Fréttir

U17 landslið karla

Æfingar hjá U17 karla færðar fram um helgi - 30.1.2009

Æfingahelgi U17 karlalandsliðsins sem átti að vera 14. og 15. febrúar hefur verið færð fram um eina helgi og verður dagana 7. og 8. febrúar.  U19 karla mun æfa 14. og 15. febrúar eins og áður var ákveðið. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tillögur á ársþingi KSÍ 2009 - 30.1.2009

Ársþing KSÍ, það 63. í röðinni, verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli 14. febrúar næstkomandi.  Hér að neðan má sjá þær tillögur er liggja fyrir þinginu sem og dagskrá þingsins sem sett verður kl. 11:00.Lesa meira
 
UEFA

KSÍ aðili að dómarasáttmála UEFA - 30.1.2009

Á fundi framkvæmdarstjórnar UEFA í gær var samþykkt að KSÍ yrði aðili að dómarasáttmála UEFA. Sjö nýjar þjóðir voru samþykktar á þessum fundi og verður aðild KSÍ staðfest formlega með undirskrift síðar. Lesa meira
 
KR

Knattspyrnuæfingar fyrir fatlaða hjá KR - 30.1.2009

Mánudaginn 2.febrúar nk. munu hefjast knattspyrnuæfingar fyrir fatlaða hjá KR.  Æfingatímar verða eftirfarandi: mánudagar kl. 20:30 fyrir eldri hóp (13 ára og eldri) og laugardagar kl. 15:30 fyrir yngri hóp (12 ára og yngri). 

Lesa meira
 
UEFA

Noregur á toppnum í háttvísimati UEFA - 29.1.2009

Það eru Norðmenn er tróna á toppi háttvísismats Evrópu en allir landsleikir og Evrópuleikir aðildarþjóða UEFA eru hafðir til hliðsjónar.  Ísland er í 12. sæti af Evrópuþjóðunum 53. en þrjár efstu þjóðirnar fá úthlutað aukasæti í Evrópudeild UEFA. Lesa meira
 
Enski dómarinn Mike Riley

Mike Riley dæmir leik Íslands og Færeyja - 29.1.2009

Enski dómarinn Mike Riley mun dæma vináttulandsleik Íslands og Færeyja sem fram fer sunnudaginn 22. mars í Kórnum.  Aðstoðardómarar leiksins sem og fjórði dómari leiksins munu verða íslenskir.

Lesa meira
 
Þjóðverjar hampa sigurlaununum á Opna Norðulandamótinu hjá U16 kvenna 2008

Riðlarnir klárir á Norðurlandamóti U17 kvenna - 28.1.2009

Dregið hefur verið í riðla á Norðurlandamóti U17 kvenna en mótið fer fram í Värmaland í Svíþjóð dagana 29. júní til 4. júlí.  Ísland er í riðli með Þýskalandi, Hollandi og Noregi. Lesa meira
 
KS

Unglingadómaranámskeið hjá KS á Siglufirði - 28.1.2009

Unglingadómaranámskeið hjá KS verður haldið í efra skólahúsinu sunnudaginn 1.febrúar  kl. 10:00.  Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM U19 kvenna í september 2008.  Ísland vann leikinn 2-1

Úrtaksæfingar hjá stelpunum í U17 og U19 - 26.1.2009

Um helgina fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og verður æft í Kórnum og Egilshöllinni.  Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna og Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hafa valið hópa til þessara æfinga. Lesa meira
 
Þátttakendur á KSÍ VI í Lilleshall í janúar 2009

30 þjálfarar luku KSÍ VI þjálfaranámskeiði í Lilleshall - 26.1.2009

Dagana 16. - 23. janúar stóð Knattspyrnusamband Íslands fyrir 6. stigs þjálfaranámskeiði í Lilleshall á Englandi.  30 þjálfarar sátu námskeiðið.  Ferðin þótti heppnast ágætlega en þrír erlendir kennarar héldu fyrirlestur á námskeiðinu. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Kvennalandsliðið leikur gegn Englandi og Danmörku - 26.1.2009

Íslenska kvennalandsliðið leikur tvo vináttulandsleiki í júlí og má segja að þessir leikir verði lokahnykkurinn í undirbúningi fyrir úrslitakeppni EM í Finnlandi.  Leikið verður við England16. júlí og Danmörku 19. júlí.  Báðir leikirnir verða leiknir í Englandi. Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Æfingar hjá U16 karla í Boganum um helgina - 26.1.2009

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið hóp til úrtaksæfinga hjá U16 karla.  Leikmennirnir koma frá félögum á Norðurlandi en æfingarnar fara fram í Boganum. Lesa meira
 
Knattspyrnufélagið Þróttur

Þróttur auglýsir eftir þjálfurum fyrir yngri flokka - 26.1.2009

Þróttur Reykjavík leitar að metnaðarfullum einstaklingum sem eru tilbúnir í að leggja sitt af mörkum til að efla yngri flokkana hjá félaginu og vinna skv. stefnu félagsins. Reynsla af þjálfarastörfum og þjálfaramenntun frá KSÍ skilyrði. Lesa meira
 
Hvöt

Unglingadómaranámskeið hjá Hvöt Blönduósi - 26.1.2009

Unglingadómaranámskeið hjá Hvöt verður haldið í Grunnskóla Blönduóss föstudaginn 30. janúar  kl. 17:00.  Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál. Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Breytingar á Alþjóðlegu lyfjareglunum - 22.1.2009

Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands hefur kynnt nýjar alþjóðlegar lyfjareglur sem tóku gildi um síðastu áramót.  KSÍ hvetur aðildarfélög sín til að halda vöku sinni í þessum málaflokki og minnir á ábyrgð þeirra að kynna þessi mál fyrir leikmönnum sínum.

Lesa meira
 
UEFA

Kvennalandsliðið á uefa.com - 22.1.2009

Á heimasíðu UEFA má finna viðtal við Sigurð Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfara, um árangur íslenska kvennalandsliðsins í ljósi þess að liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í Finnlandi í ágúst. Lesa meira
 
Þór

Unglingadómaranámskeið hjá Þór Akureyri - 21.1.2009

Unglingadómaranámskeið hjá Þór verður haldið í Hamri þriðjudaginn 27. janúar  kl. 17:00.  Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál. Lesa meira
 
Hópurinn sem fór lék á Algarve Cup árið 2008

Leikjaniðurröðun fyrir Algarve tilbúin - 21.1.2009

Leikjaniðurröðun hefur verið birt fyrir Algarve Cup 2009 en þar leikur íslenska kvennalandsliðið í B riðli.  Fyrsti leikur íslenska liðsins verður gegn Noregi, miðvikudaginn 4. mars. Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfara fyrir 2. flokk karla - 20.1.2009

Knattspyrnudeild Fylkis auglýsir eftir þjálfara fyrir 2.flokk karla og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem allra fyrst.  Umsækjendur þurfa að hafa lokið KSÍ B þjálfaragráðu Knattspyrnusambands Íslands. Lesa meira
 
ÍBV

Leyfisgögn Eyjamanna komin í hús - 20.1.2009

Leyfisgögn ÍBV hafa nú skilað sér til leyfisstjórnar með póstinum og sýnir stimpillinn frá póstinum að gögnin hafi verið póstuð innan tímamarka, þ.e. fimmtudaginn 15. janúar.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Englandi

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla framundan - 19.1.2009

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og verður æft í Egilshöll og Kórnum.  Landslliðsþjálfararnir Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson hafa valið úrtakshópa fyrir þessar æfingar. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Jafnréttisviðurkenning KSÍ - 19.1.2009

Á 62. ársþingi KSÍ þann 9. febrúar 2008 síðastliðinn var samþykkt jafnréttisáætlun KSÍ en samkvæmt áætluninni skal veita jafnréttisviðurkenningu KSÍ á næsta ársþingi KSÍ sem fram fer þann 14. febrúar næstkomandi. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn og Sigurður Óli til Englands - 16.1.2009

Kristinn Jakobsson og Sigurður Óli Þorleifsson halda til Englands á morgun þar sem þeim hefur verið boðið að taka þátt í æfingum og fræðsluráðstefnu Úrvaldseildardómara í Englandi.  Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Framhaldsskólamót innanhúss 2009 - 16.1.2009

Menntamálaráðuneytið stendur fyrir íþróttavakningu framhaldskólanna í vetur þar sem keppt verður í nokkrum íþróttagreinum.  KSÍ mun koma að þessari vakningu og mun standa fyrir Framhaldsskólamóti í Futsal. Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Aukinn fjárhagslegur stuðningur við aðildarfélög í meistaraflokki - 16.1.2009

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í gær, 15. janúar, aukinn fjárhagslegan stuðning við aðildarfélög sambandsins.  Áætlað er að verðmæti þessara aðgerða séu tæplega 100 milljónir króna. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Pósturinn kominn með leyfisgögn - 16.1.2009

Leyfisgögn Fjarðabyggðar og ÍA bárust með póstinum til KSÍ í morgun og staðfestir póststimpillinn á báðum sendingum að gögnin hafi verið póstuð fimmtudaginn 15. janúar, innan tímamarka leyfisferlisins.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið á Reyðarfirði - 16.1.2009

Unglingadómaranámskeið verður haldið í Grunnskólanum á Reyðarfirði mánudaginn 19. janúar  kl. 19:15.  Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið hjá Keflavík - 16.1.2009

Unglingadómaranámskeið hjá Keflavík verður haldið í K-húsinu miðvikudaginn 21. janúar  kl. 18:00.  Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Öll 1. deildarfélögin búin að skila - 15.1.2009

Öll félög í 1. deild karla 2009 hafa nú skilað fylgigögnum með umsókn um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2009.  Leyfisstjórn mun nú fara yfir gögnin og gera athugasemdir þar sem við á, og vinna með félögunum að úrbótum. 

Lesa meira
 
Merki Hauka

Leyfisgögn Hauka komin í hús - 15.1.2009

Leyfisgögn Hauka hafa nú skilað sér til leyfisstjórnar og hafa þá öll félög í 1. deild skilað, m.v. að gögn Fjarðabyggðar og ÍA séu komin í póst.  Gögnin sem skilað er nú snúa að öllum þáttum öðrum en fjárhagslegum. Lesa meira
 
Afturelding

Nýliðar Aftureldingar búnir að skila - 15.1.2009

Afturelding, sem undirgengst nú leyfiskerfið í fyrsta sinn, hefur skilað fylgigögnum með umsókn félagsins um þátttökuleyfi í 1. deild karla 2009.  Þar með hafa öll félögin í 1. deild skilað nema Haukar, en von er á gögnum þeirra síðar í dag.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeildarfélögin í góðum málum með skil - 15.1.2009

Landsbankadeildarfélögin 2009 eru í góðum málum með skil á leyfisgögnum, öðrum en fjárhagslegum.  Skiladagur gagnanna var í dag, fimmtudaginn 15. janúar.  Gögn frá 11 félögum eru þegar komin í hús.

Lesa meira
 
Grindavík

Grindvíkingar klárir í bátana - 15.1.2009

"Þeir fiska sem róa" segir einhvers staðar og Grindvíkingar eru klárir í bátana að venju.  Þeir hafa nú skilað leyfisgögnum sínum, fylgigögnum með umsókn um þátttökuleyfi í Landsbankadeildinni 2009. 

Lesa meira
 
Fram

Framarar búnir að skila - 15.1.2009

Leyfisgögn Framara hafa nú borist leyfisstjórn og á þá aðeins eitt félag í Landsbankadeild eftir að skila gögnum, m.v. að gögn Eyjamanna hafi farið í póst í dag, en það eru Grindvíkingar.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Gögn Reykjavíkur-Víkinga komin í hús - 15.1.2009

Víkingur í Reykjavík hefur nú skilað fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í 1. deild karla 2009.  Þar með eiga aðeins Haukar og Afturelding eftir að skila í 1. deild, m.v. að gögn ÍA og Fjarðabyggðar hafi farið í póst í dag.

Lesa meira
 
Fjarðabyggð

Gögnin frá Fjarðabyggð farin í póst í dag - 15.1.2009

Leyfisgögn Fjarðabyggðar eru farin í póst og ættu því að berast á föstudag eða mánudag.   Svo framarlega sem stimpillinn á póstsendingunni sýnir sendingardaginn í dag, 15. janúar, þá teljast gögnin hafa borist innan tímamarka.

Lesa meira
 
ÍA

Skagamenn hafa póstað sín gögn - 15.1.2009

Samkvæmt upplýsingum leyfisstjórnar hafa Skagamenn póstað sín leyfisgögn og ættu þau því að berast leyfisstjórn á föstudag eða mánudag.  Gögnin sem félögin eru að skila núna snúa að öllum öðrum þáttum en fjárhagslegum.

Lesa meira
 
ÍBV

Gögn Eyjamanna farin í póst - 15.1.2009

ÍBV hefur sett leyfisgögn sín í póst og ættu þau því að berast leyfisstjórn á föstudag eða mánudag.  Svo framarlega sem stimpill pósthússins í Eyjum sýnir sendingardaginn í dag, þá teljast Eyjamenn hafa skilað gögnunum innan tímamarka.

Lesa meira
 
Þróttur R.

Þróttarar níundu í röðinni - 15.1.2009

Reykjavíkur-Þróttarar eru níunda Landsbankadeildarfélagið til að skila fylgigögnum með umsókn um þátttökuleyfi í Landsbankadeildinni 2009.  Félögin tínast nú inn hvert af öðru eftir því sem líður á daginn.

Lesa meira
 
Breiðablik

Tveir þriðju hlutar Landsbankadeildarfélaga komnir - 15.1.2009

Breiðablik hefur nú skilað sínum leyfisgögnum og hafa þá tveir þriðju hlutar Landsbankadeildarfélaga skilað, eða átta af tólf félögum.  Þau félög sem eiga eftir að skila eru Fram, Grindavík, ÍBV og Þróttur.

Lesa meira
 
Fjölnir

Fjölnir hefur skilað sínum gögnum - 15.1.2009

Fjölnir hefur skilað leyfisgögnum sínum, fylgigögnum með leyfisumsókn fyrir keppnistímabilið 2009, og hafa þá sjö Landsbankadeildarfélög skilað. 

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmótið hefst í kvöld - 15.1.2009

Reykjavíkurmótið hefur göngu sína í kvöld en þá fara fram tveir leikir í kvennaflokki og fara þeir báðir fram í Egislhöll.  Kl. 19:00 eigast við Fylkir og Þróttur og kl. 21:00 leika Valur og HK/Víkingur. Lesa meira
 
Leiknir R.

Leiknismenn hafa skilað - 15.1.2009

Leiknir í Reykjavík hefur skilað fylgigögnum með umsókn um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2009, og þar með hafa bæði Breiðholtsliðin skilað sínum gögnum. Leiknir er sjöunda félagið í 1. deild til að skila gögnum.

Lesa meira
 
Njarðvík

Njarðvíkingar skila leyfisgögnum - 15.1.2009

Njarðvíkingar, sem leika í 2. deild í ár, hafa skilað inn leyfisgögnum.  Njarðvík féll úr 1. deild síðasta haust eins og kunnugt er, en forsvarsmenn félagsins óskuðu engu að síður eftir því að fá að undirgangast leyfisferlið fyrir árið 2009.

Lesa meira
 
ÍR

ÍR-ingar hafa skilað gögnum - 15.1.2009

ÍR-ingar hafa nú skilað fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir keppnistímabilið 2009 og hefur þá helmingur allra félaga sem undirgangast leyfiskerfið skilað sínum gögnum - sex úr Landsbankadeild og sex úr 1. deild.

Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Ellefu félög af 24 búin að skila - 15.1.2009

Þegar þetta er ritað, að morgni 15. janúar, skiladags leyfisgagna, hafa 11 félög af þeim 24 sem undirgangast leyfiskerfið skilað gögnum sínum.  Aldrei áður hafa svo mörg félög verið búin að skila áður en 15. janúar rennur upp.

Lesa meira
 
SPORTFIVE

Samningur KSÍ og Sportfive undirritaður - 14.1.2009

Knattspyrnusamband Íslands og Sportfive hafa undirritað samning sem felur í sér að Sportfive hefur einkarétt á sölu á útsendingarrétti og markaðsrétti frá íslenskri knattspyrnu fyrir árin 2012 til og með 2015. Lesa meira
 
Frá kynningarfundi FIFA á TMS fyrir félögin í Landsbankadeild karla

FIFA kynnir TMS fyrir félögum í Landsbankadeild karla - 14.1.2009

Í dag fór fram kynningarfundur fyrir fulltrúa frá félögum í Landsbankadeild karla á TMS félagaskiptakerfinu.  Kerfinu er ætlað að halda utan um félagaskipti atvinnuleikmanna á milli landa og munu félögin sjálf koma meira að ferlinu en áður. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Breytt dagsetning á KSÍ III þjálfaranámskeiði - 14.1.2009

KSÍ III þjálfaranámskeið sem halda átti helgina 6.-8. febrúar hefur verið fært aftur um tvær vikur og verður haldið helgina 20.-22. febrúar.  Vegna þessa mun UEFA B próf sem átti að leggja fyrir laugardaginn 28. febrúar færast aftur til laugardagsins 14. mars. 

Lesa meira
 
Fylkir

Fylkismenn segja sex - 14.1.2009

Fylkismenn hafa nú skilað fylgigögnum með leyfisumsókn og hafa þá sex af tólf félögum í Landsbankadeild skilað.  Gögnin sem skilað er nú taka m.a. til þátta eins og menntunar þjálfara og uppeldisstefnu ungra leikmanna.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikjaniðurröðun Deildarbikars 2009 staðfest - 14.1.2009

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2009. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar frá þeim drögum sem gefin voru út 22. desember. Mikilvægt er að félög taki öll eldri drög úr umferð til að forðast misskilning.Lesa meira
 
umf_selfoss_logo

Gögn Selfyssinga komin í hús - 14.1.2009

Leyfisgögn Selfyssinga eru nú komin til leyfisstjórnar og hafa þá fimm félög skilað í hvorri deild um sig, en eins og kunnugt er undirgangast öll félög í Landsbankadeild og 1. deild leyfiskerfið, alls 24 félög.

Lesa meira
 
HK

HK hefur skilað leyfisgögnum - 14.1.2009

HK hefur nú skilað sínum leyfisgögnum, en um er að ræða fylgigögn með leyfisumsókn er varða aðra þætti en fjárhagslega.  Þau gögn sem skilað er nú varða m.a. uppeldi ungra leikmanna og mannvirkjaþætti.

Lesa meira
 
KR

Bikarmeistarar KR búnir að skila - 14.1.2009

VISA-bikarmeistarar KR-inga hafa nú skilað fylgigögnum með leyfisumsókn, öðrum en fjárhagslegum, og eru þeir því fimmta Landsbankadeildarfélagið til að skila.  Fjárhagslegum gögnum á síðan að skila eigi síðar en 20. febrúar.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland upp um þrjú sæti á styrkleikalista FIFA - 14.1.2009

Á nýjum styrkleikalista FIFA fyrir karlalandslið er birtur var í dag er íslenska landsliðið í 80. sæti og hefur farið upp um 3 sæti síðan listinn var síðast birtur.  Sem fyrr eru Spánverjar í efsta sæti listans en lítil hreyfing var á efst sætum listans að þessu sinni. Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Skiladagur leyfisgagna er á fimmtudag - 14.1.2009

Fimmtudagurinn 15. janúar er stór skiladagur gagna í leyfiskerfinu, en þá skila leyfisumsækjendur þeim fylgigögnum með leyfisumsókn sem snúa að öðrum þáttum en fjárhagslegum.  Leyfiskerfið nær til félaga í efstu tveimur deildum karla. 

Lesa meira
 
Víkingur Ólafsvík

Víkingar í Ólafsvík búnir að skila gögnum - 14.1.2009

Víkingar í Ólafsvík hafa nú skilað fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir keppnistímabilið 2009 og eru þeir þriðja félagið í 1. deild til að skila gögnum.  Áður höfðu Akureyrarliðin tvö skilað sínum gögnum.

Lesa meira
 
Þór

Þórsarar búnir að skila - 14.1.2009

Þórsarar hafa skilað sínum leyfisgögnum fyrir keppnistímabilið 2009 og hafa þá bæði Akureyrarliðin í 1. deild skilað.  Þórsarar póstuðu sín gögn mánudaginn 12. janúar og telst það því skiladagur þeirra.

Lesa meira
 
FH

Íslandsmeistararnir búnir að skila - 13.1.2009

Íslandsmeistarar FH urðu í dag fimmta félagið til að skila leyfisgögnum vegna leyfisumsóknar fyrir keppnistímabilið 2009.  Um er að ræða fylgigögn með leyfisumsókn og snúa þau að öllum þáttum öðrum en fjárhagslegum.

Lesa meira
 
KR

Knattspyrnuæfingar fyrir fatlaða hjá KR - 13.1.2009

Á næstunni verður hleypt af stokkunum knattspyrnuæfingum fyrir fatlaða hjá KR og munu þeir kynna verkefnið á næstunni og æfingar hefjast í kjölfarið.  Markmiðið er að gefa fötluðum börnum og unglinum tækifæri að vera virkir þátttakendur hjá almennu knattspyrnufélagi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Kosningar í stjórn á 63. ársþingi KSÍ - 13.1.2009

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing.  Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests. Lesa meira
 
John Peacock, fyrrum yfirmaður knattspyrnuakademíu Derby County, mun kenna á KSÍ VI í Lilleshall

Dagskrá KSÍ VI námskeiðsins tilbúin - 12.1.2009

Föstudaginn 16. janúar heldur Knattspyrnusamband Íslands KSÍ VI þjálfaranámskeið á Lilleshall á Englandi. Þetta verður í þriðja sinn sem KSÍ heldur slíkt námskeið á Englandi en fyrst var það haldið árið 2004. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Æfingahópar hjá U17 og U19 kvenna á ferðinni - 12.1.2009

Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið æfingahópa fyrir úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna sem fram fara um komandi helgi. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Þjálfararáðstefna í Englandi - 12.1.2009

Fullgildir meðlimir í KÞÍ eiga þess kost að slást í för með norska þjálfarafélaginu til Englands á þjálfararáðstefnu og fylgjast með  þjálfun og leikjum. Ferðin verður farin 23. febrúar og formlegri dagskrá lýkur 27. februar 2009. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

HK/Víkingur og Hvöt Íslandsmeistarar í Futsal - 11.1.2009

Íslandsmóti meistaraflokka karla og kvenna í Futsal lauk í dag í Austurbergi þegar leikið var til úrslita.  Í kvennaflokki báru HK/Víkingur sigurorð af Sindra í úrslitaleik en í karlaflokki voru það Hvatarmenn er lögðu Víði í úrslitum. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Íslandsmeistarar krýndir í Futsal á sunnudag - 10.1.2009

Í dag var leikið í undanúrslitum í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu - Futsal.  Leikið var í Austurbergi og það verða Sindri og HK/Víkingur sem leika til úrslita í kvennaflokki og Víðir og Hvöt í karlaflokki. Lesa meira
 
Frá Kórnum, knattspyrnuhúsinu í Kópavogi

Vináttulandsleikur við Færeyinga 22. mars - 9.1.2009

Knattspyrnusambandi Íslands og Knattspyrnusamband Færeyja hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Kórnum, sunnudaginn 22. mars. Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Landsliðsæfing hjá U17 kvenna í Boganum - 9.1.2009

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið leikmenn á landsliðsæfingu sem fram fer í Boganum miðvikudaginn 14. janúar næstkomandi.  Í hópinn eru valdir leikmenn frá félögum á Norðurlandi. Lesa meira
 
Merki enska knattspyrnusambandsins

Mælt með umsóknum Willums og Þorvaldar á UEFA Pro Licence - 9.1.2009

Fjórir íslenskir þjálfarar sendu inn umsókn á UEFA Pro Licence námskeið á Englandi.  Ákvað fræðslunefnd KSÍ að mæla með umsóknum Willums Þórs Þórsssonar og Þorvaldar Örlygssonar. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Úrslitakeppni meistaraflokka í Futsal um helgina - 9.1.2009

Um helgina verður leikið til úrslita í Íslandsmótinu í Futsal og verður leikið í íþróttahúsinu í Austurbergi.  Leikið verður um Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki karla og kvenna. Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

KSÍ VI þjálfaranámskeið á Englandi - 8.1.2009

Föstudaginn 16. janúar heldur Knattspyrnusamband Íslands KSÍ VI þjálfaranámskeið á Lilleshall á Englandi. Þetta verður í þriðja sinn sem KSÍ heldur slíkt námskeið á Englandi en fyrst var það haldið árið 2004. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Leikurinn við Holland færður um tvo daga - 7.1.2009

Íslenska kvennalandsliðið leikur vináttulandsleik við Holland í Kórnum 25. apríl næstkomandi.  Leikurinn átti upphaflega að fara fram 23. apríl en hefur verið færður aftur um tvo daga að ósk Hollendinga. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar hjá U16 og U17 karla á nýju ári - 6.1.2009

Landsliðsþjálfararnir Freyr Sverrisson og Gunnar Guðmundsson hafa valið æfingahópa til æfinga hjá U16 og U17 karla.  Æfingar fara fram í Kórnum og Egilshöll um næstu helgi. Lesa meira
 
Stjarnan

Stjarnan hefur skilað leyfisgögnum - 6.1.2009

Stjarnan í Garðabæ kom við hjá leyfisstjórn í dag og varð fjórða félagið til að skila leyfisgögnum fyir keppnistímabilið 2009.  Þau gögn sem skilað er nú snúa að öllum öðrum þáttum en fjárhagslegum.

Lesa meira
 
Frá æfingu fatlaðra með landsliðskonunum Katrínu Jónsdóttur og Gretu Mjöll Samúelsdóttur

Knattspyrnuæfingar fatlaðra á Akranesi - 6.1.2009

Næstkomandi laugardag hefjast knattspyrnuæfingar fyrir fatlaðra á Akranesi og fara þær fram í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum.  Þessar æfingar eru samstarfsverkefni á milli Knattspyrnusambands Íslands, ÍA og Þjóts. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006.  Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Þátttaka í knattspyrnumótum 2009 - 5.1.2009

Félög eru minnt á að skila inn þátttökutilkynningum í knattspyrnumót 2009 í síðasta lagi 20. janúar næstkomandi.  Mikilvægt er að félög virði þessa dagsetningu svo að vinna við niðurröðun geti hafist sem fyrst. Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Soccerademótið hefst 9. janúar - 5.1.2009

Næstkomandi föstudag, 9. janúar, hefst Norðurlandsmótið í knattspyrnu og ber það nafnið Soccerademótið.  Mótið, sem áður hét Powerademótið, er árlegt undirbúningsmót félaga á Norðurlandi. Lesa meira
 
Merki FIFA

Námskeið á vegum FIFA fyrir félög í Landsbankadeild karla - 5.1.2009

Dagana 14. og 15. janúar næstkomandi munu fulltrúar FIFA halda námskeið um TMS kerfi FIFA fyrir félögin í Landsbankadeild karla 2009.   Félögum í Landabankadeild karla ber að nota kerfið strax á þessu ári. Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Vegna samningsskyldu leikmanna í Landsbankadeild karla - 5.1.2009

Vert er að minna á ákvæði um samningsskyldu leikmanna í Landsbankadeild karla eins og fram kemur í grein 23.4 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.  Ákvæði þetta varð virkt þann 1. janúar 2009. Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Ferðasjóður íþróttafélaga - Umsóknarfrestur til 12. janúar - 5.1.2009

Brátt rennur út umsóknarfrestur í Ferðasjóð íþróttafélaga og rétt að minna íþrótta- og ungmennafélög innan ÍSÍ á að sækja um styrk til sjóðsins. Öll félög innan ÍSÍ eiga rétt á að sækja um styrk. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tillögur fyrir ársþing KSÍ þurfa að berast í síðasta lagi 14. janúar - 5.1.2009

63. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið í húsakynnum KSÍ laugardaginn 14. febrúar 2009. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi efnisatriði tengd þinghaldinu: Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög