Fréttir

KSÍ - Alltaf í boltanum

Skemmtileg verkefni við Norðurlandamót U16 kvenna - 30.4.2008

Opna Norðurlandamót U16 kvenna verður haldið í sumar og er skipulag þess í höndum KSÍ.  KSÍ óskar eftir sjálboðaliðum til að vinna við mótið,  sérstaklega á Selfossi og nágrenni og í Keflavík og nágrenni. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Úrslitaleikur A deildar Lengjubikars karla 1. maí - 30.4.2008

Úrslitaleikur A deildar Lengjubikars karla fer fram fimmtudaginn 1. maí og mætast þá Reykjavíkurliðin Fram og Valur.  Leikurinn fer fram í Kórnum og hefst kl. 19:15. Aðgangseyrir á leikinn er 1000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson sprettir úr spori á meðan kollegar hans fylgjast með

Landsdómarar funduðu um helgina - 30.4.2008

Um síðustu helgi var haldin hin árlega Landsdómararáðstefna og voru það 45 dómarar sem mættu til ráðstefnunnar.  Hún fór fram í höfuðstöðvum KSÍ og á Hótel Örk og er lokahnykkurinn í undirbúningi landsdómara fyrir komandi keppnistímabil. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U19 karla fyrir leikinn gegn Noregi í milliriðli fyrir EM 2008

Fullt hús hjá U19 karla - 29.4.2008

U19 karlalandsliðið vann sinn annan leik í milliriðli fyrir EM 2008 í dag en þá voru Ísraelsmenn lagðir að velli.  Lokatölur urðu 1-0 Íslandi í vil og skoraði Gylfi Þór Sigurðsson sigurmarkið á 7. mínútu leiksins. Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna í sigurleik gegn Írum í vináttulandsleik í mars 2008

Naumt tap hjá U19 kvenna gegn Englandi - 29.4.2008

Íslenska U19 kvennalandsliðið lék síðasta leikinn í milliriðli fyrir EM 2008 í dag en riðillinn var leikinn í Belgíu.  Íslenska liðið tapaði naumlega gegn sterku ensku liði með einu marki gegn engu og kom sigurmark leiksins fimm mínútum fyrir leikslok. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U19 karla fyrir leikinn gegn Noregi í milliriðli fyrir EM 2008

Byrjunarlið U19 karla gegn Ísrael - 29.4.2008

U19 landslið karla leikur sinn annan leik í milliriðli fyrir EM 2008 í dag og verða mótherjarnir frá Ísrael.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í dag. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Byrjunarliðið hjá U19 kvenna gegn Englandi - 29.4.2008

Í dag leikur íslenska U19 landslið kvenna lokaleik sinn í milliriðli fyrir EM 2008.  Milliriðillinn er leikinn í Belgíu og eru mótherjarnir í dag Englendingar.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Mikill áhugi á Hvammstanga - 29.4.2008

Í gær var Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 og U21 karla, staddur á Hvammstanga þar sem hann stjórnaði nokkrum knattspyrnuæfingum fyrir áhugasama krakka.   Luka verður á Dalvík á miðvikudaginn. Lesa meira
 
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals, tekur við sigurlaununum fyrir Meistarakeppni kvenna 2008

Valur sigraði í Meistarakeppni kvenna - 29.4.2008

Valur tryggði sér í gær sigur í Meistarakeppni kvenna en leikið var í Kórnum.  Lokatölur urðu 2-1 fyrir Valsstúlkur eftir að þær höfðu haft forystu í hálfleik, 1-0.  Valur hefur unnið þennan titil í fjögur skipti á síðustu fimm árum. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Óúttekin leikbönn í meistaraflokki 2008 - 28.4.2008

Skrifstofa KSÍ hefur sent aðildarfélögum sínum bréf sem inniheldur lista yfir þá leikmenn í meistaraflokki sem eiga óúttekin leikbönn frá síðustu leiktíð.  Hafa ber í huga að listi þessi er aðeins til upplýsinga og áminningar. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Knattspyrna í 100 ár - 28.4.2008

Sumarkoman boðar líf og fjör á knattspyrnuvöllum landsins.  Það var einmitt við komu sumars árið 1908 að tvö aðildarfélaga KSÍ voru stofnuð. Knattspyrnufélagið Víkingur var stofnað 21. apríl og Knattspyrnufélagið Fram 1. maí.  Lesa meira
 
U19 landslið karla

Óskar inn í hópinn hjá U19 karla - 28.4.2008

Óskar Pétursson, markvörður úr Grindavík, heldur til Noregs í dag þar sem U19 karla leikur í milliriðli fyrir EM 2008.  Kemur hann í stað Ögmundar Kristinssonar sem varð fyrir meiðslum í leiknum gegn Noregi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Valur og KR mætast í Meistarakeppni kvenna - 28.4.2008

Valur og KR mætast í kvöld í Meistarakeppni kvenna og fer leikurinn fram í Kórnum kl. 20:00.  Í þessari keppni mætast Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta keppnistímabils. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U19 karla fyrir leikinn gegn Noregi í milliriðli fyrir EM 2008

Frábær byrjun hjá U19 karla í Noregi - 27.4.2008

Íslenska U19 karlalandsliðið byrjaði frábærlega í milliriðli fyrir EM 2008 en riðillinn er leikinn í Noregi.  Fyrsti leikurinn fór fram í dag og voru Norðmenn mótherjarnir að þessu sinni.  Íslenska liðið lagði heimamenn með þremur mörkum gegn tveimur.  Lesa meira
 
U19 landslið karla

Byrjunarlið Íslands gegn Noregi hjá U19 karla - 27.4.2008

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Norðmönnum í dag í fyrsta leik liðsins í milliriðli fyrir EM 2008.  Leikið er í Moss í Noregi og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Írlandi á Algarve Cup 2008

Landsliðshópurinn valinn fyrir Finnlandsferð - 26.4.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið landsliðhóp sinn fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Finnlandi sem leiknir verða ytra.  Leikirnir fara fram 4. og 7. maí og eru liður í lokaundirbúningi liðsins fyrir baráttuna í undankeppni EM Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Jafntefli hjá U19 kvenna gegn Pólverjum - 26.4.2008

Lið U19 kvenna lék annan leik sinn í dag í milliriðli fyrir EM 2008 en leikið er í Belgíu.  Gerðu stelpurnar 2-2 jafntefli gegn Póllandi eftir að hafa verið undir í hálfleik, 1-2.  Sara Björk Gunnarsdóttir fékk að líta rauða spjaldið á síðustu mínútu leiksins. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

KR Lengjubikarmeistari í A deild kvenna - 25.4.2008

KR sigraði Val í kvöld í úrslitaleik A deildar Lengjubikars kvenna en leikið var í Egilshöllinni.  Lokatölur urðu 4-0 KR í vil eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1-0.  Þessi lið mætast að nýju á mánudaginn í Meistarakeppni kvenna. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U19 karla í leik gegn Englendingum í riðlakeppni EM í október 2007

U19 karla heldur til Noregs á morgun - 25.4.2008

Íslenska U19 landslið karla heldur til Noregs snemma í fyrramálið þar sem leikið verður í milliriðli fyrir EM 2008.  Liðið er þar í riðli með heimamönnum, Búlgaríu og Ísrael.  Fyrsti leikurinn er við Noreg, sunnudaginn 27. apríl. Lesa meira
 
ksi_u19_karla

Viðtal við Kristin R. Jónsson - 25.4.2008

Viðtal við Kristin R. Jónsson, landsliðsþjálfara U19 karla, fyrir ferð þeirra til Noregs þar sem þeir leika í milliriðli fyrir EM 2008. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Reykjavíkurslagur í kvöld - 25.4.2008

Í kvöld eigast við Reykjavíkurliðin KR og Valur í úrslitaleik A deildar Lengjubikars kvenna.  Leikurinn fer fram í Egilshöllinni og hefst kl. 19:00.    Þessi félög léku til úrslita í þessari keppni á síðasta tímabili og fóru þá Valsstúlkur með sigur af hólmi. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Valur og Fram leika til úrslita í A deild Lengjubikars karla - 24.4.2008

Í kvöld var það ljóst að Reykjavíkurliðin Valur og Fram leika til úrslita í A deild Lengjubikars karla.  Valsmenn lögðu ÍA í fyrri undanúrslitaleiknum og Fram hafði betur gegn Breiðablik eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Breyting á hópnum hjá U19 karla fyrir Noregsferðina - 24.4.2008

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur gert breytingu á hópi sínum fyrir keppni í milliriðli fyrir EM 2008 sem leikinn verður í Noregi.  Aaron Palomares úr HK kemur inn í hópinn í stað Kolbeins Sigþórssonar, sem er meiddur. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Tap gegn Belgum hjá U19 kvenna - 24.4.2008

Landslið U19 kvenna tapaði í dag gegn Belgum í fyrsta leik liðsins í milliriðli fyrir EM 2008.  Eftir markalausan fyrri hálfleik, skoruðu Belgar eina mark leiksins á 65. mínútu.  Íslenska liðið leikur gegn Póllandi á laugardaginn. Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna í sigurleik gegn Írum í vináttulandsleik í mars 2008

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Belgíu - 24.4.2008

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Belgum í dag.  Leikurinn er fyrsti leikur liðsins í milliriðli fyrir EM 2008 og er leikið í Belgíu.  Önnur lið í riðlinum eru England og Pólland. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Þrjár breytingar á hópnum hjá U19 karla - 23.4.2008

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur gert þrjár breytingar á hóp sínum er leikur í Noregi í milliriðli fyrir EM 2008.  Fyrsti leikur liðsins er gegn heimamönnum, sunnudaginn 27. apríl. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit Lengjubikars karla á sumardaginn fyrsta - 23.4.2008

Leikið verður í undanúrslitum A deildar Lengjubikars karla fimmtudaginn 24. apríl.  Valur og ÍA eigast við í Kórnum og hefst leikur þeirra kl. 14:00.  Í Egilshöllinni leika svo Fram og Breiðablik og hefst leikur þeirra kl. 19:00. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

KR og Valur leika til úrslita í A deild Lengjubikars kvenna - 23.4.2008

Í gærkvöldi var það ljóst að KR og Valur leika til úrslita í A deild Lengjubikars kvenna.  KR sigraði Stjörnuna í undanúrslitum með fjórum mörkum gegn engu og sama markatala var upp á teningnum þegar að Valur lagði Breiðablik. Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna í sigurleik gegn Írum í vináttulandsleik í mars 2008

Lið U19 kvenna farið til Belgíu - 23.4.2008

Stelpurnar í U19 landsliði kvenna hélt af stað í morgun, ásamt fylgdarliði, til Belgíu þar sem liðið leikur í milliriðli fyrir EM 2008.  Fyrsti leikur liðsins er á morgun, fimmtudag, en þá verður leikið gegn heimastúlkum í Belgíu. Lesa meira
 
Ólafur Þór Guðbjörnsson

Viðtal við Ólaf Þór Guðbjörnsson - 23.4.2008

Viðtal við Ólaf Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfara U19 kvenna, fyrir ferð liðsins til Belgíu þar sem liðið leikur í milliriðli fyrir EM 2008. Lesa meira
 
Íslandskort

Útbreiðslustarf KSÍ í fullum gangi - 22.4.2008

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 og U21 karla, sinnir útbreiðslustarfi KSÍ og hefur gert það víðreist upp á síðkastið.  Luka heimsótti Egilsstaði og Reyðarfjörð í síðustu viku og heldur áfram að heimsækja félög í þessari viku sem og þeirri næstu. Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Sigurður Ragnar til Grikklands - 22.4.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, mun á morgun fylgjast með leik Grikkja og Frakka í 3. riðli undankeppni fyrir EM 2009.  Þessi lið verða mótherjar Íslands síðar á árinu. Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Fylkir mætir FK Riga í Inter Toto - 21.4.2008

Í dag var dregið í Inter Toto keppninni en Fylkismenn eru fulltrúar Íslendinga í ár.  Fylkismenn drógust á móti FK Riga frá Lettlandi og fer fyrri leikurinn fram í Riga 21. eða 22. júní.  Seinni leikurinn fer fram hér heima viku síðar eða 28. eða 29. júní. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit A deildar Lengjubikars kvenna - 21.4.2008

Undanúrslit A deildar Lengjubikars kvenna fara fram á morgun, þriðjudag.  KR og Stjarnan mætast í KR velli kl. 18:00 og Valur og Breiðablik leika í Kórnum kl. 19:00.  Úrslitaleikurinn fer svo fram í Egilshöllinni, föstudaginn 25. apríl kl. 19:00. Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Knattspyrnufélagið Víkingur er 100 ára í dag - 21.4.2008

Knattspyrnufélagið Víkingur er 100 ára í dag.  Félagið var stofnað af ungum drengjum, 21. apríl 1908 og voru 32 drengir sem mættu á stofnfundinn sem haldinn var að Túngötu 12. Lesa meira
 
Höttur

Áfrýjun í máli Hattar gegn mótanefnd - 20.4.2008

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir áfrýjun í máli Hattar gegn mótanefnd KSÍ en Höttur kærði þá ákvörðun mótanefndar að Afturelding tæki sæti í B deild 2. flokks karla.  Áfrýjunardómstóllinn staðfestir hinn áfrýjaða úrskurð

Lesa meira
 
Úr leik FH og Keflavíkur frá 28. júlí 2007

Leikir meistaraflokks 2008 staðfestir - 18.4.2008

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við að staðfesta alla leiki meistaraflokks í mótum sumarsins.  Nokkrar breytingar hafa verið gerðar frá þeim drögum er send voru út í mars og því mikilvægt að taka öll eldri drög úr umferð. Lesa meira
 
Höttur

Úrskurður í máli Hattar gegn mótanefnd KSÍ - 18.4.2008

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir mál Hattar gegn mótanefnd KSÍ en Höttur kærði þá ákvörðun mótanefndar um að Afturelding tæki laust sæti í B deild Íslandsmóts 2. flokks karla.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Styrkur KSÍ til fræðslumála - 17.4.2008

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum á dögunum að styðja enn fremur við fræðslumál innan sambandsins.  Mun KSÍ veita 10 ferðastyrki á ári til fræðslumála sem nemur ráðstöfun flugmiða á áfangastaði Icelandair. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U19 karla í leik gegn Englendingum í riðlakeppni EM í október 2007

Hópurinn hjá U19 karla er leikur í Noregi - 16.4.2008

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið landsliðshóp sinn er leikur í milliriðli fyrir EM 2008 í Noregi.  Leikið verður dagana 27. apríl til 2. maí.  Mótherjar Íslendinga í riðlinum eru, auk heimamanna, Ísrael og Búlgaría. Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna í sigurleik gegn Írum í vináttulandsleik í mars 2008

Hópurinn hjá U19 kvenna er leikur í Belgíu - 16.4.2008

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt hópinn sem heldur til Belgíu og leikur þar í milliriðli fyrir EM 2008.  Andstæðingar Íslands í riðlinum eru, auk heimastúlkna, Pólland og England. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á heimasíðunni - 16.4.2008

Í dag var tekið í notkun nýtt útlit á heimasíðu KSÍ og á sama tíma eru nýir möguleikar í boði á síðunni.  Meðal þess sem boðið er upp á eru myndbönd en í framtíðinni verður hægt að skoða myndbönd frá ýmsum hliðum starfsemi KSÍ. Lesa meira
 
Íslandskort

Landshlutafundir KSÍ - 16.4.2008

Í dag, miðvikudaginn 16. apríl, verður á Reyðarfirði fyrsti fundur KSÍ með aðildarfélögunum, en fyrirhugaðir eru fundir víðsvegar um landið á næstu dögum.  Fundurinn í dag verður á Hótel Reyðarfirði og hefst kl. 17:00. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Námskeið á Akureyri fyrir eftirlitsmenn - 15.4.2008

Guðmundur Ingi Jónsson og Egill Már Markússon hafa verið með námskeið fyrir eftirlitsmenn á undanförnum vikum.  Næsta laugardag þann 19. apríl verður haldið námskeið á Akureyri. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn undirbýr sig í Sviss - 15.4.2008

Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari, er nú staddur í Sviss þar sem hann sækir undirbúningsfund fyrir dómara er starfa í úrslitakeppni EM í Sviss og Austurríki.  Allir þeir dómarar er starfa við úrslitakeppnina sækja þennan undirbúningsfund. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Fjórðungsúrslit í Lengjubikar karla - 15.4.2008

Ljóst er hvaða félög leika saman í fjórðungsúrslitum A deildar Lengjubikars karla.  Leikirnir fara fram föstudagskvöldið 18. apríl og laugardaginn 19. apríl.  Leikið verður í Egilshöll, Kórnum og á Framvelli. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Héraðsdómaranámskeið hjá KSÍ á fimmtudag - 14.4.2008

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ  fimmtudaginn 17. apríl kl. 18:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Lesa meira
 
Merki Hauka

Unglingadómaranámskeið hjá Haukum - 14.4.2008

Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna.  Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.  Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Aðgangur á námskeiðið er ókeypis. 

Lesa meira
 
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

Valsmenn lögðu Færeyjameistarana - 12.4.2008

Í dag fór fram í Kórnum leikur Íslandsmeistara Vals og Færeyjameistarana í NSÍ.  Lokatölur urðu þær að Valsmenn fór með sigur af hólmi með fimm mörkum gegn tveimur. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Fjör í Lengjubikarnum um helgina - 11.4.2008

Margir leikir fara fram í Lengjubikar karla og kvenna um helgina.  Línur eru farnar að skýrast í A deild karla og hafa 7 félög tryggt sér sæti í fjórðungsúrslitum.  Þróttur og ÍA berjast um síðasta sætið en þessi félög mætast í Egilshöllinni á sunnudaginn. Lesa meira
 
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

Valsmenn leika gegn NSÍ í Kórnum - 11.4.2008

Íslandsmeistarar karla í knattspyrnu Valur taka á móti Færeyjarmeisturunum í NSÍ frá Rúnavík á morgun, laugardag.  Leikurinn fer fram í Kórnum og hefst kl. 14:30.  Aðgangur á leikinn er ókeypis. Lesa meira
 
Margrét Lára Viðarsdóttir og Gunnlaugur Jónsson með Landsbankadeildarknöttinn er verður notaður keppnistímabilið 2008

Nýr Landsbankadeildarknöttur afhentur - 11.4.2008

Öll lið í Landsbankadeild karla og kvenna fá þessa dagana afhentan vandaðan og sérmerktan Landsbankadeildarknött. Boltinn er af gerðinni Uhlsport TC Precision Classic. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeild karla hefst 10. maí - 10.4.2008

Í dag er réttur mánuður í að boltinn fari að rúlla í Landsbankadeild karla en fyrsta umferðin verður leikin 10. maí.  Íslandsmeistarar Vals hefja titilvörnina suður með sjó þegar þeir heimsækja Keflavík Lesa meira
 
Luka Kostic

Luka á faraldsfæti - 10.4.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 og U21 karla, hefur farið víða upp á síðkastið.  Hefur hann heimsótt félög og leiðbeint leikmönnum sem þjálfurum.  Luka verður á Reyðarfirði og Egilsstöðum næstkomandi mánudag. Lesa meira
 
Stjarnan

Unglingadómaranámskeið hjá Stjörnunni - 10.4.2008

Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna.  Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.  Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Héraðsdómaranámskeið á Akureyri - 10.4.2008

Héraðsdómaranámskeið verður haldið á Akureyri fimmtudaginn 10. apríl kl. 17:00 í Hamri.  Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara á Norðurlandi og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Finnum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

U18 landslið karla á mót í Tékklandi - 9.4.2008

KSÍ hefur þekkst boð tékkneska sambandsins um að taka þátt í 8 liða móti fyrir U18 landslið (leikmenn fæddir 1991 og síðar) í Tékklandi 26. - 31. ágúst.  Dregið hefur verið í riðla og er Ísland í riðli með heimamönnum, Norðmönnum og Ungverjum. Lesa meira
 
MasterCard

Prúðmennskuverðlaun KSÍ og Mastercard fyrir opin mót - 9.4.2008

Minnt er á að þau félög sem halda opin mót í sumar fyrir yngri flokka geta pantað prúðmennskuverðlaun hjá KSÍ.  Hægt er að fá verðlaunaskjöld fyrir hvern aldursflokk sem er merktur KSÍ og Mastercard - "Knattspyrna - leikur án fordóma". Lesa meira
 
ÍBV

Ólöglegur leikmaður með ÍBV í Lengjubikar kvenna - 9.4.2008

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Lind Hrafnsdóttir lék ólögleg með ÍBV í leik gegn Haukum sem fram fór í Lengjubikar kvenna, 5. apríl síðastliðinn. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ísland upp um þrjú sæti - 9.4.2008

Íslenska karlalandsliðið færist upp um þrjú sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag.  Íslenska karlalandsliðið er nú í 86. sæti listans.  Argentínumenn er sem fyrr í efsta sæti FIFA styrkleikalistans. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Ánægjukönnun á meðal leyfisumsækjenda 2008 - 8.4.2008

Að loknu leyfisferlinu á ári hverju fer fram svokallað árlegt endurmat, að kröfu UEFA, þar sem farið er yfir alla þætti kerfisins og skoðað hvað vel hefur gengið og hvað mætti betur fara.

Lesa meira
 
Ungar og efnilegar knattspyrnukonur á Pæjumóti TM á Siglufirði

Sektir vegna úrsagna úr mótum hækka 10. apríl - 8.4.2008

Þessa dagana eru starfsmenn mótadeildar að vinna í þeim óskum er komið hafa fram vegna breytinga leikja í yngri flokkum.  Vert er að vekja athygli aðildarfélaga á því að sektir vegna úrsagna úr mótum hækka 10. apríl næstkomandi. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Pistill formanns: Aukin gagnvirkni á vef KSÍ - 8.4.2008

KSÍ leggur mikla áherslu á að gera ksi.is að öflugu þjónustutæki og víðtækum upplýsingabanka.  Nú hefur skrefið verið tekið í áttina að aukinni gagnvirkni.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna um næstu helgi - 7.4.2008

Landsliðsþjálfararnir, Kristrún Lilja Daðadóttir og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið hópa sína sem mæta á úrtaksæfingar um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og Kórnum. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Geir eftirlitsmaður UEFA á Stamford Bridge - 7.4.2008

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Chelsea og Fenerbahce sem fram fer á heimavelli Chelsea, Stamford Bridge.  Leikurinn er seinni viðureign liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Greiðsla til þeirra 24 félaga sem undirgengust leyfiskerfið - 7.4.2008

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að greiða öllum félögum sem undirgengust leyfiskerfi KSÍ fyrir keppnistímabilið 2008 styrk fyrir vinnu við undirbúning leyfisumsókna.  Heildarupphæð greiðslunnar er kr. 6.000.000.

Lesa meira
 
Tindastóll

Ólöglegir leikmenn hjá Tindastóli í Lengjubikar karla - 7.4.2008

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að þeir Thomas Lindeas, Andreas Thorland og Pal Skarstad voru ólöglegir með Tindastóli í leik gegn Dalvík/Reyni sem fram fór 28. mars í Lengjubikar karla. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Þróttur og Fjölnir leika á sínum heimavöllum í sumar - 4.4.2008

Stjórn KSÍ hefur samþykkt undanþágubeiðnir Þróttar og Fjölnis varðandi mannvirkjaforsendur leyfiskerfisins, þannig að þessi félög geta leikið á sínum heimavöllum í Landsbankadeild karla í sumar.

Lesa meira
 
Arnar Bill Gunnarsson

Viðtal við Arnar Bill Gunnarsson - 4.4.2008

Arnar Bill er íþróttafræðingur frá Laugarvatni, en því námi lauk hann árið 2002. Arnar Bill útskrifaðist einnig með UEFA A þjálfaragráðu frá Danmörku árið 2002 og er nú yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðabliki. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Fjölmargir leikir í Lengjubikarnum um helgina - 4.4.2008

Um helgina eru fjölmargir leikir í Lengjubikarnum og er leikið víðsvegar um landið.  Keppni hefst nú  í C deild Lengjubikars kvenna en neðri deildirnar í Lengjubikarnum verða fyrirferðamiklar þessa helgi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Stjórn KSÍ fjallaði um tillögu BÍ88 og Höfrungs - 4.4.2008

Stjórn KSÍ tók til umfjöllunar tillögu BÍ88 og Höfrungs sem lögð var fram á ársþinginu og vísað var til stjórnar.  Stjórn KSÍ ákvað að gera ekki breytingar á reglugerðinni í þessa veru. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Dregið í riðla á Norðurlandamóti U16 kvenna - 4.4.2008

Dregið hefur verið í riðla í Norðurlandamóti NMU16 kvenna sem fram fer hér á landi næsta sumar og ennfremur hafa leikvellir verið ákveðnir.  Íslenska liðið leikur í A-riðli með Þýsklandi, Danmörku og Noregi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegur leikmaður hjá Haukum í Lengjubikar karla - 3.4.2008

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Philip Frikschmann lék ólöglegur með Haukum í leik gegn Þrótti R sem fram fór í Lengjubikar karla, 30. mars síðastliðinn. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Ólöglegir leikmenn hjá BÍ/Bolungarvík í Lengjubikar karla - 3.4.2008

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að þeir Eyþór Ólafur Frímannsson og Almar Björn Viðarsson voru ólöglegir með BÍ/Bolungarvík í leik gegn Víði sem fram fór 15. mars í Lengjubikar karla. Lesa meira
 
FH

KSÍ með dómaranámskeið hjá FH - 1.4.2008

Hér er um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna.  Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.  Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Lesa meira
 
Brasilíumenn fagna heimsmeistaratitlinum

Strandfótbolti hefur innreið sína til Íslands - Aprílgabb ksi.is - 1.4.2008

Strandfótbolti er nýjasta æðið í knattspyrnuheiminum og hefur þessi skemmtilega útfærsla á íþróttinni nú hafið innreið sína til Íslands.  Nýr strandfótboltavöllur hefur nú verið byggður í Laugardalnum fyrir fjármagn frá FIFA. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög