Fréttir

Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár - Áramótakveðjur frá KSÍ - 30.12.2009

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum sínar bestu áramótakveðjur, óskar landsmönnum gleðilegs nýs knattspyrnuárs og þakkar fyrir allt gott á liðnu ári.  Skrifstofa KSÍ opnar aftur á nýju ári, mánudaginn 4. janúar.

Lesa meira
 
Frá æfingu kvennalandsliðsins í Colchester fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi

Sigurður Ragnar velur fyrsta æfingahópinn fyrir nýtt ár - 29.12.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið æfingahóp fyrir fyrstu æfingahelgina á nýju ári en æft verður 9. - 10. janúar.  Fjórar æfingahelgar eru fyrirhugaðar fyrir fyrsta verkefni kvennalandsliðsins sem er hið sterka Algarve Cup.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Ísrael U17 kvenna

Fyrstu æfingar á nýju ári hjá U17 og U19 kvenna - 29.12.2009

Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa tilkynnt úrtakshópa sína fyrir fyrstu landsliðsæfingarnar á nýjur ári.  Æfingarnar fara fram dagana 9. - 10 janúar og verður æft í Kórnum og Egilshöllinni.

Lesa meira
 
Elísabet Gunnarsdóttir

Elísabet Gunnarsdóttir með fyrirlestur 3. janúar - 29.12.2009

Sunnudaginn 3. janúar kl 16:00 verður Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari sænska efstudeildarliðsins Kristianstad DFF með opinn fyrirlestur um reynslu sína í Svíþjóð í fræðslusetri KSÍ í Laugardal

Lesa meira
 
Sportmyndir.net

Þátttökutilkynningar í knattspyrnumót 2010 - 29.12.2009

Í dag voru póstlagðar þátttökutilkynningar til aðildarfélaga KSÍ og munu þær því berast til félaganna á næstu dögum.  Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað fyrir 20. janúar næstkomandi Lesa meira
 
ÍBV

Þetta er jú bara fótbolti ... - 29.12.2009

Leyfisgögn ÍBV, önnur en fjárhagsleg, hafa nú borist leyfisstjórn og þar með hefur þriðjungur leyfisumsækjenda, eða 8 félög alls, skilað gögnum.  Póststimpillinn á sendingu ÍBV sýnir sendingardag 22. desember, þannig að sá dagur er reiknaður sem skiladagur.

Lesa meira
 
FH

Það er komin samstaða, Hafnarfjarðarmafía ... - 28.12.2009

FH-ingar eru sjöunda félagið sem skilar fylgigögnum með umsókn um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2010.  FH-ingar eru fimmta félagið í Pepsi-deildinni til að skila.  Gögn FH bárust 23. desember, á Þorláksmessu.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Siðareglur KSÍ sem taka gildi 1. janúar næstkomandi - 28.12.2009

Á stjórnarfundi KSÍ þann 18. desember síðastliðinn voru samþykktar siðareglur KSÍ og taka þær gildi þann 1. janúar næstkomandi.  Hér að neðan má sjá þessar siðareglur. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tillögur fyrir ársþing KSÍ þurfa að berast í síðasta lagi 13. janúar - 28.12.2009

64. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið í húsakynnum KSÍ laugardaginn 13. febrúar 2010. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi efnisatriði tengd þinghaldinu: Lesa meira
 
Reynir Sandgerði

Reynismenn undirgangast leyfiskerfið fyrir 2010 - 23.12.2009

Reynir Sandgerði hefur óskað eftir því að félagið undirgangist leyfiskerfi KSÍ fyrir keppnistímabilið 2010.  Þetta þýðir að Reynir, sem leikur í 2. deild 2010, mun senda inn leyfisgögn með sama hætti og félögin í Pepsi-deild og 1. deild. 

Lesa meira
 
Jólakveðja frá KSÍ

Gleðileg jól! - Hátíðarkveðjur frá KSÍ - 23.12.2009

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum kærar jólakveðjur með von um að allir eigi góða daga yfir hátíðirnar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Reglugerðarbreytingar samþykktar af stjórn KSÍ - 22.12.2009

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 18. desember nokkrar breytingar á reglugerðum KSÍ.   Samþykktar breytingar eru hér meðfylgjandi ásamt stuttum greinargerðum og eru aðildarfélög hvött til að kynna sér þær.

Lesa meira
 
Fylkir

Það er létt yfir lautarferð hjá Fylki - 22.12.2009

Fylkismenn hafa skilað fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla 2010.  Þar með hafa sex félög skilað gögnum, fjögur í Pepsi-deild og tvö í 1. deild.  Þar til í ár hafði það aldrei gerst að leyfisumsókn bærist fyrir jól.

 

Lesa meira
 
Sænski þjálfarinn Lars Lagerback

Þjálfaranámskeið KSÍ í janúar - 21.12.2009

Knattspyrnusamband Íslands mun halda tvö KSÍ III þjálfaranámskeið í janúar. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 8.-10. janúar og hins vegar námskeið sem haldið verður helgina 15.-17. janúar.

Námskeiðin fara bæði fram á höfuðborgarsvæðinu

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Siðareglur KSÍ - 20.12.2009

Á stjórnarfundi 18. desember 2009 voru samþykktar Siðareglur KSÍ og taka þær gildi 1. janúar 2010.  Siðareglurnar má sjá hér að neðan.

Lesa meira
 
Hermann Hreiðarsson

Hermann leikjahæsti Norðurlandabúinn í ensku úrvalsdeildinni - 17.12.2009

Landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson var í eldlínunni í gærkvöldi þegar hann lék með liði sínu Portsmouth gegn Chelsea í ensku úrvaldsdeildinni.  Leikurinn var 319. leikur Hermanns í þeirri deild og er hann því orðinn leikjahæsti Norðurlandabúinn í ensku úrvalsdeildinni.  Fór hann þar með upp fyrir hinn finnska Sami Hyypia.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Drög að niðurröðun Lengjubikarsins 2010 - 17.12.2009

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2010 en leikið er í þremur deildum í karla- og kvennaflokki.  Hægt er að nálgast niðurröðunina hér á vefnum og eru félög beðin um að skila inn athugasemdum við leikdaga í síðasta lagi sunnudaginn 3. janúar 2010.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland stendur í stað á síðasta styrkleikalista ársins - 16.12.2009

Nýr styrkleikalisti FIFA var birtur í dag og er þetta síðasti styrkleikalisti ársins.  Íslenska karlalandsliðið stendur í stað frá síðasta lista og er í 92. sæti.  Litlar hreyfingar eru á þessum síðasta lista ársins en Spánverjar eru áfram á toppsæti listans.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

U19 kvenna leikur í riðli með Spáni, Tékklandi og Rússlandi - 16.12.2009

Stelpurnar í U19 munu mæta Spáni, Rússlandi og Tékklandi í milliriðli fyrir EM 2009/2010 en dregið var í Sviss í morgun.  Riðillinn verður leikinn í Rússlandi. Milliriðlarnir sex verða leiknir dagana 27. mars - 1. apríl og kemst sigurvegari hvers riðils áfram í úrslitakeppnina sem fer fram í Makedóníu, 24. maí - 5. júní. 

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

U19 kvenna leika einnig í Búlgaríu í undankeppni EM - 15.12.2009

Í dag var einnig dregið í undankeppni fyrir EM 2010/2011 hjá U19 kvenna.  Stelpurnar í U19 munu leika í Búlgaríu, rétt eins og stöllur þeirra í U17.  Mótherjarnir verða, ásamt heimastúlkum, Úkraína og Ísrael og verður leikið dagana 11. - 16. september. Lesa meira
 
Merki EM U17 karla

U17 kvenna leikur í Búlgaríu í undankeppni EM - 15.12.2009

Í dag var dregið í riðla í undankeppni EM 2010/2011 hjá U17 kvenna en dregið er í höfuðstöðvum UEFA.  Ísland leikur í riðli með Búlgaríu, Ítalíu og Litháen og verður riðillinn leikinn í Búlgaríu dagana 16. - 21. september.

Lesa meira
 
Keflavík

Upp á Tindinn, Keflavík! - 15.12.2009

Keflavíkingar skiluðu í dag fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í Pepsi-deild akrla 2010.  Gögnin sem skilað er nú snúa að öllum þáttum leyfiskerfisins öðrum en fjárhagslegum.  Þar með hafa þrjú Pepsi-deildarfélög skilað.

Lesa meira
 
UEFA

Fjármagn frá UEFA til íslenskra félagsliða 2009 - 15.12.2009

Líkt og áður rann hluti af þeim tekjum sem UEFA hefur af Meistaradeildinni til félaga í aðildarlöndum sambandsins.  Greiðslur UEFA fara annars vegar til þeirra félaga er taka þátt í Meistarakeppni UEFA og Evrópudeildinni og hins vegar til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga í þeim deildum sem hafa innleitt leyfiskerfi .

Lesa meira
 
Gæðastimpill SGS

Gæðavottun SGS staðfest án athugasemda - 15.12.2009

Í lok september fór fram víðtækt gæðamat á skipulagi leyfiskerfis KSÍ og því starfi sem unnið er við rekstur þess.  Matið er framkvæmt árlega af fulltrúum SGS, sem er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki.  Annað árið í röð var gæðavottun staðfest án athugasemda. 

Lesa meira
 
Þátttakendur á KSÍ VI í Lilleshall í janúar 2009

Umsóknir á UEFA Pro þjálfaranámskeið í Englandi - 14.12.2009

Líkt og í fyrra býðst þjálfurum hér á landi að senda inn umsókn á UEFA Pro þjálfaranámskeið í Englandi. Pro þjálfaragráðan er viðurkennd í öllum löndum Evrópu, er æðsta stig þjálfaramenntunar sem UEFA samþykkir og veitir réttindi til að þjálfa öll lið í öllum deildum í Evrópu. Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Eiður Smári og Þóra knattspyrnufólk ársins 2009 - 14.12.2009

Leikmannaval KSÍ hefur valið Eið Smára Guðjohnsen og Þóru B. Helgadóttur knattspyrnufólk ársins 2009.  Þetta er í sjötta skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ.  Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum. 

Lesa meira
 
Merki FIFA

Íslenskir FIFA dómarar 2010 - 14.12.2009

FIFA hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2010.  Einnig hefur FIFA staðfest tilnefningu á fyrsta íslenska alþjóðlega Futsal dómaranum.  Íslenskir FIFA dómarar fyrir árið 2010 eru eftirfarandi:

Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Deildarbikarkeppni KSÍ 2010 - Riðlaskipting - 13.12.2009

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út riðlaskiptingu og fyrirkomulag Deildarbikarkeppni KSÍ árið 2010.  Leikið er í þremur deildum, jafnt í körlum og konum.  Riðlaskptinguna má sjá hér að neðan sem og mótfyrirkomulagið.

Lesa meira
 
Frá kynningu Bikardrauma - Skapti Hallgrímsson, Katrín Jónsdóttir, Kári Ársælsson, Gunnar Guðmannsson og Geir Þorsteinsson

Bikardraumar - Fyrsta eintakið afhent - 13.12.2009

Í gær var haldin kynning á bókinni Bikardraumar en það er saga bikarkeppni KSÍ en fimmtugasta keppnin fór fram á þessu ári. Það var Gunnar Guðmannsson sem veitti viðtöku fyrsta eintakinu úr hendi höfundar, Skapta Hallgrímssyni. Gunnar var fyrirliði KR sem vann fyrsta bikarmeistaratitilinn árið 1960.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Dregið í riðla hjá U17 og U19 kvenna í næstu viku - 11.12.2009

Næstkomandi þriðjudag verður dregið í undankeppni U17 og U19 kvenna fyrir EM 2010/2011 og verður dregið í höfuðstöðvum UEFA.  Á miðvikudaginn verður svo dregið í milliriðla fyrir keppnir 2009/2010 þessara aldurflokka en Ísland er í pottinum hjá U19 kvenna. Lesa meira
 
Forsíða Bikardrauma, saga bikarkeppni KSÍ í 50 ár

Bikardraumar – Kynning á bókinni um bikarkeppni KSÍ í 50 ár - 10.12.2009

Í ár var leikið í bikarkeppni karla í 50. skiptið og af því tilefni hefur Skapti Hallgrímsson ritað sögu bikarkeppninnar.  Í þessari veglegu 368 síðna bók er fjallað um bikarkeppni karla og kvenna frá upphafi.  Í tilefni af því að bókin er komin út verður efnt til kynningu á bókinni á morgun, föstudaginn 11. desember, í höfuðstöðvum KSÍ kl. 15:00.

Lesa meira
 
Plakat heimildarmyndarinnar Stelpurnar OKKAR

Stelpurnar okkar komin út á DVD - 10.12.2009

Heimildarmyndin Stelpurnar okkar er nýkomin út á DVD.  Stelpurnar okkar fjallar um baráttu íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta um að komast á Evrópumeistaramót, fyrst allra íslenskra landsliða. Í myndinni kynnumst við litríkum stelpum, draumum þeirra og metnaði. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 karla - Úrtaksæfingar um helgina - 9.12.2009

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið úrtakshóp til æfinga um komandi helgi.  Freyr velur að þessu sinni 36 leikmenn af suðvesturhorninu og verður æft tvisvar sinnum um helgina í Kórnum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

64. ársþing KSÍ - Laugardaginn 13. febrúar 2010 - 8.12.2009

64. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið í húsakynnum KSÍ laugardaginn 13. febrúar 2010. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi efnisatriði tengd þinghaldinu:

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ II þjálfaranámskeið í Vestmannaeyjum helgina 18. - 20. desember. - 8.12.2009

Helgina 18. - 20. desember mun Knattspyrnusamband Íslands halda KSÍ II þjálfaranámskeið í Vestmannaeyjum. Dagskrá námskeiðsins er hér að neðan.  Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir sem lokið hafa KSÍ I þjálfaranámskeiði Lesa meira
 
EM U19 landsliða karla

U19 karla til Wales í undankeppni EM 2010/2011 - 7.12.2009

Í dag var einnig dregið í undankeppni fyrir EM 2010/2011 hjá U19 karla en einnig var dregið í sömu keppni hjá U17 karla og er greint frá þeim drætti annars staðar hér á síðunni.  Strákarnir í U19 munu leika í riðli með Kazakstan, Tyrklandi og Wales og verður riðillinn leikinn í Wales, dagana 20. - 25. október.

Lesa meira
 
Merki EM U17 karla

U17 karla leikur hér á landi í undankeppni EM - 7.12.2009

Í dag var dregið í riðla fyrir undankeppni EM 2010/2011 hjá U17 karla en dregið var í höfuðstöðvum UEFA.  Ísland er í riðli með Tyrkjum, Tékkum og Armenum og verður riðillinn leikinn hér á landi dagana 22. - 27. september.

Lesa meira
 
Einar Már Guðmundsson

Sigur í tapleik - Heimildarmynd um fótboltalið SÁÁ - 7.12.2009

Út er komin á DVD heimildarmynd Einars Más Guðmundssonar, "Sigur í tapleik".  Myndin fjallar um fótboltalið SÁÁ og baráttu liðsmanna þeirra innan vallar og ekki síst utan vallar.  Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson sekkur sér í líf þessara persóna sem deila með áhorfendum sínum sætustu sigrum og verstu ósigrum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 kvenna - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 7.12.2009

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar í aldursflokki U16 kvenna.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og verður æft tvisvar sinnum um komandi helgi.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í undankeppni EM 2010/2011 hjá U17 og U19 karla - 7.12.2009

Í dag verður dregið í undankeppni EM 2011 hjá aldursflokkum U17 og U19 í karlaflokki og verður dregið í Nyon í Sviss.  Drátturinn hjá U17 hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma en kl. 16:30 hjá U19 karla.

Lesa meira
 
Merki FIFA

11+ Upphitunaræfingar - Hluti 1: Hlaupaæfingar - 4.12.2009

Upphitun fyrir æfingar og leiki er sjálfsagður hluti hjá öllum alvöru knattspyrnumönnum. Góð upphitun bætir ekki aðeins frammistöðu þína heldur minnkar einnig líkur á meiðslum. „The 11+“ veitir alhliða upphitun sem sniðin er að þörfum fótboltamanna og auðvelt er að færa þessar æfingar inn í daglegar æfingar.

Lesa meira
 
KR

KR-ingar bera höfuð hátt - 4.12.2009

KR-ingar hafa skilað fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir keppnistímabilið 2010 og eru þar með fjórða félagið til að gera það.  Áður höfðu ÍR og KA úr 1. deild og Valur úr Pepsi-deild skilað sínum gögnum.  Félögin eru tímanlega í því. Lesa meira
 
Merki FIFA

The 11+ alhliða upphitun til forvarna gegn meiðslum - 3.12.2009

Upphitun fyrir æfingar og leiki er sjálfsagður hluti hjá öllum alvöru knattspyrnumönnum. Góð upphitun bætir ekki aðeins frammistöðu þína heldur minnkar einnig líkur á meiðslum. „11+“ æfingar FIFA eru nýjar upphitunaræfingar frá Rannsóknarmiðstöð FIFA á sviði íþróttalæknisfræði.

Lesa meira
 
Fram-Fylkir_Futsal_des2006_2

FH - Fram frá 2003 í Bestu Leikirnir í kvöld - 3.12.2009

Eins og síðastliðin fimmtudagskvöld mun Stöð 2 Sport sýna frá leik undir heitinu "Bestu leikirnir".  Í kvöld verður leikur frá keppnistímabilinu 2003 á dagskrá en það er leikur FH og Fram.  Þátturinn er á dagskrá kl. 22:00 í kvöld. Lesa meira
 
Atli Guðnason, Guðmundur Benediktsson, Tómas Þóroddsson og Gunnar Örn Jónsson með viðurkenningar. Mynd: Hafliði Breiðfjörð - www.fotbolti.net

Viðurkenningar veittar á kynningarfundi um Íslenska knattspyrnu 2009 - 3.12.2009

Í gær var haldinn kynningarfundur í höfuðstöðvum KSÍ í tilefni af því að Íslensk knattspyrna 2009 eru komin út.  Þetta er 29. bókin í þessari frábæru ritröð um knattspyrnu og veitti formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, fyrsta eintakinu viðtöku.

Lesa meira
 
Merki HM 2010 í Suður Afríku

Dregið í riðla í úrslitakeppni HM 2010 - 3.12.2009

Föstudaginn 4. desember, verður dregið í riðla í úrslitakeppni HM 2010 í Suður Afríku.  Ríkissjónvarpið sýnir beint frá drættinum og hefst útsendingin kl. 17:00.  Það ríkir jafnan mikil spenna fyrir þessa athöfn en Heimsmeistarakeppnin í Suður Afríku hefst svo með pompi og prakt, föstudaginn 11. júní.

Lesa meira
 
Íslensk knattspyrna 2009

Íslensk knattspyrna 2009 komin út - 2.12.2009

Íslensk knattspyrna 2009 eftir Víði Sigurðsson íþróttafréttamann er 29. bókin í samnefndum bókaflokki sem hóf göngu sína árið 1981.  Bókin er 240 blaðsíður, þar af 80 í lit, og í henni er fjallað um allt sem viðkemur fótboltanum á Íslandi á árinu 2009.  Bókaútgáfan Tindur gefur bókina út. Lesa meira
 
Ágúst Ingi Jónsson

Knattspyrnusagan skráð - 2.12.2009

Knattspyrnusamband Íslands  kemur að skráningu knattspyrnusögunnar á Íslandi með margvíslegum hætti og á næstu vikum munu koma út tvær bækur sem vert er að vekja athygli á  fyrir knattspyrnuáhugamenn og aðra þá sem áhuga hafa á knattspyrnusögunni.

Lesa meira
 
Merki FIFA

Alþjóðleg félagaskipti í gegnum félagaskiptakerfi FIFA - 1.12.2009

Nýtt félagaskiptakerfi FIFA (TMS) hefur verið tekið í notkun en þetta kerfi heldur utan um öll félagaskipti "professional" leikmanna á milli landa.  Félagaskipti milli landa verða ekki afgreidd í framtíðinni nema að TMS kerfið sé notað af viðkomandi félögum. Lesa meira
 
Í minningu um Hlyn Þór Sigurðsson

Kveðja - 1.12.2009

Í minningu um Hlyn Þór Sigurðsson Lesa meira
 
U19-2001-0003

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 1.12.2009

Landsliðsþjálfararnir Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson hafa valið úrtakshópa fyrir æfingar um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum um helgina og eru 70 leikmenn, viðsvegar að af landinu, boðaðir til æfinganna.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Opin mót 2010 - 30.11.2009

Félögum sem halda opin mót 2010 er boðið að senda upplýsingar um viðkomandi mót til KSÍ líkt og áður á póstfangið thorvaldur@ksi.is.  Upplýsingarnar verða að finna undir "Opin mót" hér á síðunni. Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Kristinn dæmir í Evrópudeildinni á fimmtudag - 30.11.2009

Kristinn Jakobsson og félagar verða á fullri ferð á fimmtudaginn þegar þeir verða að störfum á leik Toulouse frá Frakklandi og Partizan Belgrad frá Serbíu en leikurinn er í J riðli í Evrópudeild UEFA.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

Landslið U19 kvenna fær háttvísiverðlaun UEFA - 30.11.2009

U19 ára landslið Íslands hlýtur háttvísiverðlaun UEFA vegna úrslitakeppni EMU19 kvenna sem fram fór í Minsk í júlí síðastliðnum.  Íslenska liðið hafnaði í efsta sæti háttvísilistans á undan Hvíta-Rússlandi og Frakklandi sem voru í 2. og 3. sæti. 

Lesa meira
 
Marki Hólfríðar gegn Frökkum fagnað

Stelpurnar fá háttvísiverðlaun fyrir EM í Finnlandi - 30.11.2009

Þessa dagana fer fram í Nyon í Sviss ráðstefna fyrir landsliðsþjálfara A landsliða kvenna í Evrópu og fræðslustjóra aðildarlanda UEFA.  Við hátíðarkvöldverð annað kvöld mun svo Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, taka við háttvísisverðlaunum UEFA fyrir hönd kvennalandsliðsins

Lesa meira
 
Grundaskóli

Þjálfarar landsliða í heimsóknum - 27.11.2009

Þjálfarar og leikmenn landsliða Íslands hafa gert mikið af því í gegnum tíðina að heimsækja aðildarafélög KSÍ, mæta á æfingar hjá yngri flokkum, heimsækja skóla og þess háttar.  Þjálfarar A-landsliðs kvenna og U19 landsliðs kvenna hafa verið í heimsóknum nýlega.

Lesa meira
 
Opunarhátíðin

Mót í Austurríki fyrir U13 lið kvenna sumarið 2010 - 27.11.2009

Íslenskum knattspyrnufélögum stendur til boða að senda lið á alþjóðlegt mót sem haldið verður í Austurríki í júlí á næsta ári og er ætlað stúlkum U13 ára.  Árið 2008 fór lið Aftureldingar á þetta mót sem þá var haldið á Spáni og náði þar góðum árangri.

Lesa meira
 
Þjálfarar að störfum

Vilt þú fara á UEFA Pro námskeið? - 25.11.2009

Líkt og í fyrra býðst þjálfurum hér á landi að senda inn umsókn á UEFA Pro þjálfaranámskeið í Englandi. Pro þjálfaragráðan er viðurkennd í öllum löndum Evrópu og er æðsta stig þjálfaramenntunar sem UEFA samþykkir.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Flestir iðkendur í knattspyrnu sem fyrr - 25.11.2009

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tekur árlega saman tölfræði yfir iðkendur hjá sérsamböndunum og eru sem fyrr langflestir iðkendur hjá KSÍ. Tölur Skráðum iðkendum í knattspyrnu fjölgar um rúm 3% milli ára og voru iðkendur árið 2008 um 19.200 talsins.

Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Fylkir - Þróttur frá 2003 í Bestu leikirnir á Stöð 2 Sport - 25.11.2009

Þáttaröðin "Bestu leikirnir" heldur áfram á Stöð 2 Sport en þættirnir eru á dagskrá á fimmtudagskvöldum kl. 22:00.  Þar er sýnt úr eftirminnilegum leikjum úr Íslandsmótinu í knattspyrnu frá undanförnum árum.  Að þessu sinni verður sýnt úr leik Fylkis og Þróttar frá árinu 2003. Lesa meira
 
ÍBV

28 þátttakendur í Vestmannaeyjum - 24.11.2009

Um síðustu helgi hélt Knattspyrnusamband Íslands KSÍ I þjálfaranámskeið og unglingadómaranámskeið í Vestmannaeyjum. Að sögn Jóns Ólafs Daníelssonar, yfirmanns yngri flokka hjá ÍBV, tókst námskeiðið mjög vel í alla staði en þátttakendur voru 28 alls.

Lesa meira
 
Ísland - Þýskaland í EM U17 kvenna 4. september 2009. Leiknum lauk með markalausu jafntefli

Úrtakshópar hjá U17 og U19 kvenna - Æfingar um helgina - 23.11.2009

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og hafa landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, tilkynnt hópa fyrir þessar æfingar.  Vert er að vekja athygli á því að á sunnudeginum verður sérstök markvarðaæfing sem verður sameiginleg.

Lesa meira
 
Formannafundur 2009

Glærukynningar frá fundi formanna og framkvæmdastjóra - 23.11.2009

Á laugardag var haldinn fundur með formönnum og framkvæmdastjórum aðildarfélaga KSÍ.  Fundurinn, sem fram fór í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal, var vel sóttur og farið var yfir ýmis málefni.  Smellið hér að neðan til að skoða glærukynningar frá fundinum.

Lesa meira
 
Dregið í töfluröð - Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ

Íslandsmeistarar FH fara á Hlíðarenda í 1. umferð Pepsi deildar karla - 21.11.2009

Í dag fór fram formanna- og framkvæmdastjórafundur aðildarfélaga KSÍ og fór fundurinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Í lok fundarins var svo dregið í töfluröð í landsdeildum, þ.e. Pepsi-deild karla og kvenna og 1. og 2. karla.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland niður um fimm sæti á styrkleikalista FIFA - 20.11.2009

Ísland fellur niður um fimm sæti á nýjum styrkleikalista karlalandsliða sem FIFA gaf út í morgun.  Ísland er í 92. sæti en var í 87. sæti þegar listinn var gefinn út síðast.  Spánverjar endurheimta efsta sæti listans af Brasilíumönnum.

Lesa meira
 
KA

KA-menn vilja sigur í þessum leik - 19.11.2009

"Við viljum sigur í þessum leik" söng Karl Örvarsson í KA-laginu um árið og það er greinilegt að KA-menn eru a.m.k. að gera góða hluti þegar kemur að skilum á leyfisgögnum.  KA varð í dag annað félagið í 1. deild til að skila fylgigögnum með leyfisumsókn fyrir keppnistímabilið 2010.

Lesa meira
 
Eiður Smári í leik gegn Azerbaijan

Atvinnumennirnir Okkar komnir á DVD - 19.11.2009

Þættirnir vinsælu Atvinnumennirnir Okkar koma út á DVD í dag. Í þáttunum er skyggnst inn í líf fremstu knattspyrnu- og handknattleiksmanna þjóðarinnar á einstakan hátt, en þar er Hermanni Hreiðarssyni m.a. fylgt eftir í leik gegn AC Milan og Eiði Smára í stærsta leik ársins á Spáni, Barcelona - Real Madrid

Lesa meira
 
tryggvi-gudmundsson-Alid2005-1920

ÍBV og Keflavík í Bestu leikirnir á Stöð 2 Sport - 19.11.2009

Þáttaröðin "Bestu leikirnir" heldur áfram í kvöld á Stöð 2 Sport en þar eru sýndir eftirminnilegir leikir frá Íslandsmótinu í knattspyrnu í gegnum árin.  Leikur kvöldsins er frá 1997 en þar mætast Eyjamenn og Keflvíkingar.

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik óskar eftir þjálfara fyrir 2. flokk kvenna - 19.11.2009

Breiðablik óskar eftir þjálfara fyrir 2.fl kvenna.  Áhugasamir hafi samband við formann meistaraflokksráðs, Jóhannes Sveinbjörnsson, í síma 8561677 eða póstfangið joibliki@gmail.com. Lesa meira
 
Valur

Valsmenn eru léttir í lund þegar kemur að leyfiskerfinu - 19.11.2009

Valsmenn urðu í dag fyrstir félaga í Pepsi-deild karla til að skila fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir keppnistímabilið 2010.  Valsmenn voru einnig fyrstir Pepsi-deildarfélaga til að skila fyrir síðasta keppnistímabil og eru því í fararbroddi annað árið í röð.

Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Uppfærðir afreksstuðlar leikmanna hér á síðunni - 19.11.2009

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga hefur skrifstofa KSÍ gefið út afreksstuðla leikmanna og hafa þeir verið uppfærðir á vef KSÍ. Hægt er að áfrýja flokkun leikmanns til samninga- og félagaskiptanefndar.

Lesa meira
 
Merki HM U17 karla í Nígeríu

Sviss heimsmeistari U17 karla - 18.11.2009

Síðastliðinn sunnudag lauk Heimsmeistarakeppni U17 karla en úrslitakeppnin fór fram að þessu sinni í Nígeríu.  Það var Sviss sem kom mörgum á óvart og tryggði sér Heimsmeistaratitilinn eftir sigur á heimamönnum í úrslitaleik, 1 - 0.

Lesa meira
 
U17 landslið karla á NM 2005

Tæplega 100 leikmenn boðaðir á æfingar hjá U17 og U19 karla - 17.11.2009

Tæplega 100 leikmenn eru boðaðir á úrtaksæfingar hjá landsliðum U17 og U19 karla um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og í Egilshöllinni.  Landsliðsþjálfararnir Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson hafa valið úrtakshópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Frá Landsdómararáðstefnu í nóvember 2009

Landsdómararáðstefna var haldin um helgina - 17.11.2009

Þriðja Landsdómararáðstefna ársins 2009 var haldin síðastliðinn laugardag og fór hún fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Aðalfyrirlesarinn á ráðstefnunni var Thor Aage Egeland sálfræðingur norska Knattspyrnusambandsins

Lesa meira
 
Úr leik í Deildarbikarnum

Þátttökutilkynning í Deildarbikarkeppni KSÍ 2010 - 17.11.2009

Sendar hafa verið út til aðildarfélaga KSÍ, þátttökutilkynningar í Deildarbikarkeppni KSÍ fyrir árið 2010.  Félög skulu tilkynna þátttöku á þar til gerðu eyðublaði í síðasta lagi þriðjudaginn 24. nóvember. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leyfisferlið fyrir 2010 hafið - 16.11.2009

Samkvæmt leyfisreglugerð KSÍ er leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2010 nú formlega hafið.  Félög sem leika í Pepsi-deild karla og 1. deild karla hefja nú vinnu við leyfisumsóknir sínar.  Reyndar hefur eitt félag, ÍR, þegar skilað leyfisgögnum sínum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands í vináttulandsleik gegn Lúxemborg í nóvember 2009

Jafntefli í vináttulandsleik við Lúxemborg - 14.11.2009

Íslendingar gerðu jafntefli í kvöld við Lúxemborg en leikið var á Josy Barthel vellinum í Lúxemborg.  Lokatölur urðu 1 -1 eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Það var Garðar Jóhannsson sem skoraði mark Íslendinga í leiknum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009

Byrjunarliðið tilbúið er mætir Lúxemborg - 14.11.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Lúxemborg í vináttulandsleik í kvöld kl. 18:00.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 17:50. Lesa meira
 
Frá æfingu á keppnisvellinum Josy Barthel í Lúxemborg

Strákarnir klárir fyrir Lúxemborg - 13.11.2009

Karlalandsliðið leikur á morgun vináttulandsleik við Lúxemborg og er leikið ytra á Josy Barthel vellinum.  Leikurinn hefst kl. 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsending hefst kl. 17:50.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Öruggur sigur í San Marínó hjá U21 karla - 13.11.2009

Strákarnir í U21landsliðinu unnu í kvöld öruggan sigur á jafnöldrum sínum frá San Marínó.  Lokatölur urðu 0 - 6 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 0 - 4.  Íslenska liðið hefur nú hlotið 12 stig eftir 5 leiki og eru með jafnmörg stig og Tékkar sem hafa leikið einum leik minna.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Ísland í rigningunni á Laugardalsvelli

U21 karla leikur við San Marínó - Byrjunarliðið tilbúið - 13.11.2009

Strákarnir í U21 leika í kvöld kl. 19:30 við San Marínó og er leikið ytra.  Leikurinn er í undankeppni fyrir EM 2011 en Ísland er sem stendur í öðru sæti riðilsins.  Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt  í leiknum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Kvennalandsliðið fær viðurkenningu Jafnréttisráðs - 13.11.2009

Í gær var veitti Jafnréttisráð kvennalandsliði Íslands viðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir árið 2009.  Það var Katrín Jónsdóttir, fyrirliði, sem tók við viðurkenningunni úr hendi Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra fyrir hönd kvennalandsliðsins. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Dagskrá formanna- og framkvæmdastjórafundar 21. nóvember - 12.11.2009

KSÍ boðar til fundar formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga laugardaginn 21. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli kl. 12.00 - 14.30.  Kl. 14.00 verður dregið í töfluröð í Pepsi-deild, 1. og 2. deild karla og Pepsi-deild kvenna á sama stað. Lesa meira
 
Byrjunarlið Ísland í rigningunni á Laugardalsvelli

U21 karla leikur gegn San Marínó á föstudag - 12.11.2009

Strákarnir í U21 leika gegn San Marínó á morgun, föstudaginn 13. nóvember, en leikurinn er liður í undankeppni EM.  Þetta er síðasti leikur Íslands á þessu ári í þessari keppni en liðið er í öðru sæti riðilsins sem stendur með níu stig eftir fjóra leiki.  Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Keppni í meistaraflokki í innanhúsboltanum hefst um helgina - 12.11.2009

Föstudaginn 13. nóvember verður flautað til leiks í fyrsta leik í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu og eru það Hvöt og ÍBV sem hefja leikinn.  Leikið er sem fyrr eftir alþjóðareglum FIFA um innanhúsknattspyrnu, Futsal. Lesa meira
 
Ólafur Þórðarson

Stöð 2 Sport heldur áfram með Bestu leikina - 12.11.2009

Eins og áður hefur komið fram hefur Stöð 2 Sport hafið sýningar á þáttaröðinni "Bestu leikirnir" en þar eru um að ræða úrval af leikjum sem Stöð 2 Sport hefur sýnt í gegnum árin frá Íslandsmótinu í knattspyrnu.  Í þættinum í kvöld verður sýnt frá leik Breiðabliks og ÍA frá árinu 2001.  Þátturinn hefst kl. 22:00.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands í vináttulandsleik gegn Íran í nóvember 2009

Fjórir nýliðar léku gegn Íran - 12.11.2009

Fjórir nýliðar léku í vináttulandsleik gegn Íran síðastliðinn þriðjudag í Teheran en leiknum lauk með 1 - 0 sigri heimamanna.  Þrír þeirra voru í byrjunarliðinu og sá fjórði kom inn í leikhléi.  Þetta var fyrsti landsleikur á milli þessara þjóða. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Eins marks tap í Teheran - 10.11.2009

Íslenska karlalandsliðið beið lægri hlut gegn Íran í dag í vináttulandsleik sem leikinn var í Teheran.  Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir heimamenn eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Framundan er svo vináttulandsleikur gegn Lúxemborg næstkomandi laugardag.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Þýsklandi í undankeppni EM september 2009

Æfingar og æfingaleikur hjá U17 og U19 kvenna - 10.11.2009

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og hafa landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, valið hópa fyrir þessar æfingar.  Hóparnir munu einnig etja kappi í æfingaleik á sunnudaginn.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009

Byrjunarliðið gegn Íran - Leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport - 10.11.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Íran í vináttulandsleik í dag kl. 14:30.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 14:20.  Leikið er á Azadi leikvangnum í Teheran.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ I þjálfaranámskeið og unglingadómaranámskeið í Vestmannaeyjum - 9.11.2009

Helgina 20. - 22. nóvember mun Knattspyrnusamband Íslands halda 1. stigs þjálfaranámskeið í Vestmannaeyjum. Auk þess mun KSÍ halda unglingadómaranámskeið á sunnudeginum. Bæði þessi námskeið eru opin öllum sem áhuga hafa.

Lesa meira
 
Azadi völlurinn í Teheran

Æft á Azadi vellinum í dag - 9.11.2009

Íslenski landsliðshópurinn er um þessar mundir í Teheran þar sem leikinn verður vináttulandsleikur gegn Íran.  Leikurinn fer fram á morgun, þriðjudag, og hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.  Útsendingin þar hefst kl 14:20.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009

Breytingar á landsliðshópnum - Landsliðið hélt til Íran í morgun - 7.11.2009

Landsliðshópurinn hélt í morgun áleiðis til Teheran en leikinn verður vináttulandsleikur við Íran næstkomandi þriðjudag.  Þaðan verður svo haldið til Lúxemborg sem verða mótherjarnir í vináttulandsleik laugardaginn 14. nóvember. 

Lesa meira
 
ÍR

ÍR-ingar hafa skilað leyfisgögnum fyrir 2010 - 6.11.2009

Þótt leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2010 hefjist ekki fyrr en 15. nóvember næstkomandi gerðist það í dag, föstudaginn 5. nóvember, að ÍR-ingar skiluðu leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum, vegna umsóknar um þátttökuleyfi í 1. deild sumarið 2010.

Lesa meira
 
ÍR

ÍR auglýsir eftir þjálfara hjá meistaraflokki kvenna - 6.11.2009

Knattspyrnudeild ÍR leitar eftir þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna. Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í uppbyggingu í meistaraflokki. Áhugasamir hafi samband við Úlfhildi í gsm: 695-8805/uoi@verkis.is eða Bjarna í gsm: 617-7759.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands 20. nóvember - 6.11.2009

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, föstudaginn 20. nóvember næstkomandi klukkan 20:00.

Lesa meira
 
UEFA

Sótti UEFA-námskeið í viðburðastjórnun - 5.11.2009

Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, sótti í vikunni UEFA-námskeið sem haldið var í Istanbul í Tyrklandi.  Námskeiðið var beint framhald af UEFA-námskeiði sem haldið var á Íslandi í maí 2009 og fjallaði um viðburðastjórnun (Event Management).

Lesa meira
 
undirbuningur-domara-2009

Undirbúningur hafinn hjá dómurum - 5.11.2009

Í gær hófst undirbúningur dómara fyrir næsta keppnistímabil.  Æft er á tveimur stöðum á landinu þ.e.a.s. á Akureyri og í Reykjavík.  Í gær var fyrsta æfing vetrarins þar sem dómararnir voru mældir í bak og fyrir.

Lesa meira
 
Þór

Markvarðanámskeið á Akureyri - 5.11.2009

Helgina 20. – 22. nóvember nk. ætlar Gunnleifur Gunnleifsson landsliðsmarkvörður í knattspyrnu að halda markvarðanámskeið á vegum Þórs í Boganum á Akureyri.  Kostnaður við námskeiðið er 6500 krónur á hvern þátttakenda og fer skráning fram í tölvupósti hjá Hlyn Birgissyni yfirþjálfara Þórs Akureyri. Lesa meira
 
Atli Eðvaldsson var þjálfari KR árið 1999

Stöð 2 Sport hefur sýningar á Bestu leikirnir - 5.11.2009

Í kvöld kl. 22:00, fimmtudaginn 5. nóvember, mun Stöð 2 Sport í samvinnu við KSÍ hefja sýningar á "Bestu leikirnir"  Um er að ræða úrval af leikjum sem Stöð 2 Sport hefur sýnt í gegnum árin frá Íslandsmótinu í knattspyrnu.

Lesa meira
 
John Peacock, fyrrum yfirmaður knattspyrnuakademíu Derby County, mun kenna á KSÍ VI í Lilleshall

UEFA A endurmenntun þriðjudaginn 10. nóvember - 5.11.2009

Þriðjudaginn 10. nóvember mun KSÍ bjóða upp á UEFA A endurmenntun. Hingað til lands koma þeir John Peacock og Dick Bate en báðir starfa þeir hjá enska knattspyrnusambandinu. Námskeiðið hefst kl. 17:00 og verður haldið í Kórnum, knattspyrnuhúsinu í Kópavogi. Námskeiðið kostar 2.000 krónur.

Lesa meira
 
Grindavík

Grindavík auglýsir eftir framkvæmdastjóra - 4.11.2009

Knattspyrnudeild UMFG auglýsir eftir framkvæmdastjóra í fullt starf frá og með 1. janúar 2010. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu (ásamt andlitsmynd og meðmælum) skal senda á umfg@centrum.is síðasta lagi 15. nóvember næstkomandi.
Lesa meira
 
KA

Unglingadómaranámskeið í KA heimilinu 11. nóvember - 3.11.2009

Unglingadómaranámskeið hjá KA verður haldið í KA heimilinu  11. nóvember  kl. 17:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales í undankeppni EM í september 2009

68 leikmenn boðaðir á úrtaksæfingar um helgina - 2.11.2009

Úrtaksæfingar verða hjá U17 og U19 karla um helgina en alls hafa 68 leikmenn verið boðaðir til æfinga af landsliðsþjálfurunum, Gunnari Guðmundssyni og Kristni Jónssyni.  Æfingarnar verða í Kórnum og í Egilshöll.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Þjálfari í bandarísku kvennadeildinni með fyrirlestur - 2.11.2009

Pauliina Miettinen, þjálfari meistaraliðs bandarísku atvinnumannadeildar kvenna, heldur fyrirlestur í Smáranum föstudaginn 6. nóvember.  Hún mun stjórna opinni æfingu í Fífunni föstudaginn 6. nóvember klukkan 18.00-19.00. Strax í kjölfarið heldur hún fyrirlestur um þjálfun í kvennaknattspyrnu.

Lesa meira
 
Merki FIFA

Breytingar á reglugerðum FIFA um félagaskipti - 2.11.2009

FIFA hefur gert ýmsar breytingar á reglugerð um félagskipti leikmanna (FIFA Regulations on the Status and Transfer of Players) og tóku þær gildi 1. október síðastliðinn. Félögin beðin um að kynna sér þessar breytingar gaumgæfilega. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fjármagn frá UEFA og KSÍ til íslenskra félagsliða - 30.10.2009

Uppgjör vegna Meistaradeildarinnar sem lauk vorið 2009 hefur nú farið fram og fá íslensk félög um 37 milljónir króna í sinn hlut til barna- og unglingastarfs.  Stjórn KSÍ hefur samþykkt að leggja til um 33 milljónir króna til viðbótar framlagi UEFA til barna – og unglingastarfs aðildarfélaga.

Lesa meira
 
ahorfendur-10

Stelpurnar tryggja sig á EM - Myndband - 30.10.2009

Þó svo að heldur svalt hafi verið á Laugardalsvellinum síðastliðið fimmtudagskvöld þá var engum kalt í leikslok á leik Íslendinga og Íra í umspili um sæti á EM í Finnlandi.  Hér má finna myndbrot úr leiknum og geta áhorfendur endurlifað stemninguna og yljað sér við minningarnar.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Strákarnir í U21 leika gegn San Marínó - Hópurinn valinn - 30.10.2009

Landslið U21 karla leikur gegn San Marínó í undankeppni EM 2011 og verður leikið ytra, föstudaginn 13. nóvember.  Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn fyrir þennan leik en þetta er síðasti leikur liðsins á árinu. Lesa meira
 
Íslensku stelpurnar fagna marki gegn Írum

Ár síðan að Írar voru lagðir í Laugardalnum - 30.10.2009

Í dag, 30. október, er rétt ár síðan að íslenska kvennalandsliðið tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM í Finnlandi.  Mótherjarnir fyrir ári síðan voru Írar og er óhætt að segja vallaraðstæður hafi verið erfiðar báðum liðum. Hér má finna myndbrot úr leiknum og geta áhorfendur endurlifað stemninguna og yljað sér við minningarnar

Lesa meira
 
Frá gæðavottun Knattspyrnuskóla HK

Knattspyrnuskólar Gróttu, HK og Víkings fá gæðavottorð UEFA og KSÍ - 30.10.2009

Síðastliðið vor ákvað útbreiðslunefnd KSÍ að bjóða knattspyrnuskólum félaga upp á úttekt á starfsemi skólanna en það er hluti af grasrótarsáttmála UEFA, sem KSÍ er aðili af. Félög gátu sótt um slíka úttekt sem síðar var framkvæmd með heimsókn starfsmanna útbreiðslunefndar í knattspyrnuskólann.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009

Landsliðshóparnir fyrir leiki gegn Íran og Lúxemborg - 29.10.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópa fyrir tvo vináttulandsleiki sem fara fram 10. og 14. nóvember næstkomandi.  Leikið verður við Íran í Teheran þriðjudaginn 10. nóvember og við Lúxemborg í Lúxemborg, laugardaginn 14. nóvember. Lesa meira
 
Auglýsing vegna góðgerðarleiks HR og HÍ

Góðgerðarleikur í Kórnum á laugardag - 29.10.2009

Vert er að vekja athygli á góðgerðarleik í knattspyrnu sem fer fram í Kórnum á laugardaginn kl. 17:00.  Þar mætast úrvalslið Háskólans í Reykjavík og úrvalslið Háskóla Íslands en bæði þessi lið eru skipuð þekktum knattspyrnuköppum.  Aðgangseyrir er 1.000 krónur en allur ágóði af leiknum rennur til Krafts.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Eins marks sigur í baráttuleik í Belfast - 28.10.2009

Stelpurnar í íslenska liðinu unnu dýrmætan sigur á stöllum sínum frá Norður Írlandi en leikurinn var liður í undankeppni HM 2011.  Lokatölur á The Oval í Belfast urðu 0 - 1 eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Það var Katrín Ómarsdóttir sem skoraði sigurmarkið á 79. mínútu leiksins.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

Stelpurnar í U17 og U19 við æfingar um helgina - 28.10.2009

Framundan eru æfingar hjá U17 og U19 kvenna en úrtaksæfingar eru nú um helgina.  Þjálfararnir Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson hafa valið úrtakshópa fyrir þessar æfingar sem fara fram í Kórnum og í Reykjaneshöllinni. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Staðfesting á þátttöku í landsdeildum 2010 - 28.10.2009

Félögin í landsdeildum fyrir keppnistímabilið 2010, þ.e. Pepsi-deild karla og kvenna og 1. og 2. deild karla, hafa fengið sent til sín þátttökutilkynningu sem þau þurfa að senda til baka fyrir 1. nóvember þar sem þau staðfesta þátttöku. 

Lesa meira
 
Margrét Lára Viðarsdóttir skorar úr vítaspyrnu í leik gegn Eistlandi

Byrjunarliðið er mætir Norður Írum í Belfast - Bein textalýsing - 27.10.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Norður Írum í undankeppni fyrir HM 2011.  Leikurinn hefst kl. 19:30 að íslenskum tíma og fer fram á The Oval í Belfast.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Flensborg og Versló sigruðu í framhaldsskólamótinu - 26.10.2009

Flensborg og Versló reyndust sigursælir skólar í Framhaldsskólamóti KSÍ 2009, sem fram fór á Ásvöllum í Hafnarfirði um helgina. Flensborg sigraði í úrslitariðlinum í kvennaflokki og Versló lagði FÁ í úrslitaleik með þremur mörkum gegn tveimur.

Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Tveggja marka tap í Frakklandi - 25.10.2009

Stelpurnar okkar í A-landsliði kvenna biðu á laugardag lægri hlut gegn Frökkum í undankeppni HM 2011.  Frakkar unnu tveggja marka sigur í leiknum, sem fram fór á Stede Gerland-leikvanginum í Lyon. 

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Frakklands í úrslitakeppni EM 2009

Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum - 23.10.2009

SIgurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Frökkum í undankeppni fyrir HM 2011 en leikið er í Lyon.  Leikurinn hefst kl. 14:30 og verður í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breyting á reglugerð vegna hlutgengis leikmanna - 23.10.2009

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 22. október sl. nýtt ákvæði í reglugerð KSÍ um  félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.  Umrætt ákvæði var áður til bráðabirgða í reglugerðinni en er nú samþykkt sem fullgilt ákvæði. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Soffíu Gunnarsdóttur bætt í hópinn - 23.10.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari hefur bætt Soffíu Gunnarsdóttur, úr Stjörnunni, inn í hópinn sem mætir Frakklandi og Norður Írlandi.  Soffía hélt til móts við hópinn í dag og verður tilbúinn í slaginn á morgun þegar Ísland mætir Frökkum í Lyon.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrslitakeppni Framhaldsskólamótsins á laugardaginn - 23.10.2009

Úrslitakeppni Framhaldskólamótsins í knattspyrnu fer fram nú á laugardaginn.  Leikjaniðurröðun liggur fyrir á má nálgast hana hér á heimasíðunni.  Úrslitakeppnin fer fram á Ásvöllum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fundur formanna og framkvæmdastjóra 21. nóvember - 23.10.2009

KSÍ boðar til fundar formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga sambandsins, laugardaginn 21. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli.  Formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga eru hér með boðaðir til fundarins. 

Lesa meira
 
Heimavöllur Lyon, Stade de Gerland

Stelpurnar æfa á keppnisvellinum í dag - 23.10.2009

Íslenska kvennalandsliðið æfir í dag á Stade de Gerland, heimavelli Lyon, en þar mætir liðið Frökkum á morgun í undankeppni fyrir HM 2011.  Leikurinn hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu. Lesa meira
 
Merki enska knattspyrnusambandsins

Fræðst um knattspyrnu kvenna í Englandi - 22.10.2009

Á dögunum fór 11 manna hópur frá Íslandi til Englands í þeim tilgangi að að kynna sér knattspyrnu kvenna þar í landi.  Þessi ferð er hluti af stóru fræðsluverkefni UEFA sem KSÍ er aðili að og snýst um að knattspyrnusamböndin geti fræðst um starfsemi og uppbyggingu knattpyrnunnar hjá hvoru öðru.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ IV þjálfaranámskeið 6.-8. nóvember - 21.10.2009

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið helgina 6.-8. nóvember.  Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem setið hafa KSÍ III þjálfaranámskeið og skilað verkefni af því námskeiði.  Bóklegi hluti námskeiðsins fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og verklegi þátturinn í Kórnum í Kópavogi.  Lesa meira
 
Fram-Fylkir_Futsal_des2006_1

Unnið að niðurröðun í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu - 20.10.2009

Þessa dagana er unnið að niðurröðun í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu hjá meistaraflokkum en skráningarfrestur rann út í síðustu viku.  Vakin er athygli á því að þátttökufrestur í Íslandsmót yngri flokka innanhúss rennur út miðvikudaginn 21. október en einungis er hægt að skrá eitt lið til þátttöku í hverjum flokki. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum á EM í Finnlandi

Geysisterkur riðill Íslands á Algarve Cup - 20.10.2009

Íslenska kvennalandsliðið tekur sem fyrr þátt á Algarve Cup á næsta ári en mótið fer fram dagana 24. febrúar til 3. mars að þessu sinni.  Þarna mæta til leiks mörg af sterkustu landsliðum í kvennaknattspyrnunni en búið er að skipta í riðla. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales í undankeppni EM í september 2009

Um 70 leikmenn á úrtaksæfingum hjá U17 og U19 karla um helgina - 20.10.2009

Úrtaksæfingar verða um komandi helgi hjá U17 og U19 karlalandsliðum Íslands.  Þjálfararnir Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson hafa valið um 70 leikmenn til þessara æfinga sem fara fram í Egilshöll og Kórnum.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Kristinn dæmir í Ísrael - 20.10.2009

Kristinn Jakobsson dæmir á fimmtudaginn leik Hapoel Tel Aviv og Rapid Vín í Evrópudeild UEFA en leikið verður í Tel Aviv.  Eins og áður hefur komið fram hefur UEFA verið með verkefni þar sem fimm dómarar starfa við leiki í Evrópudeildinni ásamt varadómara. 

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Frakklands í úrslitakeppni EM 2009

Hópurinn sem mætir Frökkum og Norður Írum - 19.10.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn er mætir Frökkum og Norður Írum í undankeppni HM 2011 og fara báðir leikirnir fram ytra.  Leikið verður við Frakka laugardaginn 24. október í Lyon en leikurinn við Norður Íra fer fram í Belfast, miðvikudaginn 28. október.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ II þjálfaranámskeið á næstu vikum - Hefst næstu helgi - 19.10.2009

Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu vikum halda tvö KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 23.-25. október og hins vegar 30. október-1. nóvember. Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa KSÍ I þjálfararéttindi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Vinnufundur um nýja leyfisreglugerð - 17.10.2009

Eins og greint hefur verið frá hafa UEFA og stjórn KSÍ samþykkt nýja leyfisreglugerð.  Á laugardag var haldinn fundur með þeim félögum sem undirgangast leyfiskerfið og farið yfir breytingar milli ára og ýmis önnur mál sem tengjast leyfiskerfinu og leyfisferlinu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Mikilvægir leikir framundan hjá kvennalandsliðinu - 16.10.2009

Framundan eru tveir mikilvægir landsleikir hjá kvennalandsliðinu síðar í mánuðinum og fara þeir báðir fram ytra.  Laugardaginn 24. október verður leikið gegn Frökkum og miðvikudaginn 28. október eru Norður Írar mótherjarnir. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Íslandsmót yngri flokka innanhúss 2010 - Þátttökufrestur til 21. október - 16.10.2009

Aðildarfélög KSÍ hafa fengið send þátttökutilkynningu fyrir Íslandsmótið í innanhús knattspyrnu yngri flokka.  Þátttökufrestur er til 21. október og eru félögin hvött til þess að virða þennan frest svo að niðurröðun taki sem stystan tíma. Lesa meira
 
UEFA

Fjárhagsleg háttvísi - 16.10.2009

Ómar Smárason leyfisstjóri KSÍ og Lúðvík Georgsson formaður leyfisráðs sátu í vikunni ráðstefnu UEFA um sérstakt verkefni sem verið er að setja í gang og fjallar um fjárhagslega háttvísi hjá knattspyrnufélögum - Financial Fair Play.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland upp um níu sæti á styrkleikalista karla - 16.10.2009

Íslenska karlalandsliðið fer upp um níu sæti á nýjum styrkleikalista FIFA er birtur var í dag.  Ísland er nú í 87. sæti listans en Brasilíumenn tróna á toppnum en Spánverjar koma þar skammt á eftir.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Sigurvegarar knattspyrnusumarsins 2009 - 15.10.2009

Í gærkvöldi fór fram úrslitaleikur Íslandsmóts eldri flokks karla 30+ í knattspyrnu og var það síðasti leikur Íslandsmótanna í knattspyrnu árið 2009.  Hér að neðan má sjá lista yfir sigurvegara mótanna 2009.

Lesa meira
 
Úr stúkunni á Melavellinum á fyrsta landsleik Íslands gegn Dönum árið 1946. Fremst fyrir miðri mynd er þáverandi forseti Íslands, Sveinn Björnsson

Hundraðasti sigur A landsliðs karla - 14.10.2009

Þegar Suður Afríkumenn voru lagðir á Laugardalsvelli í gærkvöldi var það hundraðasti sigur A landsliðs karla.  Landsleikirnir eru orðnir 376 talsins og hafa sigrarnir verið 100, jafnteflin 68 og tapleikirnir 208 talsins.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal í undankeppni EM U19 kvenna í september

Úrtaksæfingar hjá stelpunum í U17 og U19 framundan - 14.10.2009

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og hafa þjálfararnir Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson valið hópa til þessara æfinga.  Æft verður í Kórnum og Reykjaneshöllinni.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Grunnskólamót KRR sjöunda bekkjar liggur fyrir - 14.10.2009

Búið er að staðfesta leikjaniðurröðun í Grunnskólamóti KRR fyrir sjöunda bekk og fá finna leikjaniðurröðunina hér á síðunni.  

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Baráttusigur á Norður Írum hjá U21 karla - 13.10.2009

Strákarnir í U21 lögðu Norður Íra að velli í dag í undankeppni EM en leikið var í Grindavík.  Lokatölur urðu 2 - 1 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið markalaust í leikhléi.  U21 liðið því nú náð sér í níu stig eftir fjóra leiki og eru í öðru sæti riðilsins á eftir Tékkum Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009

Sigur á Suður Afríku í Laugardalnum - 13.10.2009

Íslendingar lögðu Suður Afríku að velli í vináttulandsleik í kvöld en leikið var á Laugardalsvelli.  Lokatölur urðu 1 - 0 og kom sigurmarkið í síðari hálfleik og var Veigar Páll Gunnarsson þar á ferðinni með gott mark eftir lúmskt skot.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Byrjunarliðið gegn Suður Afríku tilbúið - 13.10.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem að mætir Suður Afríku kl. 18:10 í kvöld á Laugardalsvelli.  Ólafur hefur einnig gert eina breytingu á hópnum, Björgólfur Takefusa kemur inn í hópinn í stað Eiðs Smára Guðjohnsen sem á við meiðsli að stríða.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Ísland í rigningunni á Laugardalsvelli

Ísland - Norður Írland hjá U21 karla í dag kl. 15:00 - Byrjunarliðið tilbúið - 13.10.2009

Ísland tekur á móti Norður Írlandi í dag í undankeppni fyrir EM og fer leikurinn fram á Grindavíkurvelli kl. 15:00.  Þetta er fjórði leikur Íslands í undankeppninni og hefur liðið 6 stig úr leikjunum þremur til þessa. Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Sigur gegn Búlgaríu hjá U19 karla - 12.10.2009

Strákarnir í U19 léku í dag síðasta leik sinn í undankeppni fyrir EM en riðill þeirra var leikinn í Bosníu.  Íslenska liðið lék gegn Búlgaríu og unnu góðan sigur með þremur mörkum gegn tveimur eftir að hafa verið undir í hálfleik, 1 – 2. 

Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfara fyrir 2. flokk karla - 12.10.2009

Knattspyrnudeild Fylkis leitar að þjálfara fyrir 2. flokk karla á komandi tímabil.  Krafa er gerð um að viðkomandi þjálfari hafi lokið KSÍ B og hafi reynslu af þjálfun eldri flokka í knattspyrnu.  Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla mætir Búlgörum í dag - Byrjunarliðið tilkynnt - 12.10.2009

Strákarnir í U19 karla mæta Búlgörum í dag en leikurinn er lokaleikur liðsins í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Bosníu.  Með sigri getur íslenska liðið tryggt sér sæti í milliriðlum en verður þá að treysta á að Norður Írar vinni ekki sigur á heimamönnum. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið hjá Aftureldingu í sumarbústaðnum að Varmá - 12.10.2009

Unglingadómaranámskeið hjá Aftureldingu verður haldið í sumarbústaðnum að Varmá  15. október  kl. 20:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál. Lesa meira
 
KSÍ er aðili að dómarasáttmála UEFA

Íslenskir dómarar í eldlínunni á miðvikudaginn - 12.10.2009

Íslenskir dómarar verða á faraldsfæti í vikunni og eru þeir að störfum við tvö verkefni á erlendri grundu á miðvikudaginn.  Kristinn Jakobsson dæmir leik Búlgaríu og Georgíu í undankeppni HM 2010 og Jóhannes Valgeirsson dæmir leik Hvíta Rússlands og Albaníu í undankeppni U21 karla.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Ísland - Suður Afríka þriðjudaginn 13. október kl. 18:10 - 12.10.2009

Ísland tekur á móti Suður Afríku á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 13. október og hefst leikurinn kl. 18:10.  Miðasala á þennan vináttulandsleik er í fullum gangi í miðasölukerfi hjá midi.is og á leikdag opnar miðasala á Laugardalsvelli kl. 12:00. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðar fyrir handhafa A passa á Ísland - Suður Afríka - 12.10.2009

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Suður Afríka afhenta mánudaginn 12. október frá kl. 12:00 - 16:00 og þriðjudaginn 13. október frá 09:00 - 12:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. 

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Gylfi Þór inn í hópinn fyrir Norður Íra leikinn - 12.10.2009

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur bætt Gylfa Þór Sigurðssyni inn í hópinn er mætir Norður Írum í undankeppni EM.  Leikurinn fer fram á Grindavíkurvelli, þriðjudaginn 13. október og hefst kl. 15:00.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Vináttulandsleikur gegn Íran 10. nóvember - 11.10.2009

Knattspyrnusambönd Írans og Íslands hafa náð samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik þann 10. nóvember næstkomandi.  Leikið verður á Azadi vellinum í höfuðborg Írans, Teheran.  Þetta er í fyrsta skipti sem að landsleikur í knattspyrnu fer fram á milli þessara þjóða.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Ísland í rigningunni á Laugardalsvelli

Öruggur sigur Íslands á San Marínó - 9.10.2009

Íslendingar unnu öruggan sigur á liði San Marínó í undankeppni EM U21 karlalandsliða í kvöld en leikið var á Laugardalsvelli.  Lokatölur urðu 8 - 0 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 4 – 0 Íslandi í vil.

Lesa meira
 
Bleika slaufan

Bleika slaufan í tíunda sinn - 9.10.2009

KSÍ hefur ákveðið að leggja baráttunni gegn brjóstakrabbameini lið með því að vekja athygli á söfnunar- og árvekniátaki Krabbameinsfélags Íslands - Bleiku slaufunni.  Lit á forsíðu vefs KSÍ hefur verið breytt eilítið, eins og sjá má, og bleika litnum leyft að njóta sín. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla mætir Norður Írum í dag - Byrjunarliðið tilbúið - 9.10.2009

Strákarnir í U19 mæta jafnöldrum sínum frá Norður Írlandi í dag en leikurinn er liður í undankeppni EM.  Þetta er annar leikur liðsins í keppninni sem fer fram í Bosníu.  Kristinn R. Jónsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn og gerir fjórar breytingar frá fyrsta leiknum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Ísland í rigningunni á Laugardalsvelli

Strákarnir í U21 mæta San Marínó í kvöld - Byrjunarliðið tilbúið - 9.10.2009

Strákarnir í U21 mæta San Marínó í kvöld en leikurinn er liður í undankeppni EM.  Leikið verður á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 19:00.  Þetta er þriðji leikur strákanna í riðlinum en þeir hafa þrjú stig eftir tvö leiki.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Breytt um leikvöll hjá U21 karla á morgun - 8.10.2009

Vegna óhagstæðrar veðurspár hefur verið ákveðið að færa leik Íslands og San Marínó í undankeppni EM.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli kl. 19:00 á morgun en ekki á Akranesvelli kl. 15:00 eins áætlað var í fyrstu.

Lesa meira
 
A landslið karla

Aron Einar dregur sig út úr U21 hópnum - 7.10.2009

Landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson hefur þurft að draga sig út úr hópnum hjá U21 karla en leikið verður við San Marínó, föstudaginn 9. október.  Aron Einar á við meiðsli að stríða en hann mun verða í hópnum þegar A landsliðið mætir Suður Afríku í vináttulandsleik Lesa meira
 
Forsida_Jens-Bangsbo

Ný þjálffræðibók í knattspyrnu - 7.10.2009

Loksins er komin til landsins vönduð þjálffræðibók í knattspyrnu á íslensku. Höfundur bókarinnar er Dr. Jens Bangsbo og fjallar hún um loftháða og loftfirrta þjálfun í knattspyrnu – með sérstaka áherslu á þjálfun ungra leikmanna.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla mætir Bosníu - Byrjunarliðið tilbúið - 7.10.2009

Strákarnir í U19 verða í eldlínunni í dag en þá mæta þeir Bosníu í undankeppni EM en leikið er í Bosníu.  Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma og hefur Kristinn R. Jónsson tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Valur - Torres á Vodafonevelli kl. 15:30 - 7.10.2009

Valsstúlkur taka á móti ítalska liðinu Torres í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í dag.  Leikurinn fer fram á Vodafonevellinum og hefst kl. 15:30.  Torres liðið vann sigur í fyrri leiknum á Ítalíu með fjórum mörkum gegn einu. Lesa meira
 
U17 landslið karla

36 leikmenn valdir til úrtaksæfinga hjá U17 karla - 6.10.2009

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið úrtakshóp sem æfir um komandi helgi.  Æft verður í Kórnum og Egilshöll og hefur Gunnar valið 36 leikmenn til þessara æfinga. Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Spjall um innanhússknattspyrnu meistaraflokka - 6.10.2009

KSÍ býður félögum til kaffispjalls um keppnistímabilið í knattspyrnu innanhúss sem framundan er en frestur til að tilkynna þátttöku er til 10. október í keppni meistaraflokka.  Geta áhugasamir komið þarna og kynnt sér málin nánar um væntanlegt mótafyrirkomulag. Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Hægt að sækja um í Ferðasjóð íþróttafélaga - 6.10.2009

Búið er að opna umsóknarvef Ferðasjóðs íþróttafélaga vegna keppnisferða á mót á yfirstandandi ári, þ.e. 2009. Hægt er að skrá inn allar ferðir sem þegar hafa verið farnar og halda umsókninni opinni til áframhaldandi skráningar út árið.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frítt fyrir yngri iðkendur, öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland – Suður Afríka - 6.10.2009

KSÍ hefur ákveðið að bjóða yngri iðkendum aðildarfélaga sinna, ókeypis aðgang að vináttulandsleik Íslands og Suður Afríku sem fram fer á Laugardalsvelli 13. október  kl. 18:10.  Jafnframt er öryrkjum og ellilífeyrisþegum boðinn ókeypis aðgangur að leiknum.  Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Miðasala hafin á Ísland - Suður Afríka - 6.10.2009

Miðasala er hafin á vináttulandsleik Íslands og Suður Afríku sem fram fer á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 13. október kl. 18:10.  Miðaverði er stillt í hóf og er miðaverð í forsölu frá 1.000 krónum upp í 2.500 krónur.  Það er því um að gera að næla sér í miða í tíma.

Lesa meira
 
Fanndís Friðriksdóttir og Alfreð Finnbogason úr Breiðabliki voru valin efnilegustu leikmenn ársins 2009. Katrín Jónsdóttir úr Val og Atli Guðnason úr FH voru valin bestu leikmenn ársins 2009

Katrín og Atli valin bestu leikmennirnir - 5.10.2009

Í kvöld fór fram samkoma knattspyrnumanna við hátíðlega athöfn í Háskólabíói.  Veittar voru viðurkenningar fyrir knattspyrnuárið 2009 og voru þau Katrín Jónsdóttir úr Val og Atli Guðnason úr FH valin leikmenn ársins. Kristinn Jakobsson var valinn besti dómari Pepsi-deildar karla.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Tvö KSÍ II þjálfaranámskeið í október - 5.10.2009

Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu vikum halda tvö KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 23. - 25. október og hins vegar 30. október - 1. nóvember. Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa KSÍ I þjálfararéttindi. Lesa meira
 
Merki enska knattspyrnusambandsins

Uppbygging kvennaknattspyrnu á Englandi - 5.10.2009

Í dag fóru 11 fulltrúar frá Íslandi að kynna sér uppbyggingu kvennaknattspyrnu á Englandi.  Þessi ferð er hluti af stóru fræðsluverkefni UEFA sem KSÍ er aðili að og snýst um knattspyrnusamböndin geti fræðst um starfsemi og uppbyggingu knattpyrnunnar hjá hvoru öðru.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Samkoma knattspyrnumanna í kvöld - 5.10.2009

Verðlaun og viðurkenningar fyrir keppnistímabilið 2009 verða afhentar á samkomu knattspyrnumanna sem haldin verður í Háskólabíói í kvöld, mánudaginn 5. október.  Formleg dagskrá hefst kl. 18:00, en húsið opnar kl. 17:30. Lesa meira
 
Valur VISA bikarmeistari kvenna 2009

Valssigur í VISA bikar kvenna - 4.10.2009

Valur tryggði sér í dag VISA bikarmeistaratitil kvenna þegar þær lögðu Breiðablik að velli í spennandi framlengdum úrslitaleik.  Lokatölur urðu 5 – 1 en jafnt var eftir venjulegan leiktíma, 1 -1.  Þetta er í 11. skiptið sem Valur vinnur þennan titil í kvennaflokki.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Rússum í undankeppni EM 2009 í september 2009

Jafntefli gegn Bosníu í lokaleik hjá U17 karla - 4.10.2009

Strákarnir í U17 gerðu jafntefli í gær við Bosníu í lokaleik liðsins í undankeppni EM en leikið var í Wales.  Lokatölur urðu 1 -1 en Bosníumenn höfðu eins marks forystu í leikhléi.  Íslenska liðið lék manni færra allan síðari hálfleikinn eftir að þeir misstu mann af velli vegna tveggja áminninga undir lok fyrri hálfleiks. Lesa meira
 
Blikar lyfta VISA bikarnum fyrir árið 2009

Blikar bikarmeistarar í fyrsta skiptið - 3.10.2009

Breiðablik tryggði sér í dag sigur í VISA bikar karla með því að leggja Fram að velli í æsispennandi bikarúrslitaleik.  Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn, 1-1 og eftir framlengingu var einnig jafnt, 2-2.  Þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni og þar höfðu Kópavogsbúar betur.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Valur - Breiðablik - Úrslitaleikur VISA bikars kvenna - 3.10.2009

Það verður hart barist á Laugardalsvellinum þegar tvö sigursælustu kvennalið landsins, Valur og Breiðablik, mætast í úrslitaleik VISA bikars kvenna.  Flautað verður til leiks kl. 14:00 en miðasala á Laugardalsvellinum opnar kl. 12:00. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Lúðrasveitin Svanur marserar og leikur tónlist fyrir VISA-bikarúrslitaleikina - 3.10.2009

Lúðrasveitin Svanur mun marsera á hlaupabraut Laugardalsvallar og leika létta og skemmtilega tónlist fyrir úrslitaleiki VISA-bikarsins um helgina.  Svanur mun hefja leik um það bil hálftíma fyrir sjálfan knattspyrnuleikinn. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

VISA-bikarinn 2009 er 50. bikarkeppnin - 3.10.2009

í tilefni af því að VISA-bikarinn 2009 er 50. bikarkeppni KSÍ frá upphafi munu 49 krakkar koma sér fyrir úti á velli fyrir úrslitaleik VISA-bikars karla og verða þau í búningum þeirra 10 félagsliða sem hampað hafa sigri í bikarkeppni KSÍ í karlaflokki síðan 1960. 

Lesa meira
 
Erna Björk Sigurðardóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir með verðlaunagrip VISA bikars kvenna

Finn að liðið er sært frá því í fyrra - Viðtal við Frey Alexanderson - 2.10.2009

Kvennalið Vals stendur í ströngu þessa dagana. Fyrr í vikunni spilaði liðið Evrópuleik og nú á sunnudaginn mætir Valur Breiðabliki í úrslitaleik VISA-bikars kvenna. Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, er þó hvergi banginn fyrir úrslitaleikinn. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Jóhannes og Valgeir dæma bikarúrslitaleikina - 2.10.2009

Það verða þeir Jóhannes Valgeirsson og Valgeir Valgeirsson sem dæma úrslitaleiki VISA bikarkeppninnar að þessu sinni.  Jóhannes dæmir leik Fram og Breiðabliks í úrslitum VISA bikars karla en Valgeir dæmir leik Vals og Breiðablik í úrslitum VISA bikars kvenna. Lesa meira
 
Þjálfarar Breiðabliks og Vals, Gary Wake og Freyr Alexanderson, á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn í VISA bikar kvenna 2009

Mjög ánægður með hugarfar leikmanna - Viðtal við Gary Wake - 2.10.2009

Gary Wake, þjálfari Breiðabliks, segist vera mjög ánægður með hugarfarið í leikmönnum sínum í aðdraganda úrslitaleiksins í VISA-bikar kvenna þar sem Valur og Breiðablik mætast. Lesa meira
 
Fram

Settum pressu á okkur sjálfa - Viðtal við Auðun Helgason - 2.10.2009

Auðun Helgason, fyrirliði Fram, er fullur tilhlökkunar fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Breiðabliki á laugardaginn. Hann segir jafnframt að hið margumtalaða spennustig megi ekki vera of mikið. Lesa meira
 
Breiðablik

Óhemju gaman að taka þátt í þessu - Viðtal við Ólaf Kristjánsson - 2.10.2009

Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var nokkuð brattur þegar heimasíða KSÍ náði tali af honum á blaðamannafundi sem haldinn var út af bikarúrslitaleik Fram og Breiðabliks.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Sæti í Evrópudeild UEFA í húfi í bikarúrslitaleik karla - 2.10.2009

Það er mikið undir í úrslitaleik Fram og Breiðabliks í VISA bikars karla enda einn eftirsóttasti titillinn sem er í boði.  Félagið sem ber sigur úr býtum á laugardaginn mun ekki einungis hampa titlinum og milljón króna verðlaunafé frá VISA heldur ávinnur sér einnig þátttökurétt í Evrópudeild UEFA á næsta tímabili.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Tékkum á KR velli 12. ágúst 2009. Tékkar sigruðu með tveimur mörkum gegn engu.

Hópurinn valinn hjá U21 karla fyrir tvo leiki - 2.10.2009

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hóp sinn er mætir Norður Írlandi og San Marínó í undankeppni EM og fara báðir leikirnir fram hér á landi.  San Marínó verða mótherjarnir á Akranesvelli, föstudaginn 9. október og Norður Írar mæta til leiks á Grindavíkurvöll, þriðjudaginn 13. október.  Báðir leikirnir hefjast kl. 15:00.

Lesa meira
 
Auðun Helgason og Kári Ársælsson, fyrirliðar Fram og Breiðabliks, með sigurlaunin á milli sín

Fram - Breiðablik - Úrslitaleikur VISA bikars karla - 1.10.2009

Á laugardaginn mætast Fram og Breiðablik í úrslitaleik VISA bikars karla og hefst leikurinn kl. 14:00 á Laugardalsvelli.  Á blaðamannafundi sem haldinn var í hádeginu í dag kom í ljós að mikill hugur er í leikmönnum beggja liða sem og stuðningsmönnum fyrir þennan stórleik.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Rússum í undankeppni EM 2009 í september 2009

Jafntefli hjá U17 karla gegn Rússum - 1.10.2009

Strákarnir í U17 gerðu í gærkvöldi jafntefli gegn Rússum í undankeppni EM en leikið er í Wales.  Lokatölur urðu 1 - 1 eftir að Rússar höfðu leitt í leikhléi.  Kristján Gauti Emilsson jafnaði metin fyrir Ísland í síðari hálfleik. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Hvar verða stuðningsmennirnir? - 1.10.2009

Mikil spenna er að byggjast um hjá stuðningsmönnum Fram og Breiðabliks annarsvegar og stuðningsmönnum Vals og Breiðabliks hinsvegar fyrir bikarúrslitaleikina um helgina.  Laugardalsvöllur verður vettvangur úrslitaleikja í VISA bikar karla og kvenna á laugardag og sunnudag. Lesa meira
 
Merki FIFA

Landsleikir á þriðjudögum í stað miðvikudaga - 30.9.2009

Framkvæmdastjórn FIFA fundaði í gær í Ríó og meðal þeirra ákvarðana sem þar voru teknar var að framvegis yrðu landsleikjadagar á þriðjudögum í stað miðvikudaga áður.  Einnig ítrekaði framkvæmdastjórnin áherslur sínar og dagsetningar varðandi TMS félagaskiptakerfið.

Lesa meira
 
Ólafur Jóhannesson fagnar sigri gegn Makedóníu

Ólafur Jóhannesson ráðinn til ársloka 2011 - 30.9.2009

Knattspyrnusamband Íslands framlengdi í dag samning við Ólaf Jóhannesson sem landsliðsþjálfara A landsliðs karla og gildir samningurinn til ársloka 2011.  Nýr samningur þess efnis var undirritaður í dag í höfuðstöðvum KSÍ.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales í undankeppni EM í september 2009

Strákarnir í U17 leika við Rússa - Byrjunarliðið tilbúið - 30.9.2009

Strákarnir í U17 leika gegn Rússum í dag í undankeppni EM en leikið er í Wales.  Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og hefur Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Vináttulandsleikur við Suður Afríku - Hópurinn tilkynntur - 30.9.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Suður Afríku í vináttulandsleik á Laugardalsvelli þriðjudaginn 13. október kl. 18:10.  Ísland og Suður Afríka hafa tvisvar áður mæst hjá A landsliðum karla.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Valur leikur í Meistaradeild kvenna í dag - 30.9.2009

Valsstúlkur leika í dag fyrri leik sinn gegn ítalska félaginu Torres í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna en leikið er á Ítalíu.  Síðari leikurinn fer fram að viku liðinni á Vodafonevellinum.  Leikurinn hefst í dag kl. 13:00 að íslenskum tíma eða kl. 15:00 að staðartíma. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla leikur í Bosníu í undankeppni EM - 29.9.2009

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið landsliðshóp sem leikur í Bosníu í undankeppni EM dagana 7. - 12. október.  Mótherjar Íslendinga í riðlinum eru ásamt heimamönnum, Norður Írar og Búlgarir. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Sigurður Ragnar velur æfingahóp - 29.9.2009

Framundan eru hjá íslenska kvennalandsliðinu gríðarlega mikilvægir leikir í undankeppni fyrir HM 2011.  Leikið verður við Frakka 24. október og Norður Íra 28. október og fara báðir leikirnir fram ytra.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið æfingahóp vegna þessara leikja. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Dagskrá bikarráðstefna á laugardag og sunnudag - 29.9.2009

Um næstu helgi (3. og 4. október) standa Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands og Knattspyrnusamband Íslands sameiginlega að ráðstefnum í tengslum við bikarúrslitaleiki karla og kvenna. Lesa meira
 
Úrvalslið umferða 16-22 í Pepsi-deild karla

Dóra María og Björgólfur best í lokaþriðjungnum - 29.9.2009

Í dag voru veitt verðlaun fyrir lokaþriðjunginn í Pepsi-deild kvenna og karla og fór athöfnin fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Þau Dóra María Lárusdóttir úr Val og Björgólfur Takefusa úr KR þótt hafa leikið best á lokaþriðjungi Pepsi-deilda karla og kvenna.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Tvö KSÍ I þjálfaranámskeið framundan í október - 29.9.2009

Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu vikum halda tvö 1. stigs þjálfaranámskeið. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 9.-11. október og hins vegar námskeið sem haldið verður helgina 16.-18. október.

Lesa meira
 
Gervigrasvöllurinn á Ísafirði, Torfnesvöllur

BÍ/Bolungarvík auglýsir eftir meistaraflokksþjálfara karla - 29.9.2009

Meistaraflokksráð BÍ/Bolungarvíkur leitar að þjálfara fyrir meistarflokk karla.  Spilandi þjálfari kemur vel til greina.  Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 7.október nk. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Áhorfendur voru 1.029 að meðaltali á leik í Pepsi-deild karla - 29.9.2009

Alls mættu 135.783 áhorfendur á leiki Pepsi-deildar karla á nýliðnu keppnistímabili eða 1.029 áhorfendur á leik að meðaltali.  Er þetta fækkun um rúmlega 10.000 manns frá síðasta tímabili en þá voru áhorfendur 1.106 að meðaltali á leik.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Þrándheimi 2009. Sigur vannst í leiknum, 2-0

Naumt tap í fyrsta leik hjá strákunum í U17 - 29.9.2009

Strákarnir í U17 hófu leik í gær í undankeppni EM þegar þeir mættu Wales en riðillinn er leikinn þar í landi.  Lokatölur urðu 3 - 2 heimamönnum í vil eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi. 

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Lokaþriðjungurinn gerður upp í hádeginu á þriðjudag - 28.9.2009

Lokaþriðjungur Pepsi-deildar karla og Pepsi-deildar kvenna verður gerður upp í hádeginu á þriðjudag í höfuðstöðvum KSÍ.  Veittar verða viðurkenningar fyrir umferðir 13-18 í kvennadeildinni og fyrir umferðir 16-22 í karladeildinni.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Miðasala hafin á bikarúrslitaleikina - 28.9.2009

Í dag hófst miðasala á úrslitaleiki VISA bikars karla og kvenna en leikirnir fara fram á Laugardalsvelli laugardaginn 3. október og sunnudaginn 4. október.  Miðasalan fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is og er afsláttur fyrir þá er greiða með VISA korti. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Þrándheimi 2009. Sigur vannst í leiknum, 2-0

Strákarnir í U17 leika gegn Wales í dag - 28.9.2009

Strákarnir í U17 leika í dag fyrsta leik sinn í undankeppni EM en leikið er í Wales.  Mótherjarnir í dag eru heimamenn en einnig leika Bosnía og Rússland í þessum riðli.  Leikurinn í dag hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag kl. 16:00 - 26.9.2009

Lokaumferð í Pepsi-deild karla fer fram í dag og hefjast allir leikirnir kl. 16:00.  Þetta er síðasti möguleikinn til þess að sjá sitt félag í eldlínunni í deildinni á þessu ári og því um að gera fyrir stuðningsmenn að fylgja sínu félagi alla leið á þessu keppnistímabili.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Kvennalandsliðið upp um tvö sæti á styrkleikalista FIFA - 25.9.2009

Ísland er í 17. sæti á nýjum styrkleikalista kvenna sem FIFA gaf út í dag.  Ísland fer upp um 2 sæti og sitja í sautjánda sætinu ásamt Rússum.  Það eru Bandaríkin sem eru í efsta sæti listans en nýkrýndir Evrópumeistarar Þjóðverja eru í öðru sæti.

Lesa meira
 
Frá leik Víðis og Roubaix frá Frakklandi í Evrópukeppninni í Futsal

Þátttökutilkynning í Íslandsmótið innanhúss 2010 - 25.9.2009

Þátttökutilkynningar fyrir Íslandsmót meistaraflokks innanhúss hafa verið sendar til félaganna.  Þátttökufrestur er til og með 10. október.  Þátttökutilkynningar fyrir Íslandsmót yngri flokka innanhúss verða sendar út í næstu viku.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal í undankeppni EM U19 kvenna í september

Keppni í milliriðlum bíður U19 kvenna - 25.9.2009

Stelpurnar í U19 báru sigurorð af Rúmenum í gær en leikurinn var liður í undankeppni fyrir EM.  Lokatölur urðu 5 - 0 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið 2 - 0 í hálfleik.  Stelpurnar tryggðu sér þar með sæti í milliriðlum keppninnar. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Samkoma knattspyrnumanna 2009 - 24.9.2009

Verðlaun og viðurkenningar fyrir keppnistímabilið 2009 verða afhentar á samkomu knattspyrnumanna sem haldin verður í Háskólabíói mánudaginn 5. október næstkomandi.  Formleg dagskrá hefst kl. 18:00 og gert er ráð fyrir að dagskrá ljúki um kl. 20:30. 

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Úrslitaleikur VISA bikarsins hjá 2. flokki karla - 24.9.2009

Úrslitaleikur VISA bikars hjá 2. flokki karla fer fram í dag, fimmtudaginn 24. september kl. 16:30.  Þá mætast FH og Fylkir og fer leikurinn fram á Kaplakrikavelli.  Það er óhætt að hvetja knattspyrnuáhugamenn til þess mæta á völlinn. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal í undankeppni EM U19 kvenna í september

U19 kvenna leikur gegn Rúmeníu - Byrjunarliðið tilbúið - 24.9.2009

Stelpurnar í U19 leika í dag gegn Rúmeníu í riðlakeppni EM U19 kvenna en leikið er í Portúgal.  Íslenska liðið er með fjögur stig eftir 2 leiki eins og það svissneska en Rúmenía hefur þrjú stig.  Jafntefli tryggir íslenska liðinu sæti í milliriðlum. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Æfingahelgi hjá U19 karla framundan - 23.9.2009

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 23 leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram á Tungubökkum og verða þrjár talsins.  Leikmennirnir 23 koma frá 16 félögum víðsvegar af á landinu.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Úrslitaleikirnir í VISA bikarnum fara fram 3. og 4. október - 23.9.2009

Það verður sannkallaðir bikardagar laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. október á Laugardalsvelli en þá verður leikið til úrslita í VISA bikar karla og kvenna.  Hjá körlunum mætast Fram og Breiðablik og hjá konunum leika Valur og Breiðablik. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Bikarúrslitaráðstefnur KSÍ og KÞÍ 3. og 4. október - 23.9.2009

Eins og undanfarin ár verða haldnar bikarúrslitaráðstefnur í tengslum við úrslitaleiki í VISA bikar karla og kvenna.  Úrslitaleikirnir fara fram sömu helgina að þessu sinni, laugardaginn 3. október leika Fram og Breiðablik hjá körlum en sunnudaginn 4. október mætast Valur og Breiðablik hjá konum.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Belgíu og Búlgaríu í október - 23.9.2009

Kristinn Jakobsson verður á ferð á flugi í október ásamt öðrum íslenskum dómurum en þann 1. október næstkomandi dæmir hann leik Anderlecht og Ajax í Evrópudeild UEFA.  Þann 14. október næstkomandi dæmir Kristinn svo leik Búlgaríu og Georgíu í undankeppni fyrir HM 2010.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal í undankeppni EM U19 kvenna í september

Jafntefli hjá stelpunum í U19 gegn Sviss - 21.9.2009

Stelpurnar í U19 gerðu í dag jafntefli gegn stöllum sínum frá Sviss en leikurinn er í riðlakeppni EM U19 kvenna og er leikið í Portúgal.  Lokatölur urðu 1 - 1 en þannig var staðan í hálfleik.  Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði mark Íslands og jafnaði þá metin á 8. mínútu. Lesa meira
 
Valur

Valur auglýsir eftir þjálfurum yngri flokka - 21.9.2009

Knattspyrnufélagið Valur leitar að þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins. Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Ragnhildi Skúladóttur yfirmann barna-og unglingasviðs í síma 414-8005 eða í netfangið ragnhildur@valur.is.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Ísland með tvö sæti í Meistaradeild kvenna 2010/2011 - 21.9.2009

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA,  hefur staðfest að Ísland er ein átta þjóða sem fær úthlutað tveimur sætum í Meistaradeild kvenna fyrir keppnistímabilið 2010/2011.  Ísland er í áttunda sæti yfir bestan árangur félagsliða í Evrópukeppni undanfarin fimm tímabil.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Þrándheimi 2009. Sigur vannst í leiknum, 2-0

U17 karla leikur í Wales - Hópurinn valinn - 21.9.2009

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið landsliðshóp sinn er heldur til Wales og leikur þar í undankeppni EM.  Mótherjar strákanna, ásamt heimamönnum, eru Rússland og Bosnía.

Lesa meira
 
Gæðaúttekt á leyfisgögnum félaga - Pablo frá UEFA, Katrín og Ljósbrá frá PwC

Ítarlegri úttekt UEFA á leyfisgögnum félaga 2009 lokið - 21.9.2009

UEFA gerði í síðustu viku ítarlega úttekt á leyfisgögnum íslenskra félaga.  Hingað til lands kom einn starfsmaður frá UEFA og honum til aðstoðar voru þrír starfsmenn PwC á Íslandi, sem grandskoðuðu gögnin og gerðu tillögur um úrbætur.  Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Stjórn KSÍ samþykkir nýja Leyfisreglugerð - 21.9.2009

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 15. september Leyfisreglugerð KSÍ sem tekur við af Leyfishandbók KSÍ.  Ekki er um verulegar efnislegar breytingar að ræða frá handbókinni en reglugerðin tekur gildi þann 1. nóvember næstkomandi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal í undankeppni EM U19 kvenna í september

Byrjunarlið Íslands gegn Sviss hjá U19 kvenna - 21.9.2009

Stelpurnar í U19 kvenna mæta Sviss í kvöld í undankeppni EM U19 kvenna en leikið er í Portúgal.  Þetta er annar leikur liðsins í riðlinum en sigur vannst á heimastúlkum í fyrsta leik með tveimur mörkum gegn engu.

Lesa meira
 
FH

FH Íslandsmeistari karla 2009 - 20.9.2009

FH tryggði sér í dag sigur í Pepsi-deild karla og tóku á móti Íslandsmeistaratitlinum á sínum heimavelli.  FH sigraði Val með tveimur mörkum gegn engu og hafa því hlotið 50 stig, fimm stigum meira en KR, þegar ein umferð er eftir af Pepsi-deild karla.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

Góð byrjun hjá U19 kvenna í Portúgal - 19.9.2009

Stelpurnar í U19 hófu leik í dag í undankeppni fyrir EM U19 kvenna en riðillinn er að þessu sinni leikinn í Portúgal.  Íslensku stelpurnar unnu sigur á heimastúlkum í fyrsta leik en leikið var gegn heimastúlkum.  Lokatölur urðu 0 -2 eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.

Lesa meira
 
Rakel Hönnudóttir fagnar marki sínu gegn Eistlandi, tólfta mark Íslands í 12-0 sigri

Þetta lá í loftinu! - 18.9.2009

Íslenska kvennalandsliðið vann í gær sinn stærsta sigur frá upphafi þegar að landslið Eistlands var lagt af velli með tólf mörkum gegn engu.  Það má segja að þetta hafi legið í loftinu því að skömmu fyrir leikinn mátti sjá glæsilegan regnboga yfir Laugardalsvelli

Lesa meira
 
Flottir fánaberar á leik Íslands og Eistlands

Flottir fánaberar á vellinum í gær - 18.9.2009

Á landsleik Íslands og Eistlands í gærkvöldi vöktu fánaberarnir sérstaka athygli.  Um var að ræða átta fatlaðar stúlkur sem að héldu á fánum FIFA á meðan leikmenn gengu inn á völlinn og þjóðsöngvar þjóðanna voru leiknir. 

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Lokaumferðir í 1. og 2. deild karla á laugardaginn - 18.9.2009

Á laugardaginn fara fram lokaumferðirnar í 1. og 2. deild karla.  Ljóst er hvaða félög fara upp og niður úr 1. deildinni en í 2. deildinni er mikil spenna á toppi og botni.  Nágrannarnir í Reyni og Njarðvík mætast í Sandgerði en sigurvegari þeirrar viðureignar leikur í 1. deild að ári.   Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leikur ÍBV og Fylkis í Pepsi-deild karla færður fram um einn dag - 18.9.2009

Mótnefnd KSÍ hefur ákveðið að leikur ÍBV og Fylkis í Pepsi-deild karla verður færður fram um einn dag og verði leikinn laugardaginn 19. september í stað sunnudagsins 20. september.  Ákvörðunin er tekin vegna upplýsinga frá Veðurstofu Íslands um slæmt veður í Vestmannaeyjum á sunnudag.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Tólf mörk í Laugardalnum - 17.9.2009

Íslenska kvennalandsliðið vann sinn stærsta sigur frá upphafi í kvöld þegar þær lögðu stöllur sínar frá Eistlandi á Laugardalsvelli.  Lokatölur urðu 12 - 0 eftir að staðan í leikhléi var 7 - 0.  Íslenska liðið hefur því fullt hús stiga í undankeppni fyrir HM 2011eftir tvö leiki og markatöluna 17 - 0.

Lesa meira
 
Erna Björg Sigurðardóttir

Byrjunarlið Ísland gegn Eistlandi - 16.9.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Eistlandi í undankeppni HM 2011, en liðin mætast á Laugardalsvelli á fimmtudag kl. 20:00.

Lesa meira
 
Christian Rathje - Fulltrúi SGS

Gæðaúttekt SGS 2009 lokið - 16.9.2009

Á miðvikudag fór fram gæðaúttekt á leyfiskerfi KSÍ.  Úttektin er framkvæmd af fulltrúa SGS, sem er alþjóðlegt matsfyrirtæki sem UEFA hefur ráðið til verksins.  Annað árið í röð er engin athugasemd gerð við leyfiskerfi KSÍ.

Lesa meira
 
Ísland, A- lið kvenna

Ísland - Eistland fimmtudaginn 17. september kl. 20:00 - 16.9.2009

Það styttist í að Ísland og Eistland mætist á Laugardalsvellinum í undankeppni fyrir HM 2011.  Flautað verður til leiks á morgun, fimmtudaginn 17. september, kl. 20:00 og vonumst við eftir þér á völlinn til þess að styðja við bakið á stelpunum.  Miðaverði er stillt í hóf, 1.000 krónur kostar fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Tvö KSÍ I þjálfaranámskeið verða haldin í október - 16.9.2009

Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu vikum halda tvö 1. stigs þjálfaranámskeið. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 9.-11. október og hins vegar námskeið sem haldið verður helgina 16.-18. október.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Úrskurður í máli Neista gegn UMFL - 16.9.2009

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir kæru Umf. Neista gegn UMFL vegna leiks í Íslandsmóti 5. flokks karla.  Kærandi taldi hinn kærða hafa haft á ólöglegu liði að skipa í leiknum.  Nefndin  féllst á kröfurnar.

Lesa meira
 
Hilda McDermott

Dómaratríó frá Írlandi á leik Íslands og Eistlands - 15.9.2009

Dómaratríóið á viðureign Íslands og Eistlands í undankeppni HM kvennalandsliða, sem fram fer á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöld kl. 20:00, kemur frá Írlandi.  Fjórði dómarinn er íslenskur.  Eftirlitsmaður UEFA er frá Litháen.

Lesa meira
 
Gunnleifur Gunnleifsson (Mynd - hk.is)

Markmannsnámskeið Gunnleifs Gunnleifssonar - 15.9.2009

Gunnleifur Gunnleifsson landsliðsmarkvörður stendur fyrir markmannsnámskeiði í knattspyrnuhúsinu Kórnum næstu vikurnar.  Farið verður yfir alla meginþætti markvörslu og þátttakendum skipt í tvennt - Eldri og yngri hóp. 

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Úrtaksæfingar fyrir U17 karla á Tungubökkum um helgina - 15.9.2009

Gunnar Guðmundsson, þjálfari U17 landsliðs karla, hefur boðað 25 leikmenn á úrtaksæfingar um komandi helgi.  Æft verður á Tungubökkum í Mosfellsbæ og koma leikmennirnir frá félögum víðs vegar af landinu.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í riðla fyrir EM 2012 þann 7. febrúar 2010 - 15.9.2009

Þann 7. febrúar 2010 verður dregið í riðla fyrir undankeppni Evrópumóts karlalalandsliða 2012, sem fram fer í Póllandi og Úkraínu.  Drátturinn fer fram í miðstöð menningar og vísinda í Varsjá í Póllandi.  Sextán lið komast í úrslitakeppnina.

Lesa meira
 
Valur

Titillinn á Hlíðarenda fjórða árið í röð - 14.9.2009

Valsstúlkur tryggðu sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð þegar þær lögðu Keflavík með tíu mörkum gegn engu á Hlíðarenda.  Það var fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir sem tók við titlinum úr hendi Geirs Þorsteinssonar, formanns KSÍ.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Silvía Rán Sigurðardóttir inn í A landsliðshópinn - 14.9.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á hóp sínum fyrir leikinn gegn Eistlandi í undankeppni HM 2011.   Silvía Rán Sigurðardóttir úr Þór kemur inn í hópinn í fyrir Guðrúnu Sóley Gunnarsdóttur sem er meidd. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Vináttulandsleikur gegn Lúxemborg 14. nóvember - 14.9.2009

Knattspyrnusambönd Íslands og Lúxemborg hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik þann 14. nóvember næstkomandi.  Leikið verður í Lúxemborg og er þetta í sjöunda skiptið sem karlalandslið þjóðanna mætast.

Lesa meira
 
Kristín Ýr Bjarnadóttir

Kristín Ýr inn í hópinn gegn Eistlandi - 14.9.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á landsliðshóp sínum sem mætir Eistlandi, fimmtudaginn 17. september.  Kristín Ýr Bjarnadóttir úr Val kemur inn í hópinn í stað Dóru Stefánsdóttur sem er meidd.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Blikar í bikarúrslit í fyrsta sinn síðan 1971 - 13.9.2009

Breiðablik lagði Keflavík í seinni undanúrslitaleik VISA-bikars karla á Laugardalsvellinum í dag, sunnudag.  Lokatölur leiksins, sem var bráðfjörugur, urðu 3-2 Blikum í vil og leika þeir grænklæddu því til úrslita í bikarnum í fyrsta sinn síðan 1971.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Selfoss og Haukar komnir í Pepsi-deildina - 13.9.2009

Eftir leiki helgarinnar liggur ljóst fyrir hvaða lið fara upp úr 1. deild karla og leika í Pepsi-deild að ári.  Selfyssingar og Haukar eru liðin sem fara upp.  Grótta hefur þegar tryggt sér annað af tveimur efstu sætunum í 2. deild karla.  Sögulegir áfangar hjá öllum þessum liðum. 

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Framarar komnir í úrslitaleik VISA-bikarsins - 12.9.2009

Framarar eru komnir í úrslitaleik VISA-bikars karla eftir 1-0 sigur á KR í undanúrslitaleik á Laugardalsvelli í dag.  Leikurinn var jafn og lítið um færi, en sigurmark leiksins kom þegar rúmlega 10 mínútur voru eftir, . Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

U19 kvenna leikur í Portúgal - Hópurinn valinn - 11.9.2009

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið landsliðshóp sinn er leikur í Portúgal í riðlakeppni EM.  Mótherjar liðsins að þessu sinni eru ásamt heimastúlkum, Sviss og Rúmenía. 

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Úrslitaleikur 3. deildar á Blönduósi á sunnudaginn - 11.9.2009

Úrslitaleikur 3. deildar karla fer fram sunnudaginn 13. september og hefst kl. 14:00.  Þar mætast KV og Völsungur og fer leikurinn fram á Blönduósvelli.  Á laugardaginn verður  leikið um þriðja sætið í 3. deild en þar mætast Ýmir og Hvíti Riddarinn í Fagralundi kl. 11:00. Lesa meira
 
uefa

Ekkert stöðvar Þjóðverjana - 11.9.2009

Þýska kvennalandsliðið í knattspyrnu virðist vera óstöðvandi.  Þær þýsku tryggðu sér á fimmtudag sjöunda Evrópumeistaratitil sinn með 6-2 sigri á Englendingum á Ólympíuleikvanginum í Helsinki í Finnlandi.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Undanúrslit VISA bikars karla - Miðasala hafin - 10.9.2009

Framundan eru tveir hörkuleikir í undanúrslitum VISA-bikars karla en þeir fara báðir fram á Laugardalsvellinum.  Laugardaginn 12. september mætast Reykjavíkurfélögin Fram og KR en sunnudaginn 13. september eigast við Keflavík og Breiðablik.  Miðasala á leikina er hafin. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Spenna í loftinu í Keflavík og Kópavogi - 10.9.2009

Undanúrslit VISA-bikars karla í knattspyrnu fara fram um helgina. Á sunnudeginum mætast Keflavík og Breiðablik en leikið er á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00. Heimasíða KSÍ náði tali af fyrirliðum liðanna. Lesa meira
 
Fyrirliðar félaganna sem leika í undanúrslitum 2009

Framarar og KR ingar tilbúnir í slaginn - 10.9.2009

Fram og KR mætast í undanúrslitum VISA-bikars karla á Laugardalsvelli kl. 16:00 á laugardaginn. Heimasíða KSÍ náði tali af þeim Kristjáni Haukssyni, leikmanni Fram, og Grétari Sigfinni Sigurðarson, fyrirliða KR. Lesa meira
 
Grétar Sigfinnur Sigurðsson KR-ingur í viðtali við Eirík S. Ásgeirsson af Fréttablaðinu

Blaðamannafundur vegna VISA-bikarsins haldinn í höfuðstöðvum KSÍ - 10.9.2009

Sérstakur blaðamannafundur til kynningar á undanúrslitaleikjum VISA-bikars karla var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ í dag, fimmtudag.  Á staðinn mættu fyrirliðar og þjálfarar liðanna sem leika í undanúrslitum og sátu þeir fyrir svörum frá fulltrúum fjölmiðla.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Frakklands í úrslitakeppni EM 2009

Ísland - Eistland á fimmtudag - 10.9.2009

Ísland og Eistland mætast í undankeppni HM 2011 á Laugardalsvelli á fimmtudag kl. 20:00. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti hóp sinn fyrr í vikunni.

Lesa meira
 
Matteo Treffoloni

Treffoloni með fyrirlestur fyrir íslenska kollega - 10.9.2009

Ítalski dómarinn Matteo Treffoloni, sem dæmdi vináttulandsleik Íslands og Georgíu í gærkvöldi, hélt á þriðjudagskvöldið fyrirlestur fyrir íslenska A og B dómara.  Treffoloni er einn virtasti og reyndasti dómari Ítala í dag og var mikill fengur í komu hans fyrir íslenska kollega.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Georgíumenn lagðir í Laugardalnum - 9.9.2009

Íslendingar lögðu Georgíumenn í vináttulandsleik sem fram fór á Laugardalsvellinum í kvöld.  Lokatölur urðu 3 - 1 eftir að Íslendingar höfðu leitt í leikhléi, 2 - 1.  Garðar Jóhannsson, Ólafur Ingi Skúlason og Veigar Páll Gunnarsson skoruðu mörk Íslendinga í leiknum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Ísrael U17 kvenna

Stórsigur hjá stelpunum í U17 gegn Ísrael  - 9.9.2009

Stelpurnar í U17 unnu stóran sigur á stöllum sínum frá Ísrael í dag en þjóðirnar mættust á Kópavogsvelli.  Lokatölur urðu 7 - 0 Íslandi í vil eftir að staðan hafði verið 4 - 0 í hálfleik.  Stelpurnar luku því keppni í þriðja sæti riðilsins, í þessari undankeppni EM, með fjögur stig.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Aftur sigur gegn Skotum hjá U19 karla - 9.9.2009

U19 landslið karla gerði svo sannarlega góða ferð til Skotlands í vikunni, þar sem liðið lék tvo vináttuleiki við heimamenn, og kemur til baka til Íslands með tvo sigra í farteskinu.  Síðari leikurinn var í dag, miðvikudag, og lokatölur þess leiks urðu 3-1.

Lesa meira
 
Indriði Sigurðsson

Byrjunarliðið gegn Georgíu - 9.9.2009

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Georgíu á Laugardalsvelllinum í kvöld.  Ólafur gerir 6 breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum við Noreg í undankeppni HM 2010 á laugardag. Lesa meira
 
ldv_nyr_loftmynd_nr2

Tilmæli til ökumanna í Laugardal - 9.9.2009

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir þeim góðfúslegu tilmælum til ökumanna sem eiga leið um Laugardalinn að nýta þau bílastæði sem þar eru í stað þess að leggja ólöglega á eða við götur á svæðinu.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Tvær breytingar á byrjunarliði U19 karla gegn Skotum - 9.9.2009

Tvær breytingar eru gerðar á byrjunarliði U19 landsliðs karla fyrir síðari vináttulandsleikinn gegn Skotum.  Þessi lið mættust einnig á mánudag og hafði þá íslenska liðið betur með tveimur mörkum gegn engu og skoraði Pape Mamadou Faye bæði mörk Íslands.

Lesa meira
 
blmfundurogaefing-georgia-mdminus1 007

Hefur mikla trú á sigri - 9.9.2009

Ísland mætir Georgíu í æfingaleik á Laugardalsvellinum kl. 19:30 í kvöld og í tilefni þess var haldinn blaðamannafundur á Hilton Reykjavík Nordica í gær.  Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur mikla trú á að íslenska liðið geti unnið sigur í leiknum.

Lesa meira
 
Matteo Treffoloni

Ítalskt dómaratríó á Ísland-Georgía - 9.9.2009

Ítalskt dómaratríó verður á vináttulandsleik Íslands og Georgíu, en liðin mætast á Laugardalsvelli í kvöld, miðvikudagskvöld, og hefst leikurinn kl. 19:30.  Fjórði dómarinn er hins vegar íslenskur, sem og eftirlitsmaðurinn.

Lesa meira
 
blmfundurogaefing-georgia-mdminus1 013

Góð stemmning á lokaæfingunni fyrir Georgíuleikinn - 9.9.2009

Það var góð stemmning á síðustu æfingu landsliðsins fyrir vináttulandsleikinn gegn Georgíu, en liðin mætast á Laugardalsvelli í kvöld, miðvikudagskvöld.  Hópurinn er þó nokkuð breyttur frá því í síðustu viku, fyrir leikinn gegn Norðmönnum í undankeppni HM 2010. 

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Tékkum á KR velli 12. ágúst 2009. Tékkar sigruðu með tveimur mörkum gegn engu.

Glæsilegur sigur á Norður Írum hjá U21 karla - 8.9.2009

Strákarnir í U21 liðinu unnu frábæran sigur á Norður Írum í dag en leikurinn var liður í undankeppni EM 2011.  Lokatölur urðu 6 - 2 Íslendingum í vil eftir að staðan í hálfleik hafði verið 4 -0.

Lesa meira
 
A landslið karla

Björgólfur Takefusa í hópinn fyrir Georgíuleikinn - 8.9.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á landsliðshóp sínum fyrir vináttulandsleikinn gegn Georgíu á morgun, miðvikudag.  Björgólfur Takefusa, úr KR, kemur inn í hópinn í stað Heiðars Helgusonar sem er meiddur. Lesa meira
 
Örvar Sær Gíslason

Örvar dæmir toppslag í næst efstu deild í Noregi - 8.9.2009

Örvar Sær Gíslason, dómari, verður í eldlínunni í dag þegar hann dæmir leik Hönefoss og Kongsvinger í næst efstu deild í Noregi.  Um sannkallaðan toppslag er að ræða því að þetta eru félögin sem sitja sem stendur í öðru og þriðja sæti deildarinnar

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Tékkum á KR velli 12. ágúst 2009. Tékkar sigruðu með tveimur mörkum gegn engu.

U21 karla leikur gegn Norður Írum - Byrjunarliðið tilkynnt - 8.9.2009

Strákarnir í U21 karla leika í kvöld við Norður Íra en leikið er ytra á Coleraine Showgrounds vellinum.  Leikurinn hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma og er liður í riðlakeppni fyrir EM 2011.  Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.

Lesa meira
 
A landslið karla

Hannes Þór inn í hópinn - 8.9.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hóp sínum fyrir leikinn gegn Georgíu.  Hannes Þór Halldórsson, markvörður úr Fram, kemur inn í hópinn í stað Árna Gauts Arasonar sem er meiddur. Lesa meira
 
uefa

Þjóðverjar mæta Englendingum í úrslitum - 8.9.2009

Þjóðverjar lögðu Norðmenn í seinni undanúrslitaleik EM kvennalandsliða í Finnlandi á mánudag.  Það verða því Englendingar og Þjóðverjar sem leika til úrslita á Ólympíuleikvanginum í Helsinki 10. september.

Lesa meira
 
Heiðar og Grétar Rafn ásamt Tólfumönnunum Styrmi og Binna

Gáfu Tólfunni 150 miða á Ísland-Georgía - 8.9.2009

Liðsmenn A-landsliðs karla vildu koma á framfæri miklu þakklæti til liðsmanna Tólfunnar fyrir frábæran stuðning á leiknum gegn Norðmönnum á laugardaginn.  Í þakklætisskyni ákváðu leikmennirnir að gefa Tólfunni 150 miða á vináttulandsleikinn við Georgíu á miðvikudag.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Góður sigur hjá U19 karla á Skotum - 7.9.2009

Strákarnir í U19 karla unnu góðan sigur á jafnöldrum sínum frá Skotlandi í dag.  Þessi vináttulandsleikur var leikinn ytra og urðu lokatölur 2 - 0 Íslendingum í vil eftir að okkar menn höfðu leitt með einu marki í leikhléi.  Lesa meira
 
Veigar Páll með úrið góða sem Geir afhenti honum

Veigar Páll fékk úr fyrir 25 leiki - 7.9.2009

Veigar Páll Gunnarsson, liðsmaður íslenska landsliðsins í knattpspyrnu, fékk afhent gullúr í hádeginu í dag, mánudag.  Gullúrið fékk hann afhent frá Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, af því tilefni að hafa náð 25 A-landsleikjum fyrir Íslands hönd.

Lesa meira
 
Á bakvið tjöldin (1)

Á bakvið tjöldin á landsleik - 7.9.2009

Það eru fjölmörg störf sem unnin eru af hendi á hverjum landsleik sem leikinn er á Laugardalsvellinum og margir sem kallaðir eru til.  Rúmlega 7.000 áhorfendur voru á Laugardalsvellinum síðastliðið laugardagskvöld þegar Íslendingar og Norðmenn gerðu jafntefli í bráðfjörugum leik.

Lesa meira
 
Njarðvík

Njarðvík óskar eftir þjálfurum - 7.9.2009

Knattspyrnudeild Njarðvíkur óskar eftir að ráða til sín þjálfara fyrir 3. og 4. flokk félagsins. Um er að ræða karlaflokka. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn í að leggja sitt af mörkum til að efla yngri flokkana hjá félaginu og vinna skv. stefnu félagsins. Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfurum - 7.9.2009

Knattspyrnudeild Fylkis leitar að þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins fyrir komandi tímabil.  Áhugasömum er bent á að vera í sambandi við íþróttafulltrúa Fylkis Hörð Guðjónsson með því að senda tölvupóst á netfangið hordur@fylkir.com eða með því að hringja í síma 861-3317.

Lesa meira
 
uefa

Englendingar komnir í úrslitaleikinn - 7.9.2009

Englendingar munu leika til úrslita á EM kvennalandsliða  gegn annað hvort Þjóðverjum eða Norðmönnum.  England lagði Holland 2-1 í undanúrslitum á sunnudag og kom sigurmark leiksins seint í framlengingunni.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Opnað fyrir miðasölu á Ísland-Georgía - 7.9.2009

Opnað hefur verið fyrir miðasölu á viðureign Íslands og Georgíu, en liðin mætast í vináttulandsleik A-karla á Laugardalsvelli á miðvikudag. Þetta er í fyrsta sinn sem Georgía og Ísland mætast í A-landsliðum karla.

Lesa meira
 
Ísland - Þýskaland í EM U17 kvenna 4. september 2009. Leiknum lauk með markalausu jafntefli

Naumt tap hjá U17 kvenna gegn Frökkum - 6.9.2009

Stelpurnar í U17 kvenna töpuðu í dag gegn Frökkum á Grindavíkurvelli en leikurinn var í riðlakeppni EM U17 kvenna.  Lokatölur urðu 2 - 1 Frökkum í vil eftir að Frakkar höfðu leitt í hálfleik, 1 - 0.  Sigurmark Frakka kom á lokamínútu leiksins. Lesa meira
 
Davíð Þór Viðarsson

Davíð Þór kallaður inn í hópinn - 6.9.2009

Davíð Þór Viðarsson úr FH hefur verið kallaður inn í hópinn fyrir vináttulandsleik gegn Georgíu næstkomandi miðvikudag á Laugardalsvöllinn.  Landsliðsþjálfarinn, Ólafur Jóhannesson, kallaði á Davíð Þór eftir að Ragnar Sigurðsson hafði fengið leyfi frá leiknum af persónulegum ástæðum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Þýsklandi í undankeppni EM september 2009

U17 kvenna mætir Frökkum í dag - 6.9.2009

Stelpurnar í U17 kvenna verða í eldlínunni í dag þegar þær mæta Frökkum í öðrum leik sínum í riðlakeppni EM sem fram fer hér á landi.  Leikurinn fer fram í Grindavík og hefst kl. 13:00.  Á sama tíma mætast í Keflavík, Ísrael og Þýskaland. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Baldur og Bjarni Ólafur í hópinn fyrir Georgíuleikinn - 5.9.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið þá Baldur Sigurðsson úr KR og Bjarna Ólaf Eiríksson úr Val í landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Georgíu á miðvikudaginn. Koma þeir í stað Sölva Geirs Ottesen, Eiðs Smára Guðjohnsen og Brynjars Bjarnar Gunnarssonar.  Lesa meira
 
Vinningshafarnir þrír ásamt Ómari Smárasyni, markaðsstjóra KSÍ

Allir þrír hittu slána - 5.9.2009

Í hálfleik á leik Íslands og Noregs fengu reyndu þrír vallargestir að hitta markslána frá vítateig, í einni tilraun, og vinningurinn var ekki af verri endanum - flugferð fyrir tvo til útlanda, til áfangastaðar Icelandair.  Til að gera langa sögu stutta, þá gerðist hið ótrúlega! 

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðar fyrir handhafa A-passa á Ísland - Georgía - 5.9.2009

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland – Georgía afhenta þriðjudaginn 8. september frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Frítt fyrir yngri iðkendur, öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland - Georgía - 5.9.2009

KSÍ hefur ákveðið að bjóða yngri iðkendum aðildarfélaga sinna, ókeypis aðgang að vináttulandsleik Íslands og Georgíu sem fram fer á Laugardalsvelli 9. september næstkomandi kl. 19:30. 

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Jafntefli í bráðfjörugum leik gegn Norðmönnum - 5.9.2009

Íslendingar og Norðmenn gerðu jafntefli í kvöld á Laugardalsvellinum og lauk þar með íslenska liðið keppni í undankeppni HM 2010.  Lokatölur urðu 1 - 1 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik.  Íslenska liðið var töluvert sterkari aðilinn í leiknum en náði ekki nýta nema eitt af fjölmörgum marktækifærum.

Lesa meira
 
Merki HM 2010 í Suður Afríku

Byrjunarliðið gegn Noregi - Leikurinn hefst kl. 18:45 - 5.9.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Norðmönnum kl. 18:45 á Laugardalsvellinum.  Enn eru til miðar á leikinn en miðasala fer fram á Laugardalsvellinum.  Völlurinn sjálfur opnar kl. 17:30.  Áhorfendur eru hvattir til þess mæta tímanlega á völlinn til þess að forðast örtröð skömmu fyrir leik. Lesa meira
 
Stefán Gíslason, Ragnar Sigurðsson og Eiður Smári Guðjohnsen með treyjuna

Árituðu treyju fyrir Alexöndru Líf - 5.9.2009

Þann 14. september næstkomandi verða haldnir styrktartónleikar í Háskólabíói fyrir litla hetju, Alexöndru Líf Ólafsdóttur, sem greindist með hvítblæði árið 2005, aðeins 5 ára gömul.  Liðsmenn A-landsliðs karla tóku sig til og árituðu landsliðstreyju sem þeir gáfu Alexöndru Líf. 

Lesa meira
 
Magnús Þórisson

Magnús dæmir í Eistlandi - 4.9.2009

Magnús Þórisson dæmir á morgun, laugardaginn 5. september, leik Eistlands og Georgíu í undankeppni EM hjá U21 karla.  Leikurinn fer fram í Tallinn og Magnúsi til aðstoðar verða þeir Ólafur Ingvar Guðfinnsson og Áskell Gíslason.  Fjórði dómari verður Þóroddur Hjaltalín.

Lesa meira
 
uefa

Þjóðverjar og Norðmenn í undanúrslit á EM - 4.9.2009

Þjóðverjar og Norðmenn tryggðu sér í dag, föstudag, sæti í undanúrslitum á EM kvennalandsliða, sem fer eins og kunnugt er fram í Finnlandi.  Bæði þessi lið voru með Íslandi í B-riðli og bæði lögðu íslenska liðið með sömu markatölu, 1-0.

Lesa meira
 
Icelandair

Getur þú hitt þverslána frá vítateigslínu? - 4.9.2009

Í hálfleik á viðureign Íslands og Noregs í undankeppni HM 2010, sem fram fer á laugardag, munu þrír heppnir vallargestir Laugardalsvallar fá tækifæri til að spreyta sig í erfiðri þraut. Þeir munu reyna að hitta slána og vinna ferð fyrir tvo til útlanda. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Mætum snemma á völlinn og öll bláklædd - 4.9.2009

Eins og kunnugt er mætast Ísland og Noregur á Laugardalsvelli á laugardag kl. 18:45.  Þetta er lokaleikur íslenska liðsins í undankeppni HM 2010.  Fólk er hvatt til að mæta snemma á völlinn til að lenda ekki í biðröð utan við leikvanginn.  Mætum öll í bláum fötum og litum stúkuna bláa!

Lesa meira
 
Merki HM 2010 í Suður Afríku

Rúmenskur dómarakvartett - 4.9.2009

Það verða Rúmenar sem dæma viðureign Íslands og Noregs í undankeppni HM 2010 á laugardag.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 18:45.  Dómarinn heitir Alexander Tudor.

Lesa meira
 
Ísland - Þýskaland í EM U17 kvenna 4. september 2009. Leiknum lauk með markalausu jafntefli

Frækilegt jafntefli Íslendinga gegn Evrópumeisturum Þjóðverja - 4.9.2009

Keppni í riðlakeppni EM U17 kvenna hófst í dag og er fyrsti riðillinn leikinn hér á landi.  Íslensku stelpurnar gerðu markalaust jafntefli við Evrópumeistara Þjóðverja á Vodafonevellinum á meðan Frakkar unnu stórsigur á Ísrael á KR vellinum.

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik sigraði hjá A og B liðum í 5. flokki kvenna - 4.9.2009

Í gær voru krýndir Íslandsmeistarar í 5. flokki kvenna en úrslitaleikirnir fóru fram á Kópavogsvelli.  Blikastúlkur urðu sigursælar því að þær sigruðu bæði í A og B liðum.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Spennandi úrslitakeppnir farnar af stað - 4.9.2009

Þegar nær dregur hausti fer að draga heldur betur til tíðinda á Íslandsmótunum í knattspyrnu.  Um helgina hefjast úrslitakeppnir í 4. flokki karla og kvenna og 5. flokki karla og má sjá þar knattspyrnufólk framtíðarinnar á ferðinni. Lesa meira
 
uefa

England og Holland í undanúrslit - 4.9.2009

Átta liða úrslitin á EM kvennalandsliða hófust á fimmtudag með fyrri tveimur leikjunum.  Englendingar og Hollendingar komust áfram með því að leggja andstæðinga sína í tveimur hörkuleikjum, en ólíkum þó.

Lesa meira
 
FIFA - My game is fair play

Háttvísidagar FIFA 2009 - 4.9.2009

FIFA stendur nú fyrir sérstökum háttvísidögum í 13. sinn, en þeir voru fyrst haldnir árið 1997.  Að þessu sinni urðu dagarnir 5. til 9. september fyrir valinu, en á því tímabili eru einmitt tveir landsleikjadagar.  Lesa meira
 
U19 landslið karla

Árni Snær inn í hópinn hjá U19 karla - 3.9.2009

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur gert eina breytingu á hóp sínum sem leikur tvo vináttulandsleiki gegn Skotum.  Árni Snær Ólafsson úr ÍA kemur inn í hópinn fyrir Arnar Darra Pétursson sem er meiddur. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Elfar Freyr inn í hópinn hjá U21 karla - 3.9.2009

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert eina breytingu á landsliðshóp sínum fyrir leikinn gegn Norður Írum næstkomandi þriðjudag.  Elfar Freyr Helgason úr Breiðabliki er kominn í hópinn og kemur hann fyrir Andrés Már Jóhannesson sem er meiddur. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

FH og Haukar upp í Pepsi-deild kvenna - 3.9.2009

Í gærkvöldi fóru fram síðari viðureignir undanúrslita 1. deildar kvenna og eftir þær er ljóst að Hafnarfjarðarliðin, FH og Haukar, munu leika í Pepsi-deild kvenna að ári.  Þessi félög leika svo úrslitaleikinn í 1. deild kvenna, sunnudaginn 6. september Lesa meira
 
A landslið karla

Hermann ekki með gegn Noregi og Georgíu - 2.9.2009

Hermann Hreiðarsson mun ekki verða með í landsleikjunum sem framundan eru gegn Noregi og Georgíu.  Hermann á við meiðsli að stríða og varð endanlega ljóst nú í kvöld að þessi meiðsli koma í veg fyrir að hann verði með í þessum landsleikjum. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Hollandi á NM U17 kvenna

U17 kvenna hefur leik á föstudag í riðlakeppni EM - 2.9.2009

Dagana 4. - 9. september hefst keppni í riðlakeppni EM U17 kvenna en riðill Íslands fer fram hér á landi.  Mótherjar Íslendinga í þessari riðlakeppni verða Þjóðverjar, Frakkar og Ísraelar.  Fyrsti leikur Íslands fer fram á Vodafonevellinum á föstudaginn og hefst kl. 15:00.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Von á um 1000 Norðmönnum á leikinn - 2.9.2009

Von er á um 1000 Norðmönnum á landsleik Íslands og Noregs á Laugardalsvellinum á laugardaginn.  Búist má við mikilli stemningu hjá rauðklæddum Norðmönnum og er ljóst að ærið verkefni bíður íslenskra áhorfenda líkt og leikmanna. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hvaða lið fara upp úr 1. deild kvenna? - 2.9.2009

Í kvöld ræðst hvaða félög leika í Pepsi-deild kvenna á næsta ári en þá fara fram síðari leikir í undanúrslitum 1. deildar kvenna.  Á Húsavík taka heimastúlkur á móti Haukum og í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti FH. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Úrtakshópur hjá U17 karla á æfingum - 2.9.2009

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Gunnar valdi 27 leikmenn til þessara æfinga og fara æfingarnar fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ. Lesa meira
 
Plakat heimildarmyndarinnar Stelpurnar OKKAR

Síðustu forvöð að sjá Stelpurnar okkar - 2.9.2009

Nú eru allra síðustu forvöð að sjá heimildarmyndina "Stelpurnar okkar" en sýningum verður hætt núna 3. september.  Almennt verð á myndina er 1100 krónur en með því að gefa upp kóðann HZ88 í miðasölu Háskólabíós, fæst miðinn á 750 krónur. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Frábær frumraun - 2.9.2009

Ævintýri íslenska kvenna-landsliðsins í Finnlandi er nú lokið, en af frammistöðu liðsins að dæma er ljóst að þátttaka þeirra í úrslitakeppninni nú er aðeins upphafið að frekari afrekum.  Við erum öll í íslenska landsliðinu og getum verið stolt af framgöngu þess í lokakeppninni í Finnlandi. 

Lesa meira
 
Ólafur Jóhannesson fagnar sigri gegn Makedóníu

Auðvitað eru allir leikir mikilvægir! - 1.9.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, valdi í dag 22 leikmenn til tveggja verkefna sem framundan eru.  Annars vegar er leikur gegn Norðmönnum í undankeppni HM á laugardaginn og hins vegar vináttuleikur gegn Georgíu á miðvikudaginn. Báðir leikirnir verða spilaðir á Laugardalsvelli.  Heimasíðan hitti Ólaf í dag og spjallaði við hann um komandi verkefni.

Lesa meira
 
Frá undirritun samstarfssamning Icelandair og KSÍ

Nýr samstarfssamningur KSÍ og Icelandair undirritaður - 1.9.2009

Knattspyrnusamband Íslands og Icelandair undirrituðu í dag samkomulag um áframhaldandi samstarf til næstu fjögurra ára (2010-2013).  Í samningnum felst stuðningur Icelandair við starfsemi KSÍ á öllum sviðum og nær samningurinn m.a. til allra landsliða Íslands

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðar fyrir handhafa A-passa á Ísland - Noregur - 1.9.2009

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Noregur afhenta fimmtudaginn 3. september frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 karla er sigraði Ísrael með einu marki gegn engu í milliriðli fyrir EM 2008

Vináttulandsleikir gegn Skotum hjá U19 karla - 1.9.2009

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp fyrir 2 vináttulandsleiki gegn Skotum.  Leikið verður ytra og fara leikirnir fram mánudaginn 7. september og miðvikudaginn 9. september.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Tékkum á KR velli 12. ágúst 2009. Tékkar sigruðu með tveimur mörkum gegn engu.

Hópurinn valinn hjá U21 karla fyrir Norður Írland - 1.9.2009

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt hóp sinn er mætir Norður Írum ytra þann 8. september næstkomandi.  Þetta er annar leikur liðsins í riðlakeppninni en Íslendingar töpuðu gegn Tékkum í fyrsta leik sínum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Landsliðshópurinn fyrir leiki gegn Noregi og Georgíu - 1.9.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn fyrir 2 landsleiki á næstu dögum.  Laugardaginn 5. september leikur Ísland við Noreg á Laugardalsvelli og er leikurinn lokaleikur Íslands í undankeppni fyrir HM 2010.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi og fer fram, sem fyrr, í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 
uefa

8-liða úrslitin á fimmtudag og föstudag - 1.9.2009

Lokaumferð C-riðils í úrslitakeppni EM kvennalandsliða í Finnlandi fór fram á mánudag.  Ítalir lögðu Rússa og eru því komnir í 8-liða úrslit, ásamt Englandingum, sem gerðu jafntefli við Svía.  Leikir í 8-liða úrslitum fara fram á fimmtudag og föstudag.

Lesa meira
 
Edda Garðarsdóttir

Edda komin í 75 leiki - 30.8.2009

Edda Garðarsdóttir náði þeim áfanga í leiknum gegn Þjóðverjum á EM að leika sinn 75. A-landsleik fyrir Íslands hönd.  Edda lék sinn fyrsta landsleik árið 1997, gegn Úkraínu í undankeppni HM 1999 á Laugardalsvellinum. 

Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Naumt tap gegn heims- og Evrópumeisturunum - 30.8.2009

Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu töpuðu naumlega gegn heims- og Evrópumeisturum Þjóðverja, í lokaumferð B-riðils í úrslitakeppni EM í Finnlandi.  Stelpurnar ljúka því keppni án stiga, en geta svo sannarlega borið höfuðið hátt eftir þrjá hörkuleiki.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum á EM í Finnlandi

Þrjár breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn við Þjóðverja - 29.8.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari stelpnanna okkar, gerir þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir lokaleik liðsins í úrslitakeppni EM, gegn Þjóðverjum á sunnudag.  Þjóðirnar mætast á Tampere-leikvanginum og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma. 

Lesa meira
 
Merki úrslitakeppni EM kvenna 2009 sem fram fer í Finnlandi

Finnskur dómari á leik Þýskalands og Íslands - 29.8.2009

Dómarinn í leik Þýskalands og Íslands á sunnudag er finnskur og heitir Kirsi Heikkiinen, en hún dæmdi úrslitaleik EM U19 landsliðs kvenna þegar keppnin fór fram á Íslandi árið 2007.  Annar aðstoðardómarinn er einnig finnskur, en hinn aðstoðardómarinn er frá Frakklandi.

Lesa meira
 
374528

Finnar og Hollendingar komnir í 8-liða úrslit - 29.8.2009

Keppni í A-riðli EM kvennalandsliða í Finnlandi lauk í dag.  Finnar höfðu þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins og misstu það ekki þrátt fyrir tap í lokaleiknum, 0-1 gegn Úkraínumönnum.  Úkraína kemst þrátt fyrir þetta ekki upp úr neðsta sætinu þar sem þær úkraínsku höfðu áður tapað fyrir Dönum. Lesa meira
 
Þóra Helgadóttir

Bara markmenn á æfingu í morgun - 29.8.2009

Það voru einungis markmenn kvennalandsliðsins sem voru á séræfingu í morgun, en útileikmenn fengu frí.  Guðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari, fór með þær Þóru, Guðbjörgu og Söndu á æfingu á Hervanta-vellinum. 

Lesa meira
 
England er á EM

Sigrar hjá Englendingum og Svíum - 28.8.2009

Leikið var í C-riðli í úrslitakeppni EM kvennalandsliða í Finnlandi í dag.  Englendingar lögðu Rússa 3-2 eftir að hafa lent 2-0 undir, en svarað með þremur mörkum fyrir hlé.  Svíar eru komnir í 8-liða úrslit eftir öruggan 2-0 sigur á Ítölum, sem áttu ekki möguleika í sænska liðið.

Lesa meira
 
Dóra María Lárusdóttir

Dóra María komin í 50 leiki - 28.8.2009

Dóra María Lárusdóttir lék sinn 50. A-landsleik fyrir Íslands hönd þegar kvennalandsliðið mætti Noregi í Lahti í úrslitakeppni EM í Finnlandi á fimmtudag.  Dóra María lék sinn fyrsta leik árið 2003, gegn Pólverjum í 10-0 metsigri.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn í Finnlandi

Ísland á langbestu stuðningsmennina á EM - 28.8.2009

Það virðist vera samdóma álit allra þeirra sem fylgjast með EM kvennalandsliða í Finnlandi að íslensku stuðningsmennirnir séu þeir langbestu í keppninni.  Íslendingar hafa fjölmennt á leiki íslenska liðsins í Tampere og Lahti og haldið uppi frábærri stemmningu.

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna og 3. deildar karla á laugardag - 27.8.2009

Á laugardaginn verður leikið í undanúrslitum úrslitakeppni 1. deildar kvenna og þá hefjast einnig 8 liða úrslit í úrslitakeppni 3. deildar karla.  Um er að ræða fyrri viðureignir í báðum úrslitakeppnunum og má búast við mikilli baráttu í þessum leikjum. Lesa meira
 
Þær Margrét Erla Þórisdóttir, Silja Jónsdóttir og Hugrún Britta Kjartansdóttir fræddust um starfsemi KSÍ

Fótboltastelpur úr Laugarnesskóla í heimsókn - 27.8.2009

Knattspyrnusambandið á marga góða granna í Laugardalnum og er Laugarnesskóli einn af þeim.  Í dag komu þrjár stúlkur úr 6. bekk skólans í heimsókn og fræddust um starfsemi sambandsins. Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Frakklands í úrslitakeppni EM 2009

Sárt tap gegn Noregi - 27.8.2009

Íslensku stelpurnar töpuðu í kvöld gegn Norðmönnum í öðrum leik liðsins í úrslitakeppni EM sem fram fer í Finnlandi.  Lokatölur urðu 0 - 1 og kom sigurmark leiksins á lokasekúndum fyrri hálfleiks.  Úrslitin þýða að íslenska liðið á ekki lengur möguleika á því að komast í átta liða úrslit. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þjálfari dæmdur í tímabundið bann - 27.8.2009

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli KSÍ gegn Selfoss/KFR vegna leik liðsins gegn Aftureldingu í 3. flokki karla B liða sem fram fór 18. júní síðastliðinn.  Úrskurður hljómar m.a. upp á að þjálfari Selfoss/KFR er dæmdur í tímabundið bann.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Hópurinn valinn hjá U17 kvenna fyrir riðlakeppni EM - 27.8.2009

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn er leikur í riðlakeppni EM.  Riðillinn fer fram hér á landi dagana 4. - 9. september og ásamt Íslendingum leika í riðlinum Þýskaland, Frakkland og Ísrael.

Lesa meira
 
Frá æfingu fatlaðra með landsliðskonunum Eddu Garðarsdóttur og Hólmfríði Magnúsdóttur

Sparkvallaverkefni ÍF og KSÍ heldur áfram - 27.8.2009

Næstu tvo sunnudaga, 30. ágúst og 6. september, heldur Sparkvallaverkefni Íþróttasambands fatlaðra og Knattspyrnusambands Íslands áfram með tveimur æfingum við Laugarnesskóla. Tilgangur þessa verkefnis er að auka áhuga og þátttöku fatlaðra karla og kvenna í knattspyrnu. Lesa meira
 
uefa

Fullt hús hjá Finnum - 27.8.2009

Önnur umferð í A riðli Evrópumóts kvenna fór fram í gær og eru heimastúlkur í góðum málum fyrir lokaumferð riðlakeppninnar.  Finnar lögðu Hollendinga með tveimur mörkum gegn einu og sama markatala var uppi á teningnum þegar að Danir lögðu Úkraínu. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum á EM í Finnlandi

Byrjunarliðið gegn Noregi á fimmtudag - 26.8.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Noregi.  Leikkerfið er hefðbundið og óbreytt frá síðasta leik, en þó er ein breyting gerð á byrjunarliði íslenska liðsins.  Dóra Stefánsdóttir kemur inn á miðjuna í stað Katrínar Ómarsdóttur.

Lesa meira
 
Cristina Dorcioman

Rúmenskur dómari dæmir Ísland - Noreg - 26.8.2009

Það verður rúmenskur dómari við stjórnvölinn þegar að Ísland og Noregur mætast á morgun í úrslitakeppni EM í Finnlandi.  Leikið verður í Lahti og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu

Lesa meira
 
Grótta

Knattspyrnudeild Gróttu auglýsir eftir þjálfurum - 26.8.2009

Knattspyrnudeild Gróttu óskar eftir að ráða til sín þjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Um er að ræða karlaflokka og kvennaflokka. Við leitum að metnaðarfullum einsaklingi sem er tilbúinn í að leggja sitt af mörkum til að efla yngri flokkana hjá félaginu og vinna skv. stefnu félagsins. Lesa meira
 
Merki úrslitakeppni EM kvenna 2009 sem fram fer í Finnlandi

Svíar efstir í C-riðli eftir öruggan sigur - 25.8.2009

Svíar byrjuðu EM með sannfærandi 3-0 sigri á Rússum í 1. umferð riðilsins.  Rússar sáu aldrei til sólar í leiknum og ljóst er að sænska liðið er gríðarsterkt.  Englendingar töpuðu nokkuð óvænt fyrir Ítölum 1-2.  Lesa meira
 
Lahti-leikvangurinn

Mikið endurbættur leikvangur í Lahti - 25.8.2009

Leikur Íslands og Noregs á Lahden-leikvanginum í Lahti á fimmtudag er annar leikurinn í mótinu sem fer fram á leikvanginum.  Nýlega uppgerður leikvangurinn er vel dekkaður í litum keppninnar og skartar sínu fegursta eins og hinir leikvangarnir sem leikið er á.

Lesa meira
 
KSÍ Finnland 250809 007

Endurheimt eftir leikinn við Frakkland - 25.8.2009

Leikmannahópur kvennalandsliðsins var tvískiptur á æfingunni í Hervanta síðdegis í dag, þriðjudag.  Í öðrum hópnum voru þeir leikmenn sem voru í byrjunarliði á móti Frökkum og æfingin var í léttari kantinum hjá þeim leikmönnum.  Æfingin gekk aðallega út á svokallaða endurheimt.

Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Markmiðið sem fyrr að komast upp úr riðlinum - 25.8.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, var vitanlega ósáttur með tap liðsins gegn Frökkum í lokakeppni EM. Hann segir þó í viðtali við heimasíðu KSÍ að tapið breyti litlu um fyrirætlanir og markmiðum liðsins í keppninni.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Dregur til tíðinda í 1. deild kvenna - 25.8.2009

Seinni leikir 8 liða úrslita í 1. deild kvenna fara fram í kvöld og er töluverð spenna í flestum leikjanna.  Fyrsti leikurinn hefst reyndar kl. 15:00 en þá eigast við ÍBV og Sindri í Vestmannaeyjum. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Evrópudeildinni í Austurríki - 25.8.2009

Kristinn Jakobsson mun næstkomandi fimmtudag dæma leik Austria Vín frá Austurríki og Metallurh Donetsk frá Úkraínu en leikið verður í Vín.  Leikurinn er í Evrópudeild UEFA og er seinni viðureign liðanna en fyrri leiknum í Úkraínu lauk með jafntefli, 2 - 2.

Lesa meira
 
Marki Hólfríðar gegn Frökkum fagnað

Óskabyrjun íslenska liðsins dugði ekki - 24.8.2009

Stelpurnar biðu lægri hlut gegn Frökkum í kvöld en þá lék íslenska liðið sinn fyrsta leik í úrslitakeppni EM í Finnlandi.  Lokatölur urðu 3 - 1 Frökkum í vil en í leikhléi var staðan jöfn, 1 - 1.  Hólmfríður Magnúsdóttir kom Íslendingum yfir eftir sex mínútna leik.

Lesa meira
 
KSÍ Finnland 230809 007

Leikdagur 1: Stóra stundin nálgast - 24.8.2009

Leikdagur 1 hjá íslenska kvennalandsliðinu er runninn upp.  Fyrsti leikurinn hjá stelpunum okkar er í dag, gegn Frökkum í Tampere.  Þetta er stór dagur fyrir íslenska knattspyrnu, en leikmenn og þjálfarar eru afslappaðir og fullir tilhlökkunar.

Lesa meira
 
KSÍ Finnland 220809 003

Dagbók Ástu, Katrínar og Rakelar: Apaleikur - 23.8.2009

Dagurinn hér í Tampere hefur gengið fyrirhafnarlaust fyrir sig þar sem að dagskrá dagsins hefur meira og minna verið að borða og hvílast til skiptist. Öll einbeiting hefur verið á Frakkaleikinn á morgun og er mikil spenna og eftirvænting komin í hópinn.

Lesa meira
 
EM stelpurnar okkar

Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum - 23.8.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Frökkum á mánudag.  Þetta er fyrsti leikur íslensks A-landsliðs í úrslitakeppni stórmóts.  Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og fer fram á Ratina leikvanginum í Tampere.  Áfram Ísland!

Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Heimamenn byrja með sigri - 23.8.2009

Heimamenn á EM, Finnar, byrjuðu úrslitakeppnina með kærkomnum 1-0 sigri í fyrsta leik, gegn Dönum á Ólympíuleikvanginum í Helsinki.  Hollendingar tróna á toppi riðilsins eftir tveggja marka sigur á Úkraínu.

Lesa meira
 
tampere-374150

Glæsilegur leikvangur í Tampere - 23.8.2009

Leikvangurinn í Tampere skartar sínu fegursta fyrir fyrsta leik íslenska liðsins í úrslitakeppni EM.  Allur leikvangurinn er merktur keppninni og ekki fer á milli mála að miklu er kostað til að gera leikvanginn sem glæsilegastan.

Lesa meira
 
KSÍ Finnland 230809 002

Nóg að gera hjá Svölu sjúkraþjálfara - 23.8.2009

Það er hefur verið nóg að gera hjá Svölu, sjúkraþjálfara kvennalandsliðsins okkar, í Finnlandi, eins og gengur og gerist í landsliðsferðum, og jafnvel líklegt að meira verði að gera þegar líður á mótið, enda margir leikir með stuttu millibili.

Lesa meira
 
fridaoggugga

Dagbók Fríðu og Guggu:  Mættar á svæðið - 22.8.2009

Ferðin hófst að venju eldsnemma uppá KSÍ og var brunað uppá Keflavíkurflugvöll. Klara greinilega komin með góð sambönd þar en við fengum VIP treatment og fengum að rúlla hratt í gegnum check‘in og vopnaleit.

Lesa meira
 
Rússneski dómarinn Natalia Avdonchenko

Rússneskur dómari á leik Íslands og Frakklands - 22.8.2009

Tilkynnt hefur verið hverjir dæma fyrstu leikina í úrslitakeppni EM í Finnlandi.  Dómarinn í leik Íslands og Frakklands á mánudag er rússneskur.  Aðstoðardómararnir koma frá Ítalíu og Belgíu, og fjórði dómarinn frá Kasakstan.  Eftirlitsmaður UEFA á leiknum er hollenskur.

Lesa meira
 
KSÍ Finnland 220809 004

Vel tekið á því á æfingu - 22.8.2009

Það var vel tekið á því á æfingu hjá stelpunum okkar í Finnlandi í morgun.  Æfingin fór fram á Hervanta-vellinum við Lindforsin-götu í Tampere við frábærar aðstæður.  Völlurinn er iðagrænn og þéttur, sólin skein hátt á lofti, og golan var hlý.

Lesa meira
 
Merki úrslitakeppni EM kvenna 2009 sem fram fer í Finnlandi

EM í beinni í þremur heimsálfum - 21.8.2009

Úrslitakeppni EM-kvennalandsliða verður í beinni útsendingu í þremur heimsálfum.  Í flestum tilfellum eru sjónvarpsstöðvar að kaupa sýningarréttinn að ákveðnum leikjum í keppninni, en ein stöð, Eurosport, sýnir alla leiki keppninnar beint.  RÚV sýnir beint frá keppninni á Íslandi.

Lesa meira
 
KSÍ 210809 003

Drógu út vinningshafa í EM-leik Fríhafnarinnar - 21.8.2009

Eins og kunnugt er hélt kvennalandslið Íslands til Finnlands á föstudagsmorgunn, þar sem liðið leikur í úrslitakeppni  EM.  Áður en stelpurnar héldu í flugvélina drógu þær út vinningshafa í EM-leik Fríhafnarinnar, sem m.a. var auglýstur á emstelpurnar.is.

Lesa meira
 
Hjaltalín og stelpurnar á æfingu

Hjaltalín mætti á síðustu æfinguna - 21.8.2009

Síðasta æfing stelpnanna hér á landi fyrir úrslitakeppnina fór fram í gær og þá mættu liðsmenn hljómsveitarinnar Hjaltalín færandi hendi.  Gáfu þeir hópnum 30 eintök á nýjasta disknum sínum en Hjaltalín mun vera með tónleika í Finnlandi á meðan riðlakeppninni stendur.  Lesa meira
 
Stelpurnar okkar á flugvellinum í Keflavík

Stelpurnar héldu utan í morgun - 21.8.2009

Eldsnemma í morgun hélt landsliðshópurinn til Finnlands en fyrsti leikur íslenska liðsins verður á mánudaginn gegn Frökkum.  Leikmennirnir eru 22 og þar fyrir utan eru 14 manns, sem koma að liðinu á einn eða annan hátt, sem einnig fóru nú í morgun.

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Lokaumferð 3. deildar karla fer fram um helgina - 21.8.2009

Um helgina fer fram lokaumferðin í 3. deild karla og er hörð barátta um sæti í úrslitakeppninni á nokkrum vígstöðvum.  Átta lið komast í úrslitakeppnina en hún hefst laugardaginn 29. ágúst þegar fyrri leikirnir í 8 liða úrslitum fara fram.

Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006. Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna hefst á laugardag - 21.8.2009

Laugardaginn 22. ágúst hefst úrslitakeppni 1. deildar kvenna með fjórum leikjum og er um að ræða fyrri viðureignir í 8 liða úrslitum.  Í 1. deild kvenna var leikið í tveimur riðlum og komust fjögur efstu lið hvors riðils í úrslitakeppnina og tekur nú við útsláttarkeppni.

Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Ekki æft á keppnisvöllum í Turku og Tampere - 20.8.2009

UEFA hefur tilkynnt að keppnisvellirnir í Turku og Tampere í Finnlandi séu ekki í ákjósanlegu standi.  Af þeim sökum geta þau lið sem eiga leiki á þessum völlum á fyrsta leikdegi sínum ekki æft þar daginn fyrir leiki sína.  Ísland leikur fyrsta leik sinn á EM, gegn Frakklandi, í Tampere.

Lesa meira
 
Edda Garðarsdóttir

Pistill frá Eddu Garðarsdóttur - 20.8.2009

Biðin hefur verið löng og ströng síðan að áhangendur íslenska kvennalandsliðsins sungu hástöfum „ÍSLAND Á EM !!!“ þegar við skautuðum yfir Írana í vetur.  Nú er leikurinn við Serbíu í HM búinn og við tekur EM 2009 í öllum sínum dýrðarinnar ljóma. Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Tap í fyrsta leik hjá Hvöt í Evrópukeppninni - 19.8.2009

Hvatarmenn töpuðu sínum fyrsta leik í riðlakeppni Evrópukeppninnar í Futsal en leikið er í Austurríki.  Andstæðingarnir í dag voru Asa Tel-Aviv frá Ísrael og höfðu þeir betur, sigruðu með fimm mörkum gegn tveimur. Lesa meira
 
Hópurinn hjá U17 kvenna sem að fór á Norðurlandamótið í Svíþjóð 2009

Æfingaleikur hjá U17 kvenna  - Leikið á Fjölnisvelli - 19.8.2009

Stelpurnar í U17 kvenna leika á sunnudaginn æfingaleik við Aftureldingu/Fjölni og fer leikurinn fram á Fjölnisvelli en ekki Varmárvelli eins og áætlað var í fyrstu.  Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 18 leikmenn sem munu spreyta sig í þessum leik.

Lesa meira
 
UEFA

Tvöföld úttekt UEFA á leyfiskerfinu framundan - 19.8.2009

Það verður nóg að gera hjá leyfisstjórn í september þar sem framkvæmdar verða tvær úttektir á leyfiskerfi KSÍ og gögnum þeirra félaga sem undirgangast kerfið.  Báðar skoðanirnar fara fram í sömu vikunni, en eru þó algerlega aðskildar og ólíkir þættir skoðaðir.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Hollandi á NM U17 kvenna

Óskað eftir sjálfboðaliðum vegna riðils í EM hjá U17 kvenna - 19.8.2009

Dagana 3. - 10. september verður haldin hér á landi riðill í undankeppni EM hjá U17 kvenna.  Ásamt Íslendingum leika þar Þýskaland, Frakkland og Ísrael.  KSÍ óskar eftir sjálfboðaliðum til að starfa við þetta mótshald. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leik Fram og Grindavíkur frestað - 19.8.2009

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að fresta leik Fram og Grindavíkur í Pepsi-deild karla sem vera á fimmtudaginn 20. ágúst vegna verulegra veikinda í leikmannahópi Grindavíkur. Nýr leikdagur hefur verið ákveðinn 26. ágúst.

Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Training Ground með umfjöllun um íslenska liðið - 19.8.2009

Einn hluti af hinni viðamiklu heimasíðu UEFA, Training Ground, hefur að undanförnu fjallað um þær þjóðir sem leika í úrslitakeppni EM í Finnlandi sem hefst nú eftir fimm daga.  Nú er röðin komin að íslenska liðinu og eru viðtöl við Margréti Láru og Sigurð Ragnar en þau voru tekin í Englandi í síðasta mánuði.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ þjálfaranámskeið í haust 2009 - 19.8.2009

Núna stendur yfir undirbúningur hjá fræðsludeild KSÍ fyrir þjálfaranámskeiðin sem fyrirhuguð eru nú á haustmánuðum.  Ef félög á landsbyggðinni óska eftir að fá til sín námskeið er þeim bent á að hafa samband við Fræðsludeild KSÍ en lágmarksfjöldi þátttakenda á þeim námskeiðum eru tólf.

Lesa meira
 
Hvöt

Hvöt leikur í Futsal Cup í dag - 19.8.2009

Hvatarmenn heyja frumraun sína í Evrópukeppni í dag þegar þeir leika fyrsta leik sinn í F riðli Evrópukeppninnar í Futsal (Futsal Cup).  Riðillinn er leikinn í Austurríki og eru mótherjarnir í dag Asa-Tel Aviv frá Ísrael.  Önnur lið í riðlinum eru Erebuni Yerevan frá Armeníu og gestgjafarnir í FC Allstars. Lesa meira
 
EM stelpurnar okkar

Hverjar velur þú í draumaliðið í þitt? - 18.8.2009

Á heimasíðu UEFA má finna draumaliðsleik fyrir úrslitakeppni EM kvenna sem hefst í Finnlandi næstkomandi sunnudag.  Þátttakendur velja þá sitt draumalið og fá stig í samræmi við frammistöðu sinna leikmanna í keppninni.

Lesa meira
 
Frá gerð auglýsingu fyrir Mænuskaðstofnun

Stelpurnar í auglýsingu fyrir Mænuskaðastofnun - 18.8.2009

Mænuskaðastofnun er sjálfseignarstofnun sem hefur það að markmiði sínu að stuðla að því með öllum tiltækum ráðum að lækning á mænuskaða verði að veruleika.  Stofnunin leitaði til nokkurra landsliðskvenna til þess að vekja athygli á starfsemi stofnunarinnar og var það auðsótt mál.

Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir í búningi landsliðsins sem leikið verður í gegn Frökkum.

Sérmerktir búningar landsliðsins fyrir Finnland - 18.8.2009

Búningar landsliðsins í Finnlandi verða sérmerktir hverjum leik í riðlakeppni úrslitakeppninnar.  Kemur fram heiti leiksins, leikdagur og leikstaður sem og að fornafn leikmanna verður aftan á treyjunni.

Lesa meira
 
Frá æfingu kvennalandsliðsins í Colchester fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi

Vika í fyrsta leik Íslands á EM í Finnlandi - 17.8.2009

Í dag er rétt vika í að íslensku stelpurnar þreyti frumraun sína í úrslitakeppni EM í Finnlandi þegar liðið mætir Frökkum, 24. ágúst í Tampere.  Mótið hefst þó degi áður þegar leikið verður í A riðli.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á leikjum hjá Grindavík - 17.8.2009

Vegna veikinda í liði Grindavíkur og frestunar á leik Grindavíkur og ÍBV hefur mótanefnd KSÍ ákveðið eftirfarandi breytingar á leikjum í Pepsi-deild karla: Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Ísland - Noregur 5. september - Miðasala hafin - 17.8.2009

Íslendingar og Norðmenn mætast á Laugardalsvellinum laugardaginn 5. september kl. 18:45.  Þetta er lokaleikur íslenska liðsins í undankeppni HM 2010 og er miðasala á leikinn hafin.  Hægt er að kaupa miða í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 
Stelpurnar okkar á góðri stund

Sjö leikmenn heiðraðir fyrir landsleikjaáfanga - 15.8.2009

Eftir leik kvennalandsliða Íslands og Serbíu í undankeppni HM 2011, þar sem íslenska liðið vann glæsilegan 5-0 sigur, voru sjö leikmenn heiðraðir fyrir landsleikjaáfanga.  Fjórir leikmenn voru heiðraðir fyrir að hafa náð að leika 50 landsleiki.

Lesa meira
 
Margrét Lára Viðarsdóttir fagnar enn einu markinu

Fjögur mörk frá Margréti Láru - 15.8.2009

Það er óhætt að segja að Margrét Lára Viðarsdóttir hafi tekið markaskóna með sér á Laugardalsvöllinn í dag.  Hún skoraði fjögur mörk gegn Serbíu í 5-0 sigri íslenska liðsins, í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2011.  Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Búningamál Serbanna komin á hreint - 15.8.2009

Eins og greint var frá hér á vefnum í gær týndist stór hluti farangurs serbneska landsliðsins á ferðalaginu til Íslands. Þessi mál eru nú komin á hreint.  Serbneska liðið leikur í æfingasettinu sínu.   Ísland mun leika í alhhvítum búningum. 

Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Byrjunarliðið gegn Serbum á laugardag - 14.8.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Serbíu í undankeppni HM 2010 á laugardag.  Íslenska liðið mun vafalaust sækja til sigurs gegn Serbum og það verður að segjast eins og er að uppstillingin er ekki árennileg.

Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Átta leikmenn frá Masinac PZP í serbneska hópnum - 14.8.2009

Leikmenn frá serbenska liðinu Masinac PZP eru fjölmennir í landsliðshópi Serba fyrir landsleikinn gegn Íslendingum á Laugardalsvelli á laugardag.  Alls koma 8 leikmenn frá Masinac. 

Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Serbarnir í hremmingum með keppnisbúningana - 14.8.2009

Stór hluti af farangri serbneska kvennalandsliðsins skilaði sér ekki til Íslands fyrir leikinn gegn Íslandi á Laugardalsvelli á laugardag.  Á meðal þess sem týndist, líklegast í millilendingu í París, er keppnisbúningasett liðsins og takkaskór nokkurra leikmanna. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Leik KS/Leifturs og Hamars frestað - 14.8.2009

Leik KS/Leifturs og Hamars í 2. deild karla, sem fara átti fram á laugardag, hefur verið frestað vegna veikinda stórs hluta leikmannahóps Hamars.  Hamar óskaði eftir frestun vegna þessa og féllst mótanefnd KSÍ á beiðnina.

Lesa meira
 
Ingibjörg Hinriksdóttir

Með stjörnur í augum - 14.8.2009

Kannanir hafa sýnt að fyrirmyndir og markmiðasetning í íþróttum skipta gríðarlega miklu máli. Í dag njóta ungir knattspyrnuiðkendur þess að geta horft jafnt til Eiðs Smára og Margrétar Láru í leit sinni að fyrirmyndum. Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir

Ætlar að vera í toppformi á EM - 14.8.2009

Á föstudag var haldinn blaðamannafundur fyrir landsleik Íslands og Serbíu, sem er fyrsti leikur þjóðanna í undankeppni HM 2011. Vefur KSÍ spjallaði stuttlega við landsliðskonuna Hólmfríði Magnúsdóttur og spurði hana um leikinn á morgun og EM sem framundan er.

Lesa meira
 
HK

Fossvogsmót HK 2009 - 14.8.2009

Fossvogsmót HK fyrir 4., 5., 6. og 7. flokk kvenna verður haldið í Fagralundi í Kópavogi dagana 22. - 23. ágúst 2009.  Keppt er í 7 manna liðum í öllum flokkum.  Pylsur, drykkur og sundmiði í boði HK í lok hvors mótsdags. Lesa meira
 
Knattþrautir í fullum gangi

Knattþrautir hjá Þrótti, Ægi, HK og Selfossi - 14.8.2009

Knattþrautir KSÍ halda áfram að vekja mikla athygli og þátttakan hefur verið frábær hvar sem knattþrautirnar hafa verið kynntar.  Dagskrá næstu viku liggur fyrir og að venju mun Gunnar Einarsson, umsjónarmaður knattþrautanna, fara um víðan völl.

Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Fjallað um kvennalandsliðið á uefa.com Magazine - 14.8.2009

Fjallað er um kvennalandslið Íslands á Magazine hluta vefns UEFA - uefa.com og rætt við Sigurð Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfara, og Margréti Láru Viðarsdóttur, sóknarmann íslenska liðsins.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leik Grindavíkur og ÍBV frestað - 14.8.2009

Leik Grindavíkur og ÍBV í Pepsi-deild karla, sem fara átti fram á sunnudag, hefur verið frestað vegna veikinda stórs hluta leikmannahóps Grindavíkur.  Grindavík óskaði eftir frestun vegna þessa og féllst mótanefnd KSÍ á beiðnina.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Norræna dómararáðstefnan haldin hér á landi í ár - 14.8.2009

Norræna dómararáðstefnan, sem haldin er annað hvert ár, fer fram hér á Íslandi dagana 14. til 16. ágúst.  Ráðstefnuna sitja fulltrúar úr dómaranefndum allra Norðurlandanna, auk fulltrúa Norðurlandanna í dómaranefndum FIFA og UEFA.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Valur mætir ítölsku liði í 32-liða úrslitum - 14.8.2009

Dregið hefur verið í 32-liða úrslit Meistaradeildar UEFA í kvennaflokki.  Íslandsmeistarar Vals drógust gegn ítalska liðinu Torres Calcio F.  Sigurvegarinn í viðureigninni mætir svo sigurvegaranum í viðureign Unia Racibórz og SV Neulengbach.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Kveðjum stelpurnar okkar með stæl! - 14.8.2009

Ætlar þú á leikinn hjá stelpunum okkar við Serbíu á laugardag?  Nældu þér þá í miða tímanlega. Handhafar A-aðgönguskirteina og börn 16 ára og yngri þurfa ekki miða.  Fjölmennum á leikinn og gefum stelpurnum okkar þá kveðjujöf sem þær eiga skilið!

Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Miðasölu á úrslitakeppni EM kvenna lokið hjá KSÍ - 13.8.2009

Eins og kunnugt er leikur kvennalandslið Íslands í lokakeppni EM í Finnlandi síðar í mánuðinum.  Hægt hefur verið að kaupa miða á leiki íslenska liðsins á skrifstofu KSÍ, en þeirri miðasölu er nú lokið.  Þó er enn hægt að kaupa miða í gegnum vef UEFA

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Fara á námskeið um "fimm dómara kerfið" - 13.8.2009

Kristinn Jakobsson, FIFA-dómari, og Guðmundur Ingi Jónsson, dómaraeftirlitsmaður, munu sækja námskeið á vegum UEFA 24. ágúst.  Efni námskeiðsins er hið svokallaða "5 dómara kerfi" sem prófa á í Evrópudeild UEFA í haust.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Íslenskur dómarakvartett í Evrópudeild UEFA - 13.8.2009

Íslenskur dómarakvartett verður á leik austurríska liðsins FK Austria Wien og FC Metallurh Donetsk frá Úkraínu.  Um er að ræða síðari viðureign liðanna í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildar UEFA.  Leikurinn fer fram á Franz Horr-leikvanginum í Vín.

Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Þriðja viðureign Íslands og Serbíu á þremur árum - 13.8.2009

Kvennalandslið Íslands og Serbíu mætast í undankeppni HM 2011 á Laugardalsvelli á laugardag kl. 14:00.  Þetta er fyrsti leikur beggja liða í undankeppninni, en þriðja viðureignin á þremur árum.  Ísland og Serbía voru saman í riðli í undankeppni EM 2009.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Sigurður Hannesson dómaraeftirlitsmaður á Dinamo Zagreb - Hearts - 13.8.2009

Sigurður Hannesson, eftirlitsmaður KSÍ, hefur verið settur dómaraeftirlitsmaður á viðureign króatíska liðsins Dinamo Zagreb og Heart of Midlothian frá Skotlandi, en liðin mætast á Maksimir-leikvanginum í Zagreb í Króatíu fimmtudaginn 20. ágúst. 

Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Austurrískt dómaratríó á Ísland-Serbía - 12.8.2009

A landslið kvenna leikur fyrsta leik sinn í undankeppni HM 2011 á laugardag, þegar liðið tekur á móti Serbum á Laugardalsvellinum kl. 14:00.  Dómaratríóið á leiknum á laugardag kemur frá Austurríki. 

Lesa meira
 
Kristján Örn Sigurðsson í landsleik gegn Spánverjum á Laugardalsvelli í september 2007

1-1 jafntefli gegn Slóvökum - 12.8.2009

Ísland og Slóvakía skildu jöfn í vináttulandsleik þjóðanna í Laugardalnum í kvöld.  Lokatölur leiksins urðu 1-1 og gátu bæði lið verið nokkuð sátt með sinn hlut.  Kristján Örn Sigurðsson skoraði mark Ísland í leiknum, jafnaði metin í síðari hálfleik með hörkuskalla. Lesa meira
 
Merki U21 karla

Tveggja marka tap gegn Tékkum á KR-vellinum - 12.8.2009

U21 landslið karla tapaði fyrir Tékkum í undankeppni EM 2011 á KR-vellinum í dag.  Tékkar skoruðu tvö mörk í seinni hálfleik og reyndust það einu mörk leiksins.  Tékkar eru því með fullt hús stiga í riðlinum eftir tvo leiki og hafa ekki fengið á sig mark.

Lesa meira
 
Heiðar Helguson

Ólafur hefur tilkynnt byrjunarliðið gegn Slóvökum - 12.8.2009

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir vináttulandsleikinn gegn Slóvakíu á Laugardalsvelli í kvöld.  Sölvi Geir Ottesen Jónsson verður í miðverðinum, Ólafur Ingi Skúlason kemur inn á miðjuna og Heiðar Helguson í framherjastöðuna.

Lesa meira
 
Merki U21 karla

Byrjunarlið U21 karla gegn Tékkum - 12.8.2009

U21 landslið karla hefur leik í undankeppni EM í dag, þegar liðið mætir Tékkum á KR-velli kl. 15:30.  Aðeins einum leik í riðlinum er lokið, þar sem Tékkar unnu 8-0 stórsigur á San Marínó í júní.  Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
Ásta Árnadóttir

Ásta Árna sýnir heljarstökks-innköstin sín á uefa.com - 12.8.2009

Ásta Árnadóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og ein af EM stelpunum okkar, er kynnt sérstaklega á Training Ground kennsluvefnum hjá uefa.com.  Um er að ræða kennsluefni og er Ásta að sýna hvernig hún tekur hin frægu heljarstökks-innköst sín. Lesa meira
 
Eiður Smári í leik gegn Azerbaijan

Ísland - Slóvakía í dag kl. 19:00 - 12.8.2009

Í dag, miðvikudag kl. 19:00, mætast á Laugardalsvelli Ísland og Slóvakía en um er að ræða vináttulandsleik á milli þjóðanna.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi í miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 
Marek Cech

Landsliðshópur Slóvaka - 11.8.2009

Landslið Slóvakíu hefur verið á mikilli uppleið að undanförnu og hefur gengið mjög vel í undankeppni HM 2010.  Í landsliðshópnum eru margir sterkir leikmenn og liðið er gríðarlega öflugt.

Lesa meira
 
Knattþrautir í Vestmannaeyjum

Knattþrautir í Vestmannaeyjum - 11.8.2009

Góð þátttaka var í knattþrautum í Vestmannaeyjum þegar Gunnar Einarsson, umsjónarmaður knattþrauta KSÍ, og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, skelltu sér til Eyja og kynntu verkefnið, sem hefur hlotið gríðarlega góða undirtektir.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Æfingaleikur hjá U17 kvenna á föstudag - 11.8.2009

U17 landslið kvenna tekur þátt í undankeppni EM í byrjun september.  Riðill Íslands fer fram hér á landi og leikur íslenska liðið við Frakkland, Þýskaland og Ísrael. Næstkomandi föstudag, 14. ágúst, er fyrirhugaður æfingaleikur við mfl. kvenna hjá Stjörnunni.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ragnar Sig veikur - Baldur Sig valinn í hans stað - 11.8.2009

Ólafur Jóhannesson þjálfari hefur gert fjórðu breytinguna á landsliðshópnum sem mætir Slóvökum á Laugardalsvelli á miðvikudag.  Ragnar Sigurðsson er veikur, og í hans stað hefur Ólafur valið Baldur Sigurðsson úr KR.

Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Þessar dæma í úrslitakeppni EM í Finnlandi - 11.8.2009

UEFA hefur ákveðið hvaða dómarar verða að störfum í úrslitakeppni EM kvennalandsliða, sem fram fer í Finnlandi í ágúst og september.  Níu dómarar, tólf aðstoðardómarar og þrír varadómarar munu sjá um dómgæsluna á mótinu.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Íslensk dómaratríó í vináttulandsleikjum á miðvikudag - 11.8.2009

Tvö íslensk dómaratríó verða að störfum í vináttulandsleikjum á miðvikudag, annars vegar í Danmörku og hins vegar á Norður-Írlandi.  Jóhannes Valgeirsson dæmir leik Norður-Írlands og Ísraels og Kristinn Jakobsson dæmir viðureign Danmerkur og Chile.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Tólfan verður að venju í I-hólfinu gegn Slóvakíu - 10.8.2009

Hvar er mesta fjörið á landsleikjum á Laugardalsvelli?  Hvar á maður að kaupa sér miða ef maður vill komast í brjálaða stemmningu?  Nú það er auðvitað í I-hólfinu, því þar er Tólfan!

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Danskt dómaratríó á Ísland-Slóvakía á miðvikudag - 10.8.2009

Dómaratríóið í vináttuleik Íslands og Slóvakíu á miðvikudag kemur frá Danmörku.  Fjórði dómarinn er íslenskur, Gunnar Jarl Jónsson, sem og eftirlitsmaðurinn, Eyjólfur Ólafsson

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Atli Guðnason valinn besti leikmaður umferða 8-15 - 10.8.2009

Viðurkenningar fyrir umferðir 8-15 í Pepsi-deild karla voru afhentar í hádeginu í dag, mánudag.  Atli Guðnason var valinn besti leikmaður umferðanna, Logi Ólafsson besti þjálfarinn, Kristinn Jakobsson besti dómarinn og þá fengu stuðningsmenn KR viðurkenningu.

Lesa meira
 
Úr vináttulandsleik Íslands og Kanada 22. ágúst 2007

Hannes Þór og Bjarni Ólafur inn í hópinn gegn Slóvakíu - 10.8.2009

Markvörðurinn Árni Gautur Arason og fyrirliðinn Hermann Hreiðarsson geta ekki verið með í vináttulandsleiknum gegn Slóvakíu á miðvikudag og í þeirra stað hafa Hannes Þór Halldórsson markvörður Fram og Bjarni Ólafur Eiríksson leikmaður Vals verið valdir.  Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Pollamót KSÍ 2009 - 10.8.2009

Svæðisbundin úrslitakeppni í Pollamóti KSÍ fer fram helgina 15.-16. ágúst.  Leikið er annars vegar SV-lands og hins vegar NL / AL og er leikið á Fylkisvelli og ÍR-velli í Reykjavík, og á KA-velli á Akureyri.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Hnátumót KSÍ 2009 - 10.8.2009

Svæðisbundin úrslitakeppni í Hnátumóti KSÍ fer fram helgina 15.-16. ágúst.  Leikið er annars vegar SV-lands og hins vegar NL / AL og fara leikirnir fram að Ásvöllum í Hafnarfirði, á Víkingsvelli í Reykjavík og á Fellavelli á Egilsstöðum. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Viðurkenningar fyrir 8-15 umferð í Pepsi-deild karla afhentar í dag - 10.8.2009

Í hádeginu í dag verða afhentar viðurkenningar fyrir 8 - 15 umferð í Pepsi-deild karla og athöfnin fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Að venju verður kynnt lið umferðanna, besti leikmaður, besti þjálfari og besti dómari, auk þess sem stuðningsmenn verða verðlaunaðir. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Úrtökumót KSÍ fyrir drengi fædda árið 1994 - 7.8.2009

Úrtökumót KSÍ fyrir drengi fædda árið 1994 fer fram að Laugarvatni 14. - 16. ágúst.   Rúmlega 60 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu hafa verið boðaðir.  Smellið hér að neðan til að skoða nánari upplýsingar um mótið.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðar á Ísland - Slóvakía fyrir handhafa A-passa - 7.8.2009

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Slóvakíu afhenta mánudaginn 10. ágúst frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. 

Lesa meira
 
Valgeir Valgeirsson

Valgeir dæmir í Svíþjóð á sunnudaginn - 7.8.2009

Síðastliðin ár hafa knattspyrnusambönd á Norðurlöndunum haft með sér samstarf um dómaraskipti og hafa þá dómarar ferðast á milli þessara landa og dæmt leiki.  Valgeir Valgeirsson dómari mun á sunnudaginn dæma leik í næst efstu deildinni í Svíþjóð. 

Lesa meira
 
A landslið karla

Pálmi Rafn inn í hópinn fyrir Slóvakíuleikinn - 7.8.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á landsliðshóp sínum er mætir Slóvökum í vináttulandsleik næstkomandi miðvikudag á Laugardalsvelli.  Pálmi Rafn Pálmason kemur inn í hópinn í stað Arnórs Smárasonar sem er meiddur.

Lesa meira
 
Plakat heimildarmyndarinnar Stelpurnar OKKAR

Heimildarmyndin Stelpurnar okkar - 7.8.2009

Síðustu tvö ár hafa þær Þóra Tómasdóttir og Hrafnhildur Gunnarsdóttir, fylgt íslenska kvennalandsliðinu eins og skugginn.  Afrakstur þess eltingaleiks er svo hægt að berja augum í Háskólabíói í næstu viku en þá verður frumsýnd heimildarmyndin "Stelpurnar okkar"

Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Mín skoðun komin í loftið - 7.8.2009

Fjölmiðlamaðurinn góðkunni, Valtýr Björn Valtýsson, hefur farið af stað að nýju með íþróttaþáttinn sinn "Mín Skoðun".  Þátturinn er á dagskrá á útvarpsstöðinni Xið 977 og er á dagskrá á milli 8 og 10 á morgnana, alla virka daga.

Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl kominn í hóp A-dómara - 5.8.2009

Á fundi dómaranefndar, þann 29. júlí síðastliðinn, var ákveðið að Gunnar Jarl Jónsson yrði hækkaður upp í hóp A-dómara.  Gunnar Jarl, sem er 25 ára, hefur farið hratt upp dómaralistann og er einn af okkar alefnilegustu dómurum í dag.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla mætir Tékkum - Hópurinn tilkynntur - 5.8.2009

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Tékkum í undankeppni EM 2011.  Leikurinn fer fram á KR-velli, miðvikudaginn 12. ágúst og hefst kl. 15:30. 

Lesa meira
 
Íslensku stelpurnar fagna marki gegn Írum

Hópurinn tilkynntur fyrir úrslitakeppni EM í Finnlandi - 5.8.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag þá 22 leikmenn sem taka þátt í úrslitakeppni EM í Finnlandi en Ísland leikur sinn fyrsta leik þar 24. ágúst.  Á undan er hinsvegar leikur hér á Laugardalsvelli gegn Serbum í undankeppni HM 2011 en sá leikur fer fram 15. ágúst.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Reykjavíkurslagur í undanúrslitum VISA bikars karla - 5.8.2009

Í hádeginu í dag var dregið í undanúrslitum VISA bikars karla og fór athöfnin fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Boðið verður upp á Reykjavíkurslag því Fram og KR mætast í öðrum leiknum en í hinum leiknum eigast við Keflavík og Breiðablik.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Dregið í undanúrslitum VISA bikars karla í dag - 5.8.2009

Í dag verður dregið í undanúrslitum VISA bikars karla og hefst drátturinn kl. 12:00.  Þau fjögur félög sem eftir eru í pottinum eru: Breiðablik, Fram, Keflavík og KR.  Dregið verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Kristinn dæmir í Evrópudeildinni í Hollandi - 5.8.2009

Kristinn Jakobsson verður á ferðinni á morgun þegar hann dæmir seinni leik hollenska liðsins NAC Breda og pólska liðsins Polonia Varsjá í Evrópudeild UEFA.  Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Oddbergur Eiríksson og fjórði dómari verður Magnús Þórisson.

Lesa meira
 
Kvenna_fagnar

EM hópurinn tilkynntur á morgun - 4.8.2009

Á morgun kl. 12:45 mun Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynna á blaðamannafundi þá 22 leikmenn sem leika munu í úrslitakeppni EM í Finnlandi.  Þessi hópur mun einnig taka þátt í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2011 gegn Serbíu á Laugardalsvelli, laugardaginn 15. ágúst.

Lesa meira
 
Frá knattþrautum KSÍ á Húsavík

Dagskrá knattþrauta næstu tvær vikur - 4.8.2009

Gunnar Einarsson heldur áfram að leyfa krökkum úr 5. flokki að spreyta sig á knattþrautum KSÍ.  Næstu tvær vikur heldur hann sig að mestu á suðvesturhorni landsins en á morgun verða Valsstelpur heimsóttar að Hlíðarenda.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Hópurinn fyrir vináttulandsleik gegn Slóvakíu tilkynntur - 4.8.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Slóvakíu sem fer fram á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 12. ágúst.  Einn nýliði er í hópnum að þessu sinni en það er Atli Viðar Björnsson úr FH.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

EM stelpurnar okkar - 4.8.2009

Á morgun, miðvikudag, mun Ríkissjónvarpið sýna fyrsta þáttinn af fjórum þar sem fjallað er um stelpurnar í kvennalandsliðinu.  Sýnd verða viðtöl við stelpurnar ásamt annarri umfjöllun um liðið og mótið framundan. 

Lesa meira
 
Frakkland_logo

Frakkar lágu á heimavelli - 4.8.2009

Fyrstu mótherjar Íslendinga í úrslitakeppni EM kvenna í Finnlandi, Frakkar, léku um helgina vináttulandsleik gegn Japan.  Leikið var í Frakklandi og lágu heimastúlkur fyrir japanska liðinu en lokatölur urðu 0-4.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, var á leiknum

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í undanúrslitum VISA bikars karla á miðvikudag - 4.8.2009

Á sunnudaginn varð ljóst að KR varð fjórða félagið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum VISA bikars karla.  Þeir verða því í hattinum ásamt Breiðablik, Fram og Keflavík þegar dregið verður í undanúrslitum.  Drátturinn fer fram á morgun, miðvikudaginn 5. ágúst og hefst kl. 12:00.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Þrándheimi 2009. Sigur vannst í leiknum, 2-0

Strákarnir höfnuðu í fjórða sæti á Norðulandamótinu - 3.8.2009

Strákarnir í U17 höfnuðu í fjórða sæti á opna Norðurlandamótinu sem fram fór í Þrándheimi í Noregi.  Í leiknum um þriðja sætið töpuðu strákarnir gegn heimamönnum í hörkuleik, 3 - 5, eftir að Norðmenn leiddu í hálfleik með tveimur mörkum gegn engu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Þrándheimi 2009. Sigur vannst í leiknum, 2-0

Sigur á Finnum hjá U17 karla - 31.7.2009

Strákarnir í U17 karla unnu góðan sigur á Finnum í lokaumferð riðakeppni opna Norðurlandamótsins en leikið er í Þrándheimi.  Strákarnir skoruðu fjögur mörk gegn einu Finna og komu öll mörkin í síðari hálfleik.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót KSÍ fyrir stúlkur fæddar árið 1994 - 31.7.2009

Úrtökumót KSÍ fyrir stúlkur fæddar árið 1994 fer fram að Laugarvatni 7. - 9. ágúst.   Tæplega 40 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu hafa verið boðaðir.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Valur - KR á Vodafonevellinum - Sunnudaginn kl. 18:00 - 31.7.2009

Lokaleikur fjórðungsúrslita VISA bikars karla fer fram sunnudaginn 2. ágúst.  Reykjavíkurfélögin Valur og KR mætast þá á Vodafonevellinum kl. 18:00.  Þessir nágrannar keppast um fjórða sætið í undanúrslitunum en fyrir þar eru Breiðablik, Fram og Keflavík.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frítt fyrir yngri iðkendur, öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland - Slóvakía - 31.7.2009

KSÍ hefur ákveðið að bjóða yngri iðkendum aðildarfélaga sinna sem og öryrkjum og ellilífeyrisþegum, ókeypis aðgang að vináttulandsleik Íslands og Slóvakíu sem fram fer á Laugardalsvelli 12. ágúst næstkomandi kl. 19:00. 

Lesa meira
 
Fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, Tony Knapp

Tony Knapp mótaði landsliðsþjálfara Noregs - 31.7.2009

Á næstu dögum munu birtast umfjallanir um þau lið er leika í úrslitakeppni EM kvenna í Finnlandi sem hefst 23. ágúst næstkomandi.  Þessar umfjallanir eru í formi myndbanda en þar er rætt við lykilmenn og þjálfara liðanna ásamt því að fjallað er um liðin á ýmsan hátt.

Lesa meira
 
Merki úrslitakeppni EM kvenna 2009 sem fram fer í Finnlandi

Þýski hópurinn tilbúinn fyrir Finnland - 31.7.2009

Silvia Neid, landsliðsþjálfari Þjóðverja, hefur tilkynnt þá 22 leikmenn sem leika í úrslitakeppni EM kvenna í Finnlandi.  Þýska liðið, sem flestir telja það sigurstranglegasta, er leikreynt en 16 leikmenn hópsins voru í liðinu sem varð heimsmeistari í Kína fyrir tveimur árum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Þrándheimi 2009. Sigur vannst í leiknum, 2-0

U17 karla leikur við Finnland - Byrjunarliðið - 31.7.2009

Í dag kl. 14:00 leikur íslenska U17 karlalandsliðið lokaleik sinn í riðlakeppni Norðurlandamótsins sem fer fram í Þrándheimi þessa dagana.  Mótherjarnir í dag eru Finnar og hefur Gunnar Guðmundsson tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn.

Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Lokadagur félagaskipta er í dag, föstudaginn 31. júlí - 31.7.2009

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga, eru félagaskipti innanlands ekki heimil frá og með 1. ágúst til og með 20. febrúar.  Lokadagur félagaskipta er því í dag, föstudaginn 31. júlí, og verða allar tilkynningar um félagaskipti (fullfrágengnar) að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild UEFA kvenna hófst í dag - 30.7.2009

Í dag hófst undankeppni Meistaradeildar UEFA kvenna en hún samanstendur af sjö riðlum með fjórum félögum.  Frá og með 32 liða úrslitum er leikið með útsláttarfyrirkomulagi en dregið verður í þau þann 14. ágúst næstkomandi.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

KR - Basel í kvöld kl. 19:15 - 30.7.2009

Í kvöld kl. 19:15 leika KR og Basel frá Sviss fyrri leik sinn í 3. umferð Evrópudeildar UEFA.  Leikurinn fer fram á KR-velli og eru einungis seldir  miðar í sæti og ætti fólk því að tryggja sér miða í tíma.

Lesa meira
 
Frá knattþrautum KSÍ á Húsavík

Knattþrautir á Sauðárkróki í dag - 30.7.2009

Gunnar Einarsson heldur áfram að ferðast með knattþrautir KSÍ um landið en hann heimsótti Reykjavíkurfélögin ÍR og KR fyrr í vikunni.  Í dag, fimmtudag, verður Gunnar svo á Sauðárkróki þar sem strákar og stelpur úr 5. flokki fá að spreyta sig.

Lesa meira
 
Dómarasáttmáli UEFA

Þorvaldur og Sindri að störfum í Noregi - 30.7.2009

Það er ekki bara U17 karlalandsliðið sem er í eldlínunni í Þrándheimi þessa dagana því að tveir dómarar frá Íslandi eru þar einnig.  Þetta eru þeir Þorvaldur Árnason og Sindri Kristinsson en þeir starfa við dómgæslu á þessu móti.

Lesa meira
 
Kvennalandslið Frakklands - Mynd af www.fff.fr

Markalaust jafntefli hjá Þjóðverjum gegn Japan - 30.7.2009

Þýskaland og Japan gerðu í gær markalaust jafntefli í vináttulandsleik kvenna sem fram fór í Mannheim í Þýskalandi.  Þýska liðið leikur sem kunnugt er með því íslenska í riðli í úrslitakeppni EM í Finnlandi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Þrándheimi 2009. Sigur vannst í leiknum, 2-0

Góður sigur á Svíum hjá U17 karla - 29.7.2009

Strákarnir í U17 unnu góðan sigur á jafnöldrum sínum frá Svíþjóð í dag á opna Norðurlandamótinu.  Leikið er í Þrándheimi og sigruðu Íslendingar með tveimur mörkum gegn engu.  Bæði mörk leiksins komu undir lok fyrri hálfleiks og var það Bjarni Gunnarsson sem skoraði bæði mörk Íslands.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Svíþjóðar

Svíar tilkynna hópinn fyrir úrslitakeppnina - 29.7.2009

Sænski landsliðsþjálfarinn, Thomas Dennerby, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir úrslitakeppnina í Finnlandi.  Svíar leika í C riðli keppninnar og leika þar gegn Englandi, Rússlandi og Ítalíu.  Nokkrir liðsfélagar íslenskra landsliðsmanna eru þar á meðal en síðustu umferðinni í Svíþjóð fyrir úrslitakeppnina lauk á mánudag.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Leikir í fjórðungsúrslitum VISA bikars karla framundan - 29.7.2009

Framundan eru fjórir gríðarlega spennandi leikir í fjórðungsúrslitum VISA bikars karla en þrír leikir fara fram á morgun, fimmtudag og einn leikur fer fram á sunnudaginn.  Dregið verður í undanúrslitunum, miðvikudaginn 5. ágúst.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Miðasala hafin á vináttulandsleik Íslands og Slóvakíu - 29.7.2009

Opnað hefur verið fyrir miðasölu á vináttulandsleik Íslands og Slóvakíu en hann fer fram á Laugardalsvellinum, miðvikudaginn 12. ágúst kl. 19:00.  Þetta er síðasti undirbúningsleikur liðsins fyrir leikinn gegn Noregi en þar lýkur íslenska liðið þátttöku sinni í riðlakeppni fyrir HM 2010.

Lesa meira
 
Pepsi deild kvenna lið umferða 7-12

Erna Björk valin besti leikmaður umferða 7 -12 í Pepsi-deild kvenna - 29.7.2009

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir 7 – 12 umferð í Pepsi-deild kvenna og var athöfnin í höfuðstöðvum KSÍ.  Erna Björk Sigurðardóttir úr Breiðabliki var valin leikmaður þessara umferða og þjálfari hennar, Gary Wake, þjálfari umferðanna.

Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Lokadagur félagaskipta er föstudaginn 31. júlí - 29.7.2009

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga, eru félagaskipti innanlands ekki heimil frá og með 1. ágúst til og með 20. febrúar.  Lokadagur félagaskipta er því föstudaginn 31. júlí, og verða allar tilkynningar um félagaskipti að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti þann dag.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Leikið við Svía í dag hjá U17 karla - 29.7.2009

Íslenska U17 karlalandsliðið tekur nú þátt í Norðurlandamóti U17 karla og fer það fram í Noregi.  Fyrsti leikur liðsins var gegn Skotum í gær og unnu Skotarnir með tveimur mörkum gegn einu.  Í dag verður leikið gegn Svíum og hefur Gunnar Guðmundsson tilkynnt byrjunarliðið í leiknum.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Kallað eftir leikskýrslum úr 5. flokki karla og kvenna - 28.7.2009

Mótanefnd KSÍ óskar eftir því að fá send afrit af leikskýrslum (leikmannalistum) í keppni í 7 manna liðum þar sem kemur fram nafn og kennitala leikmanns.  Skilafrestur er til miðvikudagsins 5. ágúst.

Lesa meira
 
UEFA

Í eftirliti í Evrópu - 28.7.2009

Á næstu dögum verða íslenskir eftirlitsmenn og dómaraeftirlitsmenn að störfum víðsvegar í Evrópu en þá verður leikið í Meistaradeild Evrópu og í Evrópudeild UEFA.  Guðmundur Pétursson verður eftirlitsmaður UEFA í Moldavíu á morgun á leik FC Sheriff og Slavia Prag í Meistaradeild Evrópu.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Strákarnir í U17 hefja leik í Noregi í dag - 28.7.2009

Strákarnir í U17 hefja í dag leik á opna Norðurlandamótinu en það fer fram í Þrándheimi í Noregi.  Fyrsti leikur liðsins verður gegn Skotum í dag og hefst hann kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Gunnar Guðmundsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í dag

Lesa meira
 
Hluti af farangri kvennalandsliðsins sendur á undan liðinu til Danmerkur

Hluti af farangri á leið til Finnlands - 28.7.2009

Kvennalandsliðið mun leika sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni í Finnlandi þann 24. ágúst næstkomandi en undirbúningur fyrir mótið stendur nú sem hæst.  Í mörg horn er að líta og síðustu daga hafa starfsmenn landsliðsins og starfsmenn Knattspyrnusambandsins verið að undirbúa farangur liðsins.

Lesa meira
 
Keflavík

Áfrýjun í máli Keflavíkur gegn ÍR - 27.7.2009

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir áfrýjun í máli Keflavíkur gegn ÍR vegna leiks félaganna í Pepsi-deild kvenna sem fram fór 30. maí síðastliðinn. Áfrýjunardómstóllinn staðfestir hinn áfrýjaða úrskurð.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Viðurkenningar fyrir umferðir 7-12 í Pepsi-deild kvenna veittar á miðvikudaginn - 27.7.2009

Viðurkenningar fyrir umferðir 7-12 í Pepsi-deild kvenna verða veittar miðvikudaginn 29. júlí í höfuðstöðvum KSÍ og hefst athöfnin kl. 12:00.  Fyrirhugað var að veita þessar viðurkenningar í dag, mánudag, en því hefur verið frestað um tvo daga.

Lesa meira
 
Frá æfingu kvennalandsliðsins í Colchester fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi

Breyting á 40 manna undirbúningshópnum - 27.7.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur gert eina breytingu á undirbúningshópi sínum fyrir úrslitakeppni EM í Finnlandi.  Inn í hópinn kemur Soffía A. Gunnarsdóttir úr Stjörnunni í stað Hörpu Þorsteinsdóttur sem er meidd.

Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Sigurður Ragnar sá stórsigur Þjóðverja - 27.7.2009

Þjóðverjar unnu stórsigur á Hollendingum í vináttulandsleik sem fram fór á laugardaginn.  Þýska liðið hafði mikla yfirburði í leiknum og sigraði með sex mörkum gegn engu.  Leikið var í Sinsheim í Þýskalandi fyrir framan 22.500 áhorfendur.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Umferðir 7-12 í Pepsi-deild kvenna gerðar upp á mánudag - 24.7.2009

Viðurkenningar fyrir umferðir 7-12 í Pepsi-deild kvenna verða afhentar í hádeginu á mánudag, í höfuðstöðvum KSÍ.  Kynnt verður val á þeim aðilum sem valnefndinni þykir hafa skarað fram úr í þessum öðrum þriðjungi mótsins.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

KR mætir Basel í 3. umferð Evrópudeildarinnar - 24.7.2009

KR sló í gær gríska liðið Larissa út í 2. umferð Evrópudeildar UEFA en seinni leikurinn fór fram í Grikklandi.  Eftir tveggja marka sigur á KR vellinum gerðu Vesturbæingar jafntefli í Grikklandi, 1-1.  Það er svissneska liðið Basel sem bíður KR í 3. umferðinni og fer fyrri leikurinn fram á KR vellinum, fimmtudaginn 30. júlí.

Lesa meira
 
Merki unglingalandsmots 2009

Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki 31. júlí til 2. ágúst - 23.7.2009

Dagana 31. júlí til 2. ágúst fer fram 12. unglingalandsmót UMFÍ og verður það haldið á Sauðárkróki.  Mikið er lagt í þetta glæsilega mót og margt í boði fyrir keppendur sem og gesti.  Að venju verður keppt í knattspyrnu en skráningarfrestur í mótið rennur út 27. júlí

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

40 leikmenn valdir í undirbúningshóp fyrir Finnland - 23.7.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið undirbúningshóp fyrir úrslitakeppni EM sem fram fer í Finnlandi 23. ágúst til 10. september.  Sigurður Ragnar hefur valið 40 leikmenn í þennan undirbúningshóp sinn sem verður svo skorinn niður áður en til keppninnar er haldið.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Fram og KR leika í Evrópudeildinni í kvöld - 23.7.2009

Í dag og í kvöld leika KR og Fram seinni leiki sína í annarri umferð Evrópudeild UEFA.  Vesturbæingar leika í Grikklandi gegn Larissa og hefst sá leikur kl. 17:00 að íslenskum tíma.   Hér á Laugardalsvelli taka Framarar á móti Sigma frá Tékklandi og hefst leikurinn kl. 19:00.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Vináttulandsleikur við Suður Afríku 13. október - 22.7.2009

Knattspyrnusambönd Íslands og Suður Afríku hafa náð samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 13. október.  Karlalandsliðið leikur því þrjá vináttulandsleiki á Laugardalsvelli frá 12. ágúst til 13. október auk þess sem það leikur lokaleik sinn í undankeppni HM 2010 við Norðmenn, laugardaginn 5. september.

Lesa meira
 
Frá knattþrautum KSÍ í Sandgerði

Kraftur í knattþrautunum - 21.7.2009

Sem fyrr verður Gunnar Einarsson á ferðinni þessa vikuna með knattþrautir KSÍ fyrir 5. flokk karla og kvenna.  Gunnar var í Garðabænum í gær og í dag heimsækir hann Valsmenn á Hlíðarenda.

Lesa meira
 
Fyrsta íslenska kvendómaratríóið er dæmir landsleik á Íslandi . Dómari Guðrún Fema Ólafsdóttir, AD1 Marína Ósk Þórólfsdóttir, AD2 Birna H. Bergstað Þórmundsdóttir

Kvendómaratríó að störfum í Þorlákshöfn - 21.7.2009

Síðastliðinn laugardag var brotið blað í íslenskri knattspyrnudómarasögu þegar að tríó skipað konum dæmdi vináttulandsleik Íslands og Færeyja hjá U17 kvenna í Þorlákshöfn.  Lögð hefur verið áhersla á, undanfarin ár, að fjölga konum í dómarastéttinni og er því þessi viðburður einkar ánægjulegur.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Aftur sigrar hjá U17 og U19 kvenna - 21.7.2009

Í gær fóru fram tveir vináttulandsleikir við Færeyjar og var leikið í aldursflokkum U17 og U19 kvenna.  Sigrar unnust á báðum vígstöðvum, U17 vann með sex mörkum gegn einu og U19 vann með þremur mörkum gegn einu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Hollandi á NM U17 kvenna

Tveir sigrar á Færeyingum - 19.7.2009

Í gær fóru fram tveir vináttulandsleikir hjá U17 og U19 kvenna og voru Færeyingar mótherjarnir í bæði skiptin.  Íslensku liðin fóru með sigur af hómi í báðum leikjunum sem leiknir voru í Þorlákshöfn og í Hveragerði.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

Tap hjá U19 kvenna gegn Englandi - 19.7.2009

Stelpurnar í U19 kvenna töpuðu í dag fyrir Englendingum í úrslitakeppni EM sem fram fer í Hvíta Rússlandi.  Lokatölur urðu 4-0 Englendingum í vil eftir að staðan í leikhléi hafði verið 2-0.  Stelpurnar hafa því lokið leik í keppninni og halda heim á leið á morgun.

Lesa meira
 
Frá æfingu kvennalandsliðsins í Colchester fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi

Ekki lágu Danir í því! - 19.7.2009

Danir lögðu Íslendinga með tveimur mörkum gegn einu í vináttulandsleik kvennalandsliða þjóðanns sem fram fór í Englandi í dag.  Öll mörk leiksins komu á fyrstu 12 mínútum leiksins og þrátt fyrir stórsókn íslenska liðsins tókst stelpunum ekki að jafna.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

Ísland  England hjá U19 kvenna - Textalýsing - 19.7.2009

Í dag kl. 14:00 mætast Ísland og England í úrslitakeppni EM U19 kvenna en leikið er í Hvíta Rússlandi.  Þetta er leikur í lokaumferð riðlakeppninnar. Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt og má sjá það hér að neðan. Fylgst verður með leiknum með textalýsingu hér á síðunni.

 
Frá æfingu kvennalandsliðsins í Colchester fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi

Ísland - Danmörk hefst kl. 13:30 - Textalýsing - 19.7.2009

Í dag mætast Ísland og Danmörk í vináttulandsleik og verður leikið í Englandi.  Leikurinn hefst kl. 13:30 en ekki kl. 13:00 eins og áætlað hafði verið í fyrstu en íslenska liðið tafðist í mikilli umferð á leiðinni á leikstað.  Fylgst verður með leiknum hér á síðunni með textalýsingu.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 5. júlí 2008. Myndina tók Þorsteinn Jónsson

Vináttulandsleikir við Færeyjar í dag - 18.7.2009

Það verður mikið um að vera á knattspyrnuvöllum Suðurlands í dag en þar fara fram tveir vináttulandsleikir í dag.  Kvennalandslið U17 og U19 leika þá í Hveragerði og Þorlákshöfn við stöllur sínar frá Færeyjum.

Lesa meira
 
Stelpurnar okkar á góðri stund

Kíktu á emstelpurnar.is - 17.7.2009

KSÍ hefur opnað sérstaka vefsíðu tileinkaða glæsilegum árangri stelpnanna okkar í kvennalandsliðinu, sem náðu þeim einstaka árangri að komast í úrslitakeppni EM í Finnlandi sem fram fer í ágúst og september.  Slóðin er http://www.emstelpurnar.is/.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Hópur valinn hjá U17 karla fyrir Norðurlandamótið í Noregi - 17.7.2009

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn fyrir Norðurlandamót U17 karla sem fram fer í Noregi, dagana 27. júlí - 3. ágúst.  Ísland er í riðli með Skotum, Svíum og Finnum auk þess sem leikið verður um sæti.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í 3. umferð í Evrópukeppnunum - 17.7.2009

Dregið var í dag í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA.  Eftir er að leika seinni leiki 2. umferðar og voru því þrjú íslensk félög í hattinum.  Í Evrópudeildinni mun sigurvegarinn úr viðureign Fram og Sigma mæta skoska liðinu Aberdeen.  Sigurvegarinn úr viðureign Larissa og KR mun mæta sigurvegurunum úr viðureign Basel og Santa Coloma. 

Lesa meira
 
UEFA

Geir Þorsteinsson í dómaranefnd UEFA - 17.7.2009

Framkvæmdastjórn UEFA kom saman í byrjun júlí og skipaði í nefndir á vegum sambandsins.  Nokkrir einstaklingar frá KSÍ eru þar á meðal og ber þar helst að nefna að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur verið skipaður annar varaformaður í dómaranefnd UEFA.

Lesa meira
 
Íslensku stelpurnar fagna marki gegn Írum

Sætur og sanngjarn sigur á Englandi - 16.7.2009

Íslenska kvennalandsliðið vann glæstan sigur á því enska í vináttulandsleik sem fram fór í Colchester í kvöld.  Lokatölur urðu 2-0 fyrir íslenska liðið og voru það Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir sem skoruðu mörk íslenska liðsins í sitt hvorum hálfleiknum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Jafntefli hjá strákunum í Svíþjóð - 16.7.2009

Strákarnir í U18 karla gerðu í dag jafntefli við Svía á Svíþjóðarmótinu og urðu lokatölur 3 - 3.  Staðan í leikhléi var 1 -1 en íslensku strákarnir náðu tveggja marka forystu í síðari hálfleik en Svíar skoruðu 2 mörk á síðustu mínútum leiksins og tryggðu sér þannig jafntefli.

Lesa meira
 
Kvenna_fagnar

England - Ísland - Textalýsing - 16.7.2009

Íslenska kvennalandsliðið mætir því enska í vináttulandsleik í kvöld og fer leikurinn fram í Colchester í Englandi.  Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með textalýsingu af leiknum hér á síðunni.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

Svíar reyndust sterkari á lokakaflanum - 16.7.2009

Stelpurnar í U19 kvenna biðu lægri hlut gegn stöllum sínum frá Svíþjóð í úrslitakeppni EM í Minsk í dag.  Lokatölur urðu 1 - 2 Svíum í vil eftir að íslensku stelpurnar höfðu leitt leikinn í leikhléi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

Ísland - Svíþjóð U19 kvenna - Textalýsing - 16.7.2009

Ísland og Svíþjóð eigast nú við í úrslitakeppni EM U19 kvenna en leikið er í Hvíta Rússlandi.  Þetta er annar leikur íslenska liðsins en liðið gerði jafntefli við Noreg í fyrsta leiknum 0-0.  Hægt er að fylgjast með textalýsingu hér á síðunni.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U18 karla leikur við Svía - Byrjunarliðið tilbúið - 16.7.2009

Strákarnir í U18 karla leika sinn annan leik á Svíþjóðarmótinu í dag þegar þeir mæta heimamönnum.  Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og hefur Kristinn R. Jónsson tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

KR og Fram leika í kvöld í Evrópudeild UEFA - 16.7.2009

Tvö íslensk félög verða í eldlínunni í dag og í kvöld í Evrópudeild UEFA.  Fram mætir Sigma frá Olomouc í Tékklandi og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma.  Á KR vellinum taka KR á móti Larissa frá Grikklandi og hefst leikurinn kl. 19:15.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Fundir með fjölmiðlafulltrúum og öryggisstjórum félaga 2010 - 15.7.2009

Á fyrstu vikum Íslandsmótsins hefur leyfisstjóri KSÍ heimsótt félögin í Pepsi-deildinni og stutt félögin í að uppfylla kröfur leyfisreglugerðarinnar varðandi þær kröfur sem gerðar eru til fjölmiðlafulltrúa og öryggisstjóra.  Hér að neðan má sjá yfirlit yfir heimsóknirnar og hvaða aðilar tóku þátt.

Lesa meira
 
Frá æfingu kvennalandsliðsins í Colchester fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi

Byrjunarliðið gegn Englandi tilbúið - 15.7.2009

Íslenska kvennalandsliðið leikur á morgun vináttulandsleik við Englendinga og fer leikurinn fram í Colchester.  Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma og hefur Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

U19 kvenna mætir Svíum á morgun - 15.7.2009

Stelpurnar í U19 kvenna leika sinn annan leik á morgun í úrslitakeppni EM U19 kvenna sem fer fram í Hvíta Rússlandi.  Mótherjarnir eru Svíar og hefst leikurinn kl. 12:30 að íslenskum tíma.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem hefur leikinn á morgun.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH leikur gegn Aktobe í kvöld á Kaplakrikavelli - 15.7.2009

Íslandsmeistarar FH hefja leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar þeir mæta Aktobe frá Kasakstan.  Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli og hefst kl. 19:15.  Seinni leikurinn fer svo fram ytra eftir rétta viku, miðvikudaginn 22. júlí.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tap í fyrsta leik á Svíþjóðarmótinu hjá U18 karla - 14.7.2009

Strákarnir í U18 karla hófu leik í dag á Svíþjóðarmótinu þegar þeir mættu Wales.  Walesverjar höfðu betur með tveimur mörkum gegn engu og skoruðu þeir mörkin í sinn hvornum hálfleiknum.  Næsti leikur liðsins er næstkomandi fimmtudag þegar þeir mæta Svíum.

Lesa meira
 
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

Hópar valdir hjá U17 og U19 kvenna - 14.7.2009

Laugardaginn 18. júlí og mánudaginn 20. júlí fara fram fjórir vináttulandsleikir við Færeyjar og eru það U17 og U19 kvenna sem þar leika.  Leikið verður í Þorlákshöfn, Hveragerði og Hvolsvelli.

Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmir í Danmörku - 14.7.2009

Jóhannes Valgeirsson mun dæma leik Bröndby og Flora Tallinn þegar að liðin mætast í í Evrópudeild UEFA.  Jóhannesi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Frosti Viðar Gunnarsson.  Fjórði dómari verður svo Eyjólfur Magnús Kristinsson.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Svíþjóðarmótið hefst hjá U18 karla í dag - 14.7.2009

Landslið U18 karla hefur í dag leik á Svíþjóðarmótinu og er fyrsti leikur liðsins við Wales.  Leikurinn hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma og hefur Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U18 karla, tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Heiðursáskrift að bók í tilefni af 50. bikarkeppni KSÍ - Frestur til 26. október - 14.7.2009

Í tilefni af 50. bikarúrslitaleik KSÍ ákvað stjórn KSÍ á sínum tíma að skrá sögu keppninnar. Nú býðst knattspyrnuáhugamönnum, aðildarfélögum, sveitarfélögum og  fleirum að kaupa bókina ásamt mynddisknum í heiðursáskrift. Frestur til að gerast heiðursáskrifandi er til 26. október.

Lesa meira
 
Knattþrautir

Knattþrautirnar hafa vakið mikla lukku - 14.7.2009

Knattþrautir KSÍ eru í fullum gangi og hafa vakið mikla lukku um land allt.  Gunnar Einarsson, sem hefur yfirumsjón með knattþrautunum, hefur farið víða um landið á síðustu vikum hafa viðtökurnar alls staðar verið mjög jákvæðar og þátttaka með afbrigðum góð.

Lesa meira
 
UEFA

Fjórir dómaraeftirlitsmenn frá Íslandi á Evrópuleikjum - 14.7.2009

Í vikunni verður leikið í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA.  Íslensku félögin Fram, KR og FH verða þar í eldlínunni en einnig verða íslenskir eftirlitsmenn víðsvegar um Evrópu að störfum.

Lesa meira
 
Hópurinn hjá U19 kvenna á æfingu í Hvíta Rússlandi fyrir úrslitakeppnina í júlí 2009

Markalaust jafntefli gegn Noregi - 13.7.2009

Íslenska U19 kvennalandsliðið lék í dag sinn fyrsta leik í úrslitakeppni EM U19 kvenna en keppnin er haldin í Hvíta Rússlandi.  Leikið var við Noreg í dag og lauk leiknum með markalausu jafntefli svo að fyrsta stigið er í höfn hjá íslenska liðinu.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Truflanir á heimasíðu KSÍ - 13.7.2009

Verið er að vinna við uppfærslu á heimasíðu KSÍ og af þeim sökum eru þó nokkrar truflanir á síðunni.  Vonast er eftir að vinnu við uppfærsluna ljúki sem fyrst en á meðan henni stendur má búast við truflunum á heimasíðunni og er beðist velvirðingar á því.

Lesa meira
 
Ingibjörg Hinriksdóttir

Nútíðin er þeirra - 13.7.2009

Laugardaginn 11. júlí hélt U19 ára stúlknalandsliðið til Hvíta Rússlands þar sem liðið tekur þátt í úrslitakeppni EM. Er þetta í fyrsta sinn sem íslenska U19 ára landsliðið vinnur sér þátttökurétt í úrslitunum en Ísland var gestgjafi þessa sama móts árið 2007 og þá tók íslenska liðið þátt í úrslitunum í fyrsta sinn.

Lesa meira
 
Hópurinn hjá U19 kvenna á æfingu í Hvíta Rússlandi fyrir úrslitakeppnina í júlí 2009

Leikið við Noreg kl. 14:00 í dag - Textalýsing - 13.7.2009

Í dag hefst úrslitakeppni U19 kvenna í Hvíta Rússlandi og þar er íslenska liðið í eldlínunni.  Fyrsti leikur liðsins er í dag við Noreg og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Breyting á hópnum hjá U19 kvenna fyrir Hvíta Rússland - 13.7.2009

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur gert eina breytingu á hópnum sem leikur í úrslitakeppni EM U19 kvenna í Hvíta Rússlandi.  Arna Ómarsdóttir úr Breiðabliki kemur inn í hópinn í stað Katrínar Ásbjörnsdóttur sem er meidd.

Lesa meira
 

Breyting á Svíþjóðarhópnum - 9.7.2009

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U18 karla, hefur gert eina breytingu á hóp sínum fyrir Svíþjóðarferðina en hópurinn heldur utan á mánudag.  Páll Dagbjartsson úr Fjölni kemur í stað Andra Yeoman úr Breiðabliki.

Lesa meira
 
Íslensku stelpurnar fagna marki gegn Írum

Einn nýliði í hópnum fyrir vináttulandsleiki við England og Danmörku - 9.7.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn sem heldur til Englands í næstu viku og leikur vináttulandsleiki gegn Englandi og Danmörku.  Leikið verður við England á heimavelli Colchester, fimmtudaginn 16. júlí en við Dani verður leikið sunnudaginn 19. júlí á Wheatheafs Park sem er heimavöllur utandeildarliðsins Staines Town FC. Lesa meira
 
visa-Bikarinn50ara

Viðtal við Rúnar Pál Sigmundsson - 8.7.2009

Viðtal við Rúnar Pál Sigmundsson, þjálfara HK, eftir að dregið hafði verið í 8 liða úrslitum VISA bikars karla Lesa meira
 
visa-Bikarinn50ara

Þorkell Máni eftir dráttinn í undanúrslitum - 8.7.2009

Dregið var í undanúrslitum VISA bikars kvenna í dag.  Hér er rætt við Þorkel Mána Pétursson, þjálfara Stjörnunnar. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Kópavogsslagur í 8 liða úrslitum VISA bikars karla - 8.7.2009

Í dag var dregið í undanúrslitum VISA bikars karla og undanúrslitum VISA bikars kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Það er óhætt að segja að það séu stórleikir á hverju strái, jafnt hjá körlum sem konum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Dregur til tíðinda í VISA bikarnum í dag - 8.7.2009

Í hádeginu í dag verður dregið í undanúrslitum VISA bikars kvenna og 8 liða úrslitum karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Spennandi verður að sjá hvaða félög dragast saman í hádeginu í dag. Lesa meira
 
Guðmundur Guðmundsson. Mynd: Hilmar Þór Guðmundsson - Sport.is

Guðmundur Guðmundsson heldur fyrirlestur fyrir KSÍ A og UEFA A þjálfara - 7.7.2009

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, heldur fyrirlestur fyrir KSÍ A og UEFA A þjálfara sunnudaginn 12. júlí kl. 12:30-14:30. Fyrirlesturinn verður haldinn í höfuðstöðvum KSÍ, 3. hæð.

Lesa meira
 
Keflavík

Miðar á Keflavík - Valletta fyrir handhafa A-passa - 7.7.2009

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Keflavík - Valletta afhenta miðvikudaginn 8. júní frá kl. 14:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu knattspyrnudeildar Skólaveg 32 gegn framvísun skírteinis. 

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Landslið U18 karla leikur í Svíþjóð - Hópurinn - 7.7.2009

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U18 karla, hefur valið hóp sem tekur þátt á alþjóðlegu móti í Svíþjóð dagana 13. - 19. júlí.  Íslenska liðið hefur leik gegn Wales, 13. júlí.  Lesa meira
 
Knattþrautir

Knattþrautir á Reyðarfirði í dag - 7.7.2009

Í dag mun Gunnar Einarsson vera með knattþrautir KSÍ á Reyðarfirði fyrir 5. flokk karla og kvenna.  Gunnar verður í Fjarðabyggðahöllinni kl. 16:30 en þangað munu koma iðkendur frá Neskaupsstað, Eskifirði, Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

VISA bikar kvenna - 8 liða úrslit í kvöld - 7.7.2009

Í kvöld verður leikið í 8 liða úrslitum VISA bikars kvenna og eru allir fjórir leikirnir þá á dagskrá.  Á morgun, miðvikudaginn 8. júlí, verður svo dregið í undanúrslitum VISA bikars kvenna og 8 liða úrslitum VISA bikars karla. Lesa meira
 
Sænski þjálfarinn Lars Lagerback

Rúmlega 40 þjálfarar hlýddu á Lars Lagerback - 6.7.2009

Um síðustu helgi heimsótti Lars Lagerback, A-landsliðsþjálfari Svíþjóðar, landann og hélt námskeið fyrir KSÍ A og UEFA A þjálfara.  Rúmlega 40 þjálfarar sóttu námskeiðið og létu vel af kennslu sænska þjálfarans. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

VISA bikar karla - 16 liða úrslitum lýkur í kvöld - 5.7.2009

Í kvöld lýkur 16 liða úrslitum Visa bikars karla með þremur leikjum.  Fimm félög eru þegar komin áfram í 8 liða úrslit en það eru: FH, Keflavík, Breiðablik, Fram og Fylkir.  Á morgun verður svo leikið í 8 liða úrslitum VISA bikars kvenna og fara allir fjórir leikirnir fram þá. Lesa meira
 
Hópurinn hjá U17 kvenna sem að fór á Norðurlandamótið í Svíþjóð 2009

Góður sigur á Dönum hjá U17 kvenna - 4.7.2009

Íslenska U17 kvennalandsliðið lauk í dag keppni á Opna Norðurlandamótinu sem fram fór í Svíþjóð.  Stelpurnar léku gegn Dönum í dag um sjöunda sætið og höfðu góðan sigur, 1-0.  Það var Sara Hrund Helgadóttir sem skorað mark Íslands í fyrri hálfleik. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Hollandi á NM U17 kvenna

Grátlegt tap gegn Hollandi - 3.7.2009

Stelpurnar í U17 töpuðu naumlega gegn Hollandi í lokaleik sínum í riðlakeppni opna Norðurlandamótsins í Svíþjóð.  Lokatölur urðu 1 - 2 Hollendingum í vil eftir að íslenska liðið hafði leitt með einu marki í hálfleik. Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Sigur og tap í 1. umferð Evrópudeildar UEFA - 3.7.2009

Keflavík og Fram voru í eldlínunni í gærkvöldi þegar þau léku fyrri leiki sína í 1. umferð Evrópudeildar UEFA.  Keflavík lék gegn Valetta úti og þar sigruðu heimamenn, 3-0.  Framarar lögðu hinsvegar TNS frá Wales á Laugardalsvelli, 2-1. Lesa meira
 
Hópurinn hjá U17 kvenna sem að fór á Norðurlandamótið í Svíþjóð 2009

U17 kvenna mætir Hollandi í dag - 2.7.2009

Stelpurnar í U17 mæta stöllum sínum frá Hollandi í dag en leikurinn er síðasti leikur liðsins í riðlakeppni opna Norðurlandamótsins.  Þorlákur Árnason hefur tilkynnt byrjunarliðið í leiknum gegn Hollendingum sem fram fer  kl. 17 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Hvöt

Hvöt leikur í Austurríki - 2.7.2009

Í dag var dregið í riðla í Evrópukeppninni í Futsal og voru Íslandsmeistararnir í Hvöt í pottinum.  Hvatarmenn munu halda til Austurríkis þar sem þeir etja kappi við heimamenn í 1 FC All Stars Wiener Neustadt, Asa Tel-Aviv frá Ísrael og Erebuni Yerevan frá Armeníu. Lesa meira
 
Merki Hauka

Úrskurður í máli Þróttar R. gegn Haukum - 2.7.2009

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Þróttar R. gegn Haukum vegna leiks félaganna í 2. flokki karla B þann 8. júní síðastliðinn.  Úrskurðurinn hljómar upp á að úrslitum leiksins skuli breytt í 0 - 3 Þrótti R. í vil.

Lesa meira
 
Keflavík

Úrskurður í máli Keflavíkur gegn ÍR - 2.7.2009

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Keflavíkur gegn ÍR vegna leiks félaganna í Pepsi-deild kvenna sem fram fór 29. maí síðastliðinn.  Samkvæmt úrskurðinum skulu úrslit leiksins standa óbreytt.

Lesa meira
 
Frá knattþrautum KSÍ í Grindavík

Landsliðsmenn í knattþrautum - Myndband - 2.7.2009

Eins og kunnugt er stendur KSÍ fyrir knattþrautum á meðal iðkenda 5. flokks hjá félögunum. Á dögunum voru nokkrir valinkunnir landsliðsmenn fengnir til þess að spreyta sig á þessum knattþrautum og gefa iðkendum góð ráð. Lesa meira
 
ksi-merki

Landsliðsmenn í knattþrautum - Myndband - 2.7.2009

Landsliðsmenn spreyta sig í knattþrautum og gefa góð ráð til ungra knattspyrnumanna

Lesa meira
 
Frá Futsal drætti hjá UEFA

Hvöt verður í pottinum í Nyon - 2.7.2009

Í dag verður dregið í Evrópukeppninni í Futsal en Íslandsmeistararnir Hvöt frá Blönduósi eru þar í pottinum.  Dregið verður í Nyon í Sviss en þetta er í annað skiptið sem íslenskt félagslið tekur þátt í Evrópukeppninni í Futsal. Lesa meira
 
Dómarar leiða lið Þýskalands og Englands til vallar fyrir úrslitaleik EM U19 kvenna á Íslandi

Guðrún Fema dæmdi Frakkland - Finnland í gær - 1.7.2009

Guðrún Fema Ólafsdóttir dæmdi í gær sinn fyrsta opinbera landsleik á Opna Norðurlandamóti U17 kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Sunne í Svíþjóð. Þetta er jafnframt fyrsta alþjóðlega verkefni sem kemur í hlut íslensks kvendómara. 

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Evrópudeild UEFA hefst fimmtudaginn 2. júlí - 1.7.2009

Evrópudeild UEFA hefur göngu sína á morgun, fimmtudaginn 2. júlí og verða þá tvö íslensk félagslið í eldlínunni.  Á Laugardalsvelli tekur Fram á móti TNS frá Wales en á Möltu mæta Keflvíkingar heimamönnum í Valetta. Lesa meira
 
Frá knattþrautum KSÍ í Vogum

Góð frammistaða í Grindavík og Vogum - 1.7.2009

Greinilegt er að krakkarnir í 5. flokki taka vel við knattþrautum KSÍ en í vikunni heimsótti Gunnar Einarsson Grindavík og Voga.  Vel var tekið á móti honum og sýndu krakkarnir þrautunum mikinn áhuga og frammistaðan var eftir því. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leikur í Pepsi-deild karla færður til - 1.7.2009

Leikur Fjölnis og Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, sem átti að fara fram mánudaginn 13. júlí, hefur verið færður til fimmtudagsins 9. júlí.  Er þetta gert að ósk félaganna beggja. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Norðurlandamóti U17 kvenna í Svíþjóð 29. júní 2009.

Þýska liðið of stór biti fyrir stelpurnar í U17 - 1.7.2009

Íslenska stúlknalandsliðið skipað leikmönnum 16 ára og yngri lék gegn Þjóðverjum í gær á opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Svíþjóð.  Þýska liðið er gríðarlega sterkt og fór með sigur af hólmi, 6 - 0. Lesa meira
 
Knattþrautir

Knattþrautir í Vogum og Sandgerði í dag - 30.6.2009

Í dag heimsækir Gunnar Einarsson Voga og Sandgerði með knattþrautir KSÍ þar sem iðkendur 5. flokks karla og kvenna fá að spreyta sig.  Kl. 13:00 verður Gunnar hjá Þrótti Vogum og kl. 16:00 verður hann í Sandgerði. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Norðurlandamóti U17 kvenna í Svíþjóð 29. júní 2009.

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Þjóðverjum í dag - 30.6.2009

Þorlákur Árnason hefur tilkynnt byrjunarlið U16 ára stúlknalandsliðsins gegn Þjóðverjum en leikið er í bænum Forshaga og hefst leikurinn kl. 19:00 að staðartíma, 17:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Norðurlandamóti U17 kvenna í Svíþjóð 29. júní 2009.

Tap gegn Noregi hjá U17 kvenna - 30.6.2009

Stelpurnar í U17 kvenna báðu lægri hlut gegn Norðmönnum í fyrsta leik Norðurlandamóts U17 kvenna sem haldið er í Svíþjóð.  Lokatölur urðu 5 - 2 fyrir norska liðið eftir að þær höfðu leitt í hálfleik, 4 - 2. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Úrtakshópur U17 karla æfir um næstu helgi - 29.6.2009

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi en æft verður á Tungubökkum.  26 leikmenn eru valdir til þessara æfinga. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Íslandsmeistarar Vals til Húsavíkur - 29.6.2009

Í hádeginu í dag var dregið í 8 liða úrslitum VISA bikar kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Tvö félög úr 1. deild kvenna voru í hattinum og fær Völsungur Íslandsmeistara Vals í heimsókn á meðan að ÍBV sækir Fylkir heim í Árbæinn. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Stelpurnar í U17 hefja leik í dag - 29.6.2009

Stelpurnar í U17 hefja í dag leik í Norðurlandamóti U17 kvenna en það fer fram í Svíþjóð.  Stelpurnar leika fyrsta leik sinn í dag kl. 17:00 en mótherjarnir eru stöllur þeirra frá Noregi. Byrjunarliðið hefur verið tilkynnt fyrir leikinn í dag. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Tveimur leikjum Pepsi-deildar kvenna til viðbótar breytt - 26.6.2009

Þátttaka U19 landsliðs kvenna í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi hefur mikil áhrif á niðurröðun leikja í Pepsi-deild kvenna.  Nú hefur tveimur leikjum til viðbótar verið breytt. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Dregið í 8-liða úrslit VISA-bikars kvenna á mánudag - 26.6.2009

Á laugardag fer fram 2. umferð VISA-bikars kvenna, fjórir leikir. Að leikjunum loknum verður ljóst hvaða lið leika í 8-liða úrslitum þar sem þegar er vitað hver hin fjögur liðin eru. Dregið verður í 8-liða úrslit í hádeginu á mánudag.

Lesa meira
 
Knattþrautir

Líf og fjör í knattþrautum hjá Fram og Haukum - 26.6.2009

Það var líf og fjör í knattþrautum KSÍ í vikunni.  Gunnar Einarsson, sem hefur yfirumsjón með knattþrautunum fyrir KSÍ, heimsótti Vestfirði fyrri part vikunnar og var hjá Haukum og Fram á miðvikudag og fimmtudag. 

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Þær fara til Hvíta-Rússlands - Æfingaáætlun - 25.6.2009

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt íslenska leikmannahópinn fyrir úrslitakeppni EM, sem fram fer í Hvíta-Rússlandi og hefst mánudaginn 13. júlí. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Leikirnir í 16-liða úrslitum VISA-bikars karla staðfestir - 25.6.2009

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest leikina átta í 16-liða úrslitum VISA-bikars karla.  Fimm leikir fara fram sunnudaginn 5. júlí og þrír leikir mánudaginn 6. júlí.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Magnús Þórisson dæmir í Evrópudeild UEFA - 25.6.2009

Magnús Þórisson mun dæma viðureign hvítrússneska liðsins FC Dinamo Minsk og FK Renova frá Makedóníu, en leikurinn, sem er í forkeppni Evrópudeildar UEFA, fer fram í Minsk í Hvíta-Rússlandi þann 2. júlí.

Lesa meira
 
Merki úrslitakeppni EM kvenna 2009 sem fram fer í Finnlandi

Hljómsveitin Hjaltalín heldur þrenna tónleika í tengslum við EM kvenna 2009 - 25.6.2009

Það verður nóg um að vera í Finnlandi þegar úrslitakeppni EM kvennalandsliða fer fram.  Sendiráð Íslands tekur þátt í sérstöku kynningarverkefni í Helsinki og hljómsveitin Hjaltalín mun halda þrenna tónleika.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Fjórir leikir í Pepsi-deild karla í kvöld - 25.6.2009

Fjórir leikir í Pepsi-deild karla fara fram í kvöld, fimmtudagskvöld.  Leikirnir tilheyra ekki allir sömu umferð, enda eru þetta allt leikir sem hafa verið færðir út úr þeirri umferð sem þeir tilheyra, aðallega vegna þátttöku íslenskra liða í Evrópumótum félagsliða.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

27 þjálfarar útskrifuðust með KSÍ A þjálfaragráðu - 25.6.2009

Laugardaginn 6. júní útskrifuðust 27 þjálfarar með KSÍ A þjálfaragráðu, en KSÍ A þjálfaragráðan er hæsta gráða sem Knattspyrnusamband Íslands býður upp á í sínu þjálfaramenntunarkerfi. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leiktíma á viðureign FH og Fylkis 9. júlí breytt - 24.6.2009

Ákveðið hefur verið að viðureign FH og Fylkis í Pepsi-deild karla þann 9. júlí verði sýndur í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 sport.  Af þeim sökum breytist tímasetning leiksins. Lesa meira
 
Knattþrautir

Knattþrautir hjá Haukum í Hafnarfirði - 24.6.2009

Knattþrautir KSÍ verða kynntar fyrir krökkum í 5. flokki karla og kvenna hjá Haukum í Hafnarfirði á fimmtudag kl. 13:30.  Gunnar Einarsson heimsækir félögin og fer yfir knattþrautirnar með iðkendum og þjálfurum.

Lesa meira
 
Knattþrautir

Vill þitt félag vinna Ford Minibus bíl - litla rútu? - 24.6.2009

UEFA stendur fyrir skemmtilegum leik á vefsíðu sinni þar sem þátttakendur eiga möguleika á að vinna eitt stykki litla rútu, Ford Minibus, ásamt öðrum verðlaunum.  Félög um fjörvalla Evrópu geta tekið þátt.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Fimm leikjum í Pepsi-deild kvenna breytt - 24.6.2009

Vegna leikja U19 landsliðs kvenna í lokakeppni EM hefur nokkrum leikjum í Pepsi-deild kvenna verið breytt.  Alls er fimm leikjum breytt og taka breytingarnar til leikja átta félaga í deildinni. Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Norðmenn tilkynna hóp sinn fyrir EM kvenna - 24.6.2009

Norðmenn hafa tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir úrslitakeppni EM kvennalandsliða, sem fram fer í Finnlandi í ágúst og september.  Um 22 manna hóp er að ræða og leika aðeins tveir leikmenn með liðum utan Noregs.

Lesa meira
 
Siggi Raggi í góðum hópi krakka úr Grindavík

Siggi Raggi í heimsókn í Grindavík - 24.6.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A landsliðs kvenna, mætti á æfingu hjá 5. flokki karla og 6. flokki karla og kvenna í Grindavík á dögunum, ásamt tveimur leikmönnum landsliðsins, þeim Söru Björk Gunnarsdóttir og Fanndísi Friðriksdóttir. 

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Fyrsta verkefni íslenskra kvendómara á erlendri grundu - 24.6.2009

Guðrún Fema Ólafsdóttir knattspyrnudómari mun starfa við Opna NMU17 landsliða kvenna, sem fram fer í Svíþjóð um mánaðamótin.  Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur kvendómari fær alþjóðlegt verkefni á erlendri grundu.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Tveimur leikjum í Pepsi-deild karla breytt - 24.6.2009

Tímasetningu tveggja leikja í Pepsi-deild karla hefur verið breytt þar sem þeir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.  Annars vegar er þetta viðureign Grindavíkur og Keflavíkur 28/06, og hins vegar KR og Breiðabliks 29/06. Lesa meira
 
Knattþrautir

Knattþrautir hjá Frömurum í Grafarholtinu - 24.6.2009

Knattþrautir KSÍ verða kynntar fyrir krökkum í 5. flokki karla og kvenna hjá Fram í Grafarholtinu í Reykjavík í dag, miðvikudag.  Gunnar Einarsson hefur yfirumsjón með knattþrautunum.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Fram og TNS víxla heimaleikjum - 24.6.2009

Fram og TNS hafa víxlað heimaleikjum sínum í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA.  Fyrri leikurinn verður því á Laugardalsvelli 2. júlí en sá síðari í Wales viku síðar. Lesa meira
 
Breiðablik

Keflavík dæmdur sigur gegn Breiðabliki í eldri flokki karla - 24.6.2009

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir mál Keflavíkur gegn Breiðabliki vegna leiks í eldri flokki karla.  Úrskurðurinn er á þá leið að úrslitum leiksins skuli breytt og Keflavík dæmdur 3-0 sigur í leiknum.  Jafnframt er Breiðabliki gert að greiða sekt.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtaksæfingar vegna U18 karla um helgina - 23.6.2009

Úrtaksæfingar vegna U18 landsliðs karla verða haldnar um helgina.  Alls hafa 28 leikmenn frá verið boðaðir á æfingarnar, sem fara fram laugardaginn 27. og sunnudaginn 28. júní á Tungubökkum í Mosfellsbæ.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Knattþrautir á Ísafirði - 23.6.2009

Gunnar Einarsson knattspyrnumaður ferðast um landið á vegum KSÍ í sumar og kynnir knattþrautir.  Í dag, þriðjudag kl. 11:00, verður Gunnar á Ísafirði og kl. 14:00 í Bolungarvík. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Áhugaverðir leikir framundan í 16-liða úrslitum - 22.6.2009

Það er ljóst að margir áhugaverðir leikir eru framundan í 16-liða úrslitum VISA-bikars karla.  Í aðeins tveimur leikjum mætast lið úr sömu deild, og eru báðir leikirnir milli Pepsi-deildarfélaga.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Dregið í Evrópudeild UEFA - 22.6.2009

Dregið hefur verið í forkeppni Evrópudeildar UEFA.  Þrjú íslensk félög voru í hattinum þegar dregið var - Fram, Keflavík og KR. Framarar og Keflvíkingar koma inn í 1. umferð forkeppninnar, en KR-ingar í 2. umferð. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 landslið kvenna á Opna NM 2009 í Svíþjóð - 22.6.2009

U17 landslið kvenna tekur þátt í Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Svíþjóð um næstu mánaðamót.  Þorlákur Árnason, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt landsliðhópinn fyrir mótið.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH-ingar til Kasakstan - 22.6.2009

Dregið hefur verið í forkeppni Meistaradeildar UEFA  og mæta Íslandsmeistarar FH meisturunum frá Kasakstan, FK Aktobe, í 2. umferð forkeppninnar.  Fyrri leikurinn fer fram á Íslandi. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Dregið í 16-liða úrslitum VISA-bikars karla í hádeginu - 22.6.2009

Dregið verður í 16-liða úrslit VISA-bikars karla í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag, fimmtudag.  Þrjú lið úr 2. deild verða á meðal þeirra 16 sem verða í hattinum, fjögur úr 1. deild og níu úr Pepsi-deild.

Lesa meira
 
Gylfi Orrason

Þökk sé umferðarljósum ! - 19.6.2009

Í júlí árið 1966 datt ökumanni nokkrum í hug að innleiða gula og rauða spjaldið í knattspyrnudómgæsluna – vegna umferðarljósa !

Saga gula og rauða spjaldsins.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Knattþrautirnar hefjast á mánudaginn - 19.6.2009

Eins og áður hefur komið fram verður KSÍ með knattþrautir fyrir 5. flokk karla og kvenna í sumar og mun Gunnar Einarsson hafa yfirumsjón með þeim.  Hann mun heimsækja félögin og fara yfir knattþrautirnar með iðkendum og þjálfurum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Annasamur júlímánuður hjá landsliðum Íslands - 19.6.2009

Það er óhætt að segja að landslið Íslands í knattspyrnu verði á ferð og flugi í júlímánuði næstkomandi en þá fara fram um 20 landsleikir hjá nokkrum landsliðum Íslands.  Leikirnir geta orðið fleiri en það fer eftir árangri liðanna í mótunum.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tveir nýir starfsmenn KSÍ - 19.6.2009

KSÍ hefur ráðið til starfa tvo nýja starfsmenn í sérstök átaksverkefni og er um tímabundnar ráðningar að ræða.  Annars vegar er um verkefni í mótadeild að ræða, en hins vegar um útbreiðsluverkefni.

Lesa meira
 
Sænski þjálfarinn Lars Lagerback

KSÍ A (UEFA A) endurmenntunarnámskeið - 19.6.2009

Föstudaginn 3. júlí og laugardaginn 4. júlí mun KSÍ halda endurmenntunarnámskeið fyrir KSÍ A (UEFA A) þjálfara í höfuðstöðvum KSÍ. Námskeiðið er eingöngu opið þjálfurum sem hafa KSÍ A eða UEFA A þjálfaragráðu. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Dregið í 16 liða úrslitum VISA bikars karla á mánudag - 19.6.2009

Í gærkvöldi lauk 32 liða úrslitum VISA bikars karla þegar að 11 leikir voru á dagskránni.  Þrjú lið úr 2. deild verða á meðal þeirra 16 sem verða í hattinum þegar dregið verður í 16 liða úrslitum á mánudaginn.  Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 12:00. Lesa meira
 
HK

Úrskurður í máli Stjörnunnar gegn HK - 18.6.2009

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Stjörnunnar gegn HK vegna leiks félaganna í bikarkeppni 3. flokks karla sem fram fór 2. júní síðastliðinn.  Úrskurðurinn hljóðar upp á að úrslitum leiksins skuli breytt, 3-0, Stjörnunni í vil.

Lesa meira
 
Sparkhöllin í byggingu

Úthlutað úr Mannvirkjasjóði KSÍ - 18.6.2009

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 25. maí síðastliðinn að úthluta 34 milljónum úr Mannvirkjasjóði KSÍ en þetta er í annað skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum.  Alls voru það 8 félög sem hlutu úthlutun í þetta skipti. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Knattþrautir fyrir iðkendur 5. flokks í sumar - 18.6.2009

Knattspyrnusamband Ìslands mun vera með knattþrautir fyrir 5. flokk karla og kvenna ì sumar.  Það er Gunnar Einarsson, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, sem mun heimsækja félögin á vegum KSÍ og aðstoða við framkvæmd þrautanna. Lesa meira
 
Sænski þjálfarinn Eijlert Bjorkman

Sænskur unglingaþjálfari með fyrirlestur - 18.6.2009

Sunnudaginn 28. júní mun sænskur þjálfari að nafni Eijlert Björkman halda fyrirlestur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands. Eijlert Björkman er starfandi þjálfari í unglingaakademíunni hjá IFK Göteborg. Lesa meira
 
Bræðurnir Svanur og Skúli sem voru lykilmenn á bakvið sparkvöllinn á Hnífsdal

Sparkvöllurinn í Hnífsdal á heimasíðu UEFA - 18.6.2009

Á heimasíðu UEFA fá finna grein um sparkvöllinn í Hnífsdal sem vígður var á síðasta ári.  Framtakssemi tveggja bræðra á Hnífsdal vakti athygli þeirra UEFA manna en þeir hrundu af stað átaki til þess að fá sparkvöll til sín í Hnífsdal. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

VISA bikarinn í fullum gangi - 18.6.2009

32 liða úrslit VISA bikars karla hófust í gær, á þjóðhátíðardaginn 17. júní.  Umferðinni lýkur svo í kvöld en þá fara fram 11 leikir og hefjast þeir allir kl. 19:15 nema leikir KA og Aftureldingar sem hefst kl. 18:00 og Keflavíkur og Einherja sem hefst kl. 20:00 Lesa meira
 
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

Leikið við Færeyinga í U17 og U19 kvenna - 16.6.2009

Frændur okkar Færeyingar munu heimsækja okkur í júlí með U17 og U19 kvennalandslið sín og leika fjóra landsleiki við íslenskar stöllur sínar.  Leikið verður í Hveragerði, Þorlákshöfn og Hvolsvelli. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Steinþór valinn leikmaður umferðanna - 16.6.2009

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 1 – 7 í Pepsi-deild karla en sjöundu umferðinni lauk í gærkvöldi.  Steinþór Freyr Þorsteinsson úr Stjörnunni var valinn leikmaður umferðanna og þjálfari hans, Bjarni Jóhannsson, þjálfari umferðanna. Lesa meira
 
Merki U21 karla

Úrslitakeppni EM U21 karla hefst í dag - 15.6.2009

Í dag hefst úrslitakeppni landsliða U21 karla en keppnin fer fram í Svíþjóð.  Fyrsti leikur keppninnar er í dag en þá eigast við England og Finnland.  Hægt er að fylgjast með leikjum keppninnar í beinni útsendingu á heimasíðu UEFA án endurgjalds..  Lesa meira
 
Ingibjörg Hinriksdóttir

Niðurstöður KINE prófs sláandi - 15.6.2009

Fimmtudaginn 4. júní sl. hélt KSÍ fund með þjálfurum og leikmönnum U19 kvenna. Tilgangur fundarins var að kynna niðurstöður KINE prófs sem er forvarnarpróf vegna krossbandaslita. Niðurstöðurnar voru sláandi. Lesa meira
 
U19_kvenna_i_Pollandi_april_2009

Undirbúningshópur hjá U19 kvenna valinn - 15.6.2009

Eftir tæpan mánuð heldur U19 landslið kvenna til Hvíta Rússlands þar sem úrslitakeppni U19 kvenna bíður þeirra.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið undirbúningshóp til æfinga um helgina en úrslitakeppnin hefst 13. júlí. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Fyrsti þriðjungur Pepsi-deildar karla gerður upp á þriðjudag - 15.6.2009

Líkt og undanfarin ár eru afhentar sérstakar viðurkenningar til þeirra sem skara fram úr eftir hvern þriðjung í Pepsi-deild karla.  Fyrsti þriðjungurinn verður gerður upp í hádeginu á þriðjudag og hefst kl. 12:00 hjá KSÍ.

Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006. Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Fjöldi varamanna og liðsstjórnar í VISA bikarkeppninni - 12.6.2009

Rétt er að taka fram að í VISA bikarkeppni karla og kvenna er einungis leyfilegt að vera með 7 varamenn og 7 í liðsstjórn í aðalkeppninni.  Aðalkeppnin hefst í 32. liða úrslitum í karlaflokki en í 8 liða úrslitum í kvennaflokki. Lesa meira
 
Kvennalandslið Frakklands - Mynd af www.fff.fr

Frakkar velja hópinn fyrir úrslitakeppnina í Finnlandi - 12.6.2009

Bruno Bini, landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Frakka, hefur valið hóp sinn fyrir úrslitakeppni EM kvenna í Finnlandi sem hefst í ágúst.  Frakkar verða fyrstu mótherjar Íslendinga í úrslitakeppninni en þjóðirnar mætast í Tampere 24. ágúst.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Fyrsta umferð VISA bikars kvenna hafin - 12.6.2009

Fyrsta umferð í VISA bikar kvenna hófst í vikunni með leik Hauka og Þróttar en umferðinni lýkur nú í kvöld og á morgun.  Fimm leikir fara fram í kvöld og á morgun verða tveir leikir. Lesa meira
 
58 þjálfarar útskrifuðust með KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráður

Hvað hefur áunnist í helstu verkefnum Fræðslunefndar? - 11.6.2009

Á dögunum barst fyrirspurn í gegnum KÞÍ frá þeirra félagsmanni til Fræðslunefndar KSÍ.  Spurt var hvernig staðan væri í dag og hvað hefði áunnist á síðastliðnum 10 árum í þeim atriðum sem tilgreind eru til helstu verkefna hjá nefndinni. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Tveggja marka tap í Skopje - 10.6.2009

Makedónía lagði Ísland í dag í undankeppni fyrir HM 2010 en leikið var í Skopje.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir heimamenn eftir að þeir höfðu haft eins marks forystu í hálfleik. Lesa meira
 
Allt klárt í búningsklefanum fyrir leikinn í Skopje

Allt til reiðu í Makedóníu - 10.6.2009

Það styttist í leik Makedóníu og Íslands í undankeppni fyrir HM 2010 og hefst nú kl. 15:45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.  Mikill hiti er nú í Skopje og sýnir hitamælirinn á leikvellinum 38 gráður nú 90 mínútum fyrir leik. Lesa meira
 
Gönguferð á leikdag í Skopje. Arnór Smárason og Jóhann Berg Guðmundsson leiða hópinn undir vökulum augum Bjarna Sigurðssonar

Hefðbundin gönguferð í styttra lagi - 10.6.2009

Íslensku landsliðsmennirnir undirbúa sig nú undir leikinn við Makedóníu sem hefst í Skopje kl. 15:45 að íslenskum tíma.  Í morgun kl. 10:00 að staðartíma brugðu leikmenn og fylgdarlið sér í hinn hefðbundna göngutúr á leikdag.  Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Makedónía - Ísland í dag kl. 15:45 - 10.6.2009

Í dag kl. 15:45 mætast Makedónía og Ísland í undankeppni HM 2010 og verður leikið í Skopje.  Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun fyrir leikinn þar kl. 15:10. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn. Lesa meira
 
UEFA

Eyjólfur í hóp dómaraeftirlitsmanna UEFA - 9.6.2009

Eyjólfur Ólafsson, fyrrum dómari, er kominn inn í hóp dómaraeftirlitsmanna UEFA en Eyjólfur hefur mikla reynslu af dómarastörfum og hefur setið í dómaranefnd KSÍ að undanförnu.

Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Æft á keppnisvellinum í dag - 9.6.2009

Íslenska landsliðið æfði í dag á keppnisvellinum í Skopje.  Mjög heitt er í veðri, um 37 stiga hiti og ekki ský á lofti.  Leikurinn hefst á morgun kl. 15:45 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Sport. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Engar spennur á vellinum - Frá Dómaranefnd KSÍ - 9.6.2009

Dómaranefnd KSÍ vill að gefnu tilefni vekja athygli á því að leikmönnum er óheimilt að bera hárspennur í leikjum. Notkun límbands (plástra) til að hylja skartgripi er ekki fullnægjandi. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Æfingahópur fyrir Norðurlandamót hjá U17 kvenna - 9.6.2009

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp til æfinga um komandi helgi.  Framundan er Norðurlandamót U17 kvenna en það fer fram í Svíþjóð dagana 29. júní - 4. júlí. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008. Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Landsliðið æfði í dag í Skopje - 8.6.2009

Íslenska karlalandsliðið æfði í dag í Skopje í Makedóníu en liðið kom þangað um hádegið í dag.  Þrír leikmenn hópsins eiga við meiðsli að stríða.  Þeir Emil Hallfreðsson og Stefán Gíslason eru á batavegi. Lesa meira
 
UEFA

Í sérstökum starfshópi um leyfismál - 8.6.2009

Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, hefur verið skipaður í sérstakan starfshóp á vegum UEFA, sem hefur það hlutverk að skoða ýmis mál tengd leyfiskerfinu í Evrópu og koma með tillögur að úrbótum þar sem við á.

Lesa meira
 
Landsliðsmennirnir Sölvi Geir Ottesen, Ragnar Sigurðsson, Gunnleifur Gunnleifsson og Bjarni Ólafur Eiríksson bíða eftir næsta flugi

Landsliðið komið til Skopje - 8.6.2009

Íslenska karlalandsliðið er nú komið til Skopje í Makedóníu en framundan er leikur í undankeppni HM 2010 við heimamenn.  Leikurinn fer fram miðvikudaginn 10. júní og hefst kl. 15:45 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Stórleikir í Pepsi-deild kvenna í kvöld - 8.6.2009

Í kvöld kl. 19:15 verður leikin heil umferð í Pepsi-deild kvenna og eru sannkallaðir stórleikir á ferðinni.  Tvö efstu liðin, Valur og Stjarnan mætast á Vodafonevellinum og liðin í þriðja og fjórða sæti, Breiðablik og Fylkir, leika í Kópavoginum. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008. Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Fimm leikmenn kallaðir í hópinn - 7.6.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert fimm breytingar á landsliðshópnum sem mætir Makedóníu á miðvikudaginn.  Inn í hópinn koma þeir Jóhann Berg Guðmundsson, Hjálmar Jónsson, Guðmundur Steinarsson, Davíð Þór Viðarsson og Rúrik Gíslason Lesa meira
 
Merki HM 2010 í Suður Afríku

Hollenskur sigur í Laugardalnum - 6.6.2009

Hollendingar reyndust of sterkir fyrir Íslendinga í kvöld á Laugardalsvelli þegar þjóðirnar léku í undankeppni fyrir HM 2010.  Hollendingar sigruðu með tveimur mörkum gegn einu eftir að hafa leitt í leikhléi, 2-0.  Holland tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppni HM 2010 sem fram fer í Suður Afríku. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008. Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi - 6.6.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Hollendingum á Laugardalsvelli kl. 18:45 í undankeppni HM 2010.  Áhorfendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega og forðast þannig biðraðir.

Lesa meira
 
Laugardalsvöllur

Lúðrasveitin Svanur marserar fyrir leik - 6.6.2009

Fyrir landsleik Íslands og Hollands á Laugardalsvelli í dag mun lúðrasveitin Svanur marsera á hlaupabrautinni og leika ýmis lög.  Jafnframt mun Svanur leika þjóðsöngva liðanna fyrir leik.

Lesa meira
 
Icelandair

Hitta þeir slána? - 6.6.2009

Í hálfleik á viðureign Íslands og Holland í undankeppni HM 2010, sem fram fer á laugardag, munu Guðmundur Guðbjörnsson, Magnús Edvardsson og Vigfús Þormar Gunnarssonfá tækifæri til að spreyta sig í erfiðri þraut. 

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland - Holland í kvöld kl. 18:45 - Uppselt - 6.6.2009

Í kvöld kl. 18:45 taka Íslendingar á móti Hollendingum í undankeppni fyrir HM 2010.  Leikið verður á Laugardalsvelli og er uppselt á þennan stórleik.  Áhorfendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á völlinn og forðast þannig biðraðir. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Kasakstan - 6.6.2009

Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni í dag þegar hann dæmir leik Kasakstan og Englands í undankeppni fyrir HM 2010.  Honum til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson.  Fjórði dómari verður Jóhannes Valgeirsson.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Naumt tap hjá U21 karla gegn Dönum - 5.6.2009

Danir lögðu Íslendinga í vináttulandsleik hjá U21 karla í dag en leikið var í Álaborg.  Lokatölur urðu 3-2 fyrir heimamenn eftir að þeir höfðu leitt í leikhléi, 2-1.  Þeir Bjarni Þór Viðarsson, úr víti og Skúli Jón Friðgeirsson skorðuðu mörk Íslendinga. Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Örfáir miðar eftir á Ísland - Holland - 5.6.2009

Miðasala á leiks Íslands og Hollands í undankeppni fyrir HM 2010 hefur gengið mjög vel.  Kl. 13:30 voru fáir miðar eftir og lítur út fyrir að uppselt verði á leikinn fyrr en síðar.  Það fer því hver að verða síðastur að tryggja sér miða á þennan stórleik. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Æfingahópur tilkynntur hjá U19 kvenna - 5.6.2009

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið undirbúningshóp fyrir úrslitakeppni EM U19 kvenna sem fer fram í Hvíta Rússlandi í júlí.  Ólafur hefur valið 25 leikmenn í þennan hóp. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Erna Björk leikmaður umferða 1 - 6 í Pepsi-deild kvenna - 5.6.2009

Í dag voru veitt verðlaun fyrir fyrstu sex umferðirnar í Pepsi-deild kvenna og fór athöfnin fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Erna Björk Sigurðardóttir úr Breiðabliki var valin leikmaður umferðanna. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla leikur gegn Dönum í dag - 5.6.2009

Í dag kl. 12:30 að íslenskum tíma mæta Íslendingar Dönum í vináttulandsleik landsliða U21 karla.  Leikið verður í Álaborg.  Fylgst er með helstu atriðum leiksins hér að neðan. Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Blár frá toppi til táar! - 5.6.2009

Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir viðureign Íslands og Hollands á morgun á Laugardalsvelli.  Leikurinn hefst kl. 18:45 og er um að gera að mæta tímanlega og láta mála íslenska fánann á kinnina og ennið, já eða allt andlitið! Lesa meira
 
Icelandair

Getur þú hitt þverslána frá vítateig? - 4.6.2009

Í hálfleik á viðureign Íslands og Holland á laugardag munu þrír vallargestir spyrna knetti frá vítateigslínu með það fyrir augum að hitta þverslána.  Ef það tekst er vinningurinn ferð fyrir tvo til Bandaríkjanna með Icelandair!

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Bjarni ánægður með markverðina - 4.6.2009

Bjarni Sigurðsson, markavarðaþjálfari íslenska landsliðsins, er fullur tilhlökkunar fyrir stórleikinn gegn Hollandi á laugardaginn.  Hann segir markverði íslenska hópsins í fínu standi og hafi litið vel út á æfingum landsliðsins. Lesa meira
 
ksi-Akarla

Viðtal við Bjarna Sigurðsson - 4.6.2009

Viðtal við Bjarna Sigurðsson, markvarðaþjálfara A landsliðs karla, fyrir leikinn gegn Hollandi Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Utandeildarliðið Carl mætir Íslandsmeisturum FH - 4.6.2009

Í dag var dregið í 32 liða úrslitum VISA bikars karla og fór drátturinn fram í Þjóðabókhlöðunni.  Þetta er í 50. sinn sem bikarkeppnin er haldin.  Margir forvitnilegir leikir eru á dagskránni en drátturinn var opinn, þ.e. öll félögin gátu mæst.   Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Fyrirhuguðu Grasrótarnámskeiði frestað - 4.6.2009

Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðu Grasrótarnámskeiði fyrir þjálfara sem átti að fara fram sunnudaginn 7. júní.  Ljóst var að ekki mundi nást viðunandi fjöldi á námskeiðið og því ákveðið að fresta því.  Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Knattspyrnuskóli drengja á Laugarvatni 15. - 19. júní - 4.6.2009

Knattspyrnuskóli drengja fer fram á Laugarvatni dagana 15. til 19. júní.  Félögin hafa tilnefnt þátttakendur í skólann en þeir eru fæddir árið 1995.  Það er Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, sem hefur yfirumsjón með skólanum.

Lesa meira
 
Skylmingar

Skylmingaatriði sýnd fyrir leikinn á laugardag - 4.6.2009

Sýnt verður sérstakt sýningaratriði í skylmingum og þá munu fjórir hópar skylmingamanna setja á svið orrustu.  Allt mun þetta fara fram á hlaupabrautinni á Laugardalsvelli fyrir leik.  Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Fundur um Kine próf fimmtudaginn 4. júní - 3.6.2009

Fimmtudaginn 4. júní verður fundur í höfuðstöðvum KSÍ þar sem farið verður yfir niðurstöður Kine prófanna sem leikmenn í undirbúningshópi U19 kvenna gengust undir í lok febrúar. Fundurinn hefst kl. 16:00. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ A (UEFA A) endurmenntunarnámskeið - 3.6.2009

Helgina 3.-5. júlí mun Knattspyrnusamband Íslands halda endurmenntunarnámskeið fyrir KSÍ A (UEFA A) þjálfara. Námskeiðið er eingöngu opið þjálfurum sem hafa KSÍ A eða UEFA A þjálfaragráðu. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Dregið í 32-liða úrslitum VISA bikars karla á fimmtudag - 3.6.2009

Dregið verður í 32-liða úrslit VISA-bikars karla kl. 12:00 fimmtudaginn 4. júní.  Drátturinn fer fram í Þjóðarbókhlöðunni.  Tuttugu félög hafa tryggt sér sæti í 32-liða úrslitum í gegnum forkeppnina og nú bætast í pottinn félögin 12 í Pepsi-deild karla. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið upp um tvö sæti á styrkleikalista FIFA - 3.6.2009

Á nýjum styrkleikalista FIFA er birtur var í dag færist karlalandslið Íslands upp um tvö sæti.  Ísland er í 92. sæti ásamt Albaníu.  Mótherjar Íslendinga á laugardaginn, Holland, veltir Þjóðverjum í öðru sæti listans. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Fleiri breytingar á U21 hópnum - 2.6.2009

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert þrjár breytingar á hóp sínum fyrir vináttulandsleik gegn Dönum næstkomandi föstudag.  Eyjólfur hefur valið þá Almar Ormarsson, Kristin Jónsson og Eið Aron Sigurbjörnsson í hópinn. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Viðurkenningar fyrir fyrsta þriðjunginn afhentar á föstudag - 2.6.2009

Líkt og undanfarin ár verða afhentar sérstakar viðurkenningar til þeirra sem skara fram úr eftir hvern þriðjung í Pepsi-deild kvenna og verður fyrsti þriðjungurinn gerður upp í hádeginu á föstudag.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Önnur umferð VISA bikars karla - 1.6.2009

Í dag hefst önnur umferð í VISA bikar karla og eru sex leikir sem fara fram í dag.  Á morgun klárast svo umferðin með fjórtán leikjum en dregið verður i 32. liða úrsltin, fimmtudaginn 4. júní. Lesa meira
 
Magnús Þórisson

Magnús í eldlínunni í Wales - 29.5.2009

Magnús Þórisson verður í eldlínunni í dag þegar hann dæmir vináttulandsleik Wales og Eistlands.  Leikurinn fer frá á Parc y Scarlets í Llanelli.  Magnúsi til aðstoðar eru þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Frosti Viðar Gunnarsson.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Breytingar á hópnum hjá U21 karla - 29.5.2009

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert breytingar á hóp sínum fyrir vináttulandsleikinn gegn Dönum í Árósum.  Inn í hópinn koma þeir Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Jósef Kristinn Jósefsson og Rafn Andri Haraldsson. Lesa meira
 
Holland_logo

Hollenski hópurinn tilkynntur - 29.5.2009

Bert van Marwijk, landsliðsþjálfari Hollands, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir landsleiki gegn Íslendingum og Norðmönnum.  Það er óhætt að segja að það sé valinn maður í hverju rúmi hjá hollenska liðinu sem mætir Íslendingum. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðar á Ísland - Holland fyrir handhafa A-passa - 29.5.2009

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Holland afhenta miðvikudaginn 3. júní frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 
Ólafur Jóhannesson fagnar sigri gegn Makedóníu

Mætum öll í bláu - 28.5.2009

Það hefur löngum verið siður stuðningsmanna knattspyrnuliða að klæðast litum sinna liða á kappleikjum.  Þetta þekkjum við vel frá knattspyrnuleikjum félagsliða, hér á landi sem annars staðar.  Þessi siður er enn sterkari þegar kemur að landsliðum Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Knattspyrnuskóli stúlkna á Laugarvatni 8. - 12. júní - 28.5.2009

Knattspyrnuskóli stúlkna fer fram á Laugarvatni dagana 8. til 12. júní.  Félögin hafa tilnefnt þátttakendur í skólann en þeir eru fæddir árið 1995.  Það er Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, sem hefur yfirumsjón með skólanum. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Heil umferð í Pepsi-deild karla í kvöld - 28.5.2009

Það verður mikið fjör á mörgum knattspyrnuvöllum þessa lands í kvöld en þá fer fram heil umferð í Pepsi-deild karla.  Þá er einnig einn leikur í Pepsi-deild kvenna og er það sannkallaður stórleikur þegar Þór/KA tekur á móti Íslandsmeisturunum í Val. Lesa meira
 
ÁFRAM íSLAND!!

Klæðum stúkuna í bláan lit! - 28.5.2009

Allir áhorfendur sem leggja leið sína á Laugardalsvöllinn laugardaginn 6. júní, þegar Íslendingar og Hollendingar mætast í undankeppni HM 2010, eru hvattir til að klæðast bláum lit, þannig að sá litur verði áberandi í stúkunni. 

Lesa meira
 
Eiður Smári í leik gegn Azerbaijan

Eiður Evrópumeistari - 28.5.2009

Landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen, bætti enn einni rós í sitt hnappagat í gærkvöldi þegar lið hans Barcelona stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu. Félagið vann því þennan eftirsótta titil í þriðja skiptið.< Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Ósk um breytingar á leikjum - 28.5.2009

Af gefnu tilefni vill mótnefnd KSÍ minna á að allar breytingar á Íslandsmótunum í knattspyrnu skulu berast á skrifstofu KSÍ á faxi undirritað af forráðamönnum beggja félaga. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Grasrótarnámskeið fyrir þjálfara 7. júní - 27.5.2009

Sunnudaginn 7. júní mun KSÍ standa fyrir Grasrótarnámskeiði fyrir þjálfara.  Námskeiðið er opið öllum þjálfurum, en hentar mjög vel þjálfurum yngri flokka og kennurum og aðstoðarmönnum í knattspyrnuskólum félaga. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Eyjólfur velur hóp fyrir vináttulandsleik við Dani - 26.5.2009

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Dönum þann 5. júní næstkomandi.  Leikið verður í Álaborg á heimavelli AaB. Lesa meira
 
ksi-Akarla

Viðtal við Óla Jó fyrir Holland og Makedóníu - 26.5.2009

Viðtal við Ólaf Jóhannesson þegar hópurinn fyrir Holland og Makedóníu var tilkynntur Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008. Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Hópurinn valinn fyrir Holland og Makedóníu - 26.5.2009

Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag voru tilkynntur landsliðshópur hjá A landsliði karla.  Framundan tveir leikir í undankeppni HM 2010.  Tekið verður á móti Hollandi á Laugardalsvellinum, laugardaginn 6. júní kl. 18:45. Að neðan má sjá viðtal við landsliðsþjálfarann. Lesa meira
 
Vígalegt dómaratrío. Frá vinstri: Ólafur Böðvar Helgason, Kristinn Jakobsson og Hlynur Áskelsson

Héraðsdómaranámskeið þriðjudaginn 2. júní - 26.5.2009

Námskeiðið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 19:30. Um er að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur.  Ekkert próf en viðvera gefur réttindi til héraðsdómara.  Aldurstakmark 16 ára og er námskeiðið ókeypis.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008. Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Hópurinn tilkynntur á morgun fyrir Holland og Makedóníu - 25.5.2009

Á morgun verður haldinn blaðamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ og hefst hann kl. 13:00. Á fundinum verður tilkynntur A landsliðshópur karla er mætir Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní og Makedóníu ytra 10. júní.  Þá verður tilkynntur hópurinn hjá U21 karla en liðið leikur vináttulandsleik gegn Dönum, föstudaginn 5. júní. Lesa meira
 
Frá Íslandsleikum Special Olympics í knattspyrnu 2009 sem haldnir voru á KR velli

Glæsilegir Íslandsleikar Special Olympics - 25.5.2009

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu fóru fram síðastliðinn sunnudag og tókust þeir ákaflega vel.  Umsjónaraðili leikanna var KR í samstarfi við ÍF og KSÍ.  Forseti Íslands afhenti öllum keppendum verðlaun. Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Miðasala á Ísland - Holland í fullum gangi - 25.5.2009

Miðasala á leik Íslands og Hollands í undankeppni HM 2010 er nú í fullum gangi. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 6. júní og hefst kl. 18:45.  Miðasala fer fram sem fyrr í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

VISA-bikarinn hefst um helgina - 22.5.2009

Á laugardaginn hefst VISA bikarinn en þá verður leikið í 1. umferð VISA bikars karla og í forkeppni VISA bikars kvenna.  Það verða Kjalnesingar og Elliði sem leika fyrsta leikinn í VISA bikar karla og ÍA og Selfoss hefja leikinn hjá konunum. Lesa meira
 
Special Olympics European Football Week

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu - 22.5.2009

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu verða haldnir sunnudaginn 24. maí á íþróttasvæði KR.  Umsjónaraðili leikanna verður KR í samstarfi við ÍF og KSÍ.  Upphitun hefst kl.12:30 í umsjá Grétars Sigfinns Sigurðssonar.  Lesa meira
 
Vodafone

Boltavakt Vísis aðgengileg viðskiptavinum Vodafone - 20.5.2009

Boltavakt Vísis.is er nú aðgengileg í símtækjum viðskiptavina Vodafone án endurgjalds.  Símnotendur geta nálgast upplýsingar um byrjunarliðin í öllum leikjum í Pepsi-deild karla, innáskiptingar, markaskora og stoðsendingar, gul og rauð spjöld að ógleymdri textalýsingu á öllum leikjum.

Lesa meira
 
Heimavöllur enska liðsins Colchester

Leikið við England á heimavelli Colchester 16. júlí - 20.5.2009

Vináttulandsleikur Englands og Íslands þann 16. júlí næstkomandi fer fram á heimavelli Colchester, Weston Homes Community Stadium.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Setanta. Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Miklir knattspyrnudagar framundan - 20.5.2009

Það eru svo sannarlega annasamir knattspyrnudagar framundan en á uppstigningadag hefst keppni í 3. deild karla og 1. deild kvenna hefst um helgina.  Yfir 180 störf á vegum KSÍ eru því framundan á næstu fjórum dögum. Lesa meira
 
Gylfi_Orrason_Breidablik_HK

Íslandsmótin í öllum flokkum að hefjast - 19.5.2009

Boltinn er svo sannarlega farinn að rúlla um allt land því að Íslandsmótin eru nú að komast á fullt í öllum flokkum.  Um síðustu helgi hófst keppni í 2. flokki karla og þá er keppni í eldri flokki hafin. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Héraðsdómaranámskeið hjá Selfossi - 19.5.2009

Héraðsdómaranámskeið verður haldið hjá Selfossi föstudaginn 22. maí kl. 17:00 í íþróttahúsinu Iðu.  Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.  Um er að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Frestur til að sækja um störf til 20. maí - 19.5.2009

KSÍ auglýsir eftir þremur starfsmönnum í tímabundin störf en um er að ræða átaksverkefni sem einungis er ætlað þeim sem eiga bótarétt. Um er að ræða störf við skráningu leikskýrslna og starf við yfirumsjón með knattþrautum yngri kynslóðarinnar Lesa meira
 
Sigurvegarar í C deild Lengjubikars kvenna 2009, Haukar

Haukar sigruðu í C deild kvenna - 18.5.2009

Haukar fór með sigur af hólmi í C deild Lengjubikars kvenna þegar þær sigruðu Vöslung.  Lokatölur urðu 2 - 1 Haukum í vil en leikið var í Akraneshöllinni.  Þetta er í annað skiptið í röð sem Haukar sigra í C deild Lengjubikars kvenna Lesa meira
 
Knattspyrnufélagið Þróttur

Þróttur þarfnast þjálfara - 18.5.2009

Knattspyrnudeild Þróttar vantar þjálfara til starfa fyrir yngri flokka félagsins.  Tekið verður við umsóknum fram til 22.maí nk. Áhugasamir hafið samband við Heiðar Birni, yfirþjálfara í síma 618-0317 eða heidar@trottur.is Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Kynningarfundir um dómgæslu og knattspyrnulögin - 17.5.2009

Samkvæmt leyfisreglugerð KSÍ verður leyfisumsækjandi að sýna fram á fulltrúar hans hafi sótt fundi eða kynningu um dómgæslu og knattspyrnulögin á vegum KSÍ á undangengnu ári.  Fyrr í þessum mánuði stóð KSÍ fyrir slíkum fundum.  Sá fyrri fór fram í Reykjavík 6. maí og sá síðari á Akureyri 10. maí.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

215 félagaskipti afgreidd á síðasta degi - 16.5.2009

Eins og gefur að skilja var mikið um að vera á skrifstofu KSÍ í gær en þá var síðasti dagur félagaskipta.  Félagaskipti þurftu að berast skrifstofunni fyrir miðnætti og þennan síðasta dag fyrir lokun gluggans, afgreiddi skrifstofa KSÍ 215 félagaskipti. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður í máli Kötlu gegn mótanefnd KSÍ - 15.5.2009

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur úrskurðað í máli Ungmennafélagsins Kötlu gegn mótanefnd KSÍ.  Kæran var vegna ákvörðun mótanefndar að veita KFK sæti í C riðli 3. deildar karla.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar í dag - 15.5.2009

Í dag er síðasti dagur félagaskipta en félagaskiptaglugginn lokar núna 15. maí.  Nýr félagaskiptagluggi opnar 15. júlí næstkomandi og lokar 31. júlí.  Öll félagaskipti verða að berast skrifstofu KSÍ að fullu frágengin fyrir miðnætti í kvöld til þess að viðkomandi leikmaður öðlist keppnisleyfi með nýju félagi Lesa meira
 
FH blaðið 2009

FH blaðið 2009 komið út - 15.5.2009

FH-blaðið 2009 er komið út og í því má m.a. finna viðtal við Heimi Guðjónsson þjálfara FH, Davíð og Mafíu-foringjann Hemma feita, sem fer yfir sumarið, formaður fer yfir stöðu mála og margt annað fróðlegt má sjá í blaðinu.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leik Þróttar og Fjölnis í Pepsi-deild karla breytt - 14.5.2009

Mótanefnd KSÍ hefur breytt leik Þróttar og Fjölnis í Pepsi deild karla vegna annarra menningartengdra viðburða í Laugardalnum daginn sem leikurinn fer fram, 23. maí.  Leiknum er seinkað um tvo klukkutíma.

Lesa meira
 
Leikskrá Grindavíkur 2009

Grindvíkingar gefa út glæsilega leikskrá - 13.5.2009

Grindvíkingar gefa út glæsilega 40 blaðsíðna leikskrá fyrir sumarið og er henni dreift í öll hús í Grindavík. Í leikskránni er m.a. fjallað um merkileg tímamót í sögu knattspyrnudeildarinnar því nú eru 40 ár liðin frá því Grindavík sendi í fyrsta skipti meistaraflokk til keppni á Íslandsmóti.

Lesa meira
 
HK

Þjálfari hjá HK í tímabundið bann - 13.5.2009

Á fundi aganefndar í dag, 12. maí 2009, var Guðmundur Sigurbjörnsson, HK,  úrskurðaður í tímabundið leikbann til 10. júní vegna atviks í leik Breiðabliks og HK í 3. flokki kvenna 26. apríl 2009. 

Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Finnland færist nær! - 13.5.2009

Miðasala á keppnina er nú í gangi og fær KSÍ úthlutað ákveðnum fjölda miða á hvern leik íslenska liðsins, fyrst á leikina þrjá í riðlakeppninni og síðan í útsláttarkeppnina í framhaldi af því ef liðið kemst upp úr riðlinum. Miðaverð á hvern leik er 20 evrur. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Leikir yngri flokka og eldri flokks staðfestir - 12.5.2009

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í yngri aldursflokkum og í eldri flokki karla. Þar með hafa nánast allir leikir sumarsins verið staðfestir.  Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög séu tekin úr umferð. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Störf í boði hjá KSÍ - 12.5.2009

KSÍ auglýsir eftir þremur starfsmönnum í tímabundin störf en um er að ræða átaksverkefni sem einungis er ætlað þeim sem eiga bótarétt. Um er að ræða störf við skráningu leikskýrslna og starf við yfirumsjón með átaksverkefni í knattþrautum yngri kynslóðarinnar. Lesa meira
 
Frá ferð kennara á þjálfaranámskeiðum KSÍ til Noregs

Vel heppnuð heimsókn til Noregs - 12.5.2009

Í vikunni fóru 11 einstaklingar frá KSÍ í heimsókn til norska knattspyrnusambandsins til að kynna sér stöðu mála í menntun þjálfara í Noregi. Ferðin var á vegum UEFA og þótti heppnast vel í alla staði. Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Mótherjarnir klárir fyrir úrslitakeppni EM U19 kvenna - 12.5.2009

Í kvöld var dregið í riðla í úrslitakeppni U19 kvenna en keppnin fer fram í Hvíta Rússlandi dagana 13. - 25. júlí.  Dregið var í Minsk og lenti íslenska liðið í riðli með Englandi, Noregi og Svíþjóð. Lesa meira
 
U19_kvenna_i_Pollandi_april_2009

Dregið í úrslitakeppni EM U19 kvenna í kvöld - 12.5.2009

Í kvöld verður dregið í úrslitakeppni EM U19 kvenna en Ísland er ein af átta þjóðum sem á sæti þar.  Dregið verður í Minsk en úrslitakeppnin fer fram í Hvíta Rússlandi dagana 13. - 25. júlí. Lesa meira
 
Knattspyrnublað Keflavíkur

Knattspyrnublað Keflavíkur er komið út - 12.5.2009

Knattspyrnublað Keflavíkur er komið út. Blaðið er fullt af skemmtilegu efni s.s. viðtöl við þjálfara karla og kvenna, fyrirliðar karla og kvenna ræða um mótið sem framundan er.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar föstudaginn 15. maí - 11.5.2009

Föstudaginn 15. maí næstkomandi er síðasti dagur félagaskipta en félagaskipti verða ekki heimil fyrir meistaraflokksleikmenn aftur fyrr en 15. júlí nema fyrir þá leikmenn sem koma til baka af tímabundnum félagaskiptum.  Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Sigurður Ragnar fylgist með leikmönnum í Svíþjóð - 11.5.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, er í Svíþjóð en þar er hann að fylgjast með íslenskum leikmönnum.  Sigurður Ragnar fylgist með tveimur leikjum í þessari ferð en íslenskir leikmenn verða væntanlega fyrirferðamiklir í þessum leikjum. Lesa meira
 
Borði Heimsgöngunnar borinn á undan liðnum

Fáni Heimsgöngunnar borinn inn á undan liðunum - 11.5.2009

Í öllum leikjum Pepsi-deildarinnar sem eru í beinni útsendingu sjónvarps er fáni Heimsgöngu í þágu friðar og tilveru án ofbeldis borinn inn á undan liðunum, ásamt fána Pepsi-deildarinnar og Mastercard - Leikur án fordóma.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Hvenær verður dregið í VISA-bikarnum 2009? - 11.5.2009

Hvar og hvenær verður dregið í VISA-bikarnum 2009?  Allar dagsetningar eru klárar og hafa verið gefnar út í Handbók leikja.  Fyrsti dráttur er 4. júní, en þá verður dregið í 32-liða úrslit karla.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Hverjir verða bestir í Pepsi-deildinni 2009? - 11.5.2009

Líkt og undanfarin ár verða afhentar sérstakar viðurkenningar til þeirra sem skara fram úr eftir hvern þriðjung í Pepsi-deildum karla og kvenna.  Bestu leikmenn, þjálfarar, dómarar og stuðningsmenn verða verðlaunaðir.

Lesa meira
 
UEFA

Vel heppnaðri ráðstefnu UEFA lokið - 11.5.2009

Á föstudaginn lauk ráðstefnu UEFA í viðburðastjórnun en hún var haldin í samvinnu við KSÍ hér á landi.  Ráðstefnan fór fram á Hilton Nordica hótelinu sem og á Laugardalsvelli.  Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Norðmenn í efsta sæti háttvísislistans - 11.5.2009

Noregur hafnaði í efsta sæti Háttvísislista UEFA en listinn tekur á öllum leikjum á vegum UEFA.  Danir og Skotar komu í sætunum þar á eftir en þrjár efstu þjóðirnar fá aukasæti í undankeppni Evrópudeildar UEFA, tímabilið 2009-2010. Lesa meira
 
ÍR

Ólöglegir leikmenn hjá ÍR í Lengjubikarnum - 11.5.2009

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Liliana Ramos og Sandra Björk Halldórsdóttir léku ólöglegar með ÍR í leik gegn GRV sem fram fór í B deild Lengjubikars kvenna.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegur leikmaður hjá BÍ/Bolungarvík gegn Reyni - 11.5.2009

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Kristján Fannar Ragnarsson lék ólöglegur með BÍ/Bolungarvík í leik gegn Reyni Sandgerði

Lesa meira
 
Árborg vann C deild Lengjubikars karla árið 2009

Árborg sigraði í C deild Lengjubikars karla - 11.5.2009

Árborg fór með sigur af hólmi í C deild Lengjubikars karla eftir úrslitaleik við Hvíta Riddarann.  Árborgarmenn sigruðu með fjórum mörkum gegn tveimur en leikið var á Varmárvelli. Lesa meira
 
Garðar Örn Hinriksson, Bryndís Sigurðardóttir og Marína Ósk Þórólfsdóttir. Fyrirliðarnir eru Rakel Hönnudóttir Þór/KA og Erna Björk Sigurðardóttir Breiðabliki

Dómarar í Henson búningum - 9.5.2009

Knattspyrnusamband Íslands og Henson hafa gert með sér samning um að dómarar muni klæðast Henson búningum í ár.  Hönnun búningana var í höndum KSÍ og Henson í samstarfi við íslenska dómara.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Velkomin til leiks - 9.5.2009

Enn á ný fögnum við sumri og því í dag fer knattspyrnan í gang á völlum landsins. Tuttugu þúsund keppendur innan vébanda KSÍ ganga til leiks auk þúsunda annarra sem taka þátt í knattspyrnuleikjum án þess að vera skráðir þátttakendur í knattspyrnuhreyfingunni. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deildin hefst í dag - 9.5.2009

Í dag byrjar Pepsi-deildin að rúlla og það eru konurnar sem að hefja leik kl. 14:00 í dag með heilli umferð.  Karlarnir hefja svo leik á morgun með fimm leikjum en lokaleikur fyrstu umferðar hjá þeim verður leikinn á mánudaginn. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Þrjú félög með miðasölu á midi.is - 8.5.2009

Þrjú félög í Pepsi-deild karla eru með netsölu aðgöngumiða í gegnum vefsíðuna midi.is.  Miðaverð fyrir 17 ára og eldri í netsölu er kr. 1.000, en fullt verð er kr. 1.200.  Félögin sem um ræðir eru FH, Fylkir og KR.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

VISA-bikarinn 2009 er 50. bikarkeppnin - 8.5.2009

VISA-bikarinn 2009 er merkilegur fyrir þær sakir að þetta er í 50. sinn sem bikarkeppni KSÍ í karlaflokki er haldin.  Fyrsta bikarkeppnin var haldin árið 1960 og fóru flestir leikirnir fram á Melavellinum í Reykjavík.

Lesa meira
 
Frá undirritun um samstarfs á milli Háskólans í Reykjavík og KSÍ. Þórdís Gísladóttir og Geir Þorsteinsson undirrita samninginn

Samstarf KSÍ og Háskólans í Reykjavík - 8.5.2009

Háskólinn í Reykjavík (HR) íþróttafræðisvið og Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ)  hafa gert með sér samkomulag á sviði menntunar dómara, rannsókna og starfsnáms nema í íþróttafræðum við HR. Lesa meira
 
Þátttakendur á KSÍ VI í Lilleshall í janúar 2009

Menntun þjálfara í Pepsi-deild og 1. deild kvenna - 7.5.2009

Fræðsludeild KSÍ hefur tekið saman upplýsingar um þá þjálfaramenntun sem þjálfarar í Pepsi-deild kvenna og 1. deild kvenna hafa yfir að ráða í upphafi keppnistímabilsins. Lesa meira
 
UEFA

UEFA með ráðstefnu um viðburðarstjórnun - 7.5.2009

Í dag hefst ráðstefna á vegum UEFA í samstarfi við KSÍ og fer hún fram á Nordica Hilton hótelinu og á Laugardalsvelli.  Viðfangsefnið er viðburðastjórnun og eru rúmlega 90 gestir sem sitja ráðstefnuna  Lesa meira
 
Atli Eðvaldsson

Atli Eðvaldsson með UEFA Pro Licence - 6.5.2009

Nú á dögunum útskrifaðist Atli Eðvaldsson úr Pro Licence námi hjá þýska knattspyrnusambandinu og er því þriðji Íslendingurinn sem er handhafi UEFA Pro Licence skírteinis.  Hinir eru Teitur Þórðarson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

FH og Val spáð titlum í Pepsi-deildunum - 6.5.2009

Á kynningarfundi Pepsi-deildanna sem haldinn var í Háskólabíói í dag voru kynntar spár forráðamanna liðanna í deildunum.  Spárnar hljóðuðu upp á  að Íslandsmeistararnir verji titla sína, Valur hjá konunum og FH hjá körlunum. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Kynningarfundur Pepsi-deilda karla og kvenna í dag - 6.5.2009

Kynningarfundur Pepsi-deilda karla og kvenna 2009 fer fram í Háskólabíói miðvikudaginn 6. maí kl. 16:00.  Á staðnum verða fulltrúar allra félaganna auk fulltrúa KSÍ og Pepsi.  Meðal annars verður birt hin árlega spá um lokastöðu liða.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir Kazakhstan - England - 6.5.2009

Annríki verður hjá íslenskum dómurum á erlendri grundu á næstunni en Kristinn Jakobsson mun dæma leik Kazakhstan og Englands í undankeppni fyrir HM 2010.  Þá mun Magnús Þórisson dæma vináttulandsleik Wales og Eistlands í Wales, 29. maí

Lesa meira
 
Sparkvöllur

Gúmmí á sparkvelli - 5.5.2009

Félögum og sveitarfélögum stendur til boða að fá gúmmí á sparkvelli KSÍ sér að endurgjaldslausu.  Viðkomandi aðilar myndu einungis þurfa að standa straum af sendingarkostnaði. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Staðfest niðurröðun í 1. deild kvenna og 3. deild karla - 5.5.2009

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun í 1. deild kvenna og 3. deild karla og hefur niðurröðunin verið birt hér á heimasíðu KSÍ.  Mikilvægt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð. Lesa meira
 
Grottumerki 2009

Titill á Seltjarnarnes - 5.5.2009

Grótta tryggði sér sigur í B deild Lengjubikars karla með því að leggja Fjarðabyggð í úrslitaleik.  Leikið var í Boganum á Akureyri og urðu lokatölur 2-1 Gróttumönnum í vil eftir að þeir höfðu leitt í hálfleik, 2-0. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breyting á reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál - 4.5.2009

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 30. apríl breytingar á reglugerð KSÍ á reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Er um að ræða breytingu á ákvæði um viðurlög við brot skv. tilkynningu framkvæmdastjóra sbr. 18.grein í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir sigraði B deild kvenna - 4.5.2009

Fylkisstúlkur stóðu uppi sem sigurvegarar í B deild Lengjubikars kvenna en þær lögðu ÍBV í lokaleiknum með þremur mörkum gegn engu.  Einungis var leikið í einum riðli í B deild kvenna og var því ekki leikinn eiginlegur úrslitaleikur. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

FH sigraði í Meistarakeppni KSÍ - 4.5.2009

FH tryggði sér í kvöld annan titilinn á stuttum tíma þegar liðið tryggði sér sigur í Meistarakeppni KSÍ.  Í úrslitaleik sem leikinn var í Kórnum báru FH sigurorð á KR með þremur mörkum gegn einu eftir að hafa leitt í leikhléi, 2-0. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fræðslufundur um dómgæslu og knattspyrnulögin - 4.5.2009

Þriðji  fundurinn í fræðslufundaröð KSÍ verður haldinn fimmtudaginn 7. maí.  Viðfangsefnið eru  knattspyrnulögin, áherslur dómara og dómaranefndar, verkefni dómara, framkoma á leikvelli o.fl.

Lesa meira
 
Úr leik Álftaness og Berserkja í 3. deild karla 2007

KFK leikur í 3. deild í sumar - 4.5.2009

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að Keilufélagið Keila (KFK) taki sæti Snæfells í C-riðli 3. deildar karla. Þrjú lið sendu staðfesta þátttökutilkynningu ásamt fjölda fyrirspurna frá öðrum félögum. Lesa meira
 
Handbók leikja 2009

Handbók leikja 2009 komin út - 4.5.2009

Handbók leikja 2009 er komin út, en hún inniheldur ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir aðildarfélög KSÍ.  Í Handbók leikja eru ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja. Lesa meira
 
Valur

Valssigur í Meistarakeppni kvenna - 4.5.2009

Valur tryggði sér sigur í Meistarakeppni KSÍ með því að leggja KR í Kórnum.  Lokatölur urðu 2-1 fyrir Val og kom sigurmarkið undir lok leiksins.  Þetta er þriðja árið í röð sem Valur vinnur þennan titil og í fimmta skiptið á síðustu sex árum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fræðslufundi um reglugerðir frestað - 4.5.2009

Þriðja fundi í fræðslufundaröð KSÍ er átti að fara fram í dag, mánudaginn 4. maí, hefur verið frestað.  Ný dagsetning fundarins verður tilkynnt síðar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breyttur leikstaður í Meistarakeppni karla - 3.5.2009

Ákveðið hefur verið að leikur FH og KR í Meistarakeppni karla fari fram í Kórnum en ekki á Kaplakrikavelli eins og fyrirhugað var.  Leikurinn hefst kl. 18:30, mánudaginn 4. maí. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Þór/KA tryggði sér Lengjubikarinn - 3.5.2009

Stúlkurnar í Þór/KA tryggðu sér sigur í A deild Lengjubikar kvenna þegar þær lögðu Stjörnuna í úrslitaleik.  Lokatölur urðu þær að Þór/KA skoraði þrjú mörk gegn tveimur Stjörnustúlkna.  Sigurmarkið kom í uppbótartíma. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006. Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Óúttekin leikbönn í meistaraflokki 2009 - 3.5.2009

Skrifstofa KSÍ hefur sent aðildarfélögum sínum bréf sem inniheldur lista yfir þá leikmenn í meistaraflokki sem eiga óúttekin leikbönn frá síðustu leiktíð.  Hafa ber í huga að listi þessi er aðeins til upplýsinga og áminningar. Lesa meira
 
Pride Park, heimavöllur Derby County

Ný reglugerð um knattspyrnuleikvanga tekin gildi - 1.5.2009

Ný reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga er tekin gildi og leysir hún af hólmi reglugerð KSÍ um knattspyrnuvelli frá 1. maí 2009. Lesa meira
 
FH

FH lyfti Lengjubikarnum - 1.5.2009

FH tryggði sér í dag Lengjubikarinn þegar þeir lögðu Breiðablik í úrslitaleik A deildar Lengjubikars karla.  Hafnfirðingar skoruðu þrjú mörk gegn engu Kópavogsbúa en leikið var í Kórnum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Meistarakeppni kvenna flýtt - 1.5.2009

Mótanefnd hefur tekið þá ákvörðun að flýta leik Vals og KR í Meistarakeppni kvenna um 2 daga og fer nú leikurinn fram sunnudaginn 3. maí.  Leikið verður í Kórnum og hefst leikurinn kl. 18:15. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Breiðablik og FH leika til úrslita í A deild karla - 30.4.2009

Úrslitaleikur A deildar Lengjubikars karla fer fram í Kórnum, föstudaginn 1. maí kl. 16:00.  Þá eigast við Breiðablik og FH og má búast við hörkuleik á milli þessara nágranna. Aðgangseyrir á leikinn er 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Skemmtilegast að vinna svona - Stelpurnar komnar heim - 30.4.2009

Í gær komu heim, eftir langt og strangt ferðalag, sigurreifur hópur.  Þarna voru á ferðinni hópurinn sem tryggði Íslandi sæti í úrslitakeppni EM hjá U19 kvenna.  Leikmenn, þjálfarar og aðrir í hópnum voru himinlifandi með árangur ferðarinnar. Lesa meira
 
ksi_U19_kvenna

Viðtal við þjálfarann Ólaf Guðbjörnsson við heimkomuna frá Póllandi - 30.4.2009

Viðtal við þjálfarann Ólaf Guðbjörnsson við heimkomuna frá Póllandi eftir að U19 kvenna tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi. Lesa meira
 
Fanndís Friðriksdóttir

Viðtal við Fanndísi Friðriksdóttur við heimkomu frá Póllandi - 30.4.2009

Viðtal við Fanndísi Friðriksdóttur við heimkomuna frá Póllandi eftir að U19 kvenna tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Dregur til tíðinda í Lengjubikarnum - 30.4.2009

Á næstu dögum dregur heldur betur til tíðinda í Lengjubikarnum en þá verður leikið til úrslita í A deild karla og kvenna.  Þá verður leikið til undanúrslita í B deild í kvöld og undanúrslit C deildar fara fram á laugardaginn.  Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Staðfest niðurröðun í landsdeildum og bikarkeppni - 30.4.2009

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í landsdeildum karla og kvenna sem og VISA bikar karla og kvenna.  Mikilvægt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög séu tekin úr umferð.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Samningsskylda í Pepsi-deild karla frá 1. maí - 30.4.2009

Vert er að minna á ákvæði um samningsskyldu leikmanna í Pepsi-deild karla eins og fram kemur í grein 23.4 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.  Ákvæði þetta verður virkt þann 1. maí 2009. Lesa meira
 
Uefa_U19_kvenna

Dregið í úrslitakeppni U19 kvenna 12. maí - 29.4.2009

Dregið verður í úrslitakeppni EM hjá U19 kvenna þann 12. maí næstkomandi og verður dregið í Minsk en úrslitakeppnin fer fram í Hvíta Rússlandi.  Ljóst er hvaða þjóðir leika í úrslitakeppninni. Lesa meira
 
Guðrún Inga Sívertsen

Frábær árangur hjá stelpunum okkar! - 29.4.2009

Stelpurnar í 19 ára landsliðinu fylgdu eftir góðum árangri A-liðsins og sigruðu erfiðan milliriðill sinn í Evrópumóti 19 ára landsliða. Þær eru nú einnig komnar í úrslitakeppni Evrópumótsins Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Upptaka frá öðrum fræðslufundi KSÍ - 29.4.2009

Nú má finna hér á heimasíðunni upptöku frá öðrum fræðslufundi KSÍ.  Þar fluttu erindi þeir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ og Björn Ingi Victorsson, endurskoðandi KSÍ. Lesa meira
 
ksi-merki

Fræðslufundur KSÍ - Annar fundur Björn Ingi - 29.4.2009

Frá öðrum fræðslufundi KSÍ.  Viðfangsefni fundarins var rekstur og bókhald – ársreikningur og fjárhagsáætlun.  Björn Ingi Victorsson, endurskoðandi KSÍ Lesa meira
 
ksi-merki

Fræðslufundur KSÍ - Annar fundur - 29.4.2009

Frá öðrum fræðslufundi KSÍ.  Viðfangsefni fundarins var rekstur og bókhald – ársreikningur og fjárhagsáætlun.  Þórir Hákonarson, framkv.stj. KSÍ Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Laust sæti í 3. deild karla - 28.4.2009

Lið Snæfells í Stykkishólmi hefur ákveðið að draga lið sitt í meistaraflokki úr keppni í 3. deild karla. Með þessu hefur skapast laust pláss fyrir eitt lið í 3. deild karla. Áhugasömum félögum er bent á að hafa samband við mótastjóra KSÍ. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Starfsmenn óskast - 28.4.2009

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að í leikjum 3. deildar karla og 1. deildar kvenna skipi KSÍ dómara og aðstoðadómara til leiks í stað eldra fyrirkomulags þar sem heimalið sá um að leggja til aðstoðardómara. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Kennarar af þjálfaranámskeiðum til Noregs - 28.4.2009

Dagana 4.-7. maí fer hópur kennara af þjálfaranámskeiðum KSÍ í heimsókn til norska knattspyrnusambandsins í þeim tilgangi að kynna sér fyrirkomulag Norðmanna í menntun þjálfara. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit Lengjubikars kvenna í kvöld - 28.4.2009

Í kvöld verður leikið til undanúrslita í A deild Lengjubikars kvenna og hefjast báðir leikirnir kl. 18:00.  Í Boganum á Akureyri mætast Þór/KA og Breiðablik og á Stjörnuvelli eigast við Stjarnan og Valur. Lesa meira
 
U19_kvenna_i_Pollandi_april_2009

U19 kvenna í úrslit á EM! - 28.4.2009

Stelpurnar í U19 kvenna gerðu sér lítið fyrir í dag og tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Hvíta Rússlandi í júlí.  Ísland gerði jafntefli við Pólland í lokaumferðinni á meðan Svíar unnu Dani með einu marki gegn engu.  Leikur Íslands og Póllands var gríðarlega spennandi og sveiflukenndur. Lesa meira
 
Pepsi_deildin_white_lorez

Viðtal við Andra Þór Guðmundsson - 28.4.2009

Viðtal við Andra Þór Guðmundsson, forstjóra Ölgerðarinnar Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM U19 kvenna í september 2008. Ísland vann leikinn 2-1

Byrjunarliðið gegn Póllandi hjá U19 kvenna - 28.4.2009

Í dag kl. 09:00 að íslenskum tíma eigast við Pólland og Ísland í milliriðli fyrir EM hjá U19 kvenna.  Með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti í úrslitakeppni EM sem fer fram í Hvíta Rússlandi í júlí. Lesa meira
 
Frá blaðamannafundir þar sem Pepsi-deildin var kynnt

Pepsi-deildin í knattspyrnu 2009 - 27.4.2009

Ölgerðin og Pepsi verða samstarfsaðilar félaganna í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu til næstu þriggja ára (2009-2011).  Deildirnar heita héðan í frá Pepsi-deild karla og Pepsi-deild kvenna. Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Miðasala hafin á Ísland - Holland - 27.4.2009

Í dag hófst miðasala á leik Íslands og Hollands í undankeppni HM 2010. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 6. júní og hefst kl. 18:45.  Miðasala fer fram sem fyrr í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fræðslufundur færður til 4. maí - 27.4.2009

Vakin er athygli á því að 3. fundurinn í fræðslufundaröð KSÍ sem fyrirhugaður var fimmtudaginn 30. apríl hefur verið færður til mánudagsins 4. maí kl. 16:00 - 18:00.  Á fundinum verður m.a. farið yfir samninga- og félagaskiptamál og reglugerðir KSÍ. Lesa meira
 
Ingibjörg Hinriksdóttir

Menntun þjálfara - 27.4.2009

Það hefur ekki farið framhjá forsvarsmönnum knattspyrnudeilda og knattspyrnuþjálfurum að KSÍ hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á menntun þjálfara. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna fer í úrslitakeppnina með sigri á Póllandi - 27.4.2009

Á morgun leikur íslenska U19 kvennalandsliðið lokaleik sinn í milliriðli fyrir EM en leikið er í Póllandi.  Íslenska liðið er efst í riðlinum en efsta liðið fer beint í úrslitakeppnina sem leikin verður í Hvíta Rússlandi. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit A deildar karla í kvöld - 27.4.2009

Í kvöld fara fram undanúrslit í A deild Lengjubikars karla en úrslitaleikurinn sjálfur fer fram 1. maí.  Í Kórnum kl. 19:00 eigast við Kópavogsliðin Breiðablik og HK en á Fylkisvelli kl. 19:30 mætast Fylkir og FH. Lesa meira
 
Afríka

Leikmaður Afríku í 2 mánaða bann - 27.4.2009

Á fundi aganefndar, 24. apríl 2009, var Afrim Haxholli, Afríku, úrskurðaður í tímabundið leikbann til 2 mánaða vegna atviks í leik Afríku og Árborgar í meistaraflokki. karla 18. apríl.  Lesa meira
 
Stjarnan

Unglingadómaranámskeið hjá Stjörnunni - 27.4.2009

Unglingadómaranámskeið hjá Stjörnunni verður haldið í Stjörnuheimilinu  30. apríl  kl. 19:30.  Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Jafntefli í Kórnum - 25.4.2009

Ísland og Holland gerðu jafntefli í vináttulandsleik sem fram fór í Kórnum í dag.  Lokatölur urðu 1 - 1 og það var Ólína G. Viðarsdóttir sem kom íslenska liðinu yfir í fyrri hálfleik. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Jafnt gegn Svíum hjá U19 kvenna - 25.4.2009

Stelpurnar í U19 kvenna náðu í gott stig í milliriðli fyrir EM en leikið er í Póllandi.  Svíar voru mótherjarnir í dag og lauk leiknum með markalausu jafntefli.  Úrslitin þýða að Íslendingar eru með fjögur stig eftir tvo leiki Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM U19 kvenna í september 2008. Ísland vann leikinn 2-1

Leikur gegn Svíum í dag hjá U19 kvenna - 25.4.2009

Í dag leikur íslenska U19 ára stúlknalandsliðið annan leik sinn í milliriðli EM 2009 en leikið er í Póllandi. Íslenska liðið lagði Dani að velli 3-2 í fyrsta leik en í dag mæta þær Svíum og hefst leikurinn kl. 10:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi - 24.4.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Hollandi í vináttulandsleik í Kórnum kl. 16:00.  Erna Björk Sigurðardóttir mun leika sinn 25. landsleik í þessum leik. Lesa meira
 
Íslensku stelpurnar fagna marki gegn Írum

Ísland - Holland kl. 16:00 í Kórnum - 24.4.2009

Vináttulandsleikur Íslands og Hollands fer fram í Kórnum, laugardaginn 25. apríl kl. 16:00.  Miðasala hefst í Kórnum kl. 14:00 og kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri. Lesa meira
 
ksi-Akvenna

Sigurður Ragnar fyrir Holland - 24.4.2009

Viðtal við Sigurð Ragnar Eyjólfsson fyrir vináttulandsleikinn gegn Hollandi Lesa meira
 
ksi-Akvenna

Viðtal við Eddu Garðarsdóttur - 24.4.2009

Viðtal við Eddu Garðarsdóttur fyrir vináttulandsleikinn gegn Hollandi 25. apríl Lesa meira
 
Special Olympics European Football Week

Níunda knattspyrnuvika Special Olympics - 24.4.2009

Dagana 25. apríl til 3. maí verður knattspyrnuvika Special Olympics haldin, sem hefur það að markmiði að styðja við og auka knattspyrnuiðkun þroskaheftra, og er þetta í 9. sinn sem þessi knattspyrnuvika er haldin.  Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

A-passar gilda í Kórinn á laugardaginn - 24.4.2009

Þeir handhafar A passa sem ætla á vináttulandsleik Íslands og Hollands á laugardaginn í Kórnum er bent á að þeir geta sýnt passann við innganginn.  Leikurinn hefst kl. 16:00 en miðasala hefst kl. 14:00. Lesa meira
 
Fanndís Friðriksdóttir

Sætur sigur á Dönum hjá U19 kvenna - 23.4.2009

Stelpurnar í U19 kvenna byrjuðu milliriðilinn í EM frábærlega í dag þegar þær mættu stöllum sínum frá Danmörku.  Íslensku stelpurnar fóru með sigur af hólmi með þremur mörkum gegn tveimur.  Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM U19 kvenna í september 2008. Ísland vann leikinn 2-1

U19 kvenna leika við Dani - 23.4.2009

Stelpurnar í U19 kvennalandsliðinu eru staddar í Póllandi um þessar mundir og í dag hefja þær leik í milliriðli fyrir EM.  Mótherjarnir eru Danir en ásamt heimastúlkum eru Svíar einnig í riðlinum.  Leikur Íslands og Danmerkur hefst kl. 10:00. Lesa meira
 
Landsliðsþjálfari Hollands, Vera Pauw

Flestir leikmenn frá Hollandsmeisturum AZ - 22.4.2009

Landsliðsþjálfari Hollands, Vera Pauw, hefur valið 20 leikmenn sem munu mæta Íslendingum í vináttulandsleik í Kórnum næstkomandi laugardag kl. 16:00.  Flestir leikmennirnir koma frá Hollandsmeisturum AZ eða fimm talsins. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Úrslitakeppni Lengjubikars karla hefst í kvöld - 22.4.2009

Í kvöld, miðvikudagskvöld, hefst úrslitakeppni A deildar Lengjubikars karla.  Grindavík og Fylkir mætast í Reykjaneshöllinni kl. 20:30 en hinir þrír leikirnir fara fram á fimmtudag og föstudag. Lesa meira
 
A landslið kvenna

Sandra inn í hópinn - 22.4.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur gert eina breytingu á hópnum er mætir Hollandi í vináttulandsleik á laugardaginn.  Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir úr Stjörnunni kemur inn í hópinn í stað Guðbjargar Gunnarsdóttur Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ V fellur niður um næstu helgi - 21.4.2009

Vegna dræmrar skráningar hefur verið ákveðið að fresta fyrirhugðu KSÍ V þjálfaranámskeiði sem átti vera um næstu helgi (24.-26. apríl). Ákvörðun um nýja dagsetningu námskeiðsins verður tekin næsta haust. Lesa meira
 
Alidkv1993-0001

Fyrri viðureignir Íslands og Hollands - 21.4.2009

Þegar Ísland og Holland mætast í Kórnum, laugardaginn 25. apríl kl. 16:00, verður þetta í sjötta skiptið sem þessar þjóðir mætast í A landsleik kvenna.  Íslendingar hafa  fjórum sinnum farið með sigur af hólmi en Hollendingar einu sinni.  Lesa meira
 
Rannsóknarstyrku FIFA kenndur við Joao Havelange

Rannsóknarstyrkur FIFA - 21.4.2009

Knattspyrnusamband Íslands vill vekja athygli á rannsóknarstyrk Joao Havelange frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA) sem í boði er fyrir rannsóknir á sviði knattspyrnunnar. Lesa meira
 
Frá Kórnum, knattspyrnuhúsinu í Kópavogi

Ísland - Holland færður til kl. 16:00 - 20.4.2009

Vináttulandsleikur Íslands og Hollands í A landsliðum kvenna næstkomandi laugardag hefur verið færður aftur um tvær klst. og fer því fram kl. 16:00.  Breytingin er gerð vegna sjónvarpsútsendingar RÚV. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Fræðslufundur um rekstur og bókhald - 20.4.2009

Annar fundurinn í fræðslufundaröð KSÍ 2009 fer fram í höfuðstöðvum KSÍ að Laugardalsvelli föstudaginn 24. apríl kl. 16:00-18:00.  Viðfangsefni fundarins er rekstur og bókhald – ársreikningur og fjárhagsáætlun. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna heldur til Póllands á morgun - 20.4.2009

Á morgun, þriðjudaginn 21. apríl, heldur landslið U19 kvenna til Póllands þar sem þær leika í milliriðli fyrir EM.  Ísland er í riðli með heimastúlkum, Dönum og Svíum. Heimasíðan hitti Ólaf Þór Guðbjörnsson þjálfara og ræddi stuttlega við hann um verkefnið. Lesa meira
 
ksi_U19_kvenna

Ólafur Guðbjörnsson í apríl 2009 - 20.4.2009

Viðtal við Ólaf Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfara U19 kvenna, en stelpurnar leika í milliriðli fyrir EM í Póllandi 23. - 28. apríl Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Fjórðungsúrslit Lengjubikars karla hefjast á miðvikudaginn - 20.4.2009

Um helgina varð ljóst hvaða félög mætast í fjórðungsúrslitum A-deildar Lengjubikars karla.  Fyrsti leikurinn verður nú á miðvikudaginn þegar að Grindavík og Fylkir eigast við í Reykjaneshöllinni kl. 20:30. Lesa meira
 
Merki FIFA

FIFA námskeiðin tókust vel - 20.4.2009

Um síðustu helgi voru haldin tvö námskeið í þjálfun barna 6-12 ára. Kennari á námskeiðunum var Martin Andermatt en hann kom hingað til lands á vegum Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA). Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Öryggisstjórar og fjölmiðlafulltrúar á námskeiði - 17.4.2009

Fyrsti fundurinn í fræðslufundaröð KSÍ 2009 var haldinn síðastliðinn þriðjudag og var hann vel sóttur.  Um 50 manns sátu fundinn þar á meðal öryggisstjórar og fjölmiðlafulltrúar þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfið, og gilti þessi fundur því sem námskeið í viðkomandi starfi samkvæmt leyfisreglugerð KSÍ. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Hópurinn tilkynntur fyrir Hollandsleikinn - 17.4.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn er mætir Hollandi í vináttulandsleik í Kórnum.  Leikurinn fer fram laugardaginn 25. apríl og hefst kl. 16:00.  Miðaverð á leikinn er 1.000 krónur fyrir fullorðna 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri. 

Lesa meira
 
Álftanes

Unglingadómaranámskeið hjá Álftanesi - 17.4.2009

Unglingadómaranámskeið hjá Álftanesi verður haldið í hátíðarsal Íþróttamiðstöðvarinnar á Álftanesi 21. apríl kl. 19:00.  Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Aðstoðardómarar frá KSÍ í 3. deild karla og 1. deild kvenna - 17.4.2009

Stjórn KSÍ hefur samþykkt breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.  Um að ræða breytingu um skipan aðstoðardómara í 3. deild karla og 1. deild kvenna og breytingu er snýr að keppni 30 ára og eldri.

Lesa meira
 
Fareyska_kvennalandslidid

Leikið gegn Færeyjum í U17 og U19 kvenna - 17.4.2009

Ákveðið hefur verið að leika fjóra vináttuleiki milli yngri landsliða Íslands og Færeyja í sumar en leikið verður á Suðurlandi.  Leikirnir eru þáttur í auknum samskiptum Íslands og Færeyja í kvennaknattspyrnu. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Riðlakeppni A deildar Lengjubikarsins klárast um helgina - 17.4.2009

Nú um helgina lýkur keppni í riðlakeppni í A deild Lengjubikars karla og kvenna Tvö efstu liðin, í hverjum riðli hjá körlunum, tryggja sér sæti í fjórðungsúrslitum.  Hjá konunum munu fjögur efstu félögin mætast í úrslitum og er ljóst hvaða félög þar verða. Lesa meira
 
Oddbergur Eiríksson

Oddbergur dæmir í Þýskalandi - 16.4.2009

Oddbergur Eiríksson hefur verið valinn sem einn af aðstoðardómurum í úrslitakeppni EM hjá U17 karla.  Úrslitakeppnin fer fram í Þýskalandi dagana 6. - 18. maí.  Fjórtán dómarar hafa verið valdir til að starfa við úrslitakeppnina. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið hjá Hetti í fyrirlestrarsal ME - 16.4.2009

Unglingadómaranámskeið hjá Hetti  verður haldið í fyrirlestrarsal ME 22. apríl  kl. 16:30.  Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál. Lesa meira
 
Þórir Hákonarson framkvæmdarstjóri KSÍ

Hagsmunir íþrótta í aðdraganda kosninga - 16.4.2009

Nú styttist í að landsmenn gangi til kosninga til alþingis og mikilvægt að knattspyrnuhreyfingin og íþróttahreyfingin öll komi á framfæri hagsmunamálum sínum sem ekki mega gleymast í allri þeirri umræðu um skiptingu fjármuna sem nú er uppi.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Vel sóttur fræðslufundur - 16.4.2009

Fyrsti fundurinn í fræðslufundaröð KSÍ 2009 var haldinn þriðjudaginn 14. apríl og var hann vel sóttur. 

Lesa meira
 
ksi-merki

Fyrsti fræðslufundur KSÍ - Samstarfsaðilar - 16.4.2009

Fyrsti fundurinn í fræðslufundaröð KSÍ 2009 var haldinn þriðjudaginn 14. apríl.  Hér má sjá myndabandsupptökur frá fundinum.  Umræðuefnið er hugmyndir að samstarfsaðilum, hvernig má laða að fyrirtæki til samstarfs o.fl.  

Lesa meira
 
ksi-merki

Fyrsti fræðslufundur KSÍ - Fjölmiðlar - 16.4.2009

Fyrsti fundurinn í fræðslufundaröð KSÍ 2009 var haldinn þriðjudaginn 14. apríl.  Hér má sjá myndbandsupptökur frá fundinum.  Umfjöllunarefnið er samskipti og þjónusta við fjölmiðla á leikvangi. Lesa meira
 
ksi-merki

Fyrsti fræðslufundur KSÍ - 16.4.2009

Fyrsti fundurinn í fræðslufundaröð KSÍ 2009.  Hér má sjá myndbandsupptökur frá fundinum.  Umræðuefnið er framkvæmd leikja, þjónusta á leikstað, stjórnun, gæsla á leikvangi, öryggisþættir, öryggisstjóri

Lesa meira
 
Ann Helen Östervold

Norskur dómari á Ísland - Holland - 16.4.2009

Norskur dómari við stjórnvölinn á vináttulandsleik Íslands og Hollands.  Hún heitir Ann-Helene Östervold.  Aðstoðardómararnir verða íslenskir, Bryndís Sigurðardóttir og Marína Þórólfsdóttir.  Fjórði dómari verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.

Lesa meira
 
Frá Kórnum, knattspyrnuhúsinu í Kópavogi

Fyrsti kvennalandsleikurinn í Kórnum - 15.4.2009

Það styttist í næsta verkefni stelpnanna okkar í A-landsliði kvenna.  Þær mæta Hollendingum í vináttulandsleik í Kórnum 25. apríl næstkomandi og er þetta í fyrsta sinn sem A-landslið kvenna leikur í Kórnum. 

Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Ætlar þú á úrslitakeppni EM í Finnlandi? - 15.4.2009

Eins og kunnugt er leikur A-landslið kvenna í úrslitakeppni EM 2009, sem fram fer í Finnlandi í ágúst og september.  Miðasala á keppnina mun senn hefjast og fær KSÍ úthlutað ákveðnum fjölda miða á hvern leik íslenska liðsins.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn aftur af stað eftir páskafrí - 15.4.2009

Lengjubikarinn fer aftur á fullt í vikunni eftir rólegheit yfir páskana.  Fjölmargir leikir eru á dagskrá og um að gera að skella sér á völlinn og skoða stöðuna á sínu liði fyrir átök sumarsins.

Lesa meira
 
bolti_i_marki

Unglingadómaranámskeið hjá Gróttu - 14.4.2009

Unglingadómaranámskeið hjá Gróttu verður haldið í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi 20. apríl kl. 20:00.  Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 manna bolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

U19 hópur kvenna valinn fyrir milliriðilinn - 14.4.2009

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt leikmannahópinn fyrir milliriðil EM sem fram fer í Póllandi dagana 23. - 28. apríl.  Átján leikmenn eru í hópnum, sem fer til Póllands 21. apríl.

Lesa meira
 
Dómari lætur knöttinn falla

Héraðsdómaranámskeið á Akureyri 18. apríl - 14.4.2009

Laugardaginn 18. apríl verður haldið héraðsdómaranámskeið á Akureyri. Aðaláherslan verður lögð á hagnýta dómgæslu, svo sem staðsetningar, samvinnu, bendingar og fleira.

Lesa meira
 
Páskaungar

Gleðilega páska - Páskakveðja frá KSÍ - 8.4.2009

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum sínar bestu óskir um gleðilega páska.  Vonum að vel fari um alla yfir hátíðirnar hvort sem er í starfi eða leik. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland fellur um 18 sæti á styrkleikalista FIFA - 8.4.2009

Á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun, fellur karlalandslið Íslands niður um 18 sæti á listanum.  Ísland er nú í 93. sæti listans en Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans og eru ósigraðir í  31 landsleik í röð. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Fyrsti fundurinn í fræðslufundaröð KSÍ 2009 - 7.4.2009

Fyrsti fræðslufundurinn í fræðslufundaröð KSÍ 2009 verður haldinn þriðjudaginn 14. apríl.  Umfjöllunarefnin eru þjónusta við fjölmiðla, öryggismál á leikvöngum, viðburðastjórnun og samstarfssamningar við fyrirtæki. Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Sigurður Ragnar fylgist með leikmönnum í Svíþjóð - 7.4.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, verður á ferðinni í Svíþjóð nú um páskana.  Mun hann fylgjast með leik Kristianstads og Djurgården í efstu deild kvenna en sá leikur fer fram nú á mánudaginn. Lesa meira
 
Ungar og efnilegar knattspyrnukonur á Pæjumóti TM á Siglufirði

Námskeið í þjálfun barna - Haldið á Akureyri - 7.4.2009

Sunnudaginn 19. apríl munu Knattspyrnusamband Íslands og Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) standa saman að námskeiði sem haldið verður í Glerárskóla og Boganum á Akureyri. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Námskeið í þjálfun barna - Haldið í Kórnum - 7.4.2009

Laugardaginn 18. apríl munu Knattspyrnusamband Íslands og Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) standa saman að námskeiði sem haldið verður í Kórnum í Kópavogi. Lesa meira
 
Fæðubótarefni geta verið varasöm

Lyfjaeftirlitsmál og misnotkun lyfja í íþróttum - 7.4.2009

Knattspyrnusamband Íslands tekur skýra afstöðu gegn allri misnotkun lyfja/efna og notkunar á bönnuðum aðferðum sem stuðla eiga að bættum árangri í íþróttum.  Hér á heimasíðunni má finna leiðbeiningar til knattspyrnufólks er varða lyfjamál. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 24. - 26. apríl - 7.4.2009

Helgina 24.-26. apríl mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ. Þátttökurétt hafa þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í KSÍ B prófinu (UEFA B prófinu). Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla leikur vináttulandsleiki við Skota - 7.4.2009

Knattspyrnusambönd Íslands og Skotlands hafa komist að samkomulagi um að U19 karlalandsliðs þjóðanna mætist í tveimur vináttulandsleikjum.  Leikirnir munu fara fram dagana 7. og 9. september og verður leikið í Skotlandi. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Englandi

Norðurlandamót U17 karla í Þrándheimi - 7.4.2009

Norðurlandamót U17 karla fer fram að þessu sinni í Þrándheimi í Noregi og hefst 28. júlí.  Ísland er í riðli með Finnum, Skotum og Svíum og verður fyrsti leikur íslenska liðsins gegn Skotum, þriðjudaginn 28. júlí. Lesa meira
 
Heimavöllur AaB í Álaborg

Leikið í Álaborg hjá U21 karla - 3.4.2009

Það hefur verið ákveðið að vináttulandsleikur Danmerkur og Íslands hjá U21 karla, fari fram í Álaborg á heimavelli AaB.  Leikurinn fer fram 5. júní og hefst kl. 12:30 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
UEFA

Valsstúlkur beint í 32 liða úrslit - 3.4.2009

Íslandsmeistarar Vals munu fara beint í 32. liða úrslit Meistaradeildar Evrópu kvenna og sleppa því við að leika í undanriðlum eins og Íslandsmeistararnir hafa gert síðustu ár.  Er þetta komið vegna góðs árangurs íslenskra félagsliða undanfarin ár. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Úrtaksæfingar hjá U19 kvenna um páskana - 3.4.2009

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið úrtakshóp til æfinga um páskana.  U19 kvenna leikur í milliriðli fyrir EM sem leikinn verður í Póllandi.  Þar er liðið í riðli með heimastúlkum, Dönum og Svíum. Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Um leikbönn í Lengjubikar - 2.4.2009

Af gefnu tilefni skal það tekið fram að sjálfkrafa leikbönn í Lengjubikar karla og kvenna eru ekki tilkynnt með skeyti eða faxi frá aganefnd KSÍ.  Það er ábyrgð hvers félags að fylgjast með sínum leikmönnum þegar kemur að leikbönnum Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Eins marks tap á Hampden Park - 1.4.2009

Skotar lögðu Íslendinga í kvöld í undankeppni fyrir HM 2010 en leikið var á Hampden Park.  Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir heimamenn eftir að staðan hafði verið 1 - 0 í hálfleik.  Indriði Sigurðsson skoraði mark Íslendinga þegar hann jafnaði metin á 54. mínútu. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008. Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Byrjunarliðið er mætir Skotum á Hampden Park - 1.4.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Skotum kl. 19:00 á Hampden Park. Leikurinn er í undankeppni fyrir HM 2010 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 18:30. Lesa meira
 
Heimavöllur Skota, Hampden Park í Glasgow

15 sæti á lausu til Skotlands - Aprílgabb! - 1.4.2009

Á öryggisfundi á leikstað í gærkvöldi sem haldinn var fyrir leik Skotlands og Íslands í undankeppni HM 2010, kom í ljós að búningur íslenska liðsins uppfyllti ekki reglur FIFA um merkingar á búningum. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008. Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Skotland - Ísland í kvöld kl. 19:00 - 1.4.2009

Í kvöld mætast Skotland og Ísland í undankeppni fyrir HM 2010.  Leikurinn fer fram á Hampden Park í Glasgow og verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Sport. Byrjunarlið Íslands verður tilkynnt hér á síðunni þegar það verður tilbúið Lesa meira
 
Fram

Unglingadómaranámskeið hjá Fram í Framheimilinu - 31.3.2009

Unglingadómaranámskeið hjá Fram verður haldið í Framheimilinu fimmtudaginn 2. apríl  kl. 18:00.  Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál. Lesa meira
 
Stefán Stefánsson sjúkraþjálfari að störfum í Skotlandi. Nuddarinn, Óðinn Svansson, fylgist spenntur með.

Vel tekið á leikmönnum - 31.3.2009

Á milli æfinga og funda eru leikmenn í meðferð hjá starfsmönnum landsliðsins en með hópnum eru til taks læknir, sjúkraþjálfari og nuddari.  Á myndinni sem fylgir má sjá Eggert Gunnþór Jónsson í meðferð hjá Stefáni Stefánssyni sjúkraþjálfara.  Lesa meira
 
Njarðvík

Unglingadómaranámskeið hjá Njarðvík - 31.3.2009

Unglingadómaranámskeið hjá Njarðvík verður haldið í nýja vallarhúsinu 6. apríl  kl. 18:00.  Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál. Lesa meira
 
UEFA

Dómarasáttmáli UEFA undirritaður - 31.3.2009

Á fundi framkvæmdastjórnar UEFA á dögunum varð KSÍ formlega aðili að dómarasáttmála UEFA.  Það voru þeir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ og Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ er undirrituðu sáttmálann Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Þjálfaranámskeið í vor og haust - 31.3.2009

Helgina 24.-26. apríl mun KSÍ halda 5. stigs þjálfaranámskeið.  Þátttökurétt á það námskeið hafa aþjálfarar sem lokið hafa KSÍ I, KSÍ II, KSÍ III, KSÍ IV, skilað verkefni af KSÍ III og fengið það samþykkt og fengið að lágmarki 70 stig í skriflega KSÍ B prófinu. Lesa meira
 
homeground

Homeground 2 komið til landsins - 31.3.2009

Þjálfaraforritið Homeground 2 er nú komið til landsins og stendur þjálfurum hér á landi til boða. Forritið er á ensku og inniheldur nokkrar viðbætur frá því gamla.  Homeground 2 forritið kostar 7.000 kr.  Lesa meira
 
Pétur Pétursson, Þorgrímur Þráinsson og Ólafur Jóhannesson á æfingu fyrir Skotaleikinn í Glasgow 2009

Æft á Hampden Park í kvöld - 31.3.2009

Undirbúningur íslenska hópsins fyrir leikinn gegn Skotum á morgun er í fullum gangi og var æft tvisvar sinnum í gær.  Ein æfing verður í kvöld og fer hún fram á leikstaðnum sjálfum, Hampden Park. Lesa meira
 
Eiður og Hemmi Hreiðars á æfingu fyrir leik Skotlands og Íslands

Landsliðið æfir á Broadwood Stadium - 30.3.2009

Strákarnir í íslenska landsliðinu eru nú í Glasgow þar sem þeir undirbúa sig fyrir landsleikinn við Skota á miðvikudaginn.  Leikurinn er í undankeppni fyrir HM 2010 og verður leikinn á Hampden Park.  Leikurinn hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Lesa meira
 
umf_selfoss_logo

Unglingadómaranámskeið hjá Selfossi í íþróttahúsinu Iðu - 30.3.2009

Unglingadómaranámskeið hjá Selfossi verður haldið í íþróttahúsinu Iðu miðvikudaginn 1. apríl  kl. 20:00.  Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegur leikmaður hjá ÍBV gegn HK/Víking - 27.3.2009

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Þórhildur Ólafsdóttir lék ólögleg með ÍBV í leik gegn HK/Víkingi. sem fram fór í Lengjubikar kvenna, 21. mars síðastliðinn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegur leikmaður hjá Völsungi gegn Leikni F. - 27.3.2009

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Jóhann R. Pálsson lék ólöglegur með Völsungi í leik gegn Leikni F. sem fram fór í Lengjubikar karla, 24. mars síðastliðinn. Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Fræðslufundir fyrir stjórnendur knattspyrnufélaga - 27.3.2009

KSÍ stendur fyrir röð fræðslufunda í apríl sem m.a. eru ætlaðir fyrir framkvæmdastjóra og aðra stjórnendur knattspyrnufélaga.  Um er að ræða 4 fræðslufundi sem haldnir verða á tímabilinu 14. apríl til 7. maí.

Lesa meira
 
Davíð Þór Viðarsson

Davíð Þór Viðarsson í landsliðshópinn - 27.3.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á landsliðshóp sínum er mætir Skotum á Hampden Park, miðvikudaginn 1. apríl næstkomandi.  Ólafur hefur valið Davíð Þór Viðarsson úr FH í hópinn. Lesa meira
 
UEFA

Í eftirliti um víðan völl - 27.3.2009

Þeir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, og Egill Már Markússon verða eftirlitsmenn á vegum FIFA og UEFA á landsleikjum sem fara fram næstunni.  Leikirnir fara fram í Lúxemborg og Skotlandi.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Kvennalandsliðið í 18. sæti FIFA listans - 27.3.2009

Íslenska kvennalandsliðið situr nú í átjánda sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag.  Ísland fer upp um eitt sæti frá síðasta lista en Bandaríkin eru á toppnum sem fyrr. Lesa meira
 
A landslið karla

Tvær breytingar á landsliðshópnum fyrir Skotaleikinn - 26.3.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert tvær breytingar á landsliðshóp sínum er mætir Skotum næstkomandi miðvikudag.  Þeir Ármann Smári Björnsson og Birkir Bjarnason koma inn í hópinn Lesa meira
 
merki_isi

Fræðslukvöld ÍSÍ - Íþróttameiðsl - 26.3.2009

ÍSÍ boðar til fræðslukvölds í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal kl. 17.00 - 21.00 í dag, fimmtudaginn 26. mars.  Stefán Ólafsson sjúkraþjálfari mun fjalla um fjölmarga athyglisverða þætti er varða íþróttameiðsl. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ stofnað á þessum degi fyrir sextíu og tveimur árum - 26.3.2009

Í dag, miðvikudaginn 26. mars, er Knattspyrnusamband Íslands 62 ára.  Fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu KSÍ 26. mars 1947 og var Agnar Klemens Jónsson fyrsti formaður KSÍ.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson sprettir úr spori á meðan kollegar hans fylgjast með

Landsdómararáðstefnan var haldin um helgina - 24.3.2009

Helgina 21. – 22. mars  var haldin hin árlega Landsdómararáðstefna og voru um 50 dómarar er sátu ráðstefnuna.  Að venju var erlendur fyrirlesari á ráðstefnunni og að þessu sinni var það hinn kunni enski dómari, Mike Riley. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna framundan - 24.3.2009

Framundan eru úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og hafa landsliðsþjálfararnir, þeir Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, valið leikmenn til þessara æfinga um komandi helgi. Lesa meira
 
Ólafur Jóhannesson og Pétur Pétursson ráða ráðum sínum í leik gegn Skotum á Laugardalsvelli 2008

Þurfum að eiga mjög góðan leik - Viðtal við Óla Jó - 24.3.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, kynnti í gær á blaðamannafundi hópinn er mætir Skotum ytra þann 1. apríl næstkomandi.  Í stuttu spjalli við heimasíðuna segir Ólafur að liðið þurfi að eiga mjög góðan leik í Glasgow. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Ánægjukönnun á meðal leyfisumsækjenda 2009 - 24.3.2009

Að loknu leyfisferlinu á ári hverju fer fram svokallað árlegt endurmat, þar sem farið er yfir alla þætti og skoðað hvað vel hefur gengið og hvað mætti betur fara.  Mikilvægur liður í þessu er ánægjukönnun á meðal leyfisumsækjenda.

Lesa meira
 
Afturelding

Unglingadómaranámskeið hjá Aftureldingu - 23.3.2009

Unglingadómaranámskeið hjá Aftureldingu verður haldið í íþróttahúsinu í Mosfellsbæ mánudaginn 30. mars  kl. 20:00.  Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Lesa meira
 
Beinmaeling

Ráðstefna um íþróttalæknisfræði 2. - 4. apríl - 23.3.2009

Dagana 2.-4. apríl mun Heilbrigðisráð ÍSÍ standa fyrir ráðstefnu um íþróttalæknisfræði. Ráðstefnan er haldin í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal (E-sal). Að þessu sinni verður megin áhersla lögð á íþróttasálfræði. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008. Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Landsliðshópurinn er mætir Skotum 1. apríl - 23.3.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari hefur valið 22 leikmenn í hóp sinn er mætir Skotum í undankeppni fyrir HM 2010.  Leikurinn fer fram á Hampden Park í Glasgow og fer fram miðvikudaginn 1. apríl kl. 19:00. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Frestur til athugasemda er 24. mars - 23.3.2009

Þriðjudaginn 24. mars er síðasti möguleiki til þess að koma með athugasemdir vegna knattspyrnumóta 2009.  Félög eru beðin um að fara vandlega yfir sína leiki í öllum flokkum og gera athugasemdir fyrir tilskilinn frest.

Lesa meira
 
Guðjón Baldvinsson í baráttu við hinn siglfirsk ættaða Gunnar Nielsen. Fjölmennur hópur færeyskra varnarmanna er við öllu búinn

Færeyskur sigur í Kórnum - 22.3.2009

Færeyingar lögðu Íslendinga í dag í vináttulandsleik sem leikinn var í Kórnum.  Gestirnir fóru með sigur af hólmi með tveimur mörkum gegn einu eftir að hafa leitt í leikhléi með tveimur mörkum.  Jónas Guðni Sævarsson skoraði mark Íslendinga. Lesa meira
 
Landsliðshópur Íslands gegn Aserbaídsjan

Þeir byrja gegn Færeyjum - 22.3.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Færeyjum í vináttulandsleik í Kórnum k. 14:00.  Miðasala hefst kl. 12:00 á leikstað og kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri. Lesa meira
 
Fjardabyggd_og_Leiknir_F.

Fjarðabyggð og Leiknir F. auglýsa eftir þjálfara - 20.3.2009

Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar og Umf Leiknir Fáskrúðsfirði auglýsa eftir þjálfara, má vera spilandi sem getur hafið störf sem fyrst með meistaraflokk kvenna

Lesa meira
 
A landslið karla

Kristinn Jónsson inn í hópinn - 20.3.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hópnum er mætir Færeyingum í vináttulandsleik í Kórnum, á sunnudaginn kl. 14:00.  Kristinn Jónsson kemur inn í hópinn í stað Ásgeirs Gunnars Ásgeirssonar Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur 7. stigs þjálfaranámskeið - 19.3.2009

Miðvikudaginn 25. mars kl. 16:15 fer af stað KSÍ VII þjálfaranámskeið, en það er lokastigið í UEFA A (KSÍ A) þjálfaragráðunni.  Farið verður yfir námskeiðið á fundi í höfuðstöðvum KSÍ.

Lesa meira
 
Frá vináttulandsleik Íslands og Færeyja í Kórnum í mars 2008. Ísland fór með sigur af hólmi, 3-0.

Ísland - Færeyjar á sunnudaginn kl. 14:00 - 19.3.2009

Sunnudaginn 22. mars kl. 14:00 mætast Ísland og Færeyjar í vináttulandsleik og verður leikið í knattspyrnuhúsinu í Kórnum í Kópavogi.  Miðaverði er stillt mjög í hóf, 1.000 krónur kostar fyrir fullorðna 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þjálfun erlendis - Hvað getum við lært? - 18.3.2009

Á haustmánuðum var haldin sameiginleg ráðstefna KSÍ og ÍSÍ undir yfirskriftinni "Þjálfun erlendis – hvað getum við lært?".   Myndbandsupptökur af fyrirlestrum fjögurra þjálfara frá ráðstefnunni má sjá hér að neðan.  Lesa meira
 
ksi-merki

Fyrirlestur Magna Fannbergs Magnússonar - 18.3.2009

Fyrirlestur Magna Fannbergs Magnússonar frá ráðstefnunni "Þjálfun erlendis – hvað getum við lært? " Lesa meira
 
ksi-merki

Fyrirlestur Eysteins Haukssonar - 18.3.2009

Fyrirlestur Eysteins Haukssonar frá ráðstefnunni "Þjálfun erlendis – hvað getum við lært? " Lesa meira
 
ksi-merki

Fyrirlestur Elísabetar Gunnarsdóttur - 18.3.2009

Fyrirlestur Elísabetar Gunnarsdóttur frá ráðstefnunni "Þjálfun erlendis – hvað getum við lært? " Lesa meira
 
ksi-merki

Fyrirlestur Ásmundar Haraldssonar - 18.3.2009

Fyrirlestur Ásmundar Haraldssonar frá ráðstefnunni "Þjálfun erlendis – hvað getum við lært? " Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Heimsganga í þágu friðar - 18.3.2009

Ástin á knattspyrnu sameinar heimsbyggðina og er öflugt tæki til ákalls um frið á vorum tímum og til allrar framtíðar.  Þess vegna styður Knattspyrnusamband Íslands verkefnið Heimsgöngu í þágu friðar og tilveru án ofbeldis. Lesa meira
 
ÍA, HK og Víkingur R.

Þrjú félög í 1. deild uppfylla allar kröfur fyrir félag í efstu deild - 17.3.2009

Leyfisstjóri gaf sérstaka skýrslu á fundi leyfisráðs í dag, þriðjudag, um það hvaða félög í 1. deild uppfylltu kröfur fyrir félög í efstu deild.  HK, ÍA og Víkingur R. uppfylla allar kröfur sem gerðar eru til félaga í efstu deild. 

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Félögunum 8 veitt þátttökuleyfi - 17.3.2009

Á fundi leyfisráðs fyrir viku síðan var 8 félögum gefinn vikufrestur til að ganga frá útistandandi málum vegna leyfisumsóknar fyrir keppnistímabilið 2009.  Það hafa þau gert og uppfylla nú allar A-forsendur fyrir viðkomandi deild.

Lesa meira
 
Kris Commons hefur verið í feiknaformi á þessu tímabili með breska stórliðinu Derby County

Burley velur 26 leikmenn í skoska hópinn - 17.3.2009

George Burley, landsliðsþjálfari Skotlands, hefur valið 26 leikmenn í hóp sinn fyrir leiki gegn Hollandi 28. mars og Íslandi, miðvikudaginn 1. apríl.  Skotar leika gegn Hollendingum  í Amsterdam en leikurinn við Ísland verður á Hampden Park. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Úrtakshópur hjá U17 karla á ferðinni um helgina - 17.3.2009

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið úrtakshóp fyrir æfingar um næstu helgi og hefur valið 21 leikmann til þessara æfinga.  Æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og Kórnum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar hjá U16 og U17 kvenna um komandi helgi - 17.3.2009

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U16 og U17 kvenna hefur valið úrtakshópa fyrir æfingar um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram á Stjörnuvelli og í Egilshöll og hafa 38 leikmenn verið boðaðir í þessum tveimur úrtakshópum. Lesa meira
 
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

EB/Streymur með fimm leikmenn í færeyska hópnum - 17.3.2009

Sex nýliðar eru í færeyska landsliðshópnum er mætir Íslendingum í vináttulandsleik í Kórnum, næstkomandi sunnudag kl. 14:00.  Þrír leikmenn hópsins hafa leikið meira en 10 landsleiki. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Enn og aftur Frakkland! - 17.3.2009

Íslenska kvennalandsliðið dróst í sex liða riðil í undankeppni fyrir HM kvenna 2011 en úrslitakeppnin fer fram í Þýskalandi.  Íslenska liðið mætir Frökkum enn einu sinni en þjóðirnar spiluðu saman í undankeppni fyrir EM 2009.  Þjóðirnar eru svo einnig saman í riðli í úrslitakeppni EM í sumar. Leikdagar Íslands í keppninni hafa verið ákveðnir.Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðar á Ísland - Færeyjar fyrir handhafa A-passa - 17.3.2009

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Færeyjar afhenta fimmtudaginn 19. mars frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 
Frá leik Fjölnis og KR í 2. umferð Landsbankadeildar karla 2008. Leikurinn var fyrsti heimaleikur Fjölnis í efst deild. Myndina tók Vilbogi Einarsson

Annar fundur leyfisráðs í dag - 17.3.2009

Leyfisráð fundar í dag og er þetta annar fundur ráðsins í leyfisferlinu fyrir komandi keppnistímabil.  Á fyrri fundi ráðsins voru þátttökuleyfi gefin út til 16 félaga en 8 félögum var gefinn vikufrestur til að klára útistandandi mál. Lesa meira
 
Leikmenn þakka áhorfendum fyrir stuðninginn

Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis - 17.3.2009

KSÍ mun taka virkan þátt í verkefninu "Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis".  Markmið Heimsgöngunnar er að skapa vitundarvakningu sem hafnar öllu ofbeldi hvernig sem það birtist.

Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Dregið í undankeppni HM kvenna 2011 í dag - 17.3.2009

Í dag kl. 12:30 verður dregið í undankeppni UEFA fyrir HM kvenna 2011 sem fer fram í Þýskalandi.  Dregið verður í höfuðstöðvum UEFA í Sviss og verða þau Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, og Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, viðstödd dráttinn. Lesa meira
 
Frá vináttulandsleik Íslands og Færeyja í Kórnum í mars 2008. Ísland fór með sigur af hólmi, 3-0.

Þúsund krónur fyrir fullorðna á Ísland - Færeyjar - 16.3.2009

Ísland og Færeyjar mætast í vináttulandsleik í Kórnum, sunnudaginn 22. mars kl. 14:00.  Miðaverði á leikinn er stillt í hóf, 1000 krónur kostar fyrir 17 ára og eldri en frítt er fyrir börn 16 ára og yngri. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Ný heimasíða KÞÍ - 16.3.2009

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands hefur opnað nýja og endurbætta heimasíðu félagsins.   Þar má nálgast ýmsar fréttir og fróðleik um knattspyrnuþjálfun á Íslandi og erlendis. Lesa meira
 
UEFA

Grasrótarráðstefna UEFA haldin í Hamborg - 16.3.2009

Í kvöld verður sett 8. grasrótarráðstefna UEFA og fer hún fram að þessu sinni í Hamborg í Þýskalandi.  Á þessa ráðstefnu mæta fulltrúar allra þeirra knattspyrnusambanda sem aðilar eru að grasrótarsáttmála UEFA. Lesa meira
 
Frá æfingu hjá U16 og U17 karla í Fjarðabyggðahöllinni í mars 2009

30 leikmenn æfðu í Fjarðabyggðahöllinni - 16.3.2009

Síðastliðinn sunnudag fóru fram úrtaksæfingar hjá U16 og U17 karla og var æft tvisvar í Fjarðabyggðahöllinni.  Það voru landsliðsþjálfarar U16 og U17 karla, þeir Freyr Sverrisson og Gunnar Guðmundsson, sem stjórnuðu æfingunum. Lesa meira
 
Tryggvi Guðmundsson skorar gegn Færeyingum í vináttulandsleik í Kórnum í mars 2008. Ísland vann með þremur mörkum gegn engu

Hópurinn gegn Færeyjum tilkynntur - 13.3.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn er mætir Færeyingum í vináttulandsleik í Kórnum þann 22. mars næstkomandi kl. 14:00.  Hópurinn er ungur að árum og hefur leikreyndasti leikmaðurinn leikið 11 A landsleiki. Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Knattspyrnumót sumarsins 2009 - 12.3.2009

Mót sumarsins hafa verið birt hérá heimasíðu KSÍ.  Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi þriðjudaginn 24. mars.  Mjög mikilvægt er að allar óskir/athugasemdir komi í einu lagi frá hverju félagi. Lesa meira
 
Fjölnir og Keflavík

Leyfisveitingar Fjölnis og Keflavíkur leiðréttar - 12.3.2009

Að fengnu samþykki formanns leyfisráðs hefur leyfisstjóri leiðrétt leyfisveitingar Fjölnis og Keflavíkur vegna þátttökuleyfis í efstu deild karla 2009. 

Lesa meira
 
Frá Futsal kynning í Menntaskólanum á Laugarvatni

Laugvetningar fræddir um Futsal - 12.3.2009

Á dögunum fóru starfsmenn mótadeildar KSÍ á Laugarvatn og fræddu þar nemendur Menntaskólans á Laugarvatni um töfra innanhússknattspyrnu - Futsal.  Tæplega 30 nemendur mættu og kynntu sér hinar einföldu reglur innanhúsknattspyrnunnar. Lesa meira
 
KR

Unglingadómaranámskeið hjá KR - 11.3.2009

Unglingadómaranámskeið hjá KR verður haldið í  KR heimilinu Frostaskjóli miðvikudaginn 18 .mars  kl. 17:00.  Um að ræða rúmlega tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leik gegn Bandaríkjunum á Algarve 2009. Bandaríkin sigruðu 1-0

Stelpurnar höfnuðu í 6. sæti á Algarve - 11.3.2009

Íslenska kvennalandslið hafnaði í 6. sæti á Algarvemótinu en Ísland lék lokaleik sinn á mótinu gegn Kína í dag.  Kínversku konurnar fór með sigur af hólmi með tveimur mörkum gegn einu.  Það var Harpa Þorsteinsdóttir sem skoraði mark Íslands. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarve 2009. Sigur vannst í leiknum 3-1 með mörkum frá Söru Björk Gunnarsdóttur 2 og sjálfsmarki

Ísland - Kína - Textalýsing - 11.3.2009

Núna kl. 11:30 hófst leikur Íslands og Kína en leikið er um 5. sætið á Algarvemótinu.  Fylgst verður með leiknum hér á síðunni en þetta er síðasti leikur Íslands á þessu móti. Lesa meira
 
Bibiana Steinhaus, þýski dómarinn

Finnskir dómarar í eldlínunni - 11.3.2009

Dómarar í leik Íslands og Kína sem hefst núna klukkan 11:30 eru frændur okkar Finnar.  Dómarinn er góðkunningji okkar Íslendinga og heitir Kirsi Savolainen.  Hún dæmdi einmitt úrslitaleik Þýskalands og Frakklands í úrslitakeppni EM U19 kvenna.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland upp um tvö sæti á styrkleikalista FIFA - 11.3.2009

Í dag var birtur nýr styrkleikalisti FIFA hjá karlalandsliðum og fer íslenska liðið upp um tvö sæti og er nú í 75. sæti listans.  Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans. Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

16 félögum veitt þátttökuleyfi - 10.3.2009

Fyrsti fundur leyfisráðs fór fram í dag, þriðjudag, og voru teknar fyrir umsóknir 24 félaga um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2009.  Gefin voru út þátttökuleyfi til handa 16 félögum, en 8 félögum var gefinn vikufrestur til að klára sín mál.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leik gegn Bandaríkjunum á Algarve 2009. Bandaríkin sigruðu 1-0

Byrjunarliðið gegn Kína - Leikurinn hefst kl. 11:30 - 10.3.2009

Á morgun, miðvikudaginn 11. mars, leika Ísland og Kína um 5. sætið á Algarve Cup og hefst leikurinn kl. 11:30.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið fyrir leikinn.  Heimasíðan verður með textalýsingu frá leiknum.

Lesa meira
 
Ólína G. Viðarsdóttir lék sinn 25. landsleik gegn Bandaríkjunum á Algarve Cup 2009

Leikið við Kína kl. 11:30 - 10.3.2009

Ísland mætir Kína í leik um 5. sætið á Algarve mótinu en leikurinn hefst kl. 11:30 á morgun.  Leikið er um öll sæti á mótinu en úrslitaleikurinn á milli Svíþjóðar og Bandaríkjanna hefst kl. 16:00. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar hjá U16 og U17 karla á Austurlandi - 9.3.2009

Um komandi helgi verða æfingar fyrir úrtakshópa hjá U16 og U17 karla á Austurlandi.  Það verða þeir Freyr Sverrisson og Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfarar U16 og U17 karla, er stjórna æfingunum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarve 2009. Sigur vannst í leiknum 3-1 með mörkum frá Söru Björk Gunnarsdóttur 2 og sjálfsmarki

Danskur sigur á Algarve - 9.3.2009

Danir lögðu Íslendinga í lokaumferðinni í riðlakeppni Algarve Cup í dag með tveimur mörkum gegn engu.  Danir höfðu eins marks forystu eftir fyrri hálfleikinn og þrátt fyrir að íslenska liðið hefði sótt meira í síðari hálfleik, bættu Danir við marki. Íslendingar mæta því Kínverjum í leik um 5. sæti mótsins. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leik gegn Bandaríkjunum á Algarve 2009. Bandaríkin sigruðu 1-0

Ísland - Danmörk - Textalýsing - 9.3.2009

Núna kl. 15:00 hófst leikur Íslands og Danmörku í lokaumferð riðlakeppni á Algarve Cup.  Með jafntefli eða sigri tryggir Ísland sér annað sætið í riðlinum og þar með leik um 3. sætið á mótinu.  Fylgst verður með leiknum hér að neðan. Lesa meira
 
Bibiana Steinhaus, þýski dómarinn

Dómararnir koma langt að - 9.3.2009

Fjörtíu dómarar eru að störfum á Algarve og koma þeir frá 27 þjóðlöndum.  Dómarar leiksins í dag koma langt að en dómari leiksins og annar aðstoðardómarinn koma frá Guyana á meðan hinn aðstoðardómarinn kemur frá Guatemala. Lesa meira
 
Grindavík

Unglingadómaranámskeið hjá Grindavík - 9.3.2009

Unglingadómaranámskeið hjá Grindavík verður haldið í gula húsinu við íþróttavöllinn mánudaginn 16. mars  kl. 17:00.  Um að ræða rúmlega tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarve 2009. Sigur vannst í leiknum 3-1 með mörkum frá Söru Björk Gunnarsdóttur 2 og sjálfsmarki

Byrjunarliðið gegn Dönum á Algarve - 8.3.2009

Íslenska kvennalandsliðið mætir því danska á morgun, mánudaginn 9. mars og hefst leikurinn kl. 15:00.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarliðið gegn Dönum en með jafntefli tryggir íslenska liðið sér 2. sæti riðilsins og þar með leik um þriðja sæti mótsins. Lesa meira
 
Búningastjóri kvennalandsliðsins á Algarve 2009, Ragnheiður Eliasdóttir, sýnir snilli sína

Undirbúningur fyrir Danaleikinn hafinn - 7.3.2009

Í morgun æfði kvennalandsliðið á Algarve en þar með hófst undirbúningur fyrir leikinn gegn Danmörku sem fer fram kl. 15:00 á mánudaginn.  Allir leikmenn hópsins, fyrir utan Söru Björk Gunnarsdóttur, tóku þátt í æfingunni. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leik gegn Bandaríkjunum á Algarve 2009. Bandaríkin sigruðu 1-0

Sigurmark Bandaríkjanna á síðustu stundu - 6.3.2009

Íslenska kvennalandsliðið tapaði ákaflega naumlega gegn því bandaríska á Algarve Cup í dag.  Lokatölur urðu 0-1 og kom sigurmark þeirra bandarísku á 89. mínútu.  Gríðarleg barátta var allan leikinn og fast leikið.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarve 2009. Sigur vannst í leiknum 3-1 með mörkum frá Söru Björk Gunnarsdóttur 2 og sjálfsmarki

Ísland - Bandaríkin - Bein textalýsing - 6.3.2009

Nú kl. 15:00 hófst leikur Íslands og Bandaríkjanna á Algarve Cup 2009.  Við fylgjumst með helstu atriðum leiksins hér á síðunni og flytjum ykkur jafnóðum.  Íslendingar leika svo lokaleik sinn í riðlinum á mánudaginn þegar Danir verða mótherjinn. Lesa meira
 
Bibiana Steinhaus, þýski dómarinn

Dómarar leiksins koma frá Þýskalandi - 6.3.2009

Ísland mætir Bandaríkjunum í dag á Algarve Cup kl. 15:00 og verður fylgst með leiknum hér á síðunni.  Dómarar leiksins koma frá Þýskalandi og er það Bibiana Steinhaus sem dæmir leikinn.

Lesa meira
 
Fanndís Friðriksdóttir

Fanndís kemur inn í hópinn - 6.3.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur kallað Fanndísi Friðriksdóttur inn í landsliðshópinn er leikur á Algarve.  Fanndís mun halda til Algarve á morgun, laugardag, og hitta hópinn síðar sama dag. Lesa meira
 
Ingibjörg Hinriksdóttir

Sameinumst gegn fordómum - 6.3.2009

Dagana 3. og 4. mars sl. átti ég þess kost að sækja 3. ráðstefnu Evrópska knattspyrnusambandsins og fleiri aðila um kynþáttafordóma, Unite Against Racism, sem haldin var í Varsjá í Póllandi. Var ráðstefnan ákaflega fróðleg en þó við hér á Íslandi teljum okkur ágætlega sett varðandi fordóma af ýmsu tagi þá megum við ekki sofna á verðinum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarve 2009. Sigur vannst í leiknum 3-1 með mörkum frá Söru Björk Gunnarsdóttur 2 og sjálfsmarki

Byrjunarlið Íslands gegn Bandaríkjunum á Algarve - 5.3.2009

Ísland leikur sinn annan leik á Algarve mótinu þegar það mætir Bandaríkjunum og hefst leikurinn kl. 15:00.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt og gerir hann eina breytingu frá leiknum gegn Noregi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fundir með aðildarfélögum - 5.3.2009

Í marsmánuði boða landshlutafulltrúar KSÍ til fundar á sínu landssvæði með fulltrúum aðildarfélaga og KSÍ þar sem farið verður yfir helstu mál sem snerta félögin fyrir keppnistímabilið.  Lesa meira
 
Frá æfingu kvennalandsliðsins á Algarve 2009

Gestkvæmt á æfingum kvennalandsliðsins - 5.3.2009

Íslenska kvennalandsliðið undirbýr sig fyrir leikinn gegn Bandaríkjunum sem fer fram á morgun kl. 15:00.  Liðið æfir tvisvar í dag og var gestkvæmt á æfingunni í morgun þar sem 5 sænskir þjálfarar fylgdust með æfingu liðsins. Lesa meira
 
Frá knattspyrnuleik á vegum Krabbameinsfélagsins í mars 2009

Fáklæddar kempur í fótbolta - 4.3.2009

Á dögunum fór fram knattspyrnuleikur innanhúss í Vodafonehöllinni sem Krabbameinsfélag Íslands stóð fyrir.  Þarna mættust valinkunnar knattspyrnuhetjur sem að mestu hafa lagt skóna á hilluna og yngri landsliðsmenn.  Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarve 2009. Sigur vannst í leiknum 3-1 með mörkum frá Söru Björk Gunnarsdóttur 2 og sjálfsmarki

Frábær byrjun á Algarve - 4.3.2009

Íslenska kvennalandsliðið byrjaði þátttöku sína í B riðli Algarve Cup 2009 með frábærum hætti þegar sigur vannst á Noregi með þremur mörkum gegn einu.  Eftir að staðan hafði verið jöfn í leikhléi, 1-1, tók íslenska liðið öll völd á vellinum og bar  verðskuldaðan sigur úr býtum. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Englandi

Æfingar hjá strákunum í U17 og U19 karla - 4.3.2009

Landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið æfingahópa fyrir landslið U17 og U19 karla.  Framundan eru æfingar um komandi helgi. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Byrjunarliðið er mætir Norðmönnum - 3.3.2009

Á morgun, miðvikudag, kl. 15:00 leikur íslenska kvennalandsliðið sinn fyrsta leik á Algarve Cup 2009.  Mótherjarnir eru hið sterka lið Noregs og hefur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, kynnt byrjunarlið sitt í leiknum. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Héraðsdómaranámskeið 12. mars í höfuðstöðvum KSÍ - 3.3.2009

Fimmtudaginn 12. mars kl. 19:00 verður haldið héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ.  Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 16 ára aldri og eru með unglingadómarapróf. Lesa meira
 
Frá æfingu kvennalandsliðsins á Algarve 2009

Fyrsta æfingin á Algarve - 3.3.2009

Íslenska kvennalandsliðið er nú statt í Algarve í Portúgal þar sem liðið tekur þátt í Algarve Cup 2009.  Fyrsti leikur íslenska liðsins er við Noreg á morgun kl. 15:00 en liðið var á sinni fyrstu æfingu í morgun. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Undirbúningsfundur leyfisráðs og leyfisdóms - 3.3.2009

Á mánudag var haldinn árlegur undirbúningsfundur leyfisstjórnar með leyfisráði og leyfisdómi.  Þessi fundur er jafnan haldinn áður en leyfisumsóknir félaga eru teknar fyrir og er hluti af gæðastaðal UEFA fyrir leyfisveitendur.

Lesa meira
 
Reykjavíkurmeistarar KR 2009

Titill í safnið hjá KR - 2.3.2009

KR tryggði sér í gærkvöldi Reykjavíkurmeistaratitilinn þegar þeir lögðu Fylki í úrslitaleik er leikinn var í Egilshöllinni.  Lokatölur urðu 3-1 KR í vil en þetta var i 36. skiptið sem þessi titill endar í Vesturbænum. Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik Faxaflóameistari kvenna - 1.3.2009

Breiðablik hrósaði sigri í Faxaflóamóti mfl. kvenna, sem fram fór í fimmta sinn.  Blikastúlkur hafa unnið sigur í mótinu öll fimm árin.  Breiðablik ætti Stjörnunni í hreinum úrslitaleik, en þar sem liðin gerðu jafntefli hafnaði lið Breiðabliks í efsta sæti með betri markatölu.

Lesa meira
 
Stjórn KSÍ árið 2009

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar KSÍ - 27.2.2009

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar, sem haldinn var í gær, var m.a. skipað í embætti innan stjórnar sem og skipað í fastanefndir KSÍ.  Þeir Gylfi Orrason og Róbert Agnarsson koma nýir inn í stjórn KSÍ.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Fylkir og KR leika til úrslita á sunnudaginn - 27.2.2009

Sunnudaginn 1. mars leika Fylkir og KR til úrslita í Reykjavíkurmóti karla og hefst leikurinn kl. 19:15 í Egilshöllinni.  Það eru ÍR sem eru núverandi handhafar titilsins en KR hefur unnið þennan titil í 35 skipti en Fylkir hefur fjórum sinnum hampað titlinum. Lesa meira
 
Ingunnarskóli í Grafarholti

Sigurður Ragnar og María í Grafarholtinu - 27.2.2009

Þau Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari kvenna og María B. Ágústsdóttir landsliðsmarkvörður heimsóttu skóla í Grafarholtinu í dag.  Vel var tekið á móti þeim, bæði í Sæmundarskóla og Ingunnarskóla Lesa meira
 
Valur_og_Liney

Valsstúlkur Reykjavíkurmeistarar 2009 - 27.2.2009

Valsstúlkur tryggðu sér í gærkvöldi Reykjavíkurmeistaratitilinn í knattspyrnu með því að leggja KR með tveimur mörkum gegn engu.  Liðið voru efst og jöfn að stigum fyrir þennan leik sem leikinn var í Egilshöllinni. Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Breytingar á reglugerðum um deildarbikar karla og kvenna - 27.2.2009

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 26. febrúar breytingu á reglugerðum um deildarbikar karla og kvenna. Breytingin er gerð til samræmis við breytingu sem þegar hefur verið gerð á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmeistarar krýndir í kvöld - 26.2.2009

Í kvöld kl. 19:00 mætast KR og Valur í lokaumferð Reykjavíkurmóts kvenna en þessi félög eru efst og jöfn að stigum fyrir lokaleikinn.  Markatala Vals er hinsvegar betri og dugir stúlkunum frá Hlíðarenda jafntefli.  Leikurinn fer fram í Egilshöll og hefst kl. 19:00. 

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Skráning hafin í KSÍ B prófið - 25.2.2009

Laugardaginn 14. mars stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er fyrir alla þjálfara sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar). Lesa meira
 
ÍA

Unglingadómaranámskeið hjá ÍA - 25.2.2009

Unglingadómaranámskeið hjá ÍA verður haldið í Íþróttamiðstöðinni á Akranesi miðvikudaginn 4 .mars  kl. 17:00.  Um að ræða rúmlega tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Framhaldsskólamótið í innanhússknattspyrnu - 25.2.2009

Framhaldsskólamótið í innanhússknattspyrnu hefst í dag þegar riðlakeppni hefst á Egilsstöðum.  Þetta er í fyrsta skiptið sem KSÍ stendur fyrir innanhúsmóti á meðal framhaldskólanna. Lesa meira
 
Hópurinn sem fór lék á Algarve Cup árið 2008

Hópurinn valinn fyrir Algarve Cup 2009 - 25.2.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn er heldur til Algarve næstkomandi mánudag og leikur þar á Algarve Cup.  Ísland er í riðli með Noregi, Bandaríkjunum og Danmörku. Lesa meira
 
U17 landslið karla

22 leikmenn í úrtaksæfingar hjá U17 karla - 25.2.2009

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 22 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og í Kórnum.  Leikmennirnir koma frá 16 félögum. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Öll 24 félögin búin að skila fjárhagsgögnum - 24.2.2009

Leyfisstjórn hefur nú móttekið fjárhagsgögn frá öllum félögunum 24 sem undirgangast leyfiskerfið, þ.e. öllum félögum í efstu tveimur deildum karla.  Öll skiluðu gögnum innan settra tímamarka. Lesa meira
 
KA

KA-menn búnir að skila gögnum - 24.2.2009

KA-menn hafa nú skilað fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn sinni, ársreikningi með viðeigandi fylgiskjölum og staðfestingum og þar með hafa öll félögin skilað.

Lesa meira
 
Grindavík og Fylkir

Gögn Grindvíkinga og Fylkismanna hafa borist - 24.2.2009

Fjárhagsleg gögn Fylkis og Grindavíkur, fylgigögn með umsókn félaganna um þátttökuleyfi í efstu deild karla 2009, hafa borist leyfisstjórn.  Þessi félög fengu frest til dagsins í dag til að skila og teljast því hafa skilað innan tímamarka.

Lesa meira
 
100 ára afmælismerki Fram

Framarar búnir að skila sínum gögnum - 24.2.2009

Framarar hafa nú skilað sínum fjárhagslegu leyfisgögnum.  Þar með eiga einungis þrjú félög eftir að skila og von er á þeim gögnum í dag eða í kvöld.  Þessi félög eru KA, Grindavík og Fylkir. Lesa meira
 
Úr leik Fjölnis og KR í Landsbankadeild karla 2008. Myndina tók Vilbogi Einarsson

Leikir og mörk liðs í mótum - 24.2.2009

Á vef KSÍ er hægt að skoða ógrynni upplýsinga af ýmsu tagi.  Meðal annars er hægt að kalla fram yfirlitstöflu yfir alla leiki liðs á tilteknu ári, og sjá upplýsingar um leikmenn, skiptingar, mörk, fyrirliða, gul og rauð spjöld, o.s.frv.

Lesa meira
 
ÍBV

Ársreikningur ÍBV kominn með póstinum - 24.2.2009

Ársreikningur ÍBV hefur borist leyfisstjórn með pósti.  Stimpill pósthússins á sendingunni sýnir að pakkinn var póstaður 20. febrúar, þannig að Eyjamenn teljast hafa skilað innan tímamarka. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Belgíu - 24.2.2009

Kristinn Jakobsson mun á fimmtudaginn dæma síðari leik Standard Liege og Braga í 32. liða úrslitum UEFA bikarsins.  Kristni til aðstoðar verða Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson og fjórði dómari Magnús Þórisson.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þinggerð 63. ársþings KSÍ - 24.2.2009

Hér að neðan má sjá þinggerð 63. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var í höfuðstöðvum KSÍ 14. febrúar síðastliðinn. Lesa meira
 
Þór

Ársreikningur Þórsara er kominn í hús - 24.2.2009

Endurskoðaður ársreikningur Þórsara á Akureyri hefur borist leyfisstjórn.  Þórsurum hafði verið veittur frestur til dagsins í dag til að skila gögnum, og teljast þeir því hafa skilað innan tímamarka. Lesa meira
 
ÍA, Fjarðabyggð og Víkingur Ól.

Pósturinn kominn með leyfisgögn - 23.2.2009

Pósturinn kom til KSÍ með stóran pakka til leyfisstjórnar.  Í honum voru leyfisgögn þriggja félaga - ÍA, Fjarðabyggðar og Víkings Ólafsvík.  Póststimpillinn á öllum umslögunum staðfesti að gögnin voru send föstudaginn 20. febrúar.

Lesa meira
 
bolti_i_marki

Drög að leikjum meistaraflokks og 2. flokks - 23.2.2009

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út drög að leikjum meistaraflokks og 2. flokks karla og kvenna.  Aðildarfélög KSÍ eru vinsamlegast beðin um að fara vandlega yfir drög að leikjum síns félags.

Lesa meira
 
Afturelding

Fjárhagsgögn Aftureldingar hafa borist - 20.2.2009

Fjárhagsgögn Aftureldingar, sem eru nýliðar í leyfiskerfinu, hafa nú borist leyfisstjórn og þar með hafa gögn 7 félaga borist.  Gögn ÍA, Fjarðabyggðar og Víkings Ólafsvík hafa verið póstuð. Lesa meira
 
Fjölnir

Fjölnismenn hafa skilað - 20.2.2009

Fjölnismenn hafa skilað sínum fjárhagslegum leyfisgögnum og eru þeir þar með 8. félagið í efstu deild til að skila.  Gögn ÍBV eru farin í póst samkvæmt upplýsingum leyfisstjórnar. Lesa meira
 
Grindavík og Fylkir

Fylki og Grindavík veittur frestur til þriðjudags - 20.2.2009

Fylkismenn og Grindvíkingar hafa fengið frest til þriðjudagsins 24. febrúar til að skila inn fjárhagslegum leyfisgögnum.  Þar með hefur fjórum félögum verið veittur frestur til þess dags til að skila gögnum. Lesa meira
 
Fram

Fram veittur skilafrestur til þriðjudags - 20.2.2009

Fram óskaði eftir því við leyfisstjórn að félaginu væri veittur aukinn skilafrestur á fjárhagslegum leyfisgögnum.  Leyfisstjórn féllst á beiðnina og framlengdi skilafrest Fram til þriðjudagsins 24. febrúar.

Lesa meira
 
Þór og KA

KA og Þór veittur frestur til þriðjudags - 20.2.2009

Leyfisstjórn hefur veitt Akureyrarliðunum Þór og KA frest til þriðjudags til að skila fjárhagslegum gögnum, þ.e. endurskoðuðum ársreikningi ásamt viðeigandi fylgigögnum og staðfestingum. Lesa meira
 
ÍA og ÍBV

Eyjamenn og Skagamenn hafa póstað sín fjárhagsgögn - 20.2.2009

ÍBV og ÍA hafa póstað sína fjárhagslegu leyfisgögn í dag, samkvæmt upplýsingum leyfisstjórnar, og ættu þau því að berast strax eftir helgi.  Þar með hefur verið gert grein fyrir gögnum 15 af 24 félögum.

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik hefur skilað - 20.2.2009

Hinir grænklæddu Breiðablikar úr Kópavogi hafa skilað endurskoðuðum ársreikningi sínum til leyfisstjórnar.  Þá hafa 7 af 12 félögum í efstu deild skilað og listinn styttist.

Lesa meira
 
Knattspyrnufélagið Þróttur

Þróttarar hafa skilað - 20.2.2009

Þróttur hefur nú skilað sínum fjárhagsgögnum og þar með hefur helmingur félaga í efstu deild skilað, 6 af 12 félögum.  Enn er von á gögnum frá þó nokkrum félögum og verður fylgst með gangi mála hér á ksi.is. Lesa meira
 
KR

Fjárhagsgögn KR-inga hefur verið skilað - 20.2.2009

Alls hafa nú 10 félög af þeim 24 sem undirgangast leyfiskerfið skilað fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir keppnistímabilið 2009.  Nú síðast skiluðu KR-ingar sínum gögnum.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Reykjavíkur-Víkingar búnir að skila - 20.2.2009

Víkingur Reykjavík hefur nú skilað fjárhagslegum leyfisgögnum sínum og þar með hafa fimm félög í 1. deild skilað.  Áður höfðu Haukar, HK, Leiknir og Selfoss skilað.

Lesa meira
 
Leiknir R.

Fjárhagsgögn Leiknis komin í hús - 20.2.2009

Fjárhagslegum leyfisgögnum rignir nú yfir leyfisstjórn.  Leiknir í Breiðholti hefur skilað endurskoðuðum ársreikningi með viðeigandi staðfestingum og hafa þar með fjögur félög í 1. deild skilað gögnum. Lesa meira
 
umf_selfoss_logo

Selfyssingar komnir á blað - 20.2.2009

Selfyssingar hafa nú skilað fjárhagslegum fylgigögnum með umsókn um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2009.  Um er að ræða endurskoðaðan ársreikning við viðeigandi staðfestingum sem krafist er í leyfishandbók.

Lesa meira
 
HK

HK hefur skilað fjárhagsgögnum - 20.2.2009

HK í Kópavogi hefur skilað fjárhagsgögnum sínum og hafa þá tvö félög í 1. deild skilað.  Á meðal fjárhagsgagna er ársreikningur og ýmsar staðfestingar honum tengdar.

Lesa meira
 
Njarðvík

Njarðvíkingar skila fjárhagsgögnum - 20.2.2009

Njarðvíkingar hafa skilað inn fjárhagslegum leyfisgögnum sínum, þ.e. endurskoðuðum ársreikningi og viðeigandi staðfestingum.  Njarðvíkingar leika í 2. deild, en taka engu að síður þátt í leyfisferlinu. Lesa meira
 
Fjardabyggd

Gögn Fjarðabyggðar farin í póst - 20.2.2009

Fjarðabyggð, sem leikur í 1. deild, hefur póstað fjárhagsleg leyfisgögn sín, og ættu þau því að berast strax eftir helgi.  Fjárhagsleg gögn eru m.a. endurskoðaður ársreikningur og ýmsar staðfestingar honum tengdar.

Lesa meira
 
Víkingur Ólafsvík

Gögnin farin í póst frá Ólafsvíkingum - 20.2.2009

Víkingar í Ólafsvík hafa póstað fjárhagsleg leyfisgögn sín, endurskoðaðan ársreikning ásamt fylgigögnum, skv. upplýsingum leyfisstjórnar, og ættu þau því að berast KSÍ strax eftir helgi.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Stóri skiladagurinn er runninn upp - 20.2.2009

20. febrúar er stór skiladagur í leyfiskerfinu, en það er lokaskiladagur fjárhagslegra leyfisgagna.  Sá dagur er í dag.  Fimm félög hafa þegar skilað fjárhagsgögnum sínum - FH, Keflavík, Stjarnan, Valur og Haukar. Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Dregið í undankeppni HM 2011 - 20.2.2009

Dregið verður í undankeppni UEFA fyrir HM kvenna 2011 17. mars kl. 13:30 á staðartíma í höfuðstöðvum UEFA.  Úrslitakeppni HM fer fram fer í Þýskalandi sumarið 2011 og fá Þjóðverjar sjálfkrafa keppnisrétt sem gestgjafar.  Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Verðlaunafé í Lengjubikar karla og kvenna - 20.2.2009

Í kvöld fer fram fyrsti leikurinn í Lengjubikarnum í ár þegar að ÍA og FH mætast í Akraneshöllinni kl. 20:00.  Eins og síðustu ár eru Íslenskar Getraunir aðalstuðningsaðli keppninnar. Lesa meira
 
Merki HM 2010 í Suður Afríku

Miðasala á HM 2010 í Suður Afríku - 20.2.2009

Í dag, föstudaginn 20. febrúar, er byrjað að taka við miðaumsóknum á leiki í úrslitakeppni HM 2010 sem fer fram í Suður Afríku.  Til 31. mars er hægt að skrá sig á heimasíðu FIFA og verður svo dregið úr umsóknum þann 15. apríl næstkomandi. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Dagskrá KSÍ III þjálfaranámskeiðsins - 19.2.2009

Knattspyrnusamband Íslands heldur um helgina 3. stigs þjálfaranámskeið. Dagskrá námskeiðsins er hér fyrir neðan en námskeiðið fer fram í höfuðstöðvum KSÍ, Egilshöll og í Kórnum í Kópavogi. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn hefst á föstudaginn - 19.2.2009

Á morgun, föstudaginn 20. febrúar, hefst keppni í A deild Lengjubikars karla þegar Íslandsmeistarar FH mæta Skagamönnum í Akraneshöllinni og hefst leikurinn kl. 20:00.  Lesa meira
 
Þróttur R.

Unglingadómaranámskeið hjá Þrótti - 17.2.2009

Unglingadómaranámskeið hjá Þrótti verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 23. febrúar  kl. 16:30.  Um að ræða rúmlega tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Lesa meira
 
A landslið kvenna

Æfingar hjá A landsliði kvenna um helgina - 17.2.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 16 leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Æft verður í Reykjaneshöll á laugardaginn og æfingaleikur verður leikinn gegn U19 kvenna á sunnudaginn í Kórnum. Lesa meira
 
Merki Hauka

Haukar fyrstir í 1. deild - 17.2.2009

Haukar urðu í dag fyrsta 1. deildar félagið til að skila fjárhagslegum leyfisgögnum vegna umsóknar um þátttökuleyfi í deildinni 2009.  FH-ingar skiluðu í gær og þar með hafa Hafnarfjarðarfélögin bæði skilað sínum gögnum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Stelpurnar í U17 og U19 kvenna æfa um helgina - 17.2.2009

Þjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafið valið hópa sína er æfa um komandi helgi.  Æfingar fara fram í Kórnum og í Egilshöllinni en U19 hópurinn mun leika æfingaleik við A landslið kvenna á sunnudeginum. Lesa meira
 
FH

Íslandsmeistarar FH búnir að skila ársreikningi - 17.2.2009

Íslandsmeistarar FH hafa skilað endurskoðuðum ársreikningi sínum til leyfisstjórnar og þar með hafa fjögur félög, öll úr efstu deild, skilað sínum gögnum innan tímamarka.  Enn eiga því 20 félög eftir að skila.

Lesa meira
 
Pride Park, heimavöllur Derby County

Ný reglugerð um knattspyrnuleikvanga - 17.2.2009

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 13. febrúar nýja reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga og breytingar á reglugerð KSÍ um aga – og úrskurðarmál og reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Miðasala á úrslitaleik Meistaradeildar UEFA hefst 2. mars - 17.2.2009

Mánudaginn 2. mars getur hinn almenni knattspyrnuáhugamaður freistað þess að krækja sér í miða á úrslitaleik Meistaradeildar UEFA sem fram fer í Róm 27. maí.  Hægt verður að sækja um í gegnum heimasíðu UEFA. Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Þór sigraði á Soccerademótinu - 16.2.2009

Þór tryggði sér sigur á Soccerademótinu er lauk nú um helgina.  Þór lagði KA í úrslitaleik með einu marki gegn engu.  Soccerademótið, sem áður hét Powerademótið, er undirbúningsmót félaganna á Norðurlandi og fór leikir mótsins fram í Boganum. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson setur 63. ársþing KSÍ

Ávarp formanns á 63. ársþingi KSÍ - 16.2.2009

Við höldum ársþing þegar útlit í efnahagsmálum Íslendinga er það dekksta sem við höfum upplifað. Alheimskreppa er eða hefur skollið á og óvissutímar eru framundan. Knattspyrnan slær í takt við það samfélag sem við lifum í og ljóst er að rekstrarskilyrðin hafa versnað. Lesa meira
 
Stjórn KSÍ árið 2009

63. ársþingi KSÍ lokið - 14.2.2009

Laust um kl. 15:00 lauk ársþingi KSÍ en þingið var haldið í höfuðstöðvum KSÍ.  Geir Þorsteinsson var sjálfkjörinn formaður KSÍ til tveggja ára.  Þá komu þeir Gylfi Þór Orrason og Róbert Agnarsson inn í stjórn KSÍ.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Afgreiðsla tillagna á 63. ársþingi KSÍ - 14.2.2009

Nokkrar tillögur og ályktarnir lágu fyrir 63. ársþingi KSÍ en tillögurnar má sjá hér að neðan sem og hvernig þær voru afgreiddar.Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson setur 63. ársþing KSÍ

Ávarp formanns á 63. ársþingi KSÍ - 14.2.2009

Hér að neðan má sjá ávarp formanns KSÍ, Geirs Þorsteinssonar, á 63. ársþingi KSÍ en þingið var sett kl. 11:00 í morgun í höfuðstöðvum KSÍ. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Afhending jafnréttisverðlauna á ársþingi KSÍ - 14.2.2009

Í fyrsta skiptið voru veitt sérstök jafnréttisverðlaun á ársþingi KSÍ.  Í þetta skiptið voru það tveir aðilar eru fengu verðlaunin.  Knattspyrnudeild ÍR fyrir verkefni þeirra "Innan vallar sem utan" og Víðir Sigurðsson fyrir skrásetningu um sögu íslenskrar knattspyrnu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Stöð 2 Sport og KR útvarpið fá viðurkenningu - 14.2.2009

Á 63. ársþingi KSÍ voru Stöð 2 Sport og KR útvarpið heiðruð fyrir þeirra framlag til handa íslenskrar knattspyrnu.  Það voru þeir Hilmar Björnsson sjónvarpsstjóri og Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR er tóku við viðurkenningunum úr hendi formanns KSÍ. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Keflavík og Haukar fengu Drago stytturnar - 14.2.2009

Keflavík fékk afhenta Drago-styttuna svokölluðu fyrir Landsbankadeild karla 2008 og Haukar fengu styttuna afhenta í 1. deild karla.  Drago stytturnar hljóta þau lið í efstu tveimur deildum karla, sem sýna prúðmannlegastan leik Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir fékk kvennabikarinn 2008 - 14.2.2009

Fylkir hlaut kvennabikarinn fyrir árið 2008 og var hann afhentur á 63. ársþingi KSÍ.  Það var Guðrún Hjartardóttir sem tók við bikarnum fyrir hönd félagsins úr hendi Geirs Þorsteinssonar, formanns KSÍ..

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson setur 63. ársþing KSÍ

63. ársþing KSÍ hafið - 14.2.2009

Ársþing KSÍ, það 63. í röðinni, var sett kl. 11:00 í dag í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.  Fylgst verður með framvindu þingsins hér á síðunni en framundan eru m.a. afgreiðsla tillagna og kosningar aðalfulltrúa landsfjórðunga. Lesa meira
 
Keflavík

Keflavík þriðja félagið til að skila - 13.2.2009

Keflavík varð í dag þriðja félagið til að skila fjárhagslegum leyfisgögnum, viku fyrir skiladag.  Félögin virðast vera snemma á ferðinni í ár, en áður höfðu Valsmenn og Stjörnumenn skilað.  Ekkert félag í 1. deild hefur þó enn skilað. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Hrunamenn til Grindavíkur - 13.2.2009

Dregið hefur verið í forkeppni VISA bikars karla og kvenna og má sjá dráttinn hér á síðunni.  Margir spennandi leikir eru á dagskránni en mörg ný og forvitnileg nöfn taka þátt í VISA bikar karla. Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Drög að niðurröðun leikja í meistaraflokki karla og kvenna - 13.2.2009

Mótanefnd hefur birt drög að niðurröðun leikja í landsdeildum meistaraflokka karla og kvenna sem og að dregið hefur verið í forkeppni VISA bikars karla og kvenna.  Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Breytingar í B og C deild Lengjubikars karla - 13.2.2009

Vegna sameiningar Hamranna/Vina og ÍH hafa haf verið gerðar breytingar á leikjum í B og C deild Lengjubikars karla.  Breytingarnar hafa þegar verið uppfærðar á vef KSÍ. Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Úrslitaleikurinn í Soccerademótinu í kvöld - 13.2.2009

Í kvöld fer fram úrslitaleikur Soccerademótsins og mætast þar stálin stinn kl. 19:45 í Boganum þegar að Þór og KA hefja leik.  Mótið er árlegt undirbúningsmót félaga á Norðurlandi en mótið hét áður Powerademótið. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankinn afsalar sér markaðsrétti - 13.2.2009

Bankastjórn Landsbankans kunngerði í hádeginu í dag, föstudaginn 13. febrúar, að bankinn afsali sér markaðsrétti á Landsbankadeildum karla og kvenna á komandi keppnistímabili.

Lesa meira
 
Stjarnan

Stjarnan búin að skila fjárhagsgögnum - 13.2.2009

Stjarnan í Garðabæ hefur skilað fjárhagslegum leyfisgögnum vegna umsóknar félagsins um þátttökuleyfi í efstu deild karla 2009.  Þar með hafa tvö félög skilað gögnum, viku áður en lokafrestur rennur út.

Lesa meira
 
Valur

Valsarar fyrstir til að skila fjárhagslegum leyfisgögnum - 13.2.2009

Valur er fyrsta félagið til að skila fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn fyrir keppnistímabilið 2009.  Skiladagur er föstudagurinn 20. febrúar, þannig að Valsmenn eru viku á undan áætlun.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

63. ársþing KSÍ fer fram á laugardaginn - 12.2.2009

Laugardaginn 14. febrúar kl. 11:00 verður 63. ársþing KSÍ sett í höfuðstöðvum sambandsins í Laugardal.  Fylgst verður með framvindu þingsins, afgreiðslu tillagna, kosningum og annarra mála hér á heimasíðunni. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Frambjóðendur á ársþingi KSÍ 14. febrúar - 12.2.2009

Á ársþingi KSÍ, sem haldið verður í höfuðstöðvum KSÍ 14. febrúar næstkomandi, verður kosning um landshlutafulltrúa Suðurlands.  Fjórir bjóða sig fram í aðalstjórn KSÍ og þrír í varastjórn og eru allir þeir aðilar sjálfkjörnir. Lesa meira
 
Íslandsmeistarar Vals 1956

Í knattspyrnu á kúskinnsskóm - 12.2.2009

Vert er að vekja athygli á því að á safnanótt, föstudaginn 13. febrúar, verður fluttur fyrirlestur í Borgarskjalasafni kl. 21.00 sem nefnist "Í knattspyrnu á kúskinnsskóm". Lesa meira
 
ÍR

Unglingadómaranámskeið hjá ÍR - 12.2.2009

Unglingadómaranámskeið hjá ÍR verður haldið í ÍR heimilinu fimmtudaginn 19. febrúar  kl. 20:00.  Um að ræða rúmlega tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008. Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Öruggur sigur á Liechtenstein - 11.2.2009

Íslendingar lögðu landslið Liechtenstein að velli í dag í vináttulandsleik sem leikinn var á La Manga.  Lokatölur urðu 2 - 0 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið 1 - 0 í hálfleik.  Þeir Arnór Smárason og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörk Íslendinga. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008. Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Byrjunarlið Íslands gegn Liechtenstein - 11.2.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Liechtenstein í vináttulandsleik í dag.  Leikurinn fer fram á La Manga á Spáni og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma. Fylgst er með leiknum hér á heimasíðunni. Lesa meira
 
Frá setningu ársþings KSÍ 2008

Þingfulltrúar á 63. ársþingi KSÍ - 11.2.2009

Laugardaginn 14. febrúar næstkomandi fer fram 63. ársþing KSÍ í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.  Alls hafa 132 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 107 fulltrúa.  Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland upp um þrjú sæti á styrkleikalista FIFA - 11.2.2009

Á nýjum styrkleikalista FIFA er birtur var í dag, fer íslenska karlalandsliðið upp um þrjú sæti.  Ísland er nú í 77. sæti listans en Spánverjar eru efstir sem fyrr.  Engar breytingar eru á meðal efstu 10 þjóðanna á listanum. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Sumarfrí í yngri flokkum 2009 - 11.2.2009

Mótanefnd KSÍ tekið þá ákvörðun varðandi niðurröðun leikja sumarið 2009 að engir leikir verði á tímabilinu 20. júlí til og með 5. ágúst í 4. flokki og yngri aldursflokkum.  Hér er eingöngu átt við leiki á vegum KSÍ en ekki opin mót aðildarfélaga.  Lesa meira
 
Fylkir

Unglingadómaranámskeið hjá Fylki - 11.2.2009

Unglingadómaranámskeið hjá Fylki. verður haldið í Fylkisheimilinu miðvikudaginn 18. febrúar  kl. 17:00.  Um að ræða rúmlega tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Lesa meira
 
Frá æfingu landsliðsins á La Manga fyrir vináttulandsleikinn gegn Liectenstein

Ísland mætir Liechtenstein í dag - 11.2.2009

Í dag mætast Ísland og Liechtenstein í vináttulandsleik og fer leikurinn fram á La Manga á Spáni.  Þetta er fyrsti landsleikur íslenska karlalandsliðsins á þessu ári en liðið lék síðast 19. nóvember.  Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Vináttulandsleikur gegn Georgíu í september - 10.2.2009

Knattspyrnusambönd Íslands og Georgíu hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik á Laugardalsvelli þann 9. september næstkomandi. Lesa meira
 
Frá æfingu landsliðsins á La Manga fyrir vináttulandsleikinn gegn Liectenstein

Ungir lögðu gamla á La Manga - 10.2.2009

Á morgun, miðvikudaginn 11. febrúar, mætast Ísland og Liechtenstein í vináttulandsleik og verður leikið á La Manga.  Hópurinn  mun æfa tvisvar sinnum í dag en fyrsta æfingin fór fram í gær. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Tveir hópar æfa hjá U19 karla um helgina - 9.2.2009

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Kristinn velur tvo hóp til æfinga og er annar hópurinn skipaður leikmönnum fæddum 1991 en hinn hópinn skipa leikmenn fæddir 1992. Lesa meira
 
Frá fyrstu æfingu fyrir leikinn gegn Liechtenstein á La Manga

Strákarnir mættir til La Manga - 9.2.2009

Íslenska karlalandsliðið mætir Liechtenstein í vináttulandsleik á La Manga og fer leikurinn fram á miðvikudaginn.  Allur hópurinn er nú kominn á staðinn og var fyrsta æfing liðsins í dag. Lesa meira
 
Heimavöllur Skota, Hampden Park í Glasgow

Miðasala á Skotland - Ísland hafin - 9.2.2009

Í dag hófst miðasala á landsleik Skotland og Íslands í undankeppni fyrir HM 2010.  Leikurinn fer fram á hinum glæsilega Hampden Park í Glasgow, miðvikudaginn 1. apríl næstkomandi.  Miðaverð á leikinn er 4.500 krónur. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Íslandsmeistarar yngri flokka innanhúss krýndir - 9.2.2009

Um helgina fóru fram úrslitakeppni yngri flokka í innanhússknattspyrnu en leikið er eftir Futsal reglum.  Leikið var í til úrslita í 2. - 5. flokki karla og kvenna og voru Árbæingar sigursælir og fögnuðu sigri í þremur flokkum. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Ávarp formanns í ársskýrslu - 8.2.2009

Loksins náði A landslið þeim merka áfanga að vinna sér sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu. Það var ekki A landslið karla eins og svo marga hefur dreymt um heldur A landslið kvenna sem sló í gegn og vann sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Finnlandi í lok ágúst og byrjun september 2009. Lesa meira