Fréttir

Knattspyrnusamband Íslands

Bréf framkvæmdastjóra KSÍ til leyfisumsækjenda - 30.12.2007

Framkvæmdastjóri KSÍ hefur sent bréf til allra þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ og er efni þess bréfs birt hér að neðan.  Félögin eru minnt á lykildagsetningar og nokkur mikilvæg atriði í leyfisferlinu.

Lesa meira
 
Luka ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands

Luka Kostic hlýtur viðurkenningu Alþjóðahúss - 30.12.2007

Luka Kostic, þjálfari U17 og U21 landsliða karla, hlaut í dag viðurkenningu Alþjóðahúss fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda á Íslandi.  Það var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhenti viðurkenninguna.

Lesa meira
 
Margrét Lára Viðarsdóttir var valin leikmaður umferða 13-18 í Landsbankadeild kvenna

Margrét Lára Íþróttamaður ársins - 28.12.2007

Margrét Lára Viðarsdóttir var í kvöld kjörin íþróttamaður ársins en tilkynnt var um kjörið við hátíðlega athöfn á Grand Hótel.  Margrét Lára er fyrsta knattspyrnukonan er hlýtur þessa nafnbót. Lesa meira
 
flugeldar_2007

Áramótakveðja frá KSÍ - 28.12.2007

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum sínar bestu áramótakveðjur, óskar landsmönnum gleðilegs nýs knattspyrnuárs og þakkar fyrir allt gott á liðnu ári. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Bráðabirgðaákvæði vegna hlutgengis leikmanna - 28.12.2007

Stjórn KSÍ hefur samþykkt bráðabirgðaákvæði til þess að heimila leikmönnum sem hafa skipt um félag og eru handhafar keppnisleyfis sem tekur gildi 20. febrúar nk. að leika nú þegar með nýju félagi í héraðsmótum og Íslandsmóti innanhúss. Lesa meira
 
Margrét Lára Viðarsdóttir var valin leikmaður umferða 13-18 í Landsbankadeild kvenna

Tilkynnt um íþróttamann ársins í kvöld - 28.12.2007

Í kvöld verður tilkynnt um kjör á íþróttamanni ársins en það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu.  Knattspyrnufólkið Eiður Smári Guðjohnsen og Margrét Lára Viðarsdóttir eru á meðal tíu efstu í kjörinu. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U19 karla í leik gegn Englendingum í riðlakeppni EM í október 2007

Tveir hópar æfa hjá U19 karla - 27.12.2007

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 2 hópa til æfinga fyrstu vikuna í janúar.  Hvor hópur æfir tvisvar sinnum þessa helgi og fara æfingarnar fram í Kórnum og Egilshöllinni. Lesa meira
 
Jólakveðja frá KSÍ

Jólakveðja frá KSÍ - 21.12.2007

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum hugheilar jólakveðjur með von um að allir eigi góða daga yfir hátíðirnar. 

GLEÐILEG JÓL!!!!!!!!

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Kvennalandslið

Kvennalandsliðið í 21. sæti styrkleikalista FIFA - 21.12.2007

Íslenska kvennalandsliðið er í 21. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag.  Er það sama sæti og liðið var í desember árið 2006.  Þýskaland endar árið 2007 í efsta sæti styrkleikalistans. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Vináttulandsleikur gegn Wales 28. maí - 20.12.2007

Íslendingar munu spila vináttulandsleik gegn Wales, miðvikudaginn 28. maí 2008 og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli.  Þetta er sjötti vináttulandsleikurinn sem fyrirhugaður er á næsta ári en leikið verður við Færeyjar og Slóvakíu í mars sem og við Armeníu, Hvíta-Rússland og Möltu á æfingamóti í febrúar. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Umsjónarmenn vantar fyrir knattspyrnuklúbb 14-16 ára - 20.12.2007

Umsjónarmaður meðknattspyrnuklúbb fyrir 14-16 ára unglinga sem á að byrja í janúar, tvö til þrjú kvöld í viku. Þetta er samstarfsverkefni ÍR, Leiknis, Miðbergs og Þjónustumiðstöðvar Breiðholts. Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Svíum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

Æfingar hjá U17 karla 5. og 6. janúar - 20.12.2007

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 36 leikmenn til úrtaksæfinga hjá U17 karla.  Æft verður tvisvar sinnum þessa helgi en æfingarnar fara fram í knatthúsinu Kórnum. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Riðlaskipting fyrir Deildarbikarkeppni KSÍ 2008 - 20.12.2007

Riðlaskipting fyrir Deildarbikarkeppni KSÍ 2008 er tilbúin og ennfremur hafa drög að leikjaniðurröðun verið birt á heimasíðunni.  Félög eru beðin um að skila athugasemdum í síðasta lagi föstudaginn 4. janúar. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn verður fjórði dómari í úrslitakeppni EM 2008 - 19.12.2007

Í dag tilkynnti UEFA um þá dómara er dæma munu í úrslitakeppni EM 2008 sem fram fer í Sviss og Austurríki.  Kristinn Jakobsson mun starfa við keppnina sem fjórði dómari. Lesa meira
 
UEFA

Guðmundur eftirlitsmaður í Aþenu - 19.12.2007

Guðmundur Pétursson verður eftirlitsmaður UEFA á leik AEK Athens frá Grikklandi og Villareal frá Spáni á fimmtudaginn.  Leikurinn er í UEFA bikarnum en síðasta umferðin fer fram í dag og á morgun. Lesa meira
 
Mynd: Blikar.is, Gylfi Steinn Gunnarsson

Magnús Páll fékk bronsskóinn - 18.12.2007

Á mánudagskvöld var Magnúsi Páli Gunnarssyni, leikmanni Breiðabliks, afhentur bronsskór Adidas sem þriðji markahæsti leikmaður Landsbankadeildar karla árið 2007.

Lesa meira
 
Markahæstu leikmenn í Landsbankadeildum 2007

Gull-, silfur- og bronsskórnir 2007 - 18.12.2007

Markahæstu leikmenn Landsbankadeildar karla og kvenna 2007 voru verðlaunaðir í höfuðstöðvum KSÍ á mánudagskvöld.  Fulltrúar KSÍ og Adidas á Íslandi afhentu þá gull-, silfur- og bronsskóna til þriggja markahæstu leikmanna í deildunum.

Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Heiðursmerki veitt 77 einstaklingum - 18.12.2007

Áður en knattspyrnufólk ársins var kynnt á mánudagskvöld veitti Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, 77 einstaklingum heiðursmerki KSÍ fyrir frábær störf í þágu knattspyrnunnar á Íslandi.

Lesa meira
 
KSÍ styður Vímulausa æsku

KSÍ styrkir Vímulausa æsku - 18.12.2007

Við sama tilefni og knattspyrnufólk ársins var kynnt í höfuðstöðvum KSÍ á mánudagskvöld, afhenti Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fulltrúum Vímulausrar æsku styrk upp á kr. 500.000.

Lesa meira
 
Rúnar Kristinsson í sínum síðasta landsleik gegn Ítölum á Laugardalsvelli 2004

Rúnar Kristinsson heiðraður fyrir 100 landsleiki - 17.12.2007

Rúnar Kristinsson var heiðraður af Knattspyrnusambandi Íslands í kvöld fyrir að vera fyrstur til þess að spila 100 A-landsleiki.  Einnig fengu 74 aðilar heiðursmerki KSÍ fyrir frábær störf til handa íslenskrar knattspyrnu. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ísland í 90. sæti FIFA styrkleikalistans - 17.12.2007

Nýr styrkleikalisti FIFA var gefinn út í morgun og er íslenska landsliðið í 90. sæti listans og hefur fallið um eitt sæti frá því að síðasti listi var gefinn út.  Argentínumenn halda toppsæti FIFA styrkleikalistans. Lesa meira
 
Stjarnan

Stjarnan auglýsir eftir þjálfara - 17.12.2007

Barna- og Unglingaráð knattspyrnudeildar Stjörnunnar auglýsir eftir knattspyrnuþjálfurum frá og með 2.janúar 2008. Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Val á knattspyrnufólki ársins kunngjört í kvöld - 17.12.2007

Val á knattspyrnukonu og knattspyrnumanni ársins fyrir árið 2007 verður kunngjört í kvöld, mánudaginn 17. desember.  Athöfnin fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 18:00.  Viðurkenningar eru veittar fyrir þrjú efstu sætin hjá konum og körlum. Lesa meira
 
Merki HM 2010 í Suður Afríku

Norðmenn fyrstu mótherjar Íslendinga - 14.12.2007

Í dag funduðu forsvarsmenn knattspyrnusambanda þjóðanna í 9. riðli undankeppni HM 2010 og voru leikdagar ákveðnir.  Ísland leikur fyrsta leikinn gegn Norðmönnum á útivelli 6. september og Skotar sækja okkur heim 10. september. Lesa meira
 
Skallagrimur

Skallagrímur auglýsir eftir þjálfara - 13.12.2007

Knattspyrnudeild Skallagríms óskar að ráða þjálfara fyrir meistaflokk karla og 3. og 4. flokk karla.  Þjálfaramenntun æskileg en ekki skilyrði. Lesa meira
 
Merki FIFA

Íslenskir FIFA dómarar 2008 - 13.12.2007

FIFA - Alþjóða knattspyrnusambandið - hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2008. Tvær breytingar eru á listanum frá árinu 2007. Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Val á knattspyrnufólki ársins kunngjört 17. desember - 13.12.2007

Val á knattspyrnukonu og knattspyrnumanni ársins fyrir árið 2007 verður kunngjört mánudaginn 17. desember.  Athöfnin fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 18:00.  Viðurkenningar eru veittar fyrir þrjú efstu sætin hjá konum og körlum. Lesa meira
 
Víðir Sigurðsson, íþróttafréttamaður, skrifa bókina Íslensk knattspyrna

Fyrsta eintakið af Íslenskri knattspyrnu 2007 afhent - 11.12.2007

Í dag var Íslensk knattspyrna 2007 eftir Víði Sigurðsson kynnt og við það tilefni tók Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við fyrsta eintakinu úr hendi Helga Jónssonar frá Bókaútgáfunni Tindi. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Æfingar hjá U21 karla um komandi helgi - 11.12.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið æfingahóp til æfinga um komandi helgi.  Valdir eru 26 leikmenn til þessara æfinga en æft verður tvisvar sinnum um helgina og fara báðar æfingarnar fram í knatthúsinu Kórnum. Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Úrtaksæfingar hjá U16 kvenna um helgina - 11.12.2007

Kristrún Lilja Daðadóttir, þjálfari U16 landsliðs kvenna, hefur valið úrtakshóp til æfinga um komandi helgi.  36 leikmenn eru boðaðir til tveggja æfinga um helgina og fara þær báðar fram í knatthúsinu Kórnum. Lesa meira
 
Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Milliriðlarnir klárir hjá U17 og U19 kvenna - 11.12.2007

Í dag var dregið í milliriðla fyrir EM 2008 hjá U17 og U19 kvenna.  Ísland var í pottinum í báðum þessum keppnum og er ljóst að erfiðir leikir eru framundan hjá stelpunum þegar leikið verður í vor. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Úrtakshópur valinn hjá U16 karla - 11.12.2007

Freyr Sverrisson, þjálfari landsliðs U16 karla, hefur valið úrtakshóp til æfinga um komandi helgi.  Æft verður tvisvar sinnum um helgina og hafa 36 leikmenn verið valdir til þessara æfinga. Lesa meira
 
UEFA

Dregið í riðla hjá U17 og U19 kvenna - 11.12.2007

Í dag var dregið í riðla í forkeppni hjá U17 og U19 kvenna fyrir EM 2009.  Riðlarnir verða leiknir um  haustið 2008.  U17 er í riðli með Ítalíu, Frakklandi og Azerbaijan.  U19 er í riðli með Írlandi, Ísrael og Grikklandi. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Leikið við Slóvakíu 26. mars - 10.12.2007

KSÍ og Knattspyrnusamband Slóvakíu hafa náð samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna mætist vináttulandsleik í Slóvakíu 26. mars næstkomandi.  Leikdagurinn 26. mars er alþjóðlegur landsleikjadagur. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Riðlarnir klárir fyrir Reykjavíkurmótið 2008 - 10.12.2007

Drög að leikjaniðurröðun í Reykjavíkurmóti KRR er nú tilbúin hér á heimasíðunni.  Allir leikir mótsins, í karla - og kvennaflokki, fara fram í Egilshöllinni.  Keppt er í tveimur riðlum í meistaraflokki karla en í einum riðli í meistaraflokki kvenna. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofa KSÍ lokar kl. 13:00 í dag - 7.12.2007

Skrifstofa KSÍ lokar kl. 13:00 í dag, föstudag, vegna jólahlaðborðs starfsmanna.  Hægt er að ná sambandi í síma 510-2900 og svo í farsímanúmer starfsmanna en hægt er að finna þau hér. Lesa meira
 
Forsíða Íslenskrar knattspyrnu 2007 eftir Víði Sigurðsson

Íslensk knattspyrna 2007 - 7.12.2007

Bókin Íslensk knattspyrna 2007 er komin út hjá bókaútgáfunni Tindi og er þetta 27. bókin í röðinni en sú fyrsta kom út árið 1981. Höfundur er Víðir Sigurðsson íþróttafréttamaður. Lesa meira
 
Úr leik FH og Keflavíkur frá 28. júlí 2007

Framlög frá UEFA til íslenskra félagsliða. - 7.12.2007

Líkt og áður rann hluti af þeim tekjum sem UEFA hefur af Meistaradeildinni (Champions League) til félaga í aðildarlöndum sambandsins. Íslensk félagslið nutu góðs af þessu og fengu alls rúmar 70 milljónir í sinn hlut. Lesa meira
 
Frá afhendingu Grasrótarviðurkenninga 2007

Grasrótarverðlaun UEFA og KSÍ árið 2007 - 6.12.2007

Í dag voru afhentar viðurkenningar fyrir grasrótarviðburði ársins í knattspyrnu.  Það eru KSÍ og UEFA sem veita þessar viðurkenningar árlega og fór afhendingin fram í dag í höfuðstöðvum KSÍ. 

Lesa meira

 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir á Goodison Park - 4.12.2007

Kristinn Jakobsson mun á morgun dæma leik Everton og Zenit St. Petersburg í UEFA bikarnum.  Honum til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Gunnar Gylfason.  Fjórði dómari verður Magnús Þórisson. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna er lagði Slóveníu með fimm mörkum gegn engu riðlakeppni EM

Úrtaksæfingar hjá U17 kvenna um komandi helgi - 4.12.2007

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna,  hefur valið úrtakshóp til æfinga um komandi helgi.  Kristrún velur 30 leikmenn til þessara æfinga en æft verður tvisvar um helgina, í Egilshöll og Kórnum. Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Færeyjum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

Úrtaksæfingar hjá U17 karla um næstu helgi - 4.12.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 36 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Æft verður tvisvar um helgina og fara æfingarnar fram í Kórnum og Egilshöll. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

62. ársþing KSÍ - 9. febrúar 2008 - 3.12.2007

62. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið í húsakynnum KSÍ laugardaginn 9. febrúar 2008. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi efnisatriði tengd þinghaldinu: Lesa meira
 
Siggi_Raggi_vid_UEFA_A_utskrift

Áhugaverð alþjóðleg þjálfararáðstefna í Danmörku 5-6. janúar - 3.12.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ er einn af fyrirlesurum á stórri alþjóðlegri þjálfararáðstefnu sem fer fram í Kaupmannahöfn 5-6. janúar 2008.  Ráðstefnan ber nafnið Copenhagen International Football Congress Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Leikið við Færeyjar 16. mars - 3.12.2007

Ísland og Færeyjar munu mætast í vináttulandsleik sunnudaginn 16. mars næstkomandi.  Leikurinn mun fara fram í hinu nýja knattspyrnuhúsi Kórnum í Kópavogi.  Lesa meira
 
Merki Euro 2008

Dregið í riðla í úrslitakeppni EM 2008 - 2.12.2007

Í dag var dregið í riðla í úrslitakeppni EM sem fram fer í Austurríki og Sviss dagana 7. - 30. júní.  Mikið verður um stórleiki í þessari keppni en óneitanlega vekur C-riðill mesta athygli. Lesa meira
 
UEFA

Breytingar á Evrópumótum félagsliða - 1.12.2007

Stjórn UEFA hefur samþykkt breytingar á Evrópumótum félagsliða frá og með leiktíðinni 2009/10.  Þessar breytingar munu hafa töluverð áhrif á þátttöku íslenskra félagsliða og verður UEFA Intertoto keppnin aflögð. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög