Fréttir

Lengjubikarinn

Breiðablik og FH leika til úrslita í A deild karla - 30.4.2009

Úrslitaleikur A deildar Lengjubikars karla fer fram í Kórnum, föstudaginn 1. maí kl. 16:00.  Þá eigast við Breiðablik og FH og má búast við hörkuleik á milli þessara nágranna. Aðgangseyrir á leikinn er 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Skemmtilegast að vinna svona - Stelpurnar komnar heim - 30.4.2009

Í gær komu heim, eftir langt og strangt ferðalag, sigurreifur hópur.  Þarna voru á ferðinni hópurinn sem tryggði Íslandi sæti í úrslitakeppni EM hjá U19 kvenna.  Leikmenn, þjálfarar og aðrir í hópnum voru himinlifandi með árangur ferðarinnar. Lesa meira
 
ksi_U19_kvenna

Viðtal við þjálfarann Ólaf Guðbjörnsson við heimkomuna frá Póllandi - 30.4.2009

Viðtal við þjálfarann Ólaf Guðbjörnsson við heimkomuna frá Póllandi eftir að U19 kvenna tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi. Lesa meira
 
Fanndís Friðriksdóttir

Viðtal við Fanndísi Friðriksdóttur við heimkomu frá Póllandi - 30.4.2009

Viðtal við Fanndísi Friðriksdóttur við heimkomuna frá Póllandi eftir að U19 kvenna tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Dregur til tíðinda í Lengjubikarnum - 30.4.2009

Á næstu dögum dregur heldur betur til tíðinda í Lengjubikarnum en þá verður leikið til úrslita í A deild karla og kvenna.  Þá verður leikið til undanúrslita í B deild í kvöld og undanúrslit C deildar fara fram á laugardaginn.  Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Staðfest niðurröðun í landsdeildum og bikarkeppni - 30.4.2009

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í landsdeildum karla og kvenna sem og VISA bikar karla og kvenna.  Mikilvægt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög séu tekin úr umferð.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Samningsskylda í Pepsi-deild karla frá 1. maí - 30.4.2009

Vert er að minna á ákvæði um samningsskyldu leikmanna í Pepsi-deild karla eins og fram kemur í grein 23.4 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.  Ákvæði þetta verður virkt þann 1. maí 2009. Lesa meira
 
Uefa_U19_kvenna

Dregið í úrslitakeppni U19 kvenna 12. maí - 29.4.2009

Dregið verður í úrslitakeppni EM hjá U19 kvenna þann 12. maí næstkomandi og verður dregið í Minsk en úrslitakeppnin fer fram í Hvíta Rússlandi.  Ljóst er hvaða þjóðir leika í úrslitakeppninni. Lesa meira
 
Guðrún Inga Sívertsen

Frábær árangur hjá stelpunum okkar! - 29.4.2009

Stelpurnar í 19 ára landsliðinu fylgdu eftir góðum árangri A-liðsins og sigruðu erfiðan milliriðill sinn í Evrópumóti 19 ára landsliða. Þær eru nú einnig komnar í úrslitakeppni Evrópumótsins Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Upptaka frá öðrum fræðslufundi KSÍ - 29.4.2009

Nú má finna hér á heimasíðunni upptöku frá öðrum fræðslufundi KSÍ.  Þar fluttu erindi þeir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ og Björn Ingi Victorsson, endurskoðandi KSÍ. Lesa meira
 
ksi-merki

Fræðslufundur KSÍ - Annar fundur Björn Ingi - 29.4.2009

Frá öðrum fræðslufundi KSÍ.  Viðfangsefni fundarins var rekstur og bókhald – ársreikningur og fjárhagsáætlun.  Björn Ingi Victorsson, endurskoðandi KSÍ Lesa meira
 
ksi-merki

Fræðslufundur KSÍ - Annar fundur - 29.4.2009

Frá öðrum fræðslufundi KSÍ.  Viðfangsefni fundarins var rekstur og bókhald – ársreikningur og fjárhagsáætlun.  Þórir Hákonarson, framkv.stj. KSÍ Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Laust sæti í 3. deild karla - 28.4.2009

Lið Snæfells í Stykkishólmi hefur ákveðið að draga lið sitt í meistaraflokki úr keppni í 3. deild karla. Með þessu hefur skapast laust pláss fyrir eitt lið í 3. deild karla. Áhugasömum félögum er bent á að hafa samband við mótastjóra KSÍ. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Starfsmenn óskast - 28.4.2009

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að í leikjum 3. deildar karla og 1. deildar kvenna skipi KSÍ dómara og aðstoðadómara til leiks í stað eldra fyrirkomulags þar sem heimalið sá um að leggja til aðstoðardómara. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Kennarar af þjálfaranámskeiðum til Noregs - 28.4.2009

Dagana 4.-7. maí fer hópur kennara af þjálfaranámskeiðum KSÍ í heimsókn til norska knattspyrnusambandsins í þeim tilgangi að kynna sér fyrirkomulag Norðmanna í menntun þjálfara. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit Lengjubikars kvenna í kvöld - 28.4.2009

Í kvöld verður leikið til undanúrslita í A deild Lengjubikars kvenna og hefjast báðir leikirnir kl. 18:00.  Í Boganum á Akureyri mætast Þór/KA og Breiðablik og á Stjörnuvelli eigast við Stjarnan og Valur. Lesa meira
 
U19_kvenna_i_Pollandi_april_2009

U19 kvenna í úrslit á EM! - 28.4.2009

Stelpurnar í U19 kvenna gerðu sér lítið fyrir í dag og tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Hvíta Rússlandi í júlí.  Ísland gerði jafntefli við Pólland í lokaumferðinni á meðan Svíar unnu Dani með einu marki gegn engu.  Leikur Íslands og Póllands var gríðarlega spennandi og sveiflukenndur. Lesa meira
 
Pepsi_deildin_white_lorez

Viðtal við Andra Þór Guðmundsson - 28.4.2009

Viðtal við Andra Þór Guðmundsson, forstjóra Ölgerðarinnar Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM U19 kvenna í september 2008.  Ísland vann leikinn 2-1

Byrjunarliðið gegn Póllandi hjá U19 kvenna - 28.4.2009

Í dag kl. 09:00 að íslenskum tíma eigast við Pólland og Ísland í milliriðli fyrir EM hjá U19 kvenna.  Með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti í úrslitakeppni EM sem fer fram í Hvíta Rússlandi í júlí. Lesa meira
 
Frá blaðamannafundir þar sem Pepsi-deildin var kynnt

Pepsi-deildin í knattspyrnu 2009 - 27.4.2009

Ölgerðin og Pepsi verða samstarfsaðilar félaganna í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu til næstu þriggja ára (2009-2011).  Deildirnar heita héðan í frá Pepsi-deild karla og Pepsi-deild kvenna. Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Miðasala hafin á Ísland - Holland - 27.4.2009

Í dag hófst miðasala á leik Íslands og Hollands í undankeppni HM 2010. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 6. júní og hefst kl. 18:45.  Miðasala fer fram sem fyrr í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fræðslufundur færður til 4. maí - 27.4.2009

Vakin er athygli á því að 3. fundurinn í fræðslufundaröð KSÍ sem fyrirhugaður var fimmtudaginn 30. apríl hefur verið færður til mánudagsins 4. maí kl. 16:00 - 18:00.  Á fundinum verður m.a. farið yfir samninga- og félagaskiptamál og reglugerðir KSÍ. Lesa meira
 
Ingibjörg Hinriksdóttir

Menntun þjálfara - 27.4.2009

Það hefur ekki farið framhjá forsvarsmönnum knattspyrnudeilda og knattspyrnuþjálfurum að KSÍ hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á menntun þjálfara. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna fer í úrslitakeppnina með sigri á Póllandi - 27.4.2009

Á morgun leikur íslenska U19 kvennalandsliðið lokaleik sinn í milliriðli fyrir EM en leikið er í Póllandi.  Íslenska liðið er efst í riðlinum en efsta liðið fer beint í úrslitakeppnina sem leikin verður í Hvíta Rússlandi. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit A deildar karla í kvöld - 27.4.2009

Í kvöld fara fram undanúrslit í A deild Lengjubikars karla en úrslitaleikurinn sjálfur fer fram 1. maí.  Í Kórnum kl. 19:00 eigast við Kópavogsliðin Breiðablik og HK en á Fylkisvelli kl. 19:30 mætast Fylkir og FH. Lesa meira
 
Afríka

Leikmaður Afríku í 2 mánaða bann - 27.4.2009

Á fundi aganefndar, 24. apríl 2009, var Afrim Haxholli, Afríku, úrskurðaður í tímabundið leikbann til 2 mánaða vegna atviks í leik Afríku og Árborgar í meistaraflokki. karla 18. apríl.  Lesa meira
 
Stjarnan

Unglingadómaranámskeið hjá Stjörnunni - 27.4.2009

Unglingadómaranámskeið hjá Stjörnunni verður haldið í Stjörnuheimilinu  30. apríl  kl. 19:30.  Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Jafntefli í Kórnum - 25.4.2009

Ísland og Holland gerðu jafntefli í vináttulandsleik sem fram fór í Kórnum í dag.  Lokatölur urðu 1 - 1 og það var Ólína G. Viðarsdóttir sem kom íslenska liðinu yfir í fyrri hálfleik. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Jafnt gegn Svíum hjá U19 kvenna - 25.4.2009

Stelpurnar í U19 kvenna náðu í gott stig í milliriðli fyrir EM en leikið er í Póllandi.  Svíar voru mótherjarnir í dag og lauk leiknum með markalausu jafntefli.  Úrslitin þýða að Íslendingar eru með fjögur stig eftir tvo leiki Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM U19 kvenna í september 2008.  Ísland vann leikinn 2-1

Leikur gegn Svíum í dag hjá U19 kvenna - 25.4.2009

Í dag leikur íslenska U19 ára stúlknalandsliðið annan leik sinn í milliriðli EM 2009 en leikið er í Póllandi. Íslenska liðið lagði Dani að velli 3-2 í fyrsta leik en í dag mæta þær Svíum og hefst leikurinn kl. 10:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi - 24.4.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Hollandi í vináttulandsleik í Kórnum kl. 16:00.  Erna Björk Sigurðardóttir mun leika sinn 25. landsleik í þessum leik. Lesa meira
 
Íslensku stelpurnar fagna marki gegn Írum

Ísland - Holland kl. 16:00 í Kórnum - 24.4.2009

Vináttulandsleikur Íslands og Hollands fer fram í Kórnum, laugardaginn 25. apríl kl. 16:00.  Miðasala hefst í Kórnum kl. 14:00 og kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri. Lesa meira
 
ksi-Akvenna

Sigurður Ragnar fyrir Holland - 24.4.2009

Viðtal við Sigurð Ragnar Eyjólfsson fyrir vináttulandsleikinn gegn Hollandi Lesa meira
 
ksi-Akvenna

Viðtal við Eddu Garðarsdóttur - 24.4.2009

Viðtal við Eddu Garðarsdóttur fyrir vináttulandsleikinn gegn Hollandi 25. apríl Lesa meira
 
Special Olympics European Football Week

Níunda knattspyrnuvika Special Olympics - 24.4.2009

Dagana 25. apríl til 3. maí verður knattspyrnuvika Special Olympics haldin, sem hefur það að markmiði að styðja við og auka knattspyrnuiðkun þroskaheftra, og er þetta í 9. sinn sem þessi knattspyrnuvika er haldin.  Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

A-passar gilda í Kórinn á laugardaginn - 24.4.2009

Þeir handhafar A passa sem ætla á vináttulandsleik Íslands og Hollands á laugardaginn í Kórnum er bent á að þeir geta sýnt passann við innganginn.  Leikurinn hefst kl. 16:00 en miðasala hefst kl. 14:00. Lesa meira
 
Fanndís Friðriksdóttir

Sætur sigur á Dönum hjá U19 kvenna - 23.4.2009

Stelpurnar í U19 kvenna byrjuðu milliriðilinn í EM frábærlega í dag þegar þær mættu stöllum sínum frá Danmörku.  Íslensku stelpurnar fóru með sigur af hólmi með þremur mörkum gegn tveimur.  Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM U19 kvenna í september 2008.  Ísland vann leikinn 2-1

U19 kvenna leika við Dani - 23.4.2009

Stelpurnar í U19 kvennalandsliðinu eru staddar í Póllandi um þessar mundir og í dag hefja þær leik í milliriðli fyrir EM.  Mótherjarnir eru Danir en ásamt heimastúlkum eru Svíar einnig í riðlinum.  Leikur Íslands og Danmerkur hefst kl. 10:00. Lesa meira
 
Landsliðsþjálfari Hollands, Vera Pauw

Flestir leikmenn frá Hollandsmeisturum AZ - 22.4.2009

Landsliðsþjálfari Hollands, Vera Pauw, hefur valið 20 leikmenn sem munu mæta Íslendingum í vináttulandsleik í Kórnum næstkomandi laugardag kl. 16:00.  Flestir leikmennirnir koma frá Hollandsmeisturum AZ eða fimm talsins. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Úrslitakeppni Lengjubikars karla hefst í kvöld - 22.4.2009

Í kvöld, miðvikudagskvöld, hefst úrslitakeppni A deildar Lengjubikars karla.  Grindavík og Fylkir mætast í Reykjaneshöllinni kl. 20:30 en hinir þrír leikirnir fara fram á fimmtudag og föstudag. Lesa meira
 
A landslið kvenna

Sandra inn í hópinn - 22.4.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur gert eina breytingu á hópnum er mætir Hollandi í vináttulandsleik á laugardaginn.  Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir úr Stjörnunni kemur inn í hópinn í stað Guðbjargar Gunnarsdóttur Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ V fellur niður um næstu helgi - 21.4.2009

Vegna dræmrar skráningar hefur verið ákveðið að fresta fyrirhugðu KSÍ V þjálfaranámskeiði sem átti vera um næstu helgi (24.-26. apríl). Ákvörðun um nýja dagsetningu námskeiðsins verður tekin næsta haust. Lesa meira
 
Alidkv1993-0001

Fyrri viðureignir Íslands og Hollands - 21.4.2009

Þegar Ísland og Holland mætast í Kórnum, laugardaginn 25. apríl kl. 16:00, verður þetta í sjötta skiptið sem þessar þjóðir mætast í A landsleik kvenna.  Íslendingar hafa  fjórum sinnum farið með sigur af hólmi en Hollendingar einu sinni.  Lesa meira
 
Rannsóknarstyrku FIFA kenndur við Joao Havelange

Rannsóknarstyrkur FIFA - 21.4.2009

Knattspyrnusamband Íslands vill vekja athygli á rannsóknarstyrk Joao Havelange frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA) sem í boði er fyrir rannsóknir á sviði knattspyrnunnar. Lesa meira
 
Frá Kórnum, knattspyrnuhúsinu í Kópavogi

Ísland - Holland færður til kl. 16:00 - 20.4.2009

Vináttulandsleikur Íslands og Hollands í A landsliðum kvenna næstkomandi laugardag hefur verið færður aftur um tvær klst. og fer því fram kl. 16:00.  Breytingin er gerð vegna sjónvarpsútsendingar RÚV. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Fræðslufundur um rekstur og bókhald - 20.4.2009

Annar fundurinn í fræðslufundaröð KSÍ 2009 fer fram í höfuðstöðvum KSÍ að Laugardalsvelli föstudaginn 24. apríl kl. 16:00-18:00.  Viðfangsefni fundarins er rekstur og bókhald – ársreikningur og fjárhagsáætlun. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna heldur til Póllands á morgun - 20.4.2009

Á morgun, þriðjudaginn 21. apríl, heldur landslið U19 kvenna til Póllands þar sem þær leika í milliriðli fyrir EM.  Ísland er í riðli með heimastúlkum, Dönum og Svíum. Heimasíðan hitti Ólaf Þór Guðbjörnsson þjálfara og ræddi stuttlega við hann um verkefnið. Lesa meira
 
ksi_U19_kvenna

Ólafur Guðbjörnsson í apríl 2009 - 20.4.2009

Viðtal við Ólaf Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfara U19 kvenna, en stelpurnar leika í milliriðli fyrir EM í Póllandi 23. - 28. apríl Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Fjórðungsúrslit Lengjubikars karla hefjast á miðvikudaginn - 20.4.2009

Um helgina varð ljóst hvaða félög mætast í fjórðungsúrslitum A-deildar Lengjubikars karla.  Fyrsti leikurinn verður nú á miðvikudaginn þegar að Grindavík og Fylkir eigast við í Reykjaneshöllinni kl. 20:30. Lesa meira
 
Merki FIFA

FIFA námskeiðin tókust vel - 20.4.2009

Um síðustu helgi voru haldin tvö námskeið í þjálfun barna 6-12 ára. Kennari á námskeiðunum var Martin Andermatt en hann kom hingað til lands á vegum Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA). Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Öryggisstjórar og fjölmiðlafulltrúar á námskeiði - 17.4.2009

Fyrsti fundurinn í fræðslufundaröð KSÍ 2009 var haldinn síðastliðinn þriðjudag og var hann vel sóttur.  Um 50 manns sátu fundinn þar á meðal öryggisstjórar og fjölmiðlafulltrúar þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfið, og gilti þessi fundur því sem námskeið í viðkomandi starfi samkvæmt leyfisreglugerð KSÍ. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Hópurinn tilkynntur fyrir Hollandsleikinn - 17.4.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn er mætir Hollandi í vináttulandsleik í Kórnum.  Leikurinn fer fram laugardaginn 25. apríl og hefst kl. 16:00.  Miðaverð á leikinn er 1.000 krónur fyrir fullorðna 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri. 

Lesa meira
 
Álftanes

Unglingadómaranámskeið hjá Álftanesi - 17.4.2009

Unglingadómaranámskeið hjá Álftanesi verður haldið í hátíðarsal Íþróttamiðstöðvarinnar á Álftanesi 21. apríl kl. 19:00.  Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Aðstoðardómarar frá KSÍ í 3. deild karla og 1. deild kvenna - 17.4.2009

Stjórn KSÍ hefur samþykkt breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.  Um að ræða breytingu um skipan aðstoðardómara í 3. deild karla og 1. deild kvenna og breytingu er snýr að keppni 30 ára og eldri.

Lesa meira
 
Fareyska_kvennalandslidid

Leikið gegn Færeyjum í U17 og U19 kvenna - 17.4.2009

Ákveðið hefur verið að leika fjóra vináttuleiki milli yngri landsliða Íslands og Færeyja í sumar en leikið verður á Suðurlandi.  Leikirnir eru þáttur í auknum samskiptum Íslands og Færeyja í kvennaknattspyrnu. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Riðlakeppni A deildar Lengjubikarsins klárast um helgina - 17.4.2009

Nú um helgina lýkur keppni í riðlakeppni í A deild Lengjubikars karla og kvenna Tvö efstu liðin, í hverjum riðli hjá körlunum, tryggja sér sæti í fjórðungsúrslitum.  Hjá konunum munu fjögur efstu félögin mætast í úrslitum og er ljóst hvaða félög þar verða. Lesa meira
 
Oddbergur Eiríksson

Oddbergur dæmir í Þýskalandi - 16.4.2009

Oddbergur Eiríksson hefur verið valinn sem einn af aðstoðardómurum í úrslitakeppni EM hjá U17 karla.  Úrslitakeppnin fer fram í Þýskalandi dagana 6. - 18. maí.  Fjórtán dómarar hafa verið valdir til að starfa við úrslitakeppnina. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið hjá Hetti í fyrirlestrarsal ME - 16.4.2009

Unglingadómaranámskeið hjá Hetti  verður haldið í fyrirlestrarsal ME 22. apríl  kl. 16:30.  Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál. Lesa meira
 
Þórir Hákonarson framkvæmdarstjóri KSÍ

Hagsmunir íþrótta í aðdraganda kosninga - 16.4.2009

Nú styttist í að landsmenn gangi til kosninga til alþingis og mikilvægt að knattspyrnuhreyfingin og íþróttahreyfingin öll komi á framfæri hagsmunamálum sínum sem ekki mega gleymast í allri þeirri umræðu um skiptingu fjármuna sem nú er uppi.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Vel sóttur fræðslufundur - 16.4.2009

Fyrsti fundurinn í fræðslufundaröð KSÍ 2009 var haldinn þriðjudaginn 14. apríl og var hann vel sóttur. 

Lesa meira
 
ksi-merki

Fyrsti fræðslufundur KSÍ - Samstarfsaðilar - 16.4.2009

Fyrsti fundurinn í fræðslufundaröð KSÍ 2009 var haldinn þriðjudaginn 14. apríl.  Hér má sjá myndabandsupptökur frá fundinum.  Umræðuefnið er hugmyndir að samstarfsaðilum, hvernig má laða að fyrirtæki til samstarfs o.fl.  

Lesa meira
 
ksi-merki

Fyrsti fræðslufundur KSÍ - Fjölmiðlar - 16.4.2009

Fyrsti fundurinn í fræðslufundaröð KSÍ 2009 var haldinn þriðjudaginn 14. apríl.  Hér má sjá myndbandsupptökur frá fundinum.  Umfjöllunarefnið er samskipti og þjónusta við fjölmiðla á leikvangi. Lesa meira
 
ksi-merki

Fyrsti fræðslufundur KSÍ - 16.4.2009

Fyrsti fundurinn í fræðslufundaröð KSÍ 2009.  Hér má sjá myndbandsupptökur frá fundinum.  Umræðuefnið er framkvæmd leikja, þjónusta á leikstað, stjórnun, gæsla á leikvangi, öryggisþættir, öryggisstjóri

Lesa meira
 
Ann Helen Östervold

Norskur dómari á Ísland - Holland - 16.4.2009

Norskur dómari við stjórnvölinn á vináttulandsleik Íslands og Hollands.  Hún heitir Ann-Helene Östervold.  Aðstoðardómararnir verða íslenskir, Bryndís Sigurðardóttir og Marína Þórólfsdóttir.  Fjórði dómari verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.

Lesa meira
 
Frá Kórnum, knattspyrnuhúsinu í Kópavogi

Fyrsti kvennalandsleikurinn í Kórnum - 15.4.2009

Það styttist í næsta verkefni stelpnanna okkar í A-landsliði kvenna.  Þær mæta Hollendingum í vináttulandsleik í Kórnum 25. apríl næstkomandi og er þetta í fyrsta sinn sem A-landslið kvenna leikur í Kórnum. 

Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Ætlar þú á úrslitakeppni EM í Finnlandi? - 15.4.2009

Eins og kunnugt er leikur A-landslið kvenna í úrslitakeppni EM 2009, sem fram fer í Finnlandi í ágúst og september.  Miðasala á keppnina mun senn hefjast og fær KSÍ úthlutað ákveðnum fjölda miða á hvern leik íslenska liðsins.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn aftur af stað eftir páskafrí - 15.4.2009

Lengjubikarinn fer aftur á fullt í vikunni eftir rólegheit yfir páskana.  Fjölmargir leikir eru á dagskrá og um að gera að skella sér á völlinn og skoða stöðuna á sínu liði fyrir átök sumarsins.

Lesa meira
 
bolti_i_marki

Unglingadómaranámskeið hjá Gróttu - 14.4.2009

Unglingadómaranámskeið hjá Gróttu verður haldið í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi 20. apríl kl. 20:00.  Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 manna bolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

U19 hópur kvenna valinn fyrir milliriðilinn - 14.4.2009

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt leikmannahópinn fyrir milliriðil EM sem fram fer í Póllandi dagana 23. - 28. apríl.  Átján leikmenn eru í hópnum, sem fer til Póllands 21. apríl.

Lesa meira
 
Dómari lætur knöttinn falla

Héraðsdómaranámskeið á Akureyri 18. apríl - 14.4.2009

Laugardaginn 18. apríl verður haldið héraðsdómaranámskeið á Akureyri. Aðaláherslan verður lögð á hagnýta dómgæslu, svo sem staðsetningar, samvinnu, bendingar og fleira.

Lesa meira
 
Páskaungar

Gleðilega páska - Páskakveðja frá KSÍ - 8.4.2009

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum sínar bestu óskir um gleðilega páska.  Vonum að vel fari um alla yfir hátíðirnar hvort sem er í starfi eða leik. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland fellur um 18 sæti á styrkleikalista FIFA - 8.4.2009

Á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun, fellur karlalandslið Íslands niður um 18 sæti á listanum.  Ísland er nú í 93. sæti listans en Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans og eru ósigraðir í  31 landsleik í röð. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Fyrsti fundurinn í fræðslufundaröð KSÍ 2009 - 7.4.2009

Fyrsti fræðslufundurinn í fræðslufundaröð KSÍ 2009 verður haldinn þriðjudaginn 14. apríl.  Umfjöllunarefnin eru þjónusta við fjölmiðla, öryggismál á leikvöngum, viðburðastjórnun og samstarfssamningar við fyrirtæki. Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Sigurður Ragnar fylgist með leikmönnum í Svíþjóð - 7.4.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, verður á ferðinni í Svíþjóð nú um páskana.  Mun hann fylgjast með leik Kristianstads og Djurgården í efstu deild kvenna en sá leikur fer fram nú á mánudaginn. Lesa meira
 
Ungar og efnilegar knattspyrnukonur á Pæjumóti TM á Siglufirði

Námskeið í þjálfun barna - Haldið á Akureyri - 7.4.2009

Sunnudaginn 19. apríl munu Knattspyrnusamband Íslands og Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) standa saman að námskeiði sem haldið verður í Glerárskóla og Boganum á Akureyri. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Námskeið í þjálfun barna - Haldið í Kórnum - 7.4.2009

Laugardaginn 18. apríl munu Knattspyrnusamband Íslands og Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) standa saman að námskeiði sem haldið verður í Kórnum í Kópavogi. Lesa meira
 
Fæðubótarefni geta verið varasöm

Lyfjaeftirlitsmál og misnotkun lyfja í íþróttum - 7.4.2009

Knattspyrnusamband Íslands tekur skýra afstöðu gegn allri misnotkun lyfja/efna og notkunar á bönnuðum aðferðum sem stuðla eiga að bættum árangri í íþróttum.  Hér á heimasíðunni má finna leiðbeiningar til knattspyrnufólks er varða lyfjamál. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 24. - 26. apríl - 7.4.2009

Helgina 24.-26. apríl mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ. Þátttökurétt hafa þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í KSÍ B prófinu (UEFA B prófinu). Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla leikur vináttulandsleiki við Skota - 7.4.2009

Knattspyrnusambönd Íslands og Skotlands hafa komist að samkomulagi um að U19 karlalandsliðs þjóðanna mætist í tveimur vináttulandsleikjum.  Leikirnir munu fara fram dagana 7. og 9. september og verður leikið í Skotlandi. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Englandi

Norðurlandamót U17 karla í Þrándheimi - 7.4.2009

Norðurlandamót U17 karla fer fram að þessu sinni í Þrándheimi í Noregi og hefst 28. júlí.  Ísland er í riðli með Finnum, Skotum og Svíum og verður fyrsti leikur íslenska liðsins gegn Skotum, þriðjudaginn 28. júlí. Lesa meira
 
Heimavöllur AaB í Álaborg

Leikið í Álaborg hjá U21 karla - 3.4.2009

Það hefur verið ákveðið að vináttulandsleikur Danmerkur og Íslands hjá U21 karla, fari fram í Álaborg á heimavelli AaB.  Leikurinn fer fram 5. júní og hefst kl. 12:30 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
UEFA

Valsstúlkur beint í 32 liða úrslit - 3.4.2009

Íslandsmeistarar Vals munu fara beint í 32. liða úrslit Meistaradeildar Evrópu kvenna og sleppa því við að leika í undanriðlum eins og Íslandsmeistararnir hafa gert síðustu ár.  Er þetta komið vegna góðs árangurs íslenskra félagsliða undanfarin ár. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Úrtaksæfingar hjá U19 kvenna um páskana - 3.4.2009

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið úrtakshóp til æfinga um páskana.  U19 kvenna leikur í milliriðli fyrir EM sem leikinn verður í Póllandi.  Þar er liðið í riðli með heimastúlkum, Dönum og Svíum. Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Um leikbönn í Lengjubikar - 2.4.2009

Af gefnu tilefni skal það tekið fram að sjálfkrafa leikbönn í Lengjubikar karla og kvenna eru ekki tilkynnt með skeyti eða faxi frá aganefnd KSÍ.  Það er ábyrgð hvers félags að fylgjast með sínum leikmönnum þegar kemur að leikbönnum Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Eins marks tap á Hampden Park - 1.4.2009

Skotar lögðu Íslendinga í kvöld í undankeppni fyrir HM 2010 en leikið var á Hampden Park.  Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir heimamenn eftir að staðan hafði verið 1 - 0 í hálfleik.  Indriði Sigurðsson skoraði mark Íslendinga þegar hann jafnaði metin á 54. mínútu. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Byrjunarliðið er mætir Skotum á Hampden Park - 1.4.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Skotum kl. 19:00 á Hampden Park. Leikurinn er í undankeppni fyrir HM 2010 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 18:30. Lesa meira
 
Heimavöllur Skota, Hampden Park í Glasgow

15 sæti á lausu til Skotlands - Aprílgabb! - 1.4.2009

Á öryggisfundi á leikstað í gærkvöldi sem haldinn var fyrir leik Skotlands og Íslands í undankeppni HM 2010, kom í ljós að búningur íslenska liðsins uppfyllti ekki reglur FIFA um merkingar á búningum. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Skotland - Ísland í kvöld kl. 19:00 - 1.4.2009

Í kvöld mætast Skotland og Ísland í undankeppni fyrir HM 2010.  Leikurinn fer fram á Hampden Park í Glasgow og verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Sport. Byrjunarlið Íslands verður tilkynnt hér á síðunni þegar það verður tilbúið Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög