Fréttir

Grindavík

Öll félögin í Landsbankadeild hafa skilað - 29.2.2008

Grindvíkingar skiluðu fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn sinni á fimmtudag og þar með hafa öll félögin 12 í Landsbankadeild karla skilað sínum gögnum fyrir keppnistímabilið 2008.

Lesa meira
 
ÍR

ÍR Reykjavíkurmeistari - 29.2.2008

ÍR tryggði sér í gærkvöldi Reykjavíkurmeistaratitilinn í knattspyrnu þegar þeir lögðu Fram í úrslitaleik mótsins.  Þetta er í fyrsta skiptið sem ÍR hampar þessum titli.  Eina mark leiksins kom í uppbótartíma. Lesa meira
 
Víkingur Ólafsvík

Víkingur Ólafsvík 80 ára á árinu - 28.2.2008

Á þessu ári verður Víkingur Ólafsvík 80 ára og verður haldið upp á tímamótin með ýmsum hætti.  Á Herrakvöldi Víkings, er haldið var 23. febrúar síðastliðinn, voru nokkrir félagar sæmdir heiðursmerkjum KSÍ. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins í kvöld - 28.2.2008

Í kvöld kl. 19:15 mætast ÍR og Fram í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla.  Leikurinn fer fram í Egilshöllinni og er aðgangur ókeypis á leikinn.  Þetta er í fyrsta skiptið sem ÍR leikur til úrslita í þessu móti en Fram getur með sigri unnið þennan titil í 25. skipti. Lesa meira
 
KA

Fjárhagsgögn KA hafa borist - 27.2.2008

Fjárhagsleg leyfisgögn KA hafa nú borist leyfisstjórn með póstinum og eiga því aðeins tvö félög í 1. deild eftir að skila - Fjarðabyggð og Haukar.  Lesa meira
 
ÍBV

Fjárhagsleg gögn ÍBV komin í hús - 27.2.2008

Fjárhagsleg fylgigögn ÍBV með umsókn félagsins um þátttökuleyfi í 1. deild karla 2008 hafa nú borist KSÍ með póstinum.  Leyfisstjórn getur staðfest að þau voru póstlögð mánudaginn 25. febrúar, innan tímamarka.

Lesa meira
 
Keflavík

Keflvíkingar skila leyfisgögnum - 27.2.2008

Keflvíkingar skiluðu á þriðjudag fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir keppnistímabilið 2008 og er Grindavík því eina félagið sem á eftir að skila fjárhagsgögnum í Landsbankadeild.

Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Sumarfrí yngri flokka 20. júlí til 6. ágúst - 26.2.2008

Eins og venja hefur verið síðustu ár þá verður tekið sumarfrí í yngstu flokkunum og verður ekki leikið í Íslandsmóti á þessum tíma.  Sumarfríið núna stendur frá 20. júlí til 6. ágúst í ár. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

ÍR og Fram mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla - 26.2.2008

Fimmtudaginn 28. febrúar mætast ÍR og Fram  í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla.  Leikurinn fer fram í Egilshöll og hefst kl. 19:15.  Fram hefur unnið hampað titlinum í 24 skipti en ÍR leikur nú til úrslita í fyrsta skiptið í þessu móti. Lesa meira
 
KS/Leiftur

KS/Leiftur hefur skilað - 26.2.2008

Fjárhagsleg fylgigögn með leyfisumsókn KS/Leiftur hefur nú borist og þar með hafa átta af tólf félögum í 1. deild skilað fjárhagslegum gögnum sínum.  KS/Leiftur hefur aldrei áður undirgengist leyfiskerfi KSÍ.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Skallagrímur fer á Þingvöll - 26.2.2008

Dregið hefur verið í VISA bikar karla og kvenna og eru margir spennandi leikir á dagskránni. Það eru konurnar sem hefja leik í VISA bikarnum þetta tímabilið en fyrstu leikir forkeppni kvenna verða leiknir 20. maí.  Fyrsta umferð hjá körlunum hefst svo 26. maí.  Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrskurður í máli Vals gegn KR - 26.2.2008

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Vals gegn KR vegna leiks í Reykjavíkurmóti meistaraflokks karla sem fram fór 14. febrúar síðastliðinn.  Úrskurðurinn er á þá vegu að úrslit leiksins skulu standa óbreytt.

Lesa meira
 
Dómarar leiða lið Þýskalands og Englands til vallar fyrir úrslitaleik EM U19 kvenna á Íslandi

Átak til að fjölga kvendómurum í fullum gangi - 26.2.2008

Knattspyrnusamband Íslands stendur nú í átaki til þess að fjölga konum í dómarastéttinni.  Um helgina var haldið dómaranámskeið sem eingöngu var fyrir konur og var það undir leiðsögn Gylfa Orrasonar Lesa meira
 
Stjórn KSÍ eftir ársþingið 2008

Skipað í fastanefndir KSÍ - 26.2.2008

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar, sem haldinn var 21. febrúar síðastliðinn, var m.a. skipað í embætti innan stjórnar sem og skipað í fastanefndir KSÍ. Þeir Rúnar Arnarson og Þórarinn Gunnarsson koma nýir inn í stjórn KSÍ. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þinggerð 62. ársþings KSÍ - 26.2.2008

Smellið hér að neðan til að skoða þinggerð 62. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var í höfuðstöðvum KSÍ 9. febrúar síðastliðinn. Lesa meira
 
KR

KR-ingar hafa skilað sínu - 25.2.2008

KR-ingar hafa nú skilað fjárhagslegum fylgigögnum sínum með umsókn um þátttökuleyfi í Landsbankadeildinni 2008.  Þar með hafa 10 af 12 félögum í deildinni skilað og aðeins Suðurnesjaliðin Grindavík og Keflavík eru eftir. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið í apríl - 25.2.2008

Helgina 11.-13. apríl mun KSÍ standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í KSÍ B prófinu (UEFA B prófinu). Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Æfingahelgi hjá U17 og U19 karla framundan - 25.2.2008

Um helgina verða æfingar hjá U17 og U19 karla og hafa landsliðsþjálfararnir, Lúka Kostic og Kristinn R. Jónsson, valið leikmenn til þessara æfinga.  Tveir hópar verða við æfingar hjá U19 karla. Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Reykjavíkur-Víkingar skila fjárhagsgögnum - 25.2.2008

Víkingar í Reykjavík hafa skilað fjárhagslegum fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í 1. deild karla 2008 og eru þar með næstir á eftir Víkingum í Ólafsvík, sem skiluðu á föstudag.

Lesa meira
 
Fram

Framarar búnir að skila - 25.2.2008

Framarar hafa nú skilað fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn sinni og er Fram því níunda Landsbankadeildarfélagið til að skila sínum gögnum.

Lesa meira
 
Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ og Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri Íslenskra getrauna við undirritun samnings um Lengjubikarinn

Samningur KSÍ og Íslenskra Getrauna - 25.2.2008

KSÍ og Íslenskar getraunir hafa gert með sér samning þar sem Íslenskar getraunir verða áfram aðalstuðningsaðili Deildarbikars karla og kvenna. Mun mótið heita Lengjubikar karla og kvenna eins og síðasta ár. Lesa meira
 
Landsliðið eftir sigur á Kína á Algarve Cup árið 2007

Hópurinn tilkynntur fyrir Algarve Cup - 25.2.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt landsliðshópinn er tekur þátt á Algarve Cup dagana 5. - 12. mars.  Mótherjar Íslands á mótinu verða Pólland, Írland og Portúgal.  Einnig verður leikið um sæti á mótinu. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Keppni hafin í Lengjubikarnum - 23.2.2008

Lengjubikarinn hófst á föstudaginn og eru fjölmargir leikir á dagskrá í A-deild karla um helgina.  Leikirnir fara fram í knattspyrnuhúsum víða um land við góðar aðstæður.  Með því að velja "Næstu leikir" er hægt að sjá hvaða leikir eru á dagskránni á næstu dögum.Lesa meira
 
Hermann Hreiðarsson

Hvenær lék Hemmi Hreiðars sinn fyrsta A-landsleik? - 22.2.2008

Hversu oft vakna spurningar á kaffistofum landsmanna um atriði eins og t.d. þessi:  Hvenær lék Hemmi Hreiðars sinn fyrsta landsleik?  Hvað hefur Eiður Smári skorað mörg landsliðsmörk?  Hvað hefur Ásta B. Gunnlaugsdóttir leikið marga landsleiki?

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Stjórn KSÍ samþykkir breytingu á reglugerð - 22.2.2008

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 21. febrúar 2008 breytingu á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.  Breytingin tekur gildi nú þegar.

Lesa meira
 
Víkingur Ólafsvík

Helmingur félaga í 1. deild hefur skilað - 22.2.2008

Fjárhagsleg gögn Víkings Ólafsvík bárust KSÍ með póstinum rétt í þessu og þar með hefur helmingur félaganna í 1. deild karla skilað fjárhagslegum fylgigögnum með umsóknum sínum um þátttökuleyfi í deildinni.

Lesa meira
 
Þór

Fjárhagsleg gögn Þórs hafa borist - 22.2.2008

Fjárhagsleg fylgigögn með umsókn Þórs um þátttökuleyfi hafa nú borist og þá hafa fimm félög í 1. deild skilað sínum gögnum.  Staðfest er að Þórsarar póstlögðu sín gögn 20. febrúar. 

Lesa meira
 
Valur

Valur Reykjavíkurmeistari kvenna - 22.2.2008

Valsstúlkur tryggðu sér í gærkvöldi Reykjavíkurmeistaratitilinn í kvennaflokki þegar þær lögðu KR með tveimur mörkum gegn engu.  Valur sigraði því í öllum sínum leikjum í mótinu. Lesa meira
 
Vefur KSÍ

Leit að fréttum og tilkynningum á ksi.is - 22.2.2008

Á ksi.is er að finna aragrúa af fréttum og tilkynningum sem birtar hafa verið síðan í maí 2000, þegar KSÍ opnaði fyrsta vef sinn.  Allar fréttir eru tengdar yfirflokkum og hægt er að leita eftir þeim með ýmsum hætti.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Miðasala á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu - 21.2.2008

Frá fimmtudeginum 28. febrúar er hægt að sækja um miða á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fer fram í Moskvu 21. maí næstkomandi.  Hægt er að sækja um til 19. mars en dregið verður úr umsóknum. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn hefst á föstudaginn - 21.2.2008

Á morgun, föstudaginn 22. febrúar, hefst keppni í Lengjubikarnum og eru þá tveir leikir á dagskrá í A-deild karla.  Leikið er í þremur deildum karla og kvenna í Lengjubikarnum í ár. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Verða Valsstúlkur Reykjavíkurmeistarar í kvöld? - 21.2.2008

Valsstúlkur geta í kvöld tryggt sér Reykjavíkurmeistaratitilinn þegar þær mæta núverandi Reykjavíkurmeisturum KR.  Bæði liðin eru taplaus til þessa og getur KR því með sigri komið sér í góða stöðu. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Skilafrestur fjárhagslegra gagna framlengdur - 20.2.2008

Þegar þetta er ritað í lok dags 20. febrúar hafa átta félög af 12 í Landsbankadeild skilað fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn fyrir keppnistímabilið 2008.  Skilafrestur hefur því verið framlengdur til mánudagsins 25. febrúar.

Lesa meira
 
HK

HK hefur skilað gögnum - 20.2.2008

HK hefur nú skilað fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn og hafa þá átta af tólf félögum í Landsbankadeild skilað gögnum.  Aðeins fjögur félög eru eftir í Landsbankadeild, en átta eru eftir í 1. deild. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Þórsarar, Ólsarar og KA-menn settu gögnin í póst í dag - 20.2.2008

Þrjú félög settu fjárhagsleg leyfisgögn sín í póst í dag og þau ættu því að berast fyrir helgi.  Þessi félög eru Akureyrarliðin tvö, Þór og KA, auk Víkinga í Ólafsvík. Lesa meira
 
Valur

Íslandsmeistararnir búnir að skila - 20.2.2008

Íslandsmeistarar Vals, sem unnu glæstan sigur í Landsbankadeild karla í fyrra, hafa nú skilað fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn sinni og eru þeir sjöunda félagið til að gera svo.

Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir hefur skilað - 20.2.2008

Fylkismenn voru rétt í þessu að skila sínum fjárhagslegum leyfisgögnum og hefur þá helmingurinn af  félögunum tólf í Landsbankdeild skilað gögnum.  Stærsti þátturinn í fjárhagslegu gögnunum er endurskoðaður ársreikningur. Lesa meira
 
Knattspyrnufélagið Þróttur

Fjárhagsgögn hafa borist frá Þrótti - 20.2.2008

Þróttarar urðu rétt í þessu fimmta félagið til að skila fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn, en lykilatriði í þeim gögnum er ársreikningur með fullri áritun endurskoðanda. 

Lesa meira
 
Fjölnir

Fjölnismenn skila fjárhagsgögnum - 20.2.2008

Fjölnismenn hafa nú skilað sínum fjárhagslegu gögnum og hefa þá fylgigögn vegna fjárhagslegra þátta borist frá þriðjungi félaganna í Landsbankadeild, eins og í 1. deild.

Lesa meira
 
FH

Bikarmeistararnir búnir að skila - 20.2.2008

VISA-bikarmeistarar FH-inga hafa nú skilað fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir keppnistímabilið 2008.  Þá hafa þrjú félög í Landsbankadeildinni skilað.

Lesa meira
 
ÍA

Skagamenn hafa skilað sínu - 20.2.2008

Skagamenn hafa nú skilað fjárhagslegum gögnum sínum vegna umsóknar um þátttökuleyfi í Landsbankadeildinni 2008.  ÍA er annað Landsbankadeildarfélagið til að skila gögnum í ár.

Lesa meira
 
umf_selfoss_logo

Selfyssingar skila fjárhagsgögnum - 20.2.2008

Selfyssingar, sem undirgangast nú leyfiskerfið í fyrsta sinn, hafa skilað fjárhagslegum leyfisgögnum sínum, og hefur nú þriðjungur félaganna í 1. deild skilað sínum gögnum. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Hamborg á fimmtudag - 20.2.2008

Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari, dæmir á morgun leik Hamborg og FC Zürich í 32. liða úrslitum UEFA bikarsins.  Honum til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson en fjórði dómari verður Jóhannes Valgeirsson. Lesa meira
 
Leiknir R.

Leiknismenn númer fjögur - 20.2.2008

Leiknismenn hafa nú skilað fjárhagslegum leyfisgögnum sínum og eru þeir fjórðu í röðinni til þess.  Þrjú félög úr 1. deild hafa nú skilað sínum gögnum, en áður höfðu Njarðvík og Stjarnan skilað.

Lesa meira
 
Breiðablik

Blikar skila fjárhagsgögnum - 20.2.2008

Breiðablik hefur nú skilað fjárhagslegum leyfisgögnum sínum og eru Blikar fyrsta Landsbankadeildarliðið til að skila fjárhagsgögnum í ár.  Áður höfðu tvö félög í 1. deild skilað sínum gögnum.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Svíum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

31 leikmaður valinn til æfinga hjá U17 karla - 19.2.2008

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 31 leikmann til æfinga um komandi helgi.  Æft verður tvisvar sinnum þessa helgi og fara æfingarnar fram í Akraneshöllinni og Reykjaneshöllinni. Lesa meira
 
UEFA

Eftirlitsmenn að störfum í vikunni - 19.2.2008

Þau Klara Bjartmarz og Guðmundur Pétursson verða eftirlitsmenn UEFA á leikjum í vikunni.  Klara verður að störfum í Wales á miðvikudag en Guðmundur verður í Englandi á fimmtudag. Lesa meira
 
Aðstoðardómari að störfum á leik Íslands og Svíþjóðar

Dómaranámskeið eingöngu fyrir konur - 19.2.2008

Mikill áhugi er innan vébanda KSÍ að fá fleiri konur í dómgæslu.  Hugmyndin er að halda dómaranámskeið eingöngu fyrir konur sem vilja gerast héraðsdómarar.  Námskeiðið verður sunnudaginn 24. febrúar og hefst klukkan 13:00. Lesa meira
 
Stjarnan

Stjarnan hefur skilað fjárhagsgögnum - 19.2.2008

Stjarnan varð í dag annað félagið til að skila fjárhagslegum leyfisgögnum til KSÍ, en skilafresturinn er til 20. febrúar.  Áður höfðu Njarðvíkingar skilað inn sínum fjárhagslegu gögnum og hafa félögin í 1. deild því tekið forskotið í þessum málum.

Lesa meira
 
Merki FIFA

FIFA innleiðir leyfiskerfi - 19.2.2008

Í kjölfar jákvæðrar reynslu UEFA hefur FIFA ákveðið að innleiða leyfiskerfi í öllum aðildarsamböndum sínum eigi síðar en árin 2010-2011.  Leyfiskerfi FIFA byggir að verulegu leyti á því leyfiskerfi sem UEFA hefur starfrækt síðan 2003.

Lesa meira
 
Frá landsleik Íslands og Serbíu, 21. júní 2007 og endaði 5-0 fyrir Ísland

A landslið kvenna æfir um helgina - 18.2.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 26 leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Æft verður tvisvar sinnum um helgina og fara æfingarnar fram í Egilshöllinni og Kórnum. Lesa meira
 
Island_U17_kvenna_NM3

Æfingahelgi framundan hjá U17 og U19 kvenna - 18.2.2008

Um komandi helgi verða æfingar hjá kvennalandsliðum U17 og U19 og fara æfingarnar fram í Kórnum og í Egilshöll.  Kristrún Lilja Daðadóttir og Ólafur Þór Guðbjörnsson hafa valið leikmenn til þessara æfinga. Lesa meira
 
John Peacock og Brian Eastick héldu fyrirlestra fyrir íslenska þjálfara

50 þjálfarar sóttu fyrirlestra ensku landsliðsþjálfaranna - 18.2.2008

John Peacock og Brian Eastick héldu opinn fyrirlestur fyrir 50 þjálfara í fræðslusetri KSÍ síðastliðin laugardag.  Þeir John og Brian eru landsliðsþjálfarar Englands í U17, U-18, U-19 og U-20 ára aldurshópunum. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið hjá HK - 18.2.2008

Unglingadómaranámskeið verður haldið á vegum KSÍ í Fagralundi hjá  H.K. kl. 13:00 laugardaginn 23. febrúar.  Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri og hafa brennandi áhuga á knattspyrnu. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Íslandsmóti yngri flokka innanhúss lokið - 17.2.2008

Um helgina var leikið til úrslita í Íslandsmótinu innanhúss hjá yngri flokkum en mótið er í fyrsta skiptið leikið eftir Futsal innanhússreglum.  Íslandsmeistarar voru því krýndir í átta flokkum nú um helgina. Lesa meira
 
KA

KA tryggði sér sigur á Norðurlandsmótinu - 15.2.2008

Í gærkvöldi lauk Norðurlandsmótinu - Powerademótinu með leik Þórs og KA.  Leiknum lauk með sigri KA með tveimur mörkum gegn engu og tryggðu þeir sér því sigur í mótinu með 12 stig. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hægt að senda fax að nýju til KSÍ - 14.2.2008

Í morgun lauk viðgerð á símalínu hjá KSÍ en ekki hefur verið að senda fax á skrifstofuna.  Nú er hægt að senda fax að nýju og er faxnúmerið, sem fyrr, 568 9793. Lesa meira
 
Njarðvík

Njarðvíkingar fyrstir að skila fjárhagsgögnum - 14.2.2008

Njarðvíkingar, sem leika í 1. deild karla, urðu á miðvikudag fyrsta félagið til að skila fjárhagslegum leyfisgögnum til leyfisstjórnar.  Skilafrestur fjárhagslegra gagna er til 20. febrúar, þannig að Njarðvíkingar eru ansi tímanlega.

Lesa meira
 
Landslið U17 kvenna sem sigraði sinn riðil í undakeppni EM 2008 örugglega í Slóveníu

Leikdagar ákveðnir í undankeppni U17 kvenna - 13.2.2008

Gefnir hafa verið út leikdagar í riðli Íslendinga í undankeppni EM 2009 hjá U17 kvenna.  Riðill Íslendinga verður leikinn á Ítalíu og verður verkefni íslensku stelpnanna verðugt. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006.  Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Fastnúmerakerfi í Landsbankadeild kvenna og 1. deild karla - 13.2.2008

Ákveðið hefur verið að taka upp fastnúmerakerfi í Landsbankadeild kvenna og 1. deild karla frá og með keppnistímabilinu 2008.  Líkt og í Landsbankadeild karla verða leikmenn í fyrrgreindum deildum nú númeraðir 1-30. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Samningsskylda í Landsbankadeild karla - 13.2.2008

Frá og með 1. janúar 2009 verður öllum félögum sem leika í Landsbankadeild karla gert skylt að gera samninga við leikmenn sem taka þátt í opinberum knattspyrnuleikjum með viðkomandi félagi. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ekki hægt að senda fax á skrifstofu KSÍ - 13.2.2008

Vegna bilunar í símalínu er ekki hægt að senda fax á skrifstofu KSÍ.  Félög eða einstaklingar sem þurfa að senda fax á skrifstofuna, hafið vinsamlegast samband við skrifstofu KSÍ.  Lesa meira
 
Úr leik Fram og ÍBV í 5. flokki karla 2005

Skilið á milli A og B liða í 5. flokki - 13.2.2008

Sú breyting hefur verið gerð á keppnisfyrirkomulagi í 5. flokki karla og kvenna að sameiginlegur árangur A og B liða telur ekki lengur til Íslandsmeistaratitils.  Þannig hefur verið skilið á milli liðanna og úrslit A og B liða teljast ekki lengur saman. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Liðum fjölgað í efstu deildum 2. flokks karla - 13.2.2008

Fjölgað verður í efstu tveimur deildum Íslandsmóts 2. flokks karla fyrir keppnistímabilið 2008, þannig að 10 lið verða í hvorri deild.  Í A-deild er liðum fjölgað úr 8 í 10 og í B-deild fjölgar liðum úr 9 í 10. 

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Markamismunur ræður ekki lengur röð liða - 13.2.2008

Reglugerð KSÍ um knattspyrnumót 7 manna liða í 5. flokki og yngri hefur verið breytt þannig að markamismunur ákvarðar ekki lengur röð liða, heldur einungis fjöldi stiga.

Lesa meira
 
Hásteinsvöllur að vori

Er þitt félag að byggja knattspyrnumannvirki ? - 13.2.2008

Settur hefur verið á fót Mannvirkjasjóður KSÍ og er sjóðnum ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja.  Hámarksstyrkur við hvert verkefni getur orðið 10 milljónir króna og geta aðeins aðildarfélög KSÍ sótt um styrk. Lesa meira
 
ÍBV

Úrskurður í máli Víðis gegn ÍBV - 13.2.2008

Aga - og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Víðis gegn ÍBV vegna leiks liðanna í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu er fram fór laugardaginn 26. janúar síðastliðinn.  Úrskurðurinn er á þá vegu að ÍBV telst hafa tapað leiknum, 3-0.

Lesa meira
 
Keppnisvellir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði

Undirbúningur fjárhagsgagna í fullum gangi - 13.2.2008

Þau félög sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ eru nú í óða önn að undirbúa fjárhagsleg leyfisgögnstkomandi.  Fjárhagsleg leyfisgögn eru endurskoðaður ársreikningur með fullri áritun endurskoðanda ásamt fylgigögnum og staðfestingum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrslitakeppni yngri flokka innanhúss 2008 um helgina - 12.2.2008

Um komandi helgi fara fram úrslitakeppnir yngri flokka í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu en í ár er leikið í fyrsta skiptið eftir Futsal reglum.  Úrslitakeppnirnar fara fram 16. febrúar og 17. febrúar. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið á Selfossi - 12.2.2008

Unglingadómaranámskeið verður haldið á vegum KSÍ á Selfossi kl. 20:00 fimmtudaginn 14. febrúar.  Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri og hafa brennandi áhuga á knattspyrnu.

Lesa meira
 
Elvin Aliyev leikmaður Azerbaijan í baráttu við hinn portúgalska Deco

Landsleikur við Azerbaijan 20. ágúst á Laugardalsvelli - 11.2.2008

Knattspyrnusamband Íslands og Knattspyrnusamband Azerbaijan hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik.  Leikurinn fer fram 20. ágúst og verður leikinn á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
John Peacock, fyrrum yfirmaður knattspyrnuakademíu Derby County, mun kenna á KSÍ VI í Lilleshall

KSÍ býður upp á opna fyrirlestra - 11.2.2008

Laugardaginn 16. febrúar klukkan 13.30 mun Knattspyrnusamband Íslands bjóða upp á opna fyrirlestra frá ensku landsliðsþjálfurunum John Peacock og Brian Eastick.  Fyrirlestrarnir verða bæði bóklegir og verklegir og fara fram á ensku. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þrír einstaklingar sæmdir gullmerki KSÍ - 11.2.2008

Í tengslum við 62. ársþing KSÍ voru þrír einstaklingar sæmdir gullmerki KSÍ fyrir störf þeirra til handa íslenskrar knattspyrnu.  Þetta voru þeir Ástráður Gunnarsson, Bjarni Felixson og Reynir Ragnarsson sem voru sæmdir merkjunum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Saga bikarkeppni KSÍ rituð - 11.2.2008

Sumarið 2009 verður leikið í bikarkeppni KSÍ í fimmtugasta skiptið og verður þeirra tímamóta minnst með ýmsum hætti.  Skapti Hallgrímsson, blaðamaður, hefur tekið að sér að skrifa sögu bikarkeppninnar. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Kynningar á reglugerðum KSÍ - 11.2.2008

Stjórn KSÍ hefur samþykkt breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót og nýja reglugerð um Mannvirkjasjóð.  Reglugerðirnar voru kynntar á ársþingi KSÍ síðastliðinn laugardag. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtaksleikir við Möre og Romsdal - 11.2.2008

Úrtakshópar KSÍ karla og kvenna munu leika fjóra vináttuleiki gegn úrvalsliðum Møre og Romsdal fylkis í Noregi á næstu dögum.  Freyr Sverrisson þjálfari U16 karla og Kristrún Lilja Daðadóttir þjálfari U17 kvenna hafa hvort um sig valið tvo úrtakshópa Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Riðlaskipting 1. deildar kvenna og 3. deildar karla - 9.2.2008

Riðlaskipting 1. deildar kvenna og 3. deildar karla er nú tilbúin.  Félögin eru 12 í 1. deild kvenna í tveimur riðlum en í 3. deild karla eru þau 24 og er skipt í fjóra riðla.  Niðurröðun verður birt síðar. Lesa meira
 
Stjórn KSÍ eftir ársþingið 2008

62. ársþingi KSÍ lokið - 9.2.2008

62. ársþingi KSÍ er lokið en þingið fór fram í dag í höfuðstöðvum KSÍ.  Geir Þorsteinsson sleit þinginu og þakkaði sérstaklega þeim Ástráði Gunnarssyni og Halldóri B. Jónssyni fyrir þeirra farsælu störf til handa íslenskrar knattspyrnu.  Þeir Rúnar Arnarson og Þórarinn Gunnarsson voru kjörnir í stjórn KSÍ.  Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Ávarp formanns á 62. ársþingi KSÍ - 9.2.2008

Hér að neðan má sjá ávarp formanns KSÍ, Geirs Þorsteinssonar, á 62. ársþingi KSÍ sem fram fór í dag.  Ársþingið var haldið í fyrsta skiptið í nýjum höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Jafnréttisáætlun samþykkt á ársþingi KSÍ - 9.2.2008

Á ársþingi KSÍ í dag var jafnréttisáætlun sambandsins samþykkt en tillögu um fjölgun varamanna í fyrstu umferðum bikarkeppni KSí var vísað til stjórnar.  Þessar tillögur lágu fyrir 62. ársþingi KSÍ. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Geir Magnússon fékk viðurkenningu - 9.2.2008

Geir Magnússon, íþróttafréttamaður, fékk í dag knattspyrnupennann á ársþingi KSÍ.  Það var Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sem afhenti Geir Magnússyni pennann en hann hefur verið öflugur málsvari íslenskrar knattspyrnu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Valur fékk kvennabikarinn 2007 - 9.2.2008

Valur hlaut kvennabikarinn fyrir árið 2007 og var hann afhentur á ársþingi KSÍ.  Börkur Edvardsson formaður knattspyrnudeildar Vals tók við bikarnum fyrir hönd félagsins úr hendi formanns KSÍ. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Valur og Fjarðabyggð fengu Drago stytturnar - 9.2.2008

Valur fékk afhenta Drago-styttuna svokölluðu í Landsbankadeild karla 2007 og Fjarðabyggð fékk styttuna afhenta í 1. deild karla.  Drago stytturnar hljóta þau lið í efstu tveimur deildum karla, sem sýna prúðmannlegastan leik Lesa meira
 
Frá setningu ársþings KSÍ 2008

62. ársþing KSÍ hafið - 9.2.2008

Ársþing KSÍ, það 62. í röðinni, var sett kl. 11:00 í dag í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.  Fylgst verður með framvindu þingsins hér á síðunni en framundan eru m.a.afgreiðsla tillagna og kosningar í stjórn.  Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Drög að Landsdeildum 2008 birt á netinu - 9.2.2008

Drög að niðurröðun landsdeilda (Landsbankadeild karla, 1. deild karla, 2. deild karla og Landsbankadeild kvenna), hafa nú verið birt hér á vefnum.  Dagsetningar eru birtar með ofangreindum deildum en athuga ber að einungis er um drög að ræða. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

62. ársþing KSÍ haldið á laugardag - 8.2.2008

Laugardaginn 9. febrúar kl. 11:00 verður 62. ársþing KSÍ sett í höfuðstöðvum sambandsins í Laugardal.  Fylgst verður með framvindu þingsins, afgreiðslu tillagna, kosningum og annarra mála hér á heimasíðunni. Lesa meira
 
Aðstoðardómari að störfum á leik Íslands og Svíþjóðar

Unglingadómaranámskeiði á Selfossi frestað - 7.2.2008

Unglingadómaranámskeiði, sem halda átti á Selfossi í kvöld, hefur verið frestað vegna ófærðar.  Stefnt er að því að halda námskeiðið í næstu viku og verður það auglýst nánar hér á síðunni. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Frambjóðendur á ársþingi KSÍ 9. febrúar - 7.2.2008

Á ársþingi KSÍ, sem haldið verður í höfuðstöðvum KSÍ 9. febrúar næstkomandi, verða m.a. kosningar í stjórn KSÍ sem og varastjórn KSÍ.  Fimm framboð eru um fjögur sæti í stjórn KSÍ og fjögur framboð um þrjú sæti í varastjórn KSÍ. Lesa meira
 
Gunnar Heiðar Þorvaldsson í landsleik gegn Króötum

Góður sigur á Armenum - 6.2.2008

Íslendingar lögðu Armena að velli í dag en leikurinn var síðasti leikur liðsins á æfingamóti sem fram fór á Möltu.  Lokatölur urðu 2-0 Íslendingum í vil og voru það Tryggvi Guðmundsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem skoruðu mörk Íslands. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Tap hjá U21 karla gegn Kýpur - 6.2.2008

Íslenska U21 karlalandsliðið beið lægri hlut í dag gegn Kýpur ytra en leikurinn var í riðlakeppni EM 2009.  Lokatölur urðu 2-0 fyrir heimamenn eftir að staðan í hálfleik var 0-0. Lesa meira
 
A landslið karla

Byrjunarlið Íslands gegn Armeníu - 6.2.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Armeníu kl. 16:30 í dag.  Leikurinn er lokaleikur liðsins á æfingamóti sem fram fer á Möltu.  Armenar hafa unnið báða leiki sína til þessa en Íslendingar eru án stiga. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þingfulltrúar á 62. ársþingi KSÍ - 6.2.2008

Laugardaginn 9. febrúar næstkomandi fer fram 62. ársþing KSÍ í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.  Alls hafa 133 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 115 fulltrúa. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

U21 karla leikur gegn Kýpur í dag - 6.2.2008

U21 karlalandsliðið leikur við Kýpur í dag en leikurinn er liður í undankeppni EM 2009.  Leikið er á Kýpur og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Luka Kostic hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands í leiknum. Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Leikið við Armeníu í dag - 6.2.2008

Íslendingar leika lokaleik sinn á æfingamótinu á Möltu í dag en mótherjarnir þá verða Armenar.  Leikurinn hefst kl. 16:30 á íslenskum tíma og verður fylgst með leiknum hér á síðunni. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Tveir hópar æfa hjá U19 karla um helgina - 5.2.2008

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið tvo hópa til æfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og í Kórnum um helgina en alls eru 47 leikmenn boðaðir til þessara æfinga. Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Svíum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

Úrtaksæfingar hjá U17 karla um komandi helgi - 5.2.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 30 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Fífunni og verða leiknir æfingaleikir fyrri daginn. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið á Selfossi - 5.2.2008

Unglingadómaranámskeið verður haldið á vegum KSÍ á Selfossi kl. 20:00 fimmtudaginn 7. febrúar.  Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri og hafa brennandi áhuga á knattspyrnu. Lesa meira
 
A landslið karla

Eins marks tap gegn Möltu - 4.2.2008

Íslenska karlalandsliðið tapaði gegn Möltu í kvöld en leikurinn er liður í æfingamóti sem fer fram á Möltu.  Lokatölur urðu eitt mark gegn engu fyrir heimamenn og kom markið á 18. mínútu leiksins.  Ísland leikur á móti Armeníu á miðvikudag. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn á dómararáðstefnu UEFA - 4.2.2008

Í dag hófst í Limassol á Kýpur 16. dómararáðstefna UEFA fyrir bestu dómara í Evrópu.  Á meðal þátttakenda er Kristinn Jakobsson en hann mun starfa sem fjórði dómari í úrslitakeppni EM sem fram fer í Austurríki og Sviss. Lesa meira
 
Garðar Örn Hinriksson

Dómarar í eldlínunni á La Manga - 4.2.2008

Dómarinn Garðar Örn Hinriksson  og aðstoðardómararnir Áskell Þór Gíslason  og Jóhann Gunnar Guðmundsson eru staddir í boði norska knattspyrnusambandsins á La Manga á Spáni. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Ísland leikur gegn Möltu í kvöld - 4.2.2008

Ísland leikur gegn Möltu á æfingamóti í kvöld og hefst leikurinn kl. 18:45 að íslenskum tíma.  Bæði liðin töpuðu sínum leikjum í fyrstu umferð, Íslendingar fyrir Hvít Rússum og Malta fyrir Armeníu. Lesa meira
 
A landslið karla

Tap gegn Hvít Rússum á Möltu - 2.2.2008

Íslenska karlalandsliðið beið lægri hlut gegn Hvít Rússum í fyrsta leik æfingamótsins á Möltu.  Lokatölur urðu 2-0 fyrir Hvít Rússa eftir að staðan hafði verið 1-0 í hálfleik.  Ísland leikur gegn Möltu á mánudaginn. Lesa meira
 
Allir eru þeir ættaðir að norðan, Aron Einar Gunnarsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Baldur Ingimar Aðalsteinsson og Pálmi Rafn Pálmason

Leikið við Hvíta Rússland í dag kl. 14:00 - 2.2.2008

Ísland og Hvíta Rússland mætast í dag kl. 14:00 en leikurinn er liður í æfingamóti sem fram fer á Möltu.  Ólafur Jóhannesson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt og eru þrír nýliðar sem byrja leikinn í dag. Fylgst er með leiknum hér á síðunni. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ innkallar allt fræðsluefni - 1.2.2008

KSÍ óskar eftir því að þjálfarar sem fengið hafa fræðsluefni (bækur, VHS spólur, DVD diska o.s.frv.) skili því inn, sama hve gamalt efnið er. Verið er að taka í gegn bókasafn og vídeósafn sambandsins Lesa meira
 
Magnús Þórisson

Magnús dæmir leik Armeníu og Möltu - 1.2.2008

Magnús Þórisson, milliríkjadómari, mun verða í eldlínunni á morgun þegar hann dæmir leik Möltu og Armena.  Leikurinn er liður í æfingamóti á Möltu þar sem að íslenska landsliðið  er á meðal þátttakenda. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ársreikningur KSÍ 2007 birtur - 1.2.2008

Knattspyrnusamband Íslands birtir nú ársreikning sinn fyrir árið 2007.  Heildartekjur KSÍ samstæðunnar voru 658,9 milljónir kr. og heildargjöld voru 592,3 milljónir kr. Hagnaður varð því 66,6 milljónir kr. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Endurmenntun KSÍ B þjálfara - 1.2.2008

Fjöldi menntaðra knattspyrnuþjálfara hér á landi hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Árið í ár fór vel af stað, því þau þrjú námskeið sem haldin hafa verið hingað til á árinu hafa verið vel sótt. Lesa meira
 
Úr leik FH og Keflavíkur frá 28. júlí 2007

Samtök knattspyrnumanna stofnuð - 1.2.2008

Samtök Knattspyrnumanna er heiti á leikmannasamtökum sem leikmenn í Landsbankadeild karla stofnuðu formlega á miðvikudagskvöld.  Lesa meira
 
Gunnar Heiðar Þorvaldsson gerir sig kláran fyrir æfingu á Möltu þar sem íslenska landsliðið tekur þátt á æfingamóti

Æft tvisvar sinnum í dag - 1.2.2008

Karlalandsliðið er statt á Möltu um þessar mundir þar sem liðið tekur þátt í æfingamóti.  Fyrsti leikur liðsins er við Hvíta Rússland á morgun, laugardag.  Þessar þjóðir hafa ekki áður mæst í A-landsleik karla. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög