Fréttir

Knattþrautir

Knattþrautir í Vogum og Sandgerði í dag - 30.6.2009

Í dag heimsækir Gunnar Einarsson Voga og Sandgerði með knattþrautir KSÍ þar sem iðkendur 5. flokks karla og kvenna fá að spreyta sig.  Kl. 13:00 verður Gunnar hjá Þrótti Vogum og kl. 16:00 verður hann í Sandgerði. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Norðurlandamóti U17 kvenna í Svíþjóð 29. júní 2009.

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Þjóðverjum í dag - 30.6.2009

Þorlákur Árnason hefur tilkynnt byrjunarlið U16 ára stúlknalandsliðsins gegn Þjóðverjum en leikið er í bænum Forshaga og hefst leikurinn kl. 19:00 að staðartíma, 17:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Norðurlandamóti U17 kvenna í Svíþjóð 29. júní 2009.

Tap gegn Noregi hjá U17 kvenna - 30.6.2009

Stelpurnar í U17 kvenna báðu lægri hlut gegn Norðmönnum í fyrsta leik Norðurlandamóts U17 kvenna sem haldið er í Svíþjóð.  Lokatölur urðu 5 - 2 fyrir norska liðið eftir að þær höfðu leitt í hálfleik, 4 - 2. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Úrtakshópur U17 karla æfir um næstu helgi - 29.6.2009

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi en æft verður á Tungubökkum.  26 leikmenn eru valdir til þessara æfinga. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Íslandsmeistarar Vals til Húsavíkur - 29.6.2009

Í hádeginu í dag var dregið í 8 liða úrslitum VISA bikar kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Tvö félög úr 1. deild kvenna voru í hattinum og fær Völsungur Íslandsmeistara Vals í heimsókn á meðan að ÍBV sækir Fylkir heim í Árbæinn. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Stelpurnar í U17 hefja leik í dag - 29.6.2009

Stelpurnar í U17 hefja í dag leik í Norðurlandamóti U17 kvenna en það fer fram í Svíþjóð.  Stelpurnar leika fyrsta leik sinn í dag kl. 17:00 en mótherjarnir eru stöllur þeirra frá Noregi. Byrjunarliðið hefur verið tilkynnt fyrir leikinn í dag. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Tveimur leikjum Pepsi-deildar kvenna til viðbótar breytt - 26.6.2009

Þátttaka U19 landsliðs kvenna í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi hefur mikil áhrif á niðurröðun leikja í Pepsi-deild kvenna.  Nú hefur tveimur leikjum til viðbótar verið breytt. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Dregið í 8-liða úrslit VISA-bikars kvenna á mánudag - 26.6.2009

Á laugardag fer fram 2. umferð VISA-bikars kvenna, fjórir leikir. Að leikjunum loknum verður ljóst hvaða lið leika í 8-liða úrslitum þar sem þegar er vitað hver hin fjögur liðin eru. Dregið verður í 8-liða úrslit í hádeginu á mánudag.

Lesa meira
 
Knattþrautir

Líf og fjör í knattþrautum hjá Fram og Haukum - 26.6.2009

Það var líf og fjör í knattþrautum KSÍ í vikunni.  Gunnar Einarsson, sem hefur yfirumsjón með knattþrautunum fyrir KSÍ, heimsótti Vestfirði fyrri part vikunnar og var hjá Haukum og Fram á miðvikudag og fimmtudag. 

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Þær fara til Hvíta-Rússlands - Æfingaáætlun - 25.6.2009

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt íslenska leikmannahópinn fyrir úrslitakeppni EM, sem fram fer í Hvíta-Rússlandi og hefst mánudaginn 13. júlí. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Leikirnir í 16-liða úrslitum VISA-bikars karla staðfestir - 25.6.2009

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest leikina átta í 16-liða úrslitum VISA-bikars karla.  Fimm leikir fara fram sunnudaginn 5. júlí og þrír leikir mánudaginn 6. júlí.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Magnús Þórisson dæmir í Evrópudeild UEFA - 25.6.2009

Magnús Þórisson mun dæma viðureign hvítrússneska liðsins FC Dinamo Minsk og FK Renova frá Makedóníu, en leikurinn, sem er í forkeppni Evrópudeildar UEFA, fer fram í Minsk í Hvíta-Rússlandi þann 2. júlí.

Lesa meira
 
Merki úrslitakeppni EM kvenna 2009 sem fram fer í Finnlandi

Hljómsveitin Hjaltalín heldur þrenna tónleika í tengslum við EM kvenna 2009 - 25.6.2009

Það verður nóg um að vera í Finnlandi þegar úrslitakeppni EM kvennalandsliða fer fram.  Sendiráð Íslands tekur þátt í sérstöku kynningarverkefni í Helsinki og hljómsveitin Hjaltalín mun halda þrenna tónleika.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Fjórir leikir í Pepsi-deild karla í kvöld - 25.6.2009

Fjórir leikir í Pepsi-deild karla fara fram í kvöld, fimmtudagskvöld.  Leikirnir tilheyra ekki allir sömu umferð, enda eru þetta allt leikir sem hafa verið færðir út úr þeirri umferð sem þeir tilheyra, aðallega vegna þátttöku íslenskra liða í Evrópumótum félagsliða.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

27 þjálfarar útskrifuðust með KSÍ A þjálfaragráðu - 25.6.2009

Laugardaginn 6. júní útskrifuðust 27 þjálfarar með KSÍ A þjálfaragráðu, en KSÍ A þjálfaragráðan er hæsta gráða sem Knattspyrnusamband Íslands býður upp á í sínu þjálfaramenntunarkerfi. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leiktíma á viðureign FH og Fylkis 9. júlí breytt - 24.6.2009

Ákveðið hefur verið að viðureign FH og Fylkis í Pepsi-deild karla þann 9. júlí verði sýndur í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 sport.  Af þeim sökum breytist tímasetning leiksins. Lesa meira
 
Knattþrautir

Knattþrautir hjá Haukum í Hafnarfirði - 24.6.2009

Knattþrautir KSÍ verða kynntar fyrir krökkum í 5. flokki karla og kvenna hjá Haukum í Hafnarfirði á fimmtudag kl. 13:30.  Gunnar Einarsson heimsækir félögin og fer yfir knattþrautirnar með iðkendum og þjálfurum.

Lesa meira
 
Knattþrautir

Vill þitt félag vinna Ford Minibus bíl - litla rútu? - 24.6.2009

UEFA stendur fyrir skemmtilegum leik á vefsíðu sinni þar sem þátttakendur eiga möguleika á að vinna eitt stykki litla rútu, Ford Minibus, ásamt öðrum verðlaunum.  Félög um fjörvalla Evrópu geta tekið þátt.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Fimm leikjum í Pepsi-deild kvenna breytt - 24.6.2009

Vegna leikja U19 landsliðs kvenna í lokakeppni EM hefur nokkrum leikjum í Pepsi-deild kvenna verið breytt.  Alls er fimm leikjum breytt og taka breytingarnar til leikja átta félaga í deildinni. Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Norðmenn tilkynna hóp sinn fyrir EM kvenna - 24.6.2009

Norðmenn hafa tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir úrslitakeppni EM kvennalandsliða, sem fram fer í Finnlandi í ágúst og september.  Um 22 manna hóp er að ræða og leika aðeins tveir leikmenn með liðum utan Noregs.

Lesa meira
 
Siggi Raggi í góðum hópi krakka úr Grindavík

Siggi Raggi í heimsókn í Grindavík - 24.6.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A landsliðs kvenna, mætti á æfingu hjá 5. flokki karla og 6. flokki karla og kvenna í Grindavík á dögunum, ásamt tveimur leikmönnum landsliðsins, þeim Söru Björk Gunnarsdóttir og Fanndísi Friðriksdóttir. 

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Fyrsta verkefni íslenskra kvendómara á erlendri grundu - 24.6.2009

Guðrún Fema Ólafsdóttir knattspyrnudómari mun starfa við Opna NMU17 landsliða kvenna, sem fram fer í Svíþjóð um mánaðamótin.  Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur kvendómari fær alþjóðlegt verkefni á erlendri grundu.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Tveimur leikjum í Pepsi-deild karla breytt - 24.6.2009

Tímasetningu tveggja leikja í Pepsi-deild karla hefur verið breytt þar sem þeir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.  Annars vegar er þetta viðureign Grindavíkur og Keflavíkur 28/06, og hins vegar KR og Breiðabliks 29/06. Lesa meira
 
Knattþrautir

Knattþrautir hjá Frömurum í Grafarholtinu - 24.6.2009

Knattþrautir KSÍ verða kynntar fyrir krökkum í 5. flokki karla og kvenna hjá Fram í Grafarholtinu í Reykjavík í dag, miðvikudag.  Gunnar Einarsson hefur yfirumsjón með knattþrautunum.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Fram og TNS víxla heimaleikjum - 24.6.2009

Fram og TNS hafa víxlað heimaleikjum sínum í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA.  Fyrri leikurinn verður því á Laugardalsvelli 2. júlí en sá síðari í Wales viku síðar. Lesa meira
 
Breiðablik

Keflavík dæmdur sigur gegn Breiðabliki í eldri flokki karla - 24.6.2009

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir mál Keflavíkur gegn Breiðabliki vegna leiks í eldri flokki karla.  Úrskurðurinn er á þá leið að úrslitum leiksins skuli breytt og Keflavík dæmdur 3-0 sigur í leiknum.  Jafnframt er Breiðabliki gert að greiða sekt.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtaksæfingar vegna U18 karla um helgina - 23.6.2009

Úrtaksæfingar vegna U18 landsliðs karla verða haldnar um helgina.  Alls hafa 28 leikmenn frá verið boðaðir á æfingarnar, sem fara fram laugardaginn 27. og sunnudaginn 28. júní á Tungubökkum í Mosfellsbæ.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Knattþrautir á Ísafirði - 23.6.2009

Gunnar Einarsson knattspyrnumaður ferðast um landið á vegum KSÍ í sumar og kynnir knattþrautir.  Í dag, þriðjudag kl. 11:00, verður Gunnar á Ísafirði og kl. 14:00 í Bolungarvík. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Áhugaverðir leikir framundan í 16-liða úrslitum - 22.6.2009

Það er ljóst að margir áhugaverðir leikir eru framundan í 16-liða úrslitum VISA-bikars karla.  Í aðeins tveimur leikjum mætast lið úr sömu deild, og eru báðir leikirnir milli Pepsi-deildarfélaga.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Dregið í Evrópudeild UEFA - 22.6.2009

Dregið hefur verið í forkeppni Evrópudeildar UEFA.  Þrjú íslensk félög voru í hattinum þegar dregið var - Fram, Keflavík og KR. Framarar og Keflvíkingar koma inn í 1. umferð forkeppninnar, en KR-ingar í 2. umferð. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 landslið kvenna á Opna NM 2009 í Svíþjóð - 22.6.2009

U17 landslið kvenna tekur þátt í Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Svíþjóð um næstu mánaðamót.  Þorlákur Árnason, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt landsliðhópinn fyrir mótið.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH-ingar til Kasakstan - 22.6.2009

Dregið hefur verið í forkeppni Meistaradeildar UEFA  og mæta Íslandsmeistarar FH meisturunum frá Kasakstan, FK Aktobe, í 2. umferð forkeppninnar.  Fyrri leikurinn fer fram á Íslandi. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Dregið í 16-liða úrslitum VISA-bikars karla í hádeginu - 22.6.2009

Dregið verður í 16-liða úrslit VISA-bikars karla í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag, fimmtudag.  Þrjú lið úr 2. deild verða á meðal þeirra 16 sem verða í hattinum, fjögur úr 1. deild og níu úr Pepsi-deild.

Lesa meira
 
Gylfi Orrason

Þökk sé umferðarljósum ! - 19.6.2009

Í júlí árið 1966 datt ökumanni nokkrum í hug að innleiða gula og rauða spjaldið í knattspyrnudómgæsluna – vegna umferðarljósa !

Saga gula og rauða spjaldsins.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Knattþrautirnar hefjast á mánudaginn - 19.6.2009

Eins og áður hefur komið fram verður KSÍ með knattþrautir fyrir 5. flokk karla og kvenna í sumar og mun Gunnar Einarsson hafa yfirumsjón með þeim.  Hann mun heimsækja félögin og fara yfir knattþrautirnar með iðkendum og þjálfurum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Annasamur júlímánuður hjá landsliðum Íslands - 19.6.2009

Það er óhætt að segja að landslið Íslands í knattspyrnu verði á ferð og flugi í júlímánuði næstkomandi en þá fara fram um 20 landsleikir hjá nokkrum landsliðum Íslands.  Leikirnir geta orðið fleiri en það fer eftir árangri liðanna í mótunum.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tveir nýir starfsmenn KSÍ - 19.6.2009

KSÍ hefur ráðið til starfa tvo nýja starfsmenn í sérstök átaksverkefni og er um tímabundnar ráðningar að ræða.  Annars vegar er um verkefni í mótadeild að ræða, en hins vegar um útbreiðsluverkefni.

Lesa meira
 
Sænski þjálfarinn Lars Lagerback

KSÍ A (UEFA A) endurmenntunarnámskeið - 19.6.2009

Föstudaginn 3. júlí og laugardaginn 4. júlí mun KSÍ halda endurmenntunarnámskeið fyrir KSÍ A (UEFA A) þjálfara í höfuðstöðvum KSÍ. Námskeiðið er eingöngu opið þjálfurum sem hafa KSÍ A eða UEFA A þjálfaragráðu. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Dregið í 16 liða úrslitum VISA bikars karla á mánudag - 19.6.2009

Í gærkvöldi lauk 32 liða úrslitum VISA bikars karla þegar að 11 leikir voru á dagskránni.  Þrjú lið úr 2. deild verða á meðal þeirra 16 sem verða í hattinum þegar dregið verður í 16 liða úrslitum á mánudaginn.  Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 12:00. Lesa meira
 
HK

Úrskurður í máli Stjörnunnar gegn HK - 18.6.2009

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Stjörnunnar gegn HK vegna leiks félaganna í bikarkeppni 3. flokks karla sem fram fór 2. júní síðastliðinn.  Úrskurðurinn hljóðar upp á að úrslitum leiksins skuli breytt, 3-0, Stjörnunni í vil.

Lesa meira
 
Sparkhöllin í byggingu

Úthlutað úr Mannvirkjasjóði KSÍ - 18.6.2009

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 25. maí síðastliðinn að úthluta 34 milljónum úr Mannvirkjasjóði KSÍ en þetta er í annað skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum.  Alls voru það 8 félög sem hlutu úthlutun í þetta skipti. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Knattþrautir fyrir iðkendur 5. flokks í sumar - 18.6.2009

Knattspyrnusamband Ìslands mun vera með knattþrautir fyrir 5. flokk karla og kvenna ì sumar.  Það er Gunnar Einarsson, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, sem mun heimsækja félögin á vegum KSÍ og aðstoða við framkvæmd þrautanna. Lesa meira
 
Sænski þjálfarinn Eijlert Bjorkman

Sænskur unglingaþjálfari með fyrirlestur - 18.6.2009

Sunnudaginn 28. júní mun sænskur þjálfari að nafni Eijlert Björkman halda fyrirlestur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands. Eijlert Björkman er starfandi þjálfari í unglingaakademíunni hjá IFK Göteborg. Lesa meira
 
Bræðurnir Svanur og Skúli sem voru lykilmenn á bakvið sparkvöllinn á Hnífsdal

Sparkvöllurinn í Hnífsdal á heimasíðu UEFA - 18.6.2009

Á heimasíðu UEFA fá finna grein um sparkvöllinn í Hnífsdal sem vígður var á síðasta ári.  Framtakssemi tveggja bræðra á Hnífsdal vakti athygli þeirra UEFA manna en þeir hrundu af stað átaki til þess að fá sparkvöll til sín í Hnífsdal. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

VISA bikarinn í fullum gangi - 18.6.2009

32 liða úrslit VISA bikars karla hófust í gær, á þjóðhátíðardaginn 17. júní.  Umferðinni lýkur svo í kvöld en þá fara fram 11 leikir og hefjast þeir allir kl. 19:15 nema leikir KA og Aftureldingar sem hefst kl. 18:00 og Keflavíkur og Einherja sem hefst kl. 20:00 Lesa meira
 
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

Leikið við Færeyinga í U17 og U19 kvenna - 16.6.2009

Frændur okkar Færeyingar munu heimsækja okkur í júlí með U17 og U19 kvennalandslið sín og leika fjóra landsleiki við íslenskar stöllur sínar.  Leikið verður í Hveragerði, Þorlákshöfn og Hvolsvelli. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Steinþór valinn leikmaður umferðanna - 16.6.2009

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 1 – 7 í Pepsi-deild karla en sjöundu umferðinni lauk í gærkvöldi.  Steinþór Freyr Þorsteinsson úr Stjörnunni var valinn leikmaður umferðanna og þjálfari hans, Bjarni Jóhannsson, þjálfari umferðanna. Lesa meira
 
Merki U21 karla

Úrslitakeppni EM U21 karla hefst í dag - 15.6.2009

Í dag hefst úrslitakeppni landsliða U21 karla en keppnin fer fram í Svíþjóð.  Fyrsti leikur keppninnar er í dag en þá eigast við England og Finnland.  Hægt er að fylgjast með leikjum keppninnar í beinni útsendingu á heimasíðu UEFA án endurgjalds..  Lesa meira
 
Ingibjörg Hinriksdóttir

Niðurstöður KINE prófs sláandi - 15.6.2009

Fimmtudaginn 4. júní sl. hélt KSÍ fund með þjálfurum og leikmönnum U19 kvenna. Tilgangur fundarins var að kynna niðurstöður KINE prófs sem er forvarnarpróf vegna krossbandaslita. Niðurstöðurnar voru sláandi. Lesa meira
 
U19_kvenna_i_Pollandi_april_2009

Undirbúningshópur hjá U19 kvenna valinn - 15.6.2009

Eftir tæpan mánuð heldur U19 landslið kvenna til Hvíta Rússlands þar sem úrslitakeppni U19 kvenna bíður þeirra.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið undirbúningshóp til æfinga um helgina en úrslitakeppnin hefst 13. júlí. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Fyrsti þriðjungur Pepsi-deildar karla gerður upp á þriðjudag - 15.6.2009

Líkt og undanfarin ár eru afhentar sérstakar viðurkenningar til þeirra sem skara fram úr eftir hvern þriðjung í Pepsi-deild karla.  Fyrsti þriðjungurinn verður gerður upp í hádeginu á þriðjudag og hefst kl. 12:00 hjá KSÍ.

Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006.  Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Fjöldi varamanna og liðsstjórnar í VISA bikarkeppninni - 12.6.2009

Rétt er að taka fram að í VISA bikarkeppni karla og kvenna er einungis leyfilegt að vera með 7 varamenn og 7 í liðsstjórn í aðalkeppninni.  Aðalkeppnin hefst í 32. liða úrslitum í karlaflokki en í 8 liða úrslitum í kvennaflokki. Lesa meira
 
Kvennalandslið Frakklands - Mynd af www.fff.fr

Frakkar velja hópinn fyrir úrslitakeppnina í Finnlandi - 12.6.2009

Bruno Bini, landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Frakka, hefur valið hóp sinn fyrir úrslitakeppni EM kvenna í Finnlandi sem hefst í ágúst.  Frakkar verða fyrstu mótherjar Íslendinga í úrslitakeppninni en þjóðirnar mætast í Tampere 24. ágúst.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Fyrsta umferð VISA bikars kvenna hafin - 12.6.2009

Fyrsta umferð í VISA bikar kvenna hófst í vikunni með leik Hauka og Þróttar en umferðinni lýkur nú í kvöld og á morgun.  Fimm leikir fara fram í kvöld og á morgun verða tveir leikir. Lesa meira
 
58 þjálfarar útskrifuðust með KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráður

Hvað hefur áunnist í helstu verkefnum Fræðslunefndar? - 11.6.2009

Á dögunum barst fyrirspurn í gegnum KÞÍ frá þeirra félagsmanni til Fræðslunefndar KSÍ.  Spurt var hvernig staðan væri í dag og hvað hefði áunnist á síðastliðnum 10 árum í þeim atriðum sem tilgreind eru til helstu verkefna hjá nefndinni. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Tveggja marka tap í Skopje - 10.6.2009

Makedónía lagði Ísland í dag í undankeppni fyrir HM 2010 en leikið var í Skopje.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir heimamenn eftir að þeir höfðu haft eins marks forystu í hálfleik. Lesa meira
 
Allt klárt í búningsklefanum fyrir leikinn í Skopje

Allt til reiðu í Makedóníu - 10.6.2009

Það styttist í leik Makedóníu og Íslands í undankeppni fyrir HM 2010 og hefst nú kl. 15:45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.  Mikill hiti er nú í Skopje og sýnir hitamælirinn á leikvellinum 38 gráður nú 90 mínútum fyrir leik. Lesa meira
 
Gönguferð á leikdag í Skopje.  Arnór Smárason og Jóhann Berg Guðmundsson leiða hópinn undir vökulum augum Bjarna Sigurðssonar

Hefðbundin gönguferð í styttra lagi - 10.6.2009

Íslensku landsliðsmennirnir undirbúa sig nú undir leikinn við Makedóníu sem hefst í Skopje kl. 15:45 að íslenskum tíma.  Í morgun kl. 10:00 að staðartíma brugðu leikmenn og fylgdarlið sér í hinn hefðbundna göngutúr á leikdag.  Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Makedónía - Ísland í dag kl. 15:45 - 10.6.2009

Í dag kl. 15:45 mætast Makedónía og Ísland í undankeppni HM 2010 og verður leikið í Skopje.  Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun fyrir leikinn þar kl. 15:10. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn. Lesa meira
 
UEFA

Eyjólfur í hóp dómaraeftirlitsmanna UEFA - 9.6.2009

Eyjólfur Ólafsson, fyrrum dómari, er kominn inn í hóp dómaraeftirlitsmanna UEFA en Eyjólfur hefur mikla reynslu af dómarastörfum og hefur setið í dómaranefnd KSÍ að undanförnu.

Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Æft á keppnisvellinum í dag - 9.6.2009

Íslenska landsliðið æfði í dag á keppnisvellinum í Skopje.  Mjög heitt er í veðri, um 37 stiga hiti og ekki ský á lofti.  Leikurinn hefst á morgun kl. 15:45 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Sport. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Engar spennur á vellinum - Frá Dómaranefnd KSÍ - 9.6.2009

Dómaranefnd KSÍ vill að gefnu tilefni vekja athygli á því að leikmönnum er óheimilt að bera hárspennur í leikjum. Notkun límbands (plástra) til að hylja skartgripi er ekki fullnægjandi. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Æfingahópur fyrir Norðurlandamót hjá U17 kvenna - 9.6.2009

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp til æfinga um komandi helgi.  Framundan er Norðurlandamót U17 kvenna en það fer fram í Svíþjóð dagana 29. júní - 4. júlí. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Landsliðið æfði í dag í Skopje - 8.6.2009

Íslenska karlalandsliðið æfði í dag í Skopje í Makedóníu en liðið kom þangað um hádegið í dag.  Þrír leikmenn hópsins eiga við meiðsli að stríða.  Þeir Emil Hallfreðsson og Stefán Gíslason eru á batavegi. Lesa meira
 
UEFA

Í sérstökum starfshópi um leyfismál - 8.6.2009

Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, hefur verið skipaður í sérstakan starfshóp á vegum UEFA, sem hefur það hlutverk að skoða ýmis mál tengd leyfiskerfinu í Evrópu og koma með tillögur að úrbótum þar sem við á.

Lesa meira
 
Landsliðsmennirnir Sölvi Geir Ottesen, Ragnar Sigurðsson, Gunnleifur Gunnleifsson og Bjarni Ólafur Eiríksson bíða eftir næsta flugi

Landsliðið komið til Skopje - 8.6.2009

Íslenska karlalandsliðið er nú komið til Skopje í Makedóníu en framundan er leikur í undankeppni HM 2010 við heimamenn.  Leikurinn fer fram miðvikudaginn 10. júní og hefst kl. 15:45 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Stórleikir í Pepsi-deild kvenna í kvöld - 8.6.2009

Í kvöld kl. 19:15 verður leikin heil umferð í Pepsi-deild kvenna og eru sannkallaðir stórleikir á ferðinni.  Tvö efstu liðin, Valur og Stjarnan mætast á Vodafonevellinum og liðin í þriðja og fjórða sæti, Breiðablik og Fylkir, leika í Kópavoginum. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Fimm leikmenn kallaðir í hópinn - 7.6.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert fimm breytingar á landsliðshópnum sem mætir Makedóníu á miðvikudaginn.  Inn í hópinn koma þeir Jóhann Berg Guðmundsson, Hjálmar Jónsson, Guðmundur Steinarsson, Davíð Þór Viðarsson og Rúrik Gíslason Lesa meira
 
Merki HM 2010 í Suður Afríku

Hollenskur sigur í Laugardalnum - 6.6.2009

Hollendingar reyndust of sterkir fyrir Íslendinga í kvöld á Laugardalsvelli þegar þjóðirnar léku í undankeppni fyrir HM 2010.  Hollendingar sigruðu með tveimur mörkum gegn einu eftir að hafa leitt í leikhléi, 2-0.  Holland tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppni HM 2010 sem fram fer í Suður Afríku. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi - 6.6.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Hollendingum á Laugardalsvelli kl. 18:45 í undankeppni HM 2010.  Áhorfendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega og forðast þannig biðraðir.

Lesa meira
 
Laugardalsvöllur

Lúðrasveitin Svanur marserar fyrir leik - 6.6.2009

Fyrir landsleik Íslands og Hollands á Laugardalsvelli í dag mun lúðrasveitin Svanur marsera á hlaupabrautinni og leika ýmis lög.  Jafnframt mun Svanur leika þjóðsöngva liðanna fyrir leik.

Lesa meira
 
Icelandair

Hitta þeir slána? - 6.6.2009

Í hálfleik á viðureign Íslands og Holland í undankeppni HM 2010, sem fram fer á laugardag, munu Guðmundur Guðbjörnsson, Magnús Edvardsson og Vigfús Þormar Gunnarssonfá tækifæri til að spreyta sig í erfiðri þraut. 

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland - Holland í kvöld kl. 18:45 - Uppselt - 6.6.2009

Í kvöld kl. 18:45 taka Íslendingar á móti Hollendingum í undankeppni fyrir HM 2010.  Leikið verður á Laugardalsvelli og er uppselt á þennan stórleik.  Áhorfendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á völlinn og forðast þannig biðraðir. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Kasakstan - 6.6.2009

Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni í dag þegar hann dæmir leik Kasakstan og Englands í undankeppni fyrir HM 2010.  Honum til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson.  Fjórði dómari verður Jóhannes Valgeirsson.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Naumt tap hjá U21 karla gegn Dönum - 5.6.2009

Danir lögðu Íslendinga í vináttulandsleik hjá U21 karla í dag en leikið var í Álaborg.  Lokatölur urðu 3-2 fyrir heimamenn eftir að þeir höfðu leitt í leikhléi, 2-1.  Þeir Bjarni Þór Viðarsson, úr víti og Skúli Jón Friðgeirsson skorðuðu mörk Íslendinga. Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Örfáir miðar eftir á Ísland - Holland - 5.6.2009

Miðasala á leiks Íslands og Hollands í undankeppni fyrir HM 2010 hefur gengið mjög vel.  Kl. 13:30 voru fáir miðar eftir og lítur út fyrir að uppselt verði á leikinn fyrr en síðar.  Það fer því hver að verða síðastur að tryggja sér miða á þennan stórleik. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Æfingahópur tilkynntur hjá U19 kvenna - 5.6.2009

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið undirbúningshóp fyrir úrslitakeppni EM U19 kvenna sem fer fram í Hvíta Rússlandi í júlí.  Ólafur hefur valið 25 leikmenn í þennan hóp. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Erna Björk leikmaður umferða 1 - 6 í Pepsi-deild kvenna - 5.6.2009

Í dag voru veitt verðlaun fyrir fyrstu sex umferðirnar í Pepsi-deild kvenna og fór athöfnin fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Erna Björk Sigurðardóttir úr Breiðabliki var valin leikmaður umferðanna. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla leikur gegn Dönum í dag - 5.6.2009

Í dag kl. 12:30 að íslenskum tíma mæta Íslendingar Dönum í vináttulandsleik landsliða U21 karla.  Leikið verður í Álaborg.  Fylgst er með helstu atriðum leiksins hér að neðan. Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Blár frá toppi til táar! - 5.6.2009

Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir viðureign Íslands og Hollands á morgun á Laugardalsvelli.  Leikurinn hefst kl. 18:45 og er um að gera að mæta tímanlega og láta mála íslenska fánann á kinnina og ennið, já eða allt andlitið! Lesa meira
 
Icelandair

Getur þú hitt þverslána frá vítateig? - 4.6.2009

Í hálfleik á viðureign Íslands og Holland á laugardag munu þrír vallargestir spyrna knetti frá vítateigslínu með það fyrir augum að hitta þverslána.  Ef það tekst er vinningurinn ferð fyrir tvo til Bandaríkjanna með Icelandair!

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Bjarni ánægður með markverðina - 4.6.2009

Bjarni Sigurðsson, markavarðaþjálfari íslenska landsliðsins, er fullur tilhlökkunar fyrir stórleikinn gegn Hollandi á laugardaginn.  Hann segir markverði íslenska hópsins í fínu standi og hafi litið vel út á æfingum landsliðsins. Lesa meira
 
ksi-Akarla

Viðtal við Bjarna Sigurðsson - 4.6.2009

Viðtal við Bjarna Sigurðsson, markvarðaþjálfara A landsliðs karla, fyrir leikinn gegn Hollandi Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Utandeildarliðið Carl mætir Íslandsmeisturum FH - 4.6.2009

Í dag var dregið í 32 liða úrslitum VISA bikars karla og fór drátturinn fram í Þjóðabókhlöðunni.  Þetta er í 50. sinn sem bikarkeppnin er haldin.  Margir forvitnilegir leikir eru á dagskránni en drátturinn var opinn, þ.e. öll félögin gátu mæst.   Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Fyrirhuguðu Grasrótarnámskeiði frestað - 4.6.2009

Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðu Grasrótarnámskeiði fyrir þjálfara sem átti að fara fram sunnudaginn 7. júní.  Ljóst var að ekki mundi nást viðunandi fjöldi á námskeiðið og því ákveðið að fresta því.  Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Knattspyrnuskóli drengja á Laugarvatni 15. - 19. júní - 4.6.2009

Knattspyrnuskóli drengja fer fram á Laugarvatni dagana 15. til 19. júní.  Félögin hafa tilnefnt þátttakendur í skólann en þeir eru fæddir árið 1995.  Það er Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, sem hefur yfirumsjón með skólanum.

Lesa meira
 
Skylmingar

Skylmingaatriði sýnd fyrir leikinn á laugardag - 4.6.2009

Sýnt verður sérstakt sýningaratriði í skylmingum og þá munu fjórir hópar skylmingamanna setja á svið orrustu.  Allt mun þetta fara fram á hlaupabrautinni á Laugardalsvelli fyrir leik.  Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Fundur um Kine próf fimmtudaginn 4. júní - 3.6.2009

Fimmtudaginn 4. júní verður fundur í höfuðstöðvum KSÍ þar sem farið verður yfir niðurstöður Kine prófanna sem leikmenn í undirbúningshópi U19 kvenna gengust undir í lok febrúar. Fundurinn hefst kl. 16:00. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ A (UEFA A) endurmenntunarnámskeið - 3.6.2009

Helgina 3.-5. júlí mun Knattspyrnusamband Íslands halda endurmenntunarnámskeið fyrir KSÍ A (UEFA A) þjálfara. Námskeiðið er eingöngu opið þjálfurum sem hafa KSÍ A eða UEFA A þjálfaragráðu. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Dregið í 32-liða úrslitum VISA bikars karla á fimmtudag - 3.6.2009

Dregið verður í 32-liða úrslit VISA-bikars karla kl. 12:00 fimmtudaginn 4. júní.  Drátturinn fer fram í Þjóðarbókhlöðunni.  Tuttugu félög hafa tryggt sér sæti í 32-liða úrslitum í gegnum forkeppnina og nú bætast í pottinn félögin 12 í Pepsi-deild karla. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið upp um tvö sæti á styrkleikalista FIFA - 3.6.2009

Á nýjum styrkleikalista FIFA er birtur var í dag færist karlalandslið Íslands upp um tvö sæti.  Ísland er í 92. sæti ásamt Albaníu.  Mótherjar Íslendinga á laugardaginn, Holland, veltir Þjóðverjum í öðru sæti listans. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Fleiri breytingar á U21 hópnum - 2.6.2009

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert þrjár breytingar á hóp sínum fyrir vináttulandsleik gegn Dönum næstkomandi föstudag.  Eyjólfur hefur valið þá Almar Ormarsson, Kristin Jónsson og Eið Aron Sigurbjörnsson í hópinn. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Viðurkenningar fyrir fyrsta þriðjunginn afhentar á föstudag - 2.6.2009

Líkt og undanfarin ár verða afhentar sérstakar viðurkenningar til þeirra sem skara fram úr eftir hvern þriðjung í Pepsi-deild kvenna og verður fyrsti þriðjungurinn gerður upp í hádeginu á föstudag.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Önnur umferð VISA bikars karla - 1.6.2009

Í dag hefst önnur umferð í VISA bikar karla og eru sex leikir sem fara fram í dag.  Á morgun klárast svo umferðin með fjórtán leikjum en dregið verður i 32. liða úrsltin, fimmtudaginn 4. júní. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög