Fréttir

KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Spennandi leikir um allt land um helgina - 31.8.2007

Eins og flestar helgar, verður mikið líf og fjör þessa helgi á knattspyrnuvöllum um allt land.  Síðasti leikur 14. umferðar Landsbankadeildar kvenna fer fram í kvöld og þá lýkur 15. umferð Landsbankadeild karla á sunnudaginn. Lesa meira
 
Úr vináttulandsleik Íslands og Kanada 22. ágúst 2007

Landsliðshópur Íslands fyrir leiki gegn Spáni og N. Írlandi - 31.8.2007

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir leikina gegn Spáni, 8. september, og Norður Írlandi 12. september.  Í hópnum eru 22 leikmenn og þar af eru tveir nýliðar. Lesa meira
 
Fernado_Torres

Landsliðshópur Spánar tilkynntur - 31.8.2007

Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spánar, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn er mætir Íslandi 8. september og Lettlandi 12. september.  Sex leikmenn landsliðshópsins eru frá Valencia. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Ákall til þjálfara knattspyrnuliða frá stjórn KSÍ - 31.8.2007

Á stjórnarfundi KSÍ, sem haldinn var fimmtudaginn 30. ágúst, var ákveðið að koma eftirfarandi ákalli til þjálfara og forráðamanna félaga innan Knattspyrnusambands Íslands.  Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Aðgöngumiðar á landsleikinn gegn Spáni fyrir handhafa A-passa - 31.8.2007

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Spánn afhenta miðvikudaginn 5. september frá kl. 12:00 - 17:00. Miðarnir verða afhentir í miðasölu Laugardalsvallar. Lesa meira
 
Merki KSÍ og Íþróttafélags Fatlaðra

Knattspyrnuæfingar fyrir fatlaða 9. og 16. september - 31.8.2007

Knattspyrnusamband Íslands og Íþróttasamband Fatlaðra hafa ákveðið að standa aftur fyrir æfingum á sparkvellinum í Laugardal, beint á móti stúku KSÍ.  (við Laugarnesskóla). Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Tveir vináttulandsleikir gegn Skotum hjá U19 karla - 30.8.2007

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt hóp fyrir 2 vináttulandsleiki gegn Skotum.  Fyrri leikurinn verður á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði 8. september og sá síðari á Keflavíkurvelli, mánudaginn 10 september.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Landslið U21 karla tilkynnt fyrir næstu 2 leiki - 30.8.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21, hefur tilkynnt 18 manna landsliðshóp fyrir næstu leiki í undankeppni EM 2009.  Leikið verður í Slóvakíu ytra föstudaginn 7. september og Belgíu hér heima þriðjudaginn 11. september. Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Staðalsamningur KSÍ á ensku - 30.8.2007

Vert er að vekja athygli á því að hægt er nú að nálgast staðalsamning KSÍ á ensku hér á heimasíðunni.  Nýtt samningsform tók gildi 1. júlí á þessu ári og er það form núna tiltækt á enskri tungu hér á síðunni. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Miðasala hefst í dag á undanúrslit VISA-bikars karla - 29.8.2007

Í hádeginu í dag hefst miðasala á undanúrslitaleiki VISA-bikars karla.  Sunnudaginn 2. september mætast FH og Breiðablik kl. 16:00 en mánudaginn 3. september eigast við Fylkir og Fjölnir kl 20:00.  Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvellinum. Lesa meira
 
Keflavík

Úrskurður í máli Keflavíkur gegn Þrótti R. - 29.8.2007

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Keflavíkur gegn Þrótti R. vegna leik félaganna í 3. flokki karla  er fram fór 16. ágúst síðastliðinn.  Úrskurður er á þann veg að Þróttur sýkn af öllum kröfum kæranda.

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Grótta, Hamar, Hvöt og Víðir í 2. deild - 29.8.2007

Í gærkvöldi tryggðu fjögur félög sér sæti í 2. deild að ári en þá fóru fram seinni leikir 8-liða úrslita 3. deildar.  Grótta Seltjarnarnesi, Hamar Hveragerði, Hvöt Blönduósi og Víðir Garði munu leika í 2. deild á næsta keppnistímabili. Lesa meira
 
David_Healy

Landsliðshópur Norður Íra tilkynntur - 28.8.2007

Nigel Worthington, landsliðsþjálfari Norður Íra hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir leiki gegn Lettlandi og Íslandi.  Norður Írar heimsækja okkur heim á Laugardalsvöllinn, miðvikudaginn 12. september kl. 18:05. Lesa meira
 
Leikmenn Tindastóls tjá sig í leik í 3. deild karla 2007

Seinni leikir 8-liða úrslita 3. deildar í kvöld - 28.8.2007

Í kvöld fara fram seinni leikir 8-liða úrslita 3. deildar karla.  Þrír leikjanna hefjast kl. 17:30 en leikur Gróttu og BÍ/Bolungarvíkur hefst kl. 20:00.  Mikið er í húfi því sigurvegarar viðureignanna í 8-liða úrslitum leika í 2. deild að ári. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Góð aðsókn á Landsbankadeild karla - 27.8.2007

Það sem af er keppni í Landsbankadeild karla hefur aðsókn verið ákaflega góð.  Alls hafa 92.867 áhorfendur séð leikina 70 er spilaðir hafa verið og gerir það 1.327 áhorfendur að meðaltali á leik. Lesa meira
 
Ásthildur Helgadóttir, Katrín Jónsdóttir og Dóra Stefánsdóttir í baráttunni gegn Frökkum

Tap í Slóveníu hjá stelpunum - 26.8.2007

Ísland tapaði á útivelli í dag fyrir Slóveníu í riðlakeppni fyrir EM 2009.  Lokatölur urðu 2-1 fyrir heimastúlkum og komu öll mörkin í fyrri hálfleik.  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Íslands á 4. mínútu. Lesa meira
 
Frá landsleik Íslands og Serbíu, 21. júní 2007 og endaði 5-0 fyrir Ísland

Byrjunarliðið gegn Slóvenum tilbúið - 25.8.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Slóvenum í riðlakeppni fyrir EM 2009 í Finnlandi.  Leikurinn hefst kl. 15:00 og er í beinni útsendingu hjá RUV. Lesa meira
 
Knattspyrnuleikur á Laugardalsvelli 1960

50 ár liðin frá fyrsta deildarleik á Laugardalsvelli. - 25.8.2007

Fyrsti deildarleikur á Laugardalsvelli fór fram 25. ágúst 1957 en þá léku ÍA og Fram.  Leikurinn var síðasti leikurinn í Íslandsmótinu og réð úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn en ÍA vann leikinn og varð Íslandsmeistari.  Lesa meira
 
ÁFRAM íSLAND!!

Miðasala á Ísland - Spánn hafin - 24.8.2007

Miðasala á landsleik Íslands og Spánar í riðlakeppni fyrir EM 2008 hófst kl. 16:00 í dag.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 8. september og hefst kl. 20:00.  Sala aðgöngumiða á landsleiki fer fram í miðasölukerfi frá midi.is

Lesa meira
 
Úr leik FH og Keflavíkur frá 28. júlí 2007

Margir spennandi leikir um helgina - 24.8.2007

Þegar síga fer á seinni hluta Íslandsmótanna í knattspyrnu, eykst spennan til mikilla muna og er þetta sumar engin undantekning.  Mikið er um að vera á knattspyrnuvöllum þessa lands um helgina. Lesa meira
 
Keflavík

Úrskurður í máli Keflavíkur gegn Snæfellsnesi - 24.8.2007

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Keflavíkur gegn Snæfellsnesi vegna leik félaganna í 3. flokki karla  er fram fór 25. júlí síðastliðinn.  Úrskurður er á þann veg að úrslit leiksins standi óbreytt.

Lesa meira
 
HK

Úrskurður í máli ÍR gegn HK - 24.8.2007

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli ÍR gegn HK vegna leik félaganna í 4. flokki karla B-lið er fram fór 29. júní síðastliðinn.  Úrskurður er á þann veg að HK telst hafa tapað leiknum, 3-0.

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Úrslitakeppni 3. deildar byrjar á laugardag - 24.8.2007

Úrslitakeppni 3. deildar hefst nú á laugardaginn en þá fara fram fyrri leikirnir í 8-liða úrslitum.  Leikirnir hefjast allir kl. 14:00 en síðari leikirnir eru svo leiknir á þriðjudaginn og hefjast þá leikirnir kl. 17:30.

Lesa meira
 
Þróttur

Úrskurður í máli UMFL gegn Þrótti Nes - 24.8.2007

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli UMFL gegn Þrótti Neskaupsstað vegna leiks félaganna í 5. flokki karla B-liða er fram fór 27. júní síðastliðinn.  Úrskurður hljómar upp á að Þróttur Neskaupsstað tapi leiknum 3-0.

Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Ólína kemur inn í landsliðshópinn - 24.8.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á landsliðshóp sínum er mætir Slóvenum á sunnudaginn í riðlakeppni EM.  Ólína G. Viðarsdóttir kemur inn í hópinn. Lesa meira
 
Ásthildur Helgadóttir, Katrín Jónsdóttir og Dóra Stefánsdóttir í baráttunni gegn Frökkum

Kvennalandsliðið heldur út á morgun - 23.8.2007

Íslenska kvennalandsliðið heldur utan í fyrramálið en framundan er fjórði leikur liðsins í riðlakeppni fyrir EM.  Leikið verður við Slóveníu og er leikurinn á sunnudaginn kl. 15:00 og verður í beinni útsendingu hjá RUV. Lesa meira
 
Leiknir R.

Úrskurður í máli ÍR gegn Leikni - 23.8.2007

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli ÍR gegn Leikni Reykjavík vegna leiks félaganna í 2. flokki karla er fór fram 17.júlí síðasliðinn.  Úrskurður er á þann veg að úrslit leiksins skulu standa óhögguð.

Lesa meira
 
Úr vináttulandsleik Íslands og Kanada 22. ágúst 2007

Jafnt hjá Íslandi og Kanada - 22.8.2007

Íslendingar og Kanadamenn gerðu jafntefli í vináttulandsleik er leikinn var á Laugardalsvelli í kvöld.  Lokatölur urðu 1-1 eftir að staðan hafði verið markalaus í hálflieik.  Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði mark Íslendinga á 65. mínútu. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Tap hjá U21 karla í fyrsta leiknum - 22.8.2007

Strákarnir í U21 karla töpuðu fyrsta leik sínum í riðlakeppni EM 2009.  Mótherjarnir voru Kýpverjar og fóru gestirnir með sigur af hólmi og skoruðu eina mark leiksins um miðjan síðari hálfleik. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Þjálfaranámskeið KSÍ í haust - 22.8.2007

Komnar eru dagsetningar á fyrstu þjálfaranámskeið haustsins og eru áhugasamir hvattir til þess að skrá sig í tíma en hægt er að byrja að skrá sig, þremur vikum áður en námskeið hefst. Lesa meira
 
Brynjar Björn Gunnarsson reynir markskot

Ísland - Kanada sýndur á RÚV - 22.8.2007

Vegna fjölda fyrirspurna er rétt að taka það fram að vináttulandsleikur Íslands og Kanada verður sýndur í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu.  Leikurinn hefst kl. 18:05. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Byrjunarliðið hjá U21 karla er mætir Kýpur í dag - 22.8.2007

Íslenska U21 karlalandsliðið mætir Kýpur í dag í riðlakeppni EM 2009.  Lúka Kostic, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn  í dag.  Leikurinn hefst kl. 16:00 og fer fram á Grindavíkurvelli. Lesa meira
 
Fáni Kanada

Þrjár breytingar á kanadíska hópnum - 22.8.2007

Þrjár breytingar hafa verið gerða á kandíska hópnum fyrir leikinn gegn Íslendingum í dag.  Rhian Dodds Newcastle, David Edgar Kilmarnock og markvörðurinn Pat Onstad Houston Dynamo koma inn í hópinn. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Keflavík og KR í úrslitum VISA bikars kvenna - 22.8.2007

Í gærkvöldi var leikið í undanúrslitum VISA-bikars kvenna og er ljóst að það verða Kefalvík og KR er mætast í úrslitaleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 22. september kl. 16:00. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fundi aga- og úrskurðarnefndar framhaldið á morgun - 21.8.2007

Vegna bilunar í tölvubúnaði reyndist ekki unnt að ljúka fundi aga- og úrskurðarnefndar í dag líkt og venja er.  Fundinum verður framhaldið í hádeginu á morgun og mun úrskurður nefndarinnar birtast hér á síðunni strax að loknum fundi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breyting á hópnum hjá U21 karla - 21.8.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert eina breytingu á hóp sínum fyrir leikinn gegn Kýpur.  Hallgrímur Jónasson úr Keflavík kemur inn í hópinn í stað Eggerts Gunnþórs Jónssonar Hearts sem er meiddur. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur leika í Belgíu - 21.8.2007

Valsstúlkur leika í milliriðli í Evrópukeppni kvenna dagana 11. - 16. október og fer riðill þeirra fram í Belgíu.  Mótherjar Vals verða Frankfurt frá Þýskalandi, Everton frá Englandi og Rapide Wezemaal frá Belgíu. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Undanúrslit VISA-bikars kvenna í kvöld - 21.8.2007

Í kvöld fara fram undanúrslit VISA-bikars kvenna og hefjast báðir leikir kvöldins kl. 18:00.  Á Kópavogsvelli eigast við Breiðablik og KR en á Keflavíkurvelli taka heimastúlkur á móti Fjölni. Lesa meira
 
Frá landsleik Íslands og Serbíu, 21. júní 2007 og endaði 5-0 fyrir Ísland

Einn nýliði í hópnum gegn Slóvenum - 20.8.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn er fer til Slóveníu og leikur gegn heimastúlkum.  Leikurinn fer fram sunnudaginn 26. ágúst og hefst kl. 15:00. Lesa meira
 
GretarRafn_Danmork_2006

Miðar á Ísland - Kanada fyrir þá sem eru í hjólastól - 20.8.2007

Þeir sem eru í hjólastól og hafa hug á því að fara á landsleik Íslands og Kanada á næstkomandi miðvikudag, eru beðnir um að hafa samband við Ragnheiði á skrifstofu KSÍ. Lesa meira
 
ISL_AND_Jun2006Rurikskorar1

Vináttuleikur hjá U21 karla við Þjóðverja 16. nóvember - 20.8.2007

Íslenska U21 karlalandsliðið mun leika vináttulandsleik gegn Þjóðverjum ytra, föstudaginn 16. nóvember.  U21 liðið hefur leik í riðlakeppni fyrir EM 2009 með því að mæta Kýpur á Grindavíkurvelli, miðvikudaginn 22. ágúst kl 16:00. Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Pæjumótið haldið á Siglufirði í 17. skiptið - 20.8.2007

Á dögunum fór fram Pæjumót TM á Siglufirði en þetta er í sautjánda skiptið er mótið fer fram.  Eins og venjulega var margt um manninn og mikið fjör alla keppnishelgina en um 400 leikir voru leiknir á mótinu. Lesa meira
 
ldv_nyr_loftmynd_nr2

Starfsmaður óskast tímabundið á Laugardalsvöll - 17.8.2007

Starfsmaður óskast í tímabundið starf á Laugardalsvelli í tvo mánuði eða fram í miðjan október.  Um er að ræða alhliða störf á vellinum.  Áhugasömum er bent á að hafa samband við Jóhann með tölvupósti á johann@ksi.is.

Lesa meira
 
Ungir iðkendur streyma af vellinum fyrir leik í Landsbankadeildinni

Fullt af fótbolta um helgina - 17.8.2007

Fjölmargir leikir fara fram um helgina í hinum ýmsu knattspyrnumótum og er leikið í mörgum deildum og aldursflokkum.  Þrettánda umferð í Landsbankadeild kvenna hefst í kvöld og HK-FH leika í Landsbankadeild karla á sunnudaginn. Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Riðlakeppni 3. deildar karla lýkur á laugardag - 17.8.2007

Á morgun, laugardag, lýkur riðlakeppni 3. deildar karla í knattspyrnu þegar að síðasta umferðin fer fram.  Ljóst er hvaða félög leika í úrslitakeppninni sem hefst laugardaginn 25. ágúst. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Leikið til úrslita í Polla-og Hnátumótum 2007 - 16.8.2007

Svæðisbundin úrslitakeppni í Polla- og Hnátumótum KSÍ fer fram helgina 18.-19. ágúst.  Leikið er annars vegar SV-lands og hinsvegar NL/AL.  Meðfylgjandi eru nánari upplýsingar um þessar úrslitakeppnir. Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir var valin leikmaður umferða 7-12 í Landsbankadeild kvenna

Hólmfríður leikmaður umferðanna - 16.8.2007

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 7-12 í Landsbankadeild kvenna.  Hólmfríður Magnúsdóttir úr KR var valinn leikmaður þessara umferða og þjálfari hennar, Helena Ólafsdóttir var valinn besti þjálfarinn. Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Aðgöngumiðar á landsleikinn gegn Kanada fyrir handhafa A-passa - 16.8.2007

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Kanada afhenta þriðjudaginn 21. ágúst frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmir í Luxemburg - 16.8.2007

Jóhannes Valgeirsson mun dæma í kvöld leik Käerjéng frá Luxemburg og Standard Liege í Belgíu en leikurinn er leikinn á heimavelli fyrrnefnda liðsins.  Þetta er fyrri leikur liðanna í annarri umferð forkeppni UEFA bikarsins. Lesa meira
 
Julian De Guzman, leikmaður Deportivo og Kanada, var valinn besti leikmaður á Gold Cup

Kanadíski hópurinn tilkynntur - 15.8.2007

Landsliðsþjálfari Kanada, Dale Mitchell, hefur tilkynnt 17 manna landsliðshóp sinn er mætir Íslendingum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 22. ágúst nk.  Hópurinn samanstendur af leikmönnum sem leika víðsvegar í Evrópu. Lesa meira
 
Helgi Sigurðsson var valinn leikmaður umferða 7-12 í Landsbankadeild karla 2007

Helgi leikmaður umferða 7-12 - 15.8.2007

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir bestu frammistöðuna í umferðum 7-12 í Landsbankadeild karla.  Helgi Sigurðsson úr Val var valinn bestur í þessum umferðum, líkt og í fyrstu 6 umferðunum. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur unnu hollensku meistarana örugglega - 14.8.2007

Íslandsmeistarar Vals sigruðu hollensku meistarana í Den Haag í síðasta leik sínum í riðlakeppni Evrópukeppni kvenna.  Lokatölur urðu 5-1, Val í vil eftir að staðan hafði verði 3-0 í hálfleik. Lesa meira
 
Þjálfarar liðanna sem leika í undanúrslitum VISA bikars karla

Undanúrslitin klár í VISA bikar karla - 14.8.2007

Í dag var dregið til undanúrslita í VISA bikar karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  FH og Breiðablik drógust saman og þá mætast nágrannarnir Fylkir og Fjölnir. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hópurinn fyrir leikinn gegn Kanada tilkynntur - 14.8.2007

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag átján manna leikmannahóp fyrir vináttulandsleik gegn Kanada.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 22. ágúst kl. 18:05.  Miðasala á leikinn hefst í dag á www.midi.is. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregur til tíðinda í VISA bikar karla - 14.8.2007

Fjórðungsúrslitum VISA bikars karla lauk í gærkvöldi þegar að tveir leikir fóru fram.  Fjölnir bar sigurorð af Haukum í miklum markaleik með fjórum mörkum gegn þremur.  Í hinum leiknum voru það FH er lögðu Val með einu marki gegn engu. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla leikur gegn Kýpur - Hópurinn tilkynntur - 13.8.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leik gegn Kýpur.  Leikurinn er fyrsti leikur liðsins í riðlakeppni EM 2009 og fer fram á Grindavíkurvelli, miðvikudaginn 22. ágúst kl. 16:00. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Ályktun frá stjórn KÞÍ - 13.8.2007

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands sendi frá sér ályktun á dögunum þar sem það hvetur félagsmenn sína, sem og alla þjálfara þessa lands, að berjast gegn notkun á "Snusi". Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Síðasti leikur Valsstúlkna í riðlinum á morgun - 13.8.2007

Íslandsmeistarar Vals leika lokaleik sinn í riðlakeppni Evrópukeppni kvenna á morgun en riðill þeirra er leikinn í Færeyjum.  Andstæðingar dagsins eru Den Haag frá Hollandi en Valsstúlkur hafa þegar tryggt sér sæti í milliriðli keppninnar. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Hverjir fylgja Fylki og Breiðablik í undanúrslit? - 13.8.2007

Í gærkvöldi hófust 8-liða úrslit VISA bikars karla með tveimur leikjum.  Breiðablik lagði Keflavík í Kópavoginum og Fylkir bar sigurorð af ÍA eftir framlengdan leik í Árbænum.  Tveir leikir eru á dagskránni í kvöld, Fjölnir-Haukar kl. 18:30 og Valur-FH kl. 20:00. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur áfram í milliriðil - 11.8.2007

Valsstúlkur tryggðu sig áfram í milliriðla Evrópukeppni kvenna í dag með öruggum sigri á KÍ frá Færeyjum.  Lokatölur urðu 6-0 og eru Valsstúlkur öruggar í miliriðil þrátt fyrir að einn leikur sér eftir. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - 8 liða úrslit - 10.8.2007

Á sunnudaginn hefjast fjórðungsúrslit í VISA bikar karla og eru þá tveir leikir á dagskránni.  Daginn eftir, mánudaginn 13. ágúst, verða einnig tveir leikir á dagskránni.  Mikið er í húfi, sæti í undanúrslitum VISA bikarkeppninnar. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Seiglusigur Valsstúlkna - 9.8.2007

Valur byrjuðu þátttöku sína í Evrópukeppni kvenna í dag með góðum sigri á finnsku meisturunum, Honka Espoo.  Lokatölur voru 2-1 eftir að finnska liðið hafði leitt í hálfleik.  Sigurmark Vals kom í blálok leiksins. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006.  Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Fjölmargir leikir leiknir í kvöld - 9.8.2007

Fjölmargir leikir eru á dagskránni í kvöld í hinum ýmsu deildum.  Tólfa umferð Landsbankadeildar karla heldur áfram í kvöld með þremur leikjum og þá er lokaleikur 11. umferðar Landabankadeildar kvenna á dagskrá. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH fallið úr leik eftir jafntefli við Bate - 9.8.2007

Íslandsmeistarar FH eru fallnir úr leik í Meistarakeppni UEFA eftir jafntefli við Bate í Hvíta-Rússlandi í gær.  Lokatölur í leiknum urðu 1-1 og því 4-2 samanlagt Bate í vil.  Tryggvi Guðmundsson skoraði mark FH í leiknum í fyrri hálfleik úr vítaspyrnu. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Úrtökumót KSÍ fyrir pilta 17. - 19. ágúst - 8.8.2007

Árlegt úrtökumót KSÍ fer fram að Laugarvatni helgina 17. - 19. ágúst.  Á úrtökumótinu eru kallaðir saman efnilegustu drengir landsins fæddir 1992, þ.e. á yngra ári í 3. flokki karla. Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Úrskurður í máli Fjölnis gegn Víkingi/Berserkjum - 8.8.2007

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Fjölnis gegn Víkingi/Berserkjum vegna leik félaganna í 2. flokki karla B-deild er fram fór 9. júlí síðastliðinn.  Úrskurður er á þann veg að Víkingur/Berserkir telst hafa tapað leiknum, 0-3.

Lesa meira
 
Ungir iðkendur streyma af vellinum fyrir leik í Landsbankadeildinni

Leikið í Landsbankadeildunum í kvöld - 8.8.2007

Landsbankadeildirnar byrja að rúlla að nýju í kvöld en þá er leikið bæði hjá körlum og konum.  KR og Valur mætast hjá körlunum en hjá konunum leika Keflavík og Stjarnan og Breiðablik gegn Þór/KA.  Allir leikirnir hefjast kl. 19:15. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH leikur í Hvíta-Rússlandi í dag - 8.8.2007

Íslandsmeistarar FH leika seinni leik sinn í annarri umferð Meistaradeildar UEFA í dag er liðið mætir Bate Borisov frá Hvíta-Rússlandi.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma.  Bate sigraði í fyrri leiknum með þremur mörkum gegn einu. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valskonur halda til Færeyja - 7.8.2007

Íslandsmeistarar Vals halda til Færeyja í dag en þar leika þær í riðlakeppni UEFA bikars kvenna.  Riðillinn er leikinn í Færeyjum og auk Valsstúlkna leika KÍ frá Færeyjum, ADO Den Haag frá Hollandi og Honka Espoo frá Finnlandi. Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Færeyjum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

Sigur hjá U17 karla gegn Færeyingum - 7.8.2007

Strákarnir í U17 luku leik sínum á Norðurlandamótinu um helgina þegar þeir léku gegn Færeyjum en mótið fór fram í Danmörku.  Leikurinn var um sjöunda sætið í mótinu og sigruðu Íslendingar með þremur mörkum gegn engu. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Dregið í Evrópukeppnunum - 4.8.2007

Dregið hefu verið í 3. umferð Meistaradeildar UEFA en enn á eftir að spila seinni leikina í annarri umferð.  Sigurvegarar úr viðureign FH og Bate Borisov leika gegn sigurvegurum úr viðureign Zaglebie Lubin og Steua Búkarest. Lesa meira
 
ÍA

Sókndjarft félag óskar eftir þjálfara - 3.8.2007

Unglingaráð Knattspyrnufélags ÍA leitar að áhugasömum einstaklingi í fullt starf við þjálfun. Gert er ráð fyrir að umsækjendur geti hafið störf haustið 2007.  Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

KR og Keflavík úr leik - 3.8.2007

KR og Keflavík eru bæði fallin úr leik í Evrópukeppninni eftir töp í leikjum sínum í gærkvöldi.  Keflvíkingar töpuðu á útivelli fyrir Midtjylland, 2-1 og KR tapaði heima fyrir Häcken, 0-1. Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Finnum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

Jafntefli gegn Finnum hjá U17 karla - 2.8.2007

Íslenska U17 karlalandsliðið gerði í dag jafntefli við Finna í lokaleik sínum í riðlakeppni Norðurlandamótsins sem fram fer í Danmörku.  Lokatölur urðu 3-3 eftir að Íslendingar höfðu leitt í hálfleik, 2-0 Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Svíum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

Leikið gegn Finnum í dag - 2.8.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Finnum í dag.  Leikurinn er lokaleikur liðsins í riðlakeppni Norðurlandamótsins sem fram fer í Danmörku.  Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Tap hjá FH í fyrri leiknum - 2.8.2007

Íslandsmeistarar FH töpuðu fyrri leik sínum gegn Bata Borisev frá Hvíta-Rússlandi en leikurinn var leikinn á Kaplakrikavelli í gærkvöldi.  Lokatölur urðu þær að gestirnir skoruðu þrjú mörk gegn einu marki FH. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

KR og Keflavík í eldlínunni á fimmtudag - 1.8.2007

KR og Keflavík leika seinni leiki sína í fyrstu umferð undankeppni UEFA bikarsins á morgun, fimmtudag.  Keflvíkingar leika á útivelli gegn danska liðinu Midtjylland en KR taka á móti sænska liðinu Häcken í Frostaskjólinu kl. 18:45.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH leikur gegn Bate Borisov í kvöld - 1.8.2007

Íslandsmeistarar FH leika fyrri leik sinn í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA í kvöld.  Andstæðingar eru Bate Borisov frá Hvíta-Rússlandi og hefst leikurinn kl. 19:00 á Kaplakrikavelli. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög