Fréttir

Merki FIFA

Landsleikir á þriðjudögum í stað miðvikudaga - 30.9.2009

Framkvæmdastjórn FIFA fundaði í gær í Ríó og meðal þeirra ákvarðana sem þar voru teknar var að framvegis yrðu landsleikjadagar á þriðjudögum í stað miðvikudaga áður.  Einnig ítrekaði framkvæmdastjórnin áherslur sínar og dagsetningar varðandi TMS félagaskiptakerfið.

Lesa meira
 
Ólafur Jóhannesson fagnar sigri gegn Makedóníu

Ólafur Jóhannesson ráðinn til ársloka 2011 - 30.9.2009

Knattspyrnusamband Íslands framlengdi í dag samning við Ólaf Jóhannesson sem landsliðsþjálfara A landsliðs karla og gildir samningurinn til ársloka 2011.  Nýr samningur þess efnis var undirritaður í dag í höfuðstöðvum KSÍ.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales í undankeppni EM í september 2009

Strákarnir í U17 leika við Rússa - Byrjunarliðið tilbúið - 30.9.2009

Strákarnir í U17 leika gegn Rússum í dag í undankeppni EM en leikið er í Wales.  Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og hefur Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Vináttulandsleikur við Suður Afríku - Hópurinn tilkynntur - 30.9.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Suður Afríku í vináttulandsleik á Laugardalsvelli þriðjudaginn 13. október kl. 18:10.  Ísland og Suður Afríka hafa tvisvar áður mæst hjá A landsliðum karla.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Valur leikur í Meistaradeild kvenna í dag - 30.9.2009

Valsstúlkur leika í dag fyrri leik sinn gegn ítalska félaginu Torres í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna en leikið er á Ítalíu.  Síðari leikurinn fer fram að viku liðinni á Vodafonevellinum.  Leikurinn hefst í dag kl. 13:00 að íslenskum tíma eða kl. 15:00 að staðartíma. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla leikur í Bosníu í undankeppni EM - 29.9.2009

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið landsliðshóp sem leikur í Bosníu í undankeppni EM dagana 7. - 12. október.  Mótherjar Íslendinga í riðlinum eru ásamt heimamönnum, Norður Írar og Búlgarir. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Sigurður Ragnar velur æfingahóp - 29.9.2009

Framundan eru hjá íslenska kvennalandsliðinu gríðarlega mikilvægir leikir í undankeppni fyrir HM 2011.  Leikið verður við Frakka 24. október og Norður Íra 28. október og fara báðir leikirnir fram ytra.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið æfingahóp vegna þessara leikja. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Dagskrá bikarráðstefna á laugardag og sunnudag - 29.9.2009

Um næstu helgi (3. og 4. október) standa Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands og Knattspyrnusamband Íslands sameiginlega að ráðstefnum í tengslum við bikarúrslitaleiki karla og kvenna. Lesa meira
 
Úrvalslið umferða 16-22 í Pepsi-deild karla

Dóra María og Björgólfur best í lokaþriðjungnum - 29.9.2009

Í dag voru veitt verðlaun fyrir lokaþriðjunginn í Pepsi-deild kvenna og karla og fór athöfnin fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Þau Dóra María Lárusdóttir úr Val og Björgólfur Takefusa úr KR þótt hafa leikið best á lokaþriðjungi Pepsi-deilda karla og kvenna.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Tvö KSÍ I þjálfaranámskeið framundan í október - 29.9.2009

Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu vikum halda tvö 1. stigs þjálfaranámskeið. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 9.-11. október og hins vegar námskeið sem haldið verður helgina 16.-18. október.

Lesa meira
 
Gervigrasvöllurinn á Ísafirði, Torfnesvöllur

BÍ/Bolungarvík auglýsir eftir meistaraflokksþjálfara karla - 29.9.2009

Meistaraflokksráð BÍ/Bolungarvíkur leitar að þjálfara fyrir meistarflokk karla.  Spilandi þjálfari kemur vel til greina.  Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 7.október nk. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Áhorfendur voru 1.029 að meðaltali á leik í Pepsi-deild karla - 29.9.2009

Alls mættu 135.783 áhorfendur á leiki Pepsi-deildar karla á nýliðnu keppnistímabili eða 1.029 áhorfendur á leik að meðaltali.  Er þetta fækkun um rúmlega 10.000 manns frá síðasta tímabili en þá voru áhorfendur 1.106 að meðaltali á leik.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Þrándheimi 2009.  Sigur vannst í leiknum, 2-0

Naumt tap í fyrsta leik hjá strákunum í U17 - 29.9.2009

Strákarnir í U17 hófu leik í gær í undankeppni EM þegar þeir mættu Wales en riðillinn er leikinn þar í landi.  Lokatölur urðu 3 - 2 heimamönnum í vil eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi. 

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Lokaþriðjungurinn gerður upp í hádeginu á þriðjudag - 28.9.2009

Lokaþriðjungur Pepsi-deildar karla og Pepsi-deildar kvenna verður gerður upp í hádeginu á þriðjudag í höfuðstöðvum KSÍ.  Veittar verða viðurkenningar fyrir umferðir 13-18 í kvennadeildinni og fyrir umferðir 16-22 í karladeildinni.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Miðasala hafin á bikarúrslitaleikina - 28.9.2009

Í dag hófst miðasala á úrslitaleiki VISA bikars karla og kvenna en leikirnir fara fram á Laugardalsvelli laugardaginn 3. október og sunnudaginn 4. október.  Miðasalan fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is og er afsláttur fyrir þá er greiða með VISA korti. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Þrándheimi 2009.  Sigur vannst í leiknum, 2-0

Strákarnir í U17 leika gegn Wales í dag - 28.9.2009

Strákarnir í U17 leika í dag fyrsta leik sinn í undankeppni EM en leikið er í Wales.  Mótherjarnir í dag eru heimamenn en einnig leika Bosnía og Rússland í þessum riðli.  Leikurinn í dag hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag kl. 16:00 - 26.9.2009

Lokaumferð í Pepsi-deild karla fer fram í dag og hefjast allir leikirnir kl. 16:00.  Þetta er síðasti möguleikinn til þess að sjá sitt félag í eldlínunni í deildinni á þessu ári og því um að gera fyrir stuðningsmenn að fylgja sínu félagi alla leið á þessu keppnistímabili.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Kvennalandsliðið upp um tvö sæti á styrkleikalista FIFA - 25.9.2009

Ísland er í 17. sæti á nýjum styrkleikalista kvenna sem FIFA gaf út í dag.  Ísland fer upp um 2 sæti og sitja í sautjánda sætinu ásamt Rússum.  Það eru Bandaríkin sem eru í efsta sæti listans en nýkrýndir Evrópumeistarar Þjóðverja eru í öðru sæti.

Lesa meira
 
Frá leik Víðis og Roubaix frá Frakklandi í Evrópukeppninni í Futsal

Þátttökutilkynning í Íslandsmótið innanhúss 2010 - 25.9.2009

Þátttökutilkynningar fyrir Íslandsmót meistaraflokks innanhúss hafa verið sendar til félaganna.  Þátttökufrestur er til og með 10. október.  Þátttökutilkynningar fyrir Íslandsmót yngri flokka innanhúss verða sendar út í næstu viku.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal í undankeppni EM U19 kvenna í september

Keppni í milliriðlum bíður U19 kvenna - 25.9.2009

Stelpurnar í U19 báru sigurorð af Rúmenum í gær en leikurinn var liður í undankeppni fyrir EM.  Lokatölur urðu 5 - 0 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið 2 - 0 í hálfleik.  Stelpurnar tryggðu sér þar með sæti í milliriðlum keppninnar. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Samkoma knattspyrnumanna 2009 - 24.9.2009

Verðlaun og viðurkenningar fyrir keppnistímabilið 2009 verða afhentar á samkomu knattspyrnumanna sem haldin verður í Háskólabíói mánudaginn 5. október næstkomandi.  Formleg dagskrá hefst kl. 18:00 og gert er ráð fyrir að dagskrá ljúki um kl. 20:30. 

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Úrslitaleikur VISA bikarsins hjá 2. flokki karla - 24.9.2009

Úrslitaleikur VISA bikars hjá 2. flokki karla fer fram í dag, fimmtudaginn 24. september kl. 16:30.  Þá mætast FH og Fylkir og fer leikurinn fram á Kaplakrikavelli.  Það er óhætt að hvetja knattspyrnuáhugamenn til þess mæta á völlinn. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal í undankeppni EM U19 kvenna í september

U19 kvenna leikur gegn Rúmeníu - Byrjunarliðið tilbúið - 24.9.2009

Stelpurnar í U19 leika í dag gegn Rúmeníu í riðlakeppni EM U19 kvenna en leikið er í Portúgal.  Íslenska liðið er með fjögur stig eftir 2 leiki eins og það svissneska en Rúmenía hefur þrjú stig.  Jafntefli tryggir íslenska liðinu sæti í milliriðlum. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Æfingahelgi hjá U19 karla framundan - 23.9.2009

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 23 leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram á Tungubökkum og verða þrjár talsins.  Leikmennirnir 23 koma frá 16 félögum víðsvegar af á landinu.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Úrslitaleikirnir í VISA bikarnum fara fram 3. og 4. október - 23.9.2009

Það verður sannkallaðir bikardagar laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. október á Laugardalsvelli en þá verður leikið til úrslita í VISA bikar karla og kvenna.  Hjá körlunum mætast Fram og Breiðablik og hjá konunum leika Valur og Breiðablik. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Bikarúrslitaráðstefnur KSÍ og KÞÍ 3. og 4. október - 23.9.2009

Eins og undanfarin ár verða haldnar bikarúrslitaráðstefnur í tengslum við úrslitaleiki í VISA bikar karla og kvenna.  Úrslitaleikirnir fara fram sömu helgina að þessu sinni, laugardaginn 3. október leika Fram og Breiðablik hjá körlum en sunnudaginn 4. október mætast Valur og Breiðablik hjá konum.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Belgíu og Búlgaríu í október - 23.9.2009

Kristinn Jakobsson verður á ferð á flugi í október ásamt öðrum íslenskum dómurum en þann 1. október næstkomandi dæmir hann leik Anderlecht og Ajax í Evrópudeild UEFA.  Þann 14. október næstkomandi dæmir Kristinn svo leik Búlgaríu og Georgíu í undankeppni fyrir HM 2010.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal í undankeppni EM U19 kvenna í september

Jafntefli hjá stelpunum í U19 gegn Sviss - 21.9.2009

Stelpurnar í U19 gerðu í dag jafntefli gegn stöllum sínum frá Sviss en leikurinn er í riðlakeppni EM U19 kvenna og er leikið í Portúgal.  Lokatölur urðu 1 - 1 en þannig var staðan í hálfleik.  Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði mark Íslands og jafnaði þá metin á 8. mínútu. Lesa meira
 
Valur

Valur auglýsir eftir þjálfurum yngri flokka - 21.9.2009

Knattspyrnufélagið Valur leitar að þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins. Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Ragnhildi Skúladóttur yfirmann barna-og unglingasviðs í síma 414-8005 eða í netfangið ragnhildur@valur.is.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Ísland með tvö sæti í Meistaradeild kvenna 2010/2011 - 21.9.2009

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA,  hefur staðfest að Ísland er ein átta þjóða sem fær úthlutað tveimur sætum í Meistaradeild kvenna fyrir keppnistímabilið 2010/2011.  Ísland er í áttunda sæti yfir bestan árangur félagsliða í Evrópukeppni undanfarin fimm tímabil.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Þrándheimi 2009.  Sigur vannst í leiknum, 2-0

U17 karla leikur í Wales - Hópurinn valinn - 21.9.2009

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið landsliðshóp sinn er heldur til Wales og leikur þar í undankeppni EM.  Mótherjar strákanna, ásamt heimamönnum, eru Rússland og Bosnía.

Lesa meira
 
Gæðaúttekt á leyfisgögnum félaga - Pablo frá UEFA, Katrín og Ljósbrá frá PwC

Ítarlegri úttekt UEFA á leyfisgögnum félaga 2009 lokið - 21.9.2009

UEFA gerði í síðustu viku ítarlega úttekt á leyfisgögnum íslenskra félaga.  Hingað til lands kom einn starfsmaður frá UEFA og honum til aðstoðar voru þrír starfsmenn PwC á Íslandi, sem grandskoðuðu gögnin og gerðu tillögur um úrbætur.  Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Stjórn KSÍ samþykkir nýja Leyfisreglugerð - 21.9.2009

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 15. september Leyfisreglugerð KSÍ sem tekur við af Leyfishandbók KSÍ.  Ekki er um verulegar efnislegar breytingar að ræða frá handbókinni en reglugerðin tekur gildi þann 1. nóvember næstkomandi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal í undankeppni EM U19 kvenna í september

Byrjunarlið Íslands gegn Sviss hjá U19 kvenna - 21.9.2009

Stelpurnar í U19 kvenna mæta Sviss í kvöld í undankeppni EM U19 kvenna en leikið er í Portúgal.  Þetta er annar leikur liðsins í riðlinum en sigur vannst á heimastúlkum í fyrsta leik með tveimur mörkum gegn engu.

Lesa meira
 
FH

FH Íslandsmeistari karla 2009 - 20.9.2009

FH tryggði sér í dag sigur í Pepsi-deild karla og tóku á móti Íslandsmeistaratitlinum á sínum heimavelli.  FH sigraði Val með tveimur mörkum gegn engu og hafa því hlotið 50 stig, fimm stigum meira en KR, þegar ein umferð er eftir af Pepsi-deild karla.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

Góð byrjun hjá U19 kvenna í Portúgal - 19.9.2009

Stelpurnar í U19 hófu leik í dag í undankeppni fyrir EM U19 kvenna en riðillinn er að þessu sinni leikinn í Portúgal.  Íslensku stelpurnar unnu sigur á heimastúlkum í fyrsta leik en leikið var gegn heimastúlkum.  Lokatölur urðu 0 -2 eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.

Lesa meira
 
Rakel Hönnudóttir fagnar marki sínu gegn Eistlandi, tólfta mark Íslands í 12-0 sigri

Þetta lá í loftinu! - 18.9.2009

Íslenska kvennalandsliðið vann í gær sinn stærsta sigur frá upphafi þegar að landslið Eistlands var lagt af velli með tólf mörkum gegn engu.  Það má segja að þetta hafi legið í loftinu því að skömmu fyrir leikinn mátti sjá glæsilegan regnboga yfir Laugardalsvelli

Lesa meira
 
Flottir fánaberar á leik Íslands og Eistlands

Flottir fánaberar á vellinum í gær - 18.9.2009

Á landsleik Íslands og Eistlands í gærkvöldi vöktu fánaberarnir sérstaka athygli.  Um var að ræða átta fatlaðar stúlkur sem að héldu á fánum FIFA á meðan leikmenn gengu inn á völlinn og þjóðsöngvar þjóðanna voru leiknir. 

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Lokaumferðir í 1. og 2. deild karla á laugardaginn - 18.9.2009

Á laugardaginn fara fram lokaumferðirnar í 1. og 2. deild karla.  Ljóst er hvaða félög fara upp og niður úr 1. deildinni en í 2. deildinni er mikil spenna á toppi og botni.  Nágrannarnir í Reyni og Njarðvík mætast í Sandgerði en sigurvegari þeirrar viðureignar leikur í 1. deild að ári.   Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leikur ÍBV og Fylkis í Pepsi-deild karla færður fram um einn dag - 18.9.2009

Mótnefnd KSÍ hefur ákveðið að leikur ÍBV og Fylkis í Pepsi-deild karla verður færður fram um einn dag og verði leikinn laugardaginn 19. september í stað sunnudagsins 20. september.  Ákvörðunin er tekin vegna upplýsinga frá Veðurstofu Íslands um slæmt veður í Vestmannaeyjum á sunnudag.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Tólf mörk í Laugardalnum - 17.9.2009

Íslenska kvennalandsliðið vann sinn stærsta sigur frá upphafi í kvöld þegar þær lögðu stöllur sínar frá Eistlandi á Laugardalsvelli.  Lokatölur urðu 12 - 0 eftir að staðan í leikhléi var 7 - 0.  Íslenska liðið hefur því fullt hús stiga í undankeppni fyrir HM 2011eftir tvö leiki og markatöluna 17 - 0.

Lesa meira
 
Erna Björg Sigurðardóttir

Byrjunarlið Ísland gegn Eistlandi - 16.9.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Eistlandi í undankeppni HM 2011, en liðin mætast á Laugardalsvelli á fimmtudag kl. 20:00.

Lesa meira
 
Christian Rathje - Fulltrúi SGS

Gæðaúttekt SGS 2009 lokið - 16.9.2009

Á miðvikudag fór fram gæðaúttekt á leyfiskerfi KSÍ.  Úttektin er framkvæmd af fulltrúa SGS, sem er alþjóðlegt matsfyrirtæki sem UEFA hefur ráðið til verksins.  Annað árið í röð er engin athugasemd gerð við leyfiskerfi KSÍ.

Lesa meira
 
Ísland, A- lið kvenna

Ísland - Eistland fimmtudaginn 17. september kl. 20:00 - 16.9.2009

Það styttist í að Ísland og Eistland mætist á Laugardalsvellinum í undankeppni fyrir HM 2011.  Flautað verður til leiks á morgun, fimmtudaginn 17. september, kl. 20:00 og vonumst við eftir þér á völlinn til þess að styðja við bakið á stelpunum.  Miðaverði er stillt í hóf, 1.000 krónur kostar fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Tvö KSÍ I þjálfaranámskeið verða haldin í október - 16.9.2009

Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu vikum halda tvö 1. stigs þjálfaranámskeið. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 9.-11. október og hins vegar námskeið sem haldið verður helgina 16.-18. október.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Úrskurður í máli Neista gegn UMFL - 16.9.2009

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir kæru Umf. Neista gegn UMFL vegna leiks í Íslandsmóti 5. flokks karla.  Kærandi taldi hinn kærða hafa haft á ólöglegu liði að skipa í leiknum.  Nefndin  féllst á kröfurnar.

Lesa meira
 
Hilda McDermott

Dómaratríó frá Írlandi á leik Íslands og Eistlands - 15.9.2009

Dómaratríóið á viðureign Íslands og Eistlands í undankeppni HM kvennalandsliða, sem fram fer á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöld kl. 20:00, kemur frá Írlandi.  Fjórði dómarinn er íslenskur.  Eftirlitsmaður UEFA er frá Litháen.

Lesa meira
 
Gunnleifur Gunnleifsson (Mynd - hk.is)

Markmannsnámskeið Gunnleifs Gunnleifssonar - 15.9.2009

Gunnleifur Gunnleifsson landsliðsmarkvörður stendur fyrir markmannsnámskeiði í knattspyrnuhúsinu Kórnum næstu vikurnar.  Farið verður yfir alla meginþætti markvörslu og þátttakendum skipt í tvennt - Eldri og yngri hóp. 

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Úrtaksæfingar fyrir U17 karla á Tungubökkum um helgina - 15.9.2009

Gunnar Guðmundsson, þjálfari U17 landsliðs karla, hefur boðað 25 leikmenn á úrtaksæfingar um komandi helgi.  Æft verður á Tungubökkum í Mosfellsbæ og koma leikmennirnir frá félögum víðs vegar af landinu.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í riðla fyrir EM 2012 þann 7. febrúar 2010 - 15.9.2009

Þann 7. febrúar 2010 verður dregið í riðla fyrir undankeppni Evrópumóts karlalalandsliða 2012, sem fram fer í Póllandi og Úkraínu.  Drátturinn fer fram í miðstöð menningar og vísinda í Varsjá í Póllandi.  Sextán lið komast í úrslitakeppnina.

Lesa meira
 
Valur

Titillinn á Hlíðarenda fjórða árið í röð - 14.9.2009

Valsstúlkur tryggðu sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð þegar þær lögðu Keflavík með tíu mörkum gegn engu á Hlíðarenda.  Það var fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir sem tók við titlinum úr hendi Geirs Þorsteinssonar, formanns KSÍ.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Silvía Rán Sigurðardóttir inn í A landsliðshópinn - 14.9.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á hóp sínum fyrir leikinn gegn Eistlandi í undankeppni HM 2011.   Silvía Rán Sigurðardóttir úr Þór kemur inn í hópinn í fyrir Guðrúnu Sóley Gunnarsdóttur sem er meidd. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Vináttulandsleikur gegn Lúxemborg 14. nóvember - 14.9.2009

Knattspyrnusambönd Íslands og Lúxemborg hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik þann 14. nóvember næstkomandi.  Leikið verður í Lúxemborg og er þetta í sjöunda skiptið sem karlalandslið þjóðanna mætast.

Lesa meira
 
Kristín Ýr Bjarnadóttir

Kristín Ýr inn í hópinn gegn Eistlandi - 14.9.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á landsliðshóp sínum sem mætir Eistlandi, fimmtudaginn 17. september.  Kristín Ýr Bjarnadóttir úr Val kemur inn í hópinn í stað Dóru Stefánsdóttur sem er meidd.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Blikar í bikarúrslit í fyrsta sinn síðan 1971 - 13.9.2009

Breiðablik lagði Keflavík í seinni undanúrslitaleik VISA-bikars karla á Laugardalsvellinum í dag, sunnudag.  Lokatölur leiksins, sem var bráðfjörugur, urðu 3-2 Blikum í vil og leika þeir grænklæddu því til úrslita í bikarnum í fyrsta sinn síðan 1971.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Selfoss og Haukar komnir í Pepsi-deildina - 13.9.2009

Eftir leiki helgarinnar liggur ljóst fyrir hvaða lið fara upp úr 1. deild karla og leika í Pepsi-deild að ári.  Selfyssingar og Haukar eru liðin sem fara upp.  Grótta hefur þegar tryggt sér annað af tveimur efstu sætunum í 2. deild karla.  Sögulegir áfangar hjá öllum þessum liðum. 

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Framarar komnir í úrslitaleik VISA-bikarsins - 12.9.2009

Framarar eru komnir í úrslitaleik VISA-bikars karla eftir 1-0 sigur á KR í undanúrslitaleik á Laugardalsvelli í dag.  Leikurinn var jafn og lítið um færi, en sigurmark leiksins kom þegar rúmlega 10 mínútur voru eftir, . Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

U19 kvenna leikur í Portúgal - Hópurinn valinn - 11.9.2009

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið landsliðshóp sinn er leikur í Portúgal í riðlakeppni EM.  Mótherjar liðsins að þessu sinni eru ásamt heimastúlkum, Sviss og Rúmenía. 

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Úrslitaleikur 3. deildar á Blönduósi á sunnudaginn - 11.9.2009

Úrslitaleikur 3. deildar karla fer fram sunnudaginn 13. september og hefst kl. 14:00.  Þar mætast KV og Völsungur og fer leikurinn fram á Blönduósvelli.  Á laugardaginn verður  leikið um þriðja sætið í 3. deild en þar mætast Ýmir og Hvíti Riddarinn í Fagralundi kl. 11:00. Lesa meira
 
uefa

Ekkert stöðvar Þjóðverjana - 11.9.2009

Þýska kvennalandsliðið í knattspyrnu virðist vera óstöðvandi.  Þær þýsku tryggðu sér á fimmtudag sjöunda Evrópumeistaratitil sinn með 6-2 sigri á Englendingum á Ólympíuleikvanginum í Helsinki í Finnlandi.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Undanúrslit VISA bikars karla - Miðasala hafin - 10.9.2009

Framundan eru tveir hörkuleikir í undanúrslitum VISA-bikars karla en þeir fara báðir fram á Laugardalsvellinum.  Laugardaginn 12. september mætast Reykjavíkurfélögin Fram og KR en sunnudaginn 13. september eigast við Keflavík og Breiðablik.  Miðasala á leikina er hafin. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Spenna í loftinu í Keflavík og Kópavogi - 10.9.2009

Undanúrslit VISA-bikars karla í knattspyrnu fara fram um helgina. Á sunnudeginum mætast Keflavík og Breiðablik en leikið er á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00. Heimasíða KSÍ náði tali af fyrirliðum liðanna. Lesa meira
 
Fyrirliðar félaganna sem leika í undanúrslitum 2009

Framarar og KR ingar tilbúnir í slaginn - 10.9.2009

Fram og KR mætast í undanúrslitum VISA-bikars karla á Laugardalsvelli kl. 16:00 á laugardaginn. Heimasíða KSÍ náði tali af þeim Kristjáni Haukssyni, leikmanni Fram, og Grétari Sigfinni Sigurðarson, fyrirliða KR. Lesa meira
 
Grétar Sigfinnur Sigurðsson KR-ingur í viðtali við Eirík S. Ásgeirsson af Fréttablaðinu

Blaðamannafundur vegna VISA-bikarsins haldinn í höfuðstöðvum KSÍ - 10.9.2009

Sérstakur blaðamannafundur til kynningar á undanúrslitaleikjum VISA-bikars karla var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ í dag, fimmtudag.  Á staðinn mættu fyrirliðar og þjálfarar liðanna sem leika í undanúrslitum og sátu þeir fyrir svörum frá fulltrúum fjölmiðla.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Frakklands í úrslitakeppni EM 2009

Ísland - Eistland á fimmtudag - 10.9.2009

Ísland og Eistland mætast í undankeppni HM 2011 á Laugardalsvelli á fimmtudag kl. 20:00. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti hóp sinn fyrr í vikunni.

Lesa meira
 
Matteo Treffoloni

Treffoloni með fyrirlestur fyrir íslenska kollega - 10.9.2009

Ítalski dómarinn Matteo Treffoloni, sem dæmdi vináttulandsleik Íslands og Georgíu í gærkvöldi, hélt á þriðjudagskvöldið fyrirlestur fyrir íslenska A og B dómara.  Treffoloni er einn virtasti og reyndasti dómari Ítala í dag og var mikill fengur í komu hans fyrir íslenska kollega.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Georgíumenn lagðir í Laugardalnum - 9.9.2009

Íslendingar lögðu Georgíumenn í vináttulandsleik sem fram fór á Laugardalsvellinum í kvöld.  Lokatölur urðu 3 - 1 eftir að Íslendingar höfðu leitt í leikhléi, 2 - 1.  Garðar Jóhannsson, Ólafur Ingi Skúlason og Veigar Páll Gunnarsson skoruðu mörk Íslendinga í leiknum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Ísrael U17 kvenna

Stórsigur hjá stelpunum í U17 gegn Ísrael  - 9.9.2009

Stelpurnar í U17 unnu stóran sigur á stöllum sínum frá Ísrael í dag en þjóðirnar mættust á Kópavogsvelli.  Lokatölur urðu 7 - 0 Íslandi í vil eftir að staðan hafði verið 4 - 0 í hálfleik.  Stelpurnar luku því keppni í þriðja sæti riðilsins, í þessari undankeppni EM, með fjögur stig.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Aftur sigur gegn Skotum hjá U19 karla - 9.9.2009

U19 landslið karla gerði svo sannarlega góða ferð til Skotlands í vikunni, þar sem liðið lék tvo vináttuleiki við heimamenn, og kemur til baka til Íslands með tvo sigra í farteskinu.  Síðari leikurinn var í dag, miðvikudag, og lokatölur þess leiks urðu 3-1.

Lesa meira
 
Indriði Sigurðsson

Byrjunarliðið gegn Georgíu - 9.9.2009

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Georgíu á Laugardalsvelllinum í kvöld.  Ólafur gerir 6 breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum við Noreg í undankeppni HM 2010 á laugardag. Lesa meira
 
ldv_nyr_loftmynd_nr2

Tilmæli til ökumanna í Laugardal - 9.9.2009

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir þeim góðfúslegu tilmælum til ökumanna sem eiga leið um Laugardalinn að nýta þau bílastæði sem þar eru í stað þess að leggja ólöglega á eða við götur á svæðinu.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Tvær breytingar á byrjunarliði U19 karla gegn Skotum - 9.9.2009

Tvær breytingar eru gerðar á byrjunarliði U19 landsliðs karla fyrir síðari vináttulandsleikinn gegn Skotum.  Þessi lið mættust einnig á mánudag og hafði þá íslenska liðið betur með tveimur mörkum gegn engu og skoraði Pape Mamadou Faye bæði mörk Íslands.

Lesa meira
 
blmfundurogaefing-georgia-mdminus1 007

Hefur mikla trú á sigri - 9.9.2009

Ísland mætir Georgíu í æfingaleik á Laugardalsvellinum kl. 19:30 í kvöld og í tilefni þess var haldinn blaðamannafundur á Hilton Reykjavík Nordica í gær.  Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur mikla trú á að íslenska liðið geti unnið sigur í leiknum.

Lesa meira
 
Matteo Treffoloni

Ítalskt dómaratríó á Ísland-Georgía - 9.9.2009

Ítalskt dómaratríó verður á vináttulandsleik Íslands og Georgíu, en liðin mætast á Laugardalsvelli í kvöld, miðvikudagskvöld, og hefst leikurinn kl. 19:30.  Fjórði dómarinn er hins vegar íslenskur, sem og eftirlitsmaðurinn.

Lesa meira
 
blmfundurogaefing-georgia-mdminus1 013

Góð stemmning á lokaæfingunni fyrir Georgíuleikinn - 9.9.2009

Það var góð stemmning á síðustu æfingu landsliðsins fyrir vináttulandsleikinn gegn Georgíu, en liðin mætast á Laugardalsvelli í kvöld, miðvikudagskvöld.  Hópurinn er þó nokkuð breyttur frá því í síðustu viku, fyrir leikinn gegn Norðmönnum í undankeppni HM 2010. 

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Tékkum á KR velli 12. ágúst 2009.  Tékkar sigruðu með tveimur mörkum gegn engu.

Glæsilegur sigur á Norður Írum hjá U21 karla - 8.9.2009

Strákarnir í U21 liðinu unnu frábæran sigur á Norður Írum í dag en leikurinn var liður í undankeppni EM 2011.  Lokatölur urðu 6 - 2 Íslendingum í vil eftir að staðan í hálfleik hafði verið 4 -0.

Lesa meira
 
A landslið karla

Björgólfur Takefusa í hópinn fyrir Georgíuleikinn - 8.9.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á landsliðshóp sínum fyrir vináttulandsleikinn gegn Georgíu á morgun, miðvikudag.  Björgólfur Takefusa, úr KR, kemur inn í hópinn í stað Heiðars Helgusonar sem er meiddur. Lesa meira
 
Örvar Sær Gíslason

Örvar dæmir toppslag í næst efstu deild í Noregi - 8.9.2009

Örvar Sær Gíslason, dómari, verður í eldlínunni í dag þegar hann dæmir leik Hönefoss og Kongsvinger í næst efstu deild í Noregi.  Um sannkallaðan toppslag er að ræða því að þetta eru félögin sem sitja sem stendur í öðru og þriðja sæti deildarinnar

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Tékkum á KR velli 12. ágúst 2009.  Tékkar sigruðu með tveimur mörkum gegn engu.

U21 karla leikur gegn Norður Írum - Byrjunarliðið tilkynnt - 8.9.2009

Strákarnir í U21 karla leika í kvöld við Norður Íra en leikið er ytra á Coleraine Showgrounds vellinum.  Leikurinn hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma og er liður í riðlakeppni fyrir EM 2011.  Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.

Lesa meira
 
A landslið karla

Hannes Þór inn í hópinn - 8.9.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hóp sínum fyrir leikinn gegn Georgíu.  Hannes Þór Halldórsson, markvörður úr Fram, kemur inn í hópinn í stað Árna Gauts Arasonar sem er meiddur. Lesa meira
 
uefa

Þjóðverjar mæta Englendingum í úrslitum - 8.9.2009

Þjóðverjar lögðu Norðmenn í seinni undanúrslitaleik EM kvennalandsliða í Finnlandi á mánudag.  Það verða því Englendingar og Þjóðverjar sem leika til úrslita á Ólympíuleikvanginum í Helsinki 10. september.

Lesa meira
 
Heiðar og Grétar Rafn ásamt Tólfumönnunum Styrmi og Binna

Gáfu Tólfunni 150 miða á Ísland-Georgía - 8.9.2009

Liðsmenn A-landsliðs karla vildu koma á framfæri miklu þakklæti til liðsmanna Tólfunnar fyrir frábæran stuðning á leiknum gegn Norðmönnum á laugardaginn.  Í þakklætisskyni ákváðu leikmennirnir að gefa Tólfunni 150 miða á vináttulandsleikinn við Georgíu á miðvikudag.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Góður sigur hjá U19 karla á Skotum - 7.9.2009

Strákarnir í U19 karla unnu góðan sigur á jafnöldrum sínum frá Skotlandi í dag.  Þessi vináttulandsleikur var leikinn ytra og urðu lokatölur 2 - 0 Íslendingum í vil eftir að okkar menn höfðu leitt með einu marki í leikhléi.  Lesa meira
 
Veigar Páll með úrið góða sem Geir afhenti honum

Veigar Páll fékk úr fyrir 25 leiki - 7.9.2009

Veigar Páll Gunnarsson, liðsmaður íslenska landsliðsins í knattpspyrnu, fékk afhent gullúr í hádeginu í dag, mánudag.  Gullúrið fékk hann afhent frá Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, af því tilefni að hafa náð 25 A-landsleikjum fyrir Íslands hönd.

Lesa meira
 
Á bakvið tjöldin (1)

Á bakvið tjöldin á landsleik - 7.9.2009

Það eru fjölmörg störf sem unnin eru af hendi á hverjum landsleik sem leikinn er á Laugardalsvellinum og margir sem kallaðir eru til.  Rúmlega 7.000 áhorfendur voru á Laugardalsvellinum síðastliðið laugardagskvöld þegar Íslendingar og Norðmenn gerðu jafntefli í bráðfjörugum leik.

Lesa meira
 
Njarðvík

Njarðvík óskar eftir þjálfurum - 7.9.2009

Knattspyrnudeild Njarðvíkur óskar eftir að ráða til sín þjálfara fyrir 3. og 4. flokk félagsins. Um er að ræða karlaflokka. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn í að leggja sitt af mörkum til að efla yngri flokkana hjá félaginu og vinna skv. stefnu félagsins. Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfurum - 7.9.2009

Knattspyrnudeild Fylkis leitar að þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins fyrir komandi tímabil.  Áhugasömum er bent á að vera í sambandi við íþróttafulltrúa Fylkis Hörð Guðjónsson með því að senda tölvupóst á netfangið hordur@fylkir.com eða með því að hringja í síma 861-3317.

Lesa meira
 
uefa

Englendingar komnir í úrslitaleikinn - 7.9.2009

Englendingar munu leika til úrslita á EM kvennalandsliða  gegn annað hvort Þjóðverjum eða Norðmönnum.  England lagði Holland 2-1 í undanúrslitum á sunnudag og kom sigurmark leiksins seint í framlengingunni.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Opnað fyrir miðasölu á Ísland-Georgía - 7.9.2009

Opnað hefur verið fyrir miðasölu á viðureign Íslands og Georgíu, en liðin mætast í vináttulandsleik A-karla á Laugardalsvelli á miðvikudag. Þetta er í fyrsta sinn sem Georgía og Ísland mætast í A-landsliðum karla.

Lesa meira
 
Ísland - Þýskaland í EM U17 kvenna 4. september 2009.  Leiknum lauk með markalausu jafntefli

Naumt tap hjá U17 kvenna gegn Frökkum - 6.9.2009

Stelpurnar í U17 kvenna töpuðu í dag gegn Frökkum á Grindavíkurvelli en leikurinn var í riðlakeppni EM U17 kvenna.  Lokatölur urðu 2 - 1 Frökkum í vil eftir að Frakkar höfðu leitt í hálfleik, 1 - 0.  Sigurmark Frakka kom á lokamínútu leiksins. Lesa meira
 
Davíð Þór Viðarsson

Davíð Þór kallaður inn í hópinn - 6.9.2009

Davíð Þór Viðarsson úr FH hefur verið kallaður inn í hópinn fyrir vináttulandsleik gegn Georgíu næstkomandi miðvikudag á Laugardalsvöllinn.  Landsliðsþjálfarinn, Ólafur Jóhannesson, kallaði á Davíð Þór eftir að Ragnar Sigurðsson hafði fengið leyfi frá leiknum af persónulegum ástæðum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Þýsklandi í undankeppni EM september 2009

U17 kvenna mætir Frökkum í dag - 6.9.2009

Stelpurnar í U17 kvenna verða í eldlínunni í dag þegar þær mæta Frökkum í öðrum leik sínum í riðlakeppni EM sem fram fer hér á landi.  Leikurinn fer fram í Grindavík og hefst kl. 13:00.  Á sama tíma mætast í Keflavík, Ísrael og Þýskaland. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Baldur og Bjarni Ólafur í hópinn fyrir Georgíuleikinn - 5.9.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið þá Baldur Sigurðsson úr KR og Bjarna Ólaf Eiríksson úr Val í landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Georgíu á miðvikudaginn. Koma þeir í stað Sölva Geirs Ottesen, Eiðs Smára Guðjohnsen og Brynjars Bjarnar Gunnarssonar.  Lesa meira
 
Vinningshafarnir þrír ásamt Ómari Smárasyni, markaðsstjóra KSÍ

Allir þrír hittu slána - 5.9.2009

Í hálfleik á leik Íslands og Noregs fengu reyndu þrír vallargestir að hitta markslána frá vítateig, í einni tilraun, og vinningurinn var ekki af verri endanum - flugferð fyrir tvo til útlanda, til áfangastaðar Icelandair.  Til að gera langa sögu stutta, þá gerðist hið ótrúlega! 

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðar fyrir handhafa A-passa á Ísland - Georgía - 5.9.2009

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland – Georgía afhenta þriðjudaginn 8. september frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Frítt fyrir yngri iðkendur, öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland - Georgía - 5.9.2009

KSÍ hefur ákveðið að bjóða yngri iðkendum aðildarfélaga sinna, ókeypis aðgang að vináttulandsleik Íslands og Georgíu sem fram fer á Laugardalsvelli 9. september næstkomandi kl. 19:30. 

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Jafntefli í bráðfjörugum leik gegn Norðmönnum - 5.9.2009

Íslendingar og Norðmenn gerðu jafntefli í kvöld á Laugardalsvellinum og lauk þar með íslenska liðið keppni í undankeppni HM 2010.  Lokatölur urðu 1 - 1 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik.  Íslenska liðið var töluvert sterkari aðilinn í leiknum en náði ekki nýta nema eitt af fjölmörgum marktækifærum.

Lesa meira
 
Merki HM 2010 í Suður Afríku

Byrjunarliðið gegn Noregi - Leikurinn hefst kl. 18:45 - 5.9.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Norðmönnum kl. 18:45 á Laugardalsvellinum.  Enn eru til miðar á leikinn en miðasala fer fram á Laugardalsvellinum.  Völlurinn sjálfur opnar kl. 17:30.  Áhorfendur eru hvattir til þess mæta tímanlega á völlinn til þess að forðast örtröð skömmu fyrir leik. Lesa meira
 
Stefán Gíslason, Ragnar Sigurðsson og Eiður Smári Guðjohnsen með treyjuna

Árituðu treyju fyrir Alexöndru Líf - 5.9.2009

Þann 14. september næstkomandi verða haldnir styrktartónleikar í Háskólabíói fyrir litla hetju, Alexöndru Líf Ólafsdóttur, sem greindist með hvítblæði árið 2005, aðeins 5 ára gömul.  Liðsmenn A-landsliðs karla tóku sig til og árituðu landsliðstreyju sem þeir gáfu Alexöndru Líf. 

Lesa meira
 
Magnús Þórisson

Magnús dæmir í Eistlandi - 4.9.2009

Magnús Þórisson dæmir á morgun, laugardaginn 5. september, leik Eistlands og Georgíu í undankeppni EM hjá U21 karla.  Leikurinn fer fram í Tallinn og Magnúsi til aðstoðar verða þeir Ólafur Ingvar Guðfinnsson og Áskell Gíslason.  Fjórði dómari verður Þóroddur Hjaltalín.

Lesa meira
 
uefa

Þjóðverjar og Norðmenn í undanúrslit á EM - 4.9.2009

Þjóðverjar og Norðmenn tryggðu sér í dag, föstudag, sæti í undanúrslitum á EM kvennalandsliða, sem fer eins og kunnugt er fram í Finnlandi.  Bæði þessi lið voru með Íslandi í B-riðli og bæði lögðu íslenska liðið með sömu markatölu, 1-0.

Lesa meira
 
Icelandair

Getur þú hitt þverslána frá vítateigslínu? - 4.9.2009

Í hálfleik á viðureign Íslands og Noregs í undankeppni HM 2010, sem fram fer á laugardag, munu þrír heppnir vallargestir Laugardalsvallar fá tækifæri til að spreyta sig í erfiðri þraut. Þeir munu reyna að hitta slána og vinna ferð fyrir tvo til útlanda. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Mætum snemma á völlinn og öll bláklædd - 4.9.2009

Eins og kunnugt er mætast Ísland og Noregur á Laugardalsvelli á laugardag kl. 18:45.  Þetta er lokaleikur íslenska liðsins í undankeppni HM 2010.  Fólk er hvatt til að mæta snemma á völlinn til að lenda ekki í biðröð utan við leikvanginn.  Mætum öll í bláum fötum og litum stúkuna bláa!

Lesa meira
 
Merki HM 2010 í Suður Afríku

Rúmenskur dómarakvartett - 4.9.2009

Það verða Rúmenar sem dæma viðureign Íslands og Noregs í undankeppni HM 2010 á laugardag.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 18:45.  Dómarinn heitir Alexander Tudor.

Lesa meira
 
Ísland - Þýskaland í EM U17 kvenna 4. september 2009.  Leiknum lauk með markalausu jafntefli

Frækilegt jafntefli Íslendinga gegn Evrópumeisturum Þjóðverja - 4.9.2009

Keppni í riðlakeppni EM U17 kvenna hófst í dag og er fyrsti riðillinn leikinn hér á landi.  Íslensku stelpurnar gerðu markalaust jafntefli við Evrópumeistara Þjóðverja á Vodafonevellinum á meðan Frakkar unnu stórsigur á Ísrael á KR vellinum.

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik sigraði hjá A og B liðum í 5. flokki kvenna - 4.9.2009

Í gær voru krýndir Íslandsmeistarar í 5. flokki kvenna en úrslitaleikirnir fóru fram á Kópavogsvelli.  Blikastúlkur urðu sigursælar því að þær sigruðu bæði í A og B liðum.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Spennandi úrslitakeppnir farnar af stað - 4.9.2009

Þegar nær dregur hausti fer að draga heldur betur til tíðinda á Íslandsmótunum í knattspyrnu.  Um helgina hefjast úrslitakeppnir í 4. flokki karla og kvenna og 5. flokki karla og má sjá þar knattspyrnufólk framtíðarinnar á ferðinni. Lesa meira
 
uefa

England og Holland í undanúrslit - 4.9.2009

Átta liða úrslitin á EM kvennalandsliða hófust á fimmtudag með fyrri tveimur leikjunum.  Englendingar og Hollendingar komust áfram með því að leggja andstæðinga sína í tveimur hörkuleikjum, en ólíkum þó.

Lesa meira
 
FIFA - My game is fair play

Háttvísidagar FIFA 2009 - 4.9.2009

FIFA stendur nú fyrir sérstökum háttvísidögum í 13. sinn, en þeir voru fyrst haldnir árið 1997.  Að þessu sinni urðu dagarnir 5. til 9. september fyrir valinu, en á því tímabili eru einmitt tveir landsleikjadagar.  Lesa meira
 
U19 landslið karla

Árni Snær inn í hópinn hjá U19 karla - 3.9.2009

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur gert eina breytingu á hóp sínum sem leikur tvo vináttulandsleiki gegn Skotum.  Árni Snær Ólafsson úr ÍA kemur inn í hópinn fyrir Arnar Darra Pétursson sem er meiddur. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Elfar Freyr inn í hópinn hjá U21 karla - 3.9.2009

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert eina breytingu á landsliðshóp sínum fyrir leikinn gegn Norður Írum næstkomandi þriðjudag.  Elfar Freyr Helgason úr Breiðabliki er kominn í hópinn og kemur hann fyrir Andrés Már Jóhannesson sem er meiddur. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

FH og Haukar upp í Pepsi-deild kvenna - 3.9.2009

Í gærkvöldi fóru fram síðari viðureignir undanúrslita 1. deildar kvenna og eftir þær er ljóst að Hafnarfjarðarliðin, FH og Haukar, munu leika í Pepsi-deild kvenna að ári.  Þessi félög leika svo úrslitaleikinn í 1. deild kvenna, sunnudaginn 6. september Lesa meira
 
A landslið karla

Hermann ekki með gegn Noregi og Georgíu - 2.9.2009

Hermann Hreiðarsson mun ekki verða með í landsleikjunum sem framundan eru gegn Noregi og Georgíu.  Hermann á við meiðsli að stríða og varð endanlega ljóst nú í kvöld að þessi meiðsli koma í veg fyrir að hann verði með í þessum landsleikjum. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Hollandi á NM U17 kvenna

U17 kvenna hefur leik á föstudag í riðlakeppni EM - 2.9.2009

Dagana 4. - 9. september hefst keppni í riðlakeppni EM U17 kvenna en riðill Íslands fer fram hér á landi.  Mótherjar Íslendinga í þessari riðlakeppni verða Þjóðverjar, Frakkar og Ísraelar.  Fyrsti leikur Íslands fer fram á Vodafonevellinum á föstudaginn og hefst kl. 15:00.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Von á um 1000 Norðmönnum á leikinn - 2.9.2009

Von er á um 1000 Norðmönnum á landsleik Íslands og Noregs á Laugardalsvellinum á laugardaginn.  Búist má við mikilli stemningu hjá rauðklæddum Norðmönnum og er ljóst að ærið verkefni bíður íslenskra áhorfenda líkt og leikmanna. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hvaða lið fara upp úr 1. deild kvenna? - 2.9.2009

Í kvöld ræðst hvaða félög leika í Pepsi-deild kvenna á næsta ári en þá fara fram síðari leikir í undanúrslitum 1. deildar kvenna.  Á Húsavík taka heimastúlkur á móti Haukum og í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti FH. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Úrtakshópur hjá U17 karla á æfingum - 2.9.2009

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Gunnar valdi 27 leikmenn til þessara æfinga og fara æfingarnar fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ. Lesa meira
 
Plakat heimildarmyndarinnar Stelpurnar OKKAR

Síðustu forvöð að sjá Stelpurnar okkar - 2.9.2009

Nú eru allra síðustu forvöð að sjá heimildarmyndina "Stelpurnar okkar" en sýningum verður hætt núna 3. september.  Almennt verð á myndina er 1100 krónur en með því að gefa upp kóðann HZ88 í miðasölu Háskólabíós, fæst miðinn á 750 krónur. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Frábær frumraun - 2.9.2009

Ævintýri íslenska kvenna-landsliðsins í Finnlandi er nú lokið, en af frammistöðu liðsins að dæma er ljóst að þátttaka þeirra í úrslitakeppninni nú er aðeins upphafið að frekari afrekum.  Við erum öll í íslenska landsliðinu og getum verið stolt af framgöngu þess í lokakeppninni í Finnlandi. 

Lesa meira
 
Ólafur Jóhannesson fagnar sigri gegn Makedóníu

Auðvitað eru allir leikir mikilvægir! - 1.9.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, valdi í dag 22 leikmenn til tveggja verkefna sem framundan eru.  Annars vegar er leikur gegn Norðmönnum í undankeppni HM á laugardaginn og hins vegar vináttuleikur gegn Georgíu á miðvikudaginn. Báðir leikirnir verða spilaðir á Laugardalsvelli.  Heimasíðan hitti Ólaf í dag og spjallaði við hann um komandi verkefni.

Lesa meira
 
Frá undirritun samstarfssamning Icelandair og KSÍ

Nýr samstarfssamningur KSÍ og Icelandair undirritaður - 1.9.2009

Knattspyrnusamband Íslands og Icelandair undirrituðu í dag samkomulag um áframhaldandi samstarf til næstu fjögurra ára (2010-2013).  Í samningnum felst stuðningur Icelandair við starfsemi KSÍ á öllum sviðum og nær samningurinn m.a. til allra landsliða Íslands

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðar fyrir handhafa A-passa á Ísland - Noregur - 1.9.2009

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Noregur afhenta fimmtudaginn 3. september frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 karla er sigraði Ísrael með einu marki gegn engu í milliriðli fyrir EM 2008

Vináttulandsleikir gegn Skotum hjá U19 karla - 1.9.2009

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp fyrir 2 vináttulandsleiki gegn Skotum.  Leikið verður ytra og fara leikirnir fram mánudaginn 7. september og miðvikudaginn 9. september.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Tékkum á KR velli 12. ágúst 2009.  Tékkar sigruðu með tveimur mörkum gegn engu.

Hópurinn valinn hjá U21 karla fyrir Norður Írland - 1.9.2009

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt hóp sinn er mætir Norður Írum ytra þann 8. september næstkomandi.  Þetta er annar leikur liðsins í riðlakeppninni en Íslendingar töpuðu gegn Tékkum í fyrsta leik sínum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Landsliðshópurinn fyrir leiki gegn Noregi og Georgíu - 1.9.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn fyrir 2 landsleiki á næstu dögum.  Laugardaginn 5. september leikur Ísland við Noreg á Laugardalsvelli og er leikurinn lokaleikur Íslands í undankeppni fyrir HM 2010.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi og fer fram, sem fyrr, í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 
uefa

8-liða úrslitin á fimmtudag og föstudag - 1.9.2009

Lokaumferð C-riðils í úrslitakeppni EM kvennalandsliða í Finnlandi fór fram á mánudag.  Ítalir lögðu Rússa og eru því komnir í 8-liða úrslit, ásamt Englandingum, sem gerðu jafntefli við Svía.  Leikir í 8-liða úrslitum fara fram á fimmtudag og föstudag.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög