Fréttir

Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Svíum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

Naumt tap gegn Svíum hjá U17 karla - 31.7.2007

Íslenska U17 karlalandsliðið beið lægri hlut gegn jafnöldrum sínum frá Svíþjóð í dag en leikurinn er liður í Norðulandamótinu er fram fer í Danmörku.  Svíar unnu sigur með því að skora sigurmarkið á 77. mínútu leiksins. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Englandi í úrslitakeppni EM U17 í Belgíu 2. maí 2007

Tap hjá U17 karla gegn Englendingum - 30.7.2007

Norðurlandamót U17 karla hófst í dag en mótið fer fram í Danmörku.  Íslendingar biðu lægri hlut gegn Englendingum í fyrsta leik sínum.  Englendingar skoruðu tvö mörk án þess að Íslendingum tækist að svara. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Lúðvík Georgsson settur varaformaður KSÍ - 30.7.2007

Á stjórnarfundi KSÍ, laugardaginn 28. júlí, var Lúðvík Georgsson settur varaformaður KSÍ til bráðabirgða vegna veikinda Halldórs B Jónssonar, varaformanns KSÍ. Lúðvík hefur um leið verið settur formaður mótanefndar KSÍ. Lesa meira
 
U17_hopurinn_i_Portugal

Norðurlandamót U17 karla hefst í dag - 30.7.2007

Norðurlandamót U17 karla hefst í dag í Danmörku og leikur íslenska liðið sinn fyrsta leik gegn Englandi kl. 13:00.  Einnig eru Svíar og Finnar með Íslendingum í riðli.  Luka Kostic, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag. Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar 31. júlí - 30.7.2007

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga, eru félagaskipti innanlands ekki heimil frá og með 1. ágúst til og með 20. febrúar. Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Þjóðverjar Evrópumeistarar U19 kvenna - 29.7.2007

Þjóðverjar lögðu Englendinga með tveimur mörkum gegn einu í úrslitaleik EM U19 kvenna á Laugardalsvellinum í dag.  Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og bæði mörkin komu í framlengingu.  Þjóðverjar eru því Evrópumeistarar U19 landsliða kvenna. Lesa meira

 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á reglugerð samþykktar - 29.7.2007

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 28. júlí 2007 breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.  Sérstök athygli er vakin á því að lokað verður fyrir félagaskipti þann 31. júlí, eða n.k. þriðjudag. Lesa meira
 
Englendingar fagna marki í undanúrslitaleiknum gegn Noregi í EM U19 kvenna

Englendingar mæta Þjóðverjum - 27.7.2007

Það verða tvær rótgrónar knattspyrnuþjóðir, Þýskaland og England, er mætast í úrslitaleik EM U19 á sunnudaginn.  Þetta varð ljóst eftir að Englendingar unnu Norðmenn á KR-vellinum í gærkvöldi með þremur mörkum gegn engu. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH áfram í Meistaradeild UEFA - 26.7.2007

Íslandsmeistarar FH tryggðu sér sæti í annarri umferð forkeppni Meistardeildar Evrópu þegar þeir gerðu jafntefli við HB í Færeyjum.  Lokatölur urður 0-0 en FH vann fyrri leikinn 4-1. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ VI þjálfaranámskeið - umsóknareyðublað - 25.7.2007

Hér að neðan er umsóknareyðublað að KSÍ VI þjálfaranámskeiðinu sem verður haldið í Englandi í haust.  Námskeiðið er ætlað þjálfurum sem hafa lokið við KSÍ V þjálfaranámskeiðið og koma að þjálfun 3.flokks eða eldri aldurshópa. Lesa meira
 
Úr leik Danmerkur og Noregs á Akranesvelli í úrslitakeppni EM U19 kvenna

Undanúrslitin á fimmtudag hjá U19 kvenna - 25.7.2007

Nú standa fjórar þjóðir eftir í úrslitakeppni EM U19 kvenna og er leikið í undanúrslitum á morgun, fimmtudag.  Á Laugardalsvelli leika Þýskaland og Frakkland kl. 16:00 og kl. 19:00 mætast England og Noregur á KR-velli. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH leikur í Færeyjum á miðvikudag - 24.7.2007

Íslandsmeistarar FH leika seinni leik sinn í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA á morgun, miðvikudag.  Leikurinn fer fram í Færeyjum við Færeyjarmeistara HB.  Fyrri leiknum í Kaplakrika lauk með sigri FH, 4-1. Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmir í Lettlandi - 24.7.2007

Jóhannes Valgeirsson dæmir á morgun seinni leik Ventpils frá Lettlandi og The New Saints frá Wales.  Jóhannesi til aðstoðar verða Gunnar Gylfason og Gunnar Sverrrir Gunnarsson og Magnús Þórisson verður fjórði dómari.  Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Norðmenn tryggðu sér sigur í lokin - 23.7.2007

Í dag lauk riðlakeppni úrslitakeppni EM U19 kvenna og fóru fram fjórir hörkuleikir.  Þýskaland, Noregur, England og Frakkland halda áfram í undanúrslitin sem fara fram á fimmtudaginn.  Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Leikir dagsins hefjast allir kl 16:00 - 23.7.2007

Lokaumferð riðlakeppni úrslitakeppni U19 kvenna fer fram í dag og fara fram fjórir sem hefjast allir kl.16:00.  Ísland tekur á móti Evrópumeisturum Þjóðverja í dag í lokaleik sínum í keppninni og fer leikurinn fram á Grindavíkurvelli. Lesa meira
 
Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Naumt tap gegn Dönum í hörkuleik - 20.7.2007

Íslenska U19 kvennalandsliðið beið lægri hlut gegn Danmörku í kvöld á Kópavogsvelli með tveimur mörkum gegn einu.  Fanndís Friðriksdóttir skoraði mark íslenska liðsins í síðari hálfleik. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Góð úrslit hjá Keflavík og KR í UEFA bikarnum - 20.7.2007

Keflavík og KR voru bæði í eldlínunni í gærkvöldi þegar þau léku fyrri leiki sína í UEFA bikarnum.  Keflvíkingar léku á heimavelli gegn danska liðinu Midtjylland og KR ytra gegn sænska liðinu Hacken. Lesa meira
 
Sigurður Óli Þórleifsson

Sigurður Óli að störfum í Austurríki - 19.7.2007

Sigurður Óli Þorleifsson er þessa dagana staddur í Austurríki þar sem hann er við dómgæslu í úrslitakeppni EM U19 karla.  Sigurður var aðstoðardómari á leikjum Frakklands og Serbíu og Spánar og Portúgals. Lesa meira
 
Garðar Örn Hinriksson

Garðar Örn dæmir í Ungverjalandi - 19.7.2007

Garðar Örn Hinriksson dæmir í dag fyrri leik MTK Budapest frá Ungverjalandi og MIKA frá Armeníu.  Leikurinn er í forkeppni UEFA bikarsins og fer fram í Búdapest. Lesa meira
 
Fjölnir

Frá aga- og úrskurðarnefnd - 18.7.2007

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók fyrir skýrslur frá eftirlitsmanni KSÍ og dómurum vegna framkomu stuðningsmanna Fjölnis í leik Fjölnis og ÍBV í 1. deild karla, mánudaginn 16. júlí síðastliðnum. 

Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Setningarathöfn fyrir fyrsta leik Íslands - 18.7.2007

Fyrir leik Íslands og Noregs á Laugardalsvelli í kvöld verður stutt setningarathöfn í tilefni fyrsta leikdags í úrslitakeppni EM U19 kvenna.  Setningarathöfnin hefst um kl. 19:00 og munu um 100 iðkendur frá Þrótti Reykjavík koma þar við sögu. Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Englandi í nóvember 2006

Byrjunarlið Íslands gegn Noregi - 18.7.2007

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt er mætir Norðmönnum í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppni U19 kvenna.  Leikurinn hefst kl. 19:15 í kvöld og er leikinn á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Englandi í úrslitakeppni EM U17 í Belgíu 2. maí 2007

Hópurinn valinn hjá U17 karla fyrir Norðurlandamótið - 17.7.2007

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið landsliðshóp sinn er tekur þátt á Norðurlandamótinu frá 29. júli til 5. ágúst næstkomandi.  Íslendingar eru í riðli með Englendingum, Svíum og Finnum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Málalyktir í máli ÍA og Keflavíkur - 17.7.2007

KSÍ fagnar því að forystumenn ÍA og Keflavíkur hafa náð niðurstöðu vegna atviks sem átti sér stað í leik liðanna í Landsbankadeild 4. júlí sl.  KSÍ harmar að markið umdeilda  sem samræmist ekki heiðarlegum leik, hafi ráðið úrslitum í leiknum Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson og Michel Platini á fundi í Genf í apríl 2007

Platini afhendir sigurverðlaunin - 16.7.2007

Á miðvikudaginn verður flautað til leiks í úrslitakeppni EM U19 kvenna en mótið er sem kunnugt er haldið hér á landi.  Þrír leikir hefjast kl. 16:00 á miðvikudaginn en fjórði leikurinn, á milli Íslands og Noregs, hefst kl. 19:15 á Laugardalsvelli.  Nú er ljóst að forseti UEFA, Michel Platini, mun verða viðstaddur úrslitaleikinn og afhendir nýbökuðum Evrópumeisturum sigurverðlaunin.

Lesa meira
 
Gervigrasvöllurinn á Ísafirði, Torfnesvöllur

Púkamótið haldið í þriðja skiptið - 16.7.2007

Um helgina fór fram Púkamótið á Ísafirði og er þetta í þriðja skiptið sem það er haldið.  Þar hafa þeir þátttökurétt er starfað hafa að ísfirskum knattspyrnumálum og eru a.m.k. á þrítugasta ári. Lesa meira
 
Áhorfendur fagna

Metaðsókn á leiki Landsbankadeildarinnar - 13.7.2007

Metaðsókn hefur verið á leiki Landsbankadeildarinnar í sumar og áhorfendum fjölgað umtalsvert frá því í fyrra. Að loknum fyrri hluta Landsbankadeildarinnar hafa 58.778 áhorfendur mætt á völlinn eða 1.306 að meðaltali. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Enn á ný skorað fyrir gott málefni - 13.7.2007

Aftur verður skorað fyrir gott málefni í næstu umferð Landsbankadeildar karla og kvenna. Landsbankinn heitir 30.000 kr. fyrir hvert mark sem leikmenn Landsbankadeildarinnar skora í 10. umferð karla um helgina og 9. umferð kvenna . Lesa meira
 
Fyrirliðar Breiðabliks og KR, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og Olga Færseth

Stórleikir bæði hjá körlum og konum í VISA bikarnum - 13.7.2007

Í dag var dregið í VISA bikarkeppni karla og kvenna og fór drátturinn fram í höfðustöðvum KSÍ.  Ljóst er að spennandi leikir eru framundan en dregið var í 8 liða úrslitum karla og undanúrslitum kvenna. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í VISA bikar karla og kvenna í dag - 13.7.2007

Í hádeginu í dag verður dregið í VISA bikarkeppni karla og kvenna.  Dregið verður í höfuðstöðvum KSÍ og verða átta lið í pottinum hjá körlunum en fjögur hjá konunum.  Bikarmeistarar Vals í kvennaflokki féllu úr bikarnum í gærkvöldi. Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Fyrstu fulltrúar UEFA koma til landsins í dag - 12.7.2007

Alltaf styttist í úrslitakeppni EM U19 kvenna en keppnin hefst sem kunnugt er, 18. júlí næstkomandi.  Sjálfboðaliðar hafa þegar hafið störf og er von á fyrstu fulltrúum UEFA og styrktaraðila mótsins í dag. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Átta liða úrslit VISA bikars kvenna í kvöld - 12.7.2007

Í kvöld verður leikið í 8 liða úrslitum VISA bikars kvenna og má búast við hörkuleikjum.  Eftir kvöldið standa svo fjögur félög sem munu verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitunum í hádeginu á föstudag. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Bikarmeistararnir áfram í VISA bikar karla - 12.7.2007

Átta liða úrslitum VISA bikars karla lauk í gærkvöldi með þremur leikjum.  Bikarmeistarar Keflavíkur, Breiðablik og Fylkir tryggðu sér sæti í 8 liða úrslitum en dregið verður í hádeginu á föstudaginn Lesa meira
 
Frá Old boys landsleik Íslands og Danmerkur í júlí 2007 sem leikinn var á Akureyrarvelli

Íslensku kempurnar sigruðu Dani - 11.7.2007

Mikil knattspyrnuhátíð var á Akureyri síðastliðna viku en þá fóru fram tvö stór knattspyrnumót.  Hápunktur vikunnar var tvímælalaust "Old-boys landsleikur" á milli Íslands og Danmerkur og lauk honum með sigri Íslands. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Vítaspyrnukeppni í tveimur leikjum - 11.7.2007

Fimm leikir í 16-liða úrslitum VISA-bikarsins fóru fram á þriðjudagskvöld.  Þrír leikir fóru í framlengingu og í tveimur þeirra þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram sigurvegara.  Haukar, sem leika í 2. deild, eru komnir í 8-liða úrslit.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Fundur formanns KSÍ á Akureyri mánudaginn 9. júlí - 4.7.2007

KSÍ heldur kynningarfund með formanni KSÍ, Geir Þorsteinssyni, á Akureyri mánudaginn 9. júlí kl. 17:30.  Lesa meira
 
Undirskrift KSÍ-OR

KSÍ og Orkuveita Reykjavíkur undirrita samstarfssamning - 3.7.2007

Í dag var undirritaður samstarfssamningur á milli KSÍ og Orkuveitu Reykjavíkur vegna úrslitakeppni Evrópumóts U19 ára kvenna sem fram fer hér á Íslandi 18. júlí til 29. júlí Lesa meira
 
Lið umferða 1-6 2007

Margrét Lára og Elísabet valdar bestar - 2.7.2007

Viðurkenningar fyrir umferðir 1-6 í Landsbankadeild kvenna voru afhentar í hádeginu í dag Lesa meira
 

Stúlkurnar hjá U17 hefja leik í dag - 2.7.2007

Stúlkurnar hjá U17 hefja leik á Norðurlandamótinu í dag og leika gegn Svíþjóð kl. 15.00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Mikill fjöldi sjálfboðaliða við úrslitakeppni EM U19 kvenna - 1.7.2007

Eins og kunnugt er hefst úrslitakeppni EM U19 kvenna hér á landi 18. júlí næstkomandi.  Mikill fjöldi sjálfboðaliða mun starfa með einum eða öðrum hætti við keppnina og hefur gengið vel að manna þau störf. Lesa meira
 

Valsmenn fallnir úr Inter-Toto keppninni - 1.7.2007

Valsmenn sigruðu Cork City í seinni leik liðanna í fyrstu umferð Inter-Toto keppninnar.  Leikurinn fór fram í Írlandi og lauk með sigri Vals, 0-1.  Það dugði þó ekki Valsmönnum þar sem Cork vann fyrri leikinn á Laugardalsvelli, 0-2. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög