Fréttir

bolti_i_marki

Vinnufundir með félögum vegna leyfisferlisins 2009 - 28.11.2008

Boðað hefur verið til funda með leyfisfulltrúum félaga í Landsbankadeild karla og 1. deild karla.  Farið verður yfir nokkur mikilvæg atriði tengd leyfishandbókinni og leyfisferlinu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Póllandi á Algarve Cup 2008

Riðlaskiptingin klár fyrir Algarve Cup 2009 - 28.11.2008

Skipt hefur verið í riðla á Algarve Cup 2009 en íslenska kvennalandsliðið mun þar leika í B riðli með Bandaríkjunum, Danmörku og Noregi.  Þetta mót er góður undirbúningur fyrir úrslitakeppni EM í Finnlandi næsta sumar. Lesa meira
 
Egill Már Markússon

Egill Már í hóp Dómaraeftirlitsmanna UEFA - 28.11.2008

Egill Már Markússon hefur verið tekinn inn í hóp Dómaraeftirlitsmanna UEFA.  Egill sat námskeið á vegum UEFA í september og hefur síðan verið á tveimur leikjum í UEFA -bikarnum og skilað skýrslum um frammistöðu dómaranna.  Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Fjármálaráðstefna í Laugardalshöll - 27.11.2008

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir fjármálaráðstefnu föstudaginn 28. nóvember nk. kl. 13-16 í Laugardalshöll. Ráðstefnustjóri verður Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár.
Lesa meira
 
KR

KR auglýsir eftir þjálfara - 26.11.2008

Knattspyrnufélag Reykjavíkur leitar að einstaklingi með áhuga og reynslu af þjálfun.  Um er að ræða þjálfun á 3.flokk karla í knattspyrnu .  Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Afreksstuðlar leikmanna 2008 - 25.11.2008

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga hefur skrifstofa KSÍ gefið út afreksstuðla leikmanna og hafa þeir verið uppfærðir á vef KSÍ. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Englandi

70 leikmenn boðaðir til æfinga hjá U17 og U19 karla - 25.11.2008

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og hafa Luka Kostic og Kristinn R. Jónsson valið leikmenn til þessara æfinga.  Samtals eru það 70 leikmenn sem eru boðaðir í þessum aldursflokkum. Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 5. júlí 2008.  Myndina tók Þorsteinn Jónsson

56 stúlkur léku með yngri landsliðum kvenna á árinu - 24.11.2008

Það voru 56 stúlkur sem léku með yngri landsliðum kvenna á árinu 2008.  32 leikmenn úr 13 íslenskum félögum og 1 erlendu léku með U19 landsliði kvenna og 29 leikmenn úr 14 íslenskum félögum léku með U17 landsliði kvenna á þessu ári. Lesa meira
 
Kvenna_fagnar

Vináttulandsleikur við Dani 19. júlí - 24.11.2008

Knattspyrnusambönd Íslands og Danmerkur hafa komist að samkomulagi um að kvennalandslið þjóðanna mætist í vináttulandsleik 19. júlí á næsta ári og verður leikið í Kaupmannahöfn eða nágrenni. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Kristinn dæmir Meistaradeildarleik í Úkraínu - 24.11.2008

Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari, mun dæma leik Shakhtar Donetsk frá Úkraínu og Basel frá Sviss í Meistaradeild UEFA.  Leikið verður í Úkraínu og fer leikurinn fram miðvikudaginn 26. nóvember.  Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson og fjórði dómari verður Magnús Þórisson. Lesa meira
 
UEFA

Mikill fróðleikur á Training Ground - 21.11.2008

Vert er að vekja athygli á heimasíðu UEFA en þar er að finna ýmsan fróðleik.  Einn hluti hennar nefnist "Training Ground" en þar má lesa og sjá mikið af efni er tengist knattspyrnu og jafnvel er hægt að taka námskeið á netinu. Lesa meira
 
Merki HM U20 kvenna í Chile 2008

Hægt að horfa á leiki í HM U20 kvenna á netinu - 20.11.2008

Nú er nýhafin í Chile HM U20 kvenna í knattspyrnu en þar keppa 16 þjóðir um heimsmeistaratitilinn.  Hægt er að horfa á leiki keppninnar án endurgjalds á heimasíðu FIFA. Lesa meira
 
Heiðar Helguson

Mark Heiðars dugði á Möltu - 19.11.2008

Ísland lagði Möltu í vináttulandsleik er fór fram í dag en leikið var á Möltu.  Lokatölur urðu 0-1 og var það Heiðar Helguson sem skoraði mark Íslendinga í síðari hálfleik.  Íslenska liðið var með undirtökin mest allan leikinn og átti nokkur ágætis færi þó svo að dauðafærin hafi ekki verið mörg.Lesa meira
 
Landsliðshópur Íslands gegn Aserbaídsjan

Malta - Ísland - Textalýsing - 19.11.2008

Vináttulandsleikur Möltu og Íslands er hafinn en leikið er á Möltu.  Leikurinn hófst kl. 13:30 og verður fylgst við honum hér á síðunni. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna leikur í milliriðli í Póllandi - 19.11.2008

Í morgun var dregið í milliriðla í EM 2009 hjá U19 kvenna og var Ísland í pottinum.  Stelpurnar drógust í riðil með Svíþjóð, Danmörku og Póllandi og verður riðillinn leikinn í Póllandi dagana 23. - 28. apríl. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Dublin í kvöld - 19.11.2008

Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari, verður í eldlínunni í Dublin í kvöld en þar dæmir hann vináttulandsleik Írlands og Póllands.  Með honum til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson. Lesa meira
 
Landsliðshópur Íslands gegn Aserbaídsjan

Malta - Ísland í dag kl. 13:30 - 19.11.2008

Í dag kl. 13:30 að íslenskum tíma mætast Malta og Ísland í vináttulandsleik og er leikið á Möltu.  Þetta er fjórtándi landsleikur þjóðanna en Íslendingar hafa níu sinnum farið með sigur af hólmi, Möltubúar þrisvar sinnum en einu sinni hefur orðið jafntefli. Ólafur Jóhannesson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í leiknum.  Textalýsing verður frá leiknum hér á heimasíðunni. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Riðill U17 kvenna fyrir EM 2010 leikinn hér á landi - 18.11.2008

Í dag var dregið í riðlakeppni EM 2010 hjá U17 og U19 kvenna. Landslið U17 kvenna dróst í riðil með Þýskalandi, Frakklandi og Ísrael.  Ákveðið hefur verið að þessi riðill verði leikinn hér á landi.2009. Riðill U19 kvenna verður leikinn í Portúgal. Lesa meira

 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Frábær áskorun að mati landsliðsþjálfarans - 18.11.2008

"Þetta er fyrst og fremst frábær áskorun sem að bíður íslenskra landsliðskvenna.  Ég er viss um að allar okkar fremstu knattspyrnukonur muni leggja sig allar fram til að fá að taka þátt í þessu verkefni" sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Lesa meira
 
Katrín Jónsdóttir

Landsliðfyrirliðinn ánægð að mæta Frökkum - 18.11.2008

Þegar heimasíðan náði tali af landsliðsfyrirliðanum, Katríni Jónsdóttur, var hún full eftirvæntingar fyrir úrslitakeppnina.  "Það er ljóst að B og C riðlarnir eru gríðarlega sterkir og í rauninni sama í hvorum riðlinum við myndum lenda í þar.  Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Ísland leikur fyrsta leikinn gegn Frökkum - 18.11.2008

Í dag var dregið í úrslitakeppni EM kvenna 2009 en drátturinn fór fram í Finlandiahöllinni í Helsinki.  Ísland lenti í riðli með Þýskalandi, Noregi og Frökkum og mun leika fyrsta leikinn gegn Frökkum, mánudaginn 24. ágúst í Tampere. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna er lagði Slóveníu með fimm mörkum gegn engu riðlakeppni EM

Æfingar hjá U16, U17 og U19 kvenna um helgina - 18.11.2008

Æfingahópar hjá þremur landsliðum kvenna verða við æfingar.  Þetta eru landslið U16, U17 og U19 kvenna og hafa landsliðsþjálfararnir, Kristrún Lilja Daðadóttir og Ólafur Þór Guðbjörnsson valið leikmenn til þessara æfinga. Lesa meira
 
Landsliðshópur Íslands gegn Aserbaídsjan

Landsliðið æfir á Möltu - 18.11.2008

Íslenska karlalandsliðið er statt á Möltu um þessar mundir en leikinn verður vináttulandsleikur við heimamenn á morgun, miðvikudaginn 19. nóvember.  Leikurinn hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Aðalfundur KÞÍ 2008 - 18.11.2008

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 27. nóvember n.k. klukkan 20:00.  Stjórn KÞÍ hvetur félagsmenn sína til að mæta. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið hjá Víkingi í Víkinni - 17.11.2008

Unglingadómaranámskeið hjá Víkingi í Víkinni verður haldið þriðjudaginn 18. nóvember kl. 20:00. Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Námskeiðið er ókeypis. Skráning er hafin hjá magnus@ksi.is.

Lesa meira
 
Þjálfarahópur er kynnti sér þjálfunaraðferðir ungmenn í Sviss

Þjálfarar kynntu sér þjálfun ungmenna í Sviss - 17.11.2008

Dagana 3.-6. nóvember fór ellefu manna hópur frá Íslandi til Sviss til að kynna sér þjálfun afreks ungmenna. Með í för voru níu þjálfarar, einn túlkur og einn starfsmaður KSÍ. Ferðin er hluti af svokölluðu UEFA Study Group Scheme. Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Dregið í EM 2009 í Finnlandi - 17.11.2008

Þriðjudaginn 18. nóvember verður dregið í riðla í úrslitakeppni EM kvenna sem fram fer í Finnlandi á næsta ári.  Tólf þjóðir eru í pottinum og eru Íslendingar í þriðja styrkleikaflokki en þar eru þær þjóðir er tryggðu sér þátttökurétt í gegnum umspil. Hægt verður að fylgjast með drættinum á www.uefa.com. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Aldrei fleiri landsleikir heldur en 2008 - 14.11.2008

Ljóst er að aldrei hafa landslið Íslands leikið fleiri landsleiki heldur en á þessu ári sem senn tekur enda.  Öll landslið Íslands hafa leikið 64 landsleiki það sem af er árinu og á eftir að spila þann 65. en það er vináttulandsleikur Möltu og Íslands. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U19 karla fyrir leikinn gegn Noregi í milliriðli fyrir EM 2008

100 leikmenn léku með yngri landsliðum karla á árinu - 14.11.2008

100 leikmenn léku landsleiki með yngri landsliðum karla á árinu sem er að líða.  Nokkrir leikmenn léku með tveimur landsliðum á árinu og eru þetta 100 leikmenn sem léku með þessum 3 liðum á árinu og koma þeir úr 24 íslenskum félögum Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leyfisferlið fyrir 2009 hafið - 14.11.2008

Samkvæmt Leyfishandbók KSÍ hefur þeim félögum sem hyggjast sækja um þátttökuleyfi í Landsbankadeild karla og 1. deild karla 2009 verið sendar nauðsynlegar upplýsingar, áður en vinna við Leyfisumsókn hefst.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Landsdómaralistinn árið 2009 - 14.11.2008

Dómaralistinn fyrir keppnisstímabilið 2009 hefur verið tilkynntur en það er listi landsdómara.  Einn nýr dómari færist upp í A hóp en það er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Lesa meira
 
Davíð Þór Viðarsson

Davíð Þór í landsliðshópinn - 14.11.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á landsliðshóp sínum er mætir Möltu í vináttulandsleik þann 19. nóvember næstkomandi.  Davíð Þór Viðarsson úr FH kemur inn í hópinn í stað Hallgríms Jónassonar sem er meiddur. Lesa meira
 
Hluti þátttakenda ráðstefnu Special Olympics á Kýpur

Ráðstefna Special Olympics á Kýpur - 14.11.2008

Á dögunum var haldin ráðstefna á vegum Special Olympics á Kýpur en ráðstefnan var haldin í tengslum við Smáþjóðaleika Special Olypics í knattspyrnu.  Guðlaugur Gunnarsson sótti ráðstefnuna fyrir hönd Íþróttasambands Fatlaðra. Lesa meira
 
Eggert Gunnþór Jónsson

Eggert Gunnþór inn í landsliðshópinn - 13.11.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, hefur gert eina breytingu á landsliðshóp sínum fyrir vináttulandsleikinn gegn Möltu þann 19. nóvember næstkomandi.  Eggert Gunnþór Jónsson úr Hearts kemur inn í hópinn í stað Grétars Rafns Steinssonar.  Lesa meira
 
Klara Bjartmarz

Klara eftirlitsmaður UEFA í Þýsklandi - 12.11.2008

Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Duisburg og Frankfurt í 8 liða úrslitum Evrópukeppni kvenna.  Þetta er seinni leikurinn á milli þessara sterku þýsku félaga en fyrri leikinn vann Duisburg á útivelli, 1-3. Lesa meira
 
ÍH

Áfrýjun í máli Tindastóls gegn ÍH - 12.11.2008

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir áfrýjun í máli Tindastóls gegn ÍH vegna leiks félaganna í 2. deild karla fyrr á þessu ári. Áfrýjunardómstóllinn staðfestir hinn áfrýjaða úrskurð.

Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Þátttökutilkynning í Deildarbikarkeppni KSÍ 2009 - 12.11.2008

Hér að neðan er þátttökutilkynning fyrir Deildarbikarkeppni KSÍ. Tilkynna ber þátttöku í síðasta lagi sunnudaginn 23. nóvember.   Félög sem sendu meistaraflokk til keppni á Íslandsmótinu 2008 og hyggja á keppni á Íslandsmótinu 2009 hafa heimild til að senda lið til keppni.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið upp um 21 sæti - 12.11.2008

Íslenska karlalandsliðið fer upp um 21 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA er birtur var í dag.  Ísland er nú í 82. sæti listans en Spánverjar tróna á toppi listans sem fyrr og Þjóðverjar koma þar á eftir. Lesa meira
 
Landsliðshópur Íslands gegn Aserbaídsjan

Landsliðshópurinn gegn Möltu tilkynntur - 11.11.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag landsliðshópinn sem heldur til Möltu og leikur þar vináttulandsleik miðvikudaginn 19. nóvember.  Einn nýliði er í hópnum að þessu sinni en það er Garðar Jóhannsson leikmaður með Fredrikstad í Noregi. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Æfingar hjá stelpunum í U17 og U19 kvenna - 10.11.2008

Þau Kristrún Lilja Daðadóttir og Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfarar U17 og U19 kvenna, hafa valið leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og í Egilshöllinni og má sjá æfingahópana hér að neðan. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Grunnskólamóti KRR lokið - 10.11.2008

Grunnskólamóti KRR er lokið en leikið var í Egilshöll.  Sigurvegarar í 7. bekk urðu Borgaskóli hjá drengjum og Rimaskóli hjá stelpum.  Sigurvegarar hjá drengjum í 10. bekk voru Hagaskóli eftir vítaspyrnukeppni og Réttarholtsskóli hjá stelpum. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Þjálfaranámskeið í nóvember - 10.11.2008

Fjögur þjálfaranámskeið eru framundan í nóvember. Helgina 14.-16. nóvember verður KSÍ II þjálfaranámskeið haldið í Reykjavík. Helgina 21.-23. nóvember verða tvö námskeið.  Skráning á öll þessi námskeið er í fullum gangi. Lesa meira
 
Leikvangurinn í Tampere

Sjálfboðaliðar óskast á EM í Finnlandi 2009 - 7.11.2008

Mótshaldarar EM kvenna 2009 sem fram fer í Finnlandi óska eftir sjálfboðaliðum til þess að starfa í kringum mótið.  Leikið verður í fjórum borgum í Finnlandi, Helsinki, Lahti, Turku og Tampere.  Mótið fer fram dagana 23. ágúst til 10. september. Lesa meira
 
Katrin Jónsdóttir, landsliðsfyrirliði og Þröstur Jón Sigurðsson eigandi Sporthússins

Sporthúsið gefur kvennalandsliðinu árskort - 7.11.2008

Sporthúsið hefur ákveðið að gefa 40 manna æfingahópi A-landsliðs kvenna og starfsmönnum liðsins árskort í líkamsrækt.  Katrín Jónsdóttir fyrirliði A-landsliðs kvenna veitti þessari gjöf móttöku í frá Þresti Jóni Sigurðssyni eiganda Sporthússins. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Geir eftirlitsmaður UEFA í Manchester - 6.11.2008

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Manchester City og Twente frá Hollandi í kvöld.  Leikurinn er í A riðli UEFA bikarsins og fer fram á heimavelli Manchester. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Moskvu á morgun - 5.11.2008

Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari, verður við stjórnvölinn á morgun í Moskvu en þá mætast Spartak Moskva og Udinese. Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson og fjórði dómari verður Jóhannes Valgeirsson.  

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar framundan hjá U17 og U19 karla - 5.11.2008

Valdir hafa verið æfingahópar til æfinga um helgina og fara fram æfingar hjá U17 og U19 karla.  Landsliðsþjálfararnir Luka Kostic og Kristinn R. Jónsson hafa valið leikmenn til þessara æfinga. Lesa meira
 
Valur

Unglingadómaranámskeið hjá Val í Vodafonehöllinni - 5.11.2008

Unglingadómaranámskeið hjá Val í Vodafonehöllinni verður haldið mánudaginn 10. nóvember  kl. 20:00.  Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna.  Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Ísland á EM 2009 - 4.11.2008

A landslið kvenna náði sl. fimmtudag þeim langþráða áfanga að vinna sér rétt til þátttöku í úrslitakeppni EM. Aldrei fyrr hefur KSÍ átt landslið í úrslitakeppni A landsliða. Lesa meira
 
Úr leik Fjölnis og KR í Landsbankadeild karla 2008.  Myndina tók Vilbogi Einarsson

Samningsskylda leikmanna í Landsbankadeild karla - 4.11.2008

Vert er að  minna á ákvæði um samningsskyldu leikmanna í Landsbankadeild karla eins og fram kemur í grein 23.4 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.  Ákvæði þetta verður virkt þann 1. janúar 2009. Lesa meira
 
Eysteinn Hauksson í leik með Grindavík - Mynd: umfg.is

Eysteinn Hauksson kynnti sér þjálfun hjá West Ham - 3.11.2008

Eysteinn Húni Hauksson, knattspyrnuþjálfari hjá Grindavík, hlaut á dögunum styrk KSÍ til fræðslumála og nýtti hann til að kynna sér knattspyrnuþjálfun hjá West Ham. 

Lesa meira
 
Sparkhöllin í byggingu

Sparkhöll rís á Borgarfirði Eystri - 3.11.2008

Á Borgarfirði Eystri er í byggingu sparkhöll sem vafalítið á eftir að nýtast knattspyrnuiðkendum á svæðinu vel.  Búið er að loka sparkhöllinni fyrir þó nokkru síðan og nú er verið að smíða allt það sem smíða þarf að innan.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Írlandi á Algarve Cup 2008

Kvennalandsliðið í efri styrkleikaflokki á Algarve Cup 2009 - 3.11.2008

A-landslið kvenna mun leika í efri styrkleikaflokki á Algarve Cup 2009, sem fram fer í Portúgal í byrjun mars á næsta ári.  Þetta þýðir að stelpurnar okkar munu leika gegn nokkrum af sterkustu landsliðum heims. Lesa meira
 
Úr leik Vals og KR 2008

KR og Valur í 1. umferð Landsbankadeildar kvenna - 1.11.2008

Í dag var dregið í töfluröð í landsdeildum karla og kvenna en dregið var í höfuðstöðvum KSÍ.  Það verða stórleikir í 1. umferð Landsbankadeildar karla og kvenna, Keflavík og FH mætast hjá körlunum og KR og Valur hjá konunum. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög