Fréttir

Geir Þorsteinsson

Um áramót - 30.12.2008

Ársins 2008 verður kannski fyrst og fremst minnst hjá íslenskum íþróttamönnum fyrir góðan árangur í hópíþróttum, silfur á Ólympíuleikum í handknattleik og landslið kvenna í knattspyrnu tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM fyrst landsliða Íslands. Lesa meira
 
Gleðilegt nýtt ár

Áramótakveðjur frá KSÍ - 30.12.2008

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum sínar bestu áramótakveðjur, óskar landsmönnum gleðilegs nýs knattspyrnuárs og þakkar fyrir allt gott á liðnu ári. Lesa meira
 
ksi-merki

Fyrstu landsliðsæfingarnar á nýju ári - 30.12.2008

Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið hópa til æfinga um næstu helgi hjá U17 og U19 kvenna. Æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og Kórnum. Lesa meira
 
Keflavík

Keflavík þriðja félagið til að skila leyfisgögnum - 29.12.2008

Keflvíkingar hafa skilað leyfisgögnum sínum, fylgigögnum með leyfisumsókn fyrir keppnistímabilið 2009.  Keflavík er þar með þriðja félagið til að skila í ár, en áður höfðu Valur og KA skilað sínum gögnum. Lesa meira
 
Jólakveðja frá KSÍ

Jólakveðjur frá KSÍ - 23.12.2008

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum kærar jólakveðjur með von um að allir eigi góða daga yfir hátíðirnar.  GLEÐILEG JÓL Lesa meira
 
Merki Barcelona

Yfirþjálfari barna- og unglingastarfs Barcelona í Fífunni - 22.12.2008

Albert Capellas yfirþjálfari barna- og unglingastarfs Barcelona heldur fyrirlestra og stjórnar æfingum í Fífunni 28. desember næstkomandi.  Hann er hér í boði Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Drög að leikjaniðurröðun í Deildarbikarnum 2009 - 22.12.2008

Drög að leikjaniðurröðun fyrir Deildarbikarkeppni KSÍ 2009 er tilbúin og hefur verið birt á heimasíðunni.  Félög eru beðin um að skila athugasemdum í síðasta lagi sunnudaginn 4. janúar. Lesa meira
 
KA

KA-menn búnir að skila leyfisgögnum - 22.12.2008

Leyfisgögn KA-manna bárust leyfisstjórn á föstudag og er KA því annað félagið sem skilar gögnum fyrir keppnistímabilið 2009, en áður höfðu Valsmenn skilað.  Þetta er í fyrsta sinn sem leyfisumsækjendur hafa skilað gögnum fyrir jól.

Lesa meira
 
Frá afhendingu grasrótarviðurkenninga KSÍ 2008.

Tvær stjörnur til viðbótar til Grasrótarstarfs KSÍ - 19.12.2008

Fyrr á þessu árið varð KSÍ samþykkt inn í Grasrótarsáttmála UEFA og varð þá 30. þjóðin til að ná inn í þann sáttmála.   Á dögunum fékkst það staðfest frá UEFA að Grasrótarstarf KSÍ hefur verið úthlutað tveimur stjörnum til viðbótar. Lesa meira
 
Grasrotarvidurkenningar_2008

Jórunn formaður Þróttar - 19.12.2008

Frá afhendingu Grasrótarverðlauna KSÍ 2008.  Rætt við Jórunni Frímannsdóttur formann Þróttar. Lesa meira
 
Grasrotarvidurkenningar_2008

Víðir fær grasrótarverðlaun KSÍ fyrir Futsal - 19.12.2008

Rætt við Einar Jón Pálsson, formann knattspyrnudeildar Víðis, við afhendingu grasrótarverðlauna KSÍ 2008. Lesa meira
 
Merki FIFA

FIFA staðfestir dómaralista - 19.12.2008

FIFA hefur staðfest dómaralista dómaranefndar KSÍ.  Á listanum eru tveir nýir aðstoðardómarar, þau Frosti Viðar Gunnarsson og Bryndís Sigurðardóttir en Bryndís er fyrsta íslenska konan til að komast á FIFA dómaralistann. Lesa meira
 
Grasrotarvidurkenningar_2008

Grasrótarviðurkenningar KSÍ 2008 - 19.12.2008

Í gær voru veittar grasrótarviðurkenningar KSÍ fyrir árið 2008 og voru viðurkenningarnar afhentar í höfuðstöðvum KSÍ.  Veittar voru viðurkenningar í fjórum grasrótarflokkum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ semur við landsliðsþjálfara - 18.12.2008

KSÍ hefur gengið frá tveggja ára samningum við nokkra landsliðsþjálfara.  Bæði er um endurráðningar að ræða sem og að gengið hefur verið til samninga við nýja landsliðsþjálfara.  Allir þessir samningar eru til tveggja ára. Lesa meira
 
Valur

Valsmenn fyrstir til að skila leyfisgögnum fyrir 2009 - 18.12.2008

Valsmenn urðu í dag fyrstir til að skila fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir keppnistímabilið 2009.  Rétt er að vekja athygli á því að aldrei áður hefur það gerst hér á landi að leyfisumsækjandi skili gögnum fyrir jól. 

Lesa meira
 
Gæðastimpill SGS

Gæðavottun staðfest án athugasemda - 18.12.2008

Um miðjan október fór fram víðtækt gæðamat á skipulagi leyfiskerfis KSÍ.  Matið er framkvæmt árlega af fulltrúum SGS, sem er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki, og var gæðavottun á leyfiskerfi KSÍ staðfest án athugasemda.

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ísland niður um eitt sæti á styrkleikalista FIFA - 17.12.2008

Nýr styrkleikalisti karlalandsliða hjá FIFA var birtur í dag og fellur Ísland um eitt sæti frá síðasta lista.  Íslenska karlalandsliðið er í 83. sæti listans en sem fyrr eru það Evrópumeistarar Spánar er tróna á toppnum. Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Vináttulandsleikur gegn Liechtenstein 11. febrúar - 16.12.2008

Knattspyrnusamband Íslands og Knattspyrnusamband Liechtenstein hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik 11. febrúar næstkomandi.  Leikurinn verður leikinn á La Manga á Spáni. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Trans World Sport og knattspyrna kvenna á Íslandi - 16.12.2008

Í sumar komu hér aðilar frá hinum kunna íþróttaþætti Trans World Sport og kynntu sér knattspyrnu kvenna á Íslandi.  Rætt er við Sigurð Ragnar Eyjólfsson, Katrínu Jónsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur í þættinum. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Trans World Sport um kvennaknattspyrnu - 16.12.2008

Sjónvarpsmenn frá íþróttaþættinum Trans World Sport voru hér á landi í sumar og fjölluðu um knattspyrnu kvenna á Íslandi. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Æfingar A landsliðs kvenna í byrjun janúar - 15.12.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt undirbúningshóp og eru það 40 leikmenn sem skipa þann hóp.  Æfingarnar fara fram í Kórnum 3. og 4. janúar. Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Riðlaskipting Deildarbikarkeppni KSÍ 2009 tilbúin - 15.12.2008

Nú liggur fyrir riðlaskipting í Deildarbikarkeppni KSÍ 2009 í karla og kvennaflokki sem og keppnisfyrirkomulag.  Drög að leikjaniðurröðun verður svo birt síðar og send á félögin til skoðunar.  Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

3. stigs þjálfaranámskeið haldið 6. - 8. febrúar - 15.12.2008

Helgina 6.-8. febrúar mun Knattspyrnusamband Íslands halda 3. stigs þjálfaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ. Dagskrá námskeiðsins verður gefin út síðar en gera má ráð fyrir því að námskeiðið hefjist um kl. 13:00, föstudaginn 6. febrúar. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ B próf fer fram 28. febrúar 2009 - 15.12.2008

Laugardaginn 28. febrúar stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er fyrir alla þjálfara sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar). Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Umsóknarfrestur á Pro Licence til 29. desember - 15.12.2008

Eins og komið hefur fram áður mun enska knattspyrnusambandið veita íslenskum þjálfurum aðgang að Pro Licence þjálfaranámskeiði sínu.  Um helgina fór fram kynningarfundur á þessu námskeið og mættu 15 þjálfarar á fundinn. Lesa meira
 
Búningar keppnisliðanna á EM kvenna 2009 Finnlandi

Leiktímar í úrslitakeppni EM kvenna tilbúnir - 12.12.2008

Leiktímar fyrir leiki úrslitakeppni EM kvenna í  Finnlandi eru tilbúnir.  Íslenska liðið er sem kunnugt er í riðli með Frakklandi, Noregi og Þýskalandi.  Fyrsti leikur íslenska liðsins verður við Frakka, mánudaginn 24. ágúst kl. 17:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
UEFA

Meistaradeild kvenna hefst 2009 - 12.12.2008

Framkvæmdastjórn UEFA hefur ákveðið að breyta nafni og fyrirkomulagi í Evrópukeppni kvenna.  Keppnin er hefur göngu sína á næsta ári mun heita Meistaradeild kvenna. Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Hægt að sækja um í Ferðasjóð íþróttafélaga til 12. janúar - 10.12.2008

Nú er rúmur mánuður þar til umsóknarfrestur í Ferðasjóð íþróttafélaga rennur út og rétt að minna íþrótta- og ungmennafélög innan ÍSÍ á að sækja um styrk til sjóðsins.  Umsóknarfrestur rennur út 12. janúar 2008. Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Opin mót 2009 - 10.12.2008

Félögum sem halda opin mót 2009 er boðið að senda upplýsingar um viðkomandi mót til KSÍ líkt og áður.  Upplýsingarnar verður að finna í lista undir Opin mót í valmyndinni hér vinstra megin á síðunni. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

63. ársþing KSÍ - 14. febrúar 2009 - 10.12.2008

63. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið í húsakynnum KSÍ laugardaginn 14. febrúar 2009. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi efnisatriði tengd þinghaldinu. Lesa meira
 
Íslensk knattspyrna 2008

Fyrsta eintakið af Íslenskri knattspyrnu 2008 afhent - 9.12.2008

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, veitti fyrsta eintakinu af Íslenskri knattspyrnu viðtöku í útgáfuhófi er haldið var í gær.  Af því tilefni fengu Katrín Jónsdóttir, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Tryggvi Guðmundsson og Guðmundur Benediktsson sérstakar viðurkenningar. Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Eiður Smári og Margrét Lára knattspyrnufólk ársins 2008 - 9.12.2008

Leikmannaval KSÍ hefur valið Eið Smára Guðjohnsen og Margréti Láru Viðarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2008.  Þetta er í fimmta skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Lesa meira
 
Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson gefur Völsungum góð ráð

Landsliðsþjálfarinn heimsótti Raufarhöfn og Húsavík - 9.12.2008

Knattspyrnuiðkendur í Norðurþingi fengu góða heimsókn í síðustu viku.  Þar voru á ferðinni Ólafur Jóhannesson landsliðþjálfari karla og Guðlaugur Gunnarsson starfsmaður KSÍ.   Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á reglugerðum KSÍ í desember 2008 - 9.12.2008

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 4. desember 2008 breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga, reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál og á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Lesa meira
 
Halldór B. Jónsson fær afhentan heiðurskross KSÍ frá formanni KSÍ, Geir Þorsteinssyni. Ellen Geirsdóttir er þeim til halds og trausts

Halldór B. Jónsson sæmdur heiðurskrossi KSÍ - 8.12.2008

Halldór B. Jónsson, fyrrverandi varaformaður KSÍ, var á laugardaginn sæmdur heiðurskrossi KSÍ en það er æðsta heiðursmerki KSÍ.  Halldór var sæmdur heiðurskrossinum á 60 ára afmæli sínu. Lesa meira
 
Frá afhendingu bolta til Mæðrastyrksnefndar

100 fótboltar til Mæðrastyrksnefndar - 8.12.2008

KSÍ gaf í dag 100 fótbolta til Mæðrastyrksnefndar.  Þær Ragnhildur Guðmundsdóttir og Ríkey Ríkarðsdóttir hjá Mæðrastyrksnefnd veittu boltunum viðtöku og sögðu að þeir myndu nýtast mjög vel þeim þeim strákum og stelpum sem knettina fengju í jólagjöf. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Fjármagn frá UEFA til íslenskra félagsliða 2008 - 5.12.2008

Líkt og áður rann hluti af þeim tekjum sem UEFA hefur af Meistaradeildinni til félaga í aðildarlöndum sambandsins.  Heildarframlag UEFA og KSÍ til aðildarfélaga á árinu 2008 er um 166 milljónir króna en árið 2007 var þessi upphæð um 70 milljónir króna. Lesa meira
 
Merki enska knattspyrnusambandsins

Íslenskir þjálfarar fá aðgang að Pro licence í Englandi - 4.12.2008

Enska knattspyrnusambandið samþykkti í dag að veita þjálfurum á Íslandi aðgang að Pro licence þjálfaranámskeiði sínu.  Möguleiki er á því að tveir þjálfarar frá Íslandi geti komist strax á næsta Pro licence námskeið. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Englandi

U17 karla leikur í Wales og U19 karla í Bosníu - 3.12.2008

Í dag var dregið í undankeppni fyrir EM 2010 hjá landsliðum U17 og U19 karla.  Hjá U17 karla leikur Ísland í riðli með Bosníu, Rússlandi og Wales.  Hjá U19 karla lentu Íslendingar í riðli með Búlgaríu, Norður Írlandi og Bosníu. Lesa meira
 
Íslensk knattspyrna 2008

Íslensk knattspyrna 2008 komin út - 3.12.2008

Út er komin Íslensk knattspyrna 2008 eftir Víði Sigurðsson.  Bókin er sú 28. í röðinni í þessum einstaka bókaflokki sem nýtur gríðarlegra vinsælda.  Bókin er stærri nú en nokkru sinni fyrr, 240 blaðsíður og um 350 myndir prýða hana. Lesa meira
 
UEFA

Dregið í EM 2009/2010 hjá U17 og U19 karla - 3.12.2008

Í dag verður dregið í undankeppni EM 2009/2010 hjá landsliðum U17 og U19 karla.  Dregið verður í höfuðstöðvum UEFA í Sviss en úrslitakeppni U17 karla fer fram að þessu sinni í Liechtenstein en hjá U19 karla fer hún fram í Frakklandi. Lesa meira
 
Frá úthlutun úr Afrekskvennasjóði Glitnis og ÍSÍ í desember 2008. KSÍ fékk úthlutað einni milljón króna vegna A landsliðs kvenna

KSÍ fær styrk úr Afrekskvennasjóði Glitnis og ÍSÍ - 3.12.2008

Í gær var úthlutað úr afrekskvennasjóði Glitnis og ÍSÍ og voru styrkþegar þrír talsins í þett skiptið.  Knattspyrnusamband Ísland var einn þeirra og hlýtur sambandið eina milljón króna í styrk vegna A landsliðs kvenna. Lesa meira
 
Hópur frá þeim félögum er leika í Landsbankadeild kvenna 2009 fór til Finnlands og kynnti sér starf í kringum knattspyrnu kvenna þar í landi

Hópur kynnti sér knattspyrnu kvenna í Finnlandi - 2.12.2008

Dagana 25.-28. nóvember hélt 11 manna hópur frá Íslandi til Finnlands í þeim tilgangi að kynna sér knattspyrnu kvenna þar í landi. Hópurinn var skipaður fulltrúum liðanna sem leika í Landsbankadeild kvenna á næsta ári. Lesa meira
 
Merki Special Olympics

Alþjóðadagur fatlaðra 2. desember - 2.12.2008

Special Olympics í Evrópu vekur athygli aðildarlanda á því að myndband um knattspyrnu fatlaðra mun verða sýnt 2. desember á Eurosport í tengslum við alþjóðadag fatlaðra. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þjálfarar Íslandsmeistaraliða frá upphafi - 2.12.2008

Hér að neðan má sjá lista yfir þjálfara Íslandsmeistaraliða í efstu deild, karla og kvenna, frá upphafi.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri, hefur upp á síðkastið unnið við að taka saman þennan lista. Lesa meira
 
Ingi Jónsson

Ingi dómaraeftirlitsmaður UEFA í Moskvu - 2.12.2008

Ingi Jónson verður dómaraeftirlitsmaður UEFA á leik Spartak Moskvu og Nec Nijmegen frá Hollandi í UEFA bikarnum.  Liðin leika í D riðli í og fer leikurinn fram á morgun, miðvikudaginn 3. desember og verður leikinn á Luzhnki Stadium í Moskvu.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Æfingar hjá U16, U17 og U19 karla um komandi helgi - 1.12.2008

Um helgina verða æfingar hjá landsliðum U16, U17 og U19 karla.  Landsliðsþjálfararnir Freyr Sverrisson, Luka Kostic og Kristinn R. Jónsson hafa valið 100 leikmenn til þessara æfinga. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Vináttulandsleikur við Holland 23. apríl - 1.12.2008

Knattspyrnusambönd Íslands og Hollands hafa komist að samkomulagi um að kvennalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Kórnum, 23. apríl næstkomandi.   Þetta er í fyrsta skiptið er landslið kvenna leikur  í Kórnum. Lesa meira
 
bolti_i_marki

Vinnufundir með félögum vegna leyfisferlisins 2009 - 28.11.2008

Boðað hefur verið til funda með leyfisfulltrúum félaga í Landsbankadeild karla og 1. deild karla.  Farið verður yfir nokkur mikilvæg atriði tengd leyfishandbókinni og leyfisferlinu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Póllandi á Algarve Cup 2008

Riðlaskiptingin klár fyrir Algarve Cup 2009 - 28.11.2008

Skipt hefur verið í riðla á Algarve Cup 2009 en íslenska kvennalandsliðið mun þar leika í B riðli með Bandaríkjunum, Danmörku og Noregi.  Þetta mót er góður undirbúningur fyrir úrslitakeppni EM í Finnlandi næsta sumar. Lesa meira
 
Egill Már Markússon

Egill Már í hóp Dómaraeftirlitsmanna UEFA - 28.11.2008

Egill Már Markússon hefur verið tekinn inn í hóp Dómaraeftirlitsmanna UEFA.  Egill sat námskeið á vegum UEFA í september og hefur síðan verið á tveimur leikjum í UEFA -bikarnum og skilað skýrslum um frammistöðu dómaranna.  Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Fjármálaráðstefna í Laugardalshöll - 27.11.2008

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir fjármálaráðstefnu föstudaginn 28. nóvember nk. kl. 13-16 í Laugardalshöll. Ráðstefnustjóri verður Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár.
Lesa meira
 
KR

KR auglýsir eftir þjálfara - 26.11.2008

Knattspyrnufélag Reykjavíkur leitar að einstaklingi með áhuga og reynslu af þjálfun.  Um er að ræða þjálfun á 3.flokk karla í knattspyrnu .  Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Afreksstuðlar leikmanna 2008 - 25.11.2008

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga hefur skrifstofa KSÍ gefið út afreksstuðla leikmanna og hafa þeir verið uppfærðir á vef KSÍ. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Englandi

70 leikmenn boðaðir til æfinga hjá U17 og U19 karla - 25.11.2008

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og hafa Luka Kostic og Kristinn R. Jónsson valið leikmenn til þessara æfinga.  Samtals eru það 70 leikmenn sem eru boðaðir í þessum aldursflokkum. Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 5. júlí 2008. Myndina tók Þorsteinn Jónsson

56 stúlkur léku með yngri landsliðum kvenna á árinu - 24.11.2008

Það voru 56 stúlkur sem léku með yngri landsliðum kvenna á árinu 2008.  32 leikmenn úr 13 íslenskum félögum og 1 erlendu léku með U19 landsliði kvenna og 29 leikmenn úr 14 íslenskum félögum léku með U17 landsliði kvenna á þessu ári. Lesa meira
 
Kvenna_fagnar

Vináttulandsleikur við Dani 19. júlí - 24.11.2008

Knattspyrnusambönd Íslands og Danmerkur hafa komist að samkomulagi um að kvennalandslið þjóðanna mætist í vináttulandsleik 19. júlí á næsta ári og verður leikið í Kaupmannahöfn eða nágrenni. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Kristinn dæmir Meistaradeildarleik í Úkraínu - 24.11.2008

Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari, mun dæma leik Shakhtar Donetsk frá Úkraínu og Basel frá Sviss í Meistaradeild UEFA.  Leikið verður í Úkraínu og fer leikurinn fram miðvikudaginn 26. nóvember.  Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson og fjórði dómari verður Magnús Þórisson. Lesa meira
 
UEFA

Mikill fróðleikur á Training Ground - 21.11.2008

Vert er að vekja athygli á heimasíðu UEFA en þar er að finna ýmsan fróðleik.  Einn hluti hennar nefnist "Training Ground" en þar má lesa og sjá mikið af efni er tengist knattspyrnu og jafnvel er hægt að taka námskeið á netinu. Lesa meira
 
Merki HM U20 kvenna í Chile 2008

Hægt að horfa á leiki í HM U20 kvenna á netinu - 20.11.2008

Nú er nýhafin í Chile HM U20 kvenna í knattspyrnu en þar keppa 16 þjóðir um heimsmeistaratitilinn.  Hægt er að horfa á leiki keppninnar án endurgjalds á heimasíðu FIFA. Lesa meira
 
Heiðar Helguson

Mark Heiðars dugði á Möltu - 19.11.2008

Ísland lagði Möltu í vináttulandsleik er fór fram í dag en leikið var á Möltu.  Lokatölur urðu 0-1 og var það Heiðar Helguson sem skoraði mark Íslendinga í síðari hálfleik.  Íslenska liðið var með undirtökin mest allan leikinn og átti nokkur ágætis færi þó svo að dauðafærin hafi ekki verið mörg.Lesa meira
 
Landsliðshópur Íslands gegn Aserbaídsjan

Malta - Ísland - Textalýsing - 19.11.2008

Vináttulandsleikur Möltu og Íslands er hafinn en leikið er á Möltu.  Leikurinn hófst kl. 13:30 og verður fylgst við honum hér á síðunni. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna leikur í milliriðli í Póllandi - 19.11.2008

Í morgun var dregið í milliriðla í EM 2009 hjá U19 kvenna og var Ísland í pottinum.  Stelpurnar drógust í riðil með Svíþjóð, Danmörku og Póllandi og verður riðillinn leikinn í Póllandi dagana 23. - 28. apríl. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Dublin í kvöld - 19.11.2008

Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari, verður í eldlínunni í Dublin í kvöld en þar dæmir hann vináttulandsleik Írlands og Póllands.  Með honum til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson. Lesa meira
 
Landsliðshópur Íslands gegn Aserbaídsjan

Malta - Ísland í dag kl. 13:30 - 19.11.2008

Í dag kl. 13:30 að íslenskum tíma mætast Malta og Ísland í vináttulandsleik og er leikið á Möltu.  Þetta er fjórtándi landsleikur þjóðanna en Íslendingar hafa níu sinnum farið með sigur af hólmi, Möltubúar þrisvar sinnum en einu sinni hefur orðið jafntefli. Ólafur Jóhannesson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í leiknum.  Textalýsing verður frá leiknum hér á heimasíðunni. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Riðill U17 kvenna fyrir EM 2010 leikinn hér á landi - 18.11.2008

Í dag var dregið í riðlakeppni EM 2010 hjá U17 og U19 kvenna. Landslið U17 kvenna dróst í riðil með Þýskalandi, Frakklandi og Ísrael.  Ákveðið hefur verið að þessi riðill verði leikinn hér á landi.2009. Riðill U19 kvenna verður leikinn í Portúgal. Lesa meira

 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Frábær áskorun að mati landsliðsþjálfarans - 18.11.2008

"Þetta er fyrst og fremst frábær áskorun sem að bíður íslenskra landsliðskvenna.  Ég er viss um að allar okkar fremstu knattspyrnukonur muni leggja sig allar fram til að fá að taka þátt í þessu verkefni" sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Lesa meira
 
Katrín Jónsdóttir

Landsliðfyrirliðinn ánægð að mæta Frökkum - 18.11.2008

Þegar heimasíðan náði tali af landsliðsfyrirliðanum, Katríni Jónsdóttur, var hún full eftirvæntingar fyrir úrslitakeppnina.  "Það er ljóst að B og C riðlarnir eru gríðarlega sterkir og í rauninni sama í hvorum riðlinum við myndum lenda í þar.  Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Ísland leikur fyrsta leikinn gegn Frökkum - 18.11.2008

Í dag var dregið í úrslitakeppni EM kvenna 2009 en drátturinn fór fram í Finlandiahöllinni í Helsinki.  Ísland lenti í riðli með Þýskalandi, Noregi og Frökkum og mun leika fyrsta leikinn gegn Frökkum, mánudaginn 24. ágúst í Tampere. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna er lagði Slóveníu með fimm mörkum gegn engu riðlakeppni EM

Æfingar hjá U16, U17 og U19 kvenna um helgina - 18.11.2008

Æfingahópar hjá þremur landsliðum kvenna verða við æfingar.  Þetta eru landslið U16, U17 og U19 kvenna og hafa landsliðsþjálfararnir, Kristrún Lilja Daðadóttir og Ólafur Þór Guðbjörnsson valið leikmenn til þessara æfinga. Lesa meira
 
Landsliðshópur Íslands gegn Aserbaídsjan

Landsliðið æfir á Möltu - 18.11.2008

Íslenska karlalandsliðið er statt á Möltu um þessar mundir en leikinn verður vináttulandsleikur við heimamenn á morgun, miðvikudaginn 19. nóvember.  Leikurinn hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Aðalfundur KÞÍ 2008 - 18.11.2008

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 27. nóvember n.k. klukkan 20:00.  Stjórn KÞÍ hvetur félagsmenn sína til að mæta. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið hjá Víkingi í Víkinni - 17.11.2008

Unglingadómaranámskeið hjá Víkingi í Víkinni verður haldið þriðjudaginn 18. nóvember kl. 20:00. Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Námskeiðið er ókeypis. Skráning er hafin hjá magnus@ksi.is.

Lesa meira
 
Þjálfarahópur er kynnti sér þjálfunaraðferðir ungmenn í Sviss

Þjálfarar kynntu sér þjálfun ungmenna í Sviss - 17.11.2008

Dagana 3.-6. nóvember fór ellefu manna hópur frá Íslandi til Sviss til að kynna sér þjálfun afreks ungmenna. Með í för voru níu þjálfarar, einn túlkur og einn starfsmaður KSÍ. Ferðin er hluti af svokölluðu UEFA Study Group Scheme. Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Dregið í EM 2009 í Finnlandi - 17.11.2008

Þriðjudaginn 18. nóvember verður dregið í riðla í úrslitakeppni EM kvenna sem fram fer í Finnlandi á næsta ári.  Tólf þjóðir eru í pottinum og eru Íslendingar í þriðja styrkleikaflokki en þar eru þær þjóðir er tryggðu sér þátttökurétt í gegnum umspil. Hægt verður að fylgjast með drættinum á www.uefa.com. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Aldrei fleiri landsleikir heldur en 2008 - 14.11.2008

Ljóst er að aldrei hafa landslið Íslands leikið fleiri landsleiki heldur en á þessu ári sem senn tekur enda.  Öll landslið Íslands hafa leikið 64 landsleiki það sem af er árinu og á eftir að spila þann 65. en það er vináttulandsleikur Möltu og Íslands. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U19 karla fyrir leikinn gegn Noregi í milliriðli fyrir EM 2008

100 leikmenn léku með yngri landsliðum karla á árinu - 14.11.2008

100 leikmenn léku landsleiki með yngri landsliðum karla á árinu sem er að líða.  Nokkrir leikmenn léku með tveimur landsliðum á árinu og eru þetta 100 leikmenn sem léku með þessum 3 liðum á árinu og koma þeir úr 24 íslenskum félögum Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leyfisferlið fyrir 2009 hafið - 14.11.2008

Samkvæmt Leyfishandbók KSÍ hefur þeim félögum sem hyggjast sækja um þátttökuleyfi í Landsbankadeild karla og 1. deild karla 2009 verið sendar nauðsynlegar upplýsingar, áður en vinna við Leyfisumsókn hefst.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Landsdómaralistinn árið 2009 - 14.11.2008

Dómaralistinn fyrir keppnisstímabilið 2009 hefur verið tilkynntur en það er listi landsdómara.  Einn nýr dómari færist upp í A hóp en það er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Lesa meira
 
Davíð Þór Viðarsson

Davíð Þór í landsliðshópinn - 14.11.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á landsliðshóp sínum er mætir Möltu í vináttulandsleik þann 19. nóvember næstkomandi.  Davíð Þór Viðarsson úr FH kemur inn í hópinn í stað Hallgríms Jónassonar sem er meiddur. Lesa meira
 
Hluti þátttakenda ráðstefnu Special Olympics á Kýpur

Ráðstefna Special Olympics á Kýpur - 14.11.2008

Á dögunum var haldin ráðstefna á vegum Special Olympics á Kýpur en ráðstefnan var haldin í tengslum við Smáþjóðaleika Special Olypics í knattspyrnu.  Guðlaugur Gunnarsson sótti ráðstefnuna fyrir hönd Íþróttasambands Fatlaðra. Lesa meira
 
Eggert Gunnþór Jónsson

Eggert Gunnþór inn í landsliðshópinn - 13.11.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, hefur gert eina breytingu á landsliðshóp sínum fyrir vináttulandsleikinn gegn Möltu þann 19. nóvember næstkomandi.  Eggert Gunnþór Jónsson úr Hearts kemur inn í hópinn í stað Grétars Rafns Steinssonar.  Lesa meira
 
Klara Bjartmarz

Klara eftirlitsmaður UEFA í Þýsklandi - 12.11.2008

Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Duisburg og Frankfurt í 8 liða úrslitum Evrópukeppni kvenna.  Þetta er seinni leikurinn á milli þessara sterku þýsku félaga en fyrri leikinn vann Duisburg á útivelli, 1-3. Lesa meira
 
ÍH

Áfrýjun í máli Tindastóls gegn ÍH - 12.11.2008

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir áfrýjun í máli Tindastóls gegn ÍH vegna leiks félaganna í 2. deild karla fyrr á þessu ári. Áfrýjunardómstóllinn staðfestir hinn áfrýjaða úrskurð.

Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Þátttökutilkynning í Deildarbikarkeppni KSÍ 2009 - 12.11.2008

Hér að neðan er þátttökutilkynning fyrir Deildarbikarkeppni KSÍ. Tilkynna ber þátttöku í síðasta lagi sunnudaginn 23. nóvember.   Félög sem sendu meistaraflokk til keppni á Íslandsmótinu 2008 og hyggja á keppni á Íslandsmótinu 2009 hafa heimild til að senda lið til keppni.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið upp um 21 sæti - 12.11.2008

Íslenska karlalandsliðið fer upp um 21 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA er birtur var í dag.  Ísland er nú í 82. sæti listans en Spánverjar tróna á toppi listans sem fyrr og Þjóðverjar koma þar á eftir. Lesa meira
 
Landsliðshópur Íslands gegn Aserbaídsjan

Landsliðshópurinn gegn Möltu tilkynntur - 11.11.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag landsliðshópinn sem heldur til Möltu og leikur þar vináttulandsleik miðvikudaginn 19. nóvember.  Einn nýliði er í hópnum að þessu sinni en það er Garðar Jóhannsson leikmaður með Fredrikstad í Noregi. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Æfingar hjá stelpunum í U17 og U19 kvenna - 10.11.2008

Þau Kristrún Lilja Daðadóttir og Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfarar U17 og U19 kvenna, hafa valið leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og í Egilshöllinni og má sjá æfingahópana hér að neðan. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Grunnskólamóti KRR lokið - 10.11.2008

Grunnskólamóti KRR er lokið en leikið var í Egilshöll.  Sigurvegarar í 7. bekk urðu Borgaskóli hjá drengjum og Rimaskóli hjá stelpum.  Sigurvegarar hjá drengjum í 10. bekk voru Hagaskóli eftir vítaspyrnukeppni og Réttarholtsskóli hjá stelpum. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Þjálfaranámskeið í nóvember - 10.11.2008

Fjögur þjálfaranámskeið eru framundan í nóvember. Helgina 14.-16. nóvember verður KSÍ II þjálfaranámskeið haldið í Reykjavík. Helgina 21.-23. nóvember verða tvö námskeið.  Skráning á öll þessi námskeið er í fullum gangi. Lesa meira
 
Leikvangurinn í Tampere

Sjálfboðaliðar óskast á EM í Finnlandi 2009 - 7.11.2008

Mótshaldarar EM kvenna 2009 sem fram fer í Finnlandi óska eftir sjálfboðaliðum til þess að starfa í kringum mótið.  Leikið verður í fjórum borgum í Finnlandi, Helsinki, Lahti, Turku og Tampere.  Mótið fer fram dagana 23. ágúst til 10. september. Lesa meira
 
Katrin Jónsdóttir, landsliðsfyrirliði og Þröstur Jón Sigurðsson eigandi Sporthússins

Sporthúsið gefur kvennalandsliðinu árskort - 7.11.2008

Sporthúsið hefur ákveðið að gefa 40 manna æfingahópi A-landsliðs kvenna og starfsmönnum liðsins árskort í líkamsrækt.  Katrín Jónsdóttir fyrirliði A-landsliðs kvenna veitti þessari gjöf móttöku í frá Þresti Jóni Sigurðssyni eiganda Sporthússins. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Geir eftirlitsmaður UEFA í Manchester - 6.11.2008

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Manchester City og Twente frá Hollandi í kvöld.  Leikurinn er í A riðli UEFA bikarsins og fer fram á heimavelli Manchester. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Moskvu á morgun - 5.11.2008

Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari, verður við stjórnvölinn á morgun í Moskvu en þá mætast Spartak Moskva og Udinese. Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson og fjórði dómari verður Jóhannes Valgeirsson.  

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar framundan hjá U17 og U19 karla - 5.11.2008

Valdir hafa verið æfingahópar til æfinga um helgina og fara fram æfingar hjá U17 og U19 karla.  Landsliðsþjálfararnir Luka Kostic og Kristinn R. Jónsson hafa valið leikmenn til þessara æfinga. Lesa meira
 
Valur

Unglingadómaranámskeið hjá Val í Vodafonehöllinni - 5.11.2008

Unglingadómaranámskeið hjá Val í Vodafonehöllinni verður haldið mánudaginn 10. nóvember  kl. 20:00.  Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna.  Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Ísland á EM 2009 - 4.11.2008

A landslið kvenna náði sl. fimmtudag þeim langþráða áfanga að vinna sér rétt til þátttöku í úrslitakeppni EM. Aldrei fyrr hefur KSÍ átt landslið í úrslitakeppni A landsliða. Lesa meira
 
Úr leik Fjölnis og KR í Landsbankadeild karla 2008. Myndina tók Vilbogi Einarsson

Samningsskylda leikmanna í Landsbankadeild karla - 4.11.2008

Vert er að  minna á ákvæði um samningsskyldu leikmanna í Landsbankadeild karla eins og fram kemur í grein 23.4 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.  Ákvæði þetta verður virkt þann 1. janúar 2009. Lesa meira
 
Eysteinn Hauksson í leik með Grindavík - Mynd: umfg.is

Eysteinn Hauksson kynnti sér þjálfun hjá West Ham - 3.11.2008

Eysteinn Húni Hauksson, knattspyrnuþjálfari hjá Grindavík, hlaut á dögunum styrk KSÍ til fræðslumála og nýtti hann til að kynna sér knattspyrnuþjálfun hjá West Ham. 

Lesa meira
 
Sparkhöllin í byggingu

Sparkhöll rís á Borgarfirði Eystri - 3.11.2008

Á Borgarfirði Eystri er í byggingu sparkhöll sem vafalítið á eftir að nýtast knattspyrnuiðkendum á svæðinu vel.  Búið er að loka sparkhöllinni fyrir þó nokkru síðan og nú er verið að smíða allt það sem smíða þarf að innan.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Írlandi á Algarve Cup 2008

Kvennalandsliðið í efri styrkleikaflokki á Algarve Cup 2009 - 3.11.2008

A-landslið kvenna mun leika í efri styrkleikaflokki á Algarve Cup 2009, sem fram fer í Portúgal í byrjun mars á næsta ári.  Þetta þýðir að stelpurnar okkar munu leika gegn nokkrum af sterkustu landsliðum heims. Lesa meira
 
Úr leik Vals og KR 2008

KR og Valur í 1. umferð Landsbankadeildar kvenna - 1.11.2008

Í dag var dregið í töfluröð í landsdeildum karla og kvenna en dregið var í höfuðstöðvum KSÍ.  Það verða stórleikir í 1. umferð Landsbankadeildar karla og kvenna, Keflavík og FH mætast hjá körlunum og KR og Valur hjá konunum. Lesa meira
 
Íslensku stelpurnar fagna marki gegn Írum

Ísland á EM 2009 - 30.10.2008

Í nepjunni í Laugardalnum í kvöld tryggði íslenska kvennalandsliðið sér sæti í úrslitakeppni EM 2009 sem fram fer í Finnlandi.  Frábær 3-0 sigur staðreynd og á köldum Laugardalsvelli var stiginn trylltur stríðdans í leikslok.  Ísland er komið á EM! Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ - 30.10.2008

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 6. nóvember kl. 19:30.  Ekkert próf en viðvera gefur réttindi til héraðsdómara.  Aldurstakmark 16 ára og er námskeiðið ókeypis.

Lesa meira
 
Jóhanna Margrét nýtti sér andlitsmálninguna í síðasta leik

Andlitsmálun fyrir leik gegn Írlandi - 30.10.2008

Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir viðureign Íslands og Írlands í dag á Laugardalsvelli.  Leikurinn hefst kl. 18:10 og er um að gera að mæta tímanlega og láta mála íslenska fánann á kinnina og ennið. Lesa meira
 
Forsíðar leikskrár Íslands-Írlands í umspili fyrir EM 2009

Leikskráin fyrir leikinn gegn Írlandi - 30.10.2008

Fyrir viðureign Íslands og Írlands í umspili EM kvenna 2009  verður gefin út leikskrá með ýmsum áhugaverðum og gagnlegum upplýsingum.  Leikskráin verður seld við innganginn á Laugardalsvelli fyrir leik og kostar aðeins kr. 500 Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Írland í kvöld kl. 18:10 - 30.10.2008

Í kvöld fer fram einn allra mikilvægasti leikur íslenskrar knattspyrnusögu þegar Íslendingar taka á móti Írum á Laugardalsvelli.  Leikurinn er seinni leikur þjóðanna í umspili fyrir úrslitakeppni EM 2009 sem fram fer í Finnlandi.  Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 1-1 og því ljóst að sigurvegarinn í kvöld tryggir sér sæti í úrslitakeppninni á næsta ári. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Byrjunarlið Íslands gegn Írum - 29.10.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Írum á morgun. Leikurinn hefst kl. 18:10 á Laugardalsvelli og eru allir er vettlingi geta valdið hvattir til þess að mæta á þennan stórleik. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Framhaldsskólamótið 2008 - Verzló og FS sigruðu - 29.10.2008

Úrslitakeppni Framhaldsskólamóts KSÍ fór fram á Ásvöllum um helgina en riðlakeppni hafði farið fram víðsvegar um landið áður.  Verzlunarskóli Íslands fór með sigur af hólmi í karlaflokki en Fjölbrautaskóli Suðurnesja í kvennaflokki. Lesa meira
 
Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Miðasala hefst á hádegi á Laugardalsvelli - 29.10.2008

Miðasala á Laugardalsvelli hefst kl. 12:00 á morgun, fimmtudaginn 30. október, á leik Íslands og Írlands í umspili fyrir úrslitakeppni EM 2009. Miiðinn kostar 1.000 krónur en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri.  Ekki er selt í númeruð sæti og er sætaval því frjálst. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Hópurinn fyrir leikinn gegn Írum - 29.10.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag á blaðamannafundi hópinn fyrir leikinn gegn Írum sem fram fer á Laugardalsvelli á morgun, fimmtudaginn 30. október kl. 18:10. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar hjá U17 og U19 landsliðum kvenna - 28.10.2008

Ólafur Þór Guðbjörnsson og Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfarar U19 og U17 kvenna, hafa valið leikmenn til æfinga sem fram fara um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ 5. stigs þjálfaranámskeið 21. - 23. nóvember - 28.10.2008

Helgina 21.-23. nóvember heldur KSÍ 5. stigs þjálfaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir sem fengu 70 stig eða fleiri í KSÍ B prófinu. Námskeiðsgjald er 20.000 krónur og skráning er hafin. Lesa meira
 
Þjálfarar að störfum

KSÍ B (UEFA B) próf 10. nóvember - 28.10.2008

Mánudaginn 10. nóvember, milli kl. 16:30 og 18:30, stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er fyrir alla þjálfara sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Hver er ég? - Myndband - 28.10.2008

Sem fyrr þá hefur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, þann háttinn á að hann sýnir stelpunum myndbönd fyrir leikina.  Myndbandið sem Sigurður Ragnar sýndi stelpunum fyrir Íraleikinn ytra kallar hann "Hver er ég?".  Lesa meira
 
Islenskir_ahorfendur

Myndband fyrir fyrri Íraleikinn - 28.10.2008

Myndband sem landsliðinu var sýnt fyrir fyrri umspilsleikinn gegn Írum í Dublin Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðar á Ísland - Írland fyrir handhafa A-passa - 28.10.2008

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Írland afhenta miðvikudaginn 29. október frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Leikurinn er á Laugardalsvelli á fimmtudag - 28.10.2008

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um hvort til standi að fresta viðureign kvennalandsliða Íslands og Írlands vill KSÍ að fram komi að leikdagurinn, leiktíminn og leikstaðurinn stendur - fimmtudagurinn 30. október kl. 18:10 á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Dómari leiks Íslands og Íralnds, Christine Beck frá Þýskalandi

Dómararnir koma frá Þýskalandi - 28.10.2008

Dómarar leiksins á fimmtudaginn koma frá Þýskalandi.  Með flautuna verður Christine Beck og henni til aðstoðar löndur hennar Moiken Reichert Jung og Marina Wozniak.  Fjórði dómari leiksins verður Oddbergur Eiríksson. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Formanna- og framkvæmdastjórafundur KSÍ á laugardag - 27.10.2008

KSÍ boðar til formanna- og framkvæmdastjórafundar laugardaginn 1. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli kl. 14.00-17.00.   Forráðamenn eru beðnir um að tilkynna þátttöku í póstfangið thorvaldur@ksi.is. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Fyllum völlinn - Félög beðin um að hvetja yngri iðkendur til að fjölmenna - 26.10.2008

Næstkomandi fimmtudag, 30. október, fer fram á Laugardalsvelli mikilvægasti leikur íslensks knattspyrnulandsliðs kvenna frá upphafi. Félög eru beðin um að hvetja yngri iðkendur að fjölmenna á völlinn.  Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Jafntefli niðurstaðan í Dublin - 26.10.2008

Jafntefli varð niðurstaðan í fyrir umspilsleik Írlands og Íslands en leikið var í Dublin í dag.  Lokatölur urðu 1-1 eftir að íslenska liðið komst yfir á fyrstu mínútu leiksins og leiddu í hálfleik.  Írar jöfnuðu á 64. mínútu og þar við sat.

Lesa meira
 
Guðni Kjartansson aðstoðarlandsliðsþjálfari sér um tónlista í rútunni

Byrjunarlið Íslands gegn Írlandi - 25.10.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Írum í Dublin.  Þetta er fyrri leikur þjóðanna í umspili um sæti í úrslitakeppni EM 2009.  Seinni leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 30. október kl. 18:10. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í júní 2008. Ísland sigraði 5-0 með mörkum frá Margréti Láru Viðarsdóttur 3, Katrínu Jónsdóttur og Katrínu Ómarsdóttur

Æft á keppnisvellinum í dag - 25.10.2008

Eins og kunnugt er fer fram leikur Írlands og Íslands á morgun í umspili fyrir sæti í úrslitakeppni EM 2009.  Um er að ræða fyrri leik þjóðanna en sá síðari fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 30. október kl. 18:10. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Æft tvisvar í dag - 24.10.2008

Landsliðið hélt utan í gær til Dublin þar sem liðið leikur fyrri leikinn í umspili um sæti í úrslitakeppni EM kvenna 2009.  Æft var í Reykjaneshöllinni í gær og flogið síðar um daginn til Írlands. Lesa meira
 
Egill Már Markússon

Egill Már eftirlitsmaður í Hollandi - 24.10.2008

Egill Már Markússon var dómaraeftirlitsmaður UEFA á leik Heerenveen og AC Milan í gær en leikurinn var í riðlakeppni UEFA bikarsins. Þetta var fyrsta verkefni Egils Más sem dómaraeftirlitsmaður UEFA. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Bráðabirgðaákvæði vegna þátttökuheimildar - 23.10.2008

Bráðabirgðaákvæðið heimilar leikmönnum sem hafa skipt um félag og eru handhafar keppnisleyfis sem  tekur gildi 20. febrúar nk. að leika nú þegar með nýju félagi í héraðsmótum (s.s. í Reykjavíkurmóti) og Íslandsmóti innanhúss (Futsal). Lesa meira
 
Hásteinsvöllur að vori

Samþykkt stjórnar KSÍ varðandi mannvirkjakafla - 23.10.2008

Varðandi samþykkt frá stjórnarfundi KSÍ á miðvikudag er rétt að skýrt komi fram að allar kröfur þær sömu og áður.  Það eina sem breytist er lokatímapunkturinn til að ljúka framkvæmdum við aðstöðu áhorfenda og fjölmiðla.

Lesa meira
 
Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Miðasala á Ísland - Írland - 23.10.2008

Í dag opnaði miðasala á leik Íslands og Írlands í umspili fyrir úrslitakeppni EM kvenna 2009.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 30. október kl. 18:10.  Miðaverð er 1.000 krónur og er selt í ónúmeruð sæti.  Frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Stjórn KSÍ stóreykur fjárframlög til barna- og unglingastarfs - 23.10.2008

Á fundi stjórnar KSÍ 22. október 2008 var ákveðið að bregðast við gjörbreyttum aðstæðum í íslensku efnahagsumhverfi með því að stórauka fjárframlög til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga sambandsins. Lesa meira
 
Pride Park, heimavöllur Derby County

Haustráðstefna SÍGÍ 2008 - 23.10.2008

Haustráðstefna SÍGÍ verður haldin um komandi helgi og fer hún fram í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli.  Fjölmargir fyrirlestrar eru á þessari ráðstefnu og má sjá dagskrána hér að neðan.  Lesa meira
 
Dómarar leiða lið Þýskalands og Englands til vallar fyrir úrslitaleik EM U19 kvenna á Íslandi

Unglingadómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ - 22.10.2008

Miðvikudaginn, 29. október, verður haldið unglingadómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ og hefst námskeiðið kl. 20:00.  Námskeiðið er frítt en aldurstakmark á námskeiðið er 15 ár og öllum opið.  Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ II þjálfaranámskeið á næstu vikum - 22.10.2008

Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu vikum halda tvö KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 31. október – 2. nóvember og hins vegar 14.-16. nóvember. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Hópurinn sem heldur til Dublin - 22.10.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 18 leikmenn er halda til Írlands á morgun til að leika í umspili fyrir úrslitakeppni EM 2009.  Leikið verður á Richmond Park, sunnudaginn 26. október kl. 15:00.  Lesa meira

 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtaksæfingar hjá U17 karla og U19 karla - 21.10.2008

Úrtaksæfingar fara fram um komandi helgi hjá U17 karla og U19 karla en landsliðsþjálfararnir, Lúka Kostic og Kristinn R. Jónsson, hafa valið leikmenn til æfinga um helgina. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið á Sauðárkróki - 21.10.2008

Næstkomandi fimmtudag, 23. október, verður haldið unglingadómaranámskeið í Bóknámshúsi Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og hefst námskeiðið kl. 11:20 og stendur til kl. 14:30 með matarhléi. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Dómarinn kemur frá Ítalíu - 20.10.2008

Kvennalandsliðið undirbýr sig nú af krafti undir umspilsleikina gegn Írum en fyrri leikurinn fer fram í Dublin næstkomandi sunnudag.  Liðið heldur utan nú á fimmtudaginn en seinni leikurinn fer svo fram hér á Laugardalsvelli kl. 18:10, fimmtudaginn 30.október. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Guðmundur og Dóra María valin best - 19.10.2008

Lokahóf knattspyrnumanna fór fram nú um helgina á veitingastaðnum Broadway.  Veittar voru viðurkenningar fyrir góða frammistöðu og fengu þau Guðmundur Steinarsson úr Keflavík og Dóra María Lárusdóttir úr Val, viðurkenningar sem bestu leikmennirnir. Lesa meira
 
ÍH

Úrskurður í máli Tindastóls gegn ÍH - 17.10.2008

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Tindastóls gegn ÍH vegna leiks félaganna í 2. deild karla. 

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Stuðningsmenn ársins 2008 - 17.10.2008

Landsbankinn verðlaunaði stuðningsmenn liðanna í Landsbankadeildum karla og kvenna í sumar líkt og áður, og nú liggur fyrir hverjir eru stuðningsmenn ársins í þessum deildum.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Lið og þjálfarar ársins 2008 - 17.10.2008

Lokahóf knattspyrnumanna fer fram á laugardag og hefur einn af dagskrárliðum þeirrar hátíðar verið að kynna lið og þjálfara ársins. Nú hefur hins vegar verið ákveðið upplýsa um þessar viðurkenningar hér á vef KSÍ.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Tap gegn Makedóníu hjá U19 karla - 16.10.2008

Strákarnir í U19 liðinu töpuðu gegn Makedóníu í dag í undankeppni EM en leikið var í Makedóníu.  Lokatölur urðu 1-0 fyrir heimamennn eftir að markalaust hafði verið í hálfleik. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Hópur valinn fyrir umspilsleikina gegn Írlandi - 16.10.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hóp sinn fyrir umspilsleikina gegn Írum síðar í þessum mánuði.  Sigurður Ragnar valdi 23 leikmenn í hópinn en leikið verður 26. október í Dublin og 30. október á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla leikur gegn Makedóníu - 16.10.2008

Strákarnir í U19 leika í dag lokaleik sinn í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Makedóníu.  Heimamenn eru mótherjarnir í dag og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ VI þjálfaranámskeið í Lilleshall - 16.10.2008

KSÍ heldur VI. stigs þjálfaranámskeið í Lilleshall, Englandi dagana 16.-23. janúar 2008.  Reiknað er með að fleiri þjálfarar sæki um námskeiðið en hægt er að taka inn.  Umsækjendur verða að hafa lokið KSÍ V þjálfaranámskeiði. Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Sætur sigur á Makedóníu - 15.10.2008

Ísland lagði Makedóníu í kvöld í undankeppni HM 2010.  Leikið var á Laugardalsvelli og Veigar Páll Gunnarsson skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu leiksins.  Íslendingar fór með þessu upp í þriðja sæti riðilsins með jafnmörg stig og Skotar sem eru í öðru sæti. Lesa meira
 
Forsíða leikskrár fyrir leikinn gegn Makedóníu í október 2008 í undankeppni HM.

Leikskráin fyrir leikinn gegn Makedóníu - 15.10.2008

Fyrir viðureign Íslands og Makedóníu í undankeppni HM 2010 í dag verður gefin út leikskrá með ýmsum áhugaverðum og gagnlegum upplýsingum.  Leikskráin verður seld við innganginn á Laugardalsvelli fyrir leik og kostar aðeins kr. 500. Lesa meira
 
Jóhanna Margrét nýtti sér andlitsmálninguna í síðasta leik

Sýndu lit! - 15.10.2008

Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir viðureign Íslands og Makedóníu í dag á Laugardalsvelli.  Leikurinn hefst kl. 18:00 og er um að gera að mæta tímanlega og láta mála íslenska fánann á kinnina og ennið. Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland - Makedónía í dag kl. 18:00 - 15.10.2008

Í dag kl. 18:00 hefst leikur Íslands og Makedóníu í undankeppni HM 2010 og er þetta síðasti leikur Íslands í undankeppninni á þessu ári.  Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í kvöld og gerir hann eina breytingu frá síðasta leik. Lesa meira
 
Margvísleg starfsemi er á vegum Alþjóðahússins á Íslandi

Námskeið Alþjóðahússins framundan - 14.10.2008

Alþjóðahús fer í næstu dögum af stað með námskeið sem ætlað er að stuðla að aukinni þátttöku barna og unglinga af erlendum uppruna í knattspyrnu. Námskeiðið er sniðið sérstaklega að þjálfurum og starfsfólki íþróttafélaga. Aðgangur er ókeypis. Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmir á Möltu - 14.10.2008

Jóhannes Valgeirsson dæmir leik Möltu og Ungverjalands í undankeppni HM en leikið verður á Möltu.  Honum til aðstoðar verða þeir Ólafur Ingvar Guðfinnsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson.  Fjórði dómari verður Magnús Þórisson. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Síðasti dagur forsölu á Ísland - Makedóníu - 14.10.2008

Í dag er síðasti dagur forsölu á leik Íslands og Makedóníu sem fram fer á morgun, miðvikudaginn 15. október.  Leikið er á Laugardalsvelli kl. 18:00 en leikurinn er liður í undankeppni HM 2010.  Miðasala fer fram á netinu en miðaverð hækkar um 500 krónur á leikdag. Lesa meira
 
HK

HK auglýsir eftir aðstoðarþjálfara fyrir 4. flokk karla - 14.10.2008

Knattspyrnudeild HK auglýsir eftir aðstoðarþjálfara fyrir 4. flokk karla.  HK leitar að einstaklingi með reynslu af þjálfun sem er tilbúinn að leggja sitt af mörkum við að efla starf knattspyrnu­deildarinnar. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Tap gegn Austurríki hjá U19 karla - 13.10.2008

Strákarnir í U19 karla lágu fyrir Austurríkismönnum í öðrum leik liðsins í undankeppni EM en leikið er í Makedóníu.  Austurríkismenn sigruðu með þremur mörkum gegn engu eftir að hafa haft tveggja marka forystu í hálfleik. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla leikur gegn Austurríki í dag - 13.10.2008

Strákarnir í U19 leika sinn annan leik í undankeppni EM í dag þegar þeir mæta Austurríkismönnum kl. 12:00.  Riðillinn er leikinn í Makedóníu. Kristinn R. Jónsson hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Jafntefli gegn Aserum hjá U17 kvenna - 12.10.2008

Stelpurnar í U17 kvenna léku lokaleik sinn í dag í undankeppni EM hjá U17 kvenna en leikið var á Ítalíu.  Mótherjarnir voru frá Aserbaídsjan og urðu úrslitin markalaust jafntefli.  Frakkar urðu efstir í riðlinum. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Tveggja marka tap í Rotterdam - 11.10.2008

Hollendingar sigruðu Íslendinga með tveimur mörkum gegn engu í undankeppni HM 2010 í kvöld en leikið var í Rotterdam.  Heimamenn skoruðu mark í hvorum hálfleik og fóru með sanngjarnan sigur af hólmi. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Jafntefli í hörkuleik gegn Svíum hjá U19 karla - 11.10.2008

Strákarnir í U19 hófu leik í dag í undankeppni EM en leikið er í Makedóníu.  Fyrsti leikurinn var við Svía og lauk honum með jafntefli, 3-3, eftir mikinn hörkuleik.  Svíar leiddu í hálfleik, 2-1. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valur tapaði gegn Bardolino - 11.10.2008

Valur tapaði í dag fyrir ítalska liðinu Bardolino í milliriðlum Evrópukeppni kvenna er leikið er í Svíþjóð.  Lokatölur urðu 2-3 ítalska liðinu í vil eftir að staðan hafði verið 1-2 í hálfleik. Lesa meira
 
Merki írska knattspyrnusambandsins

Írar tilkynna hópinn fyrir leikina gegn Íslendingum - 11.10.2008

Noel King, landsliðsþjálfari írska kvennalandsliðsins, hefur valið 21 leikmann í hóp sinn er mætir Íslendingum í tveimur umspilsleikjum, 26. október og 30. október.  Fyrri leikurinn verður í Dublin en sá síðari á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008. Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Byrjunarlið Íslands tilbúið - 11.10.2008

Í dag kl. 18:45 hefst leikur Hollands og Íslands í undankeppni HM 2010 og er leikið á De Kuip vellinum í Rotterdam.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl. 18:15. Ólafur Jóhannesson hefur tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valur - Bardolino í dag - 11.10.2008

Valur mætir ítalska liðinu Bardolino í dag í öðrum leik liðsins í milliriðli Evrópukeppni kvenna.  Riðillinn er leikinn í Svíþjóð en Valur tapaði fyrir heimastúlkum í fyrsta leik.  Leikurinn hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Strákarnir í U19 hefja leik í dag - 11.10.2008

Undankeppni EM U19 karla hefst í dag hjá Íslendingum og er leikið í Makedóníu.  Mótherjar dagsins eru Svíar og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Á mánudaginn verður leikið gegn Austurríki. Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Miðaverð lækkað á Ísland - Makedónía - 10.10.2008

Knattspyrnusamband Íslands ákvað í dag að lækka umtalsvert miðaverð á landsleik Íslands og Makedóníu sem fram fer á Laugardalsvelli næstkomandi miðvikudag kl. 18:00.  Leikurinn er síðasti leikur Íslands á þessu ári í undankeppni HM. Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Miðar á Ísland - Makedónía fyrir handhafa A-passa - 10.10.2008

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Makedónía afhenta þriðjudaginn 14. október frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Þátttökutilkynningar í Íslandsmótin innanhúss 2009 - Futsal - 10.10.2008

Aðildarfélög KSÍ hafa fengið sendar þátttökutilkynningar í Íslandsmótin innanhúss - 2009 en skilafrestur rennur út 14. október næstkomandi.  Eins og áður er keppt eftir reglum FIFA í innanhússknattspyrnu - Futsal. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008. Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Landsliðið æfir á keppnisvellinum í kvöld - 10.10.2008

Karlalandsliðið undirbýr sig nú af kappi undir landsleikinn gegn Hollandi sem fer fram á morgun, laugardag.  Aðstæður eru allar hinar bestu, æfingar hafa gengið vel og hópurinn í góðu standi.  Í kvöld verður svo æft á keppnisvellinum, De Kuip, heimavelli Feyenoord. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Tap gegn Umeå í fyrsta leik hjá Val - 10.10.2008

Valsstúlkur hófu leik í milliriðlum Evrópukeppni kvenna í gær þegar þær mættu sænsku meisturunum í Umeå.  Leikið var á heimavelli Svíanna og reyndust þær of sterkar í þettta skiptið og lögðu Val með fimm mörkum gegn einu. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Eins marks tap á Ítalíu - 9.10.2008

Íslenska U17 kvennalandsliðið tapaði í dag gegn Ítölum í undankeppni EM en riðill Íslands er leikinn á Ítalíu.  Lokatölur urðu 1-0 fyrir heimastúlkur eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Stelpurnar í U17 mæta Ítölum í dag - 9.10.2008

Stelpurnar í U17 kvenna leika sinn annan leik sinn í dag í undankeppni EM en riðillinn er leikinn á Ítalíu.  Mótherjar Íslendinga í dag eru einmitt Ítalir og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valur mætir Umeå í dag í Evrópukeppni kvenna - 9.10.2008

Valsstúlkur hefja í dag leik í Evrópukeppni kvenna þegar þær mæta sænska liðinu Umeå kl. 17:00.  Riðillinn er leikinn í Umeå í Svíþjóð en hin félög riðilsins eru Alma frá Kazakhstan og Bardolino frá Ítalíu. Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Upphitun hjá Áfram Ísland klúbbnum í Rotterdam - 8.10.2008

Áfram Ísland, stuðningsmannaklúbbur íslenska landsliðsins í knattspyrnu, í samstarfi við Icelandair verða með upphitun laugardaginn 11.október næstkomandi fyrir leik Hollendinga og Íslendinga sem hefst kl, 20:45. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið upp um fjögur sæti - 8.10.2008

Nýr styrkleikalisti FIFA karla var birtur í dag og fór Ísland upp um fjögur sæti frá því að síðasti listi var birtur.  Ísland er í 103. sæti á listanum en Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Knattspyrnumótum sumarsins 2008 lokið - 8.10.2008

Knattspyrnumótum sumarsins 2008 er nú lokið og sigurvegarar hafa verið krýndir. Þúsundir leikja fóru fram með þátttöku iðkenda um land allt. Með sönnu má segja að knattspyrnan hafi mikil áhrif á mannlíf á Íslandi yfir sumarið og hefur svo verið áratugum saman. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Formannafundur í höfuðstöðvum KSÍ 1. nóvember - 8.10.2008

KSÍ boðar til formannafundar laugardaginn 1. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli kl. 14.00-17.00.  Dregið verður í töfluröð í Landsbankadeild, 1. og 2. deild karla og Landsbankadeild kvenna á sama stað. Lesa meira
 
Holland_logo

Hollenski hópurinn er mætir Íslendingum - 8.10.2008

Hollenski hópurinn er mætir Íslendingum í Rotterdam á laugardaginn og Norðmönnum á miðvikudag, er stjörnum prýddur og valinn maður í hverju rúmi.  Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Lesa meira
 
UEFA

10 þjálfarar fara til Sviss - 7.10.2008

KSÍ samþykkti fyrr á þessu ári að taka þátt í risastóru fræðsluverkefni á vegum UEFA sem verður í gangi næstu 4 árin. Verkefnið kallast "UEFA study scheme".  Að þessu sinni sendir KSÍ 10 þjálfara frá félögum af landsbyggðinni til Sviss. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Frakklandi í október 2008

Sárt tap gegn Frökkum hjá U17 kvenna - 7.10.2008

Stelpurnar í U17 kvenna hófu leik í morgun í undankeppni EM en riðill þeirra er leikinn á Ítalíu.  Frakkar voru mótherjar í fyrsta leiknum og sigruðu með einu marki gegn engu.  Sigurmark Frakka kom í uppbótartíma og vonbrigði íslenska liðsins því mikil. Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Landsleikjahrina í september og október - 7.10.2008

Þó svo að deildarkeppnin hér á landi hafi runnið sitt skeið á enda eru íslenskir knattspyrnumenn engu að síður önnum kafnir.  Íslensk knattspyrnulandslið leika 23 landsleiki í september og október en flestir þessara leikja eru leiknir af yngri landsliðum okkar. Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 5. júlí 2008. Myndina tók Þorsteinn Jónsson

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Frakklandi - 7.10.2008

Í dag leikur Ísland sinn fyrsta leik í undankeppni EM kvenna en leikið er á Ítalíu.  Fyrstu mótherjar íslenska liðsins eru Frakkar og hefst leikurinn í dag kl. 09:00 að íslenskum tíma.  Kristrún Lilja Daðadóttir hefur tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Yfirlýsing frá KSÍ - 6.10.2008

Tveimur dögum fyrir leik HK og Grindavíkur í Landsbankadeild karla sem fram fór á Kópavogsvelli 18. september sl. barst KSÍ ábending um að leikmaður HK í Landsbankadeild karla hafi leitað til leikmanns Grindavíkur með það í huga að hagræða úrslitum leiksins. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

26 þjálfarar fara til Hollands - 6.10.2008

KÞÍ stendur fyrir þjálfaraferð í tengslum við karlalandsleik Hollendinga gegn okkur Íslendingum í Rotterdam næstkomandi laugardag, 11 október.  Munu 26 þjálfarar fara á vegum KÞÍ og KSÍ í þessa ferð. Lesa meira
 
merki_isi

Umsóknir úr Ferðasjóði íþróttafélaga - 6.10.2008

Búið er að opna umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga þar sem hægt er að sækja um styrk vegna ferða á fyrirfram skilgreind mót sem haldin voru hérlendis á árinu 2008.Lesa meira
 
Luka Kostic

Samningar við Luka ekki endurnýjaðir - 6.10.2008

KSÍ og Luka Kostic hafa komist að samkomulagi um að endurnýja ekki ráðningarsamninga við Luka.  Luka hefur þjálfað U21 árs lið karla og U17 ára lið karla undanfarin ár og náði m.a. þeim einstaka árangri að koma liðinu í 8 liða úrslitakeppni EM árið 2007. Lesa meira
 
UEFA

Víðtækt og árlegt gæðamat á leyfiskerfi KSÍ - 6.10.2008

Dagana 16. og 17. október  mun fara fram víðtækt gæðamat á skipulagi leyfiskerfis KSÍ og því starfi sem unnið er við rekstur þess.  Matið er framkvæmt árlega af alþjóðlegu vottunarfyrirtæki. 

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Hópurinn hjá U19 karla sem fer til Makedóníu - 6.10.2008

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hópinn er fer til Makedóníu til þess að leika í undankeppni EM U19 karla.  Fyrsti leikur Íslands í riðlinum verður laugardaginn 11. október við Svía Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Ísland mætir Írlandi - 6.10.2008

Í dag var dregið í umspilsleiki fyrir EM kvenna í Finnlandi 2009.  Ísland dróst gegn Írlandi og verður fyrri leikurinn á útivelli. Ísland og Írland hafa mæst tvisvar sinnum.  Árið 2007 gerðu þjóðirnar 1-1 jafntefli en fyrr á þessu ári lögðu Íslendingar Íra með fjórum mörkum gegn einu Lesa meira
 
KR-ingar fagna sigrinum í VISA bikarnum 2008

KR-sigur í VISA bikar karla - 4.10.2008

KR tryggði sér sigur í VISA bikar karla í dag þegar þeir lögðu Fjölni í úrslitaleik með einu marki gegn engu.  Markið kom á 89. mínútu en þá voru flestir farnir að undirbúa sig undir framlengingu.  Þetta er í 11. skiptið sem KR sigrar í bikarkeppninni. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Menntamálaráðherra heiðursgestur leiksins - 3.10.2008

Heiðursgestur úrslitaleiks VISA bikars karla verður menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.  Mun hún því í leikslok afhenda sigurvegurum leiksins farandbikar er VISA gefur og keppt er um í sjötta skiptið. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Æfing hjá U19 karla færist á Framvöll - 3.10.2008

Athygli er vakin á því að fyrirhuguð æfing hjá U19 karla sem átti að vera á Tungubökkum í dag, færist yfir á gervigrasvöll Fram.  Hlutaðeigendur eru beðnir um að hafa þetta í huga.  Æfingin hefst sem áður kl. 16:30. Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Dregið í umspili í EM kvenna kl. 10:00 á mánudaginn - 3.10.2008

Á mánudaginn verður dregið í umspili fyrir EM kvenna 2009.  Ísland er í pottinum og er í A flokki og mun dragast gegn gegn þjóð úr B flokki.  Þjóðirnar þar eru Tékkland, Írland, Slóvenía og Skotland. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Stuðningsmenn taka daginn snemma - 3.10.2008

Stuðningsmenn Fjölnis og KR taka daginn snemma á laugardaginn fyrir úrslitaleikinn í VISA bikar karla.  Hjá báðum félögum verður blásið til fjölskylduhátíðar og hefjast herlegheitin kl. 10:00.  Leikurinn sjálfur hefst svo kl. 14:00 á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Heima er best! - 2.10.2008

Það er athyglivert að sjá að hvorki Fjölnir né KR hafa enn leikið á útivelli í keppninni.  Bæði félögin léku á heimavelli í þremur fyrstu umferðunum áður en þau léku á hlutlaustum velli, Laugardalsvelli, í undanúrslitunum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Hvar á ég að sitja? - 2.10.2008

Eins og venja er á úrslitaleik í VISA bikarnum þá er ákveðið fyrirfram hvar stuðningsmenn félaganna sitja.  Í þetta skiptið verða stuðningsmenn Fjölnis í suðurendanum en stuðningsmenn KR í norðurendanum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Viðtöl við þjálfara KR og Fjölnis - 2.10.2008

Í gær var haldinn kynningarfundur fyrir úrslitaleik VISA bikars karla en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli kl. 14:00.  Á þessum fundi heyrði Dagur Sveinn Dagbjartsson í þjálfurum liðanna en þeir eru fullir tilhlökkunar fyrir leikinn. Lesa meira
 
visaBikarinn_logo

Viðtal við Loga Ólafsson - 2.10.2008

Viðtal við Loga Ólafsson, þjálfara KR, fyrir úrslitaleik VISA bikars karla gegn Fjölni

Lesa meira

 
visaBikarinn_logo

Viðtal við Ásmund Arnarson - 2.10.2008

Viðtal við Ásmund Arnarson, þjálfara Fjölnis, fyrir úrslitaleik VISA bikars karla gegn KR Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008. Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Hópurinn valinn fyrir leikina gegn Hollandi og Makedóníu - 2.10.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hóp sinn fyrir landsleikina gegn Hollandi og Makedóníu.  Leikið verður við Holland í Rotterdam 11. október en við Makedóníu hér á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 15. október Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ I þjálfaranámskeið haldin í október - 2.10.2008

Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu vikum halda tvö 1. stigs þjálfaranámskeið. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 10.-12. október og hins vegar námskeið sem haldið verður helgina 17.-19. október. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Fyrsti bikarúrslitaleikur Magnúsar Þórissonar dómara - 1.10.2008

Magnús Þórisson verður dómari í úrslitaleik KR og Fjölnis í VISA-bikar karla, sem fram fer á Laugardalsvelli á laugardag kl. 14:00.  Aðstoðardómarar verða þeir Gunnar Gylfason og Jóhann Gunnarsson.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lokahóf knattspyrnumanna laugardaginn 18. október - Lækkað miðaverð - 1.10.2008

Lokahóf knattspyrnumanna fer fram á Broadway laugardaginn 18. október næstkomandi.  Að loknu borðhaldi verða veittar viðurkenningar og Sálin hans Jóns míns leikur síðan fyrir dansi.  Miðaverð hefur verið lækkað í 4.000 krónur Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Netsalan á bikarúrslitaleikinn hafin á midi.is - 1.10.2008

Opnað hefur verið fyrir netsölu á úrslitaleik VISA-bikars karla, sem fram fer laugardaginn 4. október kl. 14:00 á Laugardalsvelli.  KR og Fjölnir leika til úrslita og eru allar líkur á spennandi leik og mikilli stemmningu í stúkunni. 

Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Æfingahópur tilkynntur hjá A landsliði kvenna - 30.9.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag 16 manna landsliðshóp fyrir umspilsleik Íslands er fara fram í október.  Í hópnum eru ekki að þessu sinni leikmenn úr Val og þeir leikmenn er leika erlendis. Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

1000 dagar í HM kvenna í Þýskalandi - 30.9.2008

Í dag eru 1000 dagar þangað til flautað verður til leiks á HM kvenna sem fram fer í Þýskalandi 2010.  Af því tilefni voru þær níu borgir tilnefndar þar sem leikir munu fara fram en opnunarleikurinn fer fram á Olympíuleikvangnum í Berlín, 26. júní 2011. Lesa meira
 
bolti_i_marki

Mörkunum fjölgar í Landsbankadeild karla - 30.9.2008

Á nýafstaðinni keppni í Landsbankadeild karla voru skoruð 3,12 mörk að meðaltali í leik.  Ekki hafa verið skoruðu fleiri mörk að meðaltali í efstu deild karla síðan 1995.  Á síðasta tímabili voru skoruð 269 mörk í 90 leikjum eða að meðaltali 2,99 mörk í leik. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Davíð Þór bestur í umferðum 15 - 22 - 30.9.2008

Umferðir 15 – 22 í Landsbankadeild karla voru gerðar upp í dag. Davíð Þór Viðarsson var valinn besti leikmaðurinn og Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn.  Dómari umferðanna var valinn Jóhannes Valgeirsson og stuðningsmenn Keflavíkur fengu verðlaun.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Frakklandi - 30.9.2008

Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari, verður í eldlínunni á fimmtudaginn þegar hann dæmir leik St Etienne frá Frakklandi og Hapoel Tel Aviv í UEFA bikarnum.  Leikurinn er seinni leikur liðanna og fer fram á heimavelli franska félagsins. Lesa meira
 
Frá leik Fjölnis og KR í 2. umferð Landsbankadeildar karla 2008. Leikurinn var fyrsti heimaleikur Fjölnis í efst deild. Myndina tók Vilbogi Einarsson

Góð aðsókn á Landsbankadeild karla í sumar - 30.9.2008

Góð aðsókn var á leiki í Landsbankadeild karla í sumar og mættu að meðaltali 1.106 áhorfendur á hvern leik í Landsbankadeildinni.  Þetta er næstbesta aðsókn frá upphafi en 1.329 áhorfendur mættu á leikina árið 2007. Lesa meira
 
Úr leik Fjölnis og KR í Landsbankadeild karla 2008. Myndina tók Vilbogi Einarsson

Bikarráðstefna KSÍ og KÞÍ - 30.9.2008

Knattspyrnusamband Íslands og Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands standa fyrir sameiginlegri ráðstefnu í tengslum við bikarúrslitaleik KR og Fjölnis í VISA-bikar karla, sem fram fer á laugardaginn. Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér að neðan. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Markalaust jafntefli gegn Norðmönnum - 29.9.2008

Strákarnir í U17 léku lokaleik sinn í undankeppni EM í dag þegar þeir gerðu markalaust jafntefli við Norðmenn á Vodafonevellinum.  Noregur og Sviss komast áfram í milliriðla en Íslendingar sitja eftir. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ IV þjálfaranámskeið 3.-5. október - 29.9.2008

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið um næstu helgi, 3.-5. október. Drög að dagskrá námskeiðsins má sjá hér að neðan en bikarúrslitaleikur KR og Fjölnis fléttast inn í námskeiðið. Dagskrá bikarúrslitaráðstefnunnar verður birt síðar. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Hópur valinn til æfinga hjá U19 karla - 29.9.2008

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla hefur valið æfingahóp sem mun æfa um helgina.  Framundan er keppni í undankeppni EM og fer riðill Íslands fram í Makedóníu. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

EM hópur hjá U17 kvenna valinn - 29.9.2008

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt hópinn er leikur í riðlakeppni EM á Ítalíu dagana 7. - 12. október.  Andstæðingar Íslands verða, auk heimamanna, Frakkland og Aserbaídsjan. Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

UEFA bikarinn heitir eftirleiðis Evrópudeild UEFA - 29.9.2008

Framkvæmdastjórn UEFA ákvað á fundi sínum að frá og með keppnistímabilinu 2009/2010 muni UEFA bikarinn eftirleiðis heita Evrópudeild UEFA.  Á sama tíma var nýtt merki keppninnar kynnt. Lesa meira
 
UEFA

24 þjóðir í úrslitakeppni EM frá 2016 - 29.9.2008

Á fundi sínum fyrir helgi samþykkti Framkvæmdastjórn UEFA að fjölga þjóðum í úrslitakeppni EM frá 2016.  Þetta þýðir að 24 þjóðir fara í úrslitakeppnina í stað 16 þjóða áður. Lesa meira
 
Fanndís Friðriksdóttir og Ásta Einarsdóttir skoruðu mörk Íslands gegn Ísrael

Tap hjá U19 kvenna í síðasta leiknum - 29.9.2008

Stelpurnar í U19 kvenna léku síðasta leik sinn í undankeppni EM í dag þegar þær mættu Írum en riðillinn var leikinn í Ísrael.  Írar reyndust sterkari í dag og sigruðu með fimm mörkum gegn einu. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla leika gegn Norðmönnum í dag - 29.9.2008

Strákarnir í U17 karla leika lokaleik sinn í undankeppni EM í dag þegar þeir mæta Norðmönnum.  Leikurinn hefst kl. 16:00 á Vodafonevellinum og hefur Lúka Kostic tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM U19 kvenna í september 2008. Ísland vann leikinn 2-1

Síðasti leikur U19 kvenna í dag - 29.9.2008

Stelpurnar í U19 kvenna leika lokaleik sinn í undankeppni EM í dag þegar þær mæta Írum í Ísrael.  Stelpurnar eru snemma á ferðinni því leikurinn hefst kl. 08:00 að íslenskum tíma.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Umspil framundan hjá Íslandi - 27.9.2008

Íslenska kvennalandsliðinu tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM í dag en litlu munaði það.  Frakkar höfðu betur með tveimur mörkum gegn einu.  Íslenska liðsins bíða umspilsleikir og verður ljóst 6. október hvaða þjóð það verður er Íslendingar mæta. Lesa meira
 
FH

Titillinn í Hafnarfjörðinn - 27.9.2008

Það voru FH sem tryggðu sér sigur í Landsbankadeild karla í dag eftir æsispennandi lokaumferð.  FH sigraði Fylki í Árbænum með tveimur mörkum gegn engu en á sama tíma töpuðu Keflvíkingar á heimavelli gegn Fram með einu marki gegn tveimur.  Þetta er í fjórða skiptið á fimm árum sem FH verða Íslandsmeistarar. Lesa meira
 
Stelpurnar fagna marki

Skilaboð til stelpnanna - 27.9.2008

Myndband sýnt fyrir Frakkaleikinn ytra, 27. september 2008.  Á myndbandinu eru persónulegar kveðjur til leikmanna fyrir leikinn frá ýmsum þekktum einstaklingum Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Frakkland - Ísland í dag kl. 14:00 - 27.9.2008

Loksins er dagurinn runninn upp, íslensku stelpurnar munu mæta Frökkum í dag kl. 14:00 í La Roche-Sur-Yon.  Með jafntefli tryggir liðið sig í úrslitakeppni EM 2009 í Finnlandi.  Hér að neðan má sjá myndband sem að Sigurður Ragnar sýndi stelpunum á fundi í gærkvöldi. Sjón er sögu ríkari! Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Englandi

Tap hjá U17 karla gegn Úkraínu - 26.9.2008

Strákarnir í U17 karla báru lægri hlut gegn Úkraínumönnum í dag með einu marki gegn tveimur á KR vellinum í dag.  Staðan í hálfleik var jöfn 1-1.  Síðasti leikur liðsins verður gegn Norðmönnum á Vodafonevellinum á mánudaginn kl. 16:00. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Byrjunarliðið klárt gegn Frökkum - 26.9.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Frökkum á morgun í undankeppni fyrir EM 2009.  Íslenska liðinu dugir jafntefli til þess að tryggja sig í úrslitakeppni EM í Finnlandi 2009. Lesa meira
 
Frá landsleik Íslands og Serbíu, 21. júní 2007 og endaði 5-0 fyrir Ísland

Kvennalandsliðið æfði á keppnisvellinum í dag - 26.9.2008

Kvennalandsliðið tók sína síðustu æfingu fyrir leikinn gegn Frökkum síðdegis í dag og fór æfingin fram á keppnisvellinum, Henri Desgrange.  Aðstæður eru allar hinar bestu og allir leikmenn hópsins voru með á æfingunni. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM U19 kvenna í september 2008. Ísland vann leikinn 2-1

U19 kvenna komnar í milliriðil - 26.9.2008

Stelpurnar í U19 kvenna tryggðu sér í dag sæti í milliriðlum U19 kvenna þegar þær lögðu stöllur sínar frá Grikklandi með tveimur mörkum gegn einu.  Grikkir leiddu í hálfleik 1-0. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Lokaumferð Landsbankadeildar karla - 26.9.2008

Laugardaginn 27. september fer fram lokaumferðin í Landsbankadeild karla og hefjast allir leikirnir kl. 16:00.  Mikil spenna er fyrir þessa síðustu leiki og ræðst ekki fyrr en eftir þá hverjir það verða er hampa titlinum. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Viðurkenningar fyrir umferðir 15-22 afhentar á þriðjudag - 26.9.2008

Þriðjudaginn 30. september kemur í ljós hverjir hafa skarað fram úr í umferðum 15-22 í Landsbankadeild karla.  Viðurkenningar verða afhentar í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu þann dag.

Lesa meira
 
Merki EM U17 karla

Ísland - Úkraína í dag hjá U17 karla - 26.9.2008

Í dag kl. 16:00 hefst á KR vellinum leikur Íslands og Úkraínu í undankeppni U17 karla en þetta er annar leikur liðsins í riðlinum.  Kl. 14:00 í dag leika svo á Fjölnisvelli lið Sviss og Noregs í sömu keppni. Lesa meira
 
ksi-Akvenna

Bloopersyrpa - 26.9.2008

Ýmis mistök og skemmtileg atvik úr leikjum og æfingum hjá kvennalandsliðinu Lesa meira
 
ahorfendur-10

Fyrir Ísland - 26.9.2008

Sýnd fyrir vináttulandsleikina gegn Finnlandi í byrjun maí 2008 Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM U19 kvenna í september 2008. Ísland vann leikinn 2-1

Leikið gegn Grikkjum í Nazareth - 26.9.2008

Íslenska landsliðið skipað stúlkum undir 19 ára leikur í dag annan leik sinn í undankeppni Evrópumótsins en leikið er í Ísrael.   Ólafur Þór Guðbjörnsson gert þrjár breytingar á liðinu frá því í leiknum gegn Ísrael.  Lesa meira
 

Lokahóf KSÍ laugardaginn 18. október - 25.9.2008

Lokahóf KSÍ verður haldið laugardaginn 18. október næstkomandi á veitingastaðnum Broadway.  Dagskrá kvöldsins og miðapantanir verða tilkynntar hér á síðunni þegar nær dregur.

Lesa meira
 
Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Opið hús í Smáralindinni á laugardaginn - 25.9.2008

Eins og kunnugt er verður landsleikur Frakklands og Íslands sýndur í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu.  Upphitun verður hjá þeim í Smáralindinni sem hefst kl. 13:30 og eru allir velkomnir til þess að mæta og sjá leikinn á risatjaldi í góðri stemningu. Lesa meira
 
Alidkvenna2006-0393

Draumur rætist - 25.9.2008

Myndband gert fyrir leikinn gegn Serbum hér heima, 21. júní  2007.  Rétt tæplega 6.000 áhorfendur mættu á þennan leik Lesa meira
 
Erla Steina Arnardóttir

Draumur - 25.9.2008

Myndband sem gert var fyrir leikinn gegn Frakklandi hér heima á Laugardalsvelli, 16. júní 2007 Lesa meira
 
Ásta Árnadóttir

Ísland um Ísland - 24.9.2008

Myndband sýnt fyrir leikinn gegn Slóveníu ytra á síðasta ári.  Brot tekin af bloggfærslum Íslendinga eftir leikina gegn Frakklandi og Serbíu á síðasta ári. Lesa meira
 
Merki EM U17 karla

Naumt tap gegn Sviss í fyrsta leik - 24.9.2008

Strákarnir í U17 karla biðu lægri hlut gegn Sviss í fyrsta leik sínum í undankeppni EM í dag en leikið var á Akranesi.  Lokatölur urðu 2-1 fyrir Sviss eftir að þeir höfðu leitt með tveimur mörkum í hálfleik. Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Stelpurnar okkar - Myndbönd af kvennalandsliðinu - 24.9.2008

Hægt er að sjá hér að neðan myndbönd sem landsliðsþjálfarinn notar til að koma stelpunum í þennan eina sanna rétta gír. Við munum svo bæta við myndböndum hér að neðan fram að leik. Lesa meira
 
Fanndís Friðriksdóttir

Sigur í fyrsta leiknum hjá U19 kvenna - 24.9.2008

Stelpurnar í U19 kvenna lögðu stöllur sínar frá Ísrael í fyrsta leiknum í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Ísrael.  Lokatölur urðu 2-1 Íslandi í vil eftir að þær höfðu leitt, 1-0 í hálfleik. Lesa meira
 
Dóra María Lárusdóttir

Syrpa fyrir útileikinn gegn Serbum - 24.9.2008

Syrpa sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, setti saman fyrir leikinn gegn Serbíu ytra Lesa meira
 
Merki EM U17 karla

Strákarnir í U17 karla leika gegn Sviss í dag - 24.9.2008

Strákarnir í U17 karla hefja leik í dag í undankeppni EM 2009 og er riðillinn leikinn hér á landi.  Fyrstu mótherjar íslensku strákana er gegn Sviss og hefst leikurinn kl. 16:00 á Akranesvelli. Luka Kostic hefur tilkynnt byrjunarliðip í þessum leik. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Byrjunarliðið hjá U19 kvenna gegn Ísrael - 23.9.2008

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn ísrael á morgun, miðvikudag.  Þetta er fyrsti leikur liðsins í undankeppni fyrir EM 2009 og er riðillinn leikinn í Ísrael. Lesa meira
 
FIFA - My game is fair play

Háttvísidagar FIFA 2008 - 23.9.2008

Dagana 20. til 28. september eru Háttvísidagar FIFA haldnir hátíðlegir á knattspyrnuleikjum víðs vegar um heiminn.  Á háttvísidögum er minnt á að besta leiðin til að leika knattspyrnu er að leika af háttvísi. 

Lesa meira
 
Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Stelpurnar halda utan á morgun - 23.9.2008

Undirbúningur íslenska liðsins fyrir leikinn gegn Frökkum hófst formlega í gær þegar liðið kom saman til æfinga.  Æft er aftur í dag en snemma í fyrramálið heldur liðið til Frakklands. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Æfingar framundan hjá U17 kvenna - 22.9.2008

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt æfingahóp sem æfa mun í þessari viku.  Á mánudag verður svo tilkynnt um þá 18 leikmenn er leika á Ítalíu í undankeppni fyrir EM. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Norðmönnum

Hópurinn hjá U17 karla tilkynntur fyrir undankeppni EM - 22.9.2008

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið landslið Íslands sem keppir á undankeppni EM hér á landi 24. – 29. september.  Fyrsti leikur Íslands verður á miðvikudaginn gegn Sviss og fer sá leikur fram á Akranesvelli.

Lesa meira
 
Hamrarnir/Vinir sigruðu í 3. deild karla 2008

Hamrarnir/Vinir sigruðu í 3. deild karla - 22.9.2008

Hamrarnir/Vinir sigruðu í 3. deild karla þegar þeir sigruðu BÍ/Bolungarvík í úrslitaleik sem fram fór á Ísafirði á dögunum.  Lokatölur urðu 3-1 fyrir Hamrana/Vini en bæði liðin höfðu fyrir leikinn tryggt sér sæti í 2. deild. Lesa meira
 
UEFA

Fyrirkomulagi Evrópukeppnanna breytt - 22.9.2008

Baráttan um Evrópusæti er æsispennandi fyrir lokaumferðina í Landsbankadeild karla.  Á næsta ári verður fyrirkomulagi Evrópukeppnanna breytt og íslensk lið vinna sér inn þátttökurétt á keppnistímabilinu 2008 sem hér segir: Lesa meira
 
U17 landslið karla

Riðill U17 karla hefst á miðvikudaginn - 22.9.2008

Næstkomandi miðvikudag hefst keppni í undankeppni EM hjá U17 karla og verður riðill Íslands leikinn hér á landi.  Fyrsti leikur Íslands verður gegn Sviss og fer sá leikur fram á Akranesvelli kl. 16:00 á miðvikudaginn. Lesa meira
 
Frá landsleik Íslands og Serbíu, 21. júní 2007 og endaði 5-0 fyrir Ísland

Hópurinn valinn fyrir Frakkaleikinn - 22.9.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn er heldur til Frakklands og leikur þar lokaleik sinn í undankeppni fyrir EM 2009.  Íslenska liðinu nægir jafntefli gegn Frökkum til þessa að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM 2009 sem fer fram í Finnlandi. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Berglind inn í U19 hópinn - 22.9.2008

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur gert eina breytingu á hóp sínum fyrir undankeppni EM.  Berglind Bjarnadóttir úr Víkingi kemur inn í hópinn í stað Þórhildar Ólafsdóttur úr ÍBV sem er meidd. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Stjarnan upp í Landsbankadeild karla - 20.9.2008

Lokaumferðir í 1. og 2. deild karla fóru fram í dag og var mikil spenna á báðum vígstöðvum.  Í 1. deild karla voru það Stjörnumenn er tryggðu sér sæti í Landsbankadeild karla að ári eftir mikla baráttu við Selfyssinga. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

KR VISA bikarmeistari kvenna - 20.9.2008

KR varð í dag VISA bikarmeistari kvenna þegar þær unnu Val í úrslitaleik á Laugardalsvelli.  Lokatölur urðu 4-0 KR í vil og skoraði Hólmfríður Magnúsdóttir þrennu fyrir KR í leiknum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lokaumferðirnar í 1. og 2. deild karla á laugardag - 19.9.2008

Nú á laugardag fara fram lokaumferðirnar í 1. og 2. deild karla og er spenna þar á báðum vígstöðvum.  Leikirnir hefjast allir kl. 14:00 nema leikirnir Haukar-Stjarnan og Selfoss-ÍBV sem hefjast kl. 16:00. Lesa meira
 
Frá sparkvelli á Ísafirði

Fimm sparkvellir vígðir á Vestfjörðum - 19.9.2008

Um síðustu helgi voru fimm sparkvelli vígðir á Vestfjörðum og munu þeir án efa nýtast vel allt árið um kring.  Tveir vellir voru vígðir á Ísafirði og einn völlur í Hnífsdal, á Suðureyri og á Flateyri. Lesa meira
 
Fylkir

Knattspyrnudeild Fylkis auglýsir eftir þjálfurum - 18.9.2008

Knattspyrnudeild Fylkis auglýsir eftir þjálfurum fyrir 8. flokk og 3. flokk kvenna tímabilið 2008-2009.  Innan knattspyrnudeildar er unnið markvisst og gott starf og vinna þjálfarar eftir stefnu deildarinnar í barna- og unglingaþjálfun Lesa meira
 
visaBikarinn_logo

Viðtal við Helenu Ólafsdóttur þjálfara KR - 17.9.2008

Viðtal við Helenu Ólafsdóttur þjálfara KR fyrir úrslitaleik Vals og KR í VISA bikar kvenna árið 2008 Lesa meira
 
visaBikarinn_logo

Viðtal við Elísabetu Gunnarsdóttur þjálfara Vals - 17.9.2008

Viðtal við Elísabetu Gunnarsdóttur þjálfara Vals fyrir úrslitaleik Vals og KR í VISA bikar kvenna árið 2008 Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 5. júlí 2008. Myndina tók Þorsteinn Jónsson

Æfingahópur U17 kvenna tilkynntur - 17.9.2008

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, tilkynnti í dag æfingahóp sinn en þessi hópur mun verða við æfingar um helgina.  Framundan er undankeppni EM og verður riðill Íslands leikinn á Ítalíu Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Valur - KR í úrslitum VISA bikars kvenna - 17.9.2008

Valur og KR mætast í úrslitum VISA bikars kvenna, laugardaginn 20. september.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 16:00.  Miðaverð á leikinn er 1000 krónur fyrir 17 ára og eldri (800 krónur fyrir VISA korthafa) en frítt er á leikinn fyrir 16 ára og yngri í boði VISA. Hér að neðan má sjá viðtöl við þjálfara liðanna. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Úrslitaleikur VISA bikars kvenna á laugardaginn - 17.9.2008

Í hádeginu í dag verður haldinn blaðamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ en tilefni hans er úrslitaleikur VISA bikars kvenna sem fer fram næstkomandi laugardag kl. 16:00.  Þar mætast Valur og KR á Laugardalsvelli og má búast við hörkuleik eins og ætíð þegar að þessi félög mætast á knattspyrnuvellinum. Lesa meira
 
Merki knattspyrusambands Möltu

Vináttulandsleikur við Möltu 19. nóvember - 16.9.2008

Knattspyrnusamband Íslands og Knattspyrnusamband Möltu hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik miðvikudaginn 19. nóvember næstkomandi.  Leikið verður á Möltu en leikstaður verður tilkynntur síðar. Lesa meira
 
Frá sparkvallaæfingu fatlaðra á Akureyri

Fjör og flottir taktar á fótboltaæfingu fatlaðra - 16.9.2008

Síðastliðinn sunnudag var haldin sparkvallaæfing fyrir fatlaða á sparkvellinum við Brekkuskóla.  Góðir gestir mættu á æfinguna, miðluðu af reynslu sinni og urðu vitni af flottum fótboltatöktum. Lesa meira
 
Dóra María Lárusdóttir var valin best leikmanna í Landsbankadeild kvenna fyrir umferðir 13-18

Dóra María valin best í umferðum 13 - 18 - 16.9.2008

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 13 - 18 í Landsbankadeild kvenna.  Dóra María Lárusdóttir var valin besti leikmaðurinn og þjálfarar Vals, Elísabet Gunnarsdóttir og Freyr Alexandersson, voru valdir bestu þjálfararnir. 

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Skeiðklukkurnar tilbúnar til afhendingar á skrifstofu KSÍ - 16.9.2008

Þeir félagsmenn í Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands, er greitt hafa félagsgjaldið, geta nú sótt skeiðklukkur á skrifstofu KSÍ.  Lesa meira
 
U17 landslið karla

Æfingahópur valinn hjá U17 karla - 16.9.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið æfingahóp en framundan er undankeppni EM og verður riðill Íslands leikinn hér á landi.  Þessi 25 manna hópur mun æfa út vikuna og fara æfingarnar fram á Tungubökkum. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Hópurinn hjá U19 kvenna valinn fyrir Ísraelferð - 15.9.2008

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið landsliðshóp sinn er fer til Ísrael og leikur þar í riðlakeppni U19 kvenna.  Andstæðingar Íslands í riðlinum eru auk heimastúlkna, Írland og Grikkland. Lesa meira
 
Frá leik Fjölnis og KR í 2. umferð Landsbankadeildar karla 2008. Leikurinn var fyrsti heimaleikur Fjölnis í efst deild. Myndina tók Vilbogi Einarsson

127.388 áhorfendur hafa mætt á leiki Landsbankadeildar karla - 15.9.2008

Þegar 19 umferðum er lokið í Landsbankadeild karla hafa 127.388 áhorfendur mætt á leikina 113 til þessa en eftir á að leika leik FH og Breiðabliks úr 18. umferð.  Þetta gerir að meðaltali 1127 áhorfendur á leik sem er næstbesta aðsókn frá upphafi.  Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla leikur í undankeppni EM hér á landi - 15.9.2008

Strákarnir í U17 karla leika í riðlakeppni EM hér á landi dagana 24. - 29. september.  Andstæðingar Íslendinga í riðlinum verða Sviss, Úkraína og Noregur.  Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla mun tilkynna æfingahóp fyrir keppnina á morgun, þriðjudag. Lesa meira
 
Afturelding

Afturelding komið í 1. deildina - 15.9.2008

Afturelding tryggði sér í gær sæti í 1. deild karla á næsta tímabili.  Þetta varð ljóst eftir næstsíðustu umferðina í 2. deild karla.  Afturelding tapaði gegn Hamar á heimavelli en á sama tíma töpuðu Víðismenn á Sauðárkróki og sætið því Mosfellinga. Lesa meira
 
Afturelding

Afturelding leitar að þjálfurum - 15.9.2008

Knattspyrnudeild Aftureldingar leitar að þjálfurum fyrir 3. flokk karla og kvenna. Mikill metnaður er hjá iðkendum þessara flokka til að gera vel og þeir tilbúnir að leggja sitt af mörkum við æfingarnar. Þjálfarar verða að geta hafið störf sem fyrst. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Umferðir 13-18 í Landsbankadeild kvenna gerðar upp á þriðjudag - 15.9.2008

Umferðir 13-18 í Landsbankadeild kvenna verða gerðar upp í hádeginu á þriðjudag, þegar viðurkenningar fyrir umferðirnar verða afhentar í höfuðstöðvum KSÍ.  Úrvalslið umferðanna verður kynnt, besti leikmaðurinn og besti þjálfarinn.

Lesa meira
 
Magnús Þórisson

Magnús og Oddbergur dæma í Króatíu - 14.9.2008

Þeir Magnús Þórisson og Oddbergur Eiríksson munu síðar í þessum mánuði dæma í UEFA Regions Cup sem er keppni áhugamannaliða í Evrópu.  Riðillinn sem Magnús og Oddbergur dæma í fer fram í Króatíu. Lesa meira
 
Valur Íslandsmeistari kvenna 2008

Valsstúlkur Íslandsmeistarar - 13.9.2008

Lokaumferð Landsbankadeildar kvenna fór fram í dag og fengu Valsstúlkur Íslandsmeistaratitilinn í sínar hendur eftir öruggan sigur á Stjörnunni á heimavelli.  Það var Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er fékk Valsstúlkum sigurlaunin í hendur að leik loknum. Lesa meira
 
ÍBV

ÍBV komið upp - Njarðvík fallið í 2. deild - 12.9.2008

Heil umferð fór fram í 1. deild karla í gærkvöldi og var um 21. og næstsíðustu umferðina að ræða.  ÍBV tryggðu sér sæti í Landsbankadeild karla að ári en það varð einnig ljóst að það verða Njarðvíkingar er fylgja KS/Leiftur niður i 2. deild. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Spennuþrungin umferð í 1. deild karla í kvöld - 12.9.2008

Í kvöld kl. 18:00 fer fram 21. og næstsíðasta umferðin í 1. deild karla og er spenna bæði á toppi og botni.  Tveir sérstakir hátiðarleikir eru einnig á dagskránni, annar á Akureyri og hinn á Ólafsvík. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Lokaumferð Landsbankadeildar kvenna á laugardag - 12.9.2008

Laugardaginn 13. september fer fram lokaumferð Landsbankadeildar kvenna og hefjast allir leikirnir kl. 13:00 nema leikur Fjölnis og Breiðabliks er hefst kl. 12:00.  Valsstúlkur standa ákaflega vel að vígi á toppnum og geta gulltryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli gegn Stjörnunni.  Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið í Smáranum - 12.9.2008

Næstkomandi þriðjudag, 16. september, verður haldið unglingadómaranámskeið í Smáranum í Kópavogi og hefst námskeiðið kl. 20:00 og stendur í 2 tíma.  Námskeiðið er frítt en aldurstakmark á námskeiðið er 15 ár.

Lesa meira
 
Eyjólfur Magnús Kristinsson

Eyjólfur Magnús dæmir í Danmörku - 12.9.2008

Eyjólfur Magnús Kristinsson mun á sunnudaginn dæma leik dönsku liðanna Lyngby og Skive í 1. deild karla.  Verkefnið er hluti af norrænum dómaraskiptum knattspyrnusambanda á Norðurlöndum. Lesa meira
 
Frá æfingu fatlaðra með landsliðskonunum Katrínu Jónsdóttur og Gretu Mjöll Samúelsdóttur

Íslandsleikar Special Olympics í frjálsum íþróttum og knattspyrnu - 11.9.2008

Laugardaginn 13. september 2008 verða haldnir Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu og frjálsum íþróttum í Boganum á Akureyri.  Lesa meira
 
A landslið kvenna

Æfingahópur A landsliðs kvenna - 11.9.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið æfingahóp fyrir A landslið kvenna og mun þessi hópur verða við æfingar í næstu viku.  Þeir leikmenn sem leika erlendis eða koma úr Val eða KR eru ekki inn í þessum æfingahópi. Lesa meira
 
Frá æfingu fatlaðra í sparkvallaverkefni ÍF og KSÍ

Sparkvallaæfingar fyrir fatlaða á Akureyri - 11.9.2008

Sparkvallaverkefni ÍF og KSÍ hófst árið 2007 en tilgangur þessa verkefnis er að auka áhuga og þátttöku fatlaðra drengja og stúlkna í knattspyrnu. Allir aldurshópar velkomnir. Lesa meira
 
Merki Franska knattspyrnusambandsins

Franski hópurinn tilkynntur - 11.9.2008

Bruno Bini hefur tilkynnt 18 manna hóp sinn fyrir landsleikinn gegn Íslendingum sem fram fer í la-Roche-sur Yon þann 27. september næstkomandi.  Með stigi tryggir íslenska landsliðið sig áfram í úrslitakeppni EM 2009 í Finnlandi. Lesa meira
 
U17 landslið karla

31 leikmaður valinn til æfinga hjá U17 karla - 10.9.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið æfingahóp til æfinga um komandi helgi.  Æft verður tvisvar sinnum um helgina á Tungubökkum og hefur Luka valið 31 leikmann til þessara æfinga. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Þjálfaraferð til Hollands - 10.9.2008

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands og KSÍ stendur fyrir þjálfaraferð til Hollands 9. - 12. október næstkomandi í tengslum við landsleik Hollands og Íslands laugardaginn 11. okt. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008. Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Skotar höfðu betur í Laugardalnum - 10.9.2008

Skotar lögðu Íslendinga í fyrsta heimaleik Íslands í undankeppni fyrir HM 2010.  Lokatölur urðu 1-2 Skotum í vil eftir að þeir höfðu leitt í hálfleik, 0-1.  Það var Eiður Smári Guðjohnsen sem skoraði mark Íslands úr víti og minnkaði þá muninn í 1-2. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008. Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Byrjunarliðið gegn Skotum tilbúið - 10.9.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Skotum í dag í fyrsta heimaleik liðsins í undankeppni HM 2010.  Leikurinn hefst kl. 18:30 og verður í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hamrarnir/Vinir og BÍ/Bolungarvík í 2. deild - 10.9.2008

Það verða Hamrarnir/Vinir og BÍ/Bolungarvík sem munu leika í 2. deild karla að ári en þetta varð ljóst í gærkvöldi eftir seinni viðureignirnar í undanúrslitum 3. deildar karla.  Lesa meira
 
U19 landslið karla

Ísland mætir Norður Írum hjá U19 karla kl. 10:00 - 10.9.2008

Strákarnir í U19 karla mæta Norður Írum ytra í vináttulandsleik í dag og hefst leikurinn kl. 10:00 að íslenskum tíma.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir þennan leik. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Skotland í kvöld kl. 18:30 - 10.9.2008

Leikur Íslands og Skotlands í undankeppni HM 2010 fer fram í kvöld á Laugardalsvelli og hefst kl. 18:30.  Örfáir miðar eru eftir á leikinn en hægt er að kaupa miða á midi.is áfram í dag.  Ef einhverjir miðar verða eftir hefst miðasala á Laugardalsvelli kl. 14:00. Lesa meira
 
Fjalar Þorgeirsson

Fjalar inn í hópinn gegn Skotum - 10.9.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið markvörðinn Fjalar Þorgeirsson úr Fylki í landsliðshóp sinn gegn Skotum en leikurinn fer fram í dag kl. 18:30.  Fjalar kemur í stað Stefáns Loga Magnússonar sem er meiddur. Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna í sigurleik gegn Írum í vináttulandsleik í mars 2008

Æfingahópur hjá U19 kvenna valinn - 9.9.2008

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið eftirtalda leikmenn á landsliðsæfingar U19 kvenna sem fram fara 14. september næstkomandi.  Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Jafntefli við Slóvaka hjá U21 karla - 9.9.2008

Íslendingar léku við Slóvaka í undankeppni fyrir EM 2009 hjá U21 karla og var leikið á Víkingsvellinum í dag.   Lokatölur urðu 1-1 og var staðan þannig í hálfleik.  Það var Gylfi Þór Sigurðsson sem að skoraði mark Íslendinga. Lesa meira
 
Sálin og Stebbi Hilmars

Sálin, Stebbi Hilmars og Emil með hægri - 9.9.2008

Heimasíðan hitti þá Kristján Örn Sigurðsson og Emil Hallfreðsson á æfingu í gær á Laugardalsvelli.  Undirbúningur fyrir Skotaleikinn er í fullum gangi og mikil tilhlökkun hjá leikmönnum sem og stuðningsmönnum fyrir leikinn. Lesa meira
 
ksi-Akarla

Viðtal við Emil Hallfreðsson - 9.9.2008

Viðtal við Emill Hallfreðsson á æfingu fyrir leikinn gegn Skotum Lesa meira
 
ksi-Akarla

Viðtal við Kristján Örn Sigurðsson - 9.9.2008

Viðtal við Kristján Örn Sigurðsson á æfingu fyrir leikinn gegn Skotum á Laugardalsvelli Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur áfram í Evrópukeppninni - 9.9.2008

Valur vann stórsigur á Holon frá Ísrael í lokaleik liðsins í riðlakeppni Evrópukeppni kvenna en riðillinn var leikinn í Slóvakíu.  Lokatölur urðu 9-0 og sigruðu Valsstúlkur í riðlinum með miklum yfirburðum.  Lesa meira
 
ksi-Akarla

Viðtal við Björn Ragnar Gunnarsson búningastjóra - 9.9.2008

Viðtal við Björn Ragnar Gunnarsson búningastjóra fyrir landsleikinn gegn Skotum á Laugardalsvelli Lesa meira
 
ksi-Akarla

Viðtal við Ólaf Jóhannesson fyrir leikinn gegn Skotum - 9.9.2008

Viðtal við Ólaf Jóhannesson, landsliðsþjálfara, á æfingu fyrir leikinn gegn Skotum Lesa meira
 
A landslið karla

Skemmtilegustu heimaleikirnir eru gegn Skotum - 9.9.2008

Það var góð stemning yfir landsliðshópnum á æfingu í gær en undirbúningur fyrir leikinn gegn Skotum er nú í fullum gangi.  Heimasíðan kíkti á æfinguna og hitti m.a. Ólaf Jóhannesson og Björn Ragnar Gunnarsson. Lesa meira
 
Leikskráin fyrir Ísland-Skotland

Leikskráin fyrir leikinn gegn Skotlandi - 9.9.2008

Fyrir viðureign Íslands og Skotlands í undankeppni HM 2010 á miðvikudag verður gefin út leikskrá með ýmsum áhugaverðum og gagnlegum upplýsingum.

Skellið ykkur á eintak af leikskránni og geymið sem minjagrip um leikinn! 

Lesa meira
 
Jóhanna Margrét nýtti sér andlitsmálninguna í síðasta leik

Andlitsmálun fyrir leik gegn Skotlandi - 9.9.2008

Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir viðureign Íslands og Skotlands á miðvikudag á Laugardalsvelli.  Leikurinn hefst kl. 18:30 og er um að gera að mæta tímanlega og láta mála íslenska fánann á sig! Lesa meira
 
Védís Hervör

Védís Hervör syngur þjóðsöngva Íslands og Skotlands - 9.9.2008

Védís Hervör Árnadóttir mun syngja þjóðsöngva Íslands og Skotlands fyrir viðureign þjóðanna í undankeppni HM 2010 á Laugardalsvelli á miðvikudag.  Í hálfleik mun síðan Einar Ágúst leika nokkur lög til að halda uppi fjörinu. Lesa meira
 
ÍR

ÍR hampaði titlinum í 1. deild kvenna - 9.9.2008

Það voru ÍR stúlkur er hömpuðu sigurlaununum í 1 deild kvenna en þær lögðu þá GRV í úrslitaleik á Njarðvíkurvelli.  Lokatölur urðu 4-1 ÍR í vil eftir að þær höfðu leitt í hálfleik, 1-0. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Ísland - Slóvakía á Víkingsvelli í dag kl. 17:00 - 9.9.2008

Strákarnir í U21 karla mæta Slóvökum í dag í undankeppni fyrir EM 2009 og er þetta lokaleikur liðsins í riðlinum.  Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst kl. 17:00.  Þessar þjóðir gerðu jafntefli í fyrri leik liðanna sem fram fór í Slóvakíu á síðasta ári Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Síðasti leikur Valsstúlkna í dag - 9.9.2008

Valur leikur í dag lokaleik sinn í riðlakeppni Evrópukeppni kvenna en leikið er í Slóvakíu.  Mótherjarnir í dag eru Holon frá Ísrael og hefst leikurinn kl. 09:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U19 karla fyrir leikinn gegn Noregi í milliriðli fyrir EM 2008

Byrjunarlið U19 karla gegn Norður Írum - 8.9.2008

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Norður Írum í vináttulandsleik í kvöld á Norður Írlandi.  Þetta er fyrri leikur þjóðanna en annar leikur fer fram á miðvikudaginn. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Hjálmar og Rafn í U21 hópinn - 7.9.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert tvær breytingar á hóp sínum er mætir Slóvakíu á þriðjudaginn.  Þeir Hjálmar Þórarinsson úr Fram og Rafn Andri Haraldsson úr Þrótti koma inn í hópinn Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Eitt stig frá Osló - 6.9.2008

Íslenska landsliðið gerði jafntefli vð Norðmenn í dag í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2010.  Lokatölur urðu 2-2 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1-1.  Það voru þeir Heiðar Helguson og Eiður Smári Guðjohnsen sem skoruðu mörk Íslands í leiknum.  Skotar mæta á Laugardalsvöllinn á miðvikudaginn og eru enn til miðar á þann leik. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Byrjunarlið Íslands gegn Norðmönnum - 6.9.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Norðmönnum í dag í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2010.  Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Annar sigur Valsstúlkna í Evrópukeppni kvenna - 6.9.2008

Valsstúlkur unnu annan sigur sinn í riðlakeppni Evrópukeppni kvenna en leikið er í Slóvakíu.  Leikið var gegn heimastúlkum í Sala og urðu lokatölur 6-2 Valsstúlkum í vil. Síðasti leikur Vals í riðlinum verður gegn ísraelska liðinu Maccabi Holon.  Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Eins marks ósigur gegn Austurríki - 5.9.2008

Strákarnir í U21 karla biðu lægri hlut gegn Austurríki í undankeppni U21 karla fyrir EM 2009 en leikið var í Austurríki.  Lokatölur urðu 1-0 fyrir heimamenn en þeir komust yfir eftir 5 mínútna leik. Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Ísland í 18. sæti á styrkleikalista kvenna - 5.9.2008

Íslenska kvennalandsliðið er í 18. sæti á nýjum styrkleikalista kvenna sem FIFA birti í dag.  Stendur íslenska liðið í stað frá því á síðasta lista.  Bandaríkin tróna á toppnum en Þjóðverjar eru í öðru sæti. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Byrjunarliðið hjá U21 karla gegn Austurríki - 5.9.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Austurríksmönnum í dag í undankeppni fyrir EM 2009.  Leikurinn hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Undanúrslit 3. deildar karla hefjast á laugardaginn - 5.9.2008

Á laugardaginn hefjast undanúrslit í 3. deild karla en leikið er heima og heiman.  Seinni leikirnir fara svo fram á þriðjudag en eftir það verður ljóst hvaða félög leika í 2. deild að ári. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006. Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Úrslitaleikur 1. deildar kvenna á laugardag - 5.9.2008

Á laugardaginn fer fram úrslitaleikur 1. deildar kvenna og verður hann leikinn á Njarðvíkurvelli og hefst kl. 14:00.  Það verða GRV og ÍR sem mætast í þessum úrslitaleik.  Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Miðar á Ísland - Skotland fyrir handhafa A-passa - 5.9.2008

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Skotland afhenta mánudaginn 8. september frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 
Sportmyndir.net

Ráðstefna í tengslum við úrslitaleik VISA bikars kvenna - 4.9.2008

Knattspyrnusamband Ísland og Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands standa fyrir sameiginlegri ráðstefnu í tengslum við Visa bikarúrslitaleik kvenna (KR og Vals) þann 20. september næstkomandi.  Lesa meira
 
Landsliðshópur Íslands gegn Aserbaídsjan

Miðasala í fullum gangi á Ísland - Skotland - 4.9.2008

Miðasala er nú í fullum gangi á leik Íslands og Skotlands í undankeppni HM 2010 en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 10. september, kl. 18:30.  Miðasala fer fram sem fyrr í miðasölukerfi frá midi.is Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Stórsigur Valsstúlkna gegn Cardiff - 4.9.2008

Valsstúlkur unnu stórsigur í dag í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópukeppni kvenna en riðillinn er leikinn í Slóvakíu.  Lokatölur urðu 8-1 Val í vil eftir að staðan í leikhléi hafði verið 5-1.  Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn og Garðar Örn að störfum - 4.9.2008

Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari, mun á laugardaginn dæma leik Póllands og Slóveníu í undankeppni HM 2010.  Þá mun Garðar Örn Hinriksson dæma leik San Marinó og Lettlands í undankeppni Evrópumóts U21 karla 2009. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Áfram Ísland klúbburinn með upphitun í Noregi - 4.9.2008

Áfram Ísland klúbburinn, í samstarfi við Íslendingafélagið í Osló og Icelandair verða með upphitun laugardaginn 6. september næstkomandi  fyrir leik Norðmanna  og Íslendinga sem hefst kl 19.00. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valur leikur gegn Cardiff í dag - 4.9.2008

Valur leikur í dag fyrsta leik sinn í riðlakeppni Evrópkeppni kvenna en riðill þeirra er leikinn í Slóvakíu.  Fyrsti leikur Vals er gegn Cardiff frá Wales og hefst hann kl. 09:00 að íslenskum tíma.  Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Breytingar á leikjum í Landsbankadeild karla - 3.9.2008

Tveimur leikjum í 20. umferð Landsbankadeildar karla hefur verið breytt.  Eru þetta leikirnir Fram-FH og Keflavík-Breiðablik.  Einnig hefur verið ákveðið að allir leikir í 22. umferð Landsbankadeildar karla laugardaginn 27. september hefjist kl. 16.00 Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Ráðstefna um knattspyrnuþjálfun erlendis - 3.9.2008

Þriðjudaginn 16. september ætla Knattspyrnusamband Íslands og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að halda sameiginlega ráðstefnu um knattspyrnuþjálfun erlendis og er aðgangur ókeypis. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland niður um 10 sæti á styrkleikalista FIFA - 3.9.2008

Á nýjum styrkleikalista FIFA, er birtur var í dag, fellur Ísland um 10 sæti og situr nú í 107. sæti listans.  Spánverjar eru á toppi listans en fyrstu fimm þjóðirnar á listanum eru Evrópuþjóðir. Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Leikið í 1. deild karla í kvöld - 3.9.2008

Í kvöld hefst 20. umferð í 1. deild karla en þar er spenna á toppi og botni þegar að þrjár umferðir eru eftir af deildinni.  Athygli er vakin á því að leikur Njarðvíkur og ÍBV í þessari umferð verður leikinn 16. september vegna verkefna hjá U21 karla. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

ÍR og GRV leika í Landsbankadeild kvenna að ári - 3.9.2008

ÍR og GRV tryggðu sér í gær sæti í Landsbankadeild kvenna á næsta tímabili en þetta varð ljóst eftir leiki gærkvöldsins.  Þar sigraði ÍR Hött á heimavelli, 6-0 og GRV lagði Völsung á Húsavík, 4-1. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Hjörtur Logi og Jón Vilhelm inn í U21 hópinn - 2.9.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert tvær breytingar á landsliðshóp sínum er mætir Austurríki og Slóvakíu á næstu dögum.  Þeir Hjörtur Logi Valgarðsson úr FH og Jón Vilhelm Ákason úr ÍA koma inn í hópinn.  Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Leikur Þróttar og ÍA færður vegna sjónvarpsútsendingar - 2.9.2008

Leikur Þróttar og ÍA í 19. umferð Landsbankadeildar karla hefur verið færður aftur um einn dag.  Er það vegna beinnar sjónvarpsútsendingar frá leiknum en hann verður sýndur í beinni á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Sport. Lesa meira
 
A landslið karla

Guðmundur og Jónas Guðni í landsliðshópinn - 2.9.2008

Ólafur Jóhannesson valdi í dag þá Guðmund Steinarsson og Jónas Guðna Sævarsson í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Noregi og Skotlandi.  Þeir koma í stað Ólafs Inga Skúlasonar og Theodórs Elmars Bjarnasonar sem eru meiddir Lesa meira
 
VISA-bikarinn

KR mætir Fjölni í úrslitum VISA bikars karla - 1.9.2008

KR tryggðu sér sæti í úrslitaleik VISA bikars karla í kvöld eftir sigur á Breiðabliki í undanúrslitaleik á Laugardalsvelli.  Staðan var markalaus eftir venjulega leiktíma og 1-1 eftir framlengingu.  Það þurfti því vítspyrnukeppni til þess að knýja fram úrslit og þar höfðu KR betur.  Það verða því KR og Fjölnir er leika til úrslita 4. október. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Breiðablik - KR í kvöld kl. 20:00 - 1.9.2008

Í kvöld kl. 20:00 mætast Breiðablik og KR í undanúrslitum VISA bikars karla og hefst leikurinn kl. 20:00 á Laugardalsvelli.  Sigurvegari leiksins kemst í úrslitaleik VISA bikarsins og mætir þar Fjölnismönnum en þeir lögðu Fylki í gær í frábærum undanúrslitaleik. Lesa meira
 
Fjölnir

Fjölnir í úrslitaleikinn eftir frábæran undanúrslitaleik - 31.8.2008

Fjölnismenn tryggðu sér í dag sæti í úrslitum VISA bikars karla þegar þeir lögðu Fylkir í frábærum undanúrslitaleik á Laugardalsvelli.  Dramatíkin var í hámarki og kom sigurmark Fjölnismanna í uppbótartíma en lokatölur urðu 4-3, Fjölnismönnum í vil. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Fylkir - Fjölnir í dag kl. 16:00 - 31.8.2008

Í dag kl. 16:00 mætast á Laugardalsvelli Fylkir og Fjölnir og er þetta fyrri undanúrslitaleikurinn í VISA bikar karla.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli en á morgun kl. 20:00 eigast við Breiðablik og KR. Lesa meira
 
ÍR

ÍR sigruðu í 2. deild karla - 30.8.2008

ÍR tryggðu sér í dag sigurinn í 2. deild karla eftir jafntefli við Tindastól.  Á sama tíma tapaði Afturelding leik sínum gegn Hvöt.  Þetta þýddi að Mosfellingar geta ekki náð ÍR að stigum og efsta sætið er Breiðhyltinga. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Úrslitakeppni í 1. deild kvenna og 3. deild karla hefst í dag - 30.8.2008

Í dag, laugardag, hefst úrslitakeppni í 1. deild kvenna og 3. deild kvenna.  Leikið er heima og heiman í þessum úrslitakeppnum en seinni leikirnir fara fram á þriðjudaginn.  Hægt er að sjá leikina framundan hér að neðan. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Jafntefli hjá U18 karla gegn Ungverjum - 29.8.2008

Strákarnir í U18 gerðu í dag markalaust jafntefli við Ungverja en leikurinn var liður í æfingamóti er fram fer í Tékklandi.  Liðið hlaut því eitt stig og komst ekki upp úr riðlinum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tveimur leikjum í 1. deild karla frestað til laugardags - 29.8.2008

Tveimur leikjum í 1. deild karla er fram áttu að fara í kvöld, föstudagskvöld, hefur verið frestað til laugardags.  Þetta eru leikir Leiknis og KA annarsvegar og hinsvegar leikur Stjörnunnar og Fjarðabyggðar. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Hópurinn hjá U19 karla valinn er leikur við Norður Íra - 29.8.2008

Framundan eru tveir vináttulandsleikir við Norður Íra hjá U19 karla og fara þeir leikir fram ytra 8. og 10. september.  Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 18 leikmenn fyrir þessa leiki. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Byrjunarliðið hjá U18 tilbúið - 29.8.2008

Íslenska U18 karlalandsliðið leikur í dag við Ungverja á æfingamóti sem fram fer í Tékklandi.  Þetta er síðasti leikur liðsins í þessu móti en liðið tapaði fyrir Tékkum, 0-2 í fyrsta leik og gegn Norðmönnum 1-2. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Jafntefli hjá Aston Villa og FH - 29.8.2008

Aston Villa og FH gerðu í gær jafntefli í seinni leik liðanna í 2. umferð UEFA bikarsins.  Lokatölur urðu 1-1 og var það Atli Viðar Björnsson sem jafnaði metin á 30. mínútu.  Aston Villa vann fyrri leikinn, 4-1 og kemst því áfram í þriðju umferð. Lesa meira
 
visaBikarinn_logo

Viðtöl frá kynningarfundi VISA bikars karla - 28.8.2008

Í dag var haldinn kynningarfundur fyrir undanúrslitaleiki VISA bikars karla.  Á sunnudaginn kl. 16:00 leika Fylkir og Fjölnir en á mánudaginn kl. 20:00 leika Breiðablik og KR.  Dagur Sveinn Dagbjartsson var staddur á fundinum og tók nokkur viðtöl Lesa meira
 
visaBikarinn_logo

Viðtal við Ólaf Stígsson - 28.8.2008

Rætt við Ólaf Stígsson, fyrirliða Fylkis, fyrir undanúrslitaleik þeirra gegn Fjölni í VISA bikar karla Lesa meira
 
visaBikarinn_logo

Viðtal við Ólaf Kristjánsson - 28.8.2008

Viðtal við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks, fyrir leik þeirra gegn KR í undanúrslitum VISA bikars karla Lesa meira
 
visaBikarinn_logo

Viðtal við Magnús Inga Einarsson - 28.8.2008

Viðtal við Magnús Inga Einarsson, fyrirliða Fjölni, fyrir undanúrslitaleikinn gegn Fylki í VISA bikar karla Lesa meira
 
visaBikarinn_logo

Viðtal við Jónas Guðni Sævarsson - 28.8.2008

Viðtal við Jónas Guðna Sævarsson, fyrirliða KR, fyrir undanúrslitaleikinn gegn Breiðablik í VISA bikar karla Lesa meira
 
ksi-Akarla

Viðtal við Pétur Pétursson - 28.8.2008

Viðtal við Pétur Pétursson, aðstoðarlandsliðsþjálfara, þegar hópurinn fyrir leikina gegn Noregi og Skotum var tilkynntur. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Hópurinn hjá U21 karla valinn - 28.8.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, valdi í dag landsliðshóp sinn er mætir Austuríki og Slóvakíu í undankeppni fyrir EM 2009.  Leikurinn við Austurríki fer fram ytra 5. september en leikurinn gegn Slóvakíu hér heima, þriðjudaginn 9. september. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

FH leikur seinni leikinn gegn Aston Villa í kvöld - 28.8.2008

FH leikur í kvöld seinni leik sinn við Aston Villa í 2. umferð UEFA bikarsins en leikurinn fer fram á Villa Park í Birmingham.  Enska liðið sigraði Hafnfirðinga í fyrri leiknum með fjórum mörkum gegn einu.  Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Hópurinn valinn fyrir leikina gegn Noregi og Skotlandi - 28.8.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti á blaðamannafundi í dag landsliðshóp sinn sem tekur þátt í næstu landsliðsverkefnum.  Það eru leikir gegn Noregi ytra, 6. september og Skotum hér heima, 10. september. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tap gegn Norðmönnum hjá U18 karla - 27.8.2008

Íslenska U18 karlalandsliðið laut í lægra haldi fyrir Norðmönnum á æfingamóti í Tékklandi í dag.  Norðmenn höfðu betur 2-1 en Íslendingar leiddu í hálfleik 0-1.  Það var Arnar Sveinn Geirsson sem kom Íslendingum yfir í fyrri hálfleik Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Miðasala hafin á undanúrslitaleiki VISA bikars karla - 27.8.2008

Í dag hófst miðasala á undanúrslitaleiki VISA bikars karla en leikirnir fara fram á sunnudaginn og mánudagskvöld.  Á sunnudaginn kl. 16:00 leika Fylkir og Fjölnir og á mánudagskvöldið kl. 20:00 eigast við Breiðablik og KR. Lesa meira
 
Leiknir R.

Úrskurður í máli Víðis/Reynis gegn Leikni Reykjavík - 27.8.2008

Aga- og úrskurðarnenfd úrskurðaði á fundi sínum 26. ágúst síðastliðinn í máli Víðis/Reynis gegn Leikni Reykjavík.  Í úrskurðarorðum kemur fram að Víði/Reyni skuli dæmdur sigur í leik félaganna í 4. flokki kvenna 7 manna.

Lesa meira
 
KA

Úrskurður í máli Hvatar gegn KA. - 27.8.2008

Aga- og úrskurðarnefnd úrskurðaði á fundi sínum 26. ágúst síðastliðinn í máli Hvatar gegn KA.  Í úrskurðarorðum kemur fram að Hvöt er dæmdur sigur í leik félaganna í 4. flokki kvenna 7 manna.

Lesa meira
 
Hamar

Úrskurður í máli Hamars gegn KSÍ - 27.8.2008

Aga- og úrskurðarnefnd úrskurðaði á fundi sínum 26. ágúst síðastliðinn í máli Hamars gegn Knattspyrnusambandi Íslands.  Í úrskurðarorðum kemur fram að umræddur leikmaður fái ekki leikheimild með nýju félagi á yfirstandandi keppnistímabili.

Lesa meira
 
Sindri

Ertu í formi?? - 27.8.2008

Ungmennafélagið Sindri á Höfn í Hornafirði stendur fyrir öldungamót á Höfn fyrir konur og karla sem náð hafa 30 ára aldri. Á mótinu sem verður haldið 19. – 20. september verður m.a. keppt í fótbolta, badminton, blaki, bridge, frjálsum og golfi. Lesa meira
 
Darren Fletcher er í leikmannahópi Skota er mætir Íslendingum

Skoski hópurinn er mætir Íslendingum - 27.8.2008

Landsliðsþjálfari Skota, George Burley, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn er mætir Makedóníu og Íslendingum í undankeppni HM 2010.  Burley valdi 25 leikmenn í hópinn.  Landsliðshópur Íslands verður tilkynntur á morgun. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tap hjá U18 gegn Tékkum - 27.8.2008

Íslenska U18 karlalandsliðið beið lægri hlut gegn Tékkum á æfingamóti er fer fram í Tékkland.  Lokatölur urðu 2-0 Tékkum í vil. Leikið verður við Norðmenn í dag og hefur byrjunarlið Íslands verið tilkynnt. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Byrjunarlið U18 karla gegn Tékkum - 26.8.2008

Í dag kl. 15:00 leika Íslendingar við Tékka á Tékklandsmótinu og er þetta fyrsti leikur íslenska liðsins í mótinu. Þetta er æfingamót en auk þessa þjóða leika Norðmenn og Ungverjar í A riðli. Kristinn R. Jónsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í þessum leik. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Heil umferð í Landsbankadeild kvenna kl. 18:00 í kvöld - 26.8.2008

Í kvöld verður leikin 16. umferð Landsbankadeildar kvenna og hefjast allir leikirnir kl. 18:00.  Á morgun hefst svo 18. umferð í Landsbankadeild karla en þar dreifist umferðin á þrjá leikdaga. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Úrslitakeppnir 1. deildar kvenna og 3. deildar karla hefjast á laugardaginn - 26.8.2008

Um helgina varð endanlega ljóst hvaða félög komust í úrslitakeppni 3. deildar karla en þá lauk riðlakeppni 3. deildar.  Úrslitakeppnin hefst næstkomandi laugardag en sama dag hefst úrslitakeppni í 1. deild kvenna. Lesa meira
 
Áhorfendur á Frakkaleiknum fagna sigri

Miðasala hafin á Frakkland - Ísland - 26.8.2008

Þann 27. september leikur kvennalandsliðið sinn mikilvægasta leik til þessa þegar þær mæta Frökkum í undankeppni EM 2009.  Þetta er úrslitaleikur um hvor þjóðin tryggir sér sæti í úrslitakeppni EM 2009 en hún fer fram að þessu sinni í Finnlandi.  Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Valur og KR leika til úrslita í VISA bikar kvenna - 26.8.2008

Það verða Valur og KR er mætast í úrslitaleik VISA bikars kvenna en undanúrslitin fóru fram nú um helgina.  Þar lögðu Valsstúlkur Stjörnuna að velli og KR sigruðu Breiðablik.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Undanúrslit í VISA bikar kvenna - 21.8.2008

Framundan eru tveir spennandi leikir í undanúrslitum VISA bikar kvenna.  Föstudaginn 22. ágúst eigast við Stjarnan og Valur í Garðabænum en á laugardaginn taka KR á móti Breiðablik. Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Sigurvegarar í Pollamótum KSÍ 2008 - 21.8.2008

Um síðustu helgi fór fram úrslitakeppni í Pollamótum KSÍ en leikið var til úrslita í A, B, C og D liðum hér Suðvestanlands.  Þá var keppt til úrslita í A liðum Norðaustanlands en keppni var þegar lokið í B og C liðum á Norðurlandi. Lesa meira
 
Stjarnan urðu Íslandsmeistarar kvenna í 7 manna bolta hjá 2. flokki kvenna árið 2008

Stjarnan vann 7 manna boltann í 2. flokki kvenna - 21.8.2008

Stjarnan tryggði sér um síðustu helgi Íslandsmeistaratitilinn í 7 manna bolta hjá 2. flokki kvenna en mótið kláraðist þá í Garðabænum.  Eftir baráttu við BÍ og Neista Hofsósi voru það Stjörnustúlkur sem fóru með sigur af hólmi Lesa meira
 
Kátir Skotar á leið á völlinn

Fjöldi Skota á leið til landsins - 21.8.2008

Mikill áhugi Skota er á leik Íslands og Skotlands sem fram fer á Laugardalsvelli 10. september næstkomandi og er fyrsti heimaleikur Íslands í undankeppni HM 2010.  Nú þegar hefur KSÍ selt Knattspyrnusambandi Skotlands um 1500 miða á þennan leik. Lesa meira
 
Heimavöllur Feyenoord í Rotterdam, De Kuip

Miðasala á Holland - Ísland - 21.8.2008

Í dag hófst miðasala á leik Hollands og Íslands en sá leikur fer fram Rotterdam þann 11. október næstkomandi.  Leikurinn er liður í undankeppni HM 2010 en Ísland hefur þar leik gegn Norðmönnum í Osló, 6. september og stendur miðasala yfir á þann leik. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Þjálfaranámskeið KSÍ á næstu mánuðum - 21.8.2008

Nú liggja fyrir dagsetningar á flestum þjálfaranámskeiðum KSÍ fyrir árið 2008 og fyrri hluta 2009.  Til að fá nánari upplýsingar skal hafa samband við Dag Svein Dagbjartsson á fræðslusviði KSÍ. Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Jafntefli við Asera í Laugardalnum - 20.8.2008

Íslendingar gerðu í kvöld jafntefli gegn Aserum í vináttulandsleik í knattspyrnu en leikið var á Laugardalsvelli.  Hvort lið skoraði eitt mark í leiknum og var það Grétar Rafn Steinsson sem jafnaði leikinn fyrir Íslendinga í síðari hálfleik. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Tap hjá U21 karla gegn Dönum - 20.8.2008

Strákarnir í U21 karla þurftu að lúta í lægra haldi gegn Dönum í vináttulandsleik á KR velli í dag.  Lokatölur urðu 2-0 fyrir Dani eftir að þeir leiddu í hálfleik, 1-0.  Leikurinn var lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir síðustu leikina í undankeppni fyrir EM 2009. Lesa meira
 
Landsliðshópur Íslands gegn Aserbaídsjan

Byrjunarlið Íslands gegn Aserum - 20.8.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Aserum í vináttulandsleik í kvöld.  Tveir nýliðar eru í hópnum og er annar þeirra, Jóhann Berg Guðmundsson, í byrjunarliðinu.

Lesa meira
 
A landslið karla

Viðtal við landsliðsþjálfarann fyrir Aseraleikinn - 20.8.2008

Á síðustu æfingu landsliðsins fyrir leikinn gegn Aserum þá hitti Dagur Sveinn Dagbjartsson landsliðsþjálfarann Ólaf Jóhannesson og ræddi við hann um leikinn í kvöld og áherslur Ólafs í leiknum. Lesa meira
 
ksi-Akarla

Viðtal við Ólaf Jóhannesson fyrir Aseraleikinn - 20.8.2008

Viðtal við Ólaf Jóhannesson, landsliðsþjálfara, fyrir vináttulandsleikinn gegn Aserbaídsjan Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Byrjunarlið Íslands U21 karla gegn Danmörku - 20.8.2008

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Dönum í vináttulandsleik í dag.  Leikurinn fer fram á KR velli og hefst kl. 16:30.  Aðgangur á leikinn er ókeypis og eru áhorfendur hvattir til þess að fjölmenna Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmir í Finnlandi í dag - 20.8.2008

Jóhannes Valgeirsson, milliríkjadómari, mun í dag dæma vináttulandsleik Finnlands og Ísraels er fer fram í Finnlandi í dag.  Honum til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Áskell Gíslason. Lesa meira
 
HK

Úrskurður í máli KR gegn HK - 20.8.2008

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli KR gegn HK vegna leik félaganna í U23 karla er fór fram á KR vellinum 7. ágúst síðastliðinn.  Í úrskurðarorðum kemur fram að KR er dæmdur sigur 3-0 og HK er dæmt í 10.000 króna sekt.

Lesa meira
 
Rakel Hönnudóttir færði Margréti Selmu Steingrímsdóttur landsliðstreyju

Rakel gaf ungri knattspyrnukonu landsliðstreyju - 20.8.2008

Á heimasíðu Þórs, www.thorsport.is er sagt frá Margréti Selmu Steingrímsdóttur sem er efnileg knattspyrnustúlka og leikur með KA.  Hún varð fyrir því óhappi að fótbrotna í leik með félagi sínu en þá var KA að leika í úrslitakeppni Hnátumóts KSÍ. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Strákarnir í U21 mæta Dönum í dag - 20.8.2008

Ísland og Danmörk mætast í vináttulandsleik hjá U21 karla í dag og verður leikið á KR vellinum.  Leikurinn hefst kl. 16:30 og er aðgangur ókeypis á þennan vináttulandsleik. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Aserbaídsjan í kvöld - 20.8.2008

Ísland mætir Aserbaídsjan í vináttulandsleik í kvöld á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 19:45.  Miðasala á Laugardalsvelli hefst kl. 17:00 en hleypt er inn á völlinn kl. 18:30. Þetta er í fyrsta skiptið er Ísland og Aserbaídsjan mætast í landsleik. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Hæfileikamótun ungra dómara 2008 - 19.8.2008

Síðustu tvær helgar hafa ungir og efnilegir dómarar tekið þátt í hæfileikamótun dómara á Laugarvatni.  Þetta verkefni var haldið í tengslum við úrtökumót KSÍ hjá stúlkum og drengjum. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Myndband frá úrtökumóti KSÍ á Laugarvatni - 18.8.2008

Um helgina fór úrtökumót drengja fram á Laugarvatni og voru ríflega 60 leikmenn boðaðir til æfinga þessa helgi.  Guðlaugur Gunnarsson var með myndavélina og tók upp nokkrar svipmyndir. Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Miðar á Ísland-Aserbaídsjan fyrir handhafa A-passa - 18.8.2008

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Aserbaídsjan afhenta þriðjudaginn 19. ágúst frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 
ksi-merki

Úrtökumót drengja á Laugarvatni 2008 - 18.8.2008

Frá úrtökumóti drengja á Laugarvatni í ágúst 2008 Lesa meira
 
U21 landslið karla

Finnur Orri inn í U21 hópinn - 18.8.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið Finn Orra Margeirsson úr Breiðabliki inn í hópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Dönum.  Finnur kemur í stað Heimis Einarssonar úr ÍA sem draga varð úr hópnum vegna meiðsla. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Davíð Þór inn í hópinn gegn Aserum - 18.8.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hópnum er mætir Aserum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á miðvikudaginn.  Davíð Þór Viðarsson úr FH kemur inn í hópinn í stað Arnórs Smárasonar sem er meiddur. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

KR og Valur mætast í Landsbankadeild kvenna í dag - 17.8.2008

Í dag kl. 16:00 mætast tvö efstu liðin í Landsbankadeild kvenna í sannkölluðum stórleik í Vesturbænum.  Valsstúlkur heimsækja þá stöllur sínar í KR og má búast við hörkuleik eins og ætíð þegar að þessi félög eigast við.  Í kvöld fer svo einnig fram heil umferð í Landsbankadeild karla. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Hópurinn hjá U18 karla er fer til Tékklands - 15.8.2008

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hóp sinn er tekur þátt á alþjóðlegu móti í Tékklandi síðar í mánuðinum.  Mótherjar Íslendinga verða auk heimamanna, Norðmenn og Ungverjar. Lesa meira
 
Dagmar_Damkova

Damkova dæmir í Frakklandi - 15.8.2008

Eins og kunnugt er leikur íslenska kvennalandsliðið í Frakklandi, laugardaginn 27. september, en þá verður leikið gegn Frökkum.  Dómarar leiksins koma frá Tékklandi en Dagmar Damkova mun meðhöndla flautuna. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Tvö mörk Aston Villa í byrjun leiks gerðu útslagið - 14.8.2008

Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa reyndist of stór biti fyrir VISA-bikarmeistara FH.  FH-ingar sýndu prýðisgóðan leik á köflum, en segja má að tvö mörk gestanna á upphafsmínútum leiksins hafi gert útslagið.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir kæru Vina/Hamranna gegn Þrótti Vogum - 14.8.2008

Þann 6. ágúst tók Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir mál Vina/Hamranna gegn Þrótti Vogum.  Kærandi taldi að þjálfari Þróttar, sem var í leikbanni, hefði tekið þátt í leik liðanna.

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

FH-Aston Villa í kvöld - 14.8.2008

Það verður stórleikur í Laugardalnum í kvöld þegar FH-ingar mæta enska úrvalsdeildarliðinu Aston Villa í UEFA-bikarnum.  Þetta er án efa einn stærsti Evrópuleikur íslensks félagsliðs í langan tíma.

Lesa meira
 
Víðishópurinn er tekur þátt í Futsal Cup í Frakklandi

Evrópuævintýri Víðis á enda - 13.8.2008

Víðismenn léku í kvöld síðasta leik sinn í undankeppni Evrópukeppninnar í Futsal en riðillinn var leikinn í Frakklandi.  Víðismenn biðu lægri hlut fyrir Parnassos frá Kýpur með ellefu mörkum gegn sex. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Aserbaídsjan

Ekki mörg þekkt nöfn í landsliðshópi Asera - 13.8.2008

Sjálfsagt kannast íslenskt knattspyrnuáhugafólk ekki við marga leikmenn í landsliðshópi Asera, en þjálfarinn er þó vel kunnur í knattspyrnuheiminum, sjálfur Berti Vogts.

Lesa meira
 
A landslið karla

A-karla leikur gegn Slóvakíu 2009 - 13.8.2008

Ákveðið hefur verið að A-landslið karla leiki vináttulandsleik gegn Slóvökum á Laugardalsvelli 12. ágúst 2009.  Þessi leikur er hluti af samkomulagi sem gert var við Knattspyrnusamband Slóvakíu í fyrra. Lesa meira
 
Kasper Schmeichel er í danska hópnum

Danski U21 hópurinn gegn Íslandi - 13.8.2008

Keld Bordinggaard, þjálfari U21 landsliðs Dana, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir vináttuleikinn gegn Íslandi á KR-velli 20. ágúst.  Nokkuð er um meiðsli á meðal fastamanna og því telur Bordinggaard hópinn vera veikari en ella. 

Lesa meira
 
Merki úrslitakeppni EM kvenna 2009 sem fram fer í Finnlandi

Leiktími ákveðinn á Frakkland-Ísland - 13.8.2008

Leiktími á viðureign Frakklands og Íslands í undankeppni EM kvenna hefur verið ákveðinn.  Liðin mætast í lokaumferð riðilsins þann 27. september og hefur leiktíminn nú verið staðfestur kl. 14:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Fjölmargir leikir í kvöld - 13.8.2008

Í kvöld, miðvikudagskvöld, fara fram fjölmargir leikir í 3. deild karla, Landsbankadeild kvenna og 1. deild kvenna.  Þrettánda umferð Landsbankadeildar kvenna klárast í kvöld og þar tekur m.a. Þór/KA á móti Fjölni á Akureyrarvelli.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frítt fyrir yngri iðkendur, öryrkja og ellilífeyrisþega - 12.8.2008

KSÍ hefur ákveðið að bjóða yngri iðkendum aðildarfélaga sinna ókeypis aðgang að vináttulandsleik Íslands og Aserbaídsjan 20. ágúst.  Jafnframt er öryrkjum og ellilífeyrisþegum boðið á leikinn.  Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Miðasala á Ísland-Aserbaídsjan hafin - 12.8.2008

Miðasala er hafin á vináttulandsleik Íslands og Aserbaídsjan, sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 20. ágúst næstkomandi.  Sem fyrr fer miðasalan fram í gegnum vefinn midi.is. 

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 hópurinn gegn Dönum tilkynntur - 12.8.2008

U21 karlalandslið Íslands og Danmerkur mætast í vináttulandsleik á KR-velli 20. ágúst, sama dag og A landsliðið leikur gegn Aserbaidsjan á Laugardalsvellinum.  Luka Kostic hefur tilkynnt íslenska hópinn fyrir leikinn.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Hópurinn gegn Aserbaídsjan tilkynntur - 12.8.2008

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt landsliðshópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Aserbaídsjan 20. ágúst.  Tveir nýliðar eru í hópnum að þessu sinni, þeir Hólmar Örn Rúnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson.  Lesa meira
 
Antti Munukka

Finnskur dómari á leik Þórs og Víkings Ól. - 12.8.2008

Dómari í leiknum Þór - Víkingur Ó 16. ágúst nk. verður Antti Munukka. Hann kemur frá Finnlandi. Er þetta liður í samstarfi norðurlandaþjóðanna um skipti á dómurum. Aðstoðadómararnir verða íslenskir. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik Þórs/KA og Fjölnis á miðvikudag flýtt - 12.8.2008

Leik Þórs/KA og Fjölnis í Landsbankadeild kvenna, sem fram fer á Akureyrarvelli á miðvikudag, hefur verið flýtt til kl. 18:00, en áður var hann áætlaður kl. 19:15. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik Fylkis og ÍA á sunnudag breytt - 12.8.2008

Tímasetningu á leik Fylkis og ÍA í Landsbankadeild karla hefur verið breytt, þar sem leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.  Leikurinn var upphaflega áætlaður kl. 19:15 á sunnudag, en hefur nú verið settur á kl. 17:00. Lesa meira
 
hnatur-IMG_1843

Norðlenskar fótboltahnátur æfa saman - 12.8.2008

Um 130 stelpur í 6. og 7. flokki af Norðurlandi æfðu saman og skemmtu sér á KA-svæðinu 29. júlí síðastliðinn. Þessi sameiginlegi æfingadagur var að frumkvæði þjálfara og yngriflokkastarfs KA og er óhætt að segja að vel hafi til tekist.

Lesa meira
 
Frá leik Víðis og Roubaix frá Frakklandi í Evrópukeppninni í Futsal

Tap gegn sterku liði Roubaix í Futsal - 11.8.2008

Víðismenn töpuðu í kvöld í öðrum leik sínum í undankeppni í Evrópukeppninni í Futsal en riðillinn er leikinn í Roubaix í Frakklandi.  Leikið var gegn heimamönnum og lauk leiknum með 9-2 sigri Frakkanna. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Tveimur leikjum Landsbankadeildar breytt vegna leikja í undanúrslitum VISA-bikars - 11.8.2008

Vegna leikja í undanúrslitum í VISA-bikars karla 31. ágúst og 1. september hefur leikjunum Fylkir-KR og FH-Breiðablik í Landsbankadeild karla verið breytt. Lesa meira
 
Jóhann Berg Guðmundsson (mynd af blikar.is)

Jóhann Berg valinn bestur í umferðum 8-14 - 11.8.2008

Umferðir 8-14 í Landsbankadeild karla voru gerðar upp í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag, mánudag.  Jóhann Berg Guðmundsson úr Breiðabliki var valinn besti leikmaður umferðanna.

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Aðgöngumiðar á FH-Aston Villa fyrir handhafa A-passa - 11.8.2008

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn FH-Aston Villa afhenta miðvikudaginn 13. ágúst, frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 
LIð Víðis í fyrsta Evrópuleiknum sem leikinn var í Roubaix í Frakklandi í ágúst 2008

Naumt tap Víðismanna í fyrsta Evrópuleiknum í Futsal - 10.8.2008

InngangstextiVíðismenn töpuðu naumlega í fyrsta Evrópuleik sem íslenskt félag leikur í Futsal.  Mótherjarnir voru Jerevan frá Armeníu og fóru þeir með sigur af hólmi með fjórum mörkum gegn þremur eftir spennandi leik.  Staðan í leikhléi var jöfn, 2-2. Lesa meira
 
Frá æfingu Víðis fyrir Futsal Cup í Frakklandi í ágúst 2008

Fyrsti leikur Víðis í Futsal Cup í dag - 10.8.2008

Víðismenn eru um þessar mundir staddir í Roubaix í Frakklandi þar sem þeir, fyrstir íslenskra liða, taka þátt í Evrópukeppninni í Futsal.  Þeir tóku létta æfingu í keppnishöllinni í morgun en þeir leika gegn Yerevan frá Armeníu kl. 17:00 í dag. Lesa meira
 
Víðir Garði

Víðismenn hefja leik í Futsal á sunnudag - 8.8.2008

Víðismenn úr Garði hefja leik í Evrópukeppni félagsliða í Futsal á sunnudag, en þeir eru fyrsta íslenska liðið sem tekur þátt í keppninni.  Futsal er sú tegund innanhússknattspyrnu sem leikin er víðast hvar í heiminum .

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Úrtökumót KSÍ fyrir drengi fædda 1993 - 8.8.2008

Úrtökumót KSÍ fyrir drengi fædda 1993 fer fram að Laugarvatni dagana 15. - 17. ágúst næstkomandi.  Ríflega 60 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu hafa verið boðaðir á úrtökumótið.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Umferðir 8-14 í Landsbankadeild karla gerðar upp á mánudag - 8.8.2008

Umferðir 8-14 í Landsbankadeild karla verða gerðar upp í hádeginu á mánudag, þegar viðurkenningar fyrir umferðirnar verða afhentar.  Úrvalslið umferðanna verður kynnt, besti leikmaðurinn, besti þjálfarinn og besti dómarinn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Úrslitakeppni Polla- og Hnátumóta 2008 - 8.8.2008

Úrslitakeppni Polla- og Hnátumóta KSÍ 2008 fer fram dagana 16. og 17. ágúst næstkomandi.  Úrslitakeppnin er svæðisbundin og er leikið annars vegar SV-lands og hins vegar NL/AL.

Lesa meira
 
Sportmyndir.net

Fjórir leikir í Landsbankadeild kvenna í kvöld - 8.8.2008

Fjórir leikir í Landsbankadeild kvenna fara fram í kvöld, föstudagskvöld.  Leikirnir eru allir í 13. umferð deildarinnar, en umferðinni lýkur á laugardag þegar Þór/KA sækir Breiðablik heim.

Lesa meira
 
midi.is

Miðasala á FH-Aston Villa er hafin - 7.8.2008

Sala aðgöngumiða á viðureign FH og Aston Villa í UEFA-bikarnum er hafin.  Hægt er að tryggja sér miða í gegnum vefsíðuna midi.is.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og er selt í stök sæti í þremur verðflokkum, líkt og gert er fyrir landsleiki. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Tékkneskir dómarar á viðureign FH og Aston Villa - 7.8.2008

Eins og kunnugt er mætast FH og Aston Villa í UEFA-bikarnum á Laugardalsvelli fimmtudaginn 14. ágúst.  UEFA hefur nú skipað dómara og eftirlitsmenn á leikinn og kemur dómarakvartettinn frá Tékklandi.

Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Viðamikið fræðslustarf - 6.8.2008

KSÍ samþykkti nýlega að taka þátt í risastóru fræðsluverkefni á vegum UEFA, "UEFA study scheme", sem verður í gangi næstu 4 árin. Lesa meira
 
Knattspyrnufélagið Haukar

Snæfellsnesi dæmdur sigur gegn Haukum - 6.8.2008

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir kæru Snæfellsness á hendur Haukum vegna leiks í b-riðli Íslandsmóts 5. flokks kvenna.  Kærandi taldi lið kærða hafa verið ólöglega skipað í leiknum.

Lesa meira
 
Rakel Hönnudóttir - Mynd af thorsport.is

Rakel Hönnudóttir valin best í umferðum 7-12 - 6.8.2008

Í hádeginu í dag, miðvikudag, voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 7-12 í Landsbankadeild kvenna.  Rakel Hönnudóttir úr Þór/KA hlaut viðurkenningu sem besti leikmaður umferðanna.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeildir aftur af stað eftir verslunarmannahelgi - 6.8.2008

Landsbankadeildir karla og kvenna fara aftur af stað á næstu dögum, eftir stutt stopp vegna verslunarmannahelgarinnar.  13. umferð Landsbankadeildar karla hefst í kvöld og 13. umferð Landsbankadeildar kvenna hefst á föstudag. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland í 97. sæti á FIFA-listanum - 6.8.2008

Ísland er í 97. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA fyrir karlalandslið og hækkar um eitt sæti.  Evrópumeistarar Spánverja halda efsta sætinu og Þjóðverjar fara upp fyrir Ítali í 2. sætið. 

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Umferðir 7-12 í Landsbankadeild kvenna gerðar upp - 5.8.2008

Í hádeginu á miðvikudag verða umferðir 7-12 í Landsbankadeild kvenna gerðar upp.  Afhentar verða viðurkenningar til þeirra sem skarað hafa fram úr í þessum umferðum.  Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla hafnaði í 6. sæti á NM - 3.8.2008

U17 landslið karla hafnaði í 6. sæti á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fór í Svíþjóð og lauk á laugardag með leikjum um sæti.  Okkar drengir léku gegn Skotum um 5. sætið og biðu lægri hlut.

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

FH mætir Aston Villa í UEFA-bikarnum - 1.8.2008

Dregið hefur verið í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins og er óhætt að segja að íslenskir knattspyrnuunnendur hafi dottið í lukkupottinn.  VISA-bikarmeistarar FH drógust gegn enska úrvalsdeildarliðinu Aston Villa.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla leikur við Skota um 5. sætið á NM - 1.8.2008

Leikið verður um sæti á Opna Norðurlandamóti U17 landsliða karla á laugardag.  Ísland hafnaði í 3. sæti síns riðils og mætir Skotlandi í leik um 5. sætið á mótinu.  Gestgjafarnir, Svíar, leika til úrslita og mæta þar Norðmönnum. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Stórglæsilegur 5-1 sigur FH-inga - 1.8.2008

FH-ingar unnu stórglæsilegan 5-1 sigur á liði Grevenmacher og eru komnir áfram í 2. umferð forkeppninnar.  Skagamenn eru hins vegar úr leik þrátt fyrir frábæra frammistöðu og 2-1 sigur gegn Honka frá Finnlandi á Akranesvellinum.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Þrjú mörk í lokin tryggðu íslenskan sigur - 31.7.2008

U17 landslið karla vann í dag góðan 3-0 sigur á Finnum í lokaumferð riðlakeppninnar á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Svíþjóð.  Mörkin þrjú komu öll seint í leiknum.  Leikið er um sæti á laugardag.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Byrjunarlið U17 karla gegn Finnum í dag - 31.7.2008

U17 landslið karla leikur í dag lokaleik sinn í riðlakeppninni á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Svíþjóð.  Mótherjarnir eru Finnar og hefur Luka Kostic, þjálfari íslenska liðsins, tilkynnt hverjir hefja leikinn fyrir Íslands hönd.

Lesa meira
 
Sportmyndir.net

Félagaskiptaglugginn lokar í dag - 31.7.2008

Lokadagur félagaskipta er í dag, fimmtudaginn 31. júlí, og verða allar tilkynningar um félagaskipti (fullfrágengnar) að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti í dag. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót KSÍ fyrir stúlkur fæddar 1993 - 30.7.2008

Úrtökumót KSÍ fyrir stúlkur fæddar árið 1993 fer fram að Laugarvatni 9.-10. ágúst.  Um 40 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu hafa verið boðaðir.

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

FH og ÍA í eldlínunni á fimmtudag - 30.7.2008

FH og ÍA verða í eldlínunni á fimmtudag þegar liðin leika síðari leikina í 1. umferð forkeppni UEFA-bikarsins.  FH-ingar leika ytra gegn Grevenmacher frá Luxemborg, en Skagamenn leika á Akranesvelli gegn finnska liðinu Honka.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Englandi

Eins marks tap hjá U17 karla gegn Englandi - 29.7.2008

Önnur umferð Opna Norðurlandamóts U17 landsliða karla fór fram í dag, þriðjudag.  Ísland tapaði fyrir Englandi með eins marks mun og gerðu þeir ensku eina mark leiksins.

Lesa meira
 
Heiðrún Sunna Sigurðardóttir fékk verðlaun sem besti maður leiksins gegn ensku liði

Afturelding sigraði í UEFA móti fyrir stelpur 15 ára og yngri - 29.7.2008

Í byrjun júlí fór fram mót á Spáni fyrir stelpur og stráka 15 ára og yngri, sem stutt er af Knattspyrnusambandi Evrópu - UEFA.  Afturelding tók þátt í kvennaflokki fyrir Íslands hönd og gerðu stelpurnar sér lítið fyrir og sigruðu í mótinu.  Lesa meira
 
Johan Hamlin

Sænskur dómari á leik Víkings R. og Hauka - 29.7.2008

Síðastliðin ár hafa knattspyrnusambönd á Norðurlöndunum haft samstarf um dómaraskipti.  Sænskur dómari, Johan Hamlin, mun dæma viðureign Víkings R. og Hauka á miðvikudag. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Leikið í öllum deildum meistaraflokks í kvöld - 29.7.2008

Í kvöld, þriðjudagskvöld, fara fram leikir í öllum deildum meistaraflokka karla og kvenna.  Nóg er um að vera á knattspyrnuvöllum landsins og er fólk hvatt til að mæta og hvetja sín lið.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Fjórar breytingar á byrjunarliði U17 karla - 29.7.2008

U17 landslið karla leikur annan leik sinn á Opna NM í dag, en leikið er í Svíþjóð.  Mótherjar dagsins eru Englendingar og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma. Fjórar breytingar hafa verið gerðar á byrjunarliði Íslands frá fyrsta leiknum. 

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Íslenskir dómarar á viðureign Liepajas og Glentoran - 29.7.2008

Íslenskir dómarar verða í eldlínunni í UEFA-bikarnum á fimmtudag.  Magnús Þórisson mun þá dæma síðari viðureign lettneska liðsins Liepajas Metalurgs og Glentoran frá Norður Írlandi í 1. umferð forkeppninnar.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Rautt spjald og mark úr víti á fyrstu mínútu - 29.7.2008

Byrjunin á fyrsta leik U17 landsliðs karla á Opna Norðurlandamótinu var ekki sú sem leikmenn liðsins höfðu óskað sér.  Rautt spjald og víti á íslenska liðið og Norðmenn náðu forystunni.  Lokatölur leiksins urðu 4-1 fyrir Noreg.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Andri kom inn fyrir Sigurberg - 28.7.2008

Fyrir helgina var gerð ein breyting á landsliðshópi U17 karla sem tekur þátt í Opna Norðurlandamótinu í vikunni.  Andri Adolphsson kom inn í hópinn í stað Sigurbergs Einarssonar, sem er meiddur. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Guðmundur Pétursson eftirlitsmaður í forkeppni Meistaradeildarinnar - 28.7.2008

Tilkynnt hefur verið að Guðmundur Pétursson verði eftirlitsmaður UEFA á viðureign pólska liðsins Wisla Krakow og Beitar Jerusalem frá Ísrael í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Byrjunarlið U17 karla gegn Noregi í dag - 28.7.2008

U17 landslið karla leikur í dag sinn fyrsta leik í Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Svíþjóð.  Mótherjar dagsins eru Norðmenn og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Luka Kostic, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt.

Lesa meira
 
Hólf á Laugardalsvelli

Miðasala á Ísland-Skotland lokuð í dag - 28.7.2008

Unnið er að breytingum á miðasölukerfi fyrir Laugardalsvöll og af þeim sökum verður miðasala á Ísland - Skotland lokuð í dag, mánudag.  Miðasalan opnar aftur í síðasta lagi á morgun, þriðjudag. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Norðurlandamót U17 karla hefst á mánudag - 25.7.2008

Norðurlandamót U17 karla hefst á mánudaginn og mun íslenska liðið halda utan nú á sunnudag.  Mótið fer fram í Svíþjóð og eru Íslendingar í riðli með Noregi, Finnlandi og Englandi. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Ljóst hverjir mætast í undanúrslitum VISA-bikarsins - 25.7.2008

Í dag var dregið í undanúrslitum VISA-bikars karla og kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  KR og Breiðablik drógust saman bæði hjá konum og körlum í þetta skiptið. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006. Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Heimsókn til Finnlands og Sviss - 25.7.2008

Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið vilyrði frá UEFA um að heimsækja Finnland til að kynna sér knattspyrnu kvenna þar í landi og ákveðið hefur verið að bjóða öllum þjálfurum liðanna í Landsbankadeild kvenna að fara í þessa ferð. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Hverjir mæta hverjum í VISA bikarnum? - 24.7.2008

Í dag verður dregið í undanúrslitum VISA bikars karla og kvenna en drátturinn fer fram í höfuðstöðvum KSÍ kl. 12:00 á hádegi.  Margir eru tilnefndir en fáir útvaldir þegar kemur til þess að leika einhverja stærstu leiki timabilsins. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Mikil spenna fyrir 8 liða úrslit VISA bikars karla í kvöld - 24.7.2008

Í kvöld fara fram 8 liða úrslit VISA bikars karla og eru fjórir spennandi leikir á dagskránni.  Leikirnir hefjast allir kl. 19:15 og má búast við hörku baráttu og dramatík eins og VISA bikarkeppnin hefur jafnan í för með sér. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Aga- og úrskurðarnefnd dæmir þjálfara í bann - 23.7.2008

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ úrskurðaði tvö þjálfara í bann á fundi sínum í gær.  Jónas Hallgrímsson, þjálfari Völsungs var dæmdur í eins leiks bann vegna ummæla sinna í fjölmiðlum 8. júlí síðastliðinn.  Þá var knattspyrnudeild Völsungs sektuð um 20.000 krónur.

Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Mörkunum fjölgar í Landsbankadeild karla - 23.7.2008

Það sem af er móti í Landsbankadeild karla hafa verið skoruð 3,06 mörk að meðaltali í leikjunum 72 í sumar.  Mörkunum hefur hinsvegar heldur fækkað í Landsbankadeild kvenna það sem af er enda virðist deildin í ár sé jafnari en áður . Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Valsmenn leika gegn Bate Borisov í kvöld - 23.7.2008

Íslandsmeistarar Vals leika í kvöld seinni leik sinn við Bate Borisov frá Hvíta Rússlandi og er leikurinn í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu.  Leikurinn fer fram á heimavelli Vals, Vodafonevellinum og hefst kl. 19:15. Lesa meira
 
Þjálfarar að störfum

Vegna brottvikningar þjálfara - 21.7.2008

Leyfisstjórn hefur borist fjöldi fyrirspurna um hvaða reglur gilda þegar þjálfara meistaraflokks karla er vikið frá störfum hjá félögum sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ, þ.e. hjá félögum í Landsbankadeild karla og 1. deild karla.

Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Spennandi vika framundan - 21.7.2008

Það verður mikið um að vera á knattspyrnuvöllum þessa lands þessa vikuna og mikil spenna á öllum vígstöðvum.  Tólftu umferð Landsbankadeildar karla lýkur í kvöld með þremur leikjum og þá er leikið í 8 liða úrslitum VISA bikars karla á fimmtudaginn. Lesa meira
 
Fjölnir

Úrskurður í máli Fjölnis gegn Stjörnunnar - 18.7.2008

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Fjölnis gegn Stjörnunni vegna leiks félaganna í VISA bikar keppni 2. flokks karla en leikurinn fór fram 4. júlí síðastliðinn.  Í dómsorðum kemur fram að úrslit leiksins skulu standa óbreytt.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Leikið í 8 liða úrslitum VISA bikars kvenna í kvöld - 18.7.2008

Í kvöld verður leikið í 8 liða úrslitum VISA bikars kvenna og eru allir fjórir leikirnir á dagskránni í kvöld.  Leikirnir hefjast allir kl. 19:15 að undanskildum leik Þórs/KA og Breiðabliks sem hefst kl. 18:30. Lesa meira
 
Frá grasrótarheimsókn á Ísafjörð í júlí 2008

Vel heppnuð heimsókn á Ísafjörð - 18.7.2008

Ungir knattspyrnumenn á Ísafirði fengu góða heimsókn í gær en þá mættu á æfingu hjá þeim góðir gestir sem kunna ýmislegt fyrir sér í knattspyrnunni.  Þá hefur Luka Kostic gert víðreist um landið og heimsókn knattspyrnufélög. Lesa meira
 
UEFA

FH og ÍA leika í UEFA bikarnum í dag - 17.7.2008

FH og ÍA verða í eldlínunni í dag þegar að þau leika í UEFA bikarnum.  Skagamenn eru í Finnlandi þar sem þeir mæta Honka og hefst leikurinn kl. 14:30 að íslenskum tíma.  FH taka hinsvegar á móti Grevenmacher frá Luxemborg og fer leikurinn fram í Kaplakrika og hefst kl. 19:15. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður í máli Hrunamanna gegn Gnúpverjum - 16.7.2008

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Hrunamanna gegn Gnúpverjum vegna leiks félaganna í 4. flokki karla 7 manna.  Hrunamönnum er dæmdur sigur í leiknum.

Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmir í Slóvakíu - 15.7.2008

Milliríkjadómarinn, Jóhannes Valgeirsson, mun dæma leik Spartak Trnava frá Slóvakíu og FC Wit frá Georgíu í UEFA bikarnum.  Jóhannesi til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson.  Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Norræn barna- og unglingaráðstefna - 15.7.2008

Í júnímánuði var haldin á Laugarvatni Norðurlandaráðstefna í barna- og unglingaþjálfun. Þar voru saman komnir fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum, frá hinum ýmsu sérsamböndum. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Hópurinn hjá U17 karla er fer til Svíþjóðar - 15.7.2008

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn er heldur til Svíþjóðar til þess að taka þátt á Norðurlandamótinu.  Ísland er í riðli með Noregi, Englandi og Finnlandi. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Valsmenn leika gegn Bate í dag - 15.7.2008

Í dag mæta Íslandsmeistarar Vals Bate Borisov frá Hvíta Rússlandi í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu.  Leikið verður í Borisov en Bate sló einmitt út FH í sömu keppni á síðasta ári. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Garðar Örn og Einar Örn á ferðinni - 14.7.2008

Íslenskir dómarar voru á ferðinni um helgina og dæmdu á erlendri grundu.  Garðar Örn Hinriksson var í Ungverjalandi og Einar Örn var í Færeyjum þar sem hann dæmdi leik B68 frá Tóftum og B71 frá Sandey. Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Félagaskiptaglugginn opnar að nýju 15. júlí - 11.7.2008

Þriðjudaginn 15. júlí opnar félagaskiptaglugginn að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka.  Glugginn er opinn til 31. júlí og eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð hérlendis. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala hafin á Ísland - Skotland - 11.7.2008

Í dag hófst miðasala á leik Íslands og Skotlands í undankeppni fyrir HM 2010 en þetta er fyrsti heimaleikur Íslands í keppninni.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum, miðvikudaginn 10. september og hefst kl. 18:30. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Yfirlýsing frá KSÍ vegna ummæla þjálfara - 9.7.2008

Knattspyrnusamband Íslands harmar þau ummæli sem Jónas Hallgrímsson, þjálfari Völsungs, lætur hafa eftir sér í fjölmiðlum varðandi dómara, önnur félagslið og aðra þá er að knattspyrnu koma á Íslandi og vísar þeim algerlega á bug.  Lesa meira
 
Þjóðverjar sigruðu Opna Norðurlandamótið árið 2008, sigruðu Frakka í úrslitaleik 5-0

Þjóðverjar sigruðu á Opna Norðurlandamótinu - 5.7.2008

Í dag var leikið um sæti á Opna Norðurlandamótinu hjá U16 kvenna en mótið hófst hér á landi á mánudag.  Þjóðverjar unnu Frakka í úrslitaleik á Laugardalsvelli og Íslendingar lögðu Svía í leik um sjöunda sætið.  Norðmenn urðu Norðurlandameistarar þar sem þeir voru efstir Norðurlandaþjóða. Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 5. júlí 2008. Myndina tók Þorsteinn Jónsson

Leikið um sæti á Opna Norðurlandamótinu hjá U16 kvenna - 4.7.2008

Á morgun, laugardaginn 5. júlí, verður leikið um sæti á Opna Norðurlandamótinu hjá U16 kvenna.  Úrslitaleikurinn verður á milli Þýskalands og Frakklands en íslensku stelpurnar leika um sjöunda sætið á mótinu og mæta Svíum á ÍR velli kl. 11:00. Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Þýskalands á Opna Norðurlandamótinu hjá U16 kvenna sem fram fór á Íslandi 2008. Leikurinn var leikinn á Hvolsvelli og myndina tók Þorsteinn Jónsson

Tveggja marka tap gegn Þjóðverjum - 4.7.2008

Lokaumferð riðlakeppni á Opna Norðurlandamótinu hjá U16 kvenna fór fram í gær og er ljóst að Þýskaland og Frakkland leika til úrslita í mótinu.  Íslenska liðið leikur því um sjöunda sætið á mótinu við Svía og fer sá leikur fram á ÍR-velli. Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Sigurður Ragnar Pro Licence þjálfari - 4.7.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, útskrifaðist á dögnum með Pro Liecence þjálfaragráðu en Sigurður Ragnar er annar Íslendingurinn sem útskrifast með þessa gráðu en fyrstur var Teitur Þórðarson Lesa meira
 
VISA-bikarinn

8 liða úrslit karla og kvenna klár í VISA bikarnum - 4.7.2008

Í dag var dregið í 8 liða úrslitum karla og kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Bikarmeistarar KR í kvennaflokki fara í Árbæinn og leika gegn Fylki. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í 8 liða úrslitum kvenna og karla í dag - 4.7.2008

Í hádeginu í dag verður dregið í 8 liða úrslitum VISA bikars karla og kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Leikið var í gærkvöldi í 16 liða úrslitum karla og undankeppni VISA bikars kvenna er lokið og standa eftir fjögur lið.  Inn í 8 liða úrslitin koma einnig efstu fjögur liðin í Landsbankadeild kvenna á síðasta ári. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur leika í Slóvakíu í Evrópukeppni kvenna - 3.7.2008

Í dag var dregið í riðla í Evrópukeppni kvenna og voru Íslandsmeistarar Vals þar í pottinum.  Slóvakía er á dagskránni hjá Val en þær leika í riðli með Slovan Duslo Sala frá Slóvakíu, Maccabi Holon frá Ísrael og Cardiff City frá Wales. Lesa meira
 
Frá leik Noregs og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 30. júní 2008. Myndina tók Þorsteinn Jónsson

Ísland mætir Þýskalandi á Hvolsvelli - 3.7.2008

Lokaumferð riðlakeppni Opna Norðurlandamótsins hjá U16 kvenna fer fram í dag.  Íslendingar taka á móti Þjóðverjum og fer leikurinn fram á Hvolsvelli og hefst kl. 16:00 eins og allir leikir síðustu umferðarinnar. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

16 liða úrslit VISA bikars karla klárast í kvöld - 2.7.2008

Í kvöld klárast 16 liða úrslit VISA bikars karla og eru þrír stórleikir á dagskránni.  Á Kópavogsvelli mætast Breiðablik og Valur og á KR velli leika Reykavíkurliðin KR og Fram.  Loks eigast við efstu liðin í Landsbankadeildinni, Keflavík og FH og er leikið á Sparisjóðsvellinum í Keflavík. Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Miðasala á Noreg - Ísland 6. september - 2.7.2008

Fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM 2010 verður laugardaginn 6. september en þá verða Norðmenn sóttir heim.  Leikurinn fer fram á Ullevaal vellinum í Osló. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Sigur knattspyrnunnar - 2.7.2008

Nú er lokið úrslitakeppni EM 2008 með glæsilegum og verðskulduðum sigri landsliðs Spánar. Liðið lék vel alla keppnina og ávallt til sigurs. En það er ekki bara sigur Spánverja sem lifir í minningunni því þessi úrslitakeppni bauð upp á svo marga skemmtilega leiki að rétt er að tala um knattspyrnuveislu af bestu gerð. Lesa meira
 
Vidir

Víðismenn til Frakklands - 2.7.2008

Í dag var dregið í Evrópukeppninni í Futsal og í fyrsta skiptið var íslenskt félagslið í pottinum.  Það eru Víðir Garði og munu þeir leika riðil sinn í Frakklandi og verður hann leikinn á tímabilinu 9. ágúst til 17. ágúst. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður í máli KFG gegn Hömrunum/Vinum - 2.7.2008

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli KFG gegn Hömrunum/Vinum vegna leiks liðanna 30. maí síðastliðinn.  Í úrskurðarorðum segir að Hamrarnir/Vinir eru sýknaðir af kröfum KFG.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Leikið í 16 liða úrslitum VISA bikars karla í kvöld - 2.7.2008

Í kvöld fara fram fimm spennandi leikir í 16 liða úrslitum VISA bikars karla og hefjast allir leikirnir kl. 19:15.  16 liða úrslitin klárast svo annað kvöld þegar að þrír leikir verða á dagskrá.  Á föstudaginn verður svo dregið í 8 liða úrslit VISA bikars karla í höfuðstöðvum KSÍ. Lesa meira
 
Frá leik Noregs og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 30. júní 2008. Myndina tók Þorsteinn Jónsson

Tap í markaleik gegn Noregi - 2.7.2008

Norðurlandamóti U16 var áframhaldið í gærkvöldi og voru fjórir leikir á dagskránni.  Ísland mætti Noregi í Þorlákshöfn og fóru Norðmenn þar með sigur af hólmi í miklum markaleik, 6-2. Lesa meira
 
Frá Futsal drætti hjá UEFA

Dregið í Evrópukeppni í Futsal á morgun - 1.7.2008

Á morgun verður dregið í Evrópkeppninni í Futsal og eru Víðir Garði þar í pottinum, fyrst íslenskra félagsliða.  Víðir verður eitt þeirra 23 félaga er tekur þátt í undankeppni og verður dregið í fimm riðla sem fjögur lið skipa og einn riðil sem inniheldur einungis þrjú lið.Lesa meira
 
Island_U17_kvenna_NM3

Leikið gegn Noregi í dag - 1.7.2008

Ísland leikur í dag annan leik sinn á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu á Þorlákshafnarvelli og hefst leikurinn kl. 16:00, leikið er gegn Noregi sem tapaði 7-0 gegn Þjóðverjum í fyrsta leik sínum. Lesa meira
 
Frá vígslu sparkvallar á Hvanneyri í júní 2008

Sparkvellir vígðir á Bifröst og Hvanneyri - 1.7.2008

Síðastliðinn föstudag voru tveir sparkvellir vígðir í Borgarbyggð.  Vellirnir eru á Bifröst og á Hvanneyri.  Það voru þeir Jón Gunnlaugsson, ritari KSÍ og Guðlaugur Gunnarsson starfsmaður KSÍ sem voru viðstaddir vígslu vallanna. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

ÍA mætir Honka og FH mætir Grevenmacher - 1.7.2008

Í dag var dregið í fyrstu umferð UEFA bikarsins og voru tvö íslensk félagslið í pottinum, FH og ÍA.  FH mætir Grevenmacher frá Luxemburg og ÍA leikur gegn Honka frá Finnlandi. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Hópur valinn fyrir úrtaksæfingar hjá U17 karla - 1.7.2008

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið landsliðshóp fyrir úrtaksæfingar sem fara fram um komandi helgi.  Æft verður tvisvar á Tungubökkum um helgina og hefur Lúka valið 27 leikmenn til þessara æfinga. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Valsmenn fengu Bate frá Hvíta Rússlandi - 1.7.2008

Í dag var dregið í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA.  Valsmenn drógust gegn meisturunum frá Hvíta Rússlandi, Bate og fer fyrri leikurinn fram ytra 16. júlí. Lesa meira
 
Frá leik Noregs og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 30. júní 2008. Myndina tók Þorsteinn Jónsson

Naumt tap íslensku stelpnanna í fyrsta leik - 30.6.2008

Opna Norðurlandamótið hjá U16 kvenna hófst í dag og voru fjórir leikir á dagskránni.  Íslensku stelpurnar töpuðu, 0-1, gegn Dönum á Selfossi í hörkuleik en þær mæta Norðmönnum í Þorlákshöfn á morgun, þriðjudaginn 1. júlí. Lesa meira
 
Island_U17_kvenna_NM3

Norðurlandamót U16 kvenna hefst í dag - 30.6.2008

Opna Norðurlandamótið hjá U16 kvenna hefst í dag og fer mótið fram hér á landi.  A riðill, þar sem Ísland leikur, fer fram á Suðurlandi en B riðill er leikinn á Suðurnesjum.  Á Selfossi taka Íslendingar á móti Dönum og hefst leikurinn kl. 16:00. 

Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Fylkir úr leik í Inter Toto keppninni - 29.6.2008

Fylkismenn eru úr leik í Inter Toto keppninni eftir að hafa tapað gegn lettneska liðinu FK RIga á Laugardalsvelli í dag.  Lokatölur urðu 0-2 gestunum í vil og dugði þar með ekki góður sigur Fylkismanna í fyrri leiknum. Lesa meira
 
Þórir Hákonarson framkvæmdarstjóri KSÍ

Takk fyrir - 27.6.2008

Nú er nýlokið tveimur leikjum hjá A-landsliði kvenna í knattspyrnu og afar mikilvægir sigrar unnust í þeim báðum.  Liðið lék frábærlega og hefur færst enn nær því markmiði að leika í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Finnlandi á næsta ári. Lesa meira
 
Henri Desgrange völlurinn í Frakklandi

Leikið við Frakka 27. september - 27.6.2008

Laugardaginn 27. september leikur íslenska kvennalandsliðið lokaleik sinn í undankeppni fyrir EM 2009.  Leikurinn er einn sá mikilvægasti sem íslenskt landslið hefur leikið en jafntefli tryggir liðinu sæti í úrslitakeppni EM í Finnlandi 2009. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í júní 2008. Ísland sigraði 5-0 með mörkum frá Margréti Láru Viðarsdóttur 3, Katrínu Jónsdóttur og Katrínu Ómarsdóttur

Sól og sigur í Laugardalnum - 26.6.2008

Íslenska kvennalandsliðið bætti enn einni rósinni í hnappagatið er þær lögðu Grikki á Laugardalsvelli í dag.  Lokatölur urðu 7 - 0 íslenska liðinu í vil og skoraði Hólmfríður Magnúsdóttir þrennu í leiknum.  Íslandi dugir jafntefli í síðasta leik sínum í Frakklandi 27. september til þess að tryggja sér sæti í lokakeppni EM 2009. Lesa meira
 
Allt klárt í búningsklefanum á Laugardalsvelli

Allt klárt fyrir leikinn á Laugardalsvelli - 26.6.2008

Það styttist í leik Íslands og Grikklands sem hefst á Laugardalsvelli kl. 16:30.  Allt er klárt í búningklefa íslenska liðsins og vallarstarfsmenn að leggja lokahönd á að völlurinn verði tilbúinn. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í júní 2008. Ísland sigraði 5-0 með mörkum frá Margréti Láru Viðarsdóttur 3, Katrínu Jónsdóttur og Katrínu Ómarsdóttur

Ísland - Grikkland í dag kl. 16:30 - Myndband - 26.6.2008

Það ætti ekki að fara framhjá neinum að í dag leikur íslenska kvennalandsliðið sinn síðasta heimaleik í undankeppni fyrir EM 2009.  Hér að neðan má sjá myndbönd sem að þjálfarinn, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, hefur notað í sínum undirbúningi. Lesa meira
 
Stelpurnar fagna marki

Syrpa fyrir leikinn gegn Slóveníu - 26.6.2008

Viltu sjá hvernig Sigurður Ragnar Eyjólfsson kemur stelpunum upp á tærnar fyrir leik?  Þetta sýndi hann þeim fyrir leikin gegn Slóveníu. Lesa meira
 
Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Byrjunarliðið gegn Grikkjum - 26.6.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn mikilvæga gegn Grikkjum.  Leikurinn hefst kl. 16:30 í dag á Laugardalsvelli og hefst miðasala á leikstað kl. 15:30. Lesa meira
 
Fótboltasumarið 2008

Fótboltasumarið 2008 er komið út - 26.6.2008

Tímaritið Fótboltasumarið 2008 er komið út og er sérlega glæsilegt í ár. Mjög vönduð umfjöllun er um liðin í Landsbankadeildum karla og kvenna og liðin í 1. og 2.deild karla kynnt.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Handhafar A passa fyrir leikinn gegn Grikklandi - 25.6.2008

Handhafar A passa KSÍ þurfa ekki að nálgast miða fyrir leikinn gegn Grikklandi í undankeppni EM kvenna sem fram fer fimmtudaginn 26. júní kl. 16:30.  Nóg er að sýna passana við innganginn á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
ksi-Akvenna

Viðtal við Ólínu G. Viðarsdóttur - 25.6.2008

Viðtal við Ólínu G. Viðarsdóttur á blaðamannafundi fyrir landsleikinn gegn Grikkjum. Lesa meira
 
Sigurjón Brink

Gunni Óla og Sjonni Brink skemmta í hálfleik - 25.6.2008

Gunnar Ólason og Sigurjón Brink munu halda uppi fjörinu með gítarleik og söng í hálfleik á viðureign Íslands og Grikklands á Laugardalsvelli á fimmtudag.  Þeir félagar eru magnað tvíeyki með mikla reynslu úr tónlistarbransanum.

Lesa meira
 
Dóra Stefánsdóttir

Viðtal við Dóru Stefánsdóttur - 25.6.2008

Viðtal við landsliðskonuna Dóru Stefánsdóttur á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Grikkjum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í júní 2008. Ísland sigraði 5-0 með mörkum frá Margréti Láru Viðarsdóttur 3, Katrínu Jónsdóttur og Katrínu Ómarsdóttur

Leikmannahópurinn fyrir Grikkjaleikinn - Myndband - 25.6.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt leikmannahóp sinn er mætir Grikkjum í undakeppni EM kvenna 2009.  Ein breyting er á hópnum frá því í síðasta leik, Dóra Stefánsdóttir kemur inn í hópinn í stað Pálu Marie Einarsdóttur. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Myndband frá knattspyrnuskóla stúlkna - 25.6.2008

Síðustu daga hefur knattspyrnuskóli KSÍ verið starfræktur á Laugarvatni.  Dagana 9. - 13. júní voru það stúlkurnar sem voru við æfingar á Laugarvatni og drengirnir á sama stað, 16. - 20. júní. Lesa meira
 
ksi-merki

Frá knattspyrnuskóla stúlkna á Laugarvatni - 25.6.2008

Frá heimsókn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, landsliðsþjálfara, í knattspyrnuskóla stúlkna á Laugarvatni. Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Dómarar leiksins koma frá Þýskalandi - 25.6.2008

Dómari leiks Íslands og Grikklands í undankeppni EM kvenna kemur frá Þýskalandi.  Hún heitir Anja Kunick og henni til aðstoðar verða löndur hennar, Moiken Jung og Marina Wozniak. Lesa meira
 
Frá æfingu fatlaðra með landsliðskonunum Eddu Garðarsdóttur og Hólmfríði Magnúsdóttur

Ásta og Rakel gestir á æfingu fatlaðra - Myndaband - 25.6.2008

Síðasta sunnudag var knattspyrnuæfing fatlaðra á sparkvellinum við Laugarnesskóla en æfingin er liður í samstarfsverkefni KSÍ og ÍF.  Landsliðskonurnar Ásta Árnadóttir og Rakel Hönnudóttir voru sérstakir gestir. Lesa meira
 
Frá knattspyrnuæfingu fatlaðra við Laugarnesskóla

Frá æfingu knattspyrnuæfingu fatlaðra - 25.6.2008

Frá knattspyrnuæfingu fatlaðra sem fram fór 22. júní.  Sérstakir gestir á æfingunni voru landsliðskonurnar Ásta Árnadóttir og Rakel Hönnudóttir. Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Sjónvarpsleikir næstu umferða í Landsbankadeild karla - 24.6.2008

Ákveðnir hafa verið þeir leikir er sýndir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu umferðum.  Í flestum tilfellum breytast tímasetningar þessara leikja. Lesa meira
 
ÁFRAM íSLAND!!

Klæðum stúkuna í blátt! - 24.6.2008

Áttu gamlan landsliðsbúning, eða nýjan?  Áttu bláa úlpu eða bláa peysu, bláa húfu eða trefil?  Áttu bláa skó, bláa vettlinga?  Áttu eitthvað blátt?  Klæðum stúkuna í blátt á fimmtudaginn og styðjum stelpurnar okkar til sigurs!

Lesa meira
 
Sérstakir gestir KSÍ á landsleiknum gegn Slóveníu voru liðsmenn landsliðsins er léku fyrsta landsleik kvenna gegn Skotum árið 1982

Fyrsta kvennalandsliðið gestir á leiknum gegn Slóveníu - 23.6.2008

Liðsmenn fyrsta kvennalandsliðs Íslands voru heiðursgestir á landsleik Íslands og Slóveníu á laugardag. Fyrsti leikurinn var gegn Skotum ytra þann 20. september 1981, en leiknum lauk með sigri Skota 2-1. Lesa meira
 
visaBikarinn_logo

Viðtal við Kristján Helga Jóhannsson - 23.6.2008

Viðtal við Kristján Helga Jóhannsson, framkvæmdastjóra Reynis Sandgerði, eftir dráttinn í 16 liða úrslitum VISA bikars karla Lesa meira
 
visaBikarinn_logo

Viðtal við Þorvald Örylygsson - 23.6.2008

Viðtal við Þorvald Örlygsson, þjálfara Fram, eftir dráttinn í 16 liða úrslitum VISA bikars karla Lesa meira
 
visaBikarinn_logo

Viðtal við Jón Óskar Þórhallsson - 23.6.2008

Viðtal við Jón Óskar Þórhallsson, forráðamann hjá ÍBV, eftir dráttinn í 16 liða úrslita VISA bikars karla Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

"Það er alltaf rosalega gaman á vellinum hjá okkur" - 23.6.2008

Nú er landsleikurinn búinn gegn Slóveníu þar sem vannst mikilvægur 5-0 sigur í riðlakeppni Evrópumótsins.  Það komu 3.922 áhorfendur að styðja við bakið á okkur og það var frábær stemmning á leiknum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikbann Karitasar fellt úr gildi - 23.6.2008

Áfrýjunardómstóll KSÍ tók fyrir í dag áfrýjun Knatspyrnusambands ÍA gegn Aga - og úrskurðarnefnd KSÍ.  ÍA fór fram á að úrskurði aga - og úrskurðarnefndar um leikbann  Karitasar Hrafns Elvarsdóttur yrði fellt úr gildi. Lesa meira
 
Berglind Björg Þorvaldsdóttir

Hópurinn hjá U16 kvenna fyrir Norðurlandamótið - 23.6.2008

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið hóp sinn er leikur á Opna Norðurlandamótinu U16 kvenna sem fram hér á landi dagana 30. júní - 5. júlí.  Mótið fer að mestu fram á Suðurlandi og á Suðurnesjum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Bikarmeistararnir sækja Keflvíkinga heim - 23.6.2008

Í dag var dregið í 16 liða úrslitum VISA bikars karla og ljóst að margir athygliverðir leikir fara fram í þeirri umferð.  Leikirnir fara fram miðvikudaginn 2. júlí og fimmtudaginn 3. júlí. Lesa meira
 
ÁFRAM íSLAND!!

Ísland - Grikkland fimmtudaginn 26. júní kl. 16:30 - 23.6.2008

Ísland tekur á móti Grikklandi í undankeppni EM kvenna 2009 og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 26. júní kl. 16:30.  Leikurinn er síðasti heimaleikur stelpnanna í þessari undankeppni EM. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í 16 liða úrslit VISA bikars karla í hádeginu - 23.6.2008

Í dag verður dregið í 16 liða úrslit VISA bikars karla.  Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 12:00.  Af þeim 16 félögum sem eru eftir í keppninni eru tíu úr Landsbankadeildinni, þrjú koma úr 1. deild og önnur þrjú úr 2. deild. Lesa meira
 
Fylkir

Góður sigur Fylkis í Lettlandi - 23.6.2008

Fylkismenn gerðu góða ferð til Lettlands en þar lögðu þeir FK Riga í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð Inter-Toto keppninnar.  Lokatölur urðu 1-2 en heimamenn minnkuðu muninn eftir að Fylkismenn höfðu komist í 0-2. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Upplýsingapakki fyrir Landsbankadeild karla 2008 - 23.6.2008

Framundan eru leikir í Landsbankadeild karla.  Smellið hér til að skoða upplýsingar um leikina, líkleg byrjunarlið, upplýsingar um meidda leikmenn, sögulegar viðureignir og annað áhugavert efni frá félögunum sjálfum. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Öruggur sigur á Slóveníu - 21.6.2008

Íslenska kvennalandsliðið vann öruggan sigur á Slóvenum í dag með fimm mörkum gegn engu.  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrjú mörk í leiknum og þær Katrín Jónsdóttir og Katrín Ómarsdóttir skoruðu eitt hvor. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Slóvenía í dag kl. 14:00 - 21.6.2008

Í dag mætast Ísland og Slóvenía í undankeppni EM 2009 og hefst leikurinn kl. 14:00 á Laugardalsvelli.  Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir báðar þjóðir og treysta stelpurnar á stuðning íslensku þjóðarinnar. Lesa meira
 
Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu - 20.6.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Slóvenum á Laugardalsvelli, laugardaginn 21. júní kl. 14:00.  Guðrún Sóley Gunnarsdóttir mun leika sinn 50. landsleik og Edda Garðarsdóttir fer í 60 landsleiki. Lesa meira
 
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir

Leikur Guðrún Sóley sinn 50. landsleik? - 20.6.2008

Varnarmaðurinn Guðrún Sóley Gunnarsdóttir mun væntanlega leika sinn 50. A landsleik á morgun gegn Slóveníu en hún hefur verið einn af lykilmönnum í varnarleik liðsins.  Þá mun Edda Garðarsdóttir líklega leika sinn 60. landsleik gegn Slóveníu. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Finnlandi, 4. maí 2008. Leiknum lauk með jaftefli, 1-1 og skoraði Edda Garðarsdóttir mark Íslands

Sigurður valdi 19 leikmenn fyrir leikinn gegn Slóveníu - 20.6.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 19 leikmenn í hópinn fyrir leikinn gegn Slóveníu.  Átján leikmenn verða á skýrslu en vegna meiðsla í hópnum hefur Sigurður Ragnar nítján leikmenn til taks fyrir leikinn. Lesa meira
 
Leikskráin fyrir Ísland-Slóvenía og Ísland-Grikkland

Leikskrá gefin út fyrir landsleikina gegn Slóveníu og Grikklandi - 20.6.2008

KSÍ ákvað á síðasta ári að hefja að nýju útgáfu leikskrár fyrir heimalandsleiki og er því haldið áfram nú fyrir kvennalandsleikina gegn Slóveníu og Grikklandi í undankeppni EM 2009. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Guðmundur valinn bestur í fyrstu 7 umferðunum - 20.6.2008

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir fyrstu sjö umferðirnar í Landsbankadeild karla.  Guðmundur Steinarsson úr Keflavík var valinn besti leikmaður þessara umferða og Kristján Guðmundsson, var valinn þjálfari umferðanna. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í 16 liða úrslitin á mánudaginn - 20.6.2008

Í gærkvöldi kom í ljóst hvaða félög verða í skálinni góðu þegar dregið verður í 16 liða úrslit VISA bikars karla.  Drátturinn fer fram mánudaginn 23. júní í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 12:00. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Viðurkenningar fyrir umferðir 1-7 í Landsbankadeild karla - 20.6.2008

Í hádeginu í dag, föstudag, verða veittar viðurkenningar fyrir umferðir 1-7 í Landsbankadeild karla og fer afhendingin fram í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.

Lesa meira
 
Ingó Veðurguð

Ingó Veðurguð skemmtir í hálfleik - 20.6.2008

Í hálfleik á landsleik Íslands og Slóveníu á morgun laugardag, mun Veðurguðinn Ingó skemmta vallargestum með gítarleik og söng.  Staðfest er að hið geysivinsæla "Bahama" sé á meðal þeirra laga sem hann mun leika. Lesa meira
 
ÁFRAM íSLAND!!

Mætum tímanlega - Hátíðin hefst kl. 12:30 - 19.6.2008

Laugardagurinn 21. júní er dagur kvennaknattspyrnunnar á Íslandi og verður hann haldinn hátíðlegur á Laugardalsvelli þar sem Ísland og Slóvenía mætast í undankeppni EM 2009.

Lesa meira
 
Alidkv1981-0001

Fyrstu landsliðskonur Íslands sérstakir gestir - 19.6.2008

Sérstakir gestir KSÍ á landsleiknum við Slóvena á laugardaginn verða þeir leikmenn er skipuðu fyrsta landsliðshóp Íslands í knattspyrnu kvenna.  Fyrsti landsleikurinn var leikinn gegn Skotum ytra og fór fram í Kilmarnock 20. september. Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Að gera það sem engum hefur áður tekist - 19.6.2008

Þann 6. janúar 2007 sat ég fund með 40 bestu leikmönnum Íslands. Á þeim fundi ákváðum við að gera það sem engum hefur áður tekist í sögu íslenskrar knattspyrnu. Lesa meira
 
Facebook

Stelpurnar okkar á Facebook - 19.6.2008

Á vefsíðunni Facebook er að finna aðdáendasíðu kvennalandsliðsins. Allir Facebook notendur eru hvattir til að kíkja á síðuna og skrá sig í klúbbinn.

Lesa meira
 
Frá æfingu fatlaðra með landsliðskonunum Eddu Garðarsdóttur og Hólmfríði Magnúsdóttur

Sparkvallaverkefni ÍF og KSÍ í fullum gangi - 19.6.2008

Fyrsta æfingin í Sparkvallarverkefni ÍF og KSÍ fór fram á sparkvellinum við Laugarnesskóla 15. júní. Sérstakir gestir á æfingunni voru Edda Garðarsdóttir og Hólmfríður Magúsdóttir.  Önnur æfing verður haldinn á sama stað sunnudaginn 22. júní Lesa meira
 
VISA-bikarinn

32 liða úrslitin klárast í kvöld - 19.6.2008

Í kvöld klárast 32 liða úrslitin í VISA bikar karla en þó hófust með pompi og prakt í gærkvöldi.  Landabankadeildarliðin Þróttur og ÍA eru dottin úr lestinni en í kvöld fara fram átta athygliverðir leikir og má búast við skemmtilegu VISA bikar kvöldi. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Finnlandi, 4. maí 2008. Leiknum lauk með jaftefli, 1-1 og skoraði Edda Garðarsdóttir mark Íslands

Fyrsta æfingin hjá stelpunum í kvöld - 18.6.2008

Íslenska kvennalandsliðið hóf undirbúning sinn fyrir landsleikinn gegn Slóvenum í kvöld.  Dagur Sveinn Dagbjartsson, mætti með myndavélina á æfinguna í kvöld og hitti þar fyrirliðann Katrínu Jónsdóttur og Ástu Árnadóttur Lesa meira
 
Ásta Árnadóttir

Viðtal við Ástu Árnadóttur - 18.6.2008

Viðtal við Ástu Árnadóttur landsliðskonu úr Val, fyrir landsleikinn gegn Slóvenum Lesa meira
 
Katrín Jónsdóttir

Viðtal við Katrínu Jónsdóttur landsliðsfyrirliða - 18.6.2008

Viðtal við Katrínu Jónsdóttur fyrirliða íslenska kvennalandsliðsins fyrir leikinn gegn Slóveníu Lesa meira
 
UEFA

Dómarar leiksins gegn Slóveníu koma frá Hollandi - 18.6.2008

Dómarar leiksins sem verða við stjórnvölinn á landsleik Íslands og Slóveníu á laugardaginn koma frá Hollandi.  Dómarinn heitir Sjoukje De Jong og henni til aðstoðar verða löndur hennar Vivian Peeters og Nicolet Bakker. Lesa meira
 
KR

Úrskurðað í máli Fylkis gegn KR - 18.6.2008

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Fylkis gegn KR en kært var vegna leiks félaganna í 3. flokki karla B sem fram fór á KR velli, 5. júní 2008.  Í úrskurðarorðum kemur fram að Fylkismönnum er dæmdur sigur í leiknum með markatölunni 3-0 og þá er Knattspyrnudeild KR sektuð um 10.000 krónur.

Lesa meira
 
Merki Slóvenska knattspyrnusambandsins

Landsliðshópur Slóveníu sem mætir Íslandi - 18.6.2008

Slóvenar hafa tilkynnt landsliðshóp sinn er mætir Íslendingum í undankeppni EM 2009 hér á Laugardalsvelli, laugardaginn 21. júní kl. 14:00.  Ellefu leikmenn landsliðshópsins koma frá tveimur sterkustu félögunum í Slóveníu. Lesa meira
 
Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast - 18.6.2008

Að horfa upp í stúku og hlusta á alla syngja þjóðsönginn með okkur gaf manni þvílíka gæsahúð og fyllti mann þannig þjóðarstolti og það var aldrei að fara að koma til greina annað en að leggja lífið að veði fyrir sigur” - Sif Atladóttir

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

32 liða úrslit í VISA bikarnum hefjast í kvöld - 18.6.2008

Í kvöld hefjast 32 liða úrslit VISA bikars karla og eru átta leikir á dagskránni.  Liðin 12 úr Landsbankadeildinni koma nú inn í keppnina og eru átta leikir á dagskránni í kvöld og lýkur svo umferðinni á morgun, fimmtudag. Lesa meira
 
Grindavíkurblaðið 2008

Grindavíkurblaðið 2008 komið út - 16.6.2008

Blað knattspyrnudeildar Grindavíkur kemur út í dag og er ýmislegt áhugavert efni að finna í blaðinu, m.a. viðtöl við Scott Ramsay, Tomasz Stolpa, Orra Frey Hjaltalín og Ólaf Örn Ólafsson bæjarstjóra Grindavíkur. Lesa meira
 
Ásthildur Helgadóttir, Katrín Jónsdóttir og Dóra Stefánsdóttir í baráttunni gegn Frökkum

Góður árangur hingað til gegn Grikklandi - 16.6.2008

Framundan eru gríðarlega mikilvægir leikir gegn Slóveníu og Grikklandi hjá kvennalandsliðinu en liðið er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni EM 2009.   Lliðinu hefur gengið vel gegn Grikkjum en aðeins einu sinni hefur verið leikið gegn Slóveníu. Lesa meira
 
Dóra María Lárusdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir hlutu viðurkenningar fyrir umferðir 1 - 6 í Landsbankadeild kvenna 2008

Dóra María best í fyrstu sex umferðunum - 16.6.2008

Í dag voru afhentar viðurkenningar fyrir fyrstu 6 umferðirnar í Landsbankadeild kvenna. Dóra María Lárusdóttir úr Val þótti best leikmanna í þessum umferðum og þjálfarar hennar hjá Val voru valdir bestir. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Upplýsingapakki fyrir Landsbankadeild kvenna - 16.6.2008

Framundan eru leikir í Landsbankadeild kvenna.  Smellið hér til að skoða upplýsingar um leikina, líkleg byrjunarlið, upplýsingar um meidda leikmenn, sögulegar viðureignir og annað áhugavert efni frá félögunum sjálfum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Vegna umræðu um dómaramál - 13.6.2008

Af gefnu tilefni vill KSÍ koma eftirfarandi á framfæri: Ólafur Ragnarsson dómari sem dæmdi leik Keflavíkur og ÍA þann 25. maí sl. stóðst öll þau próf, bæði fræðileg og líkamleg, sem sett eru fyrir dómara í efstu deild.  Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Finnlandi, 4. maí 2008. Leiknum lauk með jaftefli, 1-1 og skoraði Edda Garðarsdóttir mark Íslands

Hópurinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Grikklandi valinn - 13.6.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 22 leikmenn í landsliðshóp sinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Grikklandi sem fara fram á Laugardalsvelli 21. og 26. júní næstkomandi.  Tveir nýliðar eru í hópnum. Lesa meira
 
Sportmyndir.net

Hverjar voru bestar í fyrstu 6 umferðunum? - 13.6.2008

Í hádeginu á mánudag verða afhentar viðurkenningar fyrir umferðir 1-6 í Landsbankadeild kvenna.  Hvaða leikmenn hafa staðið sig best?  Hvaða þjálfari hefur náð bestum árangri?  Hvaða stuðningsmenn hafa vakið mesta athygli?

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Slóvenía laugardaginn 21. júní - 13.6.2008

Ísland tekur á móti Slóveníu í undankeppni EM kvenna 2009, laugardaginn 21. júní kl. 14:00.  Íslensku stelpurnar eru í baráttu um sæti í úrslitakeppni EM 2009 og yrði það í fyrsta skipti sem A landslið Íslands í knattspyrnu tæki þátt í úrslitakeppni stórmóts. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Starfshópur um ábyrga framkomu aðila innan vébanda KSÍ í fjölmiðlum - 13.6.2008

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 12. júní að skipa starfshóp til þess að fjalla um ábyrga framkomu aðila innan vébanda KSÍ í fjölmiðlum.  Starfshópnum er ætlað að kynna sér stöðu þessara mála í nágrannalöndum.  Lesa meira
 
U21 landslið karla

Norðmenn sterkari á Vodafonevellinum - 13.6.2008

Norðmenn lögðu Íslendinga í gærkvöldi í vináttulandsleik hjá U21 karla en leikið var á Vodafonevellinum.  Lokatölur urðu 1-4 eftir að Norðmenn leiddu í hálfleik, 0-1.  Það var Jón Vilhelm Ákason sem að skoraði mark Íslendinga. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Ísland - Noregur í kvöld - 12.6.2008

Í kvöld fer fram á Vodafonevellinum vináttulandsleikur hjá U21 karlalandsliðum Íslands og Noregs.  Leikurinn hefst kl. 19:15 og er aðgangur ókeypis.  Luka Kostic hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í kvöld. Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Knattspyrnuskóli drengja á Laugarvatni 16. - 20. júní - 11.6.2008

Knattspyrnuskóli drengja verður sem fyrr á Laugarvatni og verður hann starfræktur dagana 16. - 20. júní að þessu sinni.  Þátttakendur skólans eru fæddir árið 1994.  Von er á góðum gestum og gestakennurum til þess að leiðbeina drengjunum. Lesa meira
 
Island_U17_kvenna_NM3

Úrtaksæfingar fyrir Norðurlandamót hjá U16 kvenna - 11.6.2008

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari, hefur valið hóp til úrtaksæfinga og eru þetta síðustu úrtaksæfingarnar fyrir Opna Norðurlandamótið er hefst hér á landi 30. júní næstkomandi. Lesa meira
 
ÍA

Frá fundi Aga- og úrskurðarnefndar - 11.6.2008

Á fundi Aga- og úrskurðarnefndar þann 10. júní síðastliðinn úrskurðaði nefndin í máli vegna leikskýrslu í leik ÍA/Aftureldingar - Haukar í 2. flokki kvenna sem fram fór 26. maí síðastliðinn.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Guðmundur Pétursson í landsliðshópinn - 10.6.2008

Luka Kostic hefur kallað inn nýjan mann í hópinn hjá U21 karla.  Guðmundur Pétursson úr KR kemur inn í hópinn í stað Alberts Brynjars Ingasonar úr Val sem er meiddur.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Skúli Jón inn í landsliðshópinn - 10.6.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert breytingu á hópnum er mætir Norðmönnum á fimmtudaginn.  Skúli Jón Friðgeirsson úr KR kemur inn í hópinn í stað liðsfélaga síns, Eggerts Rafns Einarssonar, sem er meiddur. Lesa meira
 
Frá æfingu fatlaðra í sparkvallaverkefni ÍF og KSÍ

Sparkvallaverkefni ÍF og KSÍ 2008 - 10.6.2008

Sparkvallaverkefni ÍF og KSÍ hófst árið 2007 og ákveðið hefur verið að halda verkefninu áfram og standa fyrir þremur æfingum í júní 2008.  Tilgangur þessa verkefnis er að auka áhuga og þátttöku fatlaðra karla og kvenna í knattspyrnu. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Tvær breytingar á hópnum hjá U21 karla - 9.6.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari, hefur gert tvær breytingar á hóp sínum er mætir Norðmönnum í vináttulandsleik, fimmtudaginn 12. júní kl. 19:15.  Leikurinn fer fram á hinum nýja Vodafonevelli.Lesa meira
 
U17 landslið karla

Úrtaksæfingar um helgina hjá strákunum í U17 - 9.6.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 29 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ en einnig sækja strákarnir fyrirlestur þessa helgi. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Ráðstefna þýskra knattspyrnuþjálfara í Wiesbaden - 9.6.2008

Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands hefur verið boðið að senda einn fulltrúa á ráðstefnu þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins í Wiesbaden 28. júlí - 30. júlí í sumar. Ráðstefnan mun að mestu leyti fjalla um EURO 2008. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Skilagrein fyrir bikarkeppni á excel formi - 6.6.2008

Á heimasíðu sambandsins má nú finna skilagrein fyrir bikarkeppni í excel formi og er handhægt fyrir félögin að fylla beint inn í skjalið og senda til KSÍ.  Athugið að það er sérstakt eyðublað fyrir fyrstu umferðir bikarkeppninnar og svo annað eyðublað fyrir 8 og 16 liða úrslit. Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Breytingar á tveimur leikjum í Landsbankadeild karla - 6.6.2008

Leikdagar og leiktímar tveggja leikja í Landsbankadeild karla hafa breyst og er um ræða leiki ÍA og Vals úr 7. umferð og leik Fylkis og Grindavíkur í 8. umferð.  Lesa meira
 
Vidir

Víðir í Evrópukeppni í Futsal - 6.6.2008

Í dag var gengið frá umsókn Víðismanna í Evrópukeppni í Futsal og mun því Víðir verða fyrsta íslenska félagið sem tekur þátt í þeirri keppni.  Dregið verður í riðla 2. júlí næstkomandi í höfuðstöðvum UEFA og þá mun einnig koma í ljós hvar verður leikið   Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Tólfan ætlar að fjölmenna - 6.6.2008

A landslið kvenna leikur tvo heimaleiki í undankeppni EM 2009 á næstu vikum.  Fyrst gegn Slóvenum 21. júní og síðan gegn Grikkjum 26. júní.  Tólfan, stuðningssveit íslenska landsliðsins í knattspyrnu, ætlar að fjölmenna.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Kvennlandsliðið upp um eitt sæti - 6.6.2008

Íslenska kvennalandsliðið hækkaði sig upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA er gefinn var út í dag.  Ísland er nú í 18. sæti listans og í því 11. ef aðeins eru taldar Evrópuþjóðir. Lesa meira
 

Netsala aðgöngumiða - 6.6.2008

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar fyrir miðasölukerfi Miða.is.  Ferlið fyrir bæði kaupanda og félögin er tiltölulega einfalt, en mikilvægt er að viðeigandi aðilar innan félaganna séu meðvitaðir um virkni þessa miðasölukerfis.

Lesa meira
 
ÍA

Þjálfari ÍA dæmdur í eins leiks bann - 5.6.2008

Aga- og úrskurðarnefnd ákvað á fundi sínum í dag að úrskurða Guðjón Þórðarson, þjálfara ÍA, í eins leiks bann vegna framkomu hans eftir leik Keflavíkur og ÍA sem fram fór 25. maí síðastliðinn. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Búlgaríu

Umsókn CSKA Sofia um þátttökuleyfi synjað - 5.6.2008

CSKA Sofia er sigursælasta félag í sögu búlgarskrar knattspyrnu.  Umsókn félagsins um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2008-2009 var synjað af leyfisráði búlgarska knattspyrnusambandsins. 

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Athygli vakin á breytingum í 5. flokki - 5.6.2008

Vegna fjölda fyrirspurna vill mótanefnd  KSÍ  minna á  breytingar sem gerðar hafa verið á fyrirkomulagi í keppni 5. aldursflokks karla og kvenna.  Forráðamenn félaganna og flokkanna eru beðnir um að kynna sér þessar breytingar. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn að gera sig kláran - 5.6.2008

Kristinn Jakobsson, FIFA dómari, verður í eldlínunni í úrslitakeppni EM 2008 sem hefst næstkomandi laugardag.  Keppnin er haldin í Sviss og Austurríki og hefur Kristni nú þegar verið úthlutað tveimur verkefnum sem fjórði dómari. Lesa meira
 
Guðrún Inga Sívertsen

Vertu með 21. júní! - 5.6.2008

Ákveðið  hefur verið að halda dag kvennaknattspyrnunnar hátíðlegan laugardaginn 21. júní. Þann dag verður skemmtidagskrá á Laugardalsvelli frá 12:30 en klukkan 14:00 spilar íslenska kvennalandsliðið við Slóveníu í undankeppni EM. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið stendur í stað - 4.6.2008

Íslenska karlalandsliðið stendur í stað á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í dag.  Ísland er í 85. sæti listans en það eru Argentínumenn sem eru á toppi listans en litlar breytingar eru á efstu sætum listans. Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Leikir í beinni á Stöð 2 Sport - 4.6.2008

Ákveðið hefur verið hvaða leikir úr 7. og 8. umferð Landsbankadeildar karla verða í beinni útsendingu.  Leikina má sjá hér að neðan en það er Stöð 2 Sport sem sýnir leiki úr Landsbankadeild karla í beinni útsendingu. Lesa meira
 
Frá vígslu sparkvallar á Þórshöfn á Langanesi

Nýr sparkvöllur vígður á Þórshöfn - 4.6.2008

Um helgina var vígður nýr og glæsilegur sparkvöllur á Þórshöfn á Langanesi.  Völlurinn er staðsettur við glæsilegt íþróttahús og knattspyrnuvöll Þórshafnar og er þessi sparkvöllur góð viðbót við glæsileg íþróttamannvirki staðarins. Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

Úthlutað úr Mannvirkjasjóði KSÍ í fyrsta sinn - 4.6.2008

Stjórn KSÍ samþykkti fyrr á árinu að stofna mannvirkjasjóð KSÍ og var reglugerðin kynnt fyrir aðildarfélögum KSÍ á ársþingi sambandsins í febrúar.  Stjórn KSÍ samþykkti úthlutun til 7 aðildarfélaga samtals að upphæð 36 milljónir króna. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Hópurinn hjá U21 karla er mætir Norðmönnum - 4.6.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið landsliðshóp sinn er mætir Norðmönnum í vináttulandsleik á hinum nýja Vodafonevelli.  Leikurinn verður leikinn 12. júní næstkomandi og hefst kl. 19:15. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Leikirnir klárir fyrir 32 liða úrslit VISA bikars karla - 4.6.2008

Í dag var dregið í 32 liða úrslitum VISA bikars karla og var dregið í höfuðstöðvum KSÍ.  Dagur Sveinn Dagbjartsson var á staðnum með myndavélina og fékk viðbrögð frá nokkrum aðilum eftir dráttinn. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

32 liða úrslit VISA bikars karla - Dregið í dag - 4.6.2008

Í dag kl. 12:00 verður dregið í 32 liða úrslitum VISA bikars karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Félögin 12 í Landsbankadeild karla koma nú inn í keppnina og bætast við liðin 20 sem komust upp úr undankeppni VISA bikars karla. Lesa meira
 
Merki danska knattspyrnusambandsins

Tveir vináttulandsleikir við Dani hjá U21 karla - 3.6.2008

Knattspyrnusambönd Íslands og Danmerkur hafa komist að samkomulagi um að U21 karlalandslið þjóðanna leiki 2 vináttulandsleiki.  Fyrri leikurinn fer fram hér á landi þann 20. ágúst nk. en seinni leikurinn fer fram ytra, 19. ágúst 2009. Lesa meira
 
Leikur án fordóma

Foreldrabæklingur gefinn út á fjórum tungumálum - 3.6.2008

Í dag var kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ, Foreldrabæklingur KSÍ og er hann gefinn út á fjórum tungumálum, íslensku, ensku, pólsku og spænsku.  Alþjóðahúsið og Landsbankinn standa að útgáfunni með KSÍ.  Lesa meira
 
KR-blaðið 2008

KR-blaðið 2008 komið út - 3.6.2008

KR blaðið 2008 er komið út og þar má finna ýmislegt áhugavert efni, viðtöl og fleira.  Blaðinu var dreift á leik KR og Fram en einnig má finna það á þjónustustöðum í Vesturbænum. 

Lesa meira
 
Frá pæjumótinu á Siglufirði 2006

Knattspyrnuskóli stúlkna á Laugarvatni 9. - 13. júní - 3.6.2008

Knattspyrnuskóli stúlkna verður sem fyrr á Laugarvatni og verður hann starfræktur dagana 9. - 13. júní að þessu sinni.  Þátttakendur skólans eru fæddir árið 1994.  Von er á góðum gestum og gestakennurum til þess að leiðbeina stúlkunum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í 32-liða úrslit á miðvikudag - 2.6.2008

Dregið verður í 32-liða úrslit VISA-bikars karla í hádeginu á miðvikudag.  Undankeppninni lýkur á þriðjudagskvöld og þá kemur í lljós hvaða 20 lið verða í pottinum, ásamt liðunum 12 úr Landsbankadeild.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið fimmtudaginn 5. júní - 2.6.2008

Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna.  Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.  Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Námskeiðið er ókeypis. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður í máli Grundarfjarðar gegn Snæfelli - 2.6.2008

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Grundarfjarðar gegn Snæfelli vegna leiks félaganna í VISA-bikar karla sem leikinn var 24. maí síðastliðinn.  Úrskurðurinn hljóðar þannig að Grundarfirði er dæmdur sigur í leiknum, 0-3.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofa KSÍ lokar kl. 14:30 í dag - 30.5.2008

Í dag, föstudaginn 30. maí, mun skrifstofa KSÍ loka aðeins fyrr en venjulega eða kl. 14:30 vegna námskeiðahalds starfsfólks.  Skrifstofan mun svo opna aftur kl. 08:00 á mánudagsmorgun.Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Fjöldi leikmanna og forráðamanna á leikskýrslum - 29.5.2008

Fjöldi fyrirspurna hefur komið til skrifstofu KSÍ vegna fjölda leikmanna á leikskýrslu og leyfilegra innáskiptinga.  Almennt gildir að heimilt er að hafa 16 leikmenn á leikskýrslu, 11 sem hefja leik og 5 varamenn. Á þessu eru þó undantekningar. Lesa meira
 
FH-blaðið 2008

FH-blaðið 2008 komið út - 29.5.2008

FH-blaðið 2008 er komið út og er allt hið glæsilegasta.  Meðal efnis eru viðtöl við Heimi Guðjónsson þjálfara og Jónas Grana markahrók.  Tryggvi Guðmundsson segir sitt álit, Daði Lárusson er tekinn tali og margt annað má finna í blaðinu. 

Lesa meira
 
Úr vináttulandsleik Íslands og Wales á Laugardalsvelli 28. maí 2008. Myndina tók Vilbogi M. Einarsson

Eins marks tap gegn Wales - 28.5.2008

Íslendingar töpuðu gegn Wales í vináttulandsleik sem fram fór á Laugardalsvellinum í kvöld.  Lokatölur urðu 0-1 gestunum í vil og kom sigurmarkið í lok fyrri hálfleiks.  Arnór Smárason spilaði sinn fyrsta A landsleik í kvöld. Lesa meira
 
Marki Margrétar Láru gegn Frökkum fagnað af innlifun

Mikilvægur sigur á Serbum - 28.5.2008

Íslenska kvennalandsliðið lagði það serbneska í dag með fjórum mörkum gegn engu.  Mikill hiti setti mark sitt á leikinn en um 37 stig voru á leikvellinum á meðan leikurinn fór fram. Íslenska liðið hefur nú hlotið 12 stig eftir fimm leiki og er í öðru sæti riðilsins, með markatöluna 14 - 2.  Lesa meira
 
Frá landsleik Íslands og Serbíu, 21. júní 2007 og endaði 5-0 fyrir Ísland

Leikur Serbíu og Íslands hafinn - 28.5.2008

Leikur Serbíu og Íslands er hafinn í Serbíu og er mjög heitt í veðri, hitinn um 35 - 37 stig.  Íslensku stelpurnar byrjuðu engu að síður af krafti, í hvítum búningum og áttu fyrsta markskotið á 3. mínútu sem fór reyndar langt  framhjá. Fylgst verður með leiknum hér á síðunni. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ klúbburinn í 18 ár - 28.5.2008

Í ár er KSÍ klúbburinn að hefja sitt 18. starfsár og er fyrirkomulag klúbbsins að mestu með sama sniði og undanfarin ár.  Síðustu ár hefur klúbburinn verið fullsetinn en nú eru örfá sæti laus og eru áhugasamir hvattir til þess að hafa samband Lesa meira
 
Alll klárt fyrir leikinn gegn Wales

Byrjunarlið Íslands gegn Wales - 28.5.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Wales í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld.  Leikurinn hefst kl. 19:35 og hefst miðasala á Laugardalsvelli hefst kl. 17:00 á leikdag. Lesa meira
 
Heimir Einarsson

Heimir Einarsson inn í hópinn - 28.5.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á hópnum fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales í kvöld.  Heimir Einarsson úr ÍA kemur inn í hópinn í stað Grétars Rafn Steinssonar sem á við meiðsli að stríða og getur ekki leikið í kvöld. Lesa meira
 
Aron Einar Gunnarsson og Grétar Rafn Steinsson í afslöppun fyrir leikinn gegn Wales í maí 2008

Stund á milli stríða - 28.5.2008

Karlalandslið Íslands undirbýr sig nú af kappi fyrir vináttulandsleik gegn Wales en leikið verður í kvöld kl. 19:35.  Æft var tvisvar mánudag og þriðjudag og þess á milli voru leikmenn í meðhöndlun sjúkraþjálfara og nuddara. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Finnlandi, 4. maí 2008. Leiknum lauk með jaftefli, 1-1 og skoraði Edda Garðarsdóttir mark Íslands

Byrjunarlið Íslands gegn Serbíu - 27.5.2008

Ísland mætir Serbíu á morgun, miðvikudag, og Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir þennan mikilvæga leik.  Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsending kl. 14:50 en leikurinn sjálfur hefst kl. 15:00. Lesa meira
 
Birkir Már Sævarsson - Mynd: Vilbogi M. Einarsson

Birkir Már inn í hópinn - 27.5.2008

Ólafur Jóhannesson hefur valið Valsmanninn Birki Má Sævarsson í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales, en liðin mætast á Laugardalsvelli á miðvikudag kl. 19:35. Lesa meira
 
Leikskráin Ísland-Wales

Leikskráin fyrir leikinn gegn Wales - 27.5.2008

Fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales á miðvikudag verður gefin út 24 blaðsíðna leikskrá með ýmsum áhugaverðum og gagnlegum upplýsingum. Leikskráin verður seld við innganginn á Laugardalsvelli fyrir leik. Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Tveimur leikjum breytt í Landsbankadeild karla - 26.5.2008

Tímasetningar á tveimur leikjum í fimmtu umferð Landsbankadeildar karla hafa breyst og er það vegna þess að leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.  Leikirnir sem um er að ræða eru ÍA - Fylkir og HK - Valur. Lesa meira
 
Helgi Valur Daníelsson og Ólafur Jóhannesson halda á æfingu fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales

Fyrsta æfingin körlunum var í morgun - 26.5.2008

Landsliðshópurinn æfði í morgun á Framvelli og var þetta fyrsta æfingin síðan að hópurinn kom saman fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales á miðvikudaginn.  Þetta var fyrsta æfingin fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales á miðvikudaginn Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Andlitsmálun fyrir leik gegn Wales - 26.5.2008

Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir vináttu landsleik Íslands og Wales á miðvikudag.  Því er um að gera að mæta tímanlega og láta mála íslenska fánann á kinnina og ennið, jafnvel að láta mála allt andlitið!

Lesa meira
 
Védís Hervör

Védís Hervör syngur þjóðsöngvana - 26.5.2008

Fyrir vináttulandsleik Íslands og Wales á miðvikudag mun Védís Hervör Árnadóttir syngja þjóðsöngva landanna.  Þá mun Gunni Óla halda uppi fjörinu í hálfleik með gítar og söng. Lesa meira
 
A landslið kvenna

Kvennalandsliðið hélt utan í morgun - 26.5.2008

Í morgun hélt kvennalandsliðið utan og er förinni  heitið til Serbíu.  Þar verður leikið við heimamenn í undankeppni fyrir EM 2009 og er leikurinn í beinni útsendingu á RÚV.  Leikurinn hefst kl. 15:00, miðvikudaginn 28. maí. Lesa meira
 
Eiður Smári Guðjohnsen bætti markamet Ríharðs Jónssonar með því að skora tvö mörk gegn Lettum í október 2007

Eiður Smári fær ekki leyfi - 26.5.2008

Í morgun fékkst það staðfest að Eiður Smári Guðjohnsen verður ekki í landsliðshópnum í vináttulandsleik gegn Wales á miðvikudaginn.  Ekki fékkst leyfi hjá félagsliði hans, Barcelona, en leikdagurinn er ekki alþjóðlegur leikdagur.

Lesa meira
 
Indriði Sigurðsson

Indriði Sigurðsson inn í landsliðshópinn - 26.5.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á landsliðshóp sínum fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales á miðvikudaginn.  Indriði Sigurðsson kemur inn í hópinn í stað Ragnars Sigurðssonar sem er meiddur. Lesa meira
 
Knattspyrnuhöllin á Akranesi - Akraneshöllin

Fjör á Skaganum í dag - 24.5.2008

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu fóru fram í knattspyrnuhöllinni á Akranesi í dag.  Keppt var í  tveimur styrkleikaflokkum og konur og karlar kepptu saman í liði.  Allir aldursflokkar kepptu saman og skemmtu allir sér hið besta. Lesa meira
 
Merki Íþróttasambands Fatlaðra

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu 2008 - 23.5.2008

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu fara fram í knattspyrnuhöllinni á Akranesi laugardaginn 24. maí 2008.  Keppni hefst kl. 12.00, upphitun kl. 11.30.  Keppt er í tveimur styrkleikaflokkum og konur og karlar keppa saman í liði. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla hefst á laugardag - 23.5.2008

Keppni í VISA bikar karla hefst nú um helgina og fer fyrsti leikur fram á Þingeyri þar sem Höfrungur og Skallagrímur mætast.  Þá fer keppni í 3. deild á fullt um helgina og verður leikið í öllum fjórum riðlinum um helgina Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Ísland - Wales miðvikudaginn 28. maí - 23.5.2008

Ísland og Wales mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 28. maí og hefst leikurinn kl. 19:35.  Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir þátttöku Íslands í undankeppni fyrir HM 2010.  Miðasala er í fullum gangi og er hægt að fá miða á forsöluafslætti ef keypt er á netinu fyrir leikdag. Lesa meira
 
Íslandskort

Vestfirðir heimsóttir - 23.5.2008

Fulltrúar KSÍ heimsóttu Vestfirði í dag, föstudag, og er heimsóknin liður í landshlutafundum KSÍ.  Rætt verður við bæjaryfirvöld og aðildarfélög KSÍ á svæðinu um stöðu knattspyrnunnar, mannvirkjamál og fleira.

Lesa meira
 
Craig Bellamy er í hópnum

Landsliðshópur Wales skorinn niður - 23.5.2008

Sá landsliðshópur sem John Toshack, landsliðsþjálfari Wales hafði áður tilkynnt fyrir vináttulandsleikina gegn Íslandi 28. maí og Hollandi 1. júní hefur nú verið skorinn niður úr 35 leikmönnum í 27.

Lesa meira
 
Sauðárkróksvöllur

Luka heldur áfram að heimsækja félögin - 22.5.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 og U21 karla, heldur áfram að sinna útbreiðslustarfi KSÍ og liður í starfinu er að heimsækja félögin.  Luka var í Vestmannaeyjum og á Sauðárkróki í vikunni og var vel tekið. Lesa meira
 
A landslið karla

Atli Sveinn Þórarinsson inn í hópinn - 22.5.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hóp sínum fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales þann 28. maí næstkomandi.  Atli Sveinn Þórarinsson, úr Val, kemur inn í hópinn.  Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Mótshaldarar Polla - og Hnátumóta 2008 - 21.5.2008

Meðfylgjandi er yfirlit yfir riðlaskiptingu og mótshaldara í Polla- og Hnátumótum KSÍ. Riðlakeppni skal leikin á tímabilinu 9. júní til 18. júlí.  Umsjónarfélög skulu tilkynna um leikdaga eigi síðar en sunnudaginn 1. júní. Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Aðgöngumiðar á Ísland-Wales fyrir handhafa A-passa - 21.5.2008

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Wales afhenta föstudaginn 23. maí frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Takmarkað magn af miðum er í boði á þennan leik. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Breytingar á leiktímum í Landsbankadeild karla - 21.5.2008

Vegna leiks Íslands og Wales í A-landsliðum karla 28. maí nk. hefur eftirfarandi leikjum í Landsbankadeild karla verið breytt: Lesa meira
 
ksi-Akvenna

Viðtal við Sigurð Ragnar Eyjólfsson - 21.5.2008

Viðtal við landsliðsþjálfara kvenna, Sigurð Ragnar Eyjólfsson, þegar hópur hans var tilkynntur fyrir leikinn gegn Serbíu 28. maí. Lesa meira
 
ksi-Akarla

Viðtal við Ólaf Jóhannesson - 21.5.2008

Viðtal við landsliðsþjálfara karla, Ólaf Jóhannesson, þegar hann tilkynnti hóp sinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hóparnir gegn Serbíu og Wales tilbúnir - 21.5.2008

Þeir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna og Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, tilkynntu í dag hópa sína fyrir næstu verkefni. Dagur Sveinn Dagbjartsson hitti landsliðsþjálfarana eftir fundinn í dag og heyrði í þeim hljóðið. Lesa meira
 
Útvarp Saga

Útvarp Saga lýsir frá 1. deild karla - 20.5.2008

Útvarp Saga hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að lýsa frá leik/leikjum í 1. deilk karla ásamt því að flytja fréttir af öðrum leikjum í deildinni.  Hægt er að fræðast nánar um tíðni útvarpstöðvarinnar á heimasíðu stöðvarinnar. Lesa meira
 
Sparkvöllur

Lumar þú á góðri grasrótarmynd? - 20.5.2008

UEFA stendur fyrir ljósmyndasamkeppni á meðal aðildarlanda sinna þar sem besta ljósmyndin er tengist grasrótarstarfi er verðlaunuð.  Verðlaunamyndinni er ætlað að sýna þá gleði og það gildi sem þátttaka í knattspyrnu gefur af sér. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Landsliðshóparnir tilkynntir - 20.5.2008

Á morgun, miðvikudaginn 21. maí kl. 11:30 munu þeir Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynna landsliðshópa sína er verða í eldlínunni 28. maí næstkomandi. Lesa meira
 
Fjölnir

Leyfisveiting Fjölnis leiðrétt - 19.5.2008

Að fengnu samþykki formanns leyfisráðs hefur leyfisstjóri leiðrétt leyfisveitingu Fjölnis vegna þátttökuleyfis í Landsbankadeild karla 2008.  Menntun aðstoðarþjálfara meistaraflokks var ekki skráð að fullu.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið í Reykjanesbæ þriðjudaginn 20. maí kl. 19.00 - 19.5.2008

Unglingadómaranámskeið verður haldið í Íþróttaakademíunni Reykjanesbæ þriðjudaginn 20. maí og hefst það kl. 19:00.  Námskeiðið er öllum opið þeim sem náð hafa 15 ára aldri og hafa brennandi áhuga á knattspyrnu.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Grasrótarnámskeið KSÍ - 16.5.2008

Sunnudaginn 1. júní mun KSÍ standa fyrir Grasrótarnámskeiði fyrir þjálfara.  Námskeiðið er opið öllum þjálfurum, en hentar mjög vel þjálfurum yngri flokka og kennurum og aðstoðarmönnum í knattspyrnuskólum félaga. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Knattspyrnuskóli KSÍ á Laugarvatni 2008 - 16.5.2008

Eins og undanfarin ár starfrækir Knattspyrnusamband Íslands í sumar knattspyrnuskóla fyrir stúlkur og drengi. Í ár eru þetta iðkendur fæddir 1994.  Tilkynna þarf þátttöku á meðfylgjandi eyðublöð og senda til KSÍ fyrir 27. maí.  Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala á Ísland - Wales - 16.5.2008

Íslendingar taka á móti Wales í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum, miðvikudaginn 28. maí kl. 19:35.   Miðasala á leikinn hefst kl. 14:00 í dag og fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Fyrsti leikur í VISA bikar kvenna í kvöld - 16.5.2008

Fyrsti leikur VISA bikarsins fer fram í kvöld en þá mætast GRV og Þróttur í forkeppni VISA bikars kvenna.  Sigurvegari úr leiknum í kvöld mætir svo Fylki í fyrstu umferðinni en sá leikur fer fram 30. maí.

Lesa meira
 
Í leik ÍR og Aftureldingar í 2. deild 2006

Keppni í 2. deild karla hefst í kvöld - 16.5.2008

Keppni í 2. deild karla hefst í kvöld og er heil umferð leikin en í fyrsta skiptið skipa 12 lið 2. deildina.  Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 20:00 og minnt er á að hægt er fá sent SMS með úrslitum leikjanna í 2. deild eins og öðrum leikjum á vegum KSÍ. Lesa meira
 
Merki_Wales

Landsliðshópur Wales tilkynntur - 16.5.2008

John Toshack, landsliðsþjálfari Wales, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Íslandi og Hollandi. . Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands, mun tilkynna hóp sinn næstkomandi miðvikudag. Lesa meira
 
Afturelding

Unglingadómaranámskeið hjá Aftureldingu á mánudag - 16.5.2008

Unglingadómaranámskeið verður haldið í vallarhúsinu að Varmá, sem staðsett er við aðalvöllinn, mánudaginn 17. maí og hefst það kl. 20:00.  Námskeiðið er öllum opið þeim sem náð hafa 15 ára aldri.  Lesa meira
 
HK

HK auglýsir eftir yfirþjálfara yngri flokka - 14.5.2008

HK leitar er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að leggja sitt af mörkum við að efla starf knattspyrnu­deildarinnar. Viðkomandi verður að geta hafið störf 1.júní næstkomandi. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Þjálfararáðstefna KÞÍ um barna og unglingaþjálfun 31. maí - 14.5.2008

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands stendur fyrir ráðstefnu um barna og unglingaþjálfun laugardagin 31. maí.  Fyrirlesarar eru Kasper Hjulmand og Vilmar Pétursson. Lesa meira
 
UEFA

Ísland í 25. sæti háttvísilista UEFA - 13.5.2008

Í dag var dregið um það hvaða tvær þjóðir mundu hreppa aukasæti í UEFA bikarnum á næsta tímabili en þær þjóðir er voru hæstar í háttvísismati UEFA voru í pottinum.  England, Danmörk og Þýskaland hrepptu sætin. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Námskeið í höfuðstöðvum KSÍ fyrir eftirlitsmenn - 13.5.2008

Guðmundur Ingi Jónsson og Egill Már Markússon hafa verið með námskeið fyrir eftirlitsmenn á undanförnum vikum.  Mánudaginn 19. maí kl. 17:00 verður haldið námskeið í höfuðstöðvum KSÍ.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ 13. maí - 12.5.2008

Unglingadómaranámskeið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, þriðjudaginn 13. maí og hefst það kl. 20:00.  Námskeiðið er öllum opið þeim sem náð hafa 15 ára aldri og hafa brennandi áhuga á knattspyrnu. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Baráttan í fyrstu deild karla hefst í dag - 12.5.2008

Í dag, mánudaginn 12. maí, byrjar boltinn að rúlla í 1. deild karla og eru fimm leikir á dagskránni.  Fyrstu umferðinni lýkur svo á morgun þegar að Þór og KS/Leiftur mætast í Boganum. Lesa meira
 
Þórir Hákonarson framkvæmdarstjóri KSÍ

Velkomin til leiks - 11.5.2008

Fyrstu leikir Íslandsmótsins í knattspyrnu fara fram um helgina þegar flautað verður til leiks í Landsbankadeild karla og Landsbankadeild kvenna fylgir í kjölfarið þegar á mánudag. 

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeild kvenna hefst á mánudag - 11.5.2008

Landsbankadeild kvenna hefur göngu sína mánudaginn 12. maí þegar að Íslandsmeistarar Vals taka á móti Þór/KA í Egilshöllinni.  Daginn eftir, þriðjudaginn 13. maí, klárast svo fyrsta umferðin með fjórum leikjum. Lesa meira
 
Domarar2005-0038

Fyrstu feðgar sem dæma í efstu deild - 10.5.2008

Í dag dæmdi Þóroddur Hjaltalín sinn fyrsta leik í Landsbankadeild karla þegar hann var við stjórnvölinn á leik HK og FH á Kópavogsvelli.  Þetta væri kannski ekki til frásögur færandi nema fyrir það að þarna fetaði Þóroddur í fótspor föður síns. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Mörkunum rigndi inn í fyrstu umferðinni - 10.5.2008

Eftir mikla tilhlökkun byrjaði boltinn loksins að rúlla í Landsbankadeildinni í dag.  Það var greinilegt að leikmenn voru tilbúnir því að mörkunum rigndi niður í fyrstu umferð Landsbankadeildar karla.  Alls urðu mörkin  24 og flest komu þau í Keflavík. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeild karla hefst í dag - 10.5.2008

Landsbankadeild karla hefur göngu sína í dag og í fyrsta skiptið er leikið í 12 liða deild í efst deild á Íslandi.  Heil umferð verður leikin í dag og hefjast allir leikirnir kl. 14:00 að undaskildum leik Keflavíkur og Vals, sem hefst kl. 16:15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Lesa meira
 

Breyting á leik í Landbankadeild karla - 9.5.2008

Einn leikur hefur verið færður til í Landsbankadeild karla og er það leikur Vals og Grindavíkur sem þarf að færa til vegna þess að heimavöllur Vals er ekki tilbúinn.  Bæði leikdagur og leikstaður breytast í þessu tilfelli. Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Staðfest niðurröðun yngri flokka 2008 - 9.5.2008

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun móta sumarsins í yngri aldursflokkum og má sjá niðurröðun einstakra flokka á vef KSÍ undir "Mót". Einnig má sjá niðurröðun í hverjum flokki fyrir sig hér að neðan eins og hún var staðfest af mótanefnd 7. maí. Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Lokað fyrir félagaskipti 15. maí - 9.5.2008

Þann 15. maí næstkomandi er síðasti dagur félagaskipta en félagaskipti verða ekki heimil fyrir meistaraflokksleikmenn aftur fyrr en 15. júlí nema fyrir þá leikmenn sem koma til baka af tímabundnum félagaskiptum.  Lesa meira
 
Áhorfendur fagna

Stuðningsmannakeppnin heldur áfram - 8.5.2008

Hin vinsæla stuðningsmannakeppni heldur áfram í ár.  Veitt verða vegleg peningaverðlaun til þess stuðningsmannahóps sem valinn er hverju sinni, 100 þúsund krónur fyrir sigur í hverjum mótshluta fyrir sig.  Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Forsala aðgöngumiða á netinu í Landsbankadeild karla - 8.5.2008

Hægt verður að kaupa miða á leiki í Landsbankadeild karla á netinu á forsöluverði (kr. 1.200). Miðasöluvefurinn verður aðgengilegur af ksi.is og midi.is, sem og af vefsíðum félaganna í deildinni.  Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Boðsmiðar fyrir 16 ára og yngri - 8.5.2008

Börnum 16 ára og yngri geta nálgast boðsmiða á leiki Landsbankadeildar karla í útibúum Landsbankans.  Krakkarnir skila miðanum við innganginn á völlinn, félögin safna síðan miðunum saman og í lok móts er dregið úr öllum miðunum í happdrætti. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeildirnar 2008 - 8.5.2008

Nú styttist óðum í það sem margir telja hinn eina sanna sumarboða, þegar boltinn byrjar að rúlla í Landsbankadeildunum.  Landsbankadeild karla hefst laugardaginn 10. maí og Landsbankadeild kvenna, mánudaginn 12. maí. Lesa meira
 
A landslið kvenna

Gary fylgist með Frökkum og Serbum - 8.5.2008

Gary Wake, aðstoðarlandsliðsþjálfari U19 kvenna, er nú staddur í Frakklandi þar sem hann fylgist með landsleik Frakka og Serba í riðlakeppni fyrir EM kvenna 2009.  Þessar þjóðir eru í sama riðli og Íslendingar Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Stöðvun leiks vegna meiddra leikmanna - 8.5.2008

Vert er að vekja sérstaklega athygli á einu atriði í áhersluatriðum dómaranefndar.   Fjallar þetta atriði um stöðvun leiks vegna meiddra leikmanna. Vakin er athygli á því að það er dómarans að stöðva leikinn ef leikmenn meiðast. Lesa meira
 
Úr leik FH og Keflavíkur frá 28. júlí 2007

SMS þjónusta á vefnum - 8.5.2008

Í sumar er í fyrsta sinn boðið upp á SMS-úrslitaþjónustu í gegnum vef KSÍ.  Hægt er að fá úrslit úr einstökum leikjum í tilteknu móti með einföldum hætti. SMS-þjónustan nær til allra aldursflokka og allra móta KSÍ Lesa meira
 
1 x 2

Þjálfarar spá í 1. og 2. deild karla - 7.5.2008

Íslenskar Getraunir stóðu fyrir spá á meðal þjálfara í 1. og 2. deild karla þar sem þeir spáðu fyrir um gengi liðanna í deildinni.  Víkingum og Vestmannaeyingum er spáð efstu sætunum í 1. deild og ÍR og Afturelding í 2. deild. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Finnlandi, 4. maí 2008. Leiknum lauk með jaftefli, 1-1 og skoraði Edda Garðarsdóttir mark Íslands

Markalaust jafntefli í Finnlandi - 7.5.2008

Íslenska kvennalandsliðið gerði í dag markalaust jafntefli gegn Finnlandi í vináttulandsleik.  Leikið var í Lahti og var leikurinn seinni vináttulandsleikur þjóðanna en fyrri leiknum lauk einnig með jafntefli, 1-1. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Val og KR spáð Íslandsmeistaratitlunum - 7.5.2008

Í dag var haldinn í Smárabíói, kynningarfundur fyrir Landsbankadeildir karla og kvenna og var þar m.a. kynntar niðurstöður úr hinni árlegu spá.  Val er spáð Íslandsmeistaratitli karla en hjá konunum er KR spáð sigri. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006. Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Áhersluatriði dómaranefndar 2008 - 7.5.2008

Eins og áður hefur dómaranefnd gefið út áhersluatriði dómaranefndar og er hægt að sjá þau hér að neðan.  Allir hlutaðeigandi eru beðnir um að kynna sér þessi áhersluatriði vel og kynna þau innan síns félags. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Finnlandi, 4. maí 2008. Leiknum lauk með jaftefli, 1-1 og skoraði Edda Garðarsdóttir mark Íslands

Byrjunarliðið í seinni leiknum gegn Finnlandi - 6.5.2008

Íslenska kvennlandsliðið leikur seinni vináttulandsleikinn gegn Finnlandi á morgun kl. 15:30 og verður leikið í Lahti á leikvelli sem notaður verður í úrslitakeppni EM 2009.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

ÍR sigraði í B deild karla - 5.5.2008

ÍR sigraði í B deild Lengjubikars karla en þeir lögðu Hvöt í úrslitaleik í gær en leikið var á ÍR velli.  Lokatölur urðu 2-1 ÍR í vil en eftir venjulegan leiktíma var staðan 1-1 og þurfti því að framlengja leikinn. Lesa meira
 
Valur

Valur sigraði í Meistarakeppni KSÍ - 5.5.2008

Valsmenn lögðu FH í gær en keppt var um sigurlaunin í Meistarakeppni KSÍ.  Lokatölur urðu 2-1 fyrir Valsmenn eftir að staðan hafði verið 1-1 í hálfleik.  Það eru Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta tímabils er leika um þennan titil. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Finnlandi, 4. maí 2008. Leiknum lauk með jaftefli, 1-1 og skoraði Edda Garðarsdóttir mark Íslands

Jafnt gegn Finnum - 4.5.2008

Kvennalandsliðið gerði í dag jafntefli við Finna í vináttulandsleik er leikinn var í Espoo í Finnlandi.  Lokatölur urðu 1-1 og jöfnuðu Finnar leikinn í uppbótartíma.  Edda Garðarsdóttir skoraði mark Íslendinga með glæsilegu skoti. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Byrjunarliðið gegn Finnlandi - 3.5.2008

Íslenska kvennalandsliðið leikur vináttulandsleik gegn Finnlandi á morgun og hefur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn en liðin leika aftur á miðvikudaginn. Lesa meira
 

U19 karla tapaði gegn Búlgaríu - 2.5.2008

Strákarnir í U19 karlalandsliðinu töpuðu gegn Búlgörum í lokaleik liðsins fyrir EM 2008 en leikið var í Noregi.  Lokatölur urðu 2-1 Búlgari í vil en Íslendingar þurftu sigur til þess að tryggja sig áfram í úrslitakeppnina. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Kynningarfundur Landsbankadeilda 2008 - 2.5.2008

Kynningarfundur Landsbankadeilda karla og kvenna 2008 fer fram í Smárabíói í Kópavogi miðvikudaginn 7. maí næstkomandi kl. 16:00.  Farið verður yfir ýmis atriði fyrir keppnistímabilið og hin árlega spá um lokastöðu liða verður kynnt. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Meistarakeppni karla - Valur og FH mætast - 2.5.2008

Valur og FH mætast í Meistarakeppni karla á sunnudaginn kl. 19:15 og fer leikurinn fram í Kórnum.  Í þessum leik mætast Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta keppnistímabils. FH og Valur hafa unnið þennan titil þrjú síðustu ár, FH 2005 og 2007 en Valur 2006 Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 karla er sigraði Ísrael með einu marki gegn engu í milliriðli fyrir EM 2008

U19 karla leika gegn Búlgörum í dag - 2.5.2008

Í dag kl. 16:00 leika Íslendingar við Búlgari í milliriðli fyrir EM 2008 hjá U19 karla.  Með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Tékklandi.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið.    Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Hvöt og ÍR í úrslitum B deildar karla - 2.5.2008

Það verða Hvöt og ÍR sem leika til úrslita í B deild Lengjubikars karla og fer leikurinn fram sunnudaginn 4. maí kl. 14:00.  Hvöt lagði Víði í undanúrslitum og ÍR hafði betur gegn Hetti. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Valur Lengjubikarmeistari karla - 2.5.2008

Valsmenn lögðu Framara í úrslitaleik A deildar Lengjubikars karla en leikið var í Kórnum.  Lokatölur urðu 4-1 Valsmönnum í vil eftir að þeir höfðu haft yfir, 2-1 í hálfleik.  Þetta er í fyrsta skiptið sem Valsmenn vinna þennan titil. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit í B deild Lengjubikarsins í dag - 1.5.2008

Í dag, 1. maí, fara fram undanúrslit í B deild karla í Lengjubikarnum og hefjast báðir leikirnir kl. 14:00.  Á Gróttuvelli eigast við Hvöt og Víðir en á ÍR vellinum mætast ÍR og Höttur. Lesa meira
 
100 ára afmælismerki Fram

Fram er 100 ára í dag - 1.5.2008

Í dag, fimmtudaginn 1. maí, er Knattspyrnufélagið Fram 100 ára en félagið stofnuðu nokkrir ungir drengir þann 1. maí 1908.  Viðamikil afmælisdagskrá er af þessu tilefni í dag en í gærkvöldi var haldinn hátíðarkvöldverður þar sem félagar voru heiðraðir. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Skemmtileg verkefni við Norðurlandamót U16 kvenna - 30.4.2008

Opna Norðurlandamót U16 kvenna verður haldið í sumar og er skipulag þess í höndum KSÍ.  KSÍ óskar eftir sjálboðaliðum til að vinna við mótið,  sérstaklega á Selfossi og nágrenni og í Keflavík og nágrenni. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Úrslitaleikur A deildar Lengjubikars karla 1. maí - 30.4.2008

Úrslitaleikur A deildar Lengjubikars karla fer fram fimmtudaginn 1. maí og mætast þá Reykjavíkurliðin Fram og Valur.  Leikurinn fer fram í Kórnum og hefst kl. 19:15. Aðgangseyrir á leikinn er 1000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson sprettir úr spori á meðan kollegar hans fylgjast með

Landsdómarar funduðu um helgina - 30.4.2008

Um síðustu helgi var haldin hin árlega Landsdómararáðstefna og voru það 45 dómarar sem mættu til ráðstefnunnar.  Hún fór fram í höfuðstöðvum KSÍ og á Hótel Örk og er lokahnykkurinn í undirbúningi landsdómara fyrir komandi keppnistímabil. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U19 karla fyrir leikinn gegn Noregi í milliriðli fyrir EM 2008

Fullt hús hjá U19 karla - 29.4.2008

U19 karlalandsliðið vann sinn annan leik í milliriðli fyrir EM 2008 í dag en þá voru Ísraelsmenn lagðir að velli.  Lokatölur urðu 1-0 Íslandi í vil og skoraði Gylfi Þór Sigurðsson sigurmarkið á 7. mínútu leiksins. Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna í sigurleik gegn Írum í vináttulandsleik í mars 2008

Naumt tap hjá U19 kvenna gegn Englandi - 29.4.2008

Íslenska U19 kvennalandsliðið lék síðasta leikinn í milliriðli fyrir EM 2008 í dag en riðillinn var leikinn í Belgíu.  Íslenska liðið tapaði naumlega gegn sterku ensku liði með einu marki gegn engu og kom sigurmark leiksins fimm mínútum fyrir leikslok. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U19 karla fyrir leikinn gegn Noregi í milliriðli fyrir EM 2008

Byrjunarlið U19 karla gegn Ísrael - 29.4.2008

U19 landslið karla leikur sinn annan leik í milliriðli fyrir EM 2008 í dag og verða mótherjarnir frá Ísrael.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í dag. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Byrjunarliðið hjá U19 kvenna gegn Englandi - 29.4.2008

Í dag leikur íslenska U19 landslið kvenna lokaleik sinn í milliriðli fyrir EM 2008.  Milliriðillinn er leikinn í Belgíu og eru mótherjarnir í dag Englendingar.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Mikill áhugi á Hvammstanga - 29.4.2008

Í gær var Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 og U21 karla, staddur á Hvammstanga þar sem hann stjórnaði nokkrum knattspyrnuæfingum fyrir áhugasama krakka.   Luka verður á Dalvík á miðvikudaginn. Lesa meira
 
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals, tekur við sigurlaununum fyrir Meistarakeppni kvenna 2008

Valur sigraði í Meistarakeppni kvenna - 29.4.2008

Valur tryggði sér í gær sigur í Meistarakeppni kvenna en leikið var í Kórnum.  Lokatölur urðu 2-1 fyrir Valsstúlkur eftir að þær höfðu haft forystu í hálfleik, 1-0.  Valur hefur unnið þennan titil í fjögur skipti á síðustu fimm árum. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Óúttekin leikbönn í meistaraflokki 2008 - 28.4.2008

Skrifstofa KSÍ hefur sent aðildarfélögum sínum bréf sem inniheldur lista yfir þá leikmenn í meistaraflokki sem eiga óúttekin leikbönn frá síðustu leiktíð.  Hafa ber í huga að listi þessi er aðeins til upplýsinga og áminningar. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Knattspyrna í 100 ár - 28.4.2008

Sumarkoman boðar líf og fjör á knattspyrnuvöllum landsins.  Það var einmitt við komu sumars árið 1908 að tvö aðildarfélaga KSÍ voru stofnuð. Knattspyrnufélagið Víkingur var stofnað 21. apríl og Knattspyrnufélagið Fram 1. maí.  Lesa meira
 
U19 landslið karla

Óskar inn í hópinn hjá U19 karla - 28.4.2008

Óskar Pétursson, markvörður úr Grindavík, heldur til Noregs í dag þar sem U19 karla leikur í milliriðli fyrir EM 2008.  Kemur hann í stað Ögmundar Kristinssonar sem varð fyrir meiðslum í leiknum gegn Noregi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Valur og KR mætast í Meistarakeppni kvenna - 28.4.2008

Valur og KR mætast í kvöld í Meistarakeppni kvenna og fer leikurinn fram í Kórnum kl. 20:00.  Í þessari keppni mætast Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta keppnistímabils. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U19 karla fyrir leikinn gegn Noregi í milliriðli fyrir EM 2008

Frábær byrjun hjá U19 karla í Noregi - 27.4.2008

Íslenska U19 karlalandsliðið byrjaði frábærlega í milliriðli fyrir EM 2008 en riðillinn er leikinn í Noregi.  Fyrsti leikurinn fór fram í dag og voru Norðmenn mótherjarnir að þessu sinni.  Íslenska liðið lagði heimamenn með þremur mörkum gegn tveimur.  Lesa meira
 
U19 landslið karla

Byrjunarlið Íslands gegn Noregi hjá U19 karla - 27.4.2008

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Norðmönnum í dag í fyrsta leik liðsins í milliriðli fyrir EM 2008.  Leikið er í Moss í Noregi og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Írlandi á Algarve Cup 2008

Landsliðshópurinn valinn fyrir Finnlandsferð - 26.4.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið landsliðhóp sinn fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Finnlandi sem leiknir verða ytra.  Leikirnir fara fram 4. og 7. maí og eru liður í lokaundirbúningi liðsins fyrir baráttuna í undankeppni EM Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Jafntefli hjá U19 kvenna gegn Pólverjum - 26.4.2008

Lið U19 kvenna lék annan leik sinn í dag í milliriðli fyrir EM 2008 en leikið er í Belgíu.  Gerðu stelpurnar 2-2 jafntefli gegn Póllandi eftir að hafa verið undir í hálfleik, 1-2.  Sara Björk Gunnarsdóttir fékk að líta rauða spjaldið á síðustu mínútu leiksins. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

KR Lengjubikarmeistari í A deild kvenna - 25.4.2008

KR sigraði Val í kvöld í úrslitaleik A deildar Lengjubikars kvenna en leikið var í Egilshöllinni.  Lokatölur urðu 4-0 KR í vil eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1-0.  Þessi lið mætast að nýju á mánudaginn í Meistarakeppni kvenna. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U19 karla í leik gegn Englendingum í riðlakeppni EM í október 2007

U19 karla heldur til Noregs á morgun - 25.4.2008

Íslenska U19 landslið karla heldur til Noregs snemma í fyrramálið þar sem leikið verður í milliriðli fyrir EM 2008.  Liðið er þar í riðli með heimamönnum, Búlgaríu og Ísrael.  Fyrsti leikurinn er við Noreg, sunnudaginn 27. apríl. Lesa meira
 
ksi_u19_karla

Viðtal við Kristin R. Jónsson - 25.4.2008

Viðtal við Kristin R. Jónsson, landsliðsþjálfara U19 karla, fyrir ferð þeirra til Noregs þar sem þeir leika í milliriðli fyrir EM 2008. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Reykjavíkurslagur í kvöld - 25.4.2008

Í kvöld eigast við Reykjavíkurliðin KR og Valur í úrslitaleik A deildar Lengjubikars kvenna.  Leikurinn fer fram í Egilshöllinni og hefst kl. 19:00.    Þessi félög léku til úrslita í þessari keppni á síðasta tímabili og fóru þá Valsstúlkur með sigur af hólmi. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Valur og Fram leika til úrslita í A deild Lengjubikars karla - 24.4.2008

Í kvöld var það ljóst að Reykjavíkurliðin Valur og Fram leika til úrslita í A deild Lengjubikars karla.  Valsmenn lögðu ÍA í fyrri undanúrslitaleiknum og Fram hafði betur gegn Breiðablik eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Breyting á hópnum hjá U19 karla fyrir Noregsferðina - 24.4.2008

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur gert breytingu á hópi sínum fyrir keppni í milliriðli fyrir EM 2008 sem leikinn verður í Noregi.  Aaron Palomares úr HK kemur inn í hópinn í stað Kolbeins Sigþórssonar, sem er meiddur. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Tap gegn Belgum hjá U19 kvenna - 24.4.2008

Landslið U19 kvenna tapaði í dag gegn Belgum í fyrsta leik liðsins í milliriðli fyrir EM 2008.  Eftir markalausan fyrri hálfleik, skoruðu Belgar eina mark leiksins á 65. mínútu.  Íslenska liðið leikur gegn Póllandi á laugardaginn. Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna í sigurleik gegn Írum í vináttulandsleik í mars 2008

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Belgíu - 24.4.2008

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Belgum í dag.  Leikurinn er fyrsti leikur liðsins í milliriðli fyrir EM 2008 og er leikið í Belgíu.  Önnur lið í riðlinum eru England og Pólland. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Þrjár breytingar á hópnum hjá U19 karla - 23.4.2008

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur gert þrjár breytingar á hóp sínum er leikur í Noregi í milliriðli fyrir EM 2008.  Fyrsti leikur liðsins er gegn heimamönnum, sunnudaginn 27. apríl. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit Lengjubikars karla á sumardaginn fyrsta - 23.4.2008

Leikið verður í undanúrslitum A deildar Lengjubikars karla fimmtudaginn 24. apríl.  Valur og ÍA eigast við í Kórnum og hefst leikur þeirra kl. 14:00.  Í Egilshöllinni leika svo Fram og Breiðablik og hefst leikur þeirra kl. 19:00. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

KR og Valur leika til úrslita í A deild Lengjubikars kvenna - 23.4.2008

Í gærkvöldi var það ljóst að KR og Valur leika til úrslita í A deild Lengjubikars kvenna.  KR sigraði Stjörnuna í undanúrslitum með fjórum mörkum gegn engu og sama markatala var upp á teningnum þegar að Valur lagði Breiðablik. Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna í sigurleik gegn Írum í vináttulandsleik í mars 2008

Lið U19 kvenna farið til Belgíu - 23.4.2008

Stelpurnar í U19 landsliði kvenna hélt af stað í morgun, ásamt fylgdarliði, til Belgíu þar sem liðið leikur í milliriðli fyrir EM 2008.  Fyrsti leikur liðsins er á morgun, fimmtudag, en þá verður leikið gegn heimastúlkum í Belgíu. Lesa meira
 
Ólafur Þór Guðbjörnsson

Viðtal við Ólaf Þór Guðbjörnsson - 23.4.2008

Viðtal við Ólaf Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfara U19 kvenna, fyrir ferð liðsins til Belgíu þar sem liðið leikur í milliriðli fyrir EM 2008. Lesa meira
 
Íslandskort

Útbreiðslustarf KSÍ í fullum gangi - 22.4.2008

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 og U21 karla, sinnir útbreiðslustarfi KSÍ og hefur gert það víðreist upp á síðkastið.  Luka heimsótti Egilsstaði og Reyðarfjörð í síðustu viku og heldur áfram að heimsækja félög í þessari viku sem og þeirri næstu. Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Sigurður Ragnar til Grikklands - 22.4.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, mun á morgun fylgjast með leik Grikkja og Frakka í 3. riðli undankeppni fyrir EM 2009.  Þessi lið verða mótherjar Íslands síðar á árinu. Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Fylkir mætir FK Riga í Inter Toto - 21.4.2008

Í dag var dregið í Inter Toto keppninni en Fylkismenn eru fulltrúar Íslendinga í ár.  Fylkismenn drógust á móti FK Riga frá Lettlandi og fer fyrri leikurinn fram í Riga 21. eða 22. júní.  Seinni leikurinn fer fram hér heima viku síðar eða 28. eða 29. júní. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit A deildar Lengjubikars kvenna - 21.4.2008

Undanúrslit A deildar Lengjubikars kvenna fara fram á morgun, þriðjudag.  KR og Stjarnan mætast í KR velli kl. 18:00 og Valur og Breiðablik leika í Kórnum kl. 19:00.  Úrslitaleikurinn fer svo fram í Egilshöllinni, föstudaginn 25. apríl kl. 19:00. Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Knattspyrnufélagið Víkingur er 100 ára í dag - 21.4.2008

Knattspyrnufélagið Víkingur er 100 ára í dag.  Félagið var stofnað af ungum drengjum, 21. apríl 1908 og voru 32 drengir sem mættu á stofnfundinn sem haldinn var að Túngötu 12. Lesa meira
 
Höttur

Áfrýjun í máli Hattar gegn mótanefnd - 20.4.2008

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir áfrýjun í máli Hattar gegn mótanefnd KSÍ en Höttur kærði þá ákvörðun mótanefndar að Afturelding tæki sæti í B deild 2. flokks karla.  Áfrýjunardómstóllinn staðfestir hinn áfrýjaða úrskurð

Lesa meira
 
Úr leik FH og Keflavíkur frá 28. júlí 2007

Leikir meistaraflokks 2008 staðfestir - 18.4.2008

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við að staðfesta alla leiki meistaraflokks í mótum sumarsins.  Nokkrar breytingar hafa verið gerðar frá þeim drögum er send voru út í mars og því mikilvægt að taka öll eldri drög úr umferð. Lesa meira
 
Höttur

Úrskurður í máli Hattar gegn mótanefnd KSÍ - 18.4.2008

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir mál Hattar gegn mótanefnd KSÍ en Höttur kærði þá ákvörðun mótanefndar um að Afturelding tæki laust sæti í B deild Íslandsmóts 2. flokks karla.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Styrkur KSÍ til fræðslumála - 17.4.2008

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum á dögunum að styðja enn fremur við fræðslumál innan sambandsins.  Mun KSÍ veita 10 ferðastyrki á ári til fræðslumála sem nemur ráðstöfun flugmiða á áfangastaði Icelandair. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U19 karla í leik gegn Englendingum í riðlakeppni EM í október 2007

Hópurinn hjá U19 karla er leikur í Noregi - 16.4.2008

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið landsliðshóp sinn er leikur í milliriðli fyrir EM 2008 í Noregi.  Leikið verður dagana 27. apríl til 2. maí.  Mótherjar Íslendinga í riðlinum eru, auk heimamanna, Ísrael og Búlgaría. Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna í sigurleik gegn Írum í vináttulandsleik í mars 2008

Hópurinn hjá U19 kvenna er leikur í Belgíu - 16.4.2008

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt hópinn sem heldur til Belgíu og leikur þar í milliriðli fyrir EM 2008.  Andstæðingar Íslands í riðlinum eru, auk heimastúlkna, Pólland og England. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á heimasíðunni - 16.4.2008

Í dag var tekið í notkun nýtt útlit á heimasíðu KSÍ og á sama tíma eru nýir möguleikar í boði á síðunni.  Meðal þess sem boðið er upp á eru myndbönd en í framtíðinni verður hægt að skoða myndbönd frá ýmsum hliðum starfsemi KSÍ. Lesa meira
 
Íslandskort

Landshlutafundir KSÍ - 16.4.2008

Í dag, miðvikudaginn 16. apríl, verður á Reyðarfirði fyrsti fundur KSÍ með aðildarfélögunum, en fyrirhugaðir eru fundir víðsvegar um landið á næstu dögum.  Fundurinn í dag verður á Hótel Reyðarfirði og hefst kl. 17:00. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Námskeið á Akureyri fyrir eftirlitsmenn - 15.4.2008

Guðmundur Ingi Jónsson og Egill Már Markússon hafa verið með námskeið fyrir eftirlitsmenn á undanförnum vikum.  Næsta laugardag þann 19. apríl verður haldið námskeið á Akureyri. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn undirbýr sig í Sviss - 15.4.2008

Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari, er nú staddur í Sviss þar sem hann sækir undirbúningsfund fyrir dómara er starfa í úrslitakeppni EM í Sviss og Austurríki.  Allir þeir dómarar er starfa við úrslitakeppnina sækja þennan undirbúningsfund. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Fjórðungsúrslit í Lengjubikar karla - 15.4.2008

Ljóst er hvaða félög leika saman í fjórðungsúrslitum A deildar Lengjubikars karla.  Leikirnir fara fram föstudagskvöldið 18. apríl og laugardaginn 19. apríl.  Leikið verður í Egilshöll, Kórnum og á Framvelli. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Héraðsdómaranámskeið hjá KSÍ á fimmtudag - 14.4.2008

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ  fimmtudaginn 17. apríl kl. 18:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Lesa meira
 
Merki Hauka

Unglingadómaranámskeið hjá Haukum - 14.4.2008

Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna.  Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.  Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Aðgangur á námskeiðið er ókeypis. 

Lesa meira
 
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

Valsmenn lögðu Færeyjameistarana - 12.4.2008

Í dag fór fram í Kórnum leikur Íslandsmeistara Vals og Færeyjameistarana í NSÍ.  Lokatölur urðu þær að Valsmenn fór með sigur af hólmi með fimm mörkum gegn tveimur. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Fjör í Lengjubikarnum um helgina - 11.4.2008

Margir leikir fara fram í Lengjubikar karla og kvenna um helgina.  Línur eru farnar að skýrast í A deild karla og hafa 7 félög tryggt sér sæti í fjórðungsúrslitum.  Þróttur og ÍA berjast um síðasta sætið en þessi félög mætast í Egilshöllinni á sunnudaginn. Lesa meira
 
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

Valsmenn leika gegn NSÍ í Kórnum - 11.4.2008

Íslandsmeistarar karla í knattspyrnu Valur taka á móti Færeyjarmeisturunum í NSÍ frá Rúnavík á morgun, laugardag.  Leikurinn fer fram í Kórnum og hefst kl. 14:30.  Aðgangur á leikinn er ókeypis. Lesa meira
 
Margrét Lára Viðarsdóttir og Gunnlaugur Jónsson með Landsbankadeildarknöttinn er verður notaður keppnistímabilið 2008

Nýr Landsbankadeildarknöttur afhentur - 11.4.2008

Öll lið í Landsbankadeild karla og kvenna fá þessa dagana afhentan vandaðan og sérmerktan Landsbankadeildarknött. Boltinn er af gerðinni Uhlsport TC Precision Classic. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeild karla hefst 10. maí - 10.4.2008

Í dag er réttur mánuður í að boltinn fari að rúlla í Landsbankadeild karla en fyrsta umferðin verður leikin 10. maí.  Íslandsmeistarar Vals hefja titilvörnina suður með sjó þegar þeir heimsækja Keflavík Lesa meira
 
Luka Kostic

Luka á faraldsfæti - 10.4.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 og U21 karla, hefur farið víða upp á síðkastið.  Hefur hann heimsótt félög og leiðbeint leikmönnum sem þjálfurum.  Luka verður á Reyðarfirði og Egilsstöðum næstkomandi mánudag. Lesa meira
 
Stjarnan

Unglingadómaranámskeið hjá Stjörnunni - 10.4.2008

Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna.  Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.  Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Héraðsdómaranámskeið á Akureyri - 10.4.2008

Héraðsdómaranámskeið verður haldið á Akureyri fimmtudaginn 10. apríl kl. 17:00 í Hamri.  Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara á Norðurlandi og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Finnum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

U18 landslið karla á mót í Tékklandi - 9.4.2008

KSÍ hefur þekkst boð tékkneska sambandsins um að taka þátt í 8 liða móti fyrir U18 landslið (leikmenn fæddir 1991 og síðar) í Tékklandi 26. - 31. ágúst.  Dregið hefur verið í riðla og er Ísland í riðli með heimamönnum, Norðmönnum og Ungverjum. Lesa meira
 
MasterCard

Prúðmennskuverðlaun KSÍ og Mastercard fyrir opin mót - 9.4.2008

Minnt er á að þau félög sem halda opin mót í sumar fyrir yngri flokka geta pantað prúðmennskuverðlaun hjá KSÍ.  Hægt er að fá verðlaunaskjöld fyrir hvern aldursflokk sem er merktur KSÍ og Mastercard - "Knattspyrna - leikur án fordóma". Lesa meira
 
ÍBV

Ólöglegur leikmaður með ÍBV í Lengjubikar kvenna - 9.4.2008

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Lind Hrafnsdóttir lék ólögleg með ÍBV í leik gegn Haukum sem fram fór í Lengjubikar kvenna, 5. apríl síðastliðinn. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ísland upp um þrjú sæti - 9.4.2008

Íslenska karlalandsliðið færist upp um þrjú sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag.  Íslenska karlalandsliðið er nú í 86. sæti listans.  Argentínumenn er sem fyrr í efsta sæti FIFA styrkleikalistans. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Ánægjukönnun á meðal leyfisumsækjenda 2008 - 8.4.2008

Að loknu leyfisferlinu á ári hverju fer fram svokallað árlegt endurmat, að kröfu UEFA, þar sem farið er yfir alla þætti kerfisins og skoðað hvað vel hefur gengið og hvað mætti betur fara.

Lesa meira
 
Ungar og efnilegar knattspyrnukonur á Pæjumóti TM á Siglufirði

Sektir vegna úrsagna úr mótum hækka 10. apríl - 8.4.2008

Þessa dagana eru starfsmenn mótadeildar að vinna í þeim óskum er komið hafa fram vegna breytinga leikja í yngri flokkum.  Vert er að vekja athygli aðildarfélaga á því að sektir vegna úrsagna úr mótum hækka 10. apríl næstkomandi. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Pistill formanns: Aukin gagnvirkni á vef KSÍ - 8.4.2008

KSÍ leggur mikla áherslu á að gera ksi.is að öflugu þjónustutæki og víðtækum upplýsingabanka.  Nú hefur skrefið verið tekið í áttina að aukinni gagnvirkni.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna um næstu helgi - 7.4.2008

Landsliðsþjálfararnir, Kristrún Lilja Daðadóttir og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið hópa sína sem mæta á úrtaksæfingar um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og Kórnum. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Geir eftirlitsmaður UEFA á Stamford Bridge - 7.4.2008

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Chelsea og Fenerbahce sem fram fer á heimavelli Chelsea, Stamford Bridge.  Leikurinn er seinni viðureign liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Greiðsla til þeirra 24 félaga sem undirgengust leyfiskerfið - 7.4.2008

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að greiða öllum félögum sem undirgengust leyfiskerfi KSÍ fyrir keppnistímabilið 2008 styrk fyrir vinnu við undirbúning leyfisumsókna.  Heildarupphæð greiðslunnar er kr. 6.000.000.

Lesa meira
 
Tindastóll

Ólöglegir leikmenn hjá Tindastóli í Lengjubikar karla - 7.4.2008

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að þeir Thomas Lindeas, Andreas Thorland og Pal Skarstad voru ólöglegir með Tindastóli í leik gegn Dalvík/Reyni sem fram fór 28. mars í Lengjubikar karla. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Þróttur og Fjölnir leika á sínum heimavöllum í sumar - 4.4.2008

Stjórn KSÍ hefur samþykkt undanþágubeiðnir Þróttar og Fjölnis varðandi mannvirkjaforsendur leyfiskerfisins, þannig að þessi félög geta leikið á sínum heimavöllum í Landsbankadeild karla í sumar.

Lesa meira
 
Arnar Bill Gunnarsson

Viðtal við Arnar Bill Gunnarsson - 4.4.2008

Arnar Bill er íþróttafræðingur frá Laugarvatni, en því námi lauk hann árið 2002. Arnar Bill útskrifaðist einnig með UEFA A þjálfaragráðu frá Danmörku árið 2002 og er nú yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðabliki. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Fjölmargir leikir í Lengjubikarnum um helgina - 4.4.2008

Um helgina eru fjölmargir leikir í Lengjubikarnum og er leikið víðsvegar um landið.  Keppni hefst nú  í C deild Lengjubikars kvenna en neðri deildirnar í Lengjubikarnum verða fyrirferðamiklar þessa helgi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Stjórn KSÍ fjallaði um tillögu BÍ88 og Höfrungs - 4.4.2008

Stjórn KSÍ tók til umfjöllunar tillögu BÍ88 og Höfrungs sem lögð var fram á ársþinginu og vísað var til stjórnar.  Stjórn KSÍ ákvað að gera ekki breytingar á reglugerðinni í þessa veru. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Dregið í riðla á Norðurlandamóti U16 kvenna - 4.4.2008

Dregið hefur verið í riðla í Norðurlandamóti NMU16 kvenna sem fram fer hér á landi næsta sumar og ennfremur hafa leikvellir verið ákveðnir.  Íslenska liðið leikur í A-riðli með Þýsklandi, Danmörku og Noregi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegur leikmaður hjá Haukum í Lengjubikar karla - 3.4.2008

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Philip Frikschmann lék ólöglegur með Haukum í leik gegn Þrótti R sem fram fór í Lengjubikar karla, 30. mars síðastliðinn. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Ólöglegir leikmenn hjá BÍ/Bolungarvík í Lengjubikar karla - 3.4.2008

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að þeir Eyþór Ólafur Frímannsson og Almar Björn Viðarsson voru ólöglegir með BÍ/Bolungarvík í leik gegn Víði sem fram fór 15. mars í Lengjubikar karla. Lesa meira
 
FH

KSÍ með dómaranámskeið hjá FH - 1.4.2008

Hér er um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna.  Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.  Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Lesa meira
 
Brasilíumenn fagna heimsmeistaratitlinum

Strandfótbolti hefur innreið sína til Íslands - Aprílgabb ksi.is - 1.4.2008

Strandfótbolti er nýjasta æðið í knattspyrnuheiminum og hefur þessi skemmtilega útfærsla á íþróttinni nú hafið innreið sína til Íslands.  Nýr strandfótboltavöllur hefur nú verið byggður í Laugardalnum fyrir fjármagn frá FIFA. Lesa meira
 
Gylfi_Orrason_Breidablik_HK

Héraðsdómaranámskeið á Reyðarfirði - 31.3.2008

Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara á Austurlandi og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.  Um er að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur.  Gylfi Orrason er kennari á námskeiðinu.

Lesa meira
 
Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Stórtap hjá U19 kvenna gegn Írum - 30.3.2008

Stelpurnar í U19 kvenna töpuðu stórt gegn stöllum sínum frá Írlandi í dag.  Írska liðið var mun sterkara í þessum leik og sigruðu með átta mörkum gegn engu.  Grunnurinn að sigri heimastúlkna var lagður í fyrri hálfleik. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Seinni leikur U19 kvenna við Íra í dag - 30.3.2008

Íslenska U19 kvennalandsliðið leikur í dag seinni vináttulandsleik sinn við Íra og fer leikurinn fram í Dublin.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn er hefst kl. 11:00. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Tap gegn Finnum í lokaleiknum - 29.3.2008

Íslenska U17 kvennalandsliðið tapaði í dag gegn stöllum sínum frá Finnlandi með tveimur mörkum gegn fjórum.  Íslenska liðið hafnaði því í fjórða sæti milliriðilsins en Danir sigruðu riðilinn eftir hörkukeppni við Finna. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

U17 kvenna mætir Finnum í dag - 29.3.2008

Íslendingar mæta Finnum í dag í lokaleik milliriðils fyrir EM 2008.  Íslensku stelpurnar eiga ekki möguleika á að komast upp úr riðlinum en efsta liðið vinnur sér sæti í úrslitakeppni EM 2008. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

KSÍ með dómaranámskeið hjá Víkingi og ÍR - 28.3.2008

Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna.  Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.  Námskeiðið er öllum opið sem, náð hafa 15 ára aldri. Lesa meira
 
Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Írar lagðir í Dublin - 28.3.2008

Íslenska U19 kvennalandsliðið lagði Íra í dag með einu marki gegn engu.  Leikurinn, sem fór fram í Dublin, er fyrri vináttulandsleikur liðanna en síðari leikurinn fer fram á sunnudaginn.  Hlín Gunnlaugsdóttir skoraði mark Íslands úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Leikir við Norður Íra hjá U19 karla í september - 28.3.2008

Knattspyrnusambönd Íslands og Norður Írlands hafa komist að samkomulagi um að U19 karlalandslið þjóðanna leiki tvo vináttulandsleiki.  Leikirnir fara fram ytra og verða 8. og 10. september. Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Þjálfarastyrkur ÍSÍ - 28.3.2008

Stjórn verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki fyrir tímabilið janúar til júní 2008.  Styrkirnir verða veittir einstaklingum sem sækja eða hafa sótt námskeið eða fræðslu í þjálfun erlendis á fyrrgeindu tímabili.  Lesa meira
 
Vesturhlið eldri stúku eftir uppbyggingu

Starfsfólk óskast - 28.3.2008

Um er að ræða eina 100% stöðu við þrif og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.  Einnig vantar sumarstarfsmenn í almenn störf á vellinum.   Þeir starfsmenn þurfa að vera orðnir 18 ára og geta hafið störf sem fyrst í maí  Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Írum - 28.3.2008

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Írum í vináttulandsleik í dag kl. 16:00.  Leikurinn er fyrri leikur liðanna af tveimur leikjum og verður sá seinni á sunnudaginn kl. 11:00. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Hver er besti knattspyrnumaður Íslands? - 28.3.2008

Þessa dagana stendur yfir kosning á heimasíðunni www.visir.is um 10 bestu knattspyrnumenn Íslands frá 1946 til 2008, en kosningin er samstarfsverkefni Stöð 2 Sport 2, KSÍ og visir.is. Lesa meira
 
Rúnar Kristinsson í sínum síðasta landsleik gegn Ítölum á Laugardalsvelli 2004

Viðtal við Rúnar Kristinsson - 28.3.2008

Rúnar Kristinsson er leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Hann lék 104 A-landsleiki á ferlinum, skoraði í þeim þrjú mörk og bar fyrirliðabandið í ellefu leikjum. Rúnar lék einnig 39 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Mikið fjör í Lengjubikarnum um helgina - 28.3.2008

Fjölmargir leikir fara fram í Lengjubikar karla og kvenna og má segja að félögin fari nú á fullt aftur eftir stutt hlé um páskana.  Keppni hefst nú um helgina í C deild karla en hægt er að fá upplýsingar um leiki helgarinnar með því að velja "Næstu leikir" hér til vinstri á síðunni. Lesa meira
 
Klara Bjartmarz

Klara eftirlitsmaður UEFA í Frakklandi - 28.3.2008

Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á fyrri undanúrslitaleik Lyon frá Frakklandi og Umeå frá Svíþjóð í Evrópukeppni kvenna.  Leikurinn fer fram á sunnudaginn en seinni viðureignin fer fram 6. apríl í Svíþjóð. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Tap hjá U17 kvenna gegn Dönum - 27.3.2008

Íslensku stelpurnar í U17 kvenna biðu lægri hlut gegn stöllum sínum frá Danmörku í öðrum leik liðsins í milliriðli fyrir EM 2008.  Lokatölur urðu 4-2 fyrir Dani eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1-1. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

U17 kvenna leikur við Dani í dag - 27.3.2008

Stelpurnar í U17 kvennalandsliðinu leika sinn annan leik í milliriðli fyrir EM 2008 þegar þær mæta Dönum í dag.  Leikurinn hefst kl. 14:30 og fer fram á Spjald Stadion í Danmörku. Lesa meira
 
Magnús Þórisson

Magnús dæmdi í Hollandi - 26.3.2008

Magnús Þórisson, milliríkjadómari, dæmdi í kvöld leik Hollands og Eistlands í undakeppni EM hjá U21 karla.  Þeir Einar Sigurðsson og Áskell Þór Gíslason voru Magnúsi til aðstoðar og fjórði dómari var Garðar Örn Hinriksson. Lesa meira
 
Gunnar Heiðar Þorvaldsson í landsleik gegn Króötum

Sætur sigur á Slóvökum - 26.3.2008

Íslendingar unnu góðan sigur á Slóvökum í vináttulandsleik í kvöld en leikið var í Zlaté Moravce.  Lokatölur urðu 1-2 Íslendingum í vil eftir að staðan var markalaus í hálfleik.  Þeir Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörk íslenska liðsins Lesa meira
 
Búningastjórinn með sitt hafurtask fyrir leikinn gegn Slóvakíu

Búningastjórinn gerir allt klárt - 26.3.2008

Það styttist í vináttulandsleik Slóvakíu og Íslands sem hefst kl. 19:15 í kvöld.  Nú þegar er einn maður mættur á leikstað en það er búningastjórinn, Björn Ragnar Gunnarsson.  Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Slóvakía - Ísland í kvöld kl. 19:15 - 26.3.2008

Íslendingar mæta Slóvökum í vináttulandsleik í kvöld og fer leikurinn fram í Zlate Moravce.  Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.  Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt. Lesa meira
 
Hlynur Birgisson

Viðtal við Hlyn Birgisson - 26.3.2008

Mikill uppgangur hefur átt sér stað í knattspyrnu kvenna hjá Þór undanfarin ár. Til að mynda vakti árangur 5. flokksins á síðasta ári athygli, þar sem liðið varð Íslandsmeistari, en Hlynur þjálfar þann flokk. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ stofnað á þessum degi fyrir sextíu og einu ári - 26.3.2008

Í dag, miðvikudaginn 26. mars, er Knattspyrnusamband Íslands 61. árs.  Fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu KSÍ 26. mars 1947 og var Agnar Klemens Jónsson fyrsti formaður KSÍ.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Leik U17 kvenna frestað í dag - 26.3.2008

Leik Danmerkur og Íslands í milliriðli EM 2008 hjá U17 kvenna hefur verið frestað en leikurinn átti að fara fram í dag.  Mikill kuldi hefur verið í Danmörku og mikill snjór á vellinum.  Leikurinn mun fara fram á morgun, fimmtudag, kl. 14:30. Lesa meira
 
Marverðirnir Stefán Logi Magnússon og Kjartan Sturluson ásamt Bjarna Sigurðssyni markmannsþjálfara á æfingu í Slóvakíu

Slóvakía - Ísland í kvöld kl. 19:15 - 26.3.2008

Ísland mætir Slóvakíu í vináttulandsleik ytra í kvöld kl. 19:15. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, mun tilkynna byrjunarliðið síðar í dag og verður það birt hér á síðunni. Lesa meira
 
Kristján Örn Sigurðsson í landsleik gegn Spánverjum á Laugardalsvelli í september 2007

Kristján Örn fyrirliði á morgun - 25.3.2008

Íslenska landsliðið æfði í morgun og í gærkvöldi á grasi en fyrsta æfing liðsins varð að fara fram á gervigrasi sökum vætutíðar.  Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag að Kristján Örn Sigurðsson verði fyrirliði liðsins á morgun.  Lesa meira
 
Úr vináttulandsleik Íslands og Kanada 22. ágúst 2007

Hermann ekki með gegn Slóvökum - 24.3.2008

Hermann Hreiðarsson hefur dregið sig út úr landsliðshópnum sem mætir Slóvökum í vináttulandsleik á miðvikudaginn.  Hermann er meiddur og var þessi ákvörðun tekin eftir samráð við lækni íslenska landsliðsins.  Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Tap gegn Rússum hjá U17 kvenna - 24.3.2008

Íslenska U17 kvennalandsliðið tapaði gegn Rússum í fyrsta leik liðsins í milliriðli fyrir EM 2008.  Lokatölur urðu 3-4 eftir að íslenska liðið hafði leitt í hálfleik, 3-1.  Leikið verður við heimastúlkur í Danmörku á miðvikudaginn. Lesa meira
 
Kalt var í veðri á æfingu liðsins í Slóvakíu

Karlalandsliðið æfir í Slóvakíu - 24.3.2008

Íslenska landsliðið hélt til Bratislava í Slóvakíu á páskadag en leikinn verður vináttulandsleikur við heimamenn á miðvikudaginn.  Fyrsta æfing dagsins þurfti að fara fram á gervigrasi sökum vætutíðar. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Kvennalandslið

Kvennalandsliðið upp um tvö sæti - 21.3.2008

Íslenska kvennalandsliðið færist upp um tvö sæti á styrkleikalista FIFA er birtur var í dag.  Ísland er nú í nítjánda sæti listans eftir góðan árangur á Algarve Cup fyrr í þessum mánuði. Lesa meira
 
Páskaungar

Páskakveðja frá KSÍ - 19.3.2008

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum sínar bestu óskir um gleðilega páska.  Vonum að vel fari um alla yfir hátíðirnar hvort sem er í starfi eða leik. Lesa meira
 
Úr leik FH og Keflavíkur frá 28. júlí 2007

Félögunum 24 veitt þátttökuleyfi - 19.3.2008

Leyfisráð samþykkti á fundi sínum í dag, miðvikudaginn 19. mars, þátttökuleyfi í Landsbankadeild karla og í 1. deild karla til handa öllum umsækjendum, þ.e. þeim 24 félögum sem unnið höfðu sér rétt til að leika í deildinni 2008.

Lesa meira
 
tryggvi-gudmundsson-Alid2005-1920

Breyting á hópnum fyrir Slóvakaleikinn - 19.3.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á landsliðshópnum sem fer til Slóvakíu til að leika vináttulandsleik 26. mars næstkomandi.  Tryggvi Guðmundsson úr FH kemur inn í hópinn Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Línur farnar að skýrast í A-deild karla - 19.3.2008

Línur er nokkuð farnar að skýrast í A-deild Lengjubikars karla en tvo efstu lið hvers riðils komast áfram í fjórðungsúrslit.  Valur, Breiðablik, HK og KR hafa tryggt sér áframhaldandi þátttöku. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

KSÍ með dómaranámskeið á Austurlandi - 19.3.2008

Hér er um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf rúmlega viku seinna.  Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.  Aldurstakmark er 15 ára og námskeiðið er ókeypis. Lesa meira
 
Holland_logo

Alþjóðlegt þjálfaranámskeið í Hollandi - 18.3.2008

Dagana 22. ágúst til 3. september stendur akademía hollenska knattspyrnusambandið fyrir alþjóðlegu þjálfaranámskeiði.  Aðeins 25 þjálfarar fá þátttökurétt á námskeiðið. Lesa meira
 
Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

U19 kvenna leikur gegn Írum - 18.3.2008

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hóp til þess að leika tvo vináttulandsleiki gegn Írum nú í lok mars.  Leikirnir fara fram 28. og 30. mars og verða leiknir í Dublin. Lesa meira
 
Ungir iðkendur streyma af vellinum fyrir leik í Landsbankadeildinni

Athugasemdafrestur til 20. mars - 18.3.2008

Forsvarsmenn félaga eru beðnir um að hafa í huga að athugasemdafrestur við niðurröðun leikja í mótum sumarsins er til fimmtudagsins 20. mars.  Mikilvægt er að allar athugasemdir komi í einu lagi frá hverju félagi. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006. Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Hvað er númerið hjá framkvæmdastjóranum? - 18.3.2008

Á heimasíðunni er hægt að leita upplýsinga um öll aðildarfélög innan KSÍ.  Mikilvægt er að þessar upplýsingar séu sem nákvæmastar og er þeim tilmælum beint til forsvarsmanna félaganna að fara yfir upplýsingar tengdar sínu félagi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leyfisráð kemur aftur saman í hádeginu á miðvikudag - 17.3.2008

Leyfisráð fundaði í dag, mánudag, og fór yfir leyfisumsóknir félaga fyrir komandi keppnistímabil.  Ráðið hefur óskað eftir frekari gögnum frá nokkrum félögum og mun funda að nýju kl. 12:00 á miðvikudag.

Lesa meira
 
Knattspyrnufélagið Haukar

Fjárhagsgögn Fjarðabyggðar og Hauka bárust - 17.3.2008

Fjárhagsgögn 1. deildarfélaganna Fjarðabyggðar og Hauka bárust leyfisstjórn í dag, mánudag, og hafa því öll félögin sem undirgangast leyfiskerfið skilað fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn.

Lesa meira
 
Landslið U17 kvenna sem sigraði sinn riðil í undakeppni EM 2008 örugglega í Slóveníu

U17 kvenna leikur í milliriðli EM í Danmörku - 17.3.2008

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt hóp sinn er heldur til Danmörku um páskana.  Þar leikur liðið í milliriðli fyrir EM 2008 en mótherjarnir verða, auk heimamanna, Rússar og Finnar. Lesa meira
 
Íslenska landsliðið

Hópurinn gegn Slóvökum tilkynntur - 17.3.2008

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur valið 20 manna hóp fyrir vináttulandsleikinn gegn Slóvökum 26. mars.  Leikurinn fer fram í Zlaté Moravce í Slóvakíu.  Margar breytingar eru á hópnum frá leiknum við Færeyinga.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ V þjálfaranámskeið - 17.3.2008

Helgina 11.-13. apríl heldur KSÍ 5. stigs þjálfaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir sem fengu 70 stig eða fleiri í KSÍ B prófinu. Námskeiðsgjald er 20.000 krónur og skráning er hafin. Dagskrá námskeiðsins er nú tilbúin. Lesa meira
 
Valur

Áfrýjunardómstóll staðfestir áfrýjaðan dóm - 17.3.2008

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir mál Vals gegn KR vegna leiks félaganna í Reykjavíkurmóti meistaraflokks karla sem fram fór 14. febrúar síðastliðinn.

Lesa meira
 
A landslið karla

Færeyingar lagðir í Kórnum - 16.3.2008

Íslendingar lögðu Færeyinga í dag í vináttulandsleik en leikurinn fór fram í knatthúsinu Kórnum.  Lokatölur urðu 3-0 eftir að Íslendingar höfðu haft forystu í hálfleik, 1-0.  Þetta er fyrsti karlalandsleikur sem fram fer innanhúss á Íslandi Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Byrjunarliðið gegn Færeyingum - 16.3.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Færeyingum í dag kl. 16:00.  Leikurinn fer fram í hinu glæsilega knatthúsi Kórnum í Kópavogi.  Sex leikmenn frá Íslandsmeisturum Vals eru í byrjunarliðinu. Lesa meira
 
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

Viðureignir Íslands og Færeyja - 14.3.2008

Leikur Íslendinga og Færeyinga á sunnudaginn er sá 21. í röðinni í A-landsleik karla.  Íslendingar hafa unnið nítján leiki af þessum tuttugu en einu sinni hefur orðið jafntefli Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U19 karla í leik gegn Englendingum í riðlakeppni EM í október 2007

Sérstakar undirbúningsæfingar U19 karla - 14.3.2008

Sérstakar undirbúningsæfingar verða hjá U19 karla dagana 20. - 22. mars næstkomandi.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hóp fyrir þessar æfingar en þetta er liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðil EM 2008. Lesa meira
 
Við undirritun samnings á milli KSÍ og Flugleiðahótela ehf, Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ og Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Flugleiðahótela

Samningur á milli KSÍ og Flugleiðahótela ehf - 14.3.2008

Í gær var undirritaður samningur á milli KSÍ og Flugleiðahótela ehf um gistingu fyrir landslið Íslands og aðra gistingu á vegum Knattspynusambandsins.  Í samningum felst m.a. að A landslið Íslands munu framvegis gista á Hilton Hóteli.

Lesa meira
 
Fjarðabyggð

Fjárhagsgögn Fjarðabyggðar í póst í dag - 14.3.2008

Enn eiga tvö félög eftir að skila fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsóknum sínum, en það eru 1. deildarliðin Fjarðabyggð og Haukar.  Samkvæmt upplýsingum leyfisstjórnar munu gögnin berast fyrir fund leyfisráðs á mánudag. Lesa meira
 
Forsíða leikskrárinnar á Ísland-Færeyjar

Leikskráin fyrir leikinn gegn Færeyingum í Kórnum - 13.3.2008

Fyrir landsleikinn gegn Færeyingum á sunnudag verður gefin út 20 blaðsíðna leikskrá með ýmsum áhugaverðum og gagnlegum upplýsingum.  Útgáfa á leikskrám var hafin að nýju á síðasta ári eftir meira en áratugshlé.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Aðgöngumiðar á Ísland-Færeyjar fyrir handhafa A-passa - 13.3.2008

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Færeyja afhenta föstudaginn 14. mars frá kl. 10:00 - 15:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Mjög takmarkað magn af miðum er í boði á þennan leik. Lesa meira
 
Valur

Valsmenn Íslandsmeistarar innanhúss 2008 - 12.3.2008

Valsmenn tryggðu sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu árið 2008 þegar þeir lögðu Víðismenn í úrslitaleik.  Lokatölur urðu 5-2 eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik, 2-2.  Leikurinn fór fram í Íþróttahúsinu á Álftanesi. Lesa meira
 
Merki HM 2010 í Suður Afríku

Ólafur leitar ráðgjafar hjá kollegum - 12.3.2008

Í undankeppni HM 2010 sem hefst í haust verða mótherjar Íslands, Holland, Skotland, Noregur og Makedónía.  Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur ákveðið að leita til fjögurra valinkunna kollega sinna Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Írlandi á Algarve Cup 2008

Glæsilegur sigur á Finnum - 12.3.2008

Kvennalandsliðið íslenska sigraði í dag stöllur sínar frá Finnlandi en leikurinn var um 7. sætið á Algarve Cup.  Lokatölur urðu 3-0 Íslandi í vil eftir að liðið hafði leitt með tveimur mörkum í hálfleik.  Katrín Jónsdóttir setti landsleikjamet þegar hún lék sinn 70. landsleik í dag. Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Landsliðshópur Íslands gegn Færeyjum - 12.3.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti landsliðshóp sinn í dag en Ísland tekur á móti Færeyjum í vináttulandsleik.  Leikurinn fer fram í Íþróttahöllinni Kórnum, sunnudaginn 16. mars og hefst kl. 16:00.  Miðasala fer fram á www.midi.is. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið hjá FH - 12.3.2008

Unglingadómaranámskeið verður haldið á vegum F.H. í Hvaleyrarskóla kl. 18:00 miðvikudaginn 12. mars.  Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri og hafa brennandi áhuga á knattspyrnu. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Póllandi á Algarve Cup 2008

Leikið við Finna um 7. sætið - 11.3.2008

Ísland mætir Finnum í leik um 7. sætið á Algarve Cup og hefst leikurinn kl. 10:30 að íslenskum tíma.  Fyrirliði Íslands, Katrín Jónsdóttir, leikur sinn 70. landsleik og setur þar með landsleikjamet en fyrra metið átti Ásthildur Helgadóttir. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Úrslitaleikur Íslandsmótsins í innanhússknattspyrnu - 11.3.2008

Úrslitaleikur Íslandsmótsins í innanhússknattspyrnu karla fer fram á morgun en þá mætast Valur og Víðir.  Leikurinn fer fram í Íþróttahúsinu á Álftanesi og hefst kl. 18:15.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Úrtakshópur hjá U17 karla á ferðinni um helgina - 11.3.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp til úrtaksæfinga um helgina.  Æft verður tvisvar og fara æfingar fram í Kórnum og í Egilshöllinni.  Alls eru leikmennirnir 31 sem boðaðir eru til þessara æfinga. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson formaður KSÍ afhendir Sepp Blatter forseta FIFA lax í upphafi fundar þeirra.

Fundað með Sepp Blatter - 10.3.2008

Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, hittu í dag Sepp Blatter forseta FIFA.  Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum FIFA í Zurich.  Blatter átti afmæli í dag og var færður lax frá Eðalfiski í afmælisgjöf. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Póllandi á Algarve Cup 2008

Öruggur sigur á Portúgal - 10.3.2008

Íslenska kvennalandsliðið lagði í dag Portúgal að velli en leikurinn var sá síðasti í C-riðlinum á Algarve Cup.  Lokatölur urðu 3-0 Íslandi í vil og tryggðu þær sér því sigur í riðlinum.  Stelpurnar leika um sjöunda sæti mótsins á miðvikudaginn og verða mótherjarnir Finnar. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fyrsta fundi leyfisráðs lokið - 10.3.2008

Leyfisráð KSÍ kom saman í dag og hlýddi á skýrslu leyfisstjóra um stöðu þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.  Leyfisráð ákvað að gefa þeim félögum sem eru með ókláruð atriði viku frest til að ganga frá þeim málum. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Knattspyrnumót sumarsins 2008 - 10.3.2008

Knattspyrnumót sumarsins 2008 hafa verið birt hér á vefnum.  Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi fimmtudaginn 20. mars. Lesa meira
 
Magnús Þórisson

Magnús dæmir í Hollandi - 10.3.2008

Magnús Þórisson mun dæma leik Hollands og Eistlands í undankeppni EM 2009 hjá U21 landsliðum karla.  Magnúsi til aðstoðar verða þeir Einar Sigurðsson og Áskell Þór Gíslason og fjórði dómari verður Garðar Örn Hinriksson. Lesa meira
 
Frá Kórnum, knattspyrnuhúsinu í Kópavogi

Miðasala á Ísland - Færeyjar er hafin - 10.3.2008

Miðasala á vináttulandsleik Íslands og Færeyja er hafin en leikurinn fer fram sunnudaginn 16. mars og hefst kl. 16:00.  Leikið verður í hinni glæsilegu íþróttahöll Kórnum í Kópavogi.  Einungis eru 1000 miðar í boði. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið hjá Þrótti - 10.3.2008

Unglingadómaranámskeið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ  kl. 17:30 fimmtudaginn 13. mars. Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri og hafa brennandi áhuga á knattspyrnu. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Írlandi á Algarve Cup 2008

Leikið við Portúgal í dag kl. 15:45 - 10.3.2008

Íslenska kvennalandsliðið leikur lokaleik sinn í riðlakeppni á Algarve Cup í dag, mánudag.  Mótherjarnir verða heimastúlkur í Portúgal og hefst leikurinn kl. 15:45.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Portúgal Lesa meira
 
Landsliðið eftir sigur á Kína á Algarve Cup árið 2007

Leikið við Portúgal á morgun - 9.3.2008

Íslenska kvennalandsliðið leikur lokaleik sinn í riðlakeppni á Algarve Cup á morgun, mánudag.  Mótherjarnir verða heimastúlkur í Portúgal og hefst leikurinn kl. 15:45.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Portúgal.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á reglugerðum samþykktar á stjórnarfundi - 7.3.2008

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 6. mars 2008 breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga og á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Kína á Algarve Cup árið 2007

Öruggur sigur á Írum - 7.3.2008

Íslenska kvennalandsliðið vann í dag öruggan sigur á Írlandi en þetta var annar leikur stelpnanna á Algarve Cup.  Lokatölur urðu 4-1 og komu öll mörkin í fyrri hálfleik.  Næsti leikur íslensku stelpnanna er á mánudaginn þegar að leikið verður við heimastúlkur í Portúgal. Lesa meira
 
Landsliðið eftir sigur á Kína á Algarve Cup árið 2007

Leikið við Írland í dag - 7.3.2008

Kvennalandsliðið leikur sinn annan leik á Algarve Cup í dag, föstudag, þegar liðið mætir Írum.  Leikurinn hefst kl. 16:30 að íslenskum tíma og verður fylgst með leiknum hér á síðunni.

Lesa meira
 
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

Landsliðshópur Færeyinga tilkynntur - 6.3.2008

Íslendingar taka á móti Færeyingum í vináttulandsleik, sunnudaginn 16. mars kl. 16:00.  Leikurinn fer fram í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi og er þetta fyrsti A-landsleikur karla sem leikinn er innandyra hér á landi. Lesa meira
 
Frá landsleik Íslands og Serbíu, 21. júní 2007 og endaði 5-0 fyrir Ísland

Leikið við Írland á morgun - 6.3.2008

Kvennalandsliðið leikur sinn annan leik á Algarve Cup á morgun, föstudag, þegar liðið mætir Írum.  Stelpurnar lögðu Pólland í fyrsta leik sínum á mótinu en Írar töpuðu gegn Portúgal. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leyfisráð fundar á mánudag - 5.3.2008

Leyfisráð KSÍ fundar á mánudag og tekur þá fyrir umsóknir félaga um þátttökuleyfi í Landsbankadeild karla og 1. deild karla.  Aldrei áður hafa jafn mörg félög undirgengist leyfiskerfið, sem nær nú til 24 félaga.

Lesa meira
 
Landsliðið eftir sigur á Kína á Algarve Cup árið 2007

Sigur á Pólverjum í fyrsta leik á Algarve - 5.3.2008

Íslenska kvennalandsliðið hóf leik í dag á Algarve Cup með því að sigra Pólland.  Lokatölur urðu 2-0 eftir markalausan fyrri hálfleik.  Íslenska liðið sótti mun meira í leiknum en góður pólskur markvörður gerði okkar stelpum erfitt fyrir. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið hjá Fram - 5.3.2008

Unglingadómaranámskeið verður haldið á vegum KSÍ í Framheimilinu kl. 18:00 þriðjudaginn 11. mars.  Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri og hafa brennandi áhuga á knattspyrnu.. Lesa meira
 
Dómarar leiða lið Þýskalands og Englands til vallar fyrir úrslitaleik EM U19 kvenna á Íslandi

FIFA fjölgar dómurum á nokkrum leikjum á Algarve - 5.3.2008

FIFA mun vera nota Algarve Cup sem tilraunamót fyrir nýjung í dómaramálum.  Á nokkrum leikjum á Algarve Cup verða dómararnir sex talsins í stað fjögurra.  Ekki verður gefið upp fyrirfram á hvaða leikjum þetta kerfi verður notað. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Kína á Algarve Cup árið 2007

Leikið gegn Póllandi kl. 13:15 í dag - 5.3.2008

Íslenska kvennalandsliðið leikur sinn fyrsta leik á Algarve Cup í dag og eru Póverjar mótherjarnir.  Leikurinn hefst kl. 13:15 og verður fylgst með gangi mála hér á síðunni.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í leiknum. Sjá má textalýsingu af leiknum hér að neðan. Lesa meira
 
Landsliðið eftir sigur á Kína á Algarve Cup árið 2007

Góðar aðstæður hjá kvennalandsliðinu - 4.3.2008

Íslenska kvennalandsliðið er komið til Algarve þar sem liðið tekur þátt á Algarve Cup.  Fyrsti leikur liðsins er á morgun, miðvikudag og verða Pólverjar andstæðingarnir. Lesa meira
 
Island_U17_kvenna_NM3

Æfingahelgi hjá U17 og U19 kvenna framundan - 4.3.2008

Um helgina verða æfingar hjá U17 og U19 landsliðum kvenna og verða æfingarnar í Kórnum og Egilshöllinni.  Þau Kristrún Lilja Daðadóttir og Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfarar, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar. Lesa meira
 
Frá landsdómararáðstefnu er haldin var 1. mars 2008

Dómarar funduðu um helgina - 4.3.2008

Síðastliðinn laugardag var haldin landsdómararáðstefna á vegum KSÍ en slíkar ráðstefnur eru haldnar þrisvar sinnum á ári.  Á fundinn mættu A, B og C dómarar og var farið yfir ýmis mál er snúa að dómurum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Kína á Algarve Cup árið 2007

Landsliðið hélt utan til Algarve í morgun - 3.3.2008

Kvennalandsliðið hélt utan í morgun til Algarve þar sem liðið tekur þátt í Algarve Cup.  Ein breyting hefur verið gerð á hópnum.  Sif Atladóttir varð að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla og í hennar stað kemur Embla Grétarsdóttir. Lesa meira
 
Lukkudýr úrslitakeppni EM 2008 í Sviss og Austurríki

Ný heimasíða fyrir úrslitakeppni EM 2008 - 2.3.2008

Þann 1. mars var opnuð formlega ný heimasíða tileinkuð úrslitakeppni EM 2008 sem fer fram í Austurríki og Sviss.  Opnunarleikurinn fer fram 7. júní þegar að Sviss og Tékkland mætast í Basel. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Skráðu þig á póstlista KSÍ - 2.3.2008

Þeir sem skrá sig á póstlista KSÍ munu fá sendar ýmsar upplýsingar sem tengjast þjálfurum á Íslandi, upplýsingar um þjálfaranámskeið KSÍ, auglýstar ráðstefnur og fleira sem tengist knattspyrnuþjálfun og knattspyrnuiðkun. Lesa meira
 
Grindavík

Öll félögin í Landsbankadeild hafa skilað - 29.2.2008

Grindvíkingar skiluðu fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn sinni á fimmtudag og þar með hafa öll félögin 12 í Landsbankadeild karla skilað sínum gögnum fyrir keppnistímabilið 2008.

Lesa meira
 
ÍR

ÍR Reykjavíkurmeistari - 29.2.2008

ÍR tryggði sér í gærkvöldi Reykjavíkurmeistaratitilinn í knattspyrnu þegar þeir lögðu Fram í úrslitaleik mótsins.  Þetta er í fyrsta skiptið sem ÍR hampar þessum titli.  Eina mark leiksins kom í uppbótartíma. Lesa meira
 
Víkingur Ólafsvík

Víkingur Ólafsvík 80 ára á árinu - 28.2.2008

Á þessu ári verður Víkingur Ólafsvík 80 ára og verður haldið upp á tímamótin með ýmsum hætti.  Á Herrakvöldi Víkings, er haldið var 23. febrúar síðastliðinn, voru nokkrir félagar sæmdir heiðursmerkjum KSÍ. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins í kvöld - 28.2.2008

Í kvöld kl. 19:15 mætast ÍR og Fram í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla.  Leikurinn fer fram í Egilshöllinni og er aðgangur ókeypis á leikinn.  Þetta er í fyrsta skiptið sem ÍR leikur til úrslita í þessu móti en Fram getur með sigri unnið þennan titil í 25. skipti. Lesa meira
 
KA

Fjárhagsgögn KA hafa borist - 27.2.2008

Fjárhagsleg leyfisgögn KA hafa nú borist leyfisstjórn með póstinum og eiga því aðeins tvö félög í 1. deild eftir að skila - Fjarðabyggð og Haukar.  Lesa meira
 
ÍBV

Fjárhagsleg gögn ÍBV komin í hús - 27.2.2008

Fjárhagsleg fylgigögn ÍBV með umsókn félagsins um þátttökuleyfi í 1. deild karla 2008 hafa nú borist KSÍ með póstinum.  Leyfisstjórn getur staðfest að þau voru póstlögð mánudaginn 25. febrúar, innan tímamarka.

Lesa meira
 
Keflavík

Keflvíkingar skila leyfisgögnum - 27.2.2008

Keflvíkingar skiluðu á þriðjudag fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir keppnistímabilið 2008 og er Grindavík því eina félagið sem á eftir að skila fjárhagsgögnum í Landsbankadeild.

Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Sumarfrí yngri flokka 20. júlí til 6. ágúst - 26.2.2008

Eins og venja hefur verið síðustu ár þá verður tekið sumarfrí í yngstu flokkunum og verður ekki leikið í Íslandsmóti á þessum tíma.  Sumarfríið núna stendur frá 20. júlí til 6. ágúst í ár. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

ÍR og Fram mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla - 26.2.2008

Fimmtudaginn 28. febrúar mætast ÍR og Fram  í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla.  Leikurinn fer fram í Egilshöll og hefst kl. 19:15.  Fram hefur unnið hampað titlinum í 24 skipti en ÍR leikur nú til úrslita í fyrsta skiptið í þessu móti. Lesa meira
 
KS/Leiftur

KS/Leiftur hefur skilað - 26.2.2008

Fjárhagsleg fylgigögn með leyfisumsókn KS/Leiftur hefur nú borist og þar með hafa átta af tólf félögum í 1. deild skilað fjárhagslegum gögnum sínum.  KS/Leiftur hefur aldrei áður undirgengist leyfiskerfi KSÍ.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Skallagrímur fer á Þingvöll - 26.2.2008

Dregið hefur verið í VISA bikar karla og kvenna og eru margir spennandi leikir á dagskránni. Það eru konurnar sem hefja leik í VISA bikarnum þetta tímabilið en fyrstu leikir forkeppni kvenna verða leiknir 20. maí.  Fyrsta umferð hjá körlunum hefst svo 26. maí.  Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrskurður í máli Vals gegn KR - 26.2.2008

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Vals gegn KR vegna leiks í Reykjavíkurmóti meistaraflokks karla sem fram fór 14. febrúar síðastliðinn.  Úrskurðurinn er á þá vegu að úrslit leiksins skulu standa óbreytt.

Lesa meira
 
Dómarar leiða lið Þýskalands og Englands til vallar fyrir úrslitaleik EM U19 kvenna á Íslandi

Átak til að fjölga kvendómurum í fullum gangi - 26.2.2008

Knattspyrnusamband Íslands stendur nú í átaki til þess að fjölga konum í dómarastéttinni.  Um helgina var haldið dómaranámskeið sem eingöngu var fyrir konur og var það undir leiðsögn Gylfa Orrasonar Lesa meira
 
Stjórn KSÍ eftir ársþingið 2008

Skipað í fastanefndir KSÍ - 26.2.2008

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar, sem haldinn var 21. febrúar síðastliðinn, var m.a. skipað í embætti innan stjórnar sem og skipað í fastanefndir KSÍ. Þeir Rúnar Arnarson og Þórarinn Gunnarsson koma nýir inn í stjórn KSÍ. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þinggerð 62. ársþings KSÍ - 26.2.2008

Smellið hér að neðan til að skoða þinggerð 62. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var í höfuðstöðvum KSÍ 9. febrúar síðastliðinn. Lesa meira
 
KR

KR-ingar hafa skilað sínu - 25.2.2008

KR-ingar hafa nú skilað fjárhagslegum fylgigögnum sínum með umsókn um þátttökuleyfi í Landsbankadeildinni 2008.  Þar með hafa 10 af 12 félögum í deildinni skilað og aðeins Suðurnesjaliðin Grindavík og Keflavík eru eftir. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið í apríl - 25.2.2008

Helgina 11.-13. apríl mun KSÍ standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í KSÍ B prófinu (UEFA B prófinu). Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Æfingahelgi hjá U17 og U19 karla framundan - 25.2.2008

Um helgina verða æfingar hjá U17 og U19 karla og hafa landsliðsþjálfararnir, Lúka Kostic og Kristinn R. Jónsson, valið leikmenn til þessara æfinga.  Tveir hópar verða við æfingar hjá U19 karla. Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Reykjavíkur-Víkingar skila fjárhagsgögnum - 25.2.2008

Víkingar í Reykjavík hafa skilað fjárhagslegum fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í 1. deild karla 2008 og eru þar með næstir á eftir Víkingum í Ólafsvík, sem skiluðu á föstudag.

Lesa meira
 
Fram

Framarar búnir að skila - 25.2.2008

Framarar hafa nú skilað fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn sinni og er Fram því níunda Landsbankadeildarfélagið til að skila sínum gögnum.

Lesa meira
 
Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ og Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri Íslenskra getrauna við undirritun samnings um Lengjubikarinn

Samningur KSÍ og Íslenskra Getrauna - 25.2.2008

KSÍ og Íslenskar getraunir hafa gert með sér samning þar sem Íslenskar getraunir verða áfram aðalstuðningsaðili Deildarbikars karla og kvenna. Mun mótið heita Lengjubikar karla og kvenna eins og síðasta ár. Lesa meira
 
Landsliðið eftir sigur á Kína á Algarve Cup árið 2007

Hópurinn tilkynntur fyrir Algarve Cup - 25.2.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt landsliðshópinn er tekur þátt á Algarve Cup dagana 5. - 12. mars.  Mótherjar Íslands á mótinu verða Pólland, Írland og Portúgal.  Einnig verður leikið um sæti á mótinu. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Keppni hafin í Lengjubikarnum - 23.2.2008

Lengjubikarinn hófst á föstudaginn og eru fjölmargir leikir á dagskrá í A-deild karla um helgina.  Leikirnir fara fram í knattspyrnuhúsum víða um land við góðar aðstæður.  Með því að velja "Næstu leikir" er hægt að sjá hvaða leikir eru á dagskránni á næstu dögum.Lesa meira
 
Hermann Hreiðarsson

Hvenær lék Hemmi Hreiðars sinn fyrsta A-landsleik? - 22.2.2008

Hversu oft vakna spurningar á kaffistofum landsmanna um atriði eins og t.d. þessi:  Hvenær lék Hemmi Hreiðars sinn fyrsta landsleik?  Hvað hefur Eiður Smári skorað mörg landsliðsmörk?  Hvað hefur Ásta B. Gunnlaugsdóttir leikið marga landsleiki?

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Stjórn KSÍ samþykkir breytingu á reglugerð - 22.2.2008

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 21. febrúar 2008 breytingu á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.  Breytingin tekur gildi nú þegar.

Lesa meira
 
Víkingur Ólafsvík

Helmingur félaga í 1. deild hefur skilað - 22.2.2008

Fjárhagsleg gögn Víkings Ólafsvík bárust KSÍ með póstinum rétt í þessu og þar með hefur helmingur félaganna í 1. deild karla skilað fjárhagslegum fylgigögnum með umsóknum sínum um þátttökuleyfi í deildinni.

Lesa meira
 
Þór

Fjárhagsleg gögn Þórs hafa borist - 22.2.2008

Fjárhagsleg fylgigögn með umsókn Þórs um þátttökuleyfi hafa nú borist og þá hafa fimm félög í 1. deild skilað sínum gögnum.  Staðfest er að Þórsarar póstlögðu sín gögn 20. febrúar. 

Lesa meira
 
Valur

Valur Reykjavíkurmeistari kvenna - 22.2.2008

Valsstúlkur tryggðu sér í gærkvöldi Reykjavíkurmeistaratitilinn í kvennaflokki þegar þær lögðu KR með tveimur mörkum gegn engu.  Valur sigraði því í öllum sínum leikjum í mótinu. Lesa meira
 
Vefur KSÍ

Leit að fréttum og tilkynningum á ksi.is - 22.2.2008

Á ksi.is er að finna aragrúa af fréttum og tilkynningum sem birtar hafa verið síðan í maí 2000, þegar KSÍ opnaði fyrsta vef sinn.  Allar fréttir eru tengdar yfirflokkum og hægt er að leita eftir þeim með ýmsum hætti.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Miðasala á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu - 21.2.2008

Frá fimmtudeginum 28. febrúar er hægt að sækja um miða á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fer fram í Moskvu 21. maí næstkomandi.  Hægt er að sækja um til 19. mars en dregið verður úr umsóknum. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn hefst á föstudaginn - 21.2.2008

Á morgun, föstudaginn 22. febrúar, hefst keppni í Lengjubikarnum og eru þá tveir leikir á dagskrá í A-deild karla.  Leikið er í þremur deildum karla og kvenna í Lengjubikarnum í ár. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Verða Valsstúlkur Reykjavíkurmeistarar í kvöld? - 21.2.2008

Valsstúlkur geta í kvöld tryggt sér Reykjavíkurmeistaratitilinn þegar þær mæta núverandi Reykjavíkurmeisturum KR.  Bæði liðin eru taplaus til þessa og getur KR því með sigri komið sér í góða stöðu. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Skilafrestur fjárhagslegra gagna framlengdur - 20.2.2008

Þegar þetta er ritað í lok dags 20. febrúar hafa átta félög af 12 í Landsbankadeild skilað fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn fyrir keppnistímabilið 2008.  Skilafrestur hefur því verið framlengdur til mánudagsins 25. febrúar.

Lesa meira
 
HK

HK hefur skilað gögnum - 20.2.2008

HK hefur nú skilað fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn og hafa þá átta af tólf félögum í Landsbankadeild skilað gögnum.  Aðeins fjögur félög eru eftir í Landsbankadeild, en átta eru eftir í 1. deild. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Þórsarar, Ólsarar og KA-menn settu gögnin í póst í dag - 20.2.2008

Þrjú félög settu fjárhagsleg leyfisgögn sín í póst í dag og þau ættu því að berast fyrir helgi.  Þessi félög eru Akureyrarliðin tvö, Þór og KA, auk Víkinga í Ólafsvík. Lesa meira
 
Valur

Íslandsmeistararnir búnir að skila - 20.2.2008

Íslandsmeistarar Vals, sem unnu glæstan sigur í Landsbankadeild karla í fyrra, hafa nú skilað fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn sinni og eru þeir sjöunda félagið til að gera svo.

Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir hefur skilað - 20.2.2008

Fylkismenn voru rétt í þessu að skila sínum fjárhagslegum leyfisgögnum og hefur þá helmingurinn af  félögunum tólf í Landsbankdeild skilað gögnum.  Stærsti þátturinn í fjárhagslegu gögnunum er endurskoðaður ársreikningur. Lesa meira
 
Knattspyrnufélagið Þróttur

Fjárhagsgögn hafa borist frá Þrótti - 20.2.2008

Þróttarar urðu rétt í þessu fimmta félagið til að skila fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn, en lykilatriði í þeim gögnum er ársreikningur með fullri áritun endurskoðanda. 

Lesa meira
 
Fjölnir

Fjölnismenn skila fjárhagsgögnum - 20.2.2008

Fjölnismenn hafa nú skilað sínum fjárhagslegu gögnum og hefa þá fylgigögn vegna fjárhagslegra þátta borist frá þriðjungi félaganna í Landsbankadeild, eins og í 1. deild.

Lesa meira
 
FH

Bikarmeistararnir búnir að skila - 20.2.2008

VISA-bikarmeistarar FH-inga hafa nú skilað fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir keppnistímabilið 2008.  Þá hafa þrjú félög í Landsbankadeildinni skilað.

Lesa meira
 
ÍA

Skagamenn hafa skilað sínu - 20.2.2008

Skagamenn hafa nú skilað fjárhagslegum gögnum sínum vegna umsóknar um þátttökuleyfi í Landsbankadeildinni 2008.  ÍA er annað Landsbankadeildarfélagið til að skila gögnum í ár.

Lesa meira
 
umf_selfoss_logo

Selfyssingar skila fjárhagsgögnum - 20.2.2008

Selfyssingar, sem undirgangast nú leyfiskerfið í fyrsta sinn, hafa skilað fjárhagslegum leyfisgögnum sínum, og hefur nú þriðjungur félaganna í 1. deild skilað sínum gögnum. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Hamborg á fimmtudag - 20.2.2008

Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari, dæmir á morgun leik Hamborg og FC Zürich í 32. liða úrslitum UEFA bikarsins.  Honum til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson en fjórði dómari verður Jóhannes Valgeirsson. Lesa meira
 
Leiknir R.

Leiknismenn númer fjögur - 20.2.2008

Leiknismenn hafa nú skilað fjárhagslegum leyfisgögnum sínum og eru þeir fjórðu í röðinni til þess.  Þrjú félög úr 1. deild hafa nú skilað sínum gögnum, en áður höfðu Njarðvík og Stjarnan skilað.

Lesa meira
 
Breiðablik

Blikar skila fjárhagsgögnum - 20.2.2008

Breiðablik hefur nú skilað fjárhagslegum leyfisgögnum sínum og eru Blikar fyrsta Landsbankadeildarliðið til að skila fjárhagsgögnum í ár.  Áður höfðu tvö félög í 1. deild skilað sínum gögnum.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Svíum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

31 leikmaður valinn til æfinga hjá U17 karla - 19.2.2008

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 31 leikmann til æfinga um komandi helgi.  Æft verður tvisvar sinnum þessa helgi og fara æfingarnar fram í Akraneshöllinni og Reykjaneshöllinni. Lesa meira
 
UEFA

Eftirlitsmenn að störfum í vikunni - 19.2.2008

Þau Klara Bjartmarz og Guðmundur Pétursson verða eftirlitsmenn UEFA á leikjum í vikunni.  Klara verður að störfum í Wales á miðvikudag en Guðmundur verður í Englandi á fimmtudag. Lesa meira
 
Aðstoðardómari að störfum á leik Íslands og Svíþjóðar

Dómaranámskeið eingöngu fyrir konur - 19.2.2008

Mikill áhugi er innan vébanda KSÍ að fá fleiri konur í dómgæslu.  Hugmyndin er að halda dómaranámskeið eingöngu fyrir konur sem vilja gerast héraðsdómarar.  Námskeiðið verður sunnudaginn 24. febrúar og hefst klukkan 13:00. Lesa meira
 
Stjarnan

Stjarnan hefur skilað fjárhagsgögnum - 19.2.2008

Stjarnan varð í dag annað félagið til að skila fjárhagslegum leyfisgögnum til KSÍ, en skilafresturinn er til 20. febrúar.  Áður höfðu Njarðvíkingar skilað inn sínum fjárhagslegu gögnum og hafa félögin í 1. deild því tekið forskotið í þessum málum.

Lesa meira
 
Merki FIFA

FIFA innleiðir leyfiskerfi - 19.2.2008

Í kjölfar jákvæðrar reynslu UEFA hefur FIFA ákveðið að innleiða leyfiskerfi í öllum aðildarsamböndum sínum eigi síðar en árin 2010-2011.  Leyfiskerfi FIFA byggir að verulegu leyti á því leyfiskerfi sem UEFA hefur starfrækt síðan 2003.

Lesa meira
 
Frá landsleik Íslands og Serbíu, 21. júní 2007 og endaði 5-0 fyrir Ísland

A landslið kvenna æfir um helgina - 18.2.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 26 leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Æft verður tvisvar sinnum um helgina og fara æfingarnar fram í Egilshöllinni og Kórnum. Lesa meira
 
Island_U17_kvenna_NM3

Æfingahelgi framundan hjá U17 og U19 kvenna - 18.2.2008

Um komandi helgi verða æfingar hjá kvennalandsliðum U17 og U19 og fara æfingarnar fram í Kórnum og í Egilshöll.  Kristrún Lilja Daðadóttir og Ólafur Þór Guðbjörnsson hafa valið leikmenn til þessara æfinga. Lesa meira
 
John Peacock og Brian Eastick héldu fyrirlestra fyrir íslenska þjálfara

50 þjálfarar sóttu fyrirlestra ensku landsliðsþjálfaranna - 18.2.2008

John Peacock og Brian Eastick héldu opinn fyrirlestur fyrir 50 þjálfara í fræðslusetri KSÍ síðastliðin laugardag.  Þeir John og Brian eru landsliðsþjálfarar Englands í U17, U-18, U-19 og U-20 ára aldurshópunum. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið hjá HK - 18.2.2008

Unglingadómaranámskeið verður haldið á vegum KSÍ í Fagralundi hjá  H.K. kl. 13:00 laugardaginn 23. febrúar.  Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri og hafa brennandi áhuga á knattspyrnu. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Íslandsmóti yngri flokka innanhúss lokið - 17.2.2008

Um helgina var leikið til úrslita í Íslandsmótinu innanhúss hjá yngri flokkum en mótið er í fyrsta skiptið leikið eftir Futsal innanhússreglum.  Íslandsmeistarar voru því krýndir í átta flokkum nú um helgina. Lesa meira
 
KA

KA tryggði sér sigur á Norðurlandsmótinu - 15.2.2008

Í gærkvöldi lauk Norðurlandsmótinu - Powerademótinu með leik Þórs og KA.  Leiknum lauk með sigri KA með tveimur mörkum gegn engu og tryggðu þeir sér því sigur í mótinu með 12 stig. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hægt að senda fax að nýju til KSÍ - 14.2.2008

Í morgun lauk viðgerð á símalínu hjá KSÍ en ekki hefur verið að senda fax á skrifstofuna.  Nú er hægt að senda fax að nýju og er faxnúmerið, sem fyrr, 568 9793. Lesa meira
 
Njarðvík

Njarðvíkingar fyrstir að skila fjárhagsgögnum - 14.2.2008

Njarðvíkingar, sem leika í 1. deild karla, urðu á miðvikudag fyrsta félagið til að skila fjárhagslegum leyfisgögnum til leyfisstjórnar.  Skilafrestur fjárhagslegra gagna er til 20. febrúar, þannig að Njarðvíkingar eru ansi tímanlega.

Lesa meira
 
Landslið U17 kvenna sem sigraði sinn riðil í undakeppni EM 2008 örugglega í Slóveníu

Leikdagar ákveðnir í undankeppni U17 kvenna - 13.2.2008

Gefnir hafa verið út leikdagar í riðli Íslendinga í undankeppni EM 2009 hjá U17 kvenna.  Riðill Íslendinga verður leikinn á Ítalíu og verður verkefni íslensku stelpnanna verðugt. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006. Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Fastnúmerakerfi í Landsbankadeild kvenna og 1. deild karla - 13.2.2008

Ákveðið hefur verið að taka upp fastnúmerakerfi í Landsbankadeild kvenna og 1. deild karla frá og með keppnistímabilinu 2008.  Líkt og í Landsbankadeild karla verða leikmenn í fyrrgreindum deildum nú númeraðir 1-30. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Samningsskylda í Landsbankadeild karla - 13.2.2008

Frá og með 1. janúar 2009 verður öllum félögum sem leika í Landsbankadeild karla gert skylt að gera samninga við leikmenn sem taka þátt í opinberum knattspyrnuleikjum með viðkomandi félagi. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ekki hægt að senda fax á skrifstofu KSÍ - 13.2.2008

Vegna bilunar í símalínu er ekki hægt að senda fax á skrifstofu KSÍ.  Félög eða einstaklingar sem þurfa að senda fax á skrifstofuna, hafið vinsamlegast samband við skrifstofu KSÍ.  Lesa meira
 
Úr leik Fram og ÍBV í 5. flokki karla 2005

Skilið á milli A og B liða í 5. flokki - 13.2.2008

Sú breyting hefur verið gerð á keppnisfyrirkomulagi í 5. flokki karla og kvenna að sameiginlegur árangur A og B liða telur ekki lengur til Íslandsmeistaratitils.  Þannig hefur verið skilið á milli liðanna og úrslit A og B liða teljast ekki lengur saman. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Liðum fjölgað í efstu deildum 2. flokks karla - 13.2.2008

Fjölgað verður í efstu tveimur deildum Íslandsmóts 2. flokks karla fyrir keppnistímabilið 2008, þannig að 10 lið verða í hvorri deild.  Í A-deild er liðum fjölgað úr 8 í 10 og í B-deild fjölgar liðum úr 9 í 10. 

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Markamismunur ræður ekki lengur röð liða - 13.2.2008

Reglugerð KSÍ um knattspyrnumót 7 manna liða í 5. flokki og yngri hefur verið breytt þannig að markamismunur ákvarðar ekki lengur röð liða, heldur einungis fjöldi stiga.

Lesa meira
 
Hásteinsvöllur að vori

Er þitt félag að byggja knattspyrnumannvirki ? - 13.2.2008

Settur hefur verið á fót Mannvirkjasjóður KSÍ og er sjóðnum ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja.  Hámarksstyrkur við hvert verkefni getur orðið 10 milljónir króna og geta aðeins aðildarfélög KSÍ sótt um styrk. Lesa meira
 
ÍBV

Úrskurður í máli Víðis gegn ÍBV - 13.2.2008

Aga - og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Víðis gegn ÍBV vegna leiks liðanna í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu er fram fór laugardaginn 26. janúar síðastliðinn.  Úrskurðurinn er á þá vegu að ÍBV telst hafa tapað leiknum, 3-0.

Lesa meira
 
Keppnisvellir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði

Undirbúningur fjárhagsgagna í fullum gangi - 13.2.2008

Þau félög sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ eru nú í óða önn að undirbúa fjárhagsleg leyfisgögnstkomandi.  Fjárhagsleg leyfisgögn eru endurskoðaður ársreikningur með fullri áritun endurskoðanda ásamt fylgigögnum og staðfestingum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrslitakeppni yngri flokka innanhúss 2008 um helgina - 12.2.2008

Um komandi helgi fara fram úrslitakeppnir yngri flokka í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu en í ár er leikið í fyrsta skiptið eftir Futsal reglum.  Úrslitakeppnirnar fara fram 16. febrúar og 17. febrúar. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið á Selfossi - 12.2.2008

Unglingadómaranámskeið verður haldið á vegum KSÍ á Selfossi kl. 20:00 fimmtudaginn 14. febrúar.  Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri og hafa brennandi áhuga á knattspyrnu.

Lesa meira
 
Elvin Aliyev leikmaður Azerbaijan í baráttu við hinn portúgalska Deco

Landsleikur við Azerbaijan 20. ágúst á Laugardalsvelli - 11.2.2008

Knattspyrnusamband Íslands og Knattspyrnusamband Azerbaijan hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik.  Leikurinn fer fram 20. ágúst og verður leikinn á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
John Peacock, fyrrum yfirmaður knattspyrnuakademíu Derby County, mun kenna á KSÍ VI í Lilleshall

KSÍ býður upp á opna fyrirlestra - 11.2.2008

Laugardaginn 16. febrúar klukkan 13.30 mun Knattspyrnusamband Íslands bjóða upp á opna fyrirlestra frá ensku landsliðsþjálfurunum John Peacock og Brian Eastick.  Fyrirlestrarnir verða bæði bóklegir og verklegir og fara fram á ensku. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þrír einstaklingar sæmdir gullmerki KSÍ - 11.2.2008

Í tengslum við 62. ársþing KSÍ voru þrír einstaklingar sæmdir gullmerki KSÍ fyrir störf þeirra til handa íslenskrar knattspyrnu.  Þetta voru þeir Ástráður Gunnarsson, Bjarni Felixson og Reynir Ragnarsson sem voru sæmdir merkjunum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Saga bikarkeppni KSÍ rituð - 11.2.2008

Sumarið 2009 verður leikið í bikarkeppni KSÍ í fimmtugasta skiptið og verður þeirra tímamóta minnst með ýmsum hætti.  Skapti Hallgrímsson, blaðamaður, hefur tekið að sér að skrifa sögu bikarkeppninnar. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Kynningar á reglugerðum KSÍ - 11.2.2008

Stjórn KSÍ hefur samþykkt breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót og nýja reglugerð um Mannvirkjasjóð.  Reglugerðirnar voru kynntar á ársþingi KSÍ síðastliðinn laugardag. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtaksleikir við Möre og Romsdal - 11.2.2008

Úrtakshópar KSÍ karla og kvenna munu leika fjóra vináttuleiki gegn úrvalsliðum Møre og Romsdal fylkis í Noregi á næstu dögum.  Freyr Sverrisson þjálfari U16 karla og Kristrún Lilja Daðadóttir þjálfari U17 kvenna hafa hvort um sig valið tvo úrtakshópa Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Riðlaskipting 1. deildar kvenna og 3. deildar karla - 9.2.2008

Riðlaskipting 1. deildar kvenna og 3. deildar karla er nú tilbúin.  Félögin eru 12 í 1. deild kvenna í tveimur riðlum en í 3. deild karla eru þau 24 og er skipt í fjóra riðla.  Niðurröðun verður birt síðar. Lesa meira
 
Stjórn KSÍ eftir ársþingið 2008

62. ársþingi KSÍ lokið - 9.2.2008

62. ársþingi KSÍ er lokið en þingið fór fram í dag í höfuðstöðvum KSÍ.  Geir Þorsteinsson sleit þinginu og þakkaði sérstaklega þeim Ástráði Gunnarssyni og Halldóri B. Jónssyni fyrir þeirra farsælu störf til handa íslenskrar knattspyrnu.  Þeir Rúnar Arnarson og Þórarinn Gunnarsson voru kjörnir í stjórn KSÍ.  Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Ávarp formanns á 62. ársþingi KSÍ - 9.2.2008

Hér að neðan má sjá ávarp formanns KSÍ, Geirs Þorsteinssonar, á 62. ársþingi KSÍ sem fram fór í dag.  Ársþingið var haldið í fyrsta skiptið í nýjum höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Jafnréttisáætlun samþykkt á ársþingi KSÍ - 9.2.2008

Á ársþingi KSÍ í dag var jafnréttisáætlun sambandsins samþykkt en tillögu um fjölgun varamanna í fyrstu umferðum bikarkeppni KSí var vísað til stjórnar.  Þessar tillögur lágu fyrir 62. ársþingi KSÍ. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Geir Magnússon fékk viðurkenningu - 9.2.2008

Geir Magnússon, íþróttafréttamaður, fékk í dag knattspyrnupennann á ársþingi KSÍ.  Það var Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sem afhenti Geir Magnússyni pennann en hann hefur verið öflugur málsvari íslenskrar knattspyrnu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Valur fékk kvennabikarinn 2007 - 9.2.2008

Valur hlaut kvennabikarinn fyrir árið 2007 og var hann afhentur á ársþingi KSÍ.  Börkur Edvardsson formaður knattspyrnudeildar Vals tók við bikarnum fyrir hönd félagsins úr hendi formanns KSÍ. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Valur og Fjarðabyggð fengu Drago stytturnar - 9.2.2008

Valur fékk afhenta Drago-styttuna svokölluðu í Landsbankadeild karla 2007 og Fjarðabyggð fékk styttuna afhenta í 1. deild karla.  Drago stytturnar hljóta þau lið í efstu tveimur deildum karla, sem sýna prúðmannlegastan leik Lesa meira
 
Frá setningu ársþings KSÍ 2008

62. ársþing KSÍ hafið - 9.2.2008

Ársþing KSÍ, það 62. í röðinni, var sett kl. 11:00 í dag í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.  Fylgst verður með framvindu þingsins hér á síðunni en framundan eru m.a.afgreiðsla tillagna og kosningar í stjórn.  Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Drög að Landsdeildum 2008 birt á netinu - 9.2.2008

Drög að niðurröðun landsdeilda (Landsbankadeild karla, 1. deild karla, 2. deild karla og Landsbankadeild kvenna), hafa nú verið birt hér á vefnum.  Dagsetningar eru birtar með ofangreindum deildum en athuga ber að einungis er um drög að ræða. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

62. ársþing KSÍ haldið á laugardag - 8.2.2008

Laugardaginn 9. febrúar kl. 11:00 verður 62. ársþing KSÍ sett í höfuðstöðvum sambandsins í Laugardal.  Fylgst verður með framvindu þingsins, afgreiðslu tillagna, kosningum og annarra mála hér á heimasíðunni. Lesa meira
 
Aðstoðardómari að störfum á leik Íslands og Svíþjóðar

Unglingadómaranámskeiði á Selfossi frestað - 7.2.2008

Unglingadómaranámskeiði, sem halda átti á Selfossi í kvöld, hefur verið frestað vegna ófærðar.  Stefnt er að því að halda námskeiðið í næstu viku og verður það auglýst nánar hér á síðunni. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Frambjóðendur á ársþingi KSÍ 9. febrúar - 7.2.2008

Á ársþingi KSÍ, sem haldið verður í höfuðstöðvum KSÍ 9. febrúar næstkomandi, verða m.a. kosningar í stjórn KSÍ sem og varastjórn KSÍ.  Fimm framboð eru um fjögur sæti í stjórn KSÍ og fjögur framboð um þrjú sæti í varastjórn KSÍ. Lesa meira
 
Gunnar Heiðar Þorvaldsson í landsleik gegn Króötum

Góður sigur á Armenum - 6.2.2008

Íslendingar lögðu Armena að velli í dag en leikurinn var síðasti leikur liðsins á æfingamóti sem fram fór á Möltu.  Lokatölur urðu 2-0 Íslendingum í vil og voru það Tryggvi Guðmundsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem skoruðu mörk Íslands. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Tap hjá U21 karla gegn Kýpur - 6.2.2008

Íslenska U21 karlalandsliðið beið lægri hlut í dag gegn Kýpur ytra en leikurinn var í riðlakeppni EM 2009.  Lokatölur urðu 2-0 fyrir heimamenn eftir að staðan í hálfleik var 0-0. Lesa meira
 
A landslið karla

Byrjunarlið Íslands gegn Armeníu - 6.2.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Armeníu kl. 16:30 í dag.  Leikurinn er lokaleikur liðsins á æfingamóti sem fram fer á Möltu.  Armenar hafa unnið báða leiki sína til þessa en Íslendingar eru án stiga. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þingfulltrúar á 62. ársþingi KSÍ - 6.2.2008

Laugardaginn 9. febrúar næstkomandi fer fram 62. ársþing KSÍ í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.  Alls hafa 133 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 115 fulltrúa. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

U21 karla leikur gegn Kýpur í dag - 6.2.2008

U21 karlalandsliðið leikur við Kýpur í dag en leikurinn er liður í undankeppni EM 2009.  Leikið er á Kýpur og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Luka Kostic hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands í leiknum. Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Leikið við Armeníu í dag - 6.2.2008

Íslendingar leika lokaleik sinn á æfingamótinu á Möltu í dag en mótherjarnir þá verða Armenar.  Leikurinn hefst kl. 16:30 á íslenskum tíma og verður fylgst með leiknum hér á síðunni. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Tveir hópar æfa hjá U19 karla um helgina - 5.2.2008

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið tvo hópa til æfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og í Kórnum um helgina en alls eru 47 leikmenn boðaðir til þessara æfinga. Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Svíum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

Úrtaksæfingar hjá U17 karla um komandi helgi - 5.2.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 30 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Fífunni og verða leiknir æfingaleikir fyrri daginn. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið á Selfossi - 5.2.2008

Unglingadómaranámskeið verður haldið á vegum KSÍ á Selfossi kl. 20:00 fimmtudaginn 7. febrúar.  Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri og hafa brennandi áhuga á knattspyrnu. Lesa meira
 
A landslið karla

Eins marks tap gegn Möltu - 4.2.2008

Íslenska karlalandsliðið tapaði gegn Möltu í kvöld en leikurinn er liður í æfingamóti sem fer fram á Möltu.  Lokatölur urðu eitt mark gegn engu fyrir heimamenn og kom markið á 18. mínútu leiksins.  Ísland leikur á móti Armeníu á miðvikudag. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn á dómararáðstefnu UEFA - 4.2.2008

Í dag hófst í Limassol á Kýpur 16. dómararáðstefna UEFA fyrir bestu dómara í Evrópu.  Á meðal þátttakenda er Kristinn Jakobsson en hann mun starfa sem fjórði dómari í úrslitakeppni EM sem fram fer í Austurríki og Sviss. Lesa meira
 
Garðar Örn Hinriksson

Dómarar í eldlínunni á La Manga - 4.2.2008

Dómarinn Garðar Örn Hinriksson  og aðstoðardómararnir Áskell Þór Gíslason  og Jóhann Gunnar Guðmundsson eru staddir í boði norska knattspyrnusambandsins á La Manga á Spáni. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Ísland leikur gegn Möltu í kvöld - 4.2.2008

Ísland leikur gegn Möltu á æfingamóti í kvöld og hefst leikurinn kl. 18:45 að íslenskum tíma.  Bæði liðin töpuðu sínum leikjum í fyrstu umferð, Íslendingar fyrir Hvít Rússum og Malta fyrir Armeníu. Lesa meira
 
A landslið karla

Tap gegn Hvít Rússum á Möltu - 2.2.2008

Íslenska karlalandsliðið beið lægri hlut gegn Hvít Rússum í fyrsta leik æfingamótsins á Möltu.  Lokatölur urðu 2-0 fyrir Hvít Rússa eftir að staðan hafði verið 1-0 í hálfleik.  Ísland leikur gegn Möltu á mánudaginn. Lesa meira
 
Allir eru þeir ættaðir að norðan, Aron Einar Gunnarsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Baldur Ingimar Aðalsteinsson og Pálmi Rafn Pálmason

Leikið við Hvíta Rússland í dag kl. 14:00 - 2.2.2008

Ísland og Hvíta Rússland mætast í dag kl. 14:00 en leikurinn er liður í æfingamóti sem fram fer á Möltu.  Ólafur Jóhannesson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt og eru þrír nýliðar sem byrja leikinn í dag. Fylgst er með leiknum hér á síðunni. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ innkallar allt fræðsluefni - 1.2.2008

KSÍ óskar eftir því að þjálfarar sem fengið hafa fræðsluefni (bækur, VHS spólur, DVD diska o.s.frv.) skili því inn, sama hve gamalt efnið er. Verið er að taka í gegn bókasafn og vídeósafn sambandsins Lesa meira
 
Magnús Þórisson

Magnús dæmir leik Armeníu og Möltu - 1.2.2008

Magnús Þórisson, milliríkjadómari, mun verða í eldlínunni á morgun þegar hann dæmir leik Möltu og Armena.  Leikurinn er liður í æfingamóti á Möltu þar sem að íslenska landsliðið  er á meðal þátttakenda. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ársreikningur KSÍ 2007 birtur - 1.2.2008

Knattspyrnusamband Íslands birtir nú ársreikning sinn fyrir árið 2007.  Heildartekjur KSÍ samstæðunnar voru 658,9 milljónir kr. og heildargjöld voru 592,3 milljónir kr. Hagnaður varð því 66,6 milljónir kr. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Endurmenntun KSÍ B þjálfara - 1.2.2008

Fjöldi menntaðra knattspyrnuþjálfara hér á landi hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Árið í ár fór vel af stað, því þau þrjú námskeið sem haldin hafa verið hingað til á árinu hafa verið vel sótt. Lesa meira
 
Úr leik FH og Keflavíkur frá 28. júlí 2007

Samtök knattspyrnumanna stofnuð - 1.2.2008

Samtök Knattspyrnumanna er heiti á leikmannasamtökum sem leikmenn í Landsbankadeild karla stofnuðu formlega á miðvikudagskvöld.  Lesa meira
 
Gunnar Heiðar Þorvaldsson gerir sig kláran fyrir æfingu á Möltu þar sem íslenska landsliðið tekur þátt á æfingamóti

Æft tvisvar sinnum í dag - 1.2.2008

Karlalandsliðið er statt á Möltu um þessar mundir þar sem liðið tekur þátt í æfingamóti.  Fyrsti leikur liðsins er við Hvíta Rússland á morgun, laugardag.  Þessar þjóðir hafa ekki áður mæst í A-landsleik karla. Lesa meira
 
Bjarni_Tor_a_Moltu

Landsliðshópurinn æfir á Möltu - 31.1.2008

Íslenski landsliðshópurinn kom til Möltu í nótt eftir langt ferðalag og í dag var æft tvisvar sinnum.  Landsliðið mætir Hvít Rússum á laugardaginn, Möltu á mánudaginn og Armenum á miðvikudaginn. Lesa meira
 
Frá afhendingu Grasrótarviðurkenninga 2007

KSÍ aðili að Grasrótarsáttmála UEFA - 31.1.2008

Í dag var undirrituð staðfesting þess efnis að KSÍ hafi verið samþykkt inn í Grasrótarsáttmála UEFA.  Það voru 9 þjóðir sem voru samþykktar inn í Grasrótarsáttmála UEFA að þessu sinni og eru 30 þjóðir orðnar aðilar að sáttmálanum. Lesa meira
 
UEFA

32. ársþing UEFA hófst í dag - 31.1.2008

Í dag var sett við hátíðlega athöfn, 32. ársþing UEFA og fer það fram að þessu sinni í höfuðborg Króatíu, Zagreb.  Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, Lúðvík Georgsson, varaformaður KSÍ og Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ sitja þingið. Lesa meira
 
KR

Ólöglegur leikmaður með KR gegn ÍR - 31.1.2008

Skrifstofa KSÍ hefur staðfest að Guðmundur Pétursson lék ólöglegur með liði KR í leik gegn ÍR í Reykjavíkurmóti karla föstudaginn 25. janúar síðastliðinn, en hann er skráður í norskt félag. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tillögur á ársþingi KSÍ 2008 - 31.1.2008

Ársþing KSÍ, það 62. í röðinni, verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli 9. febrúar næstkomandi.  Hér að neðan má sjá þær tillögur er liggja fyrir þinginu sem og dagskrá þingsins sem sett verður kl. 11:00. Lesa meira
 
KR

Ólöglegur leikmaður með KR gegn Leikni R - 30.1.2008

Skrifstofa KSÍ hefur staðfest að Guðmundur Pétursson lék ólöglegur með liði KR í leik gegn Leikni R í Reykjavíkurmóti karla föstudaginn 18. janúar síðastliðinn, en hann er skráður í norskt félag. Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Forföll í íslenska landliðshópnum - 30.1.2008

Íslenska landsliðið hélt af stað í morgun til Möltu þar sem liðið leikur á æfingamóti, 2. - 6. febrúar.  Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, valdi 30 leikmenn í landsliðshópinn en af þeim hópi eru 6 leikmenn sem geta ekki tekið þátt í þessu móti. Lesa meira
 
Dómarar leiða lið Þýskalands og Englands til vallar fyrir úrslitaleik EM U19 kvenna á Íslandi

Dómaranámskeið eingöngu fyrir konur - 29.1.2008

Mikill áhugi er innan vébanda KSÍ að fá fleiri konur í dómgæslu.  Hugmyndin er að halda dómaranámskeið eingöngu fyrir konur.  Farið verður yfir knattspyrnulögin og síðan mun Gylfi Orrason fara í praktísku hliðina á dómgæslunni. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ B próf (UEFA B próf) laugardaginn 16. febrúar - 29.1.2008

Laugardaginn 16. febrúar, milli kl. 10:00 og 12:00, stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er fyrir alla þjálfara sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Hópurinn valinn hjá U21 karla fyrir Kýpurferð - 28.1.2008

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn er mætir Kýpur ytra þann 6. febrúar næstkomandi.  Leikurinn er liður í undankeppni EM 2009 og er Ísland með 6 stig eftir 5 leiki í riðlinum. Lesa meira
 
Island_U17_kvenna_NM3

U17 og U19 kvenna með æfingar um helgina - 28.1.2008

Þau Kristrún Lilja Daðadóttir og Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfarar U17 og U19 kvenna, hafa valið hópa til æfinga um helgina.  Æfingarhópur U17 kvenna æfir í Kórnum en U19 kvenna æfir bæði í Kórnum og Egilshöll. Lesa meira
 
Frá landsleik Íslands og Serbíu, 21. júní 2007 og endaði 5-0 fyrir Ísland

Æfingahelgi hjá A landsliði kvenna - 28.1.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna, hefur valið hóp til æfinga um helgina. Æft verður tvisvar sinnum og hafa tuttugu og sjö leikmenn verið valdir til þessara æfinga. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Kosningar í stjórn á 62. ársþingi KSÍ - 28.1.2008

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 12. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Hér fyrir neðan er gerð grein fyrir þeim framboðum sem tilkynnt voru til skrifstofu KSÍ hálfum mánuði fyrir þing. Lesa meira
 
Valur, sigurvegarar á Kynningarmótinu í Futsal 2007

Breiðablik og Valur Íslandsmeistarar innanhúss - 27.1.2008

Breiðablik og Valur urðu í dag Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu en úrslitaleikir karla og kvenna voru leiknir í Laugardalshöll.  Breiðablik sigraði ÍR í kvennaflokki 9-3 og Valur lagði ÍBV í karlaflokki, 7-2. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Úrslitaleikir karla og kvenna í Íslandsmótinu innanhúss á sunnudag - 26.1.2008

Undanúrslitum karla og kvenna í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu lauk í dag í Laugardalshöll.  ÍR og Breiðablik leika til úrslita í kvennaflokki en Valur og ÍBV í karlaflokki.  Leikirnir fara fram í Laugardalshöll á morgun, sunnudag, og hefst kvennaleikurinn kl. 14:15 en karlaleikurinn kl. 16:00. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Úrslitakeppni meistaraflokka innanhúss hafin - 25.1.2008

Úrslitakeppni meistaraflokka karla og kvenna fer fram um helgina og var leikið í 8-liða úrslitum í kvöld.  Valur, Víðir, ÍBV og Vinir tryggðu sér sæti í undaúrslitum sem fara fram á morgun, laugardag. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Meistaraflokkar leika til úrslita í innanhússknattspyrnu - 24.1.2008

Úrslitakeppni meistaraflokka karla og kvenna í innanhússknattspyrnu verður leikin um helgina.  Karlarnir leika í 8-liða úrslitum á föstudaginn en konurnar hefja leik á laugardag.  Úrslitaleikirnir fara fram á sunnudag. Lesa meira
 
SPORTFIVE

Sjónvarpsréttarsamningur KSÍ og SportFive undirritaður - 24.1.2008

Knattspyrnusamband Íslands og SportFive hafa í dag undirritað samning sem felur í sér kaup SportFive á útsendingarrétti og markaðsrétti frá íslenskri knattspyrnu fyrir árin 2010 og 2011. Lesa meira
 
Aðstoðardómari að störfum á leik Íslands og Svíþjóðar

Unglingadómaranámskeið á Húsavík í dag - 24.1.2008

Síðustu daga hafa verið haldin dómaranámskeið á Norðurlandi og hefur Magnús Jónsson, dómarastjóri KSÍ, verið með umsjón með þessum námskeiðum.  Síðasta námskeiðið í þessari hrinu verður haldið í dag, fimmtudag og fer fram á Húsavík. Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Sex nýliðar fara til Möltu - 21.1.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið 30 leikmenn sem taka þátt í æfingamóti á Möltu dagana 2. - 6. febrúar.  Mótherjar Íslendinga verða heimamenn, Armenar og Hvít Rússar. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Samþykkt stjórnar vegna kosninga á ársþingi - 21.1.2008

Á stjórnarfundi KSÍ, sem haldinn var 17. janúar síðastliðinn, kom fram að Halldór B. Jónsson hefur dregið sig úr stjórn KSÍ vegna veikinda.  Stjórn KSÍ samþykkti að kosning færi fram um sæti hans á næsta ársþingi. Lesa meira
 
Frá opnun Skylmingamiðstöðvarinna í janúar 2008

Skylmingamiðstöðin vígð í Laugardalnum - 21.1.2008

Um helgina var Skylmingamiðstöðin opnuð formlega við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni.  Skylmingamiðstöðin er undir stúkubyggingu Laugardalsvallar sem áður hýsti innanhússaðstöðu fyrir frjálsíþróttamenn. Lesa meira
 
U16-1993-0021

Æfingar hjá U16 karla um komandi helgi - 21.1.2008

Æfingar verða hjá U16 karla um komandi helgi og hafa 36 leikmenn verið boðaðir til þessara æfinga sem verða undir stjórn Freys Sverrissonar.  Æft verður tvisvar um helgina og fara æfingarnar fram í Egilshöll og Kórnum. Lesa meira
 
Island_U17_kvenna_NM2

Æfingar hjá U16 kvenna um næstu helgi - 21.1.2008

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Æft verður tvisvar sinnum um helgina og fara æfingarnar fram í Kórnum í Kópavogi. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Úrtaksæfingar hjá U21 karla 26. - 27. janúar - 18.1.2008

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið 26 leikmenn til æfinga dagana 26. og 27. janúar.  Æfingarnar fara fram í Kórnum í Kópavogi og verður æft laugardag og sunnudag. Lesa meira
 
UEFA

Gæðavottun leyfiskerfis KSÍ 2007 staðfest - 18.1.2008

Í september síðastliðinum fór fram víðtækt gæðamat á skipulagi leyfiskerfis KSÍ og því starfi sem unnið er við rekstur þess, og hefur nú borist formleg  tilkynning um niðurstöður þess.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Félögunum þakkað fyrir góð skil - 18.1.2008

Framkvæmdastjóri KSÍ hefur sent bréf til allra þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ og er þeim þakkað fyrir góð skila á gögnum, öðrum en fjárhagslegum.  Félögin eru jafnframt minnt á lykildagsetningar og nokkur mikilvæg atriði í leyfisferlinu.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Öll félög í 1. deild hafa skilað leyfisgögnum - 17.1.2008

Leyfisstjórn getur staðfest að öll félögin tólf sem hyggjast leika í 1. deild karla 2008 hafa nú skilað inn fylgigögnum með umsókn um þátttökuleyfi.  Skiladagur gagna, annarra en fjárhagslegra, var 15. janúar. 

Lesa meira
 
ÍBV

Pósturinn kominn frá Eyjum - 17.1.2008

Leyfisumsókn ÍBV ásamt fylgigögnum hefur nú borist leyfisstjórn og hafa því gögn frá öllum leyfisumsækjendum borist.  Leyfisstjórn getur staðfest að gögn Eyjamanna voru póstuð innan settra tímamarka.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Þátttaka í knattspyrnumótum 2008 - 17.1.2008

Félög eru minnt á að skila inn þátttökutilkynningum í knattspyrnumót 2008 í síðasta lagi 20. janúar næstkomandi.  Mikilvægt er að félög virði þessa dagsetningu svo að vinna við niðurröðun geti hafist sem fyrst.

Lesa meira
 
KS/Leiftur

Leyfisgögn KS/Leifturs hafa borist - 17.1.2008

Leyfisgögn KS/Leifturs bárust með pósti í gær 16. janúar, en stimpill póssthússins sýndi og sannaði að þau hefðu verið send 15. janúar, innan tímamarka. 

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Staðfest niðurröðun leikja í Lengjubikarnum - 16.1.2008

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2008. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar frá þeim drögum sem gefin voru út 19. desember. Leikið verður í þremur deildum karla og kvenna í Lengjubikarnum og er það A-deild karla sem hefur leik 22. febrúar. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Íslands í 87. sæti á FIFA listanum - 16.1.2008

Íslenska karlalandsliðið er í 87. sæti FIFA listans en nýr listi var gefinn út í morgun.  Ísland færist upp um 3 sæti frá síðasta lista þrátt fyrir að hafa ekki spilað landsleik á þessum tíma.  Argentínumenn er í efsta sæti listans. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í 32. liða úrslitum UEFA bikarsins - 15.1.2008

Kristinn Jakobsson mun dæma leik þýska liðsins Hamborgar og FC Zürich frá Sviss.  Leikurinn er seinni leikur liðanna í 32. liða úrslitum UEFA bikarsins.  Þetta er enn eitt stóra verkefnið sem Kristni er úthlutað af UEFA. Lesa meira
 
umf_selfoss_logo

Selfyssingar hafa skilað leyfisgögnum - 15.1.2008

Selfyssingar hafa nú skilað leyfisgögnum sínum og hafa þá borist gögn frá öllum  félögunum í 1. deild karla nema tveimur, en þau félög settu sín gögn í póst í dag, 15. janúar. Lesa meira

 
Stjarnan

Stjarnan skilar leyfisumsókn - 15.1.2008

Stjarnan úr Garðabæ hefur nú skilað fylgigögnum með umsókn um þátttöluleyfi í 1. deild karla 2008 og eru Selfyssingar því þeir einu sem eiga eftir að skila fullnægjandi gögnum, en þeir hafa nú þegar skilað hluta gagnanna. Lesa meira
 
Þór

Gögn Þórsara hafa borist - 15.1.2008

Leyfisgögn Þórsara, fylgigögn með umsókn um þátttökuleyfi í 1. deild karla 2008, hafa nú borist og eiga því einungis eftir að berast gögn frá fjórum félögum. 

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Öll félög í Landsbankadeild hafa skilað leyfisgögnum - 15.1.2008

Leyfisstjórn getur staðfest að öll félögin tólf sem hyggjast leika í Landsbankadeild karla 2008 hafa nú skilað inn fylgigögnum með umsókn um þátttökuleyfi.  Öll skiluðu þau gögnum innan tímamarka.

Lesa meira
 
Fylkir

Fylkismenn búnir að skila sínum gögnum - 15.1.2008

Fylkismenn hafa nú skilað umsókn sinni um þátttökuleyfi í Landsbankadeild karla 2008, ásamt fylgigögnum.  Þar með hafa öll 12 félögin í deildinni skilað gögnum.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Leyfisgögn Víkings Reykjavík hafa borist - 15.1.2008

Leyfisgögn hafa nú borist frá Víkingi Reykjavík og hafa því gögn borist frá 10 af 12 félögum í 1. deild - aðeins Stjarnan og Selfoss eiga eftir að skila fylgigögnum með umsóknum sínum um þátttökuleyfi 2008.

Lesa meira
 
Knattspyrnufélagið Þróttur

Þróttur Reykjavík búinn að skila gögnum - 15.1.2008

Reykjavíkur-Þróttarar hafa nú skilað fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir keppnistímabilið 2008 og eiga þá aðeins örfá félög eftir að skila, reyndar aðeins eitt í Landsbankadeild - Fylkir, sem hefur þó skilað að hluta til nú þegar. 

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmótið hefst á fimmtudaginn - 15.1.2008

Reykjavíkurmót KRR í knattspyrnu hefst fimmtudaginn 17. janúar og verður fyrsti leikur mótsins viðureign Þróttar og Fylkis í B-riðli meistaraflokks karla.  Strax á eftir leika Fram og Víkingur í sama riðli. Lesa meira
 
Fjarðabyggð

Gögn hafa borist frá Fjarðabyggð - 15.1.2008

Fylgigögn með leyfisumsókn Fjarðabyggðar komu til KSÍ með pósti í dag og þar með hafa gögn borist frá helmingi þeirra 12 félaga sem sækja um þátttökuleyfi í 1. deild karla 2008.

Lesa meira
 
HK

HK búið að skila - 15.1.2008

HK hefur nú skilað fylgigögnum með leyfisumsókn sinni og eiga þá aðeins tvö Landsbankadeildarfélög af tólf eftir að skila, Reykjavíkurfélögin Fylkir og Þróttur. 

Lesa meira
 
Fram

Gögn Framara komin í hús - 15.1.2008

Famarar voru rétt í þessu að skila fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í Landsbankadeildinni 2008.  Þar með hafa níu af tólf félögum í Landsbankadeild skilað.  Gögn hafa ekki borist frá Fylki, HK og Þrótti R. Lesa meira
 
Grindavík

Grindvíkingar hafa skilað gögnum - 15.1.2008

Grindvíkingar hafa nú skilað fylgigögnum með leyfisumsókn fyrir keppnistímabilið 2008 og hafa þá öll þrjú Suðurnesjaliðin sem undirgangast leyfiskerfið skilað sínum gögnum.

Lesa meira
 
ÍA

Skagamenn, Skagamenn skiluðu gögnum - 15.1.2008

Skagamenn hafa skilað fylgigögnum sínum með umsókn um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2008 og er ÍA þar með sjöunda félagið í Landsbankadeild til að gera slíkt.  Fimm félög í efstu deild eiga enn eftir að skila.

Lesa meira
 
Breiðablik

Helmingur Landsbankadeildarfélaga hefur skilað - 15.1.2008

Breiðablik varð rétt í þessu sjötta Landsbankadeildarfélagið til að skila fylgigögnum með leyfisumsókn fyrir keppnistímabilið 2008.  Þar með hefur helmingur félaga í efstu deildinni skilað sínum gögnum.

Lesa meira