Fréttir

Lengjubikarinn

Úrslitaleikur Lengjubikars karla - FH og Valur - 30.4.2007

Úrslitaleikur A-deildar Lengjubikars karla verður leikinn þriðjudaginn 1. maí.  Eigast þá við FH og Valur og hefst leikurinn kl. 16:00 á Stjörnuvelli.  FH-ingar eru núverandi handhafar þessa titils. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Fundað um framkvæmd leikja - 30.4.2007

Síðastliðinn föstudag fundaði KSÍ með framkvæmdastjórum félaga í Landsbankadeild karla í höfuðstöðvum sambandsins á Laugardalsvelli.  Farið var yfir ýmis hagnýt atriði fyrir sumarið, enda að gríðarlega mörgu að hyggja fyrir félög í deildinni.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

KR og Valur leika til úrslita hjá konunum - 30.4.2007

Það verða Reykjavíkurliðin KR og Valur sem leika til úrslita í A-deild Lengjubikars kvenna.  KR vann Breiðablik í undanúrslitum á meðan Valur lagði Keflavík.  Í B-deild karla leika Afturelding og Fjarðabyggð til úrslita. Lesa meira
 
Dómari lætur knöttinn falla

15 ára mega taka unglingadómarapróf - 28.4.2007

Í nýrri reglugerð um knattspyrnudómara og eftirlitsmenn er ein veigamikil breyting er snýr að aldri unglingadómara.  Nú mega þeir er verða 15 ára á árinu starfa sem unglingadómarar í stað 16 ára áður. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

FH og Valur leika til úrslita - 28.4.2007

Það verða Íslandsmeistarar FH og Valur sem leika til úrslita í A-deild Lengjubikars karla.  Þetta varð ljóst eftir undanúrslitaleikina er leiknir voru í gær.  FH sigraði HK, 4-1 og Valsmenn lögðu Víkinga 1-0. Lesa meira
 
UEFA

Breyting á hópnum hjá U17 karla - 27.4.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur gert eina breytingu á landsliðshópnum er heldur til Belgíu á mánudaginn til að taka þátt í úrslitakeppni EM U17 karla.  Dofri Snorrason kemur inn í hópinn í stað Kristins Steindórssonar sem er meiddur. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Greiðsla til félaga sem undirgengust leyfiskerfið - 27.4.2007

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum mánudaginn 23. apríl að greiða öllum félögum sem undirgengust leyfiskerfi KSÍ fyrir keppnistímabilið 2007 styrk fyrir vinnu við undirbúning leyfisumsókna.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn langt kominn - 27.4.2007

Um helgina er leikið í undanúrslitum í Lengjubikar A-deildar kvenna og B-deildar karla.  Þá fara fram síðustu leikir í riðlakeppni C-deild karla.  Eins og áður hefur komið fram er leikið til undanúrslita í A-deild karla í kvöld. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit A-deildar Lengjubikars karla í kvöld - 27.4.2007

Í kvöld, föstudagskvöld, fara fram undanúrslitaleikir í Lengjubikar karla og hefjast þeir báðir kl. 19:00.  Á Stjörnuvelli mætast FH og HK og í Egilshöllinni eigast við Víkingur og Valur.  Sigurvegarar leikjanna eigast svo við í úrslitaleik á Stjörnuvelli, 1. maí næstkomandi. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006.  Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Óúttekin leikbönn í meistaraflokki 2007 - 27.4.2007

Á fundi stjórnar KSÍ þann 23. apríl sl. voru gerðar breytingar á reglugerðum er varða flutning á agaviðurlögum á milli keppnistímabila á þann veg að leikbönn vegna áminninga flytjast ekki á milli keppnistímabila. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson, Þórir Hákonarson og Michel Platini á fundi í Genf í apríl 2007

Fundað með forseta UEFA - 26.4.2007

Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, funduðu í dag með Michel Platini forseta UEFA.  Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss. Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Staðfest niðurröðun í landsdeildum - 25.4.2007

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja landsdeildum, þ.e. Landsbankadeild karla og kvenna, 1. og 2. deild karla.  Breytingar hafa verið gerðar frá þeim drögum sem send voru út í byrjun mars. Nauðsynlegt er því að taka eldri drög úr umferð. Lesa meira
 
Afríka

Ólöglegir leikmenn með Afríku gegn KFS - 25.4.2007

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Ivan Milekovich og Jón Bjarni Baldvinsson léku ólöglegir með liði Afríku gegn KFS í Lengjubikar karla sunnudaginn 22. apríl síðastliðinn.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur V.stigs þjálfaranámskeið 27-29. apríl - 25.4.2007

KSÍ heldur V.stigs þjálfaranámskeið um næstu helgi (27-29. apríl).  Námskeiðið er upphafið að KSÍ A (UEFA A gráðu).  Alls eru 20 þjálfarar skráðir á námskeiðið og því ennþá hægt að skrá sig.  Námskeiðsgjald er 18.000 krónur. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Endurskoðun á reglugerðum KSÍ og starfsreglum nefnda - 24.4.2007

Ný lög KSÍ voru samþykkt á knattspyrnuþingi 10. febrúar síðastliðinn.  Við gildistöku nýrra laga var jafnframt nauðsynlegt að ráðast í endurskoðun á reglugerðum sambandsins og starfsreglum nefnda og hefur stjórn KSÍ nú samþykkt nýjar reglugerðir og starfsreglur. Lesa meira
 
Dómari lætur knöttinn falla

Unglingadómaranámskeið hefst 4. maí - 24.4.2007

Unglingadómaranámskeið verður haldið í maí og er að mestu leyti um heimanám að ræða, þar sem þátttakendur sækja námsefnið á vef KSÍ, en námskeiðinu lýkur með prófi 25. og 26. maí. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit A-deildar Lengjubikars karla framundan - 24.4.2007

FH, HK, Víkingur og Valur tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum A-deildar Lengjubikars karla.  FH og HK mætast á Stjörnuvelli og Víkingur og Valur eigast við í Egilshöll.  Báðir leikirnir fara fram föstudaginn 27. apríl og  hefjast kl. 19:00. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Leikjaniðurröðun fyrir Reykjavíkurmót 6. og 7. flokks - 24.4.2007

Leikjaniðurröðun fyrir Reykjavíkurmót 6. og 7. flokks er tilbúin og má sjá leikina hér á heimasíðunni.  Leikirnir í 6. flokki fara fram 19. maí og fer fram á sjö leikvöllum.  Í 7. flokki verður leikið í Egilshöll, þriðjudaginn 1. maí. Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Valsmenn mæta Cork City frá Írlandi í Inter-Toto - 23.4.2007

Í dag var dregið í Inter-Toto keppninni og voru Valsmenn fulltrúar Íslands í pottinum.  Drógust Valsmenn gegn félagi frá Írlandi en fulltrúar þeirra í keppninni eru Cork City.  Fyrri leikurinn er leikinn á Íslandi 23. eða 24. júní. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegur leikmaður með KS/Leiftri gegn Huginn - 23.4.2007

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Bérés Ferenc lék ólöglegur með liði KS/Leifturs í Lengjubikar karla laugardaginn 14. apríl síðastliðinn. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

8-liða úrslit Lengjubikarsins í kvöld - 23.4.2007

Fjórðungsúrslit A-deildar Lengjubikars karla fara fram í kvöld.  Fram og FH mætast Framvelli kl. 19:00 og á sama tíma mætast KR og HK á KR-velli.  Kl. 20:00 eigast við Breiðablik og Víkingur á Varmárvelli og Valur og Keflavík í Egilshöll.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Landsdómararáðstefna í Hveragerði - 21.4.2007

Um þessa helgi hittast um 40 landsdómarar á Hótel Örk í Hveragerði til þess að undirbúa sig fyrir sumarið.  Farið verður yfir áherslur sumarsins sem og breytingar á knattspyrnulögunum. Lesa meira
 
UEFA

Hópurinn valinn hjá U17 karla sem fer til Belgíu - 20.4.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem heldur til Belgíu til þess að taka þátt í úrslitakeppni EM U17 karla.  Keppnin fer fram dagana 2. til 13. maí. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar hjá U19 karla verða um helgina - 20.4.2007

Úrtaksæfingar verða hjá U19 karla um helgina og hafa landsliðsþjálfararnir Guðni Kjartansson og Kristinn Rúnar Jónsson valið alls 51 leikmenn til þessara æfinga.  Hópnum er skipt í tvennt, leikmenn fædda 1988 og 1989 Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Átta liða úrslit Lengjubikars karla framundan - 20.4.2007

Í gær lauk riðlakeppni A-deildar Lengjubikars karla og verður leikið í 8-liða úrslitum mánudaginn 23. apríl.  Undanúrslitin fara fram 27. apríl og úrslitaleikurinn sjálfur fer svo fram 1. maí á Stjörnuvelli. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Matarfundi KÞÍ á Kaffi Reykjavík frestað - 19.4.2007

Matarfundi KÞÍ sem vera átti á Kaffi Reykjavík föstudaginn 20. apríl hefur verið frestað vegna lélegrar þátttöku. KÞÍ stefnir á að halda fundinn 2. júní næstkomandi. Lesa meira
 
Grótta

Íþróttafélagið Grótta 40 ára - 18.4.2007

Íþróttafélagið Grótta verður 40 ára þann 24. apríl næstkomandi. Af því tilefni verður sérstök hátíðardagskrá í Íþróttahúsinu á sumardaginn fyrsta, þann 19.apríl, sem hefst kl 13.00 með skrúðgöngu frá Sundlaug Seltjarnarness. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Vorfundur KÞÍ á Akureyri - 18.4.2007

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands heldur vorfund á Akureyri, laugardaginn 28. apríl næstkomandi.  Fundurinn verður haldinn í félagsheimili Þórs, Hamri og er opinn öllum þeim er áhuga hafa á knatspyrnu og knatspyrnuþjálfun. Lesa meira
 
UEFA

Úrslitakeppni EM 2012 í Póllandi og Úkraínu - 18.4.2007

Michel Platini, forseti UEFA, tilkynnti í dag að úrslitakeppni EM 2012 muni fara fram í Póllandi og Úkraínu.  Þrjár umsóknir voru teknar fyrir við lokaákvörðunina en umsóknir Ítalíu og Ungverjalands/Króatíu hlutu ekki náð fyrir augum UEFA. Lesa meira
 
Leiknir F.

Ólöglegur leikmaður með Leikni F. gegn Hetti - 17.4.2007

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Adnan Mesetovic lék ólöglegur með liði Leiknis F. gegn Hetti í Lengjubikar karla fimmtudaginn 16. mars síðastliðinn.

Lesa meira
 
Gylfi_Orrason_Breidablik_HK

Faxaflóamót 6. og 7. flokks 2007 - 17.4.2007

Nú er búið að skipta í riðla í Faxaflóamóti 6. og 7. flokks og umsjónarfélög hafa verið tilnefnd.  Umsjónarfélög skulu senda upplýsingar um dagsetningu og upphafstíma sinna riðla eigi síðar en föstudaginn 20. apríl. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Faxaflóamót 2. flokks karla - Úrslit - 16.4.2007

Undanúrslit í Faxaflóamóti 2. flokks karla fara fram laugardaginn 28. apríl og úrslitaleikur föstudaginn 4. maí.  Þrjú lið úr A riðli og eitt lið í B riðli leika í undanúrslitum. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

Ljóst hvaða þjóðir leika í úrslitakeppni EM U19 kvenna - 16.4.2007

Í gær skýrðist hvaða þjóðir munu leika hér á landi í úrslitakeppni EM U19 kvenna.  Keppnin fer fram dagana 18. - 29. júlí og er leikið á sjö völlum hér á landi.  Sjö þjóðir tryggðu sér farseðilinn til Íslands eftir keppni í milliriðlum. Lesa meira
 
Garðar Örn Hinriksson

Garðar Örn í hæfileikamótun hjá UEFA - 13.4.2007

Garðar Örn Hinriksson hefur verið valinn í sérstakt verkefni á vegum UEFA er felst í hæfileikamótun fyrir efnilega dómara.  Kennari Garðars verður Rune Petersen, yfirmaður dómaramála í Noregi. Lesa meira
 
Keflavík

Ólöglegur leikmaður með Keflavík gegn Fjölni - 12.4.2007

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Guðmundur Steinarsson lék ólöglegur með liði Keflavíkur gegn Fjölni í Lengjubikar karla miðvikudaginn 4. apríl síðastliðinn. Lesa meira
 
Roots Hall, heimavöllur Southend United

Leikið við England á Roots Hall - 11.4.2007

Kvennalandsliðið leikur vináttulandsleik við England 17. maí næstkomandi.  Leikið verður á Roots Hall, heimavelli Southend United.  Völlurinn tekur rétt tæplega 12.500 manns í sæti. Lesa meira
 
Frá Special Olympics 2007 í Reykjaneshöll

Íslandsleikar Special Olympics 2007 í knattspyrnu - 11.4.2007

Íslandsleikar Special Olympics 2007 í knattspyrnu fóru fram í Reykjaneshöll 1. apríl síðastliðinn en leikarnir eru samstarfsverkefni Íþróttafélags Fatlaðra og Knattspyrnusambands Íslands. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegur leikmaður með Dalvík/Reyni gegn Magna - 11.4.2007

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Jón Örvar Eiríksson lék ólöglegur með Dalvík/Reyni gegn Magna í Lengjubikar karla sunnudaginn 1. apríl síðastliðinn.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Matarfundur KÞÍ á Kaffi Reykjavík - 11.4.2007

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands stendur fyrir matarfundi á veitingastaðnum Kaffi Reykjavík við Vesturgötu í Reykjavík, föstudaginn 20. apríl kl. 19.00.  Miðaverð er 3500 kr. og innifalið í því þriggja rétta glæsilegur kvöldverður. Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Styttist í úrslitakeppni EM U19 kvenna - 10.4.2007

Úrslitakeppni EM U19 kvenna verður haldin hér á landi dagana 18. - 29. júlí.  Milliriðlar keppninnar hófust í gær og á sunnudaginn verður ljóst hvaða sjö þjóðir mæta hingað til leiks í úrslitakeppnina. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Starf í mótadeild KSÍ - 10.4.2007

Laust er til umsóknar starf í mótadeild KSÍ þar sem Halldór Örn Þorsteinsson mun láta af störfum í sumar.  Viðkomandi verður að geta hafið störf sem fyrst og eigi síðar en 1. júní n.k. Starfið hentar konum ekki síður en körlum. Lesa meira
 
Fram

Ólöglegur leikmaður með Fram gegn KR - 10.4.2007

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Igor Pesic lék ólöglegur með liði Fram gegn KR í Lengjubikar karla mánudaginn 2. apríl síðastliðinn. Lesa meira
 
Evrópukeppni kvennalandsliða

Fyrsti leikur í riðli Íslands leikinn á morgun - 10.4.2007

Á morgun fer fram fyrsti leikur í riðli Íslands í undankeppni fyrir EM kvenna í Finnlandi 2009.  Taka þá Frakkar á móti Grikkjum og verður Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari á meðal áhorfenda á leiknum.

Lesa meira
 
FH

Úrskurður í máli Róberts Magnússonar gegn FH - 7.4.2007

Samninga- og félagaskiptanefnd hefur kveðið upp úrskurð í máli Róberts Magnússonar gegn Knattspyrnudeild FH.  Varðaði málið leikmannssamning Róberts Magnússonar.

Lesa meira
 
Páskaungar

Gleðilega páska - 6.4.2007

Knattspyrnusamband Íslands sendir landsmönnum öllum óskir um gleðilega páskahátíð.  Vonum við að allir hafi það eins gott og kostur er, hvort sem er í leik eða starfi. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Breytt dagsetning á KSÍ V þjálfaranámskeiðinu - 6.4.2007

KSÍ V þjálfaranámskeiðið sem var fyrirhugað að halda helgina 13-15. apríl hefur verið fellt niður en ákveðið hefur verið að halda námskeiðið 27-29. apríl í staðinn.  Skráning er hafin hjá Ragnheiði á skrifstofu KSÍ (ragga@ksi.is) eða í síma 510-2900. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Fótbolti fyrir frábær málefni - 4.4.2007

Laugardaginn 7. apríl fer fram einstakur knattspyrnuleikur í Egilshöllinni.  Þar munu etja kappi lið fjölmiðlamanna gegn liði frambjóðenda í alþingiskosningum. Leikurinn hefst kl. 15:00 en opnar húsið kl. 14:00.  Aðgangseyrir er 1000 krónur en allur ágóði rennur til frábærra málefna. Lesa meira
 
ÍR

Drottningamót ÍR - 4.4.2007

ÍR stendur fyrir knattspyrnumóti fyrir konur 25 ára og eldri á gervigrasvelli sínum, laugardaginn 21. apríl næstkomandi.  Er þetta tilvalið tækifæri fyrir konur að finna skotskóna og mæta til leiks.  Ekkert þátttökugjald er á þessu móti. Lesa meira
 
Sæti í úrslitakeppninni í höfn

Riðlarnir klárir fyrir úrslitakeppni U17 - 4.4.2007

Í dag var dregið í riðla í úrslitakeppni EM U17 karla sem fram fer í Belgíu.  Leikirnir fara fram dagana 2. - 13. maí.  Fimm efstu þjóðirnar tryggja sér sæti á HM 2007 í Suður Kóreu. Lesa meira
 
UEFA

Dregið hjá U17 karla kl. 10:45 í dag - 4.4.2007

Í dag kl.10:45 verður dregið í riðla í úrslitakeppni EM U17 karla.  Úrslitakeppnin fer fram í Belgíu.  Átta þjóðir eru í pottinum og skiptast þær í tvo riðla.  Hægt er að fylgjast með drættinum á www.uefa.com. Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Guðni Kjartansson taka við A-landsliði kvenna

Sigurður Ragnar á UEFA Pro Licence námskeið - 2.4.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri og landsliðsþjálfari, hefur fengið inni á UEFA Pro Licence þjálfaranámskeiði hjá enska knattspyrnusambandinu sem hefst í Warwick í Englandi 25. júní. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Stjórn KSÍ skipar í tvo nýja starfshópa - 2.4.2007

Á stjórnarfundi KSÍ 22. mars síðastliðinn, var samþykkt að koma á tveimur nýjum starfshópum.  Annar hópurinn mun fara yfir mótamál í yngri flokkum en hinn mun taka fyrir dómaramál. Lesa meira
 
U17_hopurinn_i_Portugal

28 leikmenn boðaðir á æfingar hjá U17 karla - 2.4.2007

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 28 leikmenn til æfinga á næstu dögum.  Æfingarnar fara fram á Fylkisvelli og í Fífunni, fimmtudag, föstudag og laugardag. Lesa meira
 
Leiknir F.

Ólöglegur leikmaður með Leikni F. gegn Magna - 2.4.2007

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Kjartan Bragi Valgeirsson lék ólöglegur með liði Leikni F. gegn Magna í Lengjubikar karla sunnudaginn 25. mars síðastliðinn. Lesa meira
 
Evrópukeppni kvennalandsliða

Riðlakeppni fyrir EM 2009 hefst í dag - 1.4.2007

Í dag hefst riðlakeppni fyrir EM 2009 kvenna þegar að Írar taka á móti Hollandi.  Fyrsti leikur Íslands verður leikinn í Grikklandi, 31. maí næstkomandi.  Sigurvegarar riðlanna sex tryggja sér sæti í úrsllitakeppninni í Finnlandi 2009.  Lesa meira
 
Sæti í úrslitakeppninni í höfn

Mótherjar U17 karla klárir í úrslitakeppni EM í Belgíu - 1.4.2007

Glæsilegur árangur hjá strákunum í U17 karla hefur vakið töluverða athygli víðsvegar um Evrópu.  Tvö íslensk landslið taka þátt í úrslitakeppni EM á þessu ári en stúlkurnar í U19 kvenna leika í úrslitakeppni hér á landi í júlí.

Lesa meira
 
1. apríl !!!

Aprílgabbið 2007: Stuðlakerfið fellt úr gildi - 1.4.2007

Aprílgabbið á ksi.is í ár gekk ágætlega og fór víða. í gabbinu kom fram að stuðlakerfi KSÍ hefði verið fellt ur gildi frá og með mánaðamótum og íslenskum knattspyrnufélögum þannig sjálfum gert kleift að meta verðmæti leikmanna sinna frjálst. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög