Fréttir

Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofa KSÍ lokar kl. 14:30 í dag - 30.5.2008

Í dag, föstudaginn 30. maí, mun skrifstofa KSÍ loka aðeins fyrr en venjulega eða kl. 14:30 vegna námskeiðahalds starfsfólks.  Skrifstofan mun svo opna aftur kl. 08:00 á mánudagsmorgun.Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Fjöldi leikmanna og forráðamanna á leikskýrslum - 29.5.2008

Fjöldi fyrirspurna hefur komið til skrifstofu KSÍ vegna fjölda leikmanna á leikskýrslu og leyfilegra innáskiptinga.  Almennt gildir að heimilt er að hafa 16 leikmenn á leikskýrslu, 11 sem hefja leik og 5 varamenn. Á þessu eru þó undantekningar. Lesa meira
 
FH-blaðið 2008

FH-blaðið 2008 komið út - 29.5.2008

FH-blaðið 2008 er komið út og er allt hið glæsilegasta.  Meðal efnis eru viðtöl við Heimi Guðjónsson þjálfara og Jónas Grana markahrók.  Tryggvi Guðmundsson segir sitt álit, Daði Lárusson er tekinn tali og margt annað má finna í blaðinu. 

Lesa meira
 
Úr vináttulandsleik Íslands og Wales á Laugardalsvelli 28. maí 2008.  Myndina tók Vilbogi M. Einarsson

Eins marks tap gegn Wales - 28.5.2008

Íslendingar töpuðu gegn Wales í vináttulandsleik sem fram fór á Laugardalsvellinum í kvöld.  Lokatölur urðu 0-1 gestunum í vil og kom sigurmarkið í lok fyrri hálfleiks.  Arnór Smárason spilaði sinn fyrsta A landsleik í kvöld. Lesa meira
 
Marki Margrétar Láru gegn Frökkum fagnað af innlifun

Mikilvægur sigur á Serbum - 28.5.2008

Íslenska kvennalandsliðið lagði það serbneska í dag með fjórum mörkum gegn engu.  Mikill hiti setti mark sitt á leikinn en um 37 stig voru á leikvellinum á meðan leikurinn fór fram. Íslenska liðið hefur nú hlotið 12 stig eftir fimm leiki og er í öðru sæti riðilsins, með markatöluna 14 - 2.  Lesa meira
 
Frá landsleik Íslands og Serbíu, 21. júní 2007 og endaði 5-0 fyrir Ísland

Leikur Serbíu og Íslands hafinn - 28.5.2008

Leikur Serbíu og Íslands er hafinn í Serbíu og er mjög heitt í veðri, hitinn um 35 - 37 stig.  Íslensku stelpurnar byrjuðu engu að síður af krafti, í hvítum búningum og áttu fyrsta markskotið á 3. mínútu sem fór reyndar langt  framhjá. Fylgst verður með leiknum hér á síðunni. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ klúbburinn í 18 ár - 28.5.2008

Í ár er KSÍ klúbburinn að hefja sitt 18. starfsár og er fyrirkomulag klúbbsins að mestu með sama sniði og undanfarin ár.  Síðustu ár hefur klúbburinn verið fullsetinn en nú eru örfá sæti laus og eru áhugasamir hvattir til þess að hafa samband Lesa meira
 
Alll klárt fyrir leikinn gegn Wales

Byrjunarlið Íslands gegn Wales - 28.5.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Wales í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld.  Leikurinn hefst kl. 19:35 og hefst miðasala á Laugardalsvelli hefst kl. 17:00 á leikdag. Lesa meira
 
Heimir Einarsson

Heimir Einarsson inn í hópinn - 28.5.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á hópnum fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales í kvöld.  Heimir Einarsson úr ÍA kemur inn í hópinn í stað Grétars Rafn Steinssonar sem á við meiðsli að stríða og getur ekki leikið í kvöld. Lesa meira
 
Aron Einar Gunnarsson og Grétar Rafn Steinsson í afslöppun fyrir leikinn gegn Wales í maí 2008

Stund á milli stríða - 28.5.2008

Karlalandslið Íslands undirbýr sig nú af kappi fyrir vináttulandsleik gegn Wales en leikið verður í kvöld kl. 19:35.  Æft var tvisvar mánudag og þriðjudag og þess á milli voru leikmenn í meðhöndlun sjúkraþjálfara og nuddara. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Finnlandi, 4. maí 2008.  Leiknum lauk með jaftefli, 1-1 og skoraði Edda Garðarsdóttir mark Íslands

Byrjunarlið Íslands gegn Serbíu - 27.5.2008

Ísland mætir Serbíu á morgun, miðvikudag, og Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir þennan mikilvæga leik.  Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsending kl. 14:50 en leikurinn sjálfur hefst kl. 15:00. Lesa meira
 
Birkir Már Sævarsson - Mynd: Vilbogi M. Einarsson

Birkir Már inn í hópinn - 27.5.2008

Ólafur Jóhannesson hefur valið Valsmanninn Birki Má Sævarsson í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales, en liðin mætast á Laugardalsvelli á miðvikudag kl. 19:35. Lesa meira
 
Leikskráin Ísland-Wales

Leikskráin fyrir leikinn gegn Wales - 27.5.2008

Fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales á miðvikudag verður gefin út 24 blaðsíðna leikskrá með ýmsum áhugaverðum og gagnlegum upplýsingum. Leikskráin verður seld við innganginn á Laugardalsvelli fyrir leik. Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Tveimur leikjum breytt í Landsbankadeild karla - 26.5.2008

Tímasetningar á tveimur leikjum í fimmtu umferð Landsbankadeildar karla hafa breyst og er það vegna þess að leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.  Leikirnir sem um er að ræða eru ÍA - Fylkir og HK - Valur. Lesa meira
 
Helgi Valur Daníelsson og Ólafur Jóhannesson halda á æfingu fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales

Fyrsta æfingin körlunum var í morgun - 26.5.2008

Landsliðshópurinn æfði í morgun á Framvelli og var þetta fyrsta æfingin síðan að hópurinn kom saman fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales á miðvikudaginn.  Þetta var fyrsta æfingin fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales á miðvikudaginn Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Andlitsmálun fyrir leik gegn Wales - 26.5.2008

Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir vináttu landsleik Íslands og Wales á miðvikudag.  Því er um að gera að mæta tímanlega og láta mála íslenska fánann á kinnina og ennið, jafnvel að láta mála allt andlitið!

Lesa meira
 
Védís Hervör

Védís Hervör syngur þjóðsöngvana - 26.5.2008

Fyrir vináttulandsleik Íslands og Wales á miðvikudag mun Védís Hervör Árnadóttir syngja þjóðsöngva landanna.  Þá mun Gunni Óla halda uppi fjörinu í hálfleik með gítar og söng. Lesa meira
 
A landslið kvenna

Kvennalandsliðið hélt utan í morgun - 26.5.2008

Í morgun hélt kvennalandsliðið utan og er förinni  heitið til Serbíu.  Þar verður leikið við heimamenn í undankeppni fyrir EM 2009 og er leikurinn í beinni útsendingu á RÚV.  Leikurinn hefst kl. 15:00, miðvikudaginn 28. maí. Lesa meira
 
Eiður Smári Guðjohnsen bætti markamet Ríharðs Jónssonar með því að skora tvö mörk gegn Lettum í október 2007

Eiður Smári fær ekki leyfi - 26.5.2008

Í morgun fékkst það staðfest að Eiður Smári Guðjohnsen verður ekki í landsliðshópnum í vináttulandsleik gegn Wales á miðvikudaginn.  Ekki fékkst leyfi hjá félagsliði hans, Barcelona, en leikdagurinn er ekki alþjóðlegur leikdagur.

Lesa meira
 
Indriði Sigurðsson

Indriði Sigurðsson inn í landsliðshópinn - 26.5.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á landsliðshóp sínum fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales á miðvikudaginn.  Indriði Sigurðsson kemur inn í hópinn í stað Ragnars Sigurðssonar sem er meiddur. Lesa meira
 
Knattspyrnuhöllin á Akranesi - Akraneshöllin

Fjör á Skaganum í dag - 24.5.2008

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu fóru fram í knattspyrnuhöllinni á Akranesi í dag.  Keppt var í  tveimur styrkleikaflokkum og konur og karlar kepptu saman í liði.  Allir aldursflokkar kepptu saman og skemmtu allir sér hið besta. Lesa meira
 
Merki Íþróttasambands Fatlaðra

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu 2008 - 23.5.2008

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu fara fram í knattspyrnuhöllinni á Akranesi laugardaginn 24. maí 2008.  Keppni hefst kl. 12.00, upphitun kl. 11.30.  Keppt er í tveimur styrkleikaflokkum og konur og karlar keppa saman í liði. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla hefst á laugardag - 23.5.2008

Keppni í VISA bikar karla hefst nú um helgina og fer fyrsti leikur fram á Þingeyri þar sem Höfrungur og Skallagrímur mætast.  Þá fer keppni í 3. deild á fullt um helgina og verður leikið í öllum fjórum riðlinum um helgina Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Ísland - Wales miðvikudaginn 28. maí - 23.5.2008

Ísland og Wales mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 28. maí og hefst leikurinn kl. 19:35.  Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir þátttöku Íslands í undankeppni fyrir HM 2010.  Miðasala er í fullum gangi og er hægt að fá miða á forsöluafslætti ef keypt er á netinu fyrir leikdag. Lesa meira
 
Íslandskort

Vestfirðir heimsóttir - 23.5.2008

Fulltrúar KSÍ heimsóttu Vestfirði í dag, föstudag, og er heimsóknin liður í landshlutafundum KSÍ.  Rætt verður við bæjaryfirvöld og aðildarfélög KSÍ á svæðinu um stöðu knattspyrnunnar, mannvirkjamál og fleira.

Lesa meira
 
Craig Bellamy er í hópnum

Landsliðshópur Wales skorinn niður - 23.5.2008

Sá landsliðshópur sem John Toshack, landsliðsþjálfari Wales hafði áður tilkynnt fyrir vináttulandsleikina gegn Íslandi 28. maí og Hollandi 1. júní hefur nú verið skorinn niður úr 35 leikmönnum í 27.

Lesa meira
 
Sauðárkróksvöllur

Luka heldur áfram að heimsækja félögin - 22.5.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 og U21 karla, heldur áfram að sinna útbreiðslustarfi KSÍ og liður í starfinu er að heimsækja félögin.  Luka var í Vestmannaeyjum og á Sauðárkróki í vikunni og var vel tekið. Lesa meira
 
A landslið karla

Atli Sveinn Þórarinsson inn í hópinn - 22.5.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hóp sínum fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales þann 28. maí næstkomandi.  Atli Sveinn Þórarinsson, úr Val, kemur inn í hópinn.  Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Mótshaldarar Polla - og Hnátumóta 2008 - 21.5.2008

Meðfylgjandi er yfirlit yfir riðlaskiptingu og mótshaldara í Polla- og Hnátumótum KSÍ. Riðlakeppni skal leikin á tímabilinu 9. júní til 18. júlí.  Umsjónarfélög skulu tilkynna um leikdaga eigi síðar en sunnudaginn 1. júní. Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Aðgöngumiðar á Ísland-Wales fyrir handhafa A-passa - 21.5.2008

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Wales afhenta föstudaginn 23. maí frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Takmarkað magn af miðum er í boði á þennan leik. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Breytingar á leiktímum í Landsbankadeild karla - 21.5.2008

Vegna leiks Íslands og Wales í A-landsliðum karla 28. maí nk. hefur eftirfarandi leikjum í Landsbankadeild karla verið breytt: Lesa meira
 
ksi-Akvenna

Viðtal við Sigurð Ragnar Eyjólfsson - 21.5.2008

Viðtal við landsliðsþjálfara kvenna, Sigurð Ragnar Eyjólfsson, þegar hópur hans var tilkynntur fyrir leikinn gegn Serbíu 28. maí. Lesa meira
 
ksi-Akarla

Viðtal við Ólaf Jóhannesson - 21.5.2008

Viðtal við landsliðsþjálfara karla, Ólaf Jóhannesson, þegar hann tilkynnti hóp sinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hóparnir gegn Serbíu og Wales tilbúnir - 21.5.2008

Þeir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna og Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, tilkynntu í dag hópa sína fyrir næstu verkefni. Dagur Sveinn Dagbjartsson hitti landsliðsþjálfarana eftir fundinn í dag og heyrði í þeim hljóðið. Lesa meira
 
Útvarp Saga

Útvarp Saga lýsir frá 1. deild karla - 20.5.2008

Útvarp Saga hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að lýsa frá leik/leikjum í 1. deilk karla ásamt því að flytja fréttir af öðrum leikjum í deildinni.  Hægt er að fræðast nánar um tíðni útvarpstöðvarinnar á heimasíðu stöðvarinnar. Lesa meira
 
Sparkvöllur

Lumar þú á góðri grasrótarmynd? - 20.5.2008

UEFA stendur fyrir ljósmyndasamkeppni á meðal aðildarlanda sinna þar sem besta ljósmyndin er tengist grasrótarstarfi er verðlaunuð.  Verðlaunamyndinni er ætlað að sýna þá gleði og það gildi sem þátttaka í knattspyrnu gefur af sér. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Landsliðshóparnir tilkynntir - 20.5.2008

Á morgun, miðvikudaginn 21. maí kl. 11:30 munu þeir Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynna landsliðshópa sína er verða í eldlínunni 28. maí næstkomandi. Lesa meira
 
Fjölnir

Leyfisveiting Fjölnis leiðrétt - 19.5.2008

Að fengnu samþykki formanns leyfisráðs hefur leyfisstjóri leiðrétt leyfisveitingu Fjölnis vegna þátttökuleyfis í Landsbankadeild karla 2008.  Menntun aðstoðarþjálfara meistaraflokks var ekki skráð að fullu.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið í Reykjanesbæ þriðjudaginn 20. maí kl. 19.00 - 19.5.2008

Unglingadómaranámskeið verður haldið í Íþróttaakademíunni Reykjanesbæ þriðjudaginn 20. maí og hefst það kl. 19:00.  Námskeiðið er öllum opið þeim sem náð hafa 15 ára aldri og hafa brennandi áhuga á knattspyrnu.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Grasrótarnámskeið KSÍ - 16.5.2008

Sunnudaginn 1. júní mun KSÍ standa fyrir Grasrótarnámskeiði fyrir þjálfara.  Námskeiðið er opið öllum þjálfurum, en hentar mjög vel þjálfurum yngri flokka og kennurum og aðstoðarmönnum í knattspyrnuskólum félaga. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Knattspyrnuskóli KSÍ á Laugarvatni 2008 - 16.5.2008

Eins og undanfarin ár starfrækir Knattspyrnusamband Íslands í sumar knattspyrnuskóla fyrir stúlkur og drengi. Í ár eru þetta iðkendur fæddir 1994.  Tilkynna þarf þátttöku á meðfylgjandi eyðublöð og senda til KSÍ fyrir 27. maí.  Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala á Ísland - Wales - 16.5.2008

Íslendingar taka á móti Wales í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum, miðvikudaginn 28. maí kl. 19:35.   Miðasala á leikinn hefst kl. 14:00 í dag og fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Fyrsti leikur í VISA bikar kvenna í kvöld - 16.5.2008

Fyrsti leikur VISA bikarsins fer fram í kvöld en þá mætast GRV og Þróttur í forkeppni VISA bikars kvenna.  Sigurvegari úr leiknum í kvöld mætir svo Fylki í fyrstu umferðinni en sá leikur fer fram 30. maí.

Lesa meira
 
Í leik ÍR og Aftureldingar í 2. deild 2006

Keppni í 2. deild karla hefst í kvöld - 16.5.2008

Keppni í 2. deild karla hefst í kvöld og er heil umferð leikin en í fyrsta skiptið skipa 12 lið 2. deildina.  Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 20:00 og minnt er á að hægt er fá sent SMS með úrslitum leikjanna í 2. deild eins og öðrum leikjum á vegum KSÍ. Lesa meira
 
Merki_Wales

Landsliðshópur Wales tilkynntur - 16.5.2008

John Toshack, landsliðsþjálfari Wales, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Íslandi og Hollandi. . Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands, mun tilkynna hóp sinn næstkomandi miðvikudag. Lesa meira
 
Afturelding

Unglingadómaranámskeið hjá Aftureldingu á mánudag - 16.5.2008

Unglingadómaranámskeið verður haldið í vallarhúsinu að Varmá, sem staðsett er við aðalvöllinn, mánudaginn 17. maí og hefst það kl. 20:00.  Námskeiðið er öllum opið þeim sem náð hafa 15 ára aldri.  Lesa meira
 
HK

HK auglýsir eftir yfirþjálfara yngri flokka - 14.5.2008

HK leitar er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að leggja sitt af mörkum við að efla starf knattspyrnu­deildarinnar. Viðkomandi verður að geta hafið störf 1.júní næstkomandi. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Þjálfararáðstefna KÞÍ um barna og unglingaþjálfun 31. maí - 14.5.2008

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands stendur fyrir ráðstefnu um barna og unglingaþjálfun laugardagin 31. maí.  Fyrirlesarar eru Kasper Hjulmand og Vilmar Pétursson. Lesa meira
 
UEFA

Ísland í 25. sæti háttvísilista UEFA - 13.5.2008

Í dag var dregið um það hvaða tvær þjóðir mundu hreppa aukasæti í UEFA bikarnum á næsta tímabili en þær þjóðir er voru hæstar í háttvísismati UEFA voru í pottinum.  England, Danmörk og Þýskaland hrepptu sætin. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Námskeið í höfuðstöðvum KSÍ fyrir eftirlitsmenn - 13.5.2008

Guðmundur Ingi Jónsson og Egill Már Markússon hafa verið með námskeið fyrir eftirlitsmenn á undanförnum vikum.  Mánudaginn 19. maí kl. 17:00 verður haldið námskeið í höfuðstöðvum KSÍ.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ 13. maí - 12.5.2008

Unglingadómaranámskeið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, þriðjudaginn 13. maí og hefst það kl. 20:00.  Námskeiðið er öllum opið þeim sem náð hafa 15 ára aldri og hafa brennandi áhuga á knattspyrnu. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Baráttan í fyrstu deild karla hefst í dag - 12.5.2008

Í dag, mánudaginn 12. maí, byrjar boltinn að rúlla í 1. deild karla og eru fimm leikir á dagskránni.  Fyrstu umferðinni lýkur svo á morgun þegar að Þór og KS/Leiftur mætast í Boganum. Lesa meira
 
Þórir Hákonarson framkvæmdarstjóri KSÍ

Velkomin til leiks - 11.5.2008

Fyrstu leikir Íslandsmótsins í knattspyrnu fara fram um helgina þegar flautað verður til leiks í Landsbankadeild karla og Landsbankadeild kvenna fylgir í kjölfarið þegar á mánudag. 

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeild kvenna hefst á mánudag - 11.5.2008

Landsbankadeild kvenna hefur göngu sína mánudaginn 12. maí þegar að Íslandsmeistarar Vals taka á móti Þór/KA í Egilshöllinni.  Daginn eftir, þriðjudaginn 13. maí, klárast svo fyrsta umferðin með fjórum leikjum. Lesa meira
 
Domarar2005-0038

Fyrstu feðgar sem dæma í efstu deild - 10.5.2008

Í dag dæmdi Þóroddur Hjaltalín sinn fyrsta leik í Landsbankadeild karla þegar hann var við stjórnvölinn á leik HK og FH á Kópavogsvelli.  Þetta væri kannski ekki til frásögur færandi nema fyrir það að þarna fetaði Þóroddur í fótspor föður síns. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Mörkunum rigndi inn í fyrstu umferðinni - 10.5.2008

Eftir mikla tilhlökkun byrjaði boltinn loksins að rúlla í Landsbankadeildinni í dag.  Það var greinilegt að leikmenn voru tilbúnir því að mörkunum rigndi niður í fyrstu umferð Landsbankadeildar karla.  Alls urðu mörkin  24 og flest komu þau í Keflavík. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeild karla hefst í dag - 10.5.2008

Landsbankadeild karla hefur göngu sína í dag og í fyrsta skiptið er leikið í 12 liða deild í efst deild á Íslandi.  Heil umferð verður leikin í dag og hefjast allir leikirnir kl. 14:00 að undaskildum leik Keflavíkur og Vals, sem hefst kl. 16:15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Lesa meira
 

Breyting á leik í Landbankadeild karla - 9.5.2008

Einn leikur hefur verið færður til í Landsbankadeild karla og er það leikur Vals og Grindavíkur sem þarf að færa til vegna þess að heimavöllur Vals er ekki tilbúinn.  Bæði leikdagur og leikstaður breytast í þessu tilfelli. Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Staðfest niðurröðun yngri flokka 2008 - 9.5.2008

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun móta sumarsins í yngri aldursflokkum og má sjá niðurröðun einstakra flokka á vef KSÍ undir "Mót". Einnig má sjá niðurröðun í hverjum flokki fyrir sig hér að neðan eins og hún var staðfest af mótanefnd 7. maí. Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Lokað fyrir félagaskipti 15. maí - 9.5.2008

Þann 15. maí næstkomandi er síðasti dagur félagaskipta en félagaskipti verða ekki heimil fyrir meistaraflokksleikmenn aftur fyrr en 15. júlí nema fyrir þá leikmenn sem koma til baka af tímabundnum félagaskiptum.  Lesa meira
 
Áhorfendur fagna

Stuðningsmannakeppnin heldur áfram - 8.5.2008

Hin vinsæla stuðningsmannakeppni heldur áfram í ár.  Veitt verða vegleg peningaverðlaun til þess stuðningsmannahóps sem valinn er hverju sinni, 100 þúsund krónur fyrir sigur í hverjum mótshluta fyrir sig.  Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Forsala aðgöngumiða á netinu í Landsbankadeild karla - 8.5.2008

Hægt verður að kaupa miða á leiki í Landsbankadeild karla á netinu á forsöluverði (kr. 1.200). Miðasöluvefurinn verður aðgengilegur af ksi.is og midi.is, sem og af vefsíðum félaganna í deildinni.  Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Boðsmiðar fyrir 16 ára og yngri - 8.5.2008

Börnum 16 ára og yngri geta nálgast boðsmiða á leiki Landsbankadeildar karla í útibúum Landsbankans.  Krakkarnir skila miðanum við innganginn á völlinn, félögin safna síðan miðunum saman og í lok móts er dregið úr öllum miðunum í happdrætti. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeildirnar 2008 - 8.5.2008

Nú styttist óðum í það sem margir telja hinn eina sanna sumarboða, þegar boltinn byrjar að rúlla í Landsbankadeildunum.  Landsbankadeild karla hefst laugardaginn 10. maí og Landsbankadeild kvenna, mánudaginn 12. maí. Lesa meira
 
A landslið kvenna

Gary fylgist með Frökkum og Serbum - 8.5.2008

Gary Wake, aðstoðarlandsliðsþjálfari U19 kvenna, er nú staddur í Frakklandi þar sem hann fylgist með landsleik Frakka og Serba í riðlakeppni fyrir EM kvenna 2009.  Þessar þjóðir eru í sama riðli og Íslendingar Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Stöðvun leiks vegna meiddra leikmanna - 8.5.2008

Vert er að vekja sérstaklega athygli á einu atriði í áhersluatriðum dómaranefndar.   Fjallar þetta atriði um stöðvun leiks vegna meiddra leikmanna. Vakin er athygli á því að það er dómarans að stöðva leikinn ef leikmenn meiðast. Lesa meira
 
Úr leik FH og Keflavíkur frá 28. júlí 2007

SMS þjónusta á vefnum - 8.5.2008

Í sumar er í fyrsta sinn boðið upp á SMS-úrslitaþjónustu í gegnum vef KSÍ.  Hægt er að fá úrslit úr einstökum leikjum í tilteknu móti með einföldum hætti. SMS-þjónustan nær til allra aldursflokka og allra móta KSÍ Lesa meira
 
1 x 2

Þjálfarar spá í 1. og 2. deild karla - 7.5.2008

Íslenskar Getraunir stóðu fyrir spá á meðal þjálfara í 1. og 2. deild karla þar sem þeir spáðu fyrir um gengi liðanna í deildinni.  Víkingum og Vestmannaeyingum er spáð efstu sætunum í 1. deild og ÍR og Afturelding í 2. deild. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Finnlandi, 4. maí 2008.  Leiknum lauk með jaftefli, 1-1 og skoraði Edda Garðarsdóttir mark Íslands

Markalaust jafntefli í Finnlandi - 7.5.2008

Íslenska kvennalandsliðið gerði í dag markalaust jafntefli gegn Finnlandi í vináttulandsleik.  Leikið var í Lahti og var leikurinn seinni vináttulandsleikur þjóðanna en fyrri leiknum lauk einnig með jafntefli, 1-1. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Val og KR spáð Íslandsmeistaratitlunum - 7.5.2008

Í dag var haldinn í Smárabíói, kynningarfundur fyrir Landsbankadeildir karla og kvenna og var þar m.a. kynntar niðurstöður úr hinni árlegu spá.  Val er spáð Íslandsmeistaratitli karla en hjá konunum er KR spáð sigri. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006.  Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Áhersluatriði dómaranefndar 2008 - 7.5.2008

Eins og áður hefur dómaranefnd gefið út áhersluatriði dómaranefndar og er hægt að sjá þau hér að neðan.  Allir hlutaðeigandi eru beðnir um að kynna sér þessi áhersluatriði vel og kynna þau innan síns félags. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Finnlandi, 4. maí 2008.  Leiknum lauk með jaftefli, 1-1 og skoraði Edda Garðarsdóttir mark Íslands

Byrjunarliðið í seinni leiknum gegn Finnlandi - 6.5.2008

Íslenska kvennlandsliðið leikur seinni vináttulandsleikinn gegn Finnlandi á morgun kl. 15:30 og verður leikið í Lahti á leikvelli sem notaður verður í úrslitakeppni EM 2009.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

ÍR sigraði í B deild karla - 5.5.2008

ÍR sigraði í B deild Lengjubikars karla en þeir lögðu Hvöt í úrslitaleik í gær en leikið var á ÍR velli.  Lokatölur urðu 2-1 ÍR í vil en eftir venjulegan leiktíma var staðan 1-1 og þurfti því að framlengja leikinn. Lesa meira
 
Valur

Valur sigraði í Meistarakeppni KSÍ - 5.5.2008

Valsmenn lögðu FH í gær en keppt var um sigurlaunin í Meistarakeppni KSÍ.  Lokatölur urðu 2-1 fyrir Valsmenn eftir að staðan hafði verið 1-1 í hálfleik.  Það eru Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta tímabils er leika um þennan titil. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Finnlandi, 4. maí 2008.  Leiknum lauk með jaftefli, 1-1 og skoraði Edda Garðarsdóttir mark Íslands

Jafnt gegn Finnum - 4.5.2008

Kvennalandsliðið gerði í dag jafntefli við Finna í vináttulandsleik er leikinn var í Espoo í Finnlandi.  Lokatölur urðu 1-1 og jöfnuðu Finnar leikinn í uppbótartíma.  Edda Garðarsdóttir skoraði mark Íslendinga með glæsilegu skoti. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Byrjunarliðið gegn Finnlandi - 3.5.2008

Íslenska kvennalandsliðið leikur vináttulandsleik gegn Finnlandi á morgun og hefur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn en liðin leika aftur á miðvikudaginn. Lesa meira
 

U19 karla tapaði gegn Búlgaríu - 2.5.2008

Strákarnir í U19 karlalandsliðinu töpuðu gegn Búlgörum í lokaleik liðsins fyrir EM 2008 en leikið var í Noregi.  Lokatölur urðu 2-1 Búlgari í vil en Íslendingar þurftu sigur til þess að tryggja sig áfram í úrslitakeppnina. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Kynningarfundur Landsbankadeilda 2008 - 2.5.2008

Kynningarfundur Landsbankadeilda karla og kvenna 2008 fer fram í Smárabíói í Kópavogi miðvikudaginn 7. maí næstkomandi kl. 16:00.  Farið verður yfir ýmis atriði fyrir keppnistímabilið og hin árlega spá um lokastöðu liða verður kynnt. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Meistarakeppni karla - Valur og FH mætast - 2.5.2008

Valur og FH mætast í Meistarakeppni karla á sunnudaginn kl. 19:15 og fer leikurinn fram í Kórnum.  Í þessum leik mætast Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta keppnistímabils. FH og Valur hafa unnið þennan titil þrjú síðustu ár, FH 2005 og 2007 en Valur 2006 Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 karla er sigraði Ísrael með einu marki gegn engu í milliriðli fyrir EM 2008

U19 karla leika gegn Búlgörum í dag - 2.5.2008

Í dag kl. 16:00 leika Íslendingar við Búlgari í milliriðli fyrir EM 2008 hjá U19 karla.  Með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Tékklandi.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið.    Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Hvöt og ÍR í úrslitum B deildar karla - 2.5.2008

Það verða Hvöt og ÍR sem leika til úrslita í B deild Lengjubikars karla og fer leikurinn fram sunnudaginn 4. maí kl. 14:00.  Hvöt lagði Víði í undanúrslitum og ÍR hafði betur gegn Hetti. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Valur Lengjubikarmeistari karla - 2.5.2008

Valsmenn lögðu Framara í úrslitaleik A deildar Lengjubikars karla en leikið var í Kórnum.  Lokatölur urðu 4-1 Valsmönnum í vil eftir að þeir höfðu haft yfir, 2-1 í hálfleik.  Þetta er í fyrsta skiptið sem Valsmenn vinna þennan titil. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit í B deild Lengjubikarsins í dag - 1.5.2008

Í dag, 1. maí, fara fram undanúrslit í B deild karla í Lengjubikarnum og hefjast báðir leikirnir kl. 14:00.  Á Gróttuvelli eigast við Hvöt og Víðir en á ÍR vellinum mætast ÍR og Höttur. Lesa meira
 
100 ára afmælismerki Fram

Fram er 100 ára í dag - 1.5.2008

Í dag, fimmtudaginn 1. maí, er Knattspyrnufélagið Fram 100 ára en félagið stofnuðu nokkrir ungir drengir þann 1. maí 1908.  Viðamikil afmælisdagskrá er af þessu tilefni í dag en í gærkvöldi var haldinn hátíðarkvöldverður þar sem félagar voru heiðraðir. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög