Fréttir

Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið á Grundarfirði - 30.10.2007

Unglingadómaranámskeið verður haldið á vegum KSÍ í Grundarfirði kl. 17:00 miðvikudaginn 7. nóvember.  Þátttakendur þurfa að hafa náð 15 ára aldri og hafa brennandi áhuga á knattspyrnu. Lesa meira
 
Úr Landsbankadeild

Formannafundur 17. nóvember - 30.10.2007

KSÍ boðar til formannafundar laugardaginn 17. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli kl. 14.00-17.00.  Formenn allra aðildarfélaga KSÍ eru boðaðir til fundarins. Lesa meira
 
Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna - 30.10.2007

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna og Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hafa valið úrtakshópa til æfinga um komandi helgi.  Hóparnir æfa tvisvar sinnum og fara æfingarnar fram í Kórnum og Egilshöll. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólafur Jóhannesson ráðinn þjálfari A-landsliðs karla - 29.10.2007

Ólafur Jóhannesson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs karla og tekur hann við af Eyjólfi Sverrissyni.  Samningur Ólafs er til tveggja ára eða til 31. desember 2009.  Fyrsti leikur Ólafs verður 21. nóvember nk. þegar að Íslendingar sækja Dani heim á Parken. Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Norræn grasrótarráðstefna í Reykjavík - 28.10.2007

Norræn grasrótarráðstefna verður haldin í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal  31. okt – 1. nóv.  Gestir ráðstefnunar koma frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Noregi og Svíþjóð alls 15 þátttakendur frá þessum þjóðum. Lesa meira
 
Ný heimasíða frá Lýðheilsustofnun um skaðsemi munntóbaks

Nýr vefur um munntóbak - 28.10.2007

Fyrir stuttu var opnaður nýr vefur sem Lýðheilsustöð hefur látið útbúa í samstarfi við stýrihóp um munntóbaksnotkun. Á vefnum er fjallað um munntóbak, ánetjun þess og áhrif auk þess sem vefleikur er á vefnum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Samþykkt frá stjórnarfundi KSÍ - 27.10.2007

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti á fundi sínum í dag, 27. október, að endurnýja ekki ráðningarsamning við Eyjólf Sverrisson, þjálfara A-landsliðs karla í knattspyrnu sem rennur út þann 31. október næstkomandi. Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Upphitun hjá Áfram Ísland klúbbnum - 26.10.2007

Íslendingar sækja Dani heim á Parken í Kaupmannahöfn og fer leikurinn fram miðvikudaginn 21. nóvember og hefst kl. 20:00 að staðartíma.  Áfram Ísland klúbburinn verður með upphitun fyrir leikinn. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ II fellur niður 2. - 4. nóvember - 26.10.2007

Fyrirhugað þjálfaranámskeið KSÍ II sem halda átti 2. - 4. nóvember, fellur niður að þessu sinni.  Ekki var nóg þátttaka á þessu námskeið og varð því að fella námskeiðið niður að þessu sinni. Lesa meira
 
UEFA

Klara eftirlitsmaður UEFA í Englandi - 26.10.2007

Klara Bjarmarz, skrifstofustjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á landsleik Englands og Hvíta Rússlands í undankeppni EM kvenna.  Leikurinn fer fram á Bescot Stadium í Walsall. Lesa meira
 
Álftamýrarskóli varð Grunnskólameistari stúlkna hjá 10. bekk

Grunnskólamóti KRR og Sýnar lokið - 25.10.2007

Grunnskólamóti K.R.R og Sýnar lauk nú um helgina en í mótinu fer keppni fram annars vegar milli 7. bekkjar drengja og stúlkna og hins vegar milli 10. bekkjar drengja og stúlkna. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Úrslit í Framhaldsskólamótinu um helgina - 25.10.2007

Um helgina fer fram í Boganum á Akureyri, úrslitakeppnin í Framhaldsskólamótinu.  Hefst úrslitakeppnin kl. 13:00, laugardaginn 27. október og er keppt til úrslita bæði hjá konum og körlum. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Karlalandsliðið færist upp um eitt sæti - 24.10.2007

Nýr FIFA styrkleikalisti karlalandsliða var birtur í dag og færist íslenska karlalandsliðið upp um eitt sæti á listanum og er í sæti 79.  Það eru Argentínumenn er leiða listann að þessu sinni. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Æfingar hjá U17 og U19 karla - 24.10.2007

Um helgina verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og verða tvær æfingar hjá hvorum hópi.  Landsliðsþjálfararnir, Luka Kostic og Kristinn Rúnar Jónsson, hafa valið úrtakshópa til þessara æfinga. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Enn hægt að skrá sig á KSÍ II - 23.10.2007

Dagana 26. - 28. október fer KSÍ II þjálfaranámskeið fram og er kennt í fræðslusetri KSÍ Laugardal og knattspyrnuhúsinu Kórnum.  Enn eru nokkur sæti laus á þetta námskeið en hægt er að skrá sig á skrifstofu KSÍ. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Geir eftirlitsmaður á Ibrox - 23.10.2007

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Rangers og Barcelona í Meistaradeild Evrópu.  Leikurinn verður leikinn á heimavelli Rangers, Ibrox, og hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
HK

HK vantar þjálfara fyrir 5. og 6. flokk kvenna - 23.10.2007

Knattspyrnudeild HK auglýsir eftir þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins. Um er að ræða 6.fl. og 5.fl. kvenna. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofa KSÍ lokar kl. 11:00 á þriðjudaginn - 22.10.2007

Vegna námsskeiðahalds starfsfólks skrifstofu KSÍ verður skrifstofa KSÍ lokuð, þriðjudaginn 23. október, frá kl. 11:00.  Skrifstofan opnar aftur miðvikudaginn 24. október kl. 13:00. Lesa meira
 
Málverkið eftir Viðar Guðmundsson sem Penninn færði KSÍ að gjöf í tilefni af 60 ára afmæli KSÍ

Penninn færði KSÍ málverk eftir Viðar Guðmundsson - 22.10.2007

Á dögunum færði verslunarfyrirtækið Penninn Knattspyrnusambandi Íslands málverk að gjöf í tilefni 60 ára afmæli sambandsins.  Málverkið, eftir Viðar Guðmundsson, er með myndum af 88 landsleikjahæstu leikmönnum A-landsliðs karla. Lesa meira
 
Formenn liðanna í Landsbankadeild karla gáfu KSÍ málverk að gjöf í tilefni af 60 ára afmæli Knattspyrnusambands Íslands

KSÍ fær málverk að gjöf - 20.10.2007

Formenn félaganna í Landsbankadeild karla komu færandi hendi í gær og færðu Knattspyrnusambandi Íslands málverk að gjöf í tilefni af 60 ára afmæli Knattspyrnusambandsins. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hólmfríður og Helgi valin best - 20.10.2007

Lokahóf knattspyrnufólks fór fram á Broadway í gærkvöldi.  Viðurkenningar voru veittar til þeirra er þóttu skara fram úr og voru þau Hólmfríður Magnúsdóttir úr KR og Helgi Sigurðsson úr Val valin best leikmanna í Landsbankadeildinni á tímabilinu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lokahóf knattspyrnumanna í kvöld - 19.10.2007

Lokahóf knattspyrnumanna fer fram á Broadway í kvöld, föstudaginn 19. október. Að loknu borðhaldi verða veittar viðurkenningar, sýningin “George Michael í 25 ár” og hljómsveitin Eurobandið leikur síðan fyrir dansi. Lesa meira
 
Úr leik ÍR og Árborgar í bikarkeppni KSÍ árið 2006

Lið ársins í 1. og 2. deild karla - 19.10.2007

Vefsíðan fotbolti.net stóð í gær fyrir verðlaunaafhendingu þar sem þeir voru heiðraðir er valdir voru í lið ársins í 1. og 2. deild karla.  Þetta er fimmta árið sem fótbolti.net stendur fyrir þessu vali. Lesa meira
 
UEFA

Dómarar að störfum víða - 19.10.2007

Garðar Örn Hinriksson og Magnús Þórisson eru báðir að störfum um þessar mundir og dæma þeir í riðlakeppnum EM hjá yngri landsliðum.  Garðar Örn er staddur á Spáni þar sem hann dæmir hjá U19 karla og Magnús dæmir hjá U17 karla í Eistlandi. Lesa meira
 
Keflavík

Keflvík auglýsir eftir þjálfara fyrir 2. flokk karla - 18.10.2007

Knattspyrnuráð Keflavíkur auglýsir eftir þjálfara fyrir 2. flokk karla fyrir næsta keppnistímabil.  Starfið er unnið í samvinnu við þjálfara meistaraflokks karla.  Umsækjandi þarf að standast þær kröfur um þjálfaramenntun sem Leyfiskerfi KSÍ kveður á um varðandi þjálfun á 2 flokki karla.  

Lesa meira
 
fotboltineti

Fótbolti.net velur lið ársins í 1. og 2. deild - 18.10.2007

Vefsíðan fotbolti.net mun í ár, eins og undanfarin ár, velja lið ársins í 1. og 2. deild karla.  Liðin verða tilkynnt við verðlaunaafhendingu í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

1. stigs þjálfaranámskeið á Akureyri um helgina - 17.10.2007

KSÍ heldur 1. stigs þjálfaranámskeið á Akureyri um komandi helgi, 19. - 21. október.  Námskeiðið fer fram í Þórsheimilinu, KA-heimilinu og Boganum og er bæði bóklegt og verklegt. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U19 karla í leik gegn Englendingum í riðlakeppni EM í október 2007

U19 karla komst áfram í milliriðla - 17.10.2007

Íslenska U19 karlalandsliðið sigraði Rúmena í kvöld í síðasta leik sínum í undankeppni EM.  Lokatölur urðu 2-0 Íslendingum í vil eftir að staðan í hálfeik hafði verið 1-0.  Jósef Kristinn Jósefsson og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörkin í leiknum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Tap í Liechtenstein - 17.10.2007

Íslenska karlalandsliðið beið lægri hlut gegn Liechtenstein í undakeppni EM 2008 í kvöld.  Leikið var á Rheinpark Stadion í Liechtenstein og lokatölur urðu 3-0 heimamönnum í vil eftir að þeir höfðu haft eins marks forystu í hálfleik. Lesa meira
 
Búningarnir tilbúnir fyrir leikinn gegn Liechtenstein

Allt klárt fyrir leikinn gegn Liechtenstein - 17.10.2007

Það styttist í leikinn gegn Liechtenstein en hann hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma.  Leikmenn taka það rólega og undirbúa sig sem best fyrir leikinn.  Á meðan hafa aðrir nóg fyrir stafni og búningastjórinn er með sitt klárt fyrir leikinn. Lesa meira
 
UEFA

Byrjunarliðið hjá U19 karla tilbúið fyrir leik gegn Rúmenum - 17.10.2007

Íslendingar mæta i dag Rúmenum í riðlakeppni EM hjá U19 karla.  Riðill Íslendinga er leikinn í Englandi og er þetta síðasti leikur þeirra í riðlinum.  Íslendingar eiga möguleika á að komast áfram upp úr riðlinum. Lesa meira
 
Landslag í Liechtenstein

Byrjunarliðið gegn Liechtenstein tilbúið - 17.10.2007

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Liechtenstein í kvöld.  Leikurinn er í undankeppni fyrir EM 2008 og hefst kl. 18:00 á Rheinpark Stadion. Lesa meira
 
Rheinpark Stadion sem leikið verður á gegn Liechtenstein

Landsliðið æfði á Rheinpark Stadion - 16.10.2007

Íslenska landsliðið æfði í kvöld á Rheinpark Stadion en þar fer fram landsleikur Íslands og Liechtenstein á morgun og hefst kl. 18:00.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á sjónvarpstöðinni Sýn og hefst útsendingin kl. 17:40. Lesa meira
 
ISL_AND_Jun2006Rurikskorar

Jafntefli hjá U21 karla gegn Austurríki - 16.10.2007

Íslenska U21 karlalandsliðið gerði í dag jafntefli við Austurríki í riðlakeppni EM 2009.  Leikurinn fór fram á Grindavíkurvelli og lauk 1-1 eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur töpuðu gegn Everton - 16.10.2007

Valsstúlkur töpuðu í dag gegn enska liðinu Everton með þremur mörkum gegn einu.  Valsstúlkur áttu  þó enn möguleika á að komast áfram en þar sem Rapide frá Belgíu náði jafntefli gegn Frankfurt, sitja Valsstúlkur eftir.Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmir í Belgíu - 16.10.2007

Jóhannes Valgeirsson dæmir leik Belgíu og Armeníu í undankeppni EM á morgun en leikurinn er leikinn í Brussel.  Jóhannesi til aðstoðar verða þeir Einar Sigurðsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson.  Fjórði dómari verður Kristinn Jakobsson. Lesa meira
 
Liechtenstein með augum búningastjórans, Björns Ragnars Gunnarssonar

Landsliðið mætt til Liechtenstein - 16.10.2007

Íslenska karlalandsliðið leikur gegn Liechtenstein á morgun í undankeppni EM 2008.  Leikurinn er í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst leikurinn kl. 18:00 en útsending hefst 17:40. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valur mætir Everton í dag - 16.10.2007

Valur mætir Everton í dag í lokaumferð milliriðla Evrópukeppni kvenna.  Mikið er í húfi í þessum leik, sæti í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar.  Mikil spenna er fyrir þessa lokaumferð en sigur, eða jafnvel jafntefli, getur tryggt Valsstúlkum áfram. Lesa meira
 
ISL_AND_Jun2006Rurikskorar1

U21 karla leikur gegn Austurríki í dag - 16.10.2007

Íslenska U21 karlalandsliðið leikur í dag við Austurríki og er leikurinn liður í riðlakeppni fyrir EM 2009.  Leikurinn fer fram á Grindavíkurvelli og hefst kl. 15:00.  Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U19 karla í leik gegn Englendingum í riðlakeppni EM í október 2007

Sigur hjá U19 karla gegn Belgum - 14.10.2007

Íslendingar unnu Belga í kvöld í riðlakeppni fyrir EM en riðillinn er leikinn  Englandi.  Lokatölur urðu 3-1 fyrir Íslendinga eftir að staðan hafði verið 2-1 í hálfleik.  Íslendingar leika gegn Rúmenum á miðvikudaginn síðasta leik sinn í riðlinum. Lesa meira
 
UEFA

U19 karla leikur gegn Belgum í kvöld - 14.10.2007

Íslenska U19 karlalandsliðið leikur annan leik sinn í undankeppni EM í kvöld þegar þeir mæta Belgum.  Belgar unnu Rúmena örugglega í fyrsta leik sínum en Íslendingar töpuðu gegn heimamönnum í Englandi. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Öruggur sigur hjá Valsstúlkum - 13.10.2007

Valsstúlkur unnu belgísku meistarana í Rapide Wezemaal í öðrum leik þeirra í milliriðli Evrópukeppni kvenna.  Leiknum lauk með sigri Vals með fjórum mörkum gegn engu eftir að staðan í hálfleik hafði verið markalaus. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Tap gegn Lettum í Laugardalnum - 13.10.2007

Óskabyrjun Íslendinga gegn Lettum í dag dugði skammt því að Lettar sigruðu Íslendinga í undakeppni EM með fjórum mörkum gegn tveimur.  Íslendingar komust yfir strax á 4. mínútu þegar að Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eftir góða sókn. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Byrjunarlið Íslands gegn Lettum tilbúið - 13.10.2007

Ísland leikur gegn Lettlandi í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM í dag.  Leikurinn hefst kl. 16:00 á Laugardalsvelli og er miðasala frá kl. 12:00 á vellinum.  Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í dag. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Áfrýjunardómstóll tekur fyrir mál Fjölnismanna - 12.10.2007

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir áfrýjun Fjölnis vegna úrskurðar aga - og úrskurðarnefndar frá 18. júlí síðastliðnum.  Í dómsorðum áfrýjunardómstólsins segir að hinum áfrýjaða úrskurði sé hrundið.

Lesa meira
 
UEFA

Tap hjá U19 karla gegn Englendingum - 12.10.2007

Íslenska U19 karlalandsliðið töpuðu fyrsta leik sínum í riðlakeppni EM.  Leikið var gegn heimamönnum, Englendingum og lágu íslensku strákarnir með fimm mörkum gegn einu.  Á sunnudaginn verður leikið gegn Belgum. Lesa meira
 
Forsíða leikskrár Íslands og Lettlands

Leikskráin fyrir leikinn gegn Lettum - 12.10.2007

KSÍ ákvað á þessu ári að hefja að nýju útgáfu leikskrár fyrir heimalandsleiki, en slík útgáfa hafði ekki verið í meira en áratug.  Fyrir landsleikinn gegn Lettum á laugardag verður gefin út 20 blaðsíðna leikskrá með ýmsum áhugaverðum upplýsingum. 

Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Andlitsmálun fyrir leik gegn Lettlandi - 12.10.2007

Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir landsleik Íslands og Lettlands á laugardag á Laugardalsvelli.  Því er um að gera að mæta tímanlega og láta mála íslenska fánann á kinnina og ennið, jafnvel að láta mála allt andlitið til að vera sem flottastur! Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Byrjunarlið U19 karla gegn Englandi í dag - 12.10.2007

Íslenska U19 karlalandsliðið mætir Englendingum í dag í undankeppni EM.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn.  Í riðlinum eru einnig Rúmenía og Belgía.  Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Herslumuninn vantaði hjá Valsstelpum - 12.10.2007

Valsstelpur byrjuðu milliriðil sinn í Evrópukeppni kvenna í gær þegar þær mættu Þýskalandsmeisturum Frankfurt.  Lokatölur urðu 3-1 þýska liðinu í vil eftir að Valur hafði leitt í hálfleik, 0-1.  Frankfurt skoraði þrjú mörk á síðustu 10 mínútunum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breyting á hópnum hjá U19 karla - 11.10.2007

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur gert eina breytingu á hóp sínum er tekur þátt í riðlakeppni U19 karla í Englandi næstu daga.  Jóhann Laxdal úr Stjörnunni kemur inn í hópinn fyrir Kolbein Sigþórsson, sem er meiddur. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur mæta Frankfurt í dag - 11.10.2007

Valsstúlkur hefja leik í dag í milliriðlum Evrópukeppni kvenna þegar þær mæta Þýskalandsmeisturum Frankfurt.  Önnur lið í riðlinum eru Everton og gestgjafarnir Rapied Wezemaal frá Belgíu. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Ísland - Lettland á laugardaginn kl 16:00 - 10.10.2007

Íslendingar taka á móti Lettum í síðasta heimaleik sínum í riðlakeppni fyrir EM 2008.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 13. október og hefst kl. 16:00.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi og fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Miðasala er á Laugardalsvelli á leikdegi frá kl. 12:00. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Hópurinn hjá U21 karla valinn fyrir leik gegn Austurríki - 9.10.2007

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hóp sinn fyrir leik gegn Austurríki í riðlakeppni EM.  Leikurinn fer fram þriðjudaginn 16. október á Grindavíkurvelli og hefst kl. 15:00. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Enn hægt að skrá sig á KSÍ I - 9.10.2007

Dagana 12. - 14. október fer KSÍ I þjálfaranámskeið fram og er kennt í fræðslusetri KSÍ Laugardal og knattspyrnuhúsinu Kórnum.  Enn eru nokkur sæti laus á þetta námskeið en hægt er að skrá sig á skrifstofu KSÍ. Lesa meira
 
Þjálfarar ársins hjá KÞÍ heiðraðir á ráðstefnu í tengslum við úrslitaleik karla í VISA-bikarnum

Þjálfarar ársins útnefndir hjá KÞÍ - 9.10.2007

Á bikarráðstefnu Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands útnefndi félagið þjálfara ársins.  Willum Þór Þórsson og Elísabet Gunnarsdóttir þjálfarar Vals voru útnefndir þjálfarar ársins í Landsbankadeildum karla og kvenna fyrir árið 2007.    Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Velheppnuð bikarúrslitaráðstefna KÞÍ - 9.10.2007

Um helgina hélt Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands sína árlegu ráðstefnu í tengslum við bikarúrslitaleik karla.  Ráðstefnan var vel sótt af þjálfurum og þótti velheppnuð í alla staði. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Ný reglugerð um innanhússknattspyrnu - Futsal - 8.10.2007

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 5. október síðastliðinn, nýja reglugerð um innanhússknattspyrnu.  Leikið verður framvegis eftir Futsal knattspyrnulögum en FIFA hefur ákveðið að samræma reglur um innanhússknattspyrnu um allan heim. Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Miðar á leikinn gegn Lettlandi fyrir handhafa A-passa - 8.10.2007

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Lettland afhenta miðvikudaginn 10. október frá kl. 12:00 - 17:00. Miðarnir verða afhentir í miðasölu Laugardalsvallar. Lesa meira
 
Úr leik ÍR og Árborgar í bikarkeppni KSÍ árið 2006

Varðandi félagaskipti leikmanna í meistaraflokki - 8.10.2007

Vakin er athygli á því að samkvæmt reglugerð um félagaskipti, samninga, stöðu leikmanna og félaga þá fá leikmenn meistaraflokks leikheimild með nýju félagi 20. febrúar. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Hópur hjá U19 karla valinn fyrir Englandsför - 8.10.2007

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sinn fyrir undankeppni EM.  Riðill Íslendinga er leikinn í Englandi og fara leikirnir fram 12. til 17. október. Lesa meira
 
Breidholtsskoli

Knattspyrnumót grunnskólanna - 7. og 10. bekkur - 8.10.2007

Drög að knattspyrnumóti grunnskólanna hafa verið birt á heimasíðu KSÍ.  Er hér um að ræða mót fyrir sjöundu og tíundu bekki drengja og stúlkna.  Athugasemdum við niðurröðun skal skilað inn fyrir miðvikudaginn 10. október. Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Miðasala hafin á Danmörk - Ísland á Parken - 8.10.2007

Miðasala á leik Danmerkur og Íslands í riðlakeppni EM 2008, sem fram fer á Parken 21. nóvember, er hafin hér á síðunni.  Miðinn kostar 4.000 krónur en búast má við miklum fjölda Íslendinga á þennan leik. Lesa meira
 
FH fögnuðu sigri í VISA bikar karla árið 2007

FH VISA-bikarmeistari karla 2007 - 6.10.2007

FH varð í dag VISA bikarmeistari karla eftir sigur á Fjölni í úrslitaleik.  Lokatölur urðu 2-1 og þurfti framlengingu til þess að knýja fram úrslit.  Staðan í hálfleik var 1-0 FH í vil.  Þetta er í fyrsta skiptið sem FH verður bikarmeistari karla í knattspyrnu. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Grundarfjörður og Höfrungur hófu VISA bikarkeppnina - 5.10.2007

FH og Fjölnir mætast í úrslitaleik VISA-bikars karla á laugardaginn og markar leikurinn lok VISA-bikarkeppni karla í ár.  Það voru Grundarfjörður og Höfrungur frá Þingeyri er hófu keppnina í ár og þurfti vítaspyrnukeppni til þess að knýja fram úrslit. Lesa meira
 
Egill Már Markússon

Egill Már dæmir sinn síðasta leik - 5.10.2007

Dómari á úrslitaleik VISA-bikars karla að þessu sinni verður Egill Már Markússon en þetta verður síðasti leikur Egils á löngum og farsælum ferili sem dómari.  Egill byrjaði að dæma í efstu deild árið 1988 og er því að ljúka 20. tímabili sínu þar. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Liechtenstein valinn - 5.10.2007

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur valið 22. manna landsliðshóp fyrir næstu tvö verkefni landsliðsins.  Framundan eru leikir í undakeppni EM 2008, heimaleikur gegn Lettlandi 13. október og útileikur gegn Liechtenstein 17. október. Lesa meira
 
Grindavík

Úrskurður í máli Fylkis gegn Grindavík - 4.10.2007

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Fylkis gegn Grindavík vegna leik félaganna í U23 karla.  Úrskurðurinn er á þann veg að Fylki er dæmdur sigur í leiknum, 3-0.

Lesa meira
 
GretarRafn_Danmork_2006

Miðasala á Danmörk - Ísland hefst mánudaginn 8. október - 4.10.2007

Íslendingar leika lokaleik sinn í riðlakeppni EM 2008, 21. nóvember næstkomandi.  Mótherjar verða Danir og er leikið á Parken í Kaupmannahöfn.  Íslendingum gefst kostur á að kaupa miða á þennan leik á heimasíðu KSÍ.  Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Hefur þú brennandi áhuga á knattspyrnu? - 4.10.2007

KSÍ óskar eftir að ráða starfsmann á skrifstofu sambandsins.  Meginverkefni er starfsemi í fræðslumálum og námskeiðahaldi með fræðslustjóra KSÍ.  Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi gott vald á íslensku, ensku og hvers kyns tölvuvinnslu. Lesa meira
 
Rakel Hönnudóttir

Æfingaleikur hjá æfingahópi A-landsliðs kvenna - 4.10.2007

Föstudaginn 5. október kl. 20:00 mun æfingahópur A landsliðs kvenna leika æfingaleik gegn Val í nýjasta knattspyrnuhúsi landsins, Kórnum.  Valsstúlkur eru að leggja lokahönd á undirbúning sinn fyrir aðra umferð Evrópukeppninnar. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Lokahóf knattspyrnumanna föstudaginn 19. október - 3.10.2007

Lokahóf knattspyrnumanna fer fram á Broadway föstudaginn 19. október næstkomandi. Að loknu borðhaldi verða veittar viðurkenningar, sýningin “George Michael í 25 ár” og hljómsveitin Eurobandið leikur síðan fyrir dansi. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Úrslitaleikur VISA-bikars karla á laugardag - 3.10.2007

Úrslitaleikur í VISA bikar karla fer fram laugardaginn 6. október og hefst kl. 14:00 á Laugardalsvelli.  FH og Fjölnir leika til úrslita og er ljóst að nýtt nafn verður skráð á bikarinn því hvorugt félagið hefur unnið bikarinn áður. Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Miðasala hafin á Ísland - Lettland - 3.10.2007

Íslendingar taka á móti Lettum í síðasta heimaleik sínum í riðlakeppni fyrir EM 2008.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 13. október, og hefst kl. 16:00.  Miðasala á leikinn er hafin og fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Dagskrá KSÍ IV sem verður um helgina - 3.10.2007

Um  helgina fer fram þjálfaranámskeið KSÍ IV og má sjá dagskrána hér að neðan.  Enn eru fáein sæti laus á þetta námskeið en úrslitaleikur VISA bikars karla fléttast inn í námskeiðið. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Æfingar hjá U19 karla um komandi helgi - 3.10.2007

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 21 leikmann til æfinga um komandi helgi.  Æfingarnar verða þrjár og fara fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Frakklandi - 3.10.2007

Kristinn Jakobsson dæmir leik Rennes og Lokomotiv Sofia í UEFA bikarnum en leikurinn fer fram á morgun.  Honum til aðstoðar verða Gunnar Gylfason og Sigurður Óli Þorleifsson og fjórði dómari verður Jóhannes Valgeirsson. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Geir eftirlitsmaður UEFA í Bremen - 3.10.2007

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Werder Bremen frá Þýskalandi og Olympiakos frá Grikklandi sem fram fer í dag.  Leikurinn er í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og fer fram á Weser Stadion í Brimarborg. Lesa meira
 
UEFA

Sigur hjá U17 karla og U19 kvenna - 2.10.2007

Tvö ungmennalandslið Íslands innbyrtu sigur í dag í riðlakeppni EM en þetta voru U17 karla og U19 kvenna.  Strákarnir höfnuðu í þriðja sæti síns riðils en stelpurnar í U19 sigruðu í sínum riðli með fullt hús og eru komnar í milliriðla. Lesa meira
 
Jónas Grani Garðarsson úr Fram var valinn leikmaður umferða 13-18 í Landsbankadeild karla

Jónas Grani valinn leikmaður umferða 13 - 18 - 2.10.2007

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 13 - 18 í Landsbankadeild karla og fór athöfnin fram í höfðustöðvum KSÍ.  Jónas Grani Garðarsson var valinn leikmaður umferðanna. Lesa meira
 
Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Leikir hjá U19 kvenna og U17 karla í dag - 2.10.2007

Landslið Íslands í U19 kvenna og U17 karla verða bæði í eldlínunni í dag en þá leika þau síðustu leiki sína í riðlakeppni EM.  Stelpurnar í U19 kvenna mæta gestgjöfum sínum frá Portúgal en strákarnir leika gegn Litháen. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Veittar viðurkenningar fyrir lokaþriðjunginn - 2.10.2007

Í dag, þriðjudaginn 2. október kl. 12:00, verður síðasti þriðjungur Landsbankadeildar karla gerður upp, þegar veittar verða viðurkenningar fyrir umferðir 13-18 í höfuðstöðvum KSÍ. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Bikarúrslitaráðstefna KÞÍ 2007 - 1.10.2007

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) í samvinnu við Knattspyrnusamband Íslands heldur sína árlegu ráðstefnu í tengslum við VISA-bikarúrslitaleik karla þann 6. október næstkomandi. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög