Fréttir

Geir Þorsteinsson

Um áramót - 30.12.2008

Ársins 2008 verður kannski fyrst og fremst minnst hjá íslenskum íþróttamönnum fyrir góðan árangur í hópíþróttum, silfur á Ólympíuleikum í handknattleik og landslið kvenna í knattspyrnu tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM fyrst landsliða Íslands. Lesa meira
 
Gleðilegt nýtt ár

Áramótakveðjur frá KSÍ - 30.12.2008

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum sínar bestu áramótakveðjur, óskar landsmönnum gleðilegs nýs knattspyrnuárs og þakkar fyrir allt gott á liðnu ári. Lesa meira
 
ksi-merki

Fyrstu landsliðsæfingarnar á nýju ári - 30.12.2008

Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið hópa til æfinga um næstu helgi hjá U17 og U19 kvenna. Æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og Kórnum. Lesa meira
 
Keflavík

Keflavík þriðja félagið til að skila leyfisgögnum - 29.12.2008

Keflvíkingar hafa skilað leyfisgögnum sínum, fylgigögnum með leyfisumsókn fyrir keppnistímabilið 2009.  Keflavík er þar með þriðja félagið til að skila í ár, en áður höfðu Valur og KA skilað sínum gögnum. Lesa meira
 
Jólakveðja frá KSÍ

Jólakveðjur frá KSÍ - 23.12.2008

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum kærar jólakveðjur með von um að allir eigi góða daga yfir hátíðirnar.  GLEÐILEG JÓL Lesa meira
 
Merki Barcelona

Yfirþjálfari barna- og unglingastarfs Barcelona í Fífunni - 22.12.2008

Albert Capellas yfirþjálfari barna- og unglingastarfs Barcelona heldur fyrirlestra og stjórnar æfingum í Fífunni 28. desember næstkomandi.  Hann er hér í boði Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Drög að leikjaniðurröðun í Deildarbikarnum 2009 - 22.12.2008

Drög að leikjaniðurröðun fyrir Deildarbikarkeppni KSÍ 2009 er tilbúin og hefur verið birt á heimasíðunni.  Félög eru beðin um að skila athugasemdum í síðasta lagi sunnudaginn 4. janúar. Lesa meira
 
KA

KA-menn búnir að skila leyfisgögnum - 22.12.2008

Leyfisgögn KA-manna bárust leyfisstjórn á föstudag og er KA því annað félagið sem skilar gögnum fyrir keppnistímabilið 2009, en áður höfðu Valsmenn skilað.  Þetta er í fyrsta sinn sem leyfisumsækjendur hafa skilað gögnum fyrir jól.

Lesa meira
 
Frá afhendingu grasrótarviðurkenninga KSÍ 2008.

Tvær stjörnur til viðbótar til Grasrótarstarfs KSÍ - 19.12.2008

Fyrr á þessu árið varð KSÍ samþykkt inn í Grasrótarsáttmála UEFA og varð þá 30. þjóðin til að ná inn í þann sáttmála.   Á dögunum fékkst það staðfest frá UEFA að Grasrótarstarf KSÍ hefur verið úthlutað tveimur stjörnum til viðbótar. Lesa meira
 
Grasrotarvidurkenningar_2008

Jórunn formaður Þróttar - 19.12.2008

Frá afhendingu Grasrótarverðlauna KSÍ 2008.  Rætt við Jórunni Frímannsdóttur formann Þróttar. Lesa meira
 
Grasrotarvidurkenningar_2008

Víðir fær grasrótarverðlaun KSÍ fyrir Futsal - 19.12.2008

Rætt við Einar Jón Pálsson, formann knattspyrnudeildar Víðis, við afhendingu grasrótarverðlauna KSÍ 2008. Lesa meira
 
Merki FIFA

FIFA staðfestir dómaralista - 19.12.2008

FIFA hefur staðfest dómaralista dómaranefndar KSÍ.  Á listanum eru tveir nýir aðstoðardómarar, þau Frosti Viðar Gunnarsson og Bryndís Sigurðardóttir en Bryndís er fyrsta íslenska konan til að komast á FIFA dómaralistann. Lesa meira
 
Grasrotarvidurkenningar_2008

Grasrótarviðurkenningar KSÍ 2008 - 19.12.2008

Í gær voru veittar grasrótarviðurkenningar KSÍ fyrir árið 2008 og voru viðurkenningarnar afhentar í höfuðstöðvum KSÍ.  Veittar voru viðurkenningar í fjórum grasrótarflokkum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ semur við landsliðsþjálfara - 18.12.2008

KSÍ hefur gengið frá tveggja ára samningum við nokkra landsliðsþjálfara.  Bæði er um endurráðningar að ræða sem og að gengið hefur verið til samninga við nýja landsliðsþjálfara.  Allir þessir samningar eru til tveggja ára. Lesa meira
 
Valur

Valsmenn fyrstir til að skila leyfisgögnum fyrir 2009 - 18.12.2008

Valsmenn urðu í dag fyrstir til að skila fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir keppnistímabilið 2009.  Rétt er að vekja athygli á því að aldrei áður hefur það gerst hér á landi að leyfisumsækjandi skili gögnum fyrir jól. 

Lesa meira
 
Gæðastimpill SGS

Gæðavottun staðfest án athugasemda - 18.12.2008

Um miðjan október fór fram víðtækt gæðamat á skipulagi leyfiskerfis KSÍ.  Matið er framkvæmt árlega af fulltrúum SGS, sem er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki, og var gæðavottun á leyfiskerfi KSÍ staðfest án athugasemda.

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ísland niður um eitt sæti á styrkleikalista FIFA - 17.12.2008

Nýr styrkleikalisti karlalandsliða hjá FIFA var birtur í dag og fellur Ísland um eitt sæti frá síðasta lista.  Íslenska karlalandsliðið er í 83. sæti listans en sem fyrr eru það Evrópumeistarar Spánar er tróna á toppnum. Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Vináttulandsleikur gegn Liechtenstein 11. febrúar - 16.12.2008

Knattspyrnusamband Íslands og Knattspyrnusamband Liechtenstein hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik 11. febrúar næstkomandi.  Leikurinn verður leikinn á La Manga á Spáni. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Trans World Sport og knattspyrna kvenna á Íslandi - 16.12.2008

Í sumar komu hér aðilar frá hinum kunna íþróttaþætti Trans World Sport og kynntu sér knattspyrnu kvenna á Íslandi.  Rætt er við Sigurð Ragnar Eyjólfsson, Katrínu Jónsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur í þættinum. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Trans World Sport um kvennaknattspyrnu - 16.12.2008

Sjónvarpsmenn frá íþróttaþættinum Trans World Sport voru hér á landi í sumar og fjölluðu um knattspyrnu kvenna á Íslandi. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Æfingar A landsliðs kvenna í byrjun janúar - 15.12.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt undirbúningshóp og eru það 40 leikmenn sem skipa þann hóp.  Æfingarnar fara fram í Kórnum 3. og 4. janúar. Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Riðlaskipting Deildarbikarkeppni KSÍ 2009 tilbúin - 15.12.2008

Nú liggur fyrir riðlaskipting í Deildarbikarkeppni KSÍ 2009 í karla og kvennaflokki sem og keppnisfyrirkomulag.  Drög að leikjaniðurröðun verður svo birt síðar og send á félögin til skoðunar.  Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

3. stigs þjálfaranámskeið haldið 6. - 8. febrúar - 15.12.2008

Helgina 6.-8. febrúar mun Knattspyrnusamband Íslands halda 3. stigs þjálfaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ. Dagskrá námskeiðsins verður gefin út síðar en gera má ráð fyrir því að námskeiðið hefjist um kl. 13:00, föstudaginn 6. febrúar. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ B próf fer fram 28. febrúar 2009 - 15.12.2008

Laugardaginn 28. febrúar stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er fyrir alla þjálfara sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar). Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Umsóknarfrestur á Pro Licence til 29. desember - 15.12.2008

Eins og komið hefur fram áður mun enska knattspyrnusambandið veita íslenskum þjálfurum aðgang að Pro Licence þjálfaranámskeiði sínu.  Um helgina fór fram kynningarfundur á þessu námskeið og mættu 15 þjálfarar á fundinn. Lesa meira
 
Búningar keppnisliðanna á EM kvenna 2009 Finnlandi

Leiktímar í úrslitakeppni EM kvenna tilbúnir - 12.12.2008

Leiktímar fyrir leiki úrslitakeppni EM kvenna í  Finnlandi eru tilbúnir.  Íslenska liðið er sem kunnugt er í riðli með Frakklandi, Noregi og Þýskalandi.  Fyrsti leikur íslenska liðsins verður við Frakka, mánudaginn 24. ágúst kl. 17:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
UEFA

Meistaradeild kvenna hefst 2009 - 12.12.2008

Framkvæmdastjórn UEFA hefur ákveðið að breyta nafni og fyrirkomulagi í Evrópukeppni kvenna.  Keppnin er hefur göngu sína á næsta ári mun heita Meistaradeild kvenna. Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Hægt að sækja um í Ferðasjóð íþróttafélaga til 12. janúar - 10.12.2008

Nú er rúmur mánuður þar til umsóknarfrestur í Ferðasjóð íþróttafélaga rennur út og rétt að minna íþrótta- og ungmennafélög innan ÍSÍ á að sækja um styrk til sjóðsins.  Umsóknarfrestur rennur út 12. janúar 2008. Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Opin mót 2009 - 10.12.2008

Félögum sem halda opin mót 2009 er boðið að senda upplýsingar um viðkomandi mót til KSÍ líkt og áður.  Upplýsingarnar verður að finna í lista undir Opin mót í valmyndinni hér vinstra megin á síðunni. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

63. ársþing KSÍ - 14. febrúar 2009 - 10.12.2008

63. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið í húsakynnum KSÍ laugardaginn 14. febrúar 2009. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi efnisatriði tengd þinghaldinu. Lesa meira
 
Íslensk knattspyrna 2008

Fyrsta eintakið af Íslenskri knattspyrnu 2008 afhent - 9.12.2008

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, veitti fyrsta eintakinu af Íslenskri knattspyrnu viðtöku í útgáfuhófi er haldið var í gær.  Af því tilefni fengu Katrín Jónsdóttir, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Tryggvi Guðmundsson og Guðmundur Benediktsson sérstakar viðurkenningar. Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Eiður Smári og Margrét Lára knattspyrnufólk ársins 2008 - 9.12.2008

Leikmannaval KSÍ hefur valið Eið Smára Guðjohnsen og Margréti Láru Viðarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2008.  Þetta er í fimmta skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Lesa meira
 
Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson gefur Völsungum góð ráð

Landsliðsþjálfarinn heimsótti Raufarhöfn og Húsavík - 9.12.2008

Knattspyrnuiðkendur í Norðurþingi fengu góða heimsókn í síðustu viku.  Þar voru á ferðinni Ólafur Jóhannesson landsliðþjálfari karla og Guðlaugur Gunnarsson starfsmaður KSÍ.   Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á reglugerðum KSÍ í desember 2008 - 9.12.2008

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 4. desember 2008 breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga, reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál og á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Lesa meira
 
Halldór B. Jónsson fær afhentan heiðurskross KSÍ frá formanni KSÍ, Geir Þorsteinssyni.  Ellen Geirsdóttir er þeim til halds og trausts

Halldór B. Jónsson sæmdur heiðurskrossi KSÍ - 8.12.2008

Halldór B. Jónsson, fyrrverandi varaformaður KSÍ, var á laugardaginn sæmdur heiðurskrossi KSÍ en það er æðsta heiðursmerki KSÍ.  Halldór var sæmdur heiðurskrossinum á 60 ára afmæli sínu. Lesa meira
 
Frá afhendingu bolta til Mæðrastyrksnefndar

100 fótboltar til Mæðrastyrksnefndar - 8.12.2008

KSÍ gaf í dag 100 fótbolta til Mæðrastyrksnefndar.  Þær Ragnhildur Guðmundsdóttir og Ríkey Ríkarðsdóttir hjá Mæðrastyrksnefnd veittu boltunum viðtöku og sögðu að þeir myndu nýtast mjög vel þeim þeim strákum og stelpum sem knettina fengju í jólagjöf. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Fjármagn frá UEFA til íslenskra félagsliða 2008 - 5.12.2008

Líkt og áður rann hluti af þeim tekjum sem UEFA hefur af Meistaradeildinni til félaga í aðildarlöndum sambandsins.  Heildarframlag UEFA og KSÍ til aðildarfélaga á árinu 2008 er um 166 milljónir króna en árið 2007 var þessi upphæð um 70 milljónir króna. Lesa meira
 
Merki enska knattspyrnusambandsins

Íslenskir þjálfarar fá aðgang að Pro licence í Englandi - 4.12.2008

Enska knattspyrnusambandið samþykkti í dag að veita þjálfurum á Íslandi aðgang að Pro licence þjálfaranámskeiði sínu.  Möguleiki er á því að tveir þjálfarar frá Íslandi geti komist strax á næsta Pro licence námskeið. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Englandi

U17 karla leikur í Wales og U19 karla í Bosníu - 3.12.2008

Í dag var dregið í undankeppni fyrir EM 2010 hjá landsliðum U17 og U19 karla.  Hjá U17 karla leikur Ísland í riðli með Bosníu, Rússlandi og Wales.  Hjá U19 karla lentu Íslendingar í riðli með Búlgaríu, Norður Írlandi og Bosníu. Lesa meira
 
Íslensk knattspyrna 2008

Íslensk knattspyrna 2008 komin út - 3.12.2008

Út er komin Íslensk knattspyrna 2008 eftir Víði Sigurðsson.  Bókin er sú 28. í röðinni í þessum einstaka bókaflokki sem nýtur gríðarlegra vinsælda.  Bókin er stærri nú en nokkru sinni fyrr, 240 blaðsíður og um 350 myndir prýða hana. Lesa meira
 
UEFA

Dregið í EM 2009/2010 hjá U17 og U19 karla - 3.12.2008

Í dag verður dregið í undankeppni EM 2009/2010 hjá landsliðum U17 og U19 karla.  Dregið verður í höfuðstöðvum UEFA í Sviss en úrslitakeppni U17 karla fer fram að þessu sinni í Liechtenstein en hjá U19 karla fer hún fram í Frakklandi. Lesa meira
 
Frá úthlutun úr Afrekskvennasjóði Glitnis og ÍSÍ í desember 2008.  KSÍ fékk úthlutað einni milljón króna vegna A landsliðs kvenna

KSÍ fær styrk úr Afrekskvennasjóði Glitnis og ÍSÍ - 3.12.2008

Í gær var úthlutað úr afrekskvennasjóði Glitnis og ÍSÍ og voru styrkþegar þrír talsins í þett skiptið.  Knattspyrnusamband Ísland var einn þeirra og hlýtur sambandið eina milljón króna í styrk vegna A landsliðs kvenna. Lesa meira
 
Hópur frá þeim félögum er leika í Landsbankadeild kvenna 2009 fór til Finnlands og kynnti sér starf í kringum knattspyrnu kvenna þar í landi

Hópur kynnti sér knattspyrnu kvenna í Finnlandi - 2.12.2008

Dagana 25.-28. nóvember hélt 11 manna hópur frá Íslandi til Finnlands í þeim tilgangi að kynna sér knattspyrnu kvenna þar í landi. Hópurinn var skipaður fulltrúum liðanna sem leika í Landsbankadeild kvenna á næsta ári. Lesa meira
 
Merki Special Olympics

Alþjóðadagur fatlaðra 2. desember - 2.12.2008

Special Olympics í Evrópu vekur athygli aðildarlanda á því að myndband um knattspyrnu fatlaðra mun verða sýnt 2. desember á Eurosport í tengslum við alþjóðadag fatlaðra. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þjálfarar Íslandsmeistaraliða frá upphafi - 2.12.2008

Hér að neðan má sjá lista yfir þjálfara Íslandsmeistaraliða í efstu deild, karla og kvenna, frá upphafi.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri, hefur upp á síðkastið unnið við að taka saman þennan lista. Lesa meira
 
Ingi Jónsson

Ingi dómaraeftirlitsmaður UEFA í Moskvu - 2.12.2008

Ingi Jónson verður dómaraeftirlitsmaður UEFA á leik Spartak Moskvu og Nec Nijmegen frá Hollandi í UEFA bikarnum.  Liðin leika í D riðli í og fer leikurinn fram á morgun, miðvikudaginn 3. desember og verður leikinn á Luzhnki Stadium í Moskvu.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Æfingar hjá U16, U17 og U19 karla um komandi helgi - 1.12.2008

Um helgina verða æfingar hjá landsliðum U16, U17 og U19 karla.  Landsliðsþjálfararnir Freyr Sverrisson, Luka Kostic og Kristinn R. Jónsson hafa valið 100 leikmenn til þessara æfinga. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Vináttulandsleikur við Holland 23. apríl - 1.12.2008

Knattspyrnusambönd Íslands og Hollands hafa komist að samkomulagi um að kvennalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Kórnum, 23. apríl næstkomandi.   Þetta er í fyrsta skiptið er landslið kvenna leikur  í Kórnum. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög