Fréttir

Íslensku stelpurnar fagna marki gegn Írum

Ísland á EM 2009 - 30.10.2008

Í nepjunni í Laugardalnum í kvöld tryggði íslenska kvennalandsliðið sér sæti í úrslitakeppni EM 2009 sem fram fer í Finnlandi.  Frábær 3-0 sigur staðreynd og á köldum Laugardalsvelli var stiginn trylltur stríðdans í leikslok.  Ísland er komið á EM! Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ - 30.10.2008

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 6. nóvember kl. 19:30.  Ekkert próf en viðvera gefur réttindi til héraðsdómara.  Aldurstakmark 16 ára og er námskeiðið ókeypis.

Lesa meira
 
Jóhanna Margrét nýtti sér andlitsmálninguna í síðasta leik

Andlitsmálun fyrir leik gegn Írlandi - 30.10.2008

Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir viðureign Íslands og Írlands í dag á Laugardalsvelli.  Leikurinn hefst kl. 18:10 og er um að gera að mæta tímanlega og láta mála íslenska fánann á kinnina og ennið. Lesa meira
 
Forsíðar leikskrár Íslands-Írlands í umspili fyrir EM 2009

Leikskráin fyrir leikinn gegn Írlandi - 30.10.2008

Fyrir viðureign Íslands og Írlands í umspili EM kvenna 2009  verður gefin út leikskrá með ýmsum áhugaverðum og gagnlegum upplýsingum.  Leikskráin verður seld við innganginn á Laugardalsvelli fyrir leik og kostar aðeins kr. 500 Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Írland í kvöld kl. 18:10 - 30.10.2008

Í kvöld fer fram einn allra mikilvægasti leikur íslenskrar knattspyrnusögu þegar Íslendingar taka á móti Írum á Laugardalsvelli.  Leikurinn er seinni leikur þjóðanna í umspili fyrir úrslitakeppni EM 2009 sem fram fer í Finnlandi.  Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 1-1 og því ljóst að sigurvegarinn í kvöld tryggir sér sæti í úrslitakeppninni á næsta ári. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Byrjunarlið Íslands gegn Írum - 29.10.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Írum á morgun. Leikurinn hefst kl. 18:10 á Laugardalsvelli og eru allir er vettlingi geta valdið hvattir til þess að mæta á þennan stórleik. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Framhaldsskólamótið 2008 - Verzló og FS sigruðu - 29.10.2008

Úrslitakeppni Framhaldsskólamóts KSÍ fór fram á Ásvöllum um helgina en riðlakeppni hafði farið fram víðsvegar um landið áður.  Verzlunarskóli Íslands fór með sigur af hólmi í karlaflokki en Fjölbrautaskóli Suðurnesja í kvennaflokki. Lesa meira
 
Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Miðasala hefst á hádegi á Laugardalsvelli - 29.10.2008

Miðasala á Laugardalsvelli hefst kl. 12:00 á morgun, fimmtudaginn 30. október, á leik Íslands og Írlands í umspili fyrir úrslitakeppni EM 2009. Miiðinn kostar 1.000 krónur en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri.  Ekki er selt í númeruð sæti og er sætaval því frjálst. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Hópurinn fyrir leikinn gegn Írum - 29.10.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag á blaðamannafundi hópinn fyrir leikinn gegn Írum sem fram fer á Laugardalsvelli á morgun, fimmtudaginn 30. október kl. 18:10. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar hjá U17 og U19 landsliðum kvenna - 28.10.2008

Ólafur Þór Guðbjörnsson og Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfarar U19 og U17 kvenna, hafa valið leikmenn til æfinga sem fram fara um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ 5. stigs þjálfaranámskeið 21. - 23. nóvember - 28.10.2008

Helgina 21.-23. nóvember heldur KSÍ 5. stigs þjálfaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir sem fengu 70 stig eða fleiri í KSÍ B prófinu. Námskeiðsgjald er 20.000 krónur og skráning er hafin. Lesa meira
 
Þjálfarar að störfum

KSÍ B (UEFA B) próf 10. nóvember - 28.10.2008

Mánudaginn 10. nóvember, milli kl. 16:30 og 18:30, stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er fyrir alla þjálfara sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Hver er ég? - Myndband - 28.10.2008

Sem fyrr þá hefur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, þann háttinn á að hann sýnir stelpunum myndbönd fyrir leikina.  Myndbandið sem Sigurður Ragnar sýndi stelpunum fyrir Íraleikinn ytra kallar hann "Hver er ég?".  Lesa meira
 
Islenskir_ahorfendur

Myndband fyrir fyrri Íraleikinn - 28.10.2008

Myndband sem landsliðinu var sýnt fyrir fyrri umspilsleikinn gegn Írum í Dublin Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðar á Ísland - Írland fyrir handhafa A-passa - 28.10.2008

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Írland afhenta miðvikudaginn 29. október frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Leikurinn er á Laugardalsvelli á fimmtudag - 28.10.2008

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um hvort til standi að fresta viðureign kvennalandsliða Íslands og Írlands vill KSÍ að fram komi að leikdagurinn, leiktíminn og leikstaðurinn stendur - fimmtudagurinn 30. október kl. 18:10 á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Dómari leiks Íslands og Íralnds, Christine Beck frá Þýskalandi

Dómararnir koma frá Þýskalandi - 28.10.2008

Dómarar leiksins á fimmtudaginn koma frá Þýskalandi.  Með flautuna verður Christine Beck og henni til aðstoðar löndur hennar Moiken Reichert Jung og Marina Wozniak.  Fjórði dómari leiksins verður Oddbergur Eiríksson. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Formanna- og framkvæmdastjórafundur KSÍ á laugardag - 27.10.2008

KSÍ boðar til formanna- og framkvæmdastjórafundar laugardaginn 1. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli kl. 14.00-17.00.   Forráðamenn eru beðnir um að tilkynna þátttöku í póstfangið thorvaldur@ksi.is. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Fyllum völlinn - Félög beðin um að hvetja yngri iðkendur til að fjölmenna - 26.10.2008

Næstkomandi fimmtudag, 30. október, fer fram á Laugardalsvelli mikilvægasti leikur íslensks knattspyrnulandsliðs kvenna frá upphafi. Félög eru beðin um að hvetja yngri iðkendur að fjölmenna á völlinn.  Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Jafntefli niðurstaðan í Dublin - 26.10.2008

Jafntefli varð niðurstaðan í fyrir umspilsleik Írlands og Íslands en leikið var í Dublin í dag.  Lokatölur urðu 1-1 eftir að íslenska liðið komst yfir á fyrstu mínútu leiksins og leiddu í hálfleik.  Írar jöfnuðu á 64. mínútu og þar við sat.

Lesa meira
 
Guðni Kjartansson aðstoðarlandsliðsþjálfari sér um tónlista í rútunni

Byrjunarlið Íslands gegn Írlandi - 25.10.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Írum í Dublin.  Þetta er fyrri leikur þjóðanna í umspili um sæti í úrslitakeppni EM 2009.  Seinni leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 30. október kl. 18:10. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í júní 2008.  Ísland sigraði 5-0 með mörkum frá Margréti Láru Viðarsdóttur 3, Katrínu Jónsdóttur og Katrínu Ómarsdóttur

Æft á keppnisvellinum í dag - 25.10.2008

Eins og kunnugt er fer fram leikur Írlands og Íslands á morgun í umspili fyrir sæti í úrslitakeppni EM 2009.  Um er að ræða fyrri leik þjóðanna en sá síðari fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 30. október kl. 18:10. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Æft tvisvar í dag - 24.10.2008

Landsliðið hélt utan í gær til Dublin þar sem liðið leikur fyrri leikinn í umspili um sæti í úrslitakeppni EM kvenna 2009.  Æft var í Reykjaneshöllinni í gær og flogið síðar um daginn til Írlands. Lesa meira
 
Egill Már Markússon

Egill Már eftirlitsmaður í Hollandi - 24.10.2008

Egill Már Markússon var dómaraeftirlitsmaður UEFA á leik Heerenveen og AC Milan í gær en leikurinn var í riðlakeppni UEFA bikarsins. Þetta var fyrsta verkefni Egils Más sem dómaraeftirlitsmaður UEFA. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Bráðabirgðaákvæði vegna þátttökuheimildar - 23.10.2008

Bráðabirgðaákvæðið heimilar leikmönnum sem hafa skipt um félag og eru handhafar keppnisleyfis sem  tekur gildi 20. febrúar nk. að leika nú þegar með nýju félagi í héraðsmótum (s.s. í Reykjavíkurmóti) og Íslandsmóti innanhúss (Futsal). Lesa meira
 
Hásteinsvöllur að vori

Samþykkt stjórnar KSÍ varðandi mannvirkjakafla - 23.10.2008

Varðandi samþykkt frá stjórnarfundi KSÍ á miðvikudag er rétt að skýrt komi fram að allar kröfur þær sömu og áður.  Það eina sem breytist er lokatímapunkturinn til að ljúka framkvæmdum við aðstöðu áhorfenda og fjölmiðla.

Lesa meira
 
Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Miðasala á Ísland - Írland - 23.10.2008

Í dag opnaði miðasala á leik Íslands og Írlands í umspili fyrir úrslitakeppni EM kvenna 2009.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 30. október kl. 18:10.  Miðaverð er 1.000 krónur og er selt í ónúmeruð sæti.  Frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Stjórn KSÍ stóreykur fjárframlög til barna- og unglingastarfs - 23.10.2008

Á fundi stjórnar KSÍ 22. október 2008 var ákveðið að bregðast við gjörbreyttum aðstæðum í íslensku efnahagsumhverfi með því að stórauka fjárframlög til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga sambandsins. Lesa meira
 
Pride Park, heimavöllur Derby County

Haustráðstefna SÍGÍ 2008 - 23.10.2008

Haustráðstefna SÍGÍ verður haldin um komandi helgi og fer hún fram í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli.  Fjölmargir fyrirlestrar eru á þessari ráðstefnu og má sjá dagskrána hér að neðan.  Lesa meira
 
Dómarar leiða lið Þýskalands og Englands til vallar fyrir úrslitaleik EM U19 kvenna á Íslandi

Unglingadómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ - 22.10.2008

Miðvikudaginn, 29. október, verður haldið unglingadómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ og hefst námskeiðið kl. 20:00.  Námskeiðið er frítt en aldurstakmark á námskeiðið er 15 ár og öllum opið.  Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ II þjálfaranámskeið á næstu vikum - 22.10.2008

Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu vikum halda tvö KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 31. október – 2. nóvember og hins vegar 14.-16. nóvember. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Hópurinn sem heldur til Dublin - 22.10.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 18 leikmenn er halda til Írlands á morgun til að leika í umspili fyrir úrslitakeppni EM 2009.  Leikið verður á Richmond Park, sunnudaginn 26. október kl. 15:00.  Lesa meira

 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtaksæfingar hjá U17 karla og U19 karla - 21.10.2008

Úrtaksæfingar fara fram um komandi helgi hjá U17 karla og U19 karla en landsliðsþjálfararnir, Lúka Kostic og Kristinn R. Jónsson, hafa valið leikmenn til æfinga um helgina. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið á Sauðárkróki - 21.10.2008

Næstkomandi fimmtudag, 23. október, verður haldið unglingadómaranámskeið í Bóknámshúsi Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og hefst námskeiðið kl. 11:20 og stendur til kl. 14:30 með matarhléi. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Dómarinn kemur frá Ítalíu - 20.10.2008

Kvennalandsliðið undirbýr sig nú af krafti undir umspilsleikina gegn Írum en fyrri leikurinn fer fram í Dublin næstkomandi sunnudag.  Liðið heldur utan nú á fimmtudaginn en seinni leikurinn fer svo fram hér á Laugardalsvelli kl. 18:10, fimmtudaginn 30.október. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Guðmundur og Dóra María valin best - 19.10.2008

Lokahóf knattspyrnumanna fór fram nú um helgina á veitingastaðnum Broadway.  Veittar voru viðurkenningar fyrir góða frammistöðu og fengu þau Guðmundur Steinarsson úr Keflavík og Dóra María Lárusdóttir úr Val, viðurkenningar sem bestu leikmennirnir. Lesa meira
 
ÍH

Úrskurður í máli Tindastóls gegn ÍH - 17.10.2008

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Tindastóls gegn ÍH vegna leiks félaganna í 2. deild karla. 

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Stuðningsmenn ársins 2008 - 17.10.2008

Landsbankinn verðlaunaði stuðningsmenn liðanna í Landsbankadeildum karla og kvenna í sumar líkt og áður, og nú liggur fyrir hverjir eru stuðningsmenn ársins í þessum deildum.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Lið og þjálfarar ársins 2008 - 17.10.2008

Lokahóf knattspyrnumanna fer fram á laugardag og hefur einn af dagskrárliðum þeirrar hátíðar verið að kynna lið og þjálfara ársins. Nú hefur hins vegar verið ákveðið upplýsa um þessar viðurkenningar hér á vef KSÍ.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Tap gegn Makedóníu hjá U19 karla - 16.10.2008

Strákarnir í U19 liðinu töpuðu gegn Makedóníu í dag í undankeppni EM en leikið var í Makedóníu.  Lokatölur urðu 1-0 fyrir heimamennn eftir að markalaust hafði verið í hálfleik. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Hópur valinn fyrir umspilsleikina gegn Írlandi - 16.10.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hóp sinn fyrir umspilsleikina gegn Írum síðar í þessum mánuði.  Sigurður Ragnar valdi 23 leikmenn í hópinn en leikið verður 26. október í Dublin og 30. október á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla leikur gegn Makedóníu - 16.10.2008

Strákarnir í U19 leika í dag lokaleik sinn í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Makedóníu.  Heimamenn eru mótherjarnir í dag og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ VI þjálfaranámskeið í Lilleshall - 16.10.2008

KSÍ heldur VI. stigs þjálfaranámskeið í Lilleshall, Englandi dagana 16.-23. janúar 2008.  Reiknað er með að fleiri þjálfarar sæki um námskeiðið en hægt er að taka inn.  Umsækjendur verða að hafa lokið KSÍ V þjálfaranámskeiði. Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Sætur sigur á Makedóníu - 15.10.2008

Ísland lagði Makedóníu í kvöld í undankeppni HM 2010.  Leikið var á Laugardalsvelli og Veigar Páll Gunnarsson skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu leiksins.  Íslendingar fór með þessu upp í þriðja sæti riðilsins með jafnmörg stig og Skotar sem eru í öðru sæti. Lesa meira
 
Forsíða leikskrár fyrir leikinn gegn Makedóníu í október 2008 í undankeppni HM.

Leikskráin fyrir leikinn gegn Makedóníu - 15.10.2008

Fyrir viðureign Íslands og Makedóníu í undankeppni HM 2010 í dag verður gefin út leikskrá með ýmsum áhugaverðum og gagnlegum upplýsingum.  Leikskráin verður seld við innganginn á Laugardalsvelli fyrir leik og kostar aðeins kr. 500. Lesa meira
 
Jóhanna Margrét nýtti sér andlitsmálninguna í síðasta leik

Sýndu lit! - 15.10.2008

Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir viðureign Íslands og Makedóníu í dag á Laugardalsvelli.  Leikurinn hefst kl. 18:00 og er um að gera að mæta tímanlega og láta mála íslenska fánann á kinnina og ennið. Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland - Makedónía í dag kl. 18:00 - 15.10.2008

Í dag kl. 18:00 hefst leikur Íslands og Makedóníu í undankeppni HM 2010 og er þetta síðasti leikur Íslands í undankeppninni á þessu ári.  Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í kvöld og gerir hann eina breytingu frá síðasta leik. Lesa meira
 
Margvísleg starfsemi er á vegum Alþjóðahússins á Íslandi

Námskeið Alþjóðahússins framundan - 14.10.2008

Alþjóðahús fer í næstu dögum af stað með námskeið sem ætlað er að stuðla að aukinni þátttöku barna og unglinga af erlendum uppruna í knattspyrnu. Námskeiðið er sniðið sérstaklega að þjálfurum og starfsfólki íþróttafélaga. Aðgangur er ókeypis. Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmir á Möltu - 14.10.2008

Jóhannes Valgeirsson dæmir leik Möltu og Ungverjalands í undankeppni HM en leikið verður á Möltu.  Honum til aðstoðar verða þeir Ólafur Ingvar Guðfinnsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson.  Fjórði dómari verður Magnús Þórisson. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Síðasti dagur forsölu á Ísland - Makedóníu - 14.10.2008

Í dag er síðasti dagur forsölu á leik Íslands og Makedóníu sem fram fer á morgun, miðvikudaginn 15. október.  Leikið er á Laugardalsvelli kl. 18:00 en leikurinn er liður í undankeppni HM 2010.  Miðasala fer fram á netinu en miðaverð hækkar um 500 krónur á leikdag. Lesa meira
 
HK

HK auglýsir eftir aðstoðarþjálfara fyrir 4. flokk karla - 14.10.2008

Knattspyrnudeild HK auglýsir eftir aðstoðarþjálfara fyrir 4. flokk karla.  HK leitar að einstaklingi með reynslu af þjálfun sem er tilbúinn að leggja sitt af mörkum við að efla starf knattspyrnu­deildarinnar. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Tap gegn Austurríki hjá U19 karla - 13.10.2008

Strákarnir í U19 karla lágu fyrir Austurríkismönnum í öðrum leik liðsins í undankeppni EM en leikið er í Makedóníu.  Austurríkismenn sigruðu með þremur mörkum gegn engu eftir að hafa haft tveggja marka forystu í hálfleik. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla leikur gegn Austurríki í dag - 13.10.2008

Strákarnir í U19 leika sinn annan leik í undankeppni EM í dag þegar þeir mæta Austurríkismönnum kl. 12:00.  Riðillinn er leikinn í Makedóníu. Kristinn R. Jónsson hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Jafntefli gegn Aserum hjá U17 kvenna - 12.10.2008

Stelpurnar í U17 kvenna léku lokaleik sinn í dag í undankeppni EM hjá U17 kvenna en leikið var á Ítalíu.  Mótherjarnir voru frá Aserbaídsjan og urðu úrslitin markalaust jafntefli.  Frakkar urðu efstir í riðlinum. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Tveggja marka tap í Rotterdam - 11.10.2008

Hollendingar sigruðu Íslendinga með tveimur mörkum gegn engu í undankeppni HM 2010 í kvöld en leikið var í Rotterdam.  Heimamenn skoruðu mark í hvorum hálfleik og fóru með sanngjarnan sigur af hólmi. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Jafntefli í hörkuleik gegn Svíum hjá U19 karla - 11.10.2008

Strákarnir í U19 hófu leik í dag í undankeppni EM en leikið er í Makedóníu.  Fyrsti leikurinn var við Svía og lauk honum með jafntefli, 3-3, eftir mikinn hörkuleik.  Svíar leiddu í hálfleik, 2-1. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valur tapaði gegn Bardolino - 11.10.2008

Valur tapaði í dag fyrir ítalska liðinu Bardolino í milliriðlum Evrópukeppni kvenna er leikið er í Svíþjóð.  Lokatölur urðu 2-3 ítalska liðinu í vil eftir að staðan hafði verið 1-2 í hálfleik. Lesa meira
 
Merki írska knattspyrnusambandsins

Írar tilkynna hópinn fyrir leikina gegn Íslendingum - 11.10.2008

Noel King, landsliðsþjálfari írska kvennalandsliðsins, hefur valið 21 leikmann í hóp sinn er mætir Íslendingum í tveimur umspilsleikjum, 26. október og 30. október.  Fyrri leikurinn verður í Dublin en sá síðari á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Byrjunarlið Íslands tilbúið - 11.10.2008

Í dag kl. 18:45 hefst leikur Hollands og Íslands í undankeppni HM 2010 og er leikið á De Kuip vellinum í Rotterdam.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl. 18:15. Ólafur Jóhannesson hefur tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valur - Bardolino í dag - 11.10.2008

Valur mætir ítalska liðinu Bardolino í dag í öðrum leik liðsins í milliriðli Evrópukeppni kvenna.  Riðillinn er leikinn í Svíþjóð en Valur tapaði fyrir heimastúlkum í fyrsta leik.  Leikurinn hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Strákarnir í U19 hefja leik í dag - 11.10.2008

Undankeppni EM U19 karla hefst í dag hjá Íslendingum og er leikið í Makedóníu.  Mótherjar dagsins eru Svíar og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Á mánudaginn verður leikið gegn Austurríki. Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Miðaverð lækkað á Ísland - Makedónía - 10.10.2008

Knattspyrnusamband Íslands ákvað í dag að lækka umtalsvert miðaverð á landsleik Íslands og Makedóníu sem fram fer á Laugardalsvelli næstkomandi miðvikudag kl. 18:00.  Leikurinn er síðasti leikur Íslands á þessu ári í undankeppni HM. Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Miðar á Ísland - Makedónía fyrir handhafa A-passa - 10.10.2008

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Makedónía afhenta þriðjudaginn 14. október frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Þátttökutilkynningar í Íslandsmótin innanhúss 2009 - Futsal - 10.10.2008

Aðildarfélög KSÍ hafa fengið sendar þátttökutilkynningar í Íslandsmótin innanhúss - 2009 en skilafrestur rennur út 14. október næstkomandi.  Eins og áður er keppt eftir reglum FIFA í innanhússknattspyrnu - Futsal. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Landsliðið æfir á keppnisvellinum í kvöld - 10.10.2008

Karlalandsliðið undirbýr sig nú af kappi undir landsleikinn gegn Hollandi sem fer fram á morgun, laugardag.  Aðstæður eru allar hinar bestu, æfingar hafa gengið vel og hópurinn í góðu standi.  Í kvöld verður svo æft á keppnisvellinum, De Kuip, heimavelli Feyenoord. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Tap gegn Umeå í fyrsta leik hjá Val - 10.10.2008

Valsstúlkur hófu leik í milliriðlum Evrópukeppni kvenna í gær þegar þær mættu sænsku meisturunum í Umeå.  Leikið var á heimavelli Svíanna og reyndust þær of sterkar í þettta skiptið og lögðu Val með fimm mörkum gegn einu. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Eins marks tap á Ítalíu - 9.10.2008

Íslenska U17 kvennalandsliðið tapaði í dag gegn Ítölum í undankeppni EM en riðill Íslands er leikinn á Ítalíu.  Lokatölur urðu 1-0 fyrir heimastúlkur eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Stelpurnar í U17 mæta Ítölum í dag - 9.10.2008

Stelpurnar í U17 kvenna leika sinn annan leik sinn í dag í undankeppni EM en riðillinn er leikinn á Ítalíu.  Mótherjar Íslendinga í dag eru einmitt Ítalir og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valur mætir Umeå í dag í Evrópukeppni kvenna - 9.10.2008

Valsstúlkur hefja í dag leik í Evrópukeppni kvenna þegar þær mæta sænska liðinu Umeå kl. 17:00.  Riðillinn er leikinn í Umeå í Svíþjóð en hin félög riðilsins eru Alma frá Kazakhstan og Bardolino frá Ítalíu. Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Upphitun hjá Áfram Ísland klúbbnum í Rotterdam - 8.10.2008

Áfram Ísland, stuðningsmannaklúbbur íslenska landsliðsins í knattspyrnu, í samstarfi við Icelandair verða með upphitun laugardaginn 11.október næstkomandi fyrir leik Hollendinga og Íslendinga sem hefst kl, 20:45. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið upp um fjögur sæti - 8.10.2008

Nýr styrkleikalisti FIFA karla var birtur í dag og fór Ísland upp um fjögur sæti frá því að síðasti listi var birtur.  Ísland er í 103. sæti á listanum en Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Knattspyrnumótum sumarsins 2008 lokið - 8.10.2008

Knattspyrnumótum sumarsins 2008 er nú lokið og sigurvegarar hafa verið krýndir. Þúsundir leikja fóru fram með þátttöku iðkenda um land allt. Með sönnu má segja að knattspyrnan hafi mikil áhrif á mannlíf á Íslandi yfir sumarið og hefur svo verið áratugum saman. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Formannafundur í höfuðstöðvum KSÍ 1. nóvember - 8.10.2008

KSÍ boðar til formannafundar laugardaginn 1. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli kl. 14.00-17.00.  Dregið verður í töfluröð í Landsbankadeild, 1. og 2. deild karla og Landsbankadeild kvenna á sama stað. Lesa meira
 
Holland_logo

Hollenski hópurinn er mætir Íslendingum - 8.10.2008

Hollenski hópurinn er mætir Íslendingum í Rotterdam á laugardaginn og Norðmönnum á miðvikudag, er stjörnum prýddur og valinn maður í hverju rúmi.  Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Lesa meira
 
UEFA

10 þjálfarar fara til Sviss - 7.10.2008

KSÍ samþykkti fyrr á þessu ári að taka þátt í risastóru fræðsluverkefni á vegum UEFA sem verður í gangi næstu 4 árin. Verkefnið kallast "UEFA study scheme".  Að þessu sinni sendir KSÍ 10 þjálfara frá félögum af landsbyggðinni til Sviss. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Frakklandi í október 2008

Sárt tap gegn Frökkum hjá U17 kvenna - 7.10.2008

Stelpurnar í U17 kvenna hófu leik í morgun í undankeppni EM en riðill þeirra er leikinn á Ítalíu.  Frakkar voru mótherjar í fyrsta leiknum og sigruðu með einu marki gegn engu.  Sigurmark Frakka kom í uppbótartíma og vonbrigði íslenska liðsins því mikil. Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Landsleikjahrina í september og október - 7.10.2008

Þó svo að deildarkeppnin hér á landi hafi runnið sitt skeið á enda eru íslenskir knattspyrnumenn engu að síður önnum kafnir.  Íslensk knattspyrnulandslið leika 23 landsleiki í september og október en flestir þessara leikja eru leiknir af yngri landsliðum okkar. Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 5. júlí 2008.  Myndina tók Þorsteinn Jónsson

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Frakklandi - 7.10.2008

Í dag leikur Ísland sinn fyrsta leik í undankeppni EM kvenna en leikið er á Ítalíu.  Fyrstu mótherjar íslenska liðsins eru Frakkar og hefst leikurinn í dag kl. 09:00 að íslenskum tíma.  Kristrún Lilja Daðadóttir hefur tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Yfirlýsing frá KSÍ - 6.10.2008

Tveimur dögum fyrir leik HK og Grindavíkur í Landsbankadeild karla sem fram fór á Kópavogsvelli 18. september sl. barst KSÍ ábending um að leikmaður HK í Landsbankadeild karla hafi leitað til leikmanns Grindavíkur með það í huga að hagræða úrslitum leiksins. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

26 þjálfarar fara til Hollands - 6.10.2008

KÞÍ stendur fyrir þjálfaraferð í tengslum við karlalandsleik Hollendinga gegn okkur Íslendingum í Rotterdam næstkomandi laugardag, 11 október.  Munu 26 þjálfarar fara á vegum KÞÍ og KSÍ í þessa ferð. Lesa meira
 
merki_isi

Umsóknir úr Ferðasjóði íþróttafélaga - 6.10.2008

Búið er að opna umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga þar sem hægt er að sækja um styrk vegna ferða á fyrirfram skilgreind mót sem haldin voru hérlendis á árinu 2008.Lesa meira
 
Luka Kostic

Samningar við Luka ekki endurnýjaðir - 6.10.2008

KSÍ og Luka Kostic hafa komist að samkomulagi um að endurnýja ekki ráðningarsamninga við Luka.  Luka hefur þjálfað U21 árs lið karla og U17 ára lið karla undanfarin ár og náði m.a. þeim einstaka árangri að koma liðinu í 8 liða úrslitakeppni EM árið 2007. Lesa meira
 
UEFA

Víðtækt og árlegt gæðamat á leyfiskerfi KSÍ - 6.10.2008

Dagana 16. og 17. október  mun fara fram víðtækt gæðamat á skipulagi leyfiskerfis KSÍ og því starfi sem unnið er við rekstur þess.  Matið er framkvæmt árlega af alþjóðlegu vottunarfyrirtæki. 

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Hópurinn hjá U19 karla sem fer til Makedóníu - 6.10.2008

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hópinn er fer til Makedóníu til þess að leika í undankeppni EM U19 karla.  Fyrsti leikur Íslands í riðlinum verður laugardaginn 11. október við Svía Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Ísland mætir Írlandi - 6.10.2008

Í dag var dregið í umspilsleiki fyrir EM kvenna í Finnlandi 2009.  Ísland dróst gegn Írlandi og verður fyrri leikurinn á útivelli. Ísland og Írland hafa mæst tvisvar sinnum.  Árið 2007 gerðu þjóðirnar 1-1 jafntefli en fyrr á þessu ári lögðu Íslendingar Íra með fjórum mörkum gegn einu Lesa meira
 
KR-ingar fagna sigrinum í VISA bikarnum 2008

KR-sigur í VISA bikar karla - 4.10.2008

KR tryggði sér sigur í VISA bikar karla í dag þegar þeir lögðu Fjölni í úrslitaleik með einu marki gegn engu.  Markið kom á 89. mínútu en þá voru flestir farnir að undirbúa sig undir framlengingu.  Þetta er í 11. skiptið sem KR sigrar í bikarkeppninni. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Menntamálaráðherra heiðursgestur leiksins - 3.10.2008

Heiðursgestur úrslitaleiks VISA bikars karla verður menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.  Mun hún því í leikslok afhenda sigurvegurum leiksins farandbikar er VISA gefur og keppt er um í sjötta skiptið. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Æfing hjá U19 karla færist á Framvöll - 3.10.2008

Athygli er vakin á því að fyrirhuguð æfing hjá U19 karla sem átti að vera á Tungubökkum í dag, færist yfir á gervigrasvöll Fram.  Hlutaðeigendur eru beðnir um að hafa þetta í huga.  Æfingin hefst sem áður kl. 16:30. Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Dregið í umspili í EM kvenna kl. 10:00 á mánudaginn - 3.10.2008

Á mánudaginn verður dregið í umspili fyrir EM kvenna 2009.  Ísland er í pottinum og er í A flokki og mun dragast gegn gegn þjóð úr B flokki.  Þjóðirnar þar eru Tékkland, Írland, Slóvenía og Skotland. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Stuðningsmenn taka daginn snemma - 3.10.2008

Stuðningsmenn Fjölnis og KR taka daginn snemma á laugardaginn fyrir úrslitaleikinn í VISA bikar karla.  Hjá báðum félögum verður blásið til fjölskylduhátíðar og hefjast herlegheitin kl. 10:00.  Leikurinn sjálfur hefst svo kl. 14:00 á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Heima er best! - 2.10.2008

Það er athyglivert að sjá að hvorki Fjölnir né KR hafa enn leikið á útivelli í keppninni.  Bæði félögin léku á heimavelli í þremur fyrstu umferðunum áður en þau léku á hlutlaustum velli, Laugardalsvelli, í undanúrslitunum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Hvar á ég að sitja? - 2.10.2008

Eins og venja er á úrslitaleik í VISA bikarnum þá er ákveðið fyrirfram hvar stuðningsmenn félaganna sitja.  Í þetta skiptið verða stuðningsmenn Fjölnis í suðurendanum en stuðningsmenn KR í norðurendanum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Viðtöl við þjálfara KR og Fjölnis - 2.10.2008

Í gær var haldinn kynningarfundur fyrir úrslitaleik VISA bikars karla en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli kl. 14:00.  Á þessum fundi heyrði Dagur Sveinn Dagbjartsson í þjálfurum liðanna en þeir eru fullir tilhlökkunar fyrir leikinn. Lesa meira
 
visaBikarinn_logo

Viðtal við Loga Ólafsson - 2.10.2008

Viðtal við Loga Ólafsson, þjálfara KR, fyrir úrslitaleik VISA bikars karla gegn Fjölni

Lesa meira

 
visaBikarinn_logo

Viðtal við Ásmund Arnarson - 2.10.2008

Viðtal við Ásmund Arnarson, þjálfara Fjölnis, fyrir úrslitaleik VISA bikars karla gegn KR Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Hópurinn valinn fyrir leikina gegn Hollandi og Makedóníu - 2.10.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hóp sinn fyrir landsleikina gegn Hollandi og Makedóníu.  Leikið verður við Holland í Rotterdam 11. október en við Makedóníu hér á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 15. október Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ I þjálfaranámskeið haldin í október - 2.10.2008

Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu vikum halda tvö 1. stigs þjálfaranámskeið. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 10.-12. október og hins vegar námskeið sem haldið verður helgina 17.-19. október. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Fyrsti bikarúrslitaleikur Magnúsar Þórissonar dómara - 1.10.2008

Magnús Þórisson verður dómari í úrslitaleik KR og Fjölnis í VISA-bikar karla, sem fram fer á Laugardalsvelli á laugardag kl. 14:00.  Aðstoðardómarar verða þeir Gunnar Gylfason og Jóhann Gunnarsson.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lokahóf knattspyrnumanna laugardaginn 18. október - Lækkað miðaverð - 1.10.2008

Lokahóf knattspyrnumanna fer fram á Broadway laugardaginn 18. október næstkomandi.  Að loknu borðhaldi verða veittar viðurkenningar og Sálin hans Jóns míns leikur síðan fyrir dansi.  Miðaverð hefur verið lækkað í 4.000 krónur Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Netsalan á bikarúrslitaleikinn hafin á midi.is - 1.10.2008

Opnað hefur verið fyrir netsölu á úrslitaleik VISA-bikars karla, sem fram fer laugardaginn 4. október kl. 14:00 á Laugardalsvelli.  KR og Fjölnir leika til úrslita og eru allar líkur á spennandi leik og mikilli stemmningu í stúkunni. 

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög