Fréttir

Knattspyrna á Íslandi

Afgreiðsla á leyfisumsóknum í 1. deild - 30.3.2007

Leyfisráð tók fyrir á fundi sínum í dag umsóknir félaga í 1. deild um þátttökuleyfi.  Félögin verða að uppfylla kröfur sem settar eru fram í leyfishandbók KSÍ, en ákveðið hafði verið að viðurlögum verði ekki beitt fyrir keppnistímabilið 2007 Lesa meira
 
GretarRafn_Danmork_2006

Naumt tap gegn Spánverjum - 28.3.2007

Íslendingar biðu lægri hlut gegn gríðarsterku spænsku landsliði með marki á 80. mínútu.  Hetjuleg barátta leikmanna íslenska liðsins dugði því miður aðeins of skammt og Spánverjar fögnuðu sigri Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum - 28.3.2007

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Spánverjum í kvöld.  Eyjólfur stillir upp í leikaðferðina 4-4-2 og mun Gunnar Þór Gunnarsson leika sinn fyrsta landsleik .  Leikurinn hefst kl. 20:00 að íslenskum tíma og er sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn.

Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Landsliðið æfði í hellirigningu í morgun - 28.3.2007

Strákarnir í landsliðinu voru snemma á fótum í morgun og æfðu kl. 11:00 að staðartíma eða kl. 9:00 að íslenskum tíma í morgun.  Það hefur rignt hressilega á sólareyjunni Mallorca í dag og ljóst að völlurinn verður vel vökvaður fyrir leikinn. Lesa meira
 
Brynjar Björn Gunnarsson reynir markskot

Spánn - Ísland í kvöld á Mallorca - 28.3.2007

Íslendingar mæta Spánverjum í kvöld í undankeppni fyrir EM 2008.  Leikurinn er í F-riðli og fer fram á Mallorca.  Íslendingar hafa hlotið þrjú stig til þessa í riðlinum en Spánverjar hafa sex stig.  Þetta er í tíunda skiptið sem þjóðirnar mætast. Lesa meira
 
Lukkudýr úrslitakeppni EM 2008 í Sviss og Austurríki

Fyrstu atrennu miðasölu á úrslitakeppni EM að ljúka - 27.3.2007

Frá 1. mars hefur verið hægt að sækja um miða á úrslitakeppni EM 2008 sem fram fer í  Sviss og Austurríki.  Fresturinn rennur út núna á laugardaginn, 31. mars.  Dregið er úr umsóknum og umsækjendum tilkynnt um niðurstöður í lok apríl. Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Reynsluár hjá 1. deild - 27.3.2007

Félög í 1. deild karla undirgangast nú leyfiskerfið í fyrsta sinn, en keyrsla kerfisins í ár er þó aðeins til að leyfa félögunum að kynnast því og fá reynslu.  Engu að síður er allt ferlið unnið eins og um fulla keyrslu væri að ræða. Lesa meira
 
Keppnisvellir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði

Viðurlög í leyfiskerfinu - 27.3.2007

Hvaða viðurlögum geta félög sem undirgangast leyfiskerfið átt von á og í hvaða tilfellum er þeim beitt?  Hér er grundvallaratriði að gera greinarmun á forsenduflokkunum tveimur - A og B.

Lesa meira
 
Fyrirliðinn, formaðurinn og þjálfarinn sker á kökuna í tilefni af 60 ára afmæli KSÍ, 26. mars 2007.  Landsliðið er statt á Mallorca í undirbúningi fyrir leik gegn Spánverjum.

60 ára afmælið haldið hátíðlegt á Mallorca - 26.3.2007

Knattspyrnusambandinu bárust margar góðar kveðjur í tilefni af 60 ára afmælinu og á sólareyjunni Mallorca var afmælisins minnst.  Þar eru landsliðsmennirnir á fullu í undirbúningi fyrir landsleikinn gegn Spánverjum, sem fram fer á miðvikudaginn. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Knattspyrnusamband Íslands 60 ára - 26.3.2007

Í dag, mánudaginn 26. mars 2007, er Knattspyrnusamband Íslands 60 ára.  Fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu KSÍ fyrir réttum sextíu árum.  Stofnfundurinn var haldinn að Vonarstræti 4 og Agnar Klemens Jónsson var kjörinn fyrsti formaður KSÍ.  Alls hafa átta aðilar gegn formennsku á þessum sextíu árum.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Forskráning leikskýrslna í Faxaflóamóti - 24.3.2007

Boðið verður upp á þann valkost í Faxaflóamóti að forskrá nöfn leikmanna á leikskýrslu í gegnum aðgangsorð félaga á www.ksi.is.  Er þetta til reynslu og vonandi að þetta nýtist vel. Lesa meira
 
Sæti í úrslitakeppninni í höfn

Úrslitakeppni í Belgíu bíður U17 karla - 24.3.2007

Íslenska U17 landslið karla, undir stjórn Luka Kostic, tryggði sér í dag sæti í úrslitakeppni EM 2007 sem fram fer í Belgíu.  Liðið tapaði ekki leik í milliriðlinum og lögðu ríkjandi Evrópumeistara Rússa í dag. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Ótrúlegur fyrri hálfleikur hjá strákunum - 24.3.2007

Fyrri hálfleikur Íslands og Rússlands í milliriðli fyrir EM hefur verið hreint með ólíkindum.  Íslendingar leiða í hálfleik með fimm mörkum gegn engu gegn núverandi Evrópumeisturum í þessum aldursflokki.  Kolbeinn Sigþórsson hefur skorað fjögur mörk. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Finnar

Byrjunarliðið hjá U17 gegn Rússum - 24.3.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Rússum í dag kl. 15:00.  Leikurinn er lokaleikur liðsins í milliriðli fyrir EM 2007 og er riðillinn leikinn í Portúgal.  Með sigri eiga Íslendingar möguleika á að komast í úrslitakeppni EM 2007. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Félögunum 10 í Landsbankadeild veitt þátttökuleyfi - 23.3.2007

Leyfisráð samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 23. mars, þátttökuleyfi í Landsbankadeild karla 2007 til handa öllum umsækjendum.  Félögin 10 uppfylla þær kröfur sem settar eru fram í leyfishandbók KSÍ.

Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Faroe

Komast strákarnir í úrslitakeppnina? - 23.3.2007

Á morgun, laugardaginn 24. mars leika strákarnir í U17 karla lokaleik sinn í milliriðli fyrir EM 2007.  Leikið verður við Rússa kl. 15:00 og með sigri eru möguleikar Íslands um sæti úrslitakeppninni fyrir hendi. Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Ármann Smári valinn í hópinn - 23.3.2007

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur þurft að gera breytingu á landsliðshóp sínum fyrir leikinn gegn Spánverjum 28. mars næstkomandi.  Ármann Smári Björnsson, Brann,  hefur verið valinn í hópinn í stað Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Lesa meira
 
Frá Laugardalsvelli

Ákvarðanir leyfisráðs teknar á föstudag - 22.3.2007

Leyfisráð mun á föstudag taka ákvarðanir um veitingu þátttökuleyfa til félaga í Landsbankadeild karla og verða niðurstöður kynntar að fundi loknum.Félögum í 1. deild hefur hins vegar verið gefinn viku frest til viðbótar.

Lesa meira
 
Magnús Þórisson

Magnús og Oddbergur dæma í Þýskalandi - 22.3.2007

Magnús Þórisson er um þessar mundir staddur í Þýskalandi þar sem hann dæmir í milliriðli hjá U17 karla fyrir EM 2007.  Honum til aðstoðar er Oddbergur Eiríksson en þetta eru fyrstu verkefni þeirra sem FIFA-dómarar. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir leik Póllands og Azerbaijan - 21.3.2007

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Póllands og Azerbaijan sem leikinn er í Varsjá, laugardaginn 24. mars.  Aðstoðardómarar verða Gunnar Gylfason og Sigurður Óli Þorleifsson og fjórði dómari Jóhannes Valgeirsson. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Faroe

Jafntefli gegn Portúgal hjá U17 - 21.3.2007

Strákarnir í U17 gerðu sitt annað jafntefli í dag í milliriðli fyrir EM 2007.  Leikið var við gestgjafana í Portúgal og lauk leiknum með markalausu jafntefli.  Síðasti leikur Íslands er við Rússa á laugardaginn. Lesa meira
 
Frá White Hart Lane - heimavelli Tottenham Hotspur

Vorfundur SÍGÍ - 21.3.2007

Samtök íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi efna til vorfundar, föstudaginn 23. mars, í golfskála Golfklúbbs Odds.  Fundurinn hefst kl. 14:00.  Á meðal fyrirlesara verður vallarstjórinn á White Hart Lane, Daniel Baldwin. Lesa meira
 
Indriði Sigurðsson

Tvær breytingar á landsliðshópnum - 21.3.2007

Eyjólfur Sverrisson hefur gert tvær breytingar á landsliðshóp sínum er mætir Spánverjum 28. mars næstkomandi.  Þeir Hólmar Örn Rúnarsson Silkeborg og Indriði Sigurðsson, Lyn, koma inn í hópinn.

Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Finnar

U17 karla leikur við Portúgal í dag - 21.3.2007

Í dag kl. 15:00 leikur U17 karla sinn annan leik í millirðili fyrir EM en leikið er í Portúgal.  Mótherjarnir eru að þessu sinni heimamenn í Portúgal.  Fyrsti leikur Íslendinga í riðlinum var gegn Norður Írum og lauk sá leik með jafntefli, 2-2. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Ný lög KSÍ hafa tekið gildi - 20.3.2007

Ný lög KSÍ hafa nú tekið gildi en lögin voru samþykkt á ársþingi KSÍ sem haldið var 10. febrúar síðastliðinn.  Lögin voru háð samþykki framkvæmdastjórnar ÍSÍ sem hefur nú staðfest lögin. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Danir

Jafntefli í fyrsta leik hjá U17 karla - 19.3.2007

Fyrsti leikur hjá U17 karlalandsliðinu í milliriðli fyrir EM 2007 fór fram í dag og voru andstæðingarnir Norður Írar.  Leiknum lauk með jafntefli, 2-2, eftir að Íslendingar höfðu leitt, 2-0.  Kolbeinn Sigþórsson skoraði bæði mörk íslenska liðsins. Lesa meira
 
GretarRafn_Danmork_2006

Hópurinn tilkynntur fyrir leikinn gegn Spáni - 19.3.2007

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag 18 manna landsliðshóp sem leikur gegn Spáni miðvikudaginn 28. mars nk.  Tveir nýliðar eru í hópnum að þessu sinni, þeir Gunnar Þór Gunnarsson Hammarby og Atli Jóhannsson KR. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Landsliðshópur Íslendinga tilkynntur í dag - 19.3.2007

Í dag kl. 14:00 mun Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, tilkynna landsliðshóp sinn er mætir Spánverjum á Mallorca 28. mars næstkomandi.  Leikurinn er í F riðli í undankeppni fyrir EM 2008.  Þjóðirnar hafa báðar þrjú stig, Ísland eftir fjóra leiki en Spánverjar eftir þrjá.  Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Faroe

Strákarnir hefja leik í dag - 19.3.2007

Íslenska U17 karlalandsliðið hefur leik í dag í milliriðli fyrir EM og er leikið í Portúgal.  Norður Írar eru fyrsti mótherjinn og hefst leikur þjóðanna kl. 15:00.  Hinar þjóðirnar eru svo Rússar og heimamenn í Portúgal. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Styrkleikalistar karla og kvenna frá FIFA - 16.3.2007

Nýir styrkleikalistar FIFA, bæði í karla- og kvennaflokki, hafa verið birtir.  Karlalandsliðið fer upp um níu sæti og situr í sæti 86.  Konurnar eru hinsvegar áfram í sæti númer 21. Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Englandi í nóvember 2006

Jafnt gegn Dönum hjá U19 - 16.3.2007

U19 landslið kvenna lék þriðja og síðasta leik sinn á æfingamóti á La Manga í dag og voru Danir mótherjar íslenska liðsins.  Lauk leiknum með jafntefli, 1-1, eftir að staðan hafði verið markalaust í hálfleik.  Rakel Hönnudóttir skoraði mark Íslands. Lesa meira
 
Spánverjar fagna marki (uefa.com)

Spánverjar tilkynna landsliðshópinn - 16.3.2007

Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spánar, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn sem mætir Dönum 24. mars og Íslendingum 28. mars.  Leikurinn við Íslendinga er leikinn á Mallorca og hefst kl. 20:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

U19 kvenna leikur gegn Danmörku í dag - 16.3.2007

Síðasti leikur U19 kvenna á æfingamóti landsliða á La Manga verður leikinn í dag og eru andstæðingarnir Danir.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið en leikurinn hefst kl. 13:00. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Úrtaksæfingar U19 karla um helgina - 15.3.2007

Úrtaksæfingar verða um helgina hjá U19 karla og hafa verið valdir 27 leikmenn til þessara æfinga.  Æfingarnar verða undir stjórn Kristins Rúnars Jónssonar landsliðsþjálfara. Lesa meira
 
ÍR

Aldarafmæli ÍR haldið hátíðlegt - 14.3.2007

Sunnudaginn 11. mars síðastliðinn voru liðin 100 ár frá stofnun Íþróttafélags Reykjavíkur, ÍR.  Mikið var um hátíðarhöld alla helgina hjá ÍR-ingum og greinilegt að félagið hefur sjaldan verið öflugra en á þessu 101. aldursári Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik sektað vegna leikskýrslu. - 14.3.2007

Breiðablik hefur verið sektað í samræmi lið 4, kafla 4.4. sem fjallar um sektir í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, um 24 þúsund krónur vegna falsaðrar leikskýrslu úr leik Breiðabliks og FH í 4. flokki kvenna, B-liða, sem fram fór þann 11. júlí 2006.

Lesa meira
 
ÍBV

Ólöglegur leikmaður ÍBV gegn Keflavík í Lengjubikar karla - 14.3.2007

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Sindri Viðarsson lék ólöglegur með liði ÍBV gegn Keflavík í Lengjubikar karla laugardaginn 3. mars síðastliðinn, en hann er skráður í Smástund. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

Jafntefli við Englendinga hjá U19 kvenna - 14.3.2007

U19 kvennalandslið Íslands gerði í dag jafntefli við Englendinga á æfingamóti landsliða á La Manga.  Lauk leiknum 1-1 eftir að Laufey Björnsdóttir hafði komið Íslendingum yfir á 51. mínútu.  Leikið verður við Danmörku á föstudaginn. Lesa meira
 
FH

Leik FH og HB í NATA Cup frestað - 14.3.2007

Leik Íslandsmeistara FH og Færeyjameistara HB í NATA Cup (áður Atlantic Cup) sem fram átti að fara laugardaginn 17. mars n.k. hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á fyrirkomulagi keppninnar.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Portúgals frá árinu 2006

Frækilegur sigur Íslands á Kínverjum - 14.3.2007

Íslenska kvennalandsliðið vann í dag frækilegan sigur á Kínverjum í leik um níunda sætið á Algarve Cup 2007.  Lokatölur urðu 4-1 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið markalaust í hálfleik. Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Englandi í nóvember 2006

U19 kvenna leikur gegn Englandi í dag - 14.3.2007

Íslenska U19 kvennalandsliðið leikur í dag gegn stöllum sínum frá Englandi á æfingamóti landsliða sem haldið er á La Manga.  Fylgst verður með aðalatriðum leiksins hér að neðan í fréttinni. Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Byrjunarliðið gegn Kína - 14.3.2007

Núna kl. 10:00 hófst leikur Íslands og Kína á Algarve Cup en leikið er um níunda sætið á mótinu.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson teflir fram sama byrjunarliði og í leiknum gegn Portúgal.  Fylgst verður með helstum fréttum af leiknum hér að neðan. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Tvær nýjar nefndir skipaðar af stjórn KSÍ - 13.3.2007

Á síðasta fundi stjórnar KSÍ er haldinn var 8. mars síðastliðinn var skipað í tvær nýjar nefndir.  Er hér um að ræða heilbrigðisnefnd og þjálfaranefnd.  Ennfremur voru skipaðir nýir aðilar í landsliðsnefnd karla og kvenna.

Lesa meira
 
Katrín Jónsdóttir í leik gegn Tékkum á Laugardalsvelli 2006

Ísland mætir Kína á Algarve Cup - 13.3.2007

Íslenska kvennalandsliðið mun mæta því kínverska í leik um níunda sætið á Algarve Cup 2007.  Þetta var ljóst eftir leiki gærkvöldsins en Ísland vann þar öruggan 5-1 sigur á Portúgal en Kína tapaði 0-2 fyrir Finnum.

Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði mark Íslands

Hólmfríður með þrennu gegn Portúgal í 5-1 sigri - 12.3.2007

Íslendingar unnu öruggan sigur á Portúgal í lokaleik C riðils á Algarve Cup, 5-1  Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði þrennu í seinni hálfleik.  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 23. landsliðsmark og er orðin markahæst frá upphafi.  Katrín Jónsdóttir fyrirliði lék sinn 60. landsleik í dag. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

Naumt tap gegn Ítölum hjá U19 kvenna - 12.3.2007

Æfingamót U19 kvenna á La Manga hófst í dag og léku Íslendingar gegn Ítölum.  Leikurinn tapaðist með einu marki gegn tveimur eftir að Ísland hafði náð forystunni.  Næsti leikur Íslands er á miðvikudaginn gegn Englandi. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Knattspyrnumót sumarið 2007 - 12.3.2007

Knattspyrnumót sumarsins 2007 hafa verið birt hér á vefnum.  Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi fimmtudaginn 22. mars.

Lesa meira
 
Kaplakriki_003

Lykildagsetningar færðar aftur um eina viku - 12.3.2007

Ákveðið hefur verið að fresta leyfisferlinu um eina viku, en í því felst að allar lykildagsetningar í ferlinu frá 2. mars færast aftur um eina viku þannig að ákvarðanir leyfisráðs liggja fyrir eigi síðar en 23. mars.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn á fullri ferð - 12.3.2007

Lengjubikarinn er kominn á gott skrið og voru leiknir fjölmargir leikir um helgina.  Keppni er hafin í A og B deildum í karlaflokki en það er C deildin sem hefur leik hjá kvenfólkinu næstkomandi föstudag. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

U19 kvenna hefur leik í dag - 12.3.2007

Íslenska U19 kvennalandsliðið tekur þátt á æfingamóti á La Manga sem hefst í dag.  Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Ítalíu og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn.  Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Jafntefli gegn Írlandi - 12.3.2007

Ísland gerði jafntefli gegn Írlandi í öðrum leik liðsins á Algarve Cup 2007.  Leiknum lauk með jafntefli, 1-1 og leiddi íslenska liðið í hálfleik eftir að Rakel Logadóttir skoraði snoturt skallamark.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Portúgals frá árinu 2006

Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal - 12.3.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Portúgal í dag á Algarve Cup.  Þetta er síðasti leikurinn í riðlinum en einnig verður leikið um sæti.  Leikurinn hefst kl. 15:30 að íslenskum tíma og verður hægt að sjá leikinn á Ölver/Wembley í Glæsibæ. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Skrifstofa KSÍ lokar á hádegi í dag - 9.3.2007

Í dag, föstudaginn 9. mars, mun skrifstofa KSÍ loka kl. 12:00 á hádegi.  Ástæðan fyrir þessum óvenjulega lokunartíma er að þá verður hafist handa við langþráða flutninga. Lesa meira
 
Katrín Jónsdóttir í leik gegn Tékkum á Laugardalsvelli 2006

Byrjunarlið Íslands gegn Írlandi - 8.3.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Írlandi í öðrum leik liðsins á Algarve Cup.  Sigurður gerir sjö breytingar á byrjunarliðinu frá því í leiknum gegn Ítalíu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfing hjá U19 kvenna í Fagralundi - 8.3.2007

U19 landslið kvenna mun æfa föstudaginn 9. mars á félagssvæði HK í Kópavogi, Fagralundi.  Æfingin hefst kl. 21:00. Lesa meira
 
U17_kv_byrjunarlid_Danir_2006

Úrtakshópur hjá U17 kvenna æfir um helgina - 7.3.2007

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið úrtakshóp skipuðum 31 leikmanni til æfinga um helgina.  Leikmönnunum er skipt í 2 hópa og má sjá skiptinguna hér að neðan. Lesa meira
 
Aðstoðardómari að störfum á leik Íslands og Svíþjóðar

Dómgæslan á Algarve Cup 2007 í umsjón FIFA - 7.3.2007

Dómgæslan á Algarve Cup 2007 er í umsjón FIFA og eru þeir dómarar valdir sem möguleika eiga á því að dæma í næstu úrslitakeppni HM í Kína.  Yfirbragðið er því ákaflega alþjóðlegt á dómurum mótsins. Lesa meira
 
Þóra Helgadóttir, hér í leik gegn Svíum 2006, leikur sinn 50. landsleik gegn Ítalíu á Algarve Cup 2007

Naumt tap gegn Ítalíu - 7.3.2007

Í fyrsta leik Íslands á Algarve Cup 2007, beið Ísland nauman ósigur gegn liðið Ítalíu með tveimur mörkum gegn einu.  Sigurmark Ítala kom í uppbótartíma en staðan í hálfleik var 1-1.  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Íslands úr vítaspyrnu í lok fyrri hálfleik.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Portúgals frá árinu 2006

Byrjunarliðið gegn Ítölum tilkynnt - 6.3.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt sitt fyrsta byrjunarlið sem mætir Ítölum á morgun á Algarve Cup.  Þóra B. Helgadóttir mun leika sinn fimmtugusta landsleik og þær Sif Atladóttir og Fjóla Dröfn Friðriksdóttir leika sinn fyrsta landsleik.

Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Danir

U17 hópurinn sem fer til Portúgals - 6.3.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem heldur til Portúgals til þess að leika í milliriðlum fyrir EM.  Leikið verður dagana 19. - 24. mars og er leikið við Norður Íra, Portúgali og Rússa. Lesa meira
 
Katrin_50leikir_Akvenna

Katrín verður fyrirliði á Algarve - 6.3.2007

Kvennalandsliðið er komið til Algarve þar sem liðið leikur fyrsta leik sinn á mótinu á morgun.  Leikið verður við Ítalíu og hefst leikurinn kl. 18:00.  Þetta er fyrsti landsleikur Sigurðar Ragnars sem landsliðsþjálfara og hefur hann ákveðið að Katrín Jónsdóttir verður fyrirliði liðsins á mótinu.

Lesa meira
 
Halldór B. Jónsson og Vignir Már Þormóðsson frá KSÍ afhentu Marinó Þorsteinssyni formanni Reynis afmælisgjöf

Umf. Reynir Árskógsströnd 100 ára - 5.3.2007

Umf. Reynir á Árskógsströnd var stofnað 3. mars 1907 og varð því 100 ára síðastliðinn laugardag. Félagsmönnum og gestum var boðið til veglegs samsætis í Árskógi af því tilefni á afmælisdeginum. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Sumarfrí í yngri flokkum 2007 - 2.3.2007

Mótanefnd KSÍ tekið þá ákvörðun varðandi niðurröðun leikja sumarið 2007 að engir leikir verði á tímabilinu 23. júlí - 8. ágúst í 4. flokki og yngri aldursflokkum.  Hér er eingöngu átt við leiki á vegum KSÍ en ekki opin mót aðildarfélaga. 

Lesa meira
 
Íslandskort

Niðurröðun í Faxaflóamóti 2007 staðfest - 2.3.2007

Leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti yngri flokka 2007 hefur verið staðfest og má skoða hér á vefnum.  Athugið að hægt er að afmarka leit að leikjum og mótum með ýmsum hætti, t.d. með því að velja Leikir félaga í valmyndinni hérna vinstra megin á síðunni. Lesa meira
 
ÍA

Ólöglegur leikmaður ÍA gegn Fram í Lengjubikar karla - 2.3.2007

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Tinni Kári Jóhannesson lék ólöglegur með liði ÍA í leik gegn Fram í Lengjubikar karla laugardaginn 24. febrúar síðastliðinn, en hann er skráður í ÍR.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar kvenna hefst í kvöld - 2.3.2007

Lengjubikar kvenna hefur göngu sína í kvöld þegar að þrír leikir fara fram í A-deild.  Leikið er í þremur deildum í kvennaflokki en B og C deildirnar hefja leik um miðjan mánuðinn. Lesa meira
 
Fylkir

Fylkismenn Reykjavíkurmeistarar karla - 2.3.2007

Fylkismenn tryggðu sér í gærkvöldi Reykjavíkurmeistaratitilinn með sigri á Víkingum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla.  Lauk leiknum með sigri Fylkis, 3-1.  Þetta er í fjórða skiptið sem Fylkismenn hampa þessum titli. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

Hópur U19 kvenna sem fer til La Manga - 1.3.2007

U19 ára landslið kvenna mun taka þátt í æfingamóti á La Manga í mars og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, valið 18 manna hóp fyrir mótið.  Leikið verður gegn Ítalíu, Englandi og Danmörku á þessu móti.

Lesa meira
 
UEFA

Riðlarnir klárir hjá U17 og U19 karla - 1.3.2007

Í dag var dregið í riðlakeppni fyrir EM 2007/08 hjá U17 og U19 karla í Barcelona.  Úrslitakeppnirnar fara fram í Tékklandi hjá U19 og í Tyrklandi hjá U17.  Íslendingar eru lentu í sterkum riðlum í báðum aldursflokkum.

Lesa meira
 
Merki Euro 2008

Miðasala hafin á úrslitakeppni EM 2008 - 1.3.2007

Í dag, 1. mars, hófst formlega miðasala á úrslitakeppni EM sem fram fer í Sviss og Austurríki í júní 2008.  Hægt er að sækja um miða, í þessari fyrstu atrennu miðasölunnar til 31. mars. Lesa meira
 
Þórir Hákonarson framkvæmdarstjóri KSÍ

Nýr framkvæmdastjóri tekinn til starfa - 1.3.2007

Í dag hóf nýr framkvæmdastjóri, Þórir Hákonarson, störf á skrifstofu KSÍ.  Þórir tekur við af Geir Þorsteinssyni sem gegnt hafði störfum framkvæmdastjóra KSÍ síðan 1997 en var kjörinn formaður KSÍ á síðasta ársþingi. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts karla í kvöld - 1.3.2007

Fimmtudaginn 1. mars næstkomandi mætast Víkingur og Fylkir í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla og hefst leikurinn kl. 19:15 í Egilshöll.  Aðgangur á þennan úrslitaleik er ókeypis. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög