Fréttir

Fram

Unglingadómaranámskeið hjá Fram í Framheimilinu - 31.3.2009

Unglingadómaranámskeið hjá Fram verður haldið í Framheimilinu fimmtudaginn 2. apríl  kl. 18:00.  Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál. Lesa meira
 
Stefán Stefánsson sjúkraþjálfari að störfum í Skotlandi. Nuddarinn, Óðinn Svansson, fylgist spenntur með.

Vel tekið á leikmönnum - 31.3.2009

Á milli æfinga og funda eru leikmenn í meðferð hjá starfsmönnum landsliðsins en með hópnum eru til taks læknir, sjúkraþjálfari og nuddari.  Á myndinni sem fylgir má sjá Eggert Gunnþór Jónsson í meðferð hjá Stefáni Stefánssyni sjúkraþjálfara.  Lesa meira
 
Njarðvík

Unglingadómaranámskeið hjá Njarðvík - 31.3.2009

Unglingadómaranámskeið hjá Njarðvík verður haldið í nýja vallarhúsinu 6. apríl  kl. 18:00.  Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál. Lesa meira
 
UEFA

Dómarasáttmáli UEFA undirritaður - 31.3.2009

Á fundi framkvæmdastjórnar UEFA á dögunum varð KSÍ formlega aðili að dómarasáttmála UEFA.  Það voru þeir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ og Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ er undirrituðu sáttmálann Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Þjálfaranámskeið í vor og haust - 31.3.2009

Helgina 24.-26. apríl mun KSÍ halda 5. stigs þjálfaranámskeið.  Þátttökurétt á það námskeið hafa aþjálfarar sem lokið hafa KSÍ I, KSÍ II, KSÍ III, KSÍ IV, skilað verkefni af KSÍ III og fengið það samþykkt og fengið að lágmarki 70 stig í skriflega KSÍ B prófinu. Lesa meira
 
homeground

Homeground 2 komið til landsins - 31.3.2009

Þjálfaraforritið Homeground 2 er nú komið til landsins og stendur þjálfurum hér á landi til boða. Forritið er á ensku og inniheldur nokkrar viðbætur frá því gamla.  Homeground 2 forritið kostar 7.000 kr.  Lesa meira
 
Pétur Pétursson, Þorgrímur Þráinsson og Ólafur Jóhannesson á æfingu fyrir Skotaleikinn í Glasgow 2009

Æft á Hampden Park í kvöld - 31.3.2009

Undirbúningur íslenska hópsins fyrir leikinn gegn Skotum á morgun er í fullum gangi og var æft tvisvar sinnum í gær.  Ein æfing verður í kvöld og fer hún fram á leikstaðnum sjálfum, Hampden Park. Lesa meira
 
Eiður og Hemmi Hreiðars á æfingu fyrir leik Skotlands og Íslands

Landsliðið æfir á Broadwood Stadium - 30.3.2009

Strákarnir í íslenska landsliðinu eru nú í Glasgow þar sem þeir undirbúa sig fyrir landsleikinn við Skota á miðvikudaginn.  Leikurinn er í undankeppni fyrir HM 2010 og verður leikinn á Hampden Park.  Leikurinn hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Lesa meira
 
umf_selfoss_logo

Unglingadómaranámskeið hjá Selfossi í íþróttahúsinu Iðu - 30.3.2009

Unglingadómaranámskeið hjá Selfossi verður haldið í íþróttahúsinu Iðu miðvikudaginn 1. apríl  kl. 20:00.  Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegur leikmaður hjá ÍBV gegn HK/Víking - 27.3.2009

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Þórhildur Ólafsdóttir lék ólögleg með ÍBV í leik gegn HK/Víkingi. sem fram fór í Lengjubikar kvenna, 21. mars síðastliðinn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegur leikmaður hjá Völsungi gegn Leikni F. - 27.3.2009

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Jóhann R. Pálsson lék ólöglegur með Völsungi í leik gegn Leikni F. sem fram fór í Lengjubikar karla, 24. mars síðastliðinn. Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Fræðslufundir fyrir stjórnendur knattspyrnufélaga - 27.3.2009

KSÍ stendur fyrir röð fræðslufunda í apríl sem m.a. eru ætlaðir fyrir framkvæmdastjóra og aðra stjórnendur knattspyrnufélaga.  Um er að ræða 4 fræðslufundi sem haldnir verða á tímabilinu 14. apríl til 7. maí.

Lesa meira
 
Davíð Þór Viðarsson

Davíð Þór Viðarsson í landsliðshópinn - 27.3.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á landsliðshóp sínum er mætir Skotum á Hampden Park, miðvikudaginn 1. apríl næstkomandi.  Ólafur hefur valið Davíð Þór Viðarsson úr FH í hópinn. Lesa meira
 
UEFA

Í eftirliti um víðan völl - 27.3.2009

Þeir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, og Egill Már Markússon verða eftirlitsmenn á vegum FIFA og UEFA á landsleikjum sem fara fram næstunni.  Leikirnir fara fram í Lúxemborg og Skotlandi.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Kvennalandsliðið í 18. sæti FIFA listans - 27.3.2009

Íslenska kvennalandsliðið situr nú í átjánda sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag.  Ísland fer upp um eitt sæti frá síðasta lista en Bandaríkin eru á toppnum sem fyrr. Lesa meira
 
A landslið karla

Tvær breytingar á landsliðshópnum fyrir Skotaleikinn - 26.3.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert tvær breytingar á landsliðshóp sínum er mætir Skotum næstkomandi miðvikudag.  Þeir Ármann Smári Björnsson og Birkir Bjarnason koma inn í hópinn Lesa meira
 
merki_isi

Fræðslukvöld ÍSÍ - Íþróttameiðsl - 26.3.2009

ÍSÍ boðar til fræðslukvölds í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal kl. 17.00 - 21.00 í dag, fimmtudaginn 26. mars.  Stefán Ólafsson sjúkraþjálfari mun fjalla um fjölmarga athyglisverða þætti er varða íþróttameiðsl. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ stofnað á þessum degi fyrir sextíu og tveimur árum - 26.3.2009

Í dag, miðvikudaginn 26. mars, er Knattspyrnusamband Íslands 62 ára.  Fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu KSÍ 26. mars 1947 og var Agnar Klemens Jónsson fyrsti formaður KSÍ.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson sprettir úr spori á meðan kollegar hans fylgjast með

Landsdómararáðstefnan var haldin um helgina - 24.3.2009

Helgina 21. – 22. mars  var haldin hin árlega Landsdómararáðstefna og voru um 50 dómarar er sátu ráðstefnuna.  Að venju var erlendur fyrirlesari á ráðstefnunni og að þessu sinni var það hinn kunni enski dómari, Mike Riley. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna framundan - 24.3.2009

Framundan eru úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og hafa landsliðsþjálfararnir, þeir Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, valið leikmenn til þessara æfinga um komandi helgi. Lesa meira
 
Ólafur Jóhannesson og Pétur Pétursson ráða ráðum sínum í leik gegn Skotum á Laugardalsvelli 2008

Þurfum að eiga mjög góðan leik - Viðtal við Óla Jó - 24.3.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, kynnti í gær á blaðamannafundi hópinn er mætir Skotum ytra þann 1. apríl næstkomandi.  Í stuttu spjalli við heimasíðuna segir Ólafur að liðið þurfi að eiga mjög góðan leik í Glasgow. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Ánægjukönnun á meðal leyfisumsækjenda 2009 - 24.3.2009

Að loknu leyfisferlinu á ári hverju fer fram svokallað árlegt endurmat, þar sem farið er yfir alla þætti og skoðað hvað vel hefur gengið og hvað mætti betur fara.  Mikilvægur liður í þessu er ánægjukönnun á meðal leyfisumsækjenda.

Lesa meira
 
Afturelding

Unglingadómaranámskeið hjá Aftureldingu - 23.3.2009

Unglingadómaranámskeið hjá Aftureldingu verður haldið í íþróttahúsinu í Mosfellsbæ mánudaginn 30. mars  kl. 20:00.  Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Lesa meira
 
Beinmaeling

Ráðstefna um íþróttalæknisfræði 2. - 4. apríl - 23.3.2009

Dagana 2.-4. apríl mun Heilbrigðisráð ÍSÍ standa fyrir ráðstefnu um íþróttalæknisfræði. Ráðstefnan er haldin í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal (E-sal). Að þessu sinni verður megin áhersla lögð á íþróttasálfræði. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008. Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Landsliðshópurinn er mætir Skotum 1. apríl - 23.3.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari hefur valið 22 leikmenn í hóp sinn er mætir Skotum í undankeppni fyrir HM 2010.  Leikurinn fer fram á Hampden Park í Glasgow og fer fram miðvikudaginn 1. apríl kl. 19:00. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Frestur til athugasemda er 24. mars - 23.3.2009

Þriðjudaginn 24. mars er síðasti möguleiki til þess að koma með athugasemdir vegna knattspyrnumóta 2009.  Félög eru beðin um að fara vandlega yfir sína leiki í öllum flokkum og gera athugasemdir fyrir tilskilinn frest.

Lesa meira
 
Guðjón Baldvinsson í baráttu við hinn siglfirsk ættaða Gunnar Nielsen. Fjölmennur hópur færeyskra varnarmanna er við öllu búinn

Færeyskur sigur í Kórnum - 22.3.2009

Færeyingar lögðu Íslendinga í dag í vináttulandsleik sem leikinn var í Kórnum.  Gestirnir fóru með sigur af hólmi með tveimur mörkum gegn einu eftir að hafa leitt í leikhléi með tveimur mörkum.  Jónas Guðni Sævarsson skoraði mark Íslendinga. Lesa meira
 
Landsliðshópur Íslands gegn Aserbaídsjan

Þeir byrja gegn Færeyjum - 22.3.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Færeyjum í vináttulandsleik í Kórnum k. 14:00.  Miðasala hefst kl. 12:00 á leikstað og kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri. Lesa meira
 
Fjardabyggd_og_Leiknir_F.

Fjarðabyggð og Leiknir F. auglýsa eftir þjálfara - 20.3.2009

Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar og Umf Leiknir Fáskrúðsfirði auglýsa eftir þjálfara, má vera spilandi sem getur hafið störf sem fyrst með meistaraflokk kvenna

Lesa meira
 
A landslið karla

Kristinn Jónsson inn í hópinn - 20.3.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hópnum er mætir Færeyingum í vináttulandsleik í Kórnum, á sunnudaginn kl. 14:00.  Kristinn Jónsson kemur inn í hópinn í stað Ásgeirs Gunnars Ásgeirssonar Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur 7. stigs þjálfaranámskeið - 19.3.2009

Miðvikudaginn 25. mars kl. 16:15 fer af stað KSÍ VII þjálfaranámskeið, en það er lokastigið í UEFA A (KSÍ A) þjálfaragráðunni.  Farið verður yfir námskeiðið á fundi í höfuðstöðvum KSÍ.

Lesa meira
 
Frá vináttulandsleik Íslands og Færeyja í Kórnum í mars 2008. Ísland fór með sigur af hólmi, 3-0.

Ísland - Færeyjar á sunnudaginn kl. 14:00 - 19.3.2009

Sunnudaginn 22. mars kl. 14:00 mætast Ísland og Færeyjar í vináttulandsleik og verður leikið í knattspyrnuhúsinu í Kórnum í Kópavogi.  Miðaverði er stillt mjög í hóf, 1.000 krónur kostar fyrir fullorðna 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þjálfun erlendis - Hvað getum við lært? - 18.3.2009

Á haustmánuðum var haldin sameiginleg ráðstefna KSÍ og ÍSÍ undir yfirskriftinni "Þjálfun erlendis – hvað getum við lært?".   Myndbandsupptökur af fyrirlestrum fjögurra þjálfara frá ráðstefnunni má sjá hér að neðan.  Lesa meira
 
ksi-merki

Fyrirlestur Magna Fannbergs Magnússonar - 18.3.2009

Fyrirlestur Magna Fannbergs Magnússonar frá ráðstefnunni "Þjálfun erlendis – hvað getum við lært? " Lesa meira
 
ksi-merki

Fyrirlestur Eysteins Haukssonar - 18.3.2009

Fyrirlestur Eysteins Haukssonar frá ráðstefnunni "Þjálfun erlendis – hvað getum við lært? " Lesa meira
 
ksi-merki

Fyrirlestur Elísabetar Gunnarsdóttur - 18.3.2009

Fyrirlestur Elísabetar Gunnarsdóttur frá ráðstefnunni "Þjálfun erlendis – hvað getum við lært? " Lesa meira
 
ksi-merki

Fyrirlestur Ásmundar Haraldssonar - 18.3.2009

Fyrirlestur Ásmundar Haraldssonar frá ráðstefnunni "Þjálfun erlendis – hvað getum við lært? " Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Heimsganga í þágu friðar - 18.3.2009

Ástin á knattspyrnu sameinar heimsbyggðina og er öflugt tæki til ákalls um frið á vorum tímum og til allrar framtíðar.  Þess vegna styður Knattspyrnusamband Íslands verkefnið Heimsgöngu í þágu friðar og tilveru án ofbeldis. Lesa meira
 
ÍA, HK og Víkingur R.

Þrjú félög í 1. deild uppfylla allar kröfur fyrir félag í efstu deild - 17.3.2009

Leyfisstjóri gaf sérstaka skýrslu á fundi leyfisráðs í dag, þriðjudag, um það hvaða félög í 1. deild uppfylltu kröfur fyrir félög í efstu deild.  HK, ÍA og Víkingur R. uppfylla allar kröfur sem gerðar eru til félaga í efstu deild. 

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Félögunum 8 veitt þátttökuleyfi - 17.3.2009

Á fundi leyfisráðs fyrir viku síðan var 8 félögum gefinn vikufrestur til að ganga frá útistandandi málum vegna leyfisumsóknar fyrir keppnistímabilið 2009.  Það hafa þau gert og uppfylla nú allar A-forsendur fyrir viðkomandi deild.

Lesa meira
 
Kris Commons hefur verið í feiknaformi á þessu tímabili með breska stórliðinu Derby County

Burley velur 26 leikmenn í skoska hópinn - 17.3.2009

George Burley, landsliðsþjálfari Skotlands, hefur valið 26 leikmenn í hóp sinn fyrir leiki gegn Hollandi 28. mars og Íslandi, miðvikudaginn 1. apríl.  Skotar leika gegn Hollendingum  í Amsterdam en leikurinn við Ísland verður á Hampden Park. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Úrtakshópur hjá U17 karla á ferðinni um helgina - 17.3.2009

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið úrtakshóp fyrir æfingar um næstu helgi og hefur valið 21 leikmann til þessara æfinga.  Æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og Kórnum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar hjá U16 og U17 kvenna um komandi helgi - 17.3.2009

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U16 og U17 kvenna hefur valið úrtakshópa fyrir æfingar um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram á Stjörnuvelli og í Egilshöll og hafa 38 leikmenn verið boðaðir í þessum tveimur úrtakshópum. Lesa meira
 
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

EB/Streymur með fimm leikmenn í færeyska hópnum - 17.3.2009

Sex nýliðar eru í færeyska landsliðshópnum er mætir Íslendingum í vináttulandsleik í Kórnum, næstkomandi sunnudag kl. 14:00.  Þrír leikmenn hópsins hafa leikið meira en 10 landsleiki. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Enn og aftur Frakkland! - 17.3.2009

Íslenska kvennalandsliðið dróst í sex liða riðil í undankeppni fyrir HM kvenna 2011 en úrslitakeppnin fer fram í Þýskalandi.  Íslenska liðið mætir Frökkum enn einu sinni en þjóðirnar spiluðu saman í undankeppni fyrir EM 2009.  Þjóðirnar eru svo einnig saman í riðli í úrslitakeppni EM í sumar. Leikdagar Íslands í keppninni hafa verið ákveðnir.Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðar á Ísland - Færeyjar fyrir handhafa A-passa - 17.3.2009

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Færeyjar afhenta fimmtudaginn 19. mars frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 
Frá leik Fjölnis og KR í 2. umferð Landsbankadeildar karla 2008. Leikurinn var fyrsti heimaleikur Fjölnis í efst deild. Myndina tók Vilbogi Einarsson

Annar fundur leyfisráðs í dag - 17.3.2009

Leyfisráð fundar í dag og er þetta annar fundur ráðsins í leyfisferlinu fyrir komandi keppnistímabil.  Á fyrri fundi ráðsins voru þátttökuleyfi gefin út til 16 félaga en 8 félögum var gefinn vikufrestur til að klára útistandandi mál. Lesa meira
 
Leikmenn þakka áhorfendum fyrir stuðninginn

Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis - 17.3.2009

KSÍ mun taka virkan þátt í verkefninu "Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis".  Markmið Heimsgöngunnar er að skapa vitundarvakningu sem hafnar öllu ofbeldi hvernig sem það birtist.

Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Dregið í undankeppni HM kvenna 2011 í dag - 17.3.2009

Í dag kl. 12:30 verður dregið í undankeppni UEFA fyrir HM kvenna 2011 sem fer fram í Þýskalandi.  Dregið verður í höfuðstöðvum UEFA í Sviss og verða þau Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, og Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, viðstödd dráttinn. Lesa meira
 
Frá vináttulandsleik Íslands og Færeyja í Kórnum í mars 2008. Ísland fór með sigur af hólmi, 3-0.

Þúsund krónur fyrir fullorðna á Ísland - Færeyjar - 16.3.2009

Ísland og Færeyjar mætast í vináttulandsleik í Kórnum, sunnudaginn 22. mars kl. 14:00.  Miðaverði á leikinn er stillt í hóf, 1000 krónur kostar fyrir 17 ára og eldri en frítt er fyrir börn 16 ára og yngri. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Ný heimasíða KÞÍ - 16.3.2009

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands hefur opnað nýja og endurbætta heimasíðu félagsins.   Þar má nálgast ýmsar fréttir og fróðleik um knattspyrnuþjálfun á Íslandi og erlendis. Lesa meira
 
UEFA

Grasrótarráðstefna UEFA haldin í Hamborg - 16.3.2009

Í kvöld verður sett 8. grasrótarráðstefna UEFA og fer hún fram að þessu sinni í Hamborg í Þýskalandi.  Á þessa ráðstefnu mæta fulltrúar allra þeirra knattspyrnusambanda sem aðilar eru að grasrótarsáttmála UEFA. Lesa meira
 
Frá æfingu hjá U16 og U17 karla í Fjarðabyggðahöllinni í mars 2009

30 leikmenn æfðu í Fjarðabyggðahöllinni - 16.3.2009

Síðastliðinn sunnudag fóru fram úrtaksæfingar hjá U16 og U17 karla og var æft tvisvar í Fjarðabyggðahöllinni.  Það voru landsliðsþjálfarar U16 og U17 karla, þeir Freyr Sverrisson og Gunnar Guðmundsson, sem stjórnuðu æfingunum. Lesa meira
 
Tryggvi Guðmundsson skorar gegn Færeyingum í vináttulandsleik í Kórnum í mars 2008. Ísland vann með þremur mörkum gegn engu

Hópurinn gegn Færeyjum tilkynntur - 13.3.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn er mætir Færeyingum í vináttulandsleik í Kórnum þann 22. mars næstkomandi kl. 14:00.  Hópurinn er ungur að árum og hefur leikreyndasti leikmaðurinn leikið 11 A landsleiki. Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Knattspyrnumót sumarsins 2009 - 12.3.2009

Mót sumarsins hafa verið birt hérá heimasíðu KSÍ.  Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi þriðjudaginn 24. mars.  Mjög mikilvægt er að allar óskir/athugasemdir komi í einu lagi frá hverju félagi. Lesa meira
 
Fjölnir og Keflavík

Leyfisveitingar Fjölnis og Keflavíkur leiðréttar - 12.3.2009

Að fengnu samþykki formanns leyfisráðs hefur leyfisstjóri leiðrétt leyfisveitingar Fjölnis og Keflavíkur vegna þátttökuleyfis í efstu deild karla 2009. 

Lesa meira
 
Frá Futsal kynning í Menntaskólanum á Laugarvatni

Laugvetningar fræddir um Futsal - 12.3.2009

Á dögunum fóru starfsmenn mótadeildar KSÍ á Laugarvatn og fræddu þar nemendur Menntaskólans á Laugarvatni um töfra innanhússknattspyrnu - Futsal.  Tæplega 30 nemendur mættu og kynntu sér hinar einföldu reglur innanhúsknattspyrnunnar. Lesa meira
 
KR

Unglingadómaranámskeið hjá KR - 11.3.2009

Unglingadómaranámskeið hjá KR verður haldið í  KR heimilinu Frostaskjóli miðvikudaginn 18 .mars  kl. 17:00.  Um að ræða rúmlega tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leik gegn Bandaríkjunum á Algarve 2009. Bandaríkin sigruðu 1-0

Stelpurnar höfnuðu í 6. sæti á Algarve - 11.3.2009

Íslenska kvennalandslið hafnaði í 6. sæti á Algarvemótinu en Ísland lék lokaleik sinn á mótinu gegn Kína í dag.  Kínversku konurnar fór með sigur af hólmi með tveimur mörkum gegn einu.  Það var Harpa Þorsteinsdóttir sem skoraði mark Íslands. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarve 2009. Sigur vannst í leiknum 3-1 með mörkum frá Söru Björk Gunnarsdóttur 2 og sjálfsmarki

Ísland - Kína - Textalýsing - 11.3.2009

Núna kl. 11:30 hófst leikur Íslands og Kína en leikið er um 5. sætið á Algarvemótinu.  Fylgst verður með leiknum hér á síðunni en þetta er síðasti leikur Íslands á þessu móti. Lesa meira
 
Bibiana Steinhaus, þýski dómarinn

Finnskir dómarar í eldlínunni - 11.3.2009

Dómarar í leik Íslands og Kína sem hefst núna klukkan 11:30 eru frændur okkar Finnar.  Dómarinn er góðkunningji okkar Íslendinga og heitir Kirsi Savolainen.  Hún dæmdi einmitt úrslitaleik Þýskalands og Frakklands í úrslitakeppni EM U19 kvenna.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland upp um tvö sæti á styrkleikalista FIFA - 11.3.2009

Í dag var birtur nýr styrkleikalisti FIFA hjá karlalandsliðum og fer íslenska liðið upp um tvö sæti og er nú í 75. sæti listans.  Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans. Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

16 félögum veitt þátttökuleyfi - 10.3.2009

Fyrsti fundur leyfisráðs fór fram í dag, þriðjudag, og voru teknar fyrir umsóknir 24 félaga um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2009.  Gefin voru út þátttökuleyfi til handa 16 félögum, en 8 félögum var gefinn vikufrestur til að klára sín mál.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leik gegn Bandaríkjunum á Algarve 2009. Bandaríkin sigruðu 1-0

Byrjunarliðið gegn Kína - Leikurinn hefst kl. 11:30 - 10.3.2009

Á morgun, miðvikudaginn 11. mars, leika Ísland og Kína um 5. sætið á Algarve Cup og hefst leikurinn kl. 11:30.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið fyrir leikinn.  Heimasíðan verður með textalýsingu frá leiknum.

Lesa meira
 
Ólína G. Viðarsdóttir lék sinn 25. landsleik gegn Bandaríkjunum á Algarve Cup 2009

Leikið við Kína kl. 11:30 - 10.3.2009

Ísland mætir Kína í leik um 5. sætið á Algarve mótinu en leikurinn hefst kl. 11:30 á morgun.  Leikið er um öll sæti á mótinu en úrslitaleikurinn á milli Svíþjóðar og Bandaríkjanna hefst kl. 16:00. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar hjá U16 og U17 karla á Austurlandi - 9.3.2009

Um komandi helgi verða æfingar fyrir úrtakshópa hjá U16 og U17 karla á Austurlandi.  Það verða þeir Freyr Sverrisson og Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfarar U16 og U17 karla, er stjórna æfingunum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarve 2009. Sigur vannst í leiknum 3-1 með mörkum frá Söru Björk Gunnarsdóttur 2 og sjálfsmarki

Danskur sigur á Algarve - 9.3.2009

Danir lögðu Íslendinga í lokaumferðinni í riðlakeppni Algarve Cup í dag með tveimur mörkum gegn engu.  Danir höfðu eins marks forystu eftir fyrri hálfleikinn og þrátt fyrir að íslenska liðið hefði sótt meira í síðari hálfleik, bættu Danir við marki. Íslendingar mæta því Kínverjum í leik um 5. sæti mótsins. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leik gegn Bandaríkjunum á Algarve 2009. Bandaríkin sigruðu 1-0

Ísland - Danmörk - Textalýsing - 9.3.2009

Núna kl. 15:00 hófst leikur Íslands og Danmörku í lokaumferð riðlakeppni á Algarve Cup.  Með jafntefli eða sigri tryggir Ísland sér annað sætið í riðlinum og þar með leik um 3. sætið á mótinu.  Fylgst verður með leiknum hér að neðan. Lesa meira
 
Bibiana Steinhaus, þýski dómarinn

Dómararnir koma langt að - 9.3.2009

Fjörtíu dómarar eru að störfum á Algarve og koma þeir frá 27 þjóðlöndum.  Dómarar leiksins í dag koma langt að en dómari leiksins og annar aðstoðardómarinn koma frá Guyana á meðan hinn aðstoðardómarinn kemur frá Guatemala. Lesa meira
 
Grindavík

Unglingadómaranámskeið hjá Grindavík - 9.3.2009

Unglingadómaranámskeið hjá Grindavík verður haldið í gula húsinu við íþróttavöllinn mánudaginn 16. mars  kl. 17:00.  Um að ræða rúmlega tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarve 2009. Sigur vannst í leiknum 3-1 með mörkum frá Söru Björk Gunnarsdóttur 2 og sjálfsmarki

Byrjunarliðið gegn Dönum á Algarve - 8.3.2009

Íslenska kvennalandsliðið mætir því danska á morgun, mánudaginn 9. mars og hefst leikurinn kl. 15:00.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarliðið gegn Dönum en með jafntefli tryggir íslenska liðið sér 2. sæti riðilsins og þar með leik um þriðja sæti mótsins. Lesa meira
 
Búningastjóri kvennalandsliðsins á Algarve 2009, Ragnheiður Eliasdóttir, sýnir snilli sína

Undirbúningur fyrir Danaleikinn hafinn - 7.3.2009

Í morgun æfði kvennalandsliðið á Algarve en þar með hófst undirbúningur fyrir leikinn gegn Danmörku sem fer fram kl. 15:00 á mánudaginn.  Allir leikmenn hópsins, fyrir utan Söru Björk Gunnarsdóttur, tóku þátt í æfingunni. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leik gegn Bandaríkjunum á Algarve 2009. Bandaríkin sigruðu 1-0

Sigurmark Bandaríkjanna á síðustu stundu - 6.3.2009

Íslenska kvennalandsliðið tapaði ákaflega naumlega gegn því bandaríska á Algarve Cup í dag.  Lokatölur urðu 0-1 og kom sigurmark þeirra bandarísku á 89. mínútu.  Gríðarleg barátta var allan leikinn og fast leikið.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarve 2009. Sigur vannst í leiknum 3-1 með mörkum frá Söru Björk Gunnarsdóttur 2 og sjálfsmarki

Ísland - Bandaríkin - Bein textalýsing - 6.3.2009

Nú kl. 15:00 hófst leikur Íslands og Bandaríkjanna á Algarve Cup 2009.  Við fylgjumst með helstu atriðum leiksins hér á síðunni og flytjum ykkur jafnóðum.  Íslendingar leika svo lokaleik sinn í riðlinum á mánudaginn þegar Danir verða mótherjinn. Lesa meira
 
Bibiana Steinhaus, þýski dómarinn

Dómarar leiksins koma frá Þýskalandi - 6.3.2009

Ísland mætir Bandaríkjunum í dag á Algarve Cup kl. 15:00 og verður fylgst með leiknum hér á síðunni.  Dómarar leiksins koma frá Þýskalandi og er það Bibiana Steinhaus sem dæmir leikinn.

Lesa meira
 
Fanndís Friðriksdóttir

Fanndís kemur inn í hópinn - 6.3.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur kallað Fanndísi Friðriksdóttur inn í landsliðshópinn er leikur á Algarve.  Fanndís mun halda til Algarve á morgun, laugardag, og hitta hópinn síðar sama dag. Lesa meira
 
Ingibjörg Hinriksdóttir

Sameinumst gegn fordómum - 6.3.2009

Dagana 3. og 4. mars sl. átti ég þess kost að sækja 3. ráðstefnu Evrópska knattspyrnusambandsins og fleiri aðila um kynþáttafordóma, Unite Against Racism, sem haldin var í Varsjá í Póllandi. Var ráðstefnan ákaflega fróðleg en þó við hér á Íslandi teljum okkur ágætlega sett varðandi fordóma af ýmsu tagi þá megum við ekki sofna á verðinum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarve 2009. Sigur vannst í leiknum 3-1 með mörkum frá Söru Björk Gunnarsdóttur 2 og sjálfsmarki

Byrjunarlið Íslands gegn Bandaríkjunum á Algarve - 5.3.2009

Ísland leikur sinn annan leik á Algarve mótinu þegar það mætir Bandaríkjunum og hefst leikurinn kl. 15:00.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt og gerir hann eina breytingu frá leiknum gegn Noregi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fundir með aðildarfélögum - 5.3.2009

Í marsmánuði boða landshlutafulltrúar KSÍ til fundar á sínu landssvæði með fulltrúum aðildarfélaga og KSÍ þar sem farið verður yfir helstu mál sem snerta félögin fyrir keppnistímabilið.  Lesa meira
 
Frá æfingu kvennalandsliðsins á Algarve 2009

Gestkvæmt á æfingum kvennalandsliðsins - 5.3.2009

Íslenska kvennalandsliðið undirbýr sig fyrir leikinn gegn Bandaríkjunum sem fer fram á morgun kl. 15:00.  Liðið æfir tvisvar í dag og var gestkvæmt á æfingunni í morgun þar sem 5 sænskir þjálfarar fylgdust með æfingu liðsins. Lesa meira
 
Frá knattspyrnuleik á vegum Krabbameinsfélagsins í mars 2009

Fáklæddar kempur í fótbolta - 4.3.2009

Á dögunum fór fram knattspyrnuleikur innanhúss í Vodafonehöllinni sem Krabbameinsfélag Íslands stóð fyrir.  Þarna mættust valinkunnar knattspyrnuhetjur sem að mestu hafa lagt skóna á hilluna og yngri landsliðsmenn.  Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarve 2009. Sigur vannst í leiknum 3-1 með mörkum frá Söru Björk Gunnarsdóttur 2 og sjálfsmarki

Frábær byrjun á Algarve - 4.3.2009

Íslenska kvennalandsliðið byrjaði þátttöku sína í B riðli Algarve Cup 2009 með frábærum hætti þegar sigur vannst á Noregi með þremur mörkum gegn einu.  Eftir að staðan hafði verið jöfn í leikhléi, 1-1, tók íslenska liðið öll völd á vellinum og bar  verðskuldaðan sigur úr býtum. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Englandi

Æfingar hjá strákunum í U17 og U19 karla - 4.3.2009

Landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið æfingahópa fyrir landslið U17 og U19 karla.  Framundan eru æfingar um komandi helgi. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Byrjunarliðið er mætir Norðmönnum - 3.3.2009

Á morgun, miðvikudag, kl. 15:00 leikur íslenska kvennalandsliðið sinn fyrsta leik á Algarve Cup 2009.  Mótherjarnir eru hið sterka lið Noregs og hefur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, kynnt byrjunarlið sitt í leiknum. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Héraðsdómaranámskeið 12. mars í höfuðstöðvum KSÍ - 3.3.2009

Fimmtudaginn 12. mars kl. 19:00 verður haldið héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ.  Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 16 ára aldri og eru með unglingadómarapróf. Lesa meira
 
Frá æfingu kvennalandsliðsins á Algarve 2009

Fyrsta æfingin á Algarve - 3.3.2009

Íslenska kvennalandsliðið er nú statt í Algarve í Portúgal þar sem liðið tekur þátt í Algarve Cup 2009.  Fyrsti leikur íslenska liðsins er við Noreg á morgun kl. 15:00 en liðið var á sinni fyrstu æfingu í morgun. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Undirbúningsfundur leyfisráðs og leyfisdóms - 3.3.2009

Á mánudag var haldinn árlegur undirbúningsfundur leyfisstjórnar með leyfisráði og leyfisdómi.  Þessi fundur er jafnan haldinn áður en leyfisumsóknir félaga eru teknar fyrir og er hluti af gæðastaðal UEFA fyrir leyfisveitendur.

Lesa meira
 
Reykjavíkurmeistarar KR 2009

Titill í safnið hjá KR - 2.3.2009

KR tryggði sér í gærkvöldi Reykjavíkurmeistaratitilinn þegar þeir lögðu Fylki í úrslitaleik er leikinn var í Egilshöllinni.  Lokatölur urðu 3-1 KR í vil en þetta var i 36. skiptið sem þessi titill endar í Vesturbænum. Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik Faxaflóameistari kvenna - 1.3.2009

Breiðablik hrósaði sigri í Faxaflóamóti mfl. kvenna, sem fram fór í fimmta sinn.  Blikastúlkur hafa unnið sigur í mótinu öll fimm árin.  Breiðablik ætti Stjörnunni í hreinum úrslitaleik, en þar sem liðin gerðu jafntefli hafnaði lið Breiðabliks í efsta sæti með betri markatölu.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög