Fréttir

Kvennalandslidid_2008

Æfingahópur tilkynntur hjá A landsliði kvenna - 30.9.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag 16 manna landsliðshóp fyrir umspilsleik Íslands er fara fram í október.  Í hópnum eru ekki að þessu sinni leikmenn úr Val og þeir leikmenn er leika erlendis. Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

1000 dagar í HM kvenna í Þýskalandi - 30.9.2008

Í dag eru 1000 dagar þangað til flautað verður til leiks á HM kvenna sem fram fer í Þýskalandi 2010.  Af því tilefni voru þær níu borgir tilnefndar þar sem leikir munu fara fram en opnunarleikurinn fer fram á Olympíuleikvangnum í Berlín, 26. júní 2011. Lesa meira
 
bolti_i_marki

Mörkunum fjölgar í Landsbankadeild karla - 30.9.2008

Á nýafstaðinni keppni í Landsbankadeild karla voru skoruð 3,12 mörk að meðaltali í leik.  Ekki hafa verið skoruðu fleiri mörk að meðaltali í efstu deild karla síðan 1995.  Á síðasta tímabili voru skoruð 269 mörk í 90 leikjum eða að meðaltali 2,99 mörk í leik. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Davíð Þór bestur í umferðum 15 - 22 - 30.9.2008

Umferðir 15 – 22 í Landsbankadeild karla voru gerðar upp í dag. Davíð Þór Viðarsson var valinn besti leikmaðurinn og Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn.  Dómari umferðanna var valinn Jóhannes Valgeirsson og stuðningsmenn Keflavíkur fengu verðlaun.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Frakklandi - 30.9.2008

Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari, verður í eldlínunni á fimmtudaginn þegar hann dæmir leik St Etienne frá Frakklandi og Hapoel Tel Aviv í UEFA bikarnum.  Leikurinn er seinni leikur liðanna og fer fram á heimavelli franska félagsins. Lesa meira
 
Frá leik Fjölnis og KR í 2. umferð Landsbankadeildar karla 2008. Leikurinn var fyrsti heimaleikur Fjölnis í efst deild. Myndina tók Vilbogi Einarsson

Góð aðsókn á Landsbankadeild karla í sumar - 30.9.2008

Góð aðsókn var á leiki í Landsbankadeild karla í sumar og mættu að meðaltali 1.106 áhorfendur á hvern leik í Landsbankadeildinni.  Þetta er næstbesta aðsókn frá upphafi en 1.329 áhorfendur mættu á leikina árið 2007. Lesa meira
 
Úr leik Fjölnis og KR í Landsbankadeild karla 2008. Myndina tók Vilbogi Einarsson

Bikarráðstefna KSÍ og KÞÍ - 30.9.2008

Knattspyrnusamband Íslands og Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands standa fyrir sameiginlegri ráðstefnu í tengslum við bikarúrslitaleik KR og Fjölnis í VISA-bikar karla, sem fram fer á laugardaginn. Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér að neðan. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Markalaust jafntefli gegn Norðmönnum - 29.9.2008

Strákarnir í U17 léku lokaleik sinn í undankeppni EM í dag þegar þeir gerðu markalaust jafntefli við Norðmenn á Vodafonevellinum.  Noregur og Sviss komast áfram í milliriðla en Íslendingar sitja eftir. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ IV þjálfaranámskeið 3.-5. október - 29.9.2008

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið um næstu helgi, 3.-5. október. Drög að dagskrá námskeiðsins má sjá hér að neðan en bikarúrslitaleikur KR og Fjölnis fléttast inn í námskeiðið. Dagskrá bikarúrslitaráðstefnunnar verður birt síðar. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Hópur valinn til æfinga hjá U19 karla - 29.9.2008

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla hefur valið æfingahóp sem mun æfa um helgina.  Framundan er keppni í undankeppni EM og fer riðill Íslands fram í Makedóníu. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

EM hópur hjá U17 kvenna valinn - 29.9.2008

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt hópinn er leikur í riðlakeppni EM á Ítalíu dagana 7. - 12. október.  Andstæðingar Íslands verða, auk heimamanna, Frakkland og Aserbaídsjan. Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

UEFA bikarinn heitir eftirleiðis Evrópudeild UEFA - 29.9.2008

Framkvæmdastjórn UEFA ákvað á fundi sínum að frá og með keppnistímabilinu 2009/2010 muni UEFA bikarinn eftirleiðis heita Evrópudeild UEFA.  Á sama tíma var nýtt merki keppninnar kynnt. Lesa meira
 
UEFA

24 þjóðir í úrslitakeppni EM frá 2016 - 29.9.2008

Á fundi sínum fyrir helgi samþykkti Framkvæmdastjórn UEFA að fjölga þjóðum í úrslitakeppni EM frá 2016.  Þetta þýðir að 24 þjóðir fara í úrslitakeppnina í stað 16 þjóða áður. Lesa meira
 
Fanndís Friðriksdóttir og Ásta Einarsdóttir skoruðu mörk Íslands gegn Ísrael

Tap hjá U19 kvenna í síðasta leiknum - 29.9.2008

Stelpurnar í U19 kvenna léku síðasta leik sinn í undankeppni EM í dag þegar þær mættu Írum en riðillinn var leikinn í Ísrael.  Írar reyndust sterkari í dag og sigruðu með fimm mörkum gegn einu. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla leika gegn Norðmönnum í dag - 29.9.2008

Strákarnir í U17 karla leika lokaleik sinn í undankeppni EM í dag þegar þeir mæta Norðmönnum.  Leikurinn hefst kl. 16:00 á Vodafonevellinum og hefur Lúka Kostic tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM U19 kvenna í september 2008. Ísland vann leikinn 2-1

Síðasti leikur U19 kvenna í dag - 29.9.2008

Stelpurnar í U19 kvenna leika lokaleik sinn í undankeppni EM í dag þegar þær mæta Írum í Ísrael.  Stelpurnar eru snemma á ferðinni því leikurinn hefst kl. 08:00 að íslenskum tíma.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Umspil framundan hjá Íslandi - 27.9.2008

Íslenska kvennalandsliðinu tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM í dag en litlu munaði það.  Frakkar höfðu betur með tveimur mörkum gegn einu.  Íslenska liðsins bíða umspilsleikir og verður ljóst 6. október hvaða þjóð það verður er Íslendingar mæta. Lesa meira
 
FH

Titillinn í Hafnarfjörðinn - 27.9.2008

Það voru FH sem tryggðu sér sigur í Landsbankadeild karla í dag eftir æsispennandi lokaumferð.  FH sigraði Fylki í Árbænum með tveimur mörkum gegn engu en á sama tíma töpuðu Keflvíkingar á heimavelli gegn Fram með einu marki gegn tveimur.  Þetta er í fjórða skiptið á fimm árum sem FH verða Íslandsmeistarar. Lesa meira
 
Stelpurnar fagna marki

Skilaboð til stelpnanna - 27.9.2008

Myndband sýnt fyrir Frakkaleikinn ytra, 27. september 2008.  Á myndbandinu eru persónulegar kveðjur til leikmanna fyrir leikinn frá ýmsum þekktum einstaklingum Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Frakkland - Ísland í dag kl. 14:00 - 27.9.2008

Loksins er dagurinn runninn upp, íslensku stelpurnar munu mæta Frökkum í dag kl. 14:00 í La Roche-Sur-Yon.  Með jafntefli tryggir liðið sig í úrslitakeppni EM 2009 í Finnlandi.  Hér að neðan má sjá myndband sem að Sigurður Ragnar sýndi stelpunum á fundi í gærkvöldi. Sjón er sögu ríkari! Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Englandi

Tap hjá U17 karla gegn Úkraínu - 26.9.2008

Strákarnir í U17 karla báru lægri hlut gegn Úkraínumönnum í dag með einu marki gegn tveimur á KR vellinum í dag.  Staðan í hálfleik var jöfn 1-1.  Síðasti leikur liðsins verður gegn Norðmönnum á Vodafonevellinum á mánudaginn kl. 16:00. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Byrjunarliðið klárt gegn Frökkum - 26.9.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Frökkum á morgun í undankeppni fyrir EM 2009.  Íslenska liðinu dugir jafntefli til þess að tryggja sig í úrslitakeppni EM í Finnlandi 2009. Lesa meira
 
Frá landsleik Íslands og Serbíu, 21. júní 2007 og endaði 5-0 fyrir Ísland

Kvennalandsliðið æfði á keppnisvellinum í dag - 26.9.2008

Kvennalandsliðið tók sína síðustu æfingu fyrir leikinn gegn Frökkum síðdegis í dag og fór æfingin fram á keppnisvellinum, Henri Desgrange.  Aðstæður eru allar hinar bestu og allir leikmenn hópsins voru með á æfingunni. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM U19 kvenna í september 2008. Ísland vann leikinn 2-1

U19 kvenna komnar í milliriðil - 26.9.2008

Stelpurnar í U19 kvenna tryggðu sér í dag sæti í milliriðlum U19 kvenna þegar þær lögðu stöllur sínar frá Grikklandi með tveimur mörkum gegn einu.  Grikkir leiddu í hálfleik 1-0. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Lokaumferð Landsbankadeildar karla - 26.9.2008

Laugardaginn 27. september fer fram lokaumferðin í Landsbankadeild karla og hefjast allir leikirnir kl. 16:00.  Mikil spenna er fyrir þessa síðustu leiki og ræðst ekki fyrr en eftir þá hverjir það verða er hampa titlinum. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Viðurkenningar fyrir umferðir 15-22 afhentar á þriðjudag - 26.9.2008

Þriðjudaginn 30. september kemur í ljós hverjir hafa skarað fram úr í umferðum 15-22 í Landsbankadeild karla.  Viðurkenningar verða afhentar í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu þann dag.

Lesa meira
 
Merki EM U17 karla

Ísland - Úkraína í dag hjá U17 karla - 26.9.2008

Í dag kl. 16:00 hefst á KR vellinum leikur Íslands og Úkraínu í undankeppni U17 karla en þetta er annar leikur liðsins í riðlinum.  Kl. 14:00 í dag leika svo á Fjölnisvelli lið Sviss og Noregs í sömu keppni. Lesa meira
 
ksi-Akvenna

Bloopersyrpa - 26.9.2008

Ýmis mistök og skemmtileg atvik úr leikjum og æfingum hjá kvennalandsliðinu Lesa meira
 
ahorfendur-10

Fyrir Ísland - 26.9.2008

Sýnd fyrir vináttulandsleikina gegn Finnlandi í byrjun maí 2008 Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM U19 kvenna í september 2008. Ísland vann leikinn 2-1

Leikið gegn Grikkjum í Nazareth - 26.9.2008

Íslenska landsliðið skipað stúlkum undir 19 ára leikur í dag annan leik sinn í undankeppni Evrópumótsins en leikið er í Ísrael.   Ólafur Þór Guðbjörnsson gert þrjár breytingar á liðinu frá því í leiknum gegn Ísrael.  Lesa meira
 

Lokahóf KSÍ laugardaginn 18. október - 25.9.2008

Lokahóf KSÍ verður haldið laugardaginn 18. október næstkomandi á veitingastaðnum Broadway.  Dagskrá kvöldsins og miðapantanir verða tilkynntar hér á síðunni þegar nær dregur.

Lesa meira
 
Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Opið hús í Smáralindinni á laugardaginn - 25.9.2008

Eins og kunnugt er verður landsleikur Frakklands og Íslands sýndur í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu.  Upphitun verður hjá þeim í Smáralindinni sem hefst kl. 13:30 og eru allir velkomnir til þess að mæta og sjá leikinn á risatjaldi í góðri stemningu. Lesa meira
 
Alidkvenna2006-0393

Draumur rætist - 25.9.2008

Myndband gert fyrir leikinn gegn Serbum hér heima, 21. júní  2007.  Rétt tæplega 6.000 áhorfendur mættu á þennan leik Lesa meira
 
Erla Steina Arnardóttir

Draumur - 25.9.2008

Myndband sem gert var fyrir leikinn gegn Frakklandi hér heima á Laugardalsvelli, 16. júní 2007 Lesa meira
 
Ásta Árnadóttir

Ísland um Ísland - 24.9.2008

Myndband sýnt fyrir leikinn gegn Slóveníu ytra á síðasta ári.  Brot tekin af bloggfærslum Íslendinga eftir leikina gegn Frakklandi og Serbíu á síðasta ári. Lesa meira
 
Merki EM U17 karla

Naumt tap gegn Sviss í fyrsta leik - 24.9.2008

Strákarnir í U17 karla biðu lægri hlut gegn Sviss í fyrsta leik sínum í undankeppni EM í dag en leikið var á Akranesi.  Lokatölur urðu 2-1 fyrir Sviss eftir að þeir höfðu leitt með tveimur mörkum í hálfleik. Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Stelpurnar okkar - Myndbönd af kvennalandsliðinu - 24.9.2008

Hægt er að sjá hér að neðan myndbönd sem landsliðsþjálfarinn notar til að koma stelpunum í þennan eina sanna rétta gír. Við munum svo bæta við myndböndum hér að neðan fram að leik. Lesa meira
 
Fanndís Friðriksdóttir

Sigur í fyrsta leiknum hjá U19 kvenna - 24.9.2008

Stelpurnar í U19 kvenna lögðu stöllur sínar frá Ísrael í fyrsta leiknum í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Ísrael.  Lokatölur urðu 2-1 Íslandi í vil eftir að þær höfðu leitt, 1-0 í hálfleik. Lesa meira
 
Dóra María Lárusdóttir

Syrpa fyrir útileikinn gegn Serbum - 24.9.2008

Syrpa sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, setti saman fyrir leikinn gegn Serbíu ytra Lesa meira
 
Merki EM U17 karla

Strákarnir í U17 karla leika gegn Sviss í dag - 24.9.2008

Strákarnir í U17 karla hefja leik í dag í undankeppni EM 2009 og er riðillinn leikinn hér á landi.  Fyrstu mótherjar íslensku strákana er gegn Sviss og hefst leikurinn kl. 16:00 á Akranesvelli. Luka Kostic hefur tilkynnt byrjunarliðip í þessum leik. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Byrjunarliðið hjá U19 kvenna gegn Ísrael - 23.9.2008

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn ísrael á morgun, miðvikudag.  Þetta er fyrsti leikur liðsins í undankeppni fyrir EM 2009 og er riðillinn leikinn í Ísrael. Lesa meira
 
FIFA - My game is fair play

Háttvísidagar FIFA 2008 - 23.9.2008

Dagana 20. til 28. september eru Háttvísidagar FIFA haldnir hátíðlegir á knattspyrnuleikjum víðs vegar um heiminn.  Á háttvísidögum er minnt á að besta leiðin til að leika knattspyrnu er að leika af háttvísi. 

Lesa meira
 
Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Stelpurnar halda utan á morgun - 23.9.2008

Undirbúningur íslenska liðsins fyrir leikinn gegn Frökkum hófst formlega í gær þegar liðið kom saman til æfinga.  Æft er aftur í dag en snemma í fyrramálið heldur liðið til Frakklands. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Æfingar framundan hjá U17 kvenna - 22.9.2008

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt æfingahóp sem æfa mun í þessari viku.  Á mánudag verður svo tilkynnt um þá 18 leikmenn er leika á Ítalíu í undankeppni fyrir EM. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Norðmönnum

Hópurinn hjá U17 karla tilkynntur fyrir undankeppni EM - 22.9.2008

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið landslið Íslands sem keppir á undankeppni EM hér á landi 24. – 29. september.  Fyrsti leikur Íslands verður á miðvikudaginn gegn Sviss og fer sá leikur fram á Akranesvelli.

Lesa meira
 
Hamrarnir/Vinir sigruðu í 3. deild karla 2008

Hamrarnir/Vinir sigruðu í 3. deild karla - 22.9.2008

Hamrarnir/Vinir sigruðu í 3. deild karla þegar þeir sigruðu BÍ/Bolungarvík í úrslitaleik sem fram fór á Ísafirði á dögunum.  Lokatölur urðu 3-1 fyrir Hamrana/Vini en bæði liðin höfðu fyrir leikinn tryggt sér sæti í 2. deild. Lesa meira
 
UEFA

Fyrirkomulagi Evrópukeppnanna breytt - 22.9.2008

Baráttan um Evrópusæti er æsispennandi fyrir lokaumferðina í Landsbankadeild karla.  Á næsta ári verður fyrirkomulagi Evrópukeppnanna breytt og íslensk lið vinna sér inn þátttökurétt á keppnistímabilinu 2008 sem hér segir: Lesa meira
 
U17 landslið karla

Riðill U17 karla hefst á miðvikudaginn - 22.9.2008

Næstkomandi miðvikudag hefst keppni í undankeppni EM hjá U17 karla og verður riðill Íslands leikinn hér á landi.  Fyrsti leikur Íslands verður gegn Sviss og fer sá leikur fram á Akranesvelli kl. 16:00 á miðvikudaginn. Lesa meira
 
Frá landsleik Íslands og Serbíu, 21. júní 2007 og endaði 5-0 fyrir Ísland

Hópurinn valinn fyrir Frakkaleikinn - 22.9.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn er heldur til Frakklands og leikur þar lokaleik sinn í undankeppni fyrir EM 2009.  Íslenska liðinu nægir jafntefli gegn Frökkum til þessa að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM 2009 sem fer fram í Finnlandi. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Berglind inn í U19 hópinn - 22.9.2008

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur gert eina breytingu á hóp sínum fyrir undankeppni EM.  Berglind Bjarnadóttir úr Víkingi kemur inn í hópinn í stað Þórhildar Ólafsdóttur úr ÍBV sem er meidd. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Stjarnan upp í Landsbankadeild karla - 20.9.2008

Lokaumferðir í 1. og 2. deild karla fóru fram í dag og var mikil spenna á báðum vígstöðvum.  Í 1. deild karla voru það Stjörnumenn er tryggðu sér sæti í Landsbankadeild karla að ári eftir mikla baráttu við Selfyssinga. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

KR VISA bikarmeistari kvenna - 20.9.2008

KR varð í dag VISA bikarmeistari kvenna þegar þær unnu Val í úrslitaleik á Laugardalsvelli.  Lokatölur urðu 4-0 KR í vil og skoraði Hólmfríður Magnúsdóttir þrennu fyrir KR í leiknum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lokaumferðirnar í 1. og 2. deild karla á laugardag - 19.9.2008

Nú á laugardag fara fram lokaumferðirnar í 1. og 2. deild karla og er spenna þar á báðum vígstöðvum.  Leikirnir hefjast allir kl. 14:00 nema leikirnir Haukar-Stjarnan og Selfoss-ÍBV sem hefjast kl. 16:00. Lesa meira
 
Frá sparkvelli á Ísafirði

Fimm sparkvellir vígðir á Vestfjörðum - 19.9.2008

Um síðustu helgi voru fimm sparkvelli vígðir á Vestfjörðum og munu þeir án efa nýtast vel allt árið um kring.  Tveir vellir voru vígðir á Ísafirði og einn völlur í Hnífsdal, á Suðureyri og á Flateyri. Lesa meira
 
Fylkir

Knattspyrnudeild Fylkis auglýsir eftir þjálfurum - 18.9.2008

Knattspyrnudeild Fylkis auglýsir eftir þjálfurum fyrir 8. flokk og 3. flokk kvenna tímabilið 2008-2009.  Innan knattspyrnudeildar er unnið markvisst og gott starf og vinna þjálfarar eftir stefnu deildarinnar í barna- og unglingaþjálfun Lesa meira
 
visaBikarinn_logo

Viðtal við Helenu Ólafsdóttur þjálfara KR - 17.9.2008

Viðtal við Helenu Ólafsdóttur þjálfara KR fyrir úrslitaleik Vals og KR í VISA bikar kvenna árið 2008 Lesa meira
 
visaBikarinn_logo

Viðtal við Elísabetu Gunnarsdóttur þjálfara Vals - 17.9.2008

Viðtal við Elísabetu Gunnarsdóttur þjálfara Vals fyrir úrslitaleik Vals og KR í VISA bikar kvenna árið 2008 Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 5. júlí 2008. Myndina tók Þorsteinn Jónsson

Æfingahópur U17 kvenna tilkynntur - 17.9.2008

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, tilkynnti í dag æfingahóp sinn en þessi hópur mun verða við æfingar um helgina.  Framundan er undankeppni EM og verður riðill Íslands leikinn á Ítalíu Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Valur - KR í úrslitum VISA bikars kvenna - 17.9.2008

Valur og KR mætast í úrslitum VISA bikars kvenna, laugardaginn 20. september.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 16:00.  Miðaverð á leikinn er 1000 krónur fyrir 17 ára og eldri (800 krónur fyrir VISA korthafa) en frítt er á leikinn fyrir 16 ára og yngri í boði VISA. Hér að neðan má sjá viðtöl við þjálfara liðanna. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Úrslitaleikur VISA bikars kvenna á laugardaginn - 17.9.2008

Í hádeginu í dag verður haldinn blaðamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ en tilefni hans er úrslitaleikur VISA bikars kvenna sem fer fram næstkomandi laugardag kl. 16:00.  Þar mætast Valur og KR á Laugardalsvelli og má búast við hörkuleik eins og ætíð þegar að þessi félög mætast á knattspyrnuvellinum. Lesa meira
 
Merki knattspyrusambands Möltu

Vináttulandsleikur við Möltu 19. nóvember - 16.9.2008

Knattspyrnusamband Íslands og Knattspyrnusamband Möltu hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik miðvikudaginn 19. nóvember næstkomandi.  Leikið verður á Möltu en leikstaður verður tilkynntur síðar. Lesa meira
 
Frá sparkvallaæfingu fatlaðra á Akureyri

Fjör og flottir taktar á fótboltaæfingu fatlaðra - 16.9.2008

Síðastliðinn sunnudag var haldin sparkvallaæfing fyrir fatlaða á sparkvellinum við Brekkuskóla.  Góðir gestir mættu á æfinguna, miðluðu af reynslu sinni og urðu vitni af flottum fótboltatöktum. Lesa meira
 
Dóra María Lárusdóttir var valin best leikmanna í Landsbankadeild kvenna fyrir umferðir 13-18

Dóra María valin best í umferðum 13 - 18 - 16.9.2008

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 13 - 18 í Landsbankadeild kvenna.  Dóra María Lárusdóttir var valin besti leikmaðurinn og þjálfarar Vals, Elísabet Gunnarsdóttir og Freyr Alexandersson, voru valdir bestu þjálfararnir. 

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Skeiðklukkurnar tilbúnar til afhendingar á skrifstofu KSÍ - 16.9.2008

Þeir félagsmenn í Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands, er greitt hafa félagsgjaldið, geta nú sótt skeiðklukkur á skrifstofu KSÍ.  Lesa meira
 
U17 landslið karla

Æfingahópur valinn hjá U17 karla - 16.9.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið æfingahóp en framundan er undankeppni EM og verður riðill Íslands leikinn hér á landi.  Þessi 25 manna hópur mun æfa út vikuna og fara æfingarnar fram á Tungubökkum. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Hópurinn hjá U19 kvenna valinn fyrir Ísraelferð - 15.9.2008

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið landsliðshóp sinn er fer til Ísrael og leikur þar í riðlakeppni U19 kvenna.  Andstæðingar Íslands í riðlinum eru auk heimastúlkna, Írland og Grikkland. Lesa meira
 
Frá leik Fjölnis og KR í 2. umferð Landsbankadeildar karla 2008. Leikurinn var fyrsti heimaleikur Fjölnis í efst deild. Myndina tók Vilbogi Einarsson

127.388 áhorfendur hafa mætt á leiki Landsbankadeildar karla - 15.9.2008

Þegar 19 umferðum er lokið í Landsbankadeild karla hafa 127.388 áhorfendur mætt á leikina 113 til þessa en eftir á að leika leik FH og Breiðabliks úr 18. umferð.  Þetta gerir að meðaltali 1127 áhorfendur á leik sem er næstbesta aðsókn frá upphafi.  Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla leikur í undankeppni EM hér á landi - 15.9.2008

Strákarnir í U17 karla leika í riðlakeppni EM hér á landi dagana 24. - 29. september.  Andstæðingar Íslendinga í riðlinum verða Sviss, Úkraína og Noregur.  Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla mun tilkynna æfingahóp fyrir keppnina á morgun, þriðjudag. Lesa meira
 
Afturelding

Afturelding komið í 1. deildina - 15.9.2008

Afturelding tryggði sér í gær sæti í 1. deild karla á næsta tímabili.  Þetta varð ljóst eftir næstsíðustu umferðina í 2. deild karla.  Afturelding tapaði gegn Hamar á heimavelli en á sama tíma töpuðu Víðismenn á Sauðárkróki og sætið því Mosfellinga. Lesa meira
 
Afturelding

Afturelding leitar að þjálfurum - 15.9.2008

Knattspyrnudeild Aftureldingar leitar að þjálfurum fyrir 3. flokk karla og kvenna. Mikill metnaður er hjá iðkendum þessara flokka til að gera vel og þeir tilbúnir að leggja sitt af mörkum við æfingarnar. Þjálfarar verða að geta hafið störf sem fyrst. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Umferðir 13-18 í Landsbankadeild kvenna gerðar upp á þriðjudag - 15.9.2008

Umferðir 13-18 í Landsbankadeild kvenna verða gerðar upp í hádeginu á þriðjudag, þegar viðurkenningar fyrir umferðirnar verða afhentar í höfuðstöðvum KSÍ.  Úrvalslið umferðanna verður kynnt, besti leikmaðurinn og besti þjálfarinn.

Lesa meira
 
Magnús Þórisson

Magnús og Oddbergur dæma í Króatíu - 14.9.2008

Þeir Magnús Þórisson og Oddbergur Eiríksson munu síðar í þessum mánuði dæma í UEFA Regions Cup sem er keppni áhugamannaliða í Evrópu.  Riðillinn sem Magnús og Oddbergur dæma í fer fram í Króatíu. Lesa meira
 
Valur Íslandsmeistari kvenna 2008

Valsstúlkur Íslandsmeistarar - 13.9.2008

Lokaumferð Landsbankadeildar kvenna fór fram í dag og fengu Valsstúlkur Íslandsmeistaratitilinn í sínar hendur eftir öruggan sigur á Stjörnunni á heimavelli.  Það var Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er fékk Valsstúlkum sigurlaunin í hendur að leik loknum. Lesa meira
 
ÍBV

ÍBV komið upp - Njarðvík fallið í 2. deild - 12.9.2008

Heil umferð fór fram í 1. deild karla í gærkvöldi og var um 21. og næstsíðustu umferðina að ræða.  ÍBV tryggðu sér sæti í Landsbankadeild karla að ári en það varð einnig ljóst að það verða Njarðvíkingar er fylgja KS/Leiftur niður i 2. deild. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Spennuþrungin umferð í 1. deild karla í kvöld - 12.9.2008

Í kvöld kl. 18:00 fer fram 21. og næstsíðasta umferðin í 1. deild karla og er spenna bæði á toppi og botni.  Tveir sérstakir hátiðarleikir eru einnig á dagskránni, annar á Akureyri og hinn á Ólafsvík. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Lokaumferð Landsbankadeildar kvenna á laugardag - 12.9.2008

Laugardaginn 13. september fer fram lokaumferð Landsbankadeildar kvenna og hefjast allir leikirnir kl. 13:00 nema leikur Fjölnis og Breiðabliks er hefst kl. 12:00.  Valsstúlkur standa ákaflega vel að vígi á toppnum og geta gulltryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli gegn Stjörnunni.  Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið í Smáranum - 12.9.2008

Næstkomandi þriðjudag, 16. september, verður haldið unglingadómaranámskeið í Smáranum í Kópavogi og hefst námskeiðið kl. 20:00 og stendur í 2 tíma.  Námskeiðið er frítt en aldurstakmark á námskeiðið er 15 ár.

Lesa meira
 
Eyjólfur Magnús Kristinsson

Eyjólfur Magnús dæmir í Danmörku - 12.9.2008

Eyjólfur Magnús Kristinsson mun á sunnudaginn dæma leik dönsku liðanna Lyngby og Skive í 1. deild karla.  Verkefnið er hluti af norrænum dómaraskiptum knattspyrnusambanda á Norðurlöndum. Lesa meira
 
Frá æfingu fatlaðra með landsliðskonunum Katrínu Jónsdóttur og Gretu Mjöll Samúelsdóttur

Íslandsleikar Special Olympics í frjálsum íþróttum og knattspyrnu - 11.9.2008

Laugardaginn 13. september 2008 verða haldnir Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu og frjálsum íþróttum í Boganum á Akureyri.  Lesa meira
 
A landslið kvenna

Æfingahópur A landsliðs kvenna - 11.9.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið æfingahóp fyrir A landslið kvenna og mun þessi hópur verða við æfingar í næstu viku.  Þeir leikmenn sem leika erlendis eða koma úr Val eða KR eru ekki inn í þessum æfingahópi. Lesa meira
 
Frá æfingu fatlaðra í sparkvallaverkefni ÍF og KSÍ

Sparkvallaæfingar fyrir fatlaða á Akureyri - 11.9.2008

Sparkvallaverkefni ÍF og KSÍ hófst árið 2007 en tilgangur þessa verkefnis er að auka áhuga og þátttöku fatlaðra drengja og stúlkna í knattspyrnu. Allir aldurshópar velkomnir. Lesa meira
 
Merki Franska knattspyrnusambandsins

Franski hópurinn tilkynntur - 11.9.2008

Bruno Bini hefur tilkynnt 18 manna hóp sinn fyrir landsleikinn gegn Íslendingum sem fram fer í la-Roche-sur Yon þann 27. september næstkomandi.  Með stigi tryggir íslenska landsliðið sig áfram í úrslitakeppni EM 2009 í Finnlandi. Lesa meira
 
U17 landslið karla

31 leikmaður valinn til æfinga hjá U17 karla - 10.9.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið æfingahóp til æfinga um komandi helgi.  Æft verður tvisvar sinnum um helgina á Tungubökkum og hefur Luka valið 31 leikmann til þessara æfinga. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Þjálfaraferð til Hollands - 10.9.2008

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands og KSÍ stendur fyrir þjálfaraferð til Hollands 9. - 12. október næstkomandi í tengslum við landsleik Hollands og Íslands laugardaginn 11. okt. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008. Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Skotar höfðu betur í Laugardalnum - 10.9.2008

Skotar lögðu Íslendinga í fyrsta heimaleik Íslands í undankeppni fyrir HM 2010.  Lokatölur urðu 1-2 Skotum í vil eftir að þeir höfðu leitt í hálfleik, 0-1.  Það var Eiður Smári Guðjohnsen sem skoraði mark Íslands úr víti og minnkaði þá muninn í 1-2. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008. Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Byrjunarliðið gegn Skotum tilbúið - 10.9.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Skotum í dag í fyrsta heimaleik liðsins í undankeppni HM 2010.  Leikurinn hefst kl. 18:30 og verður í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hamrarnir/Vinir og BÍ/Bolungarvík í 2. deild - 10.9.2008

Það verða Hamrarnir/Vinir og BÍ/Bolungarvík sem munu leika í 2. deild karla að ári en þetta varð ljóst í gærkvöldi eftir seinni viðureignirnar í undanúrslitum 3. deildar karla.  Lesa meira
 
U19 landslið karla

Ísland mætir Norður Írum hjá U19 karla kl. 10:00 - 10.9.2008

Strákarnir í U19 karla mæta Norður Írum ytra í vináttulandsleik í dag og hefst leikurinn kl. 10:00 að íslenskum tíma.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir þennan leik. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Skotland í kvöld kl. 18:30 - 10.9.2008

Leikur Íslands og Skotlands í undankeppni HM 2010 fer fram í kvöld á Laugardalsvelli og hefst kl. 18:30.  Örfáir miðar eru eftir á leikinn en hægt er að kaupa miða á midi.is áfram í dag.  Ef einhverjir miðar verða eftir hefst miðasala á Laugardalsvelli kl. 14:00. Lesa meira
 
Fjalar Þorgeirsson

Fjalar inn í hópinn gegn Skotum - 10.9.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið markvörðinn Fjalar Þorgeirsson úr Fylki í landsliðshóp sinn gegn Skotum en leikurinn fer fram í dag kl. 18:30.  Fjalar kemur í stað Stefáns Loga Magnússonar sem er meiddur. Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna í sigurleik gegn Írum í vináttulandsleik í mars 2008

Æfingahópur hjá U19 kvenna valinn - 9.9.2008

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið eftirtalda leikmenn á landsliðsæfingar U19 kvenna sem fram fara 14. september næstkomandi.  Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Jafntefli við Slóvaka hjá U21 karla - 9.9.2008

Íslendingar léku við Slóvaka í undankeppni fyrir EM 2009 hjá U21 karla og var leikið á Víkingsvellinum í dag.   Lokatölur urðu 1-1 og var staðan þannig í hálfleik.  Það var Gylfi Þór Sigurðsson sem að skoraði mark Íslendinga. Lesa meira
 
Sálin og Stebbi Hilmars

Sálin, Stebbi Hilmars og Emil með hægri - 9.9.2008

Heimasíðan hitti þá Kristján Örn Sigurðsson og Emil Hallfreðsson á æfingu í gær á Laugardalsvelli.  Undirbúningur fyrir Skotaleikinn er í fullum gangi og mikil tilhlökkun hjá leikmönnum sem og stuðningsmönnum fyrir leikinn. Lesa meira
 
ksi-Akarla

Viðtal við Emil Hallfreðsson - 9.9.2008

Viðtal við Emill Hallfreðsson á æfingu fyrir leikinn gegn Skotum Lesa meira
 
ksi-Akarla

Viðtal við Kristján Örn Sigurðsson - 9.9.2008

Viðtal við Kristján Örn Sigurðsson á æfingu fyrir leikinn gegn Skotum á Laugardalsvelli Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur áfram í Evrópukeppninni - 9.9.2008

Valur vann stórsigur á Holon frá Ísrael í lokaleik liðsins í riðlakeppni Evrópukeppni kvenna en riðillinn var leikinn í Slóvakíu.  Lokatölur urðu 9-0 og sigruðu Valsstúlkur í riðlinum með miklum yfirburðum.  Lesa meira
 
ksi-Akarla

Viðtal við Björn Ragnar Gunnarsson búningastjóra - 9.9.2008

Viðtal við Björn Ragnar Gunnarsson búningastjóra fyrir landsleikinn gegn Skotum á Laugardalsvelli Lesa meira
 
ksi-Akarla

Viðtal við Ólaf Jóhannesson fyrir leikinn gegn Skotum - 9.9.2008

Viðtal við Ólaf Jóhannesson, landsliðsþjálfara, á æfingu fyrir leikinn gegn Skotum Lesa meira
 
A landslið karla

Skemmtilegustu heimaleikirnir eru gegn Skotum - 9.9.2008

Það var góð stemning yfir landsliðshópnum á æfingu í gær en undirbúningur fyrir leikinn gegn Skotum er nú í fullum gangi.  Heimasíðan kíkti á æfinguna og hitti m.a. Ólaf Jóhannesson og Björn Ragnar Gunnarsson. Lesa meira
 
Leikskráin fyrir Ísland-Skotland

Leikskráin fyrir leikinn gegn Skotlandi - 9.9.2008

Fyrir viðureign Íslands og Skotlands í undankeppni HM 2010 á miðvikudag verður gefin út leikskrá með ýmsum áhugaverðum og gagnlegum upplýsingum.

Skellið ykkur á eintak af leikskránni og geymið sem minjagrip um leikinn! 

Lesa meira
 
Jóhanna Margrét nýtti sér andlitsmálninguna í síðasta leik

Andlitsmálun fyrir leik gegn Skotlandi - 9.9.2008

Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir viðureign Íslands og Skotlands á miðvikudag á Laugardalsvelli.  Leikurinn hefst kl. 18:30 og er um að gera að mæta tímanlega og láta mála íslenska fánann á sig! Lesa meira
 
Védís Hervör

Védís Hervör syngur þjóðsöngva Íslands og Skotlands - 9.9.2008

Védís Hervör Árnadóttir mun syngja þjóðsöngva Íslands og Skotlands fyrir viðureign þjóðanna í undankeppni HM 2010 á Laugardalsvelli á miðvikudag.  Í hálfleik mun síðan Einar Ágúst leika nokkur lög til að halda uppi fjörinu. Lesa meira
 
ÍR

ÍR hampaði titlinum í 1. deild kvenna - 9.9.2008

Það voru ÍR stúlkur er hömpuðu sigurlaununum í 1 deild kvenna en þær lögðu þá GRV í úrslitaleik á Njarðvíkurvelli.  Lokatölur urðu 4-1 ÍR í vil eftir að þær höfðu leitt í hálfleik, 1-0. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Ísland - Slóvakía á Víkingsvelli í dag kl. 17:00 - 9.9.2008

Strákarnir í U21 karla mæta Slóvökum í dag í undankeppni fyrir EM 2009 og er þetta lokaleikur liðsins í riðlinum.  Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst kl. 17:00.  Þessar þjóðir gerðu jafntefli í fyrri leik liðanna sem fram fór í Slóvakíu á síðasta ári Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Síðasti leikur Valsstúlkna í dag - 9.9.2008

Valur leikur í dag lokaleik sinn í riðlakeppni Evrópukeppni kvenna en leikið er í Slóvakíu.  Mótherjarnir í dag eru Holon frá Ísrael og hefst leikurinn kl. 09:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U19 karla fyrir leikinn gegn Noregi í milliriðli fyrir EM 2008

Byrjunarlið U19 karla gegn Norður Írum - 8.9.2008

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Norður Írum í vináttulandsleik í kvöld á Norður Írlandi.  Þetta er fyrri leikur þjóðanna en annar leikur fer fram á miðvikudaginn. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Hjálmar og Rafn í U21 hópinn - 7.9.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert tvær breytingar á hóp sínum er mætir Slóvakíu á þriðjudaginn.  Þeir Hjálmar Þórarinsson úr Fram og Rafn Andri Haraldsson úr Þrótti koma inn í hópinn Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Eitt stig frá Osló - 6.9.2008

Íslenska landsliðið gerði jafntefli vð Norðmenn í dag í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2010.  Lokatölur urðu 2-2 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1-1.  Það voru þeir Heiðar Helguson og Eiður Smári Guðjohnsen sem skoruðu mörk Íslands í leiknum.  Skotar mæta á Laugardalsvöllinn á miðvikudaginn og eru enn til miðar á þann leik. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Byrjunarlið Íslands gegn Norðmönnum - 6.9.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Norðmönnum í dag í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2010.  Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Annar sigur Valsstúlkna í Evrópukeppni kvenna - 6.9.2008

Valsstúlkur unnu annan sigur sinn í riðlakeppni Evrópukeppni kvenna en leikið er í Slóvakíu.  Leikið var gegn heimastúlkum í Sala og urðu lokatölur 6-2 Valsstúlkum í vil. Síðasti leikur Vals í riðlinum verður gegn ísraelska liðinu Maccabi Holon.  Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Eins marks ósigur gegn Austurríki - 5.9.2008

Strákarnir í U21 karla biðu lægri hlut gegn Austurríki í undankeppni U21 karla fyrir EM 2009 en leikið var í Austurríki.  Lokatölur urðu 1-0 fyrir heimamenn en þeir komust yfir eftir 5 mínútna leik. Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Ísland í 18. sæti á styrkleikalista kvenna - 5.9.2008

Íslenska kvennalandsliðið er í 18. sæti á nýjum styrkleikalista kvenna sem FIFA birti í dag.  Stendur íslenska liðið í stað frá því á síðasta lista.  Bandaríkin tróna á toppnum en Þjóðverjar eru í öðru sæti. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Byrjunarliðið hjá U21 karla gegn Austurríki - 5.9.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Austurríksmönnum í dag í undankeppni fyrir EM 2009.  Leikurinn hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Undanúrslit 3. deildar karla hefjast á laugardaginn - 5.9.2008

Á laugardaginn hefjast undanúrslit í 3. deild karla en leikið er heima og heiman.  Seinni leikirnir fara svo fram á þriðjudag en eftir það verður ljóst hvaða félög leika í 2. deild að ári. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006. Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Úrslitaleikur 1. deildar kvenna á laugardag - 5.9.2008

Á laugardaginn fer fram úrslitaleikur 1. deildar kvenna og verður hann leikinn á Njarðvíkurvelli og hefst kl. 14:00.  Það verða GRV og ÍR sem mætast í þessum úrslitaleik.  Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Miðar á Ísland - Skotland fyrir handhafa A-passa - 5.9.2008

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Skotland afhenta mánudaginn 8. september frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 
Sportmyndir.net

Ráðstefna í tengslum við úrslitaleik VISA bikars kvenna - 4.9.2008

Knattspyrnusamband Ísland og Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands standa fyrir sameiginlegri ráðstefnu í tengslum við Visa bikarúrslitaleik kvenna (KR og Vals) þann 20. september næstkomandi.  Lesa meira
 
Landsliðshópur Íslands gegn Aserbaídsjan

Miðasala í fullum gangi á Ísland - Skotland - 4.9.2008

Miðasala er nú í fullum gangi á leik Íslands og Skotlands í undankeppni HM 2010 en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 10. september, kl. 18:30.  Miðasala fer fram sem fyrr í miðasölukerfi frá midi.is Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Stórsigur Valsstúlkna gegn Cardiff - 4.9.2008

Valsstúlkur unnu stórsigur í dag í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópukeppni kvenna en riðillinn er leikinn í Slóvakíu.  Lokatölur urðu 8-1 Val í vil eftir að staðan í leikhléi hafði verið 5-1.  Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn og Garðar Örn að störfum - 4.9.2008

Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari, mun á laugardaginn dæma leik Póllands og Slóveníu í undankeppni HM 2010.  Þá mun Garðar Örn Hinriksson dæma leik San Marinó og Lettlands í undankeppni Evrópumóts U21 karla 2009. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Áfram Ísland klúbburinn með upphitun í Noregi - 4.9.2008

Áfram Ísland klúbburinn, í samstarfi við Íslendingafélagið í Osló og Icelandair verða með upphitun laugardaginn 6. september næstkomandi  fyrir leik Norðmanna  og Íslendinga sem hefst kl 19.00. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valur leikur gegn Cardiff í dag - 4.9.2008

Valur leikur í dag fyrsta leik sinn í riðlakeppni Evrópkeppni kvenna en riðill þeirra er leikinn í Slóvakíu.  Fyrsti leikur Vals er gegn Cardiff frá Wales og hefst hann kl. 09:00 að íslenskum tíma.  Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Breytingar á leikjum í Landsbankadeild karla - 3.9.2008

Tveimur leikjum í 20. umferð Landsbankadeildar karla hefur verið breytt.  Eru þetta leikirnir Fram-FH og Keflavík-Breiðablik.  Einnig hefur verið ákveðið að allir leikir í 22. umferð Landsbankadeildar karla laugardaginn 27. september hefjist kl. 16.00 Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Ráðstefna um knattspyrnuþjálfun erlendis - 3.9.2008

Þriðjudaginn 16. september ætla Knattspyrnusamband Íslands og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að halda sameiginlega ráðstefnu um knattspyrnuþjálfun erlendis og er aðgangur ókeypis. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland niður um 10 sæti á styrkleikalista FIFA - 3.9.2008

Á nýjum styrkleikalista FIFA, er birtur var í dag, fellur Ísland um 10 sæti og situr nú í 107. sæti listans.  Spánverjar eru á toppi listans en fyrstu fimm þjóðirnar á listanum eru Evrópuþjóðir. Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Leikið í 1. deild karla í kvöld - 3.9.2008

Í kvöld hefst 20. umferð í 1. deild karla en þar er spenna á toppi og botni þegar að þrjár umferðir eru eftir af deildinni.  Athygli er vakin á því að leikur Njarðvíkur og ÍBV í þessari umferð verður leikinn 16. september vegna verkefna hjá U21 karla. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

ÍR og GRV leika í Landsbankadeild kvenna að ári - 3.9.2008

ÍR og GRV tryggðu sér í gær sæti í Landsbankadeild kvenna á næsta tímabili en þetta varð ljóst eftir leiki gærkvöldsins.  Þar sigraði ÍR Hött á heimavelli, 6-0 og GRV lagði Völsung á Húsavík, 4-1. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Hjörtur Logi og Jón Vilhelm inn í U21 hópinn - 2.9.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert tvær breytingar á landsliðshóp sínum er mætir Austurríki og Slóvakíu á næstu dögum.  Þeir Hjörtur Logi Valgarðsson úr FH og Jón Vilhelm Ákason úr ÍA koma inn í hópinn.  Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Leikur Þróttar og ÍA færður vegna sjónvarpsútsendingar - 2.9.2008

Leikur Þróttar og ÍA í 19. umferð Landsbankadeildar karla hefur verið færður aftur um einn dag.  Er það vegna beinnar sjónvarpsútsendingar frá leiknum en hann verður sýndur í beinni á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Sport. Lesa meira
 
A landslið karla

Guðmundur og Jónas Guðni í landsliðshópinn - 2.9.2008

Ólafur Jóhannesson valdi í dag þá Guðmund Steinarsson og Jónas Guðna Sævarsson í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Noregi og Skotlandi.  Þeir koma í stað Ólafs Inga Skúlasonar og Theodórs Elmars Bjarnasonar sem eru meiddir Lesa meira
 
VISA-bikarinn

KR mætir Fjölni í úrslitum VISA bikars karla - 1.9.2008

KR tryggðu sér sæti í úrslitaleik VISA bikars karla í kvöld eftir sigur á Breiðabliki í undanúrslitaleik á Laugardalsvelli.  Staðan var markalaus eftir venjulega leiktíma og 1-1 eftir framlengingu.  Það þurfti því vítspyrnukeppni til þess að knýja fram úrslit og þar höfðu KR betur.  Það verða því KR og Fjölnir er leika til úrslita 4. október. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Breiðablik - KR í kvöld kl. 20:00 - 1.9.2008

Í kvöld kl. 20:00 mætast Breiðablik og KR í undanúrslitum VISA bikars karla og hefst leikurinn kl. 20:00 á Laugardalsvelli.  Sigurvegari leiksins kemst í úrslitaleik VISA bikarsins og mætir þar Fjölnismönnum en þeir lögðu Fylki í gær í frábærum undanúrslitaleik. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög