Fréttir

Fjölnir

Fjölnir í úrslitaleikinn eftir frábæran undanúrslitaleik - 31.8.2008

Fjölnismenn tryggðu sér í dag sæti í úrslitum VISA bikars karla þegar þeir lögðu Fylkir í frábærum undanúrslitaleik á Laugardalsvelli.  Dramatíkin var í hámarki og kom sigurmark Fjölnismanna í uppbótartíma en lokatölur urðu 4-3, Fjölnismönnum í vil. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Fylkir - Fjölnir í dag kl. 16:00 - 31.8.2008

Í dag kl. 16:00 mætast á Laugardalsvelli Fylkir og Fjölnir og er þetta fyrri undanúrslitaleikurinn í VISA bikar karla.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli en á morgun kl. 20:00 eigast við Breiðablik og KR. Lesa meira
 
ÍR

ÍR sigruðu í 2. deild karla - 30.8.2008

ÍR tryggðu sér í dag sigurinn í 2. deild karla eftir jafntefli við Tindastól.  Á sama tíma tapaði Afturelding leik sínum gegn Hvöt.  Þetta þýddi að Mosfellingar geta ekki náð ÍR að stigum og efsta sætið er Breiðhyltinga. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Úrslitakeppni í 1. deild kvenna og 3. deild karla hefst í dag - 30.8.2008

Í dag, laugardag, hefst úrslitakeppni í 1. deild kvenna og 3. deild kvenna.  Leikið er heima og heiman í þessum úrslitakeppnum en seinni leikirnir fara fram á þriðjudaginn.  Hægt er að sjá leikina framundan hér að neðan. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Jafntefli hjá U18 karla gegn Ungverjum - 29.8.2008

Strákarnir í U18 gerðu í dag markalaust jafntefli við Ungverja en leikurinn var liður í æfingamóti er fram fer í Tékklandi.  Liðið hlaut því eitt stig og komst ekki upp úr riðlinum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tveimur leikjum í 1. deild karla frestað til laugardags - 29.8.2008

Tveimur leikjum í 1. deild karla er fram áttu að fara í kvöld, föstudagskvöld, hefur verið frestað til laugardags.  Þetta eru leikir Leiknis og KA annarsvegar og hinsvegar leikur Stjörnunnar og Fjarðabyggðar. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Hópurinn hjá U19 karla valinn er leikur við Norður Íra - 29.8.2008

Framundan eru tveir vináttulandsleikir við Norður Íra hjá U19 karla og fara þeir leikir fram ytra 8. og 10. september.  Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 18 leikmenn fyrir þessa leiki. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Byrjunarliðið hjá U18 tilbúið - 29.8.2008

Íslenska U18 karlalandsliðið leikur í dag við Ungverja á æfingamóti sem fram fer í Tékklandi.  Þetta er síðasti leikur liðsins í þessu móti en liðið tapaði fyrir Tékkum, 0-2 í fyrsta leik og gegn Norðmönnum 1-2. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Jafntefli hjá Aston Villa og FH - 29.8.2008

Aston Villa og FH gerðu í gær jafntefli í seinni leik liðanna í 2. umferð UEFA bikarsins.  Lokatölur urðu 1-1 og var það Atli Viðar Björnsson sem jafnaði metin á 30. mínútu.  Aston Villa vann fyrri leikinn, 4-1 og kemst því áfram í þriðju umferð. Lesa meira
 
visaBikarinn_logo

Viðtöl frá kynningarfundi VISA bikars karla - 28.8.2008

Í dag var haldinn kynningarfundur fyrir undanúrslitaleiki VISA bikars karla.  Á sunnudaginn kl. 16:00 leika Fylkir og Fjölnir en á mánudaginn kl. 20:00 leika Breiðablik og KR.  Dagur Sveinn Dagbjartsson var staddur á fundinum og tók nokkur viðtöl Lesa meira
 
visaBikarinn_logo

Viðtal við Ólaf Stígsson - 28.8.2008

Rætt við Ólaf Stígsson, fyrirliða Fylkis, fyrir undanúrslitaleik þeirra gegn Fjölni í VISA bikar karla Lesa meira
 
visaBikarinn_logo

Viðtal við Ólaf Kristjánsson - 28.8.2008

Viðtal við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks, fyrir leik þeirra gegn KR í undanúrslitum VISA bikars karla Lesa meira
 
visaBikarinn_logo

Viðtal við Magnús Inga Einarsson - 28.8.2008

Viðtal við Magnús Inga Einarsson, fyrirliða Fjölni, fyrir undanúrslitaleikinn gegn Fylki í VISA bikar karla Lesa meira
 
visaBikarinn_logo

Viðtal við Jónas Guðni Sævarsson - 28.8.2008

Viðtal við Jónas Guðna Sævarsson, fyrirliða KR, fyrir undanúrslitaleikinn gegn Breiðablik í VISA bikar karla Lesa meira
 
ksi-Akarla

Viðtal við Pétur Pétursson - 28.8.2008

Viðtal við Pétur Pétursson, aðstoðarlandsliðsþjálfara, þegar hópurinn fyrir leikina gegn Noregi og Skotum var tilkynntur. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Hópurinn hjá U21 karla valinn - 28.8.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, valdi í dag landsliðshóp sinn er mætir Austuríki og Slóvakíu í undankeppni fyrir EM 2009.  Leikurinn við Austurríki fer fram ytra 5. september en leikurinn gegn Slóvakíu hér heima, þriðjudaginn 9. september. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

FH leikur seinni leikinn gegn Aston Villa í kvöld - 28.8.2008

FH leikur í kvöld seinni leik sinn við Aston Villa í 2. umferð UEFA bikarsins en leikurinn fer fram á Villa Park í Birmingham.  Enska liðið sigraði Hafnfirðinga í fyrri leiknum með fjórum mörkum gegn einu.  Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Hópurinn valinn fyrir leikina gegn Noregi og Skotlandi - 28.8.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti á blaðamannafundi í dag landsliðshóp sinn sem tekur þátt í næstu landsliðsverkefnum.  Það eru leikir gegn Noregi ytra, 6. september og Skotum hér heima, 10. september. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tap gegn Norðmönnum hjá U18 karla - 27.8.2008

Íslenska U18 karlalandsliðið laut í lægra haldi fyrir Norðmönnum á æfingamóti í Tékklandi í dag.  Norðmenn höfðu betur 2-1 en Íslendingar leiddu í hálfleik 0-1.  Það var Arnar Sveinn Geirsson sem kom Íslendingum yfir í fyrri hálfleik Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Miðasala hafin á undanúrslitaleiki VISA bikars karla - 27.8.2008

Í dag hófst miðasala á undanúrslitaleiki VISA bikars karla en leikirnir fara fram á sunnudaginn og mánudagskvöld.  Á sunnudaginn kl. 16:00 leika Fylkir og Fjölnir og á mánudagskvöldið kl. 20:00 eigast við Breiðablik og KR. Lesa meira
 
Leiknir R.

Úrskurður í máli Víðis/Reynis gegn Leikni Reykjavík - 27.8.2008

Aga- og úrskurðarnenfd úrskurðaði á fundi sínum 26. ágúst síðastliðinn í máli Víðis/Reynis gegn Leikni Reykjavík.  Í úrskurðarorðum kemur fram að Víði/Reyni skuli dæmdur sigur í leik félaganna í 4. flokki kvenna 7 manna.

Lesa meira
 
KA

Úrskurður í máli Hvatar gegn KA. - 27.8.2008

Aga- og úrskurðarnefnd úrskurðaði á fundi sínum 26. ágúst síðastliðinn í máli Hvatar gegn KA.  Í úrskurðarorðum kemur fram að Hvöt er dæmdur sigur í leik félaganna í 4. flokki kvenna 7 manna.

Lesa meira
 
Hamar

Úrskurður í máli Hamars gegn KSÍ - 27.8.2008

Aga- og úrskurðarnefnd úrskurðaði á fundi sínum 26. ágúst síðastliðinn í máli Hamars gegn Knattspyrnusambandi Íslands.  Í úrskurðarorðum kemur fram að umræddur leikmaður fái ekki leikheimild með nýju félagi á yfirstandandi keppnistímabili.

Lesa meira
 
Sindri

Ertu í formi?? - 27.8.2008

Ungmennafélagið Sindri á Höfn í Hornafirði stendur fyrir öldungamót á Höfn fyrir konur og karla sem náð hafa 30 ára aldri. Á mótinu sem verður haldið 19. – 20. september verður m.a. keppt í fótbolta, badminton, blaki, bridge, frjálsum og golfi. Lesa meira
 
Darren Fletcher er í leikmannahópi Skota er mætir Íslendingum

Skoski hópurinn er mætir Íslendingum - 27.8.2008

Landsliðsþjálfari Skota, George Burley, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn er mætir Makedóníu og Íslendingum í undankeppni HM 2010.  Burley valdi 25 leikmenn í hópinn.  Landsliðshópur Íslands verður tilkynntur á morgun. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tap hjá U18 gegn Tékkum - 27.8.2008

Íslenska U18 karlalandsliðið beið lægri hlut gegn Tékkum á æfingamóti er fer fram í Tékkland.  Lokatölur urðu 2-0 Tékkum í vil. Leikið verður við Norðmenn í dag og hefur byrjunarlið Íslands verið tilkynnt. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Byrjunarlið U18 karla gegn Tékkum - 26.8.2008

Í dag kl. 15:00 leika Íslendingar við Tékka á Tékklandsmótinu og er þetta fyrsti leikur íslenska liðsins í mótinu. Þetta er æfingamót en auk þessa þjóða leika Norðmenn og Ungverjar í A riðli. Kristinn R. Jónsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í þessum leik. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Heil umferð í Landsbankadeild kvenna kl. 18:00 í kvöld - 26.8.2008

Í kvöld verður leikin 16. umferð Landsbankadeildar kvenna og hefjast allir leikirnir kl. 18:00.  Á morgun hefst svo 18. umferð í Landsbankadeild karla en þar dreifist umferðin á þrjá leikdaga. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Úrslitakeppnir 1. deildar kvenna og 3. deildar karla hefjast á laugardaginn - 26.8.2008

Um helgina varð endanlega ljóst hvaða félög komust í úrslitakeppni 3. deildar karla en þá lauk riðlakeppni 3. deildar.  Úrslitakeppnin hefst næstkomandi laugardag en sama dag hefst úrslitakeppni í 1. deild kvenna. Lesa meira
 
Áhorfendur á Frakkaleiknum fagna sigri

Miðasala hafin á Frakkland - Ísland - 26.8.2008

Þann 27. september leikur kvennalandsliðið sinn mikilvægasta leik til þessa þegar þær mæta Frökkum í undankeppni EM 2009.  Þetta er úrslitaleikur um hvor þjóðin tryggir sér sæti í úrslitakeppni EM 2009 en hún fer fram að þessu sinni í Finnlandi.  Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Valur og KR leika til úrslita í VISA bikar kvenna - 26.8.2008

Það verða Valur og KR er mætast í úrslitaleik VISA bikars kvenna en undanúrslitin fóru fram nú um helgina.  Þar lögðu Valsstúlkur Stjörnuna að velli og KR sigruðu Breiðablik.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Undanúrslit í VISA bikar kvenna - 21.8.2008

Framundan eru tveir spennandi leikir í undanúrslitum VISA bikar kvenna.  Föstudaginn 22. ágúst eigast við Stjarnan og Valur í Garðabænum en á laugardaginn taka KR á móti Breiðablik. Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Sigurvegarar í Pollamótum KSÍ 2008 - 21.8.2008

Um síðustu helgi fór fram úrslitakeppni í Pollamótum KSÍ en leikið var til úrslita í A, B, C og D liðum hér Suðvestanlands.  Þá var keppt til úrslita í A liðum Norðaustanlands en keppni var þegar lokið í B og C liðum á Norðurlandi. Lesa meira
 
Stjarnan urðu Íslandsmeistarar kvenna í 7 manna bolta hjá 2. flokki kvenna árið 2008

Stjarnan vann 7 manna boltann í 2. flokki kvenna - 21.8.2008

Stjarnan tryggði sér um síðustu helgi Íslandsmeistaratitilinn í 7 manna bolta hjá 2. flokki kvenna en mótið kláraðist þá í Garðabænum.  Eftir baráttu við BÍ og Neista Hofsósi voru það Stjörnustúlkur sem fóru með sigur af hólmi Lesa meira
 
Kátir Skotar á leið á völlinn

Fjöldi Skota á leið til landsins - 21.8.2008

Mikill áhugi Skota er á leik Íslands og Skotlands sem fram fer á Laugardalsvelli 10. september næstkomandi og er fyrsti heimaleikur Íslands í undankeppni HM 2010.  Nú þegar hefur KSÍ selt Knattspyrnusambandi Skotlands um 1500 miða á þennan leik. Lesa meira
 
Heimavöllur Feyenoord í Rotterdam, De Kuip

Miðasala á Holland - Ísland - 21.8.2008

Í dag hófst miðasala á leik Hollands og Íslands en sá leikur fer fram Rotterdam þann 11. október næstkomandi.  Leikurinn er liður í undankeppni HM 2010 en Ísland hefur þar leik gegn Norðmönnum í Osló, 6. september og stendur miðasala yfir á þann leik. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Þjálfaranámskeið KSÍ á næstu mánuðum - 21.8.2008

Nú liggja fyrir dagsetningar á flestum þjálfaranámskeiðum KSÍ fyrir árið 2008 og fyrri hluta 2009.  Til að fá nánari upplýsingar skal hafa samband við Dag Svein Dagbjartsson á fræðslusviði KSÍ. Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Jafntefli við Asera í Laugardalnum - 20.8.2008

Íslendingar gerðu í kvöld jafntefli gegn Aserum í vináttulandsleik í knattspyrnu en leikið var á Laugardalsvelli.  Hvort lið skoraði eitt mark í leiknum og var það Grétar Rafn Steinsson sem jafnaði leikinn fyrir Íslendinga í síðari hálfleik. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Tap hjá U21 karla gegn Dönum - 20.8.2008

Strákarnir í U21 karla þurftu að lúta í lægra haldi gegn Dönum í vináttulandsleik á KR velli í dag.  Lokatölur urðu 2-0 fyrir Dani eftir að þeir leiddu í hálfleik, 1-0.  Leikurinn var lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir síðustu leikina í undankeppni fyrir EM 2009. Lesa meira
 
Landsliðshópur Íslands gegn Aserbaídsjan

Byrjunarlið Íslands gegn Aserum - 20.8.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Aserum í vináttulandsleik í kvöld.  Tveir nýliðar eru í hópnum og er annar þeirra, Jóhann Berg Guðmundsson, í byrjunarliðinu.

Lesa meira
 
A landslið karla

Viðtal við landsliðsþjálfarann fyrir Aseraleikinn - 20.8.2008

Á síðustu æfingu landsliðsins fyrir leikinn gegn Aserum þá hitti Dagur Sveinn Dagbjartsson landsliðsþjálfarann Ólaf Jóhannesson og ræddi við hann um leikinn í kvöld og áherslur Ólafs í leiknum. Lesa meira
 
ksi-Akarla

Viðtal við Ólaf Jóhannesson fyrir Aseraleikinn - 20.8.2008

Viðtal við Ólaf Jóhannesson, landsliðsþjálfara, fyrir vináttulandsleikinn gegn Aserbaídsjan Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Byrjunarlið Íslands U21 karla gegn Danmörku - 20.8.2008

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Dönum í vináttulandsleik í dag.  Leikurinn fer fram á KR velli og hefst kl. 16:30.  Aðgangur á leikinn er ókeypis og eru áhorfendur hvattir til þess að fjölmenna Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmir í Finnlandi í dag - 20.8.2008

Jóhannes Valgeirsson, milliríkjadómari, mun í dag dæma vináttulandsleik Finnlands og Ísraels er fer fram í Finnlandi í dag.  Honum til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Áskell Gíslason. Lesa meira
 
HK

Úrskurður í máli KR gegn HK - 20.8.2008

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli KR gegn HK vegna leik félaganna í U23 karla er fór fram á KR vellinum 7. ágúst síðastliðinn.  Í úrskurðarorðum kemur fram að KR er dæmdur sigur 3-0 og HK er dæmt í 10.000 króna sekt.

Lesa meira
 
Rakel Hönnudóttir færði Margréti Selmu Steingrímsdóttur landsliðstreyju

Rakel gaf ungri knattspyrnukonu landsliðstreyju - 20.8.2008

Á heimasíðu Þórs, www.thorsport.is er sagt frá Margréti Selmu Steingrímsdóttur sem er efnileg knattspyrnustúlka og leikur með KA.  Hún varð fyrir því óhappi að fótbrotna í leik með félagi sínu en þá var KA að leika í úrslitakeppni Hnátumóts KSÍ. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Strákarnir í U21 mæta Dönum í dag - 20.8.2008

Ísland og Danmörk mætast í vináttulandsleik hjá U21 karla í dag og verður leikið á KR vellinum.  Leikurinn hefst kl. 16:30 og er aðgangur ókeypis á þennan vináttulandsleik. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Aserbaídsjan í kvöld - 20.8.2008

Ísland mætir Aserbaídsjan í vináttulandsleik í kvöld á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 19:45.  Miðasala á Laugardalsvelli hefst kl. 17:00 en hleypt er inn á völlinn kl. 18:30. Þetta er í fyrsta skiptið er Ísland og Aserbaídsjan mætast í landsleik. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Hæfileikamótun ungra dómara 2008 - 19.8.2008

Síðustu tvær helgar hafa ungir og efnilegir dómarar tekið þátt í hæfileikamótun dómara á Laugarvatni.  Þetta verkefni var haldið í tengslum við úrtökumót KSÍ hjá stúlkum og drengjum. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Myndband frá úrtökumóti KSÍ á Laugarvatni - 18.8.2008

Um helgina fór úrtökumót drengja fram á Laugarvatni og voru ríflega 60 leikmenn boðaðir til æfinga þessa helgi.  Guðlaugur Gunnarsson var með myndavélina og tók upp nokkrar svipmyndir. Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Miðar á Ísland-Aserbaídsjan fyrir handhafa A-passa - 18.8.2008

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Aserbaídsjan afhenta þriðjudaginn 19. ágúst frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 
ksi-merki

Úrtökumót drengja á Laugarvatni 2008 - 18.8.2008

Frá úrtökumóti drengja á Laugarvatni í ágúst 2008 Lesa meira
 
U21 landslið karla

Finnur Orri inn í U21 hópinn - 18.8.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið Finn Orra Margeirsson úr Breiðabliki inn í hópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Dönum.  Finnur kemur í stað Heimis Einarssonar úr ÍA sem draga varð úr hópnum vegna meiðsla. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Davíð Þór inn í hópinn gegn Aserum - 18.8.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hópnum er mætir Aserum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á miðvikudaginn.  Davíð Þór Viðarsson úr FH kemur inn í hópinn í stað Arnórs Smárasonar sem er meiddur. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

KR og Valur mætast í Landsbankadeild kvenna í dag - 17.8.2008

Í dag kl. 16:00 mætast tvö efstu liðin í Landsbankadeild kvenna í sannkölluðum stórleik í Vesturbænum.  Valsstúlkur heimsækja þá stöllur sínar í KR og má búast við hörkuleik eins og ætíð þegar að þessi félög eigast við.  Í kvöld fer svo einnig fram heil umferð í Landsbankadeild karla. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Hópurinn hjá U18 karla er fer til Tékklands - 15.8.2008

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hóp sinn er tekur þátt á alþjóðlegu móti í Tékklandi síðar í mánuðinum.  Mótherjar Íslendinga verða auk heimamanna, Norðmenn og Ungverjar. Lesa meira
 
Dagmar_Damkova

Damkova dæmir í Frakklandi - 15.8.2008

Eins og kunnugt er leikur íslenska kvennalandsliðið í Frakklandi, laugardaginn 27. september, en þá verður leikið gegn Frökkum.  Dómarar leiksins koma frá Tékklandi en Dagmar Damkova mun meðhöndla flautuna. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Tvö mörk Aston Villa í byrjun leiks gerðu útslagið - 14.8.2008

Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa reyndist of stór biti fyrir VISA-bikarmeistara FH.  FH-ingar sýndu prýðisgóðan leik á köflum, en segja má að tvö mörk gestanna á upphafsmínútum leiksins hafi gert útslagið.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir kæru Vina/Hamranna gegn Þrótti Vogum - 14.8.2008

Þann 6. ágúst tók Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir mál Vina/Hamranna gegn Þrótti Vogum.  Kærandi taldi að þjálfari Þróttar, sem var í leikbanni, hefði tekið þátt í leik liðanna.

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

FH-Aston Villa í kvöld - 14.8.2008

Það verður stórleikur í Laugardalnum í kvöld þegar FH-ingar mæta enska úrvalsdeildarliðinu Aston Villa í UEFA-bikarnum.  Þetta er án efa einn stærsti Evrópuleikur íslensks félagsliðs í langan tíma.

Lesa meira
 
Víðishópurinn er tekur þátt í Futsal Cup í Frakklandi

Evrópuævintýri Víðis á enda - 13.8.2008

Víðismenn léku í kvöld síðasta leik sinn í undankeppni Evrópukeppninnar í Futsal en riðillinn var leikinn í Frakklandi.  Víðismenn biðu lægri hlut fyrir Parnassos frá Kýpur með ellefu mörkum gegn sex. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Aserbaídsjan

Ekki mörg þekkt nöfn í landsliðshópi Asera - 13.8.2008

Sjálfsagt kannast íslenskt knattspyrnuáhugafólk ekki við marga leikmenn í landsliðshópi Asera, en þjálfarinn er þó vel kunnur í knattspyrnuheiminum, sjálfur Berti Vogts.

Lesa meira
 
A landslið karla

A-karla leikur gegn Slóvakíu 2009 - 13.8.2008

Ákveðið hefur verið að A-landslið karla leiki vináttulandsleik gegn Slóvökum á Laugardalsvelli 12. ágúst 2009.  Þessi leikur er hluti af samkomulagi sem gert var við Knattspyrnusamband Slóvakíu í fyrra. Lesa meira
 
Kasper Schmeichel er í danska hópnum

Danski U21 hópurinn gegn Íslandi - 13.8.2008

Keld Bordinggaard, þjálfari U21 landsliðs Dana, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir vináttuleikinn gegn Íslandi á KR-velli 20. ágúst.  Nokkuð er um meiðsli á meðal fastamanna og því telur Bordinggaard hópinn vera veikari en ella. 

Lesa meira
 
Merki úrslitakeppni EM kvenna 2009 sem fram fer í Finnlandi

Leiktími ákveðinn á Frakkland-Ísland - 13.8.2008

Leiktími á viðureign Frakklands og Íslands í undankeppni EM kvenna hefur verið ákveðinn.  Liðin mætast í lokaumferð riðilsins þann 27. september og hefur leiktíminn nú verið staðfestur kl. 14:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Fjölmargir leikir í kvöld - 13.8.2008

Í kvöld, miðvikudagskvöld, fara fram fjölmargir leikir í 3. deild karla, Landsbankadeild kvenna og 1. deild kvenna.  Þrettánda umferð Landsbankadeildar kvenna klárast í kvöld og þar tekur m.a. Þór/KA á móti Fjölni á Akureyrarvelli.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frítt fyrir yngri iðkendur, öryrkja og ellilífeyrisþega - 12.8.2008

KSÍ hefur ákveðið að bjóða yngri iðkendum aðildarfélaga sinna ókeypis aðgang að vináttulandsleik Íslands og Aserbaídsjan 20. ágúst.  Jafnframt er öryrkjum og ellilífeyrisþegum boðið á leikinn.  Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Miðasala á Ísland-Aserbaídsjan hafin - 12.8.2008

Miðasala er hafin á vináttulandsleik Íslands og Aserbaídsjan, sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 20. ágúst næstkomandi.  Sem fyrr fer miðasalan fram í gegnum vefinn midi.is. 

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 hópurinn gegn Dönum tilkynntur - 12.8.2008

U21 karlalandslið Íslands og Danmerkur mætast í vináttulandsleik á KR-velli 20. ágúst, sama dag og A landsliðið leikur gegn Aserbaidsjan á Laugardalsvellinum.  Luka Kostic hefur tilkynnt íslenska hópinn fyrir leikinn.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Hópurinn gegn Aserbaídsjan tilkynntur - 12.8.2008

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt landsliðshópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Aserbaídsjan 20. ágúst.  Tveir nýliðar eru í hópnum að þessu sinni, þeir Hólmar Örn Rúnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson.  Lesa meira
 
Antti Munukka

Finnskur dómari á leik Þórs og Víkings Ól. - 12.8.2008

Dómari í leiknum Þór - Víkingur Ó 16. ágúst nk. verður Antti Munukka. Hann kemur frá Finnlandi. Er þetta liður í samstarfi norðurlandaþjóðanna um skipti á dómurum. Aðstoðadómararnir verða íslenskir. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik Þórs/KA og Fjölnis á miðvikudag flýtt - 12.8.2008

Leik Þórs/KA og Fjölnis í Landsbankadeild kvenna, sem fram fer á Akureyrarvelli á miðvikudag, hefur verið flýtt til kl. 18:00, en áður var hann áætlaður kl. 19:15. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik Fylkis og ÍA á sunnudag breytt - 12.8.2008

Tímasetningu á leik Fylkis og ÍA í Landsbankadeild karla hefur verið breytt, þar sem leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.  Leikurinn var upphaflega áætlaður kl. 19:15 á sunnudag, en hefur nú verið settur á kl. 17:00. Lesa meira
 
hnatur-IMG_1843

Norðlenskar fótboltahnátur æfa saman - 12.8.2008

Um 130 stelpur í 6. og 7. flokki af Norðurlandi æfðu saman og skemmtu sér á KA-svæðinu 29. júlí síðastliðinn. Þessi sameiginlegi æfingadagur var að frumkvæði þjálfara og yngriflokkastarfs KA og er óhætt að segja að vel hafi til tekist.

Lesa meira
 
Frá leik Víðis og Roubaix frá Frakklandi í Evrópukeppninni í Futsal

Tap gegn sterku liði Roubaix í Futsal - 11.8.2008

Víðismenn töpuðu í kvöld í öðrum leik sínum í undankeppni í Evrópukeppninni í Futsal en riðillinn er leikinn í Roubaix í Frakklandi.  Leikið var gegn heimamönnum og lauk leiknum með 9-2 sigri Frakkanna. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Tveimur leikjum Landsbankadeildar breytt vegna leikja í undanúrslitum VISA-bikars - 11.8.2008

Vegna leikja í undanúrslitum í VISA-bikars karla 31. ágúst og 1. september hefur leikjunum Fylkir-KR og FH-Breiðablik í Landsbankadeild karla verið breytt. Lesa meira
 
Jóhann Berg Guðmundsson (mynd af blikar.is)

Jóhann Berg valinn bestur í umferðum 8-14 - 11.8.2008

Umferðir 8-14 í Landsbankadeild karla voru gerðar upp í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag, mánudag.  Jóhann Berg Guðmundsson úr Breiðabliki var valinn besti leikmaður umferðanna.

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Aðgöngumiðar á FH-Aston Villa fyrir handhafa A-passa - 11.8.2008

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn FH-Aston Villa afhenta miðvikudaginn 13. ágúst, frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 
LIð Víðis í fyrsta Evrópuleiknum sem leikinn var í Roubaix í Frakklandi í ágúst 2008

Naumt tap Víðismanna í fyrsta Evrópuleiknum í Futsal - 10.8.2008

InngangstextiVíðismenn töpuðu naumlega í fyrsta Evrópuleik sem íslenskt félag leikur í Futsal.  Mótherjarnir voru Jerevan frá Armeníu og fóru þeir með sigur af hólmi með fjórum mörkum gegn þremur eftir spennandi leik.  Staðan í leikhléi var jöfn, 2-2. Lesa meira
 
Frá æfingu Víðis fyrir Futsal Cup í Frakklandi í ágúst 2008

Fyrsti leikur Víðis í Futsal Cup í dag - 10.8.2008

Víðismenn eru um þessar mundir staddir í Roubaix í Frakklandi þar sem þeir, fyrstir íslenskra liða, taka þátt í Evrópukeppninni í Futsal.  Þeir tóku létta æfingu í keppnishöllinni í morgun en þeir leika gegn Yerevan frá Armeníu kl. 17:00 í dag. Lesa meira
 
Víðir Garði

Víðismenn hefja leik í Futsal á sunnudag - 8.8.2008

Víðismenn úr Garði hefja leik í Evrópukeppni félagsliða í Futsal á sunnudag, en þeir eru fyrsta íslenska liðið sem tekur þátt í keppninni.  Futsal er sú tegund innanhússknattspyrnu sem leikin er víðast hvar í heiminum .

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Úrtökumót KSÍ fyrir drengi fædda 1993 - 8.8.2008

Úrtökumót KSÍ fyrir drengi fædda 1993 fer fram að Laugarvatni dagana 15. - 17. ágúst næstkomandi.  Ríflega 60 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu hafa verið boðaðir á úrtökumótið.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Umferðir 8-14 í Landsbankadeild karla gerðar upp á mánudag - 8.8.2008

Umferðir 8-14 í Landsbankadeild karla verða gerðar upp í hádeginu á mánudag, þegar viðurkenningar fyrir umferðirnar verða afhentar.  Úrvalslið umferðanna verður kynnt, besti leikmaðurinn, besti þjálfarinn og besti dómarinn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Úrslitakeppni Polla- og Hnátumóta 2008 - 8.8.2008

Úrslitakeppni Polla- og Hnátumóta KSÍ 2008 fer fram dagana 16. og 17. ágúst næstkomandi.  Úrslitakeppnin er svæðisbundin og er leikið annars vegar SV-lands og hins vegar NL/AL.

Lesa meira
 
Sportmyndir.net

Fjórir leikir í Landsbankadeild kvenna í kvöld - 8.8.2008

Fjórir leikir í Landsbankadeild kvenna fara fram í kvöld, föstudagskvöld.  Leikirnir eru allir í 13. umferð deildarinnar, en umferðinni lýkur á laugardag þegar Þór/KA sækir Breiðablik heim.

Lesa meira
 
midi.is

Miðasala á FH-Aston Villa er hafin - 7.8.2008

Sala aðgöngumiða á viðureign FH og Aston Villa í UEFA-bikarnum er hafin.  Hægt er að tryggja sér miða í gegnum vefsíðuna midi.is.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og er selt í stök sæti í þremur verðflokkum, líkt og gert er fyrir landsleiki. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Tékkneskir dómarar á viðureign FH og Aston Villa - 7.8.2008

Eins og kunnugt er mætast FH og Aston Villa í UEFA-bikarnum á Laugardalsvelli fimmtudaginn 14. ágúst.  UEFA hefur nú skipað dómara og eftirlitsmenn á leikinn og kemur dómarakvartettinn frá Tékklandi.

Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Viðamikið fræðslustarf - 6.8.2008

KSÍ samþykkti nýlega að taka þátt í risastóru fræðsluverkefni á vegum UEFA, "UEFA study scheme", sem verður í gangi næstu 4 árin. Lesa meira
 
Knattspyrnufélagið Haukar

Snæfellsnesi dæmdur sigur gegn Haukum - 6.8.2008

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir kæru Snæfellsness á hendur Haukum vegna leiks í b-riðli Íslandsmóts 5. flokks kvenna.  Kærandi taldi lið kærða hafa verið ólöglega skipað í leiknum.

Lesa meira
 
Rakel Hönnudóttir - Mynd af thorsport.is

Rakel Hönnudóttir valin best í umferðum 7-12 - 6.8.2008

Í hádeginu í dag, miðvikudag, voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 7-12 í Landsbankadeild kvenna.  Rakel Hönnudóttir úr Þór/KA hlaut viðurkenningu sem besti leikmaður umferðanna.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeildir aftur af stað eftir verslunarmannahelgi - 6.8.2008

Landsbankadeildir karla og kvenna fara aftur af stað á næstu dögum, eftir stutt stopp vegna verslunarmannahelgarinnar.  13. umferð Landsbankadeildar karla hefst í kvöld og 13. umferð Landsbankadeildar kvenna hefst á föstudag. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland í 97. sæti á FIFA-listanum - 6.8.2008

Ísland er í 97. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA fyrir karlalandslið og hækkar um eitt sæti.  Evrópumeistarar Spánverja halda efsta sætinu og Þjóðverjar fara upp fyrir Ítali í 2. sætið. 

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Umferðir 7-12 í Landsbankadeild kvenna gerðar upp - 5.8.2008

Í hádeginu á miðvikudag verða umferðir 7-12 í Landsbankadeild kvenna gerðar upp.  Afhentar verða viðurkenningar til þeirra sem skarað hafa fram úr í þessum umferðum.  Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla hafnaði í 6. sæti á NM - 3.8.2008

U17 landslið karla hafnaði í 6. sæti á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fór í Svíþjóð og lauk á laugardag með leikjum um sæti.  Okkar drengir léku gegn Skotum um 5. sætið og biðu lægri hlut.

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

FH mætir Aston Villa í UEFA-bikarnum - 1.8.2008

Dregið hefur verið í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins og er óhætt að segja að íslenskir knattspyrnuunnendur hafi dottið í lukkupottinn.  VISA-bikarmeistarar FH drógust gegn enska úrvalsdeildarliðinu Aston Villa.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla leikur við Skota um 5. sætið á NM - 1.8.2008

Leikið verður um sæti á Opna Norðurlandamóti U17 landsliða karla á laugardag.  Ísland hafnaði í 3. sæti síns riðils og mætir Skotlandi í leik um 5. sætið á mótinu.  Gestgjafarnir, Svíar, leika til úrslita og mæta þar Norðmönnum. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Stórglæsilegur 5-1 sigur FH-inga - 1.8.2008

FH-ingar unnu stórglæsilegan 5-1 sigur á liði Grevenmacher og eru komnir áfram í 2. umferð forkeppninnar.  Skagamenn eru hins vegar úr leik þrátt fyrir frábæra frammistöðu og 2-1 sigur gegn Honka frá Finnlandi á Akranesvellinum.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög