Fréttir

Byrjunarlið U17 karla gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Þrándheimi 2009.  Sigur vannst í leiknum, 2-0

Sigur á Finnum hjá U17 karla - 31.7.2009

Strákarnir í U17 karla unnu góðan sigur á Finnum í lokaumferð riðakeppni opna Norðurlandamótsins en leikið er í Þrándheimi.  Strákarnir skoruðu fjögur mörk gegn einu Finna og komu öll mörkin í síðari hálfleik.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót KSÍ fyrir stúlkur fæddar árið 1994 - 31.7.2009

Úrtökumót KSÍ fyrir stúlkur fæddar árið 1994 fer fram að Laugarvatni 7. - 9. ágúst.   Tæplega 40 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu hafa verið boðaðir.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Valur - KR á Vodafonevellinum - Sunnudaginn kl. 18:00 - 31.7.2009

Lokaleikur fjórðungsúrslita VISA bikars karla fer fram sunnudaginn 2. ágúst.  Reykjavíkurfélögin Valur og KR mætast þá á Vodafonevellinum kl. 18:00.  Þessir nágrannar keppast um fjórða sætið í undanúrslitunum en fyrir þar eru Breiðablik, Fram og Keflavík.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frítt fyrir yngri iðkendur, öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland - Slóvakía - 31.7.2009

KSÍ hefur ákveðið að bjóða yngri iðkendum aðildarfélaga sinna sem og öryrkjum og ellilífeyrisþegum, ókeypis aðgang að vináttulandsleik Íslands og Slóvakíu sem fram fer á Laugardalsvelli 12. ágúst næstkomandi kl. 19:00. 

Lesa meira
 
Fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, Tony Knapp

Tony Knapp mótaði landsliðsþjálfara Noregs - 31.7.2009

Á næstu dögum munu birtast umfjallanir um þau lið er leika í úrslitakeppni EM kvenna í Finnlandi sem hefst 23. ágúst næstkomandi.  Þessar umfjallanir eru í formi myndbanda en þar er rætt við lykilmenn og þjálfara liðanna ásamt því að fjallað er um liðin á ýmsan hátt.

Lesa meira
 
Merki úrslitakeppni EM kvenna 2009 sem fram fer í Finnlandi

Þýski hópurinn tilbúinn fyrir Finnland - 31.7.2009

Silvia Neid, landsliðsþjálfari Þjóðverja, hefur tilkynnt þá 22 leikmenn sem leika í úrslitakeppni EM kvenna í Finnlandi.  Þýska liðið, sem flestir telja það sigurstranglegasta, er leikreynt en 16 leikmenn hópsins voru í liðinu sem varð heimsmeistari í Kína fyrir tveimur árum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Þrándheimi 2009.  Sigur vannst í leiknum, 2-0

U17 karla leikur við Finnland - Byrjunarliðið - 31.7.2009

Í dag kl. 14:00 leikur íslenska U17 karlalandsliðið lokaleik sinn í riðlakeppni Norðurlandamótsins sem fer fram í Þrándheimi þessa dagana.  Mótherjarnir í dag eru Finnar og hefur Gunnar Guðmundsson tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn.

Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Lokadagur félagaskipta er í dag, föstudaginn 31. júlí - 31.7.2009

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga, eru félagaskipti innanlands ekki heimil frá og með 1. ágúst til og með 20. febrúar.  Lokadagur félagaskipta er því í dag, föstudaginn 31. júlí, og verða allar tilkynningar um félagaskipti (fullfrágengnar) að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild UEFA kvenna hófst í dag - 30.7.2009

Í dag hófst undankeppni Meistaradeildar UEFA kvenna en hún samanstendur af sjö riðlum með fjórum félögum.  Frá og með 32 liða úrslitum er leikið með útsláttarfyrirkomulagi en dregið verður í þau þann 14. ágúst næstkomandi.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

KR - Basel í kvöld kl. 19:15 - 30.7.2009

Í kvöld kl. 19:15 leika KR og Basel frá Sviss fyrri leik sinn í 3. umferð Evrópudeildar UEFA.  Leikurinn fer fram á KR-velli og eru einungis seldir  miðar í sæti og ætti fólk því að tryggja sér miða í tíma.

Lesa meira
 
Frá knattþrautum KSÍ á Húsavík

Knattþrautir á Sauðárkróki í dag - 30.7.2009

Gunnar Einarsson heldur áfram að ferðast með knattþrautir KSÍ um landið en hann heimsótti Reykjavíkurfélögin ÍR og KR fyrr í vikunni.  Í dag, fimmtudag, verður Gunnar svo á Sauðárkróki þar sem strákar og stelpur úr 5. flokki fá að spreyta sig.

Lesa meira
 
Dómarasáttmáli UEFA

Þorvaldur og Sindri að störfum í Noregi - 30.7.2009

Það er ekki bara U17 karlalandsliðið sem er í eldlínunni í Þrándheimi þessa dagana því að tveir dómarar frá Íslandi eru þar einnig.  Þetta eru þeir Þorvaldur Árnason og Sindri Kristinsson en þeir starfa við dómgæslu á þessu móti.

Lesa meira
 
Kvennalandslið Frakklands - Mynd af www.fff.fr

Markalaust jafntefli hjá Þjóðverjum gegn Japan - 30.7.2009

Þýskaland og Japan gerðu í gær markalaust jafntefli í vináttulandsleik kvenna sem fram fór í Mannheim í Þýskalandi.  Þýska liðið leikur sem kunnugt er með því íslenska í riðli í úrslitakeppni EM í Finnlandi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Þrándheimi 2009.  Sigur vannst í leiknum, 2-0

Góður sigur á Svíum hjá U17 karla - 29.7.2009

Strákarnir í U17 unnu góðan sigur á jafnöldrum sínum frá Svíþjóð í dag á opna Norðurlandamótinu.  Leikið er í Þrándheimi og sigruðu Íslendingar með tveimur mörkum gegn engu.  Bæði mörk leiksins komu undir lok fyrri hálfleiks og var það Bjarni Gunnarsson sem skoraði bæði mörk Íslands.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Svíþjóðar

Svíar tilkynna hópinn fyrir úrslitakeppnina - 29.7.2009

Sænski landsliðsþjálfarinn, Thomas Dennerby, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir úrslitakeppnina í Finnlandi.  Svíar leika í C riðli keppninnar og leika þar gegn Englandi, Rússlandi og Ítalíu.  Nokkrir liðsfélagar íslenskra landsliðsmanna eru þar á meðal en síðustu umferðinni í Svíþjóð fyrir úrslitakeppnina lauk á mánudag.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Leikir í fjórðungsúrslitum VISA bikars karla framundan - 29.7.2009

Framundan eru fjórir gríðarlega spennandi leikir í fjórðungsúrslitum VISA bikars karla en þrír leikir fara fram á morgun, fimmtudag og einn leikur fer fram á sunnudaginn.  Dregið verður í undanúrslitunum, miðvikudaginn 5. ágúst.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Miðasala hafin á vináttulandsleik Íslands og Slóvakíu - 29.7.2009

Opnað hefur verið fyrir miðasölu á vináttulandsleik Íslands og Slóvakíu en hann fer fram á Laugardalsvellinum, miðvikudaginn 12. ágúst kl. 19:00.  Þetta er síðasti undirbúningsleikur liðsins fyrir leikinn gegn Noregi en þar lýkur íslenska liðið þátttöku sinni í riðlakeppni fyrir HM 2010.

Lesa meira
 
Pepsi deild kvenna lið umferða 7-12

Erna Björk valin besti leikmaður umferða 7 -12 í Pepsi-deild kvenna - 29.7.2009

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir 7 – 12 umferð í Pepsi-deild kvenna og var athöfnin í höfuðstöðvum KSÍ.  Erna Björk Sigurðardóttir úr Breiðabliki var valin leikmaður þessara umferða og þjálfari hennar, Gary Wake, þjálfari umferðanna.

Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Lokadagur félagaskipta er föstudaginn 31. júlí - 29.7.2009

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga, eru félagaskipti innanlands ekki heimil frá og með 1. ágúst til og með 20. febrúar.  Lokadagur félagaskipta er því föstudaginn 31. júlí, og verða allar tilkynningar um félagaskipti að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti þann dag.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Leikið við Svía í dag hjá U17 karla - 29.7.2009

Íslenska U17 karlalandsliðið tekur nú þátt í Norðurlandamóti U17 karla og fer það fram í Noregi.  Fyrsti leikur liðsins var gegn Skotum í gær og unnu Skotarnir með tveimur mörkum gegn einu.  Í dag verður leikið gegn Svíum og hefur Gunnar Guðmundsson tilkynnt byrjunarliðið í leiknum.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Kallað eftir leikskýrslum úr 5. flokki karla og kvenna - 28.7.2009

Mótanefnd KSÍ óskar eftir því að fá send afrit af leikskýrslum (leikmannalistum) í keppni í 7 manna liðum þar sem kemur fram nafn og kennitala leikmanns.  Skilafrestur er til miðvikudagsins 5. ágúst.

Lesa meira
 
UEFA

Í eftirliti í Evrópu - 28.7.2009

Á næstu dögum verða íslenskir eftirlitsmenn og dómaraeftirlitsmenn að störfum víðsvegar í Evrópu en þá verður leikið í Meistaradeild Evrópu og í Evrópudeild UEFA.  Guðmundur Pétursson verður eftirlitsmaður UEFA í Moldavíu á morgun á leik FC Sheriff og Slavia Prag í Meistaradeild Evrópu.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Strákarnir í U17 hefja leik í Noregi í dag - 28.7.2009

Strákarnir í U17 hefja í dag leik á opna Norðurlandamótinu en það fer fram í Þrándheimi í Noregi.  Fyrsti leikur liðsins verður gegn Skotum í dag og hefst hann kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Gunnar Guðmundsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í dag

Lesa meira
 
Hluti af farangri kvennalandsliðsins sendur á undan liðinu til Danmerkur

Hluti af farangri á leið til Finnlands - 28.7.2009

Kvennalandsliðið mun leika sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni í Finnlandi þann 24. ágúst næstkomandi en undirbúningur fyrir mótið stendur nú sem hæst.  Í mörg horn er að líta og síðustu daga hafa starfsmenn landsliðsins og starfsmenn Knattspyrnusambandsins verið að undirbúa farangur liðsins.

Lesa meira
 
Keflavík

Áfrýjun í máli Keflavíkur gegn ÍR - 27.7.2009

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir áfrýjun í máli Keflavíkur gegn ÍR vegna leiks félaganna í Pepsi-deild kvenna sem fram fór 30. maí síðastliðinn. Áfrýjunardómstóllinn staðfestir hinn áfrýjaða úrskurð.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Viðurkenningar fyrir umferðir 7-12 í Pepsi-deild kvenna veittar á miðvikudaginn - 27.7.2009

Viðurkenningar fyrir umferðir 7-12 í Pepsi-deild kvenna verða veittar miðvikudaginn 29. júlí í höfuðstöðvum KSÍ og hefst athöfnin kl. 12:00.  Fyrirhugað var að veita þessar viðurkenningar í dag, mánudag, en því hefur verið frestað um tvo daga.

Lesa meira
 
Frá æfingu kvennalandsliðsins í Colchester fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi

Breyting á 40 manna undirbúningshópnum - 27.7.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur gert eina breytingu á undirbúningshópi sínum fyrir úrslitakeppni EM í Finnlandi.  Inn í hópinn kemur Soffía A. Gunnarsdóttir úr Stjörnunni í stað Hörpu Þorsteinsdóttur sem er meidd.

Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Sigurður Ragnar sá stórsigur Þjóðverja - 27.7.2009

Þjóðverjar unnu stórsigur á Hollendingum í vináttulandsleik sem fram fór á laugardaginn.  Þýska liðið hafði mikla yfirburði í leiknum og sigraði með sex mörkum gegn engu.  Leikið var í Sinsheim í Þýskalandi fyrir framan 22.500 áhorfendur.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Umferðir 7-12 í Pepsi-deild kvenna gerðar upp á mánudag - 24.7.2009

Viðurkenningar fyrir umferðir 7-12 í Pepsi-deild kvenna verða afhentar í hádeginu á mánudag, í höfuðstöðvum KSÍ.  Kynnt verður val á þeim aðilum sem valnefndinni þykir hafa skarað fram úr í þessum öðrum þriðjungi mótsins.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

KR mætir Basel í 3. umferð Evrópudeildarinnar - 24.7.2009

KR sló í gær gríska liðið Larissa út í 2. umferð Evrópudeildar UEFA en seinni leikurinn fór fram í Grikklandi.  Eftir tveggja marka sigur á KR vellinum gerðu Vesturbæingar jafntefli í Grikklandi, 1-1.  Það er svissneska liðið Basel sem bíður KR í 3. umferðinni og fer fyrri leikurinn fram á KR vellinum, fimmtudaginn 30. júlí.

Lesa meira
 
Merki unglingalandsmots 2009

Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki 31. júlí til 2. ágúst - 23.7.2009

Dagana 31. júlí til 2. ágúst fer fram 12. unglingalandsmót UMFÍ og verður það haldið á Sauðárkróki.  Mikið er lagt í þetta glæsilega mót og margt í boði fyrir keppendur sem og gesti.  Að venju verður keppt í knattspyrnu en skráningarfrestur í mótið rennur út 27. júlí

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

40 leikmenn valdir í undirbúningshóp fyrir Finnland - 23.7.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið undirbúningshóp fyrir úrslitakeppni EM sem fram fer í Finnlandi 23. ágúst til 10. september.  Sigurður Ragnar hefur valið 40 leikmenn í þennan undirbúningshóp sinn sem verður svo skorinn niður áður en til keppninnar er haldið.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Fram og KR leika í Evrópudeildinni í kvöld - 23.7.2009

Í dag og í kvöld leika KR og Fram seinni leiki sína í annarri umferð Evrópudeild UEFA.  Vesturbæingar leika í Grikklandi gegn Larissa og hefst sá leikur kl. 17:00 að íslenskum tíma.   Hér á Laugardalsvelli taka Framarar á móti Sigma frá Tékklandi og hefst leikurinn kl. 19:00.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Vináttulandsleikur við Suður Afríku 13. október - 22.7.2009

Knattspyrnusambönd Íslands og Suður Afríku hafa náð samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 13. október.  Karlalandsliðið leikur því þrjá vináttulandsleiki á Laugardalsvelli frá 12. ágúst til 13. október auk þess sem það leikur lokaleik sinn í undankeppni HM 2010 við Norðmenn, laugardaginn 5. september.

Lesa meira
 
Frá knattþrautum KSÍ í Sandgerði

Kraftur í knattþrautunum - 21.7.2009

Sem fyrr verður Gunnar Einarsson á ferðinni þessa vikuna með knattþrautir KSÍ fyrir 5. flokk karla og kvenna.  Gunnar var í Garðabænum í gær og í dag heimsækir hann Valsmenn á Hlíðarenda.

Lesa meira
 
Fyrsta íslenska kvendómaratríóið er dæmir landsleik á Íslandi .  Dómari Guðrún Fema Ólafsdóttir, AD1 Marína Ósk Þórólfsdóttir, AD2 Birna H. Bergstað Þórmundsdóttir

Kvendómaratríó að störfum í Þorlákshöfn - 21.7.2009

Síðastliðinn laugardag var brotið blað í íslenskri knattspyrnudómarasögu þegar að tríó skipað konum dæmdi vináttulandsleik Íslands og Færeyja hjá U17 kvenna í Þorlákshöfn.  Lögð hefur verið áhersla á, undanfarin ár, að fjölga konum í dómarastéttinni og er því þessi viðburður einkar ánægjulegur.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Aftur sigrar hjá U17 og U19 kvenna - 21.7.2009

Í gær fóru fram tveir vináttulandsleikir við Færeyjar og var leikið í aldursflokkum U17 og U19 kvenna.  Sigrar unnust á báðum vígstöðvum, U17 vann með sex mörkum gegn einu og U19 vann með þremur mörkum gegn einu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Hollandi á NM U17 kvenna

Tveir sigrar á Færeyingum - 19.7.2009

Í gær fóru fram tveir vináttulandsleikir hjá U17 og U19 kvenna og voru Færeyingar mótherjarnir í bæði skiptin.  Íslensku liðin fóru með sigur af hómi í báðum leikjunum sem leiknir voru í Þorlákshöfn og í Hveragerði.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

Tap hjá U19 kvenna gegn Englandi - 19.7.2009

Stelpurnar í U19 kvenna töpuðu í dag fyrir Englendingum í úrslitakeppni EM sem fram fer í Hvíta Rússlandi.  Lokatölur urðu 4-0 Englendingum í vil eftir að staðan í leikhléi hafði verið 2-0.  Stelpurnar hafa því lokið leik í keppninni og halda heim á leið á morgun.

Lesa meira
 
Frá æfingu kvennalandsliðsins í Colchester fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi

Ekki lágu Danir í því! - 19.7.2009

Danir lögðu Íslendinga með tveimur mörkum gegn einu í vináttulandsleik kvennalandsliða þjóðanns sem fram fór í Englandi í dag.  Öll mörk leiksins komu á fyrstu 12 mínútum leiksins og þrátt fyrir stórsókn íslenska liðsins tókst stelpunum ekki að jafna.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

Ísland  England hjá U19 kvenna - Textalýsing - 19.7.2009

Í dag kl. 14:00 mætast Ísland og England í úrslitakeppni EM U19 kvenna en leikið er í Hvíta Rússlandi.  Þetta er leikur í lokaumferð riðlakeppninnar. Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt og má sjá það hér að neðan. Fylgst verður með leiknum með textalýsingu hér á síðunni.

 
Frá æfingu kvennalandsliðsins í Colchester fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi

Ísland - Danmörk hefst kl. 13:30 - Textalýsing - 19.7.2009

Í dag mætast Ísland og Danmörk í vináttulandsleik og verður leikið í Englandi.  Leikurinn hefst kl. 13:30 en ekki kl. 13:00 eins og áætlað hafði verið í fyrstu en íslenska liðið tafðist í mikilli umferð á leiðinni á leikstað.  Fylgst verður með leiknum hér á síðunni með textalýsingu.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 5. júlí 2008.  Myndina tók Þorsteinn Jónsson

Vináttulandsleikir við Færeyjar í dag - 18.7.2009

Það verður mikið um að vera á knattspyrnuvöllum Suðurlands í dag en þar fara fram tveir vináttulandsleikir í dag.  Kvennalandslið U17 og U19 leika þá í Hveragerði og Þorlákshöfn við stöllur sínar frá Færeyjum.

Lesa meira
 
Stelpurnar okkar á góðri stund

Kíktu á emstelpurnar.is - 17.7.2009

KSÍ hefur opnað sérstaka vefsíðu tileinkaða glæsilegum árangri stelpnanna okkar í kvennalandsliðinu, sem náðu þeim einstaka árangri að komast í úrslitakeppni EM í Finnlandi sem fram fer í ágúst og september.  Slóðin er http://www.emstelpurnar.is/.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Hópur valinn hjá U17 karla fyrir Norðurlandamótið í Noregi - 17.7.2009

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn fyrir Norðurlandamót U17 karla sem fram fer í Noregi, dagana 27. júlí - 3. ágúst.  Ísland er í riðli með Skotum, Svíum og Finnum auk þess sem leikið verður um sæti.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í 3. umferð í Evrópukeppnunum - 17.7.2009

Dregið var í dag í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA.  Eftir er að leika seinni leiki 2. umferðar og voru því þrjú íslensk félög í hattinum.  Í Evrópudeildinni mun sigurvegarinn úr viðureign Fram og Sigma mæta skoska liðinu Aberdeen.  Sigurvegarinn úr viðureign Larissa og KR mun mæta sigurvegurunum úr viðureign Basel og Santa Coloma. 

Lesa meira
 
UEFA

Geir Þorsteinsson í dómaranefnd UEFA - 17.7.2009

Framkvæmdastjórn UEFA kom saman í byrjun júlí og skipaði í nefndir á vegum sambandsins.  Nokkrir einstaklingar frá KSÍ eru þar á meðal og ber þar helst að nefna að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur verið skipaður annar varaformaður í dómaranefnd UEFA.

Lesa meira
 
Íslensku stelpurnar fagna marki gegn Írum

Sætur og sanngjarn sigur á Englandi - 16.7.2009

Íslenska kvennalandsliðið vann glæstan sigur á því enska í vináttulandsleik sem fram fór í Colchester í kvöld.  Lokatölur urðu 2-0 fyrir íslenska liðið og voru það Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir sem skoruðu mörk íslenska liðsins í sitt hvorum hálfleiknum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Jafntefli hjá strákunum í Svíþjóð - 16.7.2009

Strákarnir í U18 karla gerðu í dag jafntefli við Svía á Svíþjóðarmótinu og urðu lokatölur 3 - 3.  Staðan í leikhléi var 1 -1 en íslensku strákarnir náðu tveggja marka forystu í síðari hálfleik en Svíar skoruðu 2 mörk á síðustu mínútum leiksins og tryggðu sér þannig jafntefli.

Lesa meira
 
Kvenna_fagnar

England - Ísland - Textalýsing - 16.7.2009

Íslenska kvennalandsliðið mætir því enska í vináttulandsleik í kvöld og fer leikurinn fram í Colchester í Englandi.  Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með textalýsingu af leiknum hér á síðunni.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

Svíar reyndust sterkari á lokakaflanum - 16.7.2009

Stelpurnar í U19 kvenna biðu lægri hlut gegn stöllum sínum frá Svíþjóð í úrslitakeppni EM í Minsk í dag.  Lokatölur urðu 1 - 2 Svíum í vil eftir að íslensku stelpurnar höfðu leitt leikinn í leikhléi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

Ísland - Svíþjóð U19 kvenna - Textalýsing - 16.7.2009

Ísland og Svíþjóð eigast nú við í úrslitakeppni EM U19 kvenna en leikið er í Hvíta Rússlandi.  Þetta er annar leikur íslenska liðsins en liðið gerði jafntefli við Noreg í fyrsta leiknum 0-0.  Hægt er að fylgjast með textalýsingu hér á síðunni.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U18 karla leikur við Svía - Byrjunarliðið tilbúið - 16.7.2009

Strákarnir í U18 karla leika sinn annan leik á Svíþjóðarmótinu í dag þegar þeir mæta heimamönnum.  Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og hefur Kristinn R. Jónsson tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

KR og Fram leika í kvöld í Evrópudeild UEFA - 16.7.2009

Tvö íslensk félög verða í eldlínunni í dag og í kvöld í Evrópudeild UEFA.  Fram mætir Sigma frá Olomouc í Tékklandi og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma.  Á KR vellinum taka KR á móti Larissa frá Grikklandi og hefst leikurinn kl. 19:15.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Fundir með fjölmiðlafulltrúum og öryggisstjórum félaga 2010 - 15.7.2009

Á fyrstu vikum Íslandsmótsins hefur leyfisstjóri KSÍ heimsótt félögin í Pepsi-deildinni og stutt félögin í að uppfylla kröfur leyfisreglugerðarinnar varðandi þær kröfur sem gerðar eru til fjölmiðlafulltrúa og öryggisstjóra.  Hér að neðan má sjá yfirlit yfir heimsóknirnar og hvaða aðilar tóku þátt.

Lesa meira
 
Frá æfingu kvennalandsliðsins í Colchester fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi

Byrjunarliðið gegn Englandi tilbúið - 15.7.2009

Íslenska kvennalandsliðið leikur á morgun vináttulandsleik við Englendinga og fer leikurinn fram í Colchester.  Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma og hefur Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

U19 kvenna mætir Svíum á morgun - 15.7.2009

Stelpurnar í U19 kvenna leika sinn annan leik á morgun í úrslitakeppni EM U19 kvenna sem fer fram í Hvíta Rússlandi.  Mótherjarnir eru Svíar og hefst leikurinn kl. 12:30 að íslenskum tíma.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem hefur leikinn á morgun.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH leikur gegn Aktobe í kvöld á Kaplakrikavelli - 15.7.2009

Íslandsmeistarar FH hefja leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar þeir mæta Aktobe frá Kasakstan.  Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli og hefst kl. 19:15.  Seinni leikurinn fer svo fram ytra eftir rétta viku, miðvikudaginn 22. júlí.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tap í fyrsta leik á Svíþjóðarmótinu hjá U18 karla - 14.7.2009

Strákarnir í U18 karla hófu leik í dag á Svíþjóðarmótinu þegar þeir mættu Wales.  Walesverjar höfðu betur með tveimur mörkum gegn engu og skoruðu þeir mörkin í sinn hvornum hálfleiknum.  Næsti leikur liðsins er næstkomandi fimmtudag þegar þeir mæta Svíum.

Lesa meira
 
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

Hópar valdir hjá U17 og U19 kvenna - 14.7.2009

Laugardaginn 18. júlí og mánudaginn 20. júlí fara fram fjórir vináttulandsleikir við Færeyjar og eru það U17 og U19 kvenna sem þar leika.  Leikið verður í Þorlákshöfn, Hveragerði og Hvolsvelli.

Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmir í Danmörku - 14.7.2009

Jóhannes Valgeirsson mun dæma leik Bröndby og Flora Tallinn þegar að liðin mætast í í Evrópudeild UEFA.  Jóhannesi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Frosti Viðar Gunnarsson.  Fjórði dómari verður svo Eyjólfur Magnús Kristinsson.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Svíþjóðarmótið hefst hjá U18 karla í dag - 14.7.2009

Landslið U18 karla hefur í dag leik á Svíþjóðarmótinu og er fyrsti leikur liðsins við Wales.  Leikurinn hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma og hefur Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U18 karla, tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Heiðursáskrift að bók í tilefni af 50. bikarkeppni KSÍ - Frestur til 26. október - 14.7.2009

Í tilefni af 50. bikarúrslitaleik KSÍ ákvað stjórn KSÍ á sínum tíma að skrá sögu keppninnar. Nú býðst knattspyrnuáhugamönnum, aðildarfélögum, sveitarfélögum og  fleirum að kaupa bókina ásamt mynddisknum í heiðursáskrift. Frestur til að gerast heiðursáskrifandi er til 26. október.

Lesa meira
 
Knattþrautir

Knattþrautirnar hafa vakið mikla lukku - 14.7.2009

Knattþrautir KSÍ eru í fullum gangi og hafa vakið mikla lukku um land allt.  Gunnar Einarsson, sem hefur yfirumsjón með knattþrautunum, hefur farið víða um landið á síðustu vikum hafa viðtökurnar alls staðar verið mjög jákvæðar og þátttaka með afbrigðum góð.

Lesa meira
 
UEFA

Fjórir dómaraeftirlitsmenn frá Íslandi á Evrópuleikjum - 14.7.2009

Í vikunni verður leikið í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA.  Íslensku félögin Fram, KR og FH verða þar í eldlínunni en einnig verða íslenskir eftirlitsmenn víðsvegar um Evrópu að störfum.

Lesa meira
 
Hópurinn hjá U19 kvenna á æfingu í Hvíta Rússlandi fyrir úrslitakeppnina í júlí 2009

Markalaust jafntefli gegn Noregi - 13.7.2009

Íslenska U19 kvennalandsliðið lék í dag sinn fyrsta leik í úrslitakeppni EM U19 kvenna en keppnin er haldin í Hvíta Rússlandi.  Leikið var við Noreg í dag og lauk leiknum með markalausu jafntefli svo að fyrsta stigið er í höfn hjá íslenska liðinu.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Truflanir á heimasíðu KSÍ - 13.7.2009

Verið er að vinna við uppfærslu á heimasíðu KSÍ og af þeim sökum eru þó nokkrar truflanir á síðunni.  Vonast er eftir að vinnu við uppfærsluna ljúki sem fyrst en á meðan henni stendur má búast við truflunum á heimasíðunni og er beðist velvirðingar á því.

Lesa meira
 
Ingibjörg Hinriksdóttir

Nútíðin er þeirra - 13.7.2009

Laugardaginn 11. júlí hélt U19 ára stúlknalandsliðið til Hvíta Rússlands þar sem liðið tekur þátt í úrslitakeppni EM. Er þetta í fyrsta sinn sem íslenska U19 ára landsliðið vinnur sér þátttökurétt í úrslitunum en Ísland var gestgjafi þessa sama móts árið 2007 og þá tók íslenska liðið þátt í úrslitunum í fyrsta sinn.

Lesa meira
 
Hópurinn hjá U19 kvenna á æfingu í Hvíta Rússlandi fyrir úrslitakeppnina í júlí 2009

Leikið við Noreg kl. 14:00 í dag - Textalýsing - 13.7.2009

Í dag hefst úrslitakeppni U19 kvenna í Hvíta Rússlandi og þar er íslenska liðið í eldlínunni.  Fyrsti leikur liðsins er í dag við Noreg og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Breyting á hópnum hjá U19 kvenna fyrir Hvíta Rússland - 13.7.2009

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur gert eina breytingu á hópnum sem leikur í úrslitakeppni EM U19 kvenna í Hvíta Rússlandi.  Arna Ómarsdóttir úr Breiðabliki kemur inn í hópinn í stað Katrínar Ásbjörnsdóttur sem er meidd.

Lesa meira
 

Breyting á Svíþjóðarhópnum - 9.7.2009

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U18 karla, hefur gert eina breytingu á hóp sínum fyrir Svíþjóðarferðina en hópurinn heldur utan á mánudag.  Páll Dagbjartsson úr Fjölni kemur í stað Andra Yeoman úr Breiðabliki.

Lesa meira
 
Íslensku stelpurnar fagna marki gegn Írum

Einn nýliði í hópnum fyrir vináttulandsleiki við England og Danmörku - 9.7.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn sem heldur til Englands í næstu viku og leikur vináttulandsleiki gegn Englandi og Danmörku.  Leikið verður við England á heimavelli Colchester, fimmtudaginn 16. júlí en við Dani verður leikið sunnudaginn 19. júlí á Wheatheafs Park sem er heimavöllur utandeildarliðsins Staines Town FC. Lesa meira
 
visa-Bikarinn50ara

Viðtal við Rúnar Pál Sigmundsson - 8.7.2009

Viðtal við Rúnar Pál Sigmundsson, þjálfara HK, eftir að dregið hafði verið í 8 liða úrslitum VISA bikars karla Lesa meira
 
visa-Bikarinn50ara

Þorkell Máni eftir dráttinn í undanúrslitum - 8.7.2009

Dregið var í undanúrslitum VISA bikars kvenna í dag.  Hér er rætt við Þorkel Mána Pétursson, þjálfara Stjörnunnar. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Kópavogsslagur í 8 liða úrslitum VISA bikars karla - 8.7.2009

Í dag var dregið í undanúrslitum VISA bikars karla og undanúrslitum VISA bikars kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Það er óhætt að segja að það séu stórleikir á hverju strái, jafnt hjá körlum sem konum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Dregur til tíðinda í VISA bikarnum í dag - 8.7.2009

Í hádeginu í dag verður dregið í undanúrslitum VISA bikars kvenna og 8 liða úrslitum karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Spennandi verður að sjá hvaða félög dragast saman í hádeginu í dag. Lesa meira
 
Guðmundur Guðmundsson.  Mynd: Hilmar Þór Guðmundsson - Sport.is

Guðmundur Guðmundsson heldur fyrirlestur fyrir KSÍ A og UEFA A þjálfara - 7.7.2009

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, heldur fyrirlestur fyrir KSÍ A og UEFA A þjálfara sunnudaginn 12. júlí kl. 12:30-14:30. Fyrirlesturinn verður haldinn í höfuðstöðvum KSÍ, 3. hæð.

Lesa meira
 
Keflavík

Miðar á Keflavík - Valletta fyrir handhafa A-passa - 7.7.2009

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Keflavík - Valletta afhenta miðvikudaginn 8. júní frá kl. 14:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu knattspyrnudeildar Skólaveg 32 gegn framvísun skírteinis. 

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Landslið U18 karla leikur í Svíþjóð - Hópurinn - 7.7.2009

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U18 karla, hefur valið hóp sem tekur þátt á alþjóðlegu móti í Svíþjóð dagana 13. - 19. júlí.  Íslenska liðið hefur leik gegn Wales, 13. júlí.  Lesa meira
 
Knattþrautir

Knattþrautir á Reyðarfirði í dag - 7.7.2009

Í dag mun Gunnar Einarsson vera með knattþrautir KSÍ á Reyðarfirði fyrir 5. flokk karla og kvenna.  Gunnar verður í Fjarðabyggðahöllinni kl. 16:30 en þangað munu koma iðkendur frá Neskaupsstað, Eskifirði, Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

VISA bikar kvenna - 8 liða úrslit í kvöld - 7.7.2009

Í kvöld verður leikið í 8 liða úrslitum VISA bikars kvenna og eru allir fjórir leikirnir þá á dagskrá.  Á morgun, miðvikudaginn 8. júlí, verður svo dregið í undanúrslitum VISA bikars kvenna og 8 liða úrslitum VISA bikars karla. Lesa meira
 
Sænski þjálfarinn Lars Lagerback

Rúmlega 40 þjálfarar hlýddu á Lars Lagerback - 6.7.2009

Um síðustu helgi heimsótti Lars Lagerback, A-landsliðsþjálfari Svíþjóðar, landann og hélt námskeið fyrir KSÍ A og UEFA A þjálfara.  Rúmlega 40 þjálfarar sóttu námskeiðið og létu vel af kennslu sænska þjálfarans. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

VISA bikar karla - 16 liða úrslitum lýkur í kvöld - 5.7.2009

Í kvöld lýkur 16 liða úrslitum Visa bikars karla með þremur leikjum.  Fimm félög eru þegar komin áfram í 8 liða úrslit en það eru: FH, Keflavík, Breiðablik, Fram og Fylkir.  Á morgun verður svo leikið í 8 liða úrslitum VISA bikars kvenna og fara allir fjórir leikirnir fram þá. Lesa meira
 
Hópurinn hjá U17 kvenna sem að fór á Norðurlandamótið í Svíþjóð 2009

Góður sigur á Dönum hjá U17 kvenna - 4.7.2009

Íslenska U17 kvennalandsliðið lauk í dag keppni á Opna Norðurlandamótinu sem fram fór í Svíþjóð.  Stelpurnar léku gegn Dönum í dag um sjöunda sætið og höfðu góðan sigur, 1-0.  Það var Sara Hrund Helgadóttir sem skorað mark Íslands í fyrri hálfleik. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Hollandi á NM U17 kvenna

Grátlegt tap gegn Hollandi - 3.7.2009

Stelpurnar í U17 töpuðu naumlega gegn Hollandi í lokaleik sínum í riðlakeppni opna Norðurlandamótsins í Svíþjóð.  Lokatölur urðu 1 - 2 Hollendingum í vil eftir að íslenska liðið hafði leitt með einu marki í hálfleik. Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Sigur og tap í 1. umferð Evrópudeildar UEFA - 3.7.2009

Keflavík og Fram voru í eldlínunni í gærkvöldi þegar þau léku fyrri leiki sína í 1. umferð Evrópudeildar UEFA.  Keflavík lék gegn Valetta úti og þar sigruðu heimamenn, 3-0.  Framarar lögðu hinsvegar TNS frá Wales á Laugardalsvelli, 2-1. Lesa meira
 
Hópurinn hjá U17 kvenna sem að fór á Norðurlandamótið í Svíþjóð 2009

U17 kvenna mætir Hollandi í dag - 2.7.2009

Stelpurnar í U17 mæta stöllum sínum frá Hollandi í dag en leikurinn er síðasti leikur liðsins í riðlakeppni opna Norðurlandamótsins.  Þorlákur Árnason hefur tilkynnt byrjunarliðið í leiknum gegn Hollendingum sem fram fer  kl. 17 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Hvöt

Hvöt leikur í Austurríki - 2.7.2009

Í dag var dregið í riðla í Evrópukeppninni í Futsal og voru Íslandsmeistararnir í Hvöt í pottinum.  Hvatarmenn munu halda til Austurríkis þar sem þeir etja kappi við heimamenn í 1 FC All Stars Wiener Neustadt, Asa Tel-Aviv frá Ísrael og Erebuni Yerevan frá Armeníu. Lesa meira
 
Merki Hauka

Úrskurður í máli Þróttar R. gegn Haukum - 2.7.2009

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Þróttar R. gegn Haukum vegna leiks félaganna í 2. flokki karla B þann 8. júní síðastliðinn.  Úrskurðurinn hljómar upp á að úrslitum leiksins skuli breytt í 0 - 3 Þrótti R. í vil.

Lesa meira
 
Keflavík

Úrskurður í máli Keflavíkur gegn ÍR - 2.7.2009

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Keflavíkur gegn ÍR vegna leiks félaganna í Pepsi-deild kvenna sem fram fór 29. maí síðastliðinn.  Samkvæmt úrskurðinum skulu úrslit leiksins standa óbreytt.

Lesa meira
 
Frá knattþrautum KSÍ í Grindavík

Landsliðsmenn í knattþrautum - Myndband - 2.7.2009

Eins og kunnugt er stendur KSÍ fyrir knattþrautum á meðal iðkenda 5. flokks hjá félögunum. Á dögunum voru nokkrir valinkunnir landsliðsmenn fengnir til þess að spreyta sig á þessum knattþrautum og gefa iðkendum góð ráð. Lesa meira
 
ksi-merki

Landsliðsmenn í knattþrautum - Myndband - 2.7.2009

Landsliðsmenn spreyta sig í knattþrautum og gefa góð ráð til ungra knattspyrnumanna

Lesa meira
 
Frá Futsal drætti hjá UEFA

Hvöt verður í pottinum í Nyon - 2.7.2009

Í dag verður dregið í Evrópukeppninni í Futsal en Íslandsmeistararnir Hvöt frá Blönduósi eru þar í pottinum.  Dregið verður í Nyon í Sviss en þetta er í annað skiptið sem íslenskt félagslið tekur þátt í Evrópukeppninni í Futsal. Lesa meira
 
Dómarar leiða lið Þýskalands og Englands til vallar fyrir úrslitaleik EM U19 kvenna á Íslandi

Guðrún Fema dæmdi Frakkland - Finnland í gær - 1.7.2009

Guðrún Fema Ólafsdóttir dæmdi í gær sinn fyrsta opinbera landsleik á Opna Norðurlandamóti U17 kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Sunne í Svíþjóð. Þetta er jafnframt fyrsta alþjóðlega verkefni sem kemur í hlut íslensks kvendómara. 

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Evrópudeild UEFA hefst fimmtudaginn 2. júlí - 1.7.2009

Evrópudeild UEFA hefur göngu sína á morgun, fimmtudaginn 2. júlí og verða þá tvö íslensk félagslið í eldlínunni.  Á Laugardalsvelli tekur Fram á móti TNS frá Wales en á Möltu mæta Keflvíkingar heimamönnum í Valetta. Lesa meira
 
Frá knattþrautum KSÍ í Vogum

Góð frammistaða í Grindavík og Vogum - 1.7.2009

Greinilegt er að krakkarnir í 5. flokki taka vel við knattþrautum KSÍ en í vikunni heimsótti Gunnar Einarsson Grindavík og Voga.  Vel var tekið á móti honum og sýndu krakkarnir þrautunum mikinn áhuga og frammistaðan var eftir því. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leikur í Pepsi-deild karla færður til - 1.7.2009

Leikur Fjölnis og Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, sem átti að fara fram mánudaginn 13. júlí, hefur verið færður til fimmtudagsins 9. júlí.  Er þetta gert að ósk félaganna beggja. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Norðurlandamóti U17 kvenna í Svíþjóð 29. júní 2009.

Þýska liðið of stór biti fyrir stelpurnar í U17 - 1.7.2009

Íslenska stúlknalandsliðið skipað leikmönnum 16 ára og yngri lék gegn Þjóðverjum í gær á opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Svíþjóð.  Þýska liðið er gríðarlega sterkt og fór með sigur af hólmi, 6 - 0. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög