Fréttir

Landsbankadeildin

Viðurkenningar í Landsbankadeild kvenna - 30.6.2007

Mánudaginn 2. júlí verða veittar viðurkenningar fyrir fyrstu sex umferðirnar í Landsbankadeild kvenna.  Viðurkenningarnar verða veittar í höfuðstöðvum KSÍ kl. 12:00. Lesa meira
 
Aðstoðardómari að störfum á leik Íslands og Svíþjóðar

Tillögur um dómaramál samþykktar - 30.6.2007

Á fundi sínum þann 28. júní s.l. samþykkti stjórn KSÍ tillögur starfshóps sem ætlað að koma með tillögur og hugmyndir að átaki sem miðaði að því að fjölga dómurum, sérstaklega kvendómurum, og auka áhuga á dómarastarfinu.  Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Seinni leikur Vals gegn Cork City í dag - 30.6.2007

Í kvöld kl. 18:00 mætast Cork City og Valur í seinni leik liðanna í 1. umferð Inter-Toto keppninnar.  Írarnir höfðu betur í fyrri leiknum, sem leikinn var á Laugardalsvelli og lauk með sigri Cork með tveimur mörkum gegn engu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á tveimur reglugerðum samþykktar - 30.6.2007

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 28. júní 2007 breytingar á tveimur reglugerðum sambandsins og má sjá þær breytingar hér að neðan.  Forráðamenn félaga eru beðnir um að vekja athygli á þessum breytingum. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

KR til Svíþjóðar og Keflavík til Danmerkur - 30.6.2007

Í gær var dregið í 1. umferð undankeppni UEFA bikarsins.  Fulltrúar Íslands í pottinum voru KR og Keflavík og drógust þau bæði gegn mótherjum frá Norðurlöndunum. Lesa meira
 
UEFA

Fyrsta konan á vegum KSÍ í nefnd UEFA - 29.6.2007

Á dögunum skipaði Knattspyrnusamband Evrópu í nefndir sínar og eru einstaklingar frá KSÍ þar á meðal.  Fyrsta konan á vegum KSÍ hefur verið skipuð í nefnd hjá UEFA en Guðrún Inga Sívertsen er í nefnd um kvennaknattspyrnu. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH dróst á móti HB frá Færeyjum - 29.6.2007

Í dag var dregið í fyrstu umferð undankeppni Meistarardeildar Evrópu en Íslandsmeistarar FH eru fulltrúar Íslands í keppninni.  FH mun leika gegn færeysku meisturunum HB og leika fyrri leikinn á heimavelli. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Kópavogs- og Reykjavíkurslagir í VISA-bikarnum - 28.6.2007

Í dag var dregið í 16 liða úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Liðin úr Landsbankadeildinni koma inn í keppnina í 16 liða úrslitum. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Kynningarfundur á Reyðarfirði mánudaginn 2. júlí - 27.6.2007

KSÍ heldur kynningarfund með formanni KSÍ, Geir Þorsteinssyni, á Reyðarfirði mánudaginn 2. júlí kl. 17:30.  Á fundinum verður farið yfir nýja reglugerð um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Þrjár vikur í úrslitakeppni EM U19 kvenna - 27.6.2007

Í dag eru réttar þrjár vikur þangað til að flautað verður til leiks í úrslitakeppni EM U19 kvenna.  Ísland er í riðli með Noregi, Danmörku og Evrópumeisturum Þýskalands og mæta Norðmönnum í fyrsta leik sínum.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið á föstudag í Evrópukeppnunum - 27.6.2007

Á föstudaginn verður dregið í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og UEFA bikarnum.  Fulltrúar Íslands í Meistaradeildinni eru Íslandsmeistarar FH en KR og Keflavík eru fulltrúar Íslands í UEFA bikarnum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í 16 liða úrslitum VISA-bikars karla á fimmtudag - 27.6.2007

Fimmtudaginn 28. júní, verður dregið í 16 liða úrslit VISA-bikars karla.  Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 12:00.  Liðin úr Landsbankadeildinni verða í pottinum ásamt þeim sex félögum er komust áfram úr 4. umferð. Lesa meira
 
Magnús Þórisson

Magnús dæmir í Wales - 26.6.2007

Magnús Þórisson dæmir seinni leik Llanelli frá Wales og Vetra Vilnius frá Litháen í fyrstu umferð Inter-Toto keppninnar.  Honum til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Oddbergur Eiríksson. Lesa meira
 
U17_kv_byrjunarlid_Danir_2006

Hópurinn hjá U17 kvenna valinn fyrir Noregsför - 26.6.2007

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 18 leikmenn er taka þátt í Norðurlandamóti U17 kvenna sem fram fer í Noregi í júlí.  Ísland leikur í riðli með Svíþjóð, Noregi og Hollandi. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikarinn heldur áfram í kvöld - 26.6.2007

Fjórða umferð VISA-bikars karla heldur áfram í kvöld en þá eru fimm leikir á dagskrá.  Leikirnir hefjast allir kl. 20:00.  ÍBV tryggði sér þátttökurétt í 16 liða úrslitunum í gærkvöldi. Lesa meira
 
Magni

Úrskurður í máli Magna gegn Völsungi - 25.6.2007

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur úrskurðað í máli Magna gegn Völsungi en kæra barst til nefndarinnar vegna leiks félaganna í 2. deild karla á Grenivíkurvelli þann 24. maí síðastliðinn.  Nefndin úrskurðaði að úrslit leiksins skyldu látin standa.

Lesa meira
 
Tindastóll

Tindastóll 100 ára - 25.6.2007

Ungmennafélagið Tindastóll á Sauðárkróki er 100 ára á þessu ári.  Mikil afmælishátíð var haldin á af því tilefni 16. júní síðastliðinn.  KSÍ heiðraði við þetta tilefni nokkra aðila sem komið hafa mikið við sögu knattspyrnunnar hjá félaginu. Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Lokað á félagaskipti 1. júlí - 25.6.2007

Ný reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga tekur gildi 1. júlí næstkomandi.  Ný reglugerð hefur m.a. í för með sér að lokað verður á félagaskipti frá 1. júlí. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Heil umferð í Landsbankadeild kvenna í kvöld - 25.6.2007

Heil umferð verður leikin í kvöld í Landsbankadeild kvenna eftir rúmlega tveggja vikna hlé vegna landsleikja íslenska kvennalandsliðsins.  Fjórir spennandi leikir eru á dagskránni í kvöld og hefjast þeir allir kl. 19:15. Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Heil umferð í 1. deild karla í kvöld - 22.6.2007

Þó svo að ekki sé leikið í Landsbankadeild karla eða kvenna um helgina, rúllar boltinn svo sannarlega víða.  Fjölmargir leikir eru um helgina í hinum ýmsu deildum og flokkum og í kvöld, föstudagskvöld, fer fram heil umferð í 1. deild karla. Lesa meira
 
Bislett leikvangurinn í Osló

Eyjólfur Magnús dæmir í Noregi - 22.6.2007

Eyjólfur Magnús Kristinsson dæmir á sunnudaginn leik Skeid  og Sparta Sarpsborg í næst efstu deild í Noregi.  Leikurinn er leikinn á hinum gamalkunna Bislett leikvangi í Osló. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn hækkaður um flokk hjá UEFA - 22.6.2007

Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari, hefur verið færður upp um flokk af dómaranefnd UEFA en þetta var ákveðið fundi nefndarinnar á dögunum.  Kristinn er nú kominn í næst hæsta flokk innan dómaranefndar UEFA. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi 16. júní 2007

Glæstur sigur Íslands á Serbíu - 21.6.2007

Íslenska kvennalandsliðið skemmti 5.976 áhorfendum konunglega þegar þær lögðu Serbíu örugglega í kvöld.  Lokatölur urðu 5-0 Íslandi í vil eftir að staðan í hálfleik hafði verið 2-0.  Aldrei hafa áhorfendur verið fleiri á kvennalandsleik á Íslandi.

Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Valsmenn mæta Cork frá Írlandi í Inter-Toto - 21.6.2007

Valsmenn taka á móti írska liðinu Cork City í fyrstu umferð Inter-Toto keppninnar.  Leikurinn fer fram laugardagskvöldið 23. júní og hefst kl. 20:00 á Laugardalsvelli.  Cork City er sem stendur í fimmta sæti í írsku deildinni. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi 16. júní 2007

Byrjunarlið Íslands gegn Serbíu - 20.6.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Serbum.  Leikurinn er liður í undankeppni EM  og hefur íslenska liðið unnið báða leiki sína til þessa í riðlinum.  Serbneska liðið hefur unnið eina leik sinn í riðlinum til þessa. Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Úrskurður í máli ÍBV gegn Val - 20.6.2007

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í kæru ÍBV gegn Val vegna leik félaganna í 3. flokki karla er fram fór í Vestmannaeyjum 25. maí síðastliðnum.  Leikurinn er dæmdur tapaður Val með markatölunni 3-0.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Hlutgengi markvarða milli liða í sama aldursflokki. - 20.6.2007

Af gefnu tilefni skal tekið fram að engar breytingar hafa átt sér stað frá síðasta ári hvað varðar hlutgengi markvarða milli liða í sama aldursflokki. 

Lesa meira
 
Dagmar_Damkova

Dómarar leiksins koma frá Tékklandi - 20.6.2007

Dómarar leiksins koma frá Tékklandi og mun Dagmar Damkova sjá um dómgæsluna.  Hún er einn þekktasti dómari Tékklands og árið 2003 varð hún fyrst kvendómarinn til að dæma í efstu deild karla í Tékklandi. Lesa meira
 
Ásthildur Helgadóttir, Katrín Jónsdóttir og Dóra Stefánsdóttir í baráttunni gegn Frökkum

Leikmannahópur valinn fyrir Serbaleikinn - 20.6.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 18 manna hóp er mætir Serbum í undankeppni EM á fimmtudagskvöld.  Leikurinn hefst kl. 21:15 á Laugardalsvelli og eru áhorfendur hvattir til þess að láta ekki sitt eftir liggja. Lesa meira
 
U17_kv_byrjunarlid_Danir_2006

26 leikmenn valdir til æfinga hjá U17 kvenna - 20.6.2007

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 26 leikmenn í undirbúningshóp fyrir Norðurlandamótið sem fram í júlí í Noregi.  Hópurinn æfir á Laugarvatni um næstu helgi. Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Kynningarfundir á Akureyri og á Austurlandi - 20.6.2007

KSÍ mun boða til kynningarfunda á Akureyri og á Austurlandi í byrjun júlí vegna nýrrar reglugerðar KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga sem tekur gildi þann 1. júlí næstkomandi.  Lesa meira
 
Frá undirskrift vegna áframhaldandi styrks við sparkvallaátakið

Glæsilegt framlag til sparkvallaátaksins - 20.6.2007

Í gær var undirritað samkomulag á milli KSÍ og fjögurra fyrirtækja um áframhaldandi uppbyggingu sparkvalla á landinu.  Stefnt er á að í lok ársins verðir vellirnir orðnir 111 um allt land. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Aðgangur á Ísland - Serbía fyrir handhafa A-skírteina - 19.6.2007

Fyrir landsleikinn gegn Serbíu á fimmtudaginn geta handhafar A-skírteina sýnt þau við merktan inngang á Laugardalsvelli þegar komið er á völlinn.  Mikilvægt er að aðeins sé notaður þessi merkti inngangur fyrir A-skírteini. Lesa meira
 
Grétar Rafn skoraði gegn Búlgaríu

Landsliðið á fjögurra þjóða mót á Möltu - 19.6.2007

Íslenska karlalandsliðið mun taka þátt í fjögurra þjóða móti á Möltu í febrúar á næsta ári.  Auk heimamanna í Möltu verða Hvít-Rússar og Armenar með í mótinu.  Leikirnir verða þrír og eru leikdagar 2., 4. og 6. febrúar 2008.

Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

Góður sigur hjá U19 gegn Svíum - 19.6.2007

Íslenska U19 kvennalandsliðið bar í gær sigurorð af Svíum í vináttulandsleik sem fram fór í Norrtalje í Svíþjóð.  Lokatölur urðu 0-1 og var það Rakel Hönnudóttir sem skoraði sigurmark íslenska liðsins á 64. mínútu. Lesa meira
 
Sæti í úrslitakeppninni í höfn

Úrtaksæfingar hjá U17 karla um helgina - 18.6.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 34 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Leikmennirnir sem fæddir eru árið 1991, munu æfa tvisvar um helgina og færa æfingarnar fram á Tungubökkum. Lesa meira
 
Lið umferða 1-6 í Landsbankadeild karla

Helgi, Ólafur og Garðar valdir bestir - 18.6.2007

Viðurkenningar fyrir umferðir 1-6 í Landsbankadeild karla voru afhentar í hádeginu í dag, mánudag. Helgi Sigurðsson úr Val var valinn besti leikmaður umferðanna, Ólafur Jóhannesson besti þjálfarinn og Garðar Örn Hinriksson besti dómarinn. Lesa meira
 
Áhorfendur á Frakkaleiknum fagna sigri

Ísland - Serbía fimmtudaginn 21. júní kl. 21:15 - 18.6.2007

Ísland tekur á móti Serbíu í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða.  Leikurinn fer fram fimmtudaginn 21. júní á Laugardalsvelli og hefst kl. 21:15.  Íslenska liðið hefur farið vel af stað í riðlakeppninni og er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

U19 kvenna leikur í Svíþjóð í dag - 18.6.2007

Íslenska U19 landslið kvenna leikur í dag vináttulandsleik gegn Svíþjóð ytra.  Leikurinn sem er lokaleikur liðsins fyrir úrslitakeppni EM U19 kvenna hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma.  Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt. Lesa meira
 
Marki Margrétar Láru gegn Frökkum fagnað af innlifun

Frábær sigur á Frökkum - 16.6.2007

Íslendingar unnu frábæran sigur á Frakklandi í dag með einu marki gegn engu.  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Íslands á 81. mínútu eftir fyrirgjöf frá Dóru Maríu Lárusdóttur.  Íslenska liðið varðist frábærlega og gaf Frökkum fá færi á sér. Lesa meira
 
Þóra Helgadóttir, hér í leik gegn Svíum 2006, leikur sinn 50. landsleik gegn Ítalíu á Algarve Cup 2007

Byrjunarliðið gegn Frökkum tilbúið - 15.6.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Frökkum á Laugardalsvelli á morgun.  Leikurinn er í undakeppni EM og hefst kl. 14:00.  Um er að ræða tímamótaleiki hjá Eddu Garðarsdóttur og Dóru Stefánsdóttur. Lesa meira
 
Ásthildur Helgadóttir og Katrín Jónsdóttir í kröppum dansi gegn Tékkum á Laugardalsvelli 19. ágúst 2006

Hjálpaðu við að láta drauminn rætast! - 15.6.2007

Ísland og Frakkland mætast í undankeppni EM á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. júní kl. 14:00.  Góður stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum í þessum leik og hjálpað stelpunum í því að láta drauminn rætast. Lesa meira
 
Fotboltasumarid_forsida_2007

Fótboltasumarið 2007 er komið út - 15.6.2007

Fótboltasumarið 2007 er sérlega glæsilegt í ár, 212 síður og stútfullt af upplýsingum og fróðleik um íslenska fótboltann og ríkulega myndskreytt. Mjög vönduð umfjöllun er um liðin í Landsbankadeild karla og kvenna og liðin í 1. og 2.deild karla. Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Kynningarfundur um félagaskipti og samninga - 15.6.2007

Fimmtudaginn 21. júní boðar KSÍ til kynningarfundar vegna nýrrar reglugerðar KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga sem tekur gildi þann 1. júlí næstkomandi. Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Portúgals frá árinu 2006

18 leikmenn valdir fyrir leikinn gegn Frökkum - 15.6.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hvaða 18 leikmenn munu skipa liðið gegn Frökkum á morgun.  Rakel Logadóttir verður ekki með í þessum leik vegna meiðsla. Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Polla- og Hnátumót KSÍ 2007 - 15.6.2007

Riðlakeppni í Polla- og Hnátumóti KSÍ 2007 verður leikin um allt land og hafa fyrstu mótin verið leikin nú þegar.  Umsjónarfélag er skipað með hverjum riðli og hafa félögin sent inn dagsetningar til KSÍ.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Breiðablik og Valur mætast hjá konunum - 14.6.2007

Í dag var dregið í VISA-bikarkeppni karla og kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Dregið var í 4. umferð hjá körlunum en í 8-liða úrslit hjá konunum.  Liðin sem léku til úrslita hjá konunum í fyrra mætast í 8-liða úrslitum. Lesa meira
 
Þóra Helgadóttir, hér í leik gegn Svíum 2006, leikur sinn 50. landsleik gegn Ítalíu á Algarve Cup 2007

Miðasala á leikinn gegn Frökkum í gangi - 14.6.2007

Miðasala á leik Íslands og Frakklands sem fram fer laugardaginn 16. júní kl. 14:00, er hafin.  Hægt er að kaupa miða á hér á síðunni og á www.midi.is.  Miðinn kostar 1000 krónur en frítt er fyrir 16 ára og yngri.  Sætaval er frjálst í vesturstúkunni. Lesa meira
 
Afríka

Úrskurður í máli KV gegn Afríku - 13.6.2007

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir mál KV gegn Afríku vegna leiks liðanna þann 21. maí síðastliðinn á Gervigrasvellinum í Laugardal.  Leiknum lauk með jafntefli en nefndin úrskurðaði að Afríka skyldi tapa leiknum, 0-3.

Lesa meira
 
Sandrine Soubeyrand

Gríðarsterkur landsliðshópur Frakka - 13.6.2007

Frakkar tefla fram gríðarlega sterkum leikmannahópi gegn Íslandi í undankeppni EM næsta laugardag.  Í hópnum er góð blanda eldri og reyndari leikmanna annars vegar og ungra og efnilegra hins vegar.

Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Handhafar A-passa á leikina gegn Frakklandi og Serbíu - 13.6.2007

Fyrir landsleikina gegn Frakklandi og Serbíu geta handhafar A-skírteina sýnt þau við merktan inngang á Laugardalsvelli þegar komið er á völlinn.  Mikilvægt er að aðeins sé notaður þessi merkti inngangur fyrir A-skírteini. Lesa meira
 
Frá pæjumótinu á Siglufirði 2006

Knattspyrnuskóli stúlkna 18. - 22. júní - 13.6.2007

Knattspyrnuskóli stúlkna fer fram í næstu viku að Laugarvatni.  Leikmenn í skólanum í ár fæddir 1993.  Gestakennarar verða á flestum æfingunum og þar er von á mjög góðum gestum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í VISA-bikar karla og kvenna á fimmtudag - 13.6.2007

Á morgun, fimmtudaginn 14. júní verður dregið í VISA-bikarkeppni karla og kvenna í höfuðustöðvum KSÍ.  Drátturinn hefst kl. 12:00 og verður dregið í 4. umferð hjá körlunum en í 8. liða úrslit hjá konunum. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Styrkleikalisti karlalandsliða frá FIFA birtur - 13.6.2007

Nýr styrkleikalisti FIFA var birtur í dag og fellur íslenska liðið niður um þrettán sæti á listanum og sitja í sæti 109.  Ítalir halda toppsætinu en Frakkar fara upp fyrir Brasilíumenn í annað sætið. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

U19 kvenna leikur gegn Svíþjóð 18. júní - 12.6.2007

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið landsliðshóp sinn er mætir Svíum í vináttulandsleik í Svíþjóð 18. júní.  Leikurinn er síðasti leikurinn hjá íslenska liðinu fyrir úrslitakeppni EM sem hefst hér á landi í 18. júlí. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

3. umferð VISA-bikars karla hafin - 12.6.2007

Í gærkvöldi hófst 3. umferð VISA-bikars karla með fjórum leikjum.  Sex leikir fara fram í kvöld og tveir síðustu leikirnir fara fram annað kvöld.  Önnur umferð VISA-bikars kvenna hefst í kvöld með tveimur leikjum og lýkur umferðinni annað kvöld. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

3. umferð VISA-bikars karla hefst í kvöld - 11.6.2007

Í kvöld hefst 3. umferð VISA-bikars karla og eru fjórir leikir á dagskrá í kvöld.  Annað kvöld verður einnig leikið í VISA-bikarnum og umferðinni lýkur á miðvikudagskvöldið.  Dregið verður til 4. umferðar fimmtudaginn 14. júní. Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Portúgals frá árinu 2006

Hópurinn valinn fyrir Frakkland og Serbíu - 11.6.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir leikinga tvo gegn Frakklandi og Serbíu.  Leikurinn gegn Frakklandi fer fram laugardaginn 16. júní kl. 14:00 en Serbíuleikurinn fimmtudaginn 21. júní. Lesa meira
 
Frá 80. ára afmælis Völsungs í júní 2007

Íþróttafélagið Völsungur 80 ára - 11.6.2007

Íþróttafélagið Völsungur á Húsavík var stofnað 12. apríl 1927 og varð því 80 ára fyrr á þessu ári.  Félagið hélt afmælishátíð sl. laugardag og heiðraði KSÍ nokkra af þeim sem mikið hafa komið við sögu knattspyrnunnar í félaginu.

Lesa meira
 
UEFA

Svíum dæmdur sigur gegn Dönum - 8.6.2007

Aganefnd UEFA úrskurðaði í dag Svíum sigur í leik gegn Dönum sem fram fór 2. júní síðastliðinn.  Leikurinn var flautaður af í stöðunni 3-3 þegar að danskur áhorfandi veittist að dómara leiksins.  Danir hafa áfrýjað niðurstöðunni. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeildin rúllar af stað að nýju - 7.6.2007

Eftir landsleikjafrí hefst Landsbankadeild karla að nýju á morgun, föstudag.  Þá eigast við Víkingur og Breiðablik og hefst leikur þeirra á Víkingsvelli kl. 19.15.  Þá er leikin heil umferð í Landsbankadeild kvenna á föstudag. Lesa meira
 
Ásthildur Helgadóttir og Katrín Jónsdóttir í kröppum dansi gegn Tékkum á Laugardalsvelli 19. ágúst 2006

Ísland - Frakkland laugardaginn 16. júní - 7.6.2007

Ísland mætir Frakklandi í undankeppni fyrir EM kvenna 2009 og er leikurinn leikinn á Laugardalsvellinum.  Leikurinn fer fram daginn fyrir þjóðhátíðardaginn, laugardaginn 16. júní og hefst kl. 14:00.  Stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum í þessum leik. Lesa meira
 
58 þjálfarar útskrifuðust með KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráður

58 þjálfarar útskrifast með KSÍ A þjálfaragráðu - 7.6.2007

Laugardaginn 2. júní sl. útskrifuðust 58 þjálfarar með KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráðu og var útskriftin haldin í höfuðstöðvum KSÍ.  Að útskrift lokinni var þjálfarahópnum boðið á landsleik Íslands og Liechtenstein á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmdi í Búlgaríu - 7.6.2007

Kristinn Jakobsson dæmdi í gærkvöldi leik Búlgaríu og Hvíta Rússlands en leikurinn var leikinn í Sofiu og var í riðlakeppni fyrir EM 2008.  Honum til aðstoðar voru Sigurður Óli Þorleifsson og Einar Sigurðsson.  Magnús Þórisson var fjórði dómari. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Knattspyrnuskóli drengja á Laugarvatni 11. - 15. júní - 7.6.2007

Hér að neðan fá finna nánari upplýsingar um knattspyrnuskóla drengja sem fram fer á Laugarvatni dagana 11. - 15. júní.  Enn eru nokkur félög eftir að tilnefna fulltrúa og eru þau beðin um að bregðast við nú þegar. Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Tap hjá Íslendingum í Stokkhólmi - 6.6.2007

Íslendingar biðu lægri hlut gegn Svíum í landsleik í Stokkhólmi en leikurinn var í riðlakeppni fyrir EM 2008.  Lokatölur urðu þær að heimamenn skoruðu fimm mörk án þess að Íslendingar næðu að svara. Lesa meira
 
Búningarnir tilbúnir fyrir leikinn gegn Svíum

Svíþjóð - Ísland kl. 18:15 í kvöld - 6.6.2007

Í dag sækir íslenska landsliðið það sænska heim á Rasunda vellinum í Stokkhólmi.  Leikurinn er í riðlakeppni fyrir EM 2008 og hefst kl. 18:15 að íslenskum tíma.  Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrvalslið Reykjavíkur í eldlínunni - 6.6.2007

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda (Nordiske skulespellen) er nú haldið í 59. sinn og í þetta skiptið er það haldið í Osló.  Þátttökulið eru frá Reykjavík, Helsinki, Osló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Lesa meira
 
Íslenska landsliðð æfir á Raslunda vellinum í Stokkhólmi daginn fyrir leikinn gegn Svíum á þjóðhátíðardag heimamanna, 6. júní.

Landsliðið æfði á Rasunda vellinum - 5.6.2007

Íslenska landsliðið æfði í dag á rennisléttum Rasunda vellinum en á morgun etja þeir kappi þar við Svía.  Aðstæður eru allar hinar bestu og var um 26 stiga hiti í Stokkhólmi í dag. Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Guðni Kjartansson taka við A-landsliði kvenna

Góður sigur hjá U19 karla á Azerum - 5.6.2007

Íslenska U19 karlalandsliðið vann lokaleik sinn í milliriðli fyrir EM en riðillinn var leikinn í Noregi.  Sigur vannst á Azerbaijan með fimm mörkum gegn tveimur. Leikurinn í gær var síðasti leikur hjá U19 karla þar sem Guðni Kjartansson stjórnar liðinu. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Ljóst hvaða félög mætast í 3. umferð VISA-bikars karla - 4.6.2007

Í dag var dregið í 3. umferð VISA-bikars karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Félögin í pottinum góða voru 24 talsins og var þeim skipt í 3. flokka eftir landshlutum. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Byrjunarlið U19 karla gegn Azerum - 4.6.2007

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er leikur gegn Azerum í dag.  Leikurinn er í milliriðli fyrir EM og hefst kl. 17:00 í Noregi.  Þetta er þriðji og síðasti leikur Íslands í riðlinum. Lesa meira
 
Áfram Ísland

Upphitun hjá Áfram Ísland klúbbnum - 4.6.2007

Áfram Ísland, stuðningsmannaklúbbur íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verða með upphitun fyrir leik Svíþjóðar og Íslands.  Upphitunin er í samvinnu við Icelandair og Íslendingafélagið í Stokkhólmi. Lesa meira
 
Brynjar Björn Gunnarsson reynir markskot

Jafntefli gegn Liechtenstein - 2.6.2007

Íslendingar gerðu jafntefli gegn Liechtenstein í dag og urðu lokatölur 1-1.  Brynjar Björn Gunnarsson kom Íslendingum yfir í fyrri hálfleik.  Liðið mun leika gegn Svíum næstkomandi miðvikudag ytra. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Tap gegn Norðmönnum í markaleik - 2.6.2007

Íslenska U19 karlalandsliðið tapaði í gær gegn Norðmönnum í miklum markaleik en lokartölur urðu 4-3 fyrir Norðmenn.  Staðan í leikhléi var 3-2 Norðmönnum í vil.  Ísland leikur gegn Azerbaijan á mánudaginn í lokaleik sínum í þessum milliriðli fyrir EM. Lesa meira
 
Brynjar Björn Gunnarsson reynir markskot

Ísland - Liechtenstein í dag kl. 16:00 - 2.6.2007

Ísland og Liechtenstein mætast á Laugardalsvelli í dag kl. 16:00 en leikurinn er liður í undankeppni fyrir EM 2008.  Eyjólfur Sverrisson, landliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn. Lesa meira
 
Fulltrúar KSÍ og fulltrúar frá Knattspyrnusambandi Gambíu hittust á 57. ársþingi FIFA

Gambíumenn þakklátir Íslendingum - 1.6.2007

Eins og kunnugt fram hefur komið er KSÍ einn af þeim aðilum er stendur á bakvið átakið "Útspark til Gambíu". Markmiðið þar er að safna fótboltabúnaði til þess að senda til Gambíu. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Byrjunarlið U19 gegn Noregi - 1.6.2007

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Norðmönnum í dag í milliriðli fyrir EM.  Riðillinn er leikinn í Noregi og hefst leikur þjóðanna kl. 17:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög