur þegar heimasíða KSÍ náði tali af honum á blaðamannafundi sem haldinn var út af bikarúrslitaleik Fram og Breiðabliks.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Sæti í Evrópudeild UEFA í húfi í bikarúrslitaleik karla - 2.10.2009

Það er mikið undir í úrslitaleik Fram og Breiðabliks í VISA bikars karla enda einn eftirsóttasti titillinn sem er í boði.  Félagið sem ber sigur úr býtum á laugardaginn mun ekki einungis hampa titlinum og milljón króna verðlaunafé frá VISA heldur ávinnur sér einnig þátttökurétt í Evrópudeild UEFA á næsta tímabili.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Tékkum á KR velli 12. ágúst 2009.  Tékkar sigruðu með tveimur mörkum gegn engu.

Hópurinn valinn hjá U21 karla fyrir tvo leiki - 2.10.2009

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hóp sinn er mætir Norður Írlandi og San Marínó í undankeppni EM og fara báðir leikirnir fram hér á landi.  San Marínó verða mótherjarnir á Akranesvelli, föstudaginn 9. október og Norður Írar mæta til leiks á Grindavíkurvöll, þriðjudaginn 13. október.  Báðir leikirnir hefjast kl. 15:00.

Lesa meira
 
Auðun Helgason og Kári Ársælsson, fyrirliðar Fram og Breiðabliks, með sigurlaunin á milli sín

Fram - Breiðablik - Úrslitaleikur VISA bikars karla - 1.10.2009

Á laugardaginn mætast Fram og Breiðablik í úrslitaleik VISA bikars karla og hefst leikurinn kl. 14:00 á Laugardalsvelli.  Á blaðamannafundi sem haldinn var í hádeginu í dag kom í ljós að mikill hugur er í leikmönnum beggja liða sem og stuðningsmönnum fyrir þennan stórleik.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Rússum í undankeppni EM 2009 í september 2009

Jafntefli hjá U17 karla gegn Rússum - 1.10.2009

Strákarnir í U17 gerðu í gærkvöldi jafntefli gegn Rússum í undankeppni EM en leikið er í Wales.  Lokatölur urðu 1 - 1 eftir að Rússar höfðu leitt í leikhléi.  Kristján Gauti Emilsson jafnaði metin fyrir Ísland í síðari hálfleik. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Hvar verða stuðningsmennirnir? - 1.10.2009

Mikil spenna er að byggjast um hjá stuðningsmönnum Fram og Breiðabliks annarsvegar og stuðningsmönnum Vals og Breiðabliks hinsvegar fyrir bikarúrslitaleikina um helgina.  Laugardalsvöllur verður vettvangur úrslitaleikja í VISA bikar karla og kvenna á laugardag og sunnudag. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög