Fréttir

Stjórn KSÍ árið 2009

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar KSÍ - 27.2.2009

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar, sem haldinn var í gær, var m.a. skipað í embætti innan stjórnar sem og skipað í fastanefndir KSÍ.  Þeir Gylfi Orrason og Róbert Agnarsson koma nýir inn í stjórn KSÍ.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Fylkir og KR leika til úrslita á sunnudaginn - 27.2.2009

Sunnudaginn 1. mars leika Fylkir og KR til úrslita í Reykjavíkurmóti karla og hefst leikurinn kl. 19:15 í Egilshöllinni.  Það eru ÍR sem eru núverandi handhafar titilsins en KR hefur unnið þennan titil í 35 skipti en Fylkir hefur fjórum sinnum hampað titlinum. Lesa meira
 
Ingunnarskóli í Grafarholti

Sigurður Ragnar og María í Grafarholtinu - 27.2.2009

Þau Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari kvenna og María B. Ágústsdóttir landsliðsmarkvörður heimsóttu skóla í Grafarholtinu í dag.  Vel var tekið á móti þeim, bæði í Sæmundarskóla og Ingunnarskóla Lesa meira
 
Valur_og_Liney

Valsstúlkur Reykjavíkurmeistarar 2009 - 27.2.2009

Valsstúlkur tryggðu sér í gærkvöldi Reykjavíkurmeistaratitilinn í knattspyrnu með því að leggja KR með tveimur mörkum gegn engu.  Liðið voru efst og jöfn að stigum fyrir þennan leik sem leikinn var í Egilshöllinni. Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Breytingar á reglugerðum um deildarbikar karla og kvenna - 27.2.2009

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 26. febrúar breytingu á reglugerðum um deildarbikar karla og kvenna. Breytingin er gerð til samræmis við breytingu sem þegar hefur verið gerð á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmeistarar krýndir í kvöld - 26.2.2009

Í kvöld kl. 19:00 mætast KR og Valur í lokaumferð Reykjavíkurmóts kvenna en þessi félög eru efst og jöfn að stigum fyrir lokaleikinn.  Markatala Vals er hinsvegar betri og dugir stúlkunum frá Hlíðarenda jafntefli.  Leikurinn fer fram í Egilshöll og hefst kl. 19:00. 

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Skráning hafin í KSÍ B prófið - 25.2.2009

Laugardaginn 14. mars stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er fyrir alla þjálfara sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar). Lesa meira
 
ÍA

Unglingadómaranámskeið hjá ÍA - 25.2.2009

Unglingadómaranámskeið hjá ÍA verður haldið í Íþróttamiðstöðinni á Akranesi miðvikudaginn 4 .mars  kl. 17:00.  Um að ræða rúmlega tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Framhaldsskólamótið í innanhússknattspyrnu - 25.2.2009

Framhaldsskólamótið í innanhússknattspyrnu hefst í dag þegar riðlakeppni hefst á Egilsstöðum.  Þetta er í fyrsta skiptið sem KSÍ stendur fyrir innanhúsmóti á meðal framhaldskólanna. Lesa meira
 
Hópurinn sem fór lék á Algarve Cup árið 2008

Hópurinn valinn fyrir Algarve Cup 2009 - 25.2.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn er heldur til Algarve næstkomandi mánudag og leikur þar á Algarve Cup.  Ísland er í riðli með Noregi, Bandaríkjunum og Danmörku. Lesa meira
 
U17 landslið karla

22 leikmenn í úrtaksæfingar hjá U17 karla - 25.2.2009

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 22 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og í Kórnum.  Leikmennirnir koma frá 16 félögum. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Öll 24 félögin búin að skila fjárhagsgögnum - 24.2.2009

Leyfisstjórn hefur nú móttekið fjárhagsgögn frá öllum félögunum 24 sem undirgangast leyfiskerfið, þ.e. öllum félögum í efstu tveimur deildum karla.  Öll skiluðu gögnum innan settra tímamarka. Lesa meira
 
KA

KA-menn búnir að skila gögnum - 24.2.2009

KA-menn hafa nú skilað fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn sinni, ársreikningi með viðeigandi fylgiskjölum og staðfestingum og þar með hafa öll félögin skilað.

Lesa meira
 
Grindavík og Fylkir

Gögn Grindvíkinga og Fylkismanna hafa borist - 24.2.2009

Fjárhagsleg gögn Fylkis og Grindavíkur, fylgigögn með umsókn félaganna um þátttökuleyfi í efstu deild karla 2009, hafa borist leyfisstjórn.  Þessi félög fengu frest til dagsins í dag til að skila og teljast því hafa skilað innan tímamarka.

Lesa meira
 
100 ára afmælismerki Fram

Framarar búnir að skila sínum gögnum - 24.2.2009

Framarar hafa nú skilað sínum fjárhagslegu leyfisgögnum.  Þar með eiga einungis þrjú félög eftir að skila og von er á þeim gögnum í dag eða í kvöld.  Þessi félög eru KA, Grindavík og Fylkir. Lesa meira
 
Úr leik Fjölnis og KR í Landsbankadeild karla 2008.  Myndina tók Vilbogi Einarsson

Leikir og mörk liðs í mótum - 24.2.2009

Á vef KSÍ er hægt að skoða ógrynni upplýsinga af ýmsu tagi.  Meðal annars er hægt að kalla fram yfirlitstöflu yfir alla leiki liðs á tilteknu ári, og sjá upplýsingar um leikmenn, skiptingar, mörk, fyrirliða, gul og rauð spjöld, o.s.frv.

Lesa meira
 
ÍBV

Ársreikningur ÍBV kominn með póstinum - 24.2.2009

Ársreikningur ÍBV hefur borist leyfisstjórn með pósti.  Stimpill pósthússins á sendingunni sýnir að pakkinn var póstaður 20. febrúar, þannig að Eyjamenn teljast hafa skilað innan tímamarka. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Belgíu - 24.2.2009

Kristinn Jakobsson mun á fimmtudaginn dæma síðari leik Standard Liege og Braga í 32. liða úrslitum UEFA bikarsins.  Kristni til aðstoðar verða Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson og fjórði dómari Magnús Þórisson.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þinggerð 63. ársþings KSÍ - 24.2.2009

Hér að neðan má sjá þinggerð 63. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var í höfuðstöðvum KSÍ 14. febrúar síðastliðinn. Lesa meira
 
Þór

Ársreikningur Þórsara er kominn í hús - 24.2.2009

Endurskoðaður ársreikningur Þórsara á Akureyri hefur borist leyfisstjórn.  Þórsurum hafði verið veittur frestur til dagsins í dag til að skila gögnum, og teljast þeir því hafa skilað innan tímamarka. Lesa meira
 
ÍA, Fjarðabyggð og Víkingur Ól.

Pósturinn kominn með leyfisgögn - 23.2.2009

Pósturinn kom til KSÍ með stóran pakka til leyfisstjórnar.  Í honum voru leyfisgögn þriggja félaga - ÍA, Fjarðabyggðar og Víkings Ólafsvík.  Póststimpillinn á öllum umslögunum staðfesti að gögnin voru send föstudaginn 20. febrúar.

Lesa meira
 
bolti_i_marki

Drög að leikjum meistaraflokks og 2. flokks - 23.2.2009

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út drög að leikjum meistaraflokks og 2. flokks karla og kvenna.  Aðildarfélög KSÍ eru vinsamlegast beðin um að fara vandlega yfir drög að leikjum síns félags.

Lesa meira
 
Afturelding

Fjárhagsgögn Aftureldingar hafa borist - 20.2.2009

Fjárhagsgögn Aftureldingar, sem eru nýliðar í leyfiskerfinu, hafa nú borist leyfisstjórn og þar með hafa gögn 7 félaga borist.  Gögn ÍA, Fjarðabyggðar og Víkings Ólafsvík hafa verið póstuð. Lesa meira
 
Fjölnir

Fjölnismenn hafa skilað - 20.2.2009

Fjölnismenn hafa skilað sínum fjárhagslegum leyfisgögnum og eru þeir þar með 8. félagið í efstu deild til að skila.  Gögn ÍBV eru farin í póst samkvæmt upplýsingum leyfisstjórnar. Lesa meira
 
Grindavík og Fylkir

Fylki og Grindavík veittur frestur til þriðjudags - 20.2.2009

Fylkismenn og Grindvíkingar hafa fengið frest til þriðjudagsins 24. febrúar til að skila inn fjárhagslegum leyfisgögnum.  Þar með hefur fjórum félögum verið veittur frestur til þess dags til að skila gögnum. Lesa meira
 
Fram

Fram veittur skilafrestur til þriðjudags - 20.2.2009

Fram óskaði eftir því við leyfisstjórn að félaginu væri veittur aukinn skilafrestur á fjárhagslegum leyfisgögnum.  Leyfisstjórn féllst á beiðnina og framlengdi skilafrest Fram til þriðjudagsins 24. febrúar.

Lesa meira
 
Þór og KA

KA og Þór veittur frestur til þriðjudags - 20.2.2009

Leyfisstjórn hefur veitt Akureyrarliðunum Þór og KA frest til þriðjudags til að skila fjárhagslegum gögnum, þ.e. endurskoðuðum ársreikningi ásamt viðeigandi fylgigögnum og staðfestingum. Lesa meira
 
ÍA og ÍBV

Eyjamenn og Skagamenn hafa póstað sín fjárhagsgögn - 20.2.2009

ÍBV og ÍA hafa póstað sína fjárhagslegu leyfisgögn í dag, samkvæmt upplýsingum leyfisstjórnar, og ættu þau því að berast strax eftir helgi.  Þar með hefur verið gert grein fyrir gögnum 15 af 24 félögum.

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik hefur skilað - 20.2.2009

Hinir grænklæddu Breiðablikar úr Kópavogi hafa skilað endurskoðuðum ársreikningi sínum til leyfisstjórnar.  Þá hafa 7 af 12 félögum í efstu deild skilað og listinn styttist.

Lesa meira
 
Knattspyrnufélagið Þróttur

Þróttarar hafa skilað - 20.2.2009

Þróttur hefur nú skilað sínum fjárhagsgögnum og þar með hefur helmingur félaga í efstu deild skilað, 6 af 12 félögum.  Enn er von á gögnum frá þó nokkrum félögum og verður fylgst með gangi mála hér á ksi.is. Lesa meira
 
KR

Fjárhagsgögn KR-inga hefur verið skilað - 20.2.2009

Alls hafa nú 10 félög af þeim 24 sem undirgangast leyfiskerfið skilað fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir keppnistímabilið 2009.  Nú síðast skiluðu KR-ingar sínum gögnum.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Reykjavíkur-Víkingar búnir að skila - 20.2.2009

Víkingur Reykjavík hefur nú skilað fjárhagslegum leyfisgögnum sínum og þar með hafa fimm félög í 1. deild skilað.  Áður höfðu Haukar, HK, Leiknir og Selfoss skilað.

Lesa meira
 
Leiknir R.

Fjárhagsgögn Leiknis komin í hús - 20.2.2009

Fjárhagslegum leyfisgögnum rignir nú yfir leyfisstjórn.  Leiknir í Breiðholti hefur skilað endurskoðuðum ársreikningi með viðeigandi staðfestingum og hafa þar með fjögur félög í 1. deild skilað gögnum. Lesa meira
 
umf_selfoss_logo

Selfyssingar komnir á blað - 20.2.2009

Selfyssingar hafa nú skilað fjárhagslegum fylgigögnum með umsókn um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2009.  Um er að ræða endurskoðaðan ársreikning við viðeigandi staðfestingum sem krafist er í leyfishandbók.

Lesa meira
 
HK

HK hefur skilað fjárhagsgögnum - 20.2.2009

HK í Kópavogi hefur skilað fjárhagsgögnum sínum og hafa þá tvö félög í 1. deild skilað.  Á meðal fjárhagsgagna er ársreikningur og ýmsar staðfestingar honum tengdar.

Lesa meira
 
Njarðvík

Njarðvíkingar skila fjárhagsgögnum - 20.2.2009

Njarðvíkingar hafa skilað inn fjárhagslegum leyfisgögnum sínum, þ.e. endurskoðuðum ársreikningi og viðeigandi staðfestingum.  Njarðvíkingar leika í 2. deild, en taka engu að síður þátt í leyfisferlinu. Lesa meira
 
Fjardabyggd

Gögn Fjarðabyggðar farin í póst - 20.2.2009

Fjarðabyggð, sem leikur í 1. deild, hefur póstað fjárhagsleg leyfisgögn sín, og ættu þau því að berast strax eftir helgi.  Fjárhagsleg gögn eru m.a. endurskoðaður ársreikningur og ýmsar staðfestingar honum tengdar.

Lesa meira
 
Víkingur Ólafsvík

Gögnin farin í póst frá Ólafsvíkingum - 20.2.2009

Víkingar í Ólafsvík hafa póstað fjárhagsleg leyfisgögn sín, endurskoðaðan ársreikning ásamt fylgigögnum, skv. upplýsingum leyfisstjórnar, og ættu þau því að berast KSÍ strax eftir helgi.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Stóri skiladagurinn er runninn upp - 20.2.2009

20. febrúar er stór skiladagur í leyfiskerfinu, en það er lokaskiladagur fjárhagslegra leyfisgagna.  Sá dagur er í dag.  Fimm félög hafa þegar skilað fjárhagsgögnum sínum - FH, Keflavík, Stjarnan, Valur og Haukar. Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Dregið í undankeppni HM 2011 - 20.2.2009

Dregið verður í undankeppni UEFA fyrir HM kvenna 2011 17. mars kl. 13:30 á staðartíma í höfuðstöðvum UEFA.  Úrslitakeppni HM fer fram fer í Þýskalandi sumarið 2011 og fá Þjóðverjar sjálfkrafa keppnisrétt sem gestgjafar.  Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Verðlaunafé í Lengjubikar karla og kvenna - 20.2.2009

Í kvöld fer fram fyrsti leikurinn í Lengjubikarnum í ár þegar að ÍA og FH mætast í Akraneshöllinni kl. 20:00.  Eins og síðustu ár eru Íslenskar Getraunir aðalstuðningsaðli keppninnar. Lesa meira
 
Merki HM 2010 í Suður Afríku

Miðasala á HM 2010 í Suður Afríku - 20.2.2009

Í dag, föstudaginn 20. febrúar, er byrjað að taka við miðaumsóknum á leiki í úrslitakeppni HM 2010 sem fer fram í Suður Afríku.  Til 31. mars er hægt að skrá sig á heimasíðu FIFA og verður svo dregið úr umsóknum þann 15. apríl næstkomandi. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Dagskrá KSÍ III þjálfaranámskeiðsins - 19.2.2009

Knattspyrnusamband Íslands heldur um helgina 3. stigs þjálfaranámskeið. Dagskrá námskeiðsins er hér fyrir neðan en námskeiðið fer fram í höfuðstöðvum KSÍ, Egilshöll og í Kórnum í Kópavogi. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn hefst á föstudaginn - 19.2.2009

Á morgun, föstudaginn 20. febrúar, hefst keppni í A deild Lengjubikars karla þegar Íslandsmeistarar FH mæta Skagamönnum í Akraneshöllinni og hefst leikurinn kl. 20:00.  Lesa meira
 
Þróttur R.

Unglingadómaranámskeið hjá Þrótti - 17.2.2009

Unglingadómaranámskeið hjá Þrótti verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 23. febrúar  kl. 16:30.  Um að ræða rúmlega tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Lesa meira
 
A landslið kvenna

Æfingar hjá A landsliði kvenna um helgina - 17.2.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 16 leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Æft verður í Reykjaneshöll á laugardaginn og æfingaleikur verður leikinn gegn U19 kvenna á sunnudaginn í Kórnum. Lesa meira
 
Merki Hauka

Haukar fyrstir í 1. deild - 17.2.2009

Haukar urðu í dag fyrsta 1. deildar félagið til að skila fjárhagslegum leyfisgögnum vegna umsóknar um þátttökuleyfi í deildinni 2009.  FH-ingar skiluðu í gær og þar með hafa Hafnarfjarðarfélögin bæði skilað sínum gögnum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Stelpurnar í U17 og U19 kvenna æfa um helgina - 17.2.2009

Þjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafið valið hópa sína er æfa um komandi helgi.  Æfingar fara fram í Kórnum og í Egilshöllinni en U19 hópurinn mun leika æfingaleik við A landslið kvenna á sunnudeginum. Lesa meira
 
FH

Íslandsmeistarar FH búnir að skila ársreikningi - 17.2.2009

Íslandsmeistarar FH hafa skilað endurskoðuðum ársreikningi sínum til leyfisstjórnar og þar með hafa fjögur félög, öll úr efstu deild, skilað sínum gögnum innan tímamarka.  Enn eiga því 20 félög eftir að skila.

Lesa meira
 
Pride Park, heimavöllur Derby County

Ný reglugerð um knattspyrnuleikvanga - 17.2.2009

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 13. febrúar nýja reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga og breytingar á reglugerð KSÍ um aga – og úrskurðarmál og reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Miðasala á úrslitaleik Meistaradeildar UEFA hefst 2. mars - 17.2.2009

Mánudaginn 2. mars getur hinn almenni knattspyrnuáhugamaður freistað þess að krækja sér í miða á úrslitaleik Meistaradeildar UEFA sem fram fer í Róm 27. maí.  Hægt verður að sækja um í gegnum heimasíðu UEFA. Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Þór sigraði á Soccerademótinu - 16.2.2009

Þór tryggði sér sigur á Soccerademótinu er lauk nú um helgina.  Þór lagði KA í úrslitaleik með einu marki gegn engu.  Soccerademótið, sem áður hét Powerademótið, er undirbúningsmót félaganna á Norðurlandi og fór leikir mótsins fram í Boganum. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson setur 63. ársþing KSÍ

Ávarp formanns á 63. ársþingi KSÍ - 16.2.2009

Við höldum ársþing þegar útlit í efnahagsmálum Íslendinga er það dekksta sem við höfum upplifað. Alheimskreppa er eða hefur skollið á og óvissutímar eru framundan. Knattspyrnan slær í takt við það samfélag sem við lifum í og ljóst er að rekstrarskilyrðin hafa versnað. Lesa meira
 
Stjórn KSÍ árið 2009

63. ársþingi KSÍ lokið - 14.2.2009

Laust um kl. 15:00 lauk ársþingi KSÍ en þingið var haldið í höfuðstöðvum KSÍ.  Geir Þorsteinsson var sjálfkjörinn formaður KSÍ til tveggja ára.  Þá komu þeir Gylfi Þór Orrason og Róbert Agnarsson inn í stjórn KSÍ.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Afgreiðsla tillagna á 63. ársþingi KSÍ - 14.2.2009

Nokkrar tillögur og ályktarnir lágu fyrir 63. ársþingi KSÍ en tillögurnar má sjá hér að neðan sem og hvernig þær voru afgreiddar.Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson setur 63. ársþing KSÍ

Ávarp formanns á 63. ársþingi KSÍ - 14.2.2009

Hér að neðan má sjá ávarp formanns KSÍ, Geirs Þorsteinssonar, á 63. ársþingi KSÍ en þingið var sett kl. 11:00 í morgun í höfuðstöðvum KSÍ. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Afhending jafnréttisverðlauna á ársþingi KSÍ - 14.2.2009

Í fyrsta skiptið voru veitt sérstök jafnréttisverðlaun á ársþingi KSÍ.  Í þetta skiptið voru það tveir aðilar eru fengu verðlaunin.  Knattspyrnudeild ÍR fyrir verkefni þeirra "Innan vallar sem utan" og Víðir Sigurðsson fyrir skrásetningu um sögu íslenskrar knattspyrnu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Stöð 2 Sport og KR útvarpið fá viðurkenningu - 14.2.2009

Á 63. ársþingi KSÍ voru Stöð 2 Sport og KR útvarpið heiðruð fyrir þeirra framlag til handa íslenskrar knattspyrnu.  Það voru þeir Hilmar Björnsson sjónvarpsstjóri og Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR er tóku við viðurkenningunum úr hendi formanns KSÍ. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Keflavík og Haukar fengu Drago stytturnar - 14.2.2009

Keflavík fékk afhenta Drago-styttuna svokölluðu fyrir Landsbankadeild karla 2008 og Haukar fengu styttuna afhenta í 1. deild karla.  Drago stytturnar hljóta þau lið í efstu tveimur deildum karla, sem sýna prúðmannlegastan leik Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir fékk kvennabikarinn 2008 - 14.2.2009

Fylkir hlaut kvennabikarinn fyrir árið 2008 og var hann afhentur á 63. ársþingi KSÍ.  Það var Guðrún Hjartardóttir sem tók við bikarnum fyrir hönd félagsins úr hendi Geirs Þorsteinssonar, formanns KSÍ..

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson setur 63. ársþing KSÍ

63. ársþing KSÍ hafið - 14.2.2009

Ársþing KSÍ, það 63. í röðinni, var sett kl. 11:00 í dag í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.  Fylgst verður með framvindu þingsins hér á síðunni en framundan eru m.a. afgreiðsla tillagna og kosningar aðalfulltrúa landsfjórðunga. Lesa meira
 
Keflavík

Keflavík þriðja félagið til að skila - 13.2.2009

Keflavík varð í dag þriðja félagið til að skila fjárhagslegum leyfisgögnum, viku fyrir skiladag.  Félögin virðast vera snemma á ferðinni í ár, en áður höfðu Valsmenn og Stjörnumenn skilað.  Ekkert félag í 1. deild hefur þó enn skilað. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Hrunamenn til Grindavíkur - 13.2.2009

Dregið hefur verið í forkeppni VISA bikars karla og kvenna og má sjá dráttinn hér á síðunni.  Margir spennandi leikir eru á dagskránni en mörg ný og forvitnileg nöfn taka þátt í VISA bikar karla. Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Drög að niðurröðun leikja í meistaraflokki karla og kvenna - 13.2.2009

Mótanefnd hefur birt drög að niðurröðun leikja í landsdeildum meistaraflokka karla og kvenna sem og að dregið hefur verið í forkeppni VISA bikars karla og kvenna.  Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Breytingar í B og C deild Lengjubikars karla - 13.2.2009

Vegna sameiningar Hamranna/Vina og ÍH hafa haf verið gerðar breytingar á leikjum í B og C deild Lengjubikars karla.  Breytingarnar hafa þegar verið uppfærðar á vef KSÍ. Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Úrslitaleikurinn í Soccerademótinu í kvöld - 13.2.2009

Í kvöld fer fram úrslitaleikur Soccerademótsins og mætast þar stálin stinn kl. 19:45 í Boganum þegar að Þór og KA hefja leik.  Mótið er árlegt undirbúningsmót félaga á Norðurlandi en mótið hét áður Powerademótið. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankinn afsalar sér markaðsrétti - 13.2.2009

Bankastjórn Landsbankans kunngerði í hádeginu í dag, föstudaginn 13. febrúar, að bankinn afsali sér markaðsrétti á Landsbankadeildum karla og kvenna á komandi keppnistímabili.

Lesa meira
 
Stjarnan

Stjarnan búin að skila fjárhagsgögnum - 13.2.2009

Stjarnan í Garðabæ hefur skilað fjárhagslegum leyfisgögnum vegna umsóknar félagsins um þátttökuleyfi í efstu deild karla 2009.  Þar með hafa tvö félög skilað gögnum, viku áður en lokafrestur rennur út.

Lesa meira
 
Valur

Valsarar fyrstir til að skila fjárhagslegum leyfisgögnum - 13.2.2009

Valur er fyrsta félagið til að skila fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn fyrir keppnistímabilið 2009.  Skiladagur er föstudagurinn 20. febrúar, þannig að Valsmenn eru viku á undan áætlun.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

63. ársþing KSÍ fer fram á laugardaginn - 12.2.2009

Laugardaginn 14. febrúar kl. 11:00 verður 63. ársþing KSÍ sett í höfuðstöðvum sambandsins í Laugardal.  Fylgst verður með framvindu þingsins, afgreiðslu tillagna, kosningum og annarra mála hér á heimasíðunni. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Frambjóðendur á ársþingi KSÍ 14. febrúar - 12.2.2009

Á ársþingi KSÍ, sem haldið verður í höfuðstöðvum KSÍ 14. febrúar næstkomandi, verður kosning um landshlutafulltrúa Suðurlands.  Fjórir bjóða sig fram í aðalstjórn KSÍ og þrír í varastjórn og eru allir þeir aðilar sjálfkjörnir. Lesa meira
 
Íslandsmeistarar Vals 1956

Í knattspyrnu á kúskinnsskóm - 12.2.2009

Vert er að vekja athygli á því að á safnanótt, föstudaginn 13. febrúar, verður fluttur fyrirlestur í Borgarskjalasafni kl. 21.00 sem nefnist "Í knattspyrnu á kúskinnsskóm". Lesa meira
 
ÍR

Unglingadómaranámskeið hjá ÍR - 12.2.2009

Unglingadómaranámskeið hjá ÍR verður haldið í ÍR heimilinu fimmtudaginn 19. febrúar  kl. 20:00.  Um að ræða rúmlega tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Öruggur sigur á Liechtenstein - 11.2.2009

Íslendingar lögðu landslið Liechtenstein að velli í dag í vináttulandsleik sem leikinn var á La Manga.  Lokatölur urðu 2 - 0 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið 1 - 0 í hálfleik.  Þeir Arnór Smárason og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörk Íslendinga. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Byrjunarlið Íslands gegn Liechtenstein - 11.2.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Liechtenstein í vináttulandsleik í dag.  Leikurinn fer fram á La Manga á Spáni og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma. Fylgst er með leiknum hér á heimasíðunni. Lesa meira
 
Frá setningu ársþings KSÍ 2008

Þingfulltrúar á 63. ársþingi KSÍ - 11.2.2009

Laugardaginn 14. febrúar næstkomandi fer fram 63. ársþing KSÍ í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.  Alls hafa 132 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 107 fulltrúa.  Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland upp um þrjú sæti á styrkleikalista FIFA - 11.2.2009

Á nýjum styrkleikalista FIFA er birtur var í dag, fer íslenska karlalandsliðið upp um þrjú sæti.  Ísland er nú í 77. sæti listans en Spánverjar eru efstir sem fyrr.  Engar breytingar eru á meðal efstu 10 þjóðanna á listanum. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Sumarfrí í yngri flokkum 2009 - 11.2.2009

Mótanefnd KSÍ tekið þá ákvörðun varðandi niðurröðun leikja sumarið 2009 að engir leikir verði á tímabilinu 20. júlí til og með 5. ágúst í 4. flokki og yngri aldursflokkum.  Hér er eingöngu átt við leiki á vegum KSÍ en ekki opin mót aðildarfélaga.  Lesa meira
 
Fylkir

Unglingadómaranámskeið hjá Fylki - 11.2.2009

Unglingadómaranámskeið hjá Fylki. verður haldið í Fylkisheimilinu miðvikudaginn 18. febrúar  kl. 17:00.  Um að ræða rúmlega tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Lesa meira
 
Frá æfingu landsliðsins á La Manga fyrir vináttulandsleikinn gegn Liectenstein

Ísland mætir Liechtenstein í dag - 11.2.2009

Í dag mætast Ísland og Liechtenstein í vináttulandsleik og fer leikurinn fram á La Manga á Spáni.  Þetta er fyrsti landsleikur íslenska karlalandsliðsins á þessu ári en liðið lék síðast 19. nóvember.  Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Vináttulandsleikur gegn Georgíu í september - 10.2.2009

Knattspyrnusambönd Íslands og Georgíu hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik á Laugardalsvelli þann 9. september næstkomandi. Lesa meira
 
Frá æfingu landsliðsins á La Manga fyrir vináttulandsleikinn gegn Liectenstein

Ungir lögðu gamla á La Manga - 10.2.2009

Á morgun, miðvikudaginn 11. febrúar, mætast Ísland og Liechtenstein í vináttulandsleik og verður leikið á La Manga.  Hópurinn  mun æfa tvisvar sinnum í dag en fyrsta æfingin fór fram í gær. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Tveir hópar æfa hjá U19 karla um helgina - 9.2.2009

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Kristinn velur tvo hóp til æfinga og er annar hópurinn skipaður leikmönnum fæddum 1991 en hinn hópinn skipa leikmenn fæddir 1992. Lesa meira
 
Frá fyrstu æfingu fyrir leikinn gegn Liechtenstein á La Manga

Strákarnir mættir til La Manga - 9.2.2009

Íslenska karlalandsliðið mætir Liechtenstein í vináttulandsleik á La Manga og fer leikurinn fram á miðvikudaginn.  Allur hópurinn er nú kominn á staðinn og var fyrsta æfing liðsins í dag. Lesa meira
 
Heimavöllur Skota, Hampden Park í Glasgow

Miðasala á Skotland - Ísland hafin - 9.2.2009

Í dag hófst miðasala á landsleik Skotland og Íslands í undankeppni fyrir HM 2010.  Leikurinn fer fram á hinum glæsilega Hampden Park í Glasgow, miðvikudaginn 1. apríl næstkomandi.  Miðaverð á leikinn er 4.500 krónur. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Íslandsmeistarar yngri flokka innanhúss krýndir - 9.2.2009

Um helgina fóru fram úrslitakeppni yngri flokka í innanhússknattspyrnu en leikið er eftir Futsal reglum.  Leikið var í til úrslita í 2. - 5. flokki karla og kvenna og voru Árbæingar sigursælir og fögnuðu sigri í þremur flokkum. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Ávarp formanns í ársskýrslu - 8.2.2009

Loksins náði A landslið þeim merka áfanga að vinna sér sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu. Það var ekki A landslið karla eins og svo marga hefur dreymt um heldur A landslið kvenna sem sló í gegn og vann sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Finnlandi í lok ágúst og byrjun september 2009. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ársreikningur KSÍ 2008 birtur - 6.2.2009

Knattspyrnusamband Íslands birtir nú ársreikning sinn fyrir árið 2008.  Þrátt fyrir mikið gengistap er staða KSÍ traust um áramót, lausafjárstaða betri en nokkru sinni fyrr, handbært fé tæpar 650 milljónir króna og eigið fé 184 milljónir króna. 

Lesa meira
 
A landslið karla

Tvær breytingar á landsliðshópnum - 6.2.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert tvær breytingar á landsliðshóp sínum er mætir Liechtenstein á La Manga á miðvikudaginn.  Þeir Sölvi Geir Ottesen og Garðar Jóhannsson koma inn í hópinn. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ B próf fer fram 14. mars - 5.2.2009

Laugardaginn 14. mars stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er fyrir alla þjálfara sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar). Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ IV haldið á Akureyri - 5.2.2009

Helgina 27. febrúar til 1. mars mun Knattspyrnusamband Íslands halda 4. stigs þjálfaranámskeið á Akureyri.  Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir sem lokið hafa KSÍ I, KSÍ II og KSÍ III þjálfaranámskeiðum og skilað fullnægjandi verkefni af KSÍ III. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ III þjálfaranámskeið í Reykjavík - 5.2.2009

Helgina 20.- 22. febrúar mun Knattspyrnusamband Íslands halda 3. stigs þjálfaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ. Dagskrá námskeiðsins verður gefin út síðar en skráning er í fullum gangi. Lesa meira
 
Gervigrasvöllurinn á Ísafirði, Torfnesvöllur

Umsóknir í Mannvirkjasjóð KSÍ - 4.2.2009

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. apríl en sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu. Lesa meira
 
Merki U21 karla

U21 karla í riðli með Þjóðverjum - 4.2.2009

Í dag var dregið í riðla fyrir EM 2011 hjá U21 karla en úrslitakeppnin fer fram í Danmörku árið 2011.  Íslands dróst í riðil með Þýskalandi, Tékklandi, Norður Írum og San Marino. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Englandi

Landsliði U18 karla boðið á mót í Svíþjóð - 4.2.2009

KSÍ hefur þegið boð sænska sambandsins um að taka þátt í 4 þjóða móti fyrir U18 landslið karla í Svíþjóð í júlí.  Auk heimamanna og Íslendinga taka Norðmenn og Walesbúar þátt í mótinu.  Leikdagar eru 14., 16. og 18. júlí. Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

KSÍ óskar eftir lokaverkefnum tengdum knattspyrnu - 3.2.2009

Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir að fá í hendur og birta þær lokaritgerðir sem nemendur á háskólastigi hafa gert á sviði knattspyrnu. Ritgerðirnar yrðu birtar á fræðsluvef KSÍ. Lesa meira
 
Merki U21 karla

Dregið í EM 2011 hjá U21 karla - 3.2.2009

Á morgun, miðvikudaginn 4. febrúar, verður dregið í riðla í EM 2011 hjá U21 karla.  Drátturinn fer fram í "Musikhuset" í Árósum en úrslitakeppnin fer fram í Danmörku 2011.  Ísland er í fjórða styrkleikaflokki en dregið verður í 10 riðla.  Lesa meira
 
Sindri

Unglingadómaranámskeið hjá Sindra Hornafirði - 3.2.2009

Unglingadómaranámskeið hjá Sindra verður haldið í Nýheimum laugardaginn 7. febrúar kl. 11:00.  Um að ræða rúmlega tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Kosningar á ársþingi KSÍ 2009 - 3.2.2009

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing.  Hér fyrir neðan er gerð grein fyrir þeim framboðum sem tilkynnt voru til skrifstofu KSÍ hálfum mánuði fyrir þing.

Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Æfingahópur valinn hjá A landsliði kvenna - 3.2.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið æfingahóp sem mun koma saman nú um helgina til æfinga.  Það eru 26 leikmenn er skipa þennan hóp en hann skipa einungis leikmenn er leika hér á landi. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Hópurinn valinn fyrir leik gegn Liechtenstein - 2.2.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn er mætir Liechtenstein í vináttulandsleik á La Manga.  Leikurinn fer fram miðvikudaginn 11. febrúar og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Fyrri yfirferð leyfisgagna lokið - 2.2.2009

Leyfisstjórn hefur nú lokið fyrri yfirferð leyfisgagna.  Ýmsar athugasemdir hafa verið gerðar við gögnin eins og venja er og hefur félögunum verið gefinn frestur til 20. febrúar til að ganga frá lausum endum. Lesa meira
 
HK

Unglingadómaranámskeið hjá HK í Fagralundi - 2.2.2009

Unglingadómaranámskeið hjá HK verður haldið í Fagralundi miðvikudaginn 4. febrúar  kl. 18:00.  Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög