Fréttir

ÍR

Afmælishátíð ÍR 10. og 11. mars - 28.2.2007

Íþróttafélag Reykjavíkur verður 100 ára á árinu. Af því tilefni heldur félagið mikla afmælishátíð í Breiðholtinu 10. og 11.mars næstkomandi.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í undankeppni EM hjá U17 og U19 karla - 28.2.2007

Á morgun, fimmtudaginn 1. mars, verður dregið í riðla fyrir undankeppni EM hjá U17 og U19 karla.  Dregið verður í Barcelona og verður byrjað að hræra í skálunum kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

Úrtaksæfingar fyrir U17 kvenna á Austurlandi - 28.2.2007

Úrtaksæfingar verða haldnar í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði á laugardaginn hjá U17 kvenna.  Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 38 leikmenn til þessa æfinga. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Finnar

U17 og U19 karla æfa um helgina - 27.2.2007

Æfingar verða um helgina hjá U17 og U19 karla og hafa landsliðsþjálfararnir Guðni Kjartansson, Kristinn R. Jónsson og Luka Kostic valið leikmenn til þessa æfinga.  Alls eru 96 leikmenn boðaðir á þessar æfingar. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson sprettir úr spori á meðan kollegar hans fylgjast með

Dómarar í undirbúningi fyrir tímabilið - 27.2.2007

Líkt og knattspyrnumenn og konur þessa lands eru knattspyrnudómarar á fullu í undirbúningi sínum fyrir komandi keppnistímabil.  Þrekæfingar dómara fara fram tvisvar í viku á fjórum stöðum á landinu. Lesa meira
 
Magnús Agnar Magnússon hóf störf sem KSÍ umboðsmaður í febrúar 2007

Magnús Agnar KSÍ umboðsmaður - 26.2.2007

Magnús Agnar Magnússon stóðst í september síðastliðnum, umboðsmannapróf KSÍ og hefur hafið störf sem slíkur.  Bætist hann því á lista þeirra er starfa sem KSÍ umboðsmenn. Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Portúgals frá árinu 2006

Hópurinn sem fer til Algarve tilkynntur - 26.2.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn sem tekur þátt á Algarve Cup 2007.  Sigurður Ragnar velur 20 leikmenn í þetta verkefni en hópurinn heldur utan 5. mars og leikur fjóra leiki. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts karla á fimmtudaginn - 26.2.2007

Fimmtudaginn 1. mars næstkomandi mætast Víkingur og Fylkir í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla og hefst leikurinn kl. 19:15 í Egilshöll.  Aðgangur á úrslitaleikinn er ókeypis. Lesa meira
 
KR

KR Reykjavíkurmeistarar kvenna - 25.2.2007

Það voru leikmenn KR sem fögnuðu Reykjavíkurmeistaratitlinum á föstudagskvöldið eftir sigur á Val með fjórum mörkum gegn þremur.  Þetta var lokaleikur mótsins en KR stúlkur luku mótinu með fullt hús stiga. Lesa meira
 
Lúðvík S. Georgsson

Sótti vinnufund UEFA fyrir formenn leyfisnefnda - 23.2.2007

Lúðvík S. Georgsson, formaður leyfisráðs KSÍ, sótti á dögunum vinnufund hjá UEFA, þar sem fjallað var um leyfisveitingaferlið í ýmsum löndum í Evrópu, Vinnufundurinn var sérhannaður fyrir formenn leyfisnefnda í aðildarlöndum UEFA.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Vann ferð á leik í meistaradeild UEFA - 23.2.2007

Nafn Svavars Hjaltested kom upp úr pottinum þegar dregið var í boðsmiðahappdrætti Landsbankadeildarinnar á dögunum.  Svavar vann þar með ferð fyrir fjóra á leik Chelsea og Porto í Meistaradeild UEFA.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslit Reykjavíkurmóts kvenna ráðast í kvöld - 23.2.2007

Valur og KR mætast í lokaleik Reykjavíkurmóts kvenna en leikurinn hefst kl. 19:00 í kvöld og er leikinn í Egilshöllinni.  Þessi félög hafa sigrað í öllum sínum leikjum til þessa en Vesturbæingum dugir jafntefli til þess að tryggja sér titilinn. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Þinggerð 61. ársþings KSÍ - 22.2.2007

Smellið hér að neðan til að skoða þinggerð 61. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var á Hótel Loftleiðum 10. febrúar síðastliðinn.  Sambandsaðilum er bent á að kynna sér vel þinggerðina Lesa meira
 
Íslandskort

Æfingahópur hjá U17 kvenna tilkynntur - 21.2.2007

Æfingar eru fyrirhugaðar hjá U17 kvenna um helgina og hefur Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari, valið 25 leikmenn til þessara æfinga.  U17 kvenna tekur þátt í riðlakeppni fyrir EM síðar á þessu ári, þeirri fyrstu í þessum aldursflokki. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Drög að niðurröðun Faxaflóamóts 2007 - 20.2.2007

Drög að leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti yngri flokka 2007 liggja nú fyrir og má sjá þau hér á vefnum.  Mikilvægt er að farið sé vandlega yfir leikina og athugasemdum komið á framfæri ef einhverjar eru.

Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

Undirbúningur U19 kvenna heldur áfram - 20.2.2007

Undirbúningur U19 kvenna fyrir úrslitakeppni EM, sem haldin er hér á landi í júlí, er í fullum gangi og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, valið hóp til æfinga um helgina.

Lesa meira
 
Ásthildur Helgadóttir og Katrín Jónsdóttir í kröppum dansi gegn Tékkum á Laugardalsvelli 19. ágúst 2006

25 leikmenn valdir til æfinga um helgina - 20.2.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 25 leikmenn á landsliðsæfingar A landsliðs kvenna sem fram fara helgina 24. - 25. febrúar.  Æft verður tvisvar um helgina.  Lesa meira
 
Úthlutun úr Afrekskvennasjóði Glitnis og ÍSÍ.  Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu hlaut styrk upp á milljón króna

KSÍ hlýtur styrk úr Afrekskvennasjóði - 20.2.2007

Í dag var í fyrsta skiptið úthlutað úr Afrekskvennasjóði Glitnis og ÍSÍ. KSÍ fær eina milljón króna vegna undirbúnings og þátttöku kvennalandsliðsins í undankeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Finnlandi 2009. Lesa meira
 
Lúðvík Georgsson með fyrirlestur á ráðstefnu UEFA um Valla- og öryggismál

Ráðstefna UEFA um valla- og öryggismál - 20.2.2007

Dagana 12. - 14. febrúar hélt UEFA ráðstefnu um valla- og öryggismál.  Þeir Lúðvík Georgsson  og Jóhann G. Kristinsson sóttu ráðstefnuna og kynnti Lúðvík nýjan Laugardalsvöll fyrir ráðstefnugestum. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Sjö félög unnu titla um síðustu helgi innanhúss - 20.2.2007

Úrslitakeppni yngri flokka í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu fór fram um helgina.  Keppt var til úrslita í átta flokkum og voru það sjö félög sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitla. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

U19 kvenna leikur í Portúgal - 19.2.2007

Dregið var í dag í riðlakeppni fyrir EM 2008 hjá U19 kvenna í dag.  Ísland lenti í 1. riðli með Portúgal, Grikklandi og Rúmeníu og verður riðillinn leikinn í Portúgal 27. september til 2. október. Lesa meira
 
UEFA

U17 kvenna leikur í Slóveníu - 19.2.2007

Í dag var dregið í riðlakeppni fyrir EM hjá U17 kvenna en þetta er í fyrsta skiptið sem keppnin er haldin í þessum aldursflokki.  Ísland er í fjórða riðli og leika gegn Úkraínu, Slóveniu og Lettlandi.

Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Hefur þú brennandi áhuga á knattspyrnu? - 19.2.2007

KSÍ óskar að ráða starfsmann á skrifstofu sambandsins. Meginverkefnin eru störf sem tengjast dómaramálum.  Upplýsingar veitir mótastjóri í síma 510 2900. Umsóknum skal skilað með tölvupósti eigi síðar en 1. mars.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót yngri flokka 2007 - 16.2.2007

Leikjaniðurröðun í Reykjavíkurmóti yngri flokka karla og kvenna hefur verið staðfest og má sjá í valmyndinni hér til vinstri.  Munið að hægt er að afmarka leit með ýmsum hætti.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Riðlaskipting í 1. deild kvenna og 3. deild karla - 16.2.2007

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 16. febrúar sl. riðlaskiptingu í 1. deild kvenna og 3. deild karla.  15 félög taka þátt að þessu sinni í 1. deild kvenna en 29 félög í 3. deild karla.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í VISA-bikarnum - 16.2.2007

Dregið hefur verið í fyrstu umferðum VISA-bikars karla og kvenna.  Að gefnu tilefni skal tekið fram að engar breytingar eru fyrirhugaðar á keppni í VISA-bikar karla í ár. Breytingar sem gerða verða munu taka gildi á næsta ári. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Starfshópur skipaður um jafnréttisstefnu KSÍ - 16.2.2007

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag að skipa þriggja manna starfshóp.  Hópurinn á að skila tillögum til stjórnar um jafnréttisstefnu KSÍ.  Starfshópinn skipa: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Guðrún Inga Sívertsen og Ingibjörg Hinriksdóttir.

Lesa meira
 
Þórir Hákonarson framkvæmdarstjóri KSÍ

Nýr framkvæmdastjóri KSÍ - 16.2.2007

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag að veita formanni heimild til að ráða Þóri Hákonarson í stöðu framkvæmdastjóra KSÍ. Hann hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Knattspyrnufélag Siglufjarðar og hefur verið formaður frá árinu 2001.  Lesa meira
 
Fyrsti_fundur_stjornar_2007

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar KSÍ - 16.2.2007

Ný stjórn KSÍ hélt sinn fyrsta fund í dag á skrifstofu KSÍ.  Á fundinum var skipað í embætti innan stjórnar sem og skipað í fastanefndir KSÍ.  Guðrún Inga Sívertsen verður nýr gjaldkeri KSÍ. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtaksleikir gegn Møre og Romsdal - 16.2.2007

Úrtakshópar KSÍ karla og kvenna munu leika fjóra vináttuleiki gegn úrvalsliðum Møre og Romsdal fylkis í Noregi í næstu viku.  Freyr Sverrisson og Kristrún Lilja Daðadóttir hafa hvort um sig valið tvo úrtakshópa til að leika sitt hvorn leikinn.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Fyrstu drög að Landsdeildum 2007 birt á vefnum - 16.2.2007

Drög að niðurröðun landsdeilda (Landsbankadeild karla, 1. deild karla, 2. deild karla og Landsbankadeild kvenna), hafa verið birt.  Hægt er að skoða mótin með því að smella á "Mót félagsliða" að ofan og velja viðeigandi mót. 

Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Leyfiskerfið á ársþinginu 2007 - 15.2.2007

Leyfiskerfi KSÍ hefur nú verið innbyggt í ný lög sambandsins, sem samþykkt voru á ársþingi KSÍ 2007.  Jafnframt var ný leyfishandbók staðfest með þessari samþykkt.  Einnig var kosið í leyfisráð og leyfisdóm til næstu tveggja ára. 

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn 2007 - 15.2.2007

Í dag, fimmtudag, undirrituðu Knattspyrnusamband Íslands og Íslenskar getraunir samstarfssamning um að Deildarbikarkeppni karla og kvenna árið 2007 beri heitið Lengjubikarinn

Lesa meira
 
FH

Flottar í fótbolta - 15.2.2007

Málþingið er hluti stefnumótunarvinnu fyrir meistaraflokk og 2. flokk kvenna í knattspyrnu hjá FH.  Það er  haldið af unglingaráði og meistaraflokksráði kvenna.  Málþingið er öllum opið og hefst kl. 10:00, laugardaginn 17. febrúar. Lesa meira
 
UEFA

Dregið í EM U17 og U19 kvenna á mánudaginn - 15.2.2007

Mánudaginn 19. febrúar næstkomandi verður dregið í riðlakeppni Evrópukeppni U17  og U19 kvenna.  Dregið verður í Nyon í Sviss.  Þetta er í fyrsta skiptið sem Evrópukeppni U17 kvenna fer fram. Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Lengjubikarinn hefst á föstudaginn - 14.2.2007

Lengjubikarinn í  karlaflokki  hefst á föstudaginn kl. 19:00 þegar Akranes og Fjölnir leiða saman hesta sína í Akraneshöllinni.  Fjölmargir aðrir leikir verða á dagskránni um helgina. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ítalir í efsta sæti styrkleikalista FIFA - 14.2.2007

Nýr FIFA styrkleikalisti karla var birtur í dag og er Ísland í 95. sæti listans.  Eftir að hafa verið á toppi listans í 55 mánuði samfleytt, detta Brasilíumenn niður í annað sætið.  Heimsmeistarar Ítala smella sér á toppinn í fyrsta sinn síðan 1993. Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Portúgals frá árinu 2006

Hópur valinn til æfinga hjá A landsliði kvenna - 13.2.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið leikmenn til æfinga.  Æft verður helgina 17. og 18. febrúar og fara æfingarnar fram í Akraneshöllinni og Eglishöllinni. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Riðlarnir klárir fyrir EM U21 karla - 13.2.2007

Í dag var dregið í riðla fyrir riðlakeppni EM U21 karla 2007-2009.  Úrslitakeppnin fer fram í Svíþjóð og af því tilefni var dregið í Stokkhólmi.  Ísland var í þriðja styrkleikaflokki og lenti í riðli með Belgíu, Slóvakíu, Austurríki og Kýpur.

Lesa meira
 
Fram

Ólöglegur leikmaður með Fram gegn Víkingi - 13.2.2007

Skrifstofa KSÍ hefur staðfest að Hjálmar Þórarinsson lék ólöglegur með liði Fram í leik gegn Víkingi í Reykjavíkurmóti karla fimmtudaginn 8. febrúar síðastliðinn, en hann er skráður í skoskt félag.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Vegna Faxaflóamóts 2. flokks karla - 12.2.2007

Í vetur hefur verið leikið í Faxaflóamóti 2. flokks karla sem hófst 21. október sl.  Hér hefur verið um ákveðna tilraun að ræða þar sem leikið er yfir allan veturinn í 2. flokki karla í stað þess að hafa mótið í tvennu lagi; haust og vor.

Lesa meira
 
Eggert Magnússon á ársþingi KSÍ árið 2007 þar sem hann var kjörinn heiðursformaður

Eggert kjörinn heiðursformaður KSÍ - 12.2.2007

Á ársþingi KSÍ var Eggert Magnússon kjörinn heiðursformaður sambandsins. Heiðursformaður á rétt til setu og hefur málfrelsi á stjórnarfundum KSÍ.  Heiðursformenn KSÍ eru nú 2, þeir Eggert Magnússon og Ellert B Schram. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson og Eggert Magnússon á ársþingi KSÍ 2007

Geir Þorsteinsson 8. formaður KSÍ - 10.2.2007

61. ársþing KSÍ var haldið á Hótel Loftleiðum í dag.  Geir Þorsteinsson var kjörinn formaður KSÍ og er sá áttundi sem að gegnir því embætti.  Eggert Magnússon lét af formennsku KSÍ eftir rúm 17 ár í formannsembætti.  Þrír nýir aðilar voru kjörnir í stjórn KSÍ. Lesa meira
 
Eggert Magnússon, formaður KSÍ

Ávarp formanns á 61. ársþingi KSÍ - 10.2.2007

Eggert Magnússon ávarpaði 61. ársþing KSÍ í morgun, í síðasta sinn sem formaður KSÍ.  Eggert fór m.a. yfir þær breytingar sem orðið hafa í starfinu og stöðu mála í knattspyrnunni í dag. 

Lesa meira
 
Vefsíðan Fótbolti.net fékk viðurkenningu á ársþingi KSÍ árið 2007

Fotbolti.net hlýtur viðurkenningu - 10.2.2007

Eggert Magnússon, fráfarandi formaður KSÍ, afhenti forsvarsmönnum netmiðilsins fotbolta.net viðurkenningu fyrir þeirra framlag til knattspyrnunar á Íslandi.  Vefsíðan hefur fjallað myndarlega um íslenska knattspyrnu á undanförnum árum. Lesa meira
 
HK hlaut Drago styttuna í 1. deild karla fyrir árið 2006

Valur og HK fengu Drago-stytturnar - 10.2.2007

Valur fékk afhenta Drago-styttuna svokölluðu í Landsbankadeild karla 2006 og HK fékk styttuna afhenta í 1. deild karla.  Drago stytturnar hljóta þau lið í efstu tveimur deildum karla, sem sýna prúðmannlegastan leik. Lesa meira
 
Ásgeir Heimir Guðmundsson, Fjölni, tekur við kvennabikarnum fyrir árið 2006

Fjölnir hlaut kvennabikarinn 2006 - 10.2.2007

Fjölnir hlaut kvennabikarinn fyrir árið 2006 og var hann afhentur á ársþingi KSÍ.  Ásgeir Heimir Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar Fjölnis tók við bikarnum fyrir hönd félagsins úr hendi formanns KSÍ.

Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

61. Ársþing KSÍ hafið - 10.2.2007

61. ársþing KSÍ var sett, stundvíslega kl. 10:00, í morgun á Hótel Loftleiðum.  Fylgst verður með framvindu þingsins hér á síðunni en meðal annars eru framundan kosningar um formann og stjórn sem og afgreiðsla tillagna. Lesa meira
 
HK

HK óskar eftir þjálfara fyrir 7. flokk drengja - 9.2.2007

Knattspyrnudeild HK óskar eftir því að ráða þjálfara til að taka við 7. flokki drengja og hann þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.  Í 7. flokki eru drengir fæddir 1999 og 2000, og eru 7 og 8 ára á þessu ári. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ársþing KSÍ haldið á laugardag - 9.2.2007

Laugardaginn 10. febrúar, kl 10:00, verður 61. ársþing KSÍ sett á Hótel Loftleiðum.  Fylgst verður með framvindu þingsins, afgreiðslu tillagna, kosningum og annarra mála, hér á heimasíðunni. Lesa meira
 
Fram

Aganefnd úrskurðar leikmann í tímabundið bann - 8.2.2007

Á fundi aganefndar í dag, 7. febrúar 2007, var Guðmundur Magnússon, Fram, úrskurðaður í tímabundið leikbann til 4 mánaða vegna atviks í leik Víkings og Fram í 2. flokki karla 4. febrúar. 

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í riðla fyrir EM U21 karla á þriðjudaginn - 7.2.2007

Þriðjudaginn 13. febrúar verður dregið í riðla fyrir EM 2007-2009 hjá U21 karla en úrslitakeppnin fer fram í Svíþjóð.  Ísland er í þriðja styrkleikaflokki en alls verða 51 þjóð í pottinum.

Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Staðfestir leiktímar í úrslitakeppnum innanhúss - 7.2.2007

Búið er að staðfesta leikdaga og leiktíma í úrslitakeppnum yngri flokka í innanhúsmótum.  Leikið verður dagana 17. og 18. febrúar og er hægt að sjá leikstaði, leikdaga og leiktíma hér á síðunni. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Fjöldi úrtaksæfinga um helgina - 6.2.2007

Um helgina fara fram fjölmargar úrtaksæfingar hjá yngri landsliðum karla.  Um er að ræða U16, U17 og U19 karla sem verða á ferðinni um helgina.  Alls hafa 146 leikmenn verið boðaðir á þessar æfingar.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Drög að niðurröðun RM yngri flokka 2007 - 6.2.2007

Drög að leikjaniðurröðun í Reykjavíkurmóti yngri flokka liggja nú fyrir og má sjá hér á vefnum. Mikilvægt er að farið sé vandlega yfir leikjaniðurröðun og athugasemdum komið á framfæri ef einhverjar eru. 

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Miðasala hafin á úrslitaleik Meistaradeildarinnar - 5.2.2007

Frá og með deginum í dag er hægt að sækja um miða á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en leikið er í Aþenu 23. maí.  Alls eru 9.000 miðar í boði og er hægt að sækja um miða í gegnum www.uefa.com til 19. febrúar. Lesa meira
 
Frá ársþingi KSÍ 2005

Þingfulltrúar á 61. ársþingi KSÍ - 5.2.2007

Laugardaginn 10. febrúar næstkomandi fer fram 61. ársþing KSÍ á Hótel Loftleiðum í Reykjavík.  Alls hafa 123 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 116 fulltrúa. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Frambjóðendur á ársþingi KSÍ 10. febrúar - 5.2.2007

Á ársþingi KSÍ, sem haldið verður á Hótel Loftleiðum 10. febrúar næstkomandi.  Þrír frambjóðendur eru um stöðu formanns KSÍ,  sjö framboð um fjögur sæti í aðalstjórn og fjögur framboð um þrjú sæti í varastjórn. Lesa meira
 
urtaksaefing_Fjardabyggdarholl_2007_2

Fyrsta úrtaksæfingin í Fjarðabyggðarhöll - 5.2.2007

Um helgina fóru fyrstu landsliðsúrtaksæfingar fram í hinni nýju Fjarðabyggðarhöll á Reyðarfirði.  Voru þetta æfingar fyrir U16/U17 landslið karla og voru þær undir stjórn Freys Sverrissonar. Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Vináttulandsleikur við Kanada 22. ágúst - 2.2.2007

Í dag gerði KSÍ samning við Knattspyrnusamband Kanada um að þjóðirnar leiki vináttulandsleik á Laugardalsvelli 22. ágúst næstkomandi.  Þetta er í fyrsta skiptið sem þjóðrnar mætast í landsleik í knattspyrnu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ársreikningur KSÍ 2006 birtur - 2.2.2007

Knattspyrnusamband Íslands birtir nú ársreikning sinn fyrir árið 2006.  Heildartekjur KSÍ samstæðunnar voru 516,5 milljónir kr. og heildargjöld voru 417,2 milljónir kr. Hagnaður varð því 99,3 milljónir kr. 

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög